Greinar fimmtudaginn 10. júní 2021

Fréttir

10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 414 orð | 2 myndir

105 Miðborg vill að allar eigur ÍAV verði kyrrsettar

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fagfjárfestasjóðurinn 105 Miðborg slhf., sem sér um uppbyggingu á Kirkjusandsreitnum í Reykjavík, hefur lagt fram kyrrsetningarbeiðni á allar eignir verktakafyrirtækisins ÍAV. Meira
10. júní 2021 | Erlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

10 látnir eftir vopnaða árás á námuvinnslu

Tíu manns sem störfuðu fyrir Halo Trust-námuvinnslusamtökin í norðurhluta Afganistans féllu þegar grímuklæddir og vopnaðir árásarmenn réðust á vinnustað þeirra í fyrrinótt. Hafa stjórnvöld í Afganistan sakað talíbana um árásina. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

26,6% vöxtur í fiskeldinu á ári að meðaltali

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Gríðarleg framleiðsluaukning hefur átt sér stað í íslensku fiskeldi á síðustu tíu árum og náði framleiðslan nýju meti í fyrra er hún nam 40.595 tonnum. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

AGS spáir 3,7% hagvexti á þessu ári

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, spáir því í nýjustu skýrslu sinni um Ísland, sem birt er á heimasíðu Seðlabankans, að hagvöxtur hér á landi verði 3,7% á þessu ári. Það er umtalsverður bati því landsframleiðsla dróst saman á síðasta ári um 6,6%. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Alvarleg staða á bráðamóttöku

Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Það getur ekkert sjúkrahús búið við svona ástand í áraraðir,“ sagði Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu á Landspítalanum, í samtali við mbl. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Andleg líðan ungs fólks versnar

Andleg líðan ungs fólks á aldrinum 18 til 34 ára virðist hafa þróast til verri vegar á umliðnum mánuðum samkvæmt lýðheilsuvísum embættis Landlæknis, sem uppfærðir eru mánaðarlega. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Áhersla á að fækka umferðarslysum

Allt kapp verður lagt á að auka umferðaröryggi og fækka umferðarslysum í nýrri stefnu umferðaröryggisáætlunar fyrir árin 2023-2037, sem nú er í undirbúningi, en árlegur kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa er nú metinn á um 50 milljarða króna. Meira
10. júní 2021 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Biden afturkallar TikTok-bann

Joe Biden Bandaríkjaforseti afturkallaði í dag tilskipanir Donalds Trumps um að banna kínversku farsímaforritin TikTok og WeChat þar í landi. Meira
10. júní 2021 | Erlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Biden heldur af stað til Evrópu

Joe Biden Bandaríkjaforseti lagði í gær af stað í fyrstu utanlandsferð sína frá því að hann tók við forsetaembættinu. Biden hyggst funda með leiðtogum aðildarríkja G7, auk bandamanna sinna í ríkjum Evrópu og Atlantshafsbandalagsins. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Bylting í sölu líf- og heilsutrygginga

Tryggingafélagið TM hefur tekið í notkun sjálfvirkt kerfi fyrir áhættumat líf- og heilsutrygginga. Umsóknarferli sem áður gat tekið nokkrar vikur tekur nú nokkrar mínútur. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 330 orð | 4 myndir

Eldgosið síbreytilegt og kemur á óvart

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldgosið í Geldingadölum er stórkostlegt sjónarspil eins og Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, og samferðamenn hans urðu vitni að á dögunum. Flogið var með þyrlu Norðurflugs og lent á óbrynnishólma gegnt eldgígnum. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 153 orð

Farbannsúrskurður staðfestur í Landsrétti

Landsréttur staðfesti á þriðjudaginn farbannsúrskurð yfir erlendum ríkisborgara, sem ákærður hefur verið fyrir aðild sína að Rauðagerðismálinu svonefnda. Meira
10. júní 2021 | Erlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Frakkar njóta frekari afléttinga

Aftur var leyfilegt að njóta þess að borða inni á veitingastöðum og kaffihúsum í Frakklandi í fyrsta skipti í marga mánuði, í kjölfar þess að tilslakanir á aðgerðum vegna heimsfaraldsins tóku gildi þar í landi og í Belgíu á miðvikudag. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 635 orð | 2 myndir

Geðheilsa versnaði til muna í faraldrinum

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Gervigrasvellir koma á Valbjarnarvöllinn

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Aðstaða Knattspyrnufélagsins Þróttar í Laugardal mun stórbatna í kjölfar samþykkta í borgarráði. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 314 orð | 2 myndir

