Greinar fimmtudaginn 3. maí 2018

Fréttir

3. maí 2018 | Erlendar fréttir | 129 orð

12 látnir eftir sjálfsvígsárás

Að minnsta kosti 12 manns létust og sjö til viðbótar særðust þegar sjálfsvígssprengjumenn réðust á landskjörstjórn Líbíu í Trípólí í gær. Meira
3. maí 2018 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Abbas gagnrýndur fyrir ummæli sín

Mahmud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, var gagnrýndur mjög í gær fyrir ummæli sín, þar sem hann gaf í skyn að „samfélagslegt hlutverk“ gyðinga í bankageiranum í Evrópu hefði verið ein af orsökum þess að þeir voru ofsóttir. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Aðgát skal höfð í ferðum á fjöll og jökla

Útivistarfólk sækir í fjöll og firnindi allan ársins hring, ekki síst í góðu veðri á vorin þegar dag er farið að lengja. Alltaf er þó þörf á að fara að öllu með gát og löngu ljóst að maðurinn má sín lítils gegn náttúruöflunum. Meira
3. maí 2018 | Innlent - greinar | 584 orð | 1 mynd

Allt snýst um snuðið

Spurningum sem berast Fjölskyldunni á mbl.is svarar SÓL sálfræði- og læknisþjónusta en þar starfar hópur fagfólks sem leggur metnað sinn í að veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra góða þjónustu. Nánari upplýsingar á www.sol.is Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 953 orð | 5 myndir

Ameríski draumurinn lifnar við í Detroit

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hún er kölluð borgin sem sneri aftur. Endurreisnarborg Bandaríkjanna. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Áfram spáð slyddu og éljum

Þessi snáði lét ekki hryssingslegt vorveðrið á sig sig fá og stökk á milli steina við Tjörnina í Seljahverfi í Reykjavík, en maí hefur farið heldur kuldalega af stað á landinu, víða með éljum, slyddu og frosti. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Ágúst sveitarstjóri áfram efstur á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra

Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri og PhD í erfðafræði, leiðir D-lista sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra sem samþykktur var samhljóða á fjölmennum fundi á Hellu í vikunni. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 20 orð

Á laugardaginn

*Næst verður komið við á Austurlandi og fjallað um það sem þar er efst á baugi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í... Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Átta sækjast eftir sýslumannsembætti

Dómsmálaráðuneytinu bárust alls átta umsóknir um embætti sýslumanns á Suðurlandi sem auglýst var til umsóknar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun skipa í embættið frá og með 1. ágúst. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

„Ég hef ákaflega gaman af að fylgjast með“

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Aldurinn er afstæður, mjög afstæður,“ segir Þórður Árni Björgúlfsson á Akureyri sem varð 100 ára í gær. Meira
3. maí 2018 | Innlent - greinar | 1125 orð | 1 mynd

„Já, við erum bara tvær“

Kolbrún Kristín og Nína tilheyra minnstu mögulegu fjölskyldueiningunni, sem er eitt foreldri og eitt barn. Hún segir það að tilheyra lítilli fjölskyldu hafa kosti og galla, eins og allt, en hún upplifi ekki að það vanti neinn. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

„Smellabærinn Bandaríkjunum“ er þess virði að heimsækja

Stevie Wonder, Diana Ross, Michael Jackson og Jackson 5, Smokey Robinson, Lionel Richie og Marvin Gaye. Allt þetta listafólk og fjölmargir aðrir gáfu tónlist sína út undir merkjum Motown-útgáfufyrirtækisins í Detroit. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 125 orð

Betri með bolta en í ballett

Auður æfði ballett frá þriggja til 12 ára aldurs hjá móður sinni, Brynju Scheving ballettkennara, en hún segir mömmu sína hafa séð strax að hún væri boltastelpa frekar en ballettstelpa. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Biskup skipar tvo nýja presta

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur skipað tvo guðfræðinga í prestsembætti. Arnaldur Máni Finnsson var skipaður í embætti sóknarprests Staðastaðarprestakalls á Snæfellsnesi. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Eggert

Við Hafnarhólma Ungir ferðamenn fá sér hressingu í grennd við Hafnarhólma og smábátahöfnina á Borgarfirði eystra. Fjörðurinn er rómaður fyrir náttúrufegurð og sérstæðan... Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Ekki fjárveiting til að nýta nýju rýmin

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Viðbygging við hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli hefur verið tekin í notkun. Meira
3. maí 2018 | Erlendar fréttir | 125 orð

ETA-samtökin leyst endanlega upp

Forsprakkar hryðjuverkasamtakanna ETA, sem á árum áður börðust fyrir sjálfstæði Baska, tilkynntu í gær að samtökin yrðu lögð algjörlega niður. Lýkur þar með sögu síðustu vopnuðu aðskilnaðarsamtakanna í Vestur-Evrópu. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 474 orð | 2 myndir

Ferðamannaskattur líka í innanlandsflugi

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fyrirhugaður ferðamannaskattur, komu- eða brottfarargjald sem nýbirt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að verði tekið upp árið 2020, á að skila ríkissjóði 2,5 milljörðum í tekjur árlega. Meira
3. maí 2018 | Innlent - greinar | 751 orð | 1 mynd

Fimm uppeldisráð Sveppa

Sverrir Þór Sverrisson, sem flestir þekkja sem Sveppa, er mikill fjölskyldumaður en hann á þrjú börn, 6, 10 og 14 ára, með konu sinni Írisi Ösp Bergþórsdóttur. Hann segir fjölskyldulífið ansi líflegt og sjálfur vinni hann óreglulegan vinnutíma. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 751 orð | 3 myndir

Finnst ég fara frá góðu búi

Viðtal Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eggert Jóhannsson feldskeri, sem í áratugi hefur undir eigin nafni rekið verslun og verkstæði efst við Skólavörðustíg í Reykjavík, hættir starfsemi undir lok þessa mánaðar. Lokað verður 30. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Framleiddi sement í rúmlega hálfa öld

Sementsverksmiðja ríkisins var reist við höfnina á Akranesi á árunum 1956-1958. Hún tók formlega til starfa 14. júní 1958. Síðustu tonnin voru framleidd í febrúar 2012 og sá verksmiðjan því þjóðinni fyrir sementi í rúma hálfa öld. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Fyrri áform lögð til hliðar

Áform fyrri ríkisstjórnar, sem kynnt voru vorið 2017, um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á þessu ári voru lögð til hliðar með nýjum stjórnarsáttmála í nóvember síðastliðnum. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Gefa 25 fartölvur til útvalins grunnskóla

Tölvuverslunin Tölvutek mun í samstarfi við framleiðandann Acer gefa 25 Chromebook-fartölvur til skólastarfs á Íslandi á næstunni. Grunnskólar geta sótt um að taka þátt í þessu verkefni og verður einn þeirra fyrir valinu og fær 25 tölvur að gjöf. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Gísli efstur á D-lista í Skagafirði

Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri er nýr oddviti D-lista sjálfstæðismanna í Skagafirði fyrir komandi kosningar. Síðast var hann í þriðja sæti á listanum en tekur við af Sigríði Svavarsdóttur, forseta sveitarstjórnar, sem nú skipar heiðurssæti listans. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Greiða ríkinu 500 milljónir króna fyrir nýju tollkvótana

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Atvinnuvegaráðuneytið hefur úthlutað fyrstu tollfrjálsu kvótunum fyrir innflutning á búvörum frá Evrópusambandinu. Kvótarnir eru fyrir tímabilið frá 1. maí til ársloka og greiða innflytjendur ríkinu um 500 milljónir fyrir. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Hafþór keppir til úrslita í Sterkasta manni heims

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hafþór Júlíus Björnsson keppir til úrslita í aflraunakeppninni „Sterkasti maður heims“ á Filippseyjum um helgina. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 244 orð | 2 myndir

Hlupu 65 km til góðs

Nemendur 7. og 8. bekkjar Varmahlíðarskóla í Skagafirði hlupu svonefndan Hegraneshring sl. mánudag, sem er 65 km langur, til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar. Var þetta í fjórða sinn sem áheitahlaupið fór fram. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 232 orð

Hótelið sífellt dýrara

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nú er ljóst að kostnaður við uppbyggingu nýrrar hótelbyggingar við hlið Hörpu í Austurhöfn mun fara milljarða fram úr þeim áætlunum sem lágu til grundvallar þegar ákveðið var að ráðast í verkefnið. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 511 orð | 3 myndir

Íbúar vilja mannvirkin burt

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áberandi mannvirki Sementsverksmiðju ríkisins frá fyrri tíð virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá íbúum í nágrenni þeirra. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Í Detroit eru fáar keðjur og áhersla á það staðbundna

Meðal veitingastaða sem blaðamaður snæddi á í Detroit var Traffic Jam and Snug. Hluti þess sem þar er boðið upp á er framleiddur á staðnum; þar eru bakarí, brugghús, mjólkurbú og ostagerð og uppi á þaki leynist kryddjurtagarður. Meira
3. maí 2018 | Innlent - greinar | 464 orð | 2 myndir

Íslandsmetið rúmar 20 mínútur

Ísböð hafa rutt sér til rúms á skömmum tíma hérlendis og er mikill uppgangur í sjóböðum og kælingu sér til heilsubótar. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 705 orð | 2 myndir

Íþyngjandi, ósvífið og ósanngjarnt

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það er íþyngjandi og ósanngjarnt að í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sé ákvæði um að þeim sé skylt að vinna yfirvinnu. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 571 orð | 7 myndir

Lambið er best

Á Grandanum hefur verið opnaður nýr veitingastaður sem kallast Lamb Street Food og er – eins og nafnið bendir til – staður sem býður upp á afar snjalla blöndu af því sem kallast street food eða götumatur og er oft skilgreint sem vandaða... Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 141 orð

Langur og litríkur ferill feldskerans

Eggert Jóhannsson hélt til náms í London árið 1970 hjá Jack Marcel í Bond Street. Árið 1972 hélt hann áfram í námi í Tranås í Svíþjóð, meðal annars hjá Doris og Thord Stille. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Listi Miðflokksins í Reykjavík

Eins og fram hefur komið skipar Vigdís Hauksdóttir, fv. þingmaður Framsóknarflokksins, efsta sæti lista Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Læra um heimahaga

Átthagafræði hefur verið kennd við Grunnskóla Snæfellsbæjar síðustu átta ár og er orðin að föstum lið í skólastarfi hjá nemendum í 1.-10. bekk. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

María efst hjá Miðflokknum í Garðabæ

Framboðslisti Miðflokksins í Garðabæ hefur verið samþykktur. Málefnaáherslur framboðsins verða kynntar á næstu dögum. María Grétarsdóttir, viðskiptafræðingur og núverandi bæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Fólkið í bænum, skipar efsta sæti listans. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Metfjöldi flytur til Íslands

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríflega 1.700 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins á fyrsta ársfjórðungi en frá því. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Metnaðarfullur markmaður

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Valsstúlkan Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði markið hjá 3. flokki karla í A-liði Vals þegar þeir urðu Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu um helgina. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 149 orð

Milljón lítrar skiptu um hendur

Matvælastofnun innleysti í byrjun þessa mánaðar rúmlega milljón lítra mjólkurkvóta frá 23 framleiðendum og endurúthlutaði til 110 bænda. Um helmingur fór til bænda sem njóta forgangs en helmingurinn skiptist á milli annarra sem sóttu um. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 305 orð

Nauðgari fær fjögurra ára dóm

Karlmaður á fertugsaldri var í sl. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 388 orð | 2 myndir

Nauðsynlegt lyf ekki fáanlegt í mánuði

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skjaldkirtilslyf sem fjöldi fólks þarf að nota daglega hefur ekki fengist hér á landi frá því í lok mars og byrjum apríl. Ástæðan er sú að það fæst ekki hjá framleiðanda. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Ný göngubrú byggð

Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Urðar og grjóts ehf., í stígagerð við nýja göngubrú yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Nýjungar í breyttri Vínbúð í Skútuvogi

Vínbúðin Skútuvogi hefur nú verið opnuð að nýju eftir breytingar. Búðin hefur verið stækkuð umtalsvert, bjórkælirinn stækkaður um helming og fleiri vörur eru þar en í öðrum vínbúðum, segir á heimasíðu Vínbúðanna. Meira
3. maí 2018 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Ósátt við ákvörðun þingmeirihlutans

Tugþúsundir Armena streymdu í gær til höfuðborgar landsins, Jerevan, til þess að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnarflokksins í Armeníu að hafna því að Nikol Pashinyan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, yrði næsti forsætisráðherra landsins eftir að Serzh... Meira
3. maí 2018 | Erlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Óvænt uppstokkun á ríkisstjórninni

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í gær þrjá nýja ráðherra til sögunnar fyrir Venstre, en tveir ráðherrar flokksins sögðu óvænt af sér á þriðjudaginn. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Risi úr kalda stríðinu til Keflavíkur

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Eitt helsta tákn kalda stríðsins, bandaríska sprengjuflugvélin B-52 Stratofortress, kemur til landsins í dag. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Rýmt fyrir hóteli

Atvinnuhúsnæði á Laugavegi 95-97 í Reykjavík hefur verið rifið niður síðustu daga vegna uppbyggingar hótels. Á reitnum verður rúmlega 100 herbergja hótel á vegum CenterHotels-keðjunnar. Á jarðhæð verður verslun og þjónusta. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Samgöngur og viðhald í brennidepli

„Samgöngumálin brenna á öllum Vestlendingum,“ segir Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, í samtali við Morgunblaðið um þau mál sem íbúar á Vesturlandi setja á oddinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Samræmd próf lögð fyrir að nýju

