Greinar laugardaginn 9. október 2021

Fréttir

9. október 2021 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Allir vegir færir hérlendis og erlendis

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ungur maður að nafni Hlynur Gíslason náði þeim árangri í febrúar síðastliðnum að vera yngsti próftaki sem náð hefur sveinsprófi í rafvirkjun. Hann var aðeins átján ára þegar hann lauk prófinu. „Jú jú, það getur passað,“ segir hann hógvær þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Annað bátskuml fundið á Seyðisfirði

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Annað bátskuml virðist komið í ljós við fornleifauppgröftinn sem nú stendur yfir á Seyðisfirði. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Battavöllur komi á Landakotstúnið

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg áformar að koma upp upphituðum battavelli og leiksvæði á austurhluta Landakotstúns. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Birgir skilur við Miðflokkinn

Andrés Magnússon andres@mbl.is Birgir Þórarinsson hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 926 orð | 2 myndir

Fallin lauf og fölnuð blóm í varpa

Úr bæjarlífinu Ólafur Bernódusson Skagaströnd Í byrjun október kom fyrir almenningssjónir húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd 2021-2024. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 928 orð | 2 myndir

Ferðaþjónusta í nýrri heimsmynd

Viðtal Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Fjórar rjúpur á veiðimann

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins og ráðleggur að ekki verði veiddar nema um 20 þúsund rjúpur í haust. Það eru fjórir fuglar á hvern veiðimann. Veiðistofn rjúpu er metinn 248 þúsund fuglar að þessu sinni. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 858 orð | 2 myndir

Gat ekki haldið áfram án trausts

Viðtal Andrés Magnússon andres@mbl.is Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis hefur ákveðið að segja skilið við Miðflokkinn, sem hann var nýlega endurkjörinn fyrir, og gekk í gærkvöld í þingflokk sjálfstæðismanna. Morgunblaðið ræddi við Birgi og spurði hann fyrst um hvað lægi að baki ákvörðuninni. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Grafið fyrir nýjum göngustíg í gegnum Garðahraun

Búið er að grafa fyrir nýjum göngu- og hjólastíg í gegnum Garðahraun í Garðabæ. Hann á að tengja svokallaðan Bæjargarð við upplandið. „Við getum sagt að með þessum aðgerðum sé hægt að ganga og hjóla frá fjöru til fjalls. Þetta er liður í því. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Gróðursettu um 4.000 rótarskot í Heiðmörk

Björgunarsveitarmenn ásamt sjálfboðaliðum frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um 4.000 rótarskot í Heiðmörk í vikunni, við svæði sem varð illa úti í gróðureldum í vor. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Hafist handa við undirbúning jóla í miðborginni

Þrátt fyrir að sumarið sé mörgum enn ferskt í minni styttist í veturinn og jólin. Hafist var handa í vikunni við uppsetningu á jólaskrauti sem prýða mun miðborgina yfir hátíðartímann. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

Hátæknivætt og heilsueflandi

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Garðabær og Arnarland ehf. undirrituðu í gær samning um uppbyggingu heilsubyggðar á Arnarneshálsi. Þar verður lögð áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, náttúru og heilsueflandi þjónustu. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Íbúðum fjölgi en bílastæðum fækki

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félagsstofnun stúdenta áformar frekari uppbyggingu í Skuggahverfi í Reykjavík. Til stendur að færa til hús og rífa og byggja ný hús með 122 einstaklingsíbúðum og herbergjum. Samtímis verður bílastæðum fækkað og benda borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á það í bókun að minna en eitt bílastæði verði á hverjar fimm nýjar íbúðir. Meira
9. október 2021 | Erlendar fréttir | 923 orð | 2 myndir

Kaldur orkuvetur fram undan

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skortur á jarðgasi hefur keyrt upp raforkuverð í Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu og stefnir í alvarlega orkukreppu í vetur þar sem núverandi framboð mun ekki ná að anna eftirspurn fyrir heimili og iðnað. Gæti sú kreppa haft í för með sér aukna verðbólgu víða um heim, þar sem hækkandi raforkuverð muni jafnframt þrýsta verðinu upp í öðrum geirum, eins og matvælaframleiðslu. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 185 orð | 2 myndir

Kranskónguló nálgast Ísland

„Kranskónguló (steatoda nobilis) er talin nokkuð kuldaþolin og er því vel hugsanlegt að hún gæti lifað þokkalegu lífi í vel upphituðum húsum okkar. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Fákaferjur Ókunnugir gætu haldið að hér væru kynjaverur á ferð með skrítin augu en þetta eru nú bara hestakerrur í Víðidal, sem bíða eftir að flytja fáka milli... Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Malarvegir hafa víða látið á sjá

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skorar á Vegagerðina að bæta slæmt ástand malarvega í sveitarfélaginu. „Margir vegkaflar eru nánast ókeyrandi. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 105 orð

