Greinar laugardaginn 29. júní 2013

Fréttir

29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 329 orð | 2 myndir

20 metra löng humarloka verður á boðstólum á Höfn

Úr bæjarlífinu Albert Eymundsson Hornafjörður Humarhátíð á Höfn verður haldin helgina 28.-30. júní en þá verða 20 ár síðan fyrsta hátíðin var haldin. Boðið verður upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá eins og sjá má á humar.is. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Afleiðufíkniefni alþjóðlegt vandamál

Samkvæmt nýrri skýrslu fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er hröð framþróun afleiðufíkniefna orðin alvarlegt vandamál, enda eiga löggjöf og löggæsla erfitt með að halda í við þróunina. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Allir glaðir og börnin mjög nægjusöm

Iðunn Vignisdóttir hafði lengi átt sér þann draum að taka þátt í hjálparstarfi og hún lét hann rætast með því að fara til Indlands og vinna sem sjálfboðaliði á 26 barna heimili. Iðunn segist hafa lært mikið af fólkinu sem hún kynntist. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 719 orð | 4 myndir

Alþjóðleg fækkun afbrota

Fréttaskýring Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is „Hefðbundnum afbrotum á borð við auðgunar- og ofbeldisbrot fer fækkandi í alþjóðlegum skilningi og Ísland er þar hvergi undanskilið,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 63 orð

Bátasmiðja segir upp 24-27 manns

Vinnumálastofnun hefur borist ein hópuppsögn í júní. Fyrirtæki í bátasmíði hefur tilkynnt uppsagnir á 24-27 manns með mismunandi löngum uppsagnarfresti. Tölur um atvinnuleysi í júní liggja ekki fyrir en skráð atvinnuleysi í maí var 4,3%. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Bjarni Ármannsson fékk 6 mánaða skilorð

Jón Pétur Jónsson Gunnar Dofri Ólafsson Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Breytir ekki niðurstöðu

Skúli Hansen skulih@mbl. Meira
29. júní 2013 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Bréf Blackberry hríðlækka í verði

Hlutabréf kanadíska snjallsímafyrirtækisins Blackberry hríðféllu í verði í gær, föstudag, eftir að fyrirtækið tilkynnti 84 milljóna dala, jafnvirði 10,4 milljarða króna, tap á tímabilinu frá 1. mars til 1. júní. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Dansað af list á Austurvelli

Listhópurinn Ø (Tómamengi) sýndi listir sínar á Austurvelli í gær. Hópurinn samanstendur af Eydísi Rose Vilmundardóttur, Díönu Rut Kristinsdóttur og Vigdísi Erlu Guttormsdóttur. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 577 orð | 3 myndir

Eitt efni bannað, tvö ný koma á markað

Fréttaskýring Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is Þróun nýrra fíkniefna er ört vaxandi vandamál í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNODC. Hin nýju efni kallast NPS-efni (e. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 426 orð | 4 myndir

Ekki lokaákvörðun um veiðiheimild

Sviðsljós Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Aðalatriðið er að ekki er búið að samþykkja veiðarnar,“ segir Páll Marvin Jónsson, sjávarlíffræðingur og fulltrúi í bæjarráði Vestmannaeyja, um þá ákvörðun ráðsins að heimila lundaveiðar frá... Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 460 orð | 3 myndir

Er ekki komið nóg?

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Viðhorfið í faghópnum var að nú væri tíminn til að spyrja: Ætlum við að friða þetta svæði eða ætlum við að halda áfram? Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Fastagestir komu færandi hendi

Mikið var um dýrðir í kveðjuhófi sem haldið var í fiskbúðinni á Freyjugötu í gær. „Þetta var ógleymanlegur dagur,“ segir Þóra Egilsdóttir en hún hefur ásamt eiginmanni sínum, Einari Steindórssyni, rekið fiskbúðina í 22 ár. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fjallar um landnám Íslendinga í Utah

Fred E. Woods, prófessor við Brigham Young-háskólann í Utah, flytur á mánudag fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík um landnám Íslendinga í Utah á árunum 1854-1914. Um 400 Íslendingar fluttust til Utah á þessum tímabili. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Fræðsla í Viðey um skipskaða

Fólki býðst á þriðjudag að ganga um Viðey og fræðast um skipskaða sem orðið hafa á sundunum í Kollafirði. Í tilkynningu segir, að margar sagnir séu til af slíkum slysum en þeirra þekktust séu Ingvarsslysið árið 1906 og strand tundurspillisins Skeena 24. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 291 orð | 2 myndir

Færri steypireyðar í Skjálfandaflóa

Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is „Steypireyðarnar hafa ekki skilað sér í Skjálfandaflóa í jafn miklum mæli og í fyrra,“ segir dr. Marianne Helene Rasmussen, forstöðumaður hvalarannsóknarstöðvar HÍ á Húsavík. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

