Greinar föstudaginn 25. október 2013

Fréttir

25. október 2013 | Innlendar fréttir | 1405 orð | 3 myndir

2,2% eiga 48% skuldlausra eigna

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Auðlegðarskattur og viðbótarauðlegðarskattur voru lagðir á 1.194 einstaklinga og 2.920 hjón við álagningu sl. sumar. Meira
25. október 2013 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

39 ára „kafkískri“ lagaþrætu lokið

Hæstiréttur Ítalíu hefur nú loksins bundið enda á 39 ára gamla lagaþrætu milli kvikmyndastjörnunnar Sophiu Loren og ítalskra skattayfirvalda, gömlu konunni til mikillar gleði. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Afbrotum fækkað miðað við árið 2012

Alls hafa verið skráðir 3.346 þjófnaðir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu 2013, 690 innbrot, 1.005 eignaspjöll og 554 ofbeldisbrot. Fjöldi umferðarslysa er 303. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Allir flokksbundnir hafa atkvæðisrétt

Tíu manns höfðu skilað inn tilkynningu í gær um framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2014. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er búist við því að framboðin verði nær tuttugu þegar fresturinn rennur út klukkan 16. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 76 orð

Borgaði 14 ára pilti fyrir kynferðismök

Hæstiréttur sakfelldi í gær karlmann fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára barni og fyrir tilraun til kynferðisbrots. Var dómur Héraðsdóms Vesturlands því staðfestur. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

Bæjartorfan friðlýst

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Minjastofnun vinnur að friðun gömlu bæjartorfunnar á Hvanneyri ásamt engjum og minjum þar. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 239 orð

Eftirlit skorið niður

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dregið verður úr eftirliti á vegum hins opinbera nái tillögur hagræðingarhóps fram að ganga. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á þannig að skera niður framlög til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Eggert

Leikgleði Krakkarnir í Austurbæjarskóla nýttu góðviðrið, sem ríkt hefur undanfarið á höfuðborgarsvæðinu, til hins ýtrasta og sprikluðu í fjörugum leik sem þau kölluðu... Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Einn til viðbótar í varðhald og sex sendir úr landi

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af nokkrum mönnum á Keflavíkurflugvelli í gær sem eru grunaðir um að vera félagar í vélhjólasamtökunum Devils Choice. Samkvæmt mbl.is voru tveir þeirra færðir á lögreglustöð þar sem skýrslur voru teknar af þeim. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Ekkert samkomulag um makrílinn

Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Fundi strandríkjanna við Norðaustur-Atlantshaf í makríldeildunni lauk í Lundúnum í gær, án samkomulags. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Fróðleikur um nýragjafir á nýrri vefsíðu

Tuttugu Íslendingar með nýrnabilun á lokastigi bíða nú eftir gjafalíffæri. Þörf fyrir ígræðslu nýra hefur farið vaxandi á undanförnum árum vegna aukinnar tíðni nýrnabilunar sem m.a. má rekja til afleiðinga svokallaðra „lífsstílssjúkdóma“. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 596 orð | 1 mynd

Fullur gámur af fötum til Gana

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um tveimur vikum var 20 feta gámur, fullur af fötum og búsáhöldum, sendur úr landi áleiðis til Gana í Afríku en gert er ráð fyrir að hann verði á áfangastað um miðjan nóvember. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Fyrning staðfest í máli gegn olíufélögunum

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í tveimur málum íslenska ríkisins, annars vegar á hendur Keri hf., Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungi hf., og hins vegar á hendur Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungi hf. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 113 orð

Halda upp á 10 ára afmælið með veislu

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október 2003 og halda nú upp á 10 ára afmælið. Veisluhöld verða laugardaginn 26. október á Túngötu 14, frá kl. 14-17. Boðið er upp á léttar veitingar og líflega dagskrá með ræðum og skemmtun. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hátíð á stamdegi

Málbjörg, félag um stam, heldur uppskeruhátíð í tilefni af alþjóðlegum stamdegi í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, laugardaginn 26. október kl. 13:00-16:00. Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður heldur fyrirlestur kl. 14:15. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 638 orð | 2 myndir

Himinn og haf milli gagna og stofnmats

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Aflagögnin sem við höfum verið að vinna með undanfarna áratugi hafa að öllum líkindum verið kolröng og ef þú ert með röng gögn færðu ranga niðurstöðu,“ segir Guðmundur J. Meira
25. október 2013 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Í borginni þar sem ástin kviknaði

Friðrik, krónprins Dana, og eiginkona hans, María, eru nú í fimm daga opinberri heimsókn í Ástralíu í tilefni af 40 ára afmæli óperuhússins í Sydney. María fæddist í Hobart í Tasmaníu 5. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 41 orð

Kötlutangi

Áætlað er að Kötlutangi á Mýrdalssandi hafi minnkað um 100 metra á áratug. Það er áréttað vegna villu í fyrirsögn í frétt á bls. 6 í blaðinu í gær og tilvísunarfrétt á forsíðu, um leið og beðist er velvirðingar á... Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 407 orð | 2 myndir

Lá við árekstrum skipa á hafi úti

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Ljúka við að fjarlægja aspir fyrir jólin

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Deilt var um aspir í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 577 orð | 3 myndir

Loðnuskipin fá helming upphafskvótans

Fréttaskýring Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 739 orð | 2 myndir

Lýsa sig reiðubúna til samstarfs

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Mátti litlu muna að illa færi

