Greinar laugardaginn 16. nóvember 2019

Fréttir

16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

190 ferðir steypubíla og umferð takmörkuð

Umfangsmikil steypuvinna í grunni nýja Landsbankans við Austurbakka 2, við Hörpu, hófst í nótt hjá starfsmönnum ÞG-verktaka. Í botnplötu byggingarinnar fara um 1. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Alþjóðasamband styður kjarabaráttu

Blaðamannafélagi Íslands (BÍ) hefur borist stuðningsyfirlýsing frá Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) vegna yfirstandandi kjarabaráttu og verkfallsaðgerða. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Aukið á öryggið í Reynisfjöru

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti aðgerðir varðandi öryggismál í Reynisfjöru á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 721 orð | 3 myndir

Bankarnir endurmeti greiðslumat

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, kallar eftir því að lánastofnanir endurmeti greiðslumat vegna íbúðalána m.t.t. rekstrarkostnaðar bifreiða. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Banna hrísgrjón, rósarblöð, confetti og kerti á Þingvöllum

Í nýjum umgengnisreglum í Þingvallakirkju verður ekki heimilt að dreifa hrísgrjónum, confetti, rósarblöðum eða öðru svipuðu í kirkjunni eða fyrir utan hana. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Borgin hafði ekki samráð við lögreglu

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ekkert samráð var haft við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þegar Reykjavíkurborg ákvað að ráðast í breytingar á Hagatorgi í Vesturbæ Reykjavíkur. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Borholu lokað í Seltúni í Krýsuvík

Vinna hefur staðið yfir í vikunni við lokun borholu í Seltúni við Krýsuvík og var reiknað með að framkvæmdirnar gætu haft lokanir í för með sér, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hafnarfjarðarbæjar. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 328 orð | 2 myndir

Bresk flugsveit gætir landsteinanna

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fjórar orrustuþotur Konunglega breska flughersins sinna loftrýmisgæslu við strendur Íslands næstu vikur. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 29 orð

Hafmeyjan heitir hún

Listaverkið í Reykjavíkurtjörn, sem er eftir Nínu Sæmundsson, nefnist Hafmeyjan en ekki Litla hafmeyjan eins og stóð í myndatexta í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu... Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Hari

Jólatré Það styttist óðum í aðventuna og undirbúningur hafinn víða, m.a. hjá Faxaflóahöfnum við að koma fyrir jólatrénu á Miðbakka sem glatt hefur vegfarendur til sjós og lands. Jólin eru eftir 38... Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Íbúðalánasjóður boðar lægri vexti á nýju ári

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Breytingar gætu orðið á vaxtakjörum hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) til uppbyggingar félagslegra íbúða um áramótin. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 1020 orð | 1 mynd

Krefjast 2,3 milljarða bóta

Þorsteinn Ásgrímsson Magnús Heimir Jónasson Engar útskýringar hafa komið fram á millfærslum upp á samtals 1.600 milljónir króna frá fjárfestingafélaginu Gnúpi, í tengslum við þátttöku þáverandi forstjóra þess, Þórðar Más Jóhannessonar í félaginu. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Krefjast 2,3 milljarða bóta

Aðalmeðferð fór nýlega fram í skaðabótamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem farið var fram á samtals 2,3 milljarða króna skaðabætur vegna háttsemi stjórnenda fjárfestingarfélagsins Gnúps. Gnúpur var stofnaður árið 2006. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Launafólk njóti arðsins

„Sjávarútvegsfyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkjast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á félagssvæði Drífanda í Vestmannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í uppsjávarfiskvinnslu. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 144 orð

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs staðfest

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Lestur landsmanna eykst

Miðstöð íslenskra bókmennta birtir í dag, á degi íslenskrar tungu, nýja könnun á viðhorfi Íslendinga til bóklestrar og fleiri þátta. Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá því að sambærileg könnun var gerð síðast fyrir tveimur árum. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 551 orð | 3 myndir

Opnað á samvinnu um sex ólík verkefni

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegaframkvæmdirnar sem lagt er til að unnar verði sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila eru afar mismunandi að stærð og gerð og eiga fátt sameiginlegt annað en að vera samgöngumannvirki. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Ragnheiður sýnir í gamla bókasafninu

Sýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur verður opnuð í Villa Frida í Þingholtsstræti 29A, gamla Borgarbókasafninu, klukkan 13 í dag. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 380 orð | 2 myndir

Samherjamálið er á frumstigi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir ómögulegt að segja til um hvort hafin verði formleg rannsókn á máli Samherja. „Ég get lítið tjáð mig um einstakt mál og einstök gögn,“ segir Bryndís. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Sextán greindir með mergæxli

Sextán Íslendingar hafa greinst með mergæxli fyrir tilstilli rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar . Þetta var upplýst á ráðstefnu International Myeloma Foundation, Perluvina – Félags um mergæxli, Háskóla Íslands og Landspítala í gær. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Skák og mát í grunnskólanum

