Greinar föstudaginn 31. janúar 2014

Fréttir

31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Ákærð fyrir umboðssvik

Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Sérstakur saksóknari hefur ákært Sigurjón Þ. Árnason og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnendur Landsbankans, fyrir umboðssvik. Embættið hefur ekki birt ákæruna en mbl.is ræddi við Sigurjón um málið í gær. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Borgarsjóði verði bætt tapið vegna aðgerða ríkisstjórnar

Verði heimilt að ráðstafa séreignarsparnaði til að greiða niður höfuðstól fasteignalána, líkt og ríkisstjórnin áformar, mun það bæði rýra útsvarstekjur, sem eru helsti tekjustofn Reykjavíkurborgar eins og annarra sveitarfélaga, og auka útgjöldin. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 48 orð

Braut rúður og hélt áfram að skemma

Karlmaður sem hafði brotið rúður í fjölbýlishúsi í austurhluta Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi í gær, var handtekinn skömmu síðar við heilsugæslustöðina í hverfinu þar sem honum hafði einnig tekist að valda eignaspjöllum. Meira
31. janúar 2014 | Erlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Dýrasti auglýsingatími í sögu Bandaríkjanna

New York. AFP. | Hvað eiga Prúðuleikararnir, grísk jógúrt, Scarlett Johansson og Arnold Swarzenegger sameiginlegt? Þau verða öll í aðalhlutverkum í dýrasta auglýsingatíma í sögu Bandaríkjanna. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 514 orð | 2 myndir

Eftirspurn eftir líffærum eykst

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ef fram fer sem horfir verður skortur á líffærum til líffæraígræðslu hér á landi áður en langt um líður. Biðtíminn eftir nýrum og lifur er þegar farinn að lengjast. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Eir fær 22 milljóna neyðaraðstoð

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að styrkja hjúkrunarheimilið Eir um 22 milljónir og verða þar með við áskorun sjálfseignarstofnunarinnar, sem rekur heimilið, um neyðaraðstoð. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 661 orð | 4 myndir

Eldsneytisverðið er að lækka

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á eldsneyti er tekið að lækka eftir að hafa farið í sögulegar hæðir í kjölfar efnahags- og gengishrunsins. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 440 orð | 3 myndir

Erfðabreytileiki sem ver gegn sykursýki 2

Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íslenskir vísindamenn hafa fundið breytileika á genum sem tengjast sykursýki tvö, með aðstoð danskra og íranskra vísindamanna. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fangi á Litla-Hrauni dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að ráðast að fangavörðum

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem var dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Maðurinn er fangi á Litla-Hrauni. Hann var dæmdur fyrir að hafa þriðjudaginn 12. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Flottir kúrekar stigu línudans

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það verður veisla, ball og Páll Óskar kemur að skemmta. Ég hlakka til og nú er ég að bíða eftir kvöldinu,“ sagði Gerður Jónsdóttir í gær. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Framboð í 2.-4. sæti

Jóhann Ísberg býður sig fram í 2.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 8. febrúar nk. Áherslumál hans eru skipulagsmál og öflug uppbygging Kópavogs á komandi árum, segir í tilkynningu. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Framboð í 4. sæti

Anný Berglind Thorstensen gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi þann 8. febrúar n.k. Anný Berglind starfar sem sérfræðingur á þróunar- og markaðssviði Arion banka. Meira
31. janúar 2014 | Innlent - greinar | 960 orð | 7 myndir

Framsóknarflokkur vinnur mann

BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Framsóknarflokkurinn eykur fylgi sitt í Fjarðabyggð og vinnur mann af Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Framsókn vinnur mann í Fjarðabyggð

Framsóknarflokkurinn vinnur mann af Sjálfstæðisflokknum í sveitarstjórnarkosningunum í Fjarðabyggð samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Flokkarnir tveir eru nú í samstarfi í níu manna bæjarstjórn. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Fækka landvarðavikum úr 232 í 125

Vegna niðurskurðar á framlögum ríkisins til Umhverfisstofnunar verða svonefndar landvarðavikur aðeins 125 á þessu ári en þær voru 232 í fyrra. Landvarðafélag Íslands hefur gagnrýnt niðurskurðinn og segir m.a. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Garðurinn biður um lögbann á lokun Garðvangs

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sveitarfélagið Garður lagði í gær fram lögbannsbeiðni hjá sýslumanninum í Keflavík á lokun hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði og flutning heimilisfólks í nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Góður janúar hjá umboðunum

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Forsvarsmenn bílaumboðanna segja bílasölu hafa farið vel af stað í janúar og þakka það fyrst og fremst styrkingu krónunnar, nýjum fjármögnunarleiðum og mikilli endurnýjunarþörf. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 715 orð | 3 myndir

Hafa þurft að bera vitni

Sviðsljós Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mánaðarlega fara starfsmenn hjá lásaþjónustum á höfuðborgarsvæðinu í á fjórða hundrað útkalla til að opna fyrir fólki húsnæði og bíla eftir að það hefur læst sig úti. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Hvetja til borgaralegrar óhlýðni

