Greinar laugardaginn 17. nóvember 2012

Fréttir

17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

26,5 milljónir í sektir

Fiskistofa hefur lokið álagningu gjalds vegna umframafla strandveiðibáta í ár. Alls nemur upphæðin um 26,5 milljónum sem greiðast í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd | ókeypis

Afmælistónleikar á Akureyri í kvöld

Afmælistónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis fara fram í Hofi á Akureyri í kvöld í tilefni af 90 ára sögu kórsins. Karlakórinn Geysir var stofnaður 1922 og Karlakór Akureyrar 1929. Kórarnir voru síðan sameinaðir í október 1990. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd | ókeypis

„Við bíðum með ákvörðun“

Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 359 orð | 2 myndir | ókeypis

Bílalánin auka skuldir

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar ASÍ gerði úttekt á skuldum heimilanna árið 2009 kom í ljós að ungt fólk skuldaði mest sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd | ókeypis

Byggingaframkvæmdir í Kópavogi hafa tekið mikinn kipp á þessu ári

Fjör er í byggingaframkvæmdum í Kópavogi þessa dagana og ástandið gjörbreytt frá tímabili kyrrstöðu eftir efnahagskollsteypuna haustið 2008. Víða er verið að slá upp, steypa og gera lóðir tilbúnar í bænum. Það sem af er þessu ári, þ.e. til 15. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 320 orð | 2 myndir | ókeypis

Dagar myrkurs á Djúpavogi

ÚR BÆJARLÍFINU Djúpivogur Andrés Skúlason Um nokkra ára skeið hefur verið haldin sérstök hátíð til heiðurs myrkrinu á Austurlandi. Hefur viðburður þessi, sem stendur yfir í heila viku í nóvember, gengið undir heitinu Dagar myrkurs. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 532 orð | 2 myndir | ókeypis

Ekki má framkvæma á biðflokkssvæðum

sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Nú styttist í að þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, rammaáætlunin títtefnda, komi til síðari umræðu á Alþingi, eftir að hafa í dágóðan tíma verið til umfjöllunar í þingnefndum. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

Ekki samkomulag um síldina

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hvorki var gengið frá samkomulagi um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum né kolmunna á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í höfuðstöðvum nefndarinnar í London í vikunni. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Erindi um Churchill

Á hádegisverðarfundi Churchill-klúbbsins sem verður haldinn á Nauthól í dag, mun Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fjalla um Churchill sem stjórnmálaskörung. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd | ókeypis

Evrópuþingmaður flytur erindi um ESB

Samtökin Íslenskt þjóðráð – IceWise – efna til málþings á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð við hliðina á Keiluhöllinni mánudaginn 19. nóvember kl. 17:15. Meira
17. nóvember 2012 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd | ókeypis

Flugdrekar ógna indverska úfnum

Starfsmaður dýraverndarsamtaka gefur úf að éta eftir að fuglinum var bjargað nálægt indversku borginni Amritsar. Fuglinn hafði flækst í streng flugdreka. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd | ókeypis

Framboð í 4.-5. sæti

Jóhanna María Sigmundsdóttir býður sig fram í 4.-5. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 502 orð | 7 myndir | ókeypis

Framkvæmdafjör í Kópavogi

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjör er í byggingaframkvæmdum í Kópavogi þessa dagana og ástandið gjörbreytt frá tímabili kyrrstöðu eftir efnahagskollsteypuna haustið 2008. Víða er verið að slá upp, steypa og gera lóðir tilbúnar í bænum. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd | ókeypis

Fundu mikið af fíkniefnum

Lagt var hald á verulegt magn af fíkniefnum við húsleitir í Kaupmannahöfn, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd | ókeypis

Gagnrýnir aðgerðaleysi

Skúli Hansen skulih@mbl.is „Steingrímur kom með yfirlýsingar í febrúar 2010 um að hann ætlaði að lækka launin [hjá skilanefndunum]. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 851 orð | 2 myndir | ókeypis

Gerðu umtalsverðar breytingar

Sviðsljós Skúli Hansen skulih@mbl.is Talsverður fjöldi fólks var viðstaddur málfund í Háskólanum í Reykjavík um niðurstöður sérfræðingahóps sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd | ókeypis

Getum ekki ákært fyrir þjóðarmorð

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í febrúar næstkomandi mun nefnd, skipuð af dóms- og kirkjumálaráðherra árið 2008, skila af sér lagafrumvarpi um innleiðingu alþjóðasáttmála sem taka á stríðsglæpum í íslenskan rétt. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 535 orð | 2 myndir | ókeypis

Góðgjarn göngugarpur

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari

Guðrún Anna Kristinsdóttir píanóleikari lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 10. nóvember, tæplega 82 ára gömul. Hún fæddist á Akureyri 23. nóvember 1930, dóttir Kristins Þorsteinssonar, deildarstjóra hjá KEA, og Lovísu Pálsdóttur húsfreyju. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd | ókeypis

Halldór ekki höfundurinn

Vísur sem Halldór Laxness skrifaði 12 ára gamall í póesíbók eða minningabók Þórdísar Dagbjartar Davíðsdóttur, skólasystur sinnar, haustið 1914 og taldar eru eftir hann eru það ekki. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 311 orð | 3 myndir | ókeypis

Heilræðavísurnar eru ekki eftir nóbelsskáldið

Halldór Laxness var sex ára þegar meðfylgjandi heilræðavísur birtust fyrst í blaðinu Frækornum og ljóst að þær eru ekki eftir hann eins og sagt var í umfjöllun í Morgunblaðinu 21. september 2008. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 561 orð | 3 myndir | ókeypis

