Greinar fimmtudaginn 19. nóvember 2015

Fréttir

19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

200 milljóna kostnaðarauki Strætó

Kostnaður Strætó bs. gæti hækkað um 200 milljónir á næsta ári, þegar leggja á virðisaukaskatt á fólksflutninga. Þetta er mat Jóhannesar Rúnarssonar forstjóra. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 506 orð | 1 mynd

Alvarleg staða hjá lögreglunni

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það vantar fólk og það vantar búnað svo lögreglan geti staðið undir öryggishlutverki sínu,“ segir Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

ASÍ segir samkomulag um betri vinnubrögð í uppnámi

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði hið fyrsta frá kjarasamningi á milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga. Meira
19. nóvember 2015 | Erlendar fréttir | 693 orð | 1 mynd

„Hann var smávaxinn skíthæll“

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Abdelhamid Abaaoud, sem er talinn hafa skipulagt hryðjuverkin í París á föstudaginn var, er 28 ára Belgi, ættaður frá Marokkó, og talinn hafa gengið til liðs við Ríki íslams, samtök íslamista, fyrir tæpum tveimur árum. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 383 orð | 2 myndir

„Þeim finnst þetta mergjað“

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Brýnt að meta kostnaðinn

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að meta þurfi heildarkostnað íslensks samfélags við að taka á móti hælisleitendum og flóttamönnum. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Dísa dýpkar í Landeyjahöfn

Dýpkunarskipið Dísa vinnur nú að viðhaldsdýpkun í og við Landeyjahöfn. Menn eru langt komnir með að fjarlægja um 50 þúsund rúmmetra af sandi sem taka á í þessari umferð úr höfninni, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Ekki boðið út í 79% tilfella

Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Niðurstöður frá öllum ráðuneytum úr könnun meirihluta fjárlaganefndar á útboðsmálum opinberra stofnana liggja nú fyrir. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Ekki merki um yfirvofandi eldgos

GPS-mælingar sýna merki um þenslu á svæðinu kringum Bárðarbungu. Það bendir til kvikusöfnunar undir Bárðarbunguöskjunni. Þessi merki hafa orðið greinilegri nú á haustmánuðum, að því er segir í frétt frá Veðurstofu Íslands. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Fáir hafa hætt við að ferðast til Parísar

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Íslendingar virðast ekki láta hryðjuverkaógn í París stoppa sig að ferðast til borgarinnar. Mun færri afbókanir hafa verið hjá flugfélögunum WOW air og Icelandair en fyrirtækin reiknuðu með. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Fjóla undirbúin fyrir veiði á bláskel

Þeir Dennis og Ársæll voru að gera klárt fyrir veiðiferð í Hvalfjörð þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að í Reykjavíkurhöfn í gær. Í Hvalfirðinum veiða þeir bláskel og hafa gert undanfarin þrjú ár. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

Golli

Leikur Það reyndi á leikræna hæfileika kónanna sem sýndu klæðnað Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar á herrafatasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í... Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Heitar umræður um frítímann í Ráðhúsinu

„Það er góð mæting og mjög góð stemning,“ segir Hulda Valdís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, en stórfundur unglinga var haldinn í Ráðhúsinu í gær. Meira
19. nóvember 2015 | Erlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Hreyfing íslamista óvenjuöflug í Belgíu

Talið er að alls hafi um 520 manns farið til Sýrlands eða Íraks frá Belgíu til að ganga til liðs við Ríki íslams, samtök íslamista, fleiri en frá nokkru öðru landi Evrópu ef miðað er við íbúafjölda, samkvæmt nýjustu upplýsingum. Meira
19. nóvember 2015 | Erlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Hryðjuverki afstýrt í París

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirvöld í Frakklandi telja að lögreglan í París hafi komið í veg fyrir hryðjuverk þegar hún lagði til atlögu við hóp meintra hryðjuverkamanna í borginni í fyrrinótt. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Hækkar kostnað um 200 milljónir

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Mér sýnist að ráðuneytið komi aðeins til móts við sveitarfélögin að hálfu leyti. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Hörkufrost fram eftir morgundeginum

Hjólreiðamaðurinn hélt einbeittur för sinni meðfram Tjörninni þar sem ljósin spegluðust fallega. Ísinn mun styrkjast þar í dag, en er líður á morgundaginn á að hlýna aftur í veðri. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Í sambúð með sýslumanninum

Landsbankinn hefur rætt við sýslumanninn á Austurlandi um að afgreiðsla bankans á Seyðisfirði flytji í húsakynni sýslumannsembættisins að Bjólfsgötu 7. Góðar horfur eru á að samningar um það takist, að því er segir á heimasíðu Landsbankans. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 778 orð | 5 myndir

Ísland áfangastaður hælisleitenda

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að breyting hafi orðið á viðhorfi flóttamanna til framtíðarbúsetu á Íslandi. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Ítreka óskir um vopn og búnað

Viðar Guðjónsson vidar@mbl. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 144 orð

Ítrekar bann við lúðuveiði

Fiskistofa hefur „að gefnu tilefni“ minnt á bann við lúðuveiði. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Fiskistofu, sagði að reglulega væri minnt á lúðuveiðibannið. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 503 orð | 2 myndir

Kerfisáætlun lítið breytt

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landsnet hefur nú lokið vinnu við kerfisáætlun til ársins 2024, framkvæmdaáætlun til næstu þriggja ára og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 34 orð

Lögmaðurinn er Magnússon Í frétt um mann sem voru dæmdar fullar...

Lögmaðurinn er Magnússon Í frétt um mann sem voru dæmdar fullar miskabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir slys í samkvæmi, var Axel Ingi Magnússon, lögmaður mannsins, ranglega nefndur Axelsson. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 615 orð | 3 myndir

Mannfjöldinn mun vaxa næstu 50 árin

Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hinn 1. janúar 2015 var mannfjöldinn á Íslandi 329.100 en samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands, sem birt var í gær, gætu íbúar landsins orðið 437.336 árið 2065. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 476 orð | 3 myndir

Mikið og erfitt verk fyrir höndum

Baksvið Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Nú þarf að taka olíuna af Sýrlendingum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fyrstu dagana eftir hryðjuverkin var ró yfir öllu hér í París og fáir á ferli. Markaðir og söfn lokuð og fáir farþegar í metrónum. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 140 orð

Reyna á að binda svifryk á götum

Hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi var 249 míkrógrömm á rúmmetra og 136 míkrógrömm í mælistöð við Bólstaðarhlíð klukkan 17:00 í gær. Sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 102 orð

Samstarf borgar og geðsviðs LSH

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samning við geðsvið Landspítala um samstarf meðferðargeðdeildar og íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 21 orð

Stofna samtök Wilson-sjúklinga

Samtök fólks með Wilson-sjúkdóm verða stofnuð á CenterHotel Plaza í Reykjavík klukkan 4 föstudaginn 27. nóvember. Wilson-sjúkdómur er mjög sjaldgæfur... Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 158 orð

Sú breyting hefur orðið að hælisleitendur sjá Ísland sem endastöð. Þetta...

