Greinar fimmtudaginn 14. mars 2019

Fréttir

14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Akstur með fatlað fólk verður undanþeginn verkfalli

Allur akstur með fólk með fatlanir verður sjálfkrafa undanþeginn verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins Eflingar. Bílstjórum sem starfa við slíkan akstur er því heimilt að sinna störfum sínum með óbreyttum hætti. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Átak á írskum samfélagsmiðlum

Sérstakt átak verður gert á samfélagsmiðlum á Írlandi og í nálægum löndum um næstu helgi vegna leitarinnar að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hvarf sporlaust í Dublin 9. febrúar síðastliðinn og hefur leit engan árangur borið til þessa. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 562 orð | 2 myndir

„Eðlilegt ár“ framundan hjá KSÍ

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á ársþingi Knattspyrnusambandsins í síðasta mánuði var talað um að árið 2019 yrði eðlilegt ár. Hvorki landslið kvenna né karla tækju þátt í stórmóti þetta árið og tekjustreymið yrði í samræmi við það. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Blásið í lúðra til undanhalds

Á sínum tíma gerðu stjórnvöld áætlun um losun hafta sem gekk út á margþættar aðgerðir gagnvart erlendum fjármagnseigendum sem sátu hér inni í okkar örsmáa hagkerfi með gífurlegar kröfur. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 368 orð | 3 myndir

Boltinn hjá stjórnvöldum og Alþingi hvað Landsrétt varðar

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir boltann hjá stjórnvöldum og Alþingi, hvað varðar úrlausn þeirrar óvissu sem dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hefur valdið um stöðu Landsréttar. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 1388 orð | 3 myndir

Breyttir bílar og nýir ökumenn

Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Keppni í formúlu-1 hefst að nýju um helgina eftir fjögurra mánaða hlé sem liðin hafa brúkað til að smíða nýja keppnisbíla í samræmi við tæknireglur íþróttarinnar sem tekið hafa talsverðum breytingum frá í fyrra. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Byssusýning 2019 í Veiðisafninu

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin um næstu helgi frá kl. 11–18 á laugardag og sunnudag í Veiðisafninu að Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Bændur huga að vinnuvernd sinni

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bændasamtök Íslands hafa undanfarin ár starfrækt vinnuverndarverkefnið „Búum vel“ í samvinnu við nokkur búnaðarsambönd. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Dómsmálaráðherra víkur

Andri Yrkill Valsson Jón Birgir Eiríksson Sigríður Á. Andersen lýsti því yfir í gær að hún muni stíga úr stóli dómsmálaráðherra. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm er varðaði m.a. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Eggert

Tveir á spjalli Þessir félagar voru yfirvegaðir þar sem þeir stöldruðu við í Reykjanesbæ í gær og virtust nokkuð hugsi. Fuglar eru ekki skynlausar skepnur frekar en önnur dýr, þeir vita sínu... Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 713 orð | 4 myndir

Ein sérkennilegasta flugvél heims

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Skrokkur flestra flugvéla er byggður á sömu hugmynd. Hann er langur og mjór og í ákveðnu hlutfalli við vængina sem gegna því hlutverki að þjappa lofti undir vélina, svo hún takist á loft. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 686 orð | 2 myndir

Einstök mál fá umfjöllun yfirdeildar

Fréttaskýring Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Einungis 16 mál fengu munnlega málsmeðferð í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2018. Í fyrra skilaði yfirdeildin niðurstöðum í 14 dómsmálum, er vörðuðu 26 málsaðila, og ógilti einungis 1 dóm. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 1223 orð | 3 myndir

Engin uppgrip á sjó eða landi

Baksvið Helgi Bjarnason Ágúst Ingi Jónsson Loðnubresturinn er mikið áfall fyrir einstök sjávarútvegs- og þjónustufyrirtæki og samfélögin sem þau starfa í. Sjómenn á uppsjávarskipum verða launalitlir í sjö mánuði og engin uppgrip verða hjá starfsfólki loðnubræðslnanna og uppsjávarfrystihúsanna þetta árið. Það áfall sem fyrirtækin og starfsfólkið verður fyrir smitast út í samfélögin og hefur áhrif á flesta íbúa þeirra þegar upp verður staðið. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Evrópuþing í Reykjavík

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kiwanishreyfingin hefur starfað á Íslandi í rúm 55 ár og 24.-26. maí verður Evrópuþing í Reykjavík, en þar er ráðgert að afhenda afrakstur af sölu K-lykilsins til styrktar geðsjúkum fyrr í sama mánuði. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Fannborg 2 er útbúin til kennslu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kennslustofur eru fyrir hendi á 1. og 2. hæð Fannborgar 2 í Kópavogi. Þar munu nemendur Fossvogsskóla fá inni til loka skólaársins eins og greint var frá í gær. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Flugfarþegi kýldi lögreglumann í andlitið

Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur að undanförnu þurft að hafa afskipti af nokkrum ferðalöngum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna ölvunar og óspekta. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 39 orð

Friðrik og Guðlaugssundið Rangt var farið með nafn upphafsmanns...

