Greinar laugardaginn 22. mars 2014

Fréttir

22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðsókn talsvert umfram áætlanir

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðsókn að Landnámssýningunni í Aðalstræti hefur verið talsvert umfram það sem reiknað hafði verið með. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 194 orð | ókeypis

Aukinn áhugi fjárfesta

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það verður að segjast að talsverður áhugi er á Íslandi þessa dagana. Mörg þeirra verkefna sem hafa verið til skoðunar síðustu árin eru loksins að nálgast ákvörðunarstig, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Meira
22. mars 2014 | Erlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd | ókeypis

Árangurslaus leit að braki

Ásrtralskar og bandarískar herflugvélar leituðu í gær án árangurs langt utan alfaraleiðar í Indlandshafi að braki, sem sást á floti á gervihnattamyndum og talið er að gæti verið úr malasísku farþegavélinni, sem hvarf með 239 farþegum og áhöfn. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Baráttuhugur og bjartsýni á aðalfundi

Ný stjórn Félags framhaldsskólakennara tók við á aðalfundi félagsins sem lauk í gær. Guðríður Arnardóttir, nýr formaður félagsins, segir að farið hafi verið í gegnum allt innra starf félagsins auk þess sem kjaramálin hafi verið rædd. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd | ókeypis

Bægslagangur hjá Samkeppniseftirliti

Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvikur, gagnrýnir Samkeppniseftirlitið í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Bæklingur um ADHD á pólsku

ADHD-samtökin hafa látið þýða á pólsku bækling með grunnupplýsingum um ADHD. Pólverjar eru fjölmennasti innflytjendahópurinn á Íslandi. Á tíunda þúsund Pólverjar eru hér á landi eða um 3% landsmanna. Þar af eru að minnsta kosti 1.500 börn. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd | ókeypis

Bætt afkoma Orkuveitunnar

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur hefur styrkst mikið og það lítur út fyrir að markmið Plansins svonefnda muni nást. Þetta kom fram á kynningarfundi í Orkuveitunni í gær. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd | ókeypis

Eggert

Á göngu við hafið Unga fólkið lætur ekki smá gjólu og kuldabola stoppa sig í því að fara út og viðra... Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd | ókeypis

Ekki sátt um traustsyfirlýsingu

Fréttamenn á RÚV sendu þau skilaboð að loknum fundi í Félagi fréttamanna á fimmtudag að þeir bæru fullt traust til fréttastjórans Óðins Jónssonar, sem sagt hefur verið upp störfum ásamt öðrum framkvæmdastjórum stofnunarinnar. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd | ókeypis

Ekki til að hafa áhyggjur af

Tveir jarðskjálftar, báðir 1,2 að stærð, hafa mælst við Heklu undanfarna sólahringa. Sá fyrri varð á fimmtudagskvöld en sá seinni skömmu eftir hádegi í gær. Meira
22. mars 2014 | Erlendar fréttir | 443 orð | 2 myndir | ókeypis

ESB vill undan gasoki Rússa

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær að hraða aðgerðum til að draga úr ósjálfstæði ESB í orkumálum og þá sérstaklega gagnvart Rússlandi vegna atburðanna í Úkraínu. Olía og gas er undirstaða rússnesks efnahagslífs. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 1052 orð | 5 myndir | ókeypis

Fjöldi stórverkefna í pípunum

Baksvið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Kísilver, álver, gagnaver, kapalverksmiðjur, lyfjaverksmiðja, koltrefjaverksmiðjur, kalkþörungaverksmiðja, vatnsverksmiðjur, fiskeldisiðnaður, risagróðurhús. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 745 orð | 4 myndir | ókeypis

Forsenda fyrir framförum þjóðar

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það var ekki búið að rita neitt um skattamál og þessi kerfi sem nýtt hafa verið,“ segir Friðrik G. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd | ókeypis

Fullorðnir vilja skrýtin nöfn

„Ekki er alltaf sótt um nöfn á lítil börn. Mörg nafnanna sem þykja mjög skrýtin eru nöfn sem fullorðið fólk óskar eftir að fá að taka upp sjálft,“ segir Ágústa Þorbergsdóttir, formaður mannanafnanefndar. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd | ókeypis

Fundar með ráðamönnum í Úkraínu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við ætlum að hitta utanríkisráðherra Úkraínu, Andrii Deshchytsia. Við ætlum að hitta þingmenn og fulltrúa hinna ýmsu frjálsu félagasamtaka. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd | ókeypis

Ganga með ferðamenn á fjöll

Sigurður Ægisson Siglufirði Siglufjörður hefur á undanförnum árum verið að rísa úr öskustónni, eftir niðurlægingartímabil sem varð eftir að síldin hvarf í lok sjöunda áratugar 20. aldar. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd | ókeypis

Glímir við kvíðaröskun

Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður var aðeins fimmtán ára þegar hann greindist með geðsjúkdóm, kvíðaröskun. Hann var þá á mála hjá hollenska félaginu Heerenveen en þurfti fljótlega að snúa heim vegna veikinda sinna. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd | ókeypis