Sú breyting hefur orðið að hælisleitendur sjá Ísland sem endastöð. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Tilkynningu um niðurstöðu frestað

Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Kosningu um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna við ríkið er nú lokið og niðurstöðurnar liggja fyrir. Hins vegar hefur birtingu þeirra verið frestað þangað til klukkan fjögur í dag. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Trausti kynnir framtíðarbók á Selfossi

Trausti Valsson skipulagsfræðingur kynnir bók sína Mótun framtíðar í Tryggvaskála á Selfossi næstkomandi laugardag, 21. nóvember kl. 13.30. Bókin er ævi og starfssaga Trausta og mun hann ræða þau efni og fleira á fundinum. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 412 orð | 16 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Scouts Guide to the Zombie Apocalypse Þrír skátar, á lokakvöldi útilegunnar, uppgötva gildi sannrar vináttu þegar þeir reyna að bjarga bænum sínum frá uppvakningafaraldri. IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Útboð á bréfum í Arion yrði risavaxið

Verði af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut Kaupþings í Arion banka gæti það í kjölfarið leitt til mjög umfangsmikils hlutafjárútboðs þar sem almenningi og öðrum fjárfestum gæfist kostur á að eignast hlut í bankanum. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Þekkt nöfn á vitnalistanum

Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl. Meira
19. nóvember 2015 | Innlendar fréttir | 178 orð

Öryggisviðbúnaður aukinn

Yfirvöld í Frakklandi telja að lögreglan í París hafi komið í veg fyrir hryðjuverk þegar hún lagði til atlögu við hóp meintra hryðjuverkamanna í borginni í fyrrinótt. Meira

Ritstjórnargreinar

19. nóvember 2015 | Staksteinar | 115 orð | 1 mynd

Almannatenglar í stað hugsjóna

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, skrifar í pistli: Brezkir Blairistar sáu pólitíkina með augum almannatengils. Leituðu leiða til að lífga fylgi krata. Sáu þann kost vænstan að halla sér yfir á hægri vænginn. Meira
19. nóvember 2015 | Leiðarar | 341 orð

Inn úr kuldanum

Pútín rýfur einangrun sína vegna sameiginlegs óvinar hans og Vesturlanda Meira
19. nóvember 2015 | Leiðarar | 233 orð

Sultarólin hert

Sparnaður á kostnað almannaöryggis getur á endanum reynst dýrkeyptur Meira

Menning

19. nóvember 2015 | Kvikmyndir | 153 orð | 1 mynd

Barátta á Flateyri fyrir tilveru og framtíð

Heimildamyndin Veðrabrigði verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag og verður sýnd í eina viku, fram til 2. desember. Leikstjóri myndarinnar er Ásdís Thoroddsen og framleiðendur Hjálmtýr Heiðdal og Heather Millard. Meira
19. nóvember 2015 | Bókmenntir | 1584 orð | 3 myndir

Barinn þræll og æðstur manna

Eftir Bergsvein Birgisson. Bjartur, 2015. Innbundin, 252 bls. Meira
19. nóvember 2015 | Dans | 765 orð | 4 myndir

„Dansinn orðinn sýnilegri“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta nýja fyrirkomulag hefur reynst okkur afar vel, en það gefur okkur tækifæri til að sinna mismunandi þáttum í hvert sinn. Meira
19. nóvember 2015 | Kvikmyndir | 450 orð | 2 myndir

„Vongóð um að ná góðum leikurum“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndavefurinn Hollywood Reporter greindi frá því á mánudaginn sl. Meira
19. nóvember 2015 | Bókmenntir | 30 orð | 1 mynd

Bergsveinn, Sjón og Kári á höfundakvöldi

Sjötta höfundakvöld haustsins fer fram í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8 í kvöld kl. 20. Ármann Jakobsson spjallar við Bergsvein Birgisson, Sjón og Kára Tulinius, sem lesa úr nýjum bókum... Meira
19. nóvember 2015 | Fjölmiðlar | 167 orð | 1 mynd

Heilsubætandi að nýta betur RÚV2

Mikið óskaplega var það vel til fundið hjá RÚV að nýta aukarásina til þess að senda beint út frá vináttulandsleikjum knattspyrnulandsliðs karla gegn landsliðum Pólverja og Slóvaka. Meira
19. nóvember 2015 | Myndlist | 296 orð | 1 mynd

Ísklukka Ólafs í París

Fyrirhugað er að stórri tímabundinni innsetningu, Ice Watch , eftir Ólaf Elíasson myndlistarmann og danska jarðfræðinginn Minik Thorleif Rosing, verði komið fyrir í París 29. Meira
19. nóvember 2015 | Tónlist | 26 orð | 1 mynd

Mosi Musik og Trúboðarnir á Gauknum

Tvær ólíkar hljómsveitir halda tónleika á Gauknum í kvöld, Mosi Musik og Trúboðarnir. Mosi Musik leikur elektrónískt popp og Trúboðarnir melódískt rokk. Tónleikarnir hefjast kl.... Meira
19. nóvember 2015 | Tónlist | 34 orð | 1 mynd

Svavar fagnar útgáfu Brots á Ísafirði

Svavar Knútur heldur tónleika í kvöld í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni af útgáfu fjórðu sólóplötu sinnar, Brot. Svavar Knútur mun flytja nokkur af sínum uppáhaldslögum ásamt lögum af plötunni. Tónleikarnir hefjast kl.... Meira
19. nóvember 2015 | Hönnun | 89 orð | 1 mynd

T.ark heldur ráðstefnu í Gamla bíói

Teiknistofan T.ark heldur ráðstefnu í Gamla bíói í dag, frá kl. 9.20, í tilefni af 75 ára afmæli stofunnar og aldarminningu brunans mikla í Reykjavík. Meira
19. nóvember 2015 | Tónlist | 55 orð | 1 mynd

Ungir rapparar spreyta sig í Molanum

Rappþulan, rappkeppni fyrir 16 ára og eldri af öllu landinu, fer fram í ungmennahúsinu Molanum í Kópavogi annað kvöld og verður húsið opnað kl. 20. Meira
19. nóvember 2015 | Myndlist | 59 orð | 1 mynd

Úlfur ræðir við gesti um verk sín

Úlfur Karlsson ræðir við gesti um sýningu sín í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag kl. 18. Úlfur hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður en sneri sér að listmálun þegar hann var í námi í Gautaborg og útskrifaðist þaðan 2012. Meira
19. nóvember 2015 | Myndlist | 342 orð | 1 mynd

Úthlutað úr styrktarsjóði

Myndlistarmaðurinn Þór Sigurþórsson hlaut í gær styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur, eiginkonu hans. Úthlutunin, sem var sú tíunda, fór fram við athöfn í Listasafni Íslands. Hlaut Þór 500.000 krónur. Meira

Umræðan

19. nóvember 2015 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Aðalsveitakeppni BK hálfnuð Þegar lokið er sex umferðum af ellefu í...

Aðalsveitakeppni BK hálfnuð Þegar lokið er sex umferðum af ellefu í aðalsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs er sveit Péturs Gíslasonar efst en margar öflugar sveitir koma þar á eftir. Meira
19. nóvember 2015 | Pistlar | 480 orð | 1 mynd

Áfram stelpur!

É g var fyrir, ég var stjórnsöm, fór yfir mörkin og reyndi að brjóta boxið, en ég var lítil og ég var stelpa. Þetta er úr ljóði ungu stelpnanna í Hagaskóla sem sigruðu í hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Meira
19. nóvember 2015 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Er verið að skattleggja fátækt?

