Greinar fimmtudaginn 21. maí 2020

Fréttir

21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 654 orð | 5 myndir

26 þúsund gætu verið án vinnu

Baskvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabankinn spáir því í nýjum Peningamálum að atvinnuleysi geti farið í 12% á þriðja ársfjórðungi. Það sé mesta atvinnuleysi sem um getur síðan skipulegar mælingar hófust. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Aðeins eitt háhitaverkefni í augsýn

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Flutningar standa nú yfir á Þór, bor Jarðborana, af Hellisheiði yfir á Nesjavelli. Þar stendur fyrir dyrum borverkefni fyrir Nesjavallavirkjun, en Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Bankar dragi úr vaxtamun

Baldur Arnarson Stefán E. Stefánsson Seðlabankinn hefur leiðir til þess að ýta á viðskiptabankana um að draga úr vaxtamun sem aukist hefur að undanförnu. Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 390 orð | 2 myndir

„Fjórða iðnbyltingin er út um allt“

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja milljarði króna fram til ársins 2023 til að styðja við nýsköpun og rannsóknir á samfélagslegum áskorunum í gegnum Markáætlun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Bíða eftir útboðslýsingu Icelandair

Helgi Bjarnason Erla María Markúsdóttir Lífeyrissjóður verslunarmanna metur hugsanlega þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair þegar útboðslýsing liggur fyrir. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 519 orð | 1 mynd

Brioche-snúðar með pekanhnetum og hvítu súkkulaði

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlum & smjöri á heiðurinn af þessari uppskrift sem er ótrúlega spennandi enda fátt betra en heimabakaðir snúðar. Hvað þá þegar búið er að baka þá úr brioche-deigi og bragðbæta með pekanhnetum og hvítu súkkulaði. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Burrata-ostur á tómatbeði

Berglind Hreiðars á Gotteri.is galdrar hér fram einfaldan rétt sem samanstendur eingöngu af frábæru hráefni og merkilega litlu tilstandi. „Loksins fann ég dásamlega burrata-ostinn eftir flakk á milli fjölmargra verslana. Þessi er frá MS. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Eitt nýtt smit og fimm í maímánuði

Tilkynnt var í gær að eitt nýtt smit af kórónuveirunni hefði greinst á undangengnum sólarhring. Er það fimmta smitið sem greinst hefur til þessa í maímánuði, en tekin hafa verið um það bil 7.500 sýni í mánuðinum. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 222 orð | 2 myndir

Endurvekja fornfrægan tónleikastað í miðbænum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum nýtt tímann meðan það var lokað til að hressa aðeins upp á staðinn og klára þessa hugmynd,“ segir Þórður Pálmason veitingamaður. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 906 orð | 4 myndir

Faraldurinn hafði lítil áhrif

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Verkefnastaðan er viðunandi. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Flott þrenna: Tvíburi tók á móti tvíburum hjá tvíbura

„Þetta er dásamleg tilviljun. Meira
21. maí 2020 | Innlent - greinar | 179 orð | 1 mynd

Fullkomið í afmælisveislu sonarins

Karítas E. Kristjánsdóttir hafði heppnina með sér að þessu sinni í Pallapartíleik K100 í vikunni en hún vann allt fyrir pallapartíið, vinning að andvirði 100.000 króna í leiknum. Hún var hæstánægð og sagði í samtali við K100. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 315 orð | 2 myndir

Fylla heitu pottana með hvera- og jökulvatni

Heilsulindin Krauma er í uppáhaldi hjá bæði gestum og heimamönnum í Borgarbyggð. Meira
21. maí 2020 | Erlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Grímur skylda á Spáni

Frá og með deginum í dag er öllum skylt að bera andlitsgrímu í sóttvarnaskyni á Spáni vegna kórónuveirunnar ef ekki er hægt að koma við tveggja metra fjarlægðarreglunni. Áður var þess aðeins krafist þegar notast var við almenningssamgöngur. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Hagnaður Brims 67 milljónir króna

