Greinar fimmtudaginn 15. október 2020

Fréttir

15. október 2020 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

88 ný smit innanlands

Alls greindust 88 kórónuveirusmit innanlands á þriðjudag. Af þeim sem greindust var helmingur í sóttkví við greiningu. Einn greindist með mótefni við kórónuveirunni í landamæraskimun. Beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá einum. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 953 orð | 3 myndir

Að spila vel var upp á líf og dauða

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég rambaði á sögu Ölmu Rosé fyrir tilviljun þegar ég var að leita að upplýsingum um gleymdar konur í listasögunni, fyrir verkefni á síðasta ári mínu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þegar ég fann síðu um kvennahljómsveit í Auschwitz, þá greip það mig strax. Þetta vatt upp á sig og Alma tók verkefnið alveg yfir,“ segir Melkorka Gunborg Briansdóttir, ung íslensk kona sem er í bókmenntafræðinámi í London, en hún var í haust með útvarpsþátt á RÚVundir heitinu, Að spila sér til lífs, þar sem hún fjallaði um hina stórmerkilegu Ölmu Rosé, konu sem stjórnaði kvennahljómsveit í Auschwitz-Birkenau, stærstu fanga- og útrýmingarbúðum nasista. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Áskriftir íslenskra fjárfesta umfram væntingar

Útboði á nýju hlutafé í Icelandic Salmon, norsku eignarhaldsfélagi Arnarlax, lauk í gær. Áhugasamir kaupendur skrifuðu sig fyrir margfalt meira hlutafé en í boði er. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

„Ómálefnaleg og veruleikafirrt“

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins eru síður en svo sáttir við málflutning stéttarfélagsins Eflingar en félagið hefur sett í gang herferð gegn launaþjófnaði á vinnumarkaði og vill að hann verði gerður refsiverður. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 308 orð | 2 myndir

Brúarfoss á heimleið frá Kína eftir langa töf

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Brúarfoss, nýjasta gámaskip Eimskip, lagði af stað heim á leið frá Guangzhou í Kína á þriðjudagsmorgun. Siglingin mun taka um 40 daga. Mikil seinkun varð á afhendingu skipsins, eða allt að eitt ár. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Dýrafjarðargöng opnuð gegnum netið

Verktakar eru að ljúka vinnu við Dýrafjarðargöng. Stefnt hefur verið að því að taka þau formlega í notkun sunnudaginn 25. október en það hefur þó ekki verið ákveðið endanlega. Athöfnin verður óvenjuleg vegna samgöngutakmarkana. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 485 orð | 2 myndir

Eflir andann og stælir líkamann

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ólafur M. Jóhannesson rekur sýningarfyrirtækið Ritsýn, sem hefur í aldarfjórðung staðið fyrir sýningum, meðal annars á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og stóreldhúsa. Hann varð að skella í lás þegar kórónuveiran gerði innrás sína fyrr á árinu, en í stað þess að leggjast í kör fór hann að rifja upp gamla takta í myndlistinni. „Konan var tekin upp á því að ganga allt að 20 kílómetra á dag en ég kaus styttri göngutúra og ákvað að hella mér út í myndlistina, sem ég sagði skilið við þegar ég stofnaði fyrirtækið fyrir 25 árum.“ Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Einstakt Umhverfismál sem gerir kaffisopann betri

Góður kaffibolli er nauðsynlegur og flest harðkjarna kaffidrykkjufólk á sitt fjölnota kaffimál sem það hefur ætíð með í för. Nú hafa íslenskir þremenningar stigið skrefinu lengra og kynna til sögunnar Umhverfismálið sem unnið er úr endurunnum kaffikorgi. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 708 orð | 2 myndir

Ekkert að sjá að Cambridge Analytica

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Á dögunum lauk þriggja ára langri rannsókn breskrar eftirlitsstofnunar á verkefnum Cambridge Analytica, en það væri synd að segja að niðurstöðurnar hefðu verið í samræmi við ásakanirnar á sínum tíma. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Ekki útséð um landeldi í Helguvík

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Samherji fiskeldi ehf. hefur undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að félagið festi kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Um er að ræða um 23 þúsund fermetra byggingu og um 100 hektara lóð. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 530 orð | 2 myndir

Er CBD-olía framtíðarplásturinn?

