Greinar þriðjudaginn 7. maí 2019

Fréttir

7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

ALC borgaði 87 milljónir vegna kyrrsettu þotunnar

Bandaríska flugvélaleigan ALC greiddi í gær Isavia skuld upp á 87 milljónir króna vegna farþegaþotunnar sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air 28. mars. Samkvæmt kvittunum sem mbl. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

„Mjög alvarleg mynd“

„Þarna er dregin upp mjög alvarleg mynd,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra um niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kynntar voru í gær. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Biðlistar mynduðust í ferðir

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nærri 6.500 farþegar og tæplega 1.500 bílar fóru með Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja á fjórum dögum, þ.e. 2.-5. maí, að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Til samanburðar má nefna að íbúar Vestmannaeyjakaupstaðar eru um 4.300 talsins. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Búist við önnum hjá Ríkissáttasemjara

Búast má við stífum fundahöldum hjá Ríkissáttasemjara á næstunni, en alls losna 173 kjarasamningar í ár, þar af 152 fyrir rúmum mánuði. Sjö samningar munu losna um miðjan þennan mánuð, einn í júní, tveir í október og tíu í desember. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Enn grunaður um samverknað

„Hann hefur þá stöðu enn að vera grunaður um samverknað,“ sagði Anja Mikkelsen Indbjør, lögmaður og handhafi ákæruvalds Finnmerkurlögreglunnar í Noregi, þegar mbl. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fær ekki tölurnar

Jafnréttisstofu er skylt samkvæmt lögum að sinna eftirliti með framkvæmd jafnréttislaga og veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði jafnréttismála. Meira
7. maí 2019 | Erlendar fréttir | 407 orð | 1 mynd

Gagnrýnir ásælni Kínverja

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn myndu láta meira til sín taka á norðurslóðum til þess að stemma stigu við „ágengri hegðun“ Kínverja og Rússa á svæðinu. Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins hefst í dag í borginni Rovaniemi í Finnlandi, en þar eru samankomnir utanríkisráðherrar þjóðanna átta við norðurheimskautsbaug. Ísland mun þar taka við formennsku í ráðinu úr hendi Finna næstu tvö árin. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 247 orð

Gengur illa að manna stöður

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ástandið er síst betra en í fyrra, það er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Það er einnig tilfinnanlegur skortur á sjúkraliðum. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Góð og gagnleg umsögn

„Þetta er ítarleg og á margan hátt gagnleg umsögn,“ sagði Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármálaáætlun sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Guðni forseti fékk þrítugan álf í yfirstærð

Sala álfsins, sem er mikilvægasta fjáröflunarleið SÁÁ, hefst í dag og lýkur 12. maí. Álfurinn, sem í ár skartar myndarlegu yfirvaraskeggi, fagnar nú stórafmæli, en þetta er 30. árið í röð sem hann er til sölu. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 562 orð | 2 myndir

Hafa enga tölfræði úr jafnlaunavottuninni

sviðsljós Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Frumvarp um breytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla var samþykkt á Alþingi í ársbyrjun 2017. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Hefja framkvæmdir í maí

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirbúningur að breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót, er hafinn hjá verktakafyrirtækinu Ístaki hf. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Ingibjörg Þorbergs

Ingibjörg Kristín Þorbergs tónskáld, söngkona og fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV er látin, 91 árs að aldri. Ingibjörg fæddist í Reykjavík 25. október 1927 og ólst þar upp. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Krafa að liðið sé eitt það besta í heiminum

„Mér finnst ég hafa átt mjög stöðugt og gott tímabil. Ég skoraði ekki mörg mörk en stend bæði líkamlega og andlega betur að vígi en til dæmis eftir síðasta keppnistímabil. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Landsmönnum fjölgaði um 0,5%

Landsmönnum fjölgaði um 1.730 á fyrsta fjórðungi þessa árs, eða um 0,5%. Alls bjuggu þá 358.780 manns á Íslandi, 183.920 karlar og 174.860 konur, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 229.490 manns, en 129. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Lögreglan með 13 mótorhjól í notkun

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk í síðustu viku til notkunar þrjú mótorhjól af gerðinni BMW 1200 RT Police Special . Þetta er hluti af hefðbundinni endurnýjun í flotanum. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Mazen Maarouf ræðir verk sín í Veröld í dag

