Greinar föstudaginn 27. mars 2015

Fréttir

27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

Boðar harðari aðgerðir í lok apríl

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samninganefnd 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins kom saman í gær vegna óvissu um lögmæti atkvæðagreiðslunnar um boðun verkfalls í kjölfar dóms Félagsdóms í fyrradag í máli tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Bæta þarf úr læknaskorti

Bið eftir tíma hjá heimilislækni á Heilsugæslustöðinni í Efstaleiti er rúmur mánuður, samkvæmt svörum sem einn skjólstæðinga heilsugæslunnar fékk nýverið. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 217 orð

Djúp gjá og deilan harðnar

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mjög mikið ber í milli viðsemjenda í kjaradeilu BHM og ríkisins. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Bingó á lönguföstu Páskabingó var haldið í Vinabæ í Skipholtinu í fyrrakvöld og þeir sem misstu af því geta glaðst yfir því að talnahappdrættið verður endurtekið á sunnudaginn... Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 769 orð | 3 myndir

Ekki séð hvað komi í staðinn

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sauðfjárbúskapur hefur mikla samfélagslega þýðingu á ýmsum dreifbýlli svæðum landsins þar sem hann hefur verið helsti atvinnuvegurinn um langa hríð og forsenda byggðar. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 164 orð

Flaug þotu á fjall

Rannsókn á aðdraganda þess að farþegaþota fórst í Alpafjöllum á þriðjudag bendir til þess að aðstoðarflugmaðurinn hafi beðið þar til hann sat einn í stjórnklefanum og vísvitandi stýrt vélinni niður á við þar til hún skall á fjalli og splundraðist. Meira
27. mars 2015 | Erlendar fréttir | 795 orð | 3 myndir

Flugmaðurinn grandaði vélinni

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 1102 orð | 3 myndir

Forysta VG hélt olíumáli leyndu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil óánægja er að brjótast upp á yfirborðið meðal almennra félagsmanna í Samfylkingunni og VG vegna þeirrar ákvörðunar síðustu ríkisstjórnar flokkanna tveggja að heimila olíuleit á Drekasvæðinu. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Fréttir af sjávarútvegi til heimsins

„Við teljum að aldrei sé of mikið gert af því að kynna íslenskan sjávarútveg og þær gæðavörur sem við erum að framleiða,“ segir Hjörtur Gíslason, yfirritstjóri alþjóðlega sjávarútvegsvefjarins IceFishNews sem hleypt hefur verið af stokkunum. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Georg vekur áhuga Íslenskrar erfðagreiningar

Gunnlaugur Árnason garnason@simnet.is Georg Ólafsson í Stykkishólmi er elstur íslenskra karlmanna en hann hélt upp á 106 ára afmæli sitt í gær, 26. mars. Fjölskylda hans fjölmennti vestur í Hólm og fagnaði með ættföðurnum á þessum merku tímamótum. Meira
27. mars 2015 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Heimilislausum boðið í Sixtusarkapelluna

Sixtusarkapellunni í Páfagarði var í gær lokað fyrir ferðamönnum og opnuð fyrir heimilislausa. Frans páfi hefur í valdatíð sinni gert ýmislegt til þess að vekja athygli á hlutskipti heimilislausra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Kæra vegna formannskosningar felld niður

Kæra, sem kjörstjórn landsfundar Samfylkingarinnar vísaði til Samfylkingarfélagsins í Reykjavík (SffR), var felld niður því kærandinn var ekki skráður sem landsfundarfulltrúi SffR fyrir mistök. Kæran barst í kjölfar landsfundarins. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 173 orð

Landsbankinn taki yfir Sparisjóð Vestmannaeyja

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum seint í gærkvöldi að óska eftir því við Landsbankann að hann gerði formlegt tilboð í sjóðinn. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Leiðsögumenn lögverndaðir

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt nokkrum öðrum þingmönnum flokksins lagt fram þingmannafrumvarp um lögverndun starfsheitis leiðsögumanna. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Leikarar ná samningum

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning milli Félags íslenskra leikara og Leikfélags Reykjavíkur vegna leikara í Borgarleikhúsinu með fyrirvara um samþykki leikara og stjórnar LR. Skv. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 383 orð | 2 myndir

Meiri fæðingarkvíði og veruleg útgjöld

Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is „Þetta bitnaði ekki á tengslamyndun við barnið en mörgu öðru. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

Milljarður á ári í uppbyggingu

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tryggja þarf stöðuga fjárveitingu til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum vítt og breitt um landið að mati Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 27 orð

Nafn misritaðist Í viðtali sem birtist í gær við Loga Bjarnason...

Nafn misritaðist Í viðtali sem birtist í gær við Loga Bjarnason myndlistarmann misritaðist nafn eiginkonu hans. Hún heitir Erla Margrét Gunnarsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 402 orð | 2 myndir

Rafræn verkefni skapa möguleika

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nú þegar er mikill vöxtur í starfsemi á sviði upplýsingatækni. Sú grein kallar eftir fólki með góða menntun og þá er nám í grafískri miðlun góður kostur. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 545 orð | 2 myndir

Regluverk um tjónaökutæki endurskoðað

Fréttaskýring Malín Brand malin@mbl.is Reglugerð um skráningu og eftirlit með tjónaökutækjum verður tekin til endurskoðunar og hafist handa við það innan skamms. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Rick Astley heldur tónleika í Eldborg

Einn vinsælasti söngvari Breta á níunda áratugnum, Rick Astley, mun halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu 1. maí. Rick Astley sló í gegn árið 1987 með laginu „Never gona give you up“ sem náði fyrsta sæti á vinsældalista í 25 löndum. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Ríkissáttasemjari segir starfi sínu lausu

