Greinar þriðjudaginn 5. maí 2015

Fréttir

5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 710 orð | 1 mynd

Aldrei markmið að koma í veg fyrir lækkun bréfanna

Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, sagðist í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær aldrei hafa gefið starfsmönnum eigin viðskipta bankans fyrirmæli um kaup á bréfum bankans sjálfs. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

„Höfum séð þetta svo oft“

„Ef skoðaðar eru kannanir yfir langt tímabil þá má sjá að það er alltaf einn af stjórnarandstöðuflokkunum sem rýkur upp einhvern tíma. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Bjössaróló alltaf jafn vinsæll

Leiktækin á Bjössaróló í Borgarnesi hafa mikið aðdráttarafl, sem og umhverfið allt. Leikvöllurinn er því meðal vinsælla viðkomustaða í gamla bænum á Digranesi. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Breiðfirðingur er kominn heim

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í þessu hlutverki er ég kominn heim. Mér finnst gaman að skrifa og blaðamennska á Þjóðviljanum var starfvettvangur minn í áraraðir hvar ég var alltaf í pólitík, öðrum þræði. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 243 orð

Ein af þremur skurðdeildum enn lokuð

Ein af þremur skurðdeildum á Landspítalanum við Hringbraut er enn lokuð vegna skæðrar sjúkrahússýkingar sem þar kom upp. Sex til sjö sjúklingar liggja þar inni og komast ekki út fyrr en meðferð þeirra er lokið. Meira
5. maí 2015 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Eþíópískir Ísraelar mótmæla mismunun

Ísraelar af eþíópískum uppruna mótmæltu meintu lögregluofbeldi og mismunun í Tel Aviv á sunnudag og slógust við liðsmenn öryggissveita. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Fastráðnir fá störf við Tækniskólann

Stjórn Tækniskólans hefur ákveðið að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði störf við Tækniskólann, en unnið er að sameiningu skólanna. Starfstengd réttindi haldast óbreytt og flytjast yfir í sameinaðan skóla. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Fái hlutdeild í því sem ferðamenn skilja eftir

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Glaumbæjarsókn hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið Skagafjörð um að gerður verði samningur við kirkjuna þess efnis að hún fái hlutdeild í þeim fjármunum sem ferðamenn skilja eftir í Glaumbæ. Meira
5. maí 2015 | Erlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Fáni Kína á Suðurskautslandinu

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Forseti Kína, Xi Jinping, er sagður vera orðinn nær einráður í landi sínu og hann leggur mikla áherslu á að gæta hagsmuna Kína erlendis. Meira
5. maí 2015 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Fjórfætt daðurdrós með heillandi bros

Árleg chihuahuasýning var haldin í Washington á sunnudag, hér stillir ástleitinn þátttakandi sér upp fyrir myndavélarnar. Sýningin er ávallt haldin 5. maí sem er hátíðisdagur í Mexíkó, landinu sem líklega er föðurland chihuahuahundanna. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fjórir bátar í vandræðum í gær

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands biluðu tveir bátar er þeir voru við strandveiðar í gær. Þá þurfti að senda björgunarskip og þyrlu til að hafa afskipti af tveimur bátum sem sinntu ekki tilkynningarskyldu. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 486 orð | 1 mynd

Fjöldi viðburða til að fara á eftir hádegi hinn 19. júní

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa farið að tilmælum stjórnvalda og gefið starfsmönnum sínum frí eftir hádegi 19. júní nk. til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 259 orð

Fleiri ótímabær andlát

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hjarta- og æðasjúkdómar fara ekki í verkfall, þeir halda áfram fram í rauðan dauðann,“ segir Sveinn Guðmundsson, varaformaður Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, um áhrif verkfalls BHM á spítölum. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 24 orð

Göngin lokuð vegna vorhreingerninga

Lokað verður í tvær nætur í vikunni vegna árlegs viðhalds og vorhreingerninga í Hvalfjarðargöngum. Lokað verður aðfaranætur miðvikudags 6. maí og fimmtudags 7.... Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Heldur strax á kolmunnaveiðar

Nýr Bjarni Ólafsson AK kom í gær til Neskaupstaðar og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Nýi Bjarni Ólafsson er keyptur frá Noregi og bar áður heitið Fiskeskjer. Skipið var smíðað árið 1999, burðargeta skipsins er 1. Meira
5. maí 2015 | Erlendar fréttir | 283 orð

Hryðjuverkamenn gegn skopmyndum

Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Hærri lán og aukið atvinnuleysi

„Ríkisstjórnin mun ekki kasta eldivið eða spreki á verðbólgubál ef menn, í stað þess að nýta tækifærin sem þeir standa frammi fyrir, gera verðbólgusamninga,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í sérstakri umræðu um stöðuna... Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Hættir við frekari lækkun útvarpsgjalds og skipar þriggja manna sérfræðinganefnd

