Greinar þriðjudaginn 27. október 2015

Fréttir

27. október 2015 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Alþjóðabjörgunarsveitin fer ekki til Afganistan

Líkurnar á því að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verði send til Afganistan eða Pakistan fara minnkandi eftir því sem tíminn líður, og í raun þykir það mjög ólíklegt að sveitin verði send til Afganistan jafnvel þótt neyðarkall berist frá afgönskum... Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Biður Isavia um umsögn um beiðni

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Ein skák tók um 18 mánuði

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Daði Örn Jónsson tryggði sér um helgina sigur á Evrópumeistaramóti einstaklinga í bréfskák. Þetta er besti árangur íslensks bréfskákmanns og jafnframt einn besti árangur sem íslenskur skákmaður hefur náð. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 67 orð

Ellefu um stöðu skógræktarstjóra

Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar 3. október. Níu umsækjendur eru karlkyns en tvær konur sóttu um stöðuna. Umsóknarfrestur var til 19. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Enga þjónustu að fá hjá sýslumanni

Verkfall SFR stöðvar afgreiðslu mála hjá sýslumanni. Fyrir vikið liggur niðri þjónusta á borð við þinglýsingu skjala, útgáfu vegabréfa og atvinnu- og tækifærileyfa. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Engin ný erindi til sýslumanns

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 57 orð

Er ekki flokksfélagi í VG Því var ranglega haldið fram í texta með mynd...

Er ekki flokksfélagi í VG Því var ranglega haldið fram í texta með mynd frá landsfundi Vinstri grænna í Morgunblaðinu í gær að Snædís Rán Hjartardóttir væri flokksfélagi í Vinstri grænum. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fá ekki svör frá Seðlabanka

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Slitastjórnir föllnu viðskiptabankanna telja tímann sem þau hafa til undirbúnings og framlagningar frumvarps að nauðasamningi vera á þrotum. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Ferðin opnaði augu mín fyrir vandamálunum í heiminum

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Adda Þóreyjar- og Smáradóttir er komin aftur til Spánar þar sem hún er skiptinemi, eftir tíu daga ævintýraför til Taívans. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Fjölsótt minningarstund vegna snjóflóðsins á Flateyri

Önfirðingafélagið efndi til samverustundar í Neskirkju í gærkvöldi til minningar um þá 19 sem létust í snjóflóðinu sem féll á Flateyri 26. október árið 1995. Á vefnum flateyri. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Fleiri fá greitt frá TR en áður

Talsverður hluti hækkunar bótagreiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) skýrist af fjölgun greiðsluþega hjá TR. Þannig fengu um 20% fleiri greiðslu frá TR í desember 2014 en í desember 2010. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 591 orð | 2 myndir

Fleiri sjúklingar fengu fjárhagsaðstoð

Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heimilum sem fá greidda fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fækkaði í fyrra í fyrsta skipti frá árinu 2007. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Funda um gamla hafnargarðinn

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Forsvarsmenn Landstólpa þróunarfélags fara á fund í forsætisráðuneytinu eftir hádegi í dag til að ræða um gamla hafnargarðinn og framkvæmdirnar að Austurbakka 2. Í gær voru vinnuvélar fluttar á lóðina. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 143 orð

Halda áfram viðræðum

Salek-viðræðurnar svokölluðu eru hafnar á nýjan leik skv. heimildum Morgunblaðsins milli heildarsamtaka og viðsemjenda á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði 5. október sl. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Halda ekki í við fjölda ferðafólks

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þúsundir erlendra ferðamanna skoðuðu Gullfoss og Geysi á sunnudaginn var og minnti mannmergðin í veitingasölu og verslunum á annríkið á bjartasta sumardegi. Meira
27. október 2015 | Erlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Harður jarðskjálfti í Suður-Asíu

Að minnsta kosti 260 manns hafa látið lífið eftir harðan jarðskjálfta sem reið yfir Suður-Asíu í gær, flestir þeirra voru Pakistanar. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 605 orð | 4 myndir