Golfkúla fannst í æðarhreiðri á Húsatóftavelli

„Þetta er alveg dagsatt,“ sagði Ari Leifsson, kylfingur úr GKG og félagi í Oddfellowreglunni, í léttu spjalli við Morgunblaðið er hann lýsti óvæntu atviki á golfvellinum í Grindavík, Húsatóftavelli. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

Hafna smáhýsum við Hverfisgötu

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk lóðareiganda, Gömlu Reykjavíkur ehf., um að reisa þyrpingu smáhýsa á lóðunum nr. 53 og 55 við Hverfisgötu, samkvæmt uppdráttum Hornsteina arkitekta ehf. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Hvíta-Rússland og fjarskiptaöryggi til umræðu

Ari Páll Karlsson ari@mbl. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 505 orð | 2 myndir

Íslenska í Alaska og Egla í uppáhaldi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í bænum Homer við Alaskaströnd, um 350 km suðvestur af Anchorage, býr Lily Colman, um tvítug stúlka, og les og lærir forníslensku í frístundum. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 184 orð | 2 myndir

Kaffi og kaka við opnun Vínbúðar

Ný Vínbúð var opnuð í Mývatnssveit á dögunum. Staðið hefur til frá árinu 2017 að opna þar Vínbúð og var henni loks fundinn staður á Hraunvegi 8. Afgreiðslutími verður frá 16-18 á virkum dögum en 13-18 á föstudögum. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Leita að húsnæði fyrir ríkisstofnanir

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Að undanförnu hafa verið óvenjumargar auglýsingar á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem auglýst er eftir húsnæði fyrir heilbrigðisstofnanir. Á vefsíðu FSR hafa verið fjórar auglýsingar þar sem auglýst er eftir húsnæði fyrir Heilsugæsluna í Hlíðum, heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsluna í Hveragerði og útboð fyrir hjúkrunarheimili í Stykkishólmi. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Ljúffengt lambaprime með grillsmjöri og hvítlaukssósu

Lambaprime er í uppáhaldi hjá mörgum enda einstaklega ljúffengur biti. Hér er smjörlegið lambaprime grillað eftir kúnstarinnar reglum og útkoman er hreint frábær. Meðlætið er svo í einfaldari kantinum án þess þó að slegið sé af gæðakröfunum. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Lundey friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra undirritaði á þriðjudag friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Eyjan er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Meira
10. júní 2021 | Innlent - greinar | 607 orð | 2 myndir

Mikilvægt að vera gagnrýninn á matinn

Ingi Torfi Sverrisson macros-þjálfari segir að það sé mikilvægt að taka ákvörðun og vera gagnrýninn á það sem maður borðar á sumrin. Hann segir þekkinguna vera mesta „powerið“ og það sé allt í lagi að leyfa sér svo lengi sem maður sé meðvitaður. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 232 orð

Milljarðar í þaravinnslu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Íslandsþara, segir fulltrúa fyrirtækisins farna að sjá til lands varðandi fyrirhugaða verksmiðju. Rætt hefur verið um að fjárfestingin sé á þriðja milljarð króna. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Mörg stór þingmál slegin út af borðinu

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa nú komið sér saman um þau mál sem þeir hyggjast ljúka fyrir þinglok. Þingið átti að fara í sumarfrí í dag en það mun standa yfir eitthvað lengur. Óeining hefur verið innan ríkisstjórnarinnar um nokkur stór pólitísk mál. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 563 orð | 2 myndir

Ný kosningalög gilda ekki í haust

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skilaði í vikunni áliti um kosningalagafrumvarp sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lagði fram í vetur. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 905 orð | 2 myndir

Selurinn viðkvæmur segull

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í einhverjum mæli er aftur farið að líta á selinn sem auðlind. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 639 orð | 1 mynd

Skemmtilegast þegar atið var mest

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það á mjög vel við mig að vinna undir álagi. Eldgosin eru alltaf mjög vinsælt fréttaefni sem þarf að fylgjast náið með. Ég nefni t.d. Eyjafjallajökul, Holuhraun og nú Reykjanesskagann,“ segir Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á mbl.is. Í gær vann hún síðustu vaktina sína eftir aldarfjórðungs starf á Morgunblaðinu og mbl.is. Fréttamálin eru mörg eftirminnileg. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 854 orð | 2 myndir