Friðrik og Guðlaugssundið Rangt var farið með nafn upphafsmanns Guðlaugssundsins svonefnda í blaðinu í gær. Hið rétta er að Friðrik Ásmundsson átti frumkvæðið að því að minnast afreks Guðlaugs Friðþórssonar sjómanns, ekki Ásmundur Friðriksson. Meira
14. mars 2019 | Innlent - greinar | 495 orð | 3 myndir

Gömul saga og ný

Logi og Hulda fengu Sigríði Björnsdóttur sálfræðing og stofnanda Blátt áfram, nú Verndarar barna – Blátt áfram, í spjall á K100 í kjölfar heimildamyndarinnar Leaving Neverland sem HBO sjónvarpsstöðin sýndi nýlega í tveimur hlutum og RUV hefur hafið sýningu á. Meira
14. mars 2019 | Erlendar fréttir | 553 orð | 3 myndir

Hafnar útgöngu án samnings

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi tillögu stjórnarinnar um að hafna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars næstkomandi með 321 atkvæði gegn 278. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Heimir með þrenna tónleika sunnan heiða

Karlarkórinn Heimir í Skagafirði er á leiðinni suður yfir heiðar um komandi helgi í sína árlegu vorferð. Að þessu sinni verða þrennir tónleikar haldnir; fyrst í Reykjavík á föstudagskvöldið og síðan verða tvennir tónleikar á Suðurlandi á laugardag. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 268 orð

Hæstiréttur kannaði hug aðila

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hæstiréttur Íslands sendi aðilum máls nr. 29/2018, Glitni Holdco ehf. og Útgáfufélaginu Stundinni ehf. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 75 orð

Keflavíkurflugvöllur mun heyra undir VR

Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja samþykktu sameiningu við VR í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. VR mun taka fyrir tillögu um sameiningu á aðalfundi félagsins 27. mars næstkomandi. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 644 orð | 4 myndir

Kennarafélögin undirbúa kröfugerð

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kjarasamningar félaga leik- og grunnskólakennara munu losna 30. júní og er undirbúningur hafinn að því að móta kröfugerðir þeirra. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 131 orð | 2 myndir

Landsliðið kveður í kútinn

Karlakór Hreppamanna stendur fyrir hagyrðingakvöldi í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum nú á laugardagskvöldið, 16. mars, kl. 20. Þar mætir landslið íslenskra hagyrðinga og reyna menn þá að kveða hver annan í kútinn. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Lést í kjölfar slyss við útreiðar í Hafnarfirði

Maðurinn sem lést í hesthúsahverfi Hestamannafélagsins Sörla hinn 6. mars síðastliðinn hét Davíð Sigurðsson. Hann var fæddur 16. mars 1962 og því tæplega 57 ára gamall þegar hann slasaðist við útreiðar og lést í kjölfarið af áverkum sínum. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Lít sáttur til baka

Í dag, þegar maður hefur látið af störfum, finnst mér vænt um að hitta fólk sem maður hefur kynnst og man mína þjónustu og samskipti frá fyrri tíð. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 97 orð

Losna við erfiðan ráðherra

„Ég hef skilning á þessari ákvörðun,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen að víkja úr sæti dómsmálaráðherra. Meira
14. mars 2019 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Max-þotur kyrrsettar vestanhafs

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að kyrrsetja allar farþegaþotur af gerðinni 737 Max í landinu eftir flugslysið í Eþíópíu á sunnudaginn var. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 857 orð | 2 myndir

Neikvæð umræða hefur áhrif

Sviðsljós Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Síðustu vikur eru neikvæðir atburðir nánast komnir á biblískan skala um plágurnar sjö. Eitt af klassísku fréttagildunum er þegar eitthvað fer úrskeiðis eða er neikvætt,“ segir Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Hann segir að eðli máls samkvæmt sé sagt frá því þegar mislingar komi upp, loðnubrestur verði, dómskerfið hrynji eða flugfélög lendi í vanda. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 419 orð | 3 myndir

Ómótstæðilegar ketóuppskriftir

Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirmatreiðslumaður á RÍÓ Reykjavík, er mikill meistari í að galdra fram gómsæta rétti, en meðal þess sem RÍÓ Reykjavík býður upp á er gott úrval af vegan- og ketóréttum. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Ráðherra bregst við makríldómunum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram nýtt frumvarp á samráðsgátt stjórnvalda þar sem brugðist er við dómum Hæstaréttar sem féllu í desember og vörðuðu úthlutun aflaheimilda í makríl á árunum 2011 til 2014. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Reykur í farþegarými

Lenda þurfti tveimur flugvélum frá British Airways á Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi vegna reyks í farþegarými. Önnur var á leið frá London til New York með 167 farþega. Var rauðu óvissustigi lýst yfir, að sögn lögreglu. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 613 orð | 3 myndir

Selja Danskinum gúrkur og lamb

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenskar gúrkur hafa undanfarna mánuði verið seldar sem sérstök gæðaafurð undir merkjum útflytjandans, Pure Arctic, í stærstu vefverslun Danmerkur fyrir matvæli. Hefur salan gengið ágætlega. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 439 orð | 2 myndir

Sjö kátir hvolpar í Kolsholti

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Frjósemin er mikil, kannski af því að hér fá hundarnir gott atlæti og eru af sterkum stofni,“ segir Helena Þórðardóttir í Kolsholti í Flóa. Með fjölskyldu sinni hefur hún um árabil sinnt ræktun íslenska fjárhundsins og heldur bæði hunda og tíkur. Til tíðinda bar í Kolsholti síðastliðinn sunnudag að tíkin Kúnst gaut í fyrsta sinn og voru hvolparnir alls sjö. Þeir eru komnir undan Vini, hundi sem fjölskyldan á einnig. Vinur hefur gagnast vel í hundaræktinni og undan honum eru mörg afkvæmi komin. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Snertir um 70 flugmenn

Kristján H. Johannessen khj@mbl. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 858 orð | 3 myndir

Snýst um grundvallarréttindi

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Stal veski og var dæmdur sama dag

