Greinar þriðjudaginn 1. september 2015

Fréttir

1. september 2015 | Innlendar fréttir | 342 orð

BHM stefnir ríkinu fyrir Félagsdómi

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is BHM hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir Félagsdómi vegna vangoldinna launa ljósmæðra síðan í verkfalli félagsins. Stefnt er að því að taka málið fyrir þann 9. september. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 149 orð

Breytt áskrift að Morgunblaðinu

Frá og með 1. september breytist fyrirkomulagið að áskrift að Morgunblaðinu. Áskrift að eMogganum, sem er Morgunblaðið á spjaldtölvum og snjallsímum, fylgir hér eftir fullri áskrift að Morgunblaðinu. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Efla telur ekki þörf á nýju umhverfismati

Niðurstaða úttektar sérfræðinga verkfræðistofunnar Eflu á umhverfismati Hvammsvirkjunar er að ekki hafi orðið þær breytingar á forsendum gamla umhverfismatsins að þörf sé á að endurtaka matið. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Eggert

Hressandi gönguferð Þessi vaska stúlka stóðst ekki mátið og óð út í sjóinn við Seltjarnarnes í hægviðrinu sem var á höfuðborgarsvæðinu í gær, á síðasta degi ævintýralegs... Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Engin sláttuvél stóðst prófið

Engin garðsláttuvél sem Vinnueftirlitið skoðaði í sérstöku markaðseftirlitsátaki á síðasta ári uppfyllti skilyrði eftirlitsins um íslenskar leiðbeiningar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir árið 2014 sem kom út í gær. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Enn mikil óánægja ríkjandi

Að sögn Katrínar Sigurðardóttur, formanns Félags geislafræðinga, höfðu engar uppsagnir geislafræðinga verið dregnar til baka þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gærkvöldi. Alls voru þær 18 talsins og áætlað að þær tækju gildi á miðnætti. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Everest frumsýnd á styrktarsýningu

Hin nýja stórmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd víða um lönd 18. september næstkomandi. Tveimur dögum áður, þann 16., verður sérstök styrktarsýning á kvikmyndinni í Laugarásbíói og mun hún þá fyrst koma fyrir augu almennings. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Fáir karlar í „kvennanám“

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Karlar eru 11% nýnema í félagsráðgjöf og 10% í uppeldis- og menntunarfræði í Háskóla Íslands. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Ferðamenn taka á sig auknar byrðar

Erlendur ferðamaður gekk æði rösklega um Sundlaugarveg í blíðviðrinu í gær miðað við hvað hann rogaðist með á bakinu og annarri öxlinni. Svo virtist sem hann hefði gert kjarakaup hér á landi og látið pakka varningnum vandlega inn. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 904 orð | 2 myndir

Forsendur samninga að bresta

Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil óvissa er komin upp í kjölfar gerðardómsins um laun BHM-félaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna yfirstandandi kjaraviðræðna og endurskoðunar samninga eftir áramót. Á vettvangi ASÍ hefur skv. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 397 orð | 2 myndir

Fráveita komin á áætlun

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Grjótskriður stöðvuðust á snjóflóðavarnagörðunum sem byggðir hafa verið fyrir ofan byggðina í Siglufirði. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Frumskógardrottning í Breiðholti

Uppsetningu á Frumskógardrottningu Errós á vegg stigagangs íþróttahússins við Austurberg er að ljúka. Veggmyndin verður afhjúpuð næstkomandi föstudag. Erró gaf Reykvíkingum verkið og útfærði það í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 160 orð

Geta bætt öðru og þriðja folaldinu við

Hrossabændur geta aukið tekjur sínar af stóðinu verulega með því að láta taka blóð úr fylfullum hryssum. Blóðtakan sem stendur yfir þessar vikurnar eykst hægt en örugglega á hverju ári, að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Sífellt fleiri bændur taka þátt. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 332 orð | 8 myndir

Hótel Skuggi tekur við fyrstu gestum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hótel Skuggi á Hverfisgötu 103 var opnað formlega um hádegisbilið í gær þegar tekið var á móti fyrstu gestunum. Hótelið er þriggja stjörnu og mjög vel staðsett. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Hringbraut besta staðsetningin

Skýrsla KPMG um heppilegustu staðsetningu nýs Landspítala hefur verið gerð opinber. Skýrslan var unnin fyrir Nýjan Landspítala ohf. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 179 orð

Hækkanir frá 18 til 45%

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Ég held að það sé alveg ljóst að það mun reyna á forsendur í kjarasamningi okkar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Meira
1. september 2015 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Hæsta fjallið fær sitt gamla nafn á ný

Barack Obama Bandaríkjaforseti hóf í gær þriggja daga heimsókn sína til Alaska, víðlendasta sambandsríkisins. Eitt af því sem hann mun gera er að gefa hæsta fjalli Bandaríkjanna, McKinley, aftur sitt gamla nafn, Denali. Fjallið er 6.168 metrar að hæð. Meira
1. september 2015 | Erlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Ís sem ekki byrjar strax að leka í sól?