Samtök meðlagsgreiðenda hvetja einstæða umgengnisforeldra til borgaralegrar óhlýðni við útfyllingu skattframtals með því að auðkenna sig sem einstæða foreldra. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 389 orð | 2 myndir

Höggmyndagarður í Hljómskálagarðinum

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Höggmyndagarður í Hljómskálagarðinum gæti orðið að veruleika fljótlega. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 787 orð | 3 myndir

Kanna ferðir jökla

Baksvið Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Vísindamenn frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, en þeir eru staddir hér á landi, hefja í dag rannsóknir með ratsjármælingum á Hofsjökli og Langjökli og munu þær standa í fjóra daga. Meira
31. janúar 2014 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Kínverjar fagna ári hestsins

Ungir menningarsendiherrar frá Peking í kínverskum skrautbúningum í Kínahverfinu í London í tilefni af kínverska nýárinu sem gengur í garð í dag. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Misjöfn skilgreining á niðurhalinu

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hvorki Síminn né Tal skilgreina gagnaflutninga sem fara í gegnum vefþjóna sem staðsettir eru á Íslandi sem spegla valið efni á borð við Youtube sem erlent niðurhal líkt og Vodafone hóf að gera seint á síðasta ári. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 604 orð | 2 myndir

Niðurskurði í landvörslu mótmælt

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vegna niðurskurðar á framlögum ríkisins til Umhverfisstofnunar hefur stofnunin ákveðið að draga úr landvörslu á hálendi Íslands í sumar. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Ómar

Ekki gleyma smáfuglunum Í gær snjóaði á höfuðborgarsvæðinu og smáfuglarnir reyndu sitt ýtrasta til að ná síðustu brauðmolunum í Austurstræti en vonandi eiga þeir enn von um... Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 22 orð

Prófkjör árið 2014

Stjórnmálaflokkarnir munu á næstunni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á... Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Sáu viðskiptatækifæri í íslenska fatamarkaðnum

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við strákarnir eigum það sameiginlegt að hafa áhuga á tísku og fatnaði. Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að spjalla um íslenskan fatamarkað og framtíð hans. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 630 orð | 4 myndir

Skapar hundruð starfa

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skaginn hf. á Akranesi og Kælismiðjan Frost ehf. á Akureyri hafa gert stóran samning við félagið P/f Pelagos í Færeyjum um kaup á nýju uppsjávarvinnslukerfi til uppsetningar í Fuglafirði. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Skiltagerðin alelda á tuttugu mínútum

Engan sakaði þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Dugguvog 1 á hádegi í gær en önnur hæð hússins er gjörónýt. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað til og nærliggjandi götum lokað. Þá var húsnæði í kring rýmt, m.a. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Skoðar tillöguna í dag

„Ég hef ekki enn séð viðaukatillöguna og get því ekkert tjáð mig um hana,“ segir Gunnar I. Birgsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Á síðasta bæjarstjórnarfundi, þriðjudaginn sl. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Snjónum kyngdi niður í höfuðborginni

Þessir hraustu menn létu ofankomuna ekki á sig fá þegar þeir athöfnuðu sig við búslóðarflutninga á Langholtsvegi í gær. Rúmgóð dýnan veitti skjól eina ferð, á meðan snjónum kyngdi niður yfir launhálan klakann í höfuðborginni. Meira
31. janúar 2014 | Erlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Stokkað upp í ríkisstjórn Danmerkur

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Damerkur, hófst í gær handa við að stokka upp í minnihlutastjórn sinni eftir að Sósíalíski þjóðarflokkurinn, einn stjórnarflokkanna þriggja, gekk úr henni. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Sækist eftir 2. sæti

Aðalsteinn Jónsson íþróttakennari og bæjarfulltrúi býður sig fram í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. „Ég ætla áfram að hlúa að málefnum barna og eldri borgara í bænum. Ég vil líka beita mér fyrir því að bæta kjör fólks,... Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Sækist eftir 3. sæti

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ 8. febrúar n.k. Kolbrún hefur verið varabæjarfulltrúi frá 2010 og aðalbæjarfulltrúi frá janúar s.l. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 718 orð | 1 mynd

Tortryggni og hiti í félagsmönnum

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fastlega er reiknað með að samningaviðræður verkalýðsfélaga sem felldu nýgerða kjarasamninga og Samtaka atvinnulífsins hefjist upp úr næstu helgi. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 111 orð

Vantar fjármagn til markaðssetningar Í blaðinu í gær var ranglega haft...

Vantar fjármagn til markaðssetningar Í blaðinu í gær var ranglega haft eftir Þórði H. Hilmarssyni hjá Íslandsstofu að vinna væri þegar hafin við að markaðssetja fjárfestingatækifæri hér á landi í tengslum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Vegaframkvæmdir á Hellisheiðinni hafnar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdir við breikkun vegarins yfir Hellisheiði, það er úr Svínahrauni að veginum sem liggur að Hellisheiðarvirkjun og svo áfram yfir heiðina um Kamba niður að Hveragerði, eru að komast á skrið. Meira
31. janúar 2014 | Erlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Veiða hunda sér til matar

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bílalest kom í gær með matvæli til flóttamannabúða Palestínumanna í Yarmuk í Sýrlandi þar sem tugir manna hafa dáið vegna skorts á matvælum og lyfjum. Meira
31. janúar 2014 | Erlendar fréttir | 161 orð