Rithöfundurinn Mazen Maarouf var á dögunum tilnefndur til Man Booker International-verðlaunanna fyrir bók sína Brandarar handa byssumönnum. Mazen Maarouf segir frá bókinni og öðrum verkum sínum á málfundi í Veröld – húsi Vigdísar í dag kl. 16. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Mál Gests og Ragnars verður tekið fyrir í yfirdeildinni

„Við vorum ekki sáttir við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins á sínum tíma og sendum því erindi til yfirdeildar og nú liggur fyrir að hún mun taka málið til efnislegrar skoðunar,“ segir Gestur Jónsson lögmaður í samtali við Morgunblaðið. Meira
7. maí 2019 | Erlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Milljón tegundir sagðar í hættu

Mannkynið er að sóa náttúruauðlindum jarðarinnar, samkvæmt nýrri skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Safnar fyrir skriftarbók fyrir fullorðna

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Skriftaráhuginn vaknaði sennilega þegar ég neitaði 11 ára að læra lykkjuskrift í gömlum íhaldssömum grunnskóla í Herlev í Danmörku. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 529 orð | 2 myndir

Segir framgöngu SÍ sorglega

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Í fyrsta lagi er sorglegt að Sjúkratryggingar Íslands séu komnar í opinbert deiluferli við sjálfstætt starfandi lækna um biðlista og verð á aðgerðum sem er algjör óþarfi eftir 10 ára samstarf á þessu sviði, samstarf sem hefur gengið mjög vel og verið til fyrirmyndar,“ segir Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir hjá Lasersjón, í athugasemdum sem hann sendi Morgunblaðinu vegna yfirlýsingar sem Sjúkratryggingar Íslands, SÍ, sendu frá sér á mbl.is í kjölfar umfjöllunar blaðsins um augasteinaaðgerðir á laugardag. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Segja höfnun lögfræðilega rétta

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Vafi leikur á um hvort þriðji orkupakkinn samræmist stjórnarskrá vegna valdframsals til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 308 orð | 3 myndir

Úrgangur á víðavangi í Reykjavíkurborg

Fjölmargar ábendingar hafa borist Morgunblaðinu um slæma sorphirðu í Reykjavík og rusl á víðavangi. Þannig hafa stampar við gönguleiðir í Grafarvogi verið yfirfullir og rusl hefur safnast upp við gáma á grenndarstöðvum borgarinnar, m.a. við Kjarvalsstaði eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Útför Atla Heimis Sveinssonar

Útför Atla Heimis Sveinssonar tónskálds fór fram frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Patrick Breen jarðsöng. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Útför Harðar Sigurgestssonar

Útför Harðar Sigurgestssonar, fyrrverandi forstjóra, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng, organisti var Kári Þormar. Meira
7. maí 2019 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Viðbót í konungsfjölskylduna

Meghan, hertogaynja af Sussex, eignaðist son í gærmorgun. Harry prins, eiginmaður hennar, tilkynnti fæðinguna um hádegisbilið og sagði að móður og barni heilsaðist mjög vel. Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Vilja heimila lengri gæsluvarðhaldsvist

Embætti héraðssaksóknara telur „12 vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar [... Meira
7. maí 2019 | Innlendar fréttir | 258 orð

Þrjú kjaramál eru nú inni á borði Ríkissáttasemjara

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það eru þrjú mál inni á borði hjá okkur sem stendur, þ.e. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 2019 | Staksteinar | 199 orð | 1 mynd

6% útblástursins en 90% skattanna

Andríki skrifar að bíleigendur beri aðeins ábyrgð á um 6% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en séu látnir greiða tæp 90% þeirra losunartengdu skatta sem hér séu innheimtir. Meira
7. maí 2019 | Leiðarar | 754 orð

Lýst er eftir uppnámi

Uppnám gufar upp Meira

Menning

7. maí 2019 | Kvikmyndir | 108 orð | 1 mynd

Bardagastelpa hlaut YAA-verðlaunin

Hollenska kvikmyndin Vechtmeisje, eða Bardagastelpa, hlaut sérstök verðlaun ungra áhorfenda um helgina, verðlaun á vegum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Heita þau á ensku Young Audience Award, skammstafað YAA. Meira
7. maí 2019 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Endurkoma kynþokkans?

