Greinar þriðjudaginn 12. maí 2020

Fréttir

12. maí 2020 | Erlendar fréttir | 114 orð

19 látnir eftir slysaskot á flotaæfingu

Nítján sjóliðar létust og fimmtán særðust á sunnudaginn þegar íranska herskipið Konarak varð fyrir eldflaug frá öðru írönsku skipi nálægt Bandar-e-Jask við suðurströnd Írans. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 234 orð | 2 myndir

Áhugasamir um iðnnám

Flugmenn og flugvirkjar spyrjast nú í talsverðum mæli fyrir um iðngreinar í Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins. Sem kunnugt er var þorra fólks í þessum störfum hjá Icelandair sagt upp störfum á dögunum og mikill samdráttur er í fluginu nú. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Einn stærsti safngripur landsins sigldi úr höfn

Landfestar varðskipsins Óðins voru leystar í gær áður en siglt var úr Reykjavíkurhöfn í fyrsta skipti í meira en áratug. Óðinn var tekinn í notkun fyrir 60 árum og tók þátt í þremur þorskastríðum. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Engin ný smit tilkynnt fjórða daginn í röð

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Engin ný smit kórónuveiru voru tilkynnt í gær, fjórða daginn í röð. Er þetta í fyrsta sinn síðan faraldurinn gerði vart við sig hérlendis að engin smit greinast samfleytt í svo langan tíma. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 543 orð | 3 myndir

Fornleifauppgröftur víðs vegar um landið

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nær 40% fornleifafræðinga segja að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt stöðu þeirra á vinnumarkaði eða muni fyrirsjáanlega gera það. Þetta kemur fram í könnun sem Minjastofnun gerði í síðasta mánuði. Af þeim sem svöruðu töldu rúm 50% að staða þeirra hefði ekki breyst eða myndi breytast en 36 % svöruðu játandi. Helstu ástæður voru frestun verkefna og í einhverjum tilvikum féllu þau alveg niður. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 170 orð

Framlínan ræðir kjörin áfram

Tvö stéttarfélög framlínustarfsfólks, Landssamband lögreglumanna (LL) og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), hafa átt í óformlegum samræðum við samninganefnd ríkisins síðustu daga vegna kjarasamninga. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 352 orð

Frídögum fækki og laun fryst

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Orlofsdögum flugmanna Icelandair verður fækkað um allt að fimm og laun þeirra verða ekki hækkuð árin 2021 og 2022. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 548 orð | 4 myndir

Hindrar eðlilegan akstur

Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég sendi borgarstjóra bréfið og ræddi við hann í síma. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Jötunn fer til Þorlákshafnar

Tvö tilboð bárust í dráttarbátinn Jötun sem Faxaflóahafnir auglýstu til sölu nýlega. Nýr og öflugur dráttarbátur, Magni, bættist nýlega við í flotann og því var ekki lengur þörf fyrir Jötun. Hafnarsjóður Þorlákshafnar átti hærra boðið, 220,5 milljónir. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Koma um leið og opnast

Erlendir gestir afbóka seint gistingu í smáhýsunum á tjaldsvæðinu á Höfn í Hornafirði. Enn er mikið bókað í júlí og ágúst. Framkvæmdastjórinn dregur þá ályktun að gestirnir séu tilbúnir að nýta þjónustuna um leið og þeir komast til landsins. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Kosning utan kjörfundar flókin erlendis

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að því að kosning utan kjörfundar vegna forsetakosninganna 27. júní nk. geti hafist 23. maí. Er þessi ákvörðun tekin í samræmi við ráðleggingar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Kvenfélagskonur úr Garðabæ komu færandi hendi

Kvenfélagskonur úr Garðabæ komu færandi hendi í slökkvistöðina á Tunguhálsi á dögunum og færðu þar Brunavarðafélagi Reykjavíkur gjafabréf að andvirði 200 þúsund króna. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 446 orð | 3 myndir

Líkfylgdin í spor Toms

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Knattspyrnufélagið Valur í Reykjavík átti 109 ára afmæli í gær og af því tilefni efndi gönguhópurinn Líkfylgdin til áheita til styrktar Friðrikssjóði. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Mikael Sigurðsson

