Greinar fimmtudaginn 13. júní 2019

Fréttir

13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

600 milljóna fjáraukning

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar til fjögurra ára. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 1354 orð | 2 myndir

Að öðlast heyrn og mannréttindi

VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Afhjúpuðu nýjan kappakstursbíl

Nýr Formula student-kappakstursbíll, RU19, sem smíðaður er af nemendum í Háskólanum í Reykjavík var afhjúpaður í HR í gær. Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík mun keppa á bílnum í Hollandi í sumar. Hópurinn heitir RU Racing og var stofnaður árið 2015. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Afslappað andrúmsloft á Klambratúni

Í góða veðrinu sem leikið hefur við íbúa höfuðborgarsvæðisins að undanförnu hafa margir nýtt sér Klambratún til að flatmaga og njóta sólarinnar. Strandblakvöllurinn er til reiðu fyrir þá sem vilja sýna hvað í þeim býr ásamt ýmsum leik- og... Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Alfreð skuldbindur sig ekki á næstunni

Alfreð Gíslason, handknattleiksþjálfari frá Akureyri, segist í samtali við Morgunblaðið ætla að taka sér frí frá handboltanum þar til á næsta ári í það minnsta. Hann ætlar ekki að skuldbinda sig né fara í samningaviðræður á þeim tíma. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Algengt að fólk fjarlægi unga

Algengt er að þrastarungar flækist inn á þjóðvegi á þessum tíma árs. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í samtali við Morgunblaðið. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Angus-kálfarnir fóru á tvöföldu lágmarksverði

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur keyptu alla fimm aberdeen angus-holdakálfana sem losna úr einangrun síðsumars. Kálfarnir seldust á ríflega tvöföldu lágmarksverði og er verðið sagt ásættanlegt. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 1394 orð | 3 myndir

Anna María snýr aftur heim

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Árið 1835 kom í heiminn lítil stúlka, í Faktorshúsinu vestur í Hæstakaupstað. Stúlkubarnið var skírt Anna María Benedictsen. Síðar á lífsleiðinni varð hún leikkona í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og rithöfundur. Hún var góð vinkona og trúnaðarmaður H.C. Andersens. Anna María var líklega meðal frægari Íslendinga í Danmörku, en hefur aldrei hlotið verðskuldaða athygli á Íslandi – líklega vegna þess að hún var „bara kona“ og þar að auki ekki alíslensk, sem lengi þótti til vansa á Íslandi. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Ánægjulegur forsetafundur

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, fundaði með forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í gærmorgun. Ræddu forsetarnir þar saman um loftslagsmál, sameiginlega hagsmuni ríkjanna á norðurslóðum og horfur í alþjóðamálum. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Bauð sjálfum sér í grillveislu

Það var kátt á hjalla í útvarpsþættinum „Ísland vaknar“ á K100 í gær þegar dregið var í annað sinn í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 479 orð | 1 mynd

Bitlítið vanrækslugjald í umferð

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hefur beint þeirri tillögu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að taka til endurskoðunar viðurlög við að vanrækja skoðunarskyldu ökutækja. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Ekið upp Laugaveginn í fyrsta sinn síðan 1932

Á morgun, föstudag, verður gerð söguleg breyting á akstursstefnu bíla um Laugaveg. Fram á haust munu bílar aka upp Laugaveginn, þ.e. til austurs, frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Meira
13. júní 2019 | Innlent - greinar | 281 orð | 6 myndir

Er hægt að nota þetta 70 sinnum?

Sumartískan iðar af lífi og fjöri þessa dagana enda leikur sólin við landsmenn. Það er einmitt í svona veðri sem mann langar bara að klæða sig upp í sumarlegan kjól, setja blómakrans í hárið og gleyma öllum áhyggjum lífsins. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 296 orð

Fyrsti fasinn samþykktur

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í gær með sex atkvæðum gegn einu að bærinn myndi taka þátt í greiningar- og hönnunarvinnu með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirhugaðrar borgarlínu. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 475 orð | 1 mynd

Gagnsæi í skattamálum skilar árangri

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Frá árinu 2018 hafa yfir 90 ríki deilt með sér upplýsingum um 47 milljón aflandsreikninga með heildarvirði eigna um 4,9 billjónir evra. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 417 orð | 2 myndir

