Greinar föstudaginn 24. ágúst 2012

Fréttir

24. ágúst 2012 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

25 forstjórar á meðal 100 valdamestu kvenna heims

Á nýjum lista Forbes yfir 100 valdamestu konur heims eru m.a. 25 forstjórar fyrirtækja og átta þjóðarleiðtogar, þ.ám., Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem er í efsta sæti. Konurnar eru frá 28 löndum, flestar frá Bandaríkjunum. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 246 orð

A, B, C og D í stað talna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Við viljum helst kynna nýtt einkunnakerfi, sem er A, B, C og D, í 10. bekk. Það miðast við nýja námskrá sem byggist á hæfnisþrepum. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Aldrei of gamlar til að dást að sokkabuxum

Þeir sem eiga leið um Bankastrætið kannast flestir við gluggana í gömlu góðu versluninni Stellu, en þar er iðulega mikið um leggi sem klæddir eru skrautlegum sokkabuxum. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Atkvæðagreiðsla hefst á morgun

Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga fer fram laugardaginn 20. október en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á morgun. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Ágúst gæti slegið fyrra hitamet

Meðalhitinn það sem af er ágúst í Reykjavík er nú kominn yfir það sem hæst hefur áður verið 22. ágúst en það var árið 2004. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Áslaug kemur í stað Geirs í borgarstjórn

Áslaug María Friðriksdóttir mun taka sæti Geirs Sveinssonar í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk. Geir hyggur á flutninga erlendis en hann sat í borgarstjórn í fjarveru Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur sem er í barneignarorlofi. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 467 orð | 4 myndir

„Myndum stefna lóðbeint í sömu áttina og Danir“

sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Stjórnvöld hafa verið að benda á að virðisaukaskattur af gistingu sé 25% í Danmörku en þarna sést þetta svart á hvítu. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 685 orð | 3 myndir

Bílasala eykst milli ára

Fréttaskýring Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bílasala nýrra bíla á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur aukist um 43,62% miðað við fyrstu sjö mánuði ársins 2011. Sala á notuðum bílum hefur vaxið um rúm 14%. Þetta kemur fram í tölum frá Umferðarstofu. 7. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 628 orð | 6 myndir

Borða frekar hval en lunda

Baksvið Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við fórum í hvalaskoðun í dag, það var mjög skemmtilegt. Ég hef einu sinni áður farið í hvalaskoðun, það var í Kanada. Hvalaskoðunin í dag sló henni við. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Bæjarhátíð í Mosfellsbæ um helgina

Bæjarhátíð Mosfellinga, Í túninu heima, verður haldin í áttunda sinn nú um helgina. Margt er á dagskrá hátíðarinnar. Meira
24. ágúst 2012 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Dýrin vegin og mæld í bak og fyrir

Gíraffar bíða eftir því að verða mældir í dýragarðinum í London. Alls eru 16.000 dýr í garðinum og þau eru öll vegin og mæld á hverju ári. Niðurstöðurnar eru skráðar í gagnagrunn sem dýragarðar nota til að bera saman upplýsingar, m.a. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 743 orð | 3 myndir

Framtíðin er einstaklingsmiðað nám

Fréttaskýring Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Við skoðuðum þetta eftir að samræmdu prófin voru afnumin 2008. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 356 orð | 2 myndir

Fyrstu réttir haustsins á Norðurlandi

Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Fyrstu fjárréttir haustsins verða sunnudaginn 2. september en þá verður réttað á þremur stöðum, í Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, í Hlíðarrétt í Mývatnssveit og í Þverárrétt ytri í Eyjafjarðarsveit. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Gera ráð fyrir allt að 40.000 afmælisgestum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Afmælisvaka – 150 ára afmælishátíð Akureyrar – hefst í dag klukkan 14 með því að Íslandsklukkunni við Háskólann á Akureyri verður hringt 150 sinnum. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Golli

Haustverkin Að mörgu er að huga þegar ein árstíðin tekur við af annarri. Hér býr Flateyingur sig undir að taka bát sinn upp úr Grýluvogi í Flatey enda haustið á næsta... Meira
24. ágúst 2012 | Erlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Grikkir hlíti skilmálum lánanna

Berlín. AFP. | Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, komu saman í Berlín í gær og hvöttu Grikki til að hlíta skilmálum neyðarlána Evrópusambandsins. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Haustmarkaður

Sunnudaginn 26. ágúst verður haustmarkaður og þjóðlagahátíð á Árbæjarsafni frá kl. 13-16. Á torginu verður markaður þar sem almenningur kemur og selur afurðir sínar og á þessum árstíma má búast við einhverju safaríku og spennandi, segir í tilkynningu. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Hellirigndi á borgarbúa þegar himnarnir opnuðust

Hún var heldur betur hressandi rigningin sem hvolfdi sér af miklum krafti yfir borgarbúa í gær. Þessar ungu stúlkur létu regnið ekki stoppa sig í því að ferðast um á hjólafákum sínum. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 150 orð

Hættur vegna lélegs vegar

„Þvottabrettin eru orðin svo mikil að maður þurfti að keyra hratt í þetta og ég var bara orðinn hræddur um að bíllinn réði ekki við þetta,“ segir Jón Thorarensen rútubílstjóri, sem hefur ákveðið að hætta að aka með ferðamenn frá Hellu í... Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Íslenskt timbur yfir Almannagjá

Íslenskt timbur, unnið úr sitkagreni úr Stálpastaðaskógi í Skorradal, var notað við gerð nýrrar brúar yfir ginnungagapið sem myndast hefur í Almannagjá á Þingvöllum. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Kreppa í dönskum hótelrekstri vegna virðisaukaskattsins

„Við myndum stefna lóðbeint í sömu áttina og Danir,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en á fyrri hluta þessa árs dróst velta hótela og veitingahúsa í Danmörku saman um 7,2% miðað við sama tíma í fyrra. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Langþráður sigur Svía í brids

Svíar urðu í gær ólympíumeistarar í brids þegar þeir lögðu Pólverja í úrslitaleik. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Leiðsögn um fornleifauppgröft