Fyrstu andarnefjuna sem rekið hefur á land í ár rak á fjöru skammt frá Djúpalæk eystra á Langanesströnd. Skáldið Kristján frá Djúpalæk kenndi sig við þennan bæ við Bakkaflóa. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Mörg fyrirtæki vildu aðstöðu í Múlanum

Miklar framkvæmdir standa yfir við húsið Bakkaveg 5 í Neskaupstað en þar var verslunin Nesbakki áður til húsa. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Nýjar götur nefndar eftir sækonungum

Heiti sækonunga í þulum Snorra-Eddu verða notuð sem nöfn á nýjum götum í Bryggjuhverfi við Elliðaárvog. Þetta er tillaga nafnanefndar Reykjavíkur, sem hefur verið samþykkt. Meira
12. maí 2020 | Erlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Óttast aðra bylgju í Asíu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Frakkland og Spánn voru á meðal þeirra Evrópuríkja sem hófu í gær að létta á sóttvarnaraðgerðum sínum vegna kórónuveirufaraldursins, á sama tíma og varað var við því að ný tilfelli væru að skjóta upp kollinum í Wuhan-borg og í Suður-Kóreu. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 411 orð | 3 myndir

Rafrænt partí og gjafabréf til starfsfólksins

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mörg fyrirtæki, sem svigrúm hafa, hafa gert vel við sitt fólk til að þakka því vel unnin störf að undanförnu, undir miklu álagi af völdum kórónuveirunnar. Meira
12. maí 2020 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Rannsaka káf fyrrverandi forseta

Franskir saksóknarar tilkynntu í gær að þeir hefðu hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum Valérys Giscards d'Estaings, fyrrverandi forseta Frakklands, en Ann-Kathrin Stracke, þýsk blaðakona, sakaði hann í fyrradag um að hafa káfað á afturenda sínum... Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Rýmka skilyrði styrkjanna

Skilyrði fyrir styrkveitingum til kennaranema í launuðu starfsnámi hafa nú verið rýmkuð og er námsstyrkur ekki lengur bundinn við skil lokaritgerðar eins og var. Styrkir ná nú til allra kennaranema á lokaári, óháð áherslum í námi þeirra. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 307 orð | 2 myndir

Safngripurinn sigldi um Sundin

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Landfestar varðskipsins Óðins voru leystar í gær og eftir aðstoð frá dráttarbátnum Haka út úr höfninni var Óðni siglt fyrir eigin vélarafli um Sundin. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Spaðinn kemur inn á markaðinn af krafti

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta hefur gengið alveg fáránlega vel og í raun vonum framar,“ segir Þórarinn Ævarsson, eigandi pítsustaðarins Spaðans. Staðurinn var opnaður síðasta föstudag, en að sögn Þórarins hefur stöðugur straumur gesta verið allt frá þeim tíma. Hleypur salan síðustu daga á þúsundum pítsa, sem er talsvert umfram það sem Þórarinn hafði ráðgert. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Stormar og stöðug fiskgengd í allan vetur

Áhöfnin á Bárði SH-81 kom til Ólafsvíkur í gær með um 20 tonn, en lokadagur vetrarvertíðar samkvæmt gömlu viðmiði var í gær, 11. maí. Þar með er afli Bárðar á vetrarvertíðinni frá áramótum orðinn 2. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Stöndug fyrirtæki endurgreiða hlutabætur

Sex fyrirtæki hafa tilkynnt að þau ætli sér að hætta að nýta hlutabótaleið stjórnvalda og/eða endurgreiða þá fjármuni sem fyrirtækin höfðu fengið út úr leiðinni. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Sundlaugin í Reykjafirði í Arnarfirði

Ranglega var sagt í myndatexta á forsíðu blaðsins í gær að krakkarnir hefðu verið að busla í sundlauginni í Reykjafirði í Árneshreppi. Hið rétta er að sundlaugin er í Reykjafirði inn af Arnarfirði í Norður-Ísafjarðarsýslu. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 248 orð | 2 myndir

Telur sátt um að hækka lægstu laun

„Samningurinn byggist á lífskjarasamningnum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við 47 stéttarfélög með 7. Meira
12. maí 2020 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Tveir ákærðir fyrir árás á skattstofuna