Gagnrýna niðurstöðu Hæstaréttar

Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Glæddist í Veiðivötnum er hlýnaði

Veiði hófst í Veiðivötnum 18. júní. Reyndir veiðimenn kvörtuðu undan hægri byrjun og kenndu kulda fyrstu dagana um, enda glæddist veiðin stórum er tók að hlýna. Fyrstu vikuna var landað 2.164 fiskum. 1.067 urriðum og 1.097 bleikjum. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 16 orð | 1 mynd

Golli

Harkan sex Þau spöruðu ekki kraftana á útiæfingu við líkamsræktarstöðina Boot Camp í Elliðaárdalnum í... Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Hálendisvegir ekki mikið skemmdir

„Vegirnir koma ágætlega undan vetri og þeir eru ekki mikið skemmdir. Tiltölulega lítil aurbleyta er á þeim,“ sagði Bjarni Jón Finnsson hjá Vegagerðinni. Nokkur snjór er þó enn víða á hálendinu. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 239 orð | 2 myndir

Hemmi Gunn kvaddur

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Hringleikahús hraðans á Sæbraut

Sæbraut í Reykjavík verður breytt í hringleikahús hraðans að kvöldi fimmtudagsins 4. júlí þegar hjólreiðakonur og -menn keppa um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður landsins 2013, að því er segir í tilkynningu frá Alvogen. Meira
29. júní 2013 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Hrópuðu og köstuðu grænmeti

Um þrjú hundruð reiðir mótmælendur sátu um þinghúsið í Sofiu í Búlgaríu á fimmtudag og reyndu að varna þingmönnum inngöngu. Vonuðust þeir til þess að þingfundi yrði aflýst, líkt og gerðist á miðvikudag, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Hverfið standi undir þjónustu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sú stefna meirihlutans í Reykjavík að draga úr umfangi byggðar í Úlfarsárdal og Grafarholti er röng. Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 485 orð | 2 myndir

Keppt á landsmóti frá 1949

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég keppi í pútti, skráði mig í það einfaldasta bara til þess að vera með,“ segir Sveinn J. Meira
29. júní 2013 | Erlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Kínverjar fjárfesta í frönsku víni

Mikil umræða hefur orðið í Frakklandi nýlega um áhuga Kínverja á frönskum vínum. Kína er nú orðinn einn helsti útflutningsmarkaður fyrir Bordeaux-vín og kínverskir kaupsýslumenn hafa á síðustu árum fjárfest í þekktum víngerðarhúsum. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kröfum í Aurum-máli var hafnað

Héraðsdómari kvað í gær upp úrskurð þess efnis að hafna kröfu verjenda sakborninga í Aurum-málinu svokallaða um að fá aðgang að öllum gögnum sem lögregla aflaði við rannsókn málsins og varða skjólstæðinga þeirra. Meira
29. júní 2013 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Léleg enska bjargaði

Japanskir bankar sluppu að mestu leyti óskaddaðir frá lánsfjárkreppunni 2008 vegna þess að háttsettir starfsmenn þeirra töluðu ekki nógu góða ensku til að koma sér í vandræði, að því er Taro Aso, fjármálaráðherra Japans, sagði á málþingi í Tókýó í gær. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Lóð í Grindavík eyrnamerkt fiskeldi

„Fyrir um hálfu ári síðan gerðum við viljayfirlýsingu við félagið um að taka frá lóð fyrir fiskeldi í skipulagi sem verið er að vinna,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, en félagið Ice Aqua hefur lýst yfir áhuga á að... Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Makríllinn dreifður og sjórinn kaldari

„Þetta byrjaði ágætlega á fimmtudag en makríllinn er dreifður og hefur lítið gefið sig í dag,“ sagði Eyþór Atli Scott, skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE, við Morgunblaðið í gær, staddur á makrílveiðum suður af landinu ásamt fleiri... Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Margir ætla aðeins að ferðast um Ísland

MMR kannaði á tímabilinu 13. til 19. júní hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða fara til útlanda í sumarfríinu. Litlar breytingar reyndust á ferðaáætlunum Íslendinga frá því árið áður. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Mikil fækkun innbrota og ofbeldismála

Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Fimmtungsfækkun varð á innbrotum á Íslandi í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Prúttað um veðrið og deilt um skúr

„Fólk hringir ekkert endilega bara út af veðrinu. Til dæmis er hringt inn til að ræða íslenskt mál. Í hvaða kyni skúr eigi til dæmis að vera. Það er mikið hringt út af því orði,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 535 orð | 3 myndir

Rikki skoraði fjögur á Melavelli

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Föstudagurinn 29. júní 1951 verður lengi í minnum hafður í íþróttasögu Íslendinga. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 92 orð

