Greinar mánudaginn 3. júní 2019

Fréttir

3. júní 2019 | Erlendar fréttir | 69 orð

Baðst fyrirgefningar í ræðu til rómafólks

Frans páfi baðst fyrirgefningar þegar hann heimsótti rómafólk í Rúmeníu í gær. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 688 orð | 1 mynd

Barist gegn forlagatrú

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tengslin við fólkið í landinu eru okkur allt. Fjáröflunarverkefni okkar hafa með öðru þann tilgang að rækta samband okkar við þjóðina og koma því á framfæri að björgunarsveitir og slysavarnadeildir okkar eru alltaf til staðar. Við værum í vanda stödd ef framlög hins opinbera væru okkar eina tekjulind.“ segir Þór Þorsteinsson sem kjörinn var formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi þess sem haldið var á Egilsstöðum á dögunum. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

„Minna mál að aðlaga Íslendinga“

Teitur Gissurarson teitur@mbl. Meira
3. júní 2019 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

„Ríkisstjórnin heldur vinnunni áfram“

Andrea Nahles, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi, samstarfsflokks Kristilegra demókrata í ríkisstjórn Angelu Merkel, tilkynnti afsögn sína sem formaður flokksins í gærmorgun. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Bregðast við utanvegaakstri á Nesinu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Yfir vetrartímann hafa bílar verið að keyra út á túnið, sérstaklega þegar norðurljósin hafa verið sterk. Á góðum dögum er svo mikil bílaumferð að það er lagt þvers og kruss og yfir göngustíginn. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 86 orð

Delta hættir vetrarflugi til Íslands

Svo virðist sem ekkert flug með bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines frá JFK flugvelli í New York hingað til lands verði flogið næsta vetur. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Fagna 75 ára hjónabandi

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Það eru ekki allir svo heppnir að fá að fagna gimsteinabrúðkaupi en fimmta dæmið um slíkt hérlendis bætist í sögubækurnar í dag. Það eru þau Dýrleif Hallgríms og Gunnar Ólafsson sem fagna slíku afmæli. Meira
3. júní 2019 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Fimm flokka finnsk ríkisstjórn tilbúin

Ný fimm flokka ríkisstjórn Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna í Finnlandi, er tilbúin og búið er að raða í ríkisstjórnarstólana. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 200 orð

Fimm milljarða viðhaldsþörf

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Isavia þarf röskan milljarð á ári í framkvæmdafé til að halda við og bæta innanlandsflugvelli og flugstöðvar en fær rétt um helming þess á samgönguáætlun. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Fjöldi matgæðinga á Embluverðlaununum

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Íslendingar fóru tómhentir heim af hátíðlegri athöfn í Hörpu á laugardaginn var en þar voru norrænu matarverðlaunin, Embluverðlaunin, afhent í viðurvist ríflega 300 gesta. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Fólk á öllum aldri húðflúrað á tattúráðstefnu

„Þetta hefur verið besta hátíðin til þessa,“ segir Össur Hafþórsson sem stendur fyrir Íslensku tattúráðstefnunni sem haldin var í fjórtanda sinn um helgina í Gamla bíói. „Þetta heppnaðist alveg afskaplega vel. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 89 orð | 5 myndir

Gestir Hátíðar hafsins böðuðu sig í sól og sjó

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í gær. Í höfuðborginni var líf og fjör á Hátíð hafsins í blíðskaparveðri. Fólk flykktist niður á höfn til að baða sig í sólinni og fagna þessum gleðilega íslenska degi. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Gleðjast yfir gimsteinabrúðkaupi

Hjónin Dýrleif Hallgríms og Gunnar Ólafsson eru þau fimmtu hérlendis til að fagna gimsteinabrúðkaupi en þau hafa í dag verið gift í 75 ár. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Hannes Íslandsmeistari í þrettánda sinn

Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari varð Íslandsmeistari í skák í þrettánda sinn á laugardag. Hann hefur hampað titlinum oftast allra. Opna Íslandsmótinu lauk á laugardag en mótið stóð í átta daga. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Hari