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 413 orð | 5 myndir

Ungar athafnakonur ætla að mölva glerþakið

Snorri Másson snorrim@mbl.is Félag ungra athafnakvenna (UAK) sker upp enn aðra herörina gegn kynjamisrétti í íslensku þjóðfélagi. UAK dagurinn 2019 er haldinn hátíðlegur í Hörpu næstkomandi laugardag, í annað sinn. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Útspil ráðherrans er sjaldgæft

„Hún getur látið sig hverfa tímabundið í samráði við ríkisstjórnina. En svona útspil hefur hins vegar gerst afar sjaldan,“ segir Ólafur Þ. Meira
14. mars 2019 | Innlent - greinar | 363 orð | 4 myndir

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 708 orð | 1 mynd

Við loðnuleit í yfir 100 daga síðustu mánuði

Mikil leit að loðnu í allan vetur hefur ekki borið árangur og ákveðið var á mánudag að hætta formlegri leit. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 1033 orð | 8 myndir

Víkur vegna Landsréttarmálsins

Andri Yrkill Valsson Jón Birgir Eiríksson Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti í gær að hún myndi stíga til hliðar sem ráðherra í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm sinn í tengslum við Landsréttarmálið svonefnda. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 543 orð | 1 mynd

Þau samræmdu gengu „glimrandi vel“

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is 3.900 nemendur í 9. bekk í 149 skólum þreyttu samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku fyrr í þessari viku. Meira
14. mars 2019 | Innlendar fréttir | 532 orð | 5 myndir

Þúsundir vildu taka til í Færeyjum

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Færeyingar létu þau boð út ganga í vetur, að til stæði að loka helstu ferðamannastöðum eyjanna eina helgi í lok apríl og bjóða sjálfboðaliðum að koma og hjálpa til við að laga þar til og búa staðina undir sumarið. Meira

Ritstjórnargreinar

14. mars 2019 | Staksteinar | 216 orð | 2 myndir

„Við ... rákum hana til baka“

Stundum er gott að rifja upp, jafnvel hluti, sem þegar hafa verið rifjaðir upp. Fyrir rúmu ári birtist frétt á mbl.is undir fyrirsögninni „Viðreisn stöðvaði lista dómnefndar“. Þar er vitnað í orð Hönnu Katrínar Friðriksson, sem þá var þingflokksformaður Viðreisnar, á opnum fundi þingflokksins í júní 2017: „Það vorum við sem rákum hana til baka vegna þess að við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn.“ Meira
14. mars 2019 | Leiðarar | 712 orð

Versti kostur bestur?

Forðum tíð, og sú er stutt undan, voru stundum notuð orð sem lýstu vel meiningu manna, og sá almenni talsmáti var nálægur eða jafnvel eins og fræðilega skilgreiningin. En þegar þeim fræðum fleygði fram, varð það tal sjálfkrafa villandi og óviðeigandi. Nú óar mönnum við hversu særandi og sakfellandi margt það var sem þá þótti sjálfsagt. Meira

Menning

14. mars 2019 | Tónlist | 463 orð | 1 mynd

„Gleðst yfir því að einhver njóti“

Heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 er tónskáldið Jón Ásgeirsson. Meira
14. mars 2019 | Leiklist | 1196 orð | 2 myndir

„Hrikalega er mannkyn tregt!“

Leiklist Þorgeir Tryggvason Eftir: William Shakespeare. Íslensk þýðing: Þórarinn Eldjárn. Leikstjórn: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Eva Signý Berger. Búningar: Karen Sonja Briem. Danshöfundur: Katrín Gunnarsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Meira
14. mars 2019 | Leiklist | 1629 orð | 3 myndir

„Við erum seljendur eigin ímyndar“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mín síðasta skilgreining á þessu verki er að þetta er þvottavél þar sem saman eru þeyttar hugmyndir, skoðanir og ímyndunarleikur,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri leikritsins Súper – þar sem kjöt snýst um fólk eftir Jón Gnarr sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Áður en viðtalið hófst fékk blaðamaður að líta á leikmyndina, en leikrýmið í Kassanum er þakið blæðandi marmaraflísum þar sem frystikista full af kjöti trónir fyrir miðju sviði, en allt er umlukið þykku plasti. Meira
14. mars 2019 | Tónlist | 186 orð | 1 mynd

„Von á þrusuflutningi“

„Ég á von á þrusuflutningi, enda skilja hljómsveitin og hljómsveitarstjórinn verkið vel,“ segir Þorsteinn Hauksson tónskáld um Sinfóníu nr. Meira
14. mars 2019 | Fólk í fréttum | 53 orð | 1 mynd

Dagskrá helguð höfundarverki Álfrúnar

Á bókmenntakvöldi sem hefst kl. 20 í Hannesarholti í kvöld verður dagskrá helguð höfundarverki Álfrúnar Gunnlaugsdóttur rithöfundar. Meira
14. mars 2019 | Tónlist | 1258 orð | 4 myndir

Føroyska tónleikalívið blómar

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Færeysku tónlistarverðlaunin voru afhent í sjötta sinn laugardaginn 9. mars og var ég viðstaddur afhendinguna í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn ásamt 22 fjölmiðlamönnum frá hinum ýmsu löndum. Meira
14. mars 2019 | Fjölmiðlar | 181 orð | 1 mynd

Gamall og mjög góður vinur minn

Ég er hættur að horfa á nýja sjónvarpsþætti en þess í stað horfi ég til skiptis á uppáhaldsseríurnar mínar. Þetta hljómar kannski eins og gamall fúll kall sem segir að allt hafi verið betra í gamla daga og þá verður bara að hafa það. Meira
14. mars 2019 | Tónlist | 755 orð | 1 mynd