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur kynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins þau áform sín að hætta við frekari lækkun útvarpsgjalds fyrir árið 2016. Til stóð að það færi úr 17.800 krónum í 16.400 krónur um næstu áramót. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Í hnút og ekki boðað til fundar

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Viðræður á almenna og opinbera vinnumarkaðinum eru í hnút að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í svari við spurningu Katrínar Júlíusdóttur, Samfylkingunni, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Kallað eftir tafarlausum aðgerðum

Bændasamtök Íslands telja að velferð dýra á alifugla- og svínabúum sé ógnað þar sem þéttleiki í eldishúsum sé kominn yfir leyfileg mörk. Samtökin hafa krafist þess að landbúnaðarráðherra grípi strax til aðgerða vegna þessa neyðarástands. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Kortleggja einstaklinga og hagsmunatengsl þeirra fyrir hönd erlendra kröfuhafa

Fulltrúar kröfuhafa föllnu bankanna hafa á undanförnum misserum kortlagt einstaklinga á Íslandi sem tengjast afnámi hafta og eru gögnin notuð til að hafa áhrif á viðkomandi ef ástæða þykir. Kröfuhafar í öllum búum hafa sameinast um Barry G. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Kristinn

Öryggið uppmálað Þetta barn var öðrum hjólreiðamönnum sönn fyrirmynd og fór að öllum settum öryggisreglum þegar það æfði hjólreiðar við grasagarðinn í Reykjavík í veðurblíðunni í... Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 82 orð

Mikil aukning í nýskráningum fólksbíla í aprílmánuði

Alls voru nýskráðir 1.305 nýir fólksbílar í nýliðnum aprílmánuði. Þar af voru 777 bílaleigubílar eða 59% af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Um er að ræða 91% aukningu í nýskráningum fólksbíla í apríl samanborið við fyrra ár. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Myndasmiðir fjarlægja bólur og sár

Nokkuð er um að bólur og sár séu fjarlægð af skólamyndum af grunnskólabörnum með hjálp ljósmyndaforritsins Photoshop. Ljósmyndarar á fjórum ljósmyndastofum sem haft var samband við segjast notast við forritið til að meðhöndla myndirnar. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 526 orð | 1 mynd

Nota Photoshop á skólamyndunum

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Óheppilegar krumpur, sár og bólur eru fjarlægðar af skólamyndum af grunnskólakrökkum með hjálp ljósmyndaforritsins Photoshop. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Ríkissaksóknara verði falið að rannsaka málið

Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur telur að þau gögn sem hann hefur sent Alþingi séu svo afdráttarlaus um þau meintu víðtæku lögbrot og afleiðingar þeirra sem hann hefur vakið athygli á að Alþingi sé sá kostur einn fær að fela Ríkissaksóknara að... Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 837 orð | 4 myndir

Safna upplýsingum um fólk

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðustu misseri hafa kröfuhafar föllnu bankanna látið safna saman upplýsingum um fjölda einstaklinga á Íslandi sem tengjast afnámi hafta á einn eða annan hátt. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 547 orð | 3 myndir

Sameiningin vekur ugg hjá bæjarstjórn

Baksvið Brynja Dögg Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum af því að fyrirhuguð sameining Tækniskólans ehf. og Iðnskólans í Hafnarfirði verði skellur fyrir iðnnám og skólastarf í Hafnarfirði. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 339 orð | 2 myndir

Stökkpallur fyrir fuglaflensusmit

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Eitt af því merkilega sem við komumst að er að við fundum í fuglum bæði veirur sem eru upprunnar í Evrasíu og Ameríku og svo blöndur af veirum frá báðum heimssvæðum. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Týr kom 328 til bjargar

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Týr kom að tveimur björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi í gær og alls var 328 manns bjargað um borð í skipið. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Tæplega þrjátíu þúsund skrifað undir

Í gærkvöldi höfðu tæplega þrjátíu þúsund manns skrifað undir áskorun á forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, á vefsíðunni thjodareign. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Um 32% kjósendanna styðja Pírata

Píratar njóta stuðnings 32% kjósenda en tæp 22% segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir flokkar njóta stuðnings 11% kjósenda eða færri, samkvæmt nýrri könnun MMR. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 342 orð | 15 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

The Age of Adaline Adaline Bowman hefur lifað í einveru stóran hluta af lífi sínu í ótta við að tengjast einhverjum of sterkum böndum og með áhyggjur af því að leyndarmál hennar spyrjist út. Metacritic 51/100 IMDB 7,5/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Úr Hafnarborg í Listasafn Reykjavíkur

Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur verið valin úr hópi níu umsækjenda til að taka við stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Útför Páls Skúlasonar, fv. rektors HÍ

Útför Páls Skúlasonar, prófessors og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Páll lést 22. apríl sl., á 70 aldursári. Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson jarðsöng. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Vill falla frá lækkun útvarpsgjalds

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur fallið frá áformum um frekari lækkun útvarpsgjaldsins á árinu 2016. Meira
5. maí 2015 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Vill verða forsetaefni repúblikana

Taugaskurðlæknirinn Ben Carson sagðist á sunnudag stefna að því að verða forsetaefni bandarískra repúblikana í kosningunum haustið 2016. Hann er fyrsti blökkumaðurinn sem skýrir frá þátttöku í slag repúblikana um tilnefninguna. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 608 orð | 2 myndir

Vongóður um vaxandi viðskipti

Viðtal Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Ég hafði ekki komið til Íslands áður og ég er gríðarlega ánægður með að vera hér,“ segir Robert C. Meira
5. maí 2015 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Þóttist í 40 ár vera karlmaður

Egypsk ekkja í Luxor, Abu Daooh, þóttist í 40 ár vera karlmaður og bar vefjarhött í stað slæðu. Meira
5. maí 2015 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Þriðja vindorkuverið í Rangárþingi ytra?

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sveitarfélagið Rangárþing ytra undirritaði nýverið viljayfirlýsingu með fulltrúa þýska orkufyrirtækisins EAB New Energy um samstarf á sviði vindorkunýtingar. Meira

Ritstjórnargreinar

5. maí 2015 | Leiðarar | 160 orð

Óheppileg og óvænt áhrif

Enn hefur ofurprentun á evru ekki skilað miklu Meira
5. maí 2015 | Leiðarar | 439 orð

Skýr meirihlutavilji

Borgaryfirvöld vinna þvert gegn vilja mikils meirihluta íbúa Reykjavíkur Meira
5. maí 2015 | Staksteinar | 230 orð | 1 mynd

Víkja lögin?

Andríki spyr sig hvort verkfallsbarátta bægi burt lögum og rétti. Það spyr sig hvað sagt yrði ef húseigandi, sem vildi losna við leigjanda, safnaði liði og henti manninum út með valdi? Meira

Menning

5. maí 2015 | Leiklist | 43 orð | 1 mynd

Boðið á tvær stórar leiklistarhátíðir

Leikhópnum Kriðpleiri hefur verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur stórum evrópskum leiklistarhátíðum í haust: Steirischer Herbst í Austurríki og Culturescapes í Sviss. Meira
5. maí 2015 | Tónlist | 38 orð | 1 mynd

Gissur Páll syngur með Valskórnum

Valskórinn heldur árlega vortónleika sína í Háteigskirkju í kvöld kl. 20. Gestur kórsins verður tenórinn Gissur Páll Gissurarson og er efnisskráin helguð ástinni og fegurð náttúrunnar. Meira
5. maí 2015 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Gísli Pálmi hitar upp fyrir Rae Sremmurd

Rapparinn Gísli Pálmi mun hita upp fyrir tvíeykið Rae Sremmurd á tónleikum þess í Laugardalshöll 27. ágúst nk., ásamt fleiri íslenskum tónlistarmönnum sem kynntir verða síðar til leiks, skv. tilkynningu frá Senu sem stendur fyrir tónleikunum. Meira
5. maí 2015 | Kvikmyndir | 102 orð | 1 mynd

Hefnendur gera það gott

Tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsanna yfir helgina, líkt og síðustu helgi, er Avengers: Age of Ultron , sem segir af ofurhetjuhópnum Avengers, Hefnendunum, sem þarf að kljást við sinn erfiðasta óvin til þessa, Ultron. Meira
5. maí 2015 | Bókmenntir | 80 orð | 1 mynd

Hlutu verðlaun í myndasögusamkeppni

Sýning á myndasögum var opnuð í Borgarbókasafninu í Grófinni í fyrradag, sögum sem bárust í samkeppni safnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík. Þema keppninnar var „Draumar“ og voru afhent verðlaun fyrir þær myndasögur sem þóttu bera af. Meira
5. maí 2015 | Tónlist | 596 orð | 1 mynd

Menningarheimar mætast í Hörpu

Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Vestnorræna hljómsveitin Borealis Band heldur tónleika í Hörpu hinn 8. maí næstkomandi og lýkur þar með fjögurra landa tónleikaferð sinni. Meira
5. maí 2015 | Leiklist | 389 orð | 1 mynd