Veikur forseti vandar um við andstæðinga

Viktor Janúkóvítsj, forseti Úkraínu, gagnrýndi stjórnarandstöðuna harkalega í gær, sakaði hana um að kynda undir ólgu í samfélaginu og stofna einingu landsins í hættu í eiginhagsmunaskyni. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Verðlækkanir á eldsneyti gætu ýtt undir einkaneyslu

Verðlækkanir á eldsneyti munu líklega auka eftirspurn eftir dísilolíu og bensíni. Má jafnframt leiða að því líkur að verðlækkanirnar geti örvað einkaneyslu heimila. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Vikið tímabundið frá störfum

„Það var samkomulag milli dýraeftirlitsmannsins og stofnunarinnar að hann myndi víkja tímabundið á meðan málið verður skoðað,“ segir Stefán Guðmundsson forstöðumaður reksturs- og mannauðssviðs Matvælastofnunar. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Vilja ekki gistirekstur

Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu á miðvikudag neikvæða umsögn skipulagsfulltrúa um umsókn um leyfi til að starfrækja veitingastað í kjallara og gistiheimili á efri hæðum... Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Vonast til að makrílmálin skýrist í dag

Makrílviðræður Íslands, Færeyja, Evrópusambandsins og Noregs halda áfram í Björgvin í Noregi í dag. Samningafundurinn átti að hefjast klukkan níu að norskum tíma. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Þjónustuver ríkisskattstjóra norður fyrir heiðar

Öllum símtölum til ríkisskattstjóra er nú svarað norðan heiða, ýmist á Siglufirði eða á Akureyri, eftir að nýtt þjónustuver ríkisskattstjóra var tekið í notkun á Akureyri. Verið var formlega vígt í gær með kaffiboði. Meira
31. janúar 2014 | Innlendar fréttir | 186 orð

Þriggja milljarða verkefni

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er eftir því sem við best vitum stærsti tæknisamningur sem íslensk fyrirtæki á þessu sviði hafa gert. Meira

Ritstjórnargreinar

31. janúar 2014 | Staksteinar | 189 orð | 1 mynd

Birtingarmynd valdagræðginnar

Þetta birtist mér sem valdagræðgi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar og þingmaður þess flokks, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Samfylkingarinnar og fyrrverandi liðsmaður... Meira
31. janúar 2014 | Leiðarar | 566 orð

Undarleg aðför

Án raka á að kasta tíu ára reynslu af RIFF á glæ Meira

Menning

31. janúar 2014 | Kvikmyndir | 60 orð | 1 mynd

Ben Stiller iðinn við að mæra land og þjóð

Leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Íslandi. Meira
31. janúar 2014 | Leiklist | 289 orð | 1 mynd

Draumar sem aldrei rætast

Leikfélag Kópavogs (LK) frumsýnir í kvöld kl. 19.30 uppfærslu sína á sígildu verki Antons Tsjekhovs, Þrjár systur , í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar, í húsnæði leikhússins að Funalind 2. Meira
31. janúar 2014 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

Erla Björg syngur í Háteigskirkju

Í dag, föstudag milli kl. 12 og 12.30, verða tónleikar í röðinni „Á ljúfum nótum“ í Háteigskirkju. Flutt verða lög úr „Neun deutsche Arien“ eftir Händel, ásamt fleiri verkum. Meira
31. janúar 2014 | Tónlist | 132 orð | 1 mynd

Færri sækja Metropolitan-óperuna

Þrátt fyrir velgengni beinna útsendinga í háskerpu frá sviði Metropolitan-óperunnar í New York, sem sýndar eru í kvikmyndahúsum um allar jarðir, og þar á meðal hér á landi, dróst aðsókn að óperuhúsinu vinsæla engu að síður saman á síðasta... Meira
31. janúar 2014 | Kvikmyndir | 411 orð | 1 mynd

Gæðamyndir og gömul brýni

Dallas Buyers Club Kvikmynd sem hlaut tvenn Golden Globe verðlaun á dögunum og er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna. Í henni segir af rafvirkjanum Ron Woodroof sem fær þær fréttir að hann sé með alnæmi og sé við dauðans dyr. Meira
31. janúar 2014 | Hönnun | 40 orð | 1 mynd

Íslensk húsgagnahönnun í Stokkhólmi

Nokkrir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki sýna verk sín á Stockholm Furniture Fair 4.-9. febrúar nk. Á. Meira
31. janúar 2014 | Kvikmyndir | 590 orð | 1 mynd

Málmhaus fær mest

Kvikmyndin Málmhaus fékk flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár, sextán talsins, en fast á hæla myndinni kom Hross í oss með fjórtán. Tilnefningarnar voru kunngjörðar í Bíó Paradís í gær. Meira
31. janúar 2014 | Leiklist | 102 orð | 1 mynd

Metár hjá leikhúsum í Lundúnum

Árið 2013 var metár hvað varðar miðasölu í leikhúsum í London, að því er fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Meira
31. janúar 2014 | Tónlist | 213 orð | 1 mynd