Seðlageymslu lokað á Akureyri – síðasta utan Reykjavíkur

Seðlabankinn lokaði í gær seðlageymslu á Akureyri og var það síðasta slíka geymslan sem bankinn hefur starfrækt utan Reykjavíkur. Meira
29. júní 2013 | Erlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Serbar fá grænt ljós hjá ESB

Brussel. AFP. | Leiðtogar Evrópusambandsins luku í gær tveggja daga fundi í Brussel með því að gefa grænt ljós á að hefja viðræður um inngöngu Serba í sambandið í síðasta lagi í janúar. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Sex dæmdir fyrir fíkniefnasmygl

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær sex menn fyrir stórfellt amfetamínsmygl. Í málinu voru sjö ákærðir, fimm Íslendingar og tveir Litháar. Annar Litháanna var sýknaður af öllum ákærum. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Skemmdarverk unnin á Öræfum

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Unnið hefur verið skemmdarverk vestan megin við Svínafellsjökul á Öræfum. Sigurður Hrafn Stefnisson leiðsögumaður gekk fram á stein þar sem sprautað hafði verið á orðið „rock“ eða grjót. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 198 orð | 2 myndir

Skipaði tvo forstjóra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað forstjóra yfir tveimur heilbrigðisstofnunum. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 937 orð | 5 myndir

Skiptar skoðanir um lengd námsins

Baksvið Skúli Hansen skulih@mbl.is Skiptar skoðanir eru á meðal kennaranema við Háskóla Íslands um lengd námsins. Árið 2008 voru sett lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Skipulagsbreytingar hjá 365 og starfsfólki sagt upp

Sex starfsmönnum 365 miðla ehf. var sagt upp í gær en þeirra á meðal voru fréttastjórarnir Trausti Hafliðason og Arndís Þorgeirsdóttir. Þau höfðu starfað hjá Fréttablaðinu um langt skeið, Trausti frá stofnun þess árið 2001 en Arndís frá 2005. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Skýrsla um ÍLS birt á þriðjudag

Alþingi fær rannsóknarskýrslu um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í hendurnar á þriðjudag, að sögn Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis. Hann gerði grein fyrir þessu á fundi þingflokksformanna og formanna stjórnmálaflokkanna í gær. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 860 orð | 4 myndir

Smálaxar pundi þyngri en í fyrra

Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Veiðimönnum ber saman um að laxveiðin fari vel af stað í ár. Vikulegar veiðitölurnar sem birtast á vef Landsambands veiðifélaga, Angling.is, staðfesta það. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Stoðvirki í hlíðum Hafnarhyrnu

Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja í Hafnarhyrnu á Siglufirði eru hafnar. Verktaki er Íslenskir aðalverktakar og áætluð verklok sumarið 2015. Meira
29. júní 2013 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Styðja umdeilda tækni

Bretland verður hugsanlega fyrsta landið í heiminum til að leyfa tæknifrjóvgun með erfðaefnum þriggja einstaklinga en ríkisstjórn landins hefur lýst yfir stuðningi við tæknina sem gerir þetta kleift. Meira
29. júní 2013 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Sýningargestir í návígi við listina

„Þú ert listin!“ er yfirskrift skemmtilegrar sýningar sem nú stendur yfir í Augustusburg-höll í Augustusburg í austurhluta Þýskalands. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Söfnuðu mestu í áheitasöfnun

Barnaheill - Save the Children á Íslandi veittu í gær hjólaliðinu Team Atlantik Legal viðurkenningu fyrir að safna mestu í áheitasöfnun hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon sem lauk um síðustu helgi. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Talsvert um fjarvistir

Fimm varaþingmenn sitja fundi Alþingis um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þannig situr Björn Valur Gíslason fyrir Árna Þór Sigurðsson, þingmann Vinstri-grænna, Edward H. Huijbens fyrir Steingrím J. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 117 orð

Tillaga í gegn á Alþingi

Þingsályktunartillaga forsætisráðherra um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna var samþykkt á Alþingi í gær. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Undirritun samnings slegið á frest

Ekkert varð af fyrirhugaðri undirritun samnings milli stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) og SBK um áætlunarferðir á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. Áformað var að skrifa undir samninginn í gær. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Verður með opinn fyrirlestur í HÍ

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands næstkomandi mánudag. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 350 orð | 3 myndir

Vonast til þess að lausn finnist á launadeilu

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl. Meira
29. júní 2013 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Þýskalandsheimsókn forseta lokið

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lauk opinberri heimsókn sinni til Þýskalands í gær með margvíslegum atburðum á söguslóðum íslenskra tónlistarmanna og rithöfunda í Leipzig. Í morgun var sérstök samkoma í Tónlistarháskólanum í Leipzig þar sem... Meira

Ritstjórnargreinar

29. júní 2013 | Leiðarar | 131 orð

Atvinnuleysi unga fólksins

Atvinnuleysi ungs fólks í ESB setur framtíð aðildarríkjanna í hættu Meira
29. júní 2013 | Leiðarar | 495 orð

