Greinar mánudaginn 20. desember 2021

Fréttir

20. desember 2021 | Erlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Aðeins tveir gestir í hverju húsi

Nær öllu hefur verið skellt í lás í Hollandi næstu fjórar vikur en öllum verslunum sem ekki selja nauðsynjavörur, veitingastöðum, krám, kvikmyndahúsum, söfnum og leikhúsum var lokað í gær. Ekki má hefja starfsemi að nýju fyrr en 14. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 493 orð | 2 myndir

Búast megi við 600 smitum á dag á næstunni

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði ekkert minnisblað hafa borist frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í gærkvöldi. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 540 orð | 2 myndir

Flöskumjólk er framtíðin

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Viðtökur voru góðar þegar byrjað var að selja gerilsneydda og ófitusprengda kúamjólk í verslun Krónunnar í Lindum í Kópvogi á laugardag. Varan er seld undir merkinu Hreppamjólk, en að framtaki þessu standa ábúendur á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa verkefnis um nokkurt skeið og að mörgu var að hyggja. Öll leyfi voru í höfn rétt fyrir helgina og með það var brunað í bæinn með afurðir og tæki. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 208 orð

Fordæmir ákvörðun Kópavogsbæjar

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Kópavogsbær hafnaði beiðni sem barst frá trúnaðarmönnum kennara í bæjarfélaginu um að fella niður skóla í dag. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Framkvæmt fyrir Fram og ÍR-hús er í byggingu

Unnið er um þessar mundir að ýmsum verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar við uppbyggingu aðstöðu íþróttafélaga. Hluti nýrrar hverfismiðstöðvar í Úlfarsárdal var tekin í notkun fyrir rúmri viku, það er sundlaug og bókasafn. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Furunum fækkar

Margir hafa á síðustu dögum mætt í Hamrahlíð við Vesturlandsveg, skóginn í hlíðum Úlfarsfells, og sótt sér þar jólatré. Vel hefur viðrað til skógarferða og verður alveg til jóla, skv. veðurspá. Meira
20. desember 2021 | Erlendar fréttir | 662 orð | 2 myndir

Hætta vofir yfir Afganistan

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þjóðir múslima samþykktu í gær að vinna með Sameinuðu þjóðunum að því að leysa úr frosti afganskar eignir að virði fleiri hundruð milljóna bandaríkjadala, til að reyna að eiga við vaxandi vanda almennings í Afganistan. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Jólatónleikar Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson halda í áttunda sinn sína árlegu jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 20. og 21. desember. Tónleikarnir hefjast báðir kl. 20. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 493 orð | 2 myndir

Jómfrúin í aldarfjórðung

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veitingastaðir koma og fara en Jómfrúin hefur verið á sínum stað í Lækjargötu í Reykjavík í aldarfjórðung. Af því tilefni sendi Jakob Einar Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins, nýverið frá sér bókina Jómfrúin Dönsk og dejlig í 25 ár, sem Salka gefur út. „Við verðum áfram á tánum, vöndum okkur og ætlum að halda kúrsinum stöðugum í mörg ár til viðbótar.“ Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Kjúklingaskortur sökum sóttkvíar

Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Enginn eldaður kjúklingur var framleiddur af fyrirtækinu Matfugli í byrjun desember, sökum þess að um sjötíu starfsmenn fyrirtækisins þurftu að sæta sóttkví. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Kynlegir kvistir á lygnum sjó

Jólasveinar kunna margt og meira en að stíga snjó og stinga glaðning í staka skó. Oftast þegar þeir koma til byggða eyða þeir dögunum í slag við vindinn, dans í rigningunni eða gerð snjókarla. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ljósadýrð á dimmum dögum við Húsavíkurhöfn

Höfnin er hjartað í sjávarbyggðum landsins og jólin eru helsta hátíð landsmanna. Þessa tveggja sést nú stað á Húsavík þar sem eigendur smábáta sem þar eru bundnir við bryggju hafa sett falleg og litrík jólaljós á þessa knörra sína. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Markmiðin í starfi séu skýr

