Greinar föstudaginn 7. ágúst 2020

Fréttir

7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 60 orð

20 mánaða dómur fyrir kynferðisbrot

Bandaríkjamaður sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum hlaut nýverið 20 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá í janúar og játaði brot sín að hluta við þingfestingu í maí síðastliðnum. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

31 brot á sóttvarnareglum

31 mál hefur komið inn á borð lögreglu það sem af er ári vegna brota á sóttvarnareglum. Ellefu hafa fengið sekt fyrir slík brot samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Bent á óeðlilegar verðhækkanir

Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um óeðlilegar verðhækkanir á sóttvarnavörum í ljósi aukinnar eftirspurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Til þessa hafa engin fyrirtæki verið sektuð vegna óeðlilegrar verðhækkunar á sóttvarnavörum. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 184 orð

Bið eftir afgreiðslu lána

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegna mikillar eftirspurnar eftir nýjum íbúðalánum og endurfjármögnun íbúðalána geta viðskiptavinir bankanna þurft að bíða allt að átta vikur eftir afgreiðslu lánanna. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Golf á tímum sóttvarna

Vel er gætt að sóttvörnum á Íslandsmótinu í golfi sem hófst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær. Sjálfboðaliðar annast flaggstangir og hrífur í glompum og sótthreinsa holurnar á milli ráshópa. Meira
7. ágúst 2020 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Grasbítum hættara við aldauða

Grasbítum er hættara við útrýmingu en rándýrum, sama hvort um er að ræða spendýr, fugla eða skriðdýr. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á 24.500 lifandi dýrategundum og aldauðum, sem birt var í tímaritinu Science Advances . Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Hefja framkvæmdir við nýtt íþróttahús

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að þær muni standa yfir næstu tvær vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Icelandair flutti 73.159 farþega í júlí

Icelandair flutti ríflega 73 þúsund farþega í nýliðnum júlímánuði og fjölgaði þeim mjög milli mánaða sem tóku sér far með félaginu. Í júnímánuði voru farþegarnir aðeins 18.494. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 91 orð

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu varaðir við þjófum á ferð

Töluvert hefur verið um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu að sögn lögreglu. Er fólk minnt á að vera á varðbergi vegna þessa enda viðbúið að þýfi sé selt. „M.a. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Dansað á Óðinstorgi Konur á öllum aldri nutu sín til hins ýtrasta í dansgleði þegar danskennarinn Sigga Ásgeirs kenndi stuttan og kraftmikinn danstíma á Óðinstorgi í... Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Nú eru börnin skírð með skel

Hertar sóttvarnareglur vegna kórónuveirunnar hafa leitt af sér breytingar á flestu í samfélaginu, svo sem um tveggja metra fjarlægð milli fólks sem ber að forðast snertingu. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 685 orð | 2 myndir

Óhagstæð skipaskrá fælir frá

Viðtal Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Það var gleðilegur dagur í sögu Íslands þegar nýr Dettifoss lagðist við bryggju 13. júlí sl., eftir langa heimför frá Kína. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 940 orð | 5 myndir

Reglur gildi næstu mánuði

Jóhann Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að sóttvarnareglur vegna kórónuveirunnar muni gilda næstu mánuði þótt líkur séu á því að slakað verði á þeim og þær hertar á víxl. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 209 orð | 2 myndir

Réttardagurinn verður öðruvísi

Sóttvarnareglur ráða því að fjallferðir og réttir í sveitum landsins í haust verða með breyttu sniði frá því sem verið hefur. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 576 orð | 2 myndir

Sjónræn áhrif virkjunar í Bárðardal

Sviðsljós Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Skipulagsstofnun hefur gefið út álit um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar í Skjálfandafljóti. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Tekjurnar sveiflast í faraldri

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars hækkuðu yfir allt landið um 0,3% eða samtals um rúmlega 336 milljónir króna á seinustu sex mánuðum frá sama tímabili í fyrra. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 749 orð | 5 myndir

Veiran setti stórt strik í reikninginn

Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta leit ekki vel út þegar afbókanir byrjuðu að hrúgast inn en við ákváðum strax að fara í markaðssetningu gagnvart Íslendingum. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 38 orð

Verð borið saman

» Costco: 50 stykki á 2.439 kr. » Málningarvörur: 50 stykki á 9.580 kr. » Würth: 50 stykki á 6.990 kr. » Lyf og heilsa: 210 kr. stykkið » Lyfja: 214 kr. stykkið » Apótekið: 213 kr. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 941 orð | 4 myndir