Boðið verður upp á leiðsögn á íslensku um fornleifauppgröft á Alþingisreitnum á sunnudag. Verður þetta síðasta íslenska leiðsögn sumarsins en rannsóknin hefur staðið í allt sumar. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Lilja verður ekki formaður

Lilja Mósesdóttir þingmaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti formanns Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, á landsfundi flokksins sem fer fram í byrjun október næstkomandi. Í fréttatilkynningu sem Lilja sendi frá sér í gær kemur m.a. Meira
24. ágúst 2012 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Maður bítur eitursnák

Nepalskur bóndi, sem bitinn var af eiturslöngu, hefndi sín með því að bíta óargadýrið á móti. Slangan drapst en maðurinn lifði. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 527 orð | 2 myndir

Margir fylgdust með Ólympíuleikunum

Fréttaskýring Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ólympíuleikarnir í London fengu gríðarlega mikið áhorf hér á landi miðað við áhorfstölur frá Capacent. Ef litið er til uppsafnaðs áhorfs, þ.e. hlutfalls þeirra sem horfðu í a.m.k. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 617 orð | 2 myndir

Meiri útflutningur á áli en í fyrra

Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 431 orð | 2 myndir

Metaðsókn í hvalaskoðun

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Fyrsta sumarið fórum við með tæplega tvö þúsund og fimm hundruð manns í hvalaskoðun. Það sem af er þessu ári erum við búin að fara með 52 þúsund manns, það er meira en við fórum með allt árið í fyrra. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 122 orð

Minna á hægri umferð á göngustígum

„Hægri umferð hefur verið á Íslandi í 44 ár, það á einnig við um göngustíga. Ökutæki með rafmótor eru vélknúin ökutæki. Hvort sem það eru bílar eða hjól. Eða er það ekki? Hvað með bíla sem eru með rafmótor? Við getum haldið endalaust áfram. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 372 orð | 2 myndir

Óttast að ekki verði tekið á brýnustu málunum

Kristján H. Johannessen khj@mbl. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Ríflega helmingur sat límdur yfir ÓL

Íslendingar sátu límdir yfir nýafstöðnum Ólympíuleikum miðað við áhorfstölur frá Capacent. 61,0% fólks eða 142. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Samningsvinnu er enn ólokið

Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is „Það er verið að vinna lánasamninginn í heild sinni en það fer að styttast í að hægt verði að klára hann. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Sér engan tilgang í að mæta á fundinn

„Ég ætla að taka mér frí frá þessum fundi,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst í dag á Hólum í Hjaltadal. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Sjálfboðaliðarnir tryggðir að fullu

„Allir sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands skrifa undir sjálfboðaliðasamning og í því felst að fólk er tryggt í starfinu,“ segir Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 78 orð

Skógræktin með aðalfund á Blönduósi

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi um helgina. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Stefnir í metútflutning áls

Útflutningur á áli á fyrstu sex mánuðum ársins er meiri í tonnum talið en á sama tíma í fyrra. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Tap OR rúmlega 900 milljónir á fyrstu sex mánuðunum

Tap Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam rúmum 920 milljónum króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Orkuveitunnar fyrir fyrri hluta ársins 2012. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni kemur m.a. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Tólf umsóknir um tvö prestsembætti

Runninn er út umsóknarfrestur um tvö prestsembætti á höfuðborgarsvæðinu, við Hjallakirkju í Kópavogi og Seltjarnarneskirkju. Átta umsækjendur voru um embætti prests í Hjallaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Meira
24. ágúst 2012 | Erlendar fréttir | 228 orð | 2 myndir

Verður vistaður í Ila-fangelsinu

Undirréttur í Ósló kveður upp dóm yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik í dag og hvort sem hann verður dæmdur sakhæfur eða ósakhæfur er ljóst að hann verður vistaður í sérstakri deild í Ila-fangelsinu í útjaðri Óslóar. Meira
24. ágúst 2012 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Vigdís opnar Laugalandsskóg

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, opnar Laugalandsskóg í Hörgárdal með formlegum hætti á sunnudag. Efnt verður til hátíðar- og skemmtidagskrár fyrir alla fjölskylduna kl. 16 í tilefni af opnuninni. Meira
24. ágúst 2012 | Erlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Zuma lofar ýtarlegri rannsókn á manndrápunum

Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, hét í gær umfangsmikilli rannsókn á tildrögum þess að lögreglumenn hófu skotárás á námumenn í platínunámu fyrir viku. Lögreglumennirnir urðu 34 námumönnum að bana í skotárásinni. Meira

Ritstjórnargreinar

24. ágúst 2012 | Leiðarar | 406 orð

Annir hjá áróðursdeild

Hefði árangur náðst í raun þyrfti ekki sífelldan spuna úr ráðuneytunum Meira
24. ágúst 2012 | Leiðarar | 257 orð

Hugum að, hægjum á

Lögregla og skólafólk minnir ökumenn á að þúsundir skólabarna eru að hefja skólagöngu Meira
24. ágúst 2012 | Staksteinar | 195 orð | 2 myndir

Leynivopnið

Birgir Dýrfjörð, fyrrverandi þinglóðs Alþýðuflokksins, ræddi í grein í gær um „Framboð Jóhönnu 2013“. Meira

Menning

24. ágúst 2012 | Bókmenntir | 41 orð | 1 mynd

Arngrímur apaskott á IBBY-heiðurslista

Barnabókin Arngrímur apaskott og hrafninn, eftir Kristínu Arngrímsdóttur, hefur verið valin á heiðurslista alþjóðlegu IBBY-barnabókasamtakanna 2012 fyrir myndskreytingar Kristínar í henni. Meira
24. ágúst 2012 | Tónlist | 44 orð | 1 mynd

Bein útsending frá Reading á Rás 2

Á morgun, 25. ágúst, verður bein útsending á Rás 2 frá tónlistarhátíðinni Reading á Englandi, frá kl. 19.30 til 22. Hljómsveitin Of Monsters & Men er meðal þeirra sem leika á hátíðinni en af öðrum má nefna The Cure, Foo Fighters og The... Meira
24. ágúst 2012 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Er eitthvað verið að gera grín að Svíum?