Magnús Pétursson ríkissáttasemjari hefur sagt upp störfum. Staðfesti hann þetta í samtali við mbl.is í gær. „Ég sagði upp í lok febrúar og uppsagnarfresturinn er þrír mánuðir, þannig að samningnum mun ljúka í maí,“ sagði Magnús. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Ræddu breytt regluverk í sorpi

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fulltrúar Sorpu bs. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Sauðfjárrækt mikilvæg í dreifbýlinu

Samfélagsleg þýðing sauðfjárbúskapar er mikil á dreifbýlli svæðum landsins þar sem hann hefur verið helsti atvinnuvegurinn og forsenda byggðar. Vart verður séð að annað komi í staðinn fyrir hann sem undirstaða á þessum svæðum. Meira
27. mars 2015 | Erlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Sádar varpa sprengjum úr lofti á Jemen

Flugher Sádi-Arabíu varpaði í gær sprengjum á uppreisnarmenn í Jemen. Aðgerðin var upphaf hernaðaríhlutunar arabaríkja til stuðnings forseta landsins. Íranar sögðu að sprengjuárásirnar byðu hættunni heim. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 476 orð

Sigurjón hættir sem fréttastjóri 365 miðla

Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Sigurjón M. Egilsson hefur látið af starfi fréttastjóra 365 miðla. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Síbrotamaður í tveggja ára fangelsi

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms yfir síbrotamanni. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og ævilöng ökuréttarsvipting hans áréttuð. Gerð voru upptæk rúm fimm grömm af amfetamíni sem fundust í hans fórum. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Skemmtilegt að vera kallaður aftur inn í hópinn

„Þetta var eiginlega bara sjálfsagt. Ég er kominn aftur í daglegu rútínuna í fótboltanum, spila reglulega, landsliðinu gengur vel, þá var bara mjög skemmtilegt að kallað yrði í mig aftur. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Skoða tækifæri í íslenskum landbúnaði

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp undir forystu Sigurgeirs Þorgeirssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, um hvernig bregðast eigi við aukinni eftirspurn eftir... Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Snúið að láta fólk vita af hættunni

Lára Halla Sigurðardóttir Andri Steinn Hilmarsson Skoða verður hvernig mögulegt sé að nota upplýsingar Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til að vinna með íslenskri heilbrigðisþjónustu án þess að ganga á rétt einstaklinga, að mati Kristjáns Þórs... Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Spáir 2,7% atvinnuleysi í sumar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi í sumar verði 2,7% eða jafn mikið og það var að meðaltali yfir sumarmánuðina þrjá á árunum 1990 til 2000. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Telur verkföll 5 félaga ólögmæt

Fjármála- og efnahagsráðuneyti telur að verkfallsboðanir fimm aðildarfélaga BHM séu ólögmætar og hafa félögunum verið sendar tilkynningar þess efnis þar sem þau eru hvött til að afturkalla þær. Skv. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Uppbygging áformuð í Vesturbugtinni

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ráðgert er að byggja um 25 þúsund fermetra húsnæði í Vesturbugt sunnan við gömlu vesturhöfnina í Reykjavík. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 422 orð | 15 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Cinderella Líf Ellu breytist skyndilega þegar faðir hennar fellur frá og hún lendir undir náð og miskunn stjúpfjölskyldu sinnar. Metacritic 64/100 IMDB 7,7/10 Laugarásbíó 17.00 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 186 orð

Vilja 17 til 25% hækkanir og styttri vinnuviku

Sameiginleg kröfugerð SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna, fyrir komandi kjaraviðræður var lögð fyrir samninganefnd ríkisins í gær. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

WOW air fær tvær nýjar Airbus-vélar

„Það var stórkostlegt að sjá glænýju flugvélina okkar lenda á Reykjavíkurflugvelli í litum WOW air. Þetta eru tímamót í sögu félagsins og það er sannarlega ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjustu flugvélarnar á Íslandi. Meira
27. mars 2015 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Öll él birtir upp um síðir

Dimm él gerði í Reykjavík í gærkvöld. Par sem leiddist hönd í hönd á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Grensásvegar gekk upp í veðrið enda ekkert annað að gera. Veðurstofan spáði suðvestan 8-15 m/s vindi á landinu í dag og éljum sunnan- og vestantil. Meira

Ritstjórnargreinar

27. mars 2015 | Staksteinar | 188 orð | 1 mynd

Hvað?

Andríki skrifar: Af og til gerist það að stjórnmálamaður kemst að kjarna málsins. Það gerði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra í umræðum á Alþingi í fyrradag. Meira
27. mars 2015 | Leiðarar | 467 orð

Hörmulegt viljaverk

Flugfarþegar búa almennt við meira öryggi en aðrir ferðalangar, en þegar illa fer er óhugnaðurinn mikill Meira

Menning

27. mars 2015 | Fjölmiðlar | 182 orð | 1 mynd

Alvöru tal frá alvöru konu

Við hjónin horfðum í fyrsta sinn á þáttinn Margra barna mæður sem sýndur er á Stöð 2. Þátturinn á miðvikudaginn fjallaði um Ýr Sigurðardóttur, yfirlækni á flogaveikideild á Nemours barnaspítalanum í Orlando og átta barna móður. Meira
27. mars 2015 | Kvikmyndir | 1522 orð | 2 myndir

„Einhvers konar hugljómun“

viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningar hefjast í dag á nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Fúsa . Í henni fer Gunnar Jónsson, kallaður Gussi, með hlutverk Fúsa sem er 43 ára og starfar við farangursþjónustu í Leifsstöð. Meira
27. mars 2015 | Fólk í fréttum | 67 orð | 1 mynd