Góður gangur í íssölu eftir veðurblíðu síðustu vikna

Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Talsverð aukning varð í íssölu í maímánuði samanborið við sama tíma í fyrra. Þetta segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss. Meira
13. júní 2019 | Erlendar fréttir | 652 orð | 5 myndir

Gæti leitt flokkinn til sigurs

Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Hari

Siglingar í sólinni Þegar sumarfrí gefst frá skólanum er hægt að sinna ýmsum áhugamálum og prófa nýja hluti. Þessir krakkar sigldu um Fossvoginn í góða veðrinu í... Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Helgidagafriður ekki lengur bundinn í lög

Frumvarp Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um breytingu á lögum um helgidagafrið var samþykkt á Alþingi á þriðjudag með 44 atkvæðum gegn 9, en þingmenn Miðflokksins greiddu allir atkvæði gegn frumvarpinu. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 451 orð | 7 myndir

Holt og Land

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Holtin og Landsveitin í Rangárþingi ytra, sveitirnar norðan og ofan við hringveginn milli Þjórsár og Ytri-Rangár, eru sögusviðið í þessari grein. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 506 orð | 2 myndir

Hvatti afmælisgesti til að gefa notaðar gjafir

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Daðey Albertsdóttir sálfræðinemi hélt umhverfisvæna afmælisveislu fyrir tveggja ára son sinn, Benjamín Tuma, síðustu helgi, þar sem hún og eiginmaður hennar, Tómas Guðmundsson, lögðu til við veislugesti að gefa honum notaðar gjafir af heimili sínu eða úr nytjamörkuðum í stað þess að kaupa nýjar gjafir. Daðey segir að ákvörðunin hafi verið tekin af umhverfissjónarmiðum og sem tilraun til að minnka sóun. Meira
13. júní 2019 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Hörð átök í Hong Kong

Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem berjast gegn lagafrumvarpi um að heimila framsal meintra glæpamanna frá sjálfstjórnarsvæðinu til meginlands Kína. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Íbúar spari kalda vatnið

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bilun í Sauðárveitu í fyrrinótt varð þess valdandi að farið var fram á það við alla notendur kalds vatns á Sauðárkróki, íbúa þar meðtalda, að þeir færu eins sparlega með kalda vatnið og mögulegt væri næstu daga. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 937 orð | 2 myndir

Kossaflóð við búðarborðið í Norðurfirði

Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Kossar flögra um og fylla búðina í Árneshreppi á Ströndum. Við búðarborðið stendur verslunarstjórinn ungi, Árný Björk Björnsdóttir frá bænum Melum, og tekur á móti fyrstu kúnnunum þetta sumarið með geislandi brosi. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Kröfum Blönduóss vísað frá

Hæstiréttur úrskurðaði í gær að vísa bæri frá héraðsdómi máli, sem Blönduós höfðaði á hendur ábúendum jarðarinnar Kleifa árið 2017, en bærinn rifti í desember 2009 byggingarbréfi sem gert hafði verið við ábúendur árið 1951 og lýsti því yfir að hann... Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Lífsstíll bingóstjórans

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Karl Jóhannsson, einn besti handboltamaður landsins á árum áður, hætti að spila 45 ára, sinnti dómarastörfum til fimmtugs og sneri sér þá alfarið að golfinu, sem hann byrjaði að æfa um þrítugt. Hann er enn að á golfvellinum, 85 ára gamall, og fer níu holur á Korpuvellinum nánast á hverjum degi, en á veturna skipuleggur hann og sér um bingó fyrir eldri kylfinga í GR. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Meðal fremstu ríkja í réttindavernd

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ísland er meðal þrettán fremstu ríkja þegar kemur að vernd réttinda launafólks að því er fram kemur í úttekt Alþjóðasambands verkafólks, ITUC, fyrir síðasta ár. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Messur hljóðritaðar á Húsavík

Dagana 25.-26. maí voru hljóðritaðar sex messur í Húsavíkurkirkju. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 273 orð | 2 myndir

Njóta blóma í bænum

Hveragerði er nú að taka svip gróanda og blóma, en þar verður um helgina viðburðurinn Blóm í bæ . Efnt verður til fjölbreyttra uppákoma þar sem inntakið eru blóm, ræktun, endurvinnsla og vistvænt líf. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Nýjungar á grillið frá Ali