Litahlaup The Color Run fór fram í fimmta skipti hér á laugardag í blíðskaparveðri. Litasprengjur skullu á þátttakendum sem höfðu gaman af og báru þess áreiðanlega merki alla... Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 83 orð

Herjólfur til Heimaeyjar hinn 15. júní

Ef allt gengur eftir áætlun verður nýr Herjólfur afhentur nýjum eiganda, Vegagerðinni, í Póllandi næsta sunnudag. Hann kemur þá til hafnar í Vestmannaeyjum hinn 15. júní. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Kamar njóti fulltingis ruslageymslu

Nokkur vandræðagangur hefur verið á förgun salernisúrgangs við Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri á Laugavegi undanfarin ár. Nú er lausn í sjónmáli, að sögn Páls Eysteins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands, sem rekur skálann. Meira
3. júní 2019 | Erlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Kærkomið að kæla kroppinn í lauginni

Ljóst er að ekki einungis á Íslandi hafa ungmenni gaman af því að stinga sér til sunds. Þessir vösku kappar skelltu sér í laugina í útjaðri borgarinnar Amritsar á Norður-Indlandi í gær þegar hitabylgja reið yfir. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 584 orð | 3 myndir

Loks viðsnúningur í bókaútgáfu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta eru bæði frábærar fréttir fyrir okkur og fyrir bókaútgáfuna í heild sinni. Það er fagnaðarefni að við sjáum vöxt eftir samdráttarár,“ segir Stefán Hjörleifsson, landsstjóri hljóðbókafyrirtækisins Storytel á Íslandi. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 422 orð | 3 myndir

Markmiðið er að koma á beinu áætlunarflugi

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Það brautryðjandastarf sem unnið hefur verið með bresku ferðaskrifstofunni Super Break hefur vakið athygli á Akureyri sem áfangastað ferðafólks í Evrópu. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 155 orð

Miðflokkur bætir við sig, Vinstri grænir dala

Fylgi Miðflokksins og Vinstri grænna breyttist mest á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Miðflokksins fer úr 8,9% í 10% en fylgi Vinstri grænna dalar lítið eitt og fer úr 13,3% í 12,4%. Meira
3. júní 2019 | Erlendar fréttir | 378 orð | 2 myndir

Ræður Bretum heilt

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Brexit-málefni sig varða enn á ný í gær þegar hann ráðlagði Bretum að yfirgefa Evrópusambandið (ESB) án samnings, ef það væri það sem til þyrfti. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Skellt í lás í versluninni Borg

Versluninni Borg í Grímsnesi hefur verið lokað „Þetta er mjög mikill missir,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, um málið. Skellt var í lás í versluninni fyrir páska. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Tímamót að komast í hlýjuna

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 469 orð | 2 myndir

Unglingahljómsveit Magna tróð upp á ný

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta kom skemmtilega á óvart. Bandið var nokkuð vel smurt og skemmtilegt. Það var ánægjulegt því við höfðum ekki æft saman í tuttugu ár!“ segir Magni Ásgeirsson tónlistarmaður. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 135 orð

Unnið er að útfærslu

„Við sjáum að áhuginn á Akureyri er að aukast og gaman að sjá frumkvæði heimamanna. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 504 orð | 2 myndir

Vaxtalækkanir sagðar dágóð búbót

Snorri Másson snorrim@mbl.is „Það munar um minna,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Morgunblaðið um vaxtabreytingar bankanna sem gerðar voru fyrir helgi. „0,5% vaxtalækkun á hverja milljón eru 5.000 krónur á ári. Þeir sem skulda þrjátíu milljónir til dæmis borga þá 150.000 krónum minna af vöxtum á ári við þessar breytingar. Það er dágóð búbót fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Breki. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Vilja selja þekkingu á drónatækni erlendis

Íslenska fyrirtækið Aha stendur framarlega meðal jafningja á heimsvísu þegar kemur að því að koma vörum til viðskiptavina með fljúgandi drónum. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Vilja stækka Hlemm um 200 m²

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Stjórn fyrirtækisins Hlemmur mathöll ehf. hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um stækkun Hlemms þar sem fyrirtækið rekur vinsæla mathöll. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 212 orð