Clarkson boðið starf á Zvezda

Rússneska ríkissjónvarpsstöðin Zvezda hefur boðið Jeremy Clarkson, fyrrverandi umsjónarmanni Top Gear sem sagt var upp af BBC fyrir skömmu, að stýra þætti um bíla á stöðinni. Meira
27. mars 2015 | Tónlist | 545 orð | 5 myndir

Flakkað um fjórðu víddina

Söngvari byrjaði á því að henda kynni af sviðinu áður en hann var búinn að klára að lesa upp kynningu á sveitinni ... Meira
27. mars 2015 | Kvikmyndir | 160 orð | 1 mynd

Fúsi, hörkutól og seinheppin geimvera

Fúsi Nýjasta kvikmynd Dags Kára Péturssonar. Sjá viðtal á bls. 38. Loksins heim Teiknimynd um geimveruna Ó sem er svo seinheppin að hún fellur í ónáð hjá félögum sínum sem komnir eru til Jarðar til að yfirtaka hana. Meira
27. mars 2015 | Leiklist | 130 orð | 1 mynd

Hystory frumsýnt í Borgarleikhúsinu

Leikritið Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir fara með hlutverkin en leikstjóri er Ólafur Egill Egilsson. Meira
27. mars 2015 | Leiklist | 98 orð | 1 mynd

Konur sem gerðu það sem ekki mátti

Nýtt íslenskt leikrit, Þöggun, eftir Jón Gunnar Þórðarson sem einnig er leikstjóri þess, verður frumsýnt í dag á Möðruvöllum. Í því er rakin saga þriggja skáldkvenna, Ólafar frá Hlöðum, Skáld-Rósu og Guðnýjar frá Klömbrum. Meira
27. mars 2015 | Leiklist | 704 orð | 3 myndir

Leikhúsið afhjúpar leyndar tilfinningar

Alþjóðlegi leiklistardagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, en hann hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1961 fyrir tilstuðlan Alþjóða leiklistarstofnunarinnar (ITI). Meira
27. mars 2015 | Bókmenntir | 184 orð | 1 mynd

Menningarverðlaun DV veitt í 36. sinn

Menningarverðlaun DV voru afhent í 36. skipti fyrr í vikunni. Verðlaunin voru veitt í níu flokkum, en veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á árinu 2014. Meira

Umræðan

27. mars 2015 | Aðsent efni | 435 orð | 1 mynd

Ferðaþjónusta fatlaðra

Eftir Hjálmar Magnússon: "Svipað ólánsmál virðist nú í uppsiglingu gagnvart fötluðum og gamalmennum." Meira
27. mars 2015 | Velvakandi | 41 orð | 1 mynd

Frábært framtak

Hjólasöfnun Barnaheilla er hafin í fjórða sinn. Söfnunin stendur til 30. apríl. Hjólin eru ætluð börnum sem eiga ekki kost á að kaupa sér reiðhjól. Kíkið endilega í geymsluna hjá ykkur og athugið hvort þar leynist hjól í nothæfu ástandi.... Meira
27. mars 2015 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Frá vígvelli siðmenningar

Eftir Erling Garðar Jónasson: "Svo að askurinn sjálfur verði aldrei tæmdur og fuglar geti sungið fyrir komandi kynslóðir, eins og Matthías vildi að raunin væri." Meira
27. mars 2015 | Aðsent efni | 491 orð | 1 mynd

Ósannindi og ósmekklegar aðdróttanir í garð SORPU

Eftir Björn H. Halldórsson: "Það er svo hins vegar sjálfstætt athugunarefni hvernig Metanorka ehf. komst yfir trúnaðarupplýsingar ... án þess að eiga augljósa aðkomu að málinu ..." Meira
27. mars 2015 | Pistlar | 380 orð | 1 mynd

Svikin kosningaloforð?

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að þjóðaratkvæði fari fram næsta haust um framhald umsóknarferlisins að Evrópusambandinu. Meira
27. mars 2015 | Aðsent efni | 985 orð | 2 myndir

Um siðrof og dæmi um það á Íslandi

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Þannig er siðrof hugtak sem vísar til upplausnar samfélags þar sem samheldni og hefðbundið skipulag, sérstaklega það sem tengist viðmiðum og gildum hefur veikst og við tekur lögleysa." Meira
27. mars 2015 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Um skipan endurskoðendaráðs

Eftir Guðmund Jóelsson: "„...krefjast verður þess að þeir einstaklingar ..., hafi þann bakgrunn að skapi skilyrðislaust traust á þeim ákvörðunum sem þeir þurfa að taka“." Meira

Minningargreinar

27. mars 2015 | Minningargreinar | 158 orð | 1 mynd

Einara Sigurbjörg Einarsdóttir

Einara Sigurbjörg Einarsdóttir fæddist 1. október 1943. Hún lést 22. febrúar 2015. Útför Einöru fór fram frá Neskirkju 3. mars 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 2397 orð | 1 mynd

Gísli Ásmundsson

Gísli Ásmundsson var fæddur 15. september 1950 í Vestmannaeyjum. Hann lést miðvikudaginn 18. mars 2015 á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi. Foreldrar hans voru Anna Friðbjarnardóttir, f. 15.8. 1921, og Ásmundur Guðjónsson, f. 31.12. 1903, d. 12.6. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 732 orð | 1 mynd

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Fagurhóli í Sandgerði 10. janúar 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 31. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson, verkstjóri í Sandgerði, f. 8.11. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 498 orð | 1 mynd