Það er vonandi ekki til marks um skítlegt eðli að hafa gaman af sjónvarpsþáttum sem gera sér mat úr erfiðleikum annarra, t.d. offitu og hennar feitu fylgifiskum. Meira
7. maí 2019 | Menningarlíf | 222 orð | 1 mynd

Fór á ráðstefnu SÞ um loftslagsmál

Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Meira
7. maí 2019 | Kvikmyndir | 108 orð | 1 mynd

Gagnrýnandi Observer ánægður með Kona fer í stríð

Kvikmyndagagnrýnandinn Mark Kermode sem skrifar fyrir enska helgarblaðið Observer er hæstánægður með kvikmyndina Kona fer í stríð og gefur henni fjórar stjörnur í einkunn af fimm mögulegum. Meira
7. maí 2019 | Tónlist | 48 orð | 1 mynd

Kvartett Rebekku Blöndal á Kex

Kvartett söngkonunnar Rebekku Blöndal kemur fram á Kex Hosteli í kvöld kl. 20.30. Með Rebekku leika Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Meira
7. maí 2019 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd

Lykke Li heldur tónleika í Hörpu

Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika hér á landi fimmtudaginn 4. júlí næstkomandi í salnum Silfurbergi í Hörpu en tilkynnt verður á næstu dögum hvernig miðasölu verður háttað. Meira
7. maí 2019 | Myndlist | 146 orð | 1 mynd

Nýr forstöðumaður Gerðarsafns

Jóna Hlíf Halldórsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Gerðarsafns. „Jóna Hlíf hefur umfangsmikla reynslu af stjórnun en hún var formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna 2014-2018 og formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík 2011-2013. Meira
7. maí 2019 | Tónlist | 611 orð | 1 mynd

Skvísurnar hafa orðið

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Eitt af markmiðum tónleikaraðarinnar er að gefa ungum söngvurum sem búa og starfa erlendis tækifæri á að koma fram hér heima. Samtímis finnst mér mikilvægt að gefa Hafnfirðingum tækifæri á að spreyta sig í heimabæ sínum,“ segir Antonía Hevesi, píanóleikari og listrænn stjórnandi hádegistónleikaraðarinnar í Hafnarborg, sem í hádeginu í dag kemur fram á tónleikum í Hafnarborg ásamt Björk Níelsdóttur sópran. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina „Skvísur og skvettur“ flytja þær fjórar aríur eftir Mozart, Puccini og Gounod. Meira
7. maí 2019 | Menningarlíf | 315 orð | 1 mynd

Sýnir dauðafley í Feneyjum

Hinn kunni svissnesk-íslenski myndlistarmaður Christoph Büchel, sem vakti athygli fyrir fjórum árumn er hann setti upp verkið Moskan í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum, mætir aftur til leiks á tvíæringnum sem hefst í vikunni og sýnir skipsflak sem... Meira
7. maí 2019 | Tónlist | 114 orð | 1 mynd

Tónleikar Bjarkar í The Shed hafnir

Fyrstu sviðsettu tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur og samstarfsmanna hennar í hinu nýja og umtalaða menningarhúsi The Shed í New York voru í gærkvöldi. Þessi tónleikasýning Bjarkar nefnist Cornucopia og verða sýningar alls átta, sú síðasta 1. Meira

Umræðan

7. maí 2019 | Aðsent efni | 1774 orð | 1 mynd

Efasemdir um stöðu Íslands

Eftir Tómas I. Olrich: "Evrópuréttur býr við þær aðstæður að hann víkur iðulega fyrir pólitískum þrýstingi þeirra sem hafa stöðu til þess, en það eru öðrum fremur stærri og veigameiri aðildarríkin. Við þær aðstæður er erfitt að treysta fyllilega leikreglum um skyldur og réttindi aðildarlanda ESB/EES." Meira
7. maí 2019 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Lengi býr að fyrstu gerð

Eftir Valgerði Rúnarsdóttur: "Framlag almennings með styrkjum, álfakaupum og velvild er það sem gerir SÁÁ kleift að veita 30% meiri þjónustu en ríkið er tilbúið að borga fyrir." Meira
7. maí 2019 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Loftslagsneyð kallar á frekari aðgerðir

Eftir Tryggva Felixson: "Staðan er svo alvarleg að aðalfundur Landverndar 2019 skorar á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga." Meira
7. maí 2019 | Pistlar | 456 orð | 1 mynd

Stutt saga um næstum því allt

Stuttu eftir að ég byrjaði á þingi fékk ég kennslustund í hvernig pólitík virkar. Meira
7. maí 2019 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Vonlítil barátta