Verðlagið á grímum misjafnt

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Við höfum þurft að vara fyrirtæki við því að óeðlilegar verðhækkanir gætu farið gegn samkeppnislögum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 78 orð

Vilja frekari rök fyrir röskun á hrauni

Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun á hrauni og telur að ítarlegri rökstuðningur þurfi að liggja fyrir áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmdum við Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 378 orð | 2 myndir

Þríeykið fer á söfnin

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Söfnin í landinu eru ólík og starfsemi þeirra tekur gjarnan mið af mannlífi, umhverfi og sögu hvers staðar. Þessar stofnanir hafa ríku samfélagslegu hlutverki að gegna, svo sem í tengslum við ferðaþjónustuna, og eru að því leyti mikilvægur þáttur í atvinnulífi hverrar byggðar,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Meira
7. ágúst 2020 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Þrjú sáttamál bættust við

Þrjú sáttamál bættust á borð ríkissáttasemjara í júlímánuði og eru nú fjórtán kjaradeilur til sáttameðferðar hjá embættinu. Meira

Ritstjórnargreinar

7. ágúst 2020 | Leiðarar | 267 orð

Bylgja, flöt eða ekki

Fréttir eru sagðar af því þessa dagana að líkur hafi aukist á annarri bylgju kórónuveirufaraldursins og sumir segja þá bylgju þegar í gangi, bæði hér á landi og erlendis. En svo er það spurning hvað telst bylgja og hvers konar bylgja það er sem um ræðir. Susanne Johna hjá heilbrigðissamtökunum Marburger Bund í Þýskalandi sagði í samtali við Telegraph að við værum þegar í annarri bylgju faraldursins, „flatri bylgju“. Meira
7. ágúst 2020 | Staksteinar | 215 orð | 1 mynd

Ferðaþjónusta glæpahringja

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, skrifar á blog.is um það sem hann segir ferðaþjónustuna sem lokar ekki þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þetta sé „ferðaþjónusta glæpahringja með ólöglega innflytjendur“. Meira
7. ágúst 2020 | Leiðarar | 402 orð

Nýjar áherslur á vinnumarkaði

Nú þegar haustið nálgast og flestir hafa lokið eða eru að ljúka sumarfríum sínum hlýtur hugurinn víða að hvarfla að vinnumarkaðnum og þeirri stöðu sem þar kann að verða uppi innan skamms. Endurskoðun kjarasamninga vofir yfir og veldur ýmsum hugarangri. Aðrir sjá í þeirri endurskoðun tækifæri til að laga laun að nýjum veruleika. Meira

Menning

7. ágúst 2020 | Fjölmiðlar | 217 orð | 1 mynd

Einkamálaþjálfari

Síðustu árin hef ég komið víða við í hlaðvarpsheiminum og hlustað á alls kyns spjallþætti, spennuþætti, samanklippta þætti eða þáttaraðir um ákveðið málefni og svo framvegis. Meira
7. ágúst 2020 | Myndlist | 738 orð | 3 myndir

Flett í gegnum mannshöfuðið

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Verk Brynju Baldursdóttur myndlistarkonu og bókahönnuðar hafa verið til sýnis í Listasafninu á Akureyri í sumar og stendur sýningin, sem ber titilinn Sjálfsmynd , opin í nokkra daga í viðbót, til 16. ágúst. Meira
7. ágúst 2020 | Menningarlíf | 1243 orð | 5 myndir

Grímuklædd upplifun af snilldinni

Af listum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
7. ágúst 2020 | Menningarlíf | 33 orð

Heimili en ekki neyðarskýli

Rangt var farið með í umfjöllun um Gleðismiðjuna í blaðinu síðastliðinn miðvikudag. Hópurinn heimsótti heimili fyrir karlmenn í vímuefnavanda en ekki neyðarskýli eins og fram kom í viðtalinu. Beðist er velvirðingar á... Meira
7. ágúst 2020 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Kristbergur Pétursson sýnir bæði myndverk og ljóð í SÍM-húsinu

„Að fenginni reynslu“ er heiti sýningar sem Kristbergur Pétursson myndlistarmaður opnar í SÍM -húsinu í Hafnarstræti 16 í dag, föstudag, klukkan 17. Meira

Umræðan

7. ágúst 2020 | Aðsent efni | 374 orð | 1 mynd

COVID-19-árangur næst ekki af sjálfu sér

Eftir Björn Bjarka Þorsteinsson: "Í því ljósi má það undrum sæta að enn, þrátt fyrir alla fjáraukana, hafa hjúkrunarheimilin ekki fengið neinn viðgjörning í fjáraukalögum til þessa." Meira
7. ágúst 2020 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Lengist nú nefið á Gosa