Skipst á hagnýtum upplýsingum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is KOMPÁS Þekkingarsamfélagið er vettvangur samstarfs fjölda fyrirtækja, stofnana, háskóla og annarra skóla, sveitarfélaga, stéttarfélaga, lífeyrissjóða og fleiri um miðlun hagnýtrar þekkingar. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 632 orð | 4 myndir

Slegist um tónleikagesti í haust

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Okkur sýnist á öllu að strax eftir verslunarmannahelgi fari allt á fulla ferð,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Sólmyrkvi í dag

Klukkan sex mínútur yfir níu fyrir hádegi í dag mun deildarmyrkvi á sólu sjást í Reykjavík ef veður leyfir. Tunglið mun skyggja á 69% af þvermáli sólar þegar myrkvinn verður mestur en það mun gerast klukkan 17 mínútur yfir tíu. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 692 orð | 3 myndir

Starfsemin sprengir af sér höfnina

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Svanhildur með þrjá unga

Álftin Svanhildur, sem jafnan býr sér hreiður í Elliðaárdal í Reykjavík, og maki hennar komu þremur ungum á legg nú í vor. Aðstæður hafa breyst eftir að hleypt var úr lóninu við Árbæjarstíflu í október á síðasta ári. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Systurnar Sóldís og Dalrós skoðuðu pöddur í Elliðaárdal

Systurnar Sóldís Freyja og Dalrós María Mathiesen létu sig ekki vanta í pödduskoðun í Elliðaárdal í gær. Skoðunin var á vegum Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 297 orð

Tilkynntu meint brot vefsalanna

ÁTVR tilkynnti í vikunni sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og sýslumanninum á Vesturlandi meint brot Bjórlands ehf., Brugghúss Steðja ehf. og Sante ehf. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Verðlaunatillögur kynntar

Þrjár tillögur fengu verðlaun og ein tillaga fékk viðurkenningu með innkaupum í samkeppni sem Garðabær efndi til í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 327 orð | 3 myndir

Viðræður við fjárfesta langt komnar

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Undirbúningur nýrrar þaraverksmiðju Íslandsþara á Húsavík er langt kominn og er áformað að hefja uppbyggingu hennar næsta vor. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Vilja vindmyllur en ekki í héraði

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meirihluti íbúa Borgarbyggðar er hlynntur því að sett séu upp vindorkuver á Íslandi, ef marka má skoðanakönnun. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 984 orð | 1 mynd

Voveiflegu líkfundarmáli lokað

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Þriðjungur verkjaðra óvinnufær

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Að minnsta kosti 56 þúsund Íslendinga glíma við langvinna verki og um það bil þriðjungur þeirra er óvinnufær vegna þess. Meira
10. júní 2021 | Innlent - greinar | 594 orð | 1 mynd

Ætla að veggfóðra samfélagsmiðla með velgjörðum

Gefðu fimmu er skemmtilegt hreyfi- og fjáröflunarátak þar sem þátttakendur geta gert sjálfum sér og öðrum gott, gefið til góðs málefnis og skorað á vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga að gera slíkt hið sama. 1881 velgjörðarfélag stendur fyrir átakinu en framkvæmdastjóri þess er Helga Ólafsdóttir. Meira
10. júní 2021 | Innlendar fréttir | 401 orð | 2 myndir

Örtröðin í Laugardal tímabundin

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Löng röð myndaðist framan við Laugardalshöll í Reykjavík í gærmorgun þegar bólusett var með síðari skammtinum af AstraZeneca. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júní 2021 | Staksteinar | 241 orð | 1 mynd

Skref í rétta átt

Sala á allt að 35% hlut í Íslandsbanka stendur nú yfir og miðað við þær fréttir sem sagðar hafa verið af söluferlinu er áhuginn töluverður. Salan er jákvætt skref og dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði þó að talsvert sé í að hlutur þess verði hæfilegur. Það á enn Landsbankann að fullu og drjúgan meirihluta í Íslandsbanka þó að allt seljist nú. Umsvifin verða því meiri en þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við, en, eins og fjármálaráðherra hefur sagt um þetta, þá er útboðið „fyrsta skrefið í þá átt og færir okkur skrefi nær heilbrigðara umhverfi í betra samræmi við það sem þekkist á Norðurlöndunum og í öðrum nágrannaríkjum okkar“. Meira
10. júní 2021 | Leiðarar | 824 orð

