Greinar þriðjudaginn 5. júní 2018

Fréttir

5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 107 orð

Atkvæðagreiðslu kennara lýkur í dag

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara lýkur klukkan 14 í dag. Á hádegi í gær höfðu 48,86% félagsmanna kosið. Skrifað var undir samning grunnskólakennara og sveitarfélaganna hinn 26. maí. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Ákærður fyrir að smygla kílói af kókaíni innvortis

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um þrítugt, sem er frá Venesúela, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn flutti um eitt kíló af kókaíni innvortis frá borginni Zürich í Sviss hingað til lands í febrúar síðastliðnum. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Bannað á Facebook

Myndir af konum að gefa brjóst og myndir af örum eða brjóstum eftir brjóstnám mega vera inni á Facebook án þess að brotnar séu reglur miðilsins. Þetta kemur fram á hjálparvef Facebook en viðlíka reglur gilda um myndaforritið Instagram. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir

„Afskaplega góður staður“

Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Náttúruperlan og ættaróðalið Vigur í Ísafjarðardjúpi er til sölu. Salvar Baldursson, bóndi og annar íbúa eyjarinnar, er alinn þar upp og hefur haft þar búsetu nær alla sína tíð. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 427 orð | 3 myndir

Beiðni um varðhald berist fyrr

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ríkissaksóknari sendi nýverið frá sér tilmæli til allra ákærenda þess efnis að krafa um framlengingu gæsluvarðhalds berist héraðsdómara eigi síðar en sólarhring áður en fyrra gæsluvarðhald rennur út. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Bíll við bíl vegna malbikunar

Vegna malbikunarframkvæmda í Reykjavík myndaðist talsverð stífla á Miklubraut í gær, sérstaklega á háannatíma. Ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu umferðarteppu við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar síðdegis. Meira
5. júní 2018 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Boðið að sækja Rússa heim

Stjórnvöld í Kreml hafa boðið Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í heimsókn til Rússlands. Er það Dímítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, sem staðfestir þetta við fréttastofu Reuters . Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Einn lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Einn lést og níu slösuðust í hörðum tveggja bíla árekstri á Vesturlandsvegi skammt frá Enni á Kjalarnesi um áttaleytið í gærkvöldi. Meira
5. júní 2018 | Erlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Einræðisherra Norður-Kóreu herðir tak sitt á hernum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þrír afar háttsettir norðurkóreskir hershöfðingjar, þeirra á meðal varnarmálaráðherra landsins, hafa verið settir af. Þetta fullyrðir bandarískur heimildarmaður við fréttastofu Reuters . Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Eyjan Vigur til sölu

Ábúendur á hinni sögufrægu eyju Vigur við Ísafjarðardjúp hafa sett hana á sölu. Salvar Baldursson bóndi og kona hans segja nú skilið við búsetustað sinn til 38 ára. Þar hefur um árabil verið stundaður búskapur og ferðaþjónusta. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 452 orð | 2 myndir

Facebook eyðir vinum og myndum

Baksvið Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Allt í einu var búið að eyða öllum vinum mínum af Facebook.“ Þetta segir Borghildur Indriðadóttir, listakona og forvígiskona Demoncrazy -sýningarinnar, sem var opnuð á Austurvelli nú um helgina. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Fangaði fegurð vatnsins úr lofti

„Ég held að hvergi á þurrlendi jarðar sé að finna gígraðir eins og á Íslandi,“ segir Ómar Ragnarsson, sem tók meðfylgjandi mynd af Langasjó aðfaranótt laugardags í eindæma blíðviðri og 17 stiga hita. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Fái betri lán með nýju mati

Hækkun fasteignamats mun gera fasteignaeigendum kleift að endurfjármagna íbúðalánin á hagstæðari kjörum. Þetta segir Elvar Orri Hreinsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fengu 69 umsagnir um rafrettur

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis leggur til að frumvarp um rafrettur og áfyllingar fyrir þær verði samþykkt með nokkrum breytingum. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 106 orð

Ferðamaður slasaðist á fæti nyrðra

Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út í gærmorgun eftir að kona slasaðist á fæti við Landakot upp af Eyjafjarðardal. Konan er erlend og var hluti af fimm manna gönguhópi. Félagar hennar sendu frá sér neyðaróp eftir að konan slasaðist. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fregna að vænta úr Kópavogi í dag

„Ég fór yfir stöðuna með bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í gær,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, um myndun meirihluta í Kópavogi. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fullt á Hótel Kattholti

Mikil ásókn er í gistingu á Hótel Kattholti í sumarbyrjun og nú ber svo við að fullbókað er þar fram til 25. júní. Þjónusta þessi hefur staðið kattaeigendum til boða frá því Kattholt var opnað og hefur notið mikilla vinsælda þegar fólk bregður sér af... Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Færri styðja ríkisstjórnina

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,8% fylgi ef gengið yrði til alþingiskosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, 1,4 prósentustigum minna fylgi en í byrjun kjörtímabils. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 390 orð | 2 myndir