Maður er rétt búinn að ná danska framburðinum á Borgen þegar Sjónvarpið kemur með nýja þáttaröð sem nefnist Broen. Prófið að segja þessi tvö nöfn á dönsku eins hratt og þið getið. Meira
24. ágúst 2012 | Kvikmyndir | 44 orð | 1 mynd

Frankenweenie opnunarmyndin

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Tims Burtons, Frankenweenie, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðar bresku kvikmyndastofnunarinnar í Lundúnum í ár. Frankenweenie er svart/hvít og unnin með sk. stop-motion-tækni. Meira
24. ágúst 2012 | Tónlist | 43 orð | 1 mynd

Frítt inn á Gamla Gaukinn í kvöld

Í kvöld býður Gamli Gaukurinn til ókeypis rokktónleika og fagnar því að eitt ár er liðið frá því staðurinn var opnaður á ný. Á tónleikunum leika Alchemia, Why Not Jack og Diamond Thunder. Tónleikarnir hefjast kl. Meira
24. ágúst 2012 | Leiklist | 748 orð | 5 myndir

Græðandi verk og nýir leikarar á svið

Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Á undanförnum árum hefur Borgarleikhúsið verið mikið í því að taka á viðkvæmum málum og stinga á kýlum en í vetur er áherslan meira en áður á jákvæð og græðandi verk. Meira
24. ágúst 2012 | Tónlist | 40 orð | 1 mynd

Kriisin og Hjálmarsson halda tónleika

Sænska söngkonan Xenia Kriisin heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 með trommuleikaranum Johan Hjálmarsson. Meira
24. ágúst 2012 | Tónlist | 391 orð | 3 myndir

Neistaflug

Jóel Pálsson tenórsaxófón, Simon Toldham píanó, Nils Davidsen bassa og Knud Finsrud trommur. Miðvikudagskvöldið 22. ágúst 2012. Meira
24. ágúst 2012 | Tónlist | 143 orð | 1 mynd

Prince Rama og Kría Brekkan á Faktorý

Bandaríska tvíeykið Prince Rama leikur á Gogoyoko-tónleikum á Faktorý í kvöld. Kristín Anna Valtýsdóttir, Kría Brekkan, hitar upp. Meira
24. ágúst 2012 | Tónlist | 441 orð | 1 mynd

Spunameistari í melódíu

Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Ég held ég sé að sýna sjálfum mér og öðrum glænýja hlið á mér og ég hlakka mikið til þess,“ segir gítarleikarinn og lagahöfundurinn Hilmar Jensson. Meira
24. ágúst 2012 | Kvikmyndir | 110 orð | 1 mynd

Sæðisstuldur og vöðvatröll

The Exependables 2 Hópur málaliða tekur að sér verkefni að beiðni hr. Church nokkurs. Verkefnið virðist auðleysanlegt í fyrstu en babb kemur í bátinn og málaliðarnir leita hefnda. Meira
24. ágúst 2012 | Fólk í fréttum | 388 orð | 1 mynd

Talar aftur á bak

Aðalsmaður vikunnar er Eva Björk Kaaber, meðlimur framandverkaflokksins Kviss búmm bang sem flytur verkið Downtown 24/7 á hátíðinni Lókal á morgun Meira
24. ágúst 2012 | Tónlist | 113 orð | 1 mynd

Varsjárbandalagið og Eivör á Græna hattinum

Í kvöld heldur hljómsveitin Varsjárbandalagið tónleika á Græna hattinum á Akureyri og hefjast þeir kl. 22. Er það jafnframt í annað sinn sem sveitin leikur í höfuðstað Norðurlands. Tónlist hljómsveitarinnar er sótt til austurs, m.a. Meira

Umræðan

24. ágúst 2012 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Áfengisauglýsingar: Skýrar og afdráttarlausar skorður

Eftir Helga Seljan: "Hins vegar olli það mér ærnu angri að hlusta á það, að minnihluti umræddrar nefndar lagðist gegn frumvarpinu og ekki síður þar sem þessi minnihluti var skipaður tveim ágætum konum." Meira
24. ágúst 2012 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Á Ísland bara að vera grænt á litinn?

Eftir Þóri N. Kjartansson: "En þessi sami landeigandi má planta skógi í allt landið sitt án þess að spyrja kóng eða prest." Meira
24. ágúst 2012 | Aðsent efni | 839 orð | 1 mynd

Barnavernd á Íslandi – Á villigötum

Eftir Arndísi Ósk Hauksdóttur: "Það er hrollvekjandi að verða enn og aftur vitni að svona hræðilegum vinnubrögðum barnaverndaryfirvalda og stjórnvalda." Meira
24. ágúst 2012 | Aðsent efni | 439 orð | 2 myndir

Jarðneskar minjar Búdda á Íslandi

Eftir Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur: "Margir hafa einhvern tímann heyrt speki Búdda í formi tilvitnana eða kennslu. Færri vita hins vegar að kjarni vitundar hans lifir efnisgerður enn þann daginn í dag." Meira
24. ágúst 2012 | Pistlar | 473 orð | 1 mynd

Lítil saga um getuleysi Gnarrsins

Það er orðið nokkuð langt um liðið síðan ég hef, eins og sá sómakæri ritstjóri Reynir Traustason myndi orða það, pönkast á Jóni Gnarr, sem kallaður er borgarstjóri en er náttúrlega ekkert annað en lélegur brandari. Meira
24. ágúst 2012 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Valdníðsla og meiri valdníðsla

Eftir Reyni Ragnarsson: "Svarið var engu að síður synjun, með fáránlegum rökum, sem voru eins og stönguð út úr tönnum umhverfisráðherra og alls ekki sæmandi faglegri stofnun, sem Skipulagsstofnun á að teljast." Meira
24. ágúst 2012 | Velvakandi | 87 orð | 1 mynd

Velvakandi

Strætókort - unglingar Ég vissi það að með því að fjölga strætóferðum mundi eitthvað neikvætt koma á móti. En þetta er það lélegasta sem hægt var að gera, hirða peninga af unglingunum. Mér finnst þetta ljótt. Skólakort núna kostar 38.000 kr. Meira
24. ágúst 2012 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Þetta er þá framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar

Eftir Einar Kristin Guðfinnsson: "Hið lága gengi krónunnar er komið til að vera um fyrirsjáanlega framtíð, að mati þeirra sem nú fara með landsstjórnina." Meira

Minningargreinar

24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 624 orð | 1 mynd

Ásta Kristinsdóttir

Ásta Kristinsdóttir fæddist að Lindargötu 5 í Siglufirði 4. janúar 1924. Hún lést 14. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Ingiríður Áslaug Ásgrímsdóttir, f. 26.12. 1880, d. 27.12. 1946, og Kristinn Bessason, skipstjóri í Siglufirði, f. 25.12. 1888, d. 12.6. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 1524 orð | 1 mynd

Dagmar Guðmundsdóttir

Dagmar Guðmundsdóttir fæddist í Ólafsvík 3. júlí 1932. Hún lést á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík sunnudaginn 12. ágúst sl. Foreldrar Dagmarar voru Ásdís Kristjánsdóttir, f. á Kolviðarnesi á Snæfellsnesi 24.8. 1896, d. 8.11. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 529 orð | 1 mynd

Einar Ingimundarson

Einar Ingimundarson fæddist í Borgarholti, Stokkseyrarhreppi, þann 30. apríl 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 5. ágúst 2012. Útför Einars fór fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 16. ágúst 2012. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 231 orð | 1 mynd

Elisabeth Elsa Hangartner Ásbjörnsson

Elisabeth fæddist í Schwenningen í Svartaskógi, Þýskalandi, þann 8.4. 1933. Hún lést 13. ágúst sl. Útförin var gerð frá Garðakirkju 23. ágúst 2012. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 3011 orð | 1 mynd

Eysteinn Gísli Gíslason

Eysteinn Gísli Gíslason fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 30. september 1930. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 11. ágúst 2012. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 813 orð | 1 mynd

Guðrún Lilja Magnúsdóttir

Guðrún Lilja Magnúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 27. september 1928. Hún lést á Landspítalanum laugardaginn 11. ágúst síðastliðinn. Útför Guðrúnar Lilju fór fram frá Grensáskirkju föstudaginn 17. ágúst 2012. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 2700 orð | 1 mynd

Gunnlaug Hannesdóttir

Gunnlaug Hannesdóttir fæddist á Eyrarbakka 17. september 1920. Hún lést 11. ágúst sl. Gunnlaug var dóttir hjónanna Hannesar Andréssonar frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka, f. 22.9. 1892, d. 1.3. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 2506 orð | 1 mynd

Hjördís Magdalena Jóhannsdóttir

Hjördís M. Jóhannsdóttir fæddist í Hafnarfirði 16 ágúst 1934. Hún lést 10. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Einhildur Jóhannesdóttir, f. 20.9. 1915, d. 18.2. 2002, og Jóhann Hjartarson, f. 23.3. 1914, d. 15.1. 1991. Systkini Hjördísar eru Steinþóra, f. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 3123 orð | 1 mynd

Jóna Einarsdóttir

Jóna Einarsdóttir fæddist í Mýrarholti, Kjalarneshr. Kjós 8.4. 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 17.8. 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir, f. 26.9. 1887, d. 21.4. 1919 og Einar Ingvi Finnsson, f. 27.5. 1888, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
24. ágúst 2012 | Minningargreinar | 918 orð | 1 mynd

Margrét Sóley Guðsteinsdóttir Hólm

Margrét Sóley Guðsteinsdóttir Hólm fæddist í Vestmannaeyjum 2. október 1934. Hún lést á Lakeland Regional Center í St. Josephs í Michigan í Bandaríkjunum laugardaginn 18. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson, f. 9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. ágúst 2012 | Viðskiptafréttir | 104 orð | 1 mynd

110 eignir fyrir atvinnustarfsemi seldar í júlí

Alls voru 110 fasteignir fyrir atvinnustarfsemi seldar í júlímánuði fyrir 8.630 milljónir króna. Þar af var 54 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 56 utan þess. Meira
24. ágúst 2012 | Viðskiptafréttir | 594 orð | 1 mynd

Hætta á öðru kerfishruni

Hörður Ægisson hordur@mbl.is Íslensku viðskiptabankarnir eru enn of stórir í hlutfalli við verga landsframleiðslu og því er raunveruleg hætta á öðru kerfishruni hér á landi að öðru óbreyttu. Meira
24. ágúst 2012 | Viðskiptafréttir | 231 orð | 1 mynd

Íslendingar í samstarfi við Google

Sérfræðingar frá bandaríska tölvurisanum Google heimsóttu íslenska hátæknifyrirtækið Stjörnu-Odda nýverið til að kynna sér rafeindamerki sem fyrirtækið framleiðir. Meira
24. ágúst 2012 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Sony segir upp þúsund manns og flytur deild

Japanska tæknifyrirtækið Sony ætlar að fækka starfsmönnum í farsímadeild fyrirtækisins um 15% og flytja höfuðstöðvar deildarinnar, Sony Mobile Communications, til Tókýó frá Svíþjóð. Meira
24. ágúst 2012 | Viðskiptafréttir | 371 orð | 2 myndir

Spá auknum slaka í peningamálastefnu Bandaríkjanna

Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Bandaríski seðlabankinn mun slaka á peningamálastefnu sinni í haust með auknu peningamagni í umferð, ef fram fer sem horfir. Meira
24. ágúst 2012 | Viðskiptafréttir | 212 orð | 1 mynd

Tekjur millistéttarinnar minnka

Millistéttin í Bandaríkjunum hefur minni tekjur en árið 2000 og meirihluti stéttarinnar telur erfiðara að viðhalda lífsstílnum nú en fyrir 12 árum. Meira
24. ágúst 2012 | Viðskiptafréttir | 66 orð | 1 mynd

Örlítil kaupmáttaraukning

Kaupmáttur launa hækkaði í júlímánuði um 0,8% miðað við júnímánuð. Vísitala kaupmáttar launa í júlí er 112,0 stig og hækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,3%. Meira