Þrjú atvik áttu sér stað í mars þar sem skip annaðhvort rakst á annað eða litlu mátti muna að til árekstrar kæmi. Þar á meðal var atvik þar sem aðeins munaði um hálfum metra að flutningaskip rækist á línuveiðibát við Reykjanes. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Meiri mynsturdýpt á vetrum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lagt er til að lágmarksdýpt á mynstri hjólbarða allra ökutækja verði 1,6 millimetrar á sumrin en þrír millimetrar á veturna. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 78 orð

Neyddi 12 ára barn til munnmaka

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sakfelldi 16 ára gamlan pilt fyrir kynmök við 12 ára gamla stúlku. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 440 orð | 3 myndir

Niðurskurður hjá eftirlitsstofnunum

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framlög til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar verða skorin niður ef tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Roðagylltum blæ sló á fjallshlíðar Esjunnar

Snæviþaktar hlíðar Esjunnar skörtuðu sínu fegursta í logagylltum geislum sólarlagsins. Þegar borgarbúar vöknuðu í gær var snjóföl í fjöllum. Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarið; fallegar hauststillur hafa nýst einstaklega vel til... Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 190 orð

Segir af sér störfum sem varaformaður

Margrét Leifsdóttir, varaformaður húsafriðunarnefndar, skýrði á síðasta fundi frá ákvörðun sinni um að víkja úr húsafriðunarnefnd vegna anna við önnur verkefni. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 56 orð

Segir upplýsingar lögreglu rangar

Einar Marteinsson, fyrrverandi forseti Vítisengla á Íslandi, segir það ekki rétt sem kom fram í Morgunblaðinu í gær að hann hefði aftur tekið við forystuhlutverki í Vítisenglum. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Segja norðurljósasögur frá Tröllaskaga

Sigurður Ægisson Siglufirði Norðurljósin hafa löngum átt vinsældum að fagna hér um slóðir en þó kannski aldrei jafn miklum og nú um stundir. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Skatturinn hærri en tekjurnar

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Við álagningu auðlegðarskatts og viðbótarauðlegðarskatts sl. sumar voru um 15% skattsins lögð á 72 fjölskyldur, sem hver um sig þurfti að greiða allt aflafé og gott betur í skatt af eignum sínum. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Skilur áhyggjur af kirkjubyggingunni

Timothy „Timur“ Zolotuskiy, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, segist skilja vel áhyggjur íbúa í Vesturbænum af kirkjubyggingunni sem til stendur að reisa milli Nýlendugötu og Mýrargötu. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 232 orð

Skuldasjóður enn í skoðun

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við erum að skoða kosti og galla þess að stofna leiðréttingasjóð í tengslum við þetta verkefni. Það var ráðgert að fjármögnun verkefnisins til lengri tíma kæmi úr svigrúmi sem óhjákvæmilega myndast við afnám hafta. Meira
25. október 2013 | Erlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Stefnir að stórfelldum úranútflutningi

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Landsþing Grænlands kom saman í gærkvöldi til að greiða atkvæði um hvort afnema ætti 25 ára gamalt bann við vinnslu á úrani, geislavirku frumefni sem er aðallega notað í kjarnaofna og kjarnavopn. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Sýknaður af kynferðisbroti gegn pilti í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur sýknað karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti, en í mars sl. dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn í þriggja ára fangelsi. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Sækist eftir 1. sætinu

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur fer fram gegn Júlíusi Vífli Ingvarssyni, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og Halldóri Halldórssyni. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Tíuþúsundkallinn tekinn í umferð

Már Guðmundsson seðlabankastjóri afhenti í gær Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, tíu þúsund króna seðil númer eitt til varðveislu í safnakosti landsmanna. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Útför Magnúsar Thoroddsen

Útför Magnúsar Thoroddsen, lögfræðings og fyrrverandi forseta Hæstaréttar, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær en hann lést 14. október sl. Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur jarðsöng og félagar úr Fóstbræðrum sungu. Líkmenn voru f.v. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Útvarpsgjald á dánarbú stóðst ekki

Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi álagningu útvarpsgjalds á látinn einstakling. Gjaldið var lagt á dánarbú mannsins á árinu 2011 en maðurinn lést á árinu 2010. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Viðbragðsáætlun vegna síldardauða í smíðum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfisstofnun hefur gert tillögu að viðbragðsáætlun vegna Kolgrafafjarðar. Sem kunnugt er drápust rúmlega 50 þúsund tonn af síld í firðinum í desember 2012 og í janúar 2013. Meira
25. október 2013 | Innlendar fréttir | 752 orð | 6 myndir

Vilja ekki aftur á byrjunarreit

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Timothy Zolotuskiy, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, segist skilja áhyggjur íbúa í Vesturbænum af kirkjubyggingunni sem stendur til að reisa þar. Meira
25. október 2013 | Erlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Þjóðverjar æfir vegna njósna um kanslarann

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þýskir stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa brugðist ókvæða við fréttum um að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) kunni að hafa hlerað farsíma Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Meira

Ritstjórnargreinar

25. október 2013 | Leiðarar | 567 orð

Hleraðir höfðingjar reiðir

Það fer best á því að Bandaríkin geri ekki upp á milli vina sinna í hlerunarmálum Meira
25. október 2013 | Staksteinar | 151 orð | 1 mynd