Margir virkjanakostir bíða samþykkis

Verði tillögur um virkjanakosti í 3. áfanga Rammaáætlunar samþykktar verða um 1.421 MW komin í nýtingarflokk úr 2. og 3. áfanga áætlunarinnar. Virkjanakostir úr 3. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Ný hafnarmannvirki verða hönnuð

Vegagerðin hefur lagt mat á möguleikana varðandi ferjusiglingar á Breiðafirði næstu misseri. Meira
9. október 2021 | Erlendar fréttir | 508 orð | 2 myndir

Óvissa um framtíð Póllands innan ESB

Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl.is Framtíð Póllands innan Evrópusambandsins (ESB) er í verulegri óvissu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í gær að pólsk lög gengju framar Evrópurétti. Meira
9. október 2021 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Ressa og Muratov fá friðarverðlaunin

Norska nóbelsnefndin tilkynnti í gær að blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitri Muratov frá Rússlandi myndu hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 224 orð | 2 myndir

Seldu íbúðir fyrir fimm milljarða á hálfum mánuði

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Við lok vinnudags í gær var búið að selja 81 af 84 íbúðum í Sunnusmára 2-6 í Kópavogi. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Skæð sjálfsvígsárás í Kunduz

Að minnsta kosti 55 manns létust og um 150 særðust þegar sjálfvígssprengjumaður lét til skarar skríða við mosku sjía-múslima í borginni Kunduz í Afganistan. Er þetta mannskæðasta hryðjuverkið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í lok ágúst. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 185 orð

Sóttkví ekki út fyrir mörk

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þar sem ekki var fallist á að stjórnvöld hefðu farið út fyrir valdmörk sín með því að vista einstakling í sóttkví, sem var til varnar í málinu. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 478 orð

Strengurinn kemur á land við Þorlákshöfn

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ákveðið hefur verið að þriðji fjarskiptasæstrengurinn ÍRIS, sem liggja mun milli Íslands og Írlands, komi á land í Þorlákshöfn. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 1028 orð | 3 myndir

Styrkja verður stafræna innviði

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Styrkja þarf varnir gagnvart veikleikum í gagnaflutningum og netárásum, svo mikilvægir eru stafrænir innviðir Íslands orðnir. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 248 orð | 2 myndir

Toppur atvinnuleysis í kórónukreppu liðinn hjá

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Töluvert dró úr atvinnuleysi á landinu í seinasta mánuði. Skráð atvinnuleysi var 5% í september og lækkaði það úr 5,5% í ágúst. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Verk af dánarstundum og Dauðanum á sýningu Hallgríms

Sýning á nýjum málverkum og teikningum eftir Hallgrím Helgason, myndlistarmann og rithöfund, verður opnuð í Safnaðarheimili Neskirkju á morgun, sunnudag, að lokinni messu sem hefst klukkan 11.00. Séra Skúli S. Ólafsson þjónar þar fyrir altari. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 404 orð | 2 myndir

Viðvarandi hik gagnvart sveitarfélögum

Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Virkjanakostir bíða samþykkis Alþingis

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verði tillögur um virkjanakosti í 3. áfanga Rammaáætlunar samþykktar verða um 1.421 MW komin í nýtingarflokk úr 2. og 3. áfanga áætlunarinnar. Virkjanakostir úr 3. áfanga hafa þrisvar verið lagðir fyrir Alþingi en ekki fengið afgreiðslu. Meira
9. október 2021 | Innlendar fréttir | 253 orð | 2 myndir

Þverskurður samfélags í messunum

„Miðborgin þarf margbreytileika og messurnar okkar falla vel að því,“ segir sr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur. Meira

Ritstjórnargreinar

9. október 2021 | Staksteinar | 220 orð | 1 mynd

Heimagerður orkuvandi

Evrópa glímir við orkuvanda um þessar mundir sem virðist að verulegu eða öllu leyti heimatilbúinn. Telegraph segir frá því að forystumenn í atvinnulífinu telji ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að skipta yfir í „grænna“ bensín, þ.e. bensín með hærra etanól-innihaldi, hafa haft mikið um bensínvandann þar að segja. Bensínskortur gerði breskum bílstjórum gramt í geði og verðið rauk upp. Meira
9. október 2021 | Reykjavíkurbréf | 1723 orð | 1 mynd

Traustið mest í Norður-Vest

Við erum sjálfsagt mörg sek um að leggja meira upp úr skoðanakönnunum en þær eiga endilega skilið. Þó vitum við innst inni vel að þær eru ekki gallalausar. Enda leyna vönduð fyrirtæki því hvergi að taka verði niðurstöðunum með fyrirvara og það jafnvel út fyrir birt frávik. Meira
9. október 2021 | Leiðarar | 569 orð