Allir kannast við vandann: ís freistar mest á sólheitum sumardegi en séu menn ekki þeim mun fljótari að háma hann í sig bráðnar hann, lekur niður. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 61 orð

Ítölsk kona lést í slysinu við Pétursey

Konan sem lést í bílslysi á sunnudag við ána Klifanda í nágrenni Péturseyjar var ítalskur ríkisborgari, fædd 1949. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki tímabært að gefa nafn hennar upp að svo stöddu. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 485 orð | 4 myndir

Konur velja heilbrigðisgreinar og karlar verkfræði

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kynjaskipting nýnema í grunnnámi í Háskóla Íslands er afar misjöfn eftir námsgreinum. T.d. eru konur fjórðungur nemenda í nokkrum greinum verkfræði, þrátt fyrir að vera tveir þriðju hlutar allra nýnema. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 336 orð | 3 myndir

Landslið án landsliðsbúnings

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Nú eru stífar æfingar fram undan enda mikið í húfi,“ segir Þórir Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands í tölvuleiknum Counter Strike – Global Offensive. Meira
1. september 2015 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Mannskæð átök í Kænugarði

Minnst einn liðsmaður þjóðvarðliðs Úkraínu lét lífið og tugir særðust, sumir alvarlega, þegar sprengju var kastað í átökum við þinghúsið í Kænugarði í gær. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Málum fjölgar mikið

Umboðsmaður Alþingis segir í árlegri skýrslu sinni að aukinn málafjöldi síðustu ár hafi gert það að verkum að embættinu takist ekki að sinna hlutverki sínu með fullnægjandi hætti í samræmi við lög um umboðsmann Alþingis. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Nýjar merkingar eftir banaslysið

Rekstraraðilar við Jökulsárlón hafa komið upp nýjum varúðarskiltum og girt af það svæði sem hjólabátum er jafnan ekið á milli þjónustumiðstöðvar og lónsins sjálfs. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 320 orð | 2 myndir

Nýju hjúkrunarheimili fagnað

Sigurður Sigurðsson Ísafirði Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði var formlega afhent Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á sunnudag. Fjölmenni var við vígslu heimilisins og hundruð gesta skoðuðu bygginguna að vígslu lokinni. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Okkar framlag sem þjóðar

Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Fjöldi Íslendinga hefur nú boðist til þess að aðstoða við móttöku flóttamanna á einn eða annan hátt. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 610 orð | 2 myndir

Rússar kanna fiskvinnslur á nýjan leik

Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sendinefnd frá rússnesku matvælastofnuninni er væntanleg til Íslands í næstu viku, en hingað kemur hún í nafni Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstan og Armeníu. Meira
1. september 2015 | Erlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Sekur um orðróm og óðagot

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fjármálablaðamaður í Kína hefur „viðurkennt“ að hafa valdið óðagoti og truflunum á verðbréfamarkaðnum í landinu með skrifum sínum og valdið þjóðinni miklu tjóni, að sögn þarlendra fjölmiðla á sunnudag. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 193 orð

Sjávarklasi að íslenskri fyrirmynd

Hópur fyrirtækja, háskóla og stofnana í Portland, stærstu borg Maine-ríkis í Bandaríkjunum, hefur lagt í sameiningu fram tillögu að stofnun sjávarklasa að íslenskri fyrirmynd í borginni. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Sólstafir með tvenna tónleika í Japan

Þungarokkshljómsveitin Sólstafir hélt fyrstu tónleika sína í Japan í gærkvöldi ásamt bresku rokksveitinni Anathema. Tónleikarnir fóru fram í Tókíó og munu sveitirnar troða þar upp öðru sinni í kvöld. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 201 orð | 3 myndir

Stúdentaíbúðir tilbúnar eftir ár

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 102 stúdentaíbúða í Brautarholti 7 í Reykjavík. Byggð verða tvö hús, efra hús við Brautarholt og neðra hús sem snýr í átt að Laugavegi, alls tæplega 4. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Sæmundur Óskarsson

Sæmundur Óskarsson, fyrrverandi prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands og rafmagnsverkfræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 22. ágúst sl., 85 ára að aldri. Hann fæddist í Vík í Mýrdal 25. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Tundurdufl og fíkniefni á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í ýmsu að snúast um helgina. Sl. föstudag var hluta Grindavíkurhafnar lokað þegar Skinney SF 29 lagðist þar að bryggju með tundurdufl innan borðs. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Tvö folöld til viðbótar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við getum alltaf bætt við okkur. Verðið til bænda hefur hækkað um 10% á ári að meðaltali en aðrar afurðir búanna hafa staðið í stað eða jafnvel lækkað í verði,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 347 orð | 16 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Absolutely Anything Hópur sérvitra geimvera veita manneskju krafta til að gera hvað sem henni sýnist í tilraunaskyni. Í aðalhlutverkum eru Simon Pegg, John Cleese, Kate Beckinsale, Terry Gilliam og Robin Williams. IMDB 6,4/10 Laugarásbíó 18.00, 20. Meira
1. september 2015 | Erlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Vilja að Þjóðverjar útskýri stefnu sína

