Greinar laugardaginn 2. nóvember 2019

Fréttir

2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 513 orð | 2 myndir

26% sveitarfélaga hafa uppfyllt kröfur

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikill meirihluti sveitarfélaga landsins hefur ekki uppfyllt kröfur laga um að setja sér fullgildar jafnréttisáætlanir og virðast mörg sveitarfélög enn eiga langt í land. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Alger sprenging í kókaíni og amfetamíni í ár

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á rétt tæp 240 kíló af fíkniefnum það sem af er ári. Það er umtalsvert meira en allt árið í fyrra þegar lagt var hald á ríflega 172 kíló af fíkniefnum. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

ÁTVR vill ekki pólitísk afskipti

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fyrirhugaðar breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak, sem fela í sér að ÁTVR beri að hafa samráð við sveitarstjórnir um val á staðsetningum vínbúða, boða afturhvarf til pólitískra og gamalla tíma. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 799 orð | 1 mynd

„Við höfum bæði rödd og áhrif“

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef í störfum mínum reynt að vinna að því að konur taki sér stöðu í stjórnmálunum á sínum forsendum,“ segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS). Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 427 orð | 2 myndir

Blindhæð tekin niður vegna bílaplans við Kirkjufell

Úr bæjarlífinu Gunnar Kristjánsson Grundarfirði Loksins virðist hilla undir lausn á bílastæðamálum við Kirkjufell. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Deilur um Hvolsvallarkirkju enn á ný fyrir dómstóla

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Deilur sóknarnefndar og byggingarnefndar Stórólfshvolssóknar og þjóðkirkjunnar um útgreiðslu styrkja til byggingar nýrrar kirkju á Hvolsvelli eru ekki enn útkljáðar. Meira
2. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Dreki rís úr sæ í Calais

Franska götulistafyrirtækið La Machine sýnir svonefndan Calais-dreka á götu í borginni Calais í norðanverðu Frakklandi. Drekinn er tíu metra hár, gerður úr stáli og útskornum viði. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 12 orð | 1 mynd

Eggert

Við glugga Ung stúlka horfði dreymnum augum á mannlífið frá rólegum... Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Ellington að eilífu

Stórsveit Reykjavíkur flytur tónlist eftir Duke Ellington á tónleikum í Silfurbergi Hörpu annað kvöld kl. 20. Eftir Ellington liggja um 2. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Fulltrúar valdir með slembivali

Slembival í íbúaráð Reykjavíkurborgar er í þann mund að hefjast. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn með íbúaráðum er að valdefla íbúa og auka aðkomu þeirra að ákvarðanatöku. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Geta alltaf fylgst með trénu sínu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fólk sem kolefnisjafnar flugferðir sínar eða aðrar athafnir lífsins með því að kosta gróðursetningu trjáa í gegnum TreememberMe fær upplýsingar um staðsetningu og tegund trjánna og áætlaða kolefnisbindingu. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 347 orð

Greiddu 10 milljarða í kolefnisgjald

„Þegar 10% hækkun á kolefnisgjaldi tekur gildi 1. janúar 2020 hefur gjaldið fjórfaldast frá árinu 2010, þegar það var fyrst lagt á. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Íslandsdeild Amnesty selur sokka

Í gær hóf Íslandsdeild Amnesty International sölu á sokkum til styrktar mannréttindastarfi samtakanna. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Jólabjórinn kominn í krárnar

Glatt var á hjalla á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur og víðar í gærkvöldi þegar byrjað var að selja jólabjórinn. Danska kráin við Ingólfsstræti var því heitur reitur í gærkvöldi en þar var venju samkvæmt kl. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Landsmót UMFÍ eru liðin undir lok

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íþróttaveisla UMFÍ, sem ákveðið hefur verið að halda í Kópavogi í júní á næsta ári, er framhald landsmóta ungmennafélaganna með nýju og breyttu sniði. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Laufin falla af trjánum í aspargöngunum í Laugardalnum

Sólargangur styttist nú óðum, lauf falla af trjánum og grös eru sölnuð. Svona er gangur árstíðanna enda þótt ágætt veður hafi verið á landinu í gær og því tilvalið að fara í gönguferð, til dæmis í Laugardalnum í Reykjavík sem er vinsælt útivistarsvæði. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 113 orð

Launahækkun RLS í lagi

Enn er til skoðunar að sameina embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra og hugsanlega er embættið á Suðurnesjum með í breytunni. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 113 orð

Lundur látinn víkja

„Enginn er á móti hjólastíg á svæðinu og þetta verður eflaust vandaður stígur en við viljum hann ekki á þessum stað vegna þess að hann rífur hjartað úr skógarlundinum,“ segir Guðmundur Sigurðsson, íbúi í Vesturási, við Morgunblaðið. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Magnús Geir nýr þjóðleikhússtjóri

„Ég er einstaklega stoltur og þakklátur fyrir að vera treyst fyrir þessu mikilvæga starfi og hlakka óskaplega mikið til þess að hefja störf í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir Þórðarson sem menntamálaráðherra skipaði í gær nýjan... Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 987 orð | 4 myndir

Margir með fjallaferðir í áskrift

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Fjallaferðir í áskrift hafa hitt í mark í starfinu,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hann segir þessar ferðir í skipulögðum hópum meðal hápunktanna í starfinu í ár. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Meistari bókbandsins

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Handunnið bókband á undir högg að sækja en Guðlaugur Atlason, bókbandsmeistari í Vogum á Vatnsleysuströnd, stendur enn keikur vaktina. „Ég bind reglulega inn, 87 ára gamall karlinn,“ segir hann. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Munu fylgja reglum um nafnbirtingu í dómum

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Fons Juris hf., sem rekið hefur rafrænt dómasafn frá árinu 2011, mun fylgja reglum Dómstólasýslunnar um nafnbirtingar í dómum. Þetta staðfestir Sævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Fons Juris. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 620 orð | 3 myndir