Eftir Þorstein Sæmundsson: "Ef ekki tekst að stöðva fjölgun mannkyns missa allar aðrar aðgerðir í umhverfismálum marks." Meira

Minningargreinar

7. maí 2019 | Minningargreinar | 770 orð | 1 mynd

Angela Baldvins

Angela Baldvins fæddist 7. maí 1931 í San Diego, Kaliforníu. Hún lést 25. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Lárusdóttir, f. 12.1. 1909, d. 20.5. 1999, og Baldvin Einarsson, f. 31.5. 1901, d. 19.10. 1979. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2019 | Minningargreinar | 542 orð | 1 mynd

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson fæddist 13. september 1932. Hann lést 9. apríl 2019. Útför Björgvins fór fram 24. apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2019 | Minningargreinar | 890 orð | 1 mynd

Gunnar Kristinn Hilmarsson

Gunnar Kristinn Hilmarsson fæddist 16. maí 1963. Hann lést 16. apríl 2019. Útför Gunnars fór fram 2. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2019 | Minningargreinar | 473 orð | 1 mynd

Helga Hafsteinsdóttir

Helga Hafsteinsdóttir fæddist 5. júlí 1967. Hún lést 14. apríl 2019. Útför Helgu fór fram 2. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2019 | Minningargreinar | 2007 orð | 1 mynd

Reynir Carl Þorleifsson

Reynir Carl Þorleifsson fæddist 25. september 1952 í Vestmannaeyjum. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 25. apríl 2019. Foreldrar hans voru Þorleifur Bragi Guðjónsson, f. 23. júlí 1922, d. 9. nóvember 2010, og Erika Minna María Guðjónsson, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2019 | Minningargrein á mbl.is | 503 orð | 1 mynd | ókeypis

Reynir Carl Þorleifsson

Reynir Carl Þorleifsson fæddist 25. september 1952 í Vestmannaeyjum. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 25. apríl 2019.Foreldrar hans voru Þorleifur Bragi Guðjónsson, f. 23. júlí 1922, d. 9. nóvember 2010, og Erika Minna María Guðjónsson, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2019 | Minningargreinar | 1090 orð | 1 mynd

Sigríður Hannesdóttir

Sigríður Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1928. Hún lést 23. apríl 2019 á hjúkrunarheimilinu Eir. Foreldrar hennar voru Helga Geirþrúður Þorvaldsdóttir, f. 11. ágúst 1891 í Birtugerði í Glæsibæjarhreppi, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2019 | Minningargreinar | 1974 orð | 1 mynd

Þórir Björnsson

Þórir Björnsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. apríl 2019. Foreldrar hans voru Brynhildur Magnúsdóttir, f. 17. júlí 1904, d. 6. apríl 1980, og Björn Bjarnason, f. 30. janúar 1899, d. 19. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 111 orð

18% fækkun brottfara frá Keflavík á milli ára

Fækkun brottfara erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll nam 18,5% í apríl síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Meira
7. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 531 orð | 2 myndir

Icelandair greiðir yfirverð fyrir eldsneytið

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Varnir sem Icelandair Group hefur keypt vegna flökts á heimsmarkaðsverði á eldsneyti valda því að nú greiðir félagið hærra verð fyrir hluta þess eldsneytis sem það nýtir á flota sinn. Meira
7. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Langmestu viðskiptin með bréf Arion banka

Gengi bréfa Arion banka í Kauphöll Íslands hækkaði um 2,27% í viðskiptum gærdagsins. Langmest viðskipti voru með bréf bankans eða 1.277 milljónir króna. Næstmest voru viðskiptin með bréf Marel sem lækkaði um 1,54% í 504 milljóna króna viðskiptum. Meira
7. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 1 mynd

Stefnir í átök á vettvangi Frjálsa

Flest bendir til þess að hart verði tekist á í stjórnarkosningu á aðalfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins sem haldinn verður 13. maí næstkomandi. Þá verður kosið um fimm af sjö stjórnarsætum. Meira

Daglegt líf

7. maí 2019 | Daglegt líf | 149 orð

Rafíþróttir ný grein í starfi FH-inga

Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) ætlar að bjóða upp á rafíþróttir innan félagsins og undir hatti knattspyrnudeildar, að minnsta kosti til að byrja með. Meira
7. maí 2019 | Daglegt líf | 600 orð | 3 myndir