Tveir menn á þrítugsaldri voru ákærðir í Danmörku í gær fyrir að hafa orðið valdir að sprengjuárás á aðalskrifstofu dönsku skattstofunnar. Mennirnir eru báðir sænskir ríkisborgarar. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 102 orð

Tveir landsréttardómarar eru meðal umsækjenda um embætti landsréttardómara

Fimm umsóknir bárust um laust embætti landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út 4. maí sl. Meðal umsækjenda eru tveir dómarar við Landsrétt. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Uppgröftur fornleifa á níu stöðum

Fornleifauppgröftur vegna vísindarannsókna verður á að minnsta kosti átta stöðum víðs vegar landinu í vor og sumar. Þetta eru nær allt framhaldsrannsóknir frá síðustu árum. Meira
12. maí 2020 | Innlendar fréttir | 332 orð

Vilja betri nýtingu flugáhafna

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Horft verður til þess að ná fram 30-40% betri nýtingu á flugáhöfnum Icelandair í nýjum kjarasamningum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins innan úr flugfélaginu. Meira

Ritstjórnargreinar

12. maí 2020 | Staksteinar | 181 orð | 1 mynd

Karl prins ekki einn um sinn rétt

Dómstólar fundu það upp fyrir fáeinum árum að tilteknar stéttir, einkum þó lögfræðingar, ættu eins konar síðbúinn fæðingarrétt á því að fá störf hjá hinu opinbera og ættu þeir að fá miskabætur frá almenningi fengju þeir ekki þau störf sem þeim hugnaðist. Meira
12. maí 2020 | Leiðarar | 729 orð

Ógeðfelldur tilbúnaður

Málið gegn Flynn herforingja verður aumara með hverjum degi sem líður Meira

Menning

12. maí 2020 | Fjölmiðlar | 227 orð | 1 mynd

Á eilífum flótta undan sólinni

Þar sem undanfarnar vikur hafa boðið upp á lítið skemmtanalíf utan heimilis hefur Netflix bjargað miklu. Ég ákvað að leita út fyrir Bandaríkin og datt inn á glænýju belgísku spennuseríuna Into the Night. Meira
12. maí 2020 | Tónlist | 341 orð | 1 mynd

„Þurfti að hífa upp Vatnsenda 203“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Herra Hnetusmjör, einn vinsælasti rappari landsins, var í gær sæmdur heiðursnafnbótinni bæjarlistamaður Kópavogs við hátíðlega athöfn í Vatnsendaskóla. Meira
12. maí 2020 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Diddú og Anna Guðný koma fram í Kúnstpásu í Norðurljósasal Hörpu

Sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir koma fram í óvenjulegri Kúnstpásu í Norðurljósasal Hörpu í dag kl. 12.15 og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá með þekktum aríum og sönglögum. Meira
12. maí 2020 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Gamanleikarinn Jerry Stiller allur

Bandaríski grínistinn og gamanleikarinn Jerry Stiller er látinn, 92 ára að aldri. Sonur hans, leikarinn og leikstjórinn Ben Stiller, sendi frá sér tilkynningu þess efnis í fyrradag og sagði föður sinn hafa látist af eðlilegum orsökum. Meira
12. maí 2020 | Bókmenntir | 1024 orð | 2 myndir

Markmiðið „að hræða nógu mikið“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hugmyndin að þessari bók er búin að blunda með mér í nokkurn tíma, en ég hef alltaf haft mikill áhuga á hrollvekjum,“ segir Ævar Þór Benediktsson leikari og rithöfundur sem í dag sendir frá sér bókina Hryllilega stuttar hrollvekjur sem Ágúst Kristinsson myndlýsti. „Þegar ég skrifaði Þína eigin hrollvekju á sínum tíma var mér tjáð að hún yrði ekki mikið lesin þar sem enginn vildi lesa hrylling. Meira
12. maí 2020 | Tónlist | 181 orð | 1 mynd

Söngkonan Betty Wright látin

Bandaríska söngkonan Betty Wright, sem átti sinn fyrsta smell aðeins 17 ára að aldri, er látin. Hún var 66 ára. Wright var ein þekktasta söngkona fönksenunnar í Miami á áttunda áratugnum og vann náið með söngvurum og röppurum næstu fjóra áratugi. Meira
12. maí 2020 | Fólk í fréttum | 388 orð | 1 mynd