Daglegt líf

24. ágúst 2012 | Daglegt líf | 406 orð | 1 mynd

HeimurSignýjar

Ég man til dæmis aldrei hvar bíllinn minn er þegar ég kem út úr verslunarmmiðstöðvum og einu sinni settist ég meira að segja inn í bíl sem ég ekki átti og reyndi að starta honum. Meira
24. ágúst 2012 | Daglegt líf | 104 orð | 1 mynd

...prófið húladans frá Havaí

Marina Celander verður gestakennari í Kramhúsinu um helgina og mun kenna allt um hið seiðandi form húladansins. Marina nam dans við London Contemporary Dance Shool. Hún hefur búið og starfað við dans og leiklist í New York síðastliðin 20 ár. Meira
24. ágúst 2012 | Daglegt líf | 468 orð | 5 myndir

Smíðaði sjálfur sitt eigið trommusett

Hann keypti sitt fyrsta trommusett þegar hann var ellefu ára. Núna er hann búinn að koma sér upp eðalsetti úr mahóní sem hefur hlýjan og mjúkan tón. Hann sér ekki eftir að hafa lagt út í nákvæmnisvinnuna sem það var að smíða sjálfur. Meira
24. ágúst 2012 | Daglegt líf | 194 orð | 2 myndir

Söngur, dans og tónlist um allan miðbæinn

Götulistahátíðin Hafurtask nær hámarki sínu á morgun, laugardaginn 25. ágúst. Þá verður slegið upp allsherjar uppskeruhátíð ungs fólks sem síðastliðna viku hefur unnið í ýmiss konar listasmiðjum vítt og breitt um bæinn. Meira
24. ágúst 2012 | Daglegt líf | 121 orð | 1 mynd

Tískuvaktin í London

Þá er farið að styttast í tískuvikuna í London sem hefst þann 14. september næstkomandi. Tískuvikan er ein sú stærsta í tískuheiminum og bíða bæði innkaupastjórar og tískuspekúlantar spenntir eftir því sem þar verður sýnt. Meira

Fastir þættir

24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 31 orð

85 ára

Rannveig Þorgerður Jónsdóttir ljósmóðir er áttatíu og fimm ára í dag, 24. ágúst. Rannveig Þorgerður á heima á Digranesheiði 9 í Kópavogi en hún fæddist á Bolungarvík og ólst þar... Meira
24. ágúst 2012 | Fastir þættir | 164 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Rökrétt skýring. Meira
24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 524 orð | 4 myndir

Byrjaði 12 ára til sjós

Magni hefur átt heima í Neskaupstað alla tíð. Hann var í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar, lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1962, kenndi fyrir pungapróf í Neskaupstað um árabil frá 1974 og hafði tvisvar umsjón með 1. Meira
24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 256 orð | 1 mynd

Er eins og Zorba og trúir á hið góða

Það er mannbætandi að tala við fólk eins og Jennu Jensdóttur rithöfund sem á 94 ára afmæli í dag. „Ég segi bara alltaf allt gott,“ segir hún og þakkar það að mörgu leyti heilræðum ömmu sinnar og alnöfnu. Meira
24. ágúst 2012 | Í dag | 268 orð | 1 mynd

Jón Kaldal

Jón Kaldal, ljósmyndari og ólympíufari, fæddist í Stóradal, A-Hún. 24. ágúst 1896. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Ingibjörg Gísladóttir, bændur í Stóradal. Hann kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur og eignuðust þau þrjú börn. Meira
24. ágúst 2012 | Í dag | 307 orð

Koðrán er kominn með skegg

Ég hitti karlinn á Laugaveginum í gær á horninu á við Frakkastíginn, þar sem kjötbúð Sláturfélags Suðurlands var í gamla daga. Hann hélt á Fréttablaðinu og var mikið niðri fyrir: „Sérðu,“ sagði hann. Meira
24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Magnús Magnússon

30 ára Magnús ólst upp í Hafnarfirði, hefur búið á Siglufirði frá 2006 og er verslunarstjóri við SR-byggingarvörur. Maki: Lára Guðmundsdóttir, f. 1980, verslunarmaður. Börn: Sóley Lilja, f. 2000; Mikael Daði, f. 2005, og Tristan Nökkvi, f. 2009. Meira
24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

Magnús Ragnarsson

30 ára Magnús ólst upp á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum, er tæknistúdent frá Iðnskólanum og lögreglum. á Hvolsvelli. Maki: Tinna Erlingsdóttir, f. 1980, kennari. Börn: Óðinn, f. 2006; Freyja, f. 2009, og Frosti, f. 2012. Foreldrar: Margrét Strupler, f. Meira
24. ágúst 2012 | Í dag | 48 orð

Málið

Íslenskan er takmörkuð. Frumtalan fjórir er til dæmis ekki til í eintölu: „Í fjóran og hálfan mánuð ...“ – beið ég þess að hann liði, svo ég gæti farið að telja hann í fleirtölu? Meira
24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Hafnarfjörður Jökull Logi fæddist 13. júní kl. 7.36. Hann vó 4.270 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Rósa Siemsen og Jóhann David Barðason... Meira
24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Hella Lovísa Rún fæddist 15. september kl. 6.51. Hún vó 3.035 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna María Oddsdóttir og Bjarnfinnur R. Þorkelsson... Meira
24. ágúst 2012 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Reglur þínar eru dásamlegar, þess vegna heldur sál mín þær...