Eftir Guðmund Inga Kristinsson: "Að skattleggja strax við 140.000 krónur um 38,9% er ekkert annað en skattur á fátækt og því er fátæktarskatturinn um 30 þúsund krónur á mánuði í dag." Meira
19. nóvember 2015 | Velvakandi | 162 orð | 1 mynd

Kapphlaup um síma- og tölvukaup

Flesta daga rignir yfir þjóðina auglýsingum um nýjar útfærslur á símum, tölvum, sjónvörpum og fleiri tækjum. Öll eiga tækin að vera betri en þau sem seld voru jafnvel í gær. Meira
19. nóvember 2015 | Aðsent efni | 1087 orð | 1 mynd

Ríkisútvarpið á tímamótum

Eftir Illuga Gunnarsson: "Að mínu mati er löngu orðið tímabært að taka ákvörðun um að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði." Meira
19. nóvember 2015 | Aðsent efni | 675 orð | 1 mynd

Samhjálp tryggir um 80 manns næturgistingu á hverri nóttu

Eftir Vörð Leví Traustason: "Brýn nauðsyn er að fjölga innlagnarýmum vegna mikillar þarfar og eftirspurnar." Meira
19. nóvember 2015 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Thorvaldsensfélagið 140 ára 1875-2015

Eftir Önnu Birnu Jensdóttur: "Thorvaldsensfélagið, sem er elsta kvenfélagið í Reykjavík, er eitt af stofnfélögum Bandalags kvenna í Reykjavík og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur." Meira

Minningargreinar

19. nóvember 2015 | Minningargreinar | 530 orð | 1 mynd

Bára Sigurbergsdóttir

Bára Sigurbergsdóttir fæddist í Reykjavík 7. janúar 1943. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 6. nóvember 2015. Útför Báru fór fram 16. nóvember 2015. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2015 | Minningargreinar | 345 orð | 1 mynd

Björn Jónasson

Björn Jónasson fæddist 30. mars 1948. Hann lést 24. október 2015. Útför Björns fór fram 4. nóvember 2015. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2015 | Minningargreinar | 723 orð | 1 mynd

Eyrún Anna Gunnarsdóttir

Eyrún Anna Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1960. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 7. nóvember 2015. Foreldrar Eyrúnar voru Gunnar Magnús Jónsson, f. á Vopnafirði 5. júlí 1933, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2015 | Minningargreinar | 501 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson fæddist 9. september 1956. Hann lést 29. október 2015. Útför Jóns fór fram 12. nóvember 2015. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2015 | Minningargreinar | 359 orð | 1 mynd

Sólveig Pálsdóttir

Sólveig Pálsdóttir fæddist 25. febrúar 1968. Hún lést 27. október 2015. Foreldrar Sólveigar eru Páll Sigfússon og Þórey Eiríksdóttir, fyrrum bændur á Hreiðarsstöðum í Fellum. Meira  Kaupa minningabók
19. nóvember 2015 | Minningargreinar | 1177 orð | 1 mynd

Unnur Svava Jónsdóttir Cannada

Unnur Svava Jónsdóttir Cannada fæddist í Hnífsdal 10. apríl 1927. Hún lést á heimili sínu, Fífumóa 7 í Reykjanesbæ, 5. nóvember 2015. Foreldrar Unnar voru Jón Jóhannesson, f. 1889, og Guðríður Aðalbjörg Óladóttir, f. 1896. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

19. nóvember 2015 | Daglegt líf | 147 orð | 1 mynd

Einar Már, Bjarni Bernharður og fleiri á fyrsta upplestrarkvöldi

Einar Már Guðmundsson er meðal þeirra sem mæta á fyrsta upplestrarkvöld haustsins hjá Bókakaffinu á Selfossi, sem verður í kvöld. Þá mætir tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson og tekur lagið en hann var að gefa út plötuna Draumur um koss. Meira
19. nóvember 2015 | Daglegt líf | 455 orð | 1 mynd

Hreystimennið og flökkukonan Pála gamla bjargar körlum

Kristín Pálsdóttir eða Pála gamla eins og hún var kölluð, flakkaði víða um land. Miklar sögur eru til af áræði og hreysti Kristínar. Meira
19. nóvember 2015 | Daglegt líf | 232 orð | 1 mynd

Listasögunámskeið í Madríd og kvennaganga um Jakobsveginn

Margrét Jónsdóttir á og rekur ferðaskrifstofuna Mundo og hún hefur m.a. farið með fólk í göngu- og hjólaferðir um Jakobsveginn, frönsku leiðina til Santiago de Compostela á Spáni, svokallaða pílagrímsleið. Meira
19. nóvember 2015 | Daglegt líf | 992 orð | 3 myndir

Okkur þykir orðið vænt um þetta fólk

Sem betur fer gefst fólki á Íslandi í dag leyfi til að vera „allskonar“ og ólíkustu hæfileikar fá að njóta sín. Einnig búum við svo vel að hafa kerfi sem styður bæði andlega og líkamlega fatlaða. Meira

Fastir þættir

19. nóvember 2015 | Fastir þættir | 180 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 0-0 5. Bg2 d6 6. d4 Rc6 7. c4 Re4...

1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 0-0 5. Bg2 d6 6. d4 Rc6 7. c4 Re4 8. 0-0 f5 9. Rc3 Rxc3 10. Bxc3 e5 11. dxe5 De8 12. b4 Rxe5 13. Hc1 De7 14. c5 Rxf3+ 15. Bxf3 dxc5 16. Bxg7 Kxg7 17. bxc5 c6 18. Dd4+ Df6 19. Db4 Hf7 20. Hfd1 Be6 21. Hd6 Hd8 22. Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

Bergljót Bára Theódórsdóttir

30 ára Bergljót ólst upp á Akranesi, býr í Sandgerði og er í fæðingarorlofi. Maki: Elfar Logason, f. 1985, nemi í vélfræði við Tækniskólann. Börn: Daníela, f. 2002; Guðmundur Óskar, f. 2009; Guðjón Orri, f. 2010, og Ragnar Logi, f. 2015. Meira
19. nóvember 2015 | Fastir þættir | 180 orð

Endurtekið efni. N-NS Norður &spade;G62 &heart;D ⋄DG63 &klubs;ÁKD97...

Endurtekið efni. N-NS Norður &spade;G62 &heart;D ⋄DG63 &klubs;ÁKD97 Vestur Austur &spade;87 &spade;K54 &heart;9875 &heart;KG43 ⋄K972 ⋄54 &klubs;432 &klubs;G1085 Suður &spade;ÁD1093 &heart;Á1062 ⋄Á108 &klubs;6 Suður spilar 6&spade;. Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 18 orð

Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt...

Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu. Meira
19. nóvember 2015 | Árnað heilla | 194 orð | 1 mynd

Fylgist grannt með Evrópumótinu í skák

Elvar Guðmundsson er sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, en hann er tölvunarfræðingur með MBA- og MSc-gráðu í fjárfestingarstjórnun. „Ég er að greina helstu áhættuþætti fjármálamarkaðar og fylgjast með þróun á honum. Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 53 orð | 1 mynd

Hörður Kristjánsson

30 ára Hörður ólst upp í Hafnarfirði, býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í tölvunarfræði frá HÍ og starfar hjá LS Retail. Maki: Lára Rut Davíðsdóttir, f. 1986, tölvunarfræðingur. Dætur: Rakel, f. 2012, og Andrea, f. 2015. Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 242 orð | 1 mynd

Jóhann Gunnar Ólafsson

Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal 19.11. 1902, sonur Ólafs Arinbjarnarsonar, verslunarstjóra í Vík og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, og k.h., Sigríðar Eyþórsdóttur húsfreyju. Meira
19. nóvember 2015 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Kristín Gyða Leifsdóttir , Þorhildur Ynja Helgadóttir , Ann Katrín...

