Greinar mánudaginn 27. desember 2021

Fréttir

27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Dreifing ösku látinna verði frjáls

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Engin ástæða er til annars en að einstaklingar hafi meira frelsi um hvernig og hvort jarðneskar leifar þeirra séu varðveittar, grafnar eða þeim dreift. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Hrafninn flýgur Spörfuglinn svarti flaug tignarlega yfir höfnina í mildu vetrarveðri í Reykjavík á aðventunni. Jólin voru rauð víða um land en þó var sjóföl yfir jörðu á... Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Einkennalausir í einangrun

Faraldurinn litaði aðventuna og jólahátíðina annað árið í röð en rúmlega sjö þúsund manns eyddu jólunum í sóttkví eða einangrun, óháð því hvort einkenna gætti meðal þeirra. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Fundað um framtíð sýnatökunnar

Ari Páll Karlsson ari@mbl.is „Þetta fór svolítið brösuglega af stað hjá okkur, mannfall hjá okkur eins og öðrum. Margir annaðhvort í sóttkví eða smitaðir þannig að það fór svolítill tími í það að reyna að fá varafólk inn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um hvernig skimun fór fram í gær á öðrum degi jóla. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Grjótmagnið með ólíkindum

Framkvæmdir hófust í síðasta mánuði í fyrsta áfanga endurbóta á golfvellinum í Grafarholti og tíðarfarið hefur verið vallarstarfsmönnum hliðhollt. Meðal annars verður 18. brautin endurmótuð og sléttuð. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Innflutningur flugelda reyndist erfiður

Gamlárskvöld er á næsta leiti og rík hefð er fyrir því hér á Íslandi að kveðja gamla árið með flugeldum. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Ísland leiði sjálfbæra orkuþróun

Hugvit og þekking íslenskra fyrirtækja og starfsmanna þeirra á sviði grænna lausna verða á næstu árum mikilvægt framlag Íslendinga í baráttunni við loftslagsvána. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Í það minnsta þrettán jólabörn fædd hér á landi

Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Sjö börn fæddust hér á landi á aðfangadag og önnur sex á jóladag. Jólabörnin í ár eru því þrettán talsins. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Jólin komu þrátt fyrir Ómíkron

Þrátt fyrir að faraldurinn sé í sögulegu hámarki, að minnsta kosti ef miðað er við dagleg greind smit, komu jólin líkt og endranær. Nýjar sóttvarnatakmarkanir voru kynntar þremur dögum fyrir jól og tóku þær gildi á Þorláksmessu. Meira
27. desember 2021 | Erlendar fréttir | 314 orð

Komu líklega frá Frakklandi

Miklir fólksflutningar frá Frakklandi til Bretlands fyrir um 3.000 árum gætu útskýrt þann mun sem er á genamengi fólks á norðanverðum Bretlandseyjum og þeirra sem eru frá suðurhluta Bretlands. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 613 orð | 1 mynd

Láta reyna á lögmæti einangrunar

Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Önnur jólin í röð setur faraldurinn svip sinn á aðventuna og jólahátíðina. Dagleg greind smit eru í sögulegu hámarki hérlendis, og á aðfangadag voru á fjórða þúsund manns í einangrun og rúmlega fjögur þúsund sættu sóttkví. Fullkomlega óháð því hvort einkenna gætti meðal þessa fólks. Meira
27. desember 2021 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Mannréttindafrömuðurinn Tutu látinn

Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, lést í gær, 90 ára að aldri. Tutu var meðal annars þekktur sem einn harðasti baráttumaðurinn gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og fyrir að tala máli mannréttinda í víðu samhengi. Meira
27. desember 2021 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Meira en 7.500 flugferðum aflýst

Meira en tvö þúsund flugferðum var aflýst í gær vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Frá föstudegi til sunnudags er áætlað að um 7.500 flugferðum hafi verið aflýst og tugum þúsunda til viðbótar var seinkað. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Mun færri fara í ljósabekki en tíðkaðist áður

Notkun ljósabekkja hér á landi var aðeins um sex prósent á síðustu tólf mánuðum samkvæmt nýrri könnun. Hefur hún ekkert aukist frá því í fyrra og hefur ekki verið minni frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Árið 2019 var notkunin ellefu prósent. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Skipun dómarans heyrir undir forsætisráðuneytið