Mikilvæg þjálfun fyrir unga tónlistarnema

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun kl. 16, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Meira
31. janúar 2014 | Tónlist | 41 orð | 1 mynd

Múm og Hjaltalín tilnefndar til verðlauna

Plötur hljómsveitanna múm og Hjaltalín, Smilewound og Enter 4, eru meðal tíu annarra sem tilnefndar eru til Norrænu tónlistarverðlaunanna í ár. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir bestu plötuna frá Norðurlöndum. Meira
31. janúar 2014 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Ódrepandi en drepfyndinn

Breskur húmor er oft alveg drepfyndinn. Hann höfðar alla vega til mín og frekari kröfur gerir maður ekki til skemmtiefnis í sjónvarpi. Meira
31. janúar 2014 | Kvikmyndir | 87 orð | 1 mynd

Sex kvikmyndir um Artúr konung?

Breski leikstjórinn Guy Ritchie á nú í viðræðum við kvikmyndafyrirtækið Warner Bros. um að leikstýra sex kvikmyndum um Artúr konung, ef marka má frétt á vef tímaritsins NME. Warner Bros. Meira
31. janúar 2014 | Bókmenntir | 1443 orð | 1 mynd

Sjón, Guðbjörg og Andri Snær

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sjón, Guðbjörg Kristjánsdóttir og Andri Snær Magnason hlutu í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin en þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Meira
31. janúar 2014 | Tónlist | 462 orð | 2 myndir

Sjón- og tónlistarveisla

Margir spennandi viðburðir eru á dagskrá tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í dag og Reykjavík Visual Music – Punto y Raya Festival, hátíðar sem helguð er sjónrænni tónlist. Meira

Umræðan

31. janúar 2014 | Aðsent efni | 1053 orð | 1 mynd

DHL hraðsendinganaglasúpa með tolldassi

Eftir Helga Þorgils Friðjónsson: "Hvernig á ég að vita verðmæti bókar, sem ég vissi ekki einu sinni að væri til áður en ég fékk skeytið?" Meira
31. janúar 2014 | Aðsent efni | 627 orð | 2 myndir

Dómskerfi við þolmörk

Eftir Jónas Þór Guðmundsson og Skúla Magnússon: "Dómstólarnir eru einn af grundvallarþáttum stjórnskipunar ríkisins. Fjárveitingar til þeirra hljóta að taka mið af því." Meira
31. janúar 2014 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Er ein menning betri en önnur?

Eftir Júlíu G. Hreinsdóttur: "Börnin og foreldrar þeirra eiga rétt á að fá að tengjast málsamfélagi íslenska táknmálsins og fá stuðning sérfræðinga vegna máltöku barns, í námi og til félagslegra samskipta." Meira
31. janúar 2014 | Aðsent efni | 864 orð | 1 mynd

Hafa skal það sem sannara reynist

Eftir Sigurð Bessason: "Til þess að ná þessu markmiði þarf hugarfarsbreytingu. Óli Björn kýs að ræða ekki um kjarna málsins." Meira
31. janúar 2014 | Aðsent efni | 1984 orð | 1 mynd

Nokkrar spurningar til dr. Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur

Eftir Hannes H. Gissurarson: "Ég vonast til þess, að dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir svari þessum spurningum undanbragðalaust á þeim vettvangi, sem Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur veitt henni á föstudaginn." Meira
31. janúar 2014 | Bréf til blaðsins | 400 orð

Óvönduð vinnubrögð í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi

Frá Hreini Jónassyni, Brynhildi Gunnarsdóttur, Guðjóni Gísla Guðmundssyni, Júlíusi Hafstein og Aðalsteini Jónssyni: "Vegna umfjöllunar í DV þriðjudaginn 28." Meira
31. janúar 2014 | Velvakandi | 151 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Stefnuleysi Í umferðarlögum stendur: „Ökumaður, sem ætlar að aka frá brún vegar, beygja, snúa eða skipta um akrein, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Meira
31. janúar 2014 | Pistlar | 385 orð | 1 mynd

Viljinn vafalítið fyrir hendi

Bandaríkjamenn eiga líklega eftir að bjóða Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) svipaðan fríverzlunarsamning og þeir eru að semja um við Evrópusambandið. Meira

Minningargreinar

31. janúar 2014 | Minningargreinar | 2178 orð | 1 mynd

Anton Baldvin Finnsson

Anton Baldvin Finnsson fæddist að Ytri-Á í Ólafsfirði þann 14. júní 1920. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri 22. janúar 2014. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Finnur Björnsson, f. 16.9. 1895, d. 29.5. 1986 og Mundína Freydís Þorláksdóttir, f. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 2101 orð | 1 mynd

Ásgrímur Stefánsson

Ásgrímur Stefánsson fæddist á Siglufirði 4. október 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. janúar 2014. Foreldrar hans voru Stefán Grímur Ásgrímsson, f. 26. september 1899, d. 1. desember 1968, og kona hans Jensey Jörgina Jóhannesdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 521 orð | 1 mynd

Ásta Sigurðardóttir

Ásta Sigurðardóttir fæddist 26.9. 1921. Hún lést 24.12. 2013. Útför Ástu fór fram 3.1. 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 2667 orð | 1 mynd