Opinberar álögur aukist mikið

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Veitingastaðnum Icelandic Fish & Chips við Tryggvagötu var lokað í byrjun mánaðar. Tilkynnt var um lokunina með stuttri orðsendingu á Facebook-síðu staðarins og þar með lauk þrettán ára rekstrarsögu í miðborg Reykjavíkur. Staðurinn naut frá upphafi vinsælda en sérstaða hans fólst í heilsusamlegu hráefni; fiskur var til að mynda steiktur í speltdeigi og reiddur fram með sérgerðum skyrsósum sem gerðar voru á staðnum. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Páll nýr ráðuneytisstjóri

Páll Magnússon, bæjarritari hjá Kópavogsbæ, var í gær skipaður í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti frá 1. desember næstkomandi til fimm ára. Páll er með meistarapróf í lögfræði og opinberri stjórnsýslu. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 773 orð | 3 myndir

Reykjavíkurflugvöllur dugar ekki sem varavöllur

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir brýnt að hefja uppbyggingu nýs varaflugvallar sem fyrst á suðvesturhorninu. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki hentugur varaflugvöllur til framtíðar. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 330 orð | 2 myndir

Rífur hjartað úr skógarlundi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Framkvæmdir við göngu- og hjólastíg eru hafnar í Víðidalshlíð skammt ofan og vestan við íþróttasvæði Fáks í Selásnum í Reykjavík og eru íbúar í nágrenninu óánægðir með hvar stígurinn liggur. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Sígildar dægurperlur í Norðurljósum Hörpu

Tónleikar Sígildra sunnudaga í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16 verða tileinkaðir sígildum dægurperlum. Flytjendur eru Ragnheiður Gröndal og Tríó Nordica sem skipað er þeim Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Monu Kontra. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 1103 orð | 4 myndir

Spá 1.500 til 2.000 nýjum störfum

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar verður 1,7% hagvöxtur á næsta ári. Gangi spáin eftir gætu 1.500 til 2.000 ný störf orðið til í hagkerfinu á árinu 2020. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Spá fjölgun starfa eftir skamma dýfu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi ný þjóðhagsspá Hagstofunnar eftir gætu orðið til 1.500 til 2.000 ný störf í hagkerfinu á næsta ári. Þetta er mat Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun, sem vísar til reynslu fyrri ára. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 440 orð | 6 myndir

Svara ákalli um minni íbúðir

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Spilda ehf. undirbýr byggingu íbúðarhúsnæðis á tveimur lóðum í Árbæjarhverfinu í Reykjavík, nánar tiltekið á lóðunum Hraunbær 133 og 143. Meira
2. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 84 orð

Sýknaðir af nauðgun

Mannréttindasamtök á Spáni hafa mótmælt dómi dómstóls í Barcelona sem sýknaði fimm karlmenn af ákæru um að hafa nauðgað 14 ára stúlku til skiptis á þeirri forsendu að hún hefði verið meðvitundarlaus og þeir hefðu því ekki þurft að beita ofbeldi. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Viðskipti, menntun og menning

Um fjörutíu fyrirtæki, til dæmis í sjávarútvegi, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, eiga aðild að Rússnesk-íslenska viðskiptaráðinu sem stofnað var í gær. Meira
2. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 692 orð | 2 myndir

Vill bandalag ef Boris Johnson fellur frá brexit-samningnum

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, sagði í gær að hann vildi mynda bandalag með Íhaldsflokknum í þingkosningunum í Bretlandi 12. Meira
2. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 113 orð

Þrjú af 56 hafa fengið vottun

Aðeins þrjú þeirra 56 sveitarfélaga landsins sem eiga að hafa fengið jafnlaunavottun fyrir lok þessa árs hafa fengið staðfesta vottun. Þau eru Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Fljótsdalshérað. Meira

Ritstjórnargreinar

2. nóvember 2019 | Staksteinar | 209 orð | 1 mynd

Hvers vegna þessi fjandskapur?

Andríki rifjar upp í pistli að Bretar, heimsmeistarar skattaparadísanna, hafi sett Ísland á hryðjuverkalista vegna Icesave-málsins og nú hafi þeir hlutast til um að Ísland yrði sett á annan ókræsilegan lista, peningaþvættis- og hryðjuverkalista FATF. Þetta hafi svo verið samþykkt í leynilegri furðuatkvæðagreiðslu þar sem dugað hefði að fimm þjóðir greiddu atkvæði með því að Ísland færi á listann þó að 75 hefðu greitt atkvæði gegn tillögunni. Meira
2. nóvember 2019 | Leiðarar | 647 orð

Mikilvægi sjávarútvegs

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið iðin við að nýta sér framfarir í tækni og tryggja sér sess í fremstu röð Meira
2. nóvember 2019 | Reykjavíkurbréf | 1770 orð | 1 mynd

Þingkosningar í desember hér og í Bretlandi með 40 ára millibili

Oft hefur verið nefnt að kosningabarátta í Bandaríkjunum vegna forsetakosninga stendur árum saman. Hér heima þykir stjórnmálamönnum gott að halda áhuga kjósenda vakandi í fáeinar vikur. Meira

Menning

2. nóvember 2019 | Fólk í fréttum | 57 orð | 1 mynd

Ástfangin og eignast barn í stríði

Sérstök Barnaheilla-sýning á heimildarmyndinni For Sama verður í dag kl. 17.30 í Bíó Paradís. Myndin fjallar um sýn Waad al-Kateab á heimaborg sína Aleppo í Sýrlandi. Meira
2. nóvember 2019 | Hönnun | 415 orð | 1 mynd

„Áfram um að gera umhverfið hér á landi betra“

Yfirlitssýningin Guðjón Samúelsson húsameistari verður opnuð í Hafnarborg í dag kl. 17 í tilefni þess að öld er liðin frá því að Guðjón lauk háskólaprófi í byggingarlist árið 1919 og var í framhaldinu skipaður húsameistari ríkisins árið 1920. Meira
2. nóvember 2019 | Leiklist | 820 orð | 2 myndir

„Sorgin er hluti af því að vera til“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikritið Eitur , eftir hollenska leikskáldið Lot Vekemans, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Meira
2. nóvember 2019 | Leiklist | 295 orð | 1 mynd

Brot af því besta í Eldborg

„Þetta er fimmta og umfangsmesta leiksýning okkar til þessa og jafnframt sú síðasta. Meira
2. nóvember 2019 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Enginn veit hvað átt hefur...

