Greinar miðvikudaginn 7. desember 2022

Fréttir

7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Aðhald stjórnarinnar lagt á almenning

„Verjum heimilisbókhaldið“ og „Vinnum gegn verðbólgu“ kallast tveir flokkar breytingatillagna Samfylkingarinnar við fjárlög næsta árs þar sem meðal annars er lagt til að vaxtabætur til millitekjufólks hækki um 50 prósent, 17 milljörðum verði varið… Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Bíða vindorkulaga

Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Qair Iceland, segir að ef allt gangi að óskum muni fyrirtækið hefja uppbyggingu vindorkuvers á Sólheimum á Laxárdalsheiði árið 2026. Virkjunin verði um 200 MW og kostnaðurinn um 15 milljarðar Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Ef Ava verður brátt siglingafær að nýju

Bilunin sem varð í leiguskipi Eimskips, Ef Ava, suðaustur af Grindavík hinn 24. október síðastliðinn reyndist alvarlegri en upphaflega var talið. Áætlað var að viðgerð tæki hálfan mánuð en nú er ljóst að hún tekur tæpa tvo mánuði Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Ráðhúsið Síðari umræða um fjárhagsáætlun fyrir 2023 fór fram í borgarstjórn í gær. Þrír úr meirihlutanum voru fjarri, þau Einar Þorsteinsson, Heiða B. Hilmisdóttir og Þórdís Lóa... Meira
7. desember 2022 | Fréttaskýringar | 601 orð | 3 myndir

Ekkert flóknara en að bursta tennurnar

Fréttaskýring Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Hvaða vesen er nú í sjónmáli?“ kunna margir að hugsa þegar þeir heyra orð eins og hringrásarhagkerfi, flokkun á öllu rusli og ég tala nú ekki um ef fólk upplifir að eitthvert yfirvald sé að segja því hvað eigi að gera. Hvernig á að flokka þetta? Hvert fer þetta? Í hvaða tunnu fer götótta peysan, eða fer hún ekki í tunnu? Þarf nú að geyma kartöfluhýðið í heila viku inni á heimilinu? Hvað á að skíra þessar fjórar tunnur: Vömb, keppur, laki, vinstur? Meira
7. desember 2022 | Erlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Fimm dæmdir til dauða vegna mótmælanna

Fimm voru í gær dæmdir til dauða fyrir að hafa myrt meðlim í öryggissveitum Írans í mótmælaöldunni miklu sem nú skekur landið. Þá fengu ellefu til viðbótar, þar af þrír undir lögaldri, langa fangelsisdóma fyrir þátt sinn í morðinu Meira
7. desember 2022 | Fréttaskýringar | 871 orð | 1 mynd

Gagnrýnir yfirstjórn lögreglu

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríkissaksóknari setur fram þunga gagnrýni á lögregluembættin og yfirstjórn lögreglunnar fyrir meðferð og vörslu upplýsinga sem aflað er með símahlustunum og skyldum aðgerðum, meint hirðuleysi um að skrá slíkar aðgerðir í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, og að virða fyrirmæli ríkissaksóknara að vettugi. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun ríkissaksóknara í nýrri skýrslu embættisins um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum á seinasta ári. Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 37 orð

Geimher Bandaríkjanna vill til Íslands

Geimher Bandaríkjanna (e. USSF) hefur kynnt fyrir utanríkisráðuneytinu hugmyndir um að fá aðstöðu hér á landi. Er tilgangurinn að rannsaka jónahvolfið svonefnda. Vegna þessa hafa fulltrúar geimhersins kannað hvar væri heppilegast að koma fyrir tækjabúnaði Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Geimherinn vill aðstöðu á Íslandi

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Geimher Bandaríkjanna (e. United States Space Force, USSF) hefur kynnt utanríkisráðuneytinu hugmyndir um að gera mælingar á jónahvolfinu svonefnda frá Íslandi. Hafa fulltrúar USSF m.a. framkvæmt vettvangskönnun hér á landi vegna mögulegrar staðsetningar á þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er til rannsóknanna. Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 509 orð | 1 mynd