Orð dagsins: Reglur þínar eru dásamlegar, þess vegna heldur sál mín þær. Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra. (Sl. 119, 129-130. Meira
24. ágúst 2012 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. c4 c6 3. e3 d5 4. Rc3 e6 5. b3 Rbd7 6. Dc2 Be7 7. Bb2 0-0 8. Hg1 e5 9. cxd5 cxd5 10. g4 e4 11. g5 Re8 12. Rd4 Re5 13. Be2 Rc7 14. f4 exf3 15. Rxf3 Rxf3+ 16. Bxf3 Bxg5 17. 0-0-0 b5 18. Re2 Bf6 19. Rd4 Bd7 20. Kb1 Hc8 21. Dd3 g6 22. Meira
24. ágúst 2012 | Í dag | 35 orð | 1 mynd

Söfnun

Hildur Kristín Gunnarsdóttir og Elfar Ingi Þorsteinsson héldu tombólu fyrir utan Krónuna í Jafnaseli og Kost á Dalvegi í Kópavogi. Þau söfnuðu dóti í hverfinu og seldu og gáfu Rauða krossi Íslands ágóðann, 6.274... Meira
24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 189 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Steinunn Sigurðardóttir 85 ára Rannveig Þorgerður Jónsdóttir 80 ára Erna Guðleif Guðbjarnadóttir Guðbjörg E. Sigvaldadóttir 75 ára Baldur Hólmsteinsson Gertrud Hjálmarsson Guðrún P. Meira
24. ágúst 2012 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Vigfús Snær Sigurðsson

30 ára Vigfús fæddist á Selfossi og hefur búið þar alla tíð. Hann hefur verið kokkur frá sextán ára aldri og starfar nú við Hótel Selfoss. Unnusta: Erna Tómasdóttir, f. 1984, starfar við Hótel Grímsborgir. Dóttir: Lilja Sól, f. 2002. Meira
24. ágúst 2012 | Fastir þættir | 311 orð

Víkverji

Bókaútgáfa hérlendis einskorðast ekki lengur við jólin og er það vel. Þá er minni hætta en ella á að góðar bækur drukkni í bókaflóðinu og það er visst tilhlökkunarefni að geta átt von á nýrri bók í hverjum mánuði. Meira
24. ágúst 2012 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

24. ágúst 1968 Norræna húsið í Reykjavík var vígt. Það var byggt eftir teikningum Finnans Alvars Aalto. Fyrsti forstöðumaður hússins var Norðmaðurinn Ivar Eskeland. 24. Meira

Íþróttir

24. ágúst 2012 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Arnór orðaður við Tvis-Holstebro

Arnór Atlason, landsliðsmaður í handknattleik, gæti verið á leið til Team Tvis-Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Ásdís varð í áttunda sæti í Lausanne

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, varð í 8. sæti á Demantamótinu í Lausanne í Sviss í gærkvöldi. Verðlaunahafarnir þrír frá því á Ólympíuleikunum í London fyrr í mánuðinum voru allir mættir til leiks og því um gríðarsterka keppni að ræða. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Barcelona vann fyrsta El Clásico

Barcelona vann fyrstu El Clásico-rimmuna við Real Madrid á þessari leiktíð þegar liðið vann 3:2 sigur á Camp Nou í Barcelona í gærkvöldi. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 383 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Usain Bolt , spretthlauparinn frábæri frá Jamaíka, sem vann til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London, segist vera að hugsa um skipta úr spretthlaupi yfir í langstökk áður en Ólympíuleikarnir fara fram í Rio í Brasilíu eftir fjögur ár. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 56 orð

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Leiknisvöllur: Leiknir – Víkingur Ó...

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Leiknisvöllur: Leiknir – Víkingur Ó 18.30 Valbjarnarv.: Þróttur R – ÍR 18.30 2.deild karla: Njarðtaksvöllur: Njarðvík – HK 18.30 Grýluvöllur: Hamar – KFR 18.30 Gróttuvöllur: Grótta – Reynir S 18. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 605 orð | 3 myndir

KR þakkaði fyrir blómin og flengdi FH

Í Hafnarfirði Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „KR mætti til leiks en það gerðum við ekki,“ sagði hundfúll bakvörður FH, Guðjón Árni Antoníusson, við Morgunblaðið eftir tap toppliðsins gegn KR, 3:1, í Kaplakrika í gærkvöldi. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 660 orð | 4 myndir

Ný og fersk gulrót fyrir Garðbæinga

Á Akranesi Stefán Stefánsson ste@mbl.is Margir áttu von á því að Garðbæingar myndu mæta örlítið bognir á Akranesi í gærkvöldi eftir tap í bikarúrslitum um síðustu helgi en því var þveröfugt farið. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 333 orð

Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 16. umferð: FH – KR 1:3 Hólmar...

Pepsi-deild karla Úrvalsdeildin, 16. umferð: FH – KR 1:3 Hólmar Örn Rúnarsson 88. – Baldur Sigurðsson 18., 40., Gary Martin 66. Rautt spjald : Guðmann Þórisson (FH) 75. ÍA – Stjarnan 1:2 Garðar Gunnlaugsson 45. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 624 orð | 2 myndir

Stefnan sett á gullið

Ólympíumót Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég er alveg sallarólegur og vona að ég geri bara mjög góða hluti þarna úti. Ég ætla að reyna að bæta mína bestu tíma og vonandi skilar það sér. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Tekst ÍR að verja titilinn?

Flest af besta frjálsíþróttafólki Íslands verður í eldlínunni á Akureyri um helgina en í kvöld hefst 47. bikarkeppni FRÍ á Þórsvelli. Fimm félög eru skráð til leiks en það eru ÍR, FH, Breiðablik, HSK og úrvalslið Norðurlands. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 691 orð | 2 myndir

Vegið að mínu starfi

fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Morgunblaðið innti Guðjón Þórðarson, þjálfara Grindvíkinga, eftir viðbrögðum vegna ummæla sem skoski knattspyrnumaðurinn Paul McShane lét falla um hann á Facebook. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

Yohan Blake nálgast fljótasta mann heims óðfluga

Jamaíkumaðurinn Yohan Blake jafnaði þriðja besta tíma sem náðst hefur í 100 metra hlaupi þegar hann vann á Demantamótinu í Lausanne í gærkvöldi á 9,69 sekúndum. Aðeins Usain Bolt hefur hlaupið hraðar en heimsmet Bolts er 9,58 sek. Meira
24. ágúst 2012 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Þorlákur: „Ætlum okkur áfram“

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna drógust í gær gegn rússneska liðinu Zorkiy Krasnogorsk í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Eina sem ég veit er að það er búið að eyða miklum fjármunum í nokkur lið í Rússlandi. Meira

Ýmis aukablöð

24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 957 orð | 2 myndir

Allt fyrirbyggjandi starf er nauðsynlegt

Heilsuborgarskólinn með heildstæðar lausnir. Nauðsynlegt að þekkja sjálfan sig og inn á heilsuna. Læknar og fleiri leggja á ráðin. Sniðið að þörfum hvers og eins. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 205 orð | 1 mynd