Þurfa 75 á fyrsta fund

Sinn er siður í hverju landi. Evrópuvaktin segir frá því að hafnar séu stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi: Fulltrúar kristilegra demókrata og jafnaðarmanna í Þýskalandi komu saman til 88 mínútna stjórnarmyndunarfundar í Berlín miðvikudaginn 23. Meira

Menning

25. október 2013 | Myndlist | 52 orð | 1 mynd

„Skeggjaðar rokkabillíbrjóstmyndir“

Guðmundur Thoroddsen opnaði sýninguna Hobby and Work í galleríinu Asya Geisberg í New York í gær. Meira
25. október 2013 | Bókmenntir | 41 orð | 1 mynd

Biskup myndskreytir bók sonar síns

Bókaforlagið Ugla gefur út barnabók eftir leikarann Guðjón Davíð Karlsson, Jólaandann, nú fyrir jól en myndskreytingar bókarinnar gerði faðir hans, Karl Sigurbjörnsson biskup. Meira
25. október 2013 | Myndlist | 499 orð | 2 myndir

Firðir og firnindi

Til 22. október 2013. Opið þri.-su. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Meira
25. október 2013 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Garða ekki Gálga? Bullið í hrauninu

Ég hef haft gaman af því að fylgjast með fjölmiðlum eftir að framkvæmdir hófust í Gálgahrauni. Reyndar skilst mér að framkvæmdirnar séu ekkert í Gálgahrauni – heldur í Garðahrauni en það er önnur saga. Sumir fjölmiðlar segja Gálga aðrir Garða. Meira
25. október 2013 | Bókmenntir | 299 orð | 4 myndir

Gói sendir frá sér barnabók

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Jólaandinn nefnist bók eftir feðgana Guðjón Davíð Karlsson og Karl Sigurbjörnsson biskup sem væntanleg er frá bókaútgáfunni Uglu fyrir jólin. Meira
25. október 2013 | Kvikmyndir | 585 orð | 2 myndir

Kvikmyndadagarnir hluti af hátíðarhöldum

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Rússneskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís á morgun, laugardag, og standa til fimmtudagsins 31. október. Á þeim tíma verða sýndar fimm nýjar og nýlegar myndir á rússnesku með enskum texta. Meira
25. október 2013 | Myndlist | 67 orð | 1 mynd

Nordic Outbreak í Hafnarhúsinu

Sýningin Nordic Outbreak hefst í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í dag kl. 17 og stendur fram á sunnudagskvöldið næsta. Meira
25. október 2013 | Tónlist | 304 orð | 3 myndir

Rafvætt þjóðlagapopp

Hljómplata hjómsveitarinnar 1860. 1860 skipa Hlynur Júní Hallgrímsson, sem syngur og leikur á mandólín og píanó, Óttar G. Meira
25. október 2013 | Kvikmyndir | 372 orð | 1 mynd

Slæmur afi, sjórán o.fl.

Bad Grandpa Johnny Knoxville fer með hlutverk öldungs sem tekur að sér að koma átta ára sonarsyni sínum til föður síns sem býr í öðru fylki. Sá gamli reynist heldur slæm fyrirmynd sonarsyninum. Leikstjóri er Jeff Tremaine. Meira
25. október 2013 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Stórsveitin leikur á afmælistónleikum

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Kaldalónssal Hörpu í kvöld kl. 21. Tónleikarnir eru þeir fyrstu af þremur í tónleikaröðinni „Ammæli“ sem Félag tónskálda og textahöfunda stendur fyrir í tilefni af 30 ára afmæli þess. Meira
25. október 2013 | Tónlist | 507 orð | 1 mynd

Sýrlensk dansteiti í Silfurbergi

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýrlendingurinn Omar Souleyman heldur tónleika á Iceland Airwaves á föstudaginn í næstu viku, í salnum Silfurbergi í Hörpu. Meira
25. október 2013 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Taka tvö af greinasafni um tónlist

Í tilefni tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves 2013 verður greinasafni Arnars Eggerts Thoroddsen tónlistarspekings, Tónlist... er tónlist: Greinar 1999-2012 , hleypt aftur af stokkunum. Meira
25. október 2013 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd

Tónleikamiðar seldust upp á tíu mínútum

Miðasala á jólatónleika Björgvins Halldórssonar, Jólagesti Björgvins, 14. desember nk. hófst kl. 10 í gærmorgun og voru allir miðar seldir um tíu mínútum síðar. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll sem tekur um þrjú þúsund manns í sæti. Meira

Umræðan

25. október 2013 | Aðsent efni | 805 orð | 1 mynd

Að vera ólæs sér til gagns

Eftir Sturlu Kristjánsson: "Ef fyrirkomulag og aðstæður við kennsluna skipta litlu eða engu, þá er eðlilegt að setja spurningarmerki við kennsluaðferðina." Meira
25. október 2013 | Bréf til blaðsins | 111 orð | 1 mynd

Athugasemd við orð Sigurjóns Arasonar

Frá Guðmundi Geirdal: "Í Morgunblaðinu 19. október sl. var nokkuð ítarlegt viðtal við Sigurjón Arason, nýskipaðan prófessor í matvælaverkfræði, þar sem hann greinir ítarlega frá störfum sínum sem verkfræðingur hjá Matís." Meira
25. október 2013 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Gefum ekki eftir okkar hlut í makrílveiðunum

Eftir Jón Bjarnason: "Ég sem ráðherra taldi hæfilega hlutdeild okkar vera milli 16 og 17% af heildarveiði úr makrílstofninum." Meira
25. október 2013 | Aðsent efni | 989 orð | 3 myndir

Hvað segja gögnin um bankahrunið?

Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson: "„Við þokumst ekki nær sannleikanum um sögulega viðburði eins og bankahrunið með því að reyna að stjórna umræðum, heldur með því að skoða gögnin.“" Meira
25. október 2013 | Aðsent efni | 373 orð | 1 mynd

Hvernig er hægt að auka lífsgæði Reykvíkinga?

Eftir Sigurjón Arnórsson: "Þótt stór og dýr verkefni séu spennandi og veki meiri athygli, þá er það oft litlu hlutirnir sem hafa mest áhrif á lífsgæði almennings." Meira
25. október 2013 | Aðsent efni | 434 orð | 1 mynd

Íþróttir barna og ungmenna

Eftir Björn Jón Bragason: "Íþróttirnar bæta sjálfstraust og draga úr hættu á að börn og ungmenni leiðist út á glapstigu." Meira
25. október 2013 | Aðsent efni | 611 orð | 2 myndir

Niðurskurður á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði

Eftir Norbert Ægi Muller: "Er þetta þá heilbrigð skynsemi að láta stofnun sem hefur starfað hagkvæmast allra taka allan niðurskurðinn?" Meira
25. október 2013 | Aðsent efni | 556 orð | 2 myndir

Opið bréf – um framtíð höfuðborgar

Eftir Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson: "Þess vegna þarf borgin nú að fara í mjög öfluga upplýsingaherferð til þess að leiðrétta þá skökku mynd sem borgarbúar gera sér af skipulagsmálum sínum." Meira
25. október 2013 | Pistlar | 420 orð | 1 mynd

Refsiaðgerðir út um gluggann

Óhætt er að segja að staðan í makríldeilunni hafi tekið grundvallarbreytingum þegar Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) birti ráðgjöf sína vegna næsta árs og lagði til stórauknar makrílveiðar miðað við ráðgjöf ráðsins undanfarin ár. Meira
25. október 2013 | Velvakandi | 126 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Hafnarfjarðarhraun Halló halló, er ekki kominn tími til að vakna, yfir okkur dembast fréttir um mengun í hrauninu en þarna búa í sjálfu iðnaðarhverfinu fjölskyldur með lítil börn og maður veit ekki neitt! Meira

Minningargreinar

25. október 2013 | Minningargreinar | 912 orð | 1 mynd

Arthúr Guðmannsson

Arthúr Guðmannsson fæddist í Reykjavík 13. september 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 16. október 2013. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Eggertsdóttir, f. 26.8. 1895, d. 18.11. 1949, og Guðmann Grímsson, f. 1.9. 1902, d 7.2. 1987. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2013 | Minningargreinar | 4054 orð | 1 mynd

Björgheiður Eiríksdóttir

Björgheiður Eiríksdóttir fæddist í Egilsseli í Fellum, N-Múlasýslu, 13. mars 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. október 2013. Foreldrar hennar voru Eiríkur Pétursson, f. 13.6. 1883, d. 28.8. 1953, og Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 2.3. 1888,... Meira  Kaupa minningabók
25. október 2013 | Minningargreinar | 1118 orð | 1 mynd

Guðjón Sveinbjörnsson

Guðjón Sveinbjörnsson fæddist í Uppsölum, Hraungerðishreppi 11. október 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 11. október 2013. Foreldrar hans voru hjónin Friðbjörg Jónsdóttir, f. 30. júlí 1883, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2013 | Minningargreinar | 299 orð | 1 mynd

Inga Sigríður Kristmundsdóttir

Inga Sigríður Kristmundsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1931. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 5. október 2013. Útför Ingu Sigríðar fór fram frá Kópavogskirkju 22. október 2013. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2013 | Minningargreinar | 1107 orð | 1 mynd

Ingimar Elíasson

Ingimar Elíasson fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 12. mars 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. október 2013. Foreldrar Ingimars voru Elías Bjarnason, f. 1899, d. 1987 og Jakobína Halldórsdóttir, f. 1900, d. 1995. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2013 | Minningargreinar | 1096 orð | 1 mynd

Sigríður Ólafsdóttir

Sigríður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 9. desember 1927. Hún lést 13. október 2013. Foreldrar hennar voru Ólafur Eyvindsson fæddur í Reykjavík 30. janúar 1878, d. 15. janúar 1947 og Elín Jónsdóttir fædd í Hörgsholti í Miklaholtshr., Snæfellsnesi 6. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2013 | Minningargreinar | 1254 orð | 1 mynd

Svavar Jóhannesson

Svavar Jóhannesson fæddist á Akureyri 21. janúar 1933. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 16. október 2013. Foreldrar hans voru Jóhannes Guðjónsson frá Bolungavík, f. 3.10. 1907, d. 7.2. 1978 og Snjólaug Jóhanna Jóhannsdóttir frá Árskógsströnd, f. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2013 | Minningargreinar | 2261 orð | 1 mynd

Þórunn Sigurborg Kristjánsdóttir

Þórunn Sigurborg Kristjánsdóttir, oft kölluð Gútta, fæddist á Akureyri 31. maí 1928. Hún lést á Landspítalanum 16. október 2013. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson, bakarameistari á Akureyri, f. á Kraunastöðum í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, 7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. október 2013 | Viðskiptafréttir | 458 orð | 3 myndir