Hefur safnað yfir milljón tvö ár í röð

Páll Sævar Guðjónsson, annar frá vinstri, bar sigur úr býtum í keppninni Mottumars í ár en hann safnaði alls 1.069.000 krónum í ár. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd | ókeypis

Hringurinn styrkir Sjónarhól árlega

Undirritaður hefur verið rekstrarsamningur milli Kvenfélagsins Hringsins og Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar. Hringurinn mun veita fimm milljónir á ári, næstu þrjú árin til reksturs Sjónarhóls. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 583 orð | 2 myndir | ókeypis

Hrunið breytti ýmsu og ekki bara á Íslandi

Baksvið Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fyrir fjármálakreppuna vörðu ríki OECD um helmingi opinberra útgjalda sinna til velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd | ókeypis

Krefja HB Granda svara

Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is HB Grandi hefur fengið fyrirspurn frá norðurameríska matvælafyrirtækinu High Liner Foods þar sem óskað er eftir að fyrirtækið skýri tengsl sín við hvalveiðar. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd | ókeypis

Kæru vísað frá því frestur var liðinn

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Úrskurðarnefnd útboðsmála vísaði frá kæru frá Hiss ehf. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir | ókeypis

Landgræðslufé notað í ljósleiðara

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landgræðsla ríkisins hefur formlega mótmælt ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss og Orkuveitu Reykjavíkur um að ráðstafa fjármunum uppgræðslusjóðs til að leggja ljósleiðara um sveitarfélagið. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd | ókeypis

Lítil hætta talin á að smitefni berist

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lítil áhætta er talin á því að smitefni berist til landsins með djúpfrystu nautasæði eða fósturvísum frá Noregi. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd | ókeypis

Lýðræði á ruslahaugunum

Gunnlaugur Árnason Leikfélagið Grímnir frumsýndi á dögunum leikritið Lýðræði eftir Bjarka Hjörleifsson. Tónlistina í samdi Jón Torfi Arason. Höfundarnir eru ungir Hólmarar sem eru að feta listabrautina. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 807 orð | 2 myndir | ókeypis

Núningur milli strandríkja

Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Núningur er enn milli þjóðanna í NA-Atlantshafi vegna stjórnunar uppsjávarveiða. Norðmenn vilja sem fyrst samning um kolmunnaveiðar og aðgang að lögsögu Evrópusambandsins og Færeyja. Meira
22. mars 2014 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný fjölkvænislög vekja reiði kvenna

Þing Kenía hefur samþykkt lög um að karlar megi kvænast eins mörgum konum og þeir vilja, að því er greint var frá í gær. Lagasetningin vakti mikla reiði kvenna á þingi og stormuðu þær út úr þingsalnum. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir | ókeypis

Ófærð setur landflutninga úr skorðum

Helgi Bjarnason Baldur Arnarson Landflutningar hafa víða farið úr skorðum vegna ófærðar og féllu ferðir tugi flutningabifreiða niður. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd | ókeypis

Óska upplýsinga um Borgartún

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um Borgartún á fundi ráðsins sl. fimmtudag. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 318 orð | 2 myndir | ókeypis

Ragnar er nýr formaður SÍSP

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Birgisson var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra sparisjóða (SÍSP) en mótframbjóðandi hans var Ari Teitsson, fráfarandi formaður. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Rætt um pólitíska stöðu í Úkraínu

Alþjóðamálastofnun heldur opinn fund í Norræna húsinu mánudaginn 24. mars kl. 12. Heiti fundarins er „Úkraína: Staðan í dag í sögulegu samhengi.“ Frummælendur verða Jón Ólafsson heimspekiprófessor og Sverrir Jakobsson, lektor í sagnfræði. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd | ókeypis

Samþykkja endurfjármögnun lána

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi á tíunda tímanum í gærkvöldi tilboð Íslandsbanka um endurfjármögnun á hluta skulda bæjarins. Var afgreiðslunni frestað sl. miðvikudaginn að ósk minnihlutans. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 878 orð | 3 myndir | ókeypis

Skoðað að laga Siglufjarðarveg

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Siglufjarðarvegur á Almenningum hefur þurft mikið viðhald vegna stöðugs landsigs frá því hann var lagður 1965-66. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 390 orð | 1 mynd | ókeypis

Sólmyrkvi á næsta ári hefur aðdráttarafl

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Búist er við fjölda ferðamanna til Færeyja eftir rétt ár, en almyrkvi á sólu, sem verður 20. mars 2015, mun hvergi sjást af landi nema þaðan og frá Svalbarða. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd | ókeypis

Steingrímur flytur erindi í Aþenu

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fjármálaráðherra lungann af síðasta kjörtímabili, flytur í dag tvö erindi á ráðstefnunni Vinstriöfl við stjórnvölinn, í Aþenu. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd | ókeypis