Geir Haarde sætti órétti í landsdómi

Geir H. Haarde forsætisráðherra var ranglega dæmdur í landsdómi, sakfelling hans fyrir að hafa ekki haldið nægilega marga fundi hafi ekki aðeins snúið að fullkomnu aukaatriði, heldur hafi það ekki staðist lagalega Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 389 orð

Gera atlögu og vilja klára fljótt og vel

„Núna ætlum við að vera í samfloti með iðnaðarmönnum og VR og vonandi getum við gert atlögu að þessu á morgun [í dag] og klárað þetta fljótt og vel,“ segir Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar LÍV og formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni (FVSA) Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Hver vill teikna 20 milljarða hús?

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir hefur birt á Evrópska efnahagssvæðinu auglýsingar um forval á arkitektahönnun byggingar fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu (HVH). Stefnt er að því að byggja 26 þúsund fermetra hús á 30 þúsund fermetra lóð ofan Sundahafnar, milli Kleppsspítala og verslunarmiðstöðvarinnar Holtagarða. Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Höfundar ræddu krimma

Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags var haldið í gærkvöldi í fyrsta skipti í tvö ár en þeim var aflýst í faraldrinum. Tólf höfundar brakandi ferskra gæðakrimma mættu á staðinn og ræddu bækur sínar og glæpasögur almennt út frá ýmsum sjónarhornum Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Leiðangur til að leita að loðnunni

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu til loðnumælinga sl. mánudag. Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir að verkefnið taki allt að tíu daga. Auk þeirra munu veiðiskip jafnframt taka þátt í verkefninu og aðstoða við að afmarka… Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 33 orð

Mynd tengdist ekki frétt

Í frétt um ábendingar til Neytenda­stofu í blaðinu í gær var mynd úr tilteknu fyrirtæki. Tekið skal fram að fyrirtækið tengdist ekki efni fréttarinnar á nokkurn hátt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Óljós afstaða til hlutafjáraukningar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svarar því ekki hvort hann sé hlynntur hlutafjáraukningu Ljósleiðarans. „Mér finnst eðlilegt að rýnihópurinn ljúki störfum sínum áður en ég eða aðrir tjáum okkur um erindi Ljósleiðarans,“ segir hann í… Meira
7. desember 2022 | Erlendar fréttir | 678 orð | 1 mynd

Ræddu drónaárásir á Rússland

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti fundaði í gær með þjóðaröryggisráði Rússlands, en fundarefnið var sagt „innra öryggi“ landsins. Ráðið fundar venjulega á föstudögum, en fundi þess var flýtt í kjölfar langdrægra drónaárása Úkraínumanna á herflugvelli í Rússlandi. Sögðu stjórnvöld í Kreml jafnframt að verið væri að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að verjast frekari slíkum árásum. Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Spurt og svarað í fjörugri keppni

Trausti Hafsteinsson gaf út spurningaspilið „Gettu betur“ árið 2002 og nú hefur hann sent frá sér 20 ára afmælisútgáfu með 2.100 nýjum spurningum eftir Illuga Jökulsson. Nýja skemmtispilið „Hrærigrautur“ er jafnframt á hans… Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Tekist á um fjárhag borgarinnar

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í gær. Fundahöld stóðu yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun og því ekki ljóst hvernig afgreiðslu mála lyktaði. Borgarstjórn ræddi hallarekstur Reykjavíkur og hvar … Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 364 orð | 3 myndir

Telja sig hafa dregist aftur úr

„Verkefnin eru ærin og við erum ákaflega ánægð með þessa viðbót,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri um auknar fjárveitingar til löggæslu í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu verða fjárveitingar … Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Þrenna úr óvæntri átt hjá Portúgal

Goncalo Ramos fékk tækifæri í byrjunarliði Portúgals og skoraði þrennu í 6:1-stórsigri á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta karla í Katar í gærkvöldi. Ramos fékk svo heiðursskiptingu rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Cristiano Ronaldo kom inn á Meira
7. desember 2022 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Örn Jóhannsson, fv. skrifstofustjóri

Örn Jóhannsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Árvakurs, lést að kvöldi sl. mánudags, 83 ára að aldri. Örn fæddist 7. apríl 1939. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Siggeirsdóttir húsmóðir og Jóhann Á Meira