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Austurríkismenn hófu í gær að kanna hvort flutningabílar á leið inn í landið frá Ungverjalandi væru notaðir til að smygla farandfólki frá Miðausturlöndum. Meira
1. september 2015 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Þórsberg segir upp 26

Stærsti vinnuveitandinn á Tálknafirði, útgerðarfyrirtækið Þórsberg, hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum, 26 að tölu. Meira

Ritstjórnargreinar

1. september 2015 | Leiðarar | 256 orð

Myrkviðir

Verðskrár og vaxtatöflur stóru bankanna þriggja taka 45 blaðsíður með flóknu orðalagi og fleiri hundruð liðum Meira
1. september 2015 | Leiðarar | 318 orð

Vaxandi vopnabúr

Störukeppnin milli Japans og Kína heldur áfram Meira
1. september 2015 | Staksteinar | 160 orð | 2 myndir

Vel mætt í yfirboð

Páll Vilhjálmsson bendir á að ekki hafi allir þingmenn háls til að halda haus þegar vinsælda vindsveipur fellur óvænt á þá og segir svo: Eygló talaði fjálglega um að fá stuðning almennings við móttöku flóttamanna. Meira

Menning

1. september 2015 | Tónlist | 109 orð | 1 mynd

Crosby, Stills & Nash fara í siglingu

Eins og kunngt er starfar fjöldi skemmtikrafta um borð í skemmtiferðaskipum sem sigla um heimsins höf. Þeir eru þó sjaldnast jafn þekktir og gömlu hljómsveitarfélagarnir sem kalla sig Crosby, Stills & Nash. Meira
1. september 2015 | Tónlist | 220 orð | 2 myndir

Fagna 25 ára afmæli

„Sinfóníuhljómsveit áhugamanna stendur öllum opin, því hér eru engin inntökupróf,“ segir Oliver Kentish sem verið hefur aðalstjórnandi sveitarinnar sl. tíu ár, en hefur starfað með henni frá stofnun fyrir 25 árum. Meira
1. september 2015 | Myndlist | 100 orð | 1 mynd

Hyggjast byggja sundlaug með listaverkum og fossi eftir Ólaf í Kaupmannahöfn

Danskur myndlistarsafnari og fyrrrverandi stjórnandi ARoS-listasafnins í Árosum í Danmörku, hafa óskað eftir því við yfirvöld í Kaupmannahöfn að fá að byggja einskonar list-sundlaug í miðborginni. Meira
1. september 2015 | Kvikmyndir | 161 orð | 1 mynd

Höfundur hryllingsmynda látinn

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Wes Craven, einn kunnasti hryllingsmyndahöfundur síðustu áratuga, lést af völdum heilaæxlis á heimili sínu í Los Angeles á sunnudag. Hann var 76 ára gamall. Meira
1. september 2015 | Dans | 1047 orð | 3 myndir

Í eina sæng og allir eru einstakir

Það er næsta ótrúlegt hvað sjálfstæða sviðslistasenan hér á landi hefur eflst mikið á stuttum tíma. Meira
1. september 2015 | Bókmenntir | 267 orð | 1 mynd

Kannaði og skrifaði um heilann

Hinn heimskunni breski taugasérfræðingur, læknir og metsölurithöfundur Oliver Sacks lést úr krabbameini í New York á sunnudag. Hann var 82 ára gamall. Meira
1. september 2015 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Langalángamma Svánga Manga

Heimir Már Pétursson er skemmtilegur og uppátækjasamur fréttamaður. Nú hefur hann tekið upp á því að tala vestfirsku. Er það vel enda mikilvægt að verja mállýskur þessarar þjóðar með kjafti og klóm og hverskonar sérvisku í tali. Meira
1. september 2015 | Kvikmyndir | 206 orð | 1 mynd

Myndin Fúsi tilnefnd fyrir Íslands hönd

Kvikmyndin Fúsi eftir Dag Kára Pétursson er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunamyndin þarf að vera runnin undan rifjum norrænnar menningar og af miklum listrænum gæðum. Meira
1. september 2015 | Tónlist | 120 orð | 1 mynd

Ný sólóplata Richards væntanleg

Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, segir í samtali við blaðamann The New York Times að árið 2011 hafi hann íhugað alvarlega að setjast í helgan stein. Meira
1. september 2015 | Kvikmyndir | 106 orð | 2 myndir

