Greinar föstudaginn 25. nóvember 2022

Fréttir

25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

346 sektir vegna nagladekkja

Lögreglan á landinu hefur sektað ökumenn í 346 tilvikum vegna ólöglegrar notkunar nagladekkja á fimm ára tímabili, frá ársbyrjun 2018 til 6. nóvember á yfirstandandi ári, en óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15 Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Aðventuhátíð fyrir börnin í kirkjunni

„Núna fer í hönd aðventan sem er skemmtilegur tími í kirkjustarfinu. Það er einhver helgi yfir þessum tíma þegar ljósin lýsa upp myrkrið og jólalögin fara að óma,“ segir sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Afi tveggja í körfuboltalandsliðinu

Ingvar S. Jónsson hefur gjarnan verið kallaður faðir körfuboltans í Hafnarfirði. Jón Arnór og Pétur, synir hans, eru báðir fyrrverandi landsliðsmenn í körfu og hafa auk þess getið sér gott orð sem þjálfarar, eins og pabbinn Meira
25. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 608 orð | 1 mynd

Aftur stefnt að risastóru stökki

Það ríkti mikil spenna á Canaveral-höfða á miðvikudaginn fyrir viku, þegar Artemis I-leiðangurinn hóf þar för sína til tunglsins. Þegar hafði þurft að fresta geimskotinu í tvígang í ágúst og í september og voru því miklar vonir bundnar við að betur tækist til nú Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Á bestu bók síðustu 50 ára

„Þetta var frábært kvöld í París og mér fannst mjög gaman að geta komið og tekið við þessum verðlaunum. Mér þykir mjög vænt um þau,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur. Bók Ragnars, Snjóblinda, var nýverið valin besta glæpasaga sem gefin… Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Breytt ljósastýring kom íbúum á óvart

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Breytingar sem nýlega voru gerðar á umferðarljósum á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs virðast hafa komið íbúum og vegfarendum í Vesturbænum í opna skjöldu. Greint er frá því í íbúahópi á Facebook að í vikunni minnstu hafi mátt muna að ekið væri á stúlku á hjóli þegar hún fór yfir gangbraut á grænu ljósi á þessum gatnamótum. Áður var grænt ljós á gangbraut þegar ýtt var á hnapp og bílar biðu á rauðu ljósi á meðan. Eftir breytingarnar kviknar samtímis á grænu gönguljósi yfir Hringbraut og grænu ljósi fyrir umferð bíla sem taka vinstri beygju frá Bræðraborgarstíg yfir á Hringbraut. Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 367 orð | 2 myndir

Bætt aðstaða bakdeildar

Tíminn líður hratt og var þess minnst á dögunum að liðin eru 30 ár frá því að háls- og bakdeild var stofnuð við St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi. Í tilefni þess var bæjarbúum og öðrum gestum boðið til fagnaðar og endurnýjuð aðstaða endurhæfingarinnar tekin í notkun Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 993 orð | 4 myndir

Ekki lengur komið í veg alvarleg áhrif breytinganna – Loftslagsvæn og vel rekin bú í sveitum hluti af lausninni – Ís

„Það voru ákveðin vonbrigði að sjá umfjöllun þeirra sem voru á COP27 fundinum um hversu mikil vonbrigði fundurinn hefði verið. Einhverjir ljósir punktar eins og það var orðað en ekki nægar skuldbindingar við aðgerðir til þess að mæta þeim markmiðum sem sett hafa verið Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Er Öræfajökull að rumska?

„Ég sá fljótlega út frá gögnunum mínum að þegar Öræfajökull hörfaði á öldum áður þá gerðist það hratt í jarðsögulegu tilliti. Í kjölfar þess fylgdu eldgos, miðað við gjóskulög sem ég kortlagði á svæðinu Meira
25. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Fordæma ofbeldi Íransstjórnar

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær ofbeldisverk íranskra stjórnvalda gegn friðsömum mótmælendum og samþykkti að setja á fót nefnd til að rannsaka harkalegar aðgerðir þeirra til að kveða mótmælin niður Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Gefa sér skamman tíma

Samninganefndir samflots Starfsgreinasambandsfélaganna og verslunarmanna annars vegar og samflots iðnaðar- og tæknifólks hins vegar funduðu fram á kvöld ásamt Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi undir stjórn ríkissáttasemjara Meira
25. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 704 orð | 1 mynd