Annars væri ég nú kominn í land

Skilaboð læknisins voru einföld; annaðhvort færi ég á blóðþynningarlyf eða hreyfði mig reglulega. Ég valdi síðari kostinn sem hefur gert mér ákaflega gott. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 420 orð | 1 mynd

Árangur og frelsi frá matarþráhyggju

Borðað þótt magurinn sé mettur. Fjölbreytt ráð gegn fíkninni. Fráhvarf, verkefni og fræðsla. Meðferð og námskeið Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 295 orð | 2 myndir

Ármann í örum vexti

Upphaf stóraukinnar þátttöku í starfi Ármanns má rekja til nýrrar og glæsilegrar félagsaðstöðu í Laugardal sem tekin var í notkun árið 2006. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 1230 orð | 4 myndir

Bein tenging við náttúruna

Laugarvatn Fontana er nútímalegur baðstaður sem byggist á ævagömlum merg jarðhitanýtingar við Laugarvatn. Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri, segir frá sérstöðu staðarins. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 712 orð | 3 myndir

Dans er gott veganesti út í lífið

Kara hefur í 20 ár kennt börnum í grunnskóla á landsbyggðinni og segir vekja athygli hvað hópurinn er í góðu jafnvægi þegar komið er í framhaldsskóla. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 1318 orð | 1 mynd

Draumur að æfa í Elliðaárdalnum

Bootcamp er æfingakerfi sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna síðustu ár og skipta iðkendur hér á landi þúsundum núorðið. Arnaldur Birgir, sem í daglegu tali er kallaður Birgir, segir frá sportinu. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 805 orð | 2 myndir

Ein stór hafnfirsk fjölskylda

Heilsuræktarstöðin Hress fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Linda Hilmarsdóttir hefur starfað við stöðina frá fyrsta degi og segir kúnnahópinn fastheldinn bæði og heimakæran. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 229 orð | 4 myndir

Endurskapa kunnuglegt gotterí

Það er alveg óhætt að fá sér sælgætisbita við og við, hvað þá sem verðlaun fyrir að hafa tekið rækilega á því í göngutúr eða líkamsræktartíma. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 170 orð | 5 myndir

Fjölhæfur bakpoki

Ef til stendur að leggja bílnum fyrir fullt og allt er vissara að fjárfesta í góðum bakpoka. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 267 orð | 1 mynd

Flestir taki þátt í íþróttastarfi

Um 72% borgarbúa stunda reglulega hreyfingu í dag en borgaryfirvöldum er í mun að þátttakan verði enn meiri í næstu framtíð. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 150 orð | 1 mynd

Hjólabraut á toppnum

Um komandi helgi verður Hjólagarðurinn í Skálafelli ofan við Mosfellsdal opin frá kl. 12 til 16. Þá er öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá klukkan 18 til 21, þegar veður leyfir, hægt að skella sér í fína útsýnisferð með stólalyftu upp á Skálafell. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 856 orð | 5 myndir

Hollar uppskriftir frá Happi

Happvefjur í hrísgrjónablöðum Þetta er einn af vinsælustu réttunum okkar og hentar jafn vel sem hádegisverður og fingrafæði í litríka og fallega veislu. 4 handfyllir ferskt salat að eigin vali (t.d. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 949 orð | 1 mynd

Hreyfing er best gegn gigt

Gigtarfélag Íslands eru landssamtök gigtarfólks með yfir 5.000 félaga. Hrefna Indriðadóttir yfirsjúkraþjálfari segir frá margvíslegri starfsemi félagsins og bestu meðferðinni - hreyfingu. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 196 orð | 2 myndir

Hvernig heilsast?

Rétt eins og fólk kemur misjafnlega hresst til andans undan vetri, koma sumir misvel líkamlega undan sumrinu. Bæði er um að kenna að margir láta eftir sér leti yfir sumarmánuðina – „maður fer nú ekki að puða í fríinu! Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 308 orð | 7 myndir

Hvetjandi íþróttabíó

Sumum reynist býsna erfitt að rífa sig upp úr sófanum og henda sér af stað í heilsurækt. Þá getur verið gott að grípa til góðrar bíómyndar með íþróttatengdu efni og sækja sér innblástur og hvatningu. Nóg er til! Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 225 orð | 1 mynd

Íhlutun jók ekki hreyfingu barnanna

Þróa leiðir til að auka hreyfingu barna. Stuðla að hollara mataræði. Doktorsverkefni í HÍ. Verðugt verkefni. Lífsstíll barna á aldrinum 7 til 9 ára verið í brennidepli Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 280 orð | 1 mynd

Kjúklingur er alvegherramannsmatur

Hvíta kjötið er fitulítið og freistandi. Nýtur vaxandi vinsælda í hvers konar heilsuréttum. Gott að borða og girnilegar uppskriftir að gómsætum hollustumat. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 666 orð | 1 mynd

Kraftur í Crossfit

Íslensk hjörtu slógu víða hraðar þegar Annie Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari kvenna í Crossfit, og áhugi á sportinu gerði verulega vart við sig. En vita allir hvað Crossfit er og hvað í æfingakerfinu flest? Hallgrímur Andri Ingvarsson hjá Crossfit Krafti útskýrir málið. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 599 orð | 1 mynd

Kraftur í landanum eftir gott sumar

Haustið fer af stað með látum, segir Ágústa Johnson hjá Hreyfingu. Hún segist merkja að einhver nýr kraftur og bjartsýni sé í landanum eftir hina einstöku blíðu sem hefur ríkt hér á landi í sumar. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 109 orð | 1 mynd

Lagfært í Laugunum

Framkvæmdir við endurbætur á búningsklefum Laugardalslaugar hefjast í október. Núverandi aðstöðu verður breytt og hún bætt. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 565 orð | 3 myndir

Lífið breyst ótrúlega á skömmum tíma

Breiður hópur kvenna í Baðhúsinu. Styrktarþjálfun og dans. Umframfitan brennd. Óperuspinning og námskeið fyrir of þungar konur Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 779 orð | 4 myndir