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Fyrirtækið okkar er skráð í London, en varan er framleidd í Sviss. Svo vildi til að ég þekki lögmann sem aðstoðaði okkur við að koma fyrirtækinu á fót í Bretlandi. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 221 orð

Fengu rangar greiðslur frá TR

Ríkisendurskoðun segir í nýrri stjórnsýsluúttekt að bæta þurfi málsmeðferð hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Sérstaklega er fundið að því að of fáir viðskiptavina TR fái réttar greiðslur. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 594 orð | 1 mynd

Fjórfalt fleiri lengi án atvinnu en árið 2018

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einstaklingum sem hafa verið án atvinnu og á atvinnuleysisskrá lengur en í hálft ár hefur fjölgað hratt og stórlega að undanförnu. Þeir voru alls 8. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Fleiri munu svipta sig lífi á þessu ári

Blað Geðhjálpar kemur út í dag. Á forsíðu þess er talan 39, sem stendur fyrir þann fjölda Íslendinga sem féllu fyrir eigin hendi á síðasta ári. Geðhjálp og Píeta samtökin hafa opnað síðuna 39.is. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Fléttuskríkja á faraldsfæti í Grindavík

Amerískur flækingsfugl, fléttuskríkja, heimsótti garðinn hjá Eyjólfi Vilbergssyni í Grindavík hinn 12. október. Hann tók myndina af fuglinum. Að öllum líkindum hraktist þessi smágerði fugl hingað með haustlægð. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Fordæmir breytingarnar

Vigdís Hauksdótttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lagði fram harðorða bókun á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gærmorgun, þar sem hún gagnrýnir ákaflega nýlegar óleyfisframkvæmdir í Þjóðleikhúsinu, sem samþykktar hefðu verið eftir á. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 89 orð | 3 myndir

Fólksflutningar úr fjármálaráðuneytinu

Álkarlar Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara voru fjarlægðir ofan af Arnarhvoli í miðbæ Reykjavíkur í gær og fluttir í stúdíó hennar til vörslu, uns þeim verður fundið nýtt heimili. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 74 orð

Friðlýsa minjar 22 fornbýla í Þjórsárdal

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti í gær friðlýsingu menningarlandslags í Þjórsárdal í Árnessýslu. Meira
15. október 2020 | Innlent - greinar | 321 orð | 3 myndir

Gekk vel þrátt fyrir heimsfaraldur

Þriðja sería af þáttunum Venjulegt fólk kom inn á Sjónvarp Símans í gær, miðvikudag. Fannar Sveinsson, einn handritshöfunda og leikstjóri þáttanna, segir að framleiðsla þeirra hafi gengið vel og heimsfaraldurinn ekki sett stórt strik í reikninginn. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

G.Run í Grundarfirði styrkir á tímamótum

Grundarfirði | Í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar útgerðarmanns þann 9. október sl. ákváðu afkomendur hans og núverandi eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf. (G. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 229 orð

Hefur greitt út milljarða

Útgjöld Ábyrgðasjóðs launa, sem ábyrgist greiðslu á kröfum um vangoldin laun, hafa stóraukist á þessu og síðasta ári. Meira
15. október 2020 | Erlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Hert á aðgerðum víða um Evrópu

Stjórnvöld í nokkrum ríkjum Evrópu gripu í gær til hertra sóttvarnaaðgerða í þeirri von að hægt yrði að koma böndum á nýjustu bylgju kórónuveirufaraldursins. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Hjalti Geir Kristjánsson

Hjalti Geir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt í Reykjavík, er látinn, 94 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík hinn 21. ágúst 1926, sonur Ragnhildar Hjaltadóttur og Kristjáns Siggeirssonar. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 397 orð | 2 myndir

Hræringar í Noregi hafa áhrif hér

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verði af samruna tveggja til þriggja fiskeldisfyrirtækja, sem eru með höfuðstöðvar í miðhluta Noregs, gæti það haft áhrif á fiskeldisfyrirtækin á Íslandi og ekki ómögulegt að í kjölfarið komi til samruna. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Hækka ekki gjaldskrár á árinu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að falla frá öllum hækkunum á gjaldskrá Matvælastofnunar á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á íslenska matvælaframleiðendur. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Íslenska landsliðið stóð vel í sterkasta liði heims

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stóð vel í efsta liði heimslistans, Belgum, í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Birkir Már Sævarsson jafnaði fyrir Ísland í fyrri hálfleik en Romelu Lukaku tryggði Belgum 2:1 sigur með tveimur... Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Íslenskt þarapasta á markað