Glímt við rafmagnsleysið

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Um 70% af íbúum Kænugarðs þurftu að lifa án rafmagns í fyrrinótt, þar sem erfiðlega gekk að koma orkuverum aftur í gang eftir loftárásir Rússa í fyrradag. Vítalí Klitsjkó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði að starfsmenn borgarinnar hefðu unnið hörðum höndum að því að koma aftur á aðgangi borgarbúa að rafmagni og heitu vatni, en þrátt fyrir það væru enn nærri tveir-þriðju hlutar Kænugarðs rafmagnslausir. Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Hafrajógúrtin komin í verslanir

Arna mjólkurvinnsla í Bolungarvík hefur hafið framleiðslu á jógúrt sem eingöngu er búin til úr höfrum en hún verður kynnt undir vörumerkinu Vera Örnudóttir. Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu, segir að um sé að ræða áhugaverða viðbót sem stækki neytendahóp fyrirtækisins Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 1405 orð | 1 mynd

Hóf ferilinn í eigin baðkari

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Páll Jakob Líndal heitir maður, doktorsmenntaður í umhverfissálarfræðum hinum megin á hnettinum, í Ástralíu, og hefur farið mikinn í opinberri umræðu nýverið þar sem hann boðar mannkyni nýtt og betra líf taki það að gefa harðsnúnum fræðum hans gaum. Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 94 orð

Innflytjendur eru 16,3% landsmanna

Innflytjendur á Íslandi voru 61.148 eða 16,3% mannfjöldans þann 1. janúar sl. Innflytjendum heldur áfram að fjölga og voru þeir 15,5% landsmanna (57.126) í fyrra. Frá árinu 2012 hefur hlutfallið farið úr 8,0% mannfjöldans upp í 16,3% Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Íslendingar freista þess að gera góð kaup á svörtudegi

Kaupglaðir íslendingar gera sig nú klára þar sem svörtudagur, eða svartur föstudagur, er runninn upp. Það verður margt um manninn í verslunum landsins þar sem boðið verður upp á fjölbreytt tilboð og munu viðskiptavinir eflaust freista þess að gera… Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 302 orð | 3 myndir

Jólaverslun á Akureyri fer vel af stað

Einstök veðurblíða norðan heiða gerir að verkum að fjöldinn allur af fólki er á ferðinni, enda færð eins og á sumardegi. „Fólk er greinilega að nýta sér gott veður og góða færð, það er mikil umferð, fólk úr nágrannabyggðalögum kemur mikið til að… Meira
25. nóvember 2022 | Fréttaskýringar | 604 orð | 3 myndir

Kólnandi markaður en stefnir ekki í frost

Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um fasteignamarkaðinn sýnir áframhaldandi merki um kólnun á fasteignamarkaði. „Við erum að sjá fækkun í sölu íbúða sem fara yfir ásettu verði, meira framboð húsnæðis á markaðnum og fólk er… Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 554 orð | 3 myndir

Kraftur kominn á ný í viðræðurnar

Samningamenn verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki gefið upp á bátinn tilraunir til að ná samkomulagi um gerð skammtímasamnings þrátt fyrir uppnámið sem varð í kjaraviðræðunum í fyrradag vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Uppákoma Hópur listafólks mætti í Kringluna í vikunni með óvæntar uppákomur. Tilgangurinn var að vekja athygli á árlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar... Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 265 orð | 4 myndir

Michelin á Moss

Staðurinn var opnaður árið 2018 og fékk nokkrum mánuðum síðar Michelin-stjörnu. Áður en hann opnaði Hide átti hann Michelin-stjörnuveitingastaðinn sem er nefndur eftir honum sjálfum, Dabbous. Þetta eru ekki einu staðirnir sem Ollie hefur starfað á sem skarta hinum eftirsóknarverðu stjörnum Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Mun efla varnarbúnað fangavarða

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist munu efla varnarbúnað fangavarða á næstunni, líkt og hann hefur í hyggju að gera fyrir lögregluna. Nefnir hann í því samhengi högg- og hnífavesti auk þess sem „vel komi til skoðunar“ að veita fangavörðum aðgengi að rafbyssum, svonefndum Taser Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 527 orð | 2 myndir

Nýtt íslenskt kollagen á markað

Elísabet eða Beta Reynis, eins og hún er alla jafna kölluð, hefur verið öflugur talsmaður kollagens svo árum skiptir þannig að það lá kannski ljóst fyrir að hún myndi bæta því við sína framleiðslulínu en þar eru fyrir liposomal-vítamín sem hafa notið mikilla vinsælda Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 858 orð | 2 myndir

Nýtum betur verðmætin í ruslinu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Óþægilegt en tilfallandi ástand