Það er ekkert lát á spennandi nýjungum í verslunum og Ali lætur ekki sitt eftir liggja og kynnir til leiks tvær splunkunýjar bragðtegundir beint á grillið en þær eru hickory honey og jalapeno suðrænir ávextir. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 217 orð

Nær ekki tilgangi sínum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fjöldi tilfella álagðra vanrækslugjalda vegna ökutækis sem ekki er fært til lögbundinnar skoðunar á tilsettum tíma er hátt í 40 þúsund á ári. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Sólstrandarstemmning í Nauthólsvík

Segja má að sannkölluð sólstrandarstemmning hafi ráðið ríkjum í Nauthólsvík í gær, og nutu gestir ylstrandarinnar sólarinnar á Suðvesturhorninu til hins ýtrasta. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

STEC E. coli í íslensku kjöti

Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti sýnir að STEC E. coli finnst bæði í kjöti af íslensku sauðfé og nautgripum. Þetta er í fyrsta sinn sem skimað er fyrir þessari eiturmyndandi tegund E. coli í kjöti af sauðfé og nautgripum hérlendis. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 180 orð | 2 myndir

Sælkeravörur sem hafa slegið í gegn

Nicolas Vahé-vörurnar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi enda þykja þær í senn afar fallegar og vandaðar. Um er að ræða bæði sælkeravörur sem og eldhús- og gjafavörur. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 566 orð | 3 myndir

Tækifærin eru í sjónmáli á Vestfjörðum

Baksvið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ef áætlanir um að ársframleiðsla í fiskeldi á Vestfjörðum verði orðin allt að 70 þúsund tonn árið 2035 má gera ráð fyrir að íbúar á svæðinu verði þá orðnir rúmlega 9. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 463 orð | 4 myndir

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Vilja leyfa áfengi í laugunum

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur til að áfengisveitingar verði heimilar í takmörkuðu magni við baðstaði í náttúrunni. Tillagan nær þó ekki til baðstaða þar sem enginn rekstur fer fram. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Vísa til ríkissáttasemjara

Flugfreyjufélag Íslands hefur vísað kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect til ríkissáttasemjara. Þetta staðfesti Berglind Kristófersdóttir sem situr í samninganefnd fyrir hönd FFÍ við mbl.is. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 177 orð | 2 myndir

Vörur með alvörubragði

Hvað verður um ljótu paprikurnar sem komast ekki í búðir? Það þarf enginn að örvænta því Sölufélag garðyrkjumanna mismunar engum og nýtir nú paprikur og sveppi – sem ekki uppfylla útlitskröfur í verslanir, til að búa til úrvalshummus og smurost. Meira
13. júní 2019 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Örlagasögur sýndar á gömlum myndum

Faxaflóahafnir sf. hafa sett upp veglega ljósmyndasýningu á steyptum stöplum á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Árlega eru haldnar slíkar sýningar. Þær byrja rétt fyrir Hátíð hafsins í byrjun júní og standa fram á haust. Meira

Ritstjórnargreinar

13. júní 2019 | Staksteinar | 211 orð | 1 mynd

Fréttaúrval

Ýmsir horfa til síðasta sumars þegar grallarinn umturnaði hendingu góðskáldsins og sagði: „Þegar saman safnast var, sumarkvöldin fjögur...“ ef þau voru þá svo mörg. En nú er sumarsólin í akkorði, yfirvinnu og uppmælingu og hefur varla undan. Meira
13. júní 2019 | Leiðarar | 539 orð

Ógeðfelld þróun

Gyðingahatur heggur að rótum Verkamannaflokksins Meira

Menning

13. júní 2019 | Leiklist | 1540 orð | 1 mynd

„Erindi listamanna alltaf brýnt“

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég byrjaði sem barn í Ballettskóla Þjóðleikhússins og rétt eftir að ég hóf nám þar var ég farin að taka þátt í sýningum í leikhúsinu sem ég gerði svo í þónokkur ár, þar til ég fór út til náms,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í ár. Meira
13. júní 2019 | Tónlist | 2379 orð | 2 myndir

„Maður sér aldrei eftir því að halda stórkostlega veislu“

Viðtal Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
13. júní 2019 | Leiklist | 231 orð | 3 myndir