Ljósmyndasýning verður opnuð úti á torginu fyrir framan Hörpu á morgun, sunnudag. Myndirnar eru hluti af sýningunni Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur , sem er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar. Meira
2. nóvember 2019 | Tónlist | 377 orð | 1 mynd

Fámennið dregur fram nándina

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sönghópurinn Cantoque Ensemble og Barokkbandið Brák, sem Elfa Rún Kristinsdóttir leiðir, flytja í Langholtskirkju í dag kl. 16 Jóhannesarpassíu eftir J.S. Bach undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Meira
2. nóvember 2019 | Tónlist | 78 orð

Fjögur valin í einleikarakeppni

Hin árlega keppni ungra einleikara fór fram 25. og 26. október í Hörpu. Í dómnefnd sátu Sigrún Eðvaldsóttir, fiðluleikari og formaður dómnefndar, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Signý Sæmundsdóttir söngkona og píanóleikarinn Richard Simm. Meira
2. nóvember 2019 | Tónlist | 90 orð | 1 mynd

Hátíðartónleikar tileinkaðir Páli

„Hjartað í fjallinu“ er yfirskrift tónlistardagskrár í Reykholtskirkju á morgun sem tileinkuð er Páli á Húsafelli. Dagskráin hefst kl. 20. Meira
2. nóvember 2019 | Tónlist | 135 orð | 1 mynd

Hylla konur í rokki á Hard Rock Café

Konur í rokki verða hylltar með tónleikum á Hard Rock Café á morgun kl. 22 en hleypt verður inn frá kl. 21. Meira
2. nóvember 2019 | Myndlist | 779 orð | 1 mynd

Í samvinnu við framliðinn listamann

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta er ekki sagnfræðileg mynd á nokkurn hátt um Ásgrím, heldur sjálfstætt listaverk. Meira
2. nóvember 2019 | Kvikmyndir | 81 orð | 1 mynd

Kvikmynd Hlyns spáð velgengni

Kvikmyndaritið The Hollywood Reporter hefur birt spá sína um hvaða erlendu kvikmyndir muni komast á lista yfir þær sem tilnefndar verða til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin og er Hvítur, hvítur dagur , kvikmynd Hlyns Pálmasonar, meðal fimm... Meira
2. nóvember 2019 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Lifum brosandi til þess að deyja glöð

Í tilefni af degi hinna dauðu ætlar Svanlaug Jóhannsdóttir söngkona að halda tónleika í kvöld undir yfirskriftinni Gleymt og grafið? Sögustund frá Mexíkó . Meira
2. nóvember 2019 | Fólk í fréttum | 45 orð | 1 mynd

Minningarstund fyrir látna ástvini

Á allraheilagramessu á morgun, sunnudag, 3. nóv. verður haldin minningarstund fyrir látna ástvini í Langholtskirkju. Séra Aldís Rut Gísladóttir leiðir stundina sem hefst kl. 20. Meira
2. nóvember 2019 | Bókmenntir | 331 orð | 3 myndir

Ólíkt gildismat rauði þráðurinn

Eftir Þórarin Örn Þrándarson. Bókabeitan gefur út. 217 bls. innb. Meira
2. nóvember 2019 | Tónlist | 721 orð | 2 myndir

Reyna að skapa stemningu

Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Hljómsveitin Mógil gaf í september út sína fjórðu breiðskífu er nefnist Aðventa . Meira
2. nóvember 2019 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Stífluhringurinn í Breiðholtskirkju

Ný verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson og Lars Graugaard verða flutt á 15:15 tónleikum í Breiðholtskirkju í dag kl. 15:15. Verkin eru samin fyrir Caput hópinn sem sér um hljóðfæraleik. Meira
2. nóvember 2019 | Bókmenntir | 1310 orð | 6 myndir

Stórhættulegir stafir sem segja stórskemmtilegar sögur

Við erum öll einstök Valur eignast systkini ***-Texti Helga Sigfúsdóttir. Myndir Jóhanna Þorleifsdóttir. Sæmundur, 2019, 22 bls. Valur er fimm ára strákur sem hefur lengi langað í lítið systkini og loksins rætist draumurinn. Meira
2. nóvember 2019 | Bókmenntir | 1745 orð | 3 myndir

Stöngin út!

Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, er löngu orðinn þjóðþekktur sem knattspyrnumaður, íþróttafrömuður og frumkvöðull í íþróttafataframleiðslu. Meira
2. nóvember 2019 | Tónlist | 243 orð | 1 mynd

Söngsveitin Fílharmónía fagnar

Söngsveitin Fílharmónía slær upptaktinn að 60 ára afmælisári sínu með hausttónleikum og samsöng í Seltjarnarneskirkju í dag kl. 15. Flutt verða ýmis verk sem hafa verið í uppáhaldi hjá kórnum lengi, í bland við nýrri verk. Meira
2. nóvember 2019 | Fjölmiðlar | 225 orð | 1 mynd

Það er ekki sama hvaðan blóðið rennur

Ef ég væri spurð um hversu mörg morð ég hefði séð í sjónvarpi eða í bíómyndum gæti ég ekki fyrir nokkra muni svarað því. Fjöldinn hlýtur þó að hlaupa á tugþúsundum, sé eitthvað að marka rannsókn sem sýndi að Bandaríkjamaður hefur að meðaltali séð 200. Meira
2. nóvember 2019 | Hönnun | 243 orð | 1 mynd