Fjórum dögum fyrir jól birtist auglýsing á vef stjórnarráðsins um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, en kjör Róberts Spanó, fulltrúa Íslands við dómstólinn og jafnframt forseta hans, rennur út á næsta ári. Meira
27. desember 2021 | Erlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Spennan magnast vegna Rússa

Stjórnvöld í Rússlandi tilkynntu um helgina að rúmlega 10.000 hermenn hefðu lokið mánaðarlöngum hernaðaræfingum við landamæri Úkraínu. Stjórnvöld í Úkraínu telja að rússneskum hermönnum við landamærin hafi fjölgað úr 93.000 í um 104.000 frá október. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 613 orð | 2 myndir

Stóra plágan er ekki ennþá komin fram

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Heilbrigðistölur frá Bretlandi, Danmörku og Suður-Afríku benda allar í sömu átt um að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar leiði miklu síður til sjúkrahúsinnlagna en Delta-afbrigðið, sem hefur verið ráðandi síðastliðið ár. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 607 orð | 2 myndir

Teppið taugin til Íslands

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vestur-Íslendingar hafa getið sér gott orð á mörgum sviðum. Chris Charney, kvikmyndaframleiðandi, handritshöfundur og einn eigenda Farpoint Films í Winnipeg, er einn þeirra. Hann og Scott Leary eru framleiðendur sjónvarpsþáttaraðarinnar „Ice Vikings“, en tökur á fyrsta þætti þriðju þáttaraðarinnar voru á Íslandi um miðjan nóvember, standa nú yfir á Winnipegvatni og gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í mars á næsta ári. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Tólf smitaðir á hjúkrunarheimili

Alls greindust tólf smitaðir af kórónuveirunni á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum í gær, fjórir heimilismenn og átta starfsmenn. Þá er óvíst hvort tveir heimilismenn og einn starfsmaður til viðbótar séu smitaðir. Meira
27. desember 2021 | Erlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Tvöfalda íbúafjölda á Gólanhæðum

Stjórnvöld Ísraels samþykktu í gær að tvöfalda fjölda íbúa af gyðingaættum á Gólanhæðum en 40 ár eru síðan Ísrael innlimaði landsvæðið sem áður tilheyrði Sýrlendingum. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Um 500 smit á dag yfir jólin

Alls greindust 493 með Covid-19-smit innanlands á aðfangadag og 463 á jóladag. Annan dag jóla voru um 3.000 skráðir í einkennasýnatöku og náði röðin vel upp eftir Ármúla frá Suðurlandsbraut 34 þar sem sýnatökur fara fram. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Um 500 smit á dag yfir jólin

Alls greindust 493 með Covid-19-smit innanlands á aðfangadag og 463 á jóladag. Annan dag jóla voru um 3.000 skráðir í einkennasýnatöku og náði röðin vel upp eftir Ármúla frá Suðurlandsbraut 34 þar sem sýnatökur fara fram. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Uppbyggingu á Metró-lóð vel tekið

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í hugmyndir fasteignafélagsins Reita um byggingu íbúðarhúsa á lóðinni Suðurlandsbraut 56. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans er opin þessa viku í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur. Útskriftarverk þeirra eru afar fjölbreytt enda spanna viðfangsefni og aðferðir nemendanna vítt svið. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 118 orð

Veiruskimanir endurskoðaðar

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu mun funda með sóttvarnalækni í dag um framtíðarfyrirkomulag skimana við Covid-19. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Vel hægt að renna sér þrátt fyrir takmarkanir og grímuskyldu

Þrátt fyrir að nú megi skíðasvæðin, líkt og líkamsræktir og sundlaugar, einungis taka á móti helmingi þess sem venja er þá var töluverður fjöldi sem kaus að eyða öðrum degi jóla í Bláfjöllum. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Viðbúnaður vegna elds í bílageymslu

Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um tvöleytið í gær er kviknaði í þremur bílum í bílageymslu í Seljahverfi í Breiðholti. Alls voru 26 bílar í geymslunni og sagði varðstjóri slökkviliðsins tjónið vera verulegt. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 63 orð

Virkja sms-skilaboð

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa ákveðið að virkja sms-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði vegna jarðskjálftahrinunnar við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Þrjú þúsund skjálftar mælst á dag

Engin merki eru um það að skjálftahrinunni á Reykjanesskaga sé að linna en frá 21. desember hafa um 15.000 skjálftar mælst. Íbúar á suðvesturhorni landsins hafa fundið vel fyrir skjálftunum yfir hátíðarnar en um 3. Meira
27. desember 2021 | Innlendar fréttir | 1132 orð | 2 myndir