Vandi sveitarfélaganna

Það ætlar að reynast þungur baggi að hafa leitt launaþróun í landinu Meira

Menning

9. október 2021 | Bókmenntir | 99 orð | 1 mynd

23 milljónir fyrir brú Bangsímons

Brúin sem var fyrirmynd þeirrar sem kemur við sögu í bókunum um Bangsímon, þeirrar í Hundraðekruskógi, hefur nú verið seld fyrir 131.000 sterlingspund, jafnvirði um 23,5 milljóna króna. Meira
9. október 2021 | Kvikmyndir | 736 orð | 2 myndir

Borgarsinfónía ástarinnar

Leikstjórn: Alexandre Koberidze. Handrit: Alexandre Koberidze. Aðalleikarar: Ani Karseladze, Giorgi Bochorishvili, Oliko Barbakadze, Giorgi Ambroladze, Vakhtang Panchulidze, 2021. 150 mín. Meira
9. október 2021 | Bókmenntir | 135 orð | 1 mynd

Dagskrá vegna útgáfu ljóðasafns Einars Braga

„Ég sem orðum ann“ er yfirskrift dagskrár í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á morgun, sunnudag, kl. 16 í tilefni af útgáfu ljóðasafns Einars Braga. Meira
9. október 2021 | Kvikmyndir | 114 orð | 1 mynd

Dýrið sýnd í 600 bíósölum í BNA

Kvikmyndin Dýrið verður sýnd á 600 bíótjöldum í Bandaríkjunum og segir í tilkynningu að íslensk kvikmynd hafi aldrei fengið jafnmikla almenna dreifingu vestanhafs sem segi allt um það hversu mikla trú A24, dreifingaraðili myndarinnar, hafi á myndinni. Meira
9. október 2021 | Myndlist | 88 orð | 1 mynd

Erla sýnir í Listaseli við Selvatn

Erla Axels opnar sýningu á nýjum verkum, sem hún vann með olíu á striga og blandaðri tækni, í dag, laugardag, kl. 14 í Listaseli við Selvatn á Miðdalsheiði á Nesjavallaleið. Meira
9. október 2021 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Gaurinn sem var í myndinni um...

Vinur minn setti mynd í tækið um daginn sem ég hafði aldrei heyrt um. Reyndar er ekki hægt að nota þetta orðalag þar sem myndin var líklega hjá einhverri veitunni. Um er að ræða heimildamynd sem kom út árið 2012 og heitir That Guy Who Was in That Thing. Meira
9. október 2021 | Tónlist | 603 orð | 3 myndir

Göróttar gítarlykkjur

Hann nefndi þá, af auðheyranlegri, sannferðugri auðmýkt, að helstan innblástur hefði hann fengið frá þessum mögnuðu samleikurum sínum. Meira
9. október 2021 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Haustpeysufagnaður Prinsins

Prins Póló og hirð hans standa fyrir Haustpeysufagnaði á Kaffi Dal í Laugardal á morgun kl. 14. Níu ár eru liðin frá því fyrsti fagnaðurinn var haldinn og tilgangurinn að fara í sína uppáhaldshaustpeysu og mæta hress á samkomu. Meira
9. október 2021 | Bókmenntir | 95 orð | 1 mynd

Ljóð um ljóð og geit á beit í Salnum

„Ljóð um ljóð og geit á beit“ er yfirskrift dagskrár í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, kl. 16 sem hverfist um verk eftir Þórarin Eldjárn. Meira
9. október 2021 | Hugvísindi | 93 orð | 1 mynd

Málþing um búfjársjúkdóma áður fyrr

„Af búfjársjúkdómum á átjándu og nítjándu öld“ er yfirskrift málþings Félags um 18. aldar fræði sem verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í dag, laugardag, frá kl. 13.30-16.15. Meira
9. október 2021 | Bókmenntir | 101 orð | 1 mynd

Paglia ræðir um framsetningu skrímsla

Oliver Paglia, höfundur þríleiksins The Animal Kingdoms , mun fjalla um framsetningu skrímsla í goðsögum og lesa upp úr bókum sínum The Merewyrm's Tooth og Gauntlet of Wrath í dag, laugardag, kl. 15 í Gröndalshúsi. Meira
9. október 2021 | Leiklist | 586 orð | 2 myndir

Persónumiðaðar upplifanir

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tjaldið nefnist ný leiksýning eftir leikhópinn Miðnætti sem frumsýnd verður á morgun, sunnudag, kl. 11 í Borgarleikhúsinu. Meira
9. október 2021 | Myndlist | 193 orð | 1 mynd

Rýnt frá ólíkum sjónarhornum

Málþing verður haldið í dag frá kl. 13 til 15.30 í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í tengslum við sýningu sem þar stendur nú yfir og nefnist Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld . Meira
9. október 2021 | Myndlist | 79 orð | 1 mynd