Kristín Gyða Leifsdóttir , Þorhildur Ynja Helgadóttir , Ann Katrín Sigurðardóttir og María Rún Leifsdóttir notuðu haustfrí til að safna dósum í Grafarvogi og gáfu ágóðann, 7.500 kr., til Rauða... Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 46 orð

Málið

Hinn þekkti heilbrigðisstarfsmaður Vakthafandi læknir er óbeygjanlegur, eins í báðum tölum og kynjum og öllum föllum. Reyndar er nafn hans lýsingarorð . Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 283 orð

Stórt er spurt og komið víða við

Í tilefni af degi íslenskrar tungu (íslenskra tungna) setti Sigurlín Hermannsdóttir á Boðnarmjöð: Heillaður starði 'ann á Hrönn sem var helvíti lekker og grönn. Hann stökk hana á svo stelpunni brá þá vöfðust þeim tungur um tönn. Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 199 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Matthea Kristjánsdóttir 90 ára Þorvaldur Þorgrímsson 85 ára Einar Óskarsson Hlíf Einarsdóttir 80 ára Rafn Helgason Ragnar Heiðar Magnússon Sigríður Steingrímsdóttir Þráinn Þorsteinsson 75 ára Björn Júlíusson Brigitte Leonie Lúthersson-Patt... Meira
19. nóvember 2015 | Fastir þættir | 313 orð

Víkverji

Víkverji er nýskriðinn úr bæli sínu eftir tveggja vikna „veikindafrí“. Svo er mál með vexti að Víkverji brá sér í hálskirtlatöku og hefur hann því eytt síðustu tveimur vikum heima hjá sér að bryðja frostpinna. Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 97 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

19. nóvember 1919 Átta konur stofnuðu Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Ægir Giraldo Þorsteinsson

30 ára Ægir ólst upp á Seltjarnarnesi og víðar, býr í Mosfellsbæ, lauk BSc-prófi í tölvunarfræði frá HR og rekur hugbúnaðarfyrirtækið Aranja. Maki: Waleska Giraldo, f. 1989, tölvunarfræðingur. Dætur: Perla Gabriela, f. 2012, og Elisabeth Rós, f. 2014. Meira
19. nóvember 2015 | Í dag | 625 orð | 3 myndir

Ævintýri á ævigönguför

Guðrún fæddist á Laugavegi 2 í Reykjavík 19.11. 1935 og ólst þar upp: „Ég var þriggja ára þegar mamma dó og við Páll bróðir fengum frjálst uppeldi hjá pabba. Meira

Íþróttir

19. nóvember 2015 | Íþróttir | 498 orð | 4 myndir

Allt annað Stjörnulið

Á ÁSVÖLLUM Kristin Geir Friðriksson kiddigeirf@gmail.com Stjörnumenn mættu heldur betur galvaskir og einbeittir til leiks í gærkveldi þegar þeir heimsóttu Hauka í 7. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Njarðvík – ÍR 100:86 Haukar – Stjarnan...

Dominos-deild karla Njarðvík – ÍR 100:86 Haukar – Stjarnan 73:85 Staða efstu liða: Keflavík 660603:53912 KR 651554:42210 Njarðvík 752612:58710 Þór Þ. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Eiður Aron til Þýskalands

Knattspyrnumaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson mun spila í Þýskalandi frá og með áramótum. Eiður hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins komist að samkomulagi við félag í þýsku C-deildinni og gildir samningurinn til sumarsins 2017. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 449 orð | 4 myndir

Einstefna í Safamýrinni

Í SAFAMÝRI Benedikt Grétarsson bgretarssib@gmail.com Íslandsmeistarar Gróttu komust á topp Olís-deildar kvenna í handknattleik með stórsigri gegn Fram í Safamýri í gær. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: KA-heimilið: Akureyri...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: KA-heimilið: Akureyri – FH 19 N1-höllin: Afturelding – Víkingur 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Valur 19.30 Framhús: Fram – Haukar 19. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 533 orð | 3 myndir

Hetjuleg barátta ÍR

Í NJARÐVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvík og ÍR mættust í Dominos-deild karla í gærkvöldi í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Hörður og Jakob í hörkubaráttu í Evrópukeppni

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði sex stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu þegar lið hans Nymburk lagði slóvenska liðið Tajfun Sentjur að velli í fjórðu umferð F-riðils FIBA Europe-bikarsins í Nymburk í Tékklandi í gær. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Íslenska landsliðið í knattspyrnu stimplaði sig út á þessu ári á...

Íslenska landsliðið í knattspyrnu stimplaði sig út á þessu ári á hálfendasleppan hátt eftir ævintýrið mikla þar sem því tókst að vinna sér farseðilinn á EM. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Íslands sem tapaði fyrir Króötum, 2:0, í síðari leiknum í umspili um sæti á HM á þessum degi í Zagreb fyrir tveimur árum. • Gylfi Þór fæddist 9. september 1989. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 173 orð | 2 myndir

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði fjögur stig og gaf eina...

Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skoraði fjögur stig og gaf eina stoðsendingu þegar lið hans Valencia lagði franska liðið Nancy að velli, 77:65, í sjöttu umferð C-riðils í Evrópubikarnum í Valencia á Spáni í gærkvöldi. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 562 orð | 2 myndir

Leiðinlegt að fá ekki tiltrú þjálfarans

Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég mun fara vel yfir málin eftir tímabilið og skoða stöðuna en það hefur verið skemmtileg reynsla að búa hér og spila,“ sagði knattspyrnumaðurinn Kristinn Steindórsson við Morgunblaðið. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Löwen í góðri stöðu í B-riðli

Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen komst upp að hlið Guðjóns Vals Sigurðssonar og félaga hans hjá Barcelona í toppsæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöldi með sigri á Montpellier, 25:21, í Mannheim. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, seinni leikir: Frankfurt &ndash...

Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, seinni leikir: Frankfurt – Lilleström 0:2 • Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Lilleström í leiknum. Lið hennar tapaði í vítaspyrnukeppni, 4:5, eftir að liðin voru jöfn, 2:2, samanlagt. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 419 orð | 1 mynd

Olís-deild kvenna Fram – Grótta 31:19 Staðan: Grótta...