Samræmd könnunarpróf í íslensku og ensku eru nú aftur lögð fyrir nemendur í 9. bekk eftir að tæknileg vandamál komu upp við próflögnina í mars. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 53 orð

Segjast samt vera bjartsýn

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra segjast bæði vera bjartsýn á að þegar menn setjist niður og fari að ræða málin af einlægni og alvöru muni þeir finna lausnir. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Skúli settur í embættið

Skúli Eggert Þórðarson tók í gær formlega við embætti ríkisendurskoðanda. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti Skúla í embættið í húsnæði Ríkisendurskoðunar. Skúli Eggert var einróma kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi í síðasta mánuði. Meira
3. maí 2018 | Innlent - greinar | 486 orð | 1 mynd

Skúringakonan sem fækkaði fötum

Ragnar Eyþórsson mætti aftur til leiks eftir að hafa sigrað á fyrsta Íslandsmótinu í fimmaurabröndurum í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 248 orð

Snöggur að ná skammtinum fyrsta daginn

Einar Helgason, smábátasjómaður og formaður Króks á Patreksfirði, var fljótur að ná skammtinum á fyrsta degi strandveiða sumarsins í gær. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Stjórnvöld óska eftir óháðri úttekt

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kom fyrir fund velferðarnefndar Alþingis í gærmorgun vegna umræðu um meint afskipti hans af störfum barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 710 orð | 6 myndir

Sveiflur eðlilegar í stærð árganga

Útbreiðslusvæði makríls hefur breyst verulega síðasta áratuginn og síðustu ár hefur hrygningarstofn minnkað. Dr. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Umferð eykst minna en í fyrra

Umferð á hringveginum jókst um 7,4% í apríl sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Þó að aukningin sé mikil er hún minni en undanfarin tvö ár. Frá áramótum jókst umferðin samanlagt um 6,3%, en frá þessu segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 422 orð | 2 myndir

Undrast hótanir formanns VR

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 872 orð | 4 myndir

Vegamál og viðhald veigamikið á Vesturlandi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Stóru sameiginlegu málin sem brenna á íbúum á Vesturlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga snúa að samgöngum og viðhaldsframkvæmdum. Þá má búast við því að umræða um öldrunarþjónustu verði áberandi á næstunni. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 351 orð | 2 myndir

Veitir ekki af plássi á dvalarheimilinu þegar við mætum

Í Grundarfirði er það fastur liður á þriðjudögum hjá nokkrum heldri konum að hittast og huga að hannyrðum. Þegar Morgunblaðsmenn ráku inn nefið í síðustu viku lá vel á konunum enda voru dýrindis vöfflur á boðstólum með kaffinu. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Vertíð skemmtiferðaskipa hefst í dag

Risaskipið Celebrity Eclipse er væntanlegt til Reykjavíkur í dag og þar með hefst vertíð skemmtiferðaskipanna þetta sumarið. Skipið kemur hingað frá Belfast á Írlandi og er áætlað að það leggist að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 13 á hádegi. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Vélvirki sem varð bóndi á Skeiðunum

Í þessum töluðum orðum erum við hjónin hér á gangi í miðborg Kaupmannahafnar. Það er ljúft að skreppa svona og njóta þess að vera til. Maímánuður fer reyndar allur í ferðalög, því fljótlega eftir þessa Danmerkurferð ætlum við til Tenerife í sólina. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Viðgerðir vegna nýs lekavanda

Búið er að setja upp vinnupalla við kór Hallgrímskirkju í Reykjavík og eru steypuviðgerðir þar hafnar. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

Vilja friðlýsa Elliðaárdalinn

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu leggja fram tillögu þess efnis í dag í borgarstjórn að samþykkt verði friðlýsing Elliðaárdalsins vegna sérstaks náttúrufars, fuglalífs og jarðsögu í dalnum, skv. drögum að tillögunni ásamt greinargerð. Meira
3. maí 2018 | Erlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Vill ræða við forsetann

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
3. maí 2018 | Innlent - greinar | 1415 orð | 5 myndir

Það að léttast er bara bónus

Guðrún Bergmann var búin að prófa margar leiðir í átt að betra mataræði þegar tengdadóttir hennar rétti henni bókina Clean Eats eftir dr. Alejandro Junger. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Þarf að hlúa að ungu fólki

Bryndís Geirsdóttir og Guðni Páll Sæmundsson hafa verið búsett í Árdal í Andakíl síðustu sex árin. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 1354 orð | 2 myndir

Þjóðarátak gegn gyðingahatri

Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl. Meira
3. maí 2018 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Þrír af fjórum bæjarfulltrúum D-listans í Snæfellsbæ gefa kost á sér áfram í vor

Framboðslisti D-listans í Snæfellsbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hefur verið samþykktur af fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna. Meira

Ritstjórnargreinar

3. maí 2018 | Leiðarar | 399 orð

Fara staðreyndir verr í 1. maí en aðra daga?

Þarf met í kaupmáttaraukningu að vera feimnismál á baráttudeginum? Meira
3. maí 2018 | Staksteinar | 188 orð | 2 myndir

Vaxandi skuldavandi borgarinnar

Meirihlutinn í Reykjavík lætur eins og hann sé ánægður með fjárhagsstöðu borgarinnar sem er útilokað. Meira
3. maí 2018 | Leiðarar | 219 orð

Vissara að hafa varann á

Er bitcoin verðmæt mynt eða jafnvel aðeins svikamylla? Meira

Menning

3. maí 2018 | Myndlist | 156 orð | 1 mynd

Andrew Thomas Huang stýrir listasmiðju á LungA

Skráning hófst í fyrradag í listasmiðjur listahátíðarinnar LungA sem haldin verður á Seyðisfirði 15.-22. Meira
3. maí 2018 | Kvikmyndir | 889 orð | 3 myndir

Áhorfendur settir í spor gerenda

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta er saga tveggja bræðra sem eru báðir í fjárhagskröggum, af ólíkum ástæðum. Meira
3. maí 2018 | Tónlist | 152 orð | 1 mynd

„Bræður“ tilnefnd til Reumerts

Ópera Daníels Bjarnasonar tónskálds, Bræður , er tilnefnd til hinna virtu dönsku Reumert-verðlauna í flokknum „Ópera ársins“. Óperan verður sýnd á Listahátíð í Reykjavík 9. Meira
3. maí 2018 | Tónlist | 1823 orð | 2 myndir

„Tungumál tilfinninganna“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
3. maí 2018 | Kvikmyndir | 78 orð | 1 mynd

Fjallar um formsköpuði í kvikmyndalist

Viðar Víkingsson kvikmyndahöfundur ræðir um formsköpuði í kvikmyndalist, Hitchcock, Bresson, Ozu, Lang og fleiri, og sýnir dæmi úr merkum kvikmyndum í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Meira
3. maí 2018 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd

Flytja lög Legrands í Fríkirkjunni

Tónleikar í hádegistónleikaröðinni Á ljúfum nótum verða haldnir kl. 12 í dag í Fríkirkjunni í Reykjavík og bera þeir yfirskriftina „Tunglið og ég“. Meira
3. maí 2018 | Kvikmyndir | 33 orð | 4 myndir

Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Sigþórssonar í fullri lengd, Vargur...

Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Sigþórssonar í fullri lengd, Vargur, var frumsýnd í gærkvöldi í Smárabíói að viðstöddu fjölmenni. Að vonum var glatt á hjalla hjá þeim sem komu að gerð kvikmyndarinnar og... Meira
3. maí 2018 | Kvikmyndir | 163 orð | 1 mynd

Kvikmynd um Eve Online tilnefnd

Stutt heimildamynd, Even Asteroids are Not Alone eftir Jón Bjarka Magnússon, verður frumsýnd á alþjóðlegu heimildamyndahátíðinni Ethnocineca sem fer fram í Vín 4. til 10. maí. Meira
3. maí 2018 | Kvikmyndir | 869 orð | 2 myndir

Linur leigumorðingi

Leikstjórn og handrit: Lynne Ramsay. Kvikmyndataka: Thomas Townend. Klipping: Joe Bini. Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Judith Roberts, Ekaterina Samsonov, Frank Pando, John Doman. 89 mín. Bandaríkin, 2017. Meira
3. maí 2018 | Myndlist | 128 orð | 1 mynd

List án landamæra sett í Tjarnarsal

Opnunarhátíð Listar án landamæra í Reykjavík fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 17. Dagur B. Meira
3. maí 2018 | Myndlist | 131 orð | 1 mynd

Margrét sýnir í Strasbourg og Alsace

Margrét Brynjólfsdóttir listmálari sýndir þessa dagana ásamt Caty Wasser glerlistakonu í Aida Galerie í Strasbourg undir heitinu Terre d'Islande et Transparences . Þegar sýningunni lýkur, 10. Meira
3. maí 2018 | Bókmenntir | 579 orð | 4 myndir

Sífelld leit að sjónarhorni

Í nýrri ljósmyndabók fléttar Páll Stefánsson saman myndum af óræðri náttúru og myndum af manngerðu umhverfi, byrjar á engu, eins og hann lýsir því, og endar í mannheimi. Meira
3. maí 2018 | Myndlist | 1067 orð | 6 myndir

Svipmót mennskunnar

...hún sækist eftir að túlka tímann sem býr í andlitum, ummerki ævinnar og líðandinnar. Meira
3. maí 2018 | Tónlist | 234 orð | 1 mynd

Vokal Nord í Hallgrímskirkju

Kammerkórinn Vokal Nord, einn fremsti kór Noregs, heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og kórsins Schola cantorum í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Meira

Umræðan

3. maí 2018 | Aðsent efni | 747 orð | 3 myndir

Aðgerðaleysi og skert lífsgæði

Eftir Ásgeir Theodórs: "Það vekur athygli að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa ekki sýnt baráttunni gegn þessu krabbameini meiri áhuga og vilja í verki með því að hefja skimun." Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 407 orð | 2 myndir

Breytingar á gjöldum Reykjavíkurborgar frá árinu 2000

Eftir Sigurð Ingólfsson: "Maður skyldi ætla að með stærri rekstrareiningu og aukinni tækni yrði rekstur borgarinnar hagkvæmari, en því virðist öfugt farið hjá Reykjavíkurborg." Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 897 orð | 1 mynd

Hvað varð um Sjálfstæðisflokkinn okkar?

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Það skyldi þó ekki vera að raunfylgi Sjálfstæðisflokksins sé komið í 15% og að aðrir stuðningsmenn kjósi flokkinn af gamalli tryggð og gömlum vana?" Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Í tilefni af 1. maí

Eftir Eyþór Arnalds: "Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er rétt að fara yfir hvað síðustu ár í borginni hafa þýtt fyrir launafólk." Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

Karlalistinn

Eftir Gunnar Kristin Þórðarson: "Pólitísk andstaða við foreldrajafnrétti hefur breyst í andúð og mannfyrirlitningu." Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Pólitík gengur aftur

Eftir Pétur Hafstein Pálsson: "Það sem fiskistofu var skylt að gera er ráðherra nú heimilt að gera. Sagan er full af dæmum um hvaða afleiðingar svona fyrirkomulag hefur." Meira
3. maí 2018 | Pistlar | 388 orð | 1 mynd

Ráðherra felur samgönguáætlun

Fyrir skömmu barst mér svar við fyrirspurn minni á Alþingi um framkvæmdir við Reykjanesbraut til Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og samgönguráðherra. Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Sundabraut og strúturinn

Eftir Albert Þór Jónsson: "Ekki verður liðið að sveitarfélög og ríkiskerfið séu á sjálfstýringu ár eftir ár án þess að ákvarðanir séu teknar." Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Vellíðan í heilsueflandi borg

Eftir Heiðu Björg Hilmisdóttur: "Við viljum með markvissum hætti skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa." Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 299 orð | 1 mynd

Vín í Hagkaup á Garðatorgi – Nei takk

Eftir Einar Sveinbjörnsson: "Garðaskóli, langstærsti unglingaskóli bæjarins, er steinsnar frá Garðatorgi og fyllist Hagkaupsbúðin af nemendum í hádegishléinu." Meira
3. maí 2018 | Aðsent efni | 475 orð | 1 mynd | ókeypis

Þjónusta og stuðningur nauðsynlegur fyrir krabbameinsgreinda

Eftir Ernu Magnúsdóttur: "Nú er tilviljanakennt hverjir fara í endurhæfingu í kjölfar krabbameinsgreiningar. Til að breyta því þurfa stjórnvöld að móta stefnu í málaflokknum." Meira

Minningargreinar

3. maí 2018 | Minningargreinar | 1261 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Kristinsson

Aðalsteinn Kristinsson fæddist í Reykjavík 29. júní 1936. Hann lést 3. apríl 2018. Foreldrar hans voru Aage Kristinn Pedersen, f. 4. júní 1912, d. 16.desember 1961, og Rósa Jónsdóttir, f. 11. maí 1914, d. 16. desember 2003. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 946 orð | 1 mynd

Ágúst Karel Karlsson

Ágúst Karel Karlsson fæddist 20. maí 1932. Hann lést 14. apríl 2018. Útför Ágústs fór fram 26. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 756 orð | 1 mynd

Elín Arnoldsdóttir

Elín Arnoldsdóttir fæddist 8. október 1938. Hún lést 15. apríl 2018. Útförin fór fram 24. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 742 orð | 1 mynd

Elsabet Ester Benediktsdóttir

Elsabet Ester Benediktsdóttir fæddist 29. ágúst 1926 í Reykjavík. Hún lést á Droplaugarstöðum 8. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Benedikt Friðriksson, f. 26. febrúar 1887, d. 10. febrúar 1941, og Guðrún Pálsdóttir, f. 21. júlí 1900, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 383 orð | 1 mynd