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fyrir fólk sem vill hasla sér völl í vísindum eru sterkar fyrirmyndir nauðsynlegar. Slíkar á ég margar, meðal annars í hópi míns frábæra samstarfsfólks sem hefur kennt mér margt. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Miklar fjárfestingar í Fjallabyggð

Gert er ráð fyrir að rekstur bæjarsjóðs Fjallabyggðar á næsta ári verði 48 millj. kr. í plús. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði er raunar búist við að útkoman verði jákvæð um 264,3 millj. kr. Þetta kom fram í bæjarstjórn í sl. viku. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Mjólk í flöskum og ekki fitusprengd

Byrjað var að selja ófitusprengda mjólk í Krónunni í Lindum í Kópavogi um helgina, sem viðskiptavinir fá beint í flösku sem þeir sjálfir leggja til. Afurðin er frá fyrirtækinu Hreppamjólk , sem starfrækir eigin afurðastöð austur í sveitum. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Ofbeldi oft ástæða heimilisleysis

Skortur á aðgengi fyrir fatlaða, lítil rými, og þröngir og brattir stigar hafa verið á meðal áskorana við rekstur Konukots í húsnæði sínu í Eskihlíð sem er komið til ára sinna. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Óttar Geirsson

Hátíð Þess var minnst við aðventustund í Bústaðakirkju í Reykjavík í gær að fimmtíu ár eru um þessar mundir liðin frá vígslu hennar. Tónlistarmenn komu fram í kirkjunni við þetta tilefni, Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp og fleira mætti nefna. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Rannsaka orsök lundadauða

Tugum dauðra lunda hefur skolað upp á strandlengju Orkneyja, eyjaklasa norðan við Katanes, hérað á norðurodda Skotlands, síðustu daga. Sérfræðingar vinna nú að því að rannsaka hver orsökin kann að vera en talið er ólíklegt að um sé að ræða fuglaflensu. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 277 orð | 2 myndir

Ráðgjöf um stopp er ekki óvænt

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta eru engar gleðifréttir. Humarveiðin hefur dregist saman jafnt og þétt síðustu ár svo sást í hvað stefndi. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 913 orð | 3 myndir

Sjálfbær samfélög um allan heiminn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Grunnvísindi í þágu sjálfbærrar þróunar, gler og svo handfæraveiðar og fiskeldi. Á nýju ári verður þetta þrennt í brennidepli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og 2022 er alþjóðlegt ár þessara málefna. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Sóttkví veldur skorti á kjúklingi

Framleiðslutafir urðu hjá kjúklingaframleiðandanum Matfugli þegar um sjötíu starfsmenn fyrirtækisins þurftu að sæta sóttkví. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 556 orð | 4 myndir

Tryggja þurfi bændum ásættanlegt verð

Fréttaskýring Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 67 orð

Um fjögur þúsund með forstig æxlis

Forstig mergæxlis greindist hjá fimm prósentum Íslendinga, fjörutíu ára og eldri, í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Undirbýr viðbrögð við hækkun áburðarverðs

Svandís Svavarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur lagt fram tillögu um að í fjárlögum verði gert ráð fyrir fjármunum til þess að koma til móts við bændur vegna hækkunar áburðarverðs. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 483 orð | 1 mynd

Útbreiddar skimanir bylting eða böl?