Öfgar og umræða

Heilbrigðismál eru of mikilvæg til að verða rangtúlkun að bráð Meira

Menning

10. júní 2021 | Leiklist | 698 orð | 1 mynd

Ég verð einmana kúreki á flugvöllum um helgina

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Leikhópurinn Lakehouse auglýsti á sínum tíma eftir skúffuskáldum af landsbyggðinni sem ættu eitthvað í sínum fórum eða langaði að skrifa eitthvað sem þau teldu að tengdist viðfangsefninu, einangrun. Meira
10. júní 2021 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Grínast fyrir Grensásdeild Landspítala

Sýningin Grín fyrir Grensás (Kolsvart – Sex, Drugs and Rock&Roll) fer fram í Hannesarholti í kvöld kl. 20 og eru það Hannesarholt og á-rás sem standa fyrir henni. Meira
10. júní 2021 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Krummi og félagar í tónleikaferð

Krummi Björgvinsson hefur tónleikaröðina Á vegum úti á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 21. Bjarni M. Sigurðarson og Daníel Hjálmtýsson koma fram með honum. Meira
10. júní 2021 | Fólk í fréttum | 304 orð | 1 mynd

Kveikti í heimasmíðuðu hljóðfæri

Ingibjörg Friðriksdóttir hljóðlistakona hefur lítinn áhuga á að standa í stað og festa sig í einu verkefni. Meira
10. júní 2021 | Myndlist | 231 orð | 1 mynd

Leiðandi afl á Iðavelli

Sýningin Iðavöllur verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20 og er gengið inn í safnið frá portinu við Tollhúsið vegna framkvæmda. Meira
10. júní 2021 | Fjölmiðlar | 230 orð | 1 mynd

Myndarlega að verki staðið

Líklega hafa flestallir landsmenn nú frétt af ákvörðun Disney-risans um að setja loksins á streymisvef sinn, Disney+, þann aragrúa af efni sem talsettur hefur verið á íslensku, og jafnvel meira til. Meira
10. júní 2021 | Kvikmyndir | 745 orð | 2 myndir

Psilocybin fólksins

Leikstjórn: Gagga Jónsdóttir. Handrit: Gagga Jónsdóttir og Snjólaug Lúðvíksdóttir. Kvikmyndataka: Tómas Örn Tómasson. Klipping: Sigvaldi J. Kárason. Meira
10. júní 2021 | Myndlist | 258 orð | 1 mynd

Sýnir í i8 og Hljómskálagarðinum

Sýning á verkum Rögnu Róbertsdóttur verður opnuð í dag í i8 og er það fjórða einkasýning hennar í galleríinu sem hún sýndi fyrst í árið 1996. Meira
10. júní 2021 | Tónlist | 90 orð | 1 mynd

Una frumflytur fiðlukonsert Þuríðar

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur lokatónleika starfsársins í Hörpu í kvöld kl. 20 og flytur sinfóníu nr. 2. eftir J. Brahms auk þess sem nýr íslenskur fiðlukonsert eftir Þuríði Jónsdóttur verður leikinn í fyrsta sinn. Meira
10. júní 2021 | Kvikmyndir | 820 orð | 3 myndir

Úr íslenskum raunveruleika

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
10. júní 2021 | Menningarlíf | 1034 orð | 1 mynd

Vilja meiri fjölbreytni í hinsegin sögum

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Bækurnar okkar eru um og eftir hinsegin konur og þær koma út á sama tíma. Meira
10. júní 2021 | Bókmenntir | 1240 orð | 3 myndir

Von og ást í miðjum faraldri

VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljóðbókaveitan Storytel gefur þann 15. júní næstkomandi út nýja bók eftir sænska metsölurithöfundinn Camillu Läckberg og landa hennar og leikara Alexander Karim sem nefnist Glaciär eða Jökull á íslensku. Meira

Umræðan

10. júní 2021 | Velvakandi | 160 orð | 1 mynd

Aðvaranir Orwells

Þegar andófsmaðurinn Prótasevitsj birtist grátandi í sjónvarpi og lofaði Lúkasjenkó fór um mann hrollur. „Viðtalið“ sýndi tvennt: hvernig hægt er að brjóta manneskju niður, og hvernig harðstjórnarríkjum er nákvæmlega sama um álit heimsins. Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 390 orð | 1 mynd

Arnar Þór í forystusveit

Eftir Eygló Egilsdóttur: "Afstaða hans og tilgangur eru skýr hverju sinni og byggjast á yfirvegaðri og yfirgripsmikilli lögfræðilegri þekkingu á viðfangsefnunum, ásamt djúpri sannfæringu um að gera rétt og þola ekki óréttlæti." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 241 orð | 2 myndir