Heimilin taka vaxandi áhættu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Líkt og hjá fyrirtækjum leiðir of mikil skuldsetning heimila til þess að geta þeirra til að takast á við áföll minnkar. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslensk æska í sínu fínasta pússi

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent í gær á degi íslenskrar tungu. 63 grunnskólanemar voru verðlaunaðir í Hörpu þar sem mikið var um dýrðir. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólabasar á Seltjarnarnesi

Eldri bæjarbúar á Seltjarnarnesi halda flóamarkað og jólabasar í dag klukkan 13-17 í félagsheimili sínu við Skólabraut 3-5. Á jólabasarnum verður til sölu handverk, fatnaður og ýmislegt fleira. Einnig er boðið upp á... Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Jólabasar í Lækjarbotnum í dag

Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar í dag frá kl. 12-17 í Lækjarbotnum fyrir ofan Lögbergsbrekkuna. Í tilkynningu segir, að boðið verði m.a. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóladagatal til styrktar kvennadeild

Líf styrktarfélag gefur í ár út jóladagatal til styrktar Kvennadeild Landspítalans. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólahefti Rauða krossins borin í hús

Jólahefti Rauða krossins á Íslandi eru borin í hús til allra heimila í landinu þessa dagana. Býður Rauði krossinn landsmönnum að styrkja innanlandsverkefni félagsins með því að kaupa heftið. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólasveinarnir koma í Dimmuborgir í dag

Opnunarhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum verður í dag klukkan 13-15. Munu jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla, syngja og segja sögur. Ferðaþjónustan í Mývatnssveit kemur sameiginlega að jólasveinaverkefninu. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd | ókeypis

Kirkjan í fjársvelti

Kirkjuþing frestaði á fimmtudag frekari umræðum um fjármál kirkjunnar en framundan eru viðræður við ríkisvaldið um þau mál. Fjárhagsvandinn vegna niðurskurðar er víða mikill í sóknunum. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Kosið á lista Samfylkingar um helgina

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna alþingiskosninganna fer fram í dag. Kjörstaður verður í Laugardalshöll frá kl. 10. Netkosning hófst í gær og fer hún fram á heimasíðu Samfylkingarinnar. Kosningu lýkur kl. 18. Meira
17. nóvember 2012 | Erlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd | ókeypis

Króatar fagna sýknudómi

Zagreb. AFP. | Tveimur króatískum hershöfðingjum var í gær fagnað sem þjóðhetjum í heimaborg sinni, Zagreb, eftir að stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag sýknaði þá af ákærum um stríðsglæpi gegn Serbum í Króatíu eftir að Júgóslavía leystist... Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd | ókeypis

Kynda kennslukannanir undir einkunnabólgu?

„Kveikjan að því að ég fór að hugsa um einkunnabólgu var sú að ég lærði í Bandaríkjunum, í Dartmouth College. Skólinn sendir reglulega fréttabréf og annað slíkt. Þar birtist fyrir tíu árum síðan grein sem fjallaði um einkunnabólgu. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd | ókeypis

Kökukeppni Disney í Smáralindinni

Disneyklúbburinn heldur um helgina kökukeppni í Smáralind í samvinnu við Morgunblaðið. Kökurnar verða til sýnis fyrir framan verslun Hagkaups bæði laugardag og sunnudag. Þemað í kökukeppninni eru teiknimyndir Disney sem allir þekkja. Meira
17. nóvember 2012 | Erlendar fréttir | 755 orð | 4 myndir | ókeypis

Láta reyna á stuðning Egypta

Fréttaskýring Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Arabíska vorið varð til þess að staða Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu styrktist mjög og einangrun þeirra rofnaði. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 493 orð | 2 myndir | ókeypis

Mikilvægur samræðugrundvöllur

Sviðsljós Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það getur verið hætt við því að kennslukannanir fari út í vinsældakannanir,“ segir Hreinn Pálsson, prófstjóri við Háskóla Íslands. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 60 orð | ókeypis

Minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Boðað er til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11 á sunnudaginn þar sem minnst verður fórnarlamba umferðarslysa og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Meira
17. nóvember 2012 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd | ókeypis

Nauðungarvinna fanga afhjúpuð

Forsvarsmenn IKEA sögðust í gær harma það að pólitískir fangar hefðu verið í nauðungarvinnu fyrir nokkra af birgjum fyrirtækisins í Austur-Þýskalandi á tímum kommúnistastjórnarinnar. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins, BBC . Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd | ókeypis

Pólfoss óskemmdur eftir að hafa strandað við Noreg

Pólfoss, frystiskip Eimskipafélagsins, strandaði við eyjuna Altra í N-Noregi í gærmorgun. Skipið er óskemmt en það strandaði í malar- og sandfjöru. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd | ókeypis

Rannsaka áhrif olíumengunar á sjávarlífverur

Reynir Sveinsson Sandgerði Um þessar mundir fara fram viðamiklar athuganir í Sandgerði á áhrifum olíumengunar á sjávarlífverur. Það eru Norðmenn sem annast þessar rannsóknir. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd | ókeypis

Segja viljayfirlýsingu hundsaða

Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu (SHS) telur að ekki verði annað séð eftir fund með velferðarráðherra á fimmtudag en að allt stefni í að sjúkraflutningar verði færðir frá slökkviliðinu. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 12 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurður Ægisson

Vetur Siglfirðingar gleyma ekki smáfuglunum og þessi kunni vel að meta... Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd | ókeypis