Guðrún Valmundsdóttir

Guðrún Valmundsdóttir fædd 2. mars 1921 í Galtarholti á Rangárvöllum. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 19. febúar 2015. Útförin fór fram frá Oddakirkju 2. mars 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargrein á mbl.is | 1356 orð | 1 mynd | ókeypis

Ófeigur Pétursson

Ófeigur fæddist að Lækjarbakka á Skagaströnd 1. mars 1928. Hann lést 16. mars 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 2328 orð | 1 mynd

Ófeigur Pétursson

Ófeigur fæddist að Lækjarbakka á Skagaströnd 1. mars 1928. Hann lést 16. mars 2015. Foreldrar hans voru Marta Guðmundsdóttir frá Torfalæk í Torfalækjarhreppi og Pétur Jakob Stefánsson frá Höfðahólum í Höfðahreppi. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 2044 orð | 1 mynd

Ragnar Hermannsson

Ragnar Hermannsson fæddist á Grímslæk í Ölfusi 21. febrúar 1928. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 17. mars 2015. Foreldrar hans voru Hermann Eyjólfsson, kennari, hreppstjóri og oddviti í Ölfusi, f. 1.7. 1893, d. 17.3. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 1497 orð | 1 mynd

Sigríður Jónsdóttir

Sigríður Jónsdóttir fæddist í Göngustaðakoti í Svarfaðardal 20. júlí 1930. Hún andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 14. mars 2015. Foreldrar hennar voru Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4.8. 1909, d. 12.1. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 1901 orð | 1 mynd

Sigríður Kjartansdóttir

Sigríður Kjartansdóttir (Stella) var fædd í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum 14. október 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. mars 2015. Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson, bóndi í Eyvindarholti, f. 17.2. 1898, d. 31.10. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 288 orð | 1 mynd

Sigurbjörn Þorgeirsson

Sigurbjörn Jón Þórarinn Þorgeirsson fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1931. Hann lést 18. febrúar 2015 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Sigurbjörns fór fram í kyrrþey 26. febrúar 2015 að hans ósk. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 354 orð | 1 mynd

Sigurður Kristmannsson

Sigurður Kristmannsson fæddist 11. janúar 1926 að Hlöðversnesi á Vatnsleysuströnd. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 18. mars 2015. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir húsfreyja, f. 5.3. 1888, d. 5.5. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 783 orð | 1 mynd

Sigþóra Scheving Kristinsdóttir

Sigþóra Scheving Kristinsdóttir var fædd í Reykjavík 13. janúar 1929. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. mars 2015. Foreldrar hennar voru Kristinn Maríus Þorkelsson, fæddur 17. ágúst 1904, dáinn 10. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 1100 orð | 1 mynd

Snæbjörn Pálsson

Snæbjörn Pálsson fæddist á Böðvarshólum í V-Húnavatnssýslu 12. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. mars 2015. Foreldrar Snæbjörns voru Páll Guðmundsson, f. 29. mars 1885, d. 25. maí 1979, og Anna Halldórsdóttir, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 1969 orð | 1 mynd

Steinunn Jónsdóttir

Steinunn Jónsdóttir fæddist á Flateyri 21. júní 1928. Hún lést 16. mars 2015 á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Guðrún Arnbjarnardóttir kennari, frá Fellskoti í Biskupstungum, f. 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2015 | Minningargreinar | 1350 orð | 1 mynd

Svanhildur Marta Björnsdóttir

Svanhildur Marta Björnsdóttir fæddist 10. ágúst 1924 í Haugasundi í Noregi. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. mars 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Sigurbjörnsson, f. 24. apríl 1876 í Kræklingahlíð við Eyjafjörð, d. 20. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 107 orð | 1 mynd

Gjaldþrotum fækkar en nýskráningum fjölgar

Hagstofan hefur birt tölur um nýskráningar og gjaldþrot einkahlutafélaga. Þar kemur fram að á tímabilinu frá mars 2014 til febrúar 2015 fjölgaði nýskráningum einkahlutafélaga um 5% miðað við 12 mánuði þar á undan. Alls voru á þessu tímabili skráð 2. Meira
27. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 96 orð | 1 mynd

Hluthafar 21 þúsund

Alls voru rúmlega 21 þúsund hluthafar í íslensku félögunum þrettán sem skráð eru á Aðallista Kauphallarinnar í árslok 2014. Meira
27. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 71 orð | 1 mynd

Já fær 50 milljóna króna sekt fellda úr gildi

Já er ekki skylt að veita samkeppnisaðilum aðgang að gagnagrunni félagsins undir kostnaðarverði, að mati áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Því hefur nefndin úrskurðað að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 7. nóvember skuli felld úr gildi. Meira
27. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 500 orð | 2 myndir

Kynjahlutföllin skána í skráðum félögum

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Af þeim þrettán fyrirtækjum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar er VÍS eina fyrirtækið sem hefur konu á forstjórastóli. Meira
27. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Rarik greiðir ríkissjóði 310 milljónir króna í arð

Hagnaður Rarik var 2,7 milljarðar króna á síðasta ári og jókst hann um 37% á milli ára. Á aðalfundi fyrirtækisins í fyrradag var tekin ákvörðun um að greiða 310 milljónir króna í arð til ríkissjóðs. Meira
27. mars 2015 | Viðskiptafréttir | 278 orð | 1 mynd

Stórar ákvarðanir á fyrri hluta ársins

Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Stórar ákvarðanir um losun fjármagnshafta verða vonandi teknar á fyrri hluta ársins. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Meira

Daglegt líf

27. mars 2015 | Daglegt líf | 264 orð | 1 mynd

HeimurViðars

„I know a girl called Soffía,“ var um það bil það eina sem mér datt í hug að segja þegar ég hitti mann frá Búlgaríu Meira
27. mars 2015 | Daglegt líf | 1045 orð | 6 myndir