Rafrettur – Bragð hættulegt börnum

Reykingar hjá börnum og unglingum hafa á undanförnum áratugum minnkað stöðugt og heyrir til undantekninga að börn í grunnskóla noti reyktóbak. Árið 1997 reykti fimmta hvert barn í 10. bekk grunnskóla en einungis 1,7% árið 2018 . Meira
7. maí 2019 | Daglegt líf | 154 orð | 1 mynd

Vox feminae syngur íslensk þjóðlög

Grænkar foldin frjó er yfirskrift vortónleika Vox feminae þetta árið, en þeir verða næstkomandi laugardag, 11. maí kl. 16, í Háteigskirkju í Reykjavík. Meira

Fastir þættir

7. maí 2019 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. Rf3 Rf6 5. g3 Rbd7 6. Bg2 dxc4 7. 0-0 Be7...

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. Rf3 Rf6 5. g3 Rbd7 6. Bg2 dxc4 7. 0-0 Be7 8. e4 e5 9. d5 Dc7 10. a4 0-0 11. De2 cxd5 12. exd5 a6 13. Bg5 h6 14. Bxf6 Bxf6 15. Rd2 Hb8 16. Rxc4 Rb6 17. Re3 Rd7 18. Hfd1 b5 19. axb5 axb5 20. d6 Db6 21. Meira
7. maí 2019 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
7. maí 2019 | Árnað heilla | 883 orð | 3 myndir

Bjó í ferðatösku í þrjú ár

Sigurjóna Sverrisdóttir fæddist á spítalanum á Ísafirði 7. maí 1959, á uppstigningardegi. „Ég var í pössun hjá Sigríði föðurömmu fyrstu þrjú árin á Ísafirði, í góðu atlæti, enda föðursystkinin á öllum aldri, allt frá Kristínu sem var ári yngri en ég og mikil vinkona – en pabbi er elstur í systkinahópnum. Foreldrar mínir voru barnung, hvorugt orðið tvítugt þegar ég fæddist.“ Meira
7. maí 2019 | Í dag | 311 orð

Ljóð þýskrar móður

Ólafur Stefánsson skrifaði á Leir: Ég notaði kyrrðina á föstudaginn langa til að þýða ljóð Brechts um móðurina sem sá á eftir syni sínum í stríðsvél Hitlers. Meira
7. maí 2019 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Málfríður Ómarsdóttir

40 ára Fríða er Reykvíkingur og er með BS-gráðu í landfræði og MS-gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá HÍ. Hún er umhverfisfræðingur hjá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Maki : Matthew James Roberts, f. 1976 í Staffordshire á Englandi. Meira
7. maí 2019 | Í dag | 61 orð

Málið

Á eða á ekki að leyfa „innflutning á meiru kjöti“? Óvíst er að málið skýrist þótt byrjað sé á að setja meira í stað „meiru“. Meira
7. maí 2019 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Ólivía Styff fæddist 11. september 2018 kl. 20.52. Hún vó...

Reykjavík Ólivía Styff fæddist 11. september 2018 kl. 20.52. Hún vó 4.064 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Valey Ýr Mörk Valgeirsdóttir og Sigurður Styff... Meira
7. maí 2019 | Árnað heilla | 72 orð | 1 mynd

Sigurður Freyr Jónatansson

50 ára Sigurður Freyr er Reykvíkingur og er með BS-gráðu í stærðfræði frá HÍ og MS-gráðu í tryggingastærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er sérfræðingur í þjóðhagsvarúð hjá Fjármálaeftirlitinu. Maki : Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, f. Meira
7. maí 2019 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

Smartland átta ára

Smartland Mörtu Maríu, einn vinsælasti undirvefur landsins, fagnaði átta ára afmæli um helgina. Meira

Íþróttir

7. maí 2019 | Íþróttir | 376 orð | 2 myndir

„Það er sumar á Selfossi“

Á Selfossi Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það er sumar á Selfossi,“ sungu stuðningsmenn handknattleiksliðs Selfoss við raust í leikslok í gærkvöldi í Hleðsluhöllinni á Selfossi eftir að lið þeira sópaði Valsmönnum úr keppni í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla með sigri í þriðja undanúrslitaleiknum, 29:26. Sigur Selfoss kom ekki á óvart í þessari rimmu, hins vegar er óvíst að nema þeir allra bjartsýnustu hafi reiknað með að Valur næði ekki að svara fyrir sig með sigri í að minnsta kosti einum leik. Valsmenn verða hins vegar að sætta sig við að tapa fyrir betra liði eins og sakir standa. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 218 orð