Borgarleikhúsið fengsælt

Íslensku sviðslistaverðlaunin Gríman voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu og var sýnt frá hátíðinni í beinni útsendingu á RÚV. Uppfærsla Borgarleikhússins á Ríkharði III. Meira
13. júní 2019 | Tónlist | 501 orð | 1 mynd

Eva Ollikainen ráðin í stöðu aðalhljómsveitarstjóra SÍ

Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) tilkynnti í gær ráðningu finnska hljómsveitarstjórans Evu Ollikainen í stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda hljómsveitarinnar. Meira
13. júní 2019 | Myndlist | 193 orð | 1 mynd

Fegurð og munúð í sígildu myndefni

Man ég fjallið er titill sýningar Lauru Valentino sem opnuð verður í dag í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Meira
13. júní 2019 | Tónlist | 110 orð | 1 mynd

Fjórar þýskar og tvær íslenskar

Tónleikaröðin Freyjujazz hefst í dag og verður alla fimmtudaga út sumarið í Listasafni Íslands. Íslenskar djasskonur eru þar að vanda í fararbroddi og nokkrar erlendar taka einnig þátt. Meira
13. júní 2019 | Tónlist | 425 orð | 6 myndir

Fjölbreytileg dagskrá með rómuðum listamönnum í Hörpu og Mengi

Gestir Víkings Heiðars á Reykjavík Midsummer Music-hátíðinni eru armenski fiðluleikarinn Anahit Kurtikyan, sem er leiðari annarrar fiðlu Óperuhljómsveitarinnar í Zürich og meðlimur Gringolts-strengjakvartettsins; austurríski barítónsöngvarinn Florian... Meira
13. júní 2019 | Myndlist | 208 orð | 1 mynd

Gestir fá að dvelja í óvissunni

Samsýningin ... og hvað svo? verður opnuð í dag kl. 18 í Nýlistasafninu í Marshall-húsinu á Granda. „Og hvað svo? Þessi orð fela í sér samtíning andstæðra tilfinninga. Undrun, uppgjöf, ótta og vanmátt. Tilhlökkun, gleði, spennu og von. Meira
13. júní 2019 | Kvikmyndir | 68 orð | 1 mynd

Hlaut verðlaun RAI

Jón Bjarki Magnússon hlaut á dögunum verðlaun hinnar konunglegu mannfræðistofnunar í Bretlandi, RAI, fyrir heimildarstuttmynd sína Even Asteroids Are Not Alone frá árinu 2018 en í henni er veitt innsýn í vinatengsl milli þátttakenda í leiknum Eve Online... Meira
13. júní 2019 | Myndlist | 114 orð | 1 mynd

Óður til jarðar

Kristín Geirsdóttir opnaði á hvítasunnudag sýningu í Galleríi göngum í Háteigskirkju sem hún nefnir Óður til jarðar, blá jörð, græn jörð . Þar sýnir hún málverk máluð á striga, pappír og MDF-plötur. Meira
13. júní 2019 | Tónlist | 185 orð | 1 mynd

Ópera frumflutt á Seyðisfirði í ágúst

Listafólk frá Austurlandi mun frumflytja óperu, The Raven's Kiss eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson, í Herðubreið á Seyðisfirði 23. ágúst næstkomandi. Meira
13. júní 2019 | Tónlist | 727 orð | 3 myndir

Óvænt ánægja

Önnur hljómplata Benny Crespo's Gang, 10 lög. Kom út 1. nóvember 2018. Í Benny Crespo's Gang eru Bessi Ólafsson, Helgi Rúnar Gunnarsson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Magnús Árni Öder Kristinsson. Tekið upp í Orgelsmiðjunni. Meira
13. júní 2019 | Leiklist | 147 orð | 1 mynd

Ríkharður III. hlaut VI verðlaun

Sýning ársins Ríkharður III. í sviðsetningu Borgarleikhússins Leikrit ársins 2019 Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson Leikstjóri ársins Brynhildur Guðjónsdóttir - Ríkhaður III. Leikari ársins í aðalhlutverki Hjörtur Jóhann Jónsson - Ríkharður III. Meira
13. júní 2019 | Tónlist | 54 orð | 1 mynd

Þungarokk í Hlégarði í þrjá daga

Þungarokkshátíðin Ascension MMXIX hefst í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag og stendur yfir í þrjá daga. Meira

