Greinar fimmtudaginn 18. júlí 2013

Fréttir

18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 133 orð

Áhöfn bjargað af skútu

Þriggja manna áhöfn bandarískrar skútu á leið til Íslands var bjargað um borð í flutningaskip um 400 sjómílur suður af Hvarfi í gær. Tveir í áhöfn skútunnar eru íslenskir en sá þriðji er frá Möltu. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 146 orð

„Skammarlega“ lágar fjárveitingar

Formaður Félags íslenskra fornleifafræðinga, Ármann Guðmundsson, segir að fjárveitingar til fornminjasjóðs séu skammarlega lágar. Alls var 34 milljónum króna úthlutað til 29 verkefna úr sjóðnum í ár. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Biðja um að yfirheyra von Bismarck

Ekki er enn búið að yfirheyra þýska listamanninn Julius von Bismarck sem grunur leikur á að hafi staðið fyrir náttúruspjöllum í Mývatnssveit fyrr á þessu ári. Meira
18. júlí 2013 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Chris Froome sigurstranglegur

Spænski hjólreiðamaðurinn Igor Anton tekur hér þátt í sautjánda áfanga hjólreiðakeppninnar Tour de France í gær þegar 32 kílómetrar voru hjólaðir. Þetta er í hundraðasta sinn sem keppnin fer fram en alls taka 198 hjólreiðakappar þátt í henni. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 470 orð | 2 myndir

Deilt um lokun dvalarheimilis aldraðra

Baksvið Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fyrirhuguð lokun Garðvangs, dvalarheimilis aldraðra í Garði, kemur bæjaryfirvöldum þar á óvart sem segja ákvörðunina í þversögn við fyrri ákvarðanir. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 578 orð | 2 myndir

Djúpt á fjármagni til fornleifarannsókna

Fréttaskýring Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Alls bárust níutíu umsóknir um styrki úr fornminjasjóði fyrir þetta ár og hafa þær aldrei verið fleiri. Sótt var um styrki upp á rúmar 190 milljónir króna en úthlutað var 34 milljónum. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 19 orð | 1 mynd

Eggert

Harmonikkuball Ungmennaráð Seltjarnarness bauð eldri bæjarbúum á harmonikkuball í gær. Sólin skein í heiði og léttir nikkutónarnir glöddu... Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 460 orð | 2 myndir

Eitthvað fyrir sérhvern smekk

Sviðsljós Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Fjörlegar hátíðir verða á víð og dreif um landið um helgina. Þétt dagskrá er alveg frá fimmtudegi fram á sunnudag, en þéttasta dagskráin virðist vera á Norður- og Vesturlandi. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 117 orð

Eldur í bifreið á Miklubraut

Talsverðar umferðartafir urðu á Miklubraut í gær þegar eldur kom upp í bifreið undir brúnni við mislæg gatnamót við Snorrabraut. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var bílnum ekið í austurátt þegar hann drap á sér. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í gær þegar ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á bílnum í Berufirði með þeim afleiðinum að bíllinn valt. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 43 orð

Framkvæmdir hafnar við Hverfisgötu

Framkvæmdir við endurnýjun Hverfisgötu hófust í gær skv. upplýsingum borgarinnar. Byrjað var á kafla frá Frakkastíg að Vitastíg, sem er lokaður umferð vélknúinna farartækja. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Færir sig í vetrarbúninginn

Þó að mannfólkið eygi enn von um heiðan himin og glampandi sól er vetrarundirbúningur hafinn hjá öðrum skepnum. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Ganga í það heilaga úti í náttúrunni

„Alls hef ég gefið nokkur hjón saman á þessum stað, en oftast gef ég fólk saman við Hakið eða við Öxará og á leiðinni niður að Almannagjá,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, en hann gaf saman þýska parið Meike Pottebaum... Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Geitfjársetrið með opið hús á sunnudag

Fyrir ári tók geitfjársetur formlega til starfa á bænum Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar er rekið eina ræktunarbú geita á Íslandi. Mikið af upplýsingum má finna á heimasíðunni www.geitur.is sem og Facebook-síðunni Geitfjársetur. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Hlýtt og bjart með köflum

Veðurstofa Íslands spáir suðvestan 5-13 m/s við suðausturströndina á morgun en annars hægari suðlægri eða breytilegri átt. Þá spáir víða dálítilli rigningu en þurru að kalla austanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast austanlands. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Kaupmenn á Laugavegi opni fyrr

Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl. Meira
18. júlí 2013 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Kona fer í mál við mafíuforingja

Kona í Japan hefur höfðað mál gegn foringja stærstu glæpasamtaka landsins og krafist þess að hann endurgreiði henni verndarfé sem hún var neydd til að borga félögum í samtökum hans. Þeir höfðu hótað að kveikja í bar sem hún rekur í borginni Nagoya. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Kostar minnst 350 milljónir

Ríkissjóður þyrfti að láta af hendi að minnsta kosti 350 milljónir króna til viðbótar til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til að verða við þeim kröfum sem settar eru fram í stefnu Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Þetta segir Jónas Fr. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Krefjast leiðréttingar launa aftur að hruni

