Greinar fimmtudaginn 5. október 2017

Fréttir

5. október 2017 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

2,4 milljarða kostnaður frá 2011

Kristján H. Johannessen khj@mbl. Meira
5. október 2017 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

34 dæmdir í fangelsi fyrir lífstíð

Tyrkneskur dómstóll dæmdi í gær 34 manns í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, þar sem hann dvaldi á hóteli við Eyjahaf, í sama mund og tyrkneski herinn reyndi valdarán í júlí í fyrra. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 584 orð | 3 myndir

Áhugi á að reisa minnisvarða um skáldið

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Fólk sem skarar framúr á einhverju sviði fellur oft illa inn í hópinn. Það átti ekki við Guðmund. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

„Hægfara þreifingar“ í útrás Ara

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verður örugglega mjög gaman. Ég bjó í London þegar ég var í námi en hef ekki komið hingað í fimm ár,“ segir Ari Eldjárn uppistandari sem treður upp í Soho Theatre í London í kvöld. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

„Landbúnaður er mitt áhugamál“

Bjarki Már Haraldsson býr á Sauðárkróki en fjölskyldan er með hross á jörð í Skagafirði. Honum þótti búfræðinámið á Hvanneyri spennandi valkostur. „Landbúnaður er mitt áhugamál. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

„Það er þráður í viðræðunum“

„Það er þráður í þessum viðræðum og menn eru bara að tala saman,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, þegar Morgunblaðið leitaði fregna af kjaradeilu félagsins og Icelandair. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Bjartsýnir búfræðinemar

„Það eru ekki allir bændur Gísli á Uppsölum,“ segir Lilja Dóra Bjarnadóttir, búfræðinemi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (LBHÍ) og verðandi bóndi í Skagafirði. Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 141 orð | 1 mynd

Bleiku slaufuna 2017 hannaði Ása Gunnlaugsdóttir

Hönnuður Bleiku slaufunnar 2017 er Ása Gunnlaugsdóttir, hönnuður og gullsmiður, en hún bar sigur úr býtum í samkeppni um hönnun slaufunnar. Samkeppnin fór nú fram í sjötta sinn í samstarfi Krabbameinsfélags Íslands og Félags íslenskra gullsmiða. Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 467 orð | 13 myndir

Breytti bílskúrnum í íbúð fyrir soninn

Í 30 fermetra bílskúr í Breiðholtinu var lítið að frétta. Skúrinn var fullur af dóti sem aldrei var notað og því ákvað húseigandinn að breyta honum og nýta fermetra hússins betur í heild sinni. Rakel Hrund Ágústsdóttir lét hendur standa fram úr ermum og úr varð þessi fína vistarvera. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Brúarsmiðir kunna fagið

Ný 104 metra löng bráðabirgðabrú yfir Steinavötn í Suðursveit, sem kemur í stað þeirrar sem laskaðist mikið í vatnavöxtum þar eystra í síðustu viku, var opnuð í hádeginu í gær. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 158 orð | 2 myndir

Brú á þurru og önnur er í hættu

Maðurinn má sín lítils gagnvart náttúrunni og reginöflum hennar. Heinabergsvötn austast í Suðursveit komu undan Heinabergsjökli, ásamt ánni Kolgrímu, og féllu um aura til sjávar. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 696 orð | 8 myndir

Brýr í landi breytinga

Baksvið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hamfarir og almennar breytingar á náttúrufari eru orsakavaldar þess að byggja hefur þurft eða þarf nýjar brýr yfir fjórar jökulsár á Suðausturlandi. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Costco selur þrefalt á við söluhæstu N1-bensínstöðina

Eldsneytissala Costco á Íslandi nemur 30 milljónum lítra á ársvísu, samkvæmt traustum heimildum ViðskiptaMoggans. Það er þrefalt magn á við stöð N1 í Ártúnsbrekku, og tvöfalt á við fyrstu áætlanir félagsins. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 1135 orð | 5 myndir

Deilan nærri lamaði samskiptin

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Dýpkunarefni til þróunar lands

Landgerð hafnar í Sundahöfn á undanförnum árum hefur verið út á þykk set- og botnlög. Þessi svæði þarf síðan að fergja með efni til að tryggja byggingar sem þar rísa fyrir sigi. Þá breytir litlu hvort botnlög verði þykkari með losun dýpkunarefnis. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 479 orð | 4 myndir

Dæla efni á við 20 Hafnarhús

Viðtal Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að verulegri dýpkun í Viðeyjarsundi á næstu árum. Fyrsti áfangi hennar fer af stað á árinu 2018 og þetta verkefni mun væntanlega standa til ársins 2021. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ekki gerðar athugasemdir

Ríkisendurskoðun gaf stjórnsýslu verðlagsnefndar búvara heilbrigðisvottorð í skýrslu til Alþingis á árinu 2015. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 644 orð | 2 myndir

Ekki tímabært að lýsa yfir dauða

Sviðsljós Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ljóst er að talsverð hreyfing er á fylgi kjósenda við stjórnmálaflokka þessa dagana, eins og nýlegar skoðanakannanir gefa til kynna. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 398 orð | 2 myndir

Enn heldur glerþakið

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Konur eru innan við þriðjungur kjörinna þingmanna í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og kynbundinn launamunur er að meðaltali 15%, körlum í vil. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Erfitt að velja á milli bóndans og skáldsins

Það varð mikið áfall fyrir Guðmund Böðvarsson þegar hann barn að aldri missti móður sína enda leystist heimilið upp. Það varð þó ef til vill til þess að hæfileikar hans uppgötvuðust. Guðmundur fæddist á Kirkjubóli 1. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Fullt hús á fundi um konur í fjölmiðlum

Mary Hockaday, frá BBC World Service, flutti erindi um konur í fjölmiðlum fyrir fullum sal í húsakynnum Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær en hún kemur m.a. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Gæðavottorð ferðaþjónustu

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Siðareglurnar eru ekki lagalega bindandi en undirritun þeirra er til marks um gæði og heilindi íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir dr. Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 350 orð | 1 mynd

Gæslan kaupir ný GPS-tæki

Vélasalan ehf. og Landhelgisgæslan hafa handsalað kaup á nýjum GPS-neyðarsendum fyrir þyrluáhafnir Gæslunnar. Fóru kaupin fram á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin var í september. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 215 orð | 2 myndir

Hafa lagt 70 milljónir í krabbameinsrannsóknir

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, eru á meðal fyrirlesara á 10 ára afmælismálþingi samtakanna Göngum saman sem haldið verður í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun, föstudag. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Happy Hour með Ragga Bjarna í kvöld

Karl Orgeltríó sendir í dag frá sér hljómplötuna Happy Hour með Ragnari Bjarnasyni. Þar syngur hann lög úr smiðju Bjarkar, Gusgus, Pink, Spandau Ballet og Blondie auk frumsaminna laga – allt í djasskenndum útsetningum. Meira
5. október 2017 | Þingfréttir | 136 orð | 1 mynd