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Skáksamband Íslands stendur í vetur fyrir fræðsluverkefni í grunnskólum landsins sem miðar að því að gefa kennurum tækifæri til að standa að og efla kennslu í skák í sínum skólum. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 491 orð | 1 mynd

Tilraun sem tókst

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Snorraverkefnið hefur verið í gangi í tvo áratugi og af því tilefni tók Almar Grímsson, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, saman söguna um hvernig hugmyndin um verkefnið fæddist og hvernig það komst í framkvæmd. Meira
16. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 833 orð | 4 myndir

Trump sakaður um mútutilraun

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að Donald Trump forseti hafi reynt að múta úkraínskum stjórnvöldum með því að setja það skilyrði fyrir aðstoð við Úkraínu að forseti landsins fyrirskipaði rannsóknir á pólitískum andstæðingi Trumps og meintum afskiptum Úkraínumanna af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 628 orð | 2 myndir

Tún gulnuðu í þurrkunum og ár þornuðu

Úr bæjarlífinu Birna Konráðsdóttir Borgarfirði Í Borgarfirði var einmuna veðurblíða allt síðasta sumar. Elstu menn muna vart slíkt staðviðri, enda Vesturland betur þekkt fyrir breytilegt veðurfar. Kættust íbúar mjög yfir þessari blíðu, framan af. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Unnur Sara syngur franska tónlist í dag

Unnur Sara Eldjárn flytur ásamt píanóleikaranum Þórði Sigurðarsyni franska kaffihúsatónlist í Hannesarholti í dag kl. 16. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Vindmyllur á Hólaheiði

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugmyndir eru uppi um uppbyggingu vindmyllugarðs á Hólaheiði sem liggur á milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar og er staðurinn í sveitarfélaginu Norðurþingi, skammt sunnan vegarins vestan við Hófaskarð. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 1025 orð | 1 mynd

Víða er titringur vegna ákvæðis um sjávarspendýr

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Yfir 800 hjúkrunarfræðingar fögnuðu 100 ára afmæli

Hjúkrunarfræðingar fögnuðu því í Hörpu í gærkvöldi að 100 ár eru liðin frá stofnun þeirra fyrsta fagfélags, þegar Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað 18. nóvember 1919. Meira
16. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Ætla að keppa við risana á markaði

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef hugrekki til að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur,“ segir Eysteinn Arason lyfjafræðingur. Meira

Ritstjórnargreinar

16. nóvember 2019 | Leiðarar | 346 orð

Hringavitleysa

„Þetta er ekki hringtorg, heldur akbraut. Þetta er vissulega torg, en ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring.“ Meira
16. nóvember 2019 | Reykjavíkurbréf | 2178 orð | 1 mynd

Múrinn sem fór langleiðina

Jafnvel þjóðarinnar „langbestu menn“ létu sig hafa það að lofsyngja gegn betri vitund hungursneyðina ógurlegu í Úkraínu. Þeir vitnuðu um að þar sem logið væri upp á menn hungursneyð hefðu borð svignað svo að við lá að þau brotnuðu svo hlaðin voru þau veisluföngum oft á dag fyrir alþýðuna. Meira
16. nóvember 2019 | Leiðarar | 255 orð

Staða íslenskunnar

Sótt er að íslenskunni úr ýmsum áttum, en um leið iðar hún af lífi Meira
16. nóvember 2019 | Staksteinar | 204 orð | 1 mynd

Örvænting eða tækifærismennska?

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi utanríkismál Íslands í viðtali við Morgunblaðið í vikunni. Þar var til umræðu sú staða sem uppi er í alþjóðamálum og áhrifin á Ísland, en einnig þróunin síðustu ár. Meira

Menning

16. nóvember 2019 | Menningarlíf | 316 orð | 1 mynd

Ásældust Rembrandtverk

Fyrir árvekni safnvarða tókst síðdegis á miðvikudag að koma í veg fyrir að þjófar kæmust á brott með tvo listaverk eftir hollenska meistarann Rembrandt van Rijn (1606-1669) af sýningu í listasafni í London. Meira
16. nóvember 2019 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Básamosi er ekki til á neinu tungumáli

Þegar ég horfi á Kappsmál rifjast reglulega upp fyrir mér þegar jólin voru eitt sinn eyðilögð fyrir mér sem unglingi. Meira
16. nóvember 2019 | Tónlist | 146 orð | 1 mynd

Farrenc, Schubert og Brahms óma

Camerarctica leikur á þriðju tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á þessu starfsári sem fram fara í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Meira
16. nóvember 2019 | Bókmenntir | 803 orð | 3 myndir

Flöktandi myndir, líkt og þunn gagnsæ slæða

Eftir Gyrði Elíasson. Dimma, 2019. 195 bls. Meira
16. nóvember 2019 | Hönnun | 85 orð | 1 mynd