Erla Hafsteinsdóttir

Erla Hafsteinsdóttir fæddist 25. febrúar 1939. Hún lést 8. apríl 2018. Útför Erlu fór fram 14. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 479 orð | 1 mynd

Erla Sigríður Hallgrímsdóttir

Erla Sigríður Hallgrímsdóttir fæddist 8. apríl 1975. Hún lést 2. apríl 2018. Útför Erlu Sigríðar fór fram 13. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 387 orð | 1 mynd

Friðbjörn Gunnlaugsson

Friðbjörn Gunnlaugsson fæddist 15. janúar 1933. Hann lést 11. apríl 2018. Útför Friðbjarnar fór fram 27. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 1351 orð | 1 mynd

Garðar Guðjónsson

Garðar Guðjónsson fæddist í Reykjavík 11. desember 1933. Hann lést í Reykjavík 21. apríl 2018. Foreldrar Garðars voru Valgerður Guðný Óladóttir húsfreyja, fædd 12. maí 1911, látin 24. ágúst 1994, og Guðjón Guðmundsson sjómaður og kokkur, fæddur 2. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 434 orð | 1 mynd

Guðjón Emilsson

Guðjón Emilsson fæddist 14. júní 1932. Hann lést 12. febrúar 2018. Útför Guðjóns fór fram 24. febrúar 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 2369 orð | 1 mynd

Guðmundur J. Jóhannesson

Guðmundur Jakob Jóhannesson fæddist á Skagaströnd 15. júní 1920. Hann lést 17. apríl 2018. Guðmundur var sonur hjónanna Helgu Þorbergsdóttur, f. 30. apríl 1884, d. 30. september 1970, og Jóhannesar Pálssonar, f. 23. maí 1878, d. 9. mars 1972. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 1650 orð | 1 mynd

Helgi Hrafnkelsson

Helgi Hrafnkelsson fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1952. Hann lést á líknardeild Landspítalans 17. apríl 2018. Foreldar hans voru Hrafnkell Helgason, látinn 19. október 2010, og Helga Lovísa Kemp, látin 8. mars 1990. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 1136 orð | 1 mynd

Héðinn Sveinsson

Héðinn Sveinsson fæddist á Akureyri 14. október 1956. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. apríl 2018. Hann var kjörsonur hjónanna Sveins Cecils Jónssonar, f. 1919, d. 2005, og Guðlaugar Jónínu Jónsdóttur, f. 1921, d. 1966. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 441 orð | 1 mynd

Kristín Ellen Hauksdóttir

Kristín Ellen Hauksdóttir fæddist 4. maí 1950. Hún lést 15. mars 2018. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 455 orð | 1 mynd

María Ólafsdóttir

María Ólafsdóttir fæddist 16. janúar 1932. Hún lést 4. apríl 2018. Útför Maríu fór fram 14. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 1340 orð | 1 mynd

Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson fæddist í Reykjavík 3. júlí 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 20. apríl 2018. Foreldrar hans voru Ólafur Helgason frá Skálholti, f. 6. apríl 1873, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 275 orð | 1 mynd

Ólöf Þóranna Hannesdóttir

Ólöf Þóranna Hannesdóttir fæddist 25. mars 1932. Hún lést 18. apríl 2018. Útför Ólafar fór fram 30. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 1060 orð | 1 mynd

Rúna Brynjólfsdóttir Cobey

Rúna var fædd í Kaupmannahöfn 27. apríl 1935. Hún lést á Highbanks Care Center í Columbus í Ohio 17. mars 2018. Foreldrar hennar voru Guðrún Ingólfsdóttir veitingakona, f. 21.11. 1914, d. 30.6. 2006, og Brynjólfur Björnsson fulltrúi, f. 9.9. 1909, d.... Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 170 orð | 1 mynd

Sigríður Jóhanna Lúðvíksdóttir

Sigríður J. Lúðvíksdóttir fæddist 20. desember 1930. Hún lést 6. apríl 2018. Útför Sigríðar fór fram 23. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 735 orð | 1 mynd

Sverrir Oliver Karvelsson

Sverrir Oliver Karvelsson fæddist 20. febrúar 1938. Hann lést 10. apríl 2018. Útför Sverris Olivers fór fram 23. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 436 orð | 1 mynd

Valdís Björgvinsdóttir

Valdís Björgvinsdóttir fæddist 18. mars 1935. Hún lést 24. apríl 2018. Útför Valdísar fór fram 2. maí 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 282 orð | 1 mynd

Þorbjörg Jóninna Pálsdóttir

Þorbjörg Jóninna Pálsdóttir fæddist 12. apríl 1919. Hún lést 21. mars 2018. Útför Jóninnu fór fram 7. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 1275 orð | 1 mynd

Þorsteinn Þorvaldsson

Þorsteinn Þorvaldsson, Steini, fæddist á Akranesi 30. júní 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 2. apríl 2018. Foreldrar hans voru Þorvaldur Ólafsson, f. 14. september, d. 16. maí 1944, og Sigríður Eiríksdóttir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargrein á mbl.is | 1267 orð | 1 mynd | ókeypis

Þorsteinn Þorvaldsson

Þorsteinn Þorvaldsson, Steini, fæddist á Akranesi 30. júní 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 2. apríl 2018.Foreldrar hans voru Þorvaldur Ólafsson, f. 14. september, d. 16. maí 1944, og Sigríður Eiríksdóttir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 593 orð | 1 mynd

Þórarinn Sigurðsson

Þórarinn Sigurðsson fæddist á Sjafnargötu 12 í Reykjavík 28. desember 1953. Hann lést á Landspítalanum 30. mars 2018 eftir stutta baráttu við krabbamein. Foreldrar hans voru þau Sigurður Jónsson, f. 23. júní 1927, d. 25. sept. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 1734 orð | 1 mynd

Þóra Sæmundsdóttir

Þóra Sæmundsdóttir fæddist á Einarsstöðum í Reykjadal, S-Þing. 30. apríl 1927. Hún lést á Landsspítalanum í Fossvogi 24. apríl 2018. Foreldrar Þóru voru hjónin Sæmundur Jónsson, f. 4.8. 1893, d. 1966, og Guðbjörg Baldvina Eggertsdóttir, f. 1.7. 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 103 orð | 1 mynd

Þórólfur Þorsteinsson

Þórólfur Þorsteinsson fæddist 24. janúar 1935. Hann lést 12. apríl 2018. Útför Þórólfs fór fram 27. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2018 | Minningargreinar | 477 orð | 1 mynd

Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir

Dr. Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir fæddist 28. apríl 1927. Hún lést 18. apríl 2018. Þuríður var jarðsungin 2. maí 2018. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

3. maí 2018 | Daglegt líf | 63 orð | 1 mynd

...kíkið á verkin hennar Láru

Lára Lilja Gunnarsdóttir opnar sýningu kl. 19 í dag, fimmtudag, í Gallerí Parti, Laugavegi 23. Sýningin er hluti af List án landamæra, en Lára Lilja er afkastamikill listamaður sem vinnur þvert á miðla. Meira
3. maí 2018 | Daglegt líf | 752 orð | 3 myndir