Ritstjórnargreinar

7. desember 2022 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

Byrgjum brunninn …

Geir Ágústsson verkfræðingur fjallar um vindmyllur á blog.is og bendir á að þær hafi hingað til verið lítil tilraunaverkefni hér á landi sem hafi gengið misvel: Meira
7. desember 2022 | Leiðarar | 358 orð

Ferð án fyrirheits

Skrykkjótt ferðalag en ágætur endir Meira
7. desember 2022 | Leiðarar | 288 orð

Slakað á veiruaðgerðum

Fyrstu merki um breytta stefnu sjást nú í Kína Meira

Menning

7. desember 2022 | Bókmenntir | 829 orð | 3 myndir

Hrollvekja fyrir þau sem þora

Barnabók Skólaslit ★★★½· Eftir Ævar Þór Benediktsson. Mál og menning, 2022. Innb. 265 bls. Meira
7. desember 2022 | Bókmenntir | 402 orð | 3 myndir | ókeypis

Í hryllingi skotgrafanna

Skáldsaga Á nóttunni er allt blóð svart ★★★★½ Eftir David Diop Ásdís Rósa Magnúsdóttir þýddi og ritar eftirmála. Angústúra, 2022. Kilja, 141 bls. Meira
7. desember 2022 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur jólatónleika í kvöld

Hinir árlegu jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju verða haldnir í kirkjunni í kvöld kl. 20. Á efnisskrá verða jólalög úr ýmsum áttum, íslensk jafnt sem erlend. Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar eru úr röðum kórfélaga og munu kórfélagar einnig koma fram sem dúettar, tríó og kvartettar Meira
7. desember 2022 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Kirstie Alley látin 71 árs að aldri

Bandaríska leikkonan Kirstie Alley er látin, 71 árs að aldri, eftir stutta baráttu við krabbamein. Þetta staðfesta börnin hennar tvö í færslu á Instagram. Alley vakti fyrst raunverulega athygli sem leikkona í hlutverki sínu sem Rebecca Howe í… Meira
7. desember 2022 | Menningarlíf | 206 orð | 1 mynd

Kvartett Stínu heldur tónleika

Kvartett söngkonunnar og lagahöfundarins Stínu Ágústsdóttur heldur tónleika í kvöld kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Tónleikarnir eru á dagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Stína er djasstónlistarkona og hefur hin síðustu ár fengið margar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar Meira
7. desember 2022 | Menningarlíf | 482 orð | 2 myndir

Myndar ættartré tónskálda

Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson mun fagna plötu sinni Atonement, sem kom út hjá Sono Luminus vorið 2020, með tónleikum í Kaldalóni Hörpu í kvöld, miðvikudag, kl. 20. Kammerhópurinn Caput og söngkonan Tui Hirv flytja verk Páls í bland við verk annarra tónskálda Meira
7. desember 2022 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Ný bók frá Rushdie kemur út í febrúar

Útdráttur úr væntanlegri skáldsögu eftir bresk-indverska rithöfundinn Salman Rushdie hefur verið birtur á vef The New Yorker. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan ráðist var á Rushdie með þeim afleiðingum að hann missti sjón á öðru auga og mátt í öðrum handleggnum Meira
7. desember 2022 | Fjölmiðlar | 209 orð | 1 mynd

Stærsti fótbolta- leikur sögunnar?

Einu sinni fyrir langalöngu gaf ég hátíðlegt loforð um að ég ætlaði ekki að horfa á eina einustu mínútu af HM í Katar, enda þótti mér ákvörðunin um að halda mótið þar svívirðileg af ýmsum ástæðum. Ekki var þó langt liðið af mótinu fyrr en það loforð … Meira

Umræðan

7. desember 2022 | Aðsent efni | 291 orð | 1 mynd

Auður raunveruleikans

Einar Ingvi Magnússon: "Siðmenning okkar er því miður stílfærð upp á peningalegt auðmagn og óstjórnlega græðgisvæðingu." Meira
7. desember 2022 | Pistlar | 400 orð | 1 mynd

Borgarstjóri gegn börnum?