Nýtt íslenskt pasta hefur litið dagsins ljós sem er í senn eintaklega bragðgott, lífrænt og ákaflega hollt. Meira
15. október 2020 | Innlent - greinar | 95 orð | 2 myndir

K100 verður Bleikt100 á föstudaginn

Við ætlum að breyta nafni K100 í Bleikt100 á föstudaginn Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Lést þegar húsbíll brann

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra staðfesti í gær að líkamsleifar mannsins sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi síðastliðið föstudagskvöld séu af Einari Jónssyni, sem fæddur var 21. ágúst 1982. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 691 orð | 2 myndir

Löngu tímabær frystigeymsla

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikil breyting verður hjá Eskju hf. á Eskifirði á næstunni er hluti nýrrar frystigeymslu verður tekinn í notkun. Alls er húsnæðið 3.400 fermetrar og verður þar pláss fyrir um níu þúsund tonn af afurðum. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 527 orð | 2 myndir

Matarinnkaup á netinu taka kipp

Sviðsljós Guðni Einarsson gudni@mbl.is Netverslun með mat og aðrar nauðsynjar hefur aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum. Talið er að verslun sé að breytast til frambúðar. „Við höfum séð mikla aukningu frá 5. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Mikil aukning í bjórúrvali í Heiðrúnu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Breytingin núna felst aðallega í auknu úrvali af bjór en áður hefur vöruúrvalið í léttvíni og sterku verið aukið þannig að allt vöruvalið sé fáanlegt í Heiðrúnu. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 475 orð | 3 myndir

Mikil sveifla úr sykruðum drykkjum yfir í sykurlausa

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum sífellt að bregðast við breyttum neysluvenjum neytenda og liður í því er öflug vöruþróun. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Mikilvægasta höfnin fyrir fólk og vörur

Gamla höfnin í Reykjavík var byggð á árunum 1913 til 1917 og var hún eins og gefur að skilja gríðarlegt framfararskref fyrir höfuðborg Íslands. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Milljarða framkvæmdir á Eskifirði

Prófanir hefjast í næstu viku í nýrri frystigeymslu Eskju á Eskifirði, en fullbúin kostar hún um hálfan annan milljarð króna. Meira
15. október 2020 | Innlent - greinar | 71 orð | 1 mynd

Pallaball í beinni á K100

Páll Óskar mætir í stúdíó K100 á föstudaginn og heldur Pallaball í beinni útsendingu. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 519 orð | 3 myndir

Ráðist í stækkun Sundahafnar

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrir dyrum stendur næsti áfangi þróunar Sundahafnar í Reykjavík. Um er að ræða hafnargerð í Vatnagörðum, sem Faxaflóahafnir sf. ætla að ráðast í á næstu árum. Meira
15. október 2020 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Réðust á skotmörk í Armeníu

Stjórnvöld í Aserbaídsjan tilkynntu í gær að þau hefðu eyðilagt eldflaugaskotpalla innan landamæra Armeníu, sem Aserar sögðu að hefðu verið að skjóta á borgir í Aserbaídsjan. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Skemmdir voru unnar á hljóðmön við Miklubraut

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skemmdir voru nýlega unnar á nýlegum vegg/hljóðmön við Miklubraut norðan Rauðagerðis í Reykjavík. Tákn voru máluð á vegginn með hvítri málningu. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 600 orð | 5 myndir

Sóttvarnir, heppni og færri á ferð

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Staðan er viðkvæm og ekkert má út af bera,“ segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands og umdæmislæknir sóttvarna í héraðinu. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Styrkur sem slær öll met

Snorri Másson snorrim@mbl.is Dr. Júlíus Friðriksson talmeinafræðingur hefur undanfarna tvo áratugi stundað rannsóknir á málstoli í kjölfar heilablóðfalls í Bandaríkjunum með ágætum árangri. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 960 orð | 4 myndir

Söguleg heimför í heimsstyrjöld

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rétt og slétt áttatíu ár eru í dag, 15. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 37 orð

Týr en ekki Ægir

Varðskipið sem birt var mynd af með frétt um snjóflóðasafn á Flateyri á blaðsíðu 2 í blaðinu í gær er Týr en ekki Ægir. Glöggur lesandi benti Morgunblaðinu á þessa misritun og er beðist velvirðingar á... Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Um 42.800 laxar veiddust í sumar

Samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar veiddust samkvæmt bráðabirgðatölum um 42. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

UNICEF selur góðgerðarpeysur

UNICEF á Íslandi hefur hafið sölu á hettupeysum fyrir börn og fullorðna. Meira
15. október 2020 | Erlendar fréttir | 629 orð | 2 myndir

Útlitið dökkt fyrir Trump

Baksvið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nú eru innan við þrjár vikur þar til kosið verður til forseta í Bandaríkjunum, en flestallar skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, hafi nú öll tögl og hagldir í baráttu sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikanaflokksins, en Biden mælist með um 9 prósentustiga forskot meðal líklegra kjósenda á landsvísu. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Vilja minnisvarða um eldgosin

Átta þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um minnisvarða um eldgosin í Surtsey og Heimaey. Í tillögunni segir að árið 2023 verði liðin 60 ár frá upphafi Surtseyjargossins og 50 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Meira
15. október 2020 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

ÞG verktakar byggja hús yfir þingmenn

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur samið við ÞG verktaka ehf. um uppsteypu og fullnaðarfrágang nýbyggingar Alþingis í Kvosinni í Reykjavík. Lóðin er tilbúin og ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir. Útboðið var auglýst í lok júní, gögn afhent 1. Meira

Ritstjórnargreinar

15. október 2020 | Staksteinar | 218 orð | 1 mynd

Ný störf, önnur ker

Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var greint frá því að spáð er að fjórði hver maður á vinnumarkaði í Reykjanesbæ verði án atvinnu í lok árs. „Engin dæmi eru um svo mikið atvinnuleysi frá því skipulegar mælingar hófust,“ segir í fréttinni. Meira
15. október 2020 | Leiðarar | 470 orð

Vaxandi vandi

Ferðahömlur hafa ekki haft áhrif á þá sem sækja um alþjóðlega vernd Meira
15. október 2020 | Leiðarar | 230 orð

Þriðja bylgjan

Við sjáum ekki enn út úr faraldrinum, en með samhentu átaki tekst það Meira

Menning

15. október 2020 | Kvikmyndir | 757 orð | 2 myndir

Dauði og upprisa (poppkorn á himnum)

Leikstjóri: Kirsten Johnson. Handrit: Nels Bangerter, Kirsten Johnson. Klipping: Nels Bangerter. Bandaríkin, 2020. 89 mínútur. Meira
15. október 2020 | Kvikmyndir | 895 orð | 2 myndir

Fingraför eru falleg

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Írska teiknimyndin Wolfwalkers hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda frá því hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 12. september. Meira
15. október 2020 | Fjölmiðlar | 239 orð | 1 mynd

Góða helgi, Helgi!

Einhverra hluta vegna verður allt betra þegar nafni minn Björnsson er hluti af því. Sjá til dæmis Sódómu Reykjavík, Grafík, SSSól, Ráðherrann, Heima með Helga og nú síðast Það er komin Helgi. Meira
15. október 2020 | Bókmenntir | 369 orð | 3 myndir

Grátbrosleg veröld lyga og svika

Eftir Lilju Sigurðardóttur. JPV útgáfa, 2020. Innb., 314 bls. Meira
15. október 2020 | Bókmenntir | 399 orð | 3 myndir

Hárbeittir og hitta í mark

Eftir Hallgrím Helgason. JPV útgáfa, 2020. Kilja, 60 bls. Meira
15. október 2020 | Myndlist | 173 orð | 1 mynd

Heimildaljósmyndarinn Chris Killip allur

Breski ljósmyndarinn Chris Killip er látinn, 74 ára að aldri. Meira
15. október 2020 | Bókmenntir | 125 orð | 1 mynd

Mistur glæpasaga ársins í Bretlandi

Mistur eftir Ragnar Jónasson var í vikunni valin glæpasaga ársins í Bretlandi, Mystery Book of the Year, þar sem bókin hlaut Capital Crime-verðlaunin á glæpasagnahátíðinni Capital Crime í London. Hátíðin stendur að verðlaununum með fyrirtækinu Amazon. Meira
15. október 2020 | Bókmenntir | 224 orð | 3 myndir

Morð, vakning, ofbeldi og útskúfun

Eftir Mikael Niemi. Ísak Harðarson þýddi. Mál og menning, 2020. Kilja 456 bls. Meira
15. október 2020 | Fjölmiðlar | 85 orð | 1 mynd