Það skal vanda sem lengi á að standa

Sýningin Sveinn Kjarval – það skal vanda sem lengi á að standa verður opnuð í sýningarsal Hönnunarsafns Íslands í dag kl. 16. Meira
2. nóvember 2019 | Myndlist | 124 orð | 1 mynd

Öll ummerki um skilaboð þurrkuð út

Myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson opnar sýningu í menningarhúsinu Hofi í dag kl. 16. Í umsögn Gunnars J. Árnasonar heimspekings um verk Halldórs segir m.a. Meira

Umræðan

2. nóvember 2019 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Árs seinkun á byggingu nýs Landspítala

Eftir Sigfús Thorarensen: "Áhugavert verður að fylgjast með hvernig þau tímamörk sem nefnd eru í greininni standast." Meira
2. nóvember 2019 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Einföld spurning fyrir „rannsakendur“ Kastljóss

Eftir Sigurgeir B. Kristgeirsson: "Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum" Meira
2. nóvember 2019 | Aðsent efni | 672 orð | 2 myndir

Engar viðræður um dagdvalir í nítján mánuði

Eftir Pétur Magnússon og Þórunni Bjarneyju Garðarsdóttur: "Þegar upplýsingarnar voru lagðar á borðið strönduðu viðræðurnar og ekki hefur verið fundað formlega síðan eða í nítján mánuði." Meira
2. nóvember 2019 | Pistlar | 465 orð | 2 myndir

Gjáin milli sýndar og veruleika

Um daginn fór ég með tvo fræðimenn austur á Þingvöll með viðkomu á Gljúfrasteini þar sem við dáðumst að sundlauginni og vöppuðum í kringum húsið. Meira
2. nóvember 2019 | Pistlar | 284 orð

Missagnir um Snorra

Undanfarnar vikur hef ég sökkt mér niður í rit eftir og um Snorra Sturluson og þá rekist á tvær þrálátar missagnir. Meira
2. nóvember 2019 | Aðsent efni | 922 orð | 1 mynd

Óskipulagði OCD-sjúklingurinn

Eftir Hönnu Guðrúnu Halldórsdóttur: "Að vera OCD er oft notað í gamni sem samheiti yfir að vera skipurlagður og hreinlegur, en í rauninni er OCD alvarlegur og hamlandi geðsjúkdómur." Meira
2. nóvember 2019 | Pistlar | 413 orð | 1 mynd

Tölum um geðheilbrigði

Starfshópur sem ég skipaði til að setja fram leiðbeiningar um hvernig fjalla mætti um geðheilbrigðismál í fjölmiðlum á fordómalausan hátt skilaði niðurstöðum sínum til mín nýlega. Meira
2. nóvember 2019 | Pistlar | 806 orð | 1 mynd

Um hagsmuni og almannahag

Og um Boeing og hagsmunaverði Meira

Minningargreinar

2. nóvember 2019 | Minningargreinar | 1106 orð | 1 mynd

Ásta Svandís Sigurðardóttir

Ásta Svandís Sigurðardóttir (Bædý), bóndi og húsmóðir, Úthlíð í Skaftártungu, fæddist á Akureyri 30. nóvember 1947. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 20. október 2019. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2019 | Minningargreinar | 276 orð | 1 mynd

Karl Aspelund

Karl Aspelund fæddist 18. október 1930. Hann lést 15. október 2019. Karl var jarðsunginn 26. október 2019. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2019 | Minningargreinar | 7784 orð | 1 mynd

Lárus Dagur Pálsson

Lárus Dagur Pálsson fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 6. september 1973. Hann lést 19. október 2019. Foreldrar Lárusar eru Helga Friðbjörnsdóttir, f. 25. maí 1947, og Páll Dagbjartsson, f. 31. ágúst 1948. Systur hans eru Svanhildur, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2019 | Minningargreinar | 419 orð | 1 mynd

Reynir Guðbjartsson

Reynir Guðbjartsson fæddist í Sælingsdal í Dölum 21. október árið 1934. Hann lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. október 2019. Foreldrar hans voru Guðbjartur Jónas Jóhannsson og Karítas Hannesdóttir. Reynir var næstelstur af átta systkinum. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2019 | Minningargreinar | 816 orð | 1 mynd

Ríkharður Valtingojer

Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður fæddist 2. ágúst 1935 í Bozen á Ítalíu. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. október 2019. Foreldrar: Rosa Geier/Valtingojer ráðskona, f. 7.4. 1909 í Bozen í Suður-Týról, d. 8.3. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2019 | Minningargreinar | 2405 orð | 1 mynd

Valdimar Bjarnason

Valdimar fæddist 26. október 1966 á Selfossi. Hann lést að heimili sínu 21. október 2019. Foreldrar hans eru Bjarni Valdimarsson, f. 1941, og Guðfinna Karlsdóttir, f. 1945. Systur hans eru Þóra, f. 1965, maki Guðmundur S. Áskelsson, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. nóvember 2019 | Viðskiptafréttir | 511 orð | 2 myndir

Aukin stundvísi bætir afkomuna

Baksvið Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira
2. nóvember 2019 | Viðskiptafréttir | 222 orð | 1 mynd

Framlag utanríkisviðskipta jákvætt

Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verður jákvætt í ár, einkum vegna samdráttar í innflutningi. Framlagið verður hins vegar neikvætt á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands sem birt var í gær. Meira

Daglegt líf

2. nóvember 2019 | Daglegt líf | 83 orð | 1 mynd

Brjóstvit á Akureyri

Listmálarinn Stefán Boulter opnar í dag sýninguna „Brjóstvit“ í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri, kl. 14 í dag, laugardag. Stefán sýnir þar nýleg olíumálverk og grafík, m.a. Meira
2. nóvember 2019 | Daglegt líf | 117 orð | 1 mynd

Jólabasar Hringsins á morgun

Hinn árlegi og eftirsótti Jólabasar Hringskvenna verður á Grand Hótel Reykjavík á morgun, sunnudag, frá kl. 13-16. Basarinn hefur notið mikilla vinsælda gegnum árin, enda úrvalið fjölbreytt. Síðustu ár hefur myndast örtröð þegar húsið er opnað. Meira
2. nóvember 2019 | Daglegt líf | 883 orð | 4 myndir