Hundruð vega teknir af skrá

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vegagerðin hefur frá árinu 2004 tekið af vegaskrá alls 922 vegi sem eru í samanlagðri lengd alls 584 kílómetrar. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Hætt að flagga í hálfa stöng

„Mér fannst þessi siður vera orðinn úreltur, enda er þetta samfélag gjörbreytt frá því sem var. Í bæinn hefur flutt fólk sem veit kannski engin deili á hinum látna og túristar voru hissa. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

IKEA jólageitin fuðraði upp á þremur mínútum

Jólageitin við IKEA í Kauptúni í Garðabæ fuðraði upp á þremur mínútum eftir að eldur kom upp í henni eftir hádegi í gær. Talið er kviknað hafi í út frá rafmagni, þ.e. ljósaseríum á geitinni en þetta er í þriðja skiptið sem geitin brennur. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 186 orð | 2 myndir

Jón skoðar meint svindl

Jón Baldursson bridsspilari er í 11 manna hópi sem Bridssamband Evrópu hefur skipað til þess að fara yfir meint, kerfisbundið svindl sigursælla bridspara á alþjóðlegum bridsmótum. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Kyrrð yfir freðinni jörðu á fullu tungli

Hnarreist stóðu grenitrén við Elliðavatn undir fullu tungli aðfaranótt gærdagsins. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Kærðu vegna upplýsingaleka

Thi Thuy Nguyen fékk dvalarleyfi á Íslandi í gær en Útlendingastofnun hafði áður talið að hjónaband hennar og eiginmanns hennar, Van Hao Do, væri aðeins til málamynda og hafði henni því verið synjað um dvalarleyfi áður. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 45 orð

Nafn stúlkunnar sem lést í slysi

Nafn stúlkunnar sem lést í slysi við sveitabæ í Biskupstungum á laugardag er Jenný Lilja Gunnarsdóttir. Hún var þriggja ára, til heimilis í Ásakór 5 í Kópavogi. Foreldrar hennar eru Rebekka Ingadóttir og Gunnar Lúðvík Gunnarsson. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Norðurlandaráðsþing hefst

Þriggja daga þing Norðurlandaráðs hefst í dag. Meginþema þingsins er norræn framtíðarsýn og alþjóðamál. Fulltrúar á þinginu verða forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og þingmenn frá öllum norrænu ríkjunum, samtals um 1.000 manns. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Ómar

Par Andarparið í Laugardal synti rólega á pollinum og naut veðurblíðunnar, kannski hugsaði það um hvernig ungum sumarsins reiddi af eða hreinlega naut augnabliksins í... Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Ræddu um viðbrögð við flóttamannastraumi

Gestir á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík ræddu viðbrögð Norðurlandanna og Evrópuþjóða við stórauknum straumi flóttamanna til álfunnar í Kaldalónssal Hörpu síðdegis í gær. Meira
27. október 2015 | Erlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Segja unnið kjöt auka hættu á krabbameini

Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 559 orð | 2 myndir

Sjálfstæðisflokkurinn þarf ungt fólk í lið sitt

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það mun hafa áhrif á útkomu þingkosninganna vorið 2017 hvort Sjálfstæðisflokknum tekst að snúa við minnkandi fylgi hjá ungu fólki. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Skipta á heimilum við ókunnugt fólk

Heimilisskipti hafa sótt í sig veðrið samhliða fjölgun ferðamanna hingað til lands. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 220 orð | 2 myndir

Skipta á húsum við ókunnuga

„Heimilisskipti hingað til lands eruorðin vinsæl, það fylgir þessari ferðamannauppsveiflu sem hefur verið hér á landi. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Skóflustunga í Vatnsmýri

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skóflustunga verður tekin klukkan 9.00 í dag að fyrsta áfanga nýrrar byggðar í Vatnsmýrinni. Valsmenn hf. sömdu við ÞG verk um fyrsta áfanga byggðarinnar. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 448 orð | 5 myndir

Sumarumferð við Geysi í október

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Langar raðir mynduðust við Gullfoss og Geysi í fyrradag, síðasta sunnudag októbermánuðar. Samtals yfir 50 hópferðabifreiðar biðu á hlaðinu við Hótel Geysi og Gullfoss Kaffi og skipti fjöldi bílaleigubíla líklega hundruðum. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Tæplega þúsund vegir teknir af skrá á rúmum áratug