Mosfellsk Ronja áhugaverðust

Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Leiksýningin Ronja ræningjadóttir í uppfærslu Leikfélags Mosfellsbæjar var síðastliðna helgi valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af dómnefnd Þjóðleikshússins. Meira
5. maí 2015 | Tónlist | 54 orð | 1 mynd

Nasa „gefur hátíðinni nýja vídd“

Skemmtistaðurinn Nasa verður opnaður aftur eftir að breytingar hafa verið gerðar á honum í haust og verður hann einn af tónleikastöðum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves í ár. Meira
5. maí 2015 | Kvikmyndir | 377 orð | 2 myndir

Ólafur leikstýrir hrollvekjunni Hush

Leikstjórinn Ólafur de Fleur hefur tekið að sér að leikstýra bandarísku hrollvekjunni Hush og mun leikkonan Sophie Cookson fara með aðalhlutverkið í henni. Cookson er þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Emperor og Kingsman: The Secret Service . Meira
5. maí 2015 | Bókmenntir | 329 orð | 1 mynd

Rendell skrifaði yfir fimmtíu metsölubækur

Breski spennusagnahöfundurinn Ruth Rendell, sem var þekktust fyrir sögurnar um Wexford lögreglufulltrúa, er látin 85 ára að aldri. Hún fékk slag snemma árs og náði ekki heilsu aftur. Meira
5. maí 2015 | Myndlist | 83 orð | 1 mynd

Saatchi vekur athygli á Georg Óskari

Myndlistarmaðurinn Georg Óskar Giannakoudakis er tekinn tali í tímariti Saatchi-gallerísins enska og athygli vakin á verkum hans í dálki sem nefnist „one to watch“, eða „einn sem vert er að fylgjast með“. Meira
5. maí 2015 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Sérann smámælti með spæjaraeðlið

Jú, þeir eru væntanlega jafn misjafnir og þeir eru margir prestarnir en einn þeirra er harla einstakur. Það er hinn kaþólski faðir Brown sem gleður okkur með nærveru sinni einu sinni í viku á skjánum í boði RÚV. Meira
5. maí 2015 | Tónlist | 50 orð | 1 mynd

Sigrún syngur ítalskar aríur

Sigrún Pálmadóttir sópran kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12 með Antoníu Hevesi píanóleikara. Þær munu flytja þekktar ítalskar aríur eftir Puccini, Bellini og Verdi. Þetta eru síðustu hádegistónleikar vetrarins. Sigrún hefur m.a. Meira
5. maí 2015 | Leiklist | 802 orð | 2 myndir

Stórgóð uppfærsla á sígildu verki

Endatafl eftir Samuel Beckett. Leikarar: Þorsteinn Bachmann, Þór Tulinius, Harpa Arnardóttir og Stefán Jónsson. Sviðsmynd: Kristín Jóhannesdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Förðun: Kristín Thors. Dramatúrg: Sigurður Pálsson. Meira
5. maí 2015 | Tónlist | 105 orð | 1 mynd

Strengjafjöld og fegurð í Garðabæ

Tónleikar í röðinni Þriðjudagsklassík verða haldnir í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í kvöld kl. 20 og bera yfirskriftina Strengjafjöld og fegurð. Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari leika verk sem spanna þrjár aldir, m.a. Meira

Umræðan

5. maí 2015 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Að fletja út launakökuna

Eftir Bjarna Má Gylfason: "Hlutfall launa í þjóðarkökunni er um 60% og hefur haldist býsna stöðugt í sögulegu samhengi." Meira
5. maí 2015 | Pistlar | 487 orð | 1 mynd

Af forrréttindafemínisma

Ég var sakaður um það um daginn að hata ketti og frjálshyggjumenn, í gamansömum tón reyndar, en þó ég taki undir það að mér sé óneitanlega nokkuð í nöp við fyrrnefndu kvikindin, þá verð ég að viðurkenna að það er geysigaman að munnhöggvast við... Meira
5. maí 2015 | Aðsent efni | 98 orð | 1 mynd

Fagur söngur

Mér áskotnaðist um daginn hljómdiskur sem mér vitanlega hefur hvergi verið kynntur í fjölmiðlum. Þetta er ljóðasöngur og óperuaríur sem Ágústa Ágústdóttir syngur við undirleik Gunnars Björnssonar, eiginmanns hennar. Meira
5. maí 2015 | Aðsent efni | 1134 orð | 1 mynd

Fram til bandalags vonar

Eftir Shinzo Abe: "Japanir stóðu vissulega ekki hjá með hendur í skauti; landið veitti bæði fjármagn og tækni til þess að styðja vöxt þessara ríkja. Bæði Bandaríkin og Japan ýttu undir hagsæld – gróðurmold friðarins – í heimshlutanum." Meira
5. maí 2015 | Aðsent efni | 1075 orð | 1 mynd