Útgerðarfyrirtækið Brim hf. hagnaðist um 429 þúsund evrur, eða 67 milljónir króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er umtalsverð breyting frá sama tíma í fyrra, þegar félagið hagnaðist um 615 milljónir króna, eða rúmlega 3,9 milljónir evra. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Hundruð milljóna gætu tapast

Samkvæmt upplýsingum frá sex sviðslistastofnunum hérlendis gæti samanlagt fjárhagstjón þeirra vegna samkomubannsins farið yfir hálfan milljarð. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 552 orð | 3 myndir

Hvalaskoðun og streita

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
21. maí 2020 | Innlent - greinar | 193 orð | 2 myndir

K100 í Borgarbyggð

Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands í sumar. Fyrsti áfangastaður stöðvarinnar verður Borgarbyggð. Öll dagskrá og fréttir stöðvarinnar verða í beinni útsendingu frá Borgarnesi á föstudaginn, 22. maí. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Langþráð öskudagsgleði í leikskólanum

Krakkarnir í leikskólanum Geislabaugi fengu loksins í gær að halda öskudagsgleði, en henni hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brugðið var á leik af því tilefni og fengu krakkarnir meðal annars að mála andlit sín og slá apann úr tunnunni. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Leitin bar engan árangur í gær

Leit að skipverjanum sem talið er að hafi fallið fyrir borð af fiskiskipinu Erling KE-140 í Vopnafirði á mánudaginn bar engan árangur gær. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Lýsa óánægju með bílhræ og rusl

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Vaka hefur verið að nota þetta land til að geyma bílflök og ýmislegt annað lauslegt. Það er ekkert leyfi fyrir slíku,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 495 orð | 2 myndir

Margt að sjá og gera

Það tekur ekki nema rétt rúmlega klukkustund að aka frá Reykjavík til Borgarbyggðar en þegar þangað er komið er auðvelt að verja mörgum dögum í að skoða söfn, kirkjur og undur náttúrunnar, heimsækja heilsulindir og framúrskarandi veitingastaði og verja... Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 3073 orð | 4 myndir

Næsta verk á dagskrá að draga úr vaxtamuninum

Viðtal Stefán Einar Stefánsson ses@mbl. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Rannsókn stendur yfir

Rannsókn lögreglu á upptökum elds sem kom upp í einu elsta húsi Akureyrar í fyrrakvöld hófst í gær. Lögreglumenn frá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru norður í gær til að aðstoða lögregluna á Norðurlandi eystra. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 597 orð | 2 myndir

Reglum um töku á hálfum lífeyri breytt

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp félagsmálaráðherra um hálfan lífeyri. Markmið frumvarpsins er að tryggja að fleiri aldraðir eigi kost á að sækja um hálfan lífeyri frá almannatryggingum á móti töku hálfs lífeyris frá lífeyrissjóðum. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Síðbúið Jordan-æði á Íslandi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við finnum sannarlega fyrir auknum áhuga. Bæði á Jordan-vörum og Bulls-tengdum fatnaði en líka almennt í körfuboltavörum,“ segir Arnar Freyr Magnússon, eigandi körfuboltaverslunarinnar Miðherja í... Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 665 orð | 2 myndir

Snúa bökum saman

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Lífið í Borgarbyggð er aftur að komast í eðlilegt horf og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri að íbúar og samfélagið í heild sinni sé byrjað að taka við sér eftir vægast sagt erfiða tíma. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Sóttvarnahöftum aflétt í fangelsum

Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna kórónuveirunnar er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Tekur þetta gildi 25. maí nk. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Sýnir nærmyndir úr náttúrunni

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eftir að ég eignaðist alvöru myndavél og fór að hafa meiri tíma hóf ég að taka myndir af hlutum sem ég hafði haft áhuga á en ekki getað sinnt. Það eru aðallega nærmyndir úr íslenskri náttúru. Ég hef líka þurft að vinna með myndvinnsluforrit í starfi mínu og fór að gera tilraunir. Ég er ekkert feiminn við að gera úr hráefninu þá mynd sem mér líkar,“ segir Áskell Þórisson áhugaljósmyndari sem sýnir verk sín í Gallerí Vest á morgun og laugardag. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