GDRN hlaut flest verðlaun

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í Silfurbergi í Hörpu í gærkvöld og voru það GDRN, Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig. og JóiPé og Króli sem hlutu flest verðlaun fyrir tónlistarárið 2018 en Jón Ásgeirsson hlaut sérstök heiðursverðlaun. Meira
14. mars 2019 | Tónlist | 73 orð | 1 mynd

Hilmar glímir við gítarinn í Mengi í kvöld

Gítarleikarinn Hilmar Jensson kemur fram á tónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21. Hilmar hyggst leika jöfnum höndum eigin lög og annarra, eftir því sem andinn blæs honum í brjóst. Meira
14. mars 2019 | Myndlist | 464 orð | 1 mynd

Treystir því að verkin gangi upp

Það er bleikur blær yfir Nýlistasafninu. Meira

Umræðan

14. mars 2019 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Alltaf í vinnunni?

Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur: "BHM bindur vonir við að unnt verði að semja um framangreindar breytingar í komandi kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög." Meira
14. mars 2019 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

Framþróun fiskeldis í hættu

Eftir Rögnvald Guðmundsson: "Hafrannsóknastofnun gæti þannig verið gert kleift að leggja fram áhættu- og burðarþolsmat mismunandi svæða sem tæki mið af ólíkum framleiðsluaðferðum." Meira
14. mars 2019 | Aðsent efni | 168 orð | 1 mynd

Hvalurinn – skoða eða skjóta

Eftir Magna Kristjánsson: "Kristján Loftsson á hrós skilið fyrir að veiða hval. Veiði hann sem mest." Meira
14. mars 2019 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Lýðheilsu þjóðarinnar ógnað?

Eftir Grím Þ. Valdimarsson: "Ég legg því til að íslensk stjórnvöld fari þá leið að fá formlegt áhættumat þannig að við höfum fast land undir fótum áður en blásið er í herlúðra gegn viðskiptalöndum okkar úti í heimi." Meira
14. mars 2019 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Raforkuöryggi á Íslandi

Eftir Elías Elíasson: "Sú röksemd, að ekki megi hafna þriðja orkupakkanum af ótta við áhrifin á EES samninginn táknar, að of miklu hefur þegar verið afsalað af fullveldi okkar til að við getum talist fullkomlega sjálfstæð þjóð." Meira
14. mars 2019 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Rífleg kjarabót frá Reykjavíkurborg

Eftir Örn Þórðarson: "Forgangsröðun verkefna og ábyrg fjármálastjórn í Reykjavík er lykillinn að bættum rekstri sem skila má sem ríflegri kjarabót til borgarbúa." Meira
14. mars 2019 | Aðsent efni | 548 orð | 2 myndir

Skipulagið í Kvosinni

Eftir Jón Hálfdanarson: "Allur gamli Víkurkirkjugarður yrði að aldingarði með bekkjum og borðum, sannkallaður friðarreitur í miðjum bænum." Meira
14. mars 2019 | Aðsent efni | 671 orð | 1 mynd

Vanhirða raki og sveppir herja á skólastarf

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum, rask á skólastarfi og önnur óþægindi hjá nemendum og starfsfólki en kostnaðurinn hjá borgarbúum." Meira

Minningar- og afmælisgreinar

14. mars 2019 | Minningargreinar | 1225 orð | 1 mynd

Arnór Sveinsson

Arnór Sveinsson fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1943. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. mars 2019. Hann var sonur hjónanna Sveins V. Ólafssonar hljóðfæraleikara frá Bíldudal, f. 1913, d. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2019 | Minningargreinar | 1980 orð | 1 mynd

Ásta Eiríksdóttir Wathne

Ásta Eiríksdóttir fæddist á Hesti í Borgarfirði 22. júní 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 6. mars 2019. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2019 | Minningargreinar | 1645 orð | 1 mynd

Ásta Þorsteinsdóttir Maack

Ásta Þorsteinsdóttir Maack fæddist í Reykjavík 30. september 1924. Hún lést á hjúkrunarheimili0nu Mörk 27. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Daníelsson skipasmiður, f. 18. apríl 1903, d. 21. ágúst 1967, og Lára Guðmundsdóttir, f. 20. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1591 orð | 1 mynd | ókeypis

Elín Elísabet Sæmundsdóttir

<p>Elín Elísabet Sæmundsdóttir fæddist á Ísafirði 16. júní 1930. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. febrúar 2019.Foreldrar hennar voru hjónin Sæmundur Ingimundur Guðmundsson og Ríkey Þorgerður Eiríksdóttir. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2019 | Minningargreinar | 851 orð | 1 mynd

Guðfinna Inga Guðmundsdóttir

Guðfinna Inga Guðmundsdóttir fæddist 13. maí 1943. Hún lést 26. febrúar 2019. Útför Guðfinnu Ingu fór fram 8. mars 2019. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2019 | Minningargreinar | 2326 orð | 1 mynd

Sigríður María Jónsdóttir

Sigríður María Jónsdóttir fæddist að Sólvangi í Hafnarfirði 8. janúar 1958. Hún lést á heimili sínu 7. mars 2019. Foreldrar hennar voru Jón Stefánsson prentmyndasmiður, f. 11.4. 1925, d. 17.4. 1977, og Guðrún Álfsdóttir húsmóðir, f. 6.3. 1926, d. 11.12. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2019 | Minningargreinar | 163 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Björgvinsdóttir