Olís-deild kvenna Fram – Grótta 31:19 Staðan: Grótta 121011306:19921 Valur 121002330:23220 ÍBV 121002352:29920 Fram 12912336:24919 Haukar 12822333:27818 Stjarnan 12804329:27216 Selfoss 12705339:31214 Fylkir 12408297:3108 Fjölnir 12408258:3778 FH... Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 486 orð | 2 myndir

Segir Stjörnuna vera að taka ákveðna áhættu

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Eftir að hafa misst öfluga leikmenn úr sínum röðum á síðustu vikum vinna Stjörnumenn nú hörðum höndum að því að fylla í skörðin. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Sex mörk hjá Bjarka Má fyrir Füchse Berlín

Lærisveinar Erlings Richardssonar hjá Füchse Berlín með landsliðsmanninn Bjarka Má Elísson innanborðs öttu kappi við N-Lübbecke í 14. umferð þýsku efstu deildarinnar í handknattleik karla í gærkvöldi. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Skuldir hrannast upp að nýju

Aftur hefur sigið á fjárhagslegu ógæfuhliðina hjá þýska handknattleiksliðinu HSV Hamburg. Félagið skuldar nú orðið út um allar þorpagrundir auk þess sem stór hluti liðsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir október. Meira
19. nóvember 2015 | Íþróttir | 232 orð

Súrsætt hjá Guðbjörgu

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, stóð í ströngu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Meira

Viðskiptablað

19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 284 orð | 1 mynd

300 milljóna heljargreipar

Undarleg uppákoma varð í íslensku viðskiptalífi fyrr í þessum mánuði. Efnt var til stjórnarkjörs í stærsta tryggingafélagi landsins aðeins átta mánuðum eftir að stjórn félagsins var kosin glymrandi kosningu á aðalfundi. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 52 orð | 1 mynd

Aðstoðarmaður forstjóra

Meniga Bryndís Alexandersdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður forstjóra hjá Meniga. Hún mun einnig koma að og stýra verkefnum framkvæmdastjórnar Meniga. Bryndís er með MSc-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 944 orð | 2 myndir

Arðsemi eigin fjár skiptir banka ennþá máli

Eftir Oliver Ralph Kapphlaup banka um mikla arðsemi eigin fjár kann að hafa átt sinn þátt í bankakreppunni en það þýðir þó ekki að þessi mælikvarði á rekstrarárangur fjármálafyrirtækja heyri sögunni til. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 169 orð | 1 mynd

Byggingarkostnaður hækkar hlutfallslega

Fasteignir Niðurstaða kjarasamninga fyrr á þessu ári hefur valdið því að byggingarkostnaður íbúðarhúsnæðis hefur að nýju færst nær raunvirði fjölbýlis eftir að nokkuð skildi þar á milli á undangengnum misserum. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 418 orð | 2 myndir

EasyJet: Á sjálfstýringunni

Viðvörunarbjöllurnar byrja ósjálfrátt að hringja þegar flugfélag hreykir sér hátt og snjallt af methagnaði, hækkar arðgreiðslur um fimmtung og segist ætla að kaupa nýjar flugvélar fyrir samtals 3,2 milljarða dala. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 20 orð | 1 mynd

EasyJet fer með himinskautum

Rekstur EasyJet gengur vel og félagið hyggur á flugvélakaup fyrir milljarða dala en flugfélög hafa oft brennt sig á... Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 62 orð | 1 mynd

Elísabet til Kópavogs

Markaðsstofa Kópavogs Elísabet Sveinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs og tekur hún til starfa um áramótin. Elísabet hefur gegnt stöðu forstöðumanns markaðssviðs Advania síðan í byrjun árs 2012. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 625 orð | 1 mynd

Er fyrirtækið þitt tilbúið fyrir framtíðina?

Gerð var könnun meðal innri endurskoðendanna um hvaða áherslur þeir vildu leggja í vinnu sinni. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 233 orð | 1 mynd

Er hættan meiri ef ekkert er að gert?

Bókin Nú þegar rösk vika er í stóru loftslagsráðstefnuna í París er ekki úr vegi að beina sviðsljósinu að bók sem fjallar um málaflokkinn. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 169 orð

ESÍ var að baki viðskiptum Morgan Stanley

Nú liggur ljóst fyrir að Eignasafn Seðlabankans stóð að baki tugmilljarða viðskiptum í SPB sem gerð voru í nafni Morgan Stanley. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 45 orð | 5 myndir

FVH ræðir um alhliða eða aðskilda banka

Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, stóð fyrir hádegisverðarfundi í vikunni þar sem rætt var um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka á Fosshóteli Reykjavík. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 199 orð | 1 mynd

Góðgerðarsafnanir allar á einum stað

Vefsíðan Netið hefur gert heiminn minni og opnað nýjar leiðir fyrir mannkynið til að sýna sínar bestu hliðar. Ef einhver er í vanda eða hörmungar dynja á eru netverjar oft ekki lengi að bregðast við og byrja að safna með samskotum. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 902 orð | 1 mynd

Heimurinn að minnka

Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Sæmark seldi á síðasta ári um 7.000 tonn af unnum ferskum fiskflökum beint til smásöluaðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 129 orð

hin hliðin

Nám: Menntaskólinn í Reykjavík 1983; Rafmangsverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1988; MSc í Rafmangsverkfræði frá University of Washington í Seattle 1992, áhersla á kerfisverkfræði, líkansauðkenningu og stýritækni. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 678 orð | 2 myndir

Hryðjuverk varpa skugga yfir Schengen

Schengen-samstarfið er ein birtingarmynda einingar í Evrópu og hefur stuðlað að auknum tengslum á milli landa en flóttamannavandi og hryðjuverk ógna nú þessari hugsjón. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 175 orð | 1 mynd

Jóladagatal fyrir stóru börnin

Lestirnir Lesendur minnast þess örugglega margir með hlýhug að hafa í barnæsku vaknað spenntir alla morgna í desember fram að jólum, og opnað glugga á jóladagatalinu. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 355 orð | 1 mynd

Krefjandi en spennandi breytingar á nýtingu upplýsingatækni

Þorsteinn hjá Opnum kerfum hefur ástæðu til að gleðjast því rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur farið batnandi. Framundan er annasamur tími í verslun OK enda margir sem vilja finna nýja tölvu undir jólatrénu. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 538 orð | 1 mynd

Lexíur frumkvöðlanna

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ný bók safnar saman reynslusögum 40 einstaklinga úr íslenska frumkvöðlasamfélaginu. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 22 orð | 1 mynd

Listi yfir ríkasta fólkið í hverju aldursbili

Milljarðamæringar eru á öllum aldri en fyrirtækið Wealth-X heldur úti öflugum gagnagrunni um auðkýfinga og hefur sett saman lista yfir ríkasta... Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 20 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Er ódýrara að kaupa ... Júník gjaldþrota ... Vilja pitsur á fjórum ... Fá ekki aðgang ... Teiknaði sögulega... Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 183 orð

Mikil aukning í rækju

Rækja Verð á soðinni og pillaðri rækju hefur haldist hátt fyrstu níu mánuði ársins og um þriðjungi hærra en árið á undan, reiknað í evrum. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 220 orð

Mikils framboðs að vænta á hlutabréfum í bönkum

Lífeyrissjóðirnir vænta þess að ef samningar takast við slitabúið muni bankinn verða skráður á markað á næsta ári, að öllum líkindum þá um haustið. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 18 orð | 1 mynd

Mælistikur á rekstur banka

Aukin arðsemi eigin fjár getur verið afleiðing meiri skuldsetningar og aukinnar áhættu sem ekki er gott í... Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 559 orð | 1 mynd

Mörk skilasvika og riftunar

Borið hefur á því að fyrirsvarsmenn fyrirtækja átti sig ekki á því að ráðstafanir sem gerðar voru í viðskiptalegum tilgangi, undir erfiðum kringumstæðum, kunna að koma til skoðunar síðar meir sem sakamál. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 222 orð

Njóta og upplifa

Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 150 orð | 1 mynd

Peningastefnunefnd einhuga í vaxtahækkun

Efnahagsmál Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd studdu tillögu seðlabankastjóra á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að hækka vexti Seðlabankans um 0,25 prósentur, en fundargerð nefndarinnar frá 4. nóvember var birt á vef bankans í gær. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 266 orð | 1 mynd