Genki Instruments hreppti verðlaunin

Wave eftir Genki Instruments hreppti Hönnunarverðlaun Íslands 2019 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó á fimmtudagskvöldið. Meira
16. nóvember 2019 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd

GG blús með tónleika í kvöld

Blúsrokkdúettinn GG blús heldur tónleika á veitingastaðnum Hard Rock Café við Lækjargötu í dag kl. 22. Meira
16. nóvember 2019 | Tónlist | 107 orð | 1 mynd

Gustur um goluengi í Hofi annað kvöld

Gustur um goluengi er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Yfirskriftin er fengin úr texta Sverris Páls Erlendssonar. Meira
16. nóvember 2019 | Leiklist | 985 orð | 2 myndir

Hvernig má halda áfram?

Eftir Lot Vekemans. Íslensk þýðing: Ragna Sigurðardóttir. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist og hljóðmynd: Garðar Borgþórsson. Meira
16. nóvember 2019 | Tónlist | 520 orð | 3 myndir

Hægt og hljótt...

Fyrir stuttu kom út klukkustundar langt hljóð- og tónverk eftir þau Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Federico Placidi. Þóranna á giska langan listaferil að baki og hefur sterka sýn á eðli sinnar vinnu eins og pistilhöfundur komst að. Meira
16. nóvember 2019 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Kristinn G. segir frá verkum sínum

Kristinn Guðbrandur Harðarson var heiðurslistamaður Sequences-listahátíðarinnar og á morgun, sunnudag, kl. 17 mun hann segja frá sýningu sinni í Ásmundarsal. Ræðir hann vinnslu verkanna og þann hugmyndaheim sem verkin eru sprottin úr. Kristinn mun m.a. Meira
16. nóvember 2019 | Myndlist | 138 orð | 1 mynd

Kynna verk Guðjóns og Ingunnar Fjólu

Myndlistarmennirnir Guðjón Ketilsson og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir munu í dag, laugardag, kl. 15 fjalla um ný upplagsverk sem þau hafa unnið fyrir Multis. Meira
16. nóvember 2019 | Myndlist | 122 orð | 1 mynd

Leiðsögn um Íslandsmyndir Pike Ward

Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari í Þjóðminjasafni, leiðir gesti um sýninguna Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward í Þjóðminjasafninu á morgun, sunnudag, kl. 14. Meira
16. nóvember 2019 | Tónlist | 132 orð | 1 mynd

Lofar kvartett Önnu Þorvalds

Nýr strengjakvartett Önnu Þorvaldsdóttur tónskálds, sem nefnist „Enigma“, var á dögunum frumfluttur af Spektral-kvartettinum í Washington-borg. Meira
16. nóvember 2019 | Bókmenntir | 112 orð | 1 mynd

Minnisvarðar skálda í Hnitbjörgum

Í tilefni af degi íslenskrar tungu, í dag 16. nóvember sem jafnframt er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, stendur Listasafn Einars Jónssonar fyrir ljóðalestri og leiðsögn um minnisvarða tveggja skálda í safninu. Leiðsögnin hefst kl. 11. Meira
16. nóvember 2019 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Tilvist og Thoreau á sýningu í L.Á.

Á nýrri sýningu sem opnuð verður í Listasafni Árnesinga í dag, laugardag, klukkan 15 má sjá hvernig myndlistarmennirnir Hildur Hákonardóttir og Eva Bjarnadóttir og tónskáldið Elín Gunnlaugsdóttir vinna með hugmyndafræði bandaríska rithöfundarins og... Meira
16. nóvember 2019 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Tónlist frá endurreisn til rómantíkur

Fjölradda tónlist frá endurreisn til rómantíkur er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 14. Meira
16. nóvember 2019 | Tónlist | 882 orð | 1 mynd

Vináttan er alltaf í fyrsta sæti

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Jú, þakka þér fyrir, ég hef það bara gott og það er ágætis veður hér úti í Bretlandi þótt vissulega sé farið að kólna, ég fann það á eigin skinni þegar ég fór út að hlaupa í morgun. Meira
16. nóvember 2019 | Myndlist | 130 orð | 1 mynd

Vinirnir Sigurður og Sigurður sýna saman

Myndlistarmennirnir Sigurður Þórir Sigurðsson og Sigurður Magnússon opna málverkasýningu á Laugavegi 74 í dag kl. 15. „Sýna þeir u.þ.b. 25 nýlegar myndir. Meira
16. nóvember 2019 | Tónlist | 123 orð | 1 mynd

Ör-tónleikar víða um Suðurland í dag

Kammerkór Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, flytur svokallaða ör-tónleika víða um Suðurland í dag. Meira