Raunveruleikinn og mannlífið í Chicago

Hauströkkrið hellist yfir og þá er notalegt að glugga í góðar bækur. Prófessor, bæjarstjóri og bóksali segja hér frá bókum sínum. Sá síðastnefndi er nú að senda frá sér nýja bók, en hann lætur að sér kveða á akri bókmenntanna svo eftirtekt vekur. Meira
2. nóvember 2019 | Daglegt líf | 143 orð | 1 mynd

Öllum boðið á opna æfingu í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag

Karlakór Reykjavíkur undirbýr nú af fullum krafti árlega aðventutónleika sína í Hallgrímskirkju. Liður í þeim undirbúningi er opin æfing sem verður í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 14.30 og stendur yfir í þrjá tíma. Meira

Fastir þættir

2. nóvember 2019 | Í dag | 62 orð | 2 myndir

10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr...

10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 18 Algjört skronster Partíþáttur þjóðarinnar í umsjá Ásgeirs Páls. Meira
2. nóvember 2019 | Fastir þættir | 186 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rc6 4. Rf3 Bg4 5. d5 Re5 6. Bf4 Rg6 7. Be3 Rf6...

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rc6 4. Rf3 Bg4 5. d5 Re5 6. Bf4 Rg6 7. Be3 Rf6 8. Rc3 e6 9. Da4+ Dd7 10. Dxd7+ Kxd7 11. dxe6+ Bxe6 12. Hd1+ Kc8 13. Rg5 Bb4 14. Rxe6 fxe6 15. Bxc4 Rxe4 16. Bxe6+ Kb8 17. Hd4 Bxc3+ 18. bxc3 Rd6 19. c4 He8 20. Bd7 He7 21. Meira
2. nóvember 2019 | Í dag | 287 orð

Brotið í blað

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Á blómi úti´ í garði grær. Gaman er því að fletta. Einstakt spil, sem einhver fær. Eggjárn beitt er þetta. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Á blómi í garði blaðið grær. Blaði er gott að fletta. Meira
2. nóvember 2019 | Árnað heilla | 634 orð | 4 myndir

Dýpkaði hafnir kringum landið

Sveinbjörn Runólfsson er fæddur 2. nóvember 1939 í Ölvisholti í Flóa. Sem barn tók Sveinbjörn þátt í hefðbundnum sveitastörfum en í Ölvisholti var stórt kúabú, um hundrað kindur og nokkrir hestar. Meira
2. nóvember 2019 | Árnað heilla | 58 orð | 1 mynd

Einar Rafn Eiðsson

30 ára Einar er Hafnfirðingur og er með BS-gráðu í íþróttafræði . Hann er eftirlitsmaður hjá Sérefni og handknattleiksmaður hjá FH. Maki : Unnar Ómarsdóttir, f. 1990, innkaupastjóri hjá Sérefni. Dóttir : Móeiður, f. 2018. Foreldrar : Eiður Arnarson, f. Meira
2. nóvember 2019 | Árnað heilla | 152 orð | 1 mynd

Eyjólfur Jónsson

Eyjólfur Jónsson fæddist 31. október 1869 á Kóngsparti í Sandvík í Norðfjarðarhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorvaldsson og Gróa Eyjólfsdóttir. Eldri bróðir Eyjólfs var Stefán Th. Jónsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Seyðisfirði. Meira
2. nóvember 2019 | Í dag | 75 orð | 1 mynd

Fingurbrotinn gítarleikari

Á þessum degi árið 2007 var ákveðið að fresta endurkomu rokksveitarinnar Led Zeppelin um tvær vikur vegna fingurbrots gítarleikarans Jimmys Page. Meira
2. nóvember 2019 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Móeiður Einarsdóttir fæddist 8. júní 2018. Hún var 16...

Hafnarfjörður Móeiður Einarsdóttir fæddist 8. júní 2018. Hún var 16 merkur og 52 cm. Foreldrar hennar eru Einar Rafn Eiðsson og Unnur Ómarsdóttir... Meira
2. nóvember 2019 | Árnað heilla | 65 orð | 1 mynd

Ingrid Herdís Jónsdóttir

60 ára Ingrid ólst upp í Mosfellssveit en býr í Reykjavík. Hún er leikkona og leiðsögumaður að mennt og leikstýrir þar að auki. Hún verður að heiman á afmælinu. Maki : Sólrún Jónsdóttir, f. 1960, ljósmyndari og leiðsögumaður. Meira
2. nóvember 2019 | Fastir þættir | 581 orð | 3 myndir

Íslenska liðið stendur sig vel á ÓL 16 ára og yngri

Íslendingar eru eina Norðurlandaþjóðin sem tekur þátt í Ólympíumóti 16 ára og yngri sem fram fer í Corum í Tyrklandi þessa dagana. Alls hófu 48 sveitir keppni og A-Evrópuþjóðir setja sterkan svip á mótið. Meira
2. nóvember 2019 | Í dag | 58 orð

Málið

„Áætlað hafði verið að flug hefðist í síðustu viku.“ Alltaf er notalegt þegar flug heppnast – það þýðir „hefðist“ þarna. En átti að vera hæfist , þ.e. byrjaði . Af sögninni að hefja ( st ), ekki hafa(st). Meira
2. nóvember 2019 | Í dag | 2154 orð

Messur

ORÐ DAGSINS: Jesús prédikar um sælu. Meira
2. nóvember 2019 | Fastir þættir | 174 orð

Skrýtin spurning. N-AV Norður &spade;G8 &heart;Á72 ⋄D73...