Fasteignir eru ekki dýrari í miðbæ Akureyrar

Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Miðlæg staðsetning hefur ekki áhrif á fasteignaverð á Akureyri. Fasteignir í miðbænum eru ekki dýrari en annars staðar í bænum, ef leiðrétt er fyrir öðrum gæðaþáttum. Meira
25. október 2013 | Viðskiptafréttir | 74 orð | 1 mynd

Fjármögnun lokið

Búið er að ljúka fjármögnun á hátæknisetri sem Alvogen áformar að byggja í Vatnsmýrinni, en enn á eftir að skrifa undir lokasamninga við Vísindagarða . Stefnt er að því að uppbyggingin hefjist fyrir áramót. Meira
25. október 2013 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Minni íbúðir hafa ekki hækkað meira í verði

Ekki er að sjá að minni íbúðir hafi hækkað í verði umfram aðrar á undanförnum misserum. Þetta segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans . Umræða um mikla eftirspurn eftir minni íbúðum virðist því ekki hafa haft sérstök áhrif til hækkunar þeirra. Meira
25. október 2013 | Viðskiptafréttir | 221 orð | 1 mynd

Óvænt uppgjör hjá Marel

Uppgjör Marels á þriðja ársfjórðungi kom á óvart, segir í nótu frá Arion banka. Heilt yfir var afkoma fjórðungsins betri en bankinn spáði þar sem kostnaðarverð seldra vara var talsvert lægra en reiknað var með. Meira
25. október 2013 | Viðskiptafréttir | 203 orð | 1 mynd

Smásölurisinn Hagar hagnast um tvo milljarða

Hagnaður smásölurisans Haga, sem meðal annars á og rekur verslanirnar Bónus og Hagkaup, nam tæplega tveimur milljörðum króna á öðrum hluta fjárhagsársins. Meira
25. október 2013 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Varin lögsóknum

Þrotabú Landsbanka Íslands er varið fyrir lögsóknum fjárfesta í Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í dómi Evrópudómstólsins í Lúxemborg frá því í gærmorgun, en þar segir að lög á Íslandi komi í veg fyrir slík málaferli frá kröfuhöfum utan Íslands. Meira

Daglegt líf

25. október 2013 | Daglegt líf | 81 orð | 1 mynd

Drangar í Frystiklefa

Hljómsveitin Drangar spilar í Frystiklefanum á Egilsstöðum annað kvöld, laugardag kl 20. Saga Dranga hófst í nóvember á síðasta ári þegar þeir Jónas Sig og Ómar Guðjóns voru á tónleikaferð um landið. Meira
25. október 2013 | Daglegt líf | 357 orð | 1 mynd

Heimur Gunnars Dofra

„Ég hélt þið gerðuð ekkert annað en að berja boxpúða og steinveggi með sleggjum?“ Meira
25. október 2013 | Daglegt líf | 139 orð | 1 mynd

Mætið í ofurhetjubúningi

Bravó á Laugavegi 22 boðar til svokallaðs ofurhetjutjútts annað kvöld, laugardagskvöld, 26. okt. klukkan 20. Viðburðurinn ber hið frábæra nafn Stelpurúst, og er hann hugsaður fyrir allar konur sem eru ofursvalar og langar að klæðast ofurhetjubúningum. Meira
25. október 2013 | Daglegt líf | 176 orð | 1 mynd

...njótið raftónlistar í sundi

BORG – raftónleikaröð í Breiðholti verður haldin á morgun, laugardag 26. október, og laugardaginn 23. nóvember kl. 14-16 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Meira
25. október 2013 | Daglegt líf | 802 orð | 3 myndir

Sagan heillar alltaf

Sænska skáldkonan Kim M. Kimselius skrifar sögulegar skáldsögur fyrir börn og unglinga, en á sér þó trygga lesendur á öllum aldri. Bækurnar hafa verið notaðar við kennslu í Svíþjóð og hún segir þessa aðferð auka áhuga ungs fólks á sögunni. Meira
25. október 2013 | Daglegt líf | 127 orð | 1 mynd

Þarf að gera við hljóðfæri?

Hörður nokkur Jónsson heldur úti Fésbókarsíðu þar sem hann býður upp á hljóðfæraviðgerðir. Hann hefur undanfarin rúm tvö ár verið að fara yfir gítara og bassa fyrir fólk og heldur nú úti verkstæði heima hjá sér. Meira

Fastir þættir

25. október 2013 | Fastir þættir | 146 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 g6 6. Rc3 Bg7 7. d4 cxd4...

1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 g6 6. Rc3 Bg7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. b3 Rbd7 10. Bb2 0-0 11. Hfd1 Re4 12. De3 Rxc3 13. Bxc3 Bxc3 14. Dxc3 Dc7 15. De3 Rf6 16. Hd4 h5 17. Dh6 Dc5 18. Had1 Had8 19. Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Akureyri Óskar Sæmundur fæddist 2. janúar kl. 11.58. Hann vó 4.012 g og...

Akureyri Óskar Sæmundur fæddist 2. janúar kl. 11.58. Hann vó 4.012 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Sand ra Karen Ragnarsdóttir og Sigfús Örn Sigurðsson... Meira
25. október 2013 | Í dag | 24 orð

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur...