Betri horfur en þó er enn langt í land

Efnahagshorfur sýna að atvinnulífið þarf á jákvæðari skilaboðum að halda Meira
29. júní 2013 | Staksteinar | 218 orð | 2 myndir

Losað um ímynd

Tvöhundruð þúsund Þjóðverjar komu til að hlusta á Obama fyrir tæpum 5 árum í Berlín. Nú komu um 6000 til að hlusta á sama mann, þótt hann sé nú forseti. Hann þótti hafa lítið fram að færa. Meira

Menning

29. júní 2013 | Bókmenntir | 46 orð | 1 mynd

595 skráðir á fyrsta degi Biggest Loser

Opnað var fyrir skráningar í raunveruleikaþáttaröðina Biggest Loser Ísland í fyrradag og að loknum fyrsta degi skráningar höfðu 595 þátttakendur skráð sig. Meira
29. júní 2013 | Tónlist | 188 orð | 1 mynd

Átti Springsteen þátt í falli múrsins?

Leitt er að því líkum í nýrri bók að rokktónleikar sem Bruce Springsteen hélt í Austur-Berlín í júlí 1988 hafi átt sinn þátt í því að Berlínarmúrinn féll rúmu ári síðar. Frá þessu er greint á vef Reuters . Meira
29. júní 2013 | Tónlist | 367 orð | 3 myndir

„Algjör snilldarspilamennska“

Einn fremsti gítarleikari rokksögunnar, Jeff Beck, hélt tónleika ásamt hljómsveit sinni í Háskólabíói í fyrrakvöld fyrir fullu húsi. Meira
29. júní 2013 | Fjölmiðlar | 212 orð | 1 mynd

Dapurleg saga Nims

RÚV sýndi á dögunum áhrifamikla heimildarmynd um simpansann Nim sem var alinn upp meðal manna og fór að líta á sig sem mann enda var honum gert að ganga í fötum og tjá sig á táknmáli. Meira
29. júní 2013 | Tónlist | 734 orð | 2 myndir

Hin tvíeina skoska þjóðarsál

En Proclaimers er nokkurs konar Bubbi Skotanna, tónlist sem allir þekkja og geta sungið með í og í textum kristallast oft eitthvað sem Skotar einir geta tengt þráðbeint við. Meira
29. júní 2013 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd

Hreindís og hljómsveit heiðra Erlu

Söng- og leikkonan Hreindís Ylva Garðarsdóttir heldur tónleika í kvöld í Bifröst á Sauðárkróki, ásamt hljómsveit. Á tónleikunum verður skagfirska söngkonan Erla Þorsteinsdóttir heiðruð í tilefni af áttræðisafmæli hennar. Meira
29. júní 2013 | Hugvísindi | 192 orð | 1 mynd

Málefni líðandi stundar í Þjóðmálum

Sumarhefti tímaritsins Þjóðmála er komið út. „Meðal efnis í heftinu er ítarleg grein Ragnars Önundarsonar um vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins. Meira
29. júní 2013 | Bókmenntir | 46 orð | 1 mynd

Mis-hugljúfar myndasögur í safnriti

I hate Dolphins nefnist nýútkomin bók sem hefur að geyma „safn mis-hugljúfra myndasagna“, eins og það er orðað í tilkynningu, eftir listamanninn Hugleik Dagsson. Ritið er á ensku og ætlað útlendingum með íslenskt skopskyn. Meira
29. júní 2013 | Tónlist | 311 orð | 2 myndir

Sérsmíðað hljóðfæri fyrir snemmbarokktónlist

„Þetta er trúlega fyrsta hljómborðshljóðfærið sem smíðað er fyrir Íslendinga og er algjörlega sniðið að flutningi endurreisnar- og snemmbarokktónlistar,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, organisti og einn skipuleggjenda Barokkhátíðarinnar á Hólum,... Meira
29. júní 2013 | Kvikmyndir | 144 orð | 1 mynd

Sonur Glistrups ósáttur við nýja mynd

Ný dönsk kvikmynd um Simon Spies og Mogens Glistrup, sem væntanleg er í kvikmyndahúsum þar í landi síðar í sumar, fær óblíðar móttökur hjá Jørgen, syni Mogens Glistrups. Meira
29. júní 2013 | Myndlist | 478 orð | 1 mynd

Sýning í Skúrnum í skjóli Norska hússins

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Samtími okkar einblínir stöðugt á umbúðir, þannig þarf allt að líta rétt út. En stundum gleymist inntakið í hlutunum, því við þurfum ekki flottar umbúðir ef innihaldið er merkilegt. Meira
29. júní 2013 | Menningarlíf | 788 orð | 4 myndir