Ærslafullur rokkfrumkvöðull allur

Einn af helstu frumkvöðlum rokksins, Little Richard, lést fyrir helgi 87 ára að aldri. Dánarorsökin var beinkrabbamein. Little Richard skaust upp á stjörnuhimininn árið 1955 með „Tutti Frutti“ – æsilegu stuðlagi um kynlíf. Meira

Umræðan

12. maí 2020 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Akureyri þarf atvinnusinfóníuhjómsveit

Eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson: "SN tekst það með því að sérhæfa sig í upptökum á sinfónískri kvikmyndatónlist í Hofi á Akureyri og með því að leigja út þjónustu sína" Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 405 orð | 1 mynd

Ákall til kirkjunnar

Eftir Gunnar Kvaran: "Verði sá ólýsanlegi harmleikur að veruleika að mannkyninu takist að krossfesta jörðina, hvað verður þá um upprisuna?" Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Bjartsýni og hugrekki

Eftir Albert Þór Jónsson: "Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir nýsköpunarstarfsemi sem skilar arði og verðmætum með vaxtarfjármagni og skattalegum hvötum en hátæknifyrirtæki munu drífa hagvöxt á núverandi öld snjallra hugmynda." Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 761 orð | 1 mynd

COVID, lækning hagkerfisins

Eftir Holberg Másson: "Vel tókst til að ráða við fyrstu bylgju COVID-faraldurs á Íslandi með snöggum og hörðum aðgerðum." Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

Dauðafæri fyrir ríkisstjórnina

Eftir Söndru B. Franks: "Það yrði vegsauki fyrir stjórnina að nota aðgerðapakka 3 til að setja á stofn námsleið á háskólastigi fyrir sjúkraliða sem eru dæmigerð láglaunastétt." Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Er kapítalisminn að líða undir lok?

Eftir Guðjón Jensson: "Ljóst er að forsendur kapítalismans eru brostnar rétt eins og kommúnismans áður." Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Framtíðin

Eftir Hafstein Sigurbjörnsson: "Um tillögur við úthlutun fjármagns ríkisins til uppbyggingar eftir faraldurinn" Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Hellurnar í Regnbogagötunni á Seyðisfirði

Eftir Þorvald Jóhannsson: "Engar sögur eru til um að þær hafi verið illa lyktandi. En spurt er: Hvaðan koma þær, hverjar eru þær, hvert fara þær?" Meira
12. maí 2020 | Pistlar | 394 orð | 1 mynd

Menntun er lausnin

Viðbrögð þjóða heims munu ráða mestu um það hverjar varanlegar afleiðingar Covid-19 faraldursins verða. Ástandið hefur sannarlega þjappað þjóðum saman en það er afar brýnt að stjórnvöld haldi vöku sinni gagnvart samfélagshættunni sem blasir við. Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Nýjar áskoranir á hverjum degi

Eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur: "Í dag eru 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale. Til hamingju með daginn, kæru hjúkrunarfræðingar og ljósmæður heilsugæslunnar." Meira
12. maí 2020 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Tóku niður hringana og helguðu sig starfinu

Eftir Önnu Birnu Jensdóttur: "Starfsfólk hjúkrunarheimila hefur staðið sig afburðavel, helgað sig framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu svo eftir er tekið víða um heim." Meira

Minningar- og afmælisgreinar

12. maí 2020 | Minningargreinar | 392 orð | 1 mynd

Álfur Ketilsson

Álfur Ketilsson fæddist 7. október 1939. Hann lést 20. apríl 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2020 | Minningargreinar | 876 orð | 1 mynd

Ása Jónsdóttir

Ása Jónsdóttir fæddist 22. ágúst 1936. Hún lést 23. apríl 2020. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2020 | Minningargreinar | 524 orð | 1 mynd

Erna Aðalheiður Marteinsdóttir

Erna Aðalheiður Marteinsdóttir fæddist 27. apríl 1936. Hún lést 16. mars 2020. Útför Ernu Aðalheiðar fór fram 7. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2020 | Minningargreinar | 1290 orð | 1 mynd