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. Meira
25. október 2013 | Fastir þættir | 127 orð | 2 myndir

Fjölþætt byggðaþróunarverkefni

Jarðvangurinn Katla nær yfir 9.542 km² landsvæði, um 9% af flatarmáli landsins, frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri. Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 600 orð | 3 myndir

Fædd á Landspítala sama dag og sama ár

Þóra fæddist á Landspítalanum 25.10. 1953. Hún ólst upp í Sandgerði til níu ára aldurs en flutti þá með fjölskyldu sinni til Seattle í Bandaríkjunum og átti þar heima í þrjú ár. Hún var einmitt búsett í Bandaríkjunum þegar John F. Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Grindavík Matthildur Yrsa fæddist 19. október kl. 12.17. Hún vó 3.710 g...

Grindavík Matthildur Yrsa fæddist 19. október kl. 12.17. Hún vó 3.710 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Valgerður Jennýjardóttir og Sigurður Magnús Árnason... Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

Hafþór Örn Kristófersson

30 ára Hafþór ólst upp í Hveragerði og í Vestmannaeyjum, nú búsettur í Reykjavík og starfar hjá Víking björgunarbúnaði. Maki: Anna Karen K. Sigvaldadóttir, f. 1983, nemi. Börn: Sigvaldi Rafn, f. 2005, og Rannveig Unnur, f. 2009. Foreldrar: Kristófer Þ. Meira
25. október 2013 | Fastir þættir | 579 orð | 3 myndir

Heimagisting varð að 64 herbergja hóteli

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Þetta byrjaði eiginlega alveg óvart árið 1973,“ segir Eva Björk Harðardóttir, ferðaþjónustubóndi í Efri-Vík. Meira
25. október 2013 | Fastir þættir | 377 orð | 2 myndir

Indíafarið í sandinum

Fjörurnar í Vestur-Skaftafellssýslu eru skipakirkjugarður Íslands. Ófá erlend skip sem sigldu um heimshöfin rak upp í fjörurnar þar í gegnum aldirnar og mikill fjöldi sjómanna fórst. Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 254 orð | 1 mynd

Jón Eiríksson

Jón Guðlaugur Kristinn Eiríksson, kaupfélagsstjóri og fiskverkandi, fæddist í Garðhúsum í Gerðahreppi, 25.10. 1902. Hann var sonur Eiríks Guðlaugssonar, útvegsbónda í Garðhúsum og síðar á Meiðastöðum, og Guðrúnar Bjarnadóttur húsfreyju. Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

Jón Ingi Ólafsson

30 ára Jón Ingi ólst upp í Þurranesi, lauk sveinsprófi í rafvirkjun og er í búfræðinámi við LBHÍ. Maki: Guðrún Elín Herbertsdóttir, f. 1978, viðskiptafræðingur við Seðlabankann. Sonur: Ólafur Vignir, f. 2006. Foreldrar: Ólafur Skagfjörð Gunnarsson, f. Meira
25. október 2013 | Fastir þættir | 82 orð

Kjartan Jóhannsson Íslandsmeistari í einmenningi Kjartan Jóhannsson úr...

Kjartan Jóhannsson Íslandsmeistari í einmenningi Kjartan Jóhannsson úr Bf. Rangæinga, Suðurlandi, kom sá og sigraði í Íslandsmótinu í einmenningi sem fram fór um helgina en 56 spilarar tóku þátt í mótinu. Kjartan var með með 86,6 % skor. Í 2. Meira
25. október 2013 | Í dag | 345 orð

Lóuvísur og veðrin stinn

Ég kom á Hellu fyrir viku og hitti þar Grétar Haraldsson, sem sagði mér skemmtilega sögu úr sveitinni. Vorið 2003 fann hann lóuhreiður undir spýtnabraki við sumarbústað sinn á Grund, sem stendur á landskika af jörðinni Miðey, þar sem hann áður bjó. Meira
25. október 2013 | Í dag | 45 orð

Málið

Enn er villst á orðunum eftirmál og eftirmáli . Eftirmál eru afleiðingar , t.d. málsókn eða hefndir: Ef þú hættir þessu munu ekki verða nein eftirmál . Eftirmáli er lokaorð í bók þar sem höf. þakkar veitta aðstoð en lýsir villum á hendur sjálfum... Meira
25. október 2013 | Fastir þættir | 82 orð | 1 mynd

Náttúruvætti úr Skaftáreldum

Í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur, í Vatnajökulsþjóðgarði, eru hinir sögulegu Lakagígar, 25 metra löng gígaröð. Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 245 orð | 1 mynd

Söngurinn ómar í morgunkaffinu

Það er ekkert sérstakt planað hjá mér en getur vel verið að ég baki vöfflur eða skúffuköku, ég sé til hvernig landið liggur. Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 152 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Aðalbjörg Kristjánsdóttir 85 ára Ástríður Elín Björnsdóttir 80 ára Jón B. Meira
25. október 2013 | Fastir þættir | 86 orð | 1 mynd

Úr kubbum og stuðlum

Dverghamrar, sem eru skammt austan við Foss á Síðu, voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1987. Hamrarnir eru úr stuðlabergi og ofan á þeim er kubbaberg. Landslagið er talið hafa fengið á sig þessa mynd við lok ísaldar. Meira
25. október 2013 | Fastir þættir | 296 orð