Syn komin heim litsterk eftir andlitslyftingu

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í gær en hún hefur verið í ítarlegri skoðun í Noregi undanfarið. Þar var settur í þyrluna nætursjónaukabúnaður en hún var einnig máluð í áberandi appelsínugulum lit. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 220 orð | ókeypis

Sýnir gagn bráðabirgðaaðgerða

Mikilvægt er að gera fleiri talningar á umferð í kringum Hofsvallagötu til að meta áhrif af breytingum sem gerðar voru á henni í fyrra. Meira
22. mars 2014 | Erlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd | ókeypis

Tyrkir reiðast banni á Twitter

Karl Blöndal kbl@mbl.is Mikil reiði ríkir í Tyrklandi vegna ákvörðunar stjórnar Receps Tayyips Erdogans forsætisráðherra um að loka félagsvefnum Twitter og reyndi fólk að komast fram hjá banninu við notkun vefjarins. Meira
22. mars 2014 | Erlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Vatns- og orkuskortur blasir við

Fólksfjölgun og vaxandi efnahagur í þróunaríkjunum mun valda tvöföldum vanda vegna aukinnar eftirspurnar eftir vatni og orku á næstu áratugum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlegum degi vatns. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 102 orð | ókeypis

Verkfalli starfsmanna Elkem var afstýrt

Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness skrifuðu undir nýjan kjarasamning við forsvarsmenn Elkem Ísland og Samtök atvinnulífsins í gær. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir | ókeypis

Við erum ekki í verkfalli

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Bæði framhaldsskólanemendur og -kennarar í verkfalli nýta sér samfélagsmiðlana á ýmsan hátt til að eiga samskipti í verkfalli framhaldsskólakennara sem hófst í byrjun vikunnar. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd | ókeypis

Þvingunaraðgerðum beitt gegn einstaklingum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra staðfesti á fimmtudaginn þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga. Meira
22. mars 2014 | Innlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir | ókeypis

Öll met slegin í fjölgun ferðamanna

Úr bæjarlífinu Albert Eymundsson Hornafjörður Ragnar Imsland er handhafi Menningarverðlauna Hornafjarðar 2014. Meira

Ritstjórnargreinar

22. mars 2014 | Leiðarar | 360 orð | ókeypis

Hefst „stórveldataflið mikla“ á ný?

Karzai kveður í skugga nýrra átaka Meira
22. mars 2014 | Leiðarar | 245 orð | ókeypis

Óhræsis netið

Ritskoðun er hæpin leið til vinsælda Meira
22. mars 2014 | Staksteinar | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Tvær flugur

Öllum mátti ljóst vera að þegar Hofsvallagatan yrði þrengd með fuglahúsum, fánum og fiskikerjum myndu margir bílstjórar finna sér aðrar leiðir um Melana. Meira

Menning

22. mars 2014 | Tónlist | 667 orð | 2 myndir | ókeypis

Börnin hörðustu gagnrýnendurnir

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Barnaóperan um Hans og Grétu eftir Engilbert Humperdinck verður sýnd á morgun í Salnum í Kópavogi. Meira
22. mars 2014 | Tónlist | 345 orð | 1 mynd | ókeypis

Fortíðarþráin ræður ríkjum í Salnum

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Tvær kynslóðir mætast á tónleikum Þuríðar Sigurðardóttur í Salnum í Kópavogi í kvöld. Þar mun hún syngja öll sín bestu lög í samstarfi við unga tónlistarmenn. Meira
22. mars 2014 | Fjölmiðlar | 173 orð | 1 mynd | ókeypis

Frábær sunnudagskvöld

Sunnudagskvöldin á RÚV hafa náð nýjum gæðahæðum. Meira
22. mars 2014 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd | ókeypis

Good Moon Deer leikur í Mengi

Good Moon Deer heldur tónleika í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. Good Moon Deer er tónlistarsjálf grafíska hönnuðarins Guðmundar Inga Úlfarssonar sem hófst með „smávægilegu svefnherbergisgutli“, eins og segir í tilkynningu. Meira
22. mars 2014 | Hugvísindi | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðjón fræðir fólk á göngu um Þingholt

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur mun klukkan 11 á sunnudagsmorgun leggja upp frá Hannesarholti við Grundarstíg í gönguferð um Þingholtin og tala um hús og fólk sem þar... Meira
22. mars 2014 | Myndlist | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

Hamskiptungur í Kunstschlager

Sýning á nýjum verkum eftir myndlistarmennina Ingarafn Steinsson og Unndór Egil Jónsson verður opnuð í kvöld kl. 20 í galleríinu Kunstschlager og ber hún titilinn Polymorph , sem þeir félagar þýða sem ,,hamskiptung“. Meira
22. mars 2014 | Tónlist | 55 orð | 1 mynd | ókeypis

Heiðríkja og haustvindar

Heiðríkja og haustvindar nefnast kammertónleikar tónlistarhópsins Elektra Ensemble sem haldnir verða á Kjarvalsstöðum annað kvöld kl. 20. Flutt verða kammerverk fyrir flautu, klarínett og strengi eftir Haydn, Boccherini og Brahms. Meira
22. mars 2014 | Tónlist | 90 orð | 1 mynd | ókeypis