Skoða stafrænt hliðarsjálf mannsins

Sýningin Augmented Reality Disorder (ARD) verður opnuð í sýningarrýminu Midpunkt í Hamraborginni í Kópavogi í dag, laugardag, klukkan 17. Meira
9. október 2021 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Sunnudagsveisla í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Myndlistarkonan J Pasila opnar á morgun, sunnudag, kl. 14 sýningu í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og er yfirskrift hennar „Ókunnugur“. Meira
9. október 2021 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Tónleikar Ensemble Promena í Hörpu

Kammerhópurinn Ensemble Promena kemur fram á tónleikum „Sígildra sunnudaga“ í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Meira
9. október 2021 | Myndlist | 78 orð | 1 mynd

Vatnslitamyndir Óskars í Gallerí 16

Óskar Thorarensen opnar í dag, laugardag, kl. 15 sýningu í Gallerí 16 á Vitastíg 16. Á sýningunni verða 33 vatnslitamyndir, meðal annars frá Reykjavík, Hofsósi og Flatey. Meira
9. október 2021 | Kvikmyndir | 1245 orð | 2 myndir

Vertu sæll, herra Bond

Leikstjórn: Cary Fukunaga. Handrit: Cary Fukunaga, John Hodge, Neal Purvis, Phoebe Waller-Bridge, Robert Wade og Scott Z. Burns. Byggt á bókum Ians Flemings um James Bond. Meira

Umræðan

9. október 2021 | Velvakandi | 124 orð | 1 mynd

Auðlindarenta

Andvirði sjávarauðlindar sem þjóðin á mætti leigja út á markaðsvirði, ca. 80-100 milljarðar á ári, þ.e. 250.000 tonn af þorski á markaðsvirði 200-220 kr. Meira
9. október 2021 | Pistlar | 352 orð

Á að refsa fyrir fórnarlambalaus brot?

Félagsvísindamenn, lögregluþjónar og fangaverðir komu saman á ráðstefnu á Akureyri 6. október 2021 til að ræða um löggæslu, refsingar og afbrotavarnir. Meira
9. október 2021 | Pistlar | 409 orð | 1 mynd

Áskorun mætt

Á tímamótum reikar hugurinn til baka. Á síðustu fjórum árum í mennta- og menningarmálaráðuneytinu höfum við lagt allt kapp á að styrkja menntakerfið. Meira
9. október 2021 | Aðsent efni | 457 orð | 2 myndir

Íslenskan verði nothæf í stafrænum heimi

Eftir Guðmund Skúla Johnsen og Sigþór U. Hallfreðsson: "Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þarf skýra yfirlýsingu um nýja máltækniáætlun sem varðturn íslenskrar tungu í ólgusjó tækniframfara." Meira
9. október 2021 | Aðsent efni | 456 orð | 2 myndir

Málstýring og hugmyndafræði

Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is: "Hinn 30. september sl. var haldið málræktarþing í tilefni af árlegri ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu." Meira
9. október 2021 | Pistlar | 780 orð | 1 mynd

Nýmæli í danska konungsríkinu

Til að um trúverðugar varnir Færeyja og Grænlands sé að ræða verður Ísland að standa við hlið þeirra. Meira
9. október 2021 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Samviskan og heilindi við kjósendur

Eftir Birgi Þórarinsson: "Minni baráttu ætla ég að halda áfram innan raða Sjálfstæðisflokksins. Þar er góður málefnalegur samhljómur og þar tel ég að kraftar mínir muni nýtast best." Meira
9. október 2021 | Aðsent efni | 326 orð | 1 mynd

Tilfinningalegir vaxtarverkir

Eftir Ernu Mist: "Það dvelur eitthvað innra með þér og einn daginn mun það springa út eins og rós." Meira
9. október 2021 | Aðsent efni | 265 orð | 1 mynd

Uppkosning í Norðvesturkjördæmi

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Kostur gefst á, sjöttu kosningarnar í röð, að sannfæra kjósendur um brýna nauðsyn „nýju stjórnarskrárinnar.“" Meira
9. október 2021 | Aðsent efni | 619 orð | 1 mynd

Vanþakklæti

Eftir Rajan Parrikar: "Þegar henni gefst tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélags hugsar hún fyrst og fremst um útlendinga." Meira
9. október 2021 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá

Eftir Hjört J. Guðmundsson: "Stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Einungis að leggja fram tillögur að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins." Meira
9. október 2021 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

Við þurfum að gera þetta saman

Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur: "Hvernig hægt sé að gera þjónustu notendavænni og veita hana á forsendum íbúa, frekar en eftir því sem þægilegt er fyrir sveitarfélagið" Meira