Vöxtur í bókaútgáfu á ný

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Veltutölur bókaútgefenda frá Hagstofu Íslands sýna nú vöxt milli ára í janúar og febrúar í fyrsta sinn í mörg ár. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 375 orð

Þinglok ekki fyrir dyrum

Snorri Másson snorrim@mbl.is Lítil eining ríkir um það meðal formanna stjórnmálaflokkanna á þingi hvaða mál beri að klára á þessu löggjafarþingi og hvaða málum megi fresta fram á næsta haust. Meira
3. júní 2019 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Þokkafullt fall skopmyndateiknara

Anna Kristín Bang Pétursdóttir, sigurvegari koddaslagsins á Hátíð hafsins, sést hér fleygja skopmyndateiknaranum Hugleiki Dagssyni í sjóinn eftir harða baráttu. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júní 2019 | Staksteinar | 230 orð | 2 myndir

„Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta“

Því er haldið fram að engin hætta sé á ferðum vegna þriðja orkupakkans vegna þess að Alþingi muni ákveða að Alþingi þurfi að veita leyfi fyrir raforkusæstreng, annars verði hann ekki lagður. Í því sambandi er athyglisvert það sem Arnar Þór Jónsson héraðsdómari ritaði um þetta mál í liðinni viku í framhaldi af viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Katrín sagðist ekki vilja sæstrenginn en að allir lögfræðingar væru sammála um að þriðji orkupakkinn fæli ekki í sér sæstreng nema með ákvörðun þingsins. Meira
3. júní 2019 | Leiðarar | 607 orð

Deila í miklum hnút

Katalóníumálið hefur ekki aukið hróður Spánverja Meira

Menning

3. júní 2019 | Tónlist | 195 orð | 1 mynd

Íslensk tónlist við Maríuvers og bænir

Helga Kvam píanóleikari og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona halda sjö tónleika frá og með deginum í dag til og með 13. júní. Þar flytja þær tónleikadagskrána María drottning dýrðar sem er helguð íslenskri tónlist við Maríuvers og bænir. Meira
3. júní 2019 | Bókmenntir | 742 orð | 1 mynd

Ljóð sem lýsa ferðalagi til bata

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Árin um og eftir 2010 voru mikið umbrotatímabil í lífi mínu og Regntímabilið vísar í þennan tíma,“ segir Kristinn Árnason um titil ljóðabókar sinnar Regntímabilið – Ljóðabókin, sem kom út á dögunum. „Ég glímdi á þessum tíma við erfið veikindi, var alveg óvinnufær og gat lítið sem ekkert notað augun að gagni á nokkurra ára tímabili. Ég fór að lesa ljóð þegar ég byrjaði að þjálfa augun í að lesa aftur, og þá tók ég líka að fikta við að skrifa niður brot úr dögum mínum.“ Meira
3. júní 2019 | Fólk í fréttum | 64 orð | 6 myndir

Mikill fjöldi gesta safnaðist saman í Metropolitan-safninu í New York á...

Mikill fjöldi gesta safnaðist saman í Metropolitan-safninu í New York á fimmtudaginn var við opnun sýningar á nýju myndbandsverki Ragnars Kjartanssonar, Dauðinn er annars staðar. Meira
3. júní 2019 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Stórsveitin frumflytur íslensk verk í Kaldalóni

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Kaldalóni í Hörpu í kvöld kl. 20. Eru það árlegir tónleikar þar sem frumflutt er ný íslensk tónlist sem hefur verið samin sérstaklega fyrir sveitina. Meira

Umræðan

3. júní 2019 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

Eru alþingismenn hættir að þora að taka ákvarðanir?

Eftir Níels Árna Lund: "Þingmenn gætu rifjað þetta upp, m.a. með því að líta á stærsta málverk Alþingis sem þar hangir uppi – Þjóðfundinn 9. ágúst 1851; Vér mótmælum allir." Meira
3. júní 2019 | Aðsent efni | 764 orð | 2 myndir

Framsækin orkustefna getur skilað miklu

Eftir Guðjón Sigurbjartsson og Egil Benedikt Hreinsson: "Tekjur ríkis og sveitarfélaga munu aukast um marga tugi milljarða króna og verða a.m.k. álíka miklar og af ferðaþjónustunni." Meira
3. júní 2019 | Aðsent efni | 1241 orð | 1 mynd

Hvað ef þorskastríðin hæfust núna?

Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Hér á eftir birtist tilgáta um hvernig þorskastríðin gætu hafa þróast hefðu þau átt sér stað í samtímanum." Meira
3. júní 2019 | Aðsent efni | 499 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisfélag Garðabæjar 60 ára

Eftir Sigþrúði Ármann: "Sjálfstæðisfélag Garðabæjar leggur áherslu á öflugt félagsstarf og uppbyggilegar umræður meðal íbúa Garðabæjar og kjörinna fulltrúa." Meira
3. júní 2019 | Aðsent efni | 642 orð | 1 mynd

Smálán og stórrán

Eftir Örn Gunnlaugsson: "Álagning bankans á innlán þessa reiknings nemur tólf þúsund og eitt hundrað prósentum." Meira
3. júní 2019 | Aðsent efni | 625 orð | 1 mynd

Undir það var skrifað

Eftir Stefaníu Jónasdóttur: "Alltof stór hópur fólks hefur ekkert að gera í háskólanám. Maður kaupir sér ekki vitið." Meira
3. júní 2019 | Pistlar | 350 orð | 1 mynd

Vor í menntamálum – uppskeran í hús

Nú er tilhlökkun í loftinu. Tími skólaslita og útskrifta hjá yngri kynslóðinni, skólaveturinn að baki og allt sumarið framundan. Þessi uppskerutími er öllum dýrmætur, ekki síst kennurum sem nú horfa stoltir á árangur sinna starfa. Meira

Minningargreinar

3. júní 2019 | Minningargreinar | 2049 orð | 1 mynd

Albert Sigurjónsson

Albert Sigurjónsson fæddist 3. október 1963. Hann lést 22. maí 2019 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Hallgrímsson, f. 8. mars 1932, d. 1. júní 2002, og Þórkatla Albertsdóttir, f. 21. ágúst 1942, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2019 | Minningargreinar | 1685 orð | 1 mynd

Erlendína Kristjánsson

Erlendína Kristjánsson fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku 18. febrúar 1969. Hún lést á líknardeild Landspítalans 25. maí 2019. Foreldrar Erlendínu voru hjónin Hilmar A. Kristjánsson, f. 15. október 1935, og Aletta Maria Kristjánsson, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2019 | Minningargreinar | 2683 orð | 1 mynd

Gísli Guðmundsson

Gísli Guðmundsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1953. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. maí 2019. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson bílstjóri, f. 5.3. 1916, d. 15.9. 1962, og Ólafía Ingibjörg Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2019 | Minningargreinar | 1211 orð | 1 mynd

Sverrir Andrésson

Sverrir Andrésson var fæddur 30. mars 1930 á Bergþórugötu 3 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. maí 2019 Foreldrar hans voru Halldóra Hansdóttir, f. 14.8. 1905, d. 22.7. 1997, frá Fitjakoti og Andrés Guðbjörn Sigurðsson, f. 20.8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 995 orð | 3 myndir

Í útrás með íslenska lausn

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Þrjú fyrirtæki eru í dag í forystu í kapphlaupinu um að geta komið vörum til viðskiptavina með fljúgandi drónum: Google, Amazon og Aha,“ segir Helgi Már Þórðarson, annar eigenda Aha.is og hlær dátt, enda skrítið til þess að hugsa að íslensk netverslun standi hér um bil jafnfætis tveimur stærstu tæknifyrirtækjum heims. Meira
3. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 96 orð | 1 mynd

Metverð fyrir málsverð með Buffett

Í síðustu viku hélt stjörnufjárfestirinn Warren Buffett árlegt góðgerðaruppboð sitt í 20. sinn. Meira
3. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 153 orð | 1 mynd

Telur Boeing-vélar ekki fljúga í bráð

Tim Clark , forstjóri risaflugfélagsins Emirates , telur að vegna erfiðleika í samstarfi flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum og öðrum löndum verði að teljast ólíklegt að flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX , sem hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan... Meira