Umræðan

16. nóvember 2019 | Aðsent efni | 631 orð | 1 mynd

Aðförin að Elliðaárdalnum

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Nú liggur því fyrir að Vinstri-græn hafa ekki áhuga á friðlýsingu Elliðaárdalsins, hvorki í borgarstjórn né á Alþingi enda langt í næstu kosningar." Meira
16. nóvember 2019 | Aðsent efni | 980 orð | 7 myndir

Brúarsmíðar á Jökulsá hjá Hákonarstöðum

Eftir Baldur Þór Þorvaldsson: "Þrekvirki unnið árið 1908 og klúður 2019." Meira
16. nóvember 2019 | Aðsent efni | 546 orð | 1 mynd

Elliðaárdalurinn

Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson: "Elliðaárdalurinn er í dag heildstætt svæði í borgarmyndinni og helsta útivistarsvæði borgarbúa. Fyrirhuguð uppbygging breytir þeirri mynd verulega." Meira
16. nóvember 2019 | Pistlar | 320 orð

Frá Kænugarði

Dagana 7.-10. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna, sem haldin var í Kænugarði í Úkraínu og helguð sambandi Úkraínu við önnur Evrópulönd. Meira
16. nóvember 2019 | Aðsent efni | 866 orð | 1 mynd

Hin hliðin á Samherjamálinu

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Saksóknarar og dómstólar úrskurða hvað er rétt eða rangt, löglegt eða ólöglegt... sektar- eða sýknudómar falla eftir því sem efni standa til." Meira
16. nóvember 2019 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Hönnun raforkumarkaða

Eftir Skúla Jóhannsson: "Upptaka raforkumarkaðar á Íslandi er vel gerleg en gá þarf vandlega að forsendum slíks markaðar." Meira
16. nóvember 2019 | Pistlar | 442 orð | 3 myndir

Jónas

Vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum lesanda að í dag er haldinn hátíðlegur dagur íslenskrar tungu. Það var árið 1995 sem ríkisstjórnin ákvað að velja fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar, 16. Meira
16. nóvember 2019 | Pistlar | 859 orð | 1 mynd

Samfélag á krossgötum

Trúverðugleiki og traust hafa ekki skilað sér á ný. Meira
16. nóvember 2019 | Pistlar | 428 orð | 1 mynd

Spillingarmælirinn er fullur

Ásakanir á hendur sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja vekja sorg og reiði. Fyrirtækið virðist hafa beitt mútum til að komast yfir veiðiheimildir fátækra þróunarríkja með veika innviði. Meira
16. nóvember 2019 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Umvafinn englum

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "„Pabbi, pantaðir þú þetta lag eða hvað?“ „Það mætti að vísu halda það, en nei, hér er heilagur andi Guðs að minna okkur á sig.“" Meira

Minningargreinar

16. nóvember 2019 | Minningargreinar | 331 orð | 1 mynd

Júlíus Jónsson

Júlíus Jónsson fæddist 27. nóvember 1948. Hann lést 16. september 2019. Útför Júlíusar fór fram 27. september 2019. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2019 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Margrét Guðmundsdóttir

Margrét Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1934. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Þorsteinsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 28. október 1909 í Knútsborg á Seltjarnarnesi,... Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2019 | Minningargreinar | 567 orð | 1 mynd

Ólafur Bjarnfreðsson

Ólafur Bjarnfreðsson fæddist 28. desember 1936. Hann lést 23. október 2019 eftir langvinn veikindi á Landspítalanum í Fossvogi. Ólafur var þriðji yngsti af tuttugu alsystkinum frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2019 | Minningargreinar | 131 orð | 1 mynd

Sigrún Jóhanna Jónsdóttir

Sigrún Jóhanna Jónsdóttir fæddist 21. janúar 1940. Hún lést 4. október 2019. Sigrún var jarðsungin 25. október 2019. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2019 | Minningargreinar | 517 orð | 1 mynd

Sigurður Steinar Ketilsson

Sigurður Steinar Ketilsson fæddist 3. mars 1948. Hann lést 27. október 2019. Útför Sigurðar Steinars fór fram 5. nóvember 2019. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2019 | Minningargreinar | 251 orð | 1 mynd

Tryggvi Brandr Jóhannsson

Tryggvi Brandr Jóhannsson fæddist 10. apríl 1949. Hann lést 28. ágúst 2019. Útför Tryggva fór 7. september 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. nóvember 2019 | Viðskiptafréttir | 130 orð | 1 mynd

Marel inn í VINX-vísitöluna

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn mun eignast fulltrúa í norrænu „VINX Benchmark“ vísitölunni þegar Marel verður tekið inn í hana frá og með 2. desember nk. samkvæmt tilkynningu frá vísitöludeild Nasdaq. Meira
16. nóvember 2019 | Viðskiptafréttir | 383 orð | 2 myndir