Föstum skotum var skotið

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Þingmenn stjórnarandstöðu skutu föstum skotum að ríkisstjórnarflokkunum þremur í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Þrír úr hverjum flokki fluttu ræðu, alls 24. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Gáfnaljós í MR á 21. öld

Menntaskólinn í Reykjavík hefur verið starfræktur í 172 ár. Á þessari öld hafa nokkur met verið slegin í einkunnagjöf í skólanum. Árið 2005 útskrifaðist Höskuldur Pétur Halldórsson með 9,90 í meðaleinkunn. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Getraunaröðin lækkar í verði

Íslenskar getraunir hafa lækkað verð á getraunaröðinni úr 13 kr. í 12 kr. Lækkunin tekur gildi strax og er gerð með samþykki innanríkisráðuneytisins. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 206 orð

Greina tækifæri með þjóðgarði

Nýskipaðri þverpólitískri nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs er m.a. ætlað að greina tækifæri með stofnun þjóðgarðsins á byggðaþróun og atvinnulíf. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Hari

Í sandrekkju Vinirnir Hilmir Örn og Gunnar Elías léku sér á Ylströndinni í Nauthólsvík í blíðviðri. Óvíst er hvort sól skín á borgarbúa á næstunni en nokkuð er þó vonandi eftir af... Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Hugarafl fagnar 15 ára starfsafmæli

Hugarafl fagnar fimmtán farsælum árum í starfi að málefnum geðheilbrigðis sem róttæk grasrótarsamtök og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir. Af því tilefni býður Hugarafl í afmælishressingu í dag á milli kl. 13 og 15 að Borgartúni 22, 2. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Hvött til að styðja Ísland á HM

Team Iceland sem er hluti af Inspired by Iceland markaðsherferðinni birtir í vikunni sex myndbönd í löndum sem eiga það sameiginlegt að eiga ekki fulltrúa á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 327 orð | 4 myndir

Hærra fasteignamat opni á hagstæðari íbúðalán

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hækkun fasteignamats gæti gert íbúðareigendum kleift að endurfjármagna lán á hagstæðari kjörum. Áætlað verðmæti eignanna, samkvæmt fasteignamati, hefur enda aukist. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 278 orð | 3 myndir

Íslenskt sjal fyrir HM

Steinunn Hjartardóttir, fv. heilbrigðisfulltrúi og kennari á Sauðárkróki, er mikil prjóna- og hannyrðakona. Hún hefur í aðdraganda Heimsmeistaramótsins verið iðin við kolann og prjónað sjöl í fánalitunum en hugmyndina fékk hún á Facebook. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Kæran hafi komið á óvart

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að kæra til sýslumannsins á Vestfjörðum vegna gildis kjörskrár í hreppsnefndarkosningunum í Árneshreppi á Ströndum hafi komið sér á óvart. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Læknisfræði enn vinsæl

Alls munu 284 þreyta inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands en prófið fer fram 7. og 8. júní næstkomandi. Þetta kemur fram á vef læknadeildar Háskóla Íslands en þar segir einnig að 50 nemendur verði teknir inn í námið í ár. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Metnaður jókst með árunum

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Hörður Tryggvi Bragason er dúx Menntaskólans í Reykjavík í ár. Hann segist hissa yfir því að hann hafi dúxað en að hann hafi bætt sig mikið á milli ára. „Ég varð metnaðarfyllri eftir því sem á leið. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Miðar vel í viðræðum í borginni

„Viðræður ganga vel og mér finnst okkur miða vel áfram,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, um viðræður Viðreisnar, Samfylkingar, VG og Pírata um myndum meirihluta í borginni. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Myndgæði lítil í Sarpi RÚV

Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta er kortér í klárt,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tækni hjá RÚV, í samtali við Morgunblaðið vegna ábendingar um myndgæði ólínulegs efnis frá RÚV, sem áður var kallað Sarpurinn. Meira
5. júní 2018 | Erlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Mæðgur lögðu á ráðin um hryðjuverk

Átján ára táningsstúlka var í Bretlandi fundin sek um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Orðið eitt öruggasta svæði landsins

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stærsta verkefni í sögu Landsnets er formlega lokið. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 225 orð

Ræða um veiðigjöldin í dag

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum verður tekin á dagskrá Alþingis í dag til fyrstu umræðu af þremur. Ljóst er að þinghöld tefjast, en þinglok voru áætluð á fimmtudag. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 50 orð

Röng skilgreining Í umfjöllun í blaði gærdags um samstarfsverkefni...