Þegar steinar og grjót eru kölluð búsáhöld

Almenna bókafélagið. 239 bls. Meira

Umræðan

29. júní 2013 | Aðsent efni | 295 orð | 1 mynd

Að sjást ekki fyrir

Eftir Reimar Pétursson: "Ég tel að Drómi sjáist ekki fyrir í málafylgju sinni, sem einkennist af bíræfni og beinist að minnimáttar." Meira
29. júní 2013 | Aðsent efni | 311 orð | 1 mynd

„Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“

Eftir Bjarna Ákason: "Ekkert af því sem maðurinn segir er svaravert." Meira
29. júní 2013 | Aðsent efni | 900 orð | 1 mynd

Björgum Nasa og hjarta Reykjavíkur

Eftir Ólaf F. Magnússon: "Þétting byggðar átti upphaflega að varða óbyggð svæði í borgarlandinu, eins og t.d. Ártúnsholtið. Meiningin var aldrei sú að ryðja í burtu gamalli og fallegri götumynd, eða hafnarsvæðum og flugvelli." Meira
29. júní 2013 | Pistlar | 408 orð | 1 mynd

Dómar, fordómar og fordæmi

Risastórum áfanga var náð í baráttu samkynhneigðra vestanhafs í vikunni, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að svokölluð DOMA-löggjöf, Defence of Marriage Act, bryti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meira
29. júní 2013 | Aðsent efni | 561 orð | 1 mynd

Fiskveiðigjaldið

Eftir Magnús Thoroddsen: "Fiskveiðistjórnunarkerfið nær aðeins til þröngs hóps útgerða. Vilji nýliðar komast inn í þetta kerfi þurfa þeir að kaupa sig inn í það á okurverði..." Meira
29. júní 2013 | Pistlar | 368 orð

Fjölskyldurnar fjórtán

Hér hefur áður verið vikið að einu vígorði Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjölskyldunum fjórtán, sem hann fullyrti í fundaherferð 1990, að ættu Ísland. Hann fékkst að vísu aldrei til að skýra nánar, hverjar þessar fjölskyldur væru. Meira
29. júní 2013 | Pistlar | 409 orð | 2 myndir

Málvandi

Dolla er þannig nýtt orð yfir klósett, líklega fundið upp af ungu fólki sem enn sem fyrr auðgar íslenskt mál með óvæntum hætti. Meira
29. júní 2013 | Aðsent efni | 633 orð | 4 myndir

Opið bréf til þingmanna Suður- og Norðausturkjördæmis

Eftir Elliða Vignisson, Jens Garðar Helgason, Páleyju Borgþórsdóttur og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur: "Samtals tók ríkið 14.364 milljónir þetta eina ár frá þessum stöðum vegna sjávarútvegs. Það er því vart að undra þótt hugurinn reiki til nýlendutíma." Meira
29. júní 2013 | Velvakandi | 122 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Strætórein á Sæbraut Mig langar að viðra hugmynd sem ég hef: Hvernig væri að leggja strætórein vestur Sæbraut – þ.e. fyrir ofan Skútuvog og Holtagarða? Leið 12, sem ég tek til og frá vinnu, lendir þar í mikilli stöppu á álagstímum. Meira
29. júní 2013 | Pistlar | 819 orð | 1 mynd

Það er ekki sjálfsagt að „byggja upp“ á hálendinu

Mundu útlendingar fjölmenna hingað til að ferðast um hálendi með uppbyggðum vegum, varanlegu slitlagi, sjoppum og benzínstöðvum? Meira

Minningargreinar

29. júní 2013 | Minningargreinar | 1494 orð | 1 mynd

Garðar Þ. Gíslason

Garðar Gíslason fæddist í Vestmannaeyjum 22. júní 1931. Hann lést á Heibrigðisstofnun Vestmannaeyja 17. júní 2013. Foreldrar Garðars voru hjónin Gísli Magnússon útgerðarmaður, f. 24. júní 1886, d. 2. maí 1962 og Sigríður Einarsdóttir húsmóðir, f. 15. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2013 | Minningargreinar | 438 orð | 1 mynd

Haukur Magnússon

Haukur Magnússon fæddist á Brekku í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu 1. september 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 15. júní 2013. Útför Hauks var gerð frá Þingeyrakirkju 24. júní 2013. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2013 | Minningargreinar | 1687 orð | 1 mynd

Hermann Gunnarsson

Hermann Gunnarsson fæddist á Bárugötu í Reykjavík 9. desember 1946. Hann lést á Taílandi 4. júní 2013. Útför Hermanns fór fram frá Hallgrímskirkju 28. júní 2013. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2013 | Minningargrein á mbl.is | 1025 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóna María Eiríksdóttir

Jóna María Eiríksdóttir fæddist á Helgastöðum í Biskupstungum 9. janúar 1935. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 16. júní 2013. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2013 | Minningargreinar | 4087 orð | 1 mynd