Ráðherrann sýndur í mörgum álfum

Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann sem nú er sýnd á RÚV hefur verið seld til sýningar í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Suður-Evrópu. Meira
15. október 2020 | Bókmenntir | 67 orð | 2 myndir

Sænska akademían senn fullskipuð

Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Ingrid Carlberg og rithöfundurinn, gagnrýnandinn og þýðandinn Steve Sem-Sandberg ganga formlega til liðs við Sænsku akademíuna (SA) 20. desember samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef SA fyrr í vikunni. Meira
15. október 2020 | Leiklist | 867 orð | 2 myndir

Þótt ég gangi nú um dimman dal

Eftir Friðgeir Einarsson. Leikstjórn: Pétur Ármannsson. Tónlist: Snorri Helgason. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir. Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson. Málverk: Viðar Jónsson. Meira

Umræðan

15. október 2020 | Aðsent efni | 553 orð | 3 myndir

12 mánuðir – Framfaraskref fyrir börn og foreldra

Eftir Drífu Snædal, Sonju Ýri Þorbergsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur: "Samvera í fæðingarorlofi leggur grunn að nánum tengslum og samskiptum barna við báða foreldra ævilangt og styrkir þannig fjölskyldur og samfélag." Meira
15. október 2020 | Pistlar | 406 orð | 1 mynd

Launaþjófnaður er glæpur gegn okkur öllum

Á hverju ári bendir allt til að yfir milljarður króna sé hafður af vinnandi fólki á Íslandi með launaþjófnaði. Kjarasamningsbrotin eiga sér margar og mismunandi birtingarmyndir. Meira
15. október 2020 | Aðsent efni | 740 orð | 1 mynd

Niðurgreidd samkeppni Íslandspósts

Eftir Ólaf Stephensen: "Ætli það hafi verið meining Alþingis, þegar það lagði Íslandspósti til peninga, að ríkisfyrirtækið færi í niðurgreidda samkeppni við einkaaðila?" Meira
15. október 2020 | Aðsent efni | 910 orð | 3 myndir

Orsakir geðheilsu

Eftir Héðin Unnsteinsson og Kristínu Ólafsdóttur: "Á forsíðu blaðs Geðhjálpar, sem kemur út í dag, birtum við tölu; 39. Talan stendur fyrir þá íbúa Íslands sem féllu fyrir eigin hendi á árinu 2019." Meira
15. október 2020 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Óvandaður málflutningur Eflingar

Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Sú mynd sem Efling dregur upp af stjórnendum fyrirtækja og SA er bæði ómálefnaleg og veruleikafirrt." Meira

Minningargreinar

15. október 2020 | Minningargreinar | 481 orð | 1 mynd

Elínborg Þorsteinsdóttir Maack

Elínborg Þorsteinsdóttir Maack, fæddist í Ekru, Reyðarfirði, 5. október 1928. Hún lést á Dvalarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði 6. október 2020. Foreldrar Elínborgar eru Áslaug Katrín Pétursdóttir Maack, f. 27. janúar 1891, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2020 | Minningargreinar | 3209 orð | 1 mynd

Elma Guðmundsdóttir

Hulda Elma Guðmundsdóttir fæddist 16. janúar 1943 í Neskaupstað. Elma lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 8. október 2020. Hún var dóttir Oddnýjar Sigurjónsdóttur, f. 1916 í Neskaupstað, og Guðmundar Friðrikssonar, f. 1913 í Seldal, Norðfirði. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2020 | Minningargreinar | 2288 orð | 1 mynd

Guðni Hannesson

Guðni Hannesson fæddist í Reykjavík 3. janúar 1944. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 6. október 2020. Hann var sonur hjónanna Hannesar Guðjónssonar, f. 12.8. 1911, d. 23.5. 1994, og Svanlaugar Pétursdóttur, f. 27.12. 1910, d. 3.2. 1991. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2020 | Minningargreinar | 4215 orð | 1 mynd

Gunnar Þórir Guðjónsson

Gunnar Þórir Guðjónsson bakarameistari fæddist á Sauðárkróki 7. júlí 1945. Hann lést á Landspítalanum 3. október 2020. Foreldrar hans voru Ólína Ingibjörg Björnsdóttir, f. 23.5. 1903, d. 13.10. 1980, og Guðjón Sigurðsson, f. 3.11. 1908, d. 16.6. 1986. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2020 | Minningargreinar | 6287 orð | 1 mynd