Röng skilgreining Í umfjöllun í blaði gærdags um samstarfsverkefni Brúarskóla og Dale Carnegie mátti skilja að allt unglingastig væri að útskrifast en í raun var um einn hóp ungmenna að ræða. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Sigríður aðstoðar Guðmund Inga

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún hefur síðastliðin ár stýrt kynningarmálum hjá UNICEF á Íslandi. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Staða sérfræðilækna alvarleg

16 læknar sem menntaðir eru í 13 sérgreinum hafa fengið synjun á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hann segir ástandið alvarlegt, enda sé skortur á læknum í ýmsum sérgreinum,... Meira
5. júní 2018 | Erlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Steig til hliðar í kjölfar mikilla mótmæla

Hani Mulki, forsætisráðherra Jórdaníu, gekk í gær á fund konungs landsins, Abdullah II, og baðst lausnar frá embætti. Ástæða uppsagnar er sögð vera mikil mótmæli sem staðið hafa yfir í landinu að undanförnu. Höfðu mótmælendur m.a. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Stærsta verkefninu lokið

„Þingeyjarsýsla er orðin eitt af öruggustu svæðum landsins,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, við Morgunblaðið í gær þegar því var fagnað að stærsta verkefni í sögu Landsnets er lokið. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Tókust fast á í umræðunum

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Þingmenn stjórnarandstöðu fóru mikinn í ræðum sínum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi en þingmenn stjórnarmeirihlutans vörðust gagnrýni minnihlutans. Ljóst er að þingstörfum verður fram haldið lengur en áætlað... Meira
5. júní 2018 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Um 18.000 hermenn æfa í fjórum ríkjum

Árleg heræfing Atlantshafsbandalagsins (NATO), Saber Strike, hófst sl. sunnudag undir forystu Bandaríkjanna og stendur yfir til 15. júní. Æfingin er haldin innan landamæra Póllands, Lettlands, Litháen og Eistlands, en alls taka um 18. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Umhverfisdagur í Heiðmörk í dag

Alþjóðlegi umhverfisdagurinn er í dag og af því tilefni verður umhverfisdagur haldinn í Heiðmörk í dag frá kl. 17 til 19. Sendiráð Noregs, Landvernd og Skógræktarfélag Reykjavíkur standa fyrir viðburðinum. Hittast á kl. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 281 orð

Úr eldhúsdagsumræðum

Nýjar áherslur í málefnum barna með fjölþættan vanda gefa væntingar um að tekið verði betur utan um þann hóp og fjölskyldur þeirra. [...] Ákall er eftir auknu aðgengi, sérstaklega ungs fólks, að sálfræðiþjónustu. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Útlit fyrir gott veður í dag og á morgun

„Það er útlit fyrir að veðrið verði gott í dag og á morgun. Það fer hins vegar að færast í aðra átt á fimmtudaginn og svo spáum við úrkomu á laugardag,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðurhorfur næstu daga. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Varað við hafís

Landhelgisgæslan varar sjófarendur við óvenjulegri nálægð hafíss við Ísland. TF-SIF, flugvél Gæslunnar, hélt í eftirlitsflug í gær til þess að kanna stöðu hafíss við landið. „Leiðangurinn staðfesti að hafís er óvenju nærri landi. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Vettvangsrannsókn á flugslysi lokið

Formlegri vettvangsrannsókn er lokið í Kinnarfjöllum við Skjálfanda þar sem flugvél með tvo einstaklinga innanborðs brotlenti um helgina. Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Þórunn setti í drottningu í Konungsstreng

Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta var geðveikt stuð fyrir gamla konu! Meira
5. júní 2018 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Þrír með yfir 10 tonn á strandveiðum í maí

Þrír bátar á strandveiðum komu með yfir 10 tonn að landi í maímánuði. Meira

Ritstjórnargreinar

5. júní 2018 | Staksteinar | 174 orð | 1 mynd

Hljómar nærri lagi

Páll Vilhjálmsson sér þetta svona: Íslenskir fjölmiðlar eru mest pólitík og minnst blaðamennska í sígildri merkingu orðsins, þ.e. hlutlæg frásögn af tíðindum dagsins. Meira
5. júní 2018 | Leiðarar | 254 orð

Tölvutækt tungumál

Varðstaðan um íslenskuna er skylda hverrar kynslóðar Meira
5. júní 2018 | Leiðarar | 353 orð

Það nægir ekki að afvopna fangavörðinn

Leiðtogar hins frjálsa og hins ófrjálsa heims hyggjast hittast eftir eina viku Meira

Menning

5. júní 2018 | Bókmenntir | 121 orð | 1 mynd

Arnaldur hlaut Kalíber-verðlaunin

Rithöfundurinn Arnaldur Indriðason hlýtur Kalíber-verðlaunin, The Great Calibre Awards, í ár en þau eru veitt á stærstu glæpasagnaverðlaunahátíð í Evrópu, The International Mystery & Thriller Festival, sem fram fer árlega í Worclaw í Póllandi. Meira
5. júní 2018 | Leiklist | 348 orð | 2 myndir

„Margrætt og marglaga“

„Leikrit, tekið upp í Stúdíó 12 í gamla góða Útvarpinu, og flutt í gegnum hljóðkerfi í hirðingjatjaldi,“ svarar Harpa Arnardóttir, leikkona og leikskáld, þegar hún er beðin um að útskýra fyrirbærið „Hljóðverk á heiðum“, sem er á... Meira
5. júní 2018 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

