Greinar mánudaginn 20. júní 2022

Fréttir

20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 228 orð | 2 myndir

Alltaf gaman í fótbolta sama hvað

Dætur Íslands Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Í fimmta þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Alexöndru Jóhannsdóttur, leikmann Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Árlegur fundur EFTA haldinn í Borgarnesi

Sumarfundur aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) fer fram í dag. Fundurinn, sem er haldinn árlega, fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Þar koma saman ráðherrar, þingmenn og samstarfsaðilar EFTA. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 930 orð | 3 myndir

Best fyrir börn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stundum er sagt að dæma megi hvert samfélag af því hvernig það kemur fram við börn. Forritið sem við lifum eftir, oft ævina á enda, er búið til á fyrstu æviárum okkar. Meira
20. júní 2022 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Flotinn stærri en í kalda stríðinu

Yfirmaður hjá breska flughernum telur nauðsynlegt að Bretland fjölgi herflugvélum sem leita sérstaklega að kafbátum til þess að hemja njósnir Rússa við landamæri Bretlands. Fjöldi rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi hefur tvöfaldast á síðasta áratug og eru þeir nú fleiri en í kalda stríðinu. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Gengu fyrir krabbameinsveika

Útivistarhópurinn Snjódrífurnar, með G. Sigríði Ágústsdóttur, betur þekkt sem Sirrý, í fararbroddi, leiddi fjallgöngu á Akrafjall til styrktar Lífskrafti. Súlur og Sjónfríður leiddu samskonar göngu á Glámuhálendi. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Hafþór Hreiðarsson

Hiti Maður kælir sig í vatnsbrunni í Nerja á Spáni. Margir Íslendingar ferðast nú um sólarlönd á meðan hitabylgja ríður yfir... Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 653 orð | 1 mynd

Hið ómögulega reyndist mögulegt

Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Horft fram hjá tilhæfulausum reikningum

Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Fjöldi tilhæfulausra bakreikninga fyrir „komum“ sjúklinga, sem skráðir eru hjá einkareknum heilsugæslum, í blóðprufu á heilsugæslu hins opinbera hlaupa líklega á tugum þúsunda. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Í standi til að slá met í sumar

Sara Sigurbjörnsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í bæði fjórgangi V1 og fimmgangi F1 meistara á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks í hestaíþróttum þetta árið. Meira
20. júní 2022 | Erlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Macron missir meirihlutann

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og fylking hans Ensemble náði ekki meirihluta í frönsku þingkosningunum í gær. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 307 orð | 2 myndir

Margt hægt að gera betur

Dagmál Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Meðferðarheimilið á Laugalandi enduropnað

Starfsemi er aftur hafin í húsnæði meðferðar- og stúlknaheimilisins á Laugalandi í Eyjafirði en starfsemin mun fara fram undir öðru nafni. Þetta staðfestir forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, Ólöf Ásta Farestveit. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Metfjöldi útskrifaðist úr HR

754 nemendur brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Eldborgarsalnum í Hörpu á laugardaginn. Aldrei hafa fleiri nemendur verið brautskráðir frá skólanum. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 654 orð | 2 myndir

Miklar lækkanir á rafmyntamarkaði

Logi Sigurðarson logis@mbl.is Fjárfestar hafa vart séð til sólar undanfarin misseri á alþjóðafjármálamörkuðum, og markaðurinn sem hefur farið hvað verst út úr núverandi lækkunum er rafmyntamarkaðurinn. Bitcoin, stærsta rafmyntin að markaðsvirði, hefur fallið um 60% það sem af er ári og um 72% frá hæstu hæðum. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Neyðarsendirinn í TF-ABB virkur

Hljóð á myndskeiðum sem tekin voru um borð í flugvélinni TF-ABB, um það leyti þegar hún var að koma inn að Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni, gefur til kynna að afl hafi verið á hreyflinum. Heyra má aflið minnka, og flugið lækkar í kjölfarið niður að vatnsyfirborðinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem kom út um helgina. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Nýtt Hoffell SU-60 á Fáskrúðsfirði