Skógræktarfélag Íslands selur jólakort

Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands árið 2012 er komið út. Á kortinu er vatnslitamynd eftir Sigurþór Jakobsson og prýðir sú mynd einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2012. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd | ókeypis

Skuldirnar margfaldast

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa tólffaldast síðan árið 1980 og eru nú ríflega 240% af tekjunum. Skuldahlutfallið hefur aukist nær samfellt ár frá ári nema hvað það lækkaði töluvert í fyrra. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 526 orð | 2 myndir | ókeypis

Sverfur að sóknum landsins

Sviðsljós Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Fjármál þjóðkirkjunnar voru meðal þess sem var efst á baugi á 49. kirkjuþingi þjóðkirkjunnar en hlé var gert á störfum þess á fimmtudagskvöld. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd | ókeypis

Tígulegt brim við höfnina í Grímsey

Veturinn er svo sannarlega genginn í garð, einkum fyrir norðan. Þessi mynd er tekin í Grímsey um tíuleytið á fimmtudagskvöld. Vestanbrimið skall á hafnargarðinum og vindhraðinn var líklega 25-30 metrar á sekúndu. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 771 orð | 6 myndir | ókeypis

Um borð í huganum og kallarnir ljóslifandi

Sviðsljós Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir eru meðal leikara í merkri sögu. Einnig afkomendur þeirra Þorsteinn Ingólfsson, Þorkell Máni og Þormóður goði. Nöfnin leiða marga að landnámi Íslands og miklum sögum. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir | ókeypis

Undirstöður vindmyllanna steyptar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vindrafstöðvarnar tvær sem Landsvirkjun hyggst koma upp í nágrenni Búrfellsvirkjunar byrja væntanlega að framleiða orku í byrjun nýs árs. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd | ókeypis

Vatnsendi sé hluti af eignum dánarbúsins

„Það er alveg klárt að þetta verður kært,“ segir Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, lögmaður Þorsteins Hjaltested, eiganda Vatnsendajarðarinnar, og systkina hans. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd | ókeypis

Vernd gegn meirihluta

„Stjórnarskránni er ekki síst ætlað að vera vernd minnihlutans gegn meirihlutanum. Meira
17. nóvember 2012 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd | ókeypis

Viggó fékk æðsta heiðursmerki Lionsmanna

Viggó E. Maack skipaverkfræðingur er eini eftirlifandi stofnfélagi Lionsklúbbsins Fjölnis, sem var stofnaður 4. maí 1955. Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 2012 | Staksteinar | 202 orð | 2 myndir | ókeypis

Dóms- og löggjafarvald til Brussel?

Atli Gíslason spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að því hvaða áhrif hugsanleg innganga í Evrópusambandið hefði á dóms- og löggjafarvald hér á landi. Meira
17. nóvember 2012 | Leiðarar | 592 orð | ókeypis

Grafið undan grundvallarlögum

Eyðileggingaröflin í ríkisstjórninni verður að stöðva Meira

Menning

17. nóvember 2012 | Tónlist | 232 orð | 1 mynd | ókeypis

50 ár frá útgáfu Dags í lífi

Bókin Dagur í lífi Ívans Denisovich þar sem Alexander Solsjenitsín lýsir hryllingi fangabúða Stalíns olli straumhvörfum. Á morgun, 18. nóvember, verða 50 ár liðin frá því að sovésk stjórnvöld leyfðu birtingu bókarinnar í mánaðarritinu Noví Mír. Meira
17. nóvember 2012 | Myndlist | 89 orð | 1 mynd | ókeypis

Afturhvarf til rótanna í ljósmyndum

Sjöunda einkasýning Ólafs Elíassonar myndlistarmanns í Tanya Bonakdar-galleríinu í New York stendur nú yfir. Meira
17. nóvember 2012 | Bókmenntir | 268 orð | 1 mynd | ókeypis

Bókmenntaveisla í ráðhúsi bókmenntaborgar

Viðamikil og fjölbreytt bókmenntadagskrá verður í ráðhúsi Reykjavíkur um helgina sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa að. Meira
17. nóvember 2012 | Tónlist | 220 orð | 1 mynd | ókeypis

Djassinn dunar í Langholtskirkju

„Þetta var spennandi og skemmtilegt verkefni að semja þetta og kann ég því Jóni bestu þakkir fyrir að panta verkið hjá mér,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari, en Kór og Gradualekór Langholtskirkju frumflytja á tónleikum sínum í... Meira
17. nóvember 2012 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd | ókeypis

Dynfari heldur útgáfutónleika

Síðsvartmálmshljómsveitin Dynfari, skipuð þeim Jóhanni Erni Sigurjónssyni og Jóni Emil Björnssyni, heldur útgáfutónleika í kvöld á Gamla Gauknum og hefjast þeir kl. 21. Hljómsveitin mun á þeim fagna annarri breiðskífu sinni, Sem Skugginn. Meira
17. nóvember 2012 | Fólk í fréttum | 46 orð | 1 mynd | ókeypis

Fimm í úrslit Fyndnasta manns Íslands

Fimm spaugarar eru komnir í úrslit keppninnar Fyndnasti maður Íslands, þau Sigurður Anton Friðþjófsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Ævar Már Ágústsson, Gunnjón Gestsson og Elva Dögg Gunnarsdóttir. Meira
17. nóvember 2012 | Menningarlíf | 639 orð | 2 myndir | ókeypis

Hannes hlaut verðlaunin

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hannes Pétursson skáld tók í gær við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar sem afhent eru árlega á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í sal Álftanesskóla. Meira
17. nóvember 2012 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd | ókeypis