Minningargreinar

9. október 2021 | Minningargreinar | 1742 orð | 1 mynd

Aðalheiður Árnadóttir

Aðalheiður Árnadóttir fæddist niðri á Stekkjum í Hnífsdal 19. desember 1928. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 28. september 2021. Foreldrar hennar voru Guðmundína Rannveig Ragúelsdóttir, f. 21. júní 1898, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2021 | Minningargreinar | 288 orð | 1 mynd

Dýrley Sigurðardóttir

Dýrley Sigurðardóttir fæddist 25. september 1936. Hún lést 19. september 2021. Dýrley var jarðsungin 29. september 2021. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2021 | Minningargreinar | 1293 orð | 1 mynd

Guðrún Ragna Kristjánsdóttir

Guðrún Ragna Kristjánsdóttir fæddist í Stykkishólmi 17. febrúar 1937. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. október 2021. Foreldrar hennar voru Rannveig Guðmundsdóttir, f. 25. júlí 1909, d. 6. febrúar 2003, og Kristján Magnús Rögnvaldsson, f. 3. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2021 | Minningargreinar | 999 orð | 1 mynd

Hulda Friðbertsdóttir

Hulda Friðbertsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 24 maí 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, 28. september 2021. Foreldrar hennar eru Jóna Reynhildur Magnúsdóttir, f. 12. janúar 1905, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
9. október 2021 | Minningargreinar | 784 orð | 1 mynd

Soffía Heiðveig Friðriksdóttir

Soffía Heiðveig Friðriksdóttir fæddist 7. október 1931 á Hverhóli í Skíðadal. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 26. september 2021. Foreldrar hennar voru Svanfríður Gunnlaugsdóttir, f. 27. nóvember 1900, d. 8. ágúst 1991, og Friðrik Jónsson, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. október 2021 | Viðskiptafréttir | 527 orð | 3 myndir

Framúrskarandi fyrirtæki sigldu í gegnum faraldurinn

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Árið 2020, sem að öllu leyti var markað af kórónuveirunni, lék fyrirtæki misjafnlega. Þetta birtist m.a. Meira
9. október 2021 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Nýskráningum einkahlutafélaga fækkar

Nýskráningar einkahlutafélaga voru 6% færri í september 2021 en sama mánuð ári fyrr. Voru skráningarnar nú 250 talsins . Nýskráningum í fjármála- og vátryggingastarfsemi fjölgaði hins vegar úr 36 í 54 frá fyrra ári. Meira
9. október 2021 | Viðskiptafréttir | 285 orð | 1 mynd

Rafbílavæðingin tekur 30-40 ár

Elon Musk, stofnandi Tesla, segir það munu taka heiminn 30-40 ár að rafvæða bílaflotann en nú séu um tveir milljarðar fólksbifreiða og atvinnubifreiða í notkun í heiminum. Meira
9. október 2021 | Viðskiptafréttir | 192 orð | 1 mynd

Tíðar breytingar hjá Icelandair

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Kom þetta fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands snemma í gærmorgun. Meira

Daglegt líf

9. október 2021 | Daglegt líf | 1346 orð | 1 mynd

Mikilvægt að geta tjáð sinn vilja

Hanna Rún Eiríksdóttir, sérkennari við Klettaskóla, er ein þeirra fimm kennara sem tilnefndir eru til Íslensku menntaverðlaunanna. Hanna Rún fær sína tilnefningu fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, m.a. Meira

Fastir þættir

9. október 2021 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. a3 Rf6 6. Rc3 d5 7. exd5...

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. a3 Rf6 6. Rc3 d5 7. exd5 Rxd5 8. Rxd5 Dxd5 9. Be3 e5 10. c4 Dd7 11. Re2 Rc6 12. Rc3 Rd4 13. Bd3 Bc5 14. b4 Ba7 15. Dh5 Rc6 16. Rd5 Dd6 17. Be4 Bd4 18. c5 Dd8 19. Bxd4 exd4 20. 0-0 Be6 21. Hfe1 Kf8 22. Meira
9. október 2021 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Af hverju eru Squid Game svona vinsælir?

Suðurkóresku þættirnir Squid Game virðast slá öllu við en þættirnir eru á allra vörum. Fjöldann allan af jarmi (e. Meira
9. október 2021 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

Akureyri Hektor Pétur Reimus Logason fæddist 9. október 2020 á...