Umræðan

13. júní 2019 | Pistlar | 398 orð | 1 mynd

Góður dagur á Alþingi

Stundum, ekki oft, en stundum fer maður heim af þingi og hefur á tilfinningunni að dagsverkið hafi verið gott. Á þriðjudaginn áttum við Píratar þannig dag, þá lögfesti Alþingi fjölmörg mál sem Píratar hafa haldið á lofti. Meira
13. júní 2019 | Aðsent efni | 1696 orð | 6 myndir

Hugvitsmaður sem fékk ekki notið sín

Eftir Pál Bjarnason: "Vonandi hillir nú undir að uppfinningar Magnúsar hljóti verðugan sess, 45 árum eftir andlát hans." Meira
13. júní 2019 | Aðsent efni | 615 orð | 1 mynd

Samstaða og kraftur kvenna

Eftir Lárus L. Blöndal: "Ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í 30 ára afmælishlaupi Sjóvár-Kvennahlaups ÍSÍ 15. júní nk." Meira
13. júní 2019 | Aðsent efni | 791 orð | 1 mynd

Stillið ykkur stjórnmálamenn

Eftir Sigurð Sigurðarson: "Ég skora á ríkisstjórnina að leggjast undir feld og hugsa ráð til að stuðla að samstöðu og friði með þjóðinni og afstýra óeiningu og klofningi og reiði." Meira
13. júní 2019 | Aðsent efni | 596 orð | 1 mynd

Um dropasteina og risvandamál – fjarpóstur úr álfheimum

Eftir Maríu Önn Þorsteinsdóttur: "Við leggjum til að komið verði upp skiltum við hella sem greini frá þeim álögum sem bíða þeirra sem brjóta dropasteina" Meira
13. júní 2019 | Aðsent efni | 1812 orð | 3 myndir

Vatnið og Guðmundur Björnsson

Eftir Valgarð Briem: "Fáum mönnum eiga Reykvíkingar eins mikið að þakka og Guðmundi Björnssyni." Meira
13. júní 2019 | Aðsent efni | 116 orð | 7 myndir

Vikan á K100

Það er aldrei lognmolla hjá K100 en þar streyma inn góðir gestir alla daga sem gera stöðina okkar að því sem hún er, persónulega og stórskemmtilega. Meira
13. júní 2019 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Vonarstjörnur í aukinni hagsæld þjóðar

Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur: "Þótt nýting lifandi náttúruauðlinda geti verið hvikul og óáreiðanleg, eins og nýlegt dæmi um loðnubrest sýnir, hefur tekist að viðhalda auðlindinni og hámarka afrakstur af henni." Meira
13. júní 2019 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Ýmislegt um Hebron og heimsins óréttlæti

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur: "Sumir Íslendingar fara til Hebron og sjá aðskilnaðarstefnu og landtökumenn en skortir innsýn í söguna." Meira

Minningargreinar

13. júní 2019 | Minningargreinar | 435 orð | 1 mynd

Arndís Kr. Magnúsdóttir

Arndís Kr. Magnúsdóttir fæddist 20. júlí 1927. Hún lést 30. maí 2019. Útförin fór fram 7. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2019 | Minningargreinar | 1900 orð | 1 mynd

Elín Methúsalemsdóttir

Elín Methúsalemsdóttir fæddist á Bustarfelli í Vopnafirði 10. júlí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 4. júní 2019 eftir skammvinn veikindi. Foreldrar hennar voru Jakobína Soffía Grímsdóttir ættuð frá Svefneyjum á Breiðafirði, f. 10. sept. 1893,... Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1261 orð | 1 mynd | ókeypis

Elín Methúsalemsdóttir

Elín Methúsalemsdóttir fæddist á Bustarfelli í Vopnafirði 10. júlí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 4. júní 2019 eftir skammvinn veikindi.Foreldrar hennar voru Jakobína Soffía Grímsdóttir ættuð frá Svefneyjum á Breiðafirði, f. 10. sept. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2019 | Minningargreinar | 1397 orð | 1 mynd

Gréta Hulda Hjartardóttir

Gréta Hulda Hjartardóttir fæddist 30. janúar árið 1938 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. maí 2019. Foreldrar hennar voru Ásta Kristinsdóttir, f. 4. júlí 1917, d. 18. ágúst 2006, og Jakob Líndal Jósefsson, f. 24. apríl 1917, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2019 | Minningargreinar | 1525 orð | 1 mynd