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg. Oft verður einkenna sjúkdómsins ekki vart fyrr en hann hefur þegar haft alvarleg áhrif á heilsuna. Hér á landi greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn árlega og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Niðurstöður í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“, sem er liður í umfangsmiklu rannsóknarverkefni á vegum Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, staðfestu það að sjúkdómurinn verður algengari með hækkandi aldri. Meira
20. desember 2021 | Innlendar fréttir | 687 orð | 2 myndir

Vegleysurnar vernda Dranga

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vissulega má segja að vegna takmarkaðra samgangna og vegleysa fái Drangar frið og verndun af sjálfu sér. Formlegur stimpill sakar þó ekki,“ segir Benjamín Kristinsson, einn landeigenda á Dröngum á Ströndum. Eins og fram hefur komið var eitt síðasta embættisverk Guðmundar Inga Guðbrandssonar í umhverfisráðuneytinu að undirrita auglýsingu um friðlýsingu Dranga – sem er fyrsta óbyggða víðernið sem fært þann stimpil. Meira

Ritstjórnargreinar

20. desember 2021 | Staksteinar | 225 orð | 1 mynd

Er nefndinni ekkert óviðkomandi?

Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar um ágæta bók Ásgeirs Jónssonar, Eyjuna hans Ingólfs, í pistli á mbl.is. Þar víkur hann að deilunum um bókina, eða öllu heldur ásökununum sem fram hafa komið, og segir meðal annars: „En þó að deilan sé áhugaverð um margt þá getur verið erfitt að sjá að hún komi bók Ásgeirs mikið við enda vigta umkvörtunarefni Bergsveins [Birgissonar] ekki þungt í heildarumfjöllun bókar Ásgeirs. Sem meðal annars fjallar um efnahagslega þætti landnámsins sem gæti legið nærri þekkingarsviði höfundarins sem segist nálgast ritun bókarinnar sem leikmaður. Meira
20. desember 2021 | Leiðarar | 342 orð

Framtíðin með faraldrinum

Sérkennileg staða virðist vera að koma upp þessa dagana Meira
20. desember 2021 | Leiðarar | 357 orð

Undarlegar reglur

Ísland hefur augljóslega ekkert að gera við niðurgreitt innflutt lífeldsneyti Meira

Menning

20. desember 2021 | Bókmenntir | 853 orð | 3 myndir

KEA, Amaro og allir hinir

Eftir Jón Þ. Þór. 270 bls., innbundin, skrár. Hið íslenska bókmenntafélag 2021. Meira
20. desember 2021 | Myndlist | 145 orð | 1 mynd

Sally Mann hlaut Pictet-verðlaunin

Hinn þekkti bandaríski ljómsyndari Sally Mann er handhafi Prix Pictet-verðlaunanna í ár en þau eru veitt fyrir framúrskarandi verk í ljósmyndamiðilinn og tengd hugmyndum um sjálfbærni. Meira
20. desember 2021 | Tónlist | 220 orð | 1 mynd

Selur á 65 milljarða

Bandaríska rokkstjarnan Bruce Springsteen hefur selt upptöku- og útgáfuréttinn að lögum sínum til Sony fyrir um 500 milljónir bandaríkjadala. Það eru um 65 milljarðar íslenskra króna. Engin tilkynning um viðskiptin hefur þó verið birt af hálfu Sony. Meira
20. desember 2021 | Bókmenntir | 423 orð | 3 myndir

Spennan magnast stig af stigi...

Eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Vaka-Helgafell, 251 bls. innb. Meira
20. desember 2021 | Bókmenntir | 361 orð | 4 myndir

Vaðið í vandamálin

Eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. JPV 2021, 128 bls. innbundin. Meira

Umræðan

20. desember 2021 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd

Bindindi er jákvæð afurð heilbrigðra lífshátta

Eftir Aðalstein Gunnarsson: "Það er mikilvægt að við fjölgum sendiherrum sem ætla að beita sér fyrir hagsmunum barnanna með vímuefnalausu umhverfi, skrifum undir á www.hvítjól.is." Meira
20. desember 2021 | Aðsent efni | 589 orð | 1 mynd

Byggjum nýjan ríkisspítala!