Heimsækja hamfarasvæðið á Grænlandi

Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins héldu í gær áleiðis til Nuuk, höfuðborgar Grænlands, og fara á föstudaginn til hamfarasvæðanna í Uummannaq-firði, 600 km fyrir norðan heimskautsbaug. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Hólminn lagaður fyrir kríurnar

Breytingar hafa verið gerðar á hólmanum í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum svo hann henti betur sem varpsvæði fyrir kríuna við Reykjavíkurtjörn. Meira
5. október 2017 | Erlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Hrósaði lögreglunni fyrir snör og skjót viðbrögð

Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Las Vegas í gær og hitti þar fólk sem lifði af hina mannskæðu skotárás aðfaranótt mánudags. Meira
5. október 2017 | Erlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Hunsa tilmæli konungs

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Héraðsstjórnin í Katalóníu hyggst lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni á næstu dögum, þrátt fyrir að Filippus Spánarkonungur hafi sagt í ávarpi sínu í fyrrakvöld að stöðugleiki landsins væri í húfi. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Hver metri með ofursteypu kostar eina milljón

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Endurnýjun á gólfi Borgarfjarðarbrúarinnar lýkur um miðjan næsta mánuð. Hún hefur staðið yfir með hléum í fimm ár og kostað samtals 520 milljónir eða sem svarar einni milljón á hvern lengdarmetra. Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 876 orð | 1 mynd

Í bleiku skapi í október

K100 ætlar að sýna Bleiku slaufunni stuðning í október með því að styðja við hið árlega árveknisátak Bleiku slaufunnar. Heimasíða og samfélagsmiðlar verða því bleikari en áður og starfsfólk stöðvarinnar verður í glimrandi bleiku skapi í október. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Í fangelsi fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 14 mánaða fangelsi fyrir að aka ítrekað bíl undir áhrifum vímuefna. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Í framboð fyrir Miðflokkinn

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn, nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og fara í framboð fyrir Miðflokkinn í... Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 180 orð | 1 mynd

Íslendingar trylltir í hrylling

Rokktónleikasýningin Halloween Horror Show hefur verið áberandi á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Ekki síst vegna kraftmikillar auglýsingaherferðar þar sem öllu var til tjaldað. Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 801 orð | 5 myndir

Íslensk hönnun í IKEA um jólin

Iðnhönnuðurinn Sigríður Heimsdóttir heimsótti þáttinn Magasínið á K100. Ræddi hún um gildi góðrar hönnunar og sagði frá aðdraganda að gerð jólalínu 2017 fyrir IKEA. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Kosningu lýkur á mánudag

Kosning til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi stendur yfir. Kjörgögn voru póstsend til kjósenda 28. september 2017. Frestur til að skila kjörgögnum á Biskupsstofu rennur út næstkomandi mánudag, 9. október kl. 16. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 1265 orð | 5 myndir

Kraftur og bjartsýni í bændum

Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það er kraftur og bjartsýni í verðandi bændum þessa lands a.m.k. þegar rætt er við nemendur á búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 613 orð | 2 myndir

Látúnsdátinn syngur enn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sextán ára unglingur stendur á sviði tívolísins í Hveragerði, skemmtigarðs sem átti fyrirmynd í borg dönsku drottningarinnar. Er klæddur eins og dáti á freigátu og syngur um að hann þrái að slá í gegn. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Leiklestur nemenda

Guð, hvað mér er sama er yfirskrift leiklesturs á Sölvhólsgötu 13 í kvöld kl. 20. Um flutninginn sjá nemendur af leikara- og sviðshöfundabraut Sviðslistadeildar LHÍ en sviðstextarnir eru eftir nemendur á öðru ári sviðshöfundabrautar. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

LÖKE-málinu lokið með niðurfellingu

Í yfirlýsingu sem Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sendi frá sér í gær segir hún mikinn létti að LÖKE-málið hafi verið fellt niður enda hafi hún verið ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi sínu... Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 74 orð

Málstofa um Smugudeiluna

Smugudeilan verður til umræðu í málstofu í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, næsta mánudag kl. 12-13.30, í tilefni af útkomu bókar Arnórs. Í upphafi málstofunnar flytur Guðni Th. Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 702 orð | 3 myndir

Með 100 þúsund fylgjendur á Instagram

Jóhanna Maggý Hauksdóttir hefur undanfarin misseri orðið einn aðsópsmesti Íslendingurinn á samfélagsmiðlum. Fylgjendur hennar eru þó fæstir íslenskir enda hafa Ítalir heillast af þessari mögnuðu konu sem boðar bætta heilsu með hugarfari og mataræði. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Með spánarsnigil á kaffistofunni

Spánarsnigill fannst á Patreksfirði fyrir tíu dögum og mældist hann rúmlega 11 sentimetra langur. Þetta er annað staðfesta dæmið um snigil af þessari tegund á Vestfjörðum, en áður hafði spánarsnigill fundist í Hnífsdal. Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 464 orð | 1 mynd

Merkja þurfi veiðarfæri betur

Nánast án undantekninga finnast veiðarfæri á hafsbotninum í kringum Ísland í rannsóknarleiðöngrum þar sem lífríki botnsins er skoðað. Þetta kom fram í erindi sem Haraldur A. Einarsson fiskifræðingur hélt í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar í gærdag. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 582 orð | 2 myndir

Milljarða tekjutap í kjölfar ráðgjafar

Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Reikna má með verulegu tekjutapi á næsta ári vegna minni aflaheimilda í makríl og norsk-íslenskri síld. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Nemendur stefna flestir á búskap

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, brautarstjóri búfræðibrautar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, segir mjög góða aðsókn í búfræðinámið og ekki hafi alltaf verið hægt að taka við öllum sem sóttu um. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Njarðvíkingur sem stefnir í Skagafjörð

Elín Sara Færseth er frá Njarðvík en hefur verið í sveit að Stóra-Holti í Fljótum í Skagafirði. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

Nýliðunin í 220 km fjarlægð frá höfuðborginni

Almennt má segja að líkurnar á nýliðun í landbúnaði séu minnstar næst höfuðborginni, aukist síðan jafn og þétt og nái hámarki í u.þ.b. 220 km fjarlægð og lækki síðan eftir það. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Nær til alls samfélagsins

„Staðan hér á landi er vissulega góð að mörgu leyti, en á sumum sviðum erum við íhaldssamari en aðrar þjóðir,“ segir Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur á Jafnréttisstofu, um skýrslu OECD og stöðu mála hér á landi. Þar á hann m.a. Meira
5. október 2017 | Innlent - greinar | 660 orð | 5 myndir