Gunnar Ragnarsson

Gunnar Ragnarsson fæddist 20. júní 1926. Hann lést 20. maí 2019. Útförin fór fram 4. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2019 | Minningargreinar | 535 orð | 1 mynd

Hilmar E. Guðjónsson

Hilmar E. Guðjónsson fæddist 15. nóvember 1938. Hann lést 15. maí 2019. Útför Hilmars fór fram 24. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2019 | Minningargreinar | 3119 orð | 1 mynd

Jakob Gísli Þórhallsson

Jakob Gísli Þórhallsson fæddist á Syðri-Ánastöðum á Vatnsnesi 26. október 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. júní 2019. Foreldrar hans voru Ólöf Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 21. júlí 1903, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2019 | Minningargreinar | 99 orð | 1 mynd

Pétur Axel Pétursson

Pétur Axel Pétursson fæddist 18. desember 1945. Hann lést 10. maí 2019. Útför Péturs fór fram 17. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
13. júní 2019 | Minningargreinar | 463 orð | 1 mynd

Sigurlín Margrét Gunnarsdóttir

Sigurlín Margrét Gunnarsdóttir fæddist 16. febrúar 1927. Hún lést 25. maí 2019. Útförin fór fram 7. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Hagar lækkuðu um rúm 3% í Kauphöll Íslands

Nokkuð rautt var um að litast í Kauphöll Íslands eftir lokun markaða í gær. Eimskip hækkaði mest allra fyrirtækja, eða um 2,28% í 155 milljóna króna viðskiptum. Síminn hækkaði um 0,91% og Skeljungur um 0,86%. Meira
13. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 115 orð | 1 mynd

Ráðstefna til heiðurs Ragnari

Á morgun fer fram alþjóðleg ráðstefna haldin til heiðurs Ragnari Árnasyni, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands. Meira

Daglegt líf

13. júní 2019 | Daglegt líf | 933 orð | 3 myndir

Draumar víkka út veruleikann

Hægt var að tala við Drauma-Jóa á meðan hann svaf og hann leitaði svara í draumum sínum um hvar týndir hlutir, fólk eða fénaður væru. Bjarni Múli Bjarnason er áhugasamur um drauma og hefur kynnt sér sögu Drauma-Jóa. Meira

Fastir þættir

13. júní 2019 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 e5 7. Be3 b6...

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 e5 7. Be3 b6 8. a3 f5 9. b4 cxb4 10. axb4 Rh6 11. Ra3 Rf7 12. Dc1 O-O 13. Rg5 Rd6 14. Bd2 h6 15. Rf3 fxe4 16. dxe4 Kh7 17. Be3 Rxe4 18. Rc4 Be6 19. Rcxe5 Dd6 20. Rd3 Bc3+ 21. Ke2 Bxa1 22. Meira
13. júní 2019 | Í dag | 129 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll og Jón Axel rífa landsmenn á fætur með...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll og Jón Axel rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. Meira
13. júní 2019 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Agnes Guðjónsdóttir

40 ára Agnes ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur frá HÍ og vinnur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Maki : Gunnar Sigurðarson, f. 1973, viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Meira
13. júní 2019 | Árnað heilla | 1004 orð | 3 myndir

Fjölhæfur með færeyskt blóð

Rúnar Fossádal Árnason fæddist 13. júní 1969 kl. 22.55 heima hjá Rósu E. Þorsteinsdóttur ljósmóður að Staðarhrauni 9 í Grindavík. „Ég bjó í foreldrahúsum á Borgarhrauni 21 til ársins 1991 en þá hófum við Heiða konan mín sambúð í Keflavík. Meira
13. júní 2019 | Árnað heilla | 70 orð | 1 mynd

Guðmundur Bjarnar Sigurðsson

60 ára Guðmundur er frá Heiði í Biskupstungum en býr á Selfossi. Hann er eigandi GBS gröfuþjónustu ásamt eiginkonu sinni. Maki : Guðríður Egilsdóttir, f. 1960, framhaldskennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Börn : Rebekka, f. 1979, og Rakel, f. 1992. Meira
13. júní 2019 | Í dag | 189 orð | 1 mynd

Hvað kom fyrir þig Bridget?