Lífið lætur ekkert stoppa sig

„Það segir svo mikið um viljann til að lifa þegar gróður kviknar í hraunsprungu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir sem er heilluð af því smáa sem leynist í sverðinum. Þura opnar sýningu í dag á verkum sínum. Meira
3. maí 2018 | Daglegt líf | 123 orð | 1 mynd

Ungir og upprennandi listamenn sýna afrakstur sinn

Borgarbókasafnið er öflugt við að hýsa hina ólíkustu viðburði og sýningar og miðla þannig menningu til borgaranna. Borgarbókasafnið í Spönginni ætlar að hýsa lokasýningu nemenda á listnámsbraut í Borgarholtsskóla, sem er einmitt til húsa í sama hverfi. Meira
3. maí 2018 | Daglegt líf | 636 orð | 3 myndir

Ungverjar hafa ástríðu fyrir list sinni

Ungverjar eru stoltir af uppruna sínum og menningu og kynna hana víða. Á morgun, föstudag, verður ungversk matargerð kynnt á Evrópudeginum, ungverskir tónlistarmenn stíga á svið sem og ungverskir dansarar. Meira

Fastir þættir

3. maí 2018 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. Bf4 c5 4. e3 Rc6 5. Rbd2 Db6 6. dxc5 Dxb2 7. Hb1...

1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. Bf4 c5 4. e3 Rc6 5. Rbd2 Db6 6. dxc5 Dxb2 7. Hb1 Dc3 8. Bb5 e6 9. 0-0 Be7 10. Rb3 0-0 11. Dd3 Re4 12. Bxc6 bxc6 13. Re5 Bf6 14. Rxc6 Bd7 15. Rca5 Hfc8 16. Rb7 e5 17. Bg3 Hc7 18. Rd6 Dxd3 19. cxd3 Rxc5 20. Hfc1 Re6 21. Hxc7 Rxc7... Meira
3. maí 2018 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

40 ára lag í afmælisgjöf

Hvað á að gefa í sextugsafmælisgjöf? Það er ágæt spurning en það er líklega erfitt að hafa gjöfina persónulegri en þá sem Magnús Gunnarsson færir föður sínum, Gunnari Þór Finnbjörnssyni. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 96 orð | 2 myndir

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með...

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 222 orð | 1 mynd

Benedikt Davíðsson

Benedikt Davíðsson fæddist á Patreksfirði 3.5. 1927 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Davíð Davíðsson, smiður, sjómaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Patreksfjarðar, síðar oddviti á Sellátrum, og f.k.h., Sigurlína Benediktsdóttir... Meira
3. maí 2018 | Í dag | 54 orð | 1 mynd

Carmen Maja Valencia

30 ára Carmen býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í sálfræði frá HÍ og er flugfreyja hjá WOW air. Maki: Úlfar Karl Arnórsson, f. 1988, vélahönnuður hjá Völku. Dætur: Emilíana Yrsa, f. 2014, og Áróra Ylfa, f. 2016. Foreldrar: Ágústa Ósk Ágústsdóttir, f. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 191 orð | 1 mynd

Fyrirmyndin og kvikmyndin

Ég játa það fúslega að ég er forfallinn glæpasagnalesandi og læt sjaldan nýjustu bækurnar eftir bestu höfundana lengi vera ólesnar. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 716 orð | 3 myndir

Glímt við brotsjói Ægis

Gísli Viggósson fæddist í Reykjavík 3.5. 1943, ólst fyrstu árin upp á Leifsgötu 10, en 1948 flutti fjölskyldan að Mávahlíð 24, þar sem Gísli átti heima fram á unglingsár: „Hlíðarnar voru skemmtilegar bernskuslóðir. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 16 orð

Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að...

Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. (Matt: 6. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 47 orð

Málið

Kjósandi sem „veifar blekuðum fingrum“ hefur kosið og fengið „kosningablek“ á puttana, efni sem á að hindra að hann geti kosið aftur. Áður þýddi blekaður (all) drukkinn en fingur voru blekugir – algeng sjón í skólum. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

Pálmar Helgi Tómasson

30 ára Pálmar býr í Garðabæ, lauk atvinnuflugmannsprófi og er flugmaður hjá Icelandair. Maki: Stefanía Ósk Ágústsdóttir, f. 1991, að ljúka námi í viðskiptafræði. Börn: Tómas Ernir, f. 2013, og Karen Fríða, f. 2016. Foreldrar: Tómas Dagur Helgason, f. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 206 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Einar Sigurðsson Einar Þorsteinsson Helgi S. Meira
3. maí 2018 | Fastir þættir | 296 orð

Víkverji

Víkverji er í stökustu vandræðum þessa dagana, enda KR-ingur að upplagi og eðlisfari. Síðasta helgi reyndi mjög á tilfinningaskalann, enda byrjaði hún á erfiðu tapi gegn Íslandsmeisturum Vals. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 80 orð | 2 myndir

Waterloo á toppnum

Á þessum degi árið 1974 sat sænska hljómsveitin ABBA í toppsæti breska vinsældalistans með Eurovision-slagarann „Waterloo“. Lagið var framlag Svíþjóðar í keppninni það árið og stóð uppi sem sigurlagið. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 115 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

3. maí 1943 Fjórtán bandarískir hermenn fórust er flugvél af gerðinni Boeing 24 brotlenti á Fagradalsfjalli á Reykjanesi, skammt austan Grindavíkur. Meðal þeirra var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews. Einn komst lífs af. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Þorgeir Orri Harðarson

30 ára Þorgeir Orri ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ og er læknir við LSH. Maki: Ásdís Braga Guðjónsdóttir, f. 1990, læknir. Dóttir: Kristrún Þorgeirsdóttir, f. 2016. Foreldrar: Ingibjörg Hallgrímsson, f. Meira
3. maí 2018 | Í dag | 278 orð

Þýðing á Piet Hein og hann sjálfur

Sigurlín Hermannsdóttir skrifar að menn hafi einstaka sinnum verið að viðra þýðingar á leir. Sjálf segist hún eitt sinn hafa daðrað smávegis við Piet Hein, eins og fleiri hafi gert. Meira

Íþróttir

3. maí 2018 | Íþróttir | 333 orð | 4 myndir

* Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Füchse Berlin mæta Göppingen...

* Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Füchse Berlin mæta Göppingen, sem á titil að verja, í undanúrslitum EHF-bikarsins í handknattleik og í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast franska liðið Saint-Raphael og þýska liðið Magdeburg. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: Skjern – Århus 26:25 &bull...

Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: Skjern – Århus 26:25 • Tandri Már Konráðsson skoraði 1 mark fyrir Skjern. • Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk fyrir Århus, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4 en Róbert Gunnarsson skoraði ekki. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 1715 orð | 2 myndir

Er síðasti geirfuglinn floginn?