Óperuboð Bergþórs og Alberts

Toska verður frumsýnd þann 21. október og af því tilefni bauð Bergþór Pálsson, sem syngur í sýningunni, valinkunnum mannskap í hádegisverðarboð en hefð hefur skapast fyrir slíku hjá Bergþóri. Meira
5. október 2017 | Erlendar fréttir | 86 orð

Rafeindasmásjá fékk nóbelinn

Vísindamennirnir Jacques Dubochet, Joachim Frank og Richard Henderson fengu í gær Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir að hafa þróað nýja og byltingarkennda smásjá, sem vinnur með rafeindir á lágum hita. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Rigning yfir meðallagi um allt land

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn september fer í metabækurnar sem afar hlýr og úrkomusamur mánuður. Úrkoma mældist yfir meðallagi á flestum veðurstöðvum landsins. Óvenju hlýtt og blautt var á austanverðu landinu. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Risaskip til Reykjavíkur

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vertíð skemmtiferðaskipanna lýkur um helgina. Þá kemur síðasta skips sumarsins í Sundahöfn. Það heitir Ocean Dream, kemur á laugardaginn og fer á sunnudaginn. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Ræðir framtíð utanríkisþjónustu Íslands

Andri Lúthersson, upplýsingastjóri utanríkisráðuneytisins, mun flytja erindi á fundi Varðbergs í dag, fimmtudag, um utanríkisþjónustu til framtíðar. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og hefst klukkan 12. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Síldarminjasafnið sæmt umhverfisverðlaunum

Síldarminjasafnið á Siglufirði hlýtur umhverfisverðlaun ferðamálastofu í ár fyrir fegrun umhverfis og bætt aðgengi. Verkefnið var lokaáfangi í byggingu bryggjupalla milli safnhúsanna þriggja og uppsetningu lýsingar á svæðinu. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Sólríkur og fallegur haustmorgunn í borginni

Haustið hefur verið milt og gott á höfuðborgarsvæðinu og enn leikur sólin við landsmenn. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Sónötur í A-dúr

Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari koma fram á tónleikum tónleikaraðarinnar Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12. Á efnisskránni eru sónötur fyrir fiðlu og píanó í A-dúr eftir W.A. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 1354 orð | 3 myndir

Stafrænir vígamenn gegn netárásum

Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Netárásir eru viss ógnun við þjóðaröryggi þegar þær beinast að viðkvæmum ríkisstofnunum eða mikilvægri iðnaðarstarfsemi. Táknrænt getur þetta „mjúka vopn“ virst öflugt. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Sumarið hlýtt og sólríkt í borginni

Veðurstofan hefur gert upp svokallað „veðurstofusumar“ sem nær yfir mánuðina júní til september, að báðum mánuðum meðtöldum. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 576 orð | 1 mynd

Sögur frá Bíldudal skrifaðar á spænsku

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Spænski lífsstíllinn er þannig að það gefst mikill tími til að skrifa. Það er ýmislegt uppi á borðinu hjá mér, það er meira til,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson, rithöfundur með meiru. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 456 orð | 2 myndir

Tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verðlagsnefnd búvara hefur það hlutverk að ákvarða mjólkurverð. Styðst hún við gögn frá Hagstofu Íslands við vinnu sína. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 250 orð

Tími ræður bótum

Farþegar með WOW air sem misstu af framhaldsflugi vegna seinkana hjá félaginu um mitt ár í fyrra og kröfðust skaðabóta urðu að sætta sig við ólík málalok samkvæmt tveimur nýlegum ákvörðunum Samgöngustofu. Í öðru málinu voru bætur ákveðnar en í hinu... Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Tveir í haldi vegna hnífstungu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með tvo menn í haldi vegna hnífstunguárásar í íbúðarhúsnæði í Æsufelli í Reykjavík, sem átti sér stað á þriðjudag. Meira
5. október 2017 | Innlendar fréttir | 288 orð

Þarf 372 milljarða í innviði

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Viðhaldsþörf innviða hér á landi er metin 372 milljarðar króna eða 15% af landsframleiðslu í ár, samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða. Meira

Ritstjórnargreinar

5. október 2017 | Leiðarar | 223 orð

Furðuflokkar gegn atvinnulífi

Sumir telja gagnlegt að reyna að slá sér upp á óvild í garð einstakra greina atvinnulífsins Meira
5. október 2017 | Leiðarar | 420 orð

Hækka róminn og hóta

Það er þyngra en tárum taki hve yfirvöld Spánar hafa haldið illa á sínum málstað Meira
5. október 2017 | Staksteinar | 200 orð | 2 myndir

Staðreynd – hræðsluáróður?

Björn Bjarnason spyr: Hvers vegna dettur vinstri mönnum fyrst í hug orðið hræðsluáróður þegar vakin er athygli á líkum á vinstri stjórn? Það er af því að þeir vita hverjar eru afleiðingar slíks stjórnarsamstarfs. Meira

Menning

5. október 2017 | Tónlist | 141 orð

Airwaves á Akureyri

Eins og fram kemur hér til hliðar verður Iceland Airwaves líka haldið á Akureyri að þessu sinni og í Hofi, á Pósthúsbarnum og Græna hattinum koma fram 28 íslenskir og erlendir listamenn og hljómsveitir. Meira
5. október 2017 | Fólk í fréttum | 92 orð

Alveg magnað

„Þessi tónlist er að fleyta mér tilbaka til ársins 1970, og ég er að uppgötva lyktina og þessa ljúfsáru tilfinningu þegar maður var unglingur, fyrstu ástina og allan þennan pakka, án gríns,“ segir Kristján Kristjánsson, KK, um það að taka... Meira
5. október 2017 | Tónlist | 860 orð | 1 mynd

„Stórkostlegt að vera ólíkindatól“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
5. október 2017 | Tónlist | 244 orð

Feminískt tónverk

Bandarísk-kanadíska fiðlustjarnan Leila Josefowicz leikur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld einleik í verkinu Scheherazade. Meira
5. október 2017 | Tónlist | 693 orð | 1 mynd

Frábært að fá að elta músíkina

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Daníel Bjarnason stjórnar í kvöld Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sem bera yfirskriftina LA/Reykjavík . Meira
5. október 2017 | Kvikmyndir | 506 orð | 2 myndir

List og leðurklæddir hommar

Leikstjórn: Dome Karukoski. Handrit: Aleksi Bardy. Kvikmyndataka: Lasse Frank Johannessen. Klipping: Harri Ylönen. Aðalhlutverk: Pekka Strang, Lauri Tilkanen, Jessica Grabowsky, Taisto Oksanen. 115 mín. Finnland, 2017. Sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Meira
5. október 2017 | Tónlist | 760 orð | 2 myndir

Lögin ná beint að hjartanu

Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Annað kvöld verða haldnir tónleikar til heiðurs kanadíska tónlistarmannnum Neil Young í Eldborgarsal Hörpu, og hefjast þeir kl. 21.30. Meira
5. október 2017 | Bókmenntir | 767 orð | 3 myndir