Fastir þættir

3. júní 2019 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
3. júní 2019 | Í dag | 81 orð | 1 mynd

Fékk gefins einkaþotu

Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake fékk nýja sérhannaða einkaþotu að gjöf frá kanadíska flugfélaginu Cargojet sem metin er á tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Meira
3. júní 2019 | Árnað heilla | 64 orð | 1 mynd

Ingólfur Björn Guðmundsson

40 ára Ingólfur er Reykvíkingur en býr í Garðabæ. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og er sérfræðingur hjá Origo. Maki : Una Björg Guðmundsdóttir, f. 1983, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri í heimahjúkrun. Börn : Alex Máni Mikkaelsson, f. Meira
3. júní 2019 | Í dag | 54 orð

Málið

Maður sem vó salt í æsku við annan sér miklu þyngri, fló í loft upp og kom hart niður, kvaðst hafa fengið „miður slæma lendingu“. En miður þýðir þarna minna , svo að miður slæm þýðir eiginlega ekki sem verst . Átt var við miður góða... Meira
3. júní 2019 | Árnað heilla | 630 orð | 4 myndir

Mikill uppgangur í boltanum

Klara Ósk Bjartmarz fæddist 3. júní 1969 í Reykjavík og ólst upp í Smáíbúðahverfinu. „Ég dvaldist í sveit í skemmri tíma, en aðaltími fjölskyldunnar fór í hestaferðir um landið. Meira
3. júní 2019 | Fastir þættir | 165 orð

Óumdeild staðreynd. S-AV Norður &spade;Á8 &heart;KDG109 ⋄ÁG3...

Óumdeild staðreynd. S-AV Norður &spade;Á8 &heart;KDG109 ⋄ÁG3 &klubs;Á95 Vestur Austur &spade;G109 &spade;D7532 &heart;643 &heart;2 ⋄D1072 ⋄954 &klubs;D73 &klubs;10864 Suður &spade;K64 &heart;Á875 ⋄K86 &klubs;KG2 Suður spilar... Meira
3. júní 2019 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Vaka Björg Sigursteinsdóttir fæddist 3. júlí 2018. Hún vó...

Reykjavík Vaka Björg Sigursteinsdóttir fæddist 3. júlí 2018. Hún vó 4.328 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Auður Ákadóttir og Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson... Meira
3. júní 2019 | Árnað heilla | 59 orð | 1 mynd

Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson

40 ára Sigursteinn er Reykvíkingur og er með meistarapróf í leikjahönnun frá New York háskóla. Hann er annar eigenda leikjafyrirtækisins Tasty Rook. Maki : Auður Ákadóttir, f. 1989, hönnuður. Börn : Brynja Sigursteinsdóttir, f. Meira
3. júní 2019 | Í dag | 275 orð

Snjókoma og sjómannadagshretið

Á þriðjudaginn skrifaði Björn Ingólfsson í Leirinn: „Góðan og blessaðan daginn. Það var logn í morgun þegar ég leit út en eitthvert undarlegt ryk í loftinu sem við nánari athugun reyndist vera svona fínkornótt snjókoma. Meira
3. júní 2019 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á alþjóðlega Sigeman-mótinu sem lauk fyrir skömmu í...

Staðan kom upp á alþjóðlega Sigeman-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Svíþjóð. Indverska undrabarnið og stórmeistarinn Sarin Nihal (2.598) hafði hvítt gegn króatíska stórmeistaranum Ivan Saric (2.694) . 57. Hd4! Meira

Íþróttir

3. júní 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Fagnar Óðinn á fimmtudag?

Óðinn Þór Ríkharðsson gæti orðið danskur meistari í handbolta á fimmtudag eftir að lið hans GOG vann Aalborg 33:30 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Fjölnismenn einir á toppnum

Hans Viktor Guðmundsson sendi Fjölni á topp 1. deildarinnar í fótbolta, Inkasso-deildarinnar, þegar hann skoraði nokkrum mínútum fyrir leikslok í 1:0-sigri á Njarðvík. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 52 orð

Gary Martin í raðir ÍBV

Enski knattspyrnumaðurinn Gary Martin mun leika með ÍBV út tímabilið. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í gærkvöld. Martin byrjaði tímabilið með Val en lék aðeins þrjá deildarleiki með liðinu, áður en samningi hans var rift. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Ísland í 3. sæti á verðlaunalista

Íslendingar unnu til 19 gullverðlauna, 13 silfurverðlauna og 23 bronsverðlauna á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Anton Sveinn McKee bar fána Íslands á lokahátíðinni um helgina en hann vann 4 gullverðlaun. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Kallar Hamrén á markvörð?