Sprautufíklar og meðferðir SÁÁ

Eftir Valgerði Rúnarsdóttur: "HIV-smit kom inn í hóp sprautufíkla á Íslandi fyrir nokkrum árum, og var alvarlegt." Meira

Minningargreinar

5. maí 2015 | Minningargreinar | 809 orð | 1 mynd

Halldór Snær Bjarnason

Halldór Snær Bjarnason fæddist í Reykjavík 29. janúar 1976. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. apríl 2015. Foreldrar hans eru Guðrún Jóhannsdóttir félagsliði, f. 8. febrúar 1946, og Bjarni Jónsson endurskoðandi, f. 25. febrúar 1945. Meira  Kaupa minningabók
5. maí 2015 | Minningargreinar | 1232 orð | 1 mynd

Hörður Eiðsson

Hörður Eiðsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík þann 8. maí 1944. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 18. apríl 2015. Hörður var sonur hjónanna Soffíu Sigurjónssdóttur, f.1925 húsmóður í Reykjavík, og Eiðs Ottó Bjarnasonar, f.1923, d. Meira  Kaupa minningabók
5. maí 2015 | Minningargreinar | 305 orð | 1 mynd

Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fæddist 6. janúar 1951. Hún lést 6. apríl 2015. Útför Jóhönnu fór fram 16. apríl 2015. Meira  Kaupa minningabók
5. maí 2015 | Minningargreinar | 1341 orð | 1 mynd

Kristín Kristinsdóttir

Kristín Kristinsdóttir fæddist 16. júlí 1921 á Eyri á Fáskrúðsfirði. Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 22. apríl 2015. Foreldrar hennar voru Kristinn Ívarsson, f. 1898, d. 1973, og Sigurbjörg Þorvarðardóttir, f. 1900, d. 2005. Meira  Kaupa minningabók
5. maí 2015 | Minningargreinar | 299 orð | 1 mynd

Nanna Jónsdóttir

Nanna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 5. maí 1935. Hún lést 23. desember 2014. Útför Nönnu fór fram 8. janúar 2015. Meira  Kaupa minningabók
5. maí 2015 | Minningargreinar | 3023 orð | 1 mynd

Sigurborg Á. Þorleifsdóttir

Sigurborg Ágústa Þorleifsdóttir fæddist 18. júní 1919 í Bolungarvík, hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl 2015. Foreldrar hennar voru Guðlaug G. Guðjónsdóttir, f. 13.6. 1892, d. 11.7. 1962, og Þorleifur K. Ásgeirsson, f. 12.11. 1885, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
5. maí 2015 | Minningargreinar | 303 orð | 1 mynd

Valdimar Lárus Guðmundsson

Valdimar Lárus Guðmundsson fæddist 16. mars 1958. Hann lést 4. apríl 2015. Útför Valdimars fór fram 20. apríl 2015. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. maí 2015 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Eimskip kaupir rekstur Baldurs og Særúnar

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Sæferða ehf. í Stykkishólmi sem rekur skipin Baldur og Særúnu á Breiðafirði. Meira
5. maí 2015 | Viðskiptafréttir | 495 orð | 2 myndir

Hagvöxtur stöðugur næstu ár samkvæmt þjóðhagsspá

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir því að hagvöxtur muni mælast 3,8% á yfirstandandi ári, verði 3,2% á næsta ári og rétt undir 3% á árunum 2017-2019. Meira
5. maí 2015 | Viðskiptafréttir | 208 orð | 1 mynd

Nýjung í lífeyrismálum á vefnum

Almenni lífeyrissjóðurinn kynnti í gær nýjan gagnvirkan vef fyrir sjóðfélaga þar sem boðið verður upp á gagnvirkar reiknivélar og framsetningu áætlana á myndrænni hátt en áður hefur tíðkast, auk þess sem þar verður hægt að annast ýmsar aðgerðir í... Meira
5. maí 2015 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Reitun hækkar lánshæfiseinkunn Orkuveitunnar

Matsfyrirtækið Reitun hefur hækkað lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur um tvö þrep , úr i.A3 í i.A1. Meira

Daglegt líf

5. maí 2015 | Daglegt líf | 1475 orð | 6 myndir

Af „hjartabræðrum“ og fjölskyldu þeirra

Á hverju ári fæðast allt að 70 börn með hjartagalla á Íslandi, eða um 1,7% allra barna. Meira
5. maí 2015 | Daglegt líf | 225 orð | 1 mynd