„Takk fyrir að hafa mig“

Íslenskan virðist hægt og bítandi vera að renna saman við hið alltumlykjandi tungumál ensku og æ oftar verður maður var við að fólk gerir ekki greinarmun á ensku orðalagi og íslensku. Meira
5. júní 2018 | Myndlist | 892 orð | 1 mynd

„Ætla að toppa mig í Feneyjum“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hrafnhildur Arnardóttir, sem kallar sig Shoplifter, verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, hinni virtu alþjóðlegu myndlistarsýningu sem verður opnuð í maí á næsta ári. Meira
5. júní 2018 | Kvikmyndir | 69 orð | 1 mynd

Kona fer í stríð víða um heim

Kona fer í stríð , kvikmynd Benedikts Erlingssonar, verður sýnd víða um heim þar sem samið hefur verið um sýningarrétt á henni fjölmörgum löndum og má af þeim nefna Þýskaland, Austurríki, Ítalíu, Spán, Noreg, Svíþjóð, Finnland og Bretland og verður... Meira
5. júní 2018 | Tónlist | 33 orð | 1 mynd

Kvintett á Kex hosteli

Kvintett bassaleikarans Þorgríms Jónssonar kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Með Þorgrími leika Snorri Sigurðarson tompetleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari, Tómas Jónsson, píanó- og hljóðgervlamaður, og Þorvaldur Þ. Meira
5. júní 2018 | Kvikmyndir | 86 orð | 2 myndir

Litlar breytingar milli bíóhelga

Stjörnustríðs-hliðarkvikmyndin Solo: A Star Wars Story , var sú mest sótta um helgina eins og helgina áður, með um 3.200 selda miða og eins og helgina áður var Deadpool 2 sú næstmest sótta en alls sáu hana um 2.400 manns. Meira
5. júní 2018 | Tónlist | 450 orð | 2 myndir

Meistaraverk í meistarahöndum

Mahler: Sinfónía nr. 2. Christiane Karg S og Sasha Cooke MS, Mótettukór Hallgrímskirkju (kórstj.: Hörður Áskelsson) og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Föstudaginn 1.6. kl. 19.30. Meira
5. júní 2018 | Bókmenntir | 170 orð | 1 mynd

Tinna-teikningar seldar fyrir metfé

Tvær sjaldgæfar Tinna-teikningar eftir Hergé voru seldar á uppboði í Texas um helgina fyrir tæplega 422 þúsund bandaríkjadali eða sem samsvarar rúmlega 46 milljónum íslenskra króna. Meira
5. júní 2018 | Tónlist | 791 orð | 2 myndir

Upphaf Útópíu-ferðar Bjarkar

Björk var augsýnilega í góðu formi út í gegnum alla tónleikana og náði vel til áhorfenda. Ryþmískur krafturinn í tónlist hennar náði hámarki í lögunum „Losss“ og „Sue Me“. Sá hápunktur leiddi yfir í lokalagið, „Notget“, sem Björk gaf allt í. Meira
5. júní 2018 | Myndlist | 56 orð | 1 mynd

Verk úr húsarústum

Finnski listamaðurinn Anssi Pulkkinen verður í listamannaspjalli í dag kl. 17 í tengslum við sýningu sína Street View sem er á Listahátíð í Reykjavík og stendur yfir í Norræna húsinu. Viðburðurinn fer fram í hátíðarsal hússins og verður á ensku. Meira
5. júní 2018 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Þjóðlög og sönglög á dvalarheimilum

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari heimsækja dvalarheimili og sjúkrastofnanir með hljóðfærin sín og leika nýjar útsetningar tónskáldsins Tryggva M. Baldvinssonar á þekktum þjóðlögum og sönglögum. Meira

Umræðan

5. júní 2018 | Aðsent efni | 273 orð | 1 mynd

Benedikt Jóhannesson hvetur eignamenn allra landa til að sameinast

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Benedikt Jóhannesson er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar og fyrsögnin var auðvitað í anda húmorsins sem tíðkast þar á bæ." Meira
5. júní 2018 | Aðsent efni | 602 orð | 1 mynd

Ísrael 70 ára – frelsisstríðið, hrakningarnar

Eftir Þórhall Heimisson: "Enn í dag má finna flóttamannabúðir Palestínuaraba í nágrannaríkjum Palestínu, þar sem flóttamenn hafa dvalið í margar kynslóðir." Meira
5. júní 2018 | Pistlar | 385 orð | 1 mynd

Til hamingju útskriftarnemar!

