Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Pósterar - Testament kallar Daníel Þ. Magnússon, myndlistarmaður, húsgagnahönnuður og meistarasmiður, sýninguna sem hann opnar hjá Ófeigi að Skólavörðustíg 5 í dag, laugardag, klukkan 16. Í mörg undanfarin ár hefur Daníel einkum sýnt ljósmyndaverk en nú kveður við annan tón því hann sýnir röð formrænna og hálfabstrakt prentverka sem hann gerir í upplagi, og kallar „póstera“, fimm af hverjum, og eru gerðir á síðustu 20 árum.
Meira