Skrýtin spurning. N-AV Norður &spade;G8 &heart;Á72 ⋄D73 &klubs;D8754 Vestur Austur &spade;Á72 &spade;K543 &heart;D43 &heart;106 ⋄109842 ⋄KG6 &klubs;ÁG &klubs;K1063 Suður &spade;D1096 &heart;KG985 ⋄Á5 &klubs;92 Suður spilar 2&heart;. Meira

Íþróttir

2. nóvember 2019 | Íþróttir | 338 orð | 1 mynd

„Hann heldur að hann geti hlaupið í gegnum múrvegg“

„Einn af helstu styrkleikum hans en jafnframt einn helsti veikleiki hans er að hann heldur að hann geti hlaupið í gegnum múrvegg. Stundum þyrfti hann að stoppa áður en hann kemur að veggnum. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 868 orð | 4 myndir

„Vá, hvað við erum góðar“

Valur Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það býr rosalega mikið í þessu liði og maður fann það strax í haust hvað maður var spenntur yfir því að vera partur af svo góðu liði. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Birkir jafnaði á elleftu stundu

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi gerðu í gær 2:2-jafntefli við Al-Wakrah í katörsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Al-Arabi og jafnaði leikinn í 2:2 með marki á sjöundu mínútu uppbótartímans. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Diljá verður til reynslu hjá Ajax

Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers hefur komist að samkomulagi við Stjörnuna um að yfirgefa félagið eftir eitt sumar í Garðabænum. Diljá er á leiðinni til Ajax í Hollandi til reynslu þar sem hún verður í tíu daga, samkvæmt frétt hjá Fótbolta.net í gær. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Fjölnir – Grindavík 91:92 Njarðvík &ndash...

Dominos-deild karla Fjölnir – Grindavík 91:92 Njarðvík – Stjarnan 76:78 Staðan: Keflavík 550466:42310 KR 541445:3948 Stjarnan 532445:4266 Tindastóll 532434:4146 Valur 532448:4436 ÍR 532408:4306 Haukar 532465:4436 Grindavik 523429:4404 Þór Þ. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 354 orð | 3 myndir

Ein þriggja markahæstu í Meistaradeild

Meistaradeild Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

Enska fótboltaliðið Chelsea hefur aldrei heillað mig sérstaklega, enda...

Enska fótboltaliðið Chelsea hefur aldrei heillað mig sérstaklega, enda þótt ég hafi eins og flestir aðrir Íslendingar haft taugar til þess á meðan Eiður Smári Guðjohnsen var þar á meðal leikmanna. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 115 orð | 2 myndir

FJÖLNIR – GRINDAVÍK 91:92

Dalhús, Dominos-deild karla, föstudag 1. nóvember 2019. Gangur leiksins : 7:2, 11:6, 18:19, 20:25 , 25:29, 33:35, 37:47, 48:54 , 56:56, 61:60, 64:64, 67:70 , 76:74, 81:78, 86:82, 91:92 . Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Geysilega óvænt úrslit hjá liði Rúnars Alex

Dijon gerði sér lítið fyrir og vann 2:1-sigur á stórliði PSG á heimavelli í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Botnliðið vann þar með toppliðið en Dijon lyfti sér reyndar upp fyrir tvö lið með sigrinum sem kom geysilega á óvart. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Grill 66-deild kvenna Selfoss – ÍBV U 22:17 Grótta – Fjölnir...

Grill 66-deild kvenna Selfoss – ÍBV U 22:17 Grótta – Fjölnir 28:16 Staða efstu liða: Fram U 6600211:15012 Selfoss 7601167:14812 FH 6501159:13410 Grótta 7502174:15410 ÍR 6402152:1388 ÍBV U 7313172:1727 Grill 66-deild karla Þróttur – FH... Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – KA...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – KA L16 Origo-höllin: Valur – ÍR S16 Kaplakriki: FH – HK S17 Vestmannaeyjar: ÍBV – Fjölnir S17.15 Varmá: Afturelding – Haukar S20. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 439 orð | 2 myndir

Háspenna í báðum leikjum

Í Njarðvík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Njarðvík og Stjarnan mættust í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi við vægast sagt hættulegar aðstæður í Njarðtaks-gryfju Njarðvíkinga. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 318 orð | 3 myndir

* Lionel Messi er kominn aftur í landsliðshóp Argentínu í knattspyrnu...

* Lionel Messi er kominn aftur í landsliðshóp Argentínu í knattspyrnu eftir þriggja mánaða bann, sem hann fékk fyrir að lýsa því yfir að spilling réði ríkjum í suðurameríska knattspyrnusambandinu. Argentína mætir Brasilíu og Úrúgvæ síðar í þessum... Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Martin stigahæstur í Madrid

Martin Hermannsson og samherjar hans í Alba Berlín þurftu að sætta sig við 71:85-tap fyrir stórliði Real Madríd í Euroleague í gærkvöldi. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 140 orð | 2 myndir

NJARÐVÍK – STJARNAN 76:78

Njarðtaksgryfjan, Dominos-deild karla, föstudag 1. nóvember 2019. Gangur leiksins : 5:4, 13:6, 15:14, 18:24 , 20:34, 24:39, 28:40, 32:47 , 34:49, 38:57, 42:60, 46:63 , 54:65, 60:71, 62:72, 76:78 . Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Sagður hafa verið handtekinn

Í gær kom fram í Fréttablaðinu að Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefði verið handtekinn í Stokkhólmi en hann leikur með AIK í Svíþjóð. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Viðræður um möguleg félagaskipti Tryggva

Félög hér innanlands virðast hafa áhuga á því að næla í Tryggva Hrafn Haraldsson, knattspyrnumann hjá ÍA, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Í það minnsta eitt félag hefur átt viðræður við ÍA um að kaupa leikmanninn sem er samningsbundinn ÍA. Meira
2. nóvember 2019 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Þýskaland Hoffenheim – Paderborn 3:0 Staða efstu liða...