Undanfarið hafa framhaldsskólar víða um land útskrifað nemendur af hinum ýmsu námsbrautum. Útskriftardagurinn er gleðidagur sem staðfestir farsæl verklok á námi sem unnið hefur verið að með þrautseigju og dugnaði. Meira
5. júní 2018 | Aðsent efni | 741 orð | 2 myndir

Um menntun sjúkraliða, störf þeirra og tækifæri hér og erlendis

Eftir Júlíönu Sigurveigu Guðjónsdóttur og Agnar Óla Snorrason: "Íslenskur sjúkraliði sem vill halda til framhaldsnáms erlendis verður að fá próf sín metin sérstaklega í þann skóla sem vekur mestan áhuga." Meira
5. júní 2018 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Veiðigjaldið vefst fyrir mörgum

Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Það eru blikur á lofti í íslensku hagkerfi. Útflutningsgreinarnar eru í vanda staddar. Sá vandi verður ekki leystur með frekari álögum." Meira

Minningargreinar

5. júní 2018 | Minningargreinar | 1512 orð | 1 mynd

Aðalbjörg Pétursdóttir

Aðalbjörg Pétursdóttir fæddist á Stóru-Borg í Þverárhreppi 6. janúar 1942. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 26. maí 2018. Foreldrar hennar voru Pétur Aðalsteinsson, f. 12. ágúst 1920, d. 9. maí 2003, og Margrét Björnsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2018 | Minningargreinar | 506 orð | 1 mynd

Björgúlfur Andrésson

Björgúlfur Andrésson fæddist 3. febrúar 1946 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. maí 2018. Björgúlfur var sonur hjónanna Andrésar S. Jónssonar vélstjóra, f. 28. júní 1902, d. 1971, og Bjargar Pálsdóttur húsmóður, f. 8. ágúst 1906, d. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2018 | Minningargreinar | 3387 orð | 1 mynd

Einar Darri Óskarsson

Einar Darri Óskarsson fæddist 10. febrúar 2000. Hann lést á heimili sínu 25. maí 2018. Foreldrar Einars Darra eru Óskar Vídalín Kristjánsson og Bára Tómasdóttir. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2018 | Minningargreinar | 518 orð | 1 mynd

Erla Magnúsdóttir

Erla Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 1. janúar 1928. Hún lést 25. maí 2018. Foreldrar hennar voru Anna Ólafsdóttir frá Seyðisfirði, f. 1898, d. 1987, og Magnús Ásgeirsson, ljóðaþýðandi og skáld, frá Reykjum í Lundarreykjadal, f. 1901, d. 1955. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2018 | Minningargreinar | 1865 orð | 1 mynd

Ingibjörg Þorleifsdóttir

Ingibjörg Þorleifsdóttir fæddist á Gjögri í Árneshreppi 5. september 1924. Hún lést á Hrafnistu 28. maí 2018. Foreldrar hennar voru Þorleifur F. Friðriksson, f. 1891, d. 1964, og Hjálmfríður R.S. Hjálmarsdóttir, f. 1896, d. 1973. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2018 | Minningargreinar | 572 orð | 1 mynd

Sonja Guðlaugsdóttir

Sonja Guðlaugsdóttir fæddist 12. júní 1936. Hún lést 17. maí 2018. Útför Sonju fór fram 2. júní 2018. Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2018 | Minningargreinar | 372 orð | 1 mynd

Unnur Jónsdóttir

Unnur Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 21. október 1922. Hún lést á heimili sínu 11. maí 2018. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson bifreiðastjóri frá Laugardalshólum í Laugardal, f. 19.12. 1892, d. 31.8. 1994, og Guðrún Jóhannsdóttir, f. 19.12. 1900,... Meira  Kaupa minningabók
5. júní 2018 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

Þórður Á. Helgason

Þórður Á. Helgason fæddist í Reykjavík 2. október 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi 28. maí 2018. Foreldrar hans voru Ragna Sigþrúður Ingimundardóttir, f. 12.6. 1910, d. 29.6. 1988, og Helgi Kristjánsson, f. 1.1. 1903, d. 21.3. 1985. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. júní 2018 | Viðskiptafréttir | 458 orð | 2 myndir

Arion banki hefur stóraukið útlán til flutningastarfsemi

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira
5. júní 2018 | Viðskiptafréttir | 220 orð | 1 mynd

Nærri 50% hækkun á Arnarnesinu

Á milli áranna 2016 og 2017 varð langmest hækkun á verði sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu á Arnarnesinu í Garðabæ, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbanka Íslands, eða 48%. Meira
5. júní 2018 | Viðskiptafréttir | 93 orð | 1 mynd

Sjö bjóða sig fram í stjórn Heimavalla

Sjö bjóða sig fram í fimm sæti í stjórnarkjöri á hluthafafundi Heimavalla sem haldinn verður föstudaginn 8. júní. Markmið fundarins er að kjósa nýja stjórn í kjölfar hlutafjárútboðs félagsins og skráningar í Kauphöll Íslands. Meira

Daglegt líf

5. júní 2018 | Daglegt líf | 192 orð | 1 mynd

Enginn stóðst freistingarnar

„Þessi bók er lýsing á því hvernig sjávarbyggðunum á Íslandi hefur blætt út. Með kvótakerfinu varð allt til sölu, ekki bara veiðiheimildir. Enginn stenst til lengdar freistingarnar þegar gull er í boði. Meira
5. júní 2018 | Daglegt líf | 386 orð | 3 myndir