Nýtt skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, Hoffell SU-60, sigldi í heimahöfn í brakandi blíðu í gærmorgun. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 462 orð | 1 mynd

Rafmagnaðir þríburar

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þríburabræðurnir Guðfinnur Ragnar, Gunnar Már og Þórir Örn Jóhannssynir í Bolungarvík luku fyrir skömmu verklegum hluta sveinsprófs í rafvirkjun og fá sveinsprófsbréf 1. júlí, en þeir kláruðu 4. stig í vélstjórn frá Vélskóla Íslands í fyrravor og rafvirkjun frá Raftækniskólanum í desember sem leið. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 499 orð | 3 myndir

Réttur til þátttöku og réttlátrar samkeppni

Fréttaskýring Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Alþjóðasundsambandið, FINA, hefur ákveðið að transkonur verði ekki gjaldgengar í kvennaflokk hafi þær stigið sín fyrstu skref í kynþroskaferli karlkyns líkama. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Sigling Baldurs frá Stykkishólmi gekk vel degi eftir bilun

Ferð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs frá Stykkishólmi í gær gekk mjög vel, að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða, en ferjan var á reki um 300 metra frá landi í rúmar fimm klukkustundir á laugardag vegna bilunar. Meira
20. júní 2022 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Skógareldar á Spáni í hitabylgju

Slökkviliðsmenn berjast við skógareld nálægt borginni Zamora á norðurhluta Spánar. Hitabylgja gengur nú yfir á Spáni en hiti hefur náð 40 stigum á mörgum stöðum og mest 43 gráðum. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Tækifæri myndast á markaði

„Grundvöllurinn fyrir bitcoin er algjörlega jafn sterkur og áður. Auðvitað er leiðinlegt að það sé mikill sársauki á mörkuðum, en það á ekki bara við rafmyntamarkað.“ Þetta segir Kjartan Ragnars, stjórnarmaður og regluvörður hjá Myntkaupum. Meira
20. júní 2022 | Erlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Uffe Ellemann-Jensen látinn

Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, er látinn, 80 ára að aldri. Eftir langa baráttu við krabbamein hrakaði heilsu hans skyndilega og var hann lagður inn á spítala á mánudag, þar sem hann lést. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Verkamaðurinn á Seltjarnarnesi í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Maður sem réðst á vinnufélaga sinn með haka og klaufhamri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Rannsókn málsins miðar ágætlega, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Von á HEIMA á heimili fólks fljótlega

Smáforrit HEIMA verður fljótlega gert aðgengilegt fyrir fjölskyldur á Íslandi. Meira
20. júní 2022 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Yngsti borgarfulltrúinn lagði blóm á leiði fyrsta kvenkyns fulltrúans

Magnea Gná Jóhannsdóttir, varaforseti borgarstjórnar og yngsti borgarfulltrúi Reykjavíkur frá upphafi, lagði blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur við hátíðlega athöfn í Hólavallakirkjugarði í gærmorgun í tilefni af baráttudegi íslenskra kvenna. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júní 2022 | Leiðarar | 247 orð

Efnahagsblikur á lofti

Ísland er ekki í skjóli fyrir lægðum Meira
20. júní 2022 | Leiðarar | 386 orð

Ein helsta forsendan

Afgreiðsla rammans er ekki nema fyrsta skrefið í átt að því að laga orkumálin Meira
20. júní 2022 | Staksteinar | 175 orð | 1 mynd

Er próf kúgun, ekki könnun á getu?

Fráfarandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri kvaddi með óvenjulegum hætti við útskrift í skólanum fyrir helgi. Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður vék að orðum hans á blog.is: „Margir hafa velt fyrir sér vanda íslenska skólakerfisins og slökum árangri íslenskra nemenda í fjölþjóðlegum samanburði. Nú hefur skólameistari Menntaskólans á Akureyri (MA) komið auga á vandamálið, en í lokaræðu sinni sem skólameistari MA sagði hann lokapróf skólans ekkert hafa með nám eða menntun að gera heldur væri það „kúgunartæki feðraveldis embættismanna“. Meira

Menning

20. júní 2022 | Bókmenntir | 1162 orð | 4 myndir

Grátt yfir skonnortunni Arctic

Bókarkafli Örlagaskipið Arctic heitir bók eftir G. Jökul Gíslason og segir frá skonnortunni Arctic og úlfakreppu áhafnarinnar í hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar. Meira
20. júní 2022 | Kvikmyndir | 98 orð | 1 mynd

IceDocs haldin í fjórða sinn

Alþjóðlega heimildarmyndahátíðin IceDocs verður haldin á Akranesi í fjórða sinn nú í vikunni, hefst miðvikudaginn 22. júní og lýkur 26. júní. Meira
20. júní 2022 | Fólk í fréttum | 65 orð | 4 myndir

Sýningin Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals var...

Sýningin Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals var opnuð á Kjarvalsstöðum 16. júní. Meira

Umræðan

20. júní 2022 | Aðsent efni | 297 orð | 1 mynd

Afhjúpun á Alþingi

Eftir Diljá Mist Einarsdóttur: "Hins vegar mættu stjórnvöld standa sig mun betur í aðhaldi og hagræðingu." Meira
20. júní 2022 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Elítan og almúginn

Eftir Ragnhildi L. Guðmundsdóttur: "Landið þar sem brauðmolakenningin fær að njóta sín; elítan eða alþýðan. Brauðmolar þeirra til alþýðu sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin." Meira
20. júní 2022 | Aðsent efni | 826 orð | 1 mynd

Kominn á tíræðisaldur

Eftir Þóri S. Gröndal: "Ég var að halda upp á 90 ára afmælið og verð því að sætta mig við að vera kominn á tíræðisaldur á Íslandi þótt ég sé enn bara níræður í henni Ameríku." Meira
20. júní 2022 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Orðspor eyríkis

Orðspor Íslands skiptir öllu þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptum. Ráðamenn ræða það iðulega hversu mikilvægt það er að fá hingað til lands erlendar fjárfestingar enda er okkar innlendi markaður smár og vinnur smæðin gegn hagsmunum okkar. Meira
20. júní 2022 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Sólin, segulsvið jarðar og lífið á jörðinni

Eftir Pálma Stefánsson: "Lífríkið hefur líklega þróast vegna rafsegulsviðs jarðar og er líklega háð stöðugleika og síun geislunar sólar, sem annars hefðu áhrif á allt líf." Meira
20. júní 2022 | Aðsent efni | 761 orð | 2 myndir

Uffe Ellemann-Jensen – minning

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson: "Það sem leiddi okkur Uffe saman á þessum árum var óbrigðull stuðningur okkar sem fulltrúa smáþjóða við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða." Meira

Minningargreinar

20. júní 2022 | Minningargreinar | 710 orð | 1 mynd

Gissur Vignir Kristjánsson

Gissur Vignir Kristjánsson fæddist 25. júní 1944 í Hafnarfirði. Síðar á ævinni breytti hann nafni sínu í Gissur Júní Kristjánsson. Hann lést á Landakotsspítala 31. maí 2022. Foreldrar hans voru Kristján Steingrímsson bifreiðastjóri í Hafnarfirði, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2022 | Minningargreinar | 601 orð | 1 mynd

Gylfi Bergmann Heimisson

Gylfi Bergmann Heimisson fæddist á Akranesi 8. maí 1975. Hann lést 4. júní 2022. Faðir Gylfa er Heimir Bergmann Gíslason, f. 31. október 1939, og móðir hans var Erla Björk Steinþórsdóttir, f. 14. maí 1945, d. 8. ágúst 2000. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2022 | Minningargreinar | 2973 orð | 1 mynd

Halldór Jónatansson

Halldór Jónatansson fæddist í Reykjavík 21. janúar 1932. Hann lést á Hrafnistu Sléttuvegi í Reykjavík 8. júní 2022. Foreldrar hans voru Sigurrós Gísladóttir húsmóðir, f. 9.11. 1906 í Reykjavík, d. 8.3. 1992, og Jónatan Hallvarðsson hæstaréttardómari, f. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2022 | Minningargreinar | 1678 orð | 1 mynd