Alls hafa verið teknir 922 vegir af vegaskrá frá árinu 2004. Samanlögð vegalengd veganna er alls 584 kílómetrar, en þetta kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Líneikur Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 453 orð | 12 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Everest Átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri 11. maí árið 1996 á Everest. Morgunblaðið ****½ Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Smárabíó 17. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Viðrar hugmyndir um nýjan allsherjar fjölmiðil á Íslandi

„Það er alltaf pláss fyrir fréttir, sögur og upplýsingar. Meira
27. október 2015 | Erlendar fréttir | 289 orð

Vinstriflokkar á brott

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sigur pólska hægriflokksins sem nefnir sig Lög og réttlæti (LOR) í kosningunum um helgina var afgerandi, hann hreppti um 39% atkvæða og rösklega helming þingsæta. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Víða viðraði ekki vel til rjúpnaveiða

Veðrið setti strik í reikninginn fyrstu rjúpnaveiðidagana þetta haustið. Víða var slæmt skyggni eða hríð og hvasst. Ekki þurfti að leita að rjúpnaskyttum þrátt fyrir slæmt veður á fjöllum. Meira
27. október 2015 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Þingmenn í viðbragðsstöðu

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

27. október 2015 | Staksteinar | 194 orð | 2 myndir

Hentistefna VG

Steingrímur J. Sigfússon sýndi um helgina að hann hefur enn töluverð ítök í VG. Honum tókst að koma í veg fyrir að Björn Valur Gíslason yrði settur af og hefur því enn sinn mann á vísum stað í forystunni. Meira
27. október 2015 | Leiðarar | 610 orð

Miklu stærra mál á ferð

Ákvörðun um að eyða tölvupóstum sérstaklega valdra einstaklinga vekur undrun og áhyggjur Meira

Menning

27. október 2015 | Myndlist | 758 orð | 1 mynd

Á réttum stað á réttum tíma

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning á verkum tveggja merkra listamanna, enska ljósmyndarans Janette Beckman og bandaríska graffitílistamannsins og hönnuðarins Cey Adams, verður opnuð í Galleríi Fold í kvöld kl. 20. Meira
27. október 2015 | Fjölmiðlar | 172 orð | 1 mynd

„Það er eitthvert grúv í Bach“

„Það eru fá tónskáld í sögunni, ef nokkur, sem hafa afkastað jafn miku af algjörum yfirburða tónsmíðum, sem er hreinlega ekki hægt að finna nokkurn blett á. Meira
27. október 2015 | Bókmenntir | 1273 orð | 11 myndir

Börn í breyttum heimi

Af bókmenntum Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í Hörpu síðar í dag og þá skýrist hver bókanna fjórtán sem tilnefndar eru í ár stendur upp úr að mati dómnefndar. Meira
27. október 2015 | Tónlist | 77 orð | 1 mynd

Cornell í Eldborg

Söngvarinn og lagahöfundurinn Chris Cornell heldur tónleika í Eldborg 23. mars á næsta ári og mun á þeim flytja lög af nýrri plötu sinni, Higher Truth, auk helstu laga af ferli sínum. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaferð Cornells um Evrópu. Meira
27. október 2015 | Tónlist | 36 orð | 1 mynd

Edda Borg og hljómsveit á Kex hosteli

Tónlistarkonan Edda Borg leikur í kvöld ásamt hljómsveit á djasskvöldi Kex hostels og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Leikin verða lög af plötu Eddu, No Words Needed, auk nýrra laga sem hún vinnur að nu´ um... Meira
27. október 2015 | Hugvísindi | 70 orð | 1 mynd

Fjallað um dauðann og sviðslist hans

Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, mun halda erindi í fyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins í fyrirlestrasal safnsins í dag kl. 12. Meira
27. október 2015 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

Oddur syngur eftir viku í Hafnarborg

Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var birt frétt um að söngvarinn Oddur Arnþór Jónsson myndi syngja á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag. Hið rétta er að Oddur syngur eftir viku, 3. nóvember, og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
27. október 2015 | Kvikmyndir | 86 orð | 2 myndir