Álagning fasteignagjalda í Kópavogi lækkar þegar fasteignamat hækkar

Eftir Ármann Kr. Ólafsson: "Frá árinu 2013 höfum við í Kópavogi lækkað álagningarhlutfall fasteignagjalda ár hvert og stefnum að því að svo verði áfram." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 601 orð | 2 myndir

Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis

Eftir Sigurð Inga Jóhannsson: "Í nýrri stefnu umferðaröryggisáætlunar 2023-2037 er allt kapp lagt á að auka umferðaröryggi og fækka slysum. Við forgangsröðun aðgerða verður byggt á niðurstöðum arðsemismats sem og slysaskýrslum síðustu ára." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 367 orð | 1 mynd

Dómari með erindi – Arnar Þór á þing

Eftir Má Másson: "Áherslur Arnars Þórs snúa að einstaklingsfrelsi, eflingu þingræðis og sátt milli ólíkra stétta." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Enginn verði út undan

Eftir Arnar Þór Jónsson: "Þegar horft er til þeirrar velsældar sem gæði okkar góða lands geta verið grunnur að, ef rétt er að málum staðið, er mér efst í huga að við tökum höndum saman um að tryggja að þar fái allir að njóta – enginn verði útundan." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Fjárfestum í heilsu

Eftir Kristínu Thoroddsen: "Hættum að rífast um ágæti einkarekinnar eða opinberrar heilbrigðisþjónustu, notum tímann í að byggja upp öflugt og gott heilbrigðiskerfi um land allt." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 198 orð | 1 mynd

Hvernig er hún Bryndís Haralds?

Eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur: "Sveitarstjórnarmaðurinn og alþingismaðurinn Bryndís Haralds er harðdugleg, heiðarleg, vinnusöm, fylgin sér en sanngjörn." Meira
10. júní 2021 | Pistlar | 418 orð | 1 mynd

Kjörtímabilið og stjórnarskráin

Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar. Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 417 orð | 1 mynd

Kæri Logi

Eftir Einar Hálfdánarson: "Sjálfstæðismenn eru fjórðungur þjóðarinnar. Formaður flokks um 10% Íslendinga telur sér sæma að leggja til að fjórðungur þjóðarinnar sé útilokaður frá þátttöku í lýðræðislegri ákvörðunartöku." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 740 orð | 1 mynd

Landvernd í þágu náttúrunnar

Eftir Tryggva Felixson: "Landvernd veitir stjórnvöldum aðhald, vill auka þekkingu og opna augu fólks fyrir lífsnauðsynlegu sambandi manns og náttúru." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Lýðræðið

Eftir Bjarna Benediktsson: "Jafnt og þétt hefur með stefnufestu og virðingu við grunngildin tekist að tryggja framfarir og íslenskri þjóð batnandi lífskjör." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 333 orð | 1 mynd

Nýir tímar – breyttar áskoranir

Eftir Gullveigu Sæmundsdóttur: "Ég skora á kjósendur í Suðvesturkjördæmi að tryggja Sigþrúði Ármann öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta lýðræðishreyfingin

Eftir Jón Gunnarsson: "Það kemst enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi með tærnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælana í lýðræðislegu vali frambjóðenda og stefnumótun." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 339 orð | 1 mynd

Úthlutun tollkvóta færð inn á 21. öldina

Eftir Kristján Þór Júlíusson: "Rafræn úthlutun tollkvóta markar sannarlega tímamót. Því er þessi breytingin í mínum huga hluti af því að minnka báknið og draga úr skriffinnsku." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 537 orð | 1 mynd

Varnir í þágu lýðræðis og mannréttinda

Eftir Ólaf Ísleifsson: "Engin fjárframlög til trúarhópa frá vafasömum aðilum." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Verðmæti verður að verja af viti

Eftir Bjarna Jónsson: "Fjölbreytni í þingflokki sjálfstæðismanna er Sjálfstæðisflokki sem þjóðarflokki nauðsyn til að endurspegla viðhorf landsmanna með viðhlítandi hætti." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 336 orð | 1 mynd

Við erum ekki öll eins

Eftir Bryndísi Haraldsdóttur: "Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara." Meira
10. júní 2021 | Aðsent efni | 301 orð | 1 mynd

Öflugt atvinnulíf – hagur allra

Eftir Sigþrúði Ármann: "Það er mikilvægt að halda starfsumhverfi einstaklinga og fyrirtækja þannig að skattheimta kæfi ekki rekstur og dragi úr frumkvæði og þrótti." Meira