Skattbyrði nokkuð minni hér en í Skandinavíu

Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Hlutfall skattgreiðslna af vergri landsframleiðslu (VLF), nam 40,3% að meðaltali í löndum Evrópusambandsins árið 2018 og hækkar lítillega frá því sem var árið á undan er talan stóð í 40,2%. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar byggjast á samanlögðum skattgreiðslum og félagslegum framlögum, eða tryggingagjöldum, (e. sum of taxes and net social contributions). Meira
16. nóvember 2019 | Viðskiptafréttir | 121 orð | 1 mynd

Spá óbreyttu gildi vísitölu neysluverðs

Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttu gildi vísitölu neysluverðs, VNV, milli mánaða, í fréttabréfi sínu Hagsjá. Þar segir einnig að Hagstofan muni birta nóvembermælingu vísitölunnar miðvikudaginn 27. nóvember nk. Meira

Daglegt líf

16. nóvember 2019 | Daglegt líf | 301 orð | 2 myndir

Eldstöðvar á einum vef

Náttúran! Enginn hefur gefið íslenskri náttúru jafn sterka rödd og Jónas Hallgrímsson. Orðið jarðfræðingur er hans hugsmíð og fólk í þeirri fræðigrein hefur kortlagt eldfjöll landsins og sett út í netheimana. Meira
16. nóvember 2019 | Daglegt líf | 334 orð | 1 mynd

Teflt af öllu afli á heimsmeistaramóti í skák á Selfossi

Tíu skákmeistarar sem hafa unnið samtals fjórtán heimsmeistaratitla í ýmsum aldursflokkum, eru væntanlegir á Isey-skyr skákhátíðina sem hefst á Selfossi í næstu viku. Þetta er heimsmeistaramót og koma keppendur víða að. Meira

Fastir þættir

16. nóvember 2019 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. h3 0-0 6. Be3 Ra6 7. g4 e5 8...

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. h3 0-0 6. Be3 Ra6 7. g4 e5 8. d5 Rc5 9. f3 c6 10. Dd2 cxd5 11. cxd5 Bd7 12. b4 Ra4 13. Rxa4 Bxa4 14. Re2 a5 15. bxa5 Dxa5 16. Dxa5 Hxa5 17. Rc3 Bd7 18. a4 Hc8 19. Ha3 Be8 20. Hh2 Rd7 21. Bb5 Haa8 22. Hb2 Hc7 23. Meira
16. nóvember 2019 | Árnað heilla | 153 orð | 1 mynd

Ásthildur Thorsteinsson

Ásthildur Jóhanna Thorsteinsson fæddist 16. nóvember 1857 á Kvennabrekku í Dölum. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einarsson, prófastur og alþingismaður, og Katrín Ölafsdóttir frá Flatey. Meira
16. nóvember 2019 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Fimm tíma aðgerð

Á þessum degi fyrir fimm árum lenti Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, í alvarlegu hjólreiðaslysi í New York. Söngvarinn meiddist illa og var fluttur í flýti á bráðamóttöku sjúkrahúss í grenndinni. Meira
16. nóvember 2019 | Árnað heilla | 91 orð | 1 mynd

Guðbjörg Hassing

60 ára Guðbjörg er Reykvíkingur, ólst upp í Árbæjarhverfi en býr í Hólunum í Breiðholti. Hún er tækniteiknari að mennt frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og vinnur við félagsstarfið á Hrafnistu í Reykjavík. Hún er einnig handverkskona. Meira
16. nóvember 2019 | Árnað heilla | 539 orð | 4 myndir

Íslenska kvikmyndavorið og fleira

Jón Hermannsson fæddist 16. nóvember 1939 í Reykjavík og ólst upp fyrst á Melunum og flutti síðan á Ægisíðu rétt fyrir fermingu. Meira
16. nóvember 2019 | Árnað heilla | 75 orð | 1 mynd

Jón Benjamín Einarsson

50 ára Jón Benjamín ólst upp í Neskaupstað en býr í Reykjavík. Hann er félagsfræðingur og húsasmiður að mennt og vinnur við eignaumsjón hjá Félagsstofnun stúdenta. Hann er formaður Leikfélagsins Peðsins og aðalleikritahöfundur félagsins. Meira
16. nóvember 2019 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Kópavogur Árný Jökla Hákonardóttir fæddist 10. desember 2018 kl. 17.28...

Kópavogur Árný Jökla Hákonardóttir fæddist 10. desember 2018 kl. 17.28. Hún vó 3.410 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sandra Ýr Andrésdóttir og Hákon Þór Árnason... Meira
16. nóvember 2019 | Í dag | 56 orð

Málið

Áfellumst ekki þá sem reyna að „forða slysi“, þeir vilja vel þótt þeir komi óvart til hjálpar þeim er síst skyldi: slysinu. Að forða þýðir að bjarga . Þetta sakar ekki í framkvæmd, það vill bara svona slysalega til í málinu. Meira
16. nóvember 2019 | Í dag | 1702 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Tíu meyjar Meira
16. nóvember 2019 | Í dag | 277 orð