Hin níu ára Daisy skrifar skáldsögu

Á sunnudögum sýnir RÚV kvikmyndir frá hinum ýmsu heimshornum, vissulega misáhugaverðar. Fyrir skömmu var sýnd einkar skemmtileg bresk kvikmynd, The Young Visiters. Meira
17. nóvember 2012 | Bókmenntir | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlutu íslenskuverðlaun

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti í gær sextíu og þremur grunnskólanemum Íslenskuverðlaun unga fólksins í Bókmenntaborginni Reykjavík. Afhendingin fór fram í Norðurljósasal Hörpu. Meira
17. nóvember 2012 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

Leiðsögn um Teikningu

Þjóðminjasafn Íslands býður ókeypis leiðsögn á morgun kl.14 um sýninguna Teikning – þvert á tíma og tækni í Bogasal safnsins. Leiðsögnin er í höndum Þóru Sigurðardóttur sýningarhöfundar. Meira
17. nóvember 2012 | Kvikmyndir | 340 orð | 2 myndir | ókeypis

Ólíkindatóli gerð skemmtileg skil

Leikstjóri: Rober B. Weide. Bandaríkin 2012. Meira
17. nóvember 2012 | Kvikmyndir | 35 orð | 1 mynd | ókeypis

Órói hreppti verðlaun á hátíð á Spáni

Kvikmyndin Órói hlaut verðlaun fyrir besta handrit á kvikmyndahátíðinni Les gai cinema í Madrid á Spáni í vikunni. Handritið skrifuðu leikstjóri myndarinnar, Baldvin Z, og Ingibjörg Reynisdóttir og var það byggt á tveimur unglingabókum... Meira
17. nóvember 2012 | Fólk í fréttum | 575 orð | 2 myndir | ókeypis

Sá hási hringir inn jólin

Merry Christmas, Baby kallast gripurinn og áferðin er nauðalík þeirri sem hann hefur brúkað á American Songbook-plötunum sínum Meira
17. nóvember 2012 | Kvikmyndir | 434 orð | 2 myndir | ókeypis

Sex magnaðar sögur í einni kvikmynd

Leikstjórar: Tom Tykwer, Andy Wachowski og Lana Wachowski. Leikarar: Halle Berry, Tom Hanks, Hugh Grant, Doona Bae, Jim Broadbent, Susan Sarandon, Ben Whishaw og fleiri Meira
17. nóvember 2012 | Myndlist | 192 orð | 1 mynd | ókeypis

Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar

Á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag klukkan 14, verður opnuð fyrsta yfirlitssýningin á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur myndlistarkonu. Yfirskrift sýningarinnar er Hugleikir og fingraflakk – Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur. Meira
17. nóvember 2012 | Tónlist | 97 orð | 1 mynd | ókeypis

Styrktartónleikar í Hofi

Fjöldi listamanna kemur fram á sérstökum samstöðu- og styrktartónleikum í Hofi á morgun kl. 16. Allur ágóði tónleikanna rennur í styrktarsöfnun fyrir þá bændur sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu er gekk yfir Norðurland í september sl. Meira
17. nóvember 2012 | Myndlist | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Til minningar um Sigríði Gyðu

Sýning til minningar um Sigríði Gyðu Sigurðardóttur myndlistarkonu, sem lést árið 2002, verður opnuð í Bókasafni Seltjarnarness á mánudaginn, 19. nóvember, kl. 17. Sigríður Gyða var mörgum Seltirningum að góðu kunn. Meira
17. nóvember 2012 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd | ókeypis

Til styrktar Steinunni

Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar fara fram í Guðríðarkirkju kl. 16. Meira
17. nóvember 2012 | Kvikmyndir | 54 orð | 1 mynd | ókeypis

Tökur á Köldu vori hefjast í maí

Tökur á næstu kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, gamanmyndinni Kalt vor, munu hefjast í maí á næsta ári á Vestfjörðum. Meira

Umræðan

17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 678 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðskilnaður í bankastarfsemi og áhætta skattgreiðenda

Eftir Stefán Pétursson: "Ástæða er til að vara sérstaklega við hugmyndum um að Íslendingar taki „forystu“ í því að aðskilja fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 1288 orð | 2 myndir | ókeypis

Að steðjar vá

Eftir Tryggva Þór Herbertsson: "Við brugðumst rétt við hruni bankanna og ég óska að við berum gæfu til að bregðast rétt við þessari vá." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 464 orð | 1 mynd | ókeypis

Árangur af hjálparstarfi

Eftir Dúfu Sylvíu Einarsdóttur: "Íslendingar styðja mikilvægt hjálparstarf innanlands og utan og það munar um framlög okkar." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 692 orð | 1 mynd | ókeypis

„Það reddast“ – Gróður- og skógareldar

Eftir Kristján Einarsson: "Óhætt er að setja fram að ekkert sveitarfélag í landinu hefur bolmagn til að standa straum af stóru áfalli." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 544 orð | 1 mynd | ókeypis

Dregið úr skerðingum, bótaflokkar sameinaðir

Eftir Árna Gunnarsson: "Þá er gert ráð fyrir, að skerðing vegna tekna við útreikning framfærsluuppbótar lækki í 50% á næstu árum." Meira
17. nóvember 2012 | Pistlar | 302 orð | ókeypis

Ef landráðin hafa heppnast

Fyrir nokkru skrifaði ég hér um hin fleygu orð Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra, að bylting væri lögleg, ef hún lukkaðist, og reyndi að rekja uppruna þeirra. Meira
17. nóvember 2012 | Bréf til blaðsins | 457 orð | 1 mynd | ókeypis