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Formenn Bandalags háskólamanna og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja munu í kjaraviðræðunum í haust fara fram á að laun félagsmanna sinna verði leiðrétt með tilliti til vísitöluþróunar frá efnahagshruninu haustið 2008. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 66 orð

Linsan flytur á Skólavörðustíg

Gleraugnaverslunin Linsan er flutt úr húsnæði sínu, Aðalstræti 9. Viðskiptavinir Linsunnar þurfa þó ekki að leita langt því verslunin verður tímabundið til húsa í Aðalstræti 10. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Minningarreitur fullbúinn

Sigurður Aðalsteinsson Ragnar Valgeir Jónsson og Þórhallur Þorvaldsson á Eskifirði gengust fyrir því ásamt Jens Garðari Helgasyni að gerður var minningareitur um látna ástvini í fjarska í kirkjugarðinum á Eskifirði. Meira
18. júlí 2013 | Erlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Óeirðir eftir að 22 börn dóu

Óeirðir blossuðu upp í indverska ríkinu Bihar í gær eftir að 22 börn dóu og um 30 börn til viðbótar veiktust alvarlega eftir að hafa borðað hádegismat sem talið er að hafi innihaldið eiturefni. Börnin sem dóu voru á aldrinum fjögurra til tíu ára. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Planta birkiplöntu í hverri rútuferð

Ferðamenn, sem farið hafa í dagsferðir í kringum Snæfellsjökul, hafa átt þess kost að planta birkiplöntu í hverri ferð. Fyrirtækin Bílar og fólk, Sterna og ferðaskrifstofan Þemaferðir hafa boðið upp á þetta síðan í fyrra og framtakinu verið vel tekið. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Plokkfiskur með þolinmæði

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Veiðivatnaferðin að þessu sinni skilaði okkur á bilinu 60 til 70 fiskum. Þeir voru litlir sem stórir og reytingur úr nokkrum vötnum. Gripnir upp hér og þar, enda töluðu veiðiverðirnir um plokkfisk. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 118 orð | 3 myndir

Púttað í minningu Harðar

Á fjórða tug kylfinga tók þátt í púttmóti í Hraunkoti, æfingasvæði Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, sem haldið var í vikunni til minningar um Hörð Barðdal, frumkvöðul í golfíþróttinni meðal fatlaðra og stofnanda Golfsambands fatlaðra á Íslandi, GSFÍ. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 1173 orð | 7 myndir

Ríkið hækkar hæstu launin

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Árslaun forstjóra Landsvirkjunar hafa hækkað um 3,44 milljónir króna frá því kjör hans féllu undir kjararáð árið 2010, eða um sem svarar tæplega 287 þúsund krónur á mánuði. Meira
18. júlí 2013 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Rokk, rasismi og manndráp

Norðmaðurinn Kristian Vikernes var þekktur í Noregi fyrir öfgafullar skoðanir sínar, þungarokk og morð áður en hann var handtekinn í Frakklandi í fyrradag, grunaður um að hafa undirbúið umfangsmikil hryðjuverk. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 57 orð

Róttæki sumarháskólinn starfræktur

Róttæki sumarháskólinn verður nú starfræktur í þriðja sinn. Í boði verða 14 aðgerða- og námsstofur um fjölda ólíkra pólitíska málefna, segir í tilkynningu. Skólinn er ókeypis og öllum opinn, óháð fyrri menntun eða reynslu. Dagskrá fer fram dagana... Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Samþykkja að ganga til samninga

Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum í síðasta mánuði að ganga til bindandi samninga við hlutaðeigandi aðila um uppbyggingu og rekstur á miðaldadómkirkju í Skálholti. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Sérstakur saksóknari ákærir fyrir skattalagabrot

Sérstakur saksóknari hefur ákært fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækis sem sérhæfði sig í kassakerfum og afgreiðslu- og rekstrarkerfum fyrir fyrirtæki fyrir meiriháttar skattalagabrot. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Sjálfboðaliðar óskast til að telja seli

Síðan 2007 hefur farið fram árleg selatalning á Vatnsnesi og á Heggstaðarnesi í Húnaþingi vestra á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Markmið er að afla þekkingar á fjölda sela sem dvelja á þessum slóðum. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Skyr fær góðar viðtökur vestra

Smári Ásmundsson, ljósmyndari og skyrframleiðandi, hefur fengið góð viðbrögð við skyrframleiðslu sinni í Bandaríkjunum síðustu mánuði. Hann stofnaði skyrfyrirtæki fyrir þremur árum og fyrsta skyrið fór á markað fyrir hálfu ári. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Slitastjórnin vann málið

Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær í máli sem um 120 kröfuhafar höfðuðu á hendur LBI hf., áður Landsbanka Íslands hf., vegna hlutagreiðslna forgangskrafna með erlendum gjaldmiðlum. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Slökkviliðið til hjálpar hrafni uppi í háu tré

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu stóð í ströngu í gærkvöldi eftir að tilkynnt var að hrafn væri fastur í tré við Sóleyjargötu í Reykjavík. Mikill viðbúnaður var vegna hrafnsins og voru sjúkra-, dælu- og körfubíll sendir á vettvang. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 455 orð | 1 mynd