Tilboðin hafa fengið góð viðbrögð

Hótel Húsafell er gott dæmi um þá uppbyggingu og þann metnað sem einkennt hefur ferðaþjónustuna í Borgarbyggð á undanförnum árum. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Tveir skila meðmælendalistum

Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafa skilað meðmælendalistum vegna framboðs til embættis forseta Íslands í öllum kjördæmum landsins. Yfirkjörstjórnir yfirfara listana. Meira
21. maí 2020 | Innlent - greinar | 354 orð | 3 myndir

Upphaf Laugavegarins

Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur er vinsælasta gönguleið landsins og er orðin þekkt um allan heim á meðal göngufólks. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Vaktafyrirkomulagi sagt upp

Vaktafyrirkomulagi við umönnun íbúa á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum við Snorrabraut verður breytt 1. september næstkomandi. Í því skyni hefur núverandi vaktakerfi verið sagt upp. Breytingin tekur til alls starfsfólks við umönnun. Meira
21. maí 2020 | Erlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Vilja frekar veita lán en styrki

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira
21. maí 2020 | Erlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Vilja rannsókn á dauða mótmælenda í Íran

Amnesty International hvatti til þess í gær að Sameinuðu þjóðirnar gengjust fyrir rannsókn á drápum íranskra öryggissveita á fjölda mótmælenda víðs vegar um landið 15. nóvember í fyrra. Meira
21. maí 2020 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Vorhugur kominn í ökumenn nyrðra

Sérstakt sumareftirlit lögreglunnar á Norðurlandi eystra bendir til þess að vorhugur sé kominn í fólk og það gái ekki að sér við akstur. Þannig voru 18 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í gær, þeir voru staðnir að verki bæði í þéttbýli og úti á vegum. Meira

Ritstjórnargreinar

21. maí 2020 | Leiðarar | 600 orð

Undarleg tvöfeldni

Það halda borgaryfirvöldum engin bönd gefist tækifæri til að setja fót fyrir miðbæinn Meira
21. maí 2020 | Staksteinar | 207 orð | 2 myndir

Veit vonandi á gott

Bergþór Ólason alþingismaður vakti athygli á því á Alþingi í gær að meirihlutinn í borgarstjórn hygðist, þrátt fyrir sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, standa í vegi fyrir því að nokkur ný mislæg gatnamót yrðu gerð í Reykjavík. Þetta hefði komið fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, en þar er Bergþór formaður. Meira

Menning

21. maí 2020 | Tónlist | 1272 orð | 5 myndir

Búast við hundraða milljóna tapi

Fréttaskýring Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Kasper Holten, leikhússtjóri Konunglega danska leikhússins (Det Kongelige Teater) í Kaupmannahöfn, upplýsti í viðtali við Politiken í liðinni viku að samkomubannið í Danmörku hefði nú þegar kostað Konunglega danska leikhúsið (sem rekur leikhús, ballett og óperu) samtals 53 milljónir danskra króna (sem samsvarar rúmum 1,1 milljarði íslenskra króna). Í viðtalinu segir hann um tapaðar miðasölutekjur að ræða að frádregnum þeim kostnaði sem hlýst af því að sýna ekki. Meira
21. maí 2020 | Fjölmiðlar | 160 orð | 1 mynd

Einkaneysla minnkar vegna veirunnar

Stjórnendur danska fréttaþáttarins Deadline sem daglega er á dagskrá hjá DR1 hafa á síðustu vikum reglulega beint sjónum sínum að kórónuveirufaraldrinum og áhrifum hans á bæði heilsufar og efnahag hinna ólíku landa. Meira
21. maí 2020 | Kvikmyndir | 856 orð | 2 myndir

Fæddur sekur

Leikstjórn: Destin Daniel Cretton. Handrit: Destin Daniel Cretton og Andrew Lanham. Kvikmyndataka: Brett Pawlak. Klipping: Nat Sanders. Aðalhlutverk: Michael B. Jordan, Jaime Foxx, Brie Larson, Rob Morgan, Tim Blake Nelson, Rafe Spall. 136 mín. Bandaríkin, 2019. Meira
21. maí 2020 | Myndlist | 1159 orð | 4 myndir