Sjóðir þurfa að grípa til aðgerða

Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Skuldbindingar lífeyrissjóða hækka um 281 milljarð króna vegna nýrra útreikninga á lífaldri. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 342 orð | 2 myndir

Stór biti á alla mælikvarða

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hluturinn í Arion banka sem lífeyrissjóðirnir freista þess nú að kaupa er stór á alla mælikvarða. Bókfært eigið fé hans er 70% hærra en heildarfjárhæð allra almennra útboða á hlutabréfamarkaði frá 2011. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 830 orð | 5 myndir

Tæknin að taka fram úr þorskinum

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Velta tæknigeirans í sjávarútvegi nálgast það að vera meiri en veltan í sölu á þorskflökum. Fjárfestingar í sjávarútvegi eru á uppleið og fiskeldi vex hratt. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 591 orð | 2 myndir

Vantar vinnuafl eftir því sem þjóðin eldist

Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Þjóðin er að eldast hratt, þó ekki eins hratt og í Evrópu. Á næstu árum mun vanta fólk á íslenskan vinnumarkað til að viðhalda hagvexti. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 139 orð | 1 mynd

Vegleg töskuveisla hjá Christie's í desember

Stöðutáknið Það getur verið erfitt að finna réttu jólagjöfina handa konunni sem á allt. Þeir sem eiga sand af seðlum geta mögulega einfaldað leitina með því að fara á handtöskuuppboð Christie's í New York. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 275 orð

Verðlagning á bankastofnunum er afar misjöfn

Eiginfjárhlutfall bankastofnana er mjög mismunandi en hlutfallið hjá íslenskum bönkum er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Af þeim sökum kann að vera villandi að nota eigið fé sem viðmiðun um verðlagningu á fjármálastofnunum. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 1809 orð | 1 mynd

Viðræður framundan um „rétt“ verð á Arion banka

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Slagurinn um Arion banka er hafinn fyrir alvöru. Kaupþing verður að selja hlut sinn innan þriggja ára og ríkið hefur mikla hagsmuni af því að gott verð fáist fyrir hlutinn. Meira
19. nóvember 2015 | Viðskiptablað | 60 orð

Vodafone semur við AT&T

Fjarskipti Vodafone á Íslandi hefur opnað á 4G háhraðasamband við Bandaríkin í kjölfar samninga við fjarskiptafyrirtækið AT&T. Í tilkynningu segir að Vodafone sé eina fjarskiptafyrirtækið á Íslandi sem býður viðskiptavinum sínum 4G á ferðalögum... Meira

Ýmis aukablöð

19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1557 orð | 7 myndir

8 Tröllajól

Í átta ár hefur Trölli stolið jólunum af leikarahjónunum Stefáni Karli Stefánssyni, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og fjölskyldu en líkt og í sögu dr. Seuss hefur hann fært þeim þau á ný, innihaldsríkari en áður. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 334 orð | 1 mynd

Að búa til jólaminningar

Jólin eru að koma, rétt eins og þau hafa alltaf gert. Þau eru tilhlökkunarefni, standa iðulega með sínum hætti undir væntingum og eru tími sem við njótum, ekki síst með samverustundum með fólkinu sem okkur þykir vænst um. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1114 orð | 2 myndir

Að kyrra hugann fyrir jólin

Það er kunnara en frá þurfi að segja að þegar hátíð ljóss og friðar nálgast eru flest okkar eins og útspýtt hundsskinn við að tryggja að jólin verði fullkomin. Væri ef til vill meira um vert að finna kyrrð og ró og eiga í framhaldinu gleði- og... Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 634 orð | 5 myndir

Allir geta föndrað eitthvað fallegt

Með réttu áhöldunum, efnunum og smá tilsögn er auðvelt að byrja. Hvernig væri að búa til ilmandi og litrík kerti eða sápur til að lauma í jólapakkann? Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 732 orð | 5 myndir

Allir ráða við að saga sitt eigið jólatré

Skógræktarfélög hringinn í kringum landið bjóða fólki að finna og fella jólatréð sjálft. Oft sameinast margar kynslóðir um þessa iðju og stundum getur það gerst að jólasveinarnir hjálpa til. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 917 orð | 5 myndir

Ávaxtakassinn undir trénu

Hafdís Bjarnadóttir, tónlistarkona og áhugamanneskja um umhverfisvernd og endurvinnslu, býr til persónulegar jólagjafir sem hitta í mark og pakkar þeim inn af hugvitssemi, þar sem hún endurnýtir umbúðir og skreytir með könglum, berjum og öðru fallegu sem til fellur. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 883 orð | 1 mynd

Bakað með ömmu

Samvera og vinátta er aðalmálið á aðventunni. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 312 orð | 1 mynd

„En flaskan hans prúða í ísskápnum er...“

„...og oft hana að finna karl skýst“ – Svo segir í sígildu jólalagi með Ríó tríó sem fjallar um nágrannann hann Jón sem er heldur önugur árið um kring en gerist ljúfur í lund og jólabarn hið mesta þegar hátíð gengur í garð. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 647 orð | 3 myndir

„Sumir hafa Kærleikskúlurnar uppi við allan ársins hring“

Sumir af vinsælustu listamönnum landsins hafa lagt Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra lið með hönnun Kærleikskúlunnar. Jólaórói styrktarfélagsins sameinar íslenska hönnun, kveðskap og rammíslenskar jólahefðir. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 905 orð | 2 myndir

„Það gerir engum gott að hanga yfir sykri, steik og sjónvarpi“

Í desember vill það gerast hjá mörgum að mataræðið verður ekki það heilsusamlegasta. Sigrún Þorsteinsdóttir eldar holla rétti á öllum árstímum og lumar m.a. á góðri uppskrift að jólaglögg. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 351 orð | 1 mynd

Bing Crosby á fóninum

Kona jólasveinsins á alltaf stað í hjarta mínu. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 489 orð | 2 myndir

Byrja að syngja jólalögin á haustin

Léttsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika þar sem blandað er saman Baggalútslögum, sígildum jólasöngvum og nýju lagi eftir Hafdísi Huld. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 757 orð | 2 myndir

Byrjar að skreyta í ágúst

Steinþór Hróar Steinþórsson þekkja landsmenn flestir sem skemmtikraftinn, sjónvarpsmanninn og gleðigjafann Steinda jr. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1282 orð | 3 myndir

Bökuðu 2.000 sörur á einum degi

Söru Bernharðs má vel kalla drottningu jólasmákakanna, enda eru sörur algjört sælgæti sem sómir sér vel á jólaborðinu. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 737 orð | 8 myndir

Dívan á sviðið um þessi jól

Sörukökugerð á sér fastan sess í jólahaldi margra landsmanna. Nú hefur Jóhannes Felixson – eða Jói Fel eins og við þekkjum hann flest – kynnt til sögunnar dívu, en hún er eiginleg „systurkaka“ sörunnar, og það sem meira er, hann gefur uppskriftina líka. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1113 orð | 2 myndir

Djúprauður desert á jólum

Guðrún Kristjánsdóttir, matgæðingur og veitingakona í Systrasamlaginu, sækir sér innblástur til annarra þjóða við matseldina. Hún er í essinu sínu þegar kemur að eftirréttum, bakar biscotti og sítrónuböku að ítalskri fyrirmynd og býður upp á jólaís frá eftirlætisveitingastaðnum River Café í London. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1418 orð | 6 myndir