Synjað um styrk vegna skrifa prests

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Íslenska Kristskirkjan fékk ekki fjárstyrk til framkvæmda úr kirkjubyggingasjóði Reykjavíkurborgar árið 2011 vegna þess að stefna kirkjunnar samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Sögulegur sigur stelpnanna okkar í Växjö

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann fyrsta sigur sinn í sögunni í lokakeppni stórmóts þegar það lagði Holland að velli, 1:0, í Växjö í gær. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Taki við girðingunum

Bændasamtök Íslands telja eðlilegast að Vegagerðin taki við viðhaldi girðinga með stofnvegum, eins og hún hefur heimild til og í sumum tilvikum gert, og annist það í samráði við sveitarstjórn á viðkomandi stað. Meira
18. júlí 2013 | Erlendar fréttir | 786 orð | 3 myndir

Tekist á um peninga og völd

Baksvið Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Frelsishetjunni og friðarhöfðingjanum Nelson Mandela tókst að sameina og sætta suður-afrísku þjóðina en nú þegar hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi hefur blossað upp hatrömm deila í fjölskyldu hans. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Tveir alvarlega slasaðir

Tveir slösuðust alvarlega þegar jeppabifreið og önnur stærri fólksbifreið rákust saman rétt austan við Hala í Suðursveit í gær. Alls voru 12 í bílunum tveimur, þar af sex börn. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 619 orð | 2 myndir

Vill sameina starfsstöðvar Landbúnaðarháskólans

Skúli Hansen skulih@mbl.is Rekstrarvandi Landbúnaðarháskóla Íslands liggur fyrir og vitað er hvernig á að leysa hann. Það sem vantar er hinsvegar að einhver taki ákvörðun í málinu. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Yfir fjögur þúsund tonn af nautakjöti seld á einu ári

Alls hafa selst rúmlega 4.200 tonn af nautakjöti á Íslandi síðustu tólf mánuði og er það 3,7% aukning á milli ára. Aftur á móti var heildarsala á kjöti í júní 8,8% minni en í sama mánuði í fyrra og er það m.a. Meira
18. júlí 2013 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Þroskaheftur fangi tekinn af lífi

Tilkynnt hefur verið að dauðarefsingu fangans Warrens Hill verði framfylgt á morgun í Jackson í Bandaríkjunum, en Hill er talinn vera þroskaheftur og mál hans hefur því verið mjög umdeilt. Meira
18. júlí 2013 | Innlendar fréttir | 413 orð | 2 myndir

Þróa fiskveiðistjórnunarkerfi ESB

Baksvið Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Matís er verkefnisstjóri í þróunarverkefni sem styrkt er af FP7, rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og þróun og miðar að því að þróa fiskveiðistjórnunarkerfi ESB. Meira

Ritstjórnargreinar

18. júlí 2013 | Staksteinar | 208 orð | 2 myndir

Höfum meiri áhrif utan ESB en innan

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sneri rökum aðildarsinna að Evrópusambandinu um áhrifaleysið, sem fylgdi því að standa utan þess, við þegar hann var spurður hvort ekki væri betra að vera í bandalaginu í máli á borð við makríldeiluna í... Meira
18. júlí 2013 | Leiðarar | 638 orð

Það er efinn

Tony Blair ræðir síðustu atburði í Egyptalandi og aðferðir innan og utan við reglur lýðræðisins Meira

Menning

18. júlí 2013 | Myndlist | 155 orð | 1 mynd

Áhrifaríkar, fyndnar og kærar myndir

Myndlistarkonan Sunna Ben Guðrúnardóttir opnar í dag kl. 17 sýninguna Villikettir í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Meira
18. júlí 2013 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Besta íslenska dagskráefnið

Í þau fáu skipti sem ég horfi á sjónvarp yfir sumartímann eru það helst íþróttir sem vekja athygli mína. Knattspyrnan vegur þar að sjálfsögðu þyngst og því allt efni tengt íslenska boltanum þakklátt. Meira
18. júlí 2013 | Bókmenntir | 104 orð | 1 mynd

Bitist um árituð eintök af The Cuckoo's Calling

Aðdáendur breska rithöfundarins J.K. Rowling keppast nú við að koma höndum yfir árituð eintök af glæpasögunni The Cuckoo's Calling sem hún skrifaði undir dulnefninu Robert Galbraith. Meira
18. júlí 2013 | Tónlist | 153 orð | 1 mynd

Emilíana gefur út Tookah í september

Fjórða breiðskífa Emilíönu Torrini verður gefin út alþjóðlega 9. september nk. og ber hún titilinn Tookah. Meira
18. júlí 2013 | Menningarlíf | 679 orð | 2 myndir

Hraðsigld sjóferð í Höllinni

Maður kvöldsins tók sig vel út á sviði og söng óaðfinnanlega en hefði þó mátt gefa meira af sér... Meira
18. júlí 2013 | Fólk í fréttum | 42 orð | 7 myndir

Menningin sefur aldrei og fjöldi menningarviðburða víða um heim var festur á filmu í byrjun vikunnar

Sting á djasshátíð, tískuvika í Amsterdam, kvikmyndafrumsýningar í Japan, Bandaríkjunum og Bretlandi, tónlistarhátíð í Frakklandi og vígsla nýrrar stjörnu á gangstétt hinna frægu í Hollywood voru meðal þeirra viðburða sem erlendir ljósmyndarar skrásettu... Meira
18. júlí 2013 | Tónlist | 253 orð | 3 myndir