Hljóðlát, fínleg og marglaga

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég kom einu sinni inn á sýninguna allar þessar vikur meðan hún var lokuð. Ég fékk leyfi til að taka rykið af verkunum þegar byrjað var að hreinsa. Meira
21. maí 2020 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Mikill samdráttur í sölu myndlistarverka og galleríum verður lokað

Nýjar kannanir sem gerðar hafa verið meðal gallerista víða um lönd draga upp dökka mynd af viðskiptum með myndlist og afkomu listamanna. Meira
21. maí 2020 | Leiklist | 227 orð | 2 myndir

Tvö verk valin úr 150 umsóknum

Þjóðleikhúsið auglýsti eftir leikritum fyrir börn í lok febrúar og bárust hvorki meira né minna en 150 umsóknir. Meira

Umræðan

21. maí 2020 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Aukum þorskveiðar

Eftir Sveinbjörn Jónsson: "Á ársgrundvelli gæti þetta þýtt um 150 þúsund tonna aukna þorskveiði og fljótlega gæti orðið vöxtur í afla fæðutegundanna líka. Það munar um minna." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 557 orð | 2 myndir

Bókhaldsbrellur leysa ekki vandann

Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Enginn skuldsetur sig út úr fjárhagsvanda til lengdar, hvorki heimili, fyrirtæki né sveitarfélög." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 545 orð | 1 mynd

Covid og alþjóðavæðingin

Eftir Einar Benediktsson: "Slík er orðin samtenging allra landa heimskringlunnar, að veira sem á upptök í Wuhan í Kína hefur á skömmum tíma breiðst út til allra heimsins horna." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 265 orð | 1 mynd

Draumveruleiki á dánarbeði

Eftir Ásgeir R. Helgason: "Draumar eru jafn verulegir og raunveruleikinn og þegar þessir tveir veruleikar renna saman verður til nýr veruleiki, draumveruleikinn." Meira
21. maí 2020 | Pistlar | 389 orð | 1 mynd

Fjárfest í framtíðinni

Til að stuðla að hagvexti til framtíðar þarf að efla tæknina með vísindum og nýsköpun. Mikilvægt er að skapa framúrskarandi aðstæður til rannsóknar- og nýsköpunarstarfs til að fyrirtækin í landinu sjá hag sinn í að fjárfesta í þekkingarsamfélagi. Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 347 orð | 1 mynd

Flýta úthlutun til að auka húsnæðisöryggi

Eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur: "Í ljósi stöðunnar ætti að ráðast strax í endurmat á þörfinni á almennum íbúðum sem kann að aukast talsvert í kjölfar COVID-19-faraldursins." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 770 orð | 1 mynd

Glaumstund

Eftir Þóri S. Gröndal: "Við sem erum svo lánsöm að vera fædd á Íslandi fengum í vöggugjöf okkar ástkæra, ylhýra mál, íslenzkuna." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 255 orð | 1 mynd

Góðu skuldirnar

Eftir Eyþór Arnalds: "Borgin hefur bætt á sig meira en milljarði á mánuði öll síðustu ár. Í góðærinu góða." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 798 orð | 1 mynd

Hættulegur misskilningur

Eftir Hildi Sif Thorarensen: "Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er enn opin og óski ríkisstjórnin þess að hefja viðræður á ný þarf hún ekki að leggja það fyrir Alþingi." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 391 orð | 2 myndir

Sóknarfæri í skólamálum

Eftir Þorstein Þorsteinsson og Gunnlaug Sigurðsson: "Á næstu vikum og misserum er sérstaklega mikil þörf á að sinna vel þeim hluta nemendahópsins sem hefur staðið höllum fæti." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 346 orð | 1 mynd

Sveigjanlegri samgöngur

Eftir Hildi Björnsdóttur: "Nú er lag að hefja viðræður við stærstu vinnustaði borgarinnar um sveigjanlegri vinnutíma svo létta megi á umferðarálagi." Meira
21. maí 2020 | Aðsent efni | 762 orð | 2 myndir

Þarf framtíðin alltaf að koma á óvart?