Gærkvöldið var súrsætt fyrir Rúnar Alex Rúnarsson. Lið hans Dijon tryggði sér áframhaldandi veru í efstu deild Frakklands í fótbolta með 3:1-sigri á Lens í umspili, og samanlagt 4:2-sigri í einvígi liðanna. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Martin góður í undanúrslitum

Martin Hermannsson fór fyrir sínum mönnum í Alba Berlín á lokakaflanum í 100:93-sigri á Oldenburg á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum þýsku 1. deildarinnar í körfubolta. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla Undanúrslit í Köln: Barcelona – Vardar Skopje...

Meistaradeild karla Undanúrslit í Köln: Barcelona – Vardar Skopje 27:29 • Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Meistararnir úr leik í Árbænum

Afar óvænt úrslit urðu í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta um helgina þegar Fylkir vann 1:0-sigur á Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Mjólkurbikar kvenna 16-liða úrslit: Stjarnan – Selfoss 2:3 Jana...

Mjólkurbikar kvenna 16-liða úrslit: Stjarnan – Selfoss 2:3 Jana Sól Valdimarsdóttir 22., 90. – Grace Rapp 19., 90., Barbára Sól Gísladóttir 91. HK/Víkingur – Afturelding 4:0 Esther Rós Arnarsdóttir 23., Þórhildur Þórhallsdóttir 68. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Náði að spila fyrir landsleiki

Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur út á völlinn eftir meiðsli og spilaði síðustu 20 mínúturnar í 2:0-sigri AIK á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla Grindavík – Víkingur R 0:0 ÍBV – ÍA...

Pepsi Max-deild karla Grindavík – Víkingur R 0:0 ÍBV – ÍA 3:2 KR – KA 1:0 Breiðablik – FH 4:1 HK – Fylkir 1:2 Stjarnan – Valur 2:1 Staðan: Breiðablik 751113:516 ÍA 751114:716 KR 742111:614 FH 732212:1311 Stjarnan... Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 1543 orð | 14 myndir

Stjarnan sendi Val á botninn

7. umferð Bjarni Helgason Jóhann Ingi Hafþórsson Kristján Jónsson Arnar Gauti Grettisson Kristófer Kristjánsson Guðmundur Steinn Hafsteinsson, framherji Stjörnunnar, sendi Íslandsmeistara Vals í neðsta sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í Garðabæ í gær en Guðmundur skoraði á 90. mínútu í 2:1-sigri Stjörnunnar. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 442 orð | 2 myndir

Stríðsmennirnir gefast aldrei upp

Í Köln Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Svíþjóð AIK – Hammarby 2:0 • Kolbeinn Sigþórsson kom inn á...

Svíþjóð AIK – Hammarby 2:0 • Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu hjá AIK. • Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Hammarby. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Valgarð sjötti í Slóveníu

Valgarð Reinhardsson, Íslandsmesitari í fimleikum, hafnaði í sjötta sæti á gólfi á heimsbikarmótinu í Koper í Slóveníu á laugardag. Hann hækkaði þá um tvö sæti frá undanúrslitunum. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

Verðlaunasafnið stækkar

Liverpool frá Englandi er Evrópumeistari í knattspyrnu karla í sjötta sinn eftir 2:0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fór á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madríd. Meira
3. júní 2019 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Þýskaland Undanúrslit, fyrsti leikur: Oldenburg – Alba Berlín...

Þýskaland Undanúrslit, fyrsti leikur: Oldenburg – Alba Berlín 93:100 • Martin Hermannsson skoraði 15 stig og gaf þrjár stoðsendingar á 23 mín hjá Alba. *Staðan er 1:0 fyrir Alba Berlín en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.