Hljómeyki fagnar fertugsafmæli

Sönghópurinn Hljómeyki hélt sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu 23. mars árið 1974. Á morgun eru því 40 ár liðin frá tónleikunum og mun sönghópurinn fagna þeim tímamótum með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu sem hefjast kl. 17. Meira
22. mars 2014 | Tónlist | 503 orð | 2 myndir | ókeypis

Kvöldstund með Mozart

W.A. Mozart: Ballettónlist úr Idomeneo (ísl. frumfl.), Flautukonsert nr. 1, Maurerische Trauermusik og Sinfónía nr. 36 (Linz). Hallfríður Ólafsdóttir flauta og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Leo Hussain. Fimmtudaginn 20. marz kl. 19.30. Meira
22. mars 2014 | Tónlist | 58 orð | 1 mynd | ókeypis

Neutral Milk Hotel leikur í Hörpu

Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel heldur tónleika í Hörpu í ágúst og verða þeir síðustu tónleikarnir í Evrópuferð hljómsveitarinnar. Meira
22. mars 2014 | Hönnun | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjálfbærni, neysla og Hnallþóra

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Hafnarborg laugardaginn 22. mars. Meira
22. mars 2014 | Myndlist | 136 orð | 1 mynd | ókeypis

Sýna myndverk Karls Kvaran og fín hljómtæki

Hljóð – Lína er heiti sýningar á myndverkum eftir Karl Kvaran (1924-1989) myndlistarmann sem verður opnuð í Studio Stafni við Ingólfsstræti 6 í dag, laugardag, klukkan 15. Meira
22. mars 2014 | Tónlist | 570 orð | 2 myndir | ókeypis

Sýrðir samsíðungar

...inniheldur dásamlega dreymna og léttsýrða söngvaskáldatónlist, líkt og Joni Mitchell sé að leika á gígjur sínar úr handanheimum. Meira
22. mars 2014 | Dans | 46 orð | 1 mynd | ókeypis

Taka þátt í keppninni Stora Daldansen

Fjórir nemendur Listdansskóla Íslands taka þátt í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Falun í Svíþjóð sem hófst 20. mars og lýkur í dag en á henni keppa bestu ballettdansnemar Norður- og Eystrasaltslanda. Meira

Umræðan

22. mars 2014 | Pistlar | 388 orð | 1 mynd | ókeypis

Árið er 1938

Í tíma í lagadeild Vínarháskóla var farið yfir rætur Austurríkis í áfanga um hérlent réttarkerfi. Saga þessa litla fallega lands er blóði drifin, eins og gengur, en aðdragandi síðari heimsstyrjaldarinnar var hér mjög áhugaverður. Meira
22. mars 2014 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd | ókeypis

Blekkingarleikur síðustu ríkisstjórnar

Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Verði haldið áfram með aðlögunarferlið þá verða Íslendingar að uppfylla opnunarskilyrði ESB og ganga sjávarútvegsstefnu þess á hönd." Meira
22. mars 2014 | Pistlar | 436 orð | 2 myndir | ókeypis

Mál meðal mála

Nýlega bárust þær fréttir að sögur Auðar Övu Ólafsdóttur og Jóns Kalmans Stefánssonar hefðu verið tilnefndar til verðlauna breska blaðsins Independent í flokki erlendra skáldverka. Tvær bækur af fimmtán í úrvalsdeildinni um Nóbelinn. Meira
22. mars 2014 | Pistlar | 344 orð | ókeypis

Ólíkt hafast þeir að

Þegar ég sat í bankaráði Seðlabankans var Már Guðmundsson hagfræðingur bankans um skeið. Ég hafði gott eitt af honum að segja. Þótt hann væri drjúgur með sig, var hann vel að sér og mælti jafnan skynsamlega. Meira
22. mars 2014 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd | ókeypis

Pútín, Icesave og „ískalt hagsmunamat“

Eftir Hjálmar Vilhjálmsson: "Lyktir Icesave-málsins eru til marks um að í náinni evrópskri samvinnu getur „hinn smái“ mætt „þeim stóra“ á jafnréttisgrundvelli og uppskorið sigur." Meira
22. mars 2014 | Aðsent efni | 411 orð | 1 mynd | ókeypis

Rangar athugasemdir með frumvarpi um náttúrupassa

Eftir Ara Trausta Guðmundsson: "Það er ekki of seint að endurskoða einfaldar og sanngjarnar leiðir til að innheimta lágt gjald af erlendum ferðamönnum." Meira
22. mars 2014 | Bréf til blaðsins | 476 orð | 1 mynd | ókeypis

Stundaðu líkamsrækt fyrir sálina

Frá Ásgeiri Ólafssyni: "Það er löngu sannað að þeim sem stunda reglulega líkamsrækt líður andlega betur og eru í betra jafnvægi en þeir sem gera það ekki. Þú eflist andlega og verður öruggari með sjálfan þig og um leið færari í mannlegum samskiptum." Meira
22. mars 2014 | Pistlar | 864 orð | 1 mynd | ókeypis