Rólyndisleg stemning

Samaris skipa Þórður Kári Steinþórsson tölvuþór, Jófríður Ákadóttir söngkona og Áslaug Rún Magnúsdóttir klarínettleikari. Lög eftir Jófríði og Þórð, en textar eftir ýmis góðskáld. 12 Tónar gefa út. Meira
18. júlí 2013 | Kvikmyndir | 46 orð | 1 mynd

Tökur hafnar hjá Ólafi á Borgríki II

Tökur á næstu kvikmynd leikstjórans Ólafs de Fleur Jóhannessonar, Borgríki II – Blóð hraustra manna, eru hafnar eins og sjá má á Facebook-síðu helgaðri kvikmyndinni. Meira
18. júlí 2013 | Menningarlíf | 592 orð | 2 myndir

Vill sjá fleiri kvenhetjur í ævintýrum

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ævintýrið Vargsöld kom nýlega út í kilju en þar segir frá ungri konu að nafni Ráðgríð sem tekst á við ýmis ævintýri eftir að óvættir ráðast á þorpið hennar. Meira

Umræðan

18. júlí 2013 | Aðsent efni | 782 orð | 2 myndir

Alaskalúpína að leggja undir sig landið

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Við erum berskjaldaðri en nágrannalönd okkar fyrir áhrifum ágengra innfluttra tegunda." Meira
18. júlí 2013 | Aðsent efni | 524 orð | 1 mynd

Faðirvorinu snúið upp á andskotann

Eftir Ólaf Arnarson: "Hér er leiðrétt fullyrðing stjórnarformanns Dróma að dómafordæmi Hæstaréttar heimili endurkröfur á viðskiptavini sem fengu leiðréttingu gengislána." Meira
18. júlí 2013 | Aðsent efni | 646 orð | 1 mynd

Nýja ríkisstjórnin taki smáfyrirtækin upp á sína arma

Eftir Kjartan Örn Kjartansson: "Mikilvægt er að hlúa að smáfyrirtækjunum og gera fólki auðveldara að bjarga sér." Meira
18. júlí 2013 | Pistlar | 434 orð | 1 mynd

Óvenjulegi stjórnmálamaðurinn

Í útvarpsþætti á dögunum sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, eitthvað á þá leið að borgarbúar gætu ekki beðið eftir því að losna við Jón Gnarr úr embætti borgarstjóra. Meira
18. júlí 2013 | Velvakandi | 78 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Há tré – til hvers? Til hvers eru öll þessi háu tré meðfram Suðurlandsbrautinni? Maður sér ekki lengur til Esjunnar, sem var óvenju tignarleg þennan þriðjudag sem ég skrifa þetta, dimmblá og dulúðug með þokuslæðing austan til. Meira
18. júlí 2013 | Aðsent efni | 275 orð | 1 mynd

Öldrunarþjónustan áfram hjá ríkinu

Eftir Gísla Pál Pálsson: "Málið virðist ætla að stranda á þessum lífeyrisskuldbindingum og leiða til þess að öldrunarþjónustan verði áfram hjá ríkinu." Meira

Minningargreinar

18. júlí 2013 | Minningargreinar | 233 orð | 1 mynd

Baldur Frímannsson

Baldur Frímannsson fæddist að Arnarfelli í Eyjafjarðarsveit 29. ágúst 1930. Hann lést að Dvalarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri, 8. júlí 2013. Útför Baldurs fór fram frá Akureyrarkirkju 17. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 1583 orð | 1 mynd

Borgþór Þórhallsson

Borgþór Þórhallsson fæddist á Breiðavaði Eiðaþinghá, 4. janúar 1921. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 12. júlí 2013. Foreldrar hans voru Þórhallur Jónasson, bóndi og hreppstjóri á Breiðavaði, f. 27.7. 1886, d. 17.9. 1969, og Sigurborg Gísladóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 273 orð | 1 mynd

Elísabet Óladóttir

Elísabet Óladóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1958. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 6. júlí 2013. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Jóna Gunnlaugsdóttir, f. 24. ágúst 1935 og Óli Hrafn Ólafsson, f. 11. des. 1936, d. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 3028 orð | 1 mynd

Guðmundur Árnason

Guðmundur Árnason fæddist á Skammbeinsstöðum í Holtum 3. desember 1913. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 5. júlí 2013. Foreldrar Guðmundar voru Árni Guðmundsson, f. á Langekru, Rangárvöllum, 9. október 1875, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 578 orð | 1 mynd

Guðrún Ragnarsdóttir

Guðrún Ragnarsdóttir, Lallý, fæddist í Reykjavík 9. maí 1926. Hún lést á Elliheimilinu Grund 20. júní 2013. Lallý giftist Agli Bachmann Hafliðasyni. Þau eignuðust þrjú börn; 1) Sigríður Bachmann ljósmyndari, dóttir hennar er Guðrún Linda. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 2181 orð | 1 mynd