Dönsku jólin hennar mömmu

„Mamma og pabbi lögðu mikla áherslu á að vera sjálfbjarga á sem flestum sviðum. Ég hef stundum á tilfinningunni að þau hafi haldið meira í gamlar hefðir en almennt gerðist þá. Það var nánast allt gert á heimilinu. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 755 orð | 2 myndir

Einföld og sígild jól

Í desember býður Rauða húsið, í samvinnu við Valgeir Guðjónsson og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, upp á dagskrá sem tvinnar saman tónlist og hefðbundnum mat. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 858 orð | 1 mynd

Einn á aðfangadagskvöld

Stundum hef ég farið í miðnæturmessu. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 776 orð | 2 myndir

Elda jólaréttina saman á aðfangadag

Hefðirnar setja sterkan svip á jólin hjá mörgum og víða er hamborgarhryggurinn ómissandi á veisluborðinu á aðfangadag. Þau Helga Hallgrímsdóttir og tengdasonur hennar Rúnar Kristinsson kunna vel listina að elda góðan hamborgarhrygg. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1275 orð | 2 myndir

Fjársjóðurinn frá langömmu

Auður Ögn Árnadóttir, veitingakona í kökusjoppunni 17 Sortir og eigandi kennslueldhússins Salts Eldhúss, heldur mikið upp á litlu bókina sem geymir gamlar smákökuuppskriftir úr móðurfjölskyldunni og þegar tími gefst til bakar hún ljúffengar gyðingakökur og mömmukökur sem bráðna í munni. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 2657 orð | 3 myndir

Fjölskyldan, gjafmildi og góður matur

Það er alltaf fróðlegt að fá innsýn í jólahaldið í öðrum löndum. Ágúst Ásgeirsson blaðamaður hefur um árabil verið búsettur í Frakklandi og hann segir hér frá jólunum og aðdraganda þeirra í Frakklandi, ásamt því að gefa nokkrar girnilegar uppskriftir að gómsætum jólamat að hætti heimamanna. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 571 orð | 1 mynd

Fúmfúmfúm í hríðinni

Textarnir skipta mig miklu máli. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 640 orð | 6 myndir

Fyrir litla og loðna jólasveina

Jólin eru tími til að gleðjast með öllum fjölskyldumeðlimum – líka þeim sem hafa trýni og skott. Er líka til fjöldinn allur af skemmtilegum vörum sem ættu að kæta loðbörnin á heimilinu. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1254 orð | 3 myndir

Gjöfult verkefni í 11 ár

Þetta er ellefta árið í röð sem verkefnið Jól í skókassa er leitt af KFUM og KFUK á Íslandi. Safnað er fyrir börn í Úkraínu er þar er ýmislegt sem hrjáir íbúana. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1022 orð | 3 myndir

Grenigreinarnar ómissandi

Grenigreinar eru ómissandi hluti af aðventukransinum hjá Hlín Reykdal, sem gerir jafnan tvo til þrjá kransa fyrir hver jól. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 694 orð | 1 mynd

Grænmetisveisla jólanna

Helga Mogensen heilsukokkur matreiðir ávallt ljúffenga hnetusteik á jólum, ásamt lambakjöti og villibráð. Henni finnst gaman að breyta út af venjunni þegar meðlætið og eftirréttir eru annars vegar og býður upp á fallegt grænmeti og deserta sem alltaf vekja lukku. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 951 orð | 9 myndir

Handgerð minningajól

Það kennir ýmissa grasa í jólaskrauti Eddu Kjartansdóttur, starfsþróunarstjóra á Menntavísindasviði HÍ, en vænst þykir henni þó um handgerða skrautið sem gert hefur verið af fjölskyldumeðlimum. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 860 orð | 4 myndir

Heimagerð jólakort gleðja

Við höfum fyrir sið í stórfjölskyldunni að koma saman einhvern tíma fyrir jólin og föndra. Það eru skemmtilegar stundir, jafnt fyrir fullorðna sem börn. Mikið spjallað og hlegið. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 842 orð | 2 myndir

Heldur röddinni góðri með hunangstei

Sigvaldi þarf að sneiða hjá kæstu skötunni á Þorláksmessu til að halda framburðinum í lagi. Þulirnir hjá RÚV lesa jólakveðjur í samtals um 17 tíma og skipta fjórir til fimm með sér verkinu. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 877 orð | 2 myndir

Hnetusteik 2 stönglar sellerí, smátt skorið 1 laukur, smátt skorinn 1...

Hnetusteik 2 stönglar sellerí, smátt skorið 1 laukur, smátt skorinn 1 stk. kúrbítur 10 stk. sveppir, smátt skornir 150 g valhnetur, ristaðar 100 g möndlur, ristaðar 100 g sesamfræ, ristuð 200-300 g haframjöl 2 tsk. turmerik ½ tsk. cayennepipar 3 tsk. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 615 orð | 2 myndir

Í afmælisstuði um miðjan daginn og fer síðan í jólastuð síðdegis

Ættingjarnir færa Sindra afmælisgjafirnar á aðfangadag en hann heldur veisluna fyrir vinina í janúar. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 693 orð | 1 mynd

Í hátíðarskapi með Helgu

Ég verð aldrei leiður á Heims um ból. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1247 orð | 1 mynd

Íslensku jólin eru allra jóla best

Það er alltaf gaman að heyra um jólahald sem er frábrugðið því sem við eigum að venjast hér á Íslandi og ekki er síður gaman að kynnast því hvernig jólin þróast hjá þeim sem flytjast hingað til lands frá fjarlægum heimsálfum. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 187 orð | 4 myndir

Jól 2015

4 Jólin í Íshúsinu 6 Steindi jr. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 942 orð | 2 myndir

Jólabakstur á hollari nótum

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, sjónvarpskokkur og matarbókahöfundur, bakar gómsætar piparkökur úr úrvalshráefni þar sem hún styðst við gamla og góða uppskrift en skiptir meðal annars hveiti og hvítum sykri út fyrir spelt og kókospálmasykur. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1205 orð | 9 myndir

Jólabaksturinn er sérstakur

Smákökubakstur er eitt af því sem einkennir jólaundirbúning og krakkar í Snælandsskóla stunda fyrir jólin. Júlía Ágústsdóttir heimilisfræðikennari sér um kennsluna þar ásamt Aðalheiði Jóhannsdóttur grunnskólakennara. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1277 orð | 2 myndir

Jólabjór í sögulegu úrvali

Það er orðinn fastur siður að bjóða upp á sérstakan bjór í aðdraganda jólanna og hans er jafnan beðið með eftirvæntingu. Þó eru jólabjórtegundirnar um margt keimlíkar innbyrðis en nýjar bætast þó reglulega við og úrvalið hefur aldrei verið meira í Vínbúðunum en fyrir þessi jól. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 835 orð | 4 myndir

Jólaminningarnar krufnar

Í myndskreytingunni við jóladagatal Norræna hússins leitar Lóa Hlín fanga í eigin jólaupplifunum í Breiðholtsblokk. Hún skreytir kjallararými hússins svo að mætti halda að þar hefði einhver farið yfir um í jólaundirbúningnum. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 421 orð | 1 mynd