Eftir Þórhöllu Arnardóttur: "Við þurfum að byggja annan nýjan spítala, taka til og bæta heilbrigðiskerfið okkar og Willum Þór, ég treysti þér í það verkefni." Meira
20. desember 2021 | Pistlar | 429 orð | 1 mynd

Sóttkví stálhraustra

Nú eru fjórir dagar þar til jólin ganga í garð á heimilum landsins. Hátíð þar sem fjölskyldan kemur saman og nýtur samverustunda hvert við annað, í litlum hópum með gleðina í fyrirrúmi. Meira
20. desember 2021 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Suðurnesjamenn: Köllum eftir óháðum og hlutlausum rannsóknum

Eftir Sigurjón Hafsteinsson: "Er hugsanlegt að það sé tenging milli aukins nýgengis krabbameins og aflagðrar herstöðvar í Miðnesheiði?" Meira
20. desember 2021 | Aðsent efni | 856 orð | 1 mynd

Tvær messur

Eftir Pétur Guðgeirsson: "Hefur kirkjuþing því dæmt biskup, aðra kennimenn og messuþjóna til þeirrar hneisu og vafalaust skapraunar að skripla á þessari illu skötu." Meira

Minningargreinar

20. desember 2021 | Minningargreinar | 476 orð | 1 mynd

Anna Karlsdóttir

Anna Karlsdóttir fæddist 11. október 1947. Hún lést 28. nóvember 2021. Útför Önnu var gerð 15. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 898 orð | 1 mynd

Georg Franzson

Georg Franzson (Georg Michael Antonius Wyrwich) fæddist 2. janúar 1930 í Gutten Tag í Slésíu, þá tilheyrandi Þýskalandi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfararnótt 10. desember 2021. Georg var sonur hjónanna Franz Wyrwich, f. 4. júní 1886, d. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 2229 orð | 1 mynd

Guðjón Már Jónsson

Guðjón Már Jónsson fæddist 19. maí 1936 í Reykjavík, þar sem hann ólst upp. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. desember 2021. Foreldrar hans voru Jón Ingiberg Guðjónsson og Kristín Guðbjörg Guðmundsdóttir. Bróðir hans var Guðmundur, sem er látinn. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 171 orð | 1 mynd

Gunnar Aðalsteinsson

Gunnar Aðalsteinsson fæddist 1. júlí 1958. Hann lést 5. desember 2021. Útför hans var gerð 16. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 1615 orð | 1 mynd

Inga H. Ágústsdóttir

Inga H. Ágústsdóttir fæddist 14. september 1943. Hún lést 9. nóvember 2021 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ágúst Hinriksson prentari, f. 24.5. 1918, d. 2.11. 1993 og Sigrún Rögnvaldsdóttir húsmóðir, f. 19.10. 1905, d. 2.4. 1986. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 1826 orð | 1 mynd

Ingibjörg Þorkelsdóttir

Ingibjörg Þorkelsdóttur, fv. tryggingafulltrúi, fæddist á Rauðará í Reykjavík 15. mars 1926. Hún lést 7. des. 2021. Foreldrar: Þorkell Sigurðsson yfirvélstjóri BÚR, f. á Flóagafli 1898, d. 1969, og Anna Þorbjörg Sigurðardóttir, f. í Rvk. 1900, d. 2000. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 789 orð | 1 mynd

Kristín Eiríksdóttir

Kirsten Andresen (Kristín Eiríksdóttir) fæddist í Kaupmannahöfn þann 23. september 1936. Hún lést 14. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Erik Ernst Andresen, f. 1903, og Else Tagea Andresen, f. 1912, búsett í Kaupmannahöfn. Bæði eru látin. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 2265 orð | 1 mynd

Pálmar Guðjónsson

Pálmar Guðjónsson fæddist 17. apríl 1934 á Brekkum í Holtahreppi í Rangárvallasýslu. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 1640 orð | 1 mynd

Sverrir Garðarsson

Sverrir Garðarsson fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1935. Hann lést á Landakotsspítala 7. desember 2021. Sverrir var sonur Garðars Óskars Péturssonar, járniðnaðarmanns og skátaforingja (1906-1989), og Sigríðar Ólafsdóttur skrifstofumanns (1912-1991). Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2021 | Minningargreinar | 635 orð | 1 mynd