Heilbrigðismálin í forystusæti

Frá Ólafi Adolfssyni: "Framundan er einn mikilvægasti kosningavetur sem kjósendur á Íslandi hafa lengi staðið frammi fyrir." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 291 orð | 1 mynd | ókeypis

Höfnum átakastjórnmálum

Eftir Sigurð Sigurðarson: "Við viljum berjast gegn atvinnuleysinu, óréttinum vegna skuldastöðu heimilana, ólöglegu gengistryggingunni, vondu verðtryggingunni og fátæktinni." Meira
17. nóvember 2012 | Bréf til blaðsins | 358 orð | ókeypis

Illuga til forystu

Frá Svanhildi Sigurðardóttur, Magnúsi Ragnarssyni, Óttari Guðjónssyni, Davíð Þorlákssyni og Írisi Ólafsdóttur.: "Í Reykjavík eiga sjálfstæðismenn þess brátt kost að velja frambjóðendur á lista flokksins í kjördæminu." Meira
17. nóvember 2012 | Pistlar | 794 orð | 1 mynd | ókeypis

Í viðjum fortíðar og gamalla fordóma

Í Þýzkalandi er nú rætt um samstarf Kristilegra og Græningja – af hverju má ekki ræða samstarf Sjálfstæðisflokks og VG? Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd | ókeypis

Jakob á þing

Eftir Þór Whitehead: "Fáir menn eru jafnvel undir það búnir að bjóða sig fram til þings og Jakob F. Ásgeirsson vegna mannkosta hans, starfa og menntunar." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 800 orð | 1 mynd | ókeypis

Kapp án forsjár

Eftir Helga Laxdal: "Værum við ekki betur sett í dag með kaupskipin okkar undir íslenskum fána og farmenn sem nytu sömu réttinda hjá tryggingastofnun og aðrir landsmenn?" Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 303 orð | 1 mynd | ókeypis

Sátt um samfélagið

Eftir Ingu Sigrúnu Atladóttur: "Við erum fámenn þjóð og höfum ekki efni á öðru en að leggjast öll á eitt – jafnvel þótt það þjóni ekki okkar ýtrustu sérhagsmunum." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 798 orð | 1 mynd | ókeypis

Svissað á svínarí

Eftir Jónas Bjarnason: "Sviss er fallegt og traust land, en hefur laðað til sín óþarfa milliliði, sem hagnast gífurlega. Bankaleynd og ofurhagnaður gætu orðið skammlíf." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 756 orð | 1 mynd | ókeypis

Tímamót

Eftir Geir Waage: "Með niðurlagningu fornra staða og prestakalla er verið að rjúfa hefð; rjúfa aldalanga samfylgd fólksins og kristindómsins í landinu." Meira
17. nóvember 2012 | Pistlar | 468 orð | 1 mynd | ókeypis

Trúmál liðinnar viku

Á þriðjudaginn fór fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins í ljósi niðurskurðar undanfarinna ára. Meira
17. nóvember 2012 | Velvakandi | 138 orð | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

Hoppandi reið Ég er þvílíkt hoppandi reið. Hver fann upp orðin heldri borgari = eldri borgari? Ekki neinn sem skilur orðtakið oflof er háð. Ég held að það væri nær að kalla okkur eldri borgarana aumingja með sultardropa á nefinu. Gott myndefni það. Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 787 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðtrygging og skuldavandi

Eftir Lúðvík Elíasson: "Skuldsetning jókst við óraunhæfar væntingar á þensluskeiði en ekki vegna verðtryggingar. Tal um forsendubresti og flóknar afleiður er útúrsnúningur." Meira
17. nóvember 2012 | Bréf til blaðsins | 337 orð | 1 mynd | ókeypis

Verum vakandi fyrir því hvar þörfin er

Frá Ernu Lúðvíksdóttur: "Margir sjá þörfina fyrir hvar neyðin er og fylgja henni eftir, þeir eru okkur hinum hvatning til góðra verka. Kannski er í næstu íbúð mikil sorg, áhyggjur, veikindi eða einmana sál sem þarfnast þess að fá bros eða smáumhyggju." Meira
17. nóvember 2012 | Aðsent efni | 593 orð | 1 mynd | ókeypis

Þræll bankans

Eftir Viðar H. Guðjohnsen: "Þetta gerðist á Íslandi og er enn að gerast." Meira

Minningargreinar

17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 358 orð | 1 mynd | ókeypis

Auður Sveinsdóttir Laxness

Auður Sveinsdóttir Laxness fæddist á Eyrarbakka 30. júlí 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 28. október 2012. Jarðarför Auðar var gerð frá Dómkirkjunni 7. nóvember 2012. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 1514 orð | 1 mynd | ókeypis

Gunnar Sigurður Sigurðsson

Gunnar Sigurður Sigurðsson fæddist í Tungugerði á Tjörnesi 22. nóvember 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 9. nóvember 2012. Foreldrar hans voru Sigurður Árnason bóndi og síðar verkamaður, f. 15. ágúst 1897, d. 1990, og k.h. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 3992 orð | 1 mynd | ókeypis

Halldóra Jóhanna Þorvaldsdóttir

Halldóra Jóhanna Þorvaldsdóttir fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík 15. júlí 1921. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarbyggð 9. nóvember 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Stefanía Margrét Tómasdóttir, f. 9. september 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 859 orð | 1 mynd | ókeypis