Jóna María Eiríksdóttir

Jóna María Eiríksdóttir fæddist á Helgastöðum í Biskupstungum 9. janúar 1935. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 16. júní 2013. Foreldrar hennar voru Eiríkur Jónsson, bóndi á Helgastöðum, f. 24. október 1894, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2013 | Minningargreinar | 1976 orð | 1 mynd

Jón Gestur Sigurðsson

Jón Gestur Sigurðsson fæddist á Hvammstanga 5. janúar 1928. Hann lést 12. júní 2013. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1897, d. 1985 og Sigurður Jónsson, f. 1888, d. 1945. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2013 | Minningargreinar | 522 orð | 2 myndir

Ólafur Emilsson

Ólafur fæddist í Kerteminde í Danmörku sem Ole Pedersen 29. apríl 1948. Hann lést 17. júní 2013. Foreldrar hans voru Hans Emil Pedersen, f. 1911, d. 1997 og Elisa M. Pedersen, f. 1914, d. 1996. Ólafur átti fjögur systkini. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2013 | Minningargreinar | 831 orð | 1 mynd

Rósa Anna Bjarnadóttir

Rósa Anna Bjarnadóttir fæddist í Innri-Njarðvík 21. ágúst 1925. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi 17. júní 2013. Foreldrar hennar voru Bjarni Sveinsson, f. 1. maí 1881, d. 16. maí 1949, og Björg Einarsdóttir, f. 28. nóvember, 1882, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2013 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

Unnur Lovisa Maríasdóttir

Unnur Lovisa Maríasdóttir fæddist að Faxastöðum, Grundarvíkurhreppi, 22. janúar 1934. Hún lést á Landspítalanum 10. júní 2013. Útför Unnar Lovísu fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 21. júní 2013. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Gull heldur áfram að lækka

Gull hélt áfram að lækka í verði í vikunni en á föstudag stóð gullverð í 1.191 dal á únsuna. Hefur verð á gulli ekki verið jafn lágt í næstum þrjú ár, eða síðan í ágúst 2010. Meira
29. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 455 orð | 1 mynd

Hagnaður Haga 4,6% af veltu fyrirtækisins

Hagnaður Haga á fyrsta fjórðungi nam 837 milljónum króna eða 4,6% af veltu fyrirtækisins. Vörusala tímabilsins nam um 18,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Högum. Meira
29. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Hagvöxtur mun aukast

Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 1,7% á þessu ári og 2,7% á því næsta í nýjustu þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Einkaneysla eykst minna í ár en í fyrra og dregst fjárfesting saman um 3,6% . Meira
29. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 329 orð | 2 myndir

Leitað lausna á atvinnuleysisvanda ungs fólks í Evrópu

Baksvið Kristinn I8ngi Jónsson kij@mbl.is Æðstu ráðamenn Evrópusambandsríkja funduðu í Brussel í gær og fyrradag og ræddu þær hættur sem steðja að evrópsku efnahagslífi. Meira
29. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Meira flutt inn en út í maí

Í maí voru fluttar út vörur fyrir 43,5 milljarða króna og inn fyrir 50,2 milljarða króna. Vöruskiptin í maí voru því óhagstæð um 6,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Meira
29. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 152 orð | 1 mynd

Segir upp hjá Íslenskum verðbréfum

Einar Ingimundarson sagði starfi sínu sem framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa lausu í byrjun vikunnar. Meira
29. júní 2013 | Viðskiptafréttir | 212 orð | 1 mynd

Tíu námsmenn hljóta styrki

Tíu námsmenn hlutu í vikunni námsstyrki Íslandsbanka að upphæð 3,3 milljónir króna. Meira

Daglegt líf

29. júní 2013 | Daglegt líf | 337 orð | 2 myndir

Lærið kúnstina að lesa í gömul hús, fáið ykkur lummur og skoðið sýningar

Á morgun, sunnudag, verður dagskrá Árbæjarsafns tileinkuð viðhaldi og viðgerðum á gömlum húsum. Öll hús þarfnast viðgerðar og viðhalds og það er ákveðin kúnst að lesa í gömul hús og sjá hvað gengur upp og hvað ekki. Opið verður frá kl. Meira
29. júní 2013 | Daglegt líf | 87 orð | 1 mynd

...njótið balkantónlistar

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans, spilar víða næstu daga, en hún spilar lög frá Balkanskaganum. Með í för er tyrkneski slagverksleikarinn Cem Misirlioglu. Meira
29. júní 2013 | Daglegt líf | 88 orð | 1 mynd

Stórkostlegt ljósmyndasafn

Nú þegar fólk er hvað mest á faraldsfæti er vert að benda þeim á sem eiga leið um Stokkhólm, að koma við á sænska ljósmyndasafninu Fotografiska. Þar er lögð áhersla á sýningar með ljósmyndurum samtímans. Meira
29. júní 2013 | Daglegt líf | 1249 orð | 4 myndir