Myrkrið á tanganum

Eftir Bubba Morthens. 69 ljóð, kilja. 70 bls. Mál og menning 2017. Meira
5. október 2017 | Kvikmyndir | 83 orð | 1 mynd

Sakaris Stórá situr fyrir svörum

Færeyski kvikmyndaleikstjórinn Sakaris Stórá mun sitja fyrir svörum annað kvöld að lokinni sýningu á fyrstu kvikmynd hans, Dreymar við hafið, eða Draumar við hafi í íslenskri þýðingu, sem sýnd er á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Meira
5. október 2017 | Kvikmyndir | 273 orð | 1 mynd

Stuttmynd um Eymund og karlakór hans á RIFF

Á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem nú stendur yfir og lýkur á sunnudag, er sérstakur flokkur nefndur Through the Eyes of Others, eða Með annarra augum, en í honum eru sýndar sex stuttmyndir, bæði leiknar og heimildarmyndir, og ein... Meira
5. október 2017 | Fólk í fréttum | 93 orð

Tímalaus klassík

Ragnheiður Gröndal þekkti bara nokkur lög með Neil Young áður en hún fór að æfa fyrir tónleikana. „Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt. Meira
5. október 2017 | Tónlist | 1010 orð | 7 myndir

Tónlistarveisla framundan

Viðtal Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tónlistarhátíðin mikla Iceland Airwaves verður haldin eftir rétt tæpan mánuð, hefst miðvikudaginn 1. nóvember og stendur fram á sunnudaginn 5. nóvember. Meira
5. október 2017 | Bókmenntir | 183 orð | 2 myndir

Veðja að Jón Kalman eða Sjón fái Nóbel

Tilkynnt verður í Stokkhólmi kl. 11 í dag hvaða rithöfundur hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Að vanda bíður áhugafólk um bókmenntir spennt eftir því að heyra hver verður fyrir valinu og erlendir veðbankar bjóða fólki að veðja um niðurstöðuna. Meira

Umræðan

5. október 2017 | Aðsent efni | 669 orð | 1 mynd

Er upplausn svarið við óstöðugleika?

Eftir Birgi Ármannsson: "Spyrja má hvort það að breyta á sama tíma mörgum helstu grundvallarreglum stjórnskipunarinnar sé til þess fallið að auka stöðugleika. Auðvitað ekki." Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 333 orð | 1 mynd

Fullvalda bókaþjóð

Eftir Alex B. Stefánsson: "Stefna um góða og farsæla eflingu grunn-, framhalds- og háskóla, verður aldrei raunhæf nema með eflingu á lestrarskilningi." Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 730 orð | 2 myndir

Heildstæð nálgun til mótunar á framtíð ferðaþjónustunnar

Eftir Ólöfu Ýri Atladóttir og Hrafnhildi Ýri Víglundsdóttur: "Í öllu ferlinu er lögð mikil áhersla á samtal og samráð opinberra aðila, fyrirtækja, ferðaþjónustunnar og íbúa." Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 849 orð | 1 mynd

Hvað á að kjósa?

Eftir Baldur Ágústsson: "Ef þetta er öll yfirsýn stjórnmálamanna, mannúð þeirra og viðskiptavit, þá hlýtur maður að álykta að víðar séu göt en á vösunum." Meira
5. október 2017 | Pistlar | 396 orð | 1 mynd

Kaldar kveðjur ráðherra

Það var ánægjulegt að heimsækja Hvanneyri á þriðjudaginn og spjalla við ungt fólk í búfræðinámi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viðtalið við þau má sjá á blaðsíðum 28 og 30 í blaðinu í dag. Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 848 orð | 1 mynd

Með góða reynslu af framtíðinni

Eftir Jónas Haraldsson: "Því miður finnst manni oft að vanda hefði mátt betur til verks í stað innihaldslausra slagorða." Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 450 orð | 2 myndir

Nauðsynleg ábending til fréttastofu RÚV

Eftir Odd Steinarsson og Hjálmar Þorsteinsson: "Þessi frétt RÚV er afar ónákvæm endursögn á upprunafréttinni hjá sænska ríkissjónvarpinu. Vonandi er að ástæðan sé fremur þýðingarvillur fréttamannsins en vísvitandi rangfærslur." Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 821 orð | 1 mynd

Nóg fyrir alla

Eftir Maríu E. Ingvadóttur: "Í stefnu Sjálfstæðisflokksins stendur, að hver maður skuli geta lifað af launum sínum með sæmd." Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Tímabil sköpunarverksins í kirkjunni

Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur: "Með því móti vil ég setja umhverfismálin á dagskrá, samhliða því að helga Tímabil sköpunarverksins í kirkjunni frá 1. september til 4. október sl." Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Umhverfið og innkaup hins opinbera

Eftir Svavar Halldórsson: "Eðlilegt er að gerð sé krafa um lágmarks umhverfisfótspor við opinber innkaup. Þannig gengur hið opinbera á undan með góðu fordæmi." Meira
5. október 2017 | Aðsent efni | 678 orð | 1 mynd

Það er nógu gott handa ykkur

Eftir Ólaf Stephensen: "Þótt bændur sjálfir viðurkenni að gæðakjötið sé ekki til eru skilaboð kerfisins skýr: Það er til íslenzkt nautakjöt. Það er nógu gott handa ykkur." Meira

Minningargreinar

5. október 2017 | Minningargreinar | 2805 orð | 1 mynd

Anna Friðbjarnardóttir

Anna Friðbjarnardóttir fæddist á Siglufirði 15. ágúst 1921. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 27. september 2017. Anna var dóttir hjónanna Sigríðar Stefánsdóttur frá Móskógum í Fljótum og Friðbjarnar Níelssonar frá Halllandi í Eyjafirði. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 271 orð | 1 mynd

Einar Friðrik Kristinsson

Einar Friðrik Kristinsson fæddist 21. ágúst 1941. Hann lést 21. september 2017. Útför Einars fór fram 29. september 2017. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 126 orð | 1 mynd

Elsa Kristjánsdóttir

Elsa fæddist 18. júlí 1939. Hún lést 20. september 2017. Útför Elsu fór fram 28. september 2017. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 1856 orð | 1 mynd

Guðbjörg Vigfúsdóttir

Guðbjörg Vigfúsdóttir, fv. útvarpsþulur og síðar skrifstofustjóri, fæddist 2. október 1921 á Gimli á Hellissandi. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. september 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Jensdóttir, f. 5. nóv. 1889, d. 4. sept. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 305 orð | 1 mynd

Guðný Jósefsdóttir

Guðný fæddist 15. október 1926 á Síreksstöðum í Vopnafirði. Hún lést á Hlévangi í Keflavík, 26. september 2017. Foreldrar hennar voru Jósef Hjálmarsson og Vilborg Kristjánsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 283 orð | 1 mynd