Þýskaland Hoffenheim – Paderborn 3:0 Staða efstu liða: Mönchengladb. 961219:919 Bayern M. Meira

Sunnudagsblað

2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

Annir hjá Ellefson

Málmur Bassafanturinn David Ellefson úr Megadeth situr ekki auðum höndum enda þótt band hans sé í leyfi um þessar mundir vegna veikinda söngvarans og gítarleikarans, Dave Mustaines. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 822 orð | 1 mynd

Auðmýkt kynslóðanna

Við getum bókað að sumt af því sem okkur þykir sjálfsagt í dag verður talið algjör fásinna í framtíðinni. Það gerir okkur ekki að vondum einstaklingum. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 389 orð | 1 mynd

„Ég elska þá svo mikið“

Seúl. AFP. | Sjá mátti tár streyma niður vanga og heyra öskur og hróp þegar tugþúsundir aðdáenda BTS söfnuðust saman í Seúl í Suður-Kóreu á þriðjudag til að fara á lokatónleika drengjahljómsveitarinnar. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 300 orð | 1 mynd

BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER Með sterka köllun

Elsku Bogmaðurinn minn, þú hefur sterka köllun í lífi þínu og til þess að sjá næstu skref þarftu bara að dekra við sjálfstraustið og ef þú skoðar það orð þýðir það að sjálfsögðu að treysta sjálfum sér. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 1038 orð | 3 myndir

Einu sinni var ...eða oftar

Hvað gerir það að verkum, á tímum þegar við getum auðveldlega horft á nýja kvikmynd á hverjum einasta degi og þess vegna margar á dag, að við leitum alltaf annað veifið í eldgamalt efni? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 85 orð | 1 mynd

Endurvakti vinsældirnar

25 árum eftir að lagið „Unchained Melody“ kom út með The Righteous Brothers fór sú útgáfa í toppsæti Breska vinsældalistans. Nánar tiltekið á þessum degi árið 1990. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 98 orð | 1 mynd

Enn birtist Ruth Wilson á skjánum

Sjónvarp Breska leikkonan Ruth Wilson hefur farið mikinn á sjónvarpsskjánum undanfarin ár og misseri í þáttum á borð við Luther, The Affair og nú síðast Mrs. Wilson, þar sem hún lék ömmu sína. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 5 orð | 1 mynd

Eyrún Viktorsdóttir Svona 23. desember...

Eyrún Viktorsdóttir Svona 23.... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 266 orð | 1 mynd

Fiskar | 19. FEBRÚAR 20. MARS Nýttu sköpunargáfuna

Elsku Fiskurinn minn, þú ert að sjá lífið í svo góðu ljósi, ert að sýna svo mörgum þolinmæði, umhyggju og heilun að þú ert eins og engill eða kennari hér á jörðinni. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 14 orð | 1 mynd

Fjalar Vignisson Ég kaupi jólagjafir í desember og mæti svo í jólamatinn...

Fjalar Vignisson Ég kaupi jólagjafir í desember og mæti svo í jólamatinn til... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 302 orð | 1 mynd

Frábært fjölskylduáhugamál

Af hverju er útivist með börnum mikilvæg? Útivist hefur jákvæð áhrif á alla þroskaþætti barna enda sýna rannsóknir að náttúran hefur jákvæð áhrif á tugi ef ekki hundruð þátta er varða heilsu bæði andlega, líkamlega og félagslega. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 20 orð | 1 mynd

Guðrún Kr. Sveinbjörnsdóttir Alltof seint, um miðjan desember. Þá set ég...

Guðrún Kr. Sveinbjörnsdóttir Alltof seint, um miðjan desember. Þá set ég upp jólakransinn sem átti að fara upp 1.... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Hjólar í dagblað

Pirringur Íslandsvinurinn Morrissey tróð upp í Los Angeles á dögunum í bol með áletruninni „Fuck the Guardian“ eða „Til fjandans með the Guardian“ en söngvarinn hefur verið í stríði við breska blaðið undanfarin misseri og meðal... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 294 orð | 1 mynd

Hrúturinn | 21. MARS 20. APRÍL Á fljúgandi uppleið

Elsku Hrúturinn minn, það er búin að vera mikil spennuafstaða í orkunni þinni síðastliðinn mánuð og stundum hefur þér fundist þér líða svo afskaplega vel, en líka alveg ömurlega, svo þú verður hjartað mitt að vera meðvitaður um litlu hlutina og lifa í... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 49 orð | 1 mynd

Hvað heitir tjörnin?

Í Vatnsdal í Austur-Húnvatnssýslu er þetta óvenjulega náttúruvætti, djúp tjörn sem í eru tveir fljótandi gróðurhólmar sem rekur undan vindi. Stöðugt rennsli vatns er gegnum tjörnina og í botni hennar er lindarauga sem glittir á í logni á björtum dögum. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 400 orð | 6 myndir

Jólabækurnar hrúgast inn

Bókasöfnin eru æðislegur vinnustaður á þessum tíma árs. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 338 orð | 1 mynd

KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ Miðpunktur athyglinnar

Elsku Krabbinn minn, það eru kaflaskipti í lífi þínu; þú getur klappað þér á bakið og sagt við sjálfan þig að þú sért búinn að vera ansi duglegur því það er eitthvað svo margt sem þú getur verið þakklátur fyrir að hafa stigið skrefi lengra en þú þorðir... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Kristján Jónasson Í desember. Ég geri frekar lítið, mamma sér um allt...