Ólafur Darri og Diesel á toppnum

Hasar- og ævintýramyndin The Last Witch Hunter skilaði hæstum miðasölutekjum af þeim kvikmyndum sem sýndar eru í bíóhúsum landsins yfir helgina. Alls sáu um 2. Meira
27. október 2015 | Tónlist | 42 orð | 1 mynd

Sinfó leikur fyrir norðan og austan

Sinfóníuhljómsveit Íslands er á tónleikaferð um landið og í kvöld leikur hún í Hofi á Akureyri og á fimmtudaginn í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Daníel Bjarnason stjórnar m.a. Meira
27. október 2015 | Bókmenntir | 567 orð | 2 myndir

Spenna, unglingar, flóttamenn og hundar

Bókaforlagið Sögur gefur þessar vikurnar út fjölbreytilegt úrval bóka. Nautið nefnist ný skáldsaga eftir Stefán Mána og þar segir af skelfilegum atburðum sem gerast á austfirskum sveitabæ. Meira
27. október 2015 | Hugvísindi | 56 orð | 1 mynd

Tveir fyrirlestrar um Sturlungaöld

Tveir fyrirlestrar verða haldnir í dag kl. 16.30 á Háskólatorgi, HT-102, í Háskóla Íslands í fyrirlestaröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Sturlungaöld. Meira
27. október 2015 | Menningarlíf | 314 orð | 1 mynd

Verðlaun Norðurlandaráðs afhent í kvöld

Þing Norðurlandaráðs er nú haldið í Reykjavík og verða hin fimm virtu verðlaun sem ráðið veitir athent við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. Sjónvarpað verður frá athöfninni sem hefst kl. 19.30. Meira
27. október 2015 | Kvikmyndir | 50 orð | 1 mynd

Þrestir hlutu verðlaun í Chicago

Kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, Þrestir , hlaut um helgina verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Chicago, Silver Hugo, sem veitt eru fyrir bestu kvikmynd nýs leikstjóra. Meira

Umræðan

27. október 2015 | Aðsent efni | 864 orð | 1 mynd

Afnám gjaldeyrishafta veldur áhyggjum

Eftir Ragnar Önundarson: "„Hvernig getum við metið banka á sama hátt og fyrirtæki í samkeppni í þessu ljósi? Á þjóðin að meta það hátt sem tekið er af henni sjálfri?“" Meira
27. október 2015 | Aðsent efni | 457 orð | 3 myndir

„Gerði svo miklu meira en það“

Eftir Sigríði Ingibjörgu Stefánsdóttur, Silju Sveinþórsdóttur og Þórdísi Þöll Þráinsdóttur: "Iðjuþjálfar eru stór hluti af endurhæfingarferli einstaklings." Meira
27. október 2015 | Pistlar | 473 orð | 1 mynd

Bond er eins og hann er

Í annað skipti á stuttum tíma er ég knúinn til að verja þessu pistilplássi í að ræða uppskáldaðan einstakling sem öðlaðist líf um miðja síðustu öld í bókum og svo í enn ríkari mæli í kvikmyndum í kjölfarið. Meira
27. október 2015 | Velvakandi | 100 orð | 1 mynd

Sofandi Umferðarstofa?

Af hverju viðgengst hér á landi svo áberandi virðingarleysi í umferðinni, að nota ekki stefnuljósin? Að koma heim eftir ferðalag erlendis, þar sem ökumenn nota þennan öryggisbúnað undantekningarlaust, fær mann strax til að hrökkva við. Meira
27. október 2015 | Aðsent efni | 611 orð | 3 myndir

Villandi fréttaflutningur um hækkun bóta og launa

Eftir Halldór Sævar Guðbergsson og Maríu Óskarsdóttur: "Slæm staða örorkulífeyrisþega hefur komið fram víða í rannsóknum og öðru sem mælir fjárhagslega stöðu hópa í samfélaginu." Meira