Helgi Hallgrímsson

Helgi Hallgrímsson, fv. vegamálastjóri, fæddist hinn 22. febrúar 1933 á Selsstöðum við Seyðisfjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans hinn 8. október 2020. Foreldrar hans voru Hallgrímur Helgason, f. 4.10. 1892, d. 18.12. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2020 | Minningargreinar | 2941 orð | 1 mynd

Jónas Bjarnason

Jónas Bjarnason fæddist 2. maí 1925 í Kálfárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu. Hann lést á Hrafnistu í Laugarási 30. september 2020. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, f. 10. júlí 1890, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2020 | Minningargreinar | 1821 orð | 1 mynd

Jón Hjartarson

Jón Hjartarson fæddist í Reykjavík 5. september 1946. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 7. október 2020. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Jónsdóttir frá Patreksfirði, f. 1917, d. 1969, og Hjörtur Jónsson frá Suðureyri við Súgandafjörð, f. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2020 | Minningargreinar | 2228 orð | 1 mynd

Jón Thorberg Friðþjófsson

Jón Thorberg Friðþjófsson fæddist 6. ágúst 1940 á Ísafirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. október 2020. Foreldrar hans voru Friðþjófur Þorbergsson vélvirki, f. 29. nóvember 1915, d. 17. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. október 2020 | Viðskiptafréttir | 410 orð | 1 mynd

Áfram svartsýni í flugi

„Kreppan er dýpri og langvinnari en nokkur hefði getað ímyndað sér,“ segir Alexander de Juniac um ástand og horfur í alþjóðaflugi. Meira
15. október 2020 | Viðskiptafréttir | 574 orð | 2 myndir

Vill fleiri umhverfisvænar partasölur

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Netpartar ehf., umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða, fékk í gær verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Eins og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins fá Netpartar viðurkenninguna fyrir að vera leiðandi í umhverfismálum við niðurrif bíla og sölu varahluta. Meira

Daglegt líf

15. október 2020 | Daglegt líf | 614 orð | 3 myndir

Geðrækt á tímum Covid-19

Ekki er ofsögum sagt að geðheilsa okkar allra sé eitt stærsta áskorunarefni ársins 2020. Árið hefur einkennst af mikilli óvissu um hvað hver dagur mun fela í skauti sér og krefst mikils æðruleysis af okkur. Meira
15. október 2020 | Daglegt líf | 84 orð | 1 mynd

Góðar grímur

Grímur koma aldrei í stað almennra sýkingavarna eins og handþvottar, almenns hreinlætis og þrifa á flötum sem margir snerta, segir á heilsuveru. Meira
15. október 2020 | Daglegt líf | 133 orð | 1 mynd

Skáld á bekk

Á vefnum bokmenntaborgin.is má fara í stafrænt ferðalag um Reykjavík og kynna sér sögusvið sagna og rithöfunda í borginni. Tæpt er á ýmsu og af nægu er að taka. Meira

Fastir þættir

15. október 2020 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. f4 a6 7. Rxc6...

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. f4 a6 7. Rxc6 bxc6 8. Bd3 d5 9. 0-0 Rf6 10. Df3 Be7 11. Bd2 0-0 12. Hae1 He8 13. Kh1 Hb8 14. e5 Rd7 15. f5 Rc5 16. f6 Rxd3 17. Dxd3 gxf6 18. Meira
15. október 2020 | Í dag | 60 orð | 1 mynd

Dansaðu með okkur

Ekki missa af alvöru Pallaballi sem K100 slær upp í beinni útsendingu á morgun, föstudaginn 19. október, klukkan 20.00. Meira
15. október 2020 | Árnað heilla | 77 orð | 1 mynd

Ellert Guðjónsson

40 ára Ellert ólst upp á Seltjarnarnesi en býr núna í Garðabæ. Hann er hagfræðingur og starfar hjá Gildi lífeyrissjóði. Ellert hefur mikinn áhuga á golfi, knattspyrnu og kvikmyndum. Hann er harður KR-ingur og Man.Utd-aðdáandi. Meira
15. október 2020 | Í dag | 279 orð

Gott er að láta sig dreyma

Maðurinn með hattinn yrkir á Boðnarmiði: Ég læt mig oft um dömur dreyma djarfur kvölds í húminu. Indælt væri að una heima með einni þar í rúminu. Konur get ég elskað alla stund, og allsber verið hjá þeim framá nætur. Meira
15. október 2020 | Fastir þættir | 176 orð

Gott start. V-Enginn Norður &spade;G953 &heart;D973 ⋄943 &klubs;K10...