Elías Halldór Elíasson

Elías Halldór Elíasson fæddist í Reykjavík 24. mars 1951. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. janúar 2014. Foreldrar hans voru Anna Pálsdóttir, fædd 29. júlí 1919, dáin 1. júní 2000 og Einar B. Þórarinsson, fæddur 21. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 1014 orð | 1 mynd

Eric James Steinsson

Eric James Steinsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri, fæddist í Aberdeen Skotlandi 4. apríl 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Boðanum í Kópavogi 24. janúar 2014. Foreldrar Erics voru Þorkell Steinsson, lögregluvarðstjóri, f. 27.11. 1897, d. 21.8. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 833 orð | 1 mynd

Gísli Kristinn Gíslason

Gísli Kristinn Gíslason fæddist 10. apríl 1922. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 19. janúar 2014. Foreldrar Gísla voru hjónin Gísli Stefán Gíslason, f. 5.12. 1897, d. 26.3. 1981, og Kristín Helga Sigurðardóttir, f. 6.6. 1897, d. 10.9. 1986. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargrein á mbl.is | 986 orð | 1 mynd | ókeypis

Gísli Kristján Traustason

Gísli Kristján Traustason fæddist í Skógarnesi 24. nóvember 1955. Hann lést 24. janúar 2014 á Líknardeildinni í Kópavogi. Foreldrar Gísla eru Trausti Skúlason, f. 23. mars 1933 og Guðríður Kristjánsdóttir, f. 16. október 1933, bændur í Skógarnesi. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 2697 orð | 1 mynd

Gísli Kristján Traustason

Gísli Kristján Traustason fæddist í Skógarnesi 24. nóvember 1955. Hann lést 24. janúar 2014 á Líknardeildinni í Kópavogi. Foreldrar Gísla eru Trausti Skúlason, f. 23. mars 1933 og Guðríður Kristjánsdóttir, f. 16. október 1933, bændur í Skógarnesi. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 419 orð | 1 mynd

Haraldur Eldon Logason

Haraldur Eldon Logason fæddist 1. júní 1938. Hann lést 18. janúar 2014. Haraldur var jarðsunginn 28. janúar 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 404 orð | 1 mynd

Hjördís Guðmundsdóttir

Hjördís Guðmundsdóttir fæddist 19. mars 1936. Hún andaðist 16. janúar 2014. Útför hennar var gerð 23. janúar 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 276 orð | 1 mynd

Hulda Bjarnadóttir

Hulda Bjarnadóttir fæddist 5. október 1918. Hún lést 17. janúar 2014. Útför Huldu fór fram 27. janúar 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 1396 orð | 1 mynd

Hulda Gunnarsdóttir

Málfríður Hulda Gunnarsdóttir fæddist að Gerðabakka í Garði 18. mars 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 22. janúar 2014. Hún var dóttir Guðrúnar Jónsdóttur, húsfreyju, f. 7.11. 1895, d. 197, og Gunnars Jónssonar, sjómanns, f. 12.8. 1886, d. 1975. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 3101 orð | 1 mynd

Inga Rósa Arnardóttir

Inga Rósa Arnardóttir fæddist í Keflavík 17. janúar 1966. Hún lést miðvikudaginn 22. janúar 2014. Móðir hennar er Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir, í Vestmannaeyjum, sambýlismaður hennar er Alfreð Óskar Alfreðsson. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 1707 orð | 1 mynd

Jóhanna Júlía Sigurðardóttir

Jóhanna Júlía Sigurðardóttir fæddist í Skuld, Vestmannaeyjum, þann 4. mars 1923. Hún lést þriðjudaginn 21. janúar 2014 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Foreldrar hennar voru Sigurður Oddsson og Ingunn Jónasdóttir. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 757 orð | 1 mynd

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson dæddist 12. mars 1945. Hann lést 3. janúar 2014. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, fæddur 8.10. 1900 í Reykjavík, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, dáinn 28.3. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 170 orð | 1 mynd

Ragney Eggertsdóttir

Ragney Eggertsdóttir, Eyja í Dal, fæddist í Borgarnesi 13. júní árið 1911. Hún lést í Borgarnesi 16. janúar 2014. Útför Ragneyjar fór fram frá Borgarneskirkju 25. janúar 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 963 orð | 1 mynd

Rósa Guðríður Óskarsdóttir

Rósa Guðríður Óskarsdóttir fæddist að Oddastöðum í Kolbeinsstaðahreppi 31. október 1933. Hún lést á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 22. janúar 2014. Rósa var dóttir hjónanna Óskars Eggertssonar, f. 5. nóvember 1908, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 1345 orð | 1 mynd

Sigurður L. Jónsson

Sigurður Lárus Jónsson fæddist í Hafnarfirði 9. apríl 1943. Hann lést á Landspítalanum 23. janúar2014. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, f. 21.9. 1910, d. 31.12. 1993, og Fanney Eyjólfsdóttir, f. 9.7. 1914, d. 3.7. 1989. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2014 | Minningargreinar | 4226 orð | 1 mynd