Erna Vilbergsdóttir

Erna Vilbergsdóttir fæddist 17. febrúar 1948 í Reykjavík. Hún lést 1. maí 2020. Foreldrar hennar voru Vilberg Skarphéðinsson framkvæmdastjóri og Sveinsína Kristbjörg Guðmundsdóttir matreiðslukona. Systkini Ernu eru Sigrún Vilbergsdóttir, f. 29.12. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2020 | Minningargreinar | 688 orð | 1 mynd

Guðbjörg Jóna Jónsdóttir

Guðbjörg Jóna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 8. mars 1935. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 27. apríl 2020. Foreldrar Jónu voru Jón Jóhannsson, f. 1911, d. 1967 og Ingvör Anna Guðbjörnsdóttir, f. 1911, d. 1965. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2020 | Minningargreinar | 1100 orð | 1 mynd

Jóhanna Kristinsdóttir

Jóhanna Kristinsdóttir fæddist 10. apríl 1937 á Siglufirði. Hún lést á Landspítalanum 24. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Valborg Steingrímsdóttir og Kristinn Guðmundsson. Systkini Jóhönnu eru Hulda Guðbjörg og Steingrímur. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2020 | Minningargreinar | 982 orð | 1 mynd

Pétur Valberg Jónsson

Pétur Valberg Jónsson fæddist 4. maí 1933 á Miðhúsum í Mýrasýslu. Hann andaðist á Brákarhlíð í Borgarnesi 30. apríl 2020. Foreldrar hans voru Nellý Pétursdóttir, f. 1.6. 1903, d. 29.4. 1981 og Jón Helgason Jónsson, f. 13.9. 1898, d. 28.2. 1989. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2020 | Minningargreinar | 763 orð | 1 mynd

Sylvía Sveinsdóttir

Sylvía Sveinsdóttir fæddist í Hveravík á Ströndum þann 28. mars 1932. Hún lést 20. apríl 2020. Hún var dóttir hjónanna Magndísar Gestsdóttur sem fædd var 1909, dáin 2006 og Sveins Guðmundssonar fæddur 1897, dáinn 1969. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

Gera samning um veitingu viðbótarlána

Landsbankinn og Seðlabanki Íslands hafa komist að samkomulagi um veitingu viðbótarlána sem fyrirtæki, sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, geta sótt um að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Meira
12. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 507 orð | 2 myndir

Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu á veiðivörum

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu á veiðivörum í versluninni Veiðihorninu á síðustu vikum, miðað við sama tíma í fyrra. Meira
12. maí 2020 | Viðskiptafréttir | 185 orð | 1 mynd

Hyggst sækja á Ameríkumarkað

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica, sem nýtir affallsvatn frá Hellisheiðarvirkjun til framleiðslu kísilsteinefna, hefur hlotið styrk úr Norræna verkefnaútflutningssjóðnum (Nordic Project Fund) til þess að sækja inn á markaði utan Evrópusambandsins... Meira

Fastir þættir

12. maí 2020 | Í dag | 307 orð

Af sóttkví og kú með hala

Sigurlín Hermannsdóttir setti í Boðnarmjöð: „Fyrir maí-fund Iðunnar (sem var rafrænn) var ort um samkomubann og sóttkví: Hún Líneik er laglegur svanni sem leitaði ákaft að manni. En ástin jú blind er og allir á Tinder sýndust í samkomubanni. Meira
12. maí 2020 | Í dag | 93 orð | 1 mynd

„Snýst um að reyna að halda lífi í sem flestum“

„Það er alveg rétt að við björgum kannski ekki ferðaþjónustunni ein og óstudd en við hjálpum til. Meira
12. maí 2020 | Í dag | 57 orð

Málið

Í setningum á borð við: „Þetta er svo vel gert að hvergi sér missmíði á“ sést ekki í hvaða kyni eða tölu missmíði á heima. En það er hvorugkyns – og fleirtala: þau , missmíðin . Meira
12. maí 2020 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Ólafur Steinar Kristjánsson Þorvaldz

40 ára Ólafur er Reykvíkingur, ólst upp í Árbænum og býr í Teigunum. Hann er menntaður leikari frá ArtsEd í London og er bruggmeistari og einn eigenda Ægis brugghúss. Ólafur situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur. Meira
12. maí 2020 | Fastir þættir | 137 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti í Biel í Sviss sumarið 2017...