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Sveinbjörn Claessen er sérstök tegund leikmanns í boltagreinum samtímans. Tegund sem án nokkurs vafa er í útrýmingarhættu. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda að fyrirliðinn Aron Einar...

Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson geti misst af HM vegna meiðsla. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Hungrið satt á Hlíðarenda

Handbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þegar ég hætti á sínum tíma, rétt áður en ég varð ólétt, var ég aldrei búin að útiloka að koma aftur. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Hörkuspenna í Íslendingaslag

Boðið var upp á hörkuspennandi Íslendingaslag þegar Århus tapaði á ótrúlegan hátt fyrir Skjern, 26:25, í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik í gær. Þegar mínúta var eftir var staðan 25:25 og Århus í sókn. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

James öflugur og Curry var aftur með

Cleveland Cavaliers vann Toronto Raptors 113:112 í framlengdum leik á heimavelli Toronto í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA í körfuknattleik í fyrrinótt. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Samsungv.: Stjarnan...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Samsungv.: Stjarnan – Breiðablik 19.15 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, annar leikur: Schenker-höllin: Haukar – ÍBV 19. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Liverpool mætir Real

Liverpool tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í ellefu ár. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

María hættir keppni vegna meiðslanna

María Guðmundsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, hefur tekið þá ákvörðun að hætta keppnisiðkun á skíðum. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, seinni leikur: Roma – Liverpool...

Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, seinni leikur: Roma – Liverpool 4:2 Sjálfsmark 15., Edin Dzeko 52., Radja Nainggolan 86., 90. (víti). – Sadio Mane 9., Georginio Wijnaldum 25. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 607 orð | 2 myndir

Ný staða en sama stefna

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 582 orð | 3 myndir

Prinsessa og drottning

Einvígi Hauka og Vals stóð vel undir væntingum og var frábært að fá oddaleik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn þar sem ekki vantaði spennuna. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Sara fyrirliði og meistaratitill í augsýn

Sara Björk Gunnarsdóttir var fyrirliði Wolfsburg í fyrsta skipti í gær þegar liðið vann Werder Bremen, 5:0, á útivelli í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Söru var skipt af velli í hálfleik en þá var staðan orðin 3:0. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Stefán markahæstur hjá Pick Szeged

Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handknattleik, fór enn á ný mikinn með liði sínu Pick Szeged í naumum útisigri gegn Balatonfürdei, 27:26, í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 277 orð | 2 myndir

Sveinbjörn er hættur

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Sveinbjörn Claessen, reyndasti leikmaður ÍR, í Dominos-deildinni í körfuknattleik, hefur ákveðið að láta gott heita eftir þrettán ár í meistaraflokki. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Toronto – Cleveland...

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Toronto – Cleveland (frl.) 112:113 *Staðan er 1:0 fyrir Cleveland. Vesturdeild, undanúrslit: Golden State – New Orleans 121:116 *Staðan er 2:0 fyrir Golden... Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Vestanlið aftur upp?

Vesturlandsliðin ÍA og Víkingur frá Ólafsvík komast aftur upp í úrvalsdeild karla og Fylkir og Keflavík vinna sér sæti í úrvalsdeild kvenna í haust. Þetta er allavega niðurstaðan í spádómum fyrir keppni í 1. Meira
3. maí 2018 | Íþróttir | 55 orð

Þór/KA spáð meistaratitli

Þór/KA var spáð Íslandsmeistaratitli kvenna í knattspyrnu 2018, og myndi þá vinna deildina annað árið í röð, en HK/Víkingi og Grindavík var spáð falli á kynningarfundi Pepsi-deildar kvenna í gær. Meira

Viðskiptablað

3. maí 2018 | Viðskiptablað | 747 orð | 2 myndir

Dekkri horfur fyrir sænsku bankana

Eftir Patrick Jenkins Sænskir bankar stóðu af sér orrahríð alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2008 með þeim hætti að eftir var tekið. En nýjar ógnir steðja nú að, meðal annars í formi hækkandi húsnæðisverðs og mikilla skulda heimila. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 17 orð | 1 mynd

Facebook kemur pörum saman

Facebook hefur verið samherji stefnumótaforrita fram að þessu en nú ætlar risinn sjálfur að koma á... Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 600 orð | 2 myndir

Facebook tekur stefnuna á stefnumótamarkaðinn

Eftir Hönnuh Kuchler í San Jose Tilkynning Facebook um að fyrirtækið hyggist bjóða notendum sínum þjónustu við að koma á stefnumótum hefur leitt til hruns á verði hlutabréfa í stefnumótafyrirtækjum, meðal annars í móðurfyrirtæki Tinder. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 259 orð | 1 mynd

Fimm takast á um þrjú stjórnarsæti

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fimm karlar munu berjast um þrjú stjórnarsæti í HB Granda á föstudag. Tvær konur eru sjálfkjörnar til áframhaldandi setu við stjórnarborðið. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 690 orð | 3 myndir

Finna fyrir gerjun í sjávarútvegi

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stærsta sjávarútvegssýning í heimi fór fram í Brussel, dagana 24.-26. apríl. Hátt á fjórða tug íslenskra fyrirtækja var með bása á sýningunni. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 153 orð | 1 mynd

Geislabyssa beint úr höndum Hans Óla

Stöðutáknið Erfitt er að finna þann íslenska vinnustað þar sem ekki er búið að skreyta a.m.k. einn bás með Star Wars-leikföngum. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 231 orð

Hafsjór afþreyingar

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Miðað við allt afþreyingarefnið sem er í boði á degi hverjum má undrum sæta að fólk fái einhverju áorkað í námi og starfi. Þetta er erfitt fyrir mann sem vill vera með puttann á púlsinum, og ekki láta taka sig í landhelgi. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 215 orð | 1 mynd

Hagnaður VÍS eykst verulega á milli ára

Vátryggingar Hagnaður VÍS var 844 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi, en til samanburðar var hagaður félagsins á sama árshluta í fyrra 191 milljón króna. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 201 orð

Hausaveiðar leika stærra hlutverk

Bankahrunið varð til þess að margt reynslumikið og vel menntað fólk missti vinnuna, og var lítill vandi fyrir fyrirtæki að manna sérfræði- og stjórnunarstöður. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 3453 orð | 1 mynd

Hefur þroskast mikið af að fá aukna samkeppni

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Rekstur World Class-líkamsræktarkeðjunnar gengur vel þessi misserin að sögn Björns Leifssonar, framkvæmdastjóra og eins eigenda. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 69 orð

Hin hliðin

Nám: BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1995. Störf: Framkvæmdastjóri Samskipa í Hollandi 2000-2005; framkvæmdastjóri Eimskipa í Hollandi og Evrópu 2006-2007; framkvæmdastjóri TVG-Zimsen frá 2007. Á sæti í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 498 orð | 1 mynd

Hollráð um heilbrigða samkeppni

Öll fyrirtæki ættu að gera sér grein fyrir því hvað felst í ákvæðum samkeppnislaga og gera ráðstafanir til að draga úr hættu á árekstri við samkeppnisreglur. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 191 orð | 2 myndir

Kannski er best að fara sjóleiðina

Farartækið Á mörgum stöðum í heiminum gæti verið sniðugra að ferðast á milli staða eftir ám, ströndum, vötnum og skipaskurðum en eftir vegakerfinu. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 269 orð | 1 mynd

Kemur sérviskan fólki á toppinn?