Sigurbjörg fæddist 1. nóvember 1941. Hún lést 13. desember 2018. Sigurbjörg var jarðsungin 14. janúar 2019. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2019 | Minningargreinar | 1505 orð | 1 mynd

Þórunn Júlíusdóttir

Þórunn Júlíusdóttir fæddist á Garðskaga í Garðinum 3. október 1928. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Sigríður Helgadóttir (f. 1899, d. 1989) og Júlíus R. Guðlaugsson (f. 1902, d. 1973). Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Kjör kvennastétta verði leiðrétt

Landssamband framsóknarkvenna kallar eftir þjóðarsátt um að laun dugi til framfærslu og það sé á færi allra að lifa mannsæmandi lífi. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 159 orð | 2 myndir

Nýjum eignum fjölgar

Alls 1.880 íbúðir voru settar á sölu í janúar síðastliðnum og hefur framboðið ekki verið meira síðastliðin sjö ár. Þetta segir í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Niðurstaða þar er að íslenski fasteignamarkaðurinn einkennist nú af nýjum eignum. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 242 orð | 2 myndir

Sóunin á undanhaldi

Hátt í 300 tonn af pappa sparast árlega hjá Krónunni með þeim skrefum sem stigin hafa verið með umhverfisstefnu Krónunnar samkvæmt nýrri samantekt sem gerð hefur verið á árangri fyrirtækisins á sviði umhverfismála. Meira

Daglegt líf

14. mars 2019 | Daglegt líf | 774 orð | 3 myndir

Bólusetning gegn mislingum er sterk vörn

Engin sérstök lyf eru til við mislingum. Hitalækkandi lyf geta hjálpað sjúklingnum að líða betur. Mikilvægt að tryggja hvíld, vökvainntöku og næringu. Meira
14. mars 2019 | Daglegt líf | 268 orð | 1 mynd

Kynna störfin og fögin og keppa í alls 28 spennandi iðngreinum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Keppt verður í alls 28 fögum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem hefst í Laugardalshöll á morgun og stendur til og með laugardegi. Meira
14. mars 2019 | Daglegt líf | 183 orð

Skaginn ómar af fallegum söng

Von er á um 250 söngglöðum krökkum víða af landinu á Landsmót barna- og unglingakóra sem haldið verður á Akranesi um helgina. Meira

Fastir þættir

14. mars 2019 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. c4 d4 3. g3 Rc6 4. Bg2 e5 5. 0-0 e4 6. Re1 h5 7. d3 h4 8...

1. Rf3 d5 2. c4 d4 3. g3 Rc6 4. Bg2 e5 5. 0-0 e4 6. Re1 h5 7. d3 h4 8. Bxe4 Bh3 9. Rg2 Dd7 10. Bf4 Rf6 11. Bf3 Bd6 12. Bxd6 Dxd6 13. Rd2 g5 14. Db3 0-0-0 15. c5 De7 16. Da4 Rd5 17. Hfe1 hxg3 18. hxg3 De6 19. e4 Rdb4 20. e5 Dh6 21. Be4 Bg4 22. f3 Bh3 23. Meira
14. mars 2019 | Í dag | 119 orð | 2 myndir

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
14. mars 2019 | Árnað heilla | 211 orð

90 ára Sigríður Sóley Magnúsd. Sigrún Jónsdóttir Sigurvin Jónsson 85 ára...

90 ára Sigríður Sóley Magnúsd. Sigrún Jónsdóttir Sigurvin Jónsson 85 ára Ingibjörg Jónsdóttir Jenný Júlíusdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Jóhann Sv. Jónsson 80 ára Baldur Vagnsson Guðrún Bóasdóttir Hrefna M. Meira
14. mars 2019 | Árnað heilla | 324 orð | 1 mynd

Arnar Hafliðason

Arnar Hafliðason útskrifaðist af náttúrufræðibraut frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1998 og árið 2008 útskrifaðist hann með B.Sc. gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands. Meira
14. mars 2019 | Í dag | 334 orð

Á fund með páfa

Helgi R. Einarsson sá í blöðunum á fimmtudag frétt um að Ólafur okkar Grímsson væri á förum til Rómar að spjalla við páfann um smávandamál. Því varð þetta til: „Global warming“ er vandi, sem verða mun oss að grandi. Þó e.t.v. Meira
14. mars 2019 | Í dag | 80 orð | 1 mynd

Bon Jovi stofnuð

Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var stofnuð í New Jersey á þessum degi árið 1983. Stofnmeðlimir voru söngvarinn Jon Bon Jovi, gítarleikarinn Richie Sambora, hljómborðsleikarinn David Bryan, trymbillinn Tico Torres og bassaleikarinn Hugh McDonald. Meira
14. mars 2019 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

Guðlaug Sunna Gunnarsdóttir

40 ára Sunna er Njarðvíkingur og er náms- og starfsráðgjafi hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Maki : Bjarni Sæmundsson, f. 1977, vélvirki og hópstjóri hjá Isavia. Börn : Breki, f. 2002, Elín, f. 2006, Brynjar, f. 2009, og Sæmundur, f. 2011. Meira
14. mars 2019 | Árnað heilla | 61 orð | 1 mynd

Gunnar Tryggvi Halldórsson

40 ára Gunnar er frá Finnstungu í Blöndudal en býr á Blönduósi. Hann er með MA í sagnfræði og er gæðastjóri hjá Vilko. Maki : Þórdís Hauksdóttir, f. 1979, fræðslustjóri. Börn : Halldór, f. 2001, Elísabet, f. 2008, og tvíburarnir Haukur og Skírnir , f. Meira
14. mars 2019 | Í dag | 87 orð | 2 myndir

Halli Melló í Súper

Hallgrím Ólafsson leikara þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Í áramótaskaupi árið 2016 sló hann í gegn í hlutverki Magnúsar Magnúsar Magnússonar sem náði ekki taktinum í Víkingaklappinu. Meira
14. mars 2019 | Í dag | 19 orð

Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn...

Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig (Jóh: 14. Meira
14. mars 2019 | Árnað heilla | 61 orð | 1 mynd

Konráð Logn Haraldsson

30 ára Konráð er úr Ólafsvík en býr í Reykjavík. Hann er sendibílstjóri í eigin rekstri. Börn : Talía Björk, f. 2011, og Kría Logn, f. 2013. Systkini . Oddur, f. 1978, Víðir, f. 1981, Kolfinna Snæbjörg, f. 1987, og Eydís Salbjörg, f. 1990. Meira
14. mars 2019 | Í dag | 52 orð

Málið

Sé maður ekki alveg smekklaus finnst manni sögnin að affrysta ljót en sögnin að þíða falleg. Í stað þess að „affrysta“ mat skulum við þíða hann. Hann þiðnar þá, í stað þess að „affrystast“ (affrjósa? Meira
14. mars 2019 | Árnað heilla | 44 orð | 1 mynd

Saga Ljós Sigurðardóttir kom færandi hendi í Rauða krossinn um miðjan...

Saga Ljós Sigurðardóttir kom færandi hendi í Rauða krossinn um miðjan febrúar og styrkti Rauða krossinn um 703 kr. Meira
14. mars 2019 | Árnað heilla | 580 orð | 3 myndir

Stýrir Loftleiðum

Árni Hermannsson fæddist 14. mars 1969 á Fæðingarheimilinu í Reykjavík. Hann bjó í Reykjavík fyrstu tvö ár ævi sinnar en flutti þá með foreldrum sínum og eldri bróður til Akureyrar þar sem hann ólst upp. Meira
14. mars 2019 | Fastir þættir | 305 orð

Víkverji

Tvennt er öruggt í lífinu, dauðinn og skattar. Og skattar af dauðanum eru þá líklega það öruggasta af öllu, en því miður ekki dauði skattanna. Víkverji hefur alla vegana setið og strokið sveittur á sér skallann vegna framtalsins þessa vikuna. Meira
14. mars 2019 | Í dag | 130 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

14. mars 1948 Jóhannes S. Kjarval lagði til í grein í Morgunblaðinu að Íslendingar létu byggja hvalafriðunarskip. Listmálarinn spurði: „Er nokkuð frjálsara, óháðara og hlutlausara en að sjá hvali fara stefnur sínar á flötum hafsins? Meira

Íþróttir

14. mars 2019 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Alba Berlín sló Unicaja Málaga út

Alba Berlín komst í gær í undanúrslit í Evrópubikar félagsliða í körfuknattleik, eða Euro Cup. Alba hafði betur gegn spænska liðinu Unicaja Málaga í oddaleik í Mercedes Benz-höllinni í Berlín 79:75. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Keflavík – Haukar 79:69 Breiðablik &ndash...

Dominos-deild kvenna Keflavík – Haukar 79:69 Breiðablik – Valur 70:95 Stjarnan – Skallagrímur 72:67 Snæfell – KR 89:81 Staðan: Valur 251962078:171838 Keflavík 251961988:188038 Stjarnan 251691833:177632 KR 2515101856:183030... Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

Elías áfram á kostnað Manch. Utd

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson tók í gær þátt í að slá Manchester United út í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu fyrir 19 ára og yngri. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 737 orð | 2 myndir

Ég gæti ekki verið ánægðari

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Mariam Eradze skrifaði á dögunum undir tveggja ára atvinumannasamning við franska efstu deildarliðið Toulon. Mariam, sem er tvítug, flutti til Toulon við Miðjarðarhafsströnd Frakklands fyrir þremur árum og hefur síðan æft hjá akademíu félagsins, lagt stund á frönskunám og verið í fjarnámi við Verzlunarskóla Íslands. Þegar farið var að hilla undir lok hennar hjá akademíunni buðu forráðamenn félagsins henni atvinnumannssamning hjá aðalliði félagsins sem hún tók. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 763 orð | 3 myndir

Fer á milli Grímsness og Kópavogs á æfingar

18. umferð Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 523 orð | 4 myndir

Hagstæðara hjá Liverpool?

England Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Liverpool á eftir hagstæðari leikjadagskrá en Manchester City á lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hafa nýtt sér samfélagsmiðlana í...

Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hafa nýtt sér samfélagsmiðlana í sívaxandi mæli á undanförnum árum eins og önnur félagasamtök og einstaklingar. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

KA sjöunda liðið á gervigrasi í ár?

Útlit er fyrir að í það minnsta 77 af 132 leikjum í PepsiMax-deild karla í knattspyrnu í sumar fari fram á gervigrasi eftir KA-menn staðfestu í gær að þeir stefndu að því að leika á gervigrasvelli sínum við KA-heimilið í sumar, í stað Akureyrarvallar. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Mustad-höllin...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Mustad-höllin: Grindavík – ÍR 19.15 DHL-höllin: KR – Breiðablik 19.15 Ljónagryfjan: Njarðvík – Skallagr. 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík 19. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 495 orð | 4 myndir

Markvarslan réð úrslitum í sigri ÍBV

Í Eyjum Guðmundur T. Sigfússon sport@mbl.is ÍBV sigraði Akureyri með fjögurra marka mun 31:27 þegar liðin áttust við í 18. umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi. Markvarsla Eyjamanna var mun betri en gestanna og var í raun munurinn á liðunum. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Barcelona &ndash...

Meistaradeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Barcelona – Lyon (2:0) Bayern München – Liverpool (1:1) *Staðan þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport/fotbolti. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Olís-deild karla ÍBV – Akureyri 31:27 Staðan: Haukar...

Olís-deild karla ÍBV – Akureyri 31:27 Staðan: Haukar 171232488:45127 Selfoss 171223481:45726 Valur 171133469:39925 FH 171043473:44124 Afturelding 17746468:45718 ÍBV 17737479:47817 ÍR 17548447:46314 Stjarnan 176110461:48613 KA 17539435:45413 Fram... Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 341 orð | 5 myndir

*Portúgalski landsliðsmaðurinn Bernardo Silva hefur skrifað undir...

*Portúgalski landsliðsmaðurinn Bernardo Silva hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Englandsmeistara Manchester City og gildir samningur hans við félagið nú til ársins 2025. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Rice beint í enska hópinn

Declan Rice, miðjumaður West Ham sem á dögunum ákvað að gefa kost á sér í enska landsliðið í knattspyrnu í stað þess írska, er í 25 manna hópi sem Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnti í gær fyrir leiki Englands við Tékkland og... Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Snæfell tveimur stigum á eftir KR

Snæfell hleypti aukinni spennu í baráttuna um sæti í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik með sigri á KR í Stykkishólmi í gær 89:81. Snæfell er í 5. sæti Dominos-deildarinnar en fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppnina. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 468 orð | 2 myndir

Tilhugsunin verið lengi á bak við eyrað

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá karlaliði FH í handknattleik var ráðinn í gær. Þar er um uppalinn FH-ing að ræða, Sigurstein Arndal, og tekur hann við í sumar þegar Halldór heldur til Barein og tekst á við nýtt starf. Sigursteinn er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu en á blaðamannafundi í gær kom fram hjá Ásgeiri Jónssyni, formanni handknattleiksdeildar, að Sigursteinn hefði verið fyrsti kostur stjórnarinnar. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Valdís upp um 35 sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir hækkaði sig um 35 sæti á heimslista kvenna í golfi með árangri sínum á NWS-mótinu í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu um síðustu helgi. Meira
14. mars 2019 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Wolfsburg í undanúrslit

Hið sterka lið Turbine Potsdam reyndist ekki mikil fyrirstaða fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og liðsfélaga hennar í Wolfsburg þegar liðin mættust í þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Meira

Viðskiptablað

14. mars 2019 | Viðskiptablað | 825 orð | 2 myndir

Allt gert til að fyrirbyggja sýkingu

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í íslensku laxeldi er ströngum heilbrigðiskröfum fylgt til að lágmarka líkurnar á sjúkdómum. Í Noregi eru fiskar settir í kvíarnar sem éta lúsina af laxinum. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 940 orð | 3 myndir

Auka þurfi þorskveiði vegna brests

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Slæm staða loðnustofnsins getur haft áhrif á þorskveiðar. Þegar hafa fundist merki um að eldri þorskar séu farnir að éta þá yngri í auknum mæli. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 207 orð | 1 mynd

Blekkingar og rangar upplýsingar

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Samkeppniseftirlitið segir fyrirtækin Advania og Wise hafa beitt blekkingum eða veitt rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 494 orð | 1 mynd

Boeing: tími áfalla

Stóru iðnfyrirtækin reyna öll að sannfæra Wall Street um sama hlutinn: heimurinn vex og dafnar og mun ekki geta verið án þeirra lausna sem þau hafa að bjóða. Oft reynist raunveruleikinn ekki í samræmi við þessa draumsýn. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 16 orð | 1 mynd

Deutsche þarf að vera vægðarlaus

Eigi samruni Deutsche Bank og Commerzbank að skila árangri þarf að segja upp tugum þúsunda... Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 185 orð | 1 mynd

Dýrgripir Hayeks

Í safnið Fáum hagfræðingum hefur tekist að hafa jafn mikil áhrif til góðs og Friedrich August von Hayek. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 356 orð

Einn kemur þá annar fer

Það er ekki aðeins í Seðlabanka Íslands sem undirbúningur er hafinn að brotthvarfi bankastjórans. Skömmu eftir að skipt verður um mann í brúnni í Svörtuloftum mun ítalinn knái, Mario Draghi, hverfa úr stóli seðlabankastjóra Evrópu. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 779 orð | 1 mynd

Ekki sama hvaðan peningarnir koma

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sú þekking og sambönd sem fjárfestar búa yfir skipta oft meira máli fyrir velgengni sprotafyrirtæki en það fjármagn sem þeir setja í reksturinn. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 22 orð | 1 mynd

Erfiðir dagar hjá Boeing

Slysið í Eþíópíu gæti dregið dilk á eftir sér, og sýnir hve lítið má út af bera í annars góðum rekstri... Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 218 orð

Fasteignavandi fyrirtækja

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrr í vetur var bent á það, á þessum vettvangi, að rót vandans í deilu launþega og vinnuveitenda væri hve dýrt það er að lifa í landinu. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 211 orð | 1 mynd

Greiða 30 milljónir við afskráningu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sjóðir í stýringu Eaton Vance fá 30 milljónir króna greiddar frá Heimavöllum, verði afskráning félagsins samþykkt í dag. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 14 orð | 1 mynd