Hákon Örn Halldórsson

Hákon Örn Halldórsson fæddist 30. september 1945 í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 11. júlí 2013 eftir skammvinn veikindi. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Víglundsson húsgagnasmiður, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 446 orð | 1 mynd

Hildur Dagsdóttir

Hildur Dagsdóttir fæddist í Reykjavík 2. janúar 1948. Hún lést á Borgarspítalanum 11. júlí 2013. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir, f. 23. janúar 1918, frá Kaldbak við Húsavík, d. 12. mars 1991 og Dagur Óskarsson, f. 14. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 1097 orð | 1 mynd

Ingibjörg Ólafsdóttir

Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist á Hamri í Hamarsfirði 10. desember 1925. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 6. júlí 2013. Ingibjörg var jarðsungin frá Djúpavogskirkju 13. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 897 orð | 1 mynd

Jóhanna Valdey Jónsdóttir

Jóhanna Valdey Jónsdóttir fæddist á Strönd í Ólafsfirði 7. febrúar 1932. Hún lést 3. júlí á dvalarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Jón Steingrímur Sæmundsson frá Hringverskoti í Ólafsfirði, f. 11.11. 1893, d. 27.11. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 1297 orð | 1 mynd

Kristófer Guðmundsson

Kristófer Guðmundsson fæddist á Stóru Drageyri í Skorradal 20. nóvember 1937. Hann lést á gjörgæsludeild Akureyrar 10. júlí 2013. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Vernharðsdóttir, f. 15. desember 1893 og Guðmundur Guðbrandsson, f. 20. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 1444 orð | 1 mynd

Oddur Benediktsson

Oddur Benediktsson var fæddur í Tungu í Gaulverjabæ 16. september 1935. Hann lést 7. júlí 2013. Oddur var sonur hjónanna Tómasínu Sigurrósar Tómasdóttur (Ásu Fjalldal), f. 1913, d. 1984 og Benedikts Oddssonar, f. 1913, d. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 417 orð | 1 mynd

Ragnheiður Benediktsdóttir

Ragnheiður Benediktsdóttir fæddist á Hömrum í Haukadal, Dalasýslu, 2. júlí 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 5. júlí 2013. Útför Rögnu fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 16. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 2100 orð | 1 mynd

Sigurveig Jóhannsdóttir

Sigurveig Jóhannsdóttir fæddist á Lambhaga í Skilmannahreppi 2. ágúst 1916. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. júlí 2013. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Þórðarson, bóndi á Bakka, f. á Innri-Skeljabrekku í Andakílshreppi 8.6. 1887, d. 28.4. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 190 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Jónsson

Sveinbjörn Jónsson fæddist í Reykjavík 30. október 1943. Hann lést í Reykjavík 18. júní 2013. Útför Sveinbjörns fór fram frá Guðríðarkirkju 16. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2013 | Minningargreinar | 322 orð | 1 mynd

Þóra Sigrún Gunnarsdóttir

Þóra Sigrún Gunnarsdóttir fæddist á Siglufirði 26. mars 1945. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Jörfa, Kjalarnesi, 29. júní 2013. Útför Þóru Sigrúnar fór fram frá Grafarvogskirkju 11. júlí 2013. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

18. júlí 2013 | Daglegt líf | 1087 orð | 4 myndir

Býflugnasuðið hefur róandi og góð áhrif

Á Íslandi eru 86 býflugnaræktendur sem halda úti um 140 búum víðsvegar um landið. Þessa tölfræði er fréttakonan Malín Brand með á hreinu enda eyðir hún stórum hluta af sumarfríinu sínu í að gera heimildarmynd um býflugnaræktun hér á landi. Meira
18. júlí 2013 | Daglegt líf | 257 orð | 1 mynd

Helgartilboð

Fjarðarkaup Gildir 18.-21. júlí verð nú áður mælie. verð Nautainnralæri úr kjötborði 2.798 3.398 2.798 kr. kg Lambaprime úr kjötborði 2.898 3.298 2.898 kr. kg Svínalundir úr kjötborði 1.698 2.398 1.698 kr. kg Hamborgarar, 2x115g m/brauði 420 504 420 kr. Meira
18. júlí 2013 | Daglegt líf | 52 orð | 1 mynd

Orphic Oxtra á Faktorý

Stórhljómsveitin Orphic Oxtra mun efna til hljómleika á Faktorý á þriðjudaginn næstkomandi. Meira
18. júlí 2013 | Daglegt líf | 140 orð | 1 mynd

...skellið ykkur á Bryggjuhátíð

Mikið verður um að vera í kringum Bryggjuhátíðina á Drangsnesi en hún fer fram í átjánda sinn á laugardaginn. Eitthvað verður í boði fyrir alla aldurshópa en hátíðin hefst venju samkvæmt á dorgveiðikeppninni í Kokkálsvík. Meira
18. júlí 2013 | Daglegt líf | 115 orð | 1 mynd

Sumartónleikar í Skálholtskirkju

Hátíðin Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefur staðið yfir frá því 23. júní en henni mun ljúka 4. ágúst næstkomandi. Meira
18. júlí 2013 | Daglegt líf | 65 orð | 1 mynd

Varðeldur á Blönduósi

Fjölskylduhátíð Austur-Húnvetninga, Húnavaka, verður haldin á Blönduósi nú um helgina en hún er ætíð haldin þriðju vikuna í júlí. Meira