Minningargreinar

10. júní 2021 | Minningargreinar | 422 orð | 1 mynd

Anna María Elísabet Þórarinsdóttir

Anna María Elísabet, Elsa, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 10. júní 1927. Hún lést 10. mars 2021. Útför Elísabetar fór fram 22. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1358 orð | 1 mynd

Ágúst Magnús Waltersson

Ágúst Magnús Waltersson fæddist í Reykjavík 9. mars 1950. Hann lést á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands 31. maí 2021. Foreldrar hans voru Anna Sigríður Albertsdóttir, f. 16.5. 1920, d. 22.11. 1997, og Walter Theódór Ágústsson, f. 7.10. 1926, d. 6.2. 1952. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1673 orð | 1 mynd

Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir

Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir fæddist 10. nóvember 1958. Hún lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar 31. maí 2021. Foreldrar hennar voru Guðni Marinó Ingibjartarson frá Ísafirði, f. 21.3. 1917, d. 5.5. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 278 orð | 1 mynd

Carl Jóhann Lilliendahl

Carl Jóhann Lilliendahl klæðskerameistari fæddist á Siglufirði 5. október 1946. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á hjartadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut, 30. maí 2021. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1772 orð | 1 mynd

Elís Gunnar Kristjánsson

Elís Gunnar Kristjánsson fæddist 8. maí 1926 á Arnarnúpi í Dýrafirði. Hann lést á Vífilsstöðum 25. maí 2021. Foreldrar hans voru Guðbjörg Kristjana Guðjónsdóttir, f. 20.8. 1897, d. 31.12. 1989 og Kristján Guðmundsson, f. 27.12. 1889, d. 20.12. 1973. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1180 orð | 1 mynd

Finnur Bárðarson

Finnur Bárðarson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans 23. maí síðastliðinn. Finnur var sonur hjónanna Bárðar Ísleifssonar yfirarkitekts, f. 1905, d. 2000, og Unnar Arnórsdóttur píanókennara, f. 1918, d. 2013. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 702 orð | 1 mynd

Helga Hermóðsdóttir

Helga Hermóðsdóttir fæddist þann 10. júní árið 1925 á Þernunesi við Reyðarfjörð. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 14. janúar 2021, 95 ára gömul. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 654 orð | 1 mynd

Hulda Sigurðardóttir

Hulda fæddist á Hjartarstöðum 8. maí 1943. Hún lést 19. mars 2021. Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon, f. 30.9. 1908, d. 1984, og Sigríður Jónsdóttir, f. 4.8. 1917, d. 2007, og bæði voru þau bændur á Hjartarstöðum. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1633 orð | 1 mynd

Jóhanna Hólmfríður Óskarsdóttir

Jóhanna Hólmfríður Óskarsdóttir fæddist 19. desember 1947 á Hvammstanga. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 29. maí 2021. Jóhanna var dóttir hjónanna Óskars Snorrasonar sjómanns, f. 10. mars 1909, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1176 orð | 1 mynd

Karlotta Birgitta Aðalsteinsdóttir

Karlotta Birgitta Aðalsteinsdóttir fæddist á Ytri-Másstöðum í Skíðadal, Svarfaðardalshreppi, 11. ágúst 1949. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 1. júní 2021. Foreldar hennar voru hjónin Aðalsteinn Sveinbjörn Óskarsson verslunarmaður á Dalvík, f. 16.8. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1064 orð | 1 mynd

Katrín Kristjánsdóttir

Katrín Kristjánsdóttir fæddist 14. maí 1926 á Hæli í Gnúpverjahreppi. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi 26. maí 2021. Foreldar hennar voru Guðmunda Þóra Stefánsdóttir húsfreyja í Geirakoti, f. 1.1. 1901, d. 5.12. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1389 orð | 1 mynd

Marías Hafsteinn Guðmundsson

Marías Hafsteinn Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 7. ágúst 1958. Hann lést í Reykjavík 31. maí 2021. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Axelsdóttur, fædd 27.1. 1931, dáin 5.1. 2017 og Guðmundar Maríassonar, fæddur 24.3. 1935, dáinn 17.4. 1972. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 1341 orð | 1 mynd

Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir fæddist í Deildartungu í Reykholtsdal í Borgarfirði 21. desember 1928. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg 11. desember 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Hannesson oddviti og bóndi í Deildartungu, f. 15.12. 1885, d. 12.7. Meira  Kaupa minningabók
10. júní 2021 | Minningargreinar | 615 orð | 1 mynd