Rapparar vinsælir

Kvikmyndin Straight Outta Compton er sú sem mestum miðasölutekjum skilaði kvikmyndahúsum landsins um nýliðna helgi. Alls lögðu 5.318 bíógestir leið sína á myndina. Myndin fjallar um rappsveitina goðsagnakenndu N.W.A. Meira
1. september 2015 | Tónlist | 75 orð | 2 myndir

Sigurður og Jan Harbeck blása

Harbeck/Flosason Swingtet kemur fram á djasskvöldi KEX hostels í kvöld, þriðjudag. Um er að ræða samstarfsverkefni danska tenór-saxófónleikarans Jan Harbeck og hins íslenska kollega hans Sigurðar Flosasonar sem leikur á alt-saxófón. Meira
1. september 2015 | Dans | 137 orð | 1 mynd

SRK tók upp söngatriði á Íslandi

Indverskir fjölmiðlar greina frá því að ein skærasta stjarna indverskrar kvikmyndagerðar, sem kennd er við kvikmyndaverin í Bollywood norðan við borgina Mumbai, hafi lokið tökum á dans- og söngatriði á Íslandi. Meira
1. september 2015 | Tónlist | 335 orð | 1 mynd

Tenórveisla í Hafnarborg

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
1. september 2015 | Tónlist | 494 orð | 2 myndir

Ævintýr eða náttúruníð?

Gunnsteinn Ólafsson og Böðvar Guðmundsson: Baldursbrá. Einsöngvarar: Fjóla Nikulásdóttir S (Baldursbrá), Eyjólfur Eyjólfsson T (Spói), Jón Svavar Jósefsson Bar. (Rebbi), Davíð Ólafsson B (Hrútur). Meira

Umræðan

1. september 2015 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Ég mótmæli harðlega

Eftir Stefaníu Jónasdóttur: "Eigum við að halda uppi öllu þessu fólki og án þess að vita nokkuð um það?" Meira
1. september 2015 | Bréf til blaðsins | 334 orð | 1 mynd

Flóttamenn

Nú er verið að kynda undir nýjasta æði Íslendinga sem er móttaka flóttamanna. Meira
1. september 2015 | Pistlar | 478 orð | 1 mynd

Hvar endar þetta?

Eins og gengur og gerist með stóra viðburði í lífi hvers einstaklings þá man ég mætavel daginn sem ég sá mína fyrstu mynd um njósnara hennar hátignar, James Bond. Meira
1. september 2015 | Bréf til blaðsins | 265 orð

Starfsemi Bridsfélags eldri borgara í Hafnarfirði hefst af krafti...

Starfsemi Bridsfélags eldri borgara í Hafnarfirði hefst af krafti Föstudaginn 21. ágúst var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 24 para. Efstu pör í N/S (% skor): Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 65,3 Sveinn Snorrason - Þorl. Þórarinss. Meira
1. september 2015 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Tími Dýrafjarðarganga er kominn

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Flýtum útboði Dýrafjarðarganga strax. Þau eru næst í röðinni." Meira
1. september 2015 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

Um málskotsréttinn

Eftir Hauk Arnþórsson: "Hver á að fara með málskotsrétt og til hvers á hann að leiða?" Meira

Minningargreinar

1. september 2015 | Minningargreinar | 1381 orð | 1 mynd

Birgir Björnsson

Birgir Björnsson fæddist í Reykjavík 1. apríl 1932. Hann lést 26. ágúst 2015 á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ. Foreldrar hans voru Björn Jónsson, bakarameistari, f. 29. mars 1881, d. 4. ágúst 1972 og Jónína Guðrún Elíasdóttir, f. 14. júní 1897,... Meira  Kaupa minningabók
1. september 2015 | Minningargreinar | 3570 orð | 1 mynd

Elvar Már Theodórsson

Elvar Már Theodórsson fæddist 11. júlí 1979. Hann lést á heimili sínu í Prag eftir skammvinn veikindi 17. ágúst 2015. Foreldrar hans eru hjónin Theodór Sigurðsson, f. 1956, og Ragnhildur Guðrún Júlíusdóttir, f. 1956. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2015 | Minningargreinar | 1706 orð | 1 mynd

Hólm Dýrfjörð

Hólm Dýrfjörð var fæddur 21. febrúar 1914 að Fremri Bakka í Langadal í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 19. ágúst 2015. Foreldrar hans voru Kristján Markús Dýrfjörð, f. 22.6. 1892, d. 16.8. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2015 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

Magðalena Sigríður Hallsdóttir

Magðalena Sigríður Hallsdóttir fæddist 28. júní 1928. Hún lést 31. júlí 2015. Útför Magðalenu fór fram 9. ágúst 2015. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2015 | Minningargreinar | 2016 orð | 1 mynd