Hvað ef Renée Zellweger hefði bara neitað að leika í þáttunum Hvað ef? (Eða eins og þeir heita á frummálinu What/If.) Við hefðum ekki misst af neinu þótt hún hefði bara sleppt þessu! Þættirnir eru nú á efnisveitunni Netflix og eru tíu talsins. Meira
13. júní 2019 | Í dag | 134 orð | 1 mynd

Kevin Hart kærður fyrir ofbeldi í New York

Grínarinn Kevin Hart er í vandræðum en hann hefur verið kærður fyrir líkamsárás, en það er einn af öryggisvörðunum hans sem er árásarmaðurinn í málinu. Meira
13. júní 2019 | Í dag | 61 orð

Málið

Gaman væri ef þeir sem sakaðir eru um að hafa sagt einhvern fjárann en vilja ekki kannast við það hættu að „neita fyrir það“ og neituðu því í staðinn að hafa sagt það eða þvertækju fyrir það . Meira
13. júní 2019 | Fastir þættir | 176 orð

Meira er minna. V-Enginn Norður &spade;752 &heart;Á9873 ⋄10...

Meira er minna. V-Enginn Norður &spade;752 &heart;Á9873 ⋄10 &klubs;K1075 Vestur Austur &spade;K9843 &spade;G6 &heart;DG42 &heart;K106 ⋄3 ⋄DG98764 &klubs;932 &klubs;4 Suður &spade;ÁD10 &heart;5 ⋄ÁK52 &klubs;ÁDG86 Suður spilar... Meira
13. júní 2019 | Í dag | 269 orð

Smávegis af hinum ýmsu fuglum

Hér er „smá dýrafræði“ eftir Helga R. Einarsson: Haninn á hólnum galar, högninn í stólnum malar, hundurinn urrar, æðurin kurrar, en miðflokksmaðurinn talar. Meira

Íþróttir

13. júní 2019 | Íþróttir | 1349 orð | 2 myndir

Alfreð stendur við síðara loforðið

Í Kiel Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir að hafa stýrt uppeldisfélagi sínu KA til sigurs á Íslandsmótinu í handknattleik árið 1997 flutti Alfreð Gíslason með fjölskyldu sinni til Þýskalands til að taka við liði Hameln. Lofaði hann þá Köru eiginkonu sinni að þau yrðu í Þýskalandi í tvö ár. Tuttugu og tveimur árum síðar lætur hann af störfum hjá Kiel að eigin ósk og segist ætla að láta gott heita í félagsliðaþjálfun. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Brooks Koepka reynir við þrennu

Opna bandaríska meistaramótið í karlaflokki í golfi hefst á hinum glæsilega Pebble Beach-velli í Kaliforníu í dag. Verður þetta í sjötta sinn sem mótið er haldið á vellinum. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Ein kona í hópi 100 tekjuhæstu

Fótboltamenn skipa þrjú efstu sætin á nýjum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir 100 tekjuhæstu íþróttamenn heims síðasta árið. Lionel Messi er efstur með 127 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 15,9 milljarða króna. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

Gestgjafarnir í góðum málum

Gestgjafar Frakka eru í góðum málum í A-riðli heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu. Frakkar unnu sinn annan leik í gærkvöldi, 2:1, gegn Maríu Þórisdóttur og liði Noregs, fyrir framan rúmlega 34 þúsund áhorfendur í Nice. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Hareide í stað Lagerbäck?

Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að þjálfarinn Åge Hareide myndi hætta að stýra danska karlalandsliðinu eftir EM á næsta ári, þegar samningur hans rennur út. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 222 orð | 1 mynd

Hefur unnið allt sem hægt er að vinna

Danski heims- og ólympíumeistarinn, Niklas Landin, ver mark THW Kiel. Morgunblaðið spurði hann út í Alfreð Gíslason nú þegar Alfreð lætur af störfum hjá félaginu. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 53 orð | 1 mynd

HM kvenna í Frakklandi A-RIÐILL: Nígería – Suður-Kórea 2:0 Do-Yeon...