Þórhildur Kristjánsdóttir

Þórhildur Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1942. Hún lést á heimili sínu 8. desember 2021. Þórhildur var dóttir hjónanna Kristjáns R. Þorvarðarsonar, f. 30. janúar 1922, d. 26. október 1998, og Sigríðar H. Guðjónsdóttur, f. 18. júlí 1921,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 565 orð | 3 myndir

Niðurgreiðslurnar hamli samkeppni í pósti

Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
20. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 340 orð | 1 mynd

Ómíkron gæti ýtt undir verðbólgu

Svo virðist sem að nýr faraldur Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar muni ekki hafa sömu áhrif á hagkerfi þjóða og fyrri smitbylgjur. Meira
20. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 714 orð | 3 myndir

Sama vandamálið komi ekki upp oftar en einu sinni

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Starfsemi eignaumsjónafélagsins GreenKey hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun árið 2014. Fyrirtækið sérhæfir sig í hvers kyns umsjón og umsýslu tengdri hótel- og gististaðarekstri auk þess að taka að sér umsjón með íbúðum í skammtímaleigu. Hefur GreenKey einkum sinnt höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandinu en nýverið færði félagið út kvíarnar og hóf starfsemi á Norðurlandi. Meira
20. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Verð á timbri rýkur upp

Fjölmiðlar greindu frá því fyrr á árinu að verð á timbri væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum og var met slegið í vor þegar verðið á framvirkum samningum um kaup á staðlaðri einingu af timbri fór upp í 1.711 dali, m.a. Meira

Fastir þættir

20. desember 2021 | Fastir þættir | 169 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 0-0 7. Rc3...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 0-0 7. Rc3 d5 8. e3 Rbd7 9. Bd3 dxc4 10. Bxc4 De7 11. 0-0 Hd8 12. e4 Rb6 13. Ba2 e5 14. Had1 Bg4 15. Rxe5 Bxd1 16. Rxf7 Hf8 17. Re5+ Kh8 18. Hxd1 c5 19. Meira
20. desember 2021 | Í dag | 286 orð

Af Húnvetningum og Þingeyingum

Reynir Jónasson, fyrrverandi organisti í Neskirkju, sendi Vísnahorni nokkrar stökur eftir Höskuld Einarsson (1906-1981), bónda á Sigríðarstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu, síðar Vatnshorni í Skorradal, föður prófessors Sveins Skorra. Meira
20. desember 2021 | Í dag | 75 orð | 1 mynd

Ástarsæla og rok í Eyjum

Tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, eða Júníus Meyvant, hefur það gott á heimaslóðum í Vestmannaeyjum fyrir jólin en hann segir þó að annan hvern dag sé ekki hægt að opna hurðina vegna roks um þessar mundir. Meira
20. desember 2021 | Árnað heilla | 172 orð | 2 myndir

Bragi Þór Hansson

30 ára Bragi er úr Garði á Suðurnesjum en býr á Hvolsvelli. Hann er matreiðslumaður að mennt og sér um mötuneytið fyrir sveitarfélagið Rangárþing eystra. Meira
20. desember 2021 | Fastir þættir | 192 orð

Hrun. N-Allir Norður &spade;D54 &heart;9 ⋄ÁG9 &klubs;ÁKD987 Vestur...

Hrun. N-Allir Norður &spade;D54 &heart;9 ⋄ÁG9 &klubs;ÁKD987 Vestur Austur &spade;KG86 &spade;97 &heart;D8764 &heart;K1052 ⋄KD ⋄10632 &klubs;G4 &klubs;532 Suður &spade;Á1032 &heart;ÁG3 ⋄8754 &klubs;106 Suður spilar 4&spade;. Meira
20. desember 2021 | Í dag | 25 orð | 3 myndir

Líka hlegið í Konukoti

Halldóra Guðmundsdóttir, forstöðukona neyðarskýlisins Konukots, segir oft hlegið í Konukoti, þar ríki oft kærleikur og myndist falleg vinasambönd þó að ímynd starfsins sé oft... Meira
20. desember 2021 | Í dag | 50 orð