Ótrúlegur sigur á hæsta fjalli landsins

Hvannadalshnjúkur er hár og heillandi og margir hafa gengið þangað upp síðustu vikurnar. Góður undirbúningur fyrir leiðangurinn er mjög mikilvægur og allir snúa til baka glaðir og sælir í sinni. Meira
5. júní 2018 | Daglegt líf | 197 orð | 1 mynd

Töfrastundin var á toppnum

„Þegar við komum upp úr skýjunum vorum við undir bleikum himni sólarupprásar. Meira

Fastir þættir

5. júní 2018 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3...

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3 f5 8. Rc3 a6 9. g3 c6 10. Bg2 Rd7 11. De2 Rf6 12. 0-0 Rd5 13. Rb1 h5 14. c4 Rf6 15. Rc3 h4 16. Had1 hxg3 17. hxg3 Dc7 18. Re5 Rh5 19. Hfe1 Bd6 20. Bf3 Rf6 21. Kg2 Ke7 22. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 96 orð | 2 myndir

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með...

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
5. júní 2018 | Árnað heilla | 304 orð | 1 mynd

Búinn að kaupa þýska landsliðsbúninginn

Ég er í skemmtiferð með fjölskyldunni í Berlín. Meira
5. júní 2018 | Árnað heilla | 47 orð | 2 myndir

Demantsbrúðkaup

Vilhjálmur Einarsson , fyrrverandi rektor við Menntaskólann á Egilsstöðum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956, og Gerður Unndórsdóttir húsfreyja eiga demantsbrúðkaup í dag. Þau voru gefin saman 5. júní 1958 í Neskirkju og gaf sr. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 96 orð | 2 myndir

Ed Sheeran heldur áfram að sópa til sín verðlaunum

Ed Sheeran heldur áfram að gera góða hluti en hann vann á dögunum ein af virtustu verðlaunum sem lagahöfundur getur hlotið í Bretlandi. Verðlaunin sem Ed Sheeran hlaut eru Ivor Novello lagahöfundur ársins fyrir framúrskarandi verk árið 2017. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 159 orð | 1 mynd

Fer sínar eigin leiðir og þangað sem aðrir þora ekki

Rapparinn Kanye West sem unnið hefur til Grammy-verðlaunanna tuttugu og einu sinni segist þakklátur fyrir geðsjúkdóm sem hann var greindur með nýverið. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 541 orð | 3 myndir

Fyrsti kvenlektor við verkfræðideild HÍ

Guðrún Rögnvaldardóttir fæddist á Sauðárkróki 5.6. 1958 en ólst upp í Djúpadal í Akrahreppi. Hún flutti til Sauðárkróks 1967 en var áfram í Djúpadal öll sumur til 14 ára aldurs. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 54 orð | 1 mynd

Gísli Sveinn Gretarsson

30 ára Gísli ólst upp í Stykkishólmi, býr þar, lauk BA-prófi í fjölmiðlafræði við HA og starfar hjá Arion banka. Maki: Þóra Sonja Helgadóttir, f. 1987, sjúkraliði. Dóttir: Hrafntinna Kristín, f. 2013. Foreldrar: Gretar D. Pálsson, f. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 253 orð

Hlaupið í skarðið og skráning fugla

Kosningarnar og hvað við tekur er ofarlega í huga manna. Ólafur Stefánsson yrkir á Leir: Ein sorgarfrétt um bæinn barst, að brást hjá Degi lið, sem hafði'ann lengi í hendi sinni haldið borðið við. Þá var fyrsta hugsun hans, að húkka Viðreisn með. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Íris Guðnadóttir

30 ára Íris ólst upp í Keflavík, býr í Reykjanesbæ og er umsjónarmaður frístundaheimilisins Ásbrúar í Háaleitisskóla. Börn: Thelma, f. 2011; Sara Lind, f. 2014, og Hafþór Logi, f. 2016. Foreldrar: María Andrews, f. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 179 orð

Kaldhæðni. S-Allir Norður &spade;10742 &heart;10862 ⋄K2 &klubs;1053...

Kaldhæðni. S-Allir Norður &spade;10742 &heart;10862 ⋄K2 &klubs;1053 Vestur Austur &spade;G983 &spade;65 &heart;G754 &heart;93 ⋄DG10 ⋄86543 &klubs;94 &klubs;G872 Suður &spade;ÁKD &heart;ÁKD ⋄Á97 &klubs;ÁKD6 Suður spilar 6G. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 20 orð

Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi...

Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. (Sálm: 16. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 46 orð

Málið

Lengst af merkti grunnfærni heimska – og grunnfær og grunnfærinn þýða heimskur – (eða yfirborðskenndur ). Yngri merking grunnfærni : lágmarkskunnátta , hefur verið notuð í skólamálaumræðu („Auka þarf grunnfærni nemenda ...“). Meira
5. júní 2018 | Í dag | 54 orð | 1 mynd

Signý Ósk Sigurjónsdóttir

30 ára Signý ólst upp á Sauðárkróki, býr í Hveragerði, lauk M.Ed.-prófi frá HÍ og er leikskólakennari við Óskaland. Maki: Jóhann Þórir Hjaltason, f. 1976, starfsmaður við Álverið í Straumsvík. Börn: Árni Snær, f. 2010, og Hekla Sól, f. 2012. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 262 orð | 1 mynd

Sigríður J. Magnússon

Sigríður J. Magnússon var fædd í Otradal í Arnarfirði 5.6. 1892. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja og Jón Árnason, prestur í Otradal og á Bíldudal og oddviti Auðkúluhrepps. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 185 orð

Til hamingju með daginn

85 ára Gunnar Guðmundsson Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir Kristján L. Meira
5. júní 2018 | Fastir þættir | 316 orð

Víkverji

Víkverji hefur gaman af því að fylgjast með knattspyrnu. Svo mjög að hann er enn að velta fyrir sér úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Ekki beint úrslitunum heldur umræðunni og viðbrögðunum eftir á. Meira
5. júní 2018 | Í dag | 86 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

5. júní 1885 Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði „ritgerð“ í Fjallkonuna um menntun og réttindi kvenna. Þetta er talin fyrsta grein sem íslensk kona hefur skrifað í opinbert blað. 5. Meira

Íþróttir

5. júní 2018 | Íþróttir | 70 orð

0:1 Hákon Ingi Jónsson 5. skoraði innan markteigs eftir sendingu Ragnars...

0:1 Hákon Ingi Jónsson 5. skoraði innan markteigs eftir sendingu Ragnars Braga í skyndisókn. 1:1 Björn Berg Bryde 63. af öryggi úr víti sem Aron Jóhannsson náði í. 2:1 William Daniels 89. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 101 orð

0:1 Patrick Pedersen 19. fékk boltann utarlega í vítateig frá Arnari...

0:1 Patrick Pedersen 19. fékk boltann utarlega í vítateig frá Arnari Sveini, sneri sér og skaut í vinstra hornið niðri. 0:2 Kristinn Freyr Sigurðsson 54. fékk boltann inní vítateig vinstra megin frá Pedersen og sendi hann með jörðu í hornið fjær. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 108 orð

0:1 Sindri Þór Guðmundsson 16. með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá...

0:1 Sindri Þór Guðmundsson 16. með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hólmari Erni Rúnarssyni. 1:1 Geoffrey Castillion 40. með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Steven Lennon. 1:2 Mark McAusland 44. með skalla eftir hornspyrnu frá Juraj Grizelj. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

1986

Þrettánda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu fór fram í Mexíkó árið 1986. Kólumbía átti að halda keppnina en hætti við fjórum árum áður af fjárhagsástæðum. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 226 orð

• Argentínumaðurinn Diego Maradona var kjörinn besti leikmaður HM...

• Argentínumaðurinn Diego Maradona var kjörinn besti leikmaður HM 1986. Hann var í aðalhlutverki í heimsmeistaraliðinu og skoraði fimm mörk sjálfur auk þess að leggja upp fimm mörk fyrir samherja sína. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Búlgarar búnir að velja liðið gegn Íslandi

Lyubomir Minchev, landsliðsþjálfari Búlgaríu, hefur valið 14 manna leikmannahóp sinn fyrir leikina við Ísland og Tékkland sem fram fara í kringum næstu mánaðamót. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Ein bestu kaupin í Stefáni

Kaup ungverska handknattleiksliðsins Pick Szeged á landsliðsmanninum Stefáni Rafni Sigurmannssyni frá Aalborg á síðasta sumri þykja ein þau bestu þegar upp er staðið frá nýliðnu keppnistímabili. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 138 orð | 2 myndir

FH – Keflavík 2:2

Kaplakriki, Pepsi-deild karla, 7. umferð, mánudag 4. júní 2018. Skilyrði : Hægur vindur, léttskýjað og 11 stiga hiti. Völlurinn í ágætu standi. Skot : FH 7 (4) – Keflavík 3 (2). Horn : FH 12 – Keflavík 4. FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 141 orð | 2 myndir

Fjölnir – Valur 0:2

Extra-völlurinn, Pepsi-deild karla, 7. umferð, mánudag 4. júní 2018. Skilyrði : Sól, gola og 11 stiga hiti, frekar ósléttur völlur. Skot : Fjölnir 10 (6) – Valur 8 (4). Horn : Fjölnir 7 – Valur 3. Fjölnir : (3-4-3) Mark : Þórður Ingason. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 134 orð | 2 myndir