Halldór Lárusson

Halldór fæddist í Reykjavík 17. janúar 1944. Hann lést í Sacramento í Bandaríkjunum 4. september 2012. Hann var sonur hjónanna Lárusar Jóhannssonar vélstjóra, f. í Hlíð í Mjóafirði eystra 1. október 1909, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 375 orð | 1 mynd | ókeypis

Harpa Sif Sigurjónsdóttir

Harpa Sif Sigurjónsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 4. apríl 1983. Hún lést á heimili sínu að Björtusölum 23 í Kópavogi 20. október 2012. Útför Hörpu fór fram í kyrrþey í Reynivallakirkju í Kjós 3. nóvember 2012. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 3223 orð | 1 mynd | ókeypis

Kári S. Valgarðsson

Kári Valgarðsson fæddist á Sauðárkróki 13. júlí 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. nóvember 2012. Foreldrar hans eru Jakobína Ragnhildur Valgarðsdóttir, f. 2.ágúst 1921 og Valgarð Einar Björnsson, bifreiðarstjóri, f. 30. nóvember 1918,... Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 5017 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristný Pálmadóttir

Kristný Pálmadóttir fæddist í Bolungarvík 2. september 1943. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 11. nóvember 2012. Foreldrar Kristnýjar voru Pálmi Árni Karvelsson, f. 17.2. 1897, d. 21.2. 1958, og Jónína E. Jóelsdóttir, f. 18.11. 1903, d.... Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 525 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurgeir Ragnarsson

Sigurgeir Ragnarsson fæddist á Grund í Nesjahreppi 5. október 1929. Hann lést 7. nóvember 2012. Foreldrar hans voru Ragnar Gíslason, bóndi á Grund í Nesjahreppi, f. 9. janúar 1902, d. 8. mars 1947, og Rannveig Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2012 | Minningargreinar | 465 orð | 1 mynd | ókeypis

Vigdís Sigurbjörnsdóttir

Vigdís Sigurbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1966. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 14. október 2012. Útför Vigdísar fór fram frá Digraneskirkju 25. október 2012. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. nóvember 2012 | Viðskiptafréttir | 565 orð | 1 mynd | ókeypis

Eimskip þriðja stærsta félagið í Kauphöllinni

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Eimskip er stærsta félagið sem fer á markað í Nasdaq OMX kauphöllinni á Norðurlöndunum það sem af er ári, að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Fyrirtækið var skráð á markað í gær. Meira
17. nóvember 2012 | Viðskiptafréttir | 71 orð | 1 mynd | ókeypis

Evran má ekki heita eiro

Evrópski seðlabankinn hefur lýst því yfir að Lettland megi ekki stafsetja nafn evrunnar sem „eiro“ á lettnesku í stað „euro“, þegar landið tekur gjaldmiðilinn formlega upp. Fram kemur á fréttavefnum Euobserver. Meira
17. nóvember 2012 | Viðskiptafréttir | 80 orð | ókeypis

Hagnaður Landsbanka dregst saman um 50%

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi var 1,7 milljarðar króna. Fyrstu níu mánuði ársins var hagnaður bankans eftir skatta rúmir 13,5 milljarðar, en á sama tímabili í fyrra var hann tæpir 27 milljarðar króna. Meira
17. nóvember 2012 | Viðskiptafréttir | 281 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísland hefur öll tromp á hendinni

Hörður Ægisson hordur@mbl. Meira
17. nóvember 2012 | Viðskiptafréttir | 72 orð | ókeypis

Salan minnkar um 7,3%

Sala á nýjum bifreiðum dróst saman um 4,8% í ríkjum Evrópusambandsins í október og er þetta þrettándi mánuðurinn í röð sem bílasala dregst saman innan ESB. Fyrstu tíu mánuði ársins nemur samdrátturinn 7,3% á milli ára. Meira

Daglegt líf

17. nóvember 2012 | Daglegt líf | 80 orð | 1 mynd | ókeypis

Frönsk ostalest

Hér til hliðar má sjá mynd af franska ostframleiðandanum Hervé Mons. Hann er enginn venjulegur ostagerðarmaður því hann ákvað að breyta gömlum járnbrautarlestargöngum í ostageymslu. Meira
17. nóvember 2012 | Daglegt líf | 160 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrrverandi kórfélagar geri sér glaðan dag og taki lagið

Fyrrverandi kórfélagar Skólakórs Garðabæjar ætla að hittast og gera sér glaðan dag, horfa og hlusta á gamlar upptökur og rifja upp góðar stundir á sunnudaginn næstkomandi. Meira
17. nóvember 2012 | Daglegt líf | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

...gróðursetjið tré með korti

Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands eru komin út og er tré gróðursett fyrir hvert selt kort. Meira
17. nóvember 2012 | Daglegt líf | 401 orð | 4 myndir | ókeypis

Jólatöfrar Borgarbarna

Í jólasöngleik Borgarbarna dúkka ýmsar þekktar ævintýrapersónur upp úr töfrum gæddri jólaglerkúlu. Leikarahópurinn er frá 10-18 ára og er þetta sjöunda sýningin sem Borgarbörn setja upp. Meira
17. nóvember 2012 | Daglegt líf | 121 orð | 1 mynd | ókeypis

Marsípan með ýmsu góðgæti

Nú fer að styttast í aðventuna og margir vilja hafa tímann fyrir sér og dúlla sér og dútla við köku- og konfektgerð áður en aðventan skellur á. Enda er oft nóg við að vera í desembermánuði og því gott að vera búinn að undirbúa sig svolítið fyrirfram. Meira
17. nóvember 2012 | Daglegt líf | 411 orð | 1 mynd | ókeypis