Reipi fléttað úr sandi

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Á sjávarbakka sjáum hann. Sægur barna vera kann. Kjarnyrt skáld á bænum bjó. Býsna miklum eldi spjó. Eysteinn Pétursson segir að þetta hljóti að vera rétt: Sandur skilur sæ og grjót. Meira
16. nóvember 2019 | Fastir þættir | 545 orð | 4 myndir

Wesley So fyrsti heimsmeistarinn í Fischer random

Þetta afbrigði skákarinnar sem kallast Fischer random og stundum Chess 960, heiti sem vísar til fjölda mögulegra upphafsstaða, hefur verið í sviðsljósinu. Mörgum þykir kostur við keppnisgreinina að þurfa ekki að treysta á minnið þegar sest er að tafli. Meira

Íþróttir

16. nóvember 2019 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Ágætis byrjun Íslendinganna

Andri Þór Björnsson, GR, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, léku báðir á pari eða 72 höggum á fyrsta hring sínum á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í golfi í gær en leikið er á Lumine-golfsvæðinu við Tarragona á Spáni. Andri og Guðmundur eru í 80. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 590 orð | 2 myndir

„Þetta eru stórir lurkar“

Handbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við teljum möguleika okkar mjög góða. Þetta eru stórir lurkar, allir í kringum tvo metra og hundrað kíló, en við eigum góðan séns á móti þeim. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla ÍR – Fjölnir 92:80 Njarðvík – Þór Ak...

Dominos-deild karla ÍR – Fjölnir 92:80 Njarðvík – Þór Ak 113:52 Keflavík – KR 66:67 Staðan: Keflavík 761627:57012 Tindastóll 752615:57610 KR 752597:55210 Stjarnan 752623:58810 Haukar 743643:6148 Þór Þ. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Erfitt verk á grískri eyju

Kvennalandsliðið í körfuknattleik er komið til grísku eyjunnar Euboea, skammt norðan Aþenu, en þar mætir það Grikkjum og á fyrir höndum afar erfitt verkefni í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Grikkland varð í 11. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – HK L14 Varmá: Afturelding – ÍR L17 Ásvellir: Haukar – Fjölnir L19.30 Hleðsluhöllin: Selfoss – Fram S19. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Ísland í neðsta styrkleikaflokknum

Íslendingar fá að vita næsta föstudag hverjum karlalandsliðið í fótbolta mætir í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars. Einnig kemur í ljós hvaða andstæðingar gætu beðið liðsins í úrslitaleik 31. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

Markahæst í bikarsigri

Handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði fimm mörk fyrir Bourg-de-Péage þegar liðið sló Nimes úr leik í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 632 orð | 5 myndir

Meistaraseigla KR-inga í Keflavík

Í Keflavík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Keflavík og KR mættust í toppslag úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í gær. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 38 orð

Messi gerði gæfumuninn

Lionel Messi skoraði sigurmark Argentínu í 1:0-sigri gegn Brasilíu í vináttulandsleik í knattspyrnu í Sádi-Arabíu í gær. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 618 orð | 2 myndir

Nær Hamrén fleiri stigum en Lagerbäck?

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ef Ísland vinnur Moldóvu á sunnudaginn mun Erik Hamrén hafa náð í fleiri stig en Lars Lagerbäck gerði í sinni fyrstu undankeppni sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Olísdeild kvenna KA/Þór – Stjarnan 23:22 Staðan: Fram...

Olísdeild kvenna KA/Þór – Stjarnan 23:22 Staðan: Fram 8701257:16614 Valur 8611224:17013 Stjarnan 9432218:19711 KA/Þór 9504218:24810 HK 8323209:2188 Haukar 8215165:1985 ÍBV 8215159:1965 Afturelding 8008146:2030 Grill 66 deild kvenna Víkingur... Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Óvænt vistaskipti hjá Viggó

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, hafði í gær félagaskipti í Þýskalandi þegar Wetzlar fékk hann í sínar raðir frá Leipzig. Bæði félög leika í 1. deildinni, þeirri efstu, en Wetzlar er í 11. sæti og Leipzig í 8. sæti. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 368 orð | 4 myndir

Sigurmark yfir allan völlinn

Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is KA/Þór og Stjarnan spiluðu fyrsta leikinn í níundu umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildarinnar, í gær en liðin voru í 3. og 4. sæti deildarinnar fyrir leik. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Spilar ekki meira á þessu ári

Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í gær. „Hnéð hefur verið að trufla mig að undanförnu og haft áhrif á leik minn. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Sögulegt afrek Finna í Helsinki

Finnland er komið áfram í lokakeppni Evrópumeistaramóts karla í knattspyrnu eftir öruggan 3:0-sigur gegn Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein í Helsinki í Finnlandi í J-riðli undankeppni EM í gær. Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Undankeppni EM karla 2020 D-RIÐILL: Danmörk – Gíbraltar 6:0 Sviss...