Minningargreinar

27. október 2015 | Minningargreinar | 1855 orð | 1 mynd

Elías Pálsson

Elías Pálsson fæddist í Fagurhlíð í Landbroti, V-Skaftafellssýslu, 14.6. 1921. Hann andaðist á Borgarspítalanum 25.9. 2015. Foreldrar Elíasar voru hjónin Páll Guðbrandsson, f. að Hraunbóli, V-Skaft., 11.4. 1887, d. 4.10. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2015 | Minningargreinar | 4842 orð | 1 mynd

Haraldur R. Gunnarsson

Haraldur R. Gunnarsson fæddist í Reykjavik 18. apríl 1965. Hann lést aðfaranótt 18. október 2015. Foreldrar hans eru Gunnar Haraldsson, f. 3. apríl 1935, og Ingibjörg Ósk Óskarsdóttir, f. 1. ágúst 1936, d. 11. október 2014. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2015 | Minningargreinar | 140 orð | 1 mynd

Pétur K. Maack

Pétur K. Maack fæddist 1. janúar 1946. Hann lést 14. október 2015. Pétur var jarðsunginn 22. október 2015. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2015 | Minningargreinar | 507 orð | 1 mynd

Steinunn Jónína Ólafsdóttir

Steinunn Jónína Ólafsdóttir fæddist 16. maí 1935. Hún lést 24. september 2015. Útför hennar fór fram 3. október 2015. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. október 2015 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Betri afkoma hjá Icelandair Group

Icelandair Group sendi út afkomuviðvörun í Kauphöll Íslands í gær um að spá félagsins um EBIDTA hagnað fyrir þetta ár hafi verið hækkuð í 210-215 milljónir dollara, sem samsvarar 27-32 milljörðum króna. Meira
27. október 2015 | Viðskiptafréttir | 79 orð

NIB veitir 1,7 milljarða fyrirgreiðslu til Íslands

Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, og Byggðastofnun hafa samið um lánafyrirgreiðslu fyrir smá og meðalstór fyrirtæki í dreifbýli Íslands. Fyrirgreiðslan nemur 12 milljónum evra, sem svarar til 1,7 milljarða króna, og er til tíu ára. Meira
27. október 2015 | Viðskiptafréttir | 453 orð | 2 myndir

Slitastjórnir gátu ekki beðið svara Seðlabankans lengur

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Slitabú föllnu bankanna telja sig fallin á tíma í bið eftir svörum frá Seðlabanka Íslands varðandi undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Meira
27. október 2015 | Viðskiptafréttir | 63 orð

VÍ vill verulegar breytingar á fasteignaskatti

Viðskiptaráð Íslands hvetur stjórnvöld til að ráðast í ferns konar úrbætur á fasteignasköttum þar sem misræmi, óskilvirkni og neikvæð áhrif fasteignaskatta hafi smám saman verið aukin og ógagnsæi ríki um álagningu þeirra. Meira

Daglegt líf

27. október 2015 | Daglegt líf | 106 orð | 1 mynd

Sigraði með glæsibrag

Fulltrúi Íslands, Unnur Pétursdóttir, matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu, sigraði með glæsibrag í matreiðslukeppninni Deaf Chef 2015, sem haldin var í Hótel- og veitingaskólanum í Valby Danmörku á laugardaginn. Meira
27. október 2015 | Daglegt líf | 1532 orð | 3 myndir

Sorgin sem samfélagið viðurkennir ekki

Í bókinni, Skilnaður – en hvað svo? Leiðsögn á vegi til betra lífs, fjallar Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, m.a. um sorgina sem fylgir skilnaði; sorg þess yfirgefna og þess sem yfirgefur. Meira
27. október 2015 | Daglegt líf | 164 orð | 1 mynd

Töfrandi sýning fyrir alla fjölskylduna í Salnum í Kópavogi

Hið árlega Töfrakvöld HÍT, Hins íslenska töframannagildis, verður haldið í Salnum í Kópavogi, annað kvöld, 28. október og hefst kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Meira