Sigmundur Bergur Magnússon

Sigmundur Bergur Magnússon fæddist 5. febrúar 1923 á Orustustöðum á Brunasandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann lést 21. ágúst 2015 í Hveragerði. Foreldrar hans voru Katrín Sigurlaug Pálsdóttir, f. 1890, og Magnús Jón Sigurðsson, f. 1866. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2015 | Minningargreinar | 886 orð | 1 mynd

Xavier Tindri Miles-Magnússon

Xavier Tindri Miles-Magnússon fæddist á Landspítalanum 9. apríl 2010. Hann lést á heimili sínu, Tröllakór 8, þann 22. ágúst 2015. Foreldrar hans eru Magnús Tindri Sigurðarson, fæddur 1. okt. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. september 2015 | Viðskiptafréttir | 234 orð | 1 mynd

Eimskip krefst endurgreiðslu

Eimskip ætlar að krefjast endurgreiðslu á 13,1 milljón dollara eða 1,7 milljörðum króna auk vaxta vegna vanefnda á afhendingu flutningaskips sem smíða átti í Kína. Eimskip hefur lagt út fyrir upphæðinni en hún er tryggð með bankaábyrgð. Meira
1. september 2015 | Viðskiptafréttir | 516 orð | 2 myndir

Fasteignafélögin eflast

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira
1. september 2015 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Minni vöruskiptahalli eftir fyrstu 7 mánuðina

Fyrstu sjö mánuði ársins var 6,4 milljarð a króna halli á vöruskiptum við útlönd, sem er minni halli en á sama tímabili í fyrra þegar vöruskiptin voru óhagstæð um 7,6 milljarða króna, samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Meira
1. september 2015 | Viðskiptafréttir | 120 orð | 1 mynd

Skinney-Þinganes ætlar að kaupa Auðbjörgu

Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur gert samkomulag um kaup á öllum hlutabréfum í fyrirtækinu Auðbjörgu í Þorlákshöfn. Meira

Daglegt líf

1. september 2015 | Daglegt líf | 243 orð | 3 myndir

Frítt inn á myndir eftir konur

Bæjarbíó í Hafnarfirði ætlar að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með veglegum hætti. Af því tilefni verður afmælishátíð og ýmislegt í boði með áherslu á konur. Meira
1. september 2015 | Daglegt líf | 261 orð | 1 mynd

Þetta er allt Viggó að kenna!

Ingi Jensson opnar myndasögusýningu í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Grófinni, næstkomandi föstudag klukkan 16. Ingi hefur starfað sem myndasöguhöfundur og myndskreytir frá 1999. Meira
1. september 2015 | Daglegt líf | 1000 orð | 5 myndir

Öflugar íslenskar bjóráhugakonur

Þær hafa brennandi áhuga á bjór, konurnar sem eru í Félagi íslenskra bjóráhugakvenna. Þær hittast reglulega og smakka og fræðast um bjór. Smekkur þeirra á bjór er jafn ólíkur og þær eru margar. Meira

Fastir þættir

1. september 2015 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 Bg4 4. h3 Bxf3 5. Dxf3 e6 6. d4 dxe4 7. Dxe4...

1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 Bg4 4. h3 Bxf3 5. Dxf3 e6 6. d4 dxe4 7. Dxe4 Rf6 8. Dd3 Ra6 9. a3 Da5 10. Hb1 Rc7 11. Be2 Rcd5 12. O-O Rxc3 13. bxc3 Dc7 14. c4 Be7 15. Df3 b6 16. Bf4 Bd6 17. Bg5 Rd7 18. Dg4 c5 19. d5 e5 20. Bd3 g6 21. f4 exf4 22. Hbe1+ Be5... Meira
1. september 2015 | Í dag | 283 orð

Af Rjómaballinu og Guðna

Guðni Ágústsson skrifaði mér á sunnudaginn: „Ég sendi skáldunum orð vegna Rjómaballsins. Skáldin glöddu Eyfirðinga með kveðskap á Handverkshátíðinni, ekki síst um fuglahræðu-þemað. Meira
1. september 2015 | Í dag | 11 orð

„Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jak...

„Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ (Jak 4. Meira
1. september 2015 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Daníel Jósefsson

40 ára Daníel er úr Kópavogi en býr í Garðabæ og er birgðastjóri hjá Vífilfelli. Maki : Erna Ásbjörnsdóttir, f. 1976, þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Garðabæjar. Börn : Samúel Ingi, f. 2001. Fósturbörn: Sunna María, f. 1999, og Jóhanna Birta, f.... Meira
1. september 2015 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Egilsstaðir Kristrún Sirrý Davíðsdóttir fæddist 7. janúar 2015 kl. 8.49...