Um ójöfnuð í heiminum – og hér

AGS vill vinna gegn ójöfnuði með breytingum á skattakerfum Meira
22. mars 2014 | Aðsent efni | 1044 orð | 2 myndir | ókeypis

Varðveitum eikarskipin lifandi

Eftir Hörð Sigurbjarnarson: "Nú er svo komið að opinberir aðilar verða að koma með markvissum hætti að varðveislu þessara menningarverðmæta." Meira
22. mars 2014 | Velvakandi | 114 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Um húsnæðismál lögreglu og útvarpsins Mér líst vel á fyrirætlanir hins nýja útvarpsstjóra og vona að allt gangi upp hjá honum og gangi líka vel. Meira
22. mars 2014 | Aðsent efni | 1016 orð | 1 mynd | ókeypis

Viðræður um makríl

Eftir Elisabeth Aspaker: "Við höfum samþykkt að fara langt fram úr þeim meginreglum, sem að jafnaði er miðað við hvað skiptingu varðar, til þess að reyna að ná samkomulagi og því boðið Íslendingum langtum stærri hluta en flökkumynstur stofnsins ætti að segja til um." Meira

Minningargreinar

22. mars 2014 | Minningargreinar | 2689 orð | 1 mynd | ókeypis

Auður Erla Högnadóttir

Auður Erla Högnadóttir fæddist í Miðdal í V-Eyjafjallahreppi 8. október 1941. Hún lést á heimili sínu hinn 13. mars 2014. Foreldrar hennar voru Högni Kristófersson frá Stóra-Dal, f. 18.6. 1896, d. 1.2. 1969, og Anný Hermansen frá Noregi, f. 12.4. Meira  Kaupa minningabók
22. mars 2014 | Minningargreinar | 1791 orð | 1 mynd | ókeypis

Dóra Ingvarsdóttir

Dóra Ingvarsdóttir fæddist 30. október 1936. Hún lést 11. mars 2014. Útför Dóru fór fram 20. mars 2014. Meira  Kaupa minningabók
22. mars 2014 | Minningargreinar | 966 orð | 1 mynd | ókeypis

Gísli Þ. Sigurðsson

Gísli Þ. Sigurðsson fæddist á Eyrarbakka 30. júní 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10. mars 2014. Foreldrar hans voru Guðbjörg Jóna Þorgrímsdóttir, f. á Grímsstöðum á Eyrarbakka 6. janúar 1905, d. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 22. Meira  Kaupa minningabók
22. mars 2014 | Minningargreinar | 3349 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðmundur Ólafur Garðarsson

Guðmundur Ólafur Garðarsson fæddist í Ólafsfirði 17. mars 1959. Hann lést 12. mars 2014 á Landspítalanum í Reykjavík. Guðmundur Ólafur var sonur hjónanna Sigríðar Ingibjargar Hannesdóttur, f. 1.9. 1934, d. 22.4. 1991, og Garðars Guðmundssonar, f. 21.2. Meira  Kaupa minningabók
22. mars 2014 | Minningargreinar | 901 orð | 1 mynd | ókeypis

Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir fæddist 12. júlí 1930 í Steinholti á Höfn. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 16. mars 2014. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Bjarnasonar, f. 14.8. 1894, d. 30.11. 1987, og Sigurnýjar Stefánsdóttur, f. 29.1. 1897, d. 17.5. Meira  Kaupa minningabók
22. mars 2014 | Minningargrein á mbl.is | 1281 orð | 1 mynd | ókeypis

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Ragnheiður Guðmundsdóttir, Heiða, fæddist í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði hinn 8. desember 1925. Hún lést 28. febrúar 2014. Meira  Kaupa minningabók
22. mars 2014 | Minningargreinar | 2570 orð | 1 mynd | ókeypis

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Ragnheiður Guðmundsdóttir, Heiða, fæddist í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði hinn 8. desember 1925. Hún lést 28. febrúar 2014. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Hagalínsdóttur og Guðmundar Gilssonar og var áttunda í röð tíu barna þeirra. Meira  Kaupa minningabók
22. mars 2014 | Minningargreinar | 91 orð | 1 mynd | ókeypis

Soffía Valgerður Einarsdóttir

Soffía Valgerður Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi, 9. febrúar 2014. Útför Soffíu fór fram 20. febrúar 2014. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. mars 2014 | Viðskiptafréttir | 273 orð | 1 mynd | ókeypis

Arður hjá Arion 7,8 milljarðar

Hluthafafundur Arion banka samþykkti á fimmtudaginn tillögu stjórnar um 7,8 milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa vegna ársins 2013. Arðgreiðslan nemur 60% af hagnaði bankans á síðasta rekstrarári. Meira
22. mars 2014 | Viðskiptafréttir | 123 orð | ókeypis

Engar breytingar voru gerðar á stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar

Engar breytingar voru gerðar á stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á aðalfundi félagsins síðdegis í fyrradag. Sjö sóttust eftir fimm stjórnarsætum en þau Linda Björk Bentsdóttir lögmaður og Oddgeir Ágúst Ottesen hagfræðingur náðu ekki kjöri. Meira
22. mars 2014 | Viðskiptafréttir | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Konur eru meðvitaðar um áhættu

Konur eru ekki hræddar við áhættu, heldur eru þær meðvitaðar um hana. Meira
22. mars 2014 | Viðskiptafréttir | 80 orð | 1 mynd | ókeypis

Þrotabúið greiði 10,6 ma Í frétt á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær um...