Jóhannes Sigurjónsson

Jóhannes Sigurjónsson fæddist í Bolungarvík 16. febrúar 1954. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. júní 2022. Foreldrar hans voru Herdís S. Guðmundsdóttir, f. 3. september 1929, d. 31. janúar 2012, og Sigurjón Jóhannesson, f. 16. apríl 1926, d. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2022 | Minningargreinar | 2872 orð | 1 mynd

Þóra Grétarsdóttir

Þóra Grétarsdóttir fæddist á Selfossi 9. desember 1947. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10. júní 2022. Foreldrar hennar voru Grétar Símonarson fv. mjólkurbússtjóri, f. 18.2. 1920, d. 27.5. 2004, og Guðbjörg Sigurðardóttir frá Akranesi, f. 23.5. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. júní 2022 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Styrking Alvotech gengin til baka

Fjárfestar sýndu hlutabréfum íslenska lyfjafyrirtækisins Alvotech mikinn áhuga þegar viðskipti hófust með bréf félagsins í Nasdaq-kauphöllinni í New York á fimmtudag. Meira
20. júní 2022 | Viðskiptafréttir | 239 orð | 3 myndir

Sumir Trump-tollar tilgangslausir

Í viðtali við fréttastöðina ABC News á sunnudag sagði Janet Yellen fjármálaráðherra Bandaríkjanna að ríkisstjórn Joes Bidens væri að endurskoða ýmsa tolla á kínverskan varning með það fyrir augum að koma böndum á hátt verðbólgustig í landinu. Meira
20. júní 2022 | Viðskiptafréttir | 299 orð | 2 myndir

Veiking japanska jensins gerir verslunum erfitt fyrir

Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Japanska jenið hefur veikst mikið gagnvart helstu gjaldmiðlum á undanförnum fjórum mánuðum. Meira
20. júní 2022 | Viðskiptafréttir | 282 orð | 1 mynd

Verkföll og skortur á starfsfólki plaga flugfélög og flugvelli í Evrópu

Töluverðar raskanir hafa orðið á starfsemi flugvalla og flugfélaga víða í Evrópu að undanförnu og er útlit fyrir áframhaldandi truflanir í sumar. Er starfsfólk óánægt með kjör sín og aðbúnað og hótar verkföllum. Meira

Fastir þættir

20. júní 2022 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

1. d4 e6 2. Rf3 Rf6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. c4 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Da4 a6...

1. d4 e6 2. Rf3 Rf6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. c4 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Da4 a6 8. Dxc4 b5 9. Dc2 Bb7 10. Bg5 Rbd7 11. Rbd2 Hc8 12. Bxf6 Rxf6 13. Rb3 Be4 14. Dc3 Rd5 15. Dc1 Rb4 16. Meira
20. júní 2022 | Í dag | 72 orð | 1 mynd

Bjóða upp á hundaís

Sérstakur hundaís frá stórmarkaðnum Aldi í Bretlandi stendur hundum og hundaeigendum nú til boða. Meira
20. júní 2022 | Árnað heilla | 592 orð | 4 myndir

Erfði keppnisskapið frá móður sinni

Dagur Bergþóruson Eggertsson fæddist 19. júní 1972 í Ósló. Hann varð því fimmtugur í gær. „Ég er námsmannabarn. Foreldrar mínir voru ógiftir, þannig að þegar að fæðingunni kom átti pabbi ekki að fá að vera viðstaddur. Meira
20. júní 2022 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Jakob Tryggvason

50 ára Jakob fæddist á Akureyri en býr til skiptis á fæðingarstaðnum og í Reykjavík. Hann er hljóðmaður og formaður Félags tæknifólks. „Ég hafði áhuga á félagsstörfum en þau urðu smátt og smátt að vinnunni svo ég vinn í rauninni við áhugamálið. Meira
20. júní 2022 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Kópavogur Alexandra Thea Fernández fæddist 28. september 2021 í...