Undankeppni EM karla 2020 D-RIÐILL: Danmörk – Gíbraltar 6:0 Sviss – Georgía 1:0 Staðan: Danmörk 743022:515 Sviss 742113:514 Írland 73316:412 Georgía 82247:118 Gíbraltar 70072:250 *Gíbraltar mætir Sviss og Írland mætir Danmörku í... Meira
16. nóvember 2019 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér í fyrsta skipti...

Þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér í fyrsta skipti sæti í lokakeppni Evrópumótsins var spilað við slíkar aðstæður á Laugardalsvelli að leikurinn hefði í raun og veru aldrei átt að fara fram. Meira

Sunnudagsblað

16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 2082 orð | 12 myndir

Alþýðusprauta í æð

Vandfundin er betri heimild um sálarlíf þessarar þjóðar á hverjum tíma en Velvakandi í Morgunblaðinu. Óhætt er að segja að tíðarandinn stökkvi beinlínis á mann upp af gulnuðum síðunum þegar þeim er flett. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 25 orð | 1 mynd

Anna Steinunn Ég á enga uppáhaldsbók. Ég var að klára Ströndina...

Anna Steinunn Ég á enga uppáhaldsbók. Ég var að klára Ströndina endalausu eftir Jenny Colgan. Yfir henni er ævintýrabragur og mér þótti hún mjög... Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 915 orð | 1 mynd

Á hraða snigilsins, eitt skref í einu

Hjúkrunarfræðingurinn og göngugarpurinn Guðný Ragnarsdóttir greindist með Hodgkins-eitlakrabbamein árið 2016. Hún notar göngu til þess að bæta líkamlega og andlega heilsu og ætlar ekki að missa af ljósafossgöngu Ljóssins sem fer nú fram í tíunda sinn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 296 orð | 1 mynd

Ástin er afhjúpandi

Við hverju má búast á sunnudaginn? Þá fáum við loksins að vita hvað ástin er. Við munum fyllast af ást og kærleika á öllum hliðum ástarinnar þegar kvöldið er búið. Er ástin nauðsynlegur aflvaki í þróun okkar eða huggulegur skyndibiti? Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 98 orð | 1 mynd

Drekkur alla undir borðið

Blóð Niðurtalningin heldur áfram; nú eru aðeins tvær vikur þangað til hið goðsögulega málmband Slayer heldur sína allra síðustu tónleika. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 616 orð | 1 mynd

Ekki hvernig þú eyðir peningunum...

Mads Øvlisen orðaði þetta best þegar hann sagði: „Samfélagsábyrgð fyrirtækja snýst ekki um hvernig þú eyðir peningunum heldur hvernig þú aflar þeirra.“ Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Fékk skilaboð frá Margréti prinsessu

Miðlar Enska leikkonan Helena Bonham Carter fékk skilaboð frá Margréti prinsessu áður en hún tók að sér hlutverk hennar í nýju seríunni af The Crown sem kemur inn á efnisveituna Netflix í dag, sunnudag. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 2632 orð | 4 myndir

Fluga á samfélagsveggnum

Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Í Bergmáli, nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, sem frumsýnd verður í næstu viku, er samfélagið í aðalhlutverki en í myndinni eru ofnar saman 58 örsögur sem allar eiga sér stað á aðventunni og um jólin. Skýringin á þessari óvenjulegu nálgun er sú að Rúnar var orðinn leiður á hinni hefðbundnu leið við kvikmyndagerð og langaði að prófa eitthvað nýtt. Og hann nálgaðist Bergmál eins og aðrar myndir sem hann hefur gert – á þeim forsendum að hún kynni að verða hans seinasta mynd. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 375 orð | 1 mynd

Fyrirgefðu, afi minn!

Þetta eiga allir menn að vita. Fyrir vikið get ég ekki annað en tekið undir skammir Barkar og vonbrigði í minn garð. Ég á mér engar málsbætur. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagspistlar | 512 orð | 1 mynd

Gleymum neikvæðni

En ég velti því fyrir mér hvers vegna ég tek oft meira mark á gagnrýni en hrósi og hvers vegna illskeytt gagnrýni getur setið lengur í mér en fallegt og einlægt hrós. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Gunnar Gunnlaugsson Ég les mjög mikið en það er engin bók sem er í...

Gunnar Gunnlaugsson Ég les mjög mikið en það er engin bók sem er í sérstöku... Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 90 orð | 1 mynd

Hefði orðið 53 ára

Tónlistarmaðurinn Jeff Buckley fæddist á þessum degi árið 1966. Hann hlaut nafnið Jeffrey Scott Buckley en ólst upp undir nafninu Scott Moorhead. Eftirnafnið kom frá stjúpföður hans. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 482 orð | 2 myndir

Hugarfar grósku – lykillinn að velgengni í leik og starfi

Arne segir að galdurinn sé að stoppa ekki, alltaf að halda áfram að æfa og vera líkamlega virkur og það allra mikilvægasta sé að setja sér háleit markmið. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 56 orð | 1 mynd

Hvar er vitinn?