„Þessar viðvaranir snúa aðallega að þeim ferðamönnum sem eru staddir á landinu. Ég held að þetta sé tilfallandi ástand en ekki viðvarandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um viðvaranir sendiráða… Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 385 orð | 2 myndir

Ráðherra mun efla búnað

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir grafalvarlega þróun eiga sér stað innan fangelsa landsins með auknu ofbeldi og vopnaburði fanga, líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær. Fangaverðir kalla eftir aukinni þjálfun og varnarbúnaði og hyggst ráðherra svara kallinu. Hann segir öryggi fangavarða, líkt og lögreglu, í hæsta forgangi. Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Rótarýmenn á Króknum bjóða aftur í jólahlaðborð

Rótarýklúbbur Sauðárkróks fer núna á laugardaginn aftur af stað með sitt stærsta samfélagsverkefni eftir Covid-hlé síðustu tveggja ára. Klúbburinn býður öllum gestum og gangandi til ókeypis jólahlaðborðs í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og þar verður… Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 374 orð | 2 myndir

Senda fólki sérvalin vín heim í áskrift

„Við viljum taka þátt í því að byggja upp vínkúltúr á Íslandi,“ segir Einar Þór Ingólfsson, verkfræðingur í Danmörku. Einar og vinir hans stofnuðu nýlega Vínklúbbinn sem hefur það að markmiði að bjóða Íslendingum í fyrsta sinn upp á sérvalin hágæðavín í áskrift Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Sendu verkalýðsforystunni tóninn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ræddu nokkuð um stöðuna á vinnumarkaði á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í gærmorgun. Bjarni sagði í umræðum undir lok fundarins að þær kröfur sem komið hafa fram af hálfu… Meira
25. nóvember 2022 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Sex milljónir manna í straffi

Kínversk stjórnvöld ákváðu í gær að setja samkomubann á um sex milljónir íbúa borgarinnar Zhangzhou, auk þess sem gripið verður til víðtækra skimana vegna Covid-19. Nýjum tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað mjög í Kína síðustu daga, en… Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Ung sefhæna í heimsókn í Herjólfsdal

Ung sefhæna hefur verið í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum undanfarið. „Ég glímdi við hana í fjóra daga,“ segir Sigurgeir Jónasson ljósmyndari. „Þeir bentu mér á hana fuglaáhugamennirnir Ólafur Tryggvason og Ingi Sigurjónsson.“ Sefhænur flækjast oft hingað Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Upplifun á jólamarkaðinum við Elliðavatn

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir jólamarkaði við Elliðavatn allar helgar aðventunnar. Fyrsta opnunarhelgin er nú að ganga í garð og á laugardag og sunnudag er opið milli kl. 12 og 14. Kostað er kapps að skapa ljúfa jólastemningu þar sem… Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Verða áfram í varðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu héraðssaksóknara um að karlmennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Þriðjungur notar rafhlaupahjól

Rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, 18 ára og eldri, notar rafhlaupahjól eitthvað og hefur þeim fjölgað úr 19% frá því fyrir tveimur árum. Ríflega einn af hverjum tíu notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar og 14% til viðbótar nota rafhlaupahjól einu til þrisvar sinnum í mánuði Meira
25. nóvember 2022 | Innlendar fréttir | 878 orð | 2 myndir

Þytur hefur sýnt mikla vitsmuni

Viðtal Atli Vigfússon Laxamýri Hann fæddist 2009 og hefur alltaf verið góð forystukind. Hann hefur þó alltaf farið sínar eigin leiðir í fjárhúsunum og stokkið yfir allt. Það gladdi ekkert mjög mikið til að byrja með, en nú er hann í uppáhaldi. Hann gleður alla og er mikill félagi. Þetta er Þytur á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi í S-Þingeyjarsýslu. Forystusauður sem er búinn að sjá margt og hefur sýnt vitsmuni sem tekið hefur verið eftir. Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 2022 | Staksteinar | 214 orð | 1 mynd

Farsælast að fara varlega

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um innflytjendamál í pistli á mbl.is og bendir á að velferðarkerfin á Norðurlöndum séu aðdráttarafl en að aðflutningur fólks skapi vaxandi álag á þessi velferðarkerfi. Hér á Íslandi megi sjá að aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur kosti æ meira með hverju árinu. Meira
25. nóvember 2022 | Leiðarar | 294 orð

Leikið að eldinum

Kjarnorkuver mega aldrei vera skotmörk Meira
25. nóvember 2022 | Leiðarar | 297 orð