Eftir Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson: "Fíllinn í herberginu stendur fyrir viðburði sem þú veist af en virðir ekki viðlits." Meira

Minningargreinar

21. maí 2020 | Minningargreinar | 356 orð | 1 mynd

Auður Linda Zebitz

Auður Linda Zebitz var fædd 11. desember 1935 í Bakkabæ við Brunnstíg 9, Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. maí 2020. Foreldrar hennar voru Wilhelm Zebitz og Steinunn Ásta Guðmundsdóttir Zebitz. Linda var fjórða í röðinni af sex systkinum. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2020 | Minningargreinar | 1118 orð | 1 mynd

Álfhildur Hjördís Jónsdóttir

Álfhildur Hjördís Jónsdóttir var fædd 4. maí 1944. Hún lést 3. maí 2020. Útförin fór fram 13. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2020 | Minningargreinar | 1127 orð | 1 mynd

Árni Arnar Sæmundsson

Árni Arnar Sæmundsson fæddist 3. nóvember 1944. Hann lést 21. apríl 2020 Útför hans fór fram 9. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2020 | Minningargreinar | 524 orð | 1 mynd

Erna Vilbergsdóttir

Erna Vilbergsdóttir fæddist 17. febrúar 1948. Hún lést 1. maí 2020. Útför hennar fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík 11. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2020 | Minningargreinar | 400 orð | 1 mynd

Magnús Sigurðsson

Magnús Sigurðsson fæddist 15. júlí 1959. Hann lést 12. apríl 2020. Útför Magnúsar hefur farið fram. Meira  Kaupa minningabók
21. maí 2020 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Þórunn Þorvaldsdóttir

Þórunn Þorvaldsdóttir fæddist 6. janúar 1925. Hún lést 2. maí 2020. Útförin fór fram 15. maí 2020. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

21. maí 2020 | Daglegt líf | 133 orð | 1 mynd

Nám á netinu í nýsköpun

Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu. Allt námsefni í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er komið út á vef skólans, www.hr.is. Þar með geta allir landsmenn færst skrefi nær því að vera frumkvöðlar. Meira
21. maí 2020 | Daglegt líf | 588 orð | 2 myndir

Ofbeldi í samböndum

Þegar við deilum lífi okkar með öðrum er mikilvægt að velta fyrir sér hvað við viljum fá út úr sambandinu og hvernig við viljum sjá það þróast. Við þurfum að vita hvernig við viljum að komið sé fram við okkur og láta vita af því. Meira
21. maí 2020 | Daglegt líf | 1026 orð | 1 mynd

Tvíburaþrenna með óvænt tengsl

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Frá því ljósmóðurnemi tók á móti mínu fyrsta barni þegar ég var átján ára hefur það verið draumur minn að vinna við að taka á móti börnum. Á þeirri stundu varð ég ákveðin í að einn góðan verðurdag yrði ég sjálf ljósmóðir,“ segir Klara Jenný Húnfjörð Arnbjörnsdóttir sem lýkur ljósmóðurnámi sínu í næstu viku. Meira

Fastir þættir

21. maí 2020 | Fastir þættir | 183 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. 0-0 Be7 6. c3 0-0 7. He1 a6...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. 0-0 Be7 6. c3 0-0 7. He1 a6 8. Ba4 He8 9. Rbd2 b5 10. Bc2 Bf8 11. d4 Bb7 12. a4 Rb8 13. Bd3 c6 14. b3 Rbd7 15. Dc2 Dc7 16. Bb2 Rh5 17. Bf1 Rf4 18. g3 Re6 19. b4 Rb6 20. axb5 cxb5 21. d5 Rd4 22. Rxd4 exd4 23. Meira
21. maí 2020 | Árnað heilla | 74 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Friðriksson

50 ára Aðalsteinn ólst upp á Fáskrúðsfirði en býr í Reykjavík. Hann er matreiðslumeistari frá Hótel Sögu og er matreiðslumaður hjá Advania. Aðalsteinn situr í stjórn Þríþrautarsambands Íslands. Maki : Linda Þorvaldsdóttir, f. Meira
21. maí 2020 | Árnað heilla | 565 orð | 4 myndir