Víkverji

Víkverji hefur samviskusamlega fleygt öllum pappír og pappa í bláa tunnu, en nú er komið babb í bátinn. Samkvæmt tilskipun frá Reykjavíkurborg er ekki lengur hirt sorp úr gráum og grænum tunnum borgarinnar finnist í þeim pappír eða pappi. Meira
25. október 2013 | Í dag | 142 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

25. október 1875 Fyrsta borgaralega hjónavígslan hér á landi fór fram hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum, samkvæmt konungsúrskurði. Meira
25. október 2013 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Þorbjörn Jóhannsson

30 ára Þorbjörn ólst upp á Ísafirði, er nú búsettur í Reykjavík, lauk vélstjóraprófi frá VMA og verkfræðiprófi frá HR og er hönnuður hjá Marel. Kærasta: Kristrún Jóhannsdóttir, f. 1980. Sonur: Snæbjörn Ingi, f. 2007. Meira

Íþróttir

25. október 2013 | Íþróttir | 534 orð | 4 myndir

„Déjà vu“ hjá Akureyringum

á akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Flestir sem komnir eru til vits og ára hafa upplifað það sem kallað er „déjà vu“. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Grindavík – Valur 78:70 Gangur leiksins: 7:4...

Dominos-deild karla Grindavík – Valur 78:70 Gangur leiksins: 7:4, 14:10, 22:12, 31:18 , 35:22, 38:27, 40:37, 52:42 , 57:44, 59:44, 65:47, 67:57 , 69:62, 73:62, 74:66, 78:70 . Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 319 orð | 1 mynd

Evrópudeildin A-riðill: Swansea – Krasnodar 1:1 • Kristinn...

Evrópudeildin A-riðill: Swansea – Krasnodar 1:1 • Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn og honum til aðstoðar voru þeir Sigurður Óli Þórleifsson, Áskell Gíslason, Gunnar Sverrir Gunnarsson, Þóroddur Hjaltalín og Gunnar Jarl Jónsson. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 573 orð | 4 myndir

Frændurnir sáu um helming

í digranesi Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ef Valsmenn ná að blómstra undir stjórn Ólafs Stefánssonar í vetur fer varla á milli mála að akureyrsku frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason verða þar í lykilhlutverkum. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 514 orð | 4 myndir

Genin í góðu lagi

í seljaskóla Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Haukar líta ekki amalega út í Dominos-deild karla í körfubolta. Þeir pökkuðu ÍR saman, 113:87, í leik liðanna í 3. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 562 orð | 4 myndir

ÍR sendi FH-inga niður af toppnum fyrir hléið

í austurbergi Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var barátta frá upphafi til enda eins og maður bjóst við. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Kovac-bræður mæta Íslandi

Niko Kovac, sem er nýtekinn við starfi landsliðsþjálfara Króatíu sem mætir Íslendingum í umspili um sæti á HM, hefur ráðið bróður sinn, Robert Kovac, sem aðstoðarmann sinn en líkt og Niko lék Robert Kovac í fjölda ára með króatíska landsliðinu. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 47 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Dominos-deild karla: Ísafjörður: KFÍ – Þór Þ...

KÖRFUKNATTLEIKUR Dominos-deild karla: Ísafjörður: KFÍ – Þór Þ 19.15 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik – Augnablik 19.15 Grafarvogur: Fjölnir – Höttur 19.15 Akranes: ÍA – Vængir Júpiters 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

Olís-deild karla ÍR – FH 24:23 Akureyri – Haukar 22:30 HK...

Olís-deild karla ÍR – FH 24:23 Akureyri – Haukar 22:30 HK – Valur 23:28 Staðan: Haukar 6402154:1338 ÍR 6402158:1528 FH 6312147:1337 Fram 5302109:1246 ÍBV 5302143:1266 Valur 6303150:1436 Akureyri 6204140:1574 HK 6015140:1731 Undankeppni... Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Pavel bauð upp á þrefalda tvennu

Kanalausir KR-ingar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Snæfell að velli, 99:84, í Stykkishólmi á hinum annars ógnvænlega heimavelli Hólmara. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 970 orð | 2 myndir

Var mitt lélegasta tímabil sem þjálfari

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég verð áfram hér. Ég er ekki þekkt fyrir að stökkva frá borði þegar illa gengur,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 598 orð | 4 myndir

Vélin loks ræst

í Ásgarði Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Eftir að hafa verið vélarvana í fyrstu leikjum tímabilsins fengu Stjörnumenn tækifæri til að sýna hluta af sínu rétta andliti í gær þegar Skallagrímur kom í heimsókn. Meira
25. október 2013 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Þóra og Sara eru tilnefndar í lið ársins

Landsliðskonurnar Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir, sem á dögunum hömpuðu sænska meistaratitlinum með liði Malmö, eru báðar tilnefndar í vali á leikmönnum ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Meira

Ýmis aukablöð

25. október 2013 | Blaðaukar | 11 orð | 1 mynd

12

Klassíkin svífur yfir vötnum á jólamatseðlinum á Borg Restaurant í... Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 10 orð | 1 mynd

13

Grillið á Sögu á sér langa hefð í hátíðlegri... Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 13 orð | 1 mynd

23

Upplifun – bækur og blóm í Hörpu er fullt hús af fallegum... Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 11 orð | 1 mynd

6

Snaps við Óðinstorg leggur áherslu á spennandi matargerð og ljúfa... Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 9 orð | 1 mynd

8

Perlan býður breitt úrval ljúffengra kræsinga þegar jólahlaðborðið... Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 724 orð | 2 myndir