Lærum af sögunni

Enginn er bættari með háa verðbólgu eftir óraunhæfa samninga Meira

Menning

25. nóvember 2022 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

Aldrei borða skötu tvisvar sama dag

Söngkonan Sigga Beinteins elskar skötu og verður að fá skötu á Þorláksmessu. Hún sagði frá þessu í viðtali við Helgarútgáfuna með Yngva Eysteins og Regínu Ósk um síðustu helgi en þar ræddi hún meðal annars um jólahefðir sínar Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 924 orð | 2 myndir

Allt frá gluggasköfum til kajaka

Hönnunarstofan Plastplan hlaut Hönnunarverðlaun Íslands í ár fyrir „hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina“, eins og dómnefnd orðaði það og veitti Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þeim Birni Steinari… Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Áslaug sýnir Bergmál í Listvali á Granda

Bergmál nefnist einkasýning sem Áslaug Íris Katrín opnar í Listvali á Granda í dag milli kl. 17 og 19. Á sýningunni kannar Áslaug hvenær hið óhlutbundna öðlast merkingarbært form Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Banksy ósáttur við vinnubrögð Guess

„Allir búðarþjófar athugið. Farið vinsamlegast til GUESS á Regent Street. Þeir hafa stolið verkum mínum þannig að þið hljótið að mega gera það sama við fatnað þeirra,“ skrifaði listamaðurinn Banksy í færslu á Instagram fyrr í vikunni sem hátt í tvær milljónir manns hafa líkað við Meira
25. nóvember 2022 | Kvikmyndir | 731 orð | 2 myndir

Blaðamennska og kvenleiki

Laugarásbíó, Smárabíó og Sambíóin She Said / Hún sagði ★★★★· Leikstjórn: Maria Schrader. Handrit: Rebecca Lenkiewicz. Aðalleikarar: Carey Mulligan, Zoe Kazan, Patricia Clarkson og Andre Braugher. Bandaríkin, 2022. 129 mín. Meira
25. nóvember 2022 | Bókmenntir | 625 orð | 3 myndir

Daruma handa þér

Barnabók Héragerði ★★★★· Eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Salka gefur út, 2022. Innbundin, 168 bls. Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Dýr uppstilling opnuð í Galleríi Fold

Dýr uppstilling nefnist sýning sem Karl Jóhann Jónsson opnar í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á morgun, laugardag. Karl Jóhann útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993 og með gráðu í listkennslu við LHÍ árið 2006 Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 178 orð | 2 myndir

Hnotubrjótur forsýndur

Ballettflokkurinn Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er staddur hér á landi og flutti Hnotubrjótinn eftir Tsjajkovskíj í Hörpu í gærkvöldi, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, og eru næstu sýningar í kvöld og annað kvöld Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 224 orð | 1 mynd

Kollvarpar fyrri kenningum

Fimm orð sem grafin eru á tvö þúsund ára gamla hönd úr bronsi geta veitt nýjar upplýsingar um tilurð og þróun basknesku, sem álitið er eitt leyndardómsfyllsta tugumálið í Evrópu. Þessu greinir Independent frá Meira
25. nóvember 2022 | Bókmenntir | 592 orð | 3 myndir

Ljóðanet yfir heiminn

Ljóð Krossljóð ★★★★· Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Dimma, 2022. Kilja 115 bls. Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 195 orð | 1 mynd

Mörk kvikmynda og lista á ráðstefnu

KvikMyndlist er yfirskrift haustráðstefnu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi sem haldin verður í dag og á morgun. Umræðuefni ráðstefnunnar eru mörk kvikmynda og lista, varðveisla og miðlun kvikra og stafrænna miðla á söfnum og þær áskoranir sem felast í því, eins og segir í tilkynningu Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Óttar fjallar um ævi og endalok Jónasar

Óttar Guðmundsson geðlæknir segir frá ævi og endalokum Jónasar Hallgrímssonar á fundi sem Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla stendur fyrir í Íþróttahúsinu á Álftanesi á morgun, laugardag, kl. 14 Meira
25. nóvember 2022 | Bókmenntir | 792 orð | 3 myndir

Ótti við útlendinga

Sagnfræði Ísland Babýlon ★★★★· Eftir Árna Snævarr. Mál og menning 2022, 312 bls., myndir, skrár. Meira
25. nóvember 2022 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Prúðbúið drasl á Netflix

Netflix er stappfult af búningadrömum og fremst í flokki ný mynd, Persuasion, gerð eftir samnefndri skáldsögu Jane Austen og framleidd af Netflix fyrir morð fjár en til einskis. Myndin er ekki einu sinni skemmtilega vond Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Sigur Rós lýkur tónleikaferðalagi sínu í Laugardalshöll í kvöld