Þrotabúið greiði 10,6 ma Í frétt á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær um að Hæstiréttur hefði staðfest þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að krafa sem Síminn gerði í þrotabú Glitnis yrði samþykkt sem almenn krafa í búið, misritaðist í fyrirsögn sú upphæð... Meira
22. mars 2014 | Viðskiptafréttir | 463 orð | 1 mynd | ókeypis

Ölgerðin greiðir um 600 milljónir

Hörður Ægisson hordur@mbl.is Ölgerð Egils Skallagrímssonar var krafin af embætti ríkisskattstjóra í síðastliðnum desember um að greiða endurálagningu tekjuskatts vegna öfugs samruna árið 2007 að fjárhæð tæplega 583 milljónir króna. Meira

Daglegt líf

22. mars 2014 | Daglegt líf | 723 orð | 5 myndir | ókeypis

Áhuginn á skáklistinni að aukast á ný

Metþátttaka hefur verið á laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur en æfingarnar, sem eru ætlaðar börnum og unglingum, eru þeim að kostnaðarlausu. Meira
22. mars 2014 | Daglegt líf | 328 orð | 2 myndir | ókeypis

Lítill tími fyrir mat hjá mömmu

Í vetur hefur á þriðja tug verkfræðinema unnið að hönnun og smíði eins manns rafknúins kappakstursbíls fyrir alþjóðlega hönnun og kappakstur0skeppni, Formula Student, sem fram fer á Silverstone-brautinni á Englandi í júlí. Meira
22. mars 2014 | Daglegt líf | 103 orð | ókeypis

Ræða vefnað og hannyrðir

Í dag frá klukkan 13 til 15 verður haldið málþing í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins um vefnað og hannyrðir fyrr á öldum í Þjóðminjasafni Íslands. Með málþinginu er þess minnst að Elsa E. Guðjónsson hefði orðið níræð hinn 21. Meira
22. mars 2014 | Daglegt líf | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

...sjáið fimm stjörnu verk

Í dag mætir Aladdín aftur galvaskur ásamt Salímu vinkonu sinni og fleiri furðufuglum á Brúðuloftið í Þjóðleikhúsinu. Meira
22. mars 2014 | Daglegt líf | 161 orð | 1 mynd | ókeypis

Skiptidótamarkaður haldinn á Akureyri

Framundan eru tveir flottir skiptidótamarkaðir á vegum ungmennaráðs UNICEF en það er foreldrafélag grunnskólanna á Akureyri sem skipulagði skiptidótamarkaðinn og allir skólarnir á Akureyri tóku þátt í því að safna leikföngum fyrir markaðinn. Meira
22. mars 2014 | Daglegt líf | 224 orð | 1 mynd | ókeypis

Tískurisinn Calvin Klein mætir í Hörpu og heldur fyrirlestur

Hönnunarmars er árleg hönnunarhátíð sem haldin er í sjötta sinn í ár. Hátíðin hefst næsta fimmtudag og stendur yfir til 30. mars. Dagskráin er glæsileg að þessu sinni og er hægt að sjá hana í heild sinni á designmarch.is. Meira

Fastir þættir

22. mars 2014 | Fastir þættir | 156 orð | 1 mynd | ókeypis

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4 5. cxd5 Bxf3 6. Dxf3 cxd5 7. Rc3...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4 5. cxd5 Bxf3 6. Dxf3 cxd5 7. Rc3 e6 8. Bd3 Rc6 9. 0-0 Bb4 10. Bd2 0-0 11. Hac1 Hc8 12. a3 Ba5 13. b4 Bc7 14. Dh3 Bd6 15. f4 a5 16. b5 Re7 17. e4 Hxc3 18. Hxc3 dxe4 19. Bc4 Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen (2. Meira
22. mars 2014 | Fastir þættir | 171 orð | ókeypis

Alltaf á borðinu. N-Allir Norður &spade;ÁKDG5 &heart;ÁG9 ⋄ÁD86...

Alltaf á borðinu. N-Allir Norður &spade;ÁKDG5 &heart;ÁG9 ⋄ÁD86 &klubs;Á Vestur Austur &spade;983 &spade;2 &heart;D1072 &heart;K863 ⋄5 ⋄10432 &klubs;KD974 &klubs;G632 Suður &spade;10764 &heart;64 ⋄KG97 &klubs;1085 Suður spilar... Meira
22. mars 2014 | Í dag | 1611 orð | 1 mynd | ókeypis

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og...