Viti þessi er við vík, norðarlega á vestanverðum Skaga, sem er milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Fallegar stuðlabergsmyndanir setja svip sinn á fjöruna, en á kambi hennar er vitinn sem var reistur árið 1939. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 31 orð

Í dag, 17. nóvember, klukkan 20 verður viðburðurinn „Ást og...

Í dag, 17. nóvember, klukkan 20 verður viðburðurinn „Ást og líffræði“ haldinn í Tjarnarbíói. Þar kynnir prófessor Bartosz Karaszewski fólki ástina í félagi við skáld og tónlistarmenn. Elísabet Jökulsdóttir stýrir... Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 417 orð | 2 myndir

Kotrosknar og kaldhæðnar

Blindar konur eru áberandi í íslensku sjónvarpi um þessar mundir en tveir þættir með slíka persónu í aðalhlutverki hafa verið teknir til sýningar á þessu hausti; annars vegar finnski gamanþátturinn Donna blinda á RÚV og hins vegar bandaríski... Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 65 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 17. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 563 orð | 14 myndir

Notalegt í hverju rými

Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður býr ásamt eiginmanni sínum, Gian Franco Pitzalis, og sonum þerra Hauki Angelo og Kára Francesco á dásamlega fallegu heimili í Hafnarfirði. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 276 orð | 2 myndir

Ort um endalok heimsins

Tónlistarhátíðin Doomcember fer fram á Gauknum dagana 22. og 23. nóvember næstkomandi. Svo sem nafnið gefur til kynna er hátíðin helguð svonefndum dómsmálmi (doom metal). Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 1565 orð | 5 myndir

Raddir barna heyrast

Barnaþingið sem haldið verður í Hörpu dagana 21. og 22. nóvember er fyrsta þing sinnar tegundar hér á landi. Börn hvaðanæva af landinu taka þátt í þinginu en því er ætlað að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 134 orð | 1 mynd

Rokkar af okkur sokkana

Málmur Ozzy gamli Osbourne er allur að koma til eftir að hafa veikst heiftarlega af lungnabólgu og hrasað í þokkabót á heimili sínu síðasta vor með þeim afleiðingum að hann aflýsti öllu tónleikahaldi út árið. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 269 orð | 1 mynd

Rýfur Liverpool 90% múrinn?

Verður Liverpool fyrsta liðið frá 1889 til að leysa til sín yfir 90% stiga í ensku úrvalsdeildinni? Til þess þarf liðið af fá 103 stig á yfirstandandi leiktíð. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 21 orð | 1 mynd

Sigurður Jónasson Ég hef voða gaman af bókunum eftir Arnald og Yrsu. Það...

Sigurður Jónasson Ég hef voða gaman af bókunum eftir Arnald og Yrsu. Það er svosem engin sérstök af þeim í... Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 362 orð | 6 myndir

Slökun í því að lesa

Ég er alltaf með nokkrar bækur og tímarit á náttborðinu. Ég er ekki sérstaklega mikill lestrarhestur en mér finnst ákveðin slökun í því að lesa, stundum ekki nema nokkrar síður, fyrir svefninn. Ég les ekkert síður tímarit en bækur. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 438 orð | 3 myndir

Sterk orka verður yfir þér

Þú færð meiri styrkleika en þú hefur áður fundið fyrir og flýgur hærra en þú bjóst við. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 571 orð | 2 myndir

Stórstjarna byrjaði sem betlari

Kaduna, Nígeríu. AFP. | Yahaya Makaho þreifar sig að hljóðnemanum í stúdíói í borginni Kaduna í Nígeríu áður en hann skellir sér í lag sem á að vera á nýju plötunni hans. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 27 orð | 1 mynd

Valgerður Guðmundsdóttir Ég las mikið áður en les ekki mikið þessa...

Valgerður Guðmundsdóttir Ég las mikið áður en les ekki mikið þessa dagana vegna veikinda. Bækurnar eftir Guðrúnu frá Lundi eru meðal þeirra sem voru í miklu... Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 196 orð | 1 mynd

Var í mánuð í baðkerinu

Hinn vinsæli þáttur „Með morgunkaffinu“ var lengi á sínum stað í Morgunblaðinu og kenndi þar jafnan margra grasa. Á þessum degi fyrir áttatíu árum, 17. Meira
16. nóvember 2019 | Sunnudagsblað | 76 orð | 1 mynd

Væri alveg til í að leika Bond

Bíó Breska leikkonan Emilia Clarke, sem kunnust er fyrir leik sinn í Game of Thrones-þáttunum og jólamyndinni Last Christmas, sem nú er í kvikmyndahúsum, staðfestir í samtali við tímaritið Empire Magazine áhuga sinn á því að leika njósnara hennar... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.