Hljómsveitin Sigur Rós endar umfangsmikla tónleikaferð sína um heiminn með tónleikum í kvöld í Laugardalshöll. Tónleikaferðalagið er það fyrsta í fimm ár hjá hljómsveitinni og hefur hún komið fram í Norður-Ameríku, Asíu og Evrópu Meira
25. nóvember 2022 | Bókmenntir | 613 orð | 3 myndir

Skuggar fortíðar vakna

Skáldsaga Dauðaleit ★★★½· Eftir Emil Hjörvar Petersen. Lesin af Hirti Jóhanni Jónssyni. Storytel, 2022. Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 1773 orð | 4 myndir

Sögur af Jökuldælingum

Fyrst er brot úr inngangi Ragnars Inga Aðalsteinssonar, en síðar sögur úr bókinni: „Helgi Thordarson biskup vísiteraði í Hofteigi rétt fyrir miðja nítjándu öld og segir í bréfi sem birt er hér í bókinni að íbúar þar séu einangraðir frá öðrum byggðum Meira
25. nóvember 2022 | Fólk í fréttum | 640 orð | 6 myndir

Valsar um áhugamálin sín

Einar Bárðarson er mættur með látum á hlaðvarpslestina með nýja hlaðvarpið Einmitt en þar ræðir Einar við áhugavert fólk úr ýmsum áttum um umhverfismál, samfélagsmál og markaðsmál. Hlaðvarpið, sem fór í loftið um síðustu helgi, stökk beint á Topp… Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Viðurkenna yfirsjón vegna áritunar

Stjórnendur bókaútgáfunnar Simon & Schuster viðurkenndu í vikunni að um 900 eintök af bókinni The Philosophy of Modern Song eftir Bob Dylan sem seld voru fyrir allt að 600 dali hvert eintak (um 85 þúsund ísl Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 1536 orð | 2 myndir

Við þurfum nýja græna byltingu

Heiminum bjargað „Norman! Þú fékkst Nóbelinn!“ Maðurinn sem bjargaði milljarði manna frá hungurdauða? Auðvitað var Norman Borlaug úti á akrinum hjá plöntunum sínum þegar kona hans Margaret kom hlaupandi út úr litla húsinu sem þau höfðust við í úti í sveit í Mexíkó og kallaði fréttina Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 356 orð | 3 myndir

Þorkell í forgrunni á ErkiTíð

Raftónlistarhátíðin ErkiTíð hefst í dag og stendur út helgina. Er hún elsta raftónlistarhátíð Íslands, hóf göngu sína árið 1994 og hefur íslensk tónlist ávallt verið í forgrunni. Að þessu sinni verða flutt og frumflutt 40 íslensk tónverk frá fjórum kynslóðum tónskálda Meira
25. nóvember 2022 | Menningarlíf | 316 orð | 3 myndir

Æsispennandi og uppfull af húmor

Barnasaga Ævintýri Freyju og Frikka - Á kafi í Kambódíu ★★★★½ Eftir Felix Bergsson. Felix Bergsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir lesa. Storytel 2022. 1 klst. og 54 mín. Meira

Umræðan

25. nóvember 2022 | Aðsent efni | 701 orð | 1 mynd

Ályktun NordAN

Aðalsteinn Gunnarsson: "Áhrif áfengis varða ekki einungis þann sem drekkur heldur snerta þau einnig aðra fjölskyldumeðlimi. Bjartsýni eykst með auknum forvörnum." Meira
25. nóvember 2022 | Aðsent efni | 487 orð | 1 mynd

Dramadrottning fer hamförum

Árni Árnason: "Á Ole er helst að skilja að íslenskir hreindýraveiðimenn séu ýmist ölvaðir, væsklar eða konur sem ekki hafi burði til að halda á byssu." Meira
25. nóvember 2022 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Ertu með eða á móti?

Hildur Þórðardótttir: "Íslenskir fjölmiðlar fjalla ekki um það sem er að gerast í heiminum, heldur einungis það sem fréttaveiturnar mata þá á." Meira
25. nóvember 2022 | Aðsent efni | 553 orð | 2 myndir

Fjaðramegn ræður flugi

Gunnar Úlfarsson og Jóhannes Stefánsson: "Geðþóttaákvarðanir í skattheimtu þegar hagnaður er talinn of hár fara gegn viðmiðum um fyrirsjáanleika og geta haft í för með sér mikla áhættu." Meira
25. nóvember 2022 | Aðsent efni | 647 orð | 1 mynd

Látum ekki ræna okkur voninni

Sigurbjörn Þorkelsson: "Því er svo mikilvægt að halda í vonina, þrátt fyrir öll vonbrigðin, og gera hana að meðvituðu og markvissu leiðarljósi í lífinu." Meira
25. nóvember 2022 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Samtal um sólina

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir: "Líftími sólarsella er rúm 40 ár en að þeim tíma liðnum má taka þær niður og endurvinna allt að 99%." Meira
25. nóvember 2022 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Viljum við áfram vera sjálfstæð þjóð?