Eftir Ragnhildi Kolka: "Stríð borgarinnar gegn öllu grænu er rekið af sama kappi og stríðið gegn einkabílnum og börn og gamalmenni skilin eftir með skaðann." Meira
7. ágúst 2020 | Aðsent efni | 1008 orð | 1 mynd

Norræn samvinna gegn netógnum

Eftir Björn Bjarnason: "Allar gagnaðgerðir eru viðkvæmar og kunna að leiða til hefnda. Skiptir höfuðmáli að varnaraðgerðir gegn fjölþátta- og netárásum séu fjölþjóðlegar." Meira
7. ágúst 2020 | Aðsent efni | 677 orð | 1 mynd

Opið bréf til sendiherra BNA á Íslandi

Eftir Guðjón Jensson: "Þér getið ábyggilega gengið um götur Reykjavíkur sem og annarra sveitarfélaga algjörlega óvopnaður og án vopnaðra öryggisvarða hvar sem er og hvenær sem er." Meira
7. ágúst 2020 | Pistlar | 436 orð | 1 mynd

Ósjálfbær stöðugleiki

Í leiðara Kjarnans þann 6. ágúst fjallar Þórður Snær Júlíusson um að nú sé komið að pólitíkinni. Þar vísar hann í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðina með Covid. Meira
7. ágúst 2020 | Velvakandi | 159 orð | 1 mynd

Skriðið í kálinu

Þegar fram koma róttækar hugmyndir um stórútgerð í grænmetisrækt sem bjarga eigi landinu þá er rétt að staldra örlítið við og skoða málin í víðu samhengi og á heimsvísu. Meira
7. ágúst 2020 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Sveimandi vespur

Eftir Arngrím Stefánsson: "Eitt er þó ekki ljóst, en það er hvort létt bifhjól eigi að eiga forgangsréttindi í umferðinni þegar ökumenn þeirra reyna að keyra yfir gangbraut eða ekki." Meira

Minningargreinar

7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 4309 orð | 1 mynd

Einar Jónsson

Einar Jónsson fæddist 28. janúar 1958 í Lækjarhvammi í Reykjavík. Hann lést 1. ágúst 2020 á heimili sínu á Selfossi. Foreldrar hans voru Jón Guðbrandsson dýralæknir á Selfossi, f. 18. mars 1929, d. 9. ágúst 2016, og Þórunn Einarsdóttir, f. 15. Meira  Kaupa minningabók
7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 687 orð | 1 mynd

Guðmundur Magnússon

Guðmundur Magnússon fæddist í Mykjunesi í Holtahreppi, síðar Rangárþingi ytra, 13. janúar 1957. Hann lést 27. júní 2020. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson, f. 16. janúar 1918, d. 15. ágúst 1995, og Kristrún Guðjónsdóttir, f. 13. október 1919, d.... Meira  Kaupa minningabók
7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 299 orð | 1 mynd

Hafdís Júlíusdóttir

Hafdís Júlíusdóttir fæddist 30. nóvember 1936. Hún lést 27. júlí 2020. Eiginmaður hennar var Kristinn Guðlaugur Jóhannesson, f. 24. október 1938, d. 20. febrúar 2017. Útför Hafdísar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 7. ágúst 2020, kl. 13.30 . Meira  Kaupa minningabók
7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 506 orð | 1 mynd

Júlíníus Heimir Kristinsson

Júlíníus Heimir fæddist 22. júní 1940 á Dalvík. Hann lést á heimili sínu 30. júní 2020. Útförin fór fram 10. júlí 2020. Meira  Kaupa minningabók
7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 2060 orð | 1 mynd

Kristján Pálsson

Kristján Pálsson fæddist 16. júlí 1945 á Húsavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 28. júlí 2020. Foreldrar hans voru Páll Kristjánsson, f. 1904, d. 1969, og Huld Sigurðardóttir, f. 1913, d. 2003. Systkin Kristjáns eru: Málmfríður,... Meira  Kaupa minningabók
7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 2550 orð | 1 mynd

Margrét Sigríður Einarsdóttir

Margrét Sigríður Einarsdóttir, fv. sjúkraliði og forstöðumaður, fæddist í Reykjavík 22. maí 1939 og bjó lengst af í Garðastræti 47. Hún lést 16. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson og Jóhanna K.S.A. Hallgrímsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 1849 orð | 1 mynd