Sigurður Samúelsson

Sigurður Samúelsson fæddist 14. október 1927 á Akureyri. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 29. maí 2021. Foreldrar hans voru Samúel Kristbjarnarson, Stapaseli, Mýrasýslu, f. 4. október 1892, d. 21. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

10. júní 2021 | Ferðalög | 473 orð | 2 myndir

Allt verður komið á fulla ferð um mitt sumar

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Björn Ingimarsson segir mikið líf í Múlaþingi um þessar mundir. Heimamenn hafa verið duglegir að njóta lífsins og t.d. heimsækja baðstaðina á svæðinu eftir að slakað var á smitvörnum. Meira
10. júní 2021 | Ferðalög | 485 orð | 2 myndir

Baða sig í heitum vökum ofan á Urriðavatni

Gaman hefur verið að fylgjast með uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Austurlandi á undanförnum árum. Meira
10. júní 2021 | Daglegt líf | 680 orð | 2 myndir

Blíður villingur bjargar fuglum

Fjölskyldufaðir í Vestmannaeyjum er hættur að veiða fugla og bjargar þeim í staðinn. Margir fylgjast með því á samfélagsmiðlum hvernig honum gengur að koma þessum fiðruðu vinum sínum í flughæft ástand. Meira
10. júní 2021 | Ferðalög | 627 orð | 1 mynd

Bræðslan vaknar aftur til lífsins

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Greinilegt er að landsmenn þyrstir í að komast á gott ball og eftirminnilega sumarhátíð. Meira
10. júní 2021 | Daglegt líf | 88 orð | 1 mynd

Bændamarkaðir í sumar

Handverkshátíðin í Eyjafirði og Matarstígur Helga magra hafa tekið höndum saman fyrir sumarið og standa reglulega fyrir bændamarkaði, þar sem áhersla verður lögð á að kynna mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit. Meira
10. júní 2021 | Daglegt líf | 155 orð | 1 mynd

Tónlist, myndlist, grill, kaffi, markaður, samflot og ratleikir

Sumarhátíðin Varmalandsdagar fara fram á Varmalandi í Borgarfirði um helgina. Hátíð sem þessi hefur ekki verið haldin áður. Dagskráin er mjög fjölbreytt en hana er m.a. hægt að nálgast á facebooksíðunni Varmalandsdagar. Meira

Fastir þættir

10. júní 2021 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 d6 6. a4 a6 7. 0-0 Ba7 8...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 d6 6. a4 a6 7. 0-0 Ba7 8. He1 h6 9. Rbd2 Rg4 10. He2 0-0 11. h3 Rf6 12. He1 Be6 13. Bxe6 fxe6 14. b4 Rh5 15. Rf1 De8 16. Ha2 Rf4 17. Kh2 Df7 18. Be3 Bxe3 19. fxe3 Rh5 20. Hf2 Rf6 21. R1d2 Rb8 22. a5 Rbd7... Meira
10. júní 2021 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

Átti að kæra hana fyrir innflutning á ólöglegum vopnum

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, svaraði tuttugu ógeðslega mikilvægum spurningum í Síðdegisþættinum hjá þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars. Meira
10. júní 2021 | Í dag | 32 orð | 3 myndir

Gullkista af skrýtnum blaðagreinum

Hljóðlistakonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki, hefur samið fjölda hljóðinnsetninga, smíðað eigin sjálfspilandi hljóðfæri og starfað sem pródúsent í bandarísku fangelsi. Í nýjasta þætti Dagmála ræðir hún ferilinn og nýjasta verkið: Meira... Meira
10. júní 2021 | Árnað heilla | 234 orð | 1 mynd

Kristján Matthíasson

60 ára Kristján Matthíasson er Reykvíkingur, ólst upp í Sólheimum og Fossvogshverfi og býr á Álagranda. Meira
10. júní 2021 | Árnað heilla | 1009 orð | 3 myndir

Langur lífsferill í atvinnulífinu

Sveinn Valfells fæddist 10. júní 1941 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann ólst upp í Reykjavík fyrir utan árin 1944-1947 þegar fjölskyldan bjó í New York. Meira
10. júní 2021 | Í dag | 52 orð

Málið

Hráviði , hvorugkyns, eða hráviður , karlkyns, er nýfelld tré , sem liggja þá þvers og kruss eins og þau féllu. Sé bílum „lagt eins og hráviði“ þarf líklega kranabíl til að koma þeim út af stæðinu. Meira
10. júní 2021 | Fastir þættir | 163 orð

Stórir kallar. A-Allir Norður &spade;D1053 &heart;10 ⋄D2...