Bókin Þegar við horfum á ríka, fræga og valdamikla fólkið virðist yfirleitt eins og það hafi ekki þurft að hafa neitt fyrir því að skara fram úr. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 373 orð

Kísilálagið reyndist talsvert

Fyrir skemmstu birti Seðlabankinn ársrit sitt um fjármálastöðugleika. Þar er farið vítt og breitt eins og gjarnan og hvatt til þess að menn haldi vöku sinni fyrir þeim þenslumerkjum sem efnahagslegir loftþyngdarmælar greina í kerfinu á hverjum tíma. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 294 orð | 1 mynd

Kostnaðarhækkanir herja á íslenska fyrirtækjaumhverfið

TVG-Zimsen er fyrirtæki með rætur sem liggja allt aftur til ársins 1894. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og undanfarin 11 ár hefur Björn Einarsson stýrt fyrirtækinu í gegnum mikla breytingatíma á vöruflutninga- og hraðsendingamarkaði. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 26 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Úr 2. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 377 orð | 1 mynd

Milljarðakróna framúrkeyrsla

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Allt stefnir í að framkvæmdir við nýtt Marriott Edition-hótel við hlið Hörpu muni fara milljarða fram úr áætlunum. Hart er deilt um hver beri ábyrgðina. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 311 orð | 1 mynd

Minni hagnaður hjá Arion banka en í fyrra

Fjármálaþjónusta Hagnaður Arion banka nam 1,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2017. Arðsemi eigin fjár var 3,6% en hún var 6,3% á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 611 orð | 2 myndir

Neitun þýðir ekki að hugmyndin sé slæm

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Frambærilegir sprotar með góðar viðskiptahugmyndir hafa ekki alltaf erindi sem erfiði þegar sótt er um styrk. Poppins & Partners segir mikilvægt að efla englafjárfestingar hérlendis. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 127 orð | 2 myndir

Nýr markaðsstjóri og forstöðumaður til Creditinfo

Creditinfo Eva Dögg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Creditinfo. Eva Dögg hefur starfað að markaðs- og kynningarmálum bæði hérlendis og erlendis síðastliðin 15 ár. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 59 orð | 1 mynd

Nýr yfirlögfræðingur hjá Kauphöllinni

Nasdaq á Íslandi Árnína Steinunn Kristjánsdóttir lögmaður hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Nasdaq-kauphallarinnar á Íslandi og Nasdaq-verðbréfamiðstöðvar. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 534 orð | 1 mynd

Rekstrarstaða íslenskra fjölmiðla

Leiðandi vörumerki á neytendamarkaði eins og Procter & Gamble og Unilever hafa markvisst verið að draga úr birtingum sínum í stafrænum miðlum. Skýringin er sú að athuganir þeirra og rannsóknir hafa sýnt að þessir miðlar hafa verið stórlega ofmetnir. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 95 orð | 4 myndir

Rætt um erfiðleika banka í Evrópu og endurskipulagningu þeirra

Málstofa um erfiðleika banka í Evrópu og endurskipulagningu þeirra var haldin fyrr í vikunni í húsakynnum Seðlabanka Íslands. Frummælandi var Małgorzata Iwanicz-Drozdowska, prófessor við Warsaw School of Economics. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 9 orð | 1 mynd

Selur hugbúnað til Facebook

Íslenska tæknifyrirtækið Videntifier gerði fyrir skömmu samning við... Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 19 orð | 1 mynd

Skandinavískir bankar í krísu

Sænskir bankar hafa frá alþjóðlega efnahagshruninu 2008 þótt fyrirmynd í Evrópu en nú er farið að syrta í... Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 212 orð | 1 mynd

Til að koma böndum á samfélagsmiðlana

Forritið Eflaust glíma margir lesendur við þann vanda að verja meiri tíma á samfélagsmiðlum en þeir kæra sig um. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 499 orð | 1 mynd

T-Mobile og Sprint: Á tali

Árið 2014 sendi John Legere, hinn stórlyndi forstjóri T-Mobile, frá sér tíst þar sem hann líkti Sprint við „bráðnandi ísmola“. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 142 orð | 2 myndir

Tveir nýir starfsmenn til liðs við Tjarnargötuna

Tjarnargatan Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hefur ráðið Berglindi Pétursdóttur sem viðskiptatengil og hugmyndasmið. Berglind kemur til Tjarnargötunnar frá auglýsingastofunni ENNEMM en þar hafði hún starfað m.a. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 100 orð | 1 mynd

Verður forstjóri Coca-Cola á Íslandi

CCEP á Íslandi Einar Snorri Magnússon hefur tekið við sem forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi af Carlos Cruz. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 250 orð | 1 mynd

Vilja ná til stelpna í tíma

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Háskólinn í Reykjavík vill fjölga stelpum í tækni og fær 750 stúlkur úr 9. bekk grunnskóla borgarinnar í heimsókn í dag. 28% nýnema í tölvunarfræði í HR eru konur. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 125 orð | 2 myndir

World Class vex um 10% á ári

World Class hagnaðist um 500 milljónir í fyrra fyrir skatta. Meðlimakortin skila tæpum þremur milljörðum. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 651 orð | 3 myndir

Þarf að hafa fyrir því að manna störfin

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Uppgangur í atvinnulífinu veldur því að orðið er erfiðara að finna fólk í ákveðnar stöður. Fyrirtæki reyna að bjóða betri laun og skapa gott vinnuumhverfi til að halda í starfsmenn. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 150 orð | 4 myndir

Þegar ruslið á skilið það besta

Á básinn Það verður ekki af Ítölunum tekið að þeir kunna þá kúnst að gera fallega hluti til hversdagsbrúks. Vafalítið gætu t.d. Meira
3. maí 2018 | Viðskiptablað | 244 orð

Þú verður að geta staðið undir þér þegar ævikvöldið færist yfir

Björn er greinilega í góðu formi. Æfir hann reglulega? „Já, ég æfi fimm sinnum í viku, og þá hefðbundnar lyftingar,“ segir Björn, en heilsurækt er mikið hjartans mál hjá honum. Meira

Ýmis aukablöð

3. maí 2018 | Blaðaukar | 829 orð | 1 mynd

Riddarinn á hvíta hestinum

Á Smartlandi starfa nokkrir ráðgjafar sem leitast við að gefa lesendum góð ráð. Eftirfarandi bréf barst á dögunum frá lesanda sem er óviss með ástarsambandið sitt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.