Fyrsta lögreglukonan í Reykjavík

Vi lhelmína Bergþóra Þorvaldsdóttir fæddist 21. maí 1930 á Akureyri og ólst þar upp. Hún var mikil sundkona og námsmanneskja og vann ritgerðasamkeppni sem Herald Tribune stóð fyrir 1949. Meira
21. maí 2020 | Árnað heilla | 73 orð | 1 mynd

Hrund Ólafsdóttir

30 ára Hrund er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi og býr í Bryggjuhverfinu. Hún er með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og er verkefnastjóri hjá Kviku banka en er í fæðingarorlofi. Maki : Davíð Stefánsson, f. Meira
21. maí 2020 | Í dag | 65 orð

Málið

Að benda á e-ð er að vísa á e-ð eða til e-s , vekja athygli á e-u o.s.frv. Maður bendir á hluti, fólk, að e-ð sé í ólagi o.fl. „Hann benti mér á götuskilti en ég benti honum á að ég skildi ekki málið. Meira
21. maí 2020 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Neitaði að rembast þar til faðirinn var kominn

Samfélagsmiðlastjarnan Hrefna Líf Ólafsdóttir eignaðist dótturina Heklu Ísold Sigurðardóttur fyrir tæpum sex vikum á Landspítala, 6. apríl, á hápunkti kórónuveirufaraldurs hér á landi. Meira
21. maí 2020 | Í dag | 24 orð | 1 mynd

Reykjavík Ónefnd Davíðsdóttir fæddist 5. apríl 2020. Hún vó 3.195 g og...

Reykjavík Ónefnd Davíðsdóttir fæddist 5. apríl 2020. Hún vó 3.195 g og var 50 cm. Foreldrar hennar eru Hrund Ólafsdóttir og Davíð Stefánsson... Meira
21. maí 2020 | Í dag | 293 orð

Saupasátt og vetrarblóm

Ólafur Stefánsson yrkir að gefnu tilefni: Það nær ekki nokkurri átt, núna að opna'upp á gátt, fyrir veiru frá Kína, með kórónu sína, slíkt væri saupasátt. Meira
21. maí 2020 | Fastir þættir | 173 orð

Svíningar. N-Allir Norður &spade;2 &heart;G109864 ⋄KD &klubs;ÁDG4...

Svíningar. N-Allir Norður &spade;2 &heart;G109864 ⋄KD &klubs;ÁDG4 Vestur Austur &spade;865 &spade;74 &heart;ÁD2 &heart;K75 ⋄G1095 ⋄Á862 &klubs;972 &klubs;K1065 Suður &spade;ÁKDG1093 &heart;3 ⋄743 &klubs;83 Suður spilar 4&spade;. Meira

Íþróttir

21. maí 2020 | Íþróttir | 295 orð | 3 myndir

Á þessum degi

21. maí 1979 Jóhannes Eðvaldsson er skoskur meistari í knattspyrnu með Celtic eftir að liðið vinnur erkifjendurna í Rangers, 4:2, í dramatískum leik í lokaumferð úrvalsdeildarinnar. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Braut reglur í þriðja skipti

Serge Aurier, bakvörður enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur, sætir nú rannsókn hjá félaginu, en hann virðist hafa brotið reglur um fjarlægðartakmarkanir í þriðja skipti. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 1099 orð | 2 myndir

Fækkunin kom á óvart

Körfubolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Hvíta-Rússland Dinamo Brest – BATE Borisov 1:3 • Willum Þór...

Hvíta-Rússland Dinamo Brest – BATE Borisov 1:3 • Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu hjá BATE. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Kanté hélt sig frá æfingasvæðinu

Franski knattspyrnumaðurinn N'Golo Kanté hefur bæst í hóp þeirra leikmanna sem treysta sér ekki til að mæta aftur til æfinga með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni af ótta við kórónuveiruna. Leikmenn Chelsea æfðu í gær, en Kanté var hvergi sjáanlegur. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Landsliðsmarkvörður framlengir

Frederik Schram, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands í knattspyrnu undanfarin ár, hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby til loka yfirstandandi tímabils. Þar sem keppni í dönsku úrvalsdeildinni, sem hefst á ný 29. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Neuer áfram næstu árin