Akureyri Hektor Pétur Reimus Logason fæddist 9. október 2020 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á því eins árs afmæli í dag. Hann var 52 cm langur og vó 4.338 g við fæðingu. Foreldrar hans eru Kinga Reimus og Logi Helgason... Meira
9. október 2021 | Fastir þættir | 557 orð | 5 myndir

Glæsilegur sigur Vignis Vatnars í einvíginu við Tiger Hillarp

Á Íslandsmóti skákfélaga, keppnistímabilið 2021-2022, sem hófst í Egilshöll um síðustu helgi, hélt innreið sína ný deildaskipting sem kveður á um sex liða úrvalsdeild en jafnframt að hefðbundin keppni fari fram í öðrum deildum. Meira
9. október 2021 | Árnað heilla | 144 orð | 1 mynd

Gunnar Guðmundsson

Gunnar Guðmundsson fæddist 9. október 1921 í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Pétursson, f. 1881, d. 1958, bóndi þar, og Elísabet Stefánsdóttir, f. 1891, d. 1975. Meira
9. október 2021 | Í dag | 49 orð

Málið

Skip var sagt hafa siglt á „17 metra langan langreyði “ og borið „hann“ óvart með sér langa leið. Meira
9. október 2021 | Í dag | 1254 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Geðveik messa kl. 11 í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum Samstarf við geðverndarmiðstöðina Grófina sem flytur fjölbreytta tónlist í messunni. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Meira
9. október 2021 | Árnað heilla | 805 orð | 4 myndir

Metnaðarfullir tvíburar

Arnar Geirsson og Ragnhildur Geirsdóttir fæddust 9. október 1971 í Providence á Rhode Island í Bandaríkjunum, þar sem faðir þeirra stundaði doktorsnám í vélaverkfræði. Þau fluttu til Íslands tveggja ára og bjuggu stærstan hluta uppeldisáranna í... Meira
9. október 2021 | Í dag | 261 orð

Oft er þras á þingum

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Góður þykir gripur sá. Gjarnan hérað nefna má. Tengjast karl og kona þá. Kynjum jafnan finnast á. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Eg sé þarna eina smugu og nú þykist slyng. Meira
9. október 2021 | Fastir þættir | 178 orð

Sagan (5) Norður &spade;ÁK6 &heart;ÁG5 ⋄DG6 &klubs;ÁK52 Vestur...

Sagan (5) Norður &spade;ÁK6 &heart;ÁG5 ⋄DG6 &klubs;ÁK52 Vestur Austur &spade;DG10 &spade;9542 &heart;D32 &heart;9865 ⋄109872 ⋄43 &klubs;83 &klubs;964 Suður &spade;873 &heart;K107 ⋄ÁK5 &klubs;DG107 Suður spilar 6G. Meira
9. október 2021 | Í dag | 34 orð | 1 mynd

Stöð 2 kl. 23.10 The Dead Don't Die

Fyndin hrollvekja með frábærum leikurum frá 2019. Íbúar í hinum rólega og friðsama bæ Centerville þurfa að takast á við hjarðir uppvakninga, þegar hinir dauðu fara á stjá og rísa upp úr gröfum... Meira
9. október 2021 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Vinkonurnar Matthildur Mínerva Bjarkadóttir , Rún Ingvarsdóttir og...

Vinkonurnar Matthildur Mínerva Bjarkadóttir , Rún Ingvarsdóttir og Vigdís Hrefna Magnúsdóttir máluðu myndir og seldu við Olís í Norðlingaholti: Þær söfnuðu 14.500 krónum og afhentu Rauða krossinum á... Meira

Íþróttir

9. október 2021 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Grill 66 deild karla Hörður – Selfoss U 37:32 Haukar U &ndash...

Grill 66 deild karla Hörður – Selfoss U 37:32 Haukar U – Vængir Júpíters 30:24 Berserkir – Afturelding U 22:25 Staðan: Hörður 220079:524 Afturelding U 220055:484 Þór 110027:252 ÍR 110034:272 Selfoss U 210161:602 Haukar U 210155:512... Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM kvenna: Ásvellir: Ísland – Serbía...

HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM kvenna: Ásvellir: Ísland – Serbía S16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Víkin: Víkingur – Valur L14 Eyjar: ÍBV – KA S16 Sethöllin: Selfoss – Afturelding S19.30 1. Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Ísak er yngsti markaskorarinn

Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld yngsti markaskorari A-landsliðs karla í knattspyrnu þegar hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Armeníu á Laugardalsvelli. Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 84 orð

Rut sú tíunda til að spila 100 landsleiki

Rut Jónsdóttir varð tíunda landsliðskona Íslands í handknattleik frá upphafi til að spila 100 A-landsleiki þegar hún lék með landsliðinu gegn Svíum í undankeppni EM í Eskilstuna á fimmtudaginn. Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Sannfærandi sigur Tindastóls

Tindastóll vann Val, 76:62, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í síðasta leik fyrstu umferðar deildarinnar í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöld. Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 687 orð | 2 myndir

Sá elsti og sá yngsti

Í Laugardal Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þetta eru breyttir tímar. Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 34 orð

Stórt tap gegn Suður-Kóreu

Kvennalandsliðið í íshokkí steinlá gegn Suður-Kóreu, 10:0, í undankeppni fyrir Vetrarólympíuleikana í Nottingham á Englandi í gær. Íslenska liðið hefur tapað báðum sínum leikjum í riðlinum og mætir Slóveníu í síðasta leiknum á... Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Grindavík – Þór Ak 69:61 Tindastóll &ndash...