Öðruvísi Ísland með orkuskiptum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Umhverfismál hafa aldrei verið jafn mikilvæg og nú,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Meira

Ritstjórnargreinar

27. desember 2021 | Staksteinar | 209 orð | 1 mynd

Opinbert eftirlit er enn í sókn

Oft hafa komið fram þau sjónarmið í umræðunni hér á landi að íslensk stjórnvöld innleiði reglur Evrópusambandsins af meira kappi en nauðsyn krefur og gangi jafnvel lengra en ýmsar þjóðir innan ESB. Nýjasta dæmið um þetta snýr að skoðun ökutækja, en breyting verður á þeim reglum um áramótin. Meira
27. desember 2021 | Leiðarar | 836 orð

Réttarríkið og plágan

Arnar Þór Jónsson flutti eftirtektarverða jómfrúrræðu laust fyrir jól Meira

Menning

27. desember 2021 | Bókmenntir | 1204 orð | 3 myndir

Bítilmanían í algleymi

Bókarkafli | Fáir núlifandi íslenskir tónlistarmenn komast með tærnar þar sem Gunnar Þórðarson hefur hælana. Í bókinni Gunni Þórðar rekur Ómar Valdimarsson lífshlaup Gunnars, stráks sem kemur suður og verður fljótt fremsti dægurtónlistarmaður landsins. Meira
27. desember 2021 | Tónlist | 550 orð | 3 myndir

Svartar fjaðrir

Ný hljóðsversplata Gyðu Valtýsdóttur kallast Ox en þessi magnaða listakona hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2019 sökum listfengis síns. Meira
27. desember 2021 | Menningarlíf | 224 orð | 1 mynd

Söfnum lokað eða fjöldi takmarkaður

Yfirvöld menningarmála í hinum ýmsu löndum brugðust með ólíkum hætti við fjölgandi kórónuveirusmitum dagana fyrir jól. Meira

Umræðan

27. desember 2021 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Að biðjast afsökunar

Eftir Steinunni Ósk Axelsdóttur: "Ef maður lærir ekki af reynslunni, reynir ekki að gera betur og leyfir orðum sínum og gjörðum að særa ástvini án þess að biðjast afsökunar, þá er maður eiginlega bara algjör asni." Meira
27. desember 2021 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Afar vel að verki staðið

Eftir Pál Pálmar Daníelsson: "Bjarni er bæði skynsamur og vel menntaður maður, orðinn reyndur og hefur sýnt um alllangt árabil að honum er fyllilega treystandi fyrir sameiginlegum sjóði okkar landsmanna" Meira
27. desember 2021 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Brýtur Þjóðskrá viljandi á fasteignaeigendum?

Eftir Ragnar Thorarensen: "Stofnun, sem hefur óbeint með skattlagningu á borgara þessa lands að gera, getur ekki leyft sér að leiðrétta ekki svona mistök þegar þau koma upp." Meira
27. desember 2021 | Aðsent efni | 541 orð | 1 mynd

Hættið þessu

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "„Það er auðvitað furðulegt að beita þvingunum til að forðast smit á sjúkdómi sem er svo til hættur að valda skaða og kallar ekki á önnur úrræði en aðrir sjúkdómar, þ.e. aðstoð lækna." Meira
27. desember 2021 | Pistlar | 468 orð | 1 mynd

Jólasveinninn er ekki til

Við vitum það öll. Foreldrar setja dót í skóinn hjá börnunum sínum. Jólasveinninn er ekki til en við þykjumst samt, vegna hátíðar, hefðar og barna. En hvers vegna? Er það út af þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862? Meira
27. desember 2021 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Kúba – Venesúela – Ísland

Eftir Hjörleif Hallgríms: "Ég hefði haldið að íslensk ríkisstjórn vildi ekki láta líkja sér við kommúnistastjórn en kannski erfitt með VG innanborðs." Meira
27. desember 2021 | Aðsent efni | 245 orð | 1 mynd

Lífsnauðsynjar

Eftir Einar Ingva Magnússon: "Hættum að vera týnd, vansæl og lífsleið í frumskógi allsnægtanna." Meira
27. desember 2021 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Þjóðarleikvangur í Kópavogsdal – græna miðjan