Fastir þættir

27. október 2015 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. g3 d6 6. Bg2 Rbd7 7. 0-0 e5...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. g3 d6 6. Bg2 Rbd7 7. 0-0 e5 8. Rc3 exd4 9. Rxd4 0-0 10. Dc2 He8 11. Had1 Re5 12. Rd5 Rxd5 13. cxd5 Bc5 14. Bc3 Bd7 15. h3 h5 16. Rb3 Bb6 17. Bd4 a4 18. Rc1 Bxd4 19. Hxd4 Hc8 20. f4 Rg6 21. f5 Df6 22. Meira
27. október 2015 | Í dag | 534 orð | 4 myndir

Að meta nám og kennslu

Erna Ingibjörg fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 27.10. 1955 og ólst upp í Hafnarfirði: „Ég ólst upp í gróskumiklu hverfi sem bauð upp á ýmiss konar starfsemi, s.s. Meira
27. október 2015 | Árnað heilla | 270 orð | 1 mynd

Flosi Ólafsson

Flosi fæddist í Reykjavík 27.10. 1929 og ólst upp í og við Kvosina. Meira
27. október 2015 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

Heiðar Þór Karlsson

30 ára Heiðar ólst upp á Rauðalæk á Rangárvöllum en býr í Hafnarfirði. Hann lauk MA-prófi í reikningshaldi og endurskoðun frá HÍ og starfar hjá Deloitte. Maki: Elísa Björk Þorsteinsdóttir, f. 1983, grafískur hönnuður. Dóttir: Ásta Marín, f. 2013. Meira
27. október 2015 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Hermann Þórir Björnsson

30 ára Hermann ólst í Reykjavík, er þar búsetturog er vaktstjóri hjá Tölvutek ehf. Systkini: Þórarinn Árni Björnsson, f. 1982, Kolbrún Gígja Björnsdóttir, f. 1992, og Henrik Björnsson, f. 2000. Foreldrar: Björn Þórisson, f. Meira
27. október 2015 | Í dag | 21 orð

Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar...

Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Matt. Meira
27. október 2015 | Árnað heilla | 241 orð | 1 mynd

Lífið í dag er söngur og aftur söngur

Sigurgeir er nýlega hættur að vinna eftir langa starfsævi sem hófst hjá Ölgerðinni þegar hann var sextán ára. Frá 1974 starfaði hann sjálfstætt sem sendibílstjóri og síðan hjá Húsasmiðjunni frá árinu 2000 og fram á mitt þetta ár. Meira
27. október 2015 | Í dag | 45 orð

Málið

Í orðabók Blöndalshjóna merkir strætisvagn : Sporvogn . Sporvagnamenning barst aldrei hingað en strætisvagn bar sigurorð af allravagn (omnibus), almannavagn , bæjarvagn og götuvagn (Kristín Bjarnad., Orð og tunga 3), sem öll eru frá seinni hluta 19. Meira
27. október 2015 | Í dag | 61 orð | 1 mynd

Patrekur Bjarni Snorrason , Guðjón Ólafur Stefánsson , Dagur Atli...

Patrekur Bjarni Snorrason , Guðjón Ólafur Stefánsson , Dagur Atli Guðmundsson og Hjálmar Helgi Jakobsson söfnuðu peningum með því að spila á hljóðfæri fyrir fólk. Þeir náðu þannig að safna 12. Meira
27. október 2015 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

Sæunn Hrund Strange

30 ára Sæunn ólst upp í Hafnarfirði og að hluta til í Svíþjóð, býr á Seltjarnarnesi, er förðunar- og snyrtifræðingur og starfar hjá ÁTVR. Maki: Sveinbjörn Óskarsson, f. 1982, tölvunarverkfræðingur hjá Advania. Foreldrar: Sveinbjörg Bergsdóttir, f. Meira
27. október 2015 | Í dag | 175 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Sólveig Jóhannsdóttir 90 ára Auður Stefánsdóttir Hallveig Ólafsdóttir 85 ára Guðbjörg Jóhannsdóttir Guðrún Þorleifsdóttir Höskuldur Sigurjónsson Sæbjörn Guðmundsson 80 ára Anna Pála Sigurðardóttir Ingibjörg Gígja Karlsdóttir Ólafía Sigurðardóttir... Meira
27. október 2015 | Fastir þættir | 174 orð

Tveir góðir. V-Allir Norður &spade;75 &heart;D76 ⋄D9753 &klubs;753...