Sigurlína Vilhjálmsdóttir

Sigurlína Vilhjálmsdóttir fæddist á Sauðárkróki 10. febrúar 1953. Hún lést á Líknardeild Landspítala í Kópavogi 19. janúar 2014. Foreldrar Sigurlínu voru Vilhjálmur Óskarsson, Reiðholti, Lýtingsstaðarhreppi, Skagafirði, f. 18.10. 1910, d. 8.1. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. janúar 2014 | Viðskiptafréttir | 740 orð | 3 myndir

Endurnýjun skapar fjölda starfa

Fréttaskýring Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Fyrirsjáanleg endurnýjun á hluta íslenska fiskiskipaflotans, sem er kominn til ára sinna, mun skapa mikla veltu og fjölmörg störf hjá íslenskum tæknifyrirtækjum. Meira
31. janúar 2014 | Viðskiptafréttir | 42 orð

Hagnaður hjá Facebook

Facebook hefur tilkynnt að hagnaður fyrirtækisins hafi numið 523 milljónum dollara á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, eða sem nemur liðlega 60 milljörðum íslenskra króna. Meira
31. janúar 2014 | Viðskiptafréttir | 186 orð | 1 mynd

Verðbólga mælist 3,1% í janúar

Verðbólga, mæld á tólf mánaða tímabili er 3,1% í janúar og lækkar hressilega frá desember er hún var 4,2%. Er þetta minni verðbólga en greiningardeildir höfðu spáð. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar lækkaði um 0,72% frá fyrra mánuði. Meira
31. janúar 2014 | Viðskiptafréttir | 624 orð | 2 myndir

Verðtryggingarskekkja verði óheimil

Fréttaskýring Hörður Ægisson hordur@mbl.is Skylda á fjármálafyrirtæki til að hafa jafnvægi á milli verðtryggðra eigna og skulda. Viðvarandi skekkja á verðtryggingarjöfnuði, líkt og má einkum finna á bókum Landsbankans, verði óheimil. Meira

Daglegt líf

31. janúar 2014 | Daglegt líf | 140 orð | 1 mynd

Draumar og draumfarir Svartvals og Viktors Weisshappel

Sýningin Stutt hringrás verður opnuð klukkan 17 í dag í Listasal Mosfellsbæjar en þar getur að líta listaverk eftir þá Svartval (Þórð Grímsson) og Viktor Weisshappel. Meira
31. janúar 2014 | Daglegt líf | 414 orð | 1 mynd

Heimur Láru Höllu

Í ofboði stökk ég upp á stól, slökkti á reykskynjaranum og opnaði út á svalir. ... Meira
31. janúar 2014 | Daglegt líf | 569 orð | 3 myndir

Náttúruöfl eru þemað í Lego-keppninni

Um 150 grunnskólanemar, flestir utan af landi munu leggja leið sína í Háskólabíó á laugardaginn því þar fer fram keppnin First Lego League. Þetta er áttunda árið í röð sem keppnin, sem er tækni- og hönnunarkeppni, er haldin hér á landi. Meira
31. janúar 2014 | Daglegt líf | 70 orð | 1 mynd

... sjáið Grímutölt Sörla

Mótið Grímutölt Sörla verður haldið að Sörlastöðum í Hafnarfirði á morgun, laugardag, klukkan 13. Iðulega mæta þátttakendur í búningum af ýmsum gerðum. Meira
31. janúar 2014 | Daglegt líf | 109 orð | 1 mynd

Styðja veik börn með fjáröflun

„Öll í einn hring“ nefnist átak sem hópur meistaranema við Háskóla Íslands hóf í þeim tilgangi að safna fjármunum til styrktar Barnaspítala Hringsins. Öllum fjármunum sem hópnum tekst að safna verður varið til tækjakaupa fyrir... Meira

Fastir þættir

31. janúar 2014 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. c4 e6 2. d4 f5 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 Bb4 5. e3 O-O 6. Bd3 Re4 7. Dc2 d5...

1. c4 e6 2. d4 f5 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 Bb4 5. e3 O-O 6. Bd3 Re4 7. Dc2 d5 8. O-O c6 9. Re5 Rd7 10. f4 Rdf6 11. Bd2 Rxd2 12. Dxd2 Re4 13. Dc2 Bd7 14. Bxe4 fxe4 15. Db3 Bxc3 16. bxc3 Hb8 17. Da3 Hf6 18. Dxa7 Be8 19. Hab1 b5 20. cxb5 cxb5 21. Da6 Ha8 22. Meira
31. janúar 2014 | Í dag | 251 orð

Gátur enn og aftur og síðan hlaupadrottningin Anita

Í gær birtist þessi vísnagáta eftir Kristján Eiríksson: Víst Lofthænu sá áður átti, með öxi nautin rammur hjó hann, í eldinn hníga maður mátti, á Möðruvöllum seinna bjó hann. Davíð Hjálmar Haraldsson svaraði: Lofthænu átti loðin- Grímur –kinni. Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 206 orð | 1 mynd

Gengur í Fljótum og syngur með Val

Gönguferðir norður í Fljótum, söngur með Valskórnum og rímnakveðskapur eru meðal áhugamála Guðrúnar Sesselju Grímsdóttur sem er fimmtug í dag. Foreldrar hennar, þau Grímur H. Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 556 orð | 3 myndir