Málið

Bautasteinn er legsteinn og þar með minningarmark eða minnisvarði . Meira
20. desember 2021 | Árnað heilla | 697 orð | 4 myndir

Söngurinn býr í náttúrunni

Eggert Thorberg Kjartansson fæddist 20. desember 1931 í Fremri-Langey á Breiðafirði og ólst þar upp. Hann lauk námi í múraraiðn 1960 og hefur stundað þá iðn meirihluta ævinnar. Meira

Íþróttir

20. desember 2021 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

1. deild kvenna Snæfell – ÍR 72:62 Vestri – Ármann 50:83...

1. deild kvenna Snæfell – ÍR 72:62 Vestri – Ármann 50:83 Tindastóll – Fjölnir b 85:78 KR – Þór Ak 73:67 Staðan: ÍR 1082759:59916 Ármann 1082828:63216 KR 1073754:69614 Þór Ak. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Byrjaði út af en var nálægt þrennunni

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lét mjög að sér kveða þegar AZ Alkmaar vann 4:1-heimasigur á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 440 orð | 1 mynd

England Leeds – Arsenal 1:4 Newcastle – Manchester City 0:4...

England Leeds – Arsenal 1:4 Newcastle – Manchester City 0:4 Wolves – Chelsea 0:0 Tottenham – Liverpool 2:2 Staðan: Manch. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Fjögurra stiga forskot hjá SA

Íslandsmeistararnir í Skautafélagi Akureyrar náðu fimm stiga forskoti á toppi Hertz-deildar karla í íshokkí með öruggum 4:1-sigri á Fjölni í Egilshöllinni um helgina. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 548 orð | 1 mynd

Forskot City jókst örlítið

England Kristján Jónsson kris@mbl.is Meistararnir í Manchester City eru með þriggja stiga forskot í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en efstu fjögur liðin lék öll um helgina þrátt fyrir allt. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Fundahöld í dag vegna veirunnar

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu funda með öllum félögum deildarinnar í dag til að ræða hvað taka skuli til bragðs vegna þeirrar holskeflu kórónuveirusmita sem nú herja á leik-menn og starfsmenn félaganna. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Grill 66-deild karla Þór – Hörður 31:30 Afturelding U – ÍR...

Grill 66-deild karla Þór – Hörður 31:30 Afturelding U – ÍR 25:36 Valur U – Vængir Júpíters 39:26 Fjölnir – Haukar U 29:26 Kórdrengir – Berserkir 25:19 Staðan: ÍR 10901362:28418 Hörður 10802340:28316 Fjölnir 10703307:29314... Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

Hafa unnið fyrstu fimmtán leikina

Fyrri hluti keppnistímabilsins í þýska handknattleiknum hefur verið lygilegur fyrir lið Magdeburgar sem unnið hefur fimmtán fyrstu leikina. Magdeburg vann Bergischer á útivelli 27:24 og er með sex stiga forskot á Füchse Berlín og Kiel. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Manchester City hefur sett tvö met á árinu sem senn er liðið

Meistararnir í Manchester City eru með þriggja stiga forskot í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en efstu fjögur liðin lék öll um helgina þrátt fyrir allt sem gengið hefur á að undanförnu vegna kórónuveirunnar. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 697 orð | 5 myndir

*Valencia mátti þola 97:98-tap á heimavelli gegn Breogan í efstu deild...

*Valencia mátti þola 97:98-tap á heimavelli gegn Breogan í efstu deild spænska körfuboltans í gær. Martin Hermannsson byrjaði á bekknum hjá Valencia og hafði hægt um sig framan af leik. Meira
20. desember 2021 | Íþróttir | 439 orð | 2 myndir

Þrettándu verðlaun Þóris

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Enn eina ferðina tókst Selfyssingnum Þóri Hergeirssyni að fara alla leið með norska kvennalandsliðsins í handknattleik og vinna gullverðlaun á stórmóti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.