Rótgróin verslun í vesturbænum fagnar 40 ára afmæli

Jón Karlsson er einn af fáum kaupmönnum á horninu sem eftir eru í vesturbænum. Jón fagnar 40 ára afmæli verslunar sinnar Úlfarsfells um helgina. Jón hefur staðið vaktina á bak við búðarborðið í 22 ár og segir mannlega þáttinn skemmtilegastan við... Meira

Fastir þættir

17. nóvember 2012 | Fastir þættir | 181 orð | ókeypis

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Spaðafimman. Meira
17. nóvember 2012 | Fastir þættir | 158 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Fádæma yfirburðir bræðranna í Butlernum Bræðurnir Oddur og Árni Hannessynir sigruðu með miklum yfirburðum í þriggja kvölda Butler sem lauk sl. miðvikudagskvöld hjá bridsfélögunum á Suðurnesjum. Skoruðu þeir 150 impa eða 50 á kvöldi að meðaltali. Meira
17. nóvember 2012 | Árnað heilla | 262 orð | 1 mynd | ókeypis

Ekki enn yfirgefið fótboltavöllinn

Konan varð fimmtug fyrr á árinu og segja má að við sláum þessu saman með smá veislu fyrir vini og ættingja,“ segir Kári Þorleifsson, vallarstjóri í Vestmannaeyjum, sem fagnar 50 ára afmæli í dag, 17. nóvember. Meira
17. nóvember 2012 | Í dag | 35 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlutavelta

Arnþór Páll Hafsteinsson , Jóhann Egill Jóhannsson , Patrekur Pétursson og Ægir Ranjan Hreinsson gengu í hús á Seltjarnarnesi og söfnuðu dóti. Þeir héldu svo hlutaveltu á Eiðistorgi og gáfu Barnaspítala Hringsins ágóðann 20.325... Meira
17. nóvember 2012 | Í dag | 227 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristján Thorlacius

Kristján Thorlacius fæddist á Búlandsnesi þann 17.11. 1917. Foreldrar hans voru Ólafur Thorlacius, læknir í Búlandsnesi, og Ragnhildur Pétursdóttir húsfreyja. Meira
17. nóvember 2012 | Árnað heilla | 290 orð | 4 myndir | ókeypis

Lífsglaður og lipur fjölskyldufaðir

Ólafur Pétur fæddist á Blönduósi og ólst upp í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1982, prófi í vélaverkfræði frá HÍ 1987, meistarapófi í verkfræði frá Danska tækniháskólanum í Lyngby (DTU) 1989 og hlaut Ph.d. Meira
17. nóvember 2012 | Í dag | 34 orð | ókeypis

Málið

Orðasambandið að „skipta um hendur“ er ólánleg innflutningsvara um það er eigendaskipti verða að e-u. Ef tveimur starfsmönnum væru falin huglæg verkefni og þeir skiptu, yrði þá sagt að verkefnin hefðu „skipt um... Meira
17. nóvember 2012 | Í dag | 1516 orð | 1 mynd | ókeypis

Messur

Orð dagsins: Tíu meyjar. Meira
17. nóvember 2012 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýir borgarar

Reykjavík Svandís Sif fæddist 9. desember kl. 20.59. Hún vó 4.520 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Elsa Petra Björnsdóttir og Ragnar Sverrisson... Meira
17. nóvember 2012 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýir borgarar

Reykjavík Einar Orri fæddist 5. febrúar. Hann vó 3.560 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Heba Hansdóttir og Tómas Orri Einarsson... Meira
17. nóvember 2012 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd | ókeypis

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 Rc6 4. Rc3 Bc5 5. Rf3 O-O 6. O-O He8 7. d3 h6 8. a3 a5 9. Bd2 d6 10. Rd5 e4 11. dxe4 Rxe4 12. e3 Rxd2 13. Dxd2 a4 14. Dc2 Be6 15. Rf4 Bd7 16. Dc3 Hb8 17. Rh5 Re5 18. Rf4 b5 19. Rxe5 Hxe5 20. Rd3 Hg5 21. h4 Hh5 22. Bf3 bxc4 23. Meira
17. nóvember 2012 | Árnað heilla | 348 orð | ókeypis

Til hamingju með daginn

Laugardagur 90 ára Lýður Björnsson 85 ára Kjartan G. Magnússon 80 ára Bjarni Guðbrandsson Elías Valdimar Ágústsson Hjalti Jóhannesson Martin Winkler Regína Hanna Gísladóttir Steinunn K. Theódórsdóttir Unnur Óskarsdóttir 75 ára Aðalheiður S. Meira
17. nóvember 2012 | Fastir þættir | 301 orð | ókeypis

Víkverji

Hvers vegna eru mörg íslensk nútímaheimili með frasa á ensku upp um alla veggi? Frasa á borð við: keep calm and carry on, relax, home og annað í þessum dúr? Ekki svo að skilja að Víkverji sé andsnúinn ensku og enskuslettum. Meira
17. nóvember 2012 | Í dag | 329 orð | ókeypis

Þekkir nokkur vísurnar?

Karlinn á Laugaveginum stóð á horninu við Vegamótastíginn þegar ég hitti hann. Hann var pólitískur að venju og leist ekki á blikuna: Gulnuð loforð, orð án efnda upp á banka. Ráðstjórnar með rauða þanka ríkisstjórnin lætur danka. Meira
17. nóvember 2012 | Í dag | 144 orð | 1 mynd | ókeypis

Þetta gerðist...