Ragnheiður Haraldsdóttir

Ragnheiður Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 7. maí 1931. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund 27. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Soffía B. Melsteð, f. í Framnesi á Skeiðum 15. september 1905, d. 19.3. 1993, og Haraldur Alfreð Hólm Eyþórsson, f. 13.3. Meira  Kaupa minningabók
7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

Steinþór Björgvinsson

Steinþór Björgvinsson rafeindavirkjameistari fæddist 12. desember 1950. Hann lést 24. júlí 2020. Útför hans fór fram 5. ágúst 2020. Meira  Kaupa minningabók
7. ágúst 2020 | Minningargreinar | 317 orð | 1 mynd

Trausti Þór Stefánsson

Trausti Þór Stefánsson fæddist 6. júlí 1974. Hann lést 14. júlí 2020. Útförin fór fram 22. júlí 2020. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. ágúst 2020 | Viðskiptafréttir | 608 orð | 2 myndir

Aukið álag hjá bönkunum vegna endurfjármögnunar

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikið annríki hefur verið hjá bönkunum í sumar vegna lánasamninga. Endurfjármögnun lána á hlut að máli en margir hafa notað tækifærið eftir að Seðlabankinn lækkaði vexti. Meira
7. ágúst 2020 | Viðskiptafréttir | 227 orð | 1 mynd

Bílaleigur teknar til gjaldþrotaskipta

Bílaleigan Green Motion hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta staðfestir Rúnar Laufar Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Meira
7. ágúst 2020 | Viðskiptafréttir | 157 orð | 1 mynd

Minnstar hækkanir á húsnæði í Reykjanesbæ

Fasteignaverð á Akureyri hækkaði um 3% á öðrum ársfjórðungi miðað við þann fyrsta samkvæmt því sem fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að almennt hafi litlar breytingar orðið á verði íbúðarhúsnæðis í landinu. Í Árborg og Reykjavík hafi verðið t. Meira

Fastir þættir

7. ágúst 2020 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 b6 6. Rge2 Bb7 7. a3...

1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 b6 6. Rge2 Bb7 7. a3 Bxc3+ 8. Rxc3 Bxg2 9. Hg1 Bb7 10. e4 Re8 11. Dh5 g6 12. e5 Rg7 13. Dh3 f6 14. Re4 Bxe4 15. Meira
7. ágúst 2020 | Árnað heilla | 805 orð | 3 myndir

Frá bílskúrnum til Brussel

Jónína Sigrún Lárusdóttir er fædd 7. ágúst 1970 á Akureyri og ólst þar upp fyrstu árin. „Við fluttum suður 1979, pabbi var á þingi og við áttum þá tvö heimili en fluttum alveg suður 1984. Í millitíðinni fluttum við sex sinnum á sex árum. Meira
7. ágúst 2020 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Harpa Harðardóttir

60 ára Harpa er Reykvíkingur en býr í Kópavogi. Hún er söngkona og söngkennari að mennt og kennir við Söngskólann í Reykjavík. Maki : Brynjar Freyr Stefánsson, f. 1960, viðskiptastjóri hjá Elju. Börn : Aðalheiður, f. 1977, Arnór, f. Meira
7. ágúst 2020 | Árnað heilla | 75 orð | 1 mynd

Inger Eyjólfsdóttir

30 ára Inger ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Vesturbænum í Reykjavík. Hún er tannlæknir og starfar á Tannlæknastofunni Hátúni 2a og á Tannlæknastofunni Skipholti 33. Maki : Guðmundur Helgi Finnbogason, f. Meira
7. ágúst 2020 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

K100 að Hinsegin100 í dag

Allt kynningarefni og öll dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100 verður gjörbreytt í dag og fær stöðin tímabundið nýtt og viðeigandi nafn í tilefni hinsegin daga sem nú standa yfir og verður að Hinsegin100. Meira
7. ágúst 2020 | Í dag | 53 orð

Málið

Það þyrmir yfir mann þýðir: maður verður yfirkominn , fyllist ótta eða vanlíðan o.s.frv. Það er notað ópersónulega , ekki er sagt „Fréttirnar þyrmdu yfir hana“ heldur: Það þyrmdi yfir hana við fréttirnar. Meira
7. ágúst 2020 | Í dag | 341 orð

Skáld frá hvirfli til ilja

Guðmundur Finnbogason skrifar ritdóm um ljóðabókina Gígjuna í Skírni árið 1906 og segir þar: „Guðmundur Guðmundsson er skáld og annað ekki,“ sagði einhver um hann. „Hann er skáld frá hvirfli til ilja,“ sagði annar. Meira