Bangsar með ör á bringunni

Hjartadrottningar eru hópur kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið hjartaáfall og starfa í kvennadeild Hjartaheilla. Þær hafa samtals prjónað meira en eitt hundruð bangsa og fært börnum sem gengist hafa undir hjartaaðgerð í útlöndum. Meira
5. maí 2015 | Daglegt líf | 154 orð | 1 mynd

Sumarbúðir, Mont Blanc, Íran, Marokkó og Jakobsvegurinn

Fyrir þá sem hafa áhuga á að senda unglingana sína til útlandsins til að bæta við sig tungumálakunnáttu, nú eða fyrir þá fullorðnu sem vilja hjóla, hlaupa eða ganga í útlöndum, eða fara í menningarferðir, þá er tilvalið að bregða sér á kynningarfund í... Meira

Fastir þættir

5. maí 2015 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 h6 4. Rc3 Bb4 5. e4 Bxc3 6. dxc3 0-0 7. Re2 d6...

1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 h6 4. Rc3 Bb4 5. e4 Bxc3 6. dxc3 0-0 7. Re2 d6 8. 0-0 Be6 9. b3 Dd7 10. Dd3 Bh3 11. f3 a6 12. Bxh3 Dxh3 13. g4 Staðan kom upp í síðari hluta 1. deildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Meira
5. maí 2015 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

70 ára

Sveinn Gústafsson prentari er sjötugur í dag, 5. maí. Laugardaginn 9. maí verður hann með heitt á könnunni milli kl. 16 og 19 á Hótel Cabin, Borgartúni 32, 7.... Meira
5. maí 2015 | Í dag | 321 orð

Af vorhlýindum, koppum og barnagælum

Það eru hlýindi og gróska í loftinu. Hallmundur Kristinsson kveður á Boðnarmiði: Senn mun leika vor um völlu, vetrar máttur dvín, blessuð sólin breytir öllu, bara ef hún skín. Örnólfur Thorlacius skrifaði mér: „Í horni þínu 28. Meira
5. maí 2015 | Árnað heilla | 563 orð | 3 myndir

Alltaf „syngjandi sæll og glaður“ trillukarl

Unnsteinn fæddist í Stykkishólmi 5.5. 1945 en ólst upp á Dröngum á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu. Barnaskóli Unnsteins var farskóli á Skógarströnd. Síðan fór hann í Framhaldsskólann í Stykkishólmi og lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Meira
5. maí 2015 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Anna Guðmunda Andrésdóttir

30 ára Anna ólst upp á Hornafirði og í Noregi, býr í Reykjavík, lauk BS-prófi í viðskiptafræði frá HÍ og MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Maki: Kári Georgsson, f. 1984, viðskiptafræðingur. Börn: Kolbrún Arna, f. 2007, og Ármann, f. 2014. Meira
5. maí 2015 | Í dag | 24 orð

Drottinn birtist honum úr fjarlægð: Með ævarandi elsku hef ég elskað...

Drottinn birtist honum úr fjarlægð: Með ævarandi elsku hef ég elskað þig, fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig. Meira
5. maí 2015 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

Elín Björg Arinbjarnardóttir

30 ára Elín ólst upp á Egilsstöðum, hefur verið þar búsett og stundar nú fjarnám í viðskiptafræði við HA. Maki: Baldur Örn Kristmundsson, f. 1987, starfsmaður hjá Alcoa Fjarðaáli. Dóttir: Rakel Ósk Baldursdóttir, f. 2011. Foreldrar: Arinbjörn Árnason,... Meira
5. maí 2015 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Fannar Hrafn Ragnarsson

30 ára Fannar ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum í rafvirkjun við Tækniskólann og er rafvirki hjá Rafmiðlun. Barnsmóðir: Eva Hlín Samúelsdóttir, f. 1985, sérkennari við leikskóla. Synir: Daði Freyr, f. 2011, og Samúel Ragnar, f. 2014. Meira
5. maí 2015 | Árnað heilla | 231 orð | 1 mynd

Magnús Þ. Torfason

Magnús fæddist á Halldórsstöðumí Laxárdal í Reykdælahreppi 5.5. 1922. Foreldrar hans voru Torfi Hjálmarsson, bóndi á Halldórsstöðum, og k.h., Kolfinna Magnúsdóttir húsfreyja þar. Meira
5. maí 2015 | Í dag | 54 orð

Málið

Að gera einhverju sk óna þýðir að gera ráð fyrir einhverju , búast við e-u . Og má gera því skóna að það sé komið úr skósmíðamáli. Ósjaldan sést hvar skotið hefur verið „að“ inn í orðtakið: gera „að“ einhverju skóna. Meira
5. maí 2015 | Árnað heilla | 200 orð | 1 mynd