Grindavík – Fylkir 2:1

Grindavíkurvöllur, Pepsi-deild karla, 7. umferð, mánudag 4. júní 2018. Skilyrði : Sumarveður og völlurinn í fínu standi. Skot : Grindavík 11 (7) – Fylkir 10 (6). Horn : Grindavík 11 – Fylkir 3. Grindavík: (5-4-1) Mark: Kristijan Jajalo. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 190 orð | 2 myndir

Gæði Pedersens gerðu útslagið

Í Grafarvogi Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Daninn Patrick Pedersen frá fiskibænum Hirtshals á Norður-Jótlandi er framherji í hæsta gæðaflokki hér á landi. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Kanónur komast ekki á HM

Nokkrir stjörnuleikmenn voru á meðal þeirra sem fengu endanlega staðfest í gær að þeir yrðu ekki meðal þátttakenda á HM í fótbolta í Rússlandi sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Kristinn snýr aftur til Hauka úr Breiðholtinu

Kristinn Marinósson er snúinn aftur til Hauka eftir að hafa leikið körfubolta með ÍR síðustu tvö ár. Frá þessu greindi karfan.is í gærkvöld. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 388 orð | 4 myndir

*Króatía, síðasti andstæðingur Íslands í riðlakeppninni á HM í fótbolta...

*Króatía, síðasti andstæðingur Íslands í riðlakeppninni á HM í fótbolta í Rússlandi, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn verða fulltrúar þjóðarinnar á mótinu. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Kunnuglegt stef í fyrri leiknum

Það má tala um kunnuglegt stef þegar horft er til þess hvernig leikur íslenska kvennalandsliðsins í handbolta gegn Japan þróaðist í Danmörku í gær. Um var að ræða fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur en þær mætast aftur í dag kl. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 517 orð | 2 myndir

Litháar eru með marga öfluga leikmenn

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Á föstudaginn mætast landslið Íslands og Litháens fyrra sinni í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Leikið verður í Vilnius í Litháen. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 440 orð | 2 myndir

Mæta yngsta liðinu á HM

HM í Rússlandi Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Nú þegar níu dagar eru í að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hefjist í Rússlandi hafa allar 32 þátttökuþjóðirnar skilað inn leikmannalistum sínum vegna mótsins. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla FH – Keflavík 2:2 Grindavík – Fylkir 2:1...

Pepsi-deild karla FH – Keflavík 2:2 Grindavík – Fylkir 2:1 Fjölnir – Valur 0:2 Staðan: Grindavík 74219:514 Valur 733111:812 FH 733111:912 Breiðablik 732210:611 Stjarnan 724114:1110 KR 72329:99 Fjölnir 723210:119 KA 722310:108 ÍBV... Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Pólskur sexfaldur þýskur meistari

Takist Pólverjum að ná langt á heimsmeistaramótinu í Rússlandi er afar líklegt að Robert nokkur Lewandowski blandi sér í baráttuna um markakóngstitil keppninnar. Lewandowski er fyrirliði Pólverja og algjör lykilmaður. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Sló í gegn í sigrinum gegn Tyrkjum

Jón Daði Böðvarsson var nýtt nafn í eyrum margra þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu hann óvænt í byrjunarlið Íslands fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016. Jón Daði skoraði fyrsta mark leiksins, í 3:0 sigri á Tyrkjum 9. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Stutt gaman í endurkomu

Serena Williams frá Bandaríkjunum, sem unnið hefur 23 risamót í tennis, varð að draga sig úr keppni á Opna franska mótinu í gær vegna meiðsla í brjóstvöðva. Williams átti að mætta hinni rússnesku Mariu Sharapovu í gær, í 4. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 197 orð | 2 myndir

Toppsætið er Grindvíkinga

Í Grindavík Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Grindavík er eitt liða á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta eftir 2:1-sigur á Fylki í áhugaverðum leik á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 23 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Annar úrslitaleikur: Golden State – Cleveland...

Úrslitakeppni NBA Annar úrslitaleikur: Golden State – Cleveland 122:103 *Staðan er 2:0 fyrir Golden State og þriðji leikur er í Cleveland aðfaranótt... Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Vináttulandsleikur kvenna Japan – Ísland 25:22 *Leikið í Svendborg...

Vináttulandsleikur kvenna Japan – Ísland 25:22 *Leikið í Svendborg í Danmörku. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 312 orð | 2 myndir

Vonbrigði FH-inga

Í Kaplakrika Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það voru svekktir FH-ingar sem gengu til búningsherbergja í Kaplakrika eftir 2:2-jafntefli gegn botnliði Keflavíkur í 7. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Þótt svo sannarlega eigi karlalandsliðið í knattspyrnu sviðið þennan...

Þótt svo sannarlega eigi karlalandsliðið í knattspyrnu sviðið þennan mánuðinn þá standa fleiri landslið í stórræðum um þessar mundir. Meira
5. júní 2018 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Þriggja stiga met Curry

„Þetta var ansi magnað kvöld og vonandi verður meira um magnaða hluti og við náum að vinna tvo leiki í viðbót,“ sagði Stephen Curry eftir 122:103-sigur Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers í fyrrinótt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.