Þakklát fyrir lítið

Mannúðarmál hafa lengi verið Iðunni Vignisdóttur hugleikin. Í nóvember síðastliðnum ákvað hún að láta gamlan draum rætast, hélt til Salem í Tamil Nadu-héraði á Suður-Indlandi og vann sem sjálfboðaliði á 26 barna heimili. Meira

Fastir þættir

29. júní 2013 | Árnað heilla | 221 orð | 1 mynd

Afmælisdagar góðir til sjálfsskoðunar

Ég hef ekki haldið daginn hátíðlegan lengi en í þetta skipti ætla ég að bjóða nokkrum vinum í heimsókn,“ segir Hafþór Sævarsson sem er 24 ára í dag. Meira
29. júní 2013 | Fastir þættir | 168 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Mættur á svæðið. A-Enginn Norður &spade;D1083 &heart;653 ⋄G6 &klubs;G982 Vestur Austur &spade;ÁG96 &spade;74 &heart;K4 &heart;DG10982 ⋄D10854 ⋄932 &klubs;104 &klubs;D6 Suður &spade;K52 &heart;Á7 ⋄ÁK7 &klubs;ÁK753 Suður spilar 3G. Meira
29. júní 2013 | Fastir þættir | 199 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Brids í Stangarhyl Fimmtudaginn 13. júní var spilaður tvímenningur hjá Bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Keppt var á 12 borðum. Meðalskor var 216 stig. Þessir urðu efstir í N-S: Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. Meira
29. júní 2013 | Í dag | 18 orð

Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt...

Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann. Meira
29. júní 2013 | Í dag | 43 orð

Málið

Fótboltamaður sem ruglast á útlimunum í hita leiksins og hefur hönd á boltanum á von á að heyra æpt „Hendi!“. Sé hann vandur að máli sínu tautar hann kannski „Hönd, asnarnir ykkar!“. Meira
29. júní 2013 | Í dag | 1216 orð | 1 mynd

Messur á morgun

ORÐ DAGSINS: Jesús kennir af skipi. Meira
29. júní 2013 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Reykjavík Jón Óttar Jónsson fæddist 21. júní kl. 15.31. Hann vó 3415 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Katrín Pálsdóttir og Jón Helgi... Meira
29. júní 2013 | Fastir þættir | 144 orð

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. e3 Bg7 5. Rf3 O-O 6. Be2 dxc4 7. Bxc4 c5 8. O-O Rc6 9. h3 a6 10. dxc5 Da5 11. Rd4 Dxc5 12. Rxc6 Dxc6 13. Be2 Be6 14. Bf3 Dc7 15. Bd2 Hfd8 16. Hc1 Hd7 17. Rb1 De5 18. b3 Had8 19. De2 Re4 20. Bxe4 Dxe4 21. Ba5 He8 22. Meira
29. júní 2013 | Í dag | 234 orð

Skrýtnir eru fuglar úti í móa

Karlinn á Laugaveginum var léttklæddur þegar ég sá hann stika upp Bankastrætið og í sólskinsskapi. Meira
29. júní 2013 | Í dag | 258 orð | 1 mynd

Stefán Stefánsson

Stefán Baldvin Stefánsson alþingismaður fæddist á Kvíabekk í Ólafsfirði 29. 6. 1863, fyrir 150 árum. Foreldrar hans voru Stefán Árnason, f. 15.7. 1807, d. 17.6. Meira
29. júní 2013 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Söfnun

Birkir Snær Hjaltason og Selma Sól Ómarsdóttir héldu tombólu fyrir utan Krónuna í Árbænum. Þau seldu dót sem þau voru hætt að nota og gáfu Rauða krossinum ágóðann, 3.532... Meira
29. júní 2013 | Árnað heilla | 380 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 90 ára Rebekka Stígsdóttir 85 ára Jónas Hallgrímsson Marta Ágústsdóttir Sigurást Indriðadóttir 80 ára Eysteinn Jónsson Kristín Ágústa Viggósdóttir Oddný Kristinsdóttir 75 ára Erna Ragnh. Meira
29. júní 2013 | Árnað heilla | 607 orð | 3 myndir

Vill kynna og efla íslenska kveðskaparlist

Guðrún Ingimundardóttir (Rúna) fæddist á Húsavík 29.6. 1963. Hún ólst upp við söng, hljóðfæraleik, leiklist og dans, og fór ung að læra söng og á píanó við Tónlistarskóla Húsavíkur. Meira
29. júní 2013 | Fastir þættir | 295 orð

Víkverji

Víkverja þykir alltaf jafngaman þegar á vegi hans verður fólk sem af skín hrein og tær vinnugleði. Það yljar honum alltaf jafnmikið um hjartarætur að sjá fólk sem er á réttri hillu í lífinu og smitar aðra af þessum neista sem knýr það áfram til starfa. Meira
29. júní 2013 | Í dag | 145 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