Gott start. V-Enginn Norður &spade;G953 &heart;D973 ⋄943 &klubs;K10 Vestur Austur &spade;Á10742 &spade;D8 &heart;-- &heart;KG10854 ⋄G1072 ⋄8 &klubs;ÁG97 &klubs;8753 Suður &spade;K6 &heart;Á62 ⋄ÁKD65 &klubs;D42 Suður spilar 3G. Meira
15. október 2020 | Í dag | 47 orð

Málið

Fyrirsagnapláss er sjaldnast ótakmarkað og stundum þarf að kvista málið svo niður að góðfús lesandi er á báðum áttum um merkinguna. „Áfengisneysla aukist mjög. Meira
15. október 2020 | Í dag | 955 orð | 2 myndir

Merkingariðjan ættuð frá Færeyjum

Páll Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík 15. október 1960, elstur fjögurra systkina. Foreldrar Páls fluttu til Noregs þegar hann var tveggja ára og þar fæddust systkinin Hanna Björg og Garðar. Meira
15. október 2020 | Árnað heilla | 70 orð | 1 mynd

Þormóður Dagsson

40 ára Þormóður fæddist í Stokkhólmi og flutti í vesturbæ Reykjavíkur þriggja ára gamall. Hann er vefstjóri hjá Matís, matvælarannsóknum. Hann var í hljómsveitinni Jeff Who, Skakkamanage, og er núna í Tilbury. Maki : Sigurbjörg Birgisdóttir, f. Meira

Íþróttir

15. október 2020 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Danir fögnuðu sigri á Wembley

Englendingar eru dottnir niður í þriðja sætið í 2. riðli Þjóðadeildarinnar í fótbolta, riðli Íslands, eftir ósigur gegn Dönum á Wembley í gærkvöld, 0:1. Harry Maguire, miðvörður enska landsliðsins, var rekinn af velli á 34. Meira
15. október 2020 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Ekki var skemmtilegt að heyra þau tíðindi frá Póllandi að Haukur...

Ekki var skemmtilegt að heyra þau tíðindi frá Póllandi að Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handknattleik, hefði slitið krossband í hné á dögunum. Meira
15. október 2020 | Íþróttir | 1172 orð | 3 myndir

Hvað ef keppni er hætt?

Fréttaskýring Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valur verður krýndur Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna ef Knattspyrnusamband Íslands þarf að taka þá erfiðu ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu 2020 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Meira
15. október 2020 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Johnson er með veiruna

Efsti kylfingur heimslistans í golfi, Dustin Johnson, hefur greinst með kórónuveiruna og er kominn í einangrun. Meira
15. október 2020 | Íþróttir | 691 orð | 1 mynd

Lukaku í aðalhlutverki

Þjóðadeild Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland er enn án stiga eftir fjóra leiki í Þjóðadeild UEFA eftir 1:2 tap gegn Belgíu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Belgar eru efstir í 2. riðli með níu stig en Danir og Englendingar eru með sjö stig. Meira
15. október 2020 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla A-RIÐILL: Kielce – Meshkov Brest 34:27 &bull...

Meistaradeild karla A-RIÐILL: Kielce – Meshkov Brest 34:27 • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4 mörk fyrir Kielce. Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Meira
15. október 2020 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Selfyssingur til Fulham

Selfyssingurinn Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Fulham. Þorsteinn Aron, sem er einungis 16 ára gamall, skrifar undir þriggja ára samning við enska félagið. Miðvörðurinn ungi lék 14 leiki með Selfyssingum í 2. Meira
15. október 2020 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Strákarnir geta verið stoltir

Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta hefur verið sérstakur sólarhringur en jafnframt skemmtilegur. Meira
15. október 2020 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Þjóðadeild UEFA A-deild, 2. riðill: Ísland – Belgía 1:2 England...

Þjóðadeild UEFA A-deild, 2. riðill: Ísland – Belgía 1:2 England – Danmörk 0:1 Staðan: Belgía 430110:49 Danmörk 42114:27 England 42113:27 Ísland 40042:110 A-deild, 1. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.