Stórir kallar. A-Allir Norður &spade;D1053 &heart;10 ⋄D2 &klubs;ÁK9632 Vestur Austur &spade;Á84 &spade;62 &heart;D7 &heart;KG9852 ⋄Á10964 ⋄KG8 &klubs;D75 &klubs;G8 Suður &spade;KG97 &heart;Á643 ⋄753 &klubs;104 Suður spilar 3G dobluð. Meira
10. júní 2021 | Í dag | 269 orð

Ýmislegt úr mörgum áttum

Stefán B. Hreiðarsson skrifar á Boðnarmjöð á þriðjudag að yfirleitt séu fáar vísur í Vísnahorninu en meira um óþarfa gjamm á milli. – „Einnig er mikið um leiðréttingar í einum og einum þætti sem fer mikið fyrir. Meira

Íþróttir

10. júní 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Agnar úrskurðaður í bann

Aganefnd HSÍ úrskurðaði í gær Valsmanninn Agnar Smára Jónsson í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta á þriðjudagskvöld. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

Brynjar Ingi Bjarnason er nafn sem skyndilega er á allra vörum, allavega...

Brynjar Ingi Bjarnason er nafn sem skyndilega er á allra vörum, allavega hjá þeim sem hafa fylgst með vináttulandsleikjum karlalandsliðsins í fótbolta að undanförnu. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Emil í úrslit eftir 400. leikinn

Padova vann í gærkvöldi 1:0-útisigur á Avellino í seinni leik liðanna í undanúrslitum um sæti í ítölsku B-deildinni í fótbolta. Fyrri leikurinn endaði með 1:1-jafntefli og vinnur Padova því einvígið 2:1. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 1621 orð | 4 myndir

Frjáls og friðsöm samkeppni Evrópuþjóðanna

Mitt sjónarhorn Philipp Lahm @philipplahm Stundum er sagt að landslið séu tímaskekkja og sagan segir okkur vissulega að hugtakið þjóð hafi ekki alltaf verið á hreinu innan Evrópu. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Gæðin í hópnum meiri en oft áður

„Þessir tveir leikir leggjast mjög vel í mig,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á Teams-blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

Hart barist í Garðabæ

Stjarnan og Þór Þ. mættust í fjórða sinn í gærkvöld í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í Garðabænum. Þórsarar gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan freistaði þess að ná í oddaleik á útivelli. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Jokic bestur í NBA-deildinni

Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets, hefur verið útnefndur besti og mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik 2020-21. Hann er fyrsti leikmaður Denver sem hlýtur þessa viðurkenningu og jafnframt fyrsti Serbinn. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Jóhanna áfram í Skotlandi

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR er komin í 32 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í Kilmarnock í Skotlandi en Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG féllu báðar úr keppni í gær. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Würth-völlur: Fylkir...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Würth-völlur: Fylkir – Tindastóll 18 1. deild karla, Lengjudeildin: Domusnovav.: Kórdrengir – Grótta 19.15 Extra-völlur: Fjölnir – Víkingur Ó 19. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Sotsjí og Lecce vilja Brynjar

Knattspyrnufélögin Lecce á Ítalíu og Sotsjí í Rússlandi hafa mikinn áhuga á að fá landsliðsmanninn Brynjar Inga Bjarnason í sínar raðir frá KA. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni karla Undanúrslit, fjórði leikur: Stjarnan – Þór Þ...

Úrslitakeppni karla Undanúrslit, fjórði leikur: Stjarnan – Þór Þ. (36:35) *Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Meira
10. júní 2021 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Þýskaland Stuttgart – Flensburg 30:32 • Viggó Kristjánsson...

Þýskaland Stuttgart – Flensburg 30:32 • Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Stuttgart. • Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Flensburg. Meira

Ýmis aukablöð

10. júní 2021 | Blaðaukar | 297 orð | 1 mynd

Veiðar og eldi 34% útflutningstekna

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á fyrsta fjórðungi þessa árs námu útflutningstekjur af sjávar- og eldisafurðum 77 milljörðum króna eða 34% af heildartekjum þjóðarbúsins vegna vöru- og þjónustuviðskipta sem voru 224 milljarðar króna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.