Orð dagsins: Jesús rak út illan anda. Meira
22. mars 2014 | Árnað heilla | 542 orð | 4 myndir | ókeypis

Árni Hjörvar rokkar á toppinn í Bretlandi

Árni Hjörvar bassaleikari fæddist í Reykjavík 22.3. 1984. Hann ólst upp í Kópavogi fyrstu árin en í Grafarvoginum frá sjö ára aldri. Meira
22. mars 2014 | Fastir þættir | 556 orð | ókeypis

Endurkoma Anands – efstur í áskorendakeppninni

Þegar Wisvanathan Anand tapaði einvígi sínu um heimsmeistaratitilinn fyrir Magnúsi Carlsen var eins og skákskýrendur og sérfræðingar afskrifuðu hann og ekki að ástæðulausu. Meira
22. mars 2014 | Fastir þættir | 556 orð | 2 myndir | ókeypis

Endurkoma Anands – efstur í áskorendakeppninni

Þegar Wisvanathan Anand tapaði einvígi sínu um heimsmeistaratitilinn fyrir Magnúsi Carlsen var eins og skákskýrendur og sérfræðingar afskrifuðu hann og ekki að ástæðulausu. Meira
22. mars 2014 | Í dag | 14 orð | ókeypis

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá...

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Meira
22. mars 2014 | Árnað heilla | 206 orð | 1 mynd | ókeypis

Hestamennska frá morgni til kvölds

Ætli ég byrji ekki daginn á því að skella mér á hestbak. Um kvöldið ætla ég að elda eitthvað extra gott fyrir fjöskyldu og vini. Meira
22. mars 2014 | Árnað heilla | 236 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristín L. Sigurðardóttir

Kristín Lovísa Sigurðardóttir alþm. fæddist í Reykjavík 23.3. 1898. Hún var dóttir Sigurðar Þórólfssonar, kennari og síðar skólastjóri á Hvítárbakka í Borgarfirði og f.k.h., Önnu Guðmundsdóttur sem lést ung. Meira
22. mars 2014 | Fastir þættir | 82 orð | 1 mynd | ókeypis

Lausn vorjafndægragátunnar er ferskeytla í reitum 1-92 og þarf hún að...

Lausn vorjafndægragátunnar er ferskeytla í reitum 1-92 og þarf hún að berast blaðinu fyrir 5. Meira
22. mars 2014 | Í dag | 42 orð | ókeypis

Málið

„Gefðu ást af öllu hjarta og þáðu hana á sama hátt“ stóð í stjörnuspánni. En þótt manni vökni um augu er boðhátturinn af þiggja eftir sem áður þiggðu . Meira
22. mars 2014 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

Ólafsfjörður Óðinn Snær fæddist 23. nóvember kl. 18.27. Hann vó 3.286 g...

Ólafsfjörður Óðinn Snær fæddist 23. nóvember kl. 18.27. Hann vó 3.286 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Þorvaldsdóttir og Hólmar Hákon Óðinsson... Meira
22. mars 2014 | Í dag | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

Reykjavík Heiðar Helgi fæddist 1. nóvember kl. 0.34. Hann vó 2008 g og...

Reykjavík Heiðar Helgi fæddist 1. nóvember kl. 0.34. Hann vó 2008 g og var 44 cm langur. Foreldrar hans eru Sara Bergsdóttir og Einar Ingimar Helgason... Meira
22. mars 2014 | Í dag | 262 orð | ókeypis

Stangir, strengir og Sandvíkurheiðin

Fyrir viku var þessi gáta eftir Sigtrygg Jónsson í Vísnahorni: Gjarna er í garða sett göldrum tengd og níði. Vala henni veldur létt veiðimanns er prýði. Harpa Jónsdóttir Hjarðarfelli á þessa lausn: Fín í garðinn fánastöng. Fornmenn reistu oft níðstöng. Meira
22. mars 2014 | Árnað heilla | 362 orð | ókeypis

Til hamingju með daginn

Laugardagur 90 ára Ingibjörg Malmquist Rakel Kristín Malmquist 85 ára Jakob H. Sigfússon Ragnar Jón Jónsson Sólveig Guðbjartsdóttir 80 ára Baldvin Einarsson Hörður Þorsteinsson Sigurborg Bragadóttir 75 ára Agnes Óskarsdóttir Ágústa K. Meira
22. mars 2014 | Fastir þættir | 298 orð | ókeypis

Víkverji

Að gera ekki neitt er afskaplega góð afþreying. Hreinlega vegna þess að maður gerir það alltof sjaldan. Dagskráin er oftar en ekki þéttskipuð. Meira
22. mars 2014 | Í dag | 180 orð | 1 mynd | ókeypis

Þetta gerðist...

22. mars 1902 Skólahúsið á Möðruvöllum í Hörgárdal brann til kaldra kola. Meira

Íþróttir

22. mars 2014 | Íþróttir | 238 orð | 2 myndir | ókeypis

Á gúst Þór Jóhannsson , þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í...