Eftir Albert Þór Jónsson: "Þjóðarleikvangur í Kópavogsdal gæti orðið eitt mikilvægasta og fallegasta innviðaverkefni sem ráðist hefur verið í í langan tíma ef metnaður og framúrskarandi hönnun íslenskra arkitekta fær að njóta sín." Meira

Minningargreinar

27. desember 2021 | Minningargreinar | 260 orð | 1 mynd

Bjarndís Harðardóttir

Bjarndís Harðardóttir fæddist 16. nóvember 1948. Hún lést 10. desember 2021. Útför Bjarndísar Harðardóttur fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2021 | Minningargreinar | 340 orð | 1 mynd

Gísli Örvar Höskuldsson

Gísli Örvar Höskuldsson fæddist 11. desember 1926. Gísli andaðist 12. desember 2021. Útför hans fór fram 18. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2021 | Minningargreinar | 378 orð | 1 mynd

Kári Birgir Sigurðsson

Kári Birgir Sigurðsson var fæddur 3. desember 1931 að Burstafelli í Vestmannaeyjum. Hann lést á Landspítalanum 30. júní 2021. Foreldrar hans voru Aðalheiður Árnadóttir og Sigurður Sigurjónsson. Alsystkini hans Árni, látinn, og Íris, látin. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2021 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Kristín María Guðbjartsdóttir Waage

Kristín María Guðbjartsdóttir Waage fæddist 25. mars 1938. Hún lést 6. desember 2021. Kristín var jarðsungin 16. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 147 orð | 1 mynd

8,5% vöxtur í jólaverslun vestanhafs

Bandarískir neytendur drógu hvergi af sér þessi jólin og sýnir samantekt Mastercard SpendingPulse 8,5% aukningu í jólaverslun á milli ára. Jókst salan um 8,1% hjá hefðbundnum verslunum en 11% hjá netverslunum, að því er Reuters greinir frá. Meira
27. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 717 orð | 4 myndir

Lítil yfirbygging og hóflegt verð

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Skartgripamarkaðurinn er óvenjulegur fyrir margra hluta sakir og er t.d. Meira

Fastir þættir

27. desember 2021 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rc3 g6 4. h4 d6 5. h5 Rxh5 6. Hxh5 gxh5 7. e4 c6...

1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rc3 g6 4. h4 d6 5. h5 Rxh5 6. Hxh5 gxh5 7. e4 c6 8. Dxh5+ Kd7 9. Dxf5+ Kc7 10. Df7 Bd7 11. c5 De8 12. Db3 e5 13. cxd6+ Bxd6 14. Dc4 Kc8 15. dxe5 Bxe5 16. Rf3 Be6 17. Dd3 Bc7 18. Bg5 h6 19. Bf6 Hh7 20. De3 Rd7 21. Bh4 a5 22. Meira
27. desember 2021 | Í dag | 19 orð | 3 myndir

Bestu bækur ársins

Ragnheiður Birgisdóttir og Árni Matthíasson, menningarblaðamenn Morgunblaðsins, völdu þær bækur sem þeim þótti skara fram úr á árinu... Meira
27. desember 2021 | Árnað heilla | 224 orð | 1 mynd

Hjalti Stefán Kristjánsson

40 ára Hjalti ólst upp í Mosfellsbæ en býr í Laugarnesi í Reykjavík. Hann er með sveinspróf í grafískri miðlun og vinnur við það að hluta og er sölumaður hjá Kjötsmiðjunni. Hann syngur í Bartónum, karlakór Kaffibarsins, og er í pönkhljómsveitinni... Meira
27. desember 2021 | Í dag | 61 orð

Málið

Það vill gleymast að segi maður tvö , þrjú og fjögur gatnamót en vilji jafnframt vera samkvæmur sjálfum sér verður maður líka að segja eitt gatnamót . Orðið á aðeins að vera til í fleirtölu eins og hjólbörur og feðgar . Meira
27. desember 2021 | Árnað heilla | 576 orð | 5 myndir

Mildar og strangar mállöggur

Kristján Árnason fæddist á öðrum í jólum 1946, og varð því 75 ára í gær. Hann er fæddur í Reykjavík, gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu, en fluttist 1952 til Akureyrar með fjölskyldunni, þegar faðir hans varð kennari við Menntaskólann á Akureyri. Meira
27. desember 2021 | Í dag | 277 orð

Tekið héðan og þaðan

Fyrir jólin stóð ég í flutningum vestur á Seltjarnarnes. Nú er ég með ljóðabækurnar allt í kringum mig. Mér finnst vel til fallið að grípa stöku og stöku úr hverri um leið og ég sting þeim í hilluna. Fyrst eru „Vísur“ Bjarna frá Gröf. Meira
27. desember 2021 | Í dag | 89 orð | 1 mynd

Tvífari stígvélaða kattarins vekur athygli

Það er magnað þegar kvikmyndir slæðast inn í raunverulegt líf okkar. Meira
27. desember 2021 | Fastir þættir | 172 orð

Útsláttur. S-AV Norður &spade;8642 &heart;86 ⋄8642 &klubs;Á64...