Fastir þættir

18. júlí 2013 | Í dag | 323 orð

Af Skagfirðingum og hjónaerjum

Karlinn á Laugaveginum hljóp við fót þegar ég sá hann, svo að ég rétt náði að kasta á hann kveðju. Meira
18. júlí 2013 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Axel Eyfjörð Friðriksson

40 ára Axel er frá Finnastöðum á Látraströnd, S-Þing., og er sjávarútvegsfr. hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni. Býr í Reykjavík. Maki: Hrafnhildur Ólafsdóttir, f. 1972, ljósmóðir. Börn: Eðvarð Eyfjörð, f. 2000 og Anna Lísa, f. 2009. Meira
18. júlí 2013 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

Berglind Eik Guðmundsdóttir

30 ára Berglind er Garðbæingur og læknir í fæðingarorlofi. Maki: Pétur Ingi Guðmundsson, f. 1974, slökkviliðsmaður. Börn: Guðmundur Ísak, f. 2011, Katrín Eva, f. 2013, og stjúpdóttir er Sóldís Sara, f. 2000. Foreldrar: Guðmundur Kristján Tómasson, f. Meira
18. júlí 2013 | Fastir þættir | 153 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Með sakleysissvip. N-Allir Norður &spade;93 &heart;ÁG5 ⋄Á94 &klubs;ÁKG98 Vestur Austur &spade;82 &spade;ÁKD107 &heart;K10872 &heart;963 ⋄DG5 ⋄82 &klubs;54 &klubs;D32 Suður &spade;G654 &heart;D4 ⋄K1063 &klubs;1076 Suður spilar 3G. Meira
18. júlí 2013 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

Eiríkur Jónsson

30 ára Eiríkur er frá Sandgerði, býr í Reykjavík og er lagermaður hjá Johan Rönning. Maki: Kristjana Árnadóttir, f. 1985, vinnur hjá Kreditkorti. Dóttir: Eva Natalie, f. 2007. Foreldrar: Jón Friðriksson, f. 1954, járnsmiður, og Alma Jónsdóttir, f. Meira
18. júlí 2013 | Árnað heilla | 672 orð | 4 myndir

Er ánægð með sundferilinn í heild sinni

Kristín fæddist í Reykjavík 18. júlí 1973. Hún bjó fyrstu fjögur árin í Laugarneshverfinu en flutti síðar í Breiðholtið og ólst þar upp. Hún gekk í Ölduselsskóla og þaðan fór hún í Fjölbraut í Breiðholti og varð stúdent þaðan 1995. Meira
18. júlí 2013 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Þessi hópur kom færandi hendi með 34.427 kr. til styrktar Rauða krossinum. Þau hafa haldið tómbólur í fyrrasumar og einnig í sumar. Meira
18. júlí 2013 | Í dag | 38 orð

Málið

„Tjaldsvæði“ er að leggja undir sig markaðinn. Í Ísl. orðabók er það sagt „svæði ætlað undir tjöld, tjaldvagna og hjólhýsi“. Tjaldstæði , sem áður dugði fullvel, er sagt „staður til að tjalda á“. Meira
18. júlí 2013 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Garðabær Katrín Eva fæddist 4. mars kl. 11.23. Hún vó 3.290 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Berglind Eik Guðmundsdóttir og Pétur Ingi Guðmundsson... Meira
18. júlí 2013 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í...

Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18. Meira
18. júlí 2013 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 0-0 5. Be3 c6 6. f3 a6 7. Dd2 b5 8. e5 Re8 9. Bh6 d6 10. Bxg7 Rxg7 11. 0-0-0 Rd7 12. g4 Bb7 13. h4 dxe5 14. h5 exd4 15. Meira
18. júlí 2013 | Árnað heilla | 229 orð | 1 mynd

Snorri Sigurðsson

Snorri Sigurðsson hefur útskrifast með doktorsgráðu í líffræði með áherslu á flokkunarfræði fugla (Avian Systematics) frá The Graduate Center, City University of New York í Bandaríkjunum. Meira
18. júlí 2013 | Árnað heilla | 196 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Helga Helgadóttir Sigfús Sigurðsson 90 ára Ásmundur Þorsteinsson Gísli Björnsson Kristín Guðmundsdóttir 85 ára Þorgeir Ólafsson 80 ára Alrún Klausen Ásgeir Nikulásson Karl K. Meira
18. júlí 2013 | Árnað heilla | 214 orð | 1 mynd

Var „rænt“ á afmælisdeginum

Ástríður Jónsdóttir, nemi við Listaháskóla Íslands, fagnar 22 ára afmæli sínu á Seyðisfirði í dag. Þar er hún stödd í tilefni af listahátíðinni LungA. „Ég er á Seyðisfirði og verð þar með sýningu ásamt þremur vinkonunum mínum. Meira
18. júlí 2013 | Fastir þættir | 297 orð

Víkverjiskrifar

Heimurinn er glundroðakennt fyrirbæri, sem við reynum að fella að hugmyndum okkar um söguþráð, mynstur og samhengi orsaka og afleiðinga þegar allt eins líklegt er að tilviljanir ráði för. Meira
18. júlí 2013 | Í dag | 155 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