Subway-deild karla Grindavík – Þór Ak 69:61 Tindastóll – Valur 76:62 Staðan: Njarðvík 110107:822 Tindastóll 11076:622 KR 110128:1172 Stjarnan 110113:1022 Grindavík 11069:612 Keflavík 110101:992 Vestri 10199:1010 Þór Ak. Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Um hádegisbilið í gær var búið að selja rúmlega tvö þúsund miða á leik...

Um hádegisbilið í gær var búið að selja rúmlega tvö þúsund miða á leik Íslands og Armeníu í undankeppni HM. Í leikslok í gærkvöld tilkynnti Palli vallarþulur að áhorfendur á leiknum væru 1.697. Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Undankeppni HM karla J-RIÐILL: Ísland – Armenía 1:1 Þýskaland...

Undankeppni HM karla J-RIÐILL: Ísland – Armenía 1:1 Þýskaland – Rúmenía 2:1 Liechtenstein – N-Makedónía 0:4 Staðan: Þýskaland 760119:318 N-Makedónía 733115:612 Armenía 73318:1012 Rúmenía 731310:810 Ísland 71247:155 Liechtenstein... Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 653 orð | 2 myndir

Vissi ekki að svo fáar hefðu náð 100 leikjum

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék tímamótalandsleik í Svíþjóð á fimmtudag eins og fram hefur komið og á nú að baki 100 A-landsleiki. Sá 101. bætist væntanlega við á móti Serbum á Ásvöllum á morgun. Meira
9. október 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Þýskaland á beinni braut

Þjóðverjar unnu nauman sigur á Rúmenum í Hamborg í gærkvöld, 2:1, í riðli Íslands í undankeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Meira

Sunnudagsblað

9. október 2021 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

4 ára krakki minnir okkur á að gefast ekki upp!

Hinn fjögurra ára gamli Rita Ishizuka er mikill hjólabrettakappi þrátt fyrir ungan aldur og gefst ekki upp í að verða öflugri á brettinu. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 80 orð

9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og...

9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum K100. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Agnar Óli Grétarsson Örugglega þessi nýi, Daniel Craig...

Agnar Óli Grétarsson Örugglega þessi nýi, Daniel... Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 6 orð | 1 mynd

Anna Sigurgeirsdóttir Þessi nýjasti, Daniel Craig...

Anna Sigurgeirsdóttir Þessi nýjasti, Daniel... Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 487 orð | 2 myndir

Banvænir háskaleikir trekkja

Smokkfiskaleikurinn nefnast vinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix um þessar mundir. Þættirnir eru frá Suður-Kóreu og heita Squid Game á ensku. Þeir eru í efsta sæti hjá veitunni í 90 löndum, þar á meðal Íslandi. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 1870 orð | 8 myndir

„Það hefur enginn dáið“

Ljósmyndarinn Arnaldur Halldórsson vinnur oft úti á landi við gerð auglýsinga, sjónvarpsþátta, kvikmynda og erlendra tískugreina. Hann segir ljósmyndun vera lífsstíl. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ljósmyndir: Arnaldur Halldórsson og úr einkasafni hans. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 1724 orð | 7 myndir

Einvígi aldarinnar 1972

Ísland komst á heimskortið þegar Bobby Fischer og Boris Spasskí mættust við skákborðið í Laugardalshöll til að tefla um heimsmeistaratitilinn. Skáksamband Íslands hafði ekki mikið bolmagn en með sölu minjagripa tókst að lyfta Grettistaki. Björn Viggósson Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 2940 orð | 13 myndir

Ekki asklok fyrir himin

Sextíu ár voru í vikunni liðin frá vígslu Háskólabíós sem markaði þáttaskil í menningar- og listalífi þjóðarinnar. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 3045 orð | 3 myndir

Ekki í mínum villtustu draumum!

Vanda Sigurgeirsdóttir kann að brjóta blað. Hún varð á sínum tíma fyrsta konan til að þjálfa kvennalandslið Íslands í knattspyrnu og fyrsta konan til að þjálfa karlalið á landinu, Neista á Hofsósi. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 1123 orð | 2 myndir

Fundahöld í kjölfar kosninga

Viðræður um endurnýjað stjórnarsamstarf héldu áfram í vikunni, en þar áttust aðeins við formenn stjórnarflokkanna, ráðherrarnir Bjarni Benediktsson , Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir . Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 775 orð | 4 myndir

Heitur matur á haustin vermir!