Jólin geta verið dýrunum hættuleg

Sumar kræsingarnar sem mannfólkið skóflar í sig í kringum jólin geta verið skaðlegar ferfætlingunum, jafnvel banvænar. Ef voffi eða kisi á að fá að taka þátt í hátíðinni er vissara að fylgja nokkrum einföldlum en góðum ráðum. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 751 orð | 6 myndir

Jólin í Íshúsinu

Það stendur mikið til í Íshúsi Hafnarfjarðar um þessar mundir. Bæði er Íshúsið eins árs og svo verður opnaður þar jólamarkaður í aðdraganda jóla þar sem afrakstur hönnuða og handverksfólks Íshússins verður til sölu. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1097 orð | 2 myndir

Kalkúnn á hátíðarborðið

Hamborgarhryggur, rjúpur, hangikjöt og purusteik voru lengi algengasti jólamatur Íslendinga, þótt stöku heimili kynnu að bjóða upp á hreindýrasteik. Undanfarin ár hafa þó vinsældir kalkúnsins farið vaxandi um jólahátíðina. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1698 orð | 3 myndir

Kann vel að meta ítalskar jólahefðir

Miðnæturmessa á aðfangadag er fastur liður í jólahaldi flestra Ítala, en fjölbreytileikinn í jólaréttunum er meiri en við eigum að venjast, segir Kjartan Sturluson sem heldur úti vefsíðunni Minitalia.is sem tileinkuð er Ítalíu með sérstakri áherslu á mat og drykk. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1254 orð | 1 mynd

Kokteilber í kjallaranum

Faðir minn setti alltaf Bing Crosby á fóninn. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1163 orð | 8 myndir

Konfektgerð er skemmtileg samvinna

Hjónin segjast búa til um tvö hundruð konfektmola til jólanna, bæði í gjafir og til eigin nota. „Við erum svona tvö kvöld að búa þetta til. Við spjöllum saman á meðan við vinnum.“ Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 873 orð | 5 myndir

Kósí jólafrímerki

Göngutúrar, samvera fjölskyldunnar og önnur notalegheit virðist vera það sem hvað flestir láta sig hlakka til um jólin. Þetta er a.m.k. mat þeirra Harðar Lárussonar og Ránar Flygenring sem eiga heiðurinn að jólafrímerkjunum í ár. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 438 orð | 2 myndir

Kransinn, kertin og kvæðin

Flest heimili sem á annað borð halda jólin hátíðleg útbúa aðventukrans og telja niður vikurnar til jóla með því að kveikja á kertunum fjórum, einu af öðru, síðustu fjóra sunnudaga fyrir jól. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 328 orð | 11 myndir

Könglar, sveppir og díóðuljós

Díana Allansdóttir í Blómavali segir mjög einfalt fyrir fólk að föndra fallegan bakka með kertum, greinum og jólaskrauti. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 563 orð | 2 myndir

Leyfa gestunum að njóta sín

Hátíðlegt andrúmsloft er á Kex hosteli í kringum jólin og eggjapúns á ameríska vísu lagað á veitingastaðnum Sæmundi í sparifötunum. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 582 orð | 1 mynd

Lifandi kerti á trénu ein af föstu hefðunum

Á aðfangadagskvöld borðuðum við spaghetti með tómatsósu. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 460 orð | 1 mynd

Litli trommuleikarinn

KK og Ellen eru æðislegur dúett. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 649 orð | 18 myndir

Læra um lýðræðið í gegnum smíði piparkökuhúss

Börnin á leikskólanum Rjúpnahæð leggja mikinn metnað og vinnu í að smíða piparkökuhús. Ferlið byrjar strax að hausti og er fylgt lýðræðislegum reglum þar sem kosið er um allar ákvarðanir. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 558 orð | 2 myndir

Með fjórar útgáfur af alvöru heitu súkkulaði

Á Pallett Kaffikompaníi í Hafnarfirði má meðal annars smakka sætar breskar kökur í desembermánuði. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 400 orð | 7 myndir

Norrænn stíll ríkjandi

Rafhlöðuknúin díóðuljós og rafmagnskerti æ meira notuð í jólaskreytingum. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 590 orð | 3 myndir

Sá það í hillingum að fara í keilu á afmælisdaginn eins og önnur börn

Heimili Sigurlaugar Pétursdóttur fyllist af fólki um hádegisbil á aðfangadag enda vilja vinir og ættingjar ómögulega missa af afmælisboðinu hennar. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1114 orð | 3 myndir

Spilar jólalög í júlí

Fæstir eru farnir að leiða hugann að jólunum í júlí og finnst jafnvel snemmt er fyrstu jólaauglýsingarnar byrja að hljóma. Aðrir kunna þó vel að meta jólatóna utan aðventunnar og Anna Sigríður Einarsdóttir hitti mann sem nýtur þess að byrja að spila jólalögin snemma. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 829 orð | 3 myndir

Stutt við bakið á börnunum

Jólakortasalan er mikilvægur liður í fjáröflun Barnaheilla. Samtökin vinna að málefnum barna, t.d. með átaki gegn einelti á Íslandi og aðstoð við börn í flóttamannabúðum sem hrakist hafa undan átökunum í Sýrlandi. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 938 orð | 2 myndir

Tengir lambahrygginn við hátíðlegri boð

Hrefna Sætran segir mikilvægt að lambakjötið fái að ná stofuhita áður en það er eldað og fái líka að hvílast vel áður en skorið er í gómsæta steikina. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 668 orð | 7 myndir

Upplifun fyrir allar kynslóðir

Íslensku jólasveinarnir verða á sveimi í Árbæjarsafni á sunnudögum í desember og hægt að upplifa jólahaldið eins og það var fyrr á tímum. Ungir sem aldnir geta skoðað áhugaverðar sýningar, fylgst með handverksfólki að störfum, föndrað og jafnvel leikið sér með leikföng frá síðustu öld. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 832 orð | 7 myndir

Uppljómaðir ævintýragarðar

Klassískar ljósaseríur með glærum perum eru sívinsælar og áberandi bæði í görðum og húsum en meðal nýjunga hjá Garðlist má nefna hátíðlegar ljósar útiseríur sem tindra. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 695 orð | 5 myndir

Vandlega valið vín til að kóróna jólamáltíðina

Það getur verið kúnst að finna rétta vínið til að fara með reyktum og söltum íslenskum jólamat. Oft getur bjórinn hentað vel. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 936 orð | 4 myndir

Það má gera margt við gæsina

Gæs, bæði villt og ræktuð, getur verið bráðgóður valkostur á veisluborðið um jólin. Að gera dýrindis gæsalifrarkæfu þarf ekki að vera flókin eldamennska. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 926 orð | 6 myndir

Þarf þolinmæði til að flétta vel

Ég flétta mest frænkur mínar sem allar eru með sítt hár. Ég flétta líka vinkonur mínar en sjaldnar. Ég flétta líka mömmu, hún leyfir mér oftast að æfa mig á nýrri greiðslu og loks flétta ég sjálfa mig. Meira
19. nóvember 2015 | Blaðaukar | 1083 orð | 7 myndir

Ævintýraverslunin hennar Regínu

Fóstri minn þar spurði mig hvað ég vildi í jólagjöf. „Bækur,“ svaraði ég og fékk ellefu bækur í jólagjöf. Ég átti Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng, Ærslabelg og loks Mjallhvíti í litum, myndabók eftir hinni frægu Disney-mynd. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.