Meðgangan með hæfilegri hreyfingu

Barnshafandi konum er nauðsynlegt að stunda líkamsrækt og er nú talin sjálfsögð, segja sjúkraþjálfarar. Æfingar séu mátulega erfiðar. Hormónarnir hafa mikil og sterk áhrif. Vöxtur og þroski taugakerfisins er mestur fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 191 orð | 2 myndir

Ný Hleðsla með súkkulaðibragði

Mjólkursamsalan hóf nýlega framleiðslu á Hleðslu í fernu með súkkulaðibragði. Nýja Hleðslan byggist á áratuga framleiðslu á Kókómjólk. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 578 orð | 4 myndir

Plómur, perur og epli

Hollustan er ráðandi í verslunum Krónunnar. Vítamín og fæðubótarefni og allt í bústið. Mjólkurvörur og sykurlaust í úrvali Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 1116 orð | 3 myndir

Reiðhjól sem eiga að endast alla ævi

Hvern langar að ferðast milli staða á bíl þegar hægt er að hjóla á bresku öndvegisreiðhjóli? Reiðhjólaverzlunin Berlín höfðar til þeirra sem vilja hjóla hverdags en tolla líka í tískunni með fallegum hjólreiðaflíkum. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 476 orð | 3 myndir

Rosalega fjölbreytt spor

Zumba, break- og samkvæmisdans. Fjölbreytt starf hjá Dansskóla Sigurður Hákonarsonar. Hver dansar eftir sínu nefi eðe eins og fæturnir bera fólkið. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 849 orð | 3 myndir

Sigrast á síðasta víginu

Flestir sem taka sig á í ræktinni þekkja það af eigin raun að tiltölulega auðvelt er að ná af sér aukakílóum fyrst í stað. Þegar nær dregur kjörþyngd vandast málið og þegar að því kemur að tolla í réttri vigt reynir virkilega á þrekið! Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 369 orð | 1 mynd

Skýrari fókus og meiri skilningur

Óregla á ýmsum sviðum lífs. Meðvirkni, frestunaráráttu og fíkn. ADHD er algeng röskun. Sigríður Jónsdóttir vinnur með öllum aldurshópum. Markmið séu raunhæf. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 454 orð | 2 myndir

Skýr hugsun og höfuðið fullt af súrefni

Útipúl í Laugardalnum. Einfaldar æfingar eru þær allra bestu. Aukin orka fyrir innivinnandi. Mæðurnar æfa meðan barnið er í vagninum. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 564 orð | 1 mynd

Spennandi námskeið á Happi

Veitingastaðurinn Happ er eftirlæti margra sem leitast við að borða hollan og góðan mat. Um þessar mundir eru ýmsar nýjungar á döfinni í starfseminni, og má þar helst nefna Matreiðsluskóla Happs og svo opnun safa- og samlokubars á Höfðatorgi. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 230 orð | 1 mynd

Sprett úr spori á Selfossi

Brúarhlaup á Selfossi. Hjólreiðar og hálft maraþon. Síðan árið 1991. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 677 orð | 2 myndir

Tilbúin í slaginn eftir vikunámskeið

Golfleikjaskólinn heldur námskeið fyrir litla hópa á sælureit í Garðabæ. Íþrótt sem öll fjölskyldan getur sameinast um. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 269 orð | 2 myndir

Tveggja tíma ganga á toppinn

Esjan vinsæl til útivistar og göngu. Upp að Steini og Læk. Úr Elliðaárdal í Skerjafjörð. Mörg bæjarfjöll um allt land. Fjallasprangið fangar fólkið í landinu. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 784 orð | 2 myndir

Tvö árskort á verði eins

Líkamsræktarstöðvarnar innan Actic á Íslandi eru orðnar alls 10 talsins. Stöðvarnar eru staðsettar vítt og breitt um suðurhluta landsins en tvennt eiga þær þó sameiginlegt – hagstætt verð, og samspil tækjasals og sundlaugar. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 112 orð | 1 mynd

Ullsfólk arkar á skíðum á Nesinu

Liðsmenn Skíðagöngufélagsins Ulls halda sitt árlega hjólaskíðamót um helgina. Keppnin verður á Seltjarnarnesi á sunnudag og verða þátttakendur ræstir kl. 10 um morguninn. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 137 orð | 3 myndir

Vandaður göngustafur léttir labbið

Þegar arkað er um garða og tún innanbæjar eða holt og hæðir utanbæjar er fjarska gott að hafa vandaðan göngustaf til að styðja sig við. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 879 orð | 1 mynd

Veitir ekki af andlegu jafnvægi á öld vatnsberans

Ný jógastöð, Heilyndi, tekur til starfa í september og býður m.a. upp á lokaða karlatíma. Einnig verða barnajógatímar haldnir samhliða fullorðinstímum svo ungir sem aldnir geta nýtt tímann vel. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 513 orð | 1 mynd

Vellíðunaráhrif langt fram eftir degi

Allir á fullu í Árbænum. Lóðum lyft og spinning fyrir allar aldir á morgnana. Bræður taka við líkamsræktarstöð. Stífluhringurinn tekinn leikandi. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 134 orð | 3 myndir

Weleda – náttúrulegar húðvörur síðan 1921

Frískandi Citrus-sturtusápa (án sápu) frá Weleda Hin frískandi Cítrus-sturtusápa er kremkennd og gefur mjúkt löður. Vegna hinna nákvæmlega blönduðu ilmkjarnaolía úr sítrus virkar hún örvandi fyrir bæði líkama og sál. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 1104 orð | 2 myndir

Það má aldrei gefa eftir

Vil njóta hreyfingar, segir Þráinn Þorvaldsson. Hefur stundað hlaup í þrjátíu ár. Ein mínúta fyrir hvert ár. Heldur krabbanum niðri með skynsamlegum lífsstíl. Meira
24. ágúst 2012 | Blaðaukar | 527 orð | 1 mynd

Ævintýralegar göngufeðir um Grænland

Kraftganga stendur fyrir reglulegum gönguferðum um Öskjuhlíð og hyggur á þriðju ferðina til undralandsins Grænlands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.