29. júní 1198 Páll Jónsson biskup lýsti því yfir á Alþingi að landsmönnum væri leyfilegt að heita á Þorlák biskup Þórhallsson sem helgur maður væri. Þremur vikum síðar voru jarðneskar leifar hans teknar upp. 29. Meira

Íþróttir

29. júní 2013 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Aron og Helga fögnuðu sigri

Aron Snær Júlíusson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum sigruðu í flokkum 17-18 ára pilta og stúlkna á fjórða stigamóti Golfsambands Íslands, Íslandsbankamótaröðinni, en leikið var á Hlíðarvelli hjá... Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 387 orð | 2 myndir

Ásdís getur kastað karli á HM í Moskvu

Frjálsar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Hin 17 ára gamla Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, eini Íslendingurinn sem náð hefur lágmarki fyrir HM fullorðinna í frjálsum íþróttum, hefur tilkynnt að hún muni ekki nýta sér keppnisréttinn. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

Borgunarbikar kvenna Bikarkeppni KSÍ, 8-liða úrslit: ÍBV &ndash...

Borgunarbikar kvenna Bikarkeppni KSÍ, 8-liða úrslit: ÍBV – Breiðablik 2:3 Þórhildur Ólafsdóttir 13., Shaneka Jodian Gordon 26. - Greta Mjöll Samúelsdóttir 23., Berglind Björg Þorvaldsdóttir 65., 77. Þór/KA – Þróttur R 6:0 Kayla Grimsley 4. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 565 orð | 2 myndir

Enn dunar sigurdansinn

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Bikarmeistarar Stjörnunnar hafa ekki stigið feilspor í allt sumar og það breyttist ekki þegar liðið mætti Val að Hlíðarenda í gærkvöldi þar sem Stjarnan fór með 3:0 sigur af hólmi. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 698 orð | 2 myndir

Fallslagurinn furðulegur

9. umferðin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Lið sem fær eitt stig úr fyrstu átta umferðunum ætti samkvæmt öllu eðlilegu að sitja eitt og yfirgefið á botninum. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 447 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Anthony Bennett , tvítugur Kanadamaður, var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Írski kylfingurinn Rory McIlroy náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á opna írska meistaramótinu í golfi í gær. McIlroy lék fyrstu tvo hringina á tveimur höggum yfir pari og það dugði honum ekki til að komast áfram. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Garnett og Pierce fara til Brooklyn

Tveir af reyndustu leikmönnum bandaríska körfuboltaliðsins Boston Celtics, þeir Kevin Garnett og Paul Pierce, hafa spilað sinn síðasta leik með liðinu því samið hefur verið um að þeir gangi til liðs við Brooklyn Nets fyrir næsta tímabil. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Gísli í öðru sæti eftir bráðabana

Gísli Sveinbergsson, ungur kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, stóð sig afar vel í flokki 15-16 ára á finnska meistaramótinu í golfi sem lauk í Vierumaki í gær. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

Hver er slakastur í deildinni?

Viðhorf Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Einhver best heppnaði sérvefur sem settur hefur verið á laggirnar hér á landi til að sinna fréttaflutningi af einni íþróttagrein er án efa Fótbolti.net. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Torfnesv.: BÍ/Bolung. – Víkingur R L14...

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Torfnesv.: BÍ/Bolung. – Víkingur R L14 2. deild karla: Höfn: Sindri – Afturelding 14 3. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Lárus Orri: Þurfum að ná 24 stigum

„Þettta var algjör snilld,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari nýliða KF, við Morgunblaðið eftir 2:1 sigur liðsins gegn botnliði Völsungs í 1. deild karla í knattspyrnu en liðin áttust við á Húsavík í gær. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Löwen lenti í erfiðum riðli

Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gær en nokkur Íslendingalið voru í pottinum. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Neymar: Þetta verður frábær leikur

„Við munum spila fyrir fjölskyldur okkar, vini en umfram allt fyrir brasilísku þjóðina,“ sagði brasilíska ungstirnið Neymar við fréttamenn í gær en hann verður í eldlínunni með Brasilíumönnum annað kvöld þegar þeir etja kappi við heims- og... Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Sleit í þriðja sinn og missir af EM

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir varð fyrir miklu áfalli fyrr í mánuðinum þegar hún sleit krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum. Gunnhildur var á æfingu með liði sínu, Arna-Björnar, í Noregi þegar hún meiddist 13. Meira
29. júní 2013 | Íþróttir | 236 orð

Ætlum að taka bikarinn í Árbæinn

Íslandsmeistarar Þórs/KA áttu ekki í vandræðum með að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gærkvöld en norðankonur skelltu botnliði Pepsi-deildarinnar, liði Þróttar, 6:0, á Þórsvelli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.