Nýútskrifuð í peysufatagerð

Hlíf Sumarrós Hreinsdóttir er leikskólakennari á Ársölum, efra stigi, á Sauðárkróki. Hún er frá Auðnum í Öxnadal en fluttist á Sauðárkrók 2003 og hefur unnið á Ársölum síðan 2010. Meira
5. maí 2015 | Árnað heilla | 200 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Ragnhildur Jónsdóttir 85 ára Auður Guðmundsdóttir Finnbogi Árnason Frantz Pétursson Guðný Lilla Benediktsdóttir Hildur Jónasdóttir Ingibjörg Bjarnadóttir Lilja Finnbogadóttir 80 ára Gyða Þorsteinsdóttir Jón Þór Jónasson Valgerður Höskuldsdóttir... Meira
5. maí 2015 | Fastir þættir | 313 orð

Víkverji

Víkverji óskar stuðningsmönnum Chelsea nær og fjær til hamingju með Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Liðið er vel að honum komið. Meira
5. maí 2015 | Í dag | 150 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

5. maí 1945 Guðmundur Kamban rithöfundur var skotinn til bana í Kaupmannahöfn, 56 ára. Hann skrifaði leikrit og skáldsögur, bæði á íslensku og dönsku. Meðal verka hans eru Hadda Padda (sem var kvikmynduð 1924), Marmari og Skálholt. 5. Meira

Íþróttir

5. maí 2015 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

„Skiptir ekki öllu máli hver skorar“

Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Atli Guðnason, leikmaður FH, var ánægður með að ná að landa þremur stigum í leik liðsins gegn KR í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í knattspyrnu á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Brynhildur og félagar í undanúrslitum

Brynhildur Sól Eddudóttir og samherjar hennar í Alavarium eru komin áfram í undanúrslit um portúgalska meistaratitilinn í handknattleik. Alavarium vann Juve Lis öðru sinni í 8 liða úrslitum, 25:20, en leikið var á heimavelli Alavarium. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 507 orð | 2 myndir

Draumabyrjun oft dugað skammt

Nýliðar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Leiknismenn sköpuðu sér sannkallaða draumabyrjun í efstu deild íslenskrar knattspyrnu þegar þeir unnu 3:0-sigur á Val í fyrrakvöld. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 385 orð | 2 myndir

Grótta er með besta liðið

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Hertzhöllin: Grótta &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Hertzhöllin: Grótta – Stjarnan 19.30 KNATTSPYRNA Lengjubikar kvenna, úrslitaleikur C: Egilshöll. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Hendrickx líklegast fótbrotinn

Allt bendir til þess að belgíski knattspyrnumaðurinn Jonathan Hendrickx leiki ekki með FH næstu vikur eða mánuði eftir að hann meiddist illa í leik liðsins gegn FH í Vesturbænum í gærkvöld. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Í kvöld verður flautað til leiks í úrslitum Íslandsmótsins í...

Í kvöld verður flautað til leiks í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik kvenna þegar Grótta og Stjarnan leiða saman hesta sína í fyrstu viðureign af mögulega fimm. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 11. sæti á Opna ítalska mótinu í golfi í Mílanó í maí 2007, en mótið var hluti af Evrópumótaröðinni. • Birgir Leifur er fæddur árið 1976, uppalinn á Akranesi. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Margrét til Keflavíkur

Margrét Sturlaugsdóttir var í gærkvöldi ráðin þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik fyrir næstu leiktíð. Henni til aðstoðar verður Marín Rós Karlsdóttir. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 338 orð | 2 myndir

Mark Guðmundar Árna opnaði á fleiri leiðir

Fréttaskýring Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Guðmundur Árni Ólafsson tryggði Íslandi dýrmætt stig gegn Serbíu ytra í undankeppni EM í handknattleik í fyrradag. En hversu dýrmætt er stigið? Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla KR – FH 1:3 Staðan: Leiknir R. 11003:03 FH...

Pepsi-deild karla KR – FH 1:3 Staðan: Leiknir R. 11003:03 FH 11003:13 Víkingur R. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 455 orð | 3 myndir

R agnar Sigurðsson og félagar í liði Krasnodar í rússnesku...

R agnar Sigurðsson og félagar í liði Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu héldu frábæru gengi sínu áfram með öruggum 3:0 útisigri á Arsenal Tula í gær. Ragnar spilaði allan leikinn. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 846 orð | 2 myndir

Sjúkraþjálfarar í yfirvinnu

NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Eftir barninginn í fyrstu umferðinni er nú búið að sópa burt þeim liðum sem aldrei áttu tækifæri á meistaratitlinum til að byrja með. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Stórbætti eigið met

Vigdís Jónsdóttir, úr FH, gerði sér lítið fyrir í gær og stórbætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti kvenna á móti á Kaplakrikavelli. Hún kastaði sleggjunni 57,06 metra í fyrstu umferð og bætti metið sem hún setti 22. maí í fyrra um 1,65 metra. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

Svíþjóð Umspilsriðill um sæti í A-deild: Ricoh – Skövde 33:22...