Guðrún Pálsdóttir

Guðrún Pálsdóttir fæddist 3. júlí 1930. Hún lést 14. september 2017. Útför Rúnu fór fram 3. október 2017. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 493 orð | 1 mynd

Ingólfur Bjarni Kristinsson

Ingólfur Bjarni Kristinsson fæddist 11. maí 1988. Hann lést 8. september 2017. Útför Ingólfs Bjarna var gerð 20. september 2017. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 1341 orð | 1 mynd

Róbert Pálsson

Róbert Pálsson fæddist á Siglufirði 2. júní 1947 og ólst þar upp. Hann lést á líknardeild Landspítalans 27. september 2017. Foreldrar hans voru Páll Ágúst Jónsson frá Kambi í Deildardal í Skagafirði, f. 9. sept. 1921, d. 13. febr. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 1950 orð | 1 mynd

Sigurlaug Þorkelsdóttir

Sigurlaug Þorkelsdóttir fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1933. Hún andaðist á Líknardeild Landspítalans 25. september 2017. Foreldrar hennar voru Þorkell Einarsson húsasmíðameistari, f. 26. desember 2010, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
5. október 2017 | Minningargreinar | 490 orð | 1 mynd

Valgerður Ásta Rögnvaldsdóttir

Valgerður Ásta Rögnvaldsdóttir fæddist 24. mars 1953. Hún lést 4. september 2017. Útför Valgerðar fór fram 22. september 2017. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

5. október 2017 | Daglegt líf | 75 orð | 1 mynd

187 tungumál

Edison Cabanlit ætlar að veita gestum innsýn í tungumál og menningu Filippseyja á Café Lingua í dag, fimmtudag í Bókasafninu í Kringlunni kl. 17. Á Filippseyjum eru töluð 187 tungumál en Edison er Filippseyingur og hefur búið á Íslandi s.l. ár. Meira
5. október 2017 | Daglegt líf | 822 orð | 4 myndir

Einhyrningur heldur á nýjar slóðir

Þau Erla og Bjarni veltu lengi fyrir sér hvað þau ættu að gera við hrútinn sinn og fyrirbærið Einhyrning sem vakti heimsathygli í vor. Meira
5. október 2017 | Daglegt líf | 148 orð | 1 mynd

Sérvalin, hrein ull í prjónaband

Kaffisamsæti sem kallast prjónakaffi ganga út á að konur og karlar hittast með handavinnu yfir kaffibolla. Þetta er notaleg samvera og oft eru kynningar tengdar handavinnu partur af hugmyndinni. Meira
5. október 2017 | Daglegt líf | 774 orð | 3 myndir

Talar sex tungumál

Beatriz er kúbverskur lögfræðingur sem talar fjölmargar tungur og kennir börnum og fullorðnum brasilíska bardagalist, capoeira. Hún er hluti af menningararfi mannkyns og er upprunnin frá afrískum þrælum í Brasilíu fyrir um það bil 500 árum. Meira

Fastir þættir

5. október 2017 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 b5 4. Bg5 Bb7 5. Rbd2 Be7 6. Bxf6 Bxf6 7. e4...

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 b5 4. Bg5 Bb7 5. Rbd2 Be7 6. Bxf6 Bxf6 7. e4 a6 8. c3 Be7 9. b4 d6 10. a4 bxa4 11. Dxa4+ Rd7 12. Bg2 O-O 13. Hb1 e5 14. O-O Bf6 15. d5 a5 16. bxa5 Rc5 17. Da3 Ha7 18. Hfd1 Be7 19. Hb5 c6 20. Hxc5 dxc5 21. Rc4 cxd5 22. Meira
5. október 2017 | Í dag | 241 orð | 1 mynd

Hannes Pálsson

Hannes Pálsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 5.10. 1920, sonur Páls Zóphóníassonar, skólastjóra þar og síðar alþingismanns, og k.h., Guðrúnar Hannesdóttur. Meira
5. október 2017 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

Hanson bróðir hætt kominn vegna blóðtappa

Fyrir tíu árum upp á dag gekkst elsti hljómsveitarmeðlimur Hanson undir bráðaaðgerð á spítala. Þremur dögum áður var Isaac Hanson á leið á svið með bandinu þegar hann fór að finna til í öxlinni. Meira
5. október 2017 | Árnað heilla | 228 orð | 1 mynd

Hugleikur breytist í miðaldra í beinni

Hugleikur Dagsson er þekktasti íslenski teiknarinn í dag, hefur sent frá sér milli 25 og 30 bækur sem þýddar hafa verið á 15-20 tungumál og rokseljast um allan heim, einkum í Finnlandi. Meira
5. október 2017 | Í dag | 524 orð | 3 myndir

Í heimi lista og viðskipta

Hans Kristján fæddist í Reykjavík 5.10. Meira
5. október 2017 | Árnað heilla | 211 orð | 1 mynd

Karlar um karla frá körlum til karla

Creditinfo birti í gær áhugaverða könnun um stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hún sýnir að 35 af hverjum 100 viðmælendum eru konur, sem er fjölgun um tvö prósentustig á milli ára. Hlutfallið hefur potast upp um fimm prósentustig á fjórum árum. Meira
5. október 2017 | Í dag | 48 orð

Málið

Vandkvæði er fleirtöluorð – þau, vandkvæðin – tíðkast ekki í eintölu. Það þýðir erfiðleikar , hindrun , vandamál . Vandkvæðalaust verkefni er engum vandkvæðum bundið . Meira
5. október 2017 | Í dag | 81 orð | 2 myndir

Missti sig í gleðinni á Snapchat

Nú fer óðum að styttast í nýju plötu Idol-stjörnunnar Kelly Clarkson. Fyrr í vikunni fór hún frekar óhefðbundna leið við að kynna plötuna fyrir aðdáendum sínum. Meira
5. október 2017 | Í dag | 25 orð

Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna...

Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Lúk. Meira
5. október 2017 | Í dag | 268 orð

Pólitík og flugeldasýningar á haustdögum

Eðlilega setja kosningarnar og pólitíkin svip sinn á kveðskapinn á Boðnarmiði. Meira
5. október 2017 | Fastir þættir | 174 orð

Rökrétt ályktun. V-Enginn Norður &spade;D43 &heart;D8 ⋄G74...

Rökrétt ályktun. V-Enginn Norður &spade;D43 &heart;D8 ⋄G74 &klubs;Á10532 Vestur Austur &spade;ÁG10 &spade;85 &heart;K96 &heart;G107432 ⋄9862 ⋄KD10 &klubs;976 &klubs;G4 Suður &spade;K9762 &heart;Á5 ⋄Á53 &klubs;KD8 Suður spilar 3G. Meira
5. október 2017 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Sara Sandra Smith og Alexandra Kristín Eiríksdóttir héldu tombólu við...