Útsláttur. S-AV Norður &spade;8642 &heart;86 ⋄8642 &klubs;Á64 Vestur Austur &spade;D7 &spade;G10953 &heart;942 &heart;10 ⋄ÁK109 ⋄DG753 &klubs;D1092 &klubs;G8 Suður &spade;ÁK &heart;ÁKDG753 ⋄-- &klubs;K753 Suður spilar 6&heart;. Meira

Íþróttir

27. desember 2021 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Belgía/Holland Antwerp Giants – Liege 87:66 • Elvar Már...

Belgía/Holland Antwerp Giants – Liege 87:66 • Elvar Már Friðriksson skoraði 6 stig, tók 4 fráköst og gaf 9 stoðsendingar á 21 mínútu hjá Antwerp. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Brynjar fer til Vålerenga

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason verður væntanlega orðinn leikmaður Vålerenga í Noregi á nýju ári. Mun hann skrifa undir langtímasamning við félagið en Nettavisen í Noregi greinir frá. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 344 orð | 2 myndir

City náði sex stiga forystu

England Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Manchester City er komið með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir magnaðan 6:3-sigur á Leicester á heimavelli í gær. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

England Burnley – Everton frestað • Jóhann Berg Guðmundsson...

England Burnley – Everton frestað • Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Heimir orðaður við Mjällby

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í fótbolta, gæti orðið næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Mjällby. Heimir þjálfaði síðast Al-Arabi í Katar. DV. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 10 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: IG-höllin: Þór Þ...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: IG-höllin: Þór Þ. – Grindavík 19. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 724 orð | 3 myndir

Langskotin í genunum hjá Curry

Stephen Curry Kristján Jónsson kris@mbl.is Galdramaðurinn Stephen Curry er orðinn iðnastur allra við að koma boltanum ofan í körfuna frá þriggja stiga línunni í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Eða fyrir utan hana öllu heldur. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Magnaðri sigurgöngu lokið

Flensburg gerði sér lítið fyrir og varð í gær fyrsta liðið til þess að bera sigurorð af toppliði Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta. Lokatölur urðu 30:27. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Meistararnir gáfust ekki upp í Milwaukee

Grikkinn Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu hjá Milwaukee Bucks er meistararnir unnu 116:107-endurkomusigur á Boston Celtics á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs á jóladag. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 129 orð | 3 myndir

*Pólverjinn Robert Lewandowski var besti knattspyrnumaður heims árið...

*Pólverjinn Robert Lewandowski var besti knattspyrnumaður heims árið 2021 samkvæmt árlegri kosningu The Guardian á Englandi sem jafnan finnur út hundrað bestu leikmenn ársins á jarðarkringlunni. Lionel Messi varð annar og Mohamed Salah þriðji. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Robinson leikur með Haukum

Körfuknattleiksdeild Hauka og hin bandaríska Keira Robinson hafa komist að samkomulagi um að hún leiki með liðinu út yfirstandandi tímabil. Robinson kemur frá Skallagrími og leysir Haiden Palmer af hólmi. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Sex stiga forskot Manchester City

Manchester City er komið með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir magnaðan 6:3-sigur á Leicester á heimavelli í gær. Raheem Sterling skoraði tvö mörk fyrir City í einum fjörugasta leik tímbilsins til þessa. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Þeir bestu fara ekki á Ólympíuleikana

Forráðamenn norðuramerísku íshokkídeildarinnar, NHL, hafa tilkynnt að leikmenn hennar fái ekki að taka þátt í vetrarólympíuleikunum sem hefjast í Peking í Kína 4. febrúar. Meira
27. desember 2021 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Þýskaland Flensburg – Magdeburg 30:27 • Teitur Örn Einarsson...

Þýskaland Flensburg – Magdeburg 30:27 • Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Flensburg. • Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson 1. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.