Svíþjóð Umspilsriðill um sæti í A-deild: Ricoh – Skövde 33:22 • Tandri Már Konráðsson skoraði 4 mörk fyrir Ricoh. Liðið er orðið öruggt um að halda sæti sínu í úrvalsdeild á næstu... Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Var eitt markmiða okkar

„Við erum gríðarlega ánægðir. Meira
5. maí 2015 | Íþróttir | 766 orð | 4 myndir

Þú skiptir ekki Atla Guðnasyni af velli

Í Vesturbænum Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar þú ert þjálfari, ert með Atla Guðnason í þínu liði og hann sést varla í 80 mínútur, þá er samt ekki endilega skynsamlegt að skipta honum af velli. Þetta veit Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Meira

Bílablað

5. maí 2015 | Bílablað | 462 orð | 7 myndir

Aflmikill en samt eyðslugrannur

Ný kynslóð Audi A6 kom á markað fyrir fjórum árum og núna er nýkomin á markað hér á landi ný útgáfa hans. Um svokallaða miðaldursandlitslyftingu er að ræða þar sem endurnýjaðir eru dæmigerðir útlitshlutir eins og stuðaðar og ljós. Meira
5. maí 2015 | Bílablað | 285 orð | 1 mynd

Allt á hjólum í 3. sinn

Það stendur mikið til í Fífunni en þar verður opnuð bílasýningin Allt á hjólum næstkomandi föstudag. Sýningin var fyrst haldin 2011, þá 2013 og nú líður að þriðju sýningunni. Það er hugur í mönnum enda árferðið að skána, segir Sigurður Kr. Meira
5. maí 2015 | Bílablað | 746 orð | 5 myndir

Byltingin er í tölvunum

Auðunn Gunnarsson bifvélavirkjameistari hefur fengist við fag sitt svo lengi sem hann man eftir sér og fyrirtæki hans, Bifvélaverkstæði Kópavogs, fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli. Og það er nóg að gera hjá kappanum. Meira
5. maí 2015 | Bílablað | 162 orð | 1 mynd

Ellefu rafmagnsbílar í flotann

Höldur-Bílaleiga Akureyrar fékk á dögunum afhenta 11 rafmagnsbíla og er því með mesta úrval umhverfisvænna rafmagnsbíla á landinu. Bílarnir eru Kia Soul EV frá Öskju, Nissan Leaf frá BL og Volkswagen e-Golf frá Heklu. Meira
5. maí 2015 | Bílablað | 391 orð | 4 myndir

F-TYPE-sportbíll kominn til landsins

Til landsins kom í gærmorgun nýr Jagúar-sportbíll af svokallaðri F-TYPE-gerð en hann verður eitt af aðalnúmerunum á bílasýningunni í Fífunni um næstu helgi. Meira
5. maí 2015 | Bílablað | 497 orð | 3 myndir

Lögreglan lærði af þeim fremstu

Forgangsakstur, þegar lögregla ekur með bláu ljósin og jafnvel sírenurnar á, er talinn um sjö sinnum hættulegri en venjulegur akstur. Hann er aðeins notaður í neyð og aðrir í umferðinni víkja fyrir þeim sem ekur í forgangi. Meira
5. maí 2015 | Bílablað | 86 orð | 3 myndir

Nýir og notaðir sameinast í Kauptúni

Síðastliðinn laugardag fagnaði Toyota á Íslandi þeim tímamótum að Betri notaðir bílar fluttu í Kauptúnið þar sem sala nýrra bíla hefur farið fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Meira
5. maí 2015 | Bílablað | 269 orð | 4 myndir

Það er allt hægt fari það nógu hratt

Eflaust finnst einhverjum hugmyndin um að aka á vatni álíka fjarstæðukennd og hugmyndin um að ganga á vatni. Nema vatnið sé frosið, þá er lögmálunum ekki storkað með sama hætti. Að lokinni afmælissýningu torfærunnar á Íslandi sl. Meira
5. maí 2015 | Bílablað | 281 orð | 7 myndir

Þrautreyndir kappar hafa engu gleymt

Vorboðinn ljúfi, torfæran, hefur gert vart við sig en fyrsta umferð Íslandsmótsins í torfærunni, Sindratorfæran 2015, fór fram sl. föstudag á Hellu. Að keppninni stóðu Torfæruklúbbur Suðurlands og Flugbjörgunarsveitin á Hellu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.