Kjartan Eggertsson: "Ef rétturinn til að nýta auðlindirnar er smám saman færður og léður útvöldum til eilífðareignar, erfða og án gjalds er friðurinn úti og sjálfstæðið." Meira
25. nóvember 2022 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Þekktu rauðu ljósin – Soroptimistar hafna ofbeldi

Guðrún Lára Magnúsdóttir: "Við viljum hvetja alla til að kynna sér málefnið, fræðast og leggja sitt af mörkum til að stöðva ofbeldi." Meira
25. nóvember 2022 | Pistlar | 448 orð | 1 mynd

Þjóðir sem framkvæma!

Singapúr og Ísland eiga margt sameiginlegt. Hvort tveggja eru litlar þjóðir sem búa við öryggi í löndum sínum, reiða sig á út- og innflutning og leggja mikla áherslu á menntun og nýsköpun. Þá eru þetta þjóðir sem framkvæma!” Sá sem mælti þessi … Meira

Minningargreinar

25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1329 orð | 1 mynd

Anna Guðrún Hafsteinsdóttir

Anna Guðrún Hafsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 18. janúar 1945. Hún lést á Landspítalanum 14. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Jakobína Sigurveig Pétursdóttir, f. 9. febrúar 1917, d. 24. janúar 1993, og Hafsteinn Eyvindur Gíslason, f. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1555 orð | 1 mynd

Edward Magni Scott

Edward Magni Scott fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1943. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 18. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Guðrún Jóhannesdóttir, f. 1924, d. 2018, og Troy Edward Scott, f. 1922, d. 1987. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1492 orð | 1 mynd

Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir

Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 10. apríl 1929. Hún lést í Reykjavík 12. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Sigurður Sveinbjörnsson, bóndi í Rauðseyjum og síðar í Efri-Langey, 20.12. 1894, 28.11. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

Guðrún Hafliðadóttir

Guðrún Hafliðadóttir fæddist á Patreksfirði 16. nóvember 1960. Hún lést þann 31. október 2022 í Fredericia í Danmörku. Foreldrar hennar voru þau hjónin Hafliði Ottósson frá Ísafirði, f. 3. mars 1925, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 333 orð | 1 mynd

Ingveldur Björnsdóttir

Ingveldur Björnsdóttir fæddist 11. október 1946. Hún lést 7. nóvember 2022. Útför Ingveldar fór fram 21. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 2089 orð | 1 mynd

Linda Finnbogadóttir Venegas

Linda Finnbogadóttir Venegas fæddist á Siglufirði 18. maí árið 1942. Linda lést á Huntington-sjúkrahúsinu í Pasadena, Los Angeles, 5. október 2022. Foreldrar Lindu voru Finnbogi Halldórsson skipstjóri, fæddur í Ólafsfirði 3. apríl árið 1900, látinn 27. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 461 orð | 1 mynd

Lucie Einarsson

Lucie Einarsson fæddist 3. september 1936. Hún lést 8. nóvember 2022. Útför hennar fór fram 19. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1967 orð | 1 mynd

Magnús Guðbrandsson

Magnús Guðbrandsson fæddist á Siglufirði 16. desember 1948. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 10. nóvember 2022. Foreldrar Magnúsar voru Guðbrandur Magnússon kennari og Anna Júlía Magnúsdóttir húsfreyja. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 1164 orð | 1 mynd

Sigríður Pálmadóttir

Sigríður Pálmadóttir fæddist á Akureyri 30. september 1923. Hún lést á Landspítalanum 15. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Pálmi Anton Loftsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, f. 17. september 1894, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2022 | Minningargreinar | 514 orð | 1 mynd

Örn Sveinbjarnarson

Örn Sveinbjarnarson fæddist 30. september 1951. Hann lést 8. nóvember 2022. Útför hans fór fram 18. nóvember 2022. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

25. nóvember 2022 | Sjávarútvegur | 237 orð

Leggur til hærri veiðigjöld

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leggur til að veiðigjald hækki á næsta ári um 2,5 milljarða króna að nafnvirði miðað við núverandi áætlun næsta árs. Hækkunin leggst aðallega á uppsjávarútgerðirnar sem veiða síld, loðnu, kolmunna og makríl og… Meira
25. nóvember 2022 | Sjávarútvegur | 600 orð | 1 mynd