Egilsstaðir Kristrún Sirrý Davíðsdóttir fæddist 7. janúar 2015 kl. 8.49. Hún vó 4.118 g og var 52,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Jónína Brynjólfsdóttir og Davíð Arnar Sigurðsson... Meira
1. september 2015 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Eiríkur Vignir Pálsson

40 ára Eiríkur er Eyrbekkingur en býr á Selfossi. Hann er byggingafræðingur hjá Proark teiknistofu. Maki : Líney Magnea Þorkelsdóttir, f. 1975, viðskiptafræðingur hjá sveitarfélaginu Árborg. Börn : Máni Páll, f. 2001, Sóley Dögg, f. Meira
1. september 2015 | Fastir þættir | 404 orð | 2 myndir

Fiskurinn ferskur, frosinn og saltaður

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tengsl framleiðenda og viðskiptavina eru sterk. Nýlega voru stjórnendur Coop í Svisslandi í heimsókn og kynntu sér starfsemina hér. Meira
1. september 2015 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Geirþrúður M. Kjartansdóttir

30 ára Geirþrúður María er frá Höfn í Hornafirði en býr í Reykjavík. Hún er deildarstjóri á leikskólanum Fífuborg. Maki : Hjörtur Hjartarson, f. 1981. Börn : Irma Katrín, f. 2010, og Sigurrós Kara, f. 2012. Sjúpsonur er Matthías Hjörtur, f. 2002. Meira
1. september 2015 | Fastir þættir | 842 orð | 3 myndir

Hlið Vestfjarðanna stendur ennþá opið

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í vor má vænta útgáfu nýrrar bókar um gönguleiðir á Barðaströnd, þ.e. í gamla Barðastrandarhreppi sem nær frá Skiptá í Kjálkafirði í austri að Stálfjalli í vestri. Meira
1. september 2015 | Fastir þættir | 102 orð | 1 mynd

Lagfært við Látrabjarg í haust

Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við gerð göngustíga og aðrar slíkar framkvæmdir á Bjargtöngum við Látrabjarg. Þeim er ætlað að draga úr umhverfisálagi á svæðið, þangað sem tugir þúsunda ferðamanna koma á hverju ári. Meira
1. september 2015 | Fastir þættir | 169 orð

Löng vika. S-NS Norður &spade;Á10 &heart;D954 ⋄10843 &klubs;D62...

Löng vika. S-NS Norður &spade;Á10 &heart;D954 ⋄10843 &klubs;D62 Vestur Austur &spade;D6 &spade;K542 &heart;KG10732 &heart;-- ⋄G95 ⋄Á762 &klubs;105 &klubs;Á9873 Suður &spade;G9873 &heart;Á86 ⋄KD &klubs;KG4 Suður spilar 2G. Meira
1. september 2015 | Í dag | 51 orð

Málið

Menn og málleysingjar er sagt um mælt dýr og mállaus. Meðan samúð með öðrum dýrum en gæludýrum var útbreidd var oft sagt: Aumingja eða blessaður málleysinginn . Meira
1. september 2015 | Fastir þættir | 115 orð | 1 mynd

Minnst 3.500 tonnum slátrað

Slátrun á laxi úr kvíum Fjarðalax á Tálknafirði er í fullum gangi og hefur starfsemi fyrirtækisins vaxið mjög að undanförnu. „Við erum að slátra um 50 til 70 tonnum á viku, en í vetur gerum við ráð fyrir að slátra 3. Meira
1. september 2015 | Árnað heilla | 532 orð | 4 myndir

Skólastjóri í tuttugu ár

Gylfi Guðmundsson fæddist 1. september 1940 að Staðastað á Snæfellsnesi en ólst upp í Garði og í Kópavogi. Frá 11 ára aldri var hann í sveit á sumrum, var á Strandhöfn í Vopnafirði og á Móum á Kjalarnesi á unglingsárum. Meira
1. september 2015 | Árnað heilla | 175 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Fjóla Guðmundsdóttir Guðrún Anna Ingimundardóttir Ölver Guðnason 85 ára Egill Jónsson Einar Árnason Pernille G. Meira
1. september 2015 | Árnað heilla | 217 orð | 1 mynd

Tónlist og söngur eru alltaf nærri

Sextugsaldurinn er hér með í höfn en formlegt afmælishald frestast til haustsins,“ segir Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sem er fimmtug í dag, 1. september. Meira
1. september 2015 | Fastir þættir | 293 orð

Víkverji

Fróðlegt er að fylgjast með umræðum fólks á samfélagsmiðlum um flóttamannavandann og hvernig við Íslendingar getum lagt þar hönd á plóg. Meira
1. september 2015 | Í dag | 167 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

1. september 1930 Kvikmyndahúsin í Reykjavík hófu sýningar talmynda. Gamla bíó sýndi Hollywood-revíuna og Nýja bíó Sonny Boy (The Singing Fool). Í Morgunblaðinu var sagt að mikil eftirvænting hefði ríkt en „fæstir hafi skilið hvað sagt var“. Meira
1. september 2015 | Fastir þættir | 217 orð | 1 mynd