Hefur áhuga á landinu

Gísli fæddist á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði 31.1. 1954 og ólst þar upp og síðan á nýbýli frá Sturlu-Reykjum, á Laugavöllum, frá sex ára aldri. Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Helga Óskarsdóttir

30 ára Helga fæddist á Akureyri, býr á Sauðárkróki, hefur stundað verslunarstörf og unnið á leikskóla en stundar nú nám í félagsfræði við HA. Maki: Guðjón Magnússon, f. 1972, verktaki. Sonur: Magnús Ingi, f. 2007. Foreldrar: Hulda Jóhannesdóttir, f. Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

Karl Jóhann Unnarsson

30 ára Karl Jóhann ólst upp í Hrunamannahrepp, lauk prófum sem matreiðslumeistari, matreiðslumeistari í Kaupmannahöfn og nemi við HÍ. Maki: Steinlaug Högnadóttir, f. 1989, lögfræðinemi f. 1989 Foreldrar: Unnar Gíslason, f. 1962, húsasmiður og Hjördís H. Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

Lára Bogey Finnbogadóttir

30 ára Lára ólst upp á Akranesi, er þar búsett og starfar á dvalarheimilinu Höfða. Bræður: Guðjón Finnbogason, f. 1969, og Þórarinn Finnbogason, f. 1975. Foreldrar: Vilborg Guðjónsdóttir, f. 1950, d. 2013. Meira
31. janúar 2014 | Fastir þættir | 132 orð

Lífið heldur áfram eftir Bridshátíð Fjórða lota í keppni um...

Lífið heldur áfram eftir Bridshátíð Fjórða lota í keppni um Súgfirðingaskálina var spiluð á mildum mánudegi í byrjun þorra. Ellefu pör mættu til leiks. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi en meðalskor er 88 stig. Gróa Guðnad. – Alda Sigríður... Meira
31. janúar 2014 | Í dag | 38 orð

Málið

Sögnin að stimpast merkir að takast stirðlega á eða að fljúgast á í gamni . Nafnorðið stimping þýðir ýmist áflog eða annars konar átök : „Á aðalfundinum urðu nokkrar stimpingar um formannskjörið.“ Má líka vera með ypsiloni... Meira
31. janúar 2014 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi...

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10. Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Reykjavík Caritas Mía fæddist 3. maí kl. 4.14. Hún vó 4010 g og var 52...

Reykjavík Caritas Mía fæddist 3. maí kl. 4.14. Hún vó 4010 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna María Ásgeirsdóttir og Guðjón Þór Valsson... Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Klara Von fæddist 8. maí. Hún vó 3465 g og var 48 cm löng...

Reykjavík Klara Von fæddist 8. maí. Hún vó 3465 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Jun Rafael De Luna og Karen Kjartansdóttir... Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 159 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Guðlaug Lovísa Ólafsdóttir 85 ára Rannveig Guðbjörg Magnúsdóttir 80 ára Guðrún R. Meira
31. janúar 2014 | Fastir þættir | 313 orð

Víkverji

Þegar Víkverji heimsótti Suður-Kóreu fyrir margt löngu reyndu heimamenn að koma í veg fyrir að hann sæi hunda á fæti eða hundakjöt til sölu. Það gekk auðvitað ekki eftir því þessi viðskipti voru nánast á hverju horni. Meira
31. janúar 2014 | Fastir þættir | 169 orð

Völin og kvölin. V-NS Norður &spade;Á86 &heart;5 ⋄DG98654 &klubs;G8...

Völin og kvölin. V-NS Norður &spade;Á86 &heart;5 ⋄DG98654 &klubs;G8 Vestur Austur &spade;KD97 &spade;432 &heart;Á8742 &heart;DG10 ⋄K7 ⋄103 &klubs;D9 &klubs;K7642 Suður &spade;G105 &heart;K963 ⋄Á2 &klubs;Á1053 Suður spilar 3G. Meira
31. janúar 2014 | Í dag | 143 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

31. janúar 1881 Kirkjan á Núpi í Dýrafirði fauk út á sjó í ofsaveðri. Þetta var ný og vönduð timburkirkja. „Klukkurnar fundust á miðri leið til sjávar en messuklæðin í fjörunni,“ sagði í Annál nítjándu aldar. 31. Meira
31. janúar 2014 | Árnað heilla | 262 orð | 1 mynd

Örn Snorrason

Örn Snorrason, kennari og rithöfundur, fæddist á Dalvík 31.1. 1912. Foreldrar hans voru Snorri Sigfússon, skólastjóri á Flateyri, og síðar námsstjóri Norðurlands með búsetu á Akureyri og k.h., Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja. Meira

Íþróttir

31. janúar 2014 | Íþróttir | 132 orð | 2 myndir

Akureyri – Valur 18:26

Höllin, Akureyri, Olís-deild karla, fimmtudaginn 30. janúar 2014. Gangur leiksins : 2:0, 3:2, 7:3, 10:4, 10:8 , 11:11, 13:14, 14:20, 16:22, 18:26 . Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 862 orð | 2 myndir