Íþróttir

7. ágúst 2020 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Afar tíð þjálfaraskipti hjá liði Viðars Arnar Kjartanssonar í Tyrklandi

„Það eru fern þjálfaraskipti hjá okkur á sama tímabilinu. Oft kemur maður í nýtt lið og allt er á hreinu, umgjörðin traust og sterkbyggð. En þegar ég kem þangað er búið að skipta um þjálfara þrisvar! Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Andri Rúnar sagður á förum

Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er á leiðinni til Esbjerg í dönsku fyrstu deildinni en Ólafur Kristjánsson er nýráðinn þjálfari liðsins, kom frá FH í síðasta mánuði. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 482 orð | 2 myndir

Flautað til leiks í Meistaradeildinni á nýjan leik

Fótbolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik í kvöld. Var síðast leikið í keppninni í mars og tókst ekki að klára öll einvígin í 16-liða úrslitunum vegna kórónuveirunnar. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 790 orð | 2 myndir

Hef skorað alls staðar þar sem ég hef verið

Fótbolti Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is „Það er auðvitað búið að vera mikið vesen í gangi og þetta hefur eiginlega verið algjört rugl, bæði með kórónuveiruna og fleira. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Mögulegt að spilað verði á sunnudag

Á upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram að KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefði sent undanþágubeiðni til heilbrigðisráðuneytisins um að Íslandsmótin í knattspyrnu gætu hafist á ný. Ekkert hefur verið leikið í íslenska fótboltanum síðan 30. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

NBA-deildin Utah – Memphis 124:115 San Antonio – Denver...

NBA-deildin Utah – Memphis 124:115 San Antonio – Denver 126:132 Washington – Philadelphia 98:107 LA Lakers – Oklahoma 86:105 Orlando – Toronto 99:109 Boston – Brooklyn 149:115 Sacramento – New Orleans 140:125... Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 248 orð | 2 myndir

Níu léku undir pari í karlaflokki

Golf Kristján Jónsson Kristófer Kristjánsson Níu kylfingar léku undir pari í karlaflokki þegar Íslandsmótið í golfi hófst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær. Tómas Eiríksson Hjaltested úr GR og Aron Snær Júlíusson úr GKG skiluðu inn besta skorinu. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 451 orð | 3 myndir

*Ólafur Karl Finsen , leikmaður Vals, hefur lítið komið við sögu í Pepsi...

*Ólafur Karl Finsen , leikmaður Vals, hefur lítið komið við sögu í Pepsi Max-deildinni í sumar. Logi Ólafsson , annar þjálfara FH, sagði í samtali við Fantasy Gandalf-hlaðvarpið að FH hefði reynt að fá Ólaf Karl til félagsins. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Skiptingum fækkað á ný

Félög ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kusu í gær að fækka aftur skiptingum úr fimm niður í þrjár. Var þeim fjölgað upp í fimm í sumar vegna áhrifa kórónuveirunnar. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Svíþjóð AIK – Elfsborg 1:2 • Kolbeinn Sigþórsson var ekki í...

Svíþjóð AIK – Elfsborg 1:2 • Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi AIK. Häcken – Norrköping 2:1 • Oskar Tor Sverrisson var ekki með hjá hjá Häcken • Ísak B. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Tvö ensk lið í 8-liða úrslitum

Nú er ljóst hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitum Evrópudeildarinnar sem hefjast eftir helgi en 16-liða úrslitin kláruðust í gærkvöldi. Wolves er komið áfram eftir 1:0-sigur gegn Olympiacos, samanlagt 2:1. Meira
7. ágúst 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Viggó og Elvar samherjar

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er orðinn leikmaður Stuttgart í Þýskalandi en félagið staðfesti þetta á samfélagsmiðlum sínum í gær. Orðrómur um skipti Viggós til Stuttgart var á kreiki í vetur og reyndist á rökum reistur. Meira

Ýmis aukablöð

7. ágúst 2020 | Blaðaukar | 428 orð | 1 mynd

Bálreiðir íbúar mótmæla í Beirút

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Borgarbúar í Beirút í Líbanon tjáðu reiði sína og bræði í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Meira
7. ágúst 2020 | Blaðaukar | 113 orð | 1 mynd

Faraldurinn á fullu

Nýsmit af völdum kórónuveirunnar jukust síðasta sólarhringinn og hafa ekki verið fleiri mánuðum saman í Frakklandi, Spáni, Grikklandi og Þýskalandi. Nýsmit í Þýskalandi fóru í gær upp fyrir 1.000 í fyrsta sinn frá í maí. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.