Sara Sandra Smith og Alexandra Kristín Eiríksdóttir héldu tombólu við Krónuna og söfnuðu 2.356 kr. sem þær færðu Rauða krossinum á Íslandi að... Meira
5. október 2017 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

Sindri Garðarsson

30 ára Sindri ólst upp í Reykjavík, er nú búsettur í Mosfellsbæ, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund, BA-prófi í fornleifafræði frá HÍ, sveinsprófi í húsasmíði frá Tækniskólanum og er smiður hjá Eykt. Foreldrar: Garðar Halldórsson, f. Meira
5. október 2017 | Í dag | 201 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Ottó Svavar Viktorsson 85 ára Óttar K. Meira
5. október 2017 | Í dag | 51 orð | 1 mynd

Valgerður Fjóla Einarsdóttir

30 ára Valgerður ólst upp í Reykjavík, býr í Mosfellsbæ, lauk BSc-prófi í viðskiptafræði frá HR og starfar við bókhald hjá Virtus. Maki: Illugi Þór Gunnarsson, f. 1988, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Börn: Ernir Freyr, f. 2013, og Írena Þyrí, f. 2016. Meira
5. október 2017 | Fastir þættir | 319 orð

Víkverji

Sonur Víkverja byrjaði í leikskóla á dögunum. Víkverji var með hnút í maganum áður en erfinginn byrjaði því að skólaár hans sjálfs voru ekki beint hamingjusöm. Ótal spurningar nöguðu Víkverja. Hvað ef hinir krakkarnir vilja ekki leika við Víkverja... Meira
5. október 2017 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

5. október 1919 Barn náttúrunnar eftir Halldór Laxness kom út. Þetta var fyrsta bók Nóbelsskáldsins. „Ég hygg að vér megum vænta hins besta frá honum,“ sagði gagnrýnandi Alþýðublaðsins. Meira
5. október 2017 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

Þröstur Gísli Jónsson

30 ára Þröstur ólst upp á Stóra-Búfelli í Húnavatnshreppi, er búsettur í Reykjavík, lauk sveinsprófi í húsasmíði og er yfirvaktstjóri hjá Gray Line Iceland. Maki: Margrét Rós Einarsdóttir, f. 1988, stundar MA-nám í stjórnun og stefnumótun. Meira

Íþróttir

5. október 2017 | Íþróttir | 217 orð | 1 mynd

Austurríki West Wien – Schwaz 21:26 • Viggó Kristjánsson...

Austurríki West Wien – Schwaz 21:26 • Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir West Wien og Ólafur Bjarki Ragnarsson 5. Hannes Jón Jónsson er þjálfari liðsins. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Báðir á pari á Englandi

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hófu leik á þriðjudag á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Andri og Guðmundur keppa á Frilford Heath-vellinum á Englandi og stendur mótið yfir í fjóra daga. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 609 orð | 2 myndir

„Rosalega fúlt að vera alltaf kvefuð í sumar“

Frjálsar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég var í raun bara kvefuð í allt sumar,“ segir frjálsíþróttakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir, en hún gekkst undir aðgerð í síðustu viku vegna langvarandi glímu við kinnholusýkingu. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 322 orð | 3 myndir

Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari KR. Visir.is...

Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari KR. Visir.is greinir frá þessu í gærkvöld. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Haukar – Stjarnan 73:66 Njarðvík &ndash...

Dominos-deild kvenna Haukar – Stjarnan 73:66 Njarðvík – Skallagrímur 66:84 Snæfell – Keflavík 63:77 Valur – Breiðablik 87:63 Spánn Valencia – Obradoiro 80:67 • Tryggvi Snær Hlinason lék með Valencia í 16 sekúndur en... Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 351 orð | 1 mynd

Garðbæingar glíma við Rússana

Fimmta árið í röð mætir íslenskt lið rússnesku liði í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki í knattspyrnu. Stjarnan tekur í kvöld á móti Rossijanka í flóðljósunum á Samsung-vellinum í Garðabæ klukkan 19:15. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Grótta hefur nú teflt fram sínu eigin kvennaliði í handbolta samfleytt...

Grótta hefur nú teflt fram sínu eigin kvennaliði í handbolta samfleytt frá tímabilinu 2005-06. Í níu tímabil þar á undan sendi Grótta lið til keppni í samvinnu við KR og komst Grótta/KR einu sinni í úrslit Íslandsmótsins, árið 2000 gegn ÍBV. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Hættur vegna ósættis

Heimir Örn Árnason, sem valinn var annar besti handknattleiksdómari Íslandsmótsins í fyrra, hefur tekið sér frí frá dómgæslu, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Ástæða er ósætti innan dómarastéttarinnar. Samkvæmt heimildum mbl. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Íslendingarnir úr leik á HM í fimleikum

Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í undankeppni á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Montréal í Kanada en enginn þeirra komst þó í úrslit. Þeir Jón Sigurður Gunnarsson og Valgarð Reinhardsson riðu á vaðið. Jón lauk keppni með 68. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Janus skorað fjögur

Janus Daði Smárason átti fínan leik fyrir Álaborg sem lagði Midtjylland 28:26 í dönsku A-deildinni í handbolta í gærkvöld. Janus skoraði fjögur mörk úr fimm skotum en Arnór Atlason komst ekki á blað. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Keflavík tók upp þráðinn

Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik, Keflvíkingar, tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið á síðasta Íslandsmóti með því að vinna Snæfell í fyrstu umferð mótsins á þessu keppnistímabili. Leikjunum lauk rétt áður en blaðið fór í prentun í gærkvöld. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: TM-höllin: Keflavík...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: TM-höllin: Keflavík – Valur 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR 19.15 Brauð og Co höllin: Höttur – Stjarnan 19.15 DHL-höllin: KR – Njarðvík 19.15 1. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 957 orð | 2 myndir

Lovísa og Anett standa einar eftir úr þrennuliðinu

Grótta Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Uppaldar Gróttukonur voru uppistaðan í liðinu sem batt enda á langa bið félagsins eftir meistaratitli í handbolta árið 2015. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

Makedóni fyllir skarð Sunnu

Tveir af þremur markahæstu leikmönnum Gróttu á síðasta tímabili yfirgáfu félagið í sumar. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu 32-liða úrslit kvenna, fyrri leikir: Atlético...

Meistaradeild Evrópu 32-liða úrslit kvenna, fyrri leikir: Atlético Madrid – Wolfsburg 0:3 • Sara Björk Gunnarsdóttir lék með Wolfsburg fyrstu 84. mínútur leiksins. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 283 orð

Óttumst þá ekki neitt

,,Tyrkir eru allt annað lið á heimavelli og við erum viðbúnir því að mæta öflugu og sterku liði þeirra,“ sagði miðjumaðurinn Birkir Bjarnason við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Antalya í Tyrklandi í gær. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Um 120 Íslendingar

Það verða ekki margir Íslendingar á vellinum þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sækir Tyrkland heim í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM í knattspyrnu annað kvöld. Íslenskir stuðningsmenn verða 0,3% áhorfenda. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 356 orð | 1 mynd

Varnarmeistari með glæsta ferilskrá

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var algjör kjölfesta í liðinu sem varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari vorið 2015, og Íslandsmeistari 2016. Þessi 32 ára gamla handboltakona er ekki með Gróttu í vetur þar sem hún er barnshafandi. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Það má með sanni segja að handknattleikshreyfingin hér á landi sé oft...