18. júlí 1644 Mislingar bárust til landsins í fyrsta sinn, með skipi sem kom til Eyrarbakka. Í Skarðsárannál var sagt að sóttin hefði gengið yfir allt landið og verið mjög mannskæð. 18. júlí 1918 Samningar voru undirritaðir um frumvarp til sambandslaga. Meira

Íþróttir

18. júlí 2013 | Íþróttir | 127 orð

10.000 sætum bætt við

Vegna gífurlegrar aðsóknar í miða á úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer á Vinavöllum í Stokkhólmi 28. júlí setti evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, 10.000 miða til viðbótar í sölu í gær. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 626 orð | 2 myndir

Allir á sömu bylgjulengd

EM 2013 Víðir Sigurðsson í Växjö vs@mbl. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 66 orð

Aron skoraði tvö fyrir AZ

Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar AZ Alkmaar vann 1. deildar liðið MVV Maastricht, 3:0, í æfingaleik í gær. Aron var í byrjunarliðinu eins og Jóhann Berg Guðmundsson og skoraði á 27. og 67. mínútu leiksins. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Ásdís hafnaði í áttunda sæti

Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti kvenna, varð í áttunda sæti af tíu keppendum á alþjóðlegu móti í Luzern í Sviss í gærkvöldi. Ásdís náði sér ekki á strik en hún kastaði lengst 57,16 metra í fjórða kasti. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

EM kvenna 2013 B-RIÐILL: Ísland – Holland 1:0 Dagný Brynjarsdóttir...

EM kvenna 2013 B-RIÐILL: Ísland – Holland 1:0 Dagný Brynjarsdóttir 30. Þýskaland – Noregur 0:1 Ingvild Isaksen 45. Lokastaðan: Noregur 32103:17 Þýskaland 31113:14 Ísland 31112:44 Holland 30120:21 *Noregur mætir liðinu í 2. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 421 orð | 1 mynd

Er von á stórtíðindum?

Evrópudeild Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það yrði ekkert minna en stórkostlegur árangur tækist einhverju íslensku liðanna þriggja, sem komin eru í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, að komast áfram í 3. umferð. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 435 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Norska úrvalsdeildarfélagið Viking er enn að velta því fyrir sér að reyna að fá til sín Björn Daníel Sverrisson , miðjumann FH. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Hollendingar sársvekktir

„Við erum ótrúlega svekkt, þið sjáið það á andliti leikmanna,“ sagði Roger Reijners, þjálfari hollenska landsliðsins, eftir tapið gegn stelpunum okkar á EM í gær en tapið gerir það að verkum að Holland er úr leik á mótinu. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Hólmfríður í banni í 8 liða

Gula spjaldið sem Hólmfríður Magnúsdóttir fékk á lokamínútunum gegn Hollandi á EM í gær varpaði eilitlum skugga á annars frábæran sigur stelpnanna okkar, þann fyrsta sem liðið vinnur í lokakeppni stórmóts. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 528 orð | 2 myndir

Hver er nógu kjarkaður?

Golf Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Fáum ætti að líða betur en Suður-Afríkumanninum Ernie Els þegar Opna breska meistaramótið, elsta og virtasta golfmót heims, hefst í dag í 142. sinn. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA, seinni leikir: Kópavogsv.: Breiðablik...

KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA, seinni leikir: Kópavogsv.: Breiðablik – Sturm Graz 19.15 KR-völlur: KR – Standard Liege 19.15 2. deild karla: Fagrilundur: HK – KV 19.15 Njarðtaksv.: Njarðvík – Aftureld. 19.15 1. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Rooney sá eini sem Mourinho vill fá til Chelsea

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er byrjaður að hræra í kollinum á mönnum á Old Trafford fyrir næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en Lundúnaliðið lagði fram formlegt kauptilboð í Wayne Rooney á þriðjudaginn. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Slitið krossband í 4. sinn?

Guðný Björk Óðinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gæti hafa slitið krossband í hné í fjórða sinn á ferlinum á æfingu landsliðsins fyrr í vikunni. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 754 orð | 4 myndir

Stúlkurnar okkar brutu blað

EM 2013 Víðir Sigurðsson í Växjö vs@mbl.is Þegar kvennalandsliðið okkar fór til Svíþjóðar í síðustu viku til að taka þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins, voru væntingarnar hófstilltar. Meira
18. júlí 2013 | Íþróttir | 349 orð | 2 myndir

Svona menn eyðileggja fyrir öllum

Viðhorf Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Mikil er skömm Bandaríkjamannsins Tyson Gay og Jamaíkumannsins Asafa Powell. Meira

Viðskiptablað

18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 590 orð | 2 myndir

Af hamborgarahagfræði og IKEA-bókahillum

Breska vikublaðið The Economist hefur í 27 ár birt hina svokölluðu Big Mac vísitölu. Vísitalan byggist á kenningunni um jafnvirðisgengi og reynir að leita svara við því hvort gjaldmiðlar séu „rétt“ skráðir miðað við kaupmátt. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 125 orð | 1 mynd

Barclays sektaður um 57 milljarða vegna markaðsmisnotkunar

Breski bankinn Barclays hefur verið sektaður um 470 milljónir dala, andvirði um 57 milljarða króna, vegna meintrar markaðsmisnotkunar á raforkumarkaði í Bandaríkjunum. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 228 orð | 1 mynd

Bíddu við, hvað er svona mikið vá við Wow?