Hætta við kynningu vegna slysa

Boeing hefur hætt við að kynna nýtt flaggskip fyrirtækisins, farþegaþotuna Boeing 777X, vegna... Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 481 orð | 1 mynd

Íslendingar eru að þroskast sem úra- og skartgripakaupendur

Tímamót eru framundan hjá Frank Michelsen og sonum hans því í sumar flytja þeir rótgróna verslun Michelsen úrsmiða á Laugavegi yfir í nýtt og betra húsnæði á Hafnartorgi. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 53 orð | 7 myndir

Kauphallarbjöllunni hringt fyrir jafnrétti

Íslenska Kauphöllin, í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins tók á dögunum í þriðja sinn þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla um að hringja bjöllu fyrir jafnrétti kynjanna á Alþjóðadegi kvenna. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 131 orð | 1 mynd

Laun bankastjóra lækkuð

Kjaramál Í bréfi sem formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær, kemur fram að breyting verði á launum bankastjóra Landsbankans og Íslandsbanka. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 168 orð | 1 mynd

MBA-námið klárað á einum sólarhring

Forritið Skiptar skoðanir eru um hvort það er skynsamleg ráðstöfun á peningum og tíma að fara í MBA-nám. Sumir telja að offramboð sé á fólki með MBA-gráðu og fyrir vikið sé hún ekki sá stökkpallur upp metorðastigann sem margir vonast eftir. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 25 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Icelandair kyrrsetur Max-þotur Auður býður upp á 4% innlánsvexti Hafa ekkert að segja um WOW Indigo hyggst setja meira í WOW Hyggjast ekki greiða... Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 133 orð | 2 myndir

Mættu vera nær í samtalinu

Nýr framkvæmdastjóri ON segir loftslagsvandann það mikinn að grípa verði til aðgerða strax. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 69 orð | 1 mynd

Nýr forstöðumaður veflausna

Advania Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður veflausna Advania. Hrafnhildur hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í tæp 13 ár og gegndi síðast starfi deildarstjóra viðmótslausna og hönnunar á veflausnasviði. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 427 orð | 3 myndir

Óttast að Deutsche klúðri samruna

Eftir Olaf Storbeck í Frankfurt Ef samruni Deutsche Bank og Commerzbank á að skila tilætluðum árangri þarf að ráðast í blóðugan niðurskurð hjá bönkunum tveimur. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 556 orð | 1 mynd

Ráðherraábyrgð og saksóknari Alþingis

Velta má því fyrir sér hvort breyta mætti lögum um ráðherraábyrgð þannig að þau næðu í senn tilgangi sínum um að leggja viðurlög við refsiverðum brotum ráðherra og á sama tíma draga úr pólitískum áhrifum við beitingu þeirra Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 85 orð | 1 mynd

Ráðinn forstöðumaður markaðsmála

Icelandair Group Gísli S. Brynjólfsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair (e. Director of Global Marketing). Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 338 orð | 2 myndir

Semja við risa á lyfjamarkaði

Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Íslenska fyrirtækið Controlant er við það að ljúka samningi sem metinn er á milljónir Bandaríkjadala við lyfjafyrirtækið Teva. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 558 orð | 2 myndir

Skýr merki um kólnun

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Verðbólga og atvinnuleysi eru í kortunum, miðað við niðurstöðu könnunar meðal félagsmanna Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að hagvaxtarskeiðið sé komið á endastöð. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 615 orð | 2 myndir

Spotify sakar Apple um samkeppnisbrot

Eftir Rochelle Toplensky í Brussel og Önnu Nicolaou í New York Apple er gert að sök að hafa þrengt jafnt og þétt að fyrirtækjum sem bjóða upp á tónlistarstreymi. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 580 orð | 1 mynd

Tekjur fjölmiðla

Hagstofan birti í desember síðastliðnum tölur um skiptingu íslenskra auglýsingatekna milli tegunda fjölmiðla. Þar kom fram að samþjöppun væri veruleg á auglýsingamarkaði og að fimm aðilar skiptu á milli sín 75% af auglýsingatekjum. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 2134 orð | 1 mynd

Það er gaman að vera hluti af lausninni

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Berglind Rán Ólafsdóttir hóf óvænt störf sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, ON, þegar hún var ráðin tímabundið í starfið síðastliðið haust. Ráðningin kom í kjölfar þess að Bjarna Má Júlíussyni fyrrverandi framkvæmdastjóra var sagt upp störfum, en starfslok hans tengdust „tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi“ eins og fram kom í fréttatilkynningu frá ON á sínum tíma. Áður hafði Berglind sinnt starfi forstöðumanns fyrirtækjamarkaða. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 125 orð | 2 myndir

Þakið tekið af skrímslinu

Ökutækið Bílasýningin í Genf stendur núna yfir, og að vanda hafa framleiðendur reitt fram veglegt hlaðborð draumabíla. Vinir ViðskiptaMoggans hjá Lamborghini létu ekki sitt eftir liggja, og kynntu opna útgáfu af ofur-sportbílnum Aventador SVJ. Meira
14. mars 2019 | Viðskiptablað | 259 orð | 1 mynd

Þegar vanhæfir karlar fljóta upp á toppinn

Bókin Hver rannsóknin á fætur annarri hefur rennt stoðum undir þá kenningu að ein helsta skýringin á misgóðri stöðu kynjanna á vinnumarkaði sé að karlar eiga það til að ofmeta eigin getu, á meðan konum hættir til að vanmeta hvers þær eru megnugar og... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.