Mesta ógnin stafar af umferðinni

Íran, Dubai, Óman, Tyrkland og Srí Lanka eru þau lönd sem Ása Steinarsdóttir og Andri Wilberg Orrason hafa heimsótt það sem af er ári. Fleiri lönd munu fljótlega bætast á listann því þau eru í árs heimsreisu. Meira
27. mars 2015 | Daglegt líf | 164 orð | 2 myndir

Rúningur í reykvísku porti

Þótt vélklippur hafi að mestu komið í stað handklippa og hnífa við rúning sauðfjár, verður gamla verklagið í hávegum haft í portinu á bak við Kex Hostel á morgun, laugardag, kl. 14.00. Þá mun færasta rúningsfólk landsins keppa um Gullklippurnar 2015. Meira

Fastir þættir

27. mars 2015 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Dc2 Rbd7 6. Bd2 Be7 7. g4 Rxg4...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Dc2 Rbd7 6. Bd2 Be7 7. g4 Rxg4 8. Hg1 h5 9. h3 Rh6 10. cxd5 exd5 11. Hxg7 Rf8 12. Bg5 Bf5 13. Dd2 Bxg5 14. Hxg5 Bg6 15. Re5 Rf5 16. Hc1 Df6 17. Meira
27. mars 2015 | Í dag | 290 orð

Af Viktoríu drottningu og ýmsu fólki

Á sunnudaginn skrifaði Bjarki Karlsson á Boðnarmiði um þann hræðilega atburð þegar Edward Oxford sýndi Viktoríu Bretadrottningu banatilræði sem tókst ekki betur en svo að drottning ríkti í 61 ár eftir það. Meira
27. mars 2015 | Í dag | 17 orð

Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús...

Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Meira
27. mars 2015 | Fastir þættir | 175 orð

Forkur Mortons. S-Enginn Norður &spade;ÁD1042 &heart;D5 ⋄KDG6...

Forkur Mortons. S-Enginn Norður &spade;ÁD1042 &heart;D5 ⋄KDG6 &klubs;D2 Vestur Austur &spade;G3 &spade;9765 &heart;KG987643 &heart;Á2 ⋄84 ⋄10732 &klubs;8 &klubs;ÁG10 Suður &spade;K8 &heart;10 ⋄Á95 &klubs;K976543 Suður spilar... Meira
27. mars 2015 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Helga Björg Kjerúlf

30 ára Helga ólst upp í Hafnarfirði, er nú búsett í Reykjavík, lauk prófum í arkitektúr við Listaháskóla Íslands og er útgáfustjóri Listahátíðar og ritstjóri Neptún magazine. Dóttir: Lilja Karen, f. 2006. Foreldrar: Karen Grétarsdóttir, f. Meira
27. mars 2015 | Í dag | 55 orð | 1 mynd

Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir

30 ára Kolbrún býr á Akureyri, lauk BA- og MA-prófi í íslensku, MEd-prófi frá HÍ og kennir við MA. Maki: Egill Thoroddsen, f. 1983, líffræðingur, lífeðlisfræðingur og skjalavörður við Ráðhúsið á Akureyri. Börn: Brynja Karítas, f. 2006, Baldur, f. Meira
27. mars 2015 | Í dag | 623 orð | 4 myndir

Ljósmóðurstarfið er oftast mikill gleðigjafi

Ingibjörg fæddist á sjúkrahúsinu á Ísafirði 27.3. 1955 og átti heima á Ísafirði til 23 ára aldurs. Hún stundaði nám í Grunn- og í Gagnfræðaskóla Ísafjarðar og dvaldi á æskuárunum nokkur sumur í sumarbúðum í Holti í Önundarfirði ásamt æskuvinkonum. Meira
27. mars 2015 | Í dag | 56 orð

Málið

Telji maður e-ð dagljóst eða kristaltært en vilji geta orðað það öðruvísi er um nóg að velja: auðséð , auðsjáanlegt , auðsýnilegt , auðsýnt , auðsætt , augljóst , augsýnilegt og augsýnt . Eru þá aðeins talin – nokkur – orð sem byrja á a . Meira
27. mars 2015 | Árnað heilla | 228 orð | 1 mynd

Nýbakaður faðir og háskólanemi

Tómas Ottó Hansson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og hefur m.a. unnið fyrir Novator og var stjórnarformaður símafyrirtækisins Nova frá 2006 þar til á síðasta ári. Hann er einnig efnafræðinemi í Háskóla Íslands. Meira
27. mars 2015 | Í dag | 249 orð | 1 mynd

Ragnar Björnsson

Ragnar fæddist að Torfustaðahúsum í Vestur-Húnavatnssýslu 27.3. 1926, sonur Björns Guðmundar Björnssonar, organista og smiðs, og s.k.h., Sigrúnar Ragnheiðar Jónsdóttur, hjúkrunar- og saumakonu. Meira
27. mars 2015 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Ríp, Hegranesi Fanndís Vala Sigurðardóttir fæddist 19. desember 2014 kl...

Ríp, Hegranesi Fanndís Vala Sigurðardóttir fæddist 19. desember 2014 kl. 12.37. Hún vó 3.038 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Sigurður Heiðar Birgisson... Meira
27. mars 2015 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Sauðárkrókur Baltasar Bent Brynjarsson fæddist 17. desember 2014 kl...