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti í Biel í Sviss sumarið 2017. Lettneski stórmeistarinn Igor Kovalenko (2.659) hafði svart gegn Moussa Othman (2.277) frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 59.... Dxg3! 60. Da8+ hvítur hefði orðið mát eftir 60. Meira
12. maí 2020 | Árnað heilla | 963 orð | 4 myndir

Strákurinn þeirra Stínu og Valda

Ellert Borgar Þorvaldsson fæddist á Sigurðarhúsi á Eskifirði 12. maí 1945 og ólst þar upp. Skólagangan hófst í Barna- og unglingaskóla Eskifjarðar en landsprófi lauk Ellert frá Héraðsskólanum á Laugarvatni. Meira
12. maí 2020 | Árnað heilla | 70 orð | 1 mynd

Þórunn Reynisdóttir

60 ára Þórunn ólst upp í Safamýri í Reykjavík en býr í Garðabæ. Hún er rekstrarviðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn. Maki : Ingi Arason, f. 1959, byggingatæknifræðingur hjá Terra. Meira

Íþróttir

12. maí 2020 | Íþróttir | 355 orð | 3 myndir

Á þessum degi

12. maí 1984 Oddur Sigurðsson setur Norðurlandamet í 400 metra hlaupi karla á móti í Austin í Texas, þar sem hann hafnar í þriðja sæti á 45,36 sekúndum og bætir um leið vikugamalt Íslandsmet sitt um 0,33 sekúndur. Meira
12. maí 2020 | Íþróttir | 200 orð

Englendingar enn með 12. júní í sigtinu

Englendingar stefna áfram á að hefja keppni í úrvalsdeildinni í knattspyrnu 12. júní. Möguleikarnir á því jukust í gær þegar breska ríkisstjórnin tilkynnti að eftir 1. Meira
12. maí 2020 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Félagið mitt í enska fótboltanum var í efsta sæti B-deildarinnar þegar...

Félagið mitt í enska fótboltanum var í efsta sæti B-deildarinnar þegar öllum leikjum var frestað. Eftir 16 ár í B- og C-deild virtist liðið mitt loksins ætla upp í deild þeirra bestu. Þá kom heimsfaraldur. Meira
12. maí 2020 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Hörður leikur áfram með HK

Knattspyrnumaðurinn Hörður Árnason er hættur við að leggja skóna á hilluna og hefur samið við uppeldisfélag sitt HK um að leika áfram með því í ár. Hörður er leikjahæsti leikmaður HK í efstu deild frá upphafi. Meira
12. maí 2020 | Íþróttir | 664 orð | 1 mynd

Kom algjörlega flatt upp á okkur

Fjölnir Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Bergsveinn Ólafsson, 28 ára fyrirliði knattspyrnuliðs Fjölnis, lagði skóna óvænt á hilluna fyrir helgi. Sagði hann að hungrið fyrir knattspyrnunni væri ekki lengur til staðar. Meira
12. maí 2020 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Landsliðsþjálfarinn hættur hjá KR

Benedikt Guðmundsson er hættur störfum sem þjálfari kvennaliðs KR í körfuknattleik, en hann hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú keppnistímabil með góðum árangri. Benedikt tók við KR-liðinu sumarið 2017 í 1. Meira
12. maí 2020 | Íþróttir | 925 orð | 3 myndir

Reynslunni ríkari eftir dvöl erlendis

Stjarnan Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik fékk gríðarlegan liðstyrk í gær þegar landsliðskonurnar Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir skrifuðu báðar undir tveggja ára samning við félagið. Meira
12. maí 2020 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Þóra María í Kópavoginn

Þóra María Sigurjónsdóttir er gengin til liðs við handknattleikslið HK og mun leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Meira
12. maí 2020 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Þrjátíu ár frá kveðjuleiknum í Stuttgart

Sennilega hefur kveðjuleikur hjá íslenskum íþróttamanni sjaldan vakið jafnmikla athygli og þegar Ásgeir Sigurvinsson lagði fótboltaskóna á hilluna fyrir nákvæmlega 30 árum, 12. maí árið 1990. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.