Þjóðgerður vill jafnrétti fyrir alla

Ungt fólk í Vesturbyggð ákvað í sumar að stofna félag femínista í sveitarfélaginu og hlaut félagið nafnið Þjóðgerður eftir dóttur Hrafna-Flóka. Stofnfundurinn var haldinn á hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna, þann 19. Meira
1. september 2015 | Árnað heilla | 265 orð | 1 mynd

Þorvaldur Gissurarson

Þorvaldur Gissurarson, prestur og goðorðsmaður í Hruna, fæddist um miðbik 12. aldar. Þorvaldur var af ætt Haukdæla en foreldrar hans voru Gissur Hallsson, goðorðsmaður í Haukadal, og k.h. Álfheiður Þorvaldsdóttir hins auðga Guðmundssonar. Meira

Íþróttir

1. september 2015 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

Axel Kárason

Nr. á EM : 4 Fæddur : 1983 Staða : Framherji. A-landsleikir : 44 Félag : Svendborg í Danmörku. Uppeldisfélag : Tindastóll. Hæð : 192 cm. Twitter : Er ekki á... Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Ágúst vann Frakka

Ágúst Kristinn Eðvarðsson stóð sig með sóma á heimsmeistaramóti ungmenna í taekwondo sem fram fer í Suður-Kóreu. Ágúst, sem vann til bronsverðlauna á EM í júlí, endaði í 9.-16. sæti í sínum flokki á HM. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

Danmörk GOG – Team Tvis Holstebro 30:20 • Sigurbergur...

Danmörk GOG – Team Tvis Holstebro 30:20 • Sigurbergur Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir Holstebro, Egill Magnússon... Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Einn inn og tveir út

Liverpool gekk í gær frá kaupunum á nígeríska framherjanum Taiwo Awoniyi, en hann skrifaði undir langtímasamning við félagið. Hann staldraði stutt við á Anfield því hann hefur verið lánaður til þýska 2. deildarliðsins Frankfurt út þetta tímabil. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 308 orð | 3 myndir

Erfið titilvörn hjá SA?

Íshokkí Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmót karla í íshokkí hefst í kvöld með tveimur leikjum. Einnig mætti orða það þannig að um heila umferð væri að ræða enda eru liðin í deildinni fjögur. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

FÓTBOLTI Pepsi-deild kvenna : Fylkisvöllur: Fylkir – Þróttur R. 18...

FÓTBOLTI Pepsi-deild kvenna : Fylkisvöllur: Fylkir – Þróttur R. 18 JÁVERK-völlur: Selfoss – Breiðablik 18 Laugardalsvöllur: Valur – Þór/KA 18 Samsung-völlurinn: Stjarnan – ÍBV 18 1. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Glódís fór á toppinn

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna komust í gærkvöld í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

Gæti orðið líkur leikur

Í Amsterdam Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 230 orð | 2 myndir

H örður Björgvin Magnússon , leikmaður Juventus á Ítalíu, skrifaði í gær...

H örður Björgvin Magnússon , leikmaður Juventus á Ítalíu, skrifaði í gær undir eins árs lánssamning við Cesena sem leikur í B-deildinni þar í landi. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Eyjólfur Sverrisson skoraði tvö marka Íslands þegar liðið vann Tékkland, 3:1, í undankeppni HM á Laugardalsvelli 1. september 2001. • Eyjólfur lék 66 A-landsleiki og skoraði í þeim 10 mörk. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 328 orð | 1 mynd

Korter í gjaldþrot

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Guðlaugur Victor Pálsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við danska félagið Esbjerg, en hann er keyptur þangað frá sænska félaginu Helsingborg. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 31 orð | 1 mynd

Martin Hermannsson

Nr. á EM : 3 Fæddur : 1994 Staða : Bakvörður A-landsleikir : 30 Félag : LIU Brooklyn University í Bandaríkjunum. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

Ragnar Nathanaelsson

Nr. á EM : 5 Fæddur : 1991 Staða : Miðherji. A-landsleikir : 30 Félag : Þór Þorlákshöfn. Uppeldisfélag : Hamar. Hæð : 218 cm. Twitter :... Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Slapp De Gea í gegnum rifu á glugganum?

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokast í kvöld, 1. september, og búast má við því að félögin þar í landi verði virk á leikmannamarkaðnum þar til hespan verður sett fyrir. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Svíþjóð Úrvalsdeild kvenna : AIK – Eskilstuna 0:3 • Glódís...

Svíþjóð Úrvalsdeild kvenna : AIK – Eskilstuna 0:3 • Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Eskilstuna, sem fór á toppinn. Staða efstu liða : Eskilstuna 37, Rosengård 35, Linköping 31, Piteå 29, Gautaborg 24, Örebro... Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 1001 orð | 3 myndir

Veikindi svæfingarlæknis reyndust lán í óláni

Viðtal Kristján Jónsson kris@mbl.is Bjarni Þór Viðarsson og samherjar hans í FH eru á góðri leið með að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn sem FH vann síðast árið 2012. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 635 orð | 2 myndir

Við erum ennþá litla liðið

Í Amsterdam Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Þá er maður kominn til Amsterdam í Hollandi, en á fimmtudagskvöldið...