Tveir góðir. V-Allir Norður &spade;75 &heart;D76 ⋄D9753 &klubs;753 Vestur Austur &spade;9643 &spade;KG108 &heart;G84 &heart;K532 ⋄Á62 ⋄84 &klubs;G64 &klubs;D82 Suður &spade;ÁD2 &heart;Á109 ⋄KG10 &klubs;ÁK109 Suður spilar 3G. Meira
27. október 2015 | Í dag | 252 orð

Um konur, haustljóð og á Sprengisandi

Þetta skemmtilega ljóð eftir Þorstein Stanya Magnússon var á Boðnarmiði í gær og heitir Kona. Í veröld minna vona, ég veit það elsku kona; þú miklar mig... Fölan prýðir fingur fagurgylltur hringur; ég þrái þig... Meira
27. október 2015 | Fastir þættir | 290 orð

Víkverji

Skódi ljóti spýtir grjóti, heyrði Víkverji sagt í gamla daga um þessa ágætu bíltegund. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan. Meira
27. október 2015 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

27. október 1674 Hallgrímur Pétursson prestur og skáld lést, 60 ára að aldri. Hann var eitt helsta trúarskáld Íslendinga. Passíusálmar hans hafa komið út oftar en áttatíu sinnum, fyrst 1666. 27. október 1934 Stórtjón varð norðanlands í ofsaveðri. Meira

Íþróttir

27. október 2015 | Íþróttir | 172 orð

23-25 stigum á eftir konunginum

Eyþór Örn Baldursson og Jón Sigurður Gunnarsson náðu sér illa á strik sem síðustu fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í Glasgow í gær. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Bikarkeppni karla 32-liða úrslit: Þróttur – Stjarnan 26:45 Mílan...

Bikarkeppni karla 32-liða úrslit: Þróttur – Stjarnan 26:45 Mílan – Fjölnir 22:27 Svíþjóð Drott – Ricoh 22:29 • Magnús Óli Magnússon skoraði 2 mörk fyrir Ricoh en Tandri Már Konráðsson var ekki í leikmannahópnum. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 377 orð | 4 myndir

D agný Brynjarsdóttir , landsliðskona í knattspyrnu, leikur fyrir...

D agný Brynjarsdóttir , landsliðskona í knattspyrnu, leikur fyrir Portland Thorns FC á næstu leiktíð í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Portland Thorns FC hafnaði í sjöunda sæti í deildinni á síðasta keppnistímabili. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 731 orð | 3 myndir

Einstefna í Lendava

Fótbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna stefnir hraðbyri að takmarki sínu að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sumarið 2017. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Ég kom inn í neðanjarðarlestina á Plaza Catalunua-stöðinni...

Ég kom inn í neðanjarðarlestina á Plaza Catalunua-stöðinni. Lestarvagnarnir voru á annan tuginn og þéttsetnir. Farþegunum átti bara eftir að fjölga þar til á áfangastað var komið. Þar sem ég tók mér stæði sátu bandarísk mæðgin. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Olís-deild kvenna: Selfoss: Selfoss – Valur 19.30...

HANDKNATTLEIKUR Olís-deild kvenna: Selfoss: Selfoss – Valur 19.30 Digranes: HK – Fylkir 19.30 Schenker-höll: Haukar – KA/Þór 19.30 Varmá: Afturelding – ÍR 19.30 Grafarvogur: Fjölnir – FH 20. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 395 orð | 1 mynd

Íris Björk er hjartað í okkar liði

Sú besta Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Hún er hjartað í liðinu okkar og mikilvægasti leikmaðurinn,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, landsliðskona og línumaður Gróttu, um liðsfélaga sinn, markvörðinn Íris Björk Símonardóttur. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Marteinn Geirsson lék sinn 67. og síðasta landsleik á þessum degi árið 1982 þegar Íslendingar töpuðu fyrir Spánverjum, 1:0, í undankeppni Evrópumótsins en leikið var á Spáni. • Marteinn er fæddur árið 1951. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 332 orð | 2 myndir