Á gúst Þór Jóhannsson , þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir leikina tvo gegn Frakklandi í undankeppni Evrópumótsins. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 797 orð | 2 myndir | ókeypis

Álag eða er þetta bara algjört væl?

VIÐHORF Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is Úrslitakeppnirnar í körfubolta eru alltaf ákveðinn vorboði. Það er eitthvað sem segir manni þegar þær hefjast að nú sé von um bjartari tíma. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd | ókeypis

Á þessum degi

22. mars 1972 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tryggir sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í München með því að sigra Búlgaríu, 19:10, í lokaleik undankeppninnar á Spáni. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd | ókeypis

Dominos-deild karla 8-liða úrslit, 1. leikur: Keflavík – Stjarnan...

Dominos-deild karla 8-liða úrslit, 1. leikur: Keflavík – Stjarnan 81:87 *Staðan er 1:0 fyrir Stjörnuna og liðin mætast næst í Garðabæ á mánudagskvöld. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 375 orð | ókeypis

Eitt tap gegn United á öldinni

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Evrópumeistarar Bayern München hafa aðeins tapað einu sinni í sex viðureignum gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu á þessari öld. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 276 orð | 1 mynd | ókeypis

Íshokkí hefur lengst af verið frekar framandi íþrótt í mínum augum. Ég...

Íshokkí hefur lengst af verið frekar framandi íþrótt í mínum augum. Ég komst aldrei í tæri við hana á yngri árum, nema hvað ég sá einhvern tíma menn með kylfur og pökk á gamla skautasvellinu á Akureyri á menntaskólaárunum þar. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslendingarnir atkvæðamiklir

Íslendingarnir í sænska körfuknattleiksliðinu Sundsvall voru atkvæðamiklir þegar liðið sigraði Norrköping, 99:85, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 22 stig og átti 7 stoðsendingar. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 563 orð | 4 myndir | ókeypis

Knúðu fram sigurinn á seiglunni

Í Njarðvík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvíkingar fóru með sigur úr Ljónagryfju sinni í gærkvöldi þegar spútniklið vetrarins í Dominos-deildinni í körfuknattleik, Haukar, mætti í heimsókn. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd | ókeypis

KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, 2. leikur: IG-höllin: Þór Þ...

KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, 2. leikur: IG-höllin: Þór Þ. – Grindavík (0:1) S19.15 Stykkishólmur: Snæfell – KR (0:1) S19.15 Umspil 1. deildar karla, 1. leikur: Síðuskóli: Þór Ak. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd | ókeypis

Leikur númer 1000

Frakkinn Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, fagnar tímamótum í dag en hann stýrir þá Lundúnaliðinu í 1000. leiknum. Og það er enginn smáleikur sem Wenger heldur upp á áfangann í en lærisveinar hans sækja Chelsea heim á Stamford Bridge. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd | ókeypis

Lengjubikar karla A-DEILD, 2. riðill: HK – FH 1:10 Sverrir Þór...

Lengjubikar karla A-DEILD, 2. riðill: HK – FH 1:10 Sverrir Þór Garðarsson 55. – Davíð Þór Viðarsson 67., Kristján Gauti Emilsson 25.,30., 74., Emil Pálsson 28., Ingimundur Níels Óskarsson 36., 59., Atli Viðar Björnsson 50., 79. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 492 orð | 4 myndir | ókeypis

Oddur í Hólminum

Á Hlíðarenda Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Þetta er allt of þétt leikið, að leika annan hvern dag er of mikið. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd | ókeypis

Sköflungur í sundur hjá Sam Tillen

FH-ingar urðu fyrir gríðarlegu áfalli í gær þegar vinstri bakvörður liðsins, Sam Tillen, fótbrotnaði illa í leik með sínum mönnum gegn HK í Lengjubikarnum. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 599 orð | 3 myndir | ókeypis

Vetrarstarfið fyrir bí í fyrstu tilraun

Í Keflavík Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Öll erfiðisvinnan í vetur við að ná sem bestu sæti í Dominos-deildinni, og þar með heimavallarrétti í úrslitakeppninni, fór fyrir lítið hjá Keflvíkingum í gærkvöld. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd | ókeypis

Victor í bann hjá NEC Nijmegen

„Ég fór í tæklingu á æfingu og ætlaði auðvitað bara að vinna boltann. En svo óheppilega vildi til að ég fór í boltann og manninn og hitti illa á manninn þannig að hann meiddist. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd | ókeypis

Vita meira en ég um Liverpool

Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að Liverpool væri svona vinsælt hérna. Það kemur mér hins vegar ekkert á óvart. Meira
22. mars 2014 | Íþróttir | 597 orð | 1 mynd | ókeypis

Þrekæfing í ófærðinni

ÍSHOKKÍ Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi náði ekki æfingu saman í Reykjavík í gær, enda stór hluti liðsins veðurtepptur á Akureyri og í nærsveitum. Ísland hefur leik í B-riðli 2. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.