Þá er maður kominn til Amsterdam í Hollandi, en á fimmtudagskvöldið verða strákarnir okkar í A-landsliðinu í fótbolta í eldlínunni gegn Hollendingum í undankeppni EM. Meira
1. september 2015 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Þrír NBA-leikmenn í þýska hópnum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik kom í gær til Berlínar þar sem liðið mun dvelja næsta hálfa mánuðinn vegna Evrópumótsins sem hefst um helgina. Ísland mætir heimamönnum, Þjóðverjum, í fyrsta leik sínum á laugardag kl. Meira

Bílablað

1. september 2015 | Bílablað | 209 orð | 1 mynd

10 bílsmiðir saksóttir

Kæra var lögð fram í alríkisdómstóli í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrir helgi þar sem tíu stærstu bílsmiðir heims eru sakaðir um að hafa haldið leyndri hættunni á koltvísýringseitrun í bílum með lykilfrían kveikjurofa, en 13 dauðsföll munu hafa verið... Meira
1. september 2015 | Bílablað | 298 orð | 1 mynd

42 stundir í umferðarteppu

Með batnandi ástandi í efnahagslífinu og ódýrara bensíni hefur bílum fjölgað á bandarískum vegum. Afleiðing þess eru auknar umferðarteppur. Meðal-neytandinn mun verja um 42 klukkustundum á ári fastur í umferðinni. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 212 orð | 1 mynd

Flestir endurnýja rafbíl með rafbíl

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var fyrir bandaríska bílrisann Ford snúa langfæstir kaupendur rafbíla til baka til hefðbundinna bíla með brunavél er þeir endurnýja farartæki sín. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 693 orð | 7 myndir

Grínistinn sem elskar Porsche

Það er mesta furða að Jerry Seinfeld hafi ekki löngu verið gerð skil í Bílablaðinu. Þessi yndislegi háðfugl er ástríðufullur og stórtækur bílasafnari með sérstakt blæti fyrir Porsche-bílum. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 124 orð | 1 mynd

Holur bíta síst á Honda

Holur á breskum vegum bíta síst á Hondabíla, samkvæmt rannsóknum þar í landi. Í athugun sem unnin var fyrir vefsetrið potholes.co.uk kom fram, að eigendur Hondabíla komust hjá mörg hundruð sterlingspunda viðgerðum árlega vegna holuþols bíla þeirra. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 204 orð | 1 mynd

Íhuga að flytja út rússneska VW

Þýski bílarisinn Volkswagen mun vera að skoða þann möguleika að flytja út bíla sem framleiddir eru í bílsmiðjum fyrirtækisins í Rússlandi. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 206 orð | 1 mynd

Kia rýfur þúsund bíla múrinn í fyrsta sinn

Eittþúsundasti nýskráði Kia-bíllinn á árinu var afhentur hjá Öskju síðastliðinn föstudag. Það var Inga Rún Long Bjarnadóttir sem keypti bíl númer 1. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 158 orð | 1 mynd

Megane fær þroskaðra útlit

Ný kynslóð af Renault Megane lítur dagsins ljós á næsta ári. Innréttingin er sögð verða gæðameiri en áður og útlit bílsins þroskaðra en hingað til. Hvort tveggja skiptir máli; kröfur um breytingar til hins betra fylgja hverri nýrri bílakynslóð. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 118 orð | 1 mynd

Offita kostar bíleigendur mikið umframeldsneyti

Það segir sig sjálft, að fjölskyldubíllinn erfiðar meira og eyðir auknu eldsneyti eftir því sem ökumaður hans er holdmeiri. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 336 orð | 1 mynd

Óku vetnisbíl 2.383 km á sólarhring

Rafbílar hafa verið á götunum í nokkur ár og fjölgar ört. Í flóru lítt- eða ekkert mengandi bíla eru svo að bætast vetnisbílar, eins og Toyota Mirai og Hyundai ix35. Því aukast valkostir neytenda þótt vetnisbílar séu ekki eins algengir og rafbílar. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 379 orð | 1 mynd

Rútubílstjórar neyddir til að blása

Bílstjórar hópferðabifreiða í Frakklandi verða frá og með deginum í dag, 1. september, neyddir til þess að blása í áfengismæli fyrir hverja einustu ferð. Meira
1. september 2015 | Bílablað | 741 orð | 9 myndir

Vel búin uppfærsla á Avensis

Toyota Avensis hefur um árabil verið með vinsælli fólksbílum hér á landi og því víðtæk eftirvænting jafnan ríkjandi eftir nýjum árgerðum þegar fregnir taka að berast af þeim. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.