Óvissa um birtingu upplýsinga um eignarhald

Ekkert er því til fyrirstöðu í persónuverndarlögum að stjórnvöld birti upplýsingar um eign sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum eða fyrirtækjum sem starfa á öðrum sviðum efnahagskerfisins Meira
25. nóvember 2022 | Sjávarútvegur | 663 orð | 2 myndir

Viðræður stranda á mótframlagi

Aðalástæða þess að ekki hefur tekist að landa kjarasamningi milli sjómanna og útgerða er krafa sjómanna um aukið mótframlag í lífeyrissjóð til jafns við aðra launþega. „Okkur finnst útgerðin hafa borð fyrir báru að klára þessi mál við okkur Meira

Viðskipti

25. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 192 orð | 1 mynd

Auknar tekjur en minni hagnaður hjá SVN

Hagnaður Síldarvinnslunnar á þriðja fjórðungi þessa árs nam um 16,6 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 17,3 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins námu um 79,3 milljónum dala og jukust um 7,2 milljónir dala á milli ára Meira
25. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 496 orð | 2 myndir

Gerir stöðu ráðherra veikari

Væntar verðbætur og vaxtagreiðslur af skuldabréfum útgefnum af ÍL-sjóði njóta verndar eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar. Á þetta er bent í nýju minnisblaði lögfræðistofunnar Logos sem unnið var fyrir fjóra lífeyrissjóði Meira
25. nóvember 2022 | Viðskiptafréttir | 211 orð | 1 mynd

Vísitala GemmaQ sýnileg í rauntíma

Nýsköpunarfyrirtækið GemmaQ ehf. hefur opnað fyrir sölu á jafnréttisvísitölu sinni í rauntíma, fyrst sinnar tegundar á heimsvísu, á upplýsingatorgi Amazon (AWS Data Exchange for APIs). Salan fer fram í gegnum bandarískt dótturfélag GemmaQ Meira

Daglegt líf

25. nóvember 2022 | Daglegt líf | 678 orð | 2 myndir

Skyrta og gardína urðu að sparikjól

Enginn var kjóllinn á þá litlu, svo ekki var annað að gera en að finna eitthvað til að sauma úr og fyrir valinu varð gardína og ein nælonskyrta. Meira

Fastir þættir

25. nóvember 2022 | Dagbók | 65 orð | 1 mynd

10 framúrskarandi ungir Íslendingar

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar verða veitt af JCI á Íslandi næstkomandi miðvikudag, 30. nóvember, en tíu Íslendingar hafa nú verið tilnefndir til verðlaunanna. Forseti Íslands, Guðni Th Meira
25. nóvember 2022 | Í dag | 93 orð | 1 mynd

Gísli Arnar Guðmundsson

50 ára Gísli er fæddur í Reykjavík, ólst upp á Húsavík en býr á Akureyri. Hann lauk vélskólanámi við Verkmenntaskólann á Akureyri og er deildarstjóri ástandsgreiningar hjá tækniþjónustufyrirtækinu HD á Akureyri Meira
25. nóvember 2022 | Í dag | 824 orð | 3 myndir

Með hendurnar í leir og mold

Kristín Ísleifsdóttir fæddist 25. nóvember 1952 í Reykjavík. Hún ólst upp þar, sem og á Hólmavík og Hvolsvelli. Flest grunnskólaárin var Kristín í Langholtsskóla. „Ég átti að taka landspróf í Skógum undir Eyjafjöllum, en þá bjuggum við á Hvolsvelli þegar faðir minn var héraðslæknir Suðurlands Meira
25. nóvember 2022 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Axel Koa Lerrin fæddist 4. janúar 2022. Hann vó 4.048 g og var…

Reykjavík Axel Koa Lerrin fæddist 4. janúar 2022. Hann vó 4.048 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Ösp Jónsdóttir og Jesper Lerrin. Meira
25. nóvember 2022 | Í dag | 61 orð

Reynum ekki að „friðþægja Tyrki“ til að þeir leyfi Finnum og Svíum að…

Reynum ekki að „friðþægja Tyrki“ til að þeir leyfi Finnum og Svíum að ganga í NATO. Sögnin þýðir ekki að blíðka, sefa, milda eða dekstra, gera e-m til geðs eða hafa e-n góðan, heldur að gera yfirbót Meira
25. nóvember 2022 | Í dag | 171 orð