17. nóvember 1913 Fréttamyndir, hinar fyrstu íslensku, birtust í Morgunblaðinu. Þetta voru dúk ristur sem voru gerðar til skýringar á frétt um morð í Dúkskoti í Reykjavík. 17. Meira
17. nóvember 2012 | Í dag | 15 orð | ókeypis

Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa...

Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það. Meira

Íþróttir

17. nóvember 2012 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd | ókeypis

19 marka sigur hjá Fram

Fram er eitt á toppi N1-deildar kvenna í handknattleik en eins og við var búist unnu Framkonur öruggan sigur á Selfyssingum þegar liðin áttust við í Safamýrinni í gærkvöld. Þegar upp var staðið munaði 19 mörkum á liðunum en úrslitin urðu 33:14. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 476 orð | 2 myndir | ókeypis

Breskur handbolti á uppleið eftir ÓL

Handbolti Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd | ókeypis

Danmörk AGF – Nordsjælland 0:2 • Aron Jóhannsson lék síðasta...

Danmörk AGF – Nordsjælland 0:2 • Aron Jóhannsson lék síðasta hálftímann fyrir AGF. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 284 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Óvíst er hvort Guðjón Baldvinsson, markahæsti leikmaður sænska knattspyrnuliðsins Halmstad, getur spilað þýðingarmesta leik liðsins á tímabilinu sem er í dag. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd | ókeypis

Hallbera framlengdi við Piteå

Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skrifaði í gær undir nýjan samning við sænska úrvalsdeildarliðið Piteå. Hallbera, sem er 26 ára gömul, kom til Piteå frá Val síðasta vetur og átti fast sæti í liðinu sem hafnaði í 8. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Vodafonehöllin: Valur...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Vodafonehöllin: Valur – HK L15 Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Vodafonehöllin: Valur – ÍBV L13 Fylkishöll: Fylkir – Haukar L13.30 Mýrin: Stjarnan – FH L13. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 167 orð | ókeypis

ÍBV vann Suðurlandsslaginn

ÍBV hafði betur í Suðurlandsslagnum en Eyjamenn sóttu Selfyssinga heim í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöld. ÍBV fagnaði sigri, 32:26, og höfðu liðin þar með sætaskipti. Sigur ÍBV var öruggur en liðið hafði undirtökin allt frá byrjun. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

Íris Ósk og Kristinn tvíbættu metin

Íris Ósk Hilmarsdóttir, ÍRB, tvíbætti telpnametið í 200 metra baksundi á Íslandsmótinu í sundi í Ásvallalaug í gær. Hún bætti það fyrst í undanrásun og síðan í úrslitasundinu þegar hún synti á tímanum 2.15,95 mín. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd | ókeypis

ÍR – KR 74:79 Hertz-hellirinn, Dominos-deild karla: Gangur...

ÍR – KR 74:79 Hertz-hellirinn, Dominos-deild karla: Gangur leiksins : Gangur leiksins: 4:3, 13:16, 13:20, 19:21 , 22:27, 24:31, 34:32, 40:37 , 46:44, 48:46, 53:53, 59:53 , 59:56, 66:66, 74:71, 74:79 . Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 328 orð | 2 myndir | ókeypis

Íslandsmet hjá Ingu

sund Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Eitt Íslandsmet féll á fyrsta keppnisdegi á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hófst í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gær. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 616 orð | 2 myndir | ókeypis

KR vann slaginn við ÍR-inga um borgina

Í Breiðholti Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Slagurinn um borgina var háður í gær, allavega um 101 og 109, þegar KR heimsótti Hellinn í Breiðholti. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd | ókeypis

N1-deild kvenna Úrvalsdeildin, 10. umferð: Grótta – HK 19:23 Mörk...

N1-deild kvenna Úrvalsdeildin, 10. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd | ókeypis

Róbert með fjögur mörk í sigri Paris

Íslendingaliðið Paris Handball trónir á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik en liðið bar í gærkvöld sigurorð af Créteil, 30:28. Róbert Gunnarsson skoraði 4 af mörk af línunni fyrir Parísarliðið og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 794 orð | 2 myndir | ókeypis

Sér ekki eftir heimkomunni

Handbolti Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Maður bjóst alveg við að það yrðu svona tveir eða þrír frá Haukum í úrvalsliðinu fyrst við höfum spilað svona vel. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 155 orð | ókeypis

Smith fór hamförum fyrir Þór Þorlákshöfn

Benjamin Curtis Smith fór á kostum með liði Þórs í Þorlákshöfn þegar liðin áttust við í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Þorlákshöfn í gærkvöld. Þór fagnaði sigri, 92:83, og skoraði Smith hvorki fleiri né færri en 46 stig og tók 10 fráköst. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 381 orð | 2 myndir | ókeypis

Spaðinn er orðinn slitinn

Badminton Kristján Jónsson kris@mbl.is Daninn Peter Gade hefur ákveðið að leggja badmintonspaðann á hilluna eftir magnaðan feril. Gade er 35 ára gamall og var um tíma í efsta sæti heimslistans í badminton. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkingur lagði lið Húnanna

Húnar tóku á móti Víkingum á Íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu 7 mörk gegn 4 mörkum Húna. Meira
17. nóvember 2012 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd | ókeypis

Þrjár íslenskar meðal ellefu bestu

Þrír íslensku leikmannanna hjá Avaldsnes voru í hópi ellefu bestu útlendinganna í norska kvennafótboltanum á þessu ári, samkvæmt úttekt netmiðilsins Kvinnefotballmagasin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.