Sauðárkrókur Baltasar Bent Brynjarsson fæddist 17. desember 2014 kl. 6.32. Hann vó 3.804 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Þórey Elsa Valborgardóttir og Brynjar Örn... Meira
27. mars 2015 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

Sjöfn Arna Karlsdóttir

30 ára Sjöfn býr í Kópavogi, lauk M.Acc-prófum í reikningshaldi og endurskoðun frá HÍ og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Gísli Björn Björnsson, f. 1983, starfsmaður hjá Orkuveitunni. Börn: Bjarki Björn, f. 2011, og óskírð dóttir, f. 2015. Meira
27. mars 2015 | Í dag | 146 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Anna María Guðmundsdóttir 85 ára Erna Egilsdóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir Ingvar Gýgjar Jónsson Kristján A.S. Jónsson Salómon Sigurðsson 80 ára Bragi Óskarsson Guðmundur Valdimarsson 75 ára Guðni Helgason Ingibjörg J. Meira
27. mars 2015 | Fastir þættir | 292 orð

Víkverji

Víkverji hefur á tilfinningunni að markvisst sé stöðugt verið að blekkja almenning. Sérstaklega er þetta áberandi þegar hækkuð gjald-skrá eða ofurlaun eru réttlætt. Meira
27. mars 2015 | Í dag | 176 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

27. mars 1918 Stjórnarráðið auglýsti að eina og sömu stafsetningu skyldi nota í skólum, skólabókum og öðrum bókum sem landssjóður gæfi út eða styrkti. Þá var meðal annars ákveðið að rita skyldi je í stað é og s í stað z. Meira

Íþróttir

27. mars 2015 | Íþróttir | 327 orð | 2 myndir

Beðið eftir úrslitakeppninni?

Í Austurbergi Kristján Jónsson kris@mbl.is Topplið Vals heldur sínu striki í Olís-deild karla í handknattleik og deildameistaratitilinn er handan við hornið hjá liðinu. Valsmenn fóru í Austurbergið í gærkvöldi og unnu sannfærandi sigur á ÍR-ingum 25:20. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla 8 liða úrslit, þriðji leikur: KR – Grindavík...

Dominos-deild karla 8 liða úrslit, þriðji leikur: KR – Grindavík 94:80 *KR van einvvígið, 3:0 Njarðvík – Stjarnan 92:86 *Staðan er 2:1 fyrir Njarðvík. 1. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Erfitt gegn ungstirni Inter

Íslenska U21-landsliðið í knattspyrnu tapaði 3:0 fyrir Rúmeníu ytra í gær, í mikilvægum vináttulandsleik í aðdraganda nýrrar undankeppni fyrir EM sem hefst í júní. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 113 orð | 2 myndir

FH – Fram24:29

Kaplakriki, úrvalsdeild karla, Olís-deildin, fimmtudaginn 26. mars 2014. Gangur leiksins : 1:1, 3:2, 6:3, 7:7, 10:11, 12:13 , 13:15, 17:18, 18:21, 19:23, 21:25, 24:29 . Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 881 orð | 2 myndir

Fótboltamaður og mæti þegar ég er valinn í lið

Í Astana Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 325 orð | 2 myndir

Fram er áfram skrefi á undan

Í KAPLAKRIKA Ívar Benediktsson iben@mbl.is Framarar unnu þriðja leik sinn í röð í Olís-deild karla í handknattleik í gærkvöldi þegar þeir skelltu FH með fimm marka mun, 29:24, í Kaplakrika í eflaust einhverum slakasta kappleik deildarinnar í vetur. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 181 orð

Getur orðið gríðarleg stemning

Víðir Sigurðsson í Astana vs@mbl.is Ekki er ljóst hversu margir áhorfendur verða á leik Kasakstans og Íslands í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á morgun en þeir verða væntanlega einhvers staðar á bilinu 10 til 20 þúsund. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Gylfi æfði bara tvo daga í viku

Víðir Sigurðsson í Astana vs@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson hefur eytt meiri tíma hjá sjúkraþjálfara en á æfingum með Swansea City á undanförnum mánuðum. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 110 orð | 2 myndir

ÍR – Valur20:25

Austurberg, úrvalsdeild karla, Olís-deildin, fimmtudaginn 26. mars2015. Gangur leiksins : 0:3, 0:5, 5:8, 7:10, 8:11, 8:13 , 10:16, 13:19, 13:21, 16:22, 18:22, 20:25 . Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Bryndís Ólafsdóttir hlaut sex gullverðlaun og var sigursælasti keppandinn á Íslandsmótinu í sundi sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur 26. til 28. mars 1993. • Bryndís er fædd árið 1970. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Lengjubikar karla: Egilshöll: Þróttur R. – HK 21...

KNATTSPYRNA Lengjubikar karla: Egilshöll: Þróttur R. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 519 orð | 2 myndir

KR með kúst á loft

Í Vesturbænum Kristinn Friðriksson kiddigeir@gmail.com KR-ingar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í úrslitum Dominos-deildarinnar í gærkveldi. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 124 orð | 2 myndir

KR – Grindavík94:80

DHL-höllin, 8 liða úrslit, þriðji leikur, fimmtudag 26. mars 2015. Gangur leiksins : 8:8, 11:10, 17:18, 22:22 , 29:26, 34:33, 38:39, 48:42 , 55:47, 61:51, 67:56, 73:62 , 73:64, 77:68, 85:75, 94:80 . Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 2. Grótta – KR 0:4 Almarr...

Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 2. Grótta – KR 0:4 Almarr Ormarsson, Sören Fredriksen, Aron Bjarki Jósepsson, Þorsteinn Már Ragnarsson. Fjölnir – Fram 3:0 Gunnar Már Guðmundsson, Aron Sigurðarson, Birnir Snær Ingason. Staðan: Leiknir R. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 131 orð | 2 myndir

Njarðvík – Stjarnan92:86

Íþróttahúsið í Njarðvík, 8 liða úrslit, þriðji leikur, fimmtudag 26. mars 2015. Gangur leiksins: Gangur leiksins: 7:6, 14:9, 19:13, 22:19 , 27:26, 35:31, 37:31, 41:36 , 43:42, 53:46, 53:51, 65:60 , 67:66, 76:73, 81:78, 92:86 . Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Olís-deild karla ÍBV – Afturelding 23:31 FH – Fram 24:29 ÍR...

Olís-deild karla ÍBV – Afturelding 23:31 FH – Fram 24:29 ÍR – Valur 20:25 Staðan: Valur 251924682:58440 Afturelding 251735637:57637 ÍR 251348682:65230 FH 2513210654:64128 Haukar 24969597:56224 ÍBV 2510312630:62623 Akureyri... Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Sex lið skipta út þjálfara

Að minnsta kosti sex liðanna í Olís-deild kvenna í handknattleik skipta um aðalþjálfara í sumar. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 475 orð | 2 myndir

Spennusagan heldur enn áfram

í njarðvík Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Njarðvíkingar sigruðu Stjörnumenn í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildarinnar í gærkvöldi. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 414 orð | 3 myndir

Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að fulltrúar frá Real Madrid...

Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að fulltrúar frá Real Madrid hefðu rætt við föður og umboðsmann austurríska varnarmannsins David Alaba sem leikur með þýska meistaraliðinu Bayern München. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Xavi semur við félag í Katar

Spænski knattspyrnumaðurinn Xavi, einn af holdgervingum spænska stórliðsins Barcelona, mun yfirgefa Katalóníuliðið eftir tímabilið. Spænska blaðið AS greindi frá því að miðjumaðurinn frábæri hefði gert þriggja ára samning við lið Al Saad í Katar. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Þar sem ég sit og skrifa á hótelherbergi í Astana, höfuðborg Kasakstans...

Þar sem ég sit og skrifa á hótelherbergi í Astana, höfuðborg Kasakstans, horfi ég út um gluggann og beint á fótboltavöll sem er hérna hinum megin við götuna. Meira
27. mars 2015 | Íþróttir | 479 orð | 4 myndir

Öruggir um silfursætið

Í Eyjum Arnar Gauti Grettisson sport@mbl.is Afturelding gerði heldur betur góða ferð til Vestmannaeyja í gær þegar liðið mætti Íslands- og bikarmeisturum ÍBV í Olís-deild karla. Meira

Ýmis aukablöð

27. mars 2015 | Blaðaukar | 17 orð | 1 mynd

24 Fæðuofnæmi og óþol kemur ekki í veg fyrir sælkerapáska, segja þær...

24 Fæðuofnæmi og óþol kemur ekki í veg fyrir sælkerapáska, segja þær Elísabet Anna og Sigríður... Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 16 orð | 1 mynd

28 Það vantar ekki úrvalið þegar páskaeggin frá Nóa Síríusi eru annars...

28 Það vantar ekki úrvalið þegar páskaeggin frá Nóa Síríusi eru annars vegar, nú sem... Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 12 orð | 1 mynd

34 Fyrir áhugamenn um margslunginn bjór er úrvalið áberandi gott um...

34 Fyrir áhugamenn um margslunginn bjór er úrvalið áberandi gott um... Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 15 orð | 1 mynd

36 Völli Snær segir frá páskavenjunum og lætur lesendum í té leiðarvísi...

36 Völli Snær segir frá páskavenjunum og lætur lesendum í té leiðarvísi að ljúffengum... Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 17 orð | 1 mynd

6 Theódór Dreki hjá Apotek Restaurant rifjar upp æskuna á Sigló og gefur...

6 Theódór Dreki hjá Apotek Restaurant rifjar upp æskuna á Sigló og gefur uppskrift að unaðslegu... Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 843 orð | 4 myndir

Aðalfjörið fyrir vestan

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður er árlegur hápunktur páskahátíðarinnar á Ísafirði en þá blása heimamenn til allsherjar tónlistarveislu og taka vel á móti brottfluttum ættingjum og vinum, ásamt gestum af öllu landinu, sem hrífast af músíkinni, stemningunni og fólkinu í bænum. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 216 orð | 1 mynd

Að tempra súkkulaði

Temprun er aðferð sem notuð er til að fá slétt og gljáandi súkkulaði sem er frábært í hjúpun, konfektgerð og páskaeggjagerð. Í súkkulaðinu eru ákveðnir kristallar sem brotna niður þegar það er hitað yfir 32°C. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 1263 orð | 7 myndir

Allir út að leika

Völundur Snær Völundarson, veitingamaður á Borg Restaurant, heldur í páskahefðir frá æskuárunum í Aðaldalnum og eldar lamb, dregur fram páskaungana sem hann safnaði í bernsku og byggir snjóhús með börnunum. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 251 orð

Allt á kafi í eggjum

Þegar páskaeggjavertíðin stendur yfir þurfa allir starfsmenn Góu að leggjast á eitt. Meira að segja Helgi sjálfur hleypur í hvers kyns verk í framleiðslu og á lager enda liggur mikið við. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 373 orð | 7 myndir

Appolo-eggið fær góðar viðtökur

Góa kynnir nýtt egg með fylltum lakkrísbitum í skelinni. Einnig kemur á markað þessa páskana hvítt páskaegg fyrir þá sem vilja tilbreytingu í súkkulaðinu eða þola illa kakóvörur. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 809 orð | 10 myndir