Það má með sanni segja að handknattleikshreyfingin hér á landi sé oft sjálfri sér verst. Lengi hefur verið talað um hvað hún er forneskjuleg í vinnubrögðum og lítil breyting virðist þar á. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 527 orð | 2 myndir

Ætlum ekki að missa af HM

Í Antalya Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það mun örugglega mæða mikið á Gylfa Þór Sigurðssyni þegar Íslendingar etja kappi við Tyrki í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Eskisehir annað kvöld. Meira
5. október 2017 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Öruggt hjá Söru í Madríd

Þýska liðið Wolfsburg er í fínum málum í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki í knattspyrnu. Wolfsburg heimsótti Atlético Madrid til Spánar í gær og nældi í góðan 3:0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna. Meira

Viðskiptablað

5. október 2017 | Viðskiptablað | 50 orð | 7 myndir

Áskoranir á öld ferðalangsins ræddar

Ferðamálaþing fór fram í Hörpu í gær undir yfirskriftinni Sjálfbærni – Áskoranir á öld ferðalangsins . Tíu framsögumenn fluttu erindi. Þeirra á meðal var Talib Rifai, aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 435 orð

Breyttar áherslur samtakanna

„Við höfum farið í áherslu- og skipulagsbreytingar sem miða að því að veita félagsmönnum enn betri þjónustu og auka slagkraft samtakanna. Við ætlum að gera það með því að setja fjögur mál á oddinn: Menntun, nýsköpun, starfsumhverfi og innviði. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 475 orð | 1 mynd

Brugðist hratt við

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stýrivaxtalækkun kom greinendum á óvart. Það sé þó jákvæð þróun að Seðlabankinn virðist nú bregðast hratt við breytingum á hagkerfinu. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 14 orð | 1 mynd

ESB sektar Amazon

ESB hyggst láta Amazon greiða jafnvirði 31,2 milljarða króna vegna ólöglegra skattaívilnana í... Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 628 orð | 1 mynd

Gömlu aðferðirnar í verkefnavinnunni hefðu skilað sömu niðurstöðum og áður

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gjörbreyting til hins betra varð á vinnulagi í upplýsingatæknideild Arion banka fyrir tveimur árum þegar tekið var upp nýtt kerfi í verkefnavinnu. Nýjungin fólst í því að allir sem koma að verkefni sitja saman, og gefinn er fastur og ófrávíkjanlegur tímarammi. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

Heyrnartól sem hlusta á það sem þú segir

Græjan Hátalaraframleiðandinn Bose hefur uppfært sín bestu heyrnartól. Nýju QuietComfort heyrnartólin eru ekki aðeins þráðlaus, heldur nýta þau líka gervigreindarþjón Google, Google Assistant. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 67 orð

Hin hliðin

Nám: Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1991; B.A. í sálfræði frá Háskóla Íslands 1998; markþjálfun frá OHR, 2014. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 88 orð | 1 mynd

Hreinn Þór ráðinn framkvæmdastjóri

ÍV sjóðir Hreinn Þór Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍV sjóða, dótturfélags Íslenskra verðbréfa með höfuðstöðvar á Akureyri. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 97 orð | 1 mynd

Hrönn tekur við sem framkvæmdastjóri

Árnasynir Hrönn Óskarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Árnasynir. Hrönn er með B. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 690 orð | 1 mynd

Hvað er góður stjórnandi? Fyrri hluti...

Vissulega eru einstakir stjórnendur innréttaðir þannig að þeir tikka ekki í öll boxin, en til gamans langar mig til að deila þessu með lesendum. Í tveimur hlutum. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 433 orð | 2 myndir

IKEA og TaskRabbit: Upp með sexkantinn

Skelfurðu við það eitt að sjá flata pakkningu með Billy bókaskáp? Fær Kallax þig til að kjökra? Biðstu vægðar gagnvart Bestå? Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 279 orð | 1 mynd

Kauphöllin á lista hjá FTSE

Verðbréfamarkaður FTSE Russel, eittstærsta vísitölufyrirtæki í heiminum sem heldur utan um fjölda vísitalna um allan heim, þeirra á meðal FTSE 100- og Russel 2000-vísitöluna, hefur tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 854 orð | 2 myndir

Kurr í hluthöfum setur pressu á Deutsche

Eftir Patrick Jenkins Deutsche Bank hefur átt við vanda að stríða og verð hlutabréfa í bankanum hefur sjaldan verið lægra. En að skella skuldinni á bankastjórann væri of mikil einföldun. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 144 orð | 1 mynd

Kvika væntanlega faliðað selja Lyfju aftur

Verslun Á allra næstu vikum mun ríkið ákveða með hvaða hætti Lyfja verður seld, segir Þórhallur Arason, stjórnarformaður Lindarhvols, sem annast söluna fyrir hönd ríkissjóðs. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 273 orð | 1 mynd

Lífsreglur Dalio eins og þær leggja sig

Bókin Milljarðamæringurinn Ray Dalio, stofnandi Bridgewater Associates, er ekki einn af þessum jöfrum fjármálaheimsins sem finna sig knúna til að gefa út bók jafnoft og þeir kaupa jólatré. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 848 orð | 2 myndir

Markviss útrás orðin tímabær

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Forstjóri Matís telur eitt helsta vaxtartækifæri íslensks sjávarútvegs felast í því að skapa meiri verðmæti úr auðlindum hafsins í öðrum heimshlutum. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 676 orð | 1 mynd

Með algjöra sérstöðu í umhverfishugbúnaði

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Klappir ætla að byggja sig upp á heimamarkaði áður en reynt verður að sigra heiminn. Fyrirtækið var nýlega skráð á First North-markaðinn sem forstjórinn segir að skapi ákveðinn aga og tryggi greiðari leið að fjármagni þegar og ef þess verður þörf. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 27 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Meðallaun á Íslandi 667 þúsund Hótel og þúsund fermetra lón í... H&M seldi fyrir 2,2 milljónir á... Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 1563 orð | 2 myndir

Meta viðhaldsþörf innviða á 372 milljarða króna

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Verðmæti innviða landsins, litið til heildar-endurstofnvirðis, er áþekkt og heildareignir lífeyrissjóða landsmanna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf þeirra er metin 15% af landsframleiðslu í ár. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 151 orð | 2 myndir