Á jólalegasta stað í miðborginni

Sjávargrillið býður upp á jólamatseðil í stað hlaðborðs og er þess gætt að gestir fari heim rækilega mettir eins og hæfir árstímanum. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 272 orð | 2 myndir

Ballið að byrja

Jólaball nefnist hátíðarmatseðillinn á Gallery Restaurant þar sem gestir gæða sér ekki aðeins á ljúffengum réttum heldur býðst þeim einnig að upplifa einstaka stemningu í vínkjallaranum. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 573 orð | 1 mynd

„Enginn fer héðan svangur“

Sveitahangilæri með piparrótarmajonesi og gæsalæri með krullufrönskum meðal þess sem borið er fram í aðdraganda jólanna á Grillmarkaðinum. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 918 orð | 1 mynd

Blanda saman bestu hefðunum

Tvær vikur tekur að klæða Restaurant Reykjavík í jólaskrúðann. Meðal rétta á hlaðborðinu má nefna sykursaltað langtímaeldað heilsteikt svínalæri. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 453 orð | 5 myndir

Eldur í arninum og hreindýrshaus uppi á vegg

Skíðaskálinn í Hveradölum tekur sérstaklega vel á móti börnum á sunnudögum í desember og jafnvel von á að jólasveinninn líti inn. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 401 orð | 3 myndir

Gaman að bregða á leik með jólamatinn

Þegar líða tekur að jólum verða kokkarnir á Sushi Samba uppátækjasamir í eldhúsinu og galdra m.a. fram hreindýrasushi með tempúra-humri Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 567 orð | 8 myndir

Glimmer á gleri

Óvenjulegar samsetningar einkenna jólaskreytingarnar í versluninni Upplifun, bækur og blóm í Hörpu, þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn og markmiðið er að skapa nýjan heim upplifunar fyrir sem flest skynfæri. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 130 orð | 1 mynd

Góða veislu gjöra skal

Jólahátíðin nálgast óðfluga og hjá fjölmörgum landsmönnum er tónninn gefinn með því að skunda í bæinn og gera vel við sig og sína í mat og drykk á jólahlaðborði í aðdraganda hátíðar ljóss og friðar. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 352 orð | 1 mynd

Haldið í góðar hefðir

Í Grillinu er boðið upp á klassískan jólamatseðil, líkt og undanfarin 50 ár, sem fellur vel að ímynd veitingastaðarins og óskum viðskiptavina. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 300 orð | 3 myndir

Hverju ættu karlar að klæðast á jólahlaðborði?

Ef losa þarf um efsta hnappinn á buxunum fellur peysan yfir buxnastrenginn og felur þar með verknaðinn. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 344 orð | 3 myndir

Hverju ættu konur að klæðast á jólahlaðborði?

Gott er líka að forðast skó með mjög háum hælum því borðhaldið kallar á að fara nokkrar ferðir með fullan diskinn Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 1272 orð | 3 myndir

Íslenskt hráefni í öndvegi

Veitingastaðurinn Kopar er nýr af nálinni en þar er þó virðing borin fyrir því sem komið er til ára sinna. Matseðillinn leggur áherslu á íslenskt hráefni og boðið verður upp á siglingu þegar jólahlaðborðin hefjast. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 489 orð | 3 myndir

Klassísk veisla

Haldið verður í hefðirnar á Borg Restaurant og boðið upp á íslenskan hátíðarmat, sem er laus við alla stæla og kallar fram góðar minningar. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 795 orð | 1 mynd

Láttu kræsingarnar koma til þín

Oft er hentugur kostur að panta jólahlaðborðið frá veisluþjónustu. Maturinn kemur á hárréttum tima á fallegum bökkum og m.a.s. diskarnir innifaldir. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 482 orð | 3 myndir

Með útsýni yfir borgina í jólaskrúða

Glittir í dönsk áhrif í hlaðborðinu í Turninum í ár og skatan er á sínum stað. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 479 orð | 3 myndir

Meiri tími til að njóta

Á Snaps Bistro er jólahlaðborðið með öðru sniði en venja er þar sem matargestir halda kyrru fyrir í sætum sínum á meðan kræsingar eru bornar á borð. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 773 orð | 3 myndir

Úrval rétta sem hefur tekið mörg ár að setja saman

Ýmissa grasa kennir á veisluborðinu í Perlunni um jólin og spannar úrvalið allt frá tandoori-kjúklingi yfir í klassískt hangikjöt. Þegar takmarkanir voru settar á rjúpnaveiði þurfti að leggjast í mikla rannsóknarvinnu til að finna súpu sem gæti komið í staðinn fyrir rjúpusúpuna vinsælu. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 544 orð | 1 mynd

Vita að gestirnir eru með miklar væntingar

Eftir umfangsmiklar endurbætur á hótelinu er umgjörðin utan um jólahlaðborðið á Grand hóteli Reykjavík glæsilegri en nokkru sinni. Úrvalið af réttum heldur tryggð við hefðina en ætti líka að henta þeim sem vilja reyna nýja hluti eða huga að hollustunni. Meira
25. október 2013 | Blaðaukar | 329 orð | 3 myndir

Öðruvísi í matinn

Á jólahlaðborði Slippbarsins er ekki að finna hefðbundinn reyktan eða saltan mat, heldur léttan og ferskan sem viðskiptavinirnir virðast kunna vel að meta. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.