Skák

1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. Rf3 Rf6 4. e5 dxe5 5. Rxe5 a6 6. g3 Dd6 7. Rf3 Rc6 8. Bg2 g6 9. 0-0 Bg7 10. h3 0-0 11. d3 Bf5 12. He1 Hfe8 13. Be3 e5 14. Rd2 b6 15. Bg5 Hac8 16. Rc4 Db8 17. a4 Be6 18. a5 bxa5 19 Meira
25. nóvember 2022 | Í dag | 383 orð

Undarleg er íslensk þjóð

Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir á Boðnarmiði: Emjar kári, ýfist lá yfir boði ríður. Kvikum bárum ægis á áfram gnoðin skríður. Í formála að Vísnasafni sínu skrifar Sigurður Jónsson frá Haukagili: „Í formi vísunnar felldi þjóðin harm sinn og gleði, ást sína og hatur, vonir og vonbrigði Meira
25. nóvember 2022 | Í dag | 177 orð

Upprisan. N-NS

Upprisan. N-NS Norður ♠ Á6 ♥ ÁKD643 ♦ Á7 ♣ 752 Vestur ♠ KG94 ♥ 10 ♦ 108 ♣ ÁK10984 Austur ♠ 10852 ♥ G972 ♦ 32 ♣ G63 Suður ♠ D73 ♥ 85 ♦ KDG9654 ♣ D Suður spilar 6♦ Meira

Íþróttir

25. nóvember 2022 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Bayern réð ekki við Barcelona

Spánarmeistarar Barcelona reyndust ofjarlar Bayern München í gærkvöld þegar liðin mættust á Camp Nou í Meistaradeild kvenna í fótbolta. Barcelona vann öruggan sigur, 3:0, með þremur mörkum í fyrri hluta síðari hálfleiks Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 457 orð | 3 myndir

Brassarnir í banastuði

Brasilíumenn eru mættir til leiks á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Það tók þá klukkutíma að gera virkilega vart við sig en eftir að Richarlison skoraði eftir ríflega 60 mínútur gegn Serbum í Katar í gærkvöld voru úrslitin sama og ráðin og leikurinn endaði 2:0 Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 306 orð | 2 myndir

Brött brekka í Huelva

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta átti litla möguleika gegn því spænska er liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins 2023 í Huelva á Spáni í gærkvöldi. Yfirburðir spænska liðsins voru miklir og var ljóst í hvað stefndi frá fyrstu mínútu Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Eyjamenn mörðu Fram í Úlfarsárdal

ÍBV gerði afar góða ferð til Reykjavíkur þegar liðið vann Fram með minnsta mun, 30:29, eftir æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Framhúsi í Úlfarsárdal í gærkvöldi Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 319 orð | 1 mynd

Fór á kostum í öruggum sigri Stjörnunnar

Stjarnan lenti ekki í neinum vandræðum með Grindavík þegar liðin áttust við í 7. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, í Garðabænum í gærkvöldi. Stjarnan vann að lokum öruggan 94:65-sigur Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Guðmundur byrjaði ekki vel

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði sér ekki á strik á fyrsta hring sínum á fyrsta tímabilinu á Evrópumótaröðinni í golfi en hann hóf keppni á Joburg Open í Suður-Afríku í gær Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Kane verður með í kvöld

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, staðfesti í gær að landsliðsfyrirliðinn Harry Kane verði klár í slaginn þegar enska liðið mætir því bandaríska á HM í Katar í kvöld. Kane varð fyrir ökklameiðslum í 6:2-sigri Englands á Íran í fyrstu umferð mótsins Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 330 orð | 2 myndir

Sádi-Arabar ætla að reyna að fá Cristiano Ronaldo til að spila í landinu…

Sádi-Arabar ætla að reyna að fá Cristiano Ronaldo til að spila í landinu eftir að hann var laus allra mála frá Manchester United. Prinsinn Abdulaziz bin Turki Al-Faisal, sem er íþróttamálaráðherra landsins, staðfesti við Sky News í gær að stefnt… Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

Stórsigrar Stjörnunnar og Tindastóls í úrvalsdeildinni

Stjarnan og Tindastóll unnu stórsigra í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld þegar þau fengu lið Grindavíkur og Breiðabliks í heimsókn. ÍR vann sigur á Þór frá Þorlákshöfn í hörkuleik í Breiðholtinu og náði sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni Meira
25. nóvember 2022 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Tindastóll áfrýjaði úrskurðinum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar Körfuknattleikssambands Íslands eftir að hún úrskurðaði Haukum 20:0-sigur í bikarleik liðanna á dögunum. Tindastóll vann leik liðanna í 1 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.