Þýski knattspyrnumarkvörðurinn Manuel Neuer hefur framlengt samning sinn við þýska stórveldið Bayern München til ársins 2023. Neuer er 34 ára gamall og hefur leikið með Bayern í níu ár en hann kom til félagsins árið 2011 frá Schalke. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 721 orð | 2 myndir

Njarðvíkingar skildu mína ákvörðun

Grindavík Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Kristinn Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði síðastliðinn laugardag undir tveggja ára samning við Grindavík. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Staðfesti að hann væri smitaður

Adrian Mariappa, varnarmaður Watford, hefur staðfest að hann sé sá leikmaður liðsins sem greindist með kórónuveiruna í vikunni. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Vilja klára þrjár efstu deildirnar

Forráðamenn ítalska knattspyrnusambandsins funduðu í gær með yfirmönnum ítölsku A-deildarinnar. Komust þeir að niðurstöðu um að klára yfirstandandi tímabil í ítalska boltanum 20. ágúst næstkomandi og byrja næsta tímabil aðeins tólf dögum síðar. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Þessa dagana snúast flestar íþróttafréttir um hvenær keppni geti hafist...

Þessa dagana snúast flestar íþróttafréttir um hvenær keppni geti hafist á ný í hinni og þessari íþróttagreininni eftir að kórónuveiran er farin að lina tök sín á daglegu lífi fólks. Ástandið er mismunandi eftir löndum og aðferðafræðin er ólík eftir því. Meira
21. maí 2020 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Þrjár bestu mætast aftur

Aðra helgina í röð mætast atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á golfmóti hér á landi. Meira

Ýmis aukablöð

21. maí 2020 | Blaðaukar | 713 orð | 1 mynd

Auðvelt að svala keppnisþörfinni

Þrepaskipt keppnisgolf hjá ungmennum. Eitthvað í boði fyrir kylfinga á hvaða getustigi sem er Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 428 orð | 1 mynd

„Krakkarnir svifu yfir teignum“

Sigmundur Ernir sinnti hlutverki sínu á Reykjavík Junior Open af alúð Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 154 orð | 1 mynd

Berglind Ósk Geirsdóttir 15 ára

Af hverju fórstu að æfa golf? Pabbi stakk upp á því að prófa og mér fannst það ótrúlega gaman. Hvað hefurðu æft lengi? Í næstum fjögur ár. Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa? Það sem er skemmtilegast eru vippin. Í hverju þarftu að bæta þig? Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 230 orð | 1 mynd

Bræðurnir Egill Orri Valgeirsson 17 ára og Bjarni Freyr Valgeirsson 19 ára

Af hverju fóruð þið að æfa golf? Bjarni Freyr: Foreldrar okkar komu okkur á fyrstu æfingarnar og okkur fannst þetta svo gaman að við héldum áfram. Hvað hafið þið æft lengi? Egill Orri: 6-7 ár held ég. Hvaða högg finnst ykkur skemmtilegast að æfa? Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 61 orð | 5 myndir

Byrjuðu sjálf á sumarnámskeiðum

Ekki er hjá því komist að allir kylfingar eru einhvern tíma byrjendur. Leiðbeinendur á námskeiðunum í sumar í Golfskóla GR hafa náð afar góðum tökum á íþróttinni og láta að sér kveða sem keppnisfólk. Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 697 orð | 1 mynd

Fjölskyldustemningunni viðhaldið

Tveir vellir í boði fyrir kylfinga í Mosfellsbænum Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 702 orð | 1 mynd

Gleði bernskuáranna kom í leitirnar á golfvellinum

Margar kynslóðir geta stundað golfíþróttina saman. Þar er engu logið. Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 544 orð | 2 myndir

Golfblað GR

Í blaðinu er lögð rík áhersla á það að upplýsa foreldra barna um það hvernig þau geti borið sig að við að byrja í golfi Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 949 orð | 2 myndir

Golfið heltók Ragnhildi Sigurðardóttur

Rætt við Ragnhildi Sigurðardóttur, margfaldan Íslandsmeistara, sem tók golfið strax föstum tökum en heldur þó laust um kylfuna Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 511 orð | 1 mynd