Þegar hausta tekur er gott að borða mat sem yljar bæði sál og líkama. Kjöt og kartöflur, súpur og pottréttir er ekta haustmatur sem öll fjölskyldan mun kunna að meta. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 699 orð | 2 myndir

Hver sagði uglunni frá músinni?

Við svo búið blésu auðjöfrar heimsins til funda með sínum líkum, sá frægasti er haldinn í Davos í Sviss á hverju ári. Þar ræða menn hvernig eigi að fara að því að tryggja góð músaár. Og niðurstaðan liggur fyrir. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 56 orð | 1 mynd

Hvert er Hvalfjarðarfjallið?

Víða frá sést fjall eitt, þyrping móbergstinda inn af botni Hvalfjarðar sem setja sterkan svip á umhverfið. Þetta eru tindarnir Háasúla, Miðsúla, Norðursúla, Vestursúla og Syðstasúla sem er hæst, 1.093 metrar. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 75 orð | 1 mynd

Hættir lífi sínu og limum

Áhætta Breska ríkissjónvarpið, BBC, hóf á dögunum sýningar á nýju períóðudrama í fjórum hlutum, Ridley Road. Sagan gerist á sjöunda áratugnum í Englandi þegar fasismi þrífst á ný og andúð á gyðingum fer stigvaxandi. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 344 orð | 6 myndir

Í návist dauðans

Ég lauk á dögunum bókinni Stol eftir Björn Halldórsson sem kom út fyrr á þessu ári. Látlaus en hjartnæm saga sem lýsir sambandi feðga á síðustu vikum föðurins sem er með illkynja æxli í höfði. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 186 orð | 1 mynd

Kiss, kiss, bless, bless

Kveðjutúr glyströllanna í Kiss tekur væntanlega enda á árinu 2023. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 10. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 363 orð | 1 mynd

Kveikt í bófum þessa lands

Ég sá fyrir mér fíkniefni flæða, blóð renna og byssur hátt á lofti. En hvað var a'tarna? Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 120 orð | 1 mynd

Leikur einhvers annars

Barátta Efnisveitan Netflix frumsýnir í lok mánaðarins nýja leikna þætti um æsku ruðningskappans og aktivistans Colins Kaepernicks sem frægastur er fyrir að hafa fyrstur manna „tekið hnéð“ á ruðningsleik í Bandaríkjunum til að mótmæla... Meira
9. október 2021 | Sunnudagspistlar | 519 orð | 1 mynd

Leki úr ógeðinu

Ekki frekar en nokkuð gerist þegar við, í sakleysi okkar, tilkynnum í hundraðasta sinn að fréttir um að Ari Eldjárn sé stórtækur í bitcoin-viðskiptum séu lygi. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 121 orð | 1 mynd

Marlboro-maðurinn ætti að hafa náð mér

Hættur David Lee Roth, sem þekktastur er sem söngvari rokkbandsins Van Halen, hefur tilkynnt að hann hafi í hyggju að setjast í helgan stein eftir röð fimm tónleika í Las Vegas í janúar næstkomandi. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 1088 orð | 2 myndir

Mæðgur eru mæðgur

Nýstirnið Margaret Qualley fær glimrandi dóma fyrir frammistöðu sína í þáttunum Maid á efnisveitunni Netflix, þar sem hún leikur meðal annars á móti móður sinni, Andie MacDowell. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 13 orð | 1 mynd

Signý Björk Kristjánsdóttir Ég þekki ekki James Bond-myndir; hef aldrei...

Signý Björk Kristjánsdóttir Ég þekki ekki James Bond-myndir; hef aldrei horft á... Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 292 orð | 1 mynd

Sveitaball á sterum

Hvað eru aldamótatónleikar? Hugmyndin að aldamótatónleikum kom upphaflega frá Atla Rúnari hjá ARG-viðburðum. Hann langaði að halda stóra tónleika og átti erfitt með að velja á milli banda. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 159 orð | 1 mynd

Sýslumaður myrtur

Greint var frá því í Morgunblaðinu fyrir níutíu árum, 10. október 1931, að sýslumaðurinn í Granada í Minnesota, Gustav Jörgensen að nafni, hefði verið skotinn til bana við skyldustörf sín. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 103 orð | 1 mynd

Út úr þægindarammanum

Nýtt efni Tónlistarkonan Chloe Trujillo hefur sent frá sér sína aðra breiðskífu, Mothers Of A New Nation, og hefur hún þegar mælst vel fyrir í tímaritum eins og Rolling Stone og Metal Hammer. Upptökustjóri var hinn gamalreyndi Tommy Daughtery. Meira
9. október 2021 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Þórður Kristján Pálsson Sá fyrsti, Sean Connery. Svo var Roger Moore...

Þórður Kristján Pálsson Sá fyrsti, Sean Connery. Svo var Roger Moore líka góður og mikill... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.