Upphafsorð Útherja minna um margt á orðfæri stjórnmálamanns: Hann fagnar samkeppninni sem er á milli Wow og Icelandair. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 369 orð | 1 mynd

Deigið gert í Belgíu eftir leyniuppskrift

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það var á námsárum Almars Halldórssonar í Belgíu að hann kolféll fyrir vöfflumenningunni þar í landi. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 307 orð | 1 mynd

Eigandi Formúlu 1 ákærður fyrir mútur

Bernie Ecclestone, forstjóri og aðaleigandi Formúlu 1 keppninnar, hefur verið ákærður fyrir mútur af þýskum saksóknara. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 60 orð | 1 mynd

Fasteignaverð hækkar enn

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í júní frá fyrri mánuði. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 82 orð

Fiskafli dróst saman í júní

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði, metinn á föstu verði, var 13,6% minni en í júní 2012. Jafn mikið hefur veiðst það sem af er árinu og á sama tímabili árið 2012, sé aflinn metinn á föstu verði. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 2831 orð | 4 myndir

Gífurlegur uppgangur í fiskeldi á Íslandi

• Mikill uppbygging á sér stað í fiskeldi á Íslandi • Fiskeldi er helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífinu á Vestfjörðum • Miklar sveiflur hafa einkennt sögu fiskeldis • Seinasta laxeldisævintýri lauk árið 2006 • Fiskeldismenn... Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 156 orð | 1 mynd

Greiningardeildir spá því að verðlag lækki í júlí

Greiningardeildir Arion banka og Landsbankans spá því að vísitala neysluverðs lækki í júlí frá fyrri mánuði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðlag lækki um 0,4% á milli mánaða en hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan lækki um... Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 672 orð | 2 myndir

Hátíðin kemur bænum á kortið

• Mikil uppbygging framundan á Fáskrúðsfirði m.a. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 714 orð | 3 myndir

Hægir á efnahagslífinu í Póllandi

• Stjórnvöld bregðast við stöðnun með útgjöldum og niðurskurði • Almenn andstaða við evru sem ekki verður tekin upp í bráð • Forsætisráðherra segist hafa farið fram úr sjálfum sér í bjartsýni • Pólland hefur eitt hagkerfa í Evrópusambandinu vaxið á hverju ári í tvo áratugi Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 958 orð | 4 myndir

Íslenskt skyr fæst í 400 verslunum í Bandaríkjunum

Viðtal Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 196 orð | 1 mynd

Óbreytt lánshæfiseinkunn

Lánshæfiseinkunn Íslands hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's er óbreytt, Baa3, í nýrri skýrslu um Ísland. Fyrirtækið segir ýmislegt á batavegi í íslensku efnahagslífi en skuldastaða ríkissjóðs sé erfið og ekki bæti gjaldeyrishöftin úr skák. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 787 orð | 2 myndir

Sköpuðu umgjörð utan um viðburðaárið

Að vanda verður líf í tuskunum á Akureyri um verslunarmannahelgina en þá fer fram fjölskylduhátíðin Ein með öllu. Dagskrá verslunarmannahelgarinnar er þó aðeins brot af nær samfelldri dagskrá viðburða og hátíða á Akureyri árið um kring. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 362 orð | 2 myndir

Starfsmenn eignast 1% hlut í Landsbankanum

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Allir starfsmenn Landsbankans munu fá afhentan samtals innan við 1% hlut í Landsbankanum vegna samnings um fjárhagslegt uppgjör við gamla Landsbankann og íslenska ríkið. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 240 orð | 1 mynd

Stefnan sett á hollenskan markað

Fyrirtækið Mint Solutions hefur á síðustu árum hannað og þróað MedEye-lyfjaskannann sem getur stóraukið lyfjaöryggi hjá sjúkrahúsum og stofnunum sem nýta sér búnaðinn. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 145 orð | 1 mynd

Styrkar einka reknar stoðir

Þrennt skiptir samfélag okkar sköpum: Vel rekið mennta- og heilbrigðiskerfi og blómlegur sjávarútvegur sem er okkar undirstöðuatvinnugrein. Mikilvægt er að okkur beri gæfa til að skapa þessum stoðum gott umhverfi. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 164 orð | 1 mynd

Stærsti flugvélaeigandi heims kaupir nýjar vélar

Flugvélaframleiðandinn Embraer í Brasilíu hefur samið við bandaríska flugrekstrarfyrirtækið ILFC um sölu á fimmtíu E-Jets E2 flugvélum. Meira
18. júlí 2013 | Viðskiptablað | 1065 orð | 2 myndir

Varð að stórri hátíð á undraskömmum tíma

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hátíðin Hinsegin dagar hefur þróast frá því að vera agnarsmá kröfuganga yfir í að verða heljarstór hátíð sem spannar nær heila viku og laðar til sín allt að 100.000 gesti niður í miðborg Reykjavíkur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.