Áfallið kom í spjalli við liðsfélagana

Handbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er búið að vera algjörlega skelfilegt. Reyndar er dagamunur á mér, og suma daga er þetta alveg bærilegt, en aðra daga er þetta alveg óbærilegt. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Á þessum degi

31. janúar 1986 Ísland sigrar Frakkland örugglega, 34:25, í fyrsta leiknum á Flugleiðamótinu, alþjóðlegu handknattleiksmóti í Laugardalshöll. Kristján Arason skorar 10 mörk fyrir Ísland og Atli Hilmarsson 7. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Bergvin úr leik í minnst sex vikur

Bergvin Þór Gíslason lék í gærkvöld sinn fyrsta leik með Akureyri í úrvalsdeild karla í handknattleik á þessu tímabili, en það gæti líka hafa verið síðasti leikurinn. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 355 orð | 2 myndir

Fram komst upp fyrir FH

Í Safamýri Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar Fram byrjuðu nýja árið vel í Olís-deild karla í handknattleik og sigruðu FH 25:23 í Safamýri í gærkvöldi. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 125 orð | 2 myndir

Fram – FH 25:23

Framhúsið, Olís-deild karla, fimmtudaginn 30. janúar 2014. Gangur leiksins : 0:1, 2:1, 3:5, 4:7, 7:8, 8:11, 10:11, 10:12 , 11:12, 12:14, 14:14, 14:15, 17:15, 18:18, 23:19, 23:21, 25:23 . Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 515 orð | 2 myndir

Hafa efni á að byrja eftir hlé

Í Austurbergi Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það er á vissan hátt styrkleikamerki hjá Haukum hversu arfaslakir þeir gátu leyft sér að vera í fyrri hálfleik gegn ÍR-ingum í gær og komist upp með það með mun betri seinni hálfleik. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 314 orð | 1 mynd

ÍR áfram á fleygiferð með Moore

ÍR-ingar hafa heldur betur látið til sín taka á nýju ári í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 142 orð | 2 myndir

ÍR – Haukar 24:29

Austurberg, Olís-deild karla, fimmtudaginn 30. janúar 2014. Gangur leiksins : 3:0, 4:2, 6:3, 9:5, 11:7, 13:8, 14:10 , 16:13, 18:14, 19:19, 21:22, 23:27, 24:29 . Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Ísafjörður: KFÍ...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Ísafjörður: KFÍ – Skallagrímur 19.15 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur – Fjölnir 18.30 Sauðárkrókur: Tindastóll – FSu 19.15 Síðuskóli: Þór Ak. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Mikið vona ég að leikmenn Þórs á Akureyri séu saklausir af því að hafa...

Mikið vona ég að leikmenn Þórs á Akureyri séu saklausir af því að hafa veðjað á eigin leik í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu á dögunum. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 180 orð | 2 myndir

Norður-Írinn Rory McIlroy sýndi það og sannaði að hann er kominn í sitt...

Norður-Írinn Rory McIlroy sýndi það og sannaði að hann er kominn í sitt rétta form en hann lék fyrsta hringinn á Dubai Classic-mótinu í golfi í gær á 63 höggum eða 9 höggum undir pari vallarins. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Akureyri – Valur 18:26 Fram – FH 25:23 ÍR...

Olísdeild karla Akureyri – Valur 18:26 Fram – FH 25:23 ÍR – Haukar 24:29 Staðan: Haukar 12912320:27319 Fram 12705265:28414 FH 12615296:28013 Valur 12615311:28513 ÍBV 10604277:26112 ÍR 12507322:32910 Akureyri 11407256:2808 HK... Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 561 orð | 4 myndir

Pavel sýndi snilldina

Í Garðabæ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Kjaftstopp er rétta orðið til þess að lýsa lokasekúndunum í Ásgarði í Garðabæ í gærkvöldi, en Stjarnan fékk þá KR-inga í heimsókn í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Reykjavíkurmót kvenna B-riðill: ÍR – KR 0:4 *KR 6, Fylkir 3 stig...

Reykjavíkurmót kvenna B-riðill: ÍR – KR 0:4 *KR 6, Fylkir 3 stig, Þróttur R. 1, ÍR 1. Fylkir og Þróttur léku seint í gærkvöld. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 430 orð | 1 mynd

Snæfell – Haukar 96:82 Stykkishólmur, Dominos-deild karla: Gangur...

Snæfell – Haukar 96:82 Stykkishólmur, Dominos-deild karla: Gangur leiksins : 8:2, 18:6, 23:12, 29:18, 35:26, 37:31, 48:35, 56:40 , 63:45, 79:52, 79:55, 79:59 , 84:62, 88:68, 92:70, 96:82 . Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 450 orð | 2 myndir

Stóðu af sér storm og hríð

Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Akureyringar og Valsmenn riðu á vaðið þegar N1-deildin í handbolta karla hófst á ný í gærkvöldi. Greinilegt var að liðin voru ekki alveg upp á sitt besta og má sérstaklega sjá það á sóknarleiknum. Meira
31. janúar 2014 | Íþróttir | 578 orð | 3 myndir

Særð Njarðvíkurljón sigruðu sannfærandi

Í Njarðvík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvíkingar tryggðu sér öruggan sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.