Ragnar og Símon bætast í hluthafahópinn

Ernst & Young Ragnar Oddur Rafnsson hefur bæst í hóp hluthafa hjá EY endurskoðun og ráðgjöf. Ragnar hóf störf hjá EY á árinu 2013 og starfar á Ráðgjafarsviði. Hann er með BSc-gráðu í rekstrar- og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 467 orð | 1 mynd

Rannsóknanörd sem kann að dansa

Í vor tók Elín Helga Sveinbjörnsdóttir við sem annar af tveimur framkvæmdastjórum auglýsingastofunnar Hvíta hússins, þar sem hún hefur starfað í tólf ár. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 235 orð

Ríkidæmið

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Efnahagur íslenskra heimila hefur batnað verulega á síðustu árum. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkaði í fyrra um 1.200 í hópi þeirra fjölskyldna sem bjuggu við neikvætt eigið fé. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 15 orð | 1 mynd

Ríkið til bjargar strandaglópum

Stærstu „heimflutningar á friðartímum“ í kjölfar gjaldþrots Monarch munu kosta breska ríkið jafnvirði 8,4... Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 141 orð | 1 mynd

Sam-félagið sneri tapi yfir í hagnað í fyrra

Sam-félagið ehf., sem rekur kvikmyndahús undir merkjum Sambíóanna í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Reykjanesbæ, var rekið með 39 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 266 orð

Samkvæmni í samkeppni

Nú hefur N1 gengið frá kaupum á Festi sem m.a. rekur hinar útbreiddu Krónu-verslanir. Meta stjórnendur fyrirtækisins stöðuna svo að sameining fyrirtækjanna geti skilað samlegðaráhrifum upp á 500-600 milljónir króna. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 97 orð | 1 mynd

Skínandi fín klinkbudda

Aukahluturinn Fátt er leiðinlegra en að vera með laust klink í vösunum. En það er heldur ekki gaman að vera með veski útþanið af skiptimynt. Lausnin er að fjárfesta í klinkbuddu. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 602 orð | 1 mynd

Sparnaður í hlutabréfum

Það er því ekki réttnefni að segja að um skattaafslátt sé að ræða, heldur er einfaldlega um að ræða annað og skilvirkara fyrirkomulag skattheimtu. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 95 orð

Spyr hvort Ísland verði lágvaxtaland

Konráð veltir upp þeirri spurningu hvort Ísland sé að verða lágvaxtaland. „Það er skynsamlegt að bíða með þær yfirlýsingar þar til þær hafa raungerst. En miðað við þá stefnu sem peningastefnunefnd hefur fylgt mætti segja að það gæti orðið raunin. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 201 orð

Stefna á að Ísland verði á meðal samkeppnishæfustu landa í nýsköpun

Samtök iðnaðarins stefna á að Ísland verði á meðal fimm samkeppnishæfustu landa í nýsköpun árið 2020. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 133 orð | 2 myndir

Stórátak þarf í orkudreifingu

Raforku er ekki dreift jafnt um landið og það stendur uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni fyrir þrifum. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 339 orð | 1 mynd

Tvöföld bensínsala Costco

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sala Costco á eldsneyti er helmingi meiri en félagið áætlaði í upphafi, eða 30 milljónir lítra. Talið er að tekjur af sölunni muni greiða upp bensínstöðina á einu ári. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 149 orð | 1 mynd

Verkefnastjórnun fyrir lipur teymi

Forritið Góð verkefnastjórnunarforrit eru vandfundin. Enn erfiðara er að finna forrit sem fullnægja þörfum nútíma vinnustaðarins þar sem fólk er á stöðugum þeytingi og sumir starfsmenn jafnvel staddir hinum megin á jarðkringlunni. Atlaz (atlaz. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 286 orð | 1 mynd

Vilja skoska leið í flugið

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Í Skotlandi hefur aðgengi verið aukið að flugþjónustu á niðurgreiddu verði frá jaðarbyggðum. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 14 orð | 1 mynd

Þrautaganga þýska bankans

Hluthafar eru margir óánægðir með frammistöðu Deutsche Bank þótt stærstu eigendur styðji áfram... Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 492 orð | 2 myndir

Þrot flugfélags breskum skattgreiðendum dýrt

Eftir Tanyu Powley Um 110 þúsund farþegar Monarch Airlines eru strandaglópar eftir gjaldþrot félagsins og það mun kosta breska skattgreiðendur um 60 milljónir punda, jafngildi um 8,4 milljarða króna, að koma þeim aftur heim. Meira
5. október 2017 | Viðskiptablað | 144 orð

Þyrfti að efla mannauðinn

Á útrásarárunum virtist stundum sem íslensk fyrirtæki skorti þekkingu á þeim rekstri og markaðssvæðum sem þau voru að fjárfesta í. Meira

Ýmis aukablöð

5. október 2017 | Blaðaukar | 864 orð | 2 myndir

Nýr spítali – sjúklingurinn í öndvegi

Margir horfa til þess með eftirvæntingu þegar nýi Landspítalinn verður risinn og kominn í fulla starfsemi. Meira
5. október 2017 | Blaðaukar | 191 orð | 1 mynd

Sjúkrahó telið senn í gagnið

Góður gangur er í sjúkrahótelinu sem risið er á lóð nýja Landspítalans. Frágangur á nýbyggingunni er á þeim stað að byggingin verður afhent til úttektar og prófunar í þessum mánuði. Meira
5. október 2017 | Blaðaukar | 325 orð | 1 mynd

Stærsta notendastudda hönnunarverkefni Íslandssögunnar

Notendur leika stórt hlutverk í undirbúningi hönnunar bygginga fyrir nýjan Landspítala enda hefur hönnun nýbygginga í Hringbrautarverkefninu verið notendastudd frá upphafi. Meira
5. október 2017 | Blaðaukar | 644 orð | 1 mynd

Stærsta verkefnið

Það er í mörg horn að líta í jafn viðamiklum málaflokki og heilbrigðismálin eru. Það getur starfandi ráðherra Óttarr Proppé staðfest. Hins vegar er ekkert verkefnanna á skrifborði hans jafn viðamikið og nýi Landspítalinn. Meira
5. október 2017 | Blaðaukar | 562 orð | 1 mynd

Tenging og samvinna við hönnuði lykilatriði

Fáir gera sér betur grein fyrir mikilvægi hins nýja spítala en forstjórinn sjálfur, Páll Matthíasson. Meðal þeirra starfseininga sem helst munu umbyltast eru bráðamóttakan og gjörgæslan, eins og hann segir frá. Meira
5. október 2017 | Blaðaukar | 677 orð | 1 mynd

Vandaður undirbúningur tryggir góðan spítala

Það eru ótal verkefni og ákvarðanir sem snúa að byggingu nýs Landspítala. Mitt í þeirri hringiðu er stjórn NLSH ohf. og stjórnarformaðurinn, Erling Ásgeirsson. Eftir áratuga undirbúning er loks kominn almennilegur skriður á málið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.