HM kvenna í Frakklandi A-RIÐILL: Nígería – Suður-Kórea 2:0 Do-Yeon (sjálfsmark) 29., Oshoala 75. Frakkland – Noregur 2:1 Gauvin 46., Le Sommer (víti) 72. – Renard (sjálfsmark) 54. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Hættir eftir 13 ár sem formaður

Hörður J. Oddfríðarson stígur nú um helgina til hliðar eftir 13 ár sem formaður Sundsambands Íslands. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

Ísland slapp með eitt stig frá Grikklandi

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mátti þakka fyrir að ná jafntefli við Grikki í undankeppni Evrópumótsins þegar þjóðirnar mættust ytra í gærkvöldi. Sigur hefði komið Íslandi á EM, en liðið sýndi aldrei sínar bestu hliðar. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 165 orð | 3 myndir

Íslenska karlalandsliðið í keilu hóf í gær keppni á Evrópumóti landsliða...

Íslenska karlalandsliðið í keilu hóf í gær keppni á Evrópumóti landsliða sem haldið er í Dream-Bowl Palace-keilusalnum í München í Þýskalandi, stærsta keilusal í Evrópu en hann telur alls 52 brautir. Fyrstu tvo dagana verður einstaklingskeppni. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Grenivíkurv.: Magni &ndash...

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Grenivíkurv.: Magni – Njarðvík 17 Nettóvöllur: Keflavík – Þróttur R 19.15 Extra-völlur: Fjölnir – Víkingur Ó 19.15 Framvöllur: Fram – Grótta 19.15 Varmárv. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Kóngurinn í þýska handboltaheiminum

Gísli Þorgeir Kristjánsson var að ljúka sínu fyrsta tímabili hjá THW Kiel en verður án samlanda síns, Alfreðs Gíslasonar, á næsta keppnistímabili. „Þegar ég var í handboltanum í yngri flokkum FH þá tengdi maður Alfreð alltaf bara við THW Kiel. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 80 orð

Lettar á EM í fyrsta sinn

Lettland er komið á EM karla í handknattleik í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar eftir dramatískan 25:24-sigur gegn Slóveníu í Lettlandi í gær. Dainis Kristopans fór á kostum í liði Letta og skoraði 13 mörk en hann er leikmaður Vardar í Ungverjalandi. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 160 orð

Norður-Makedónar komnir á EM 2020

Norður-Makedónía tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2020 í handknattleik í gær eftir 26:25-sigur gegn Tyrklandi í Eskisehir í Tyrklandi. Liðin leika í riðli Íslands í undankeppninni en Ísland getur enn náð öðru sætinu og þar með farið einnig á EM í... Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Nýr þjálfari ekki í augsýn

Íslandsmeistaralið Selfoss í handbolta karla er enn þjálfaralaust en Patrekur Jóhannesson kvaddi liðið með Íslandsmeistaratitlinum. „Það er lítið að frétta af okkar þjálfaramálum. Það er ekkert komið í hendi enn sem komið er. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Undankeppni EM karla 3. riðill: Tyrkland – Norður-Makedónía 25:26...

Undankeppni EM karla 3. riðill: Tyrkland – Norður-Makedónía 25:26 Grikkland – Ísland 28:28 Staðan: N-Makedónía 5311141:1377 Ísland 5221153:1296 Tyrkland 5203126:1354 Grikkland 5113122:1413 *Norður-Makedónía er komið á EM. 1. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Það sýndi sig enn og aftur í fyrrakvöld hve mikið vígi Laugardalsvöllur...

Það sýndi sig enn og aftur í fyrrakvöld hve mikið vígi Laugardalsvöllur er orðinn. Karlalandslið Íslands í fótbolta hefur ekki tapað þar í undankeppni stórmóts síðan í júní 2013, í 15 leikjum. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Þær þýsku byrja vel á HM í Frakklandi

Þýskaland byrjar vel í heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu í Frakklandi og lagði í gær Spán að velli 1:0 í B-riðlinum. Þýskaland var með Íslandi í riðli í undankeppninni og vann 2:0 á Laugardalsvelli en Ísland vann hins vegar 3:2 í Þýskalandi. Meira
13. júní 2019 | Íþróttir | 676 orð | 4 myndir

Örlögin enn í eigin höndum þrátt fyrir bakslag

Handbolti Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handknattleik var langt frá því að sýna hvað það getur þegar liðið heimsótti Grikkland í undankeppni Evrópumótsins í Kozani í norðurhluta landsins í gærkvöldi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.