„Annasamasti tími ársins“

Íslendingar reyndust kunna vel að meta Freyju-eggin sem blanda rískúlum eða lakkrís í súkkulaðiskelina. Í ár bætist við páskaegg með smartískurli. Þá prýðir ný fígúra eggin, sjóræningjahákarlinn Stormur Staurfótur Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 895 orð | 3 myndir

Byrjar á málshættinum

Hjá súkkulaðiframleiðandanum Nóa Síríusi er lögð rík áhersla á vöruþróun og nýjungar en sjálfur breytir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, aldrei út af vananum þegar kemur að vali á páskaeggi og beitir alltaf sömu aðferð við að borða það. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 1770 orð | 5 myndir

Eggið hans Ægis

Systurnar Elísabet Anna og Sigríður Ágústa Finnbogadætur dóu ekki ráðalausar þegar í ljós kom að sonur Sigríðar væri með lífshættulegt fæðuofnæmi. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 67 orð | 1 mynd

Gamaldags sykurskraut

350 g flórsykur 1 eggjahvíta úr miðlungsstóru eggi Safi úr ½ sítrónu, safinn sigtaður gegnum tesigti Eggjahvítan þeytt lítillega fyrst, flórsykri blandað saman við, rólega fyrst en svo á meiri hraða í 1 mínútu. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 188 orð | 2 myndir

Grænir toppar og gul blóm

Hvað vill maður meira um páskana en það, þegar lægðablæti veðurguða og -gyðja hefur náð áður óþekktum hæðum og umhleypingabeltin skella á landinu sunnan úr höfum eins og óréttlátir refsivendir, hver á fætur öðrum? Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 69 orð | 4 myndir

Lífið er betra í gulu

Páskarnir eru tengdir við gula litinn. Heimilin eru prýdd gulum páskaliljum og túlípönum, gulir páskaungar standa sperrtir á toppi páskaeggjanna, gulir dúkar eru teknir fram úr skápum og breiddir á veisluborðin. Gult skal það vera. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 51 orð | 10 myndir

Páskar fyrr á árum

Með allra handa nýmóðins páskaeggjum má með sanni segja að páskahátíðin sé breytileg hvað það varðar frá ári til árs. En sé að gáð – og til að gá eru gamlar ljósmyndir alltaf góður kostur – þá má glöggt sjá að páskahátíðin hefur sjálfsagt ekki tekið svo miklum breytingum gegnum tíðina. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 1204 orð | 2 myndir

Páskar – hátíð gleði og alvöru

Einmitt þegar sólmyrkvinn var á dögunum sátum við saman við kertaljós við séra Kristín Þórunn Tómasdóttir á skrifstofu hennar í Laugarneskirkju og ræddum um páskahátíðina og margvíslega þýðingu hennar. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 1499 orð | 6 myndir

Persónuleg, heimagerð páskaegg

Eva Rún Michelsen heldur úti bloggsíðunni Kökudagbókin, kokudagbokin.com, þar sem hún deilir með lesendum fréttum af stússi sínu í eldhúsinu, sem aðallega snýst um bakstur og kökuskreytingar. Hún leikur sér líka talsvert með súkkulaði og býr til persónuleg páskaegg handa fjölskyldu og vinum. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 1121 orð | 3 myndir

Teddi Dreki og páskalambið

Lambasteik þykir flestum ómissandi á veisluborðið um páskana enda páskalambið samofið þessari trúarhátíð vorsins með órjúfanlegum hætti. Theódór Dreki Árnason, matreiðslumaður hjá hinu nýja Apotek Restaurant, rifjar upp sínar pásaklambsminningar og gefur ljúffenga uppskrift. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 1406 orð | 6 myndir

Tónleikar, leiksýningar, og franskar í skíðabrekkunum

Akureyringar kunna að njóta lífsins á páskum og taka vel á móti gestum. Fjölbreytt tónleikadagskrá í boði, áhugaverðar sýningar í söfnunum og skíðabrekkurnar kalla. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 906 orð | 1 mynd

Tungumálið er leiktæki

Það er ekki án forvitni sem ég held til viðræðna um málshætti við Braga Valdimar Skúlason, manns sem þekktur er fyrir frumleika sinn og orðheppni. Hann starfar hjá auglýsingastofunni Brandenburg, sem var sigursæl á Lúðrinum 13. mars sl. Fékk fimm verðlaun og tólf tilnefningar. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 460 orð | 4 myndir

Undarlegir páskasiðir í öðrum löndum

Heilbrigðisyfirvöld beina þeim tilmælum til þeirra sem taka þátt í hefðinni að fara varlega, fá bólusetningu gegn stífkrampa og sótthreinsa naglana sem reknir eru í gegnum lófa og ristar. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 1007 orð | 1 mynd

Valkvíði páskabjórvina

Eftir því sem Íslendingar drekkja meiri bjór langar þá í fjölbreyttari bjór, eða það má ráða af því að sífellt fjölgar tegundum af árstíðabundnum bjór – af páskabjór bjóðast nú tíu tegundir. Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 307 orð | 2 myndir

Verslunarmannahelgarbjór og móðir allra túristabjóra

Á síðasta ári sendu þeir Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson frá sér bókina Bjór – Umhverfis jörðina á 120 tegundum þar sem þeir rekja sögu bjórsins, þriðja vinsælasta drykks heims, eins og þeir segja í bókinni, og fjalla um 120 helstu... Meira
27. mars 2015 | Blaðaukar | 864 orð | 7 myndir

Öll gul blóm seljast vel

Íslendingar eru hrifnir af túlípönum á páskum, mögulega vegna þess að þeir eru stærri um sig en páskaliljan. Verslunin Í húsi blóma býður upp á þá þjónustu að vitja leiða, gera litla páskatiltekt og setja þar blóm í pott eða vönd. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.