Kópavogur Alexandra Thea Fernández fæddist 28. september 2021 í Reykjavík. Hún vó 3.768 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Heiðar Örn Fernández og Jóhanna Sigríður Gunnarsdóttir... Meira
20. júní 2022 | Í dag | 265 orð

Lítið ljóð og lausavísur

Ég hef alltaf haft gaman af þessu kvæði Kristjáns Karlssonar sem ber yfirskriftina: „Þau hin litverpu og litglæstu fjöll er blasa við í austri eru sögufróðustu fjöll Íslands ...“ Sigurður Guðmundsson: Ræða á Íþróttavellinum í Reykjavík, 17. Meira
20. júní 2022 | Í dag | 59 orð

Málið

Nafnorðið hnekkur er til en það er útafsofnað og hnekkir er arftakinn. Hnekkir – skaði, tjón, afhroð – sést varla nema í sambandinu að bíða hnekki : verða fyrir tjóni ellegar lækka í áliti . Meira

Íþróttir

20. júní 2022 | Íþróttir | 616 orð | 5 myndir

* Anton Sveinn McKee hafnaði í sautjánda sæti af 64 keppendum í 100...

* Anton Sveinn McKee hafnaði í sautjánda sæti af 64 keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Búdapest á laugardagsmorgun. Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

Ástralía South Adelaide – Norwood Flames 56:76 • Isabella Ósk...

Ástralía South Adelaide – Norwood Flames 56:76 • Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 5 stig, tók 12 fráköst, stal 2 boltum og varði 1 skot á 32 mínútum með South... Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Eiður Smári ráðinn aftur til FH

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Hann tekur við liðinu af Ólafi Jóhannessyni sem var vikið frá störfum fyrir helgi. Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Haukur og Sigvaldi fengu silfur

Spænska stórveldið Barcelona vann sinn ellefta Evrópumeistaratitil í handbolta, annan í röð, er liðið vann 37:35-sigur á Kielce frá Póllandi í vítakeppni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Lanxess-Arena í Köln í Þýskalandi í gærkvöldi. Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Úlfarsárdalur: Fram – ÍBV 18...

KNATTSPYRNA Besta deild karla: Úlfarsárdalur: Fram – ÍBV 18 Kópavogur: Breiðablik – KA 19.15 Garðabær: Stjarnan – KR 19.15 2. deild kvenna: Akranes: ÍA – ÍH 19. Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 323 orð | 1 mynd

Lengjudeild karla Fjölnir – Vestri 1:2 Staðan: Selfoss 742117:1014...

Lengjudeild karla Fjölnir – Vestri 1:2 Staðan: Selfoss 742117:1014 Grótta 641116:513 Grindavík 734011:613 HK 640211:712 Fylkir 732216:811 Fjölnir 732216:1211 Kórdrengir 724111:910 Vestri 723210:179 Afturelding 71336:106 Þór 71247:145 KV 71067:193... Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Saga og Sigurður fögnuðu sigri

Saga Traustadóttir úr GKG og Sigurður Bjarki Blumenstein hjá GR eru Íslandsmeistarar í holukeppni árið 2022 eftir sigur á Íslandsmeistaramótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær. Var mótið haldið í 35. Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

Svíþjóð AIK – Rosengård 0:6 • Guðrún Arnardóttir lék allan...

Svíþjóð AIK – Rosengård 0:6 • Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Kristianstad – Piteå 1:0 • Amanda Andradóttir kom inn á hjá Kristianstad á 78. mínútu Kristianstad og Emelía Óskarsdóttir í uppbótartíma. Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 878 orð | 2 myndir

Valur með fínt forskot í EM-hléinu

Fótboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur verður með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta næsta rúma mánuðinn eftir 2:1-sigur á Þrótti úr Reykjavík á útivelli í gær er tíundu umferðinni lauk. Meira
20. júní 2022 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

Þurftu að sætta sig við silfur

Handbolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.