Kristján Jónasson Í desember. Ég geri frekar lítið, mamma sér um... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 3. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 877 orð | 2 myndir

Leiftrandi skemmtilegir frumkvöðlar

Vasulka áhrifin, eða The Vasulka Effect, er ný íslensk heimildamynd um vídeólistamennina og hjónin Steinu og Woody Vasulka. Myndin tvinnar saman líf og list þessara heimsfrægu og óvenjulegu listamanna. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 669 orð | 9 myndir

Lifa fyrir daginn í dag

Þorkell Þorkelsson ljósmyndari fór fyrr á þessu ári til Madagaskar ásamt félögum sínum og heillaðist af heimamönnum á þessari merkilegu eyju, sem hann segir afslappaða og vinalega. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 307 orð | 1 mynd

LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST Gerðu hlutina strax

Elsku Ljónið mitt, þú ert að hafa áhrif á svo marga með einhverri nýtilkominni bjartsýni eða kannski hefur þessi bjartsýni alltaf verið til staðar, en þú svo sannarlega nýtir þér og notar svo margt í þessum sterka bjartsýnisanda sem þú fyllist af. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 315 orð | 1 mynd

MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Með réttu spilin á hendi

Elsku Meyjan mín, þú ert með öll réttu spilin á hendi, hefur styrk og staðfestu til að framkvæma það sem hugur þinn býður þér, en núna þarftu að velja öryggi og setja blessaða skynsemina í efsta sætið. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 294 orð | 1 mynd

NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Núna er núið

Elsku Nautið mitt, þetta verður svo dásamlegur tími til að tjá skoðanir þínar og láta ljós þitt skína, auðvitað eru ekki allir sammála því sem þú hefur til málanna að leggja og þar af leiðandi er þín eina hindrun að láta skoðanir eða álit annarra stoppa... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 34 orð | 20 myndir

Náttúrulegir tónar

Náttúruleg hráefni og mildir litir koma vel út í hverju rými. Að velja gæði og fágaða hönnun sem endist um áraraðir er alltaf góð ákvörðun, bæði fyrir heimilið og umhverfið. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 194 orð | 1 mynd

Ný drottning tekur við

Elísabet II. Englandsdrottning situr sem fastast en ný leikkona tekur við hlutverki hennar í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Krúnunni í mánuðinum. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagspistlar | 557 orð | 1 mynd

Samviskubit þjóðar

Það eru heldur ekki nema nokkur ár síðan sú regla var sett að prestar hefðu „samviskufrelsi“ til að neita því að gefa fólk af sama kyni saman. Af því að mögulega stríddi það gegn trú þeirra manna sem valið hafa sér það starf að boða kærleika og blessun. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 37 orð | 12 myndir

Síklassískt gallaefni

Þennan veturinn er gallaefnið vinsælt á alla vegu. Skokkar, sett, pils og kjólar. Allt má og því meira því betra. Svo er auðvitað alltaf klassískt að fjárfesta í góðum gallabuxum sem endast vel. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 394 orð | 1 mynd

Skjalafalsfréttir

Einn varamanna gestgjafanna tók umsvifalaust á rás, renndi sér gegnum holu undir girðinguna og hljóp eins og fætur toguðu niður veginn... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 264 orð | 1 mynd

SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Einlægni svarið við öllu

Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert að fara inn á merkasta tíma ársins því þetta er þinn afmælismánuður, svo það verður mikið af tilfinningum, upphafi og endalokum rétt eins og áramótin gefa okkur. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 279 orð | 1 mynd

STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Haltu áfram á þinni braut

Elsku Steingeitin mín, haltu bara ótrauð áfram á þinni göngu því velgengnin er allt í kringum þig. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 142 orð | 1 mynd

Stuð hjá blaðamönnum

Kvöldvaka Blaðamannafjelagsins fór fram á þessum degi fyrir áttatíu árum, 3. nóvember 1939, og voru skemmtiatriðin af dýrari gerðinni. Dr. Guðmundur Finnbogason byrjaði á „dægurhjali“. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 320 orð | 1 mynd

TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Fram úr björtustu vonum

Elsku Tvíburinn minn, hjá þér er að myndast svo sterkur kraftur og sannar tilfinningar að það er eins og þú hafir náð í skottið á þér, þú skilur sjálfan þig betur og þar með treystir þú öðrum af heilum hug og hugrekki og munt svo sérstaklega átta þig á... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 243 orð | 1 mynd

VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR Ástin í öllum hornum

Elsku Vatnsberinn minn, það er einhvern veginn allt að gerast, þú ert með opnar rásir og tilfinningarnar streyma í allar áttir. Það er mikil spenna í vinnunni og það er eins og þú getir andað að þér hátíðni sem jafnvel gæti gert þig stressaðan. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 83 orð | 1 mynd

Vill vera hún sjálf

Sjálf Fransk/breska leikkonan og söngkonan Charlotte Gainsbourg hefur öðlast nýtt líf í New York undanfarin fimm ár, að því er hún greinir frá í The Guardian. Í Frakklandi kveðst hún alltaf verða dóttir Serge Gainsbourg og í Bretlandi dóttir Jane... Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 292 orð | 1 mynd

VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Með marga verndarengla

Elsku Vogin mín, þú ert að fara í bjarta og góða tíma, þótt örli á því að þú hafir áhyggjur af afkomu þinni, og að sjálfsögðu viltu vera bara kvíðalaus og hafa engar áhyggjur, en þvílíkt leiðindalíf væri það nú? Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 2930 orð | 1 mynd

Það er bara dagurinn í dag

Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir er með Usher-heilkenni, sem er hrörnunarsjúkdómur sem veldur heyrnarleysi og blindu. Hún er einstæð móðir tveggja drengja sem báðir eru á einhverfurófi. Þrátt fyrir áföll í lífinu hefur Elín ákveðið að taka örlögum sínum með æðruleysi og segist lifa lífinu einn dag í einu. Heilsuræktin Hress heldur sína árlegu góðgerðarleika um helgina og rennur allur ágóði til Elínar og drengjanna. Meira
2. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 2970 orð | 1 mynd

Þarf ekki að dansa eftir öðru lagi en mínu eigin

Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hvar eru ræturnar og hvenær skýtur maður rótum? veltir Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir sér í nýrri skáldsögu, Innflytjandanum. Hvers vegna eru sumir feimnir og jafnvel hræddir við fólk sem lítur ekki út eins og þeir sjálfir og hvar standa aðkomumenn þegar heil þjóð snýr bökum saman? Ólafur skaust heim í vikunni til að fylgja bókinni úr hlaði og ræðir hér um innflytjendur, skáldskap, stöðu sína á vinnumarkaði, andrúmsloftið vestra og að sjálfsögðu knattspyrnu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.