Orkumikil vítamínsprauta

Sú besta Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Pálína María Gunnlaugsdóttir átti aldeilis flottan leik með Haukum gegn sínum gömlu samherjum í Keflavík þegar liðin áttust við í 4. umferð Dominos-deildarinnar í körfuknattleik á dögunum. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 595 orð | 2 myndir

Stanslaus fögnuður

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Stolt yfir þessum áfanga

„Ég er mjög stolt yfir að ná þeim áfanga að leika 100 landsleiki,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem lék í gær sinn 100. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 456 orð | 2 myndir

Tók sig allan í gegn í sumar

Sá besti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður er leikmaður 10. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 217 orð | 1 mynd

Undankeppni EM kvenna 1. riðill: Slóvenía – Ísland 0:6 Staðan...

Undankeppni EM kvenna 1. riðill: Slóvenía – Ísland 0:6 Staðan: Ísland 330012:09 Skotland 220010:06 Slóvenía 31023:93 Makedónía 10010:40 H-Rússland 30030:120 *Sigurlið riðlanna og sex bestu lið í öðru sæti fara beint á EM 2017. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

Þakka honum sigrana þrjá

Sá besti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Hann er búinn að vera ofsalega góður í þessum fyrstu þremur leikjum okkar og ég myndi segja að það væri honum að þakka að við erum búnir að vinna þá alla. Meira
27. október 2015 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Þrír stórir leikir í hættu

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og liðsmaður norska meistaraliðsins Lilleström, rifbeinsbrotnaði í viðureign Slóveníu og Íslands í undankeppni EM í gær. Meira

Bílablað

27. október 2015 | Bílablað | 317 orð | 4 myndir

Aston Martin stingur í samband

Aston Martin baðar sig þessa dagana í sviðsljósinu enda spilar bíll frá þessum enska lúxusbílaframleiðanda stóra rullu í SPECTRE, nýjustu myndinni um James Bond. Meira
27. október 2015 | Bílablað | 310 orð | 3 myndir

Betrumbætt Berlinetta

Þrátt fyrir að flestir sem reynt hafa í eigin persónu mæri Ferrari F12 Berlinetta fyrir óviðjafnanlega aksturseiginleika hafa Ferrari-verksmiðjurnar í Maranello sent frá sér betrumbætta útgáfu af þessum geysivinsæla sportbíl. Meira
27. október 2015 | Bílablað | 934 orð | 8 myndir

Eins og gerður fyrir þarfir Íslendinga

Subaru Levorg er merkileg blanda ólíkra eiginleika. Þessi nýjasti meðlimur Subaru-fjölskyldunnar virðist eins og gerður fyrir heimsókn í réttir eða ferð upp í veiðikofa; fjórhjóladrifinn með verklegar gúmmímotturnar á gólfinu og rúmgott farangursrýmið. Meira
27. október 2015 | Bílablað | 154 orð | 3 myndir

Nú er það svart og er það vel

Undanfarin ár hafa gæðingarnir hjá Porsche A.G. sent frá sér biksvartar sérútgáfur af bílum á borð 911 og Boxster og nú er röðin komin að Porsche Cayman til að fá Black Edition-meðferðina. Meira
27. október 2015 | Bílablað | 182 orð | 2 myndir

Þannig rúllar David Beckham

Það er kunnara en frá þurfi að segja að David Beckham er áhugamaður um fallega bíla enda á hann nóg af fokdýrum farartækjum til að fylla fáeina bílskúra. Meira
27. október 2015 | Bílablað | 508 orð | 4 myndir

Þjóðhöfðingi sem kann að laga bílvélar

Fyrir skemmstu var því fagnað að Elísabet II. Englandsdrottning náði þeim áfanga að verða sá meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem lengst hefur setið á valastóli. Meira
27. október 2015 | Bílablað | 556 orð | 7 myndir

Öruggari eftir smáupplyftingu

Hyundai valdi heimalandið til að frumsýna andlitslyftingu Santa Fe-jepplingsins nýlega. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.