Erfitt að segja nei við uppeldisfélagið

„Ég vildi bara aðstoða uppeldisfélagið rétt á meðan þess þarf vegna meiðslavandræða,“ segir markvörðurinn Agnes Þóra Árnadóttir, sem tekið hefur fram skóna og hanskana og er komin aftur í raðir uppeldisfélags síns KR. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Nettóvöllur: Keflavík...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Nettóvöllur: Keflavík – ÍBV 18 Samsungv.: Stjarnan – HK/Víkingur 19.15 Jáverkvöllur: Selfoss – Breiðablik 19. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 187 orð | 3 myndir

*Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson var valinn besti leikmaður 27...

*Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson var valinn besti leikmaður 27. umferðar í úkraínsku úrvalsdeildinni af valnefnd deildarinnar. Árni skoraði tvö mörk fyrir Chornomorets í 4:2-útisigri á Desna. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Noregur Viking – Vålerenga 1:1 • Samúel Kári Friðjónsson var...

Noregur Viking – Vålerenga 1:1 • Samúel Kári Friðjónsson var í liði Viking fram á 90. mínútu. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. • Matthías Vilhjálmsson var í liði Vålerenga fram á 90. mínútu. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Undanúrslit, þriðji leikur: Selfoss – Valur 29:26...

Olísdeild karla Undanúrslit, þriðji leikur: Selfoss – Valur 29:26 *Selfoss vann einvígið, samtals 3:0, og leikur til úrslita við Hauka eða ÍBV. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Pálmi Rafn skoraði hundraðasta markið gegn Eyjamönnum

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason náði þeim stóra áfanga á sunnudaginn að skora sitt 100. mark í deildakeppni á ferlinum þegar KR vann ÍBV 3:0 í annarri umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla Víkingur R. – FH 1:1 Staðan: Fylkir 21105:24...

Pepsi Max-deild karla Víkingur R. – FH 1:1 Staðan: Fylkir 21105:24 KR 21104:14 ÍA 21105:34 Breiðablik 21104:24 FH 21103:14 KA 21012:33 Víkingur R. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 133 orð | 2 myndir

Selfoss – Valur 29:26

Hleðsluhöllin, undanúrslit karla, þriðji leikur, mánudag 6. maí 2019. Gangur leiksins : 2:3, 4:5, 7:8, 10:10, 13:13, 17:14 , 20:17 , 22:19, 24:21, 25:22, 28:24, 29:26 . Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Sjaldséður gullmoli og City í dauðafæri

Manchester City hefur aldrei tekist að verja Englandsmeistaratitil í knattspyrnu, en Vincent Kompany hafði heldur aldrei skorað utan teigs á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni þar til í gær. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 483 orð | 2 myndir

Stutt frá sex stigum en eru bara með tvö

Í Laugardal Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 778 orð | 2 myndir

Stöðugt og gott tímabil

Þýskaland Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 11 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: Portland – Denver...

Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: Portland – Denver 112:116 *Staðan er... Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 629 orð | 3 myndir

Verða tvö lið í sérflokki í ár?

1. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Verða Breiðablik og Valur í sérflokki í sumar og heyja einvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu? Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Vilja að leikbanni Kára verði aflétt

Handknattleiksdeild ÍBV hefur nú sent frá sér tvær yfirlýsingar vegna þriggja leikja bannsins sem Kári Kristján Kristjánsson var úrskurðaður í af aganefnd HSÍ. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 164 orð | 2 myndir

VÍKINGUR R. – FH 1:1

1:0 Nikolaj Hansen 40. 1:1 Halldór Orri Björnsson 71. Gul spjöld Ágúst, Davíð Örn og Atli Hrafn (Víkingi), Brandur og Davíð Þór (FH). Rauð spjöld Brandur (FH) 44. M Þórður Ingason (Víkingi) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Halldór S. Meira
7. maí 2019 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Það er hálfótrúlegt að fylgjast með einvígi Manchester City og Liverpool...

Það er hálfótrúlegt að fylgjast með einvígi Manchester City og Liverpool um enska meistaratitilinn. Reyndar minnir þetta frekar mikið á lokaseríuna af Game of Thrones. Það er mikil spenna undirliggjandi en hins vegar gerist ekkert óvænt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.