Golfiðkun í einstakri náttúru

Golfklúbbur Vestmannaeyja tekur vel á móti þér í sumar líkt og undanfarin ár. Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 627 orð | 1 mynd

Gríðarleg eftirspurn hérlendis sem erlendis

Áhugi Íslendinga á golfíþróttinni heldur enn áfram að aukast Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 189 orð | 1 mynd

Halldór Viðar Gunnarsson 14 ára

Af hverju fórstu að æfa golf? Ég fór að æfa golf vegna þess að pabbi var í golfi og mér fannst það spennandi. Prófaði að slá með honum og eftir það fór ég á námskeið og síðan að æfa. Hvað hefurðu æft lengi? Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 429 orð | 1 mynd

Hentugt til að stíga fyrstu skrefin

Upplagt er fyrir börnin að kynnast golfíþróttinni á námskeiðum í sumar Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 682 orð | 1 mynd

Hvað er í boði fyrir meðlimi?

Fyrsta flokks aðstaða í klúbbhúsunum Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 125 orð | 1 mynd

Hvað kostar að æfa?

Boðið er upp á val þegar kemur að æfingum barna og unglinga eftir því sem hentar hverjum og einum best og er æfingagjöldunum skipt í þrjá flokka: Heilsársæfingar, hálfsársæfingar og sumaræfingar. Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 255 orð | 1 mynd

Hverjir taka við krökkunum?

Þjálfararnir þrír hjá GR eru þrautreyndir Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 127 orð | 1 mynd

Ísleifur Arnórsson 16 ára

Af hverju fórstu að æfa golf? Mér fannst mjög gaman að spila golf. Hvað hefurðu æft lengi? Ég hef æft golf í 7 ár. Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa? Pitch og chip. Í hverju þarftu að bæta þig? Ég þarf að bæta mig í lengri járnahöggum. Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 2051 orð | 2 myndir

Siggi Pé hóf glæsilegan feril með steypustyrktarjárn í höndunum

Rætt við Sigurð Pétursson, tvöfaldan Íslandsmeistara, sem leikið hefur golf hjá GR í tæpa hálfa öld Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 357 orð | 1 mynd

Systkinin Hjalti Kristján Hjaltason 10 ára og Pamela Ósk Hjaltadóttir 11 ára

Af hverju fóruð þið að æfa golf? Hjalti : Af því að pabbi minn og Pamela systir mín stunduðu golf. Pamela : Af því að pabbi var í golfi. Hvað hafið þið æft lengi? Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 187 orð | 2 myndir

Systurnar Eiríka Malaika Stefánsdóttir 7 ára og Gabríella Neema Stefánsdóttir 12 ára

Af hverju fóruð þið að æfa golf? Eiríka : Af því að Gabríella systir mín var að æfa. Gabríella : Pabbi var oft í golfi og ég prófaði að fara stundum með honum og fannst skemmtilegt. Hvað hafið þið æft lengi? Eiríka : Rúmt ár. Gabríella : Rétt rúm 2 ár. Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 446 orð | 1 mynd

Tuttugu manna hópur sem spilar vikulega

Félagsstarfið hjá GR tekur á sig margvíslegar myndir Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 1564 orð | 1 mynd

Uppbyggileg iðja í traustu umhverfi

Öll getum við dregið lærdóm af þeim siðum og gildum sem golfið kennir okkur, að sögn yfirþjálfarans Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 1088 orð | 2 myndir

Útivera getur aukið matarlyst umfram þörf

Borðaðu mat fyrir átök, sem þú veist að þú þolir vel Meira
21. maí 2020 | Blaðaukar | 116 orð | 1 mynd

Þóra Sigríður Sveinsdóttir 12 ára

Af hverju fórstu að æfa golf? Fjölskylda mín spilar mikið golf og mamma vildi að ég myndi prófa. Hvað hefurðu æft lengi? Í fjögur ár. Hvaða högg finnst þér skemmtilegast að æfa? Upphafshögg og löngu höggin. Í hverju þarftu að bæta þig? Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.