Borgarstjóri og skósveinar hans lögðust undir feld og sögðust hafa velt við hverjum steini (hvernig svo sem það atvikast undir feldinum) til að ná fram hagræðingu í rekstri Reykjavíkurborgar. Skemmst er frá því að segja að fjallið tók jóðsótt og lítil mús fæddist Meira
7. desember 2022 | Aðsent efni | 665 orð | 1 mynd

COP27 og þróun loftslagsmála

Árni Finnsson: "Sú fullyrðing Þorsteins að þessi ríki taki ekki virkan þátt í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum lýsir kunnáttuleysi hans og vanþekkingu." Meira
7. desember 2022 | Aðsent efni | 822 orð | 1 mynd

Fjórar samfélagsbyltingar

Þórir S. Gröndal: "Tölvutæknin hefur hertekið heiminn. Hundruð milljóna manna eru tölvufíklar. Og lygin grasserar í tölvuheimi." Meira
7. desember 2022 | Aðsent efni | 910 orð | 1 mynd

Hið óumflýjanlega hrun

Nouriel Roubini: "Heimsbúskapurinn er að verða fyrir stöðugum áföllum á framboði til skamms og miðlungstíma sem draga úr hagvexti og hækka verð og framleiðslukostnað." Meira
7. desember 2022 | Aðsent efni | 128 orð | 1 mynd

Verndum Vin

Elísabet Jökulsdóttir: "Hrafn heitinn Jökulsson bróðir minn lét sig lítilmagnann varða, hann kom reglulega við á Barnaspítala Hringsins og Aflagranda, allt í sjálfboðavinnu árum saman, hann barðist líka fyrir Vin batasetri og lagði á sig á sínum tíma að stofna þar góða stjórn..." Meira

Minningargreinar

7. desember 2022 | Minningargreinar | 1300 orð | 1 mynd

Baldur Friðfinnsson

Baldur Friðfinnsson fæddist að Bæ í Miðdölum, Dalasýslu, 5. desember 1930. Hann lést á Landspítalanum 25. nóvember 2022. Foreldrar hans voru Elín Guðmundsdóttir, f. 13. janúar 1899, d. 20. desember 1990, og Friðfinnur Sigurðsson, f. 6. apríl 1900, d.... Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2022 | Minningargreinar | 1314 orð | 1 mynd

Benedikt Andrésson

Benedikt Andrésson fæddist á Felli í Árneshreppi þann 14. mars 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 26. nóvember 2022. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlína Guðbjörg Valgeirsdóttir, f. 16. júlí 1900, d. 6. nóvember 1992, og Andrés Guðmundsson,... Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2022 | Minningargreinar | 2074 orð | 1 mynd

Gylfi Adolfsson

Gylfi Adolfsson fæddist á Patreksfirði 8. janúar 1940. Hann lést á heimili sínu, í faðmi fjölskyldunnar, 28. nóvember 2022. Foreldrar Gylfa voru Adolf Hallgrímsson, f. 1907, d. 1992, og Helga Guðmundsdóttir, f. 1908, d. 1994, bæði frá Patreksfirði. Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2022 | Minningargreinar | 1481 orð | 1 mynd

Sigríður Ásta Örnólfsdóttir

Sigríður Ásta Örnólfsdóttir fæddist i Reykjavík 12. ágúst 1946. Hún lést á Hrafnistu við Brúnaveg 26. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson, f. 1893, d. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

7. desember 2022 | Í dag | 403 orð

Ein flaska á dag

Ingólfur Ómar gaukaði að mér þessari stöku að gamni sínu: Alltaf tek ég af því mið enda þarft að muna: Ef stöku geri styðst ég við stuðlasetninguna. Pétur Stefánsson segist á Boðnarmiði lítið þurfa að kvarta meðan hann á til hnífs og skeiðar Meira
7. desember 2022 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Einstök jól hjá Júlí Heiðari

Júlí Heiðar hefur gefið út nýtt lag, lagið Gamlárskvöld með unnustu sinni, Þórdísi Björk, og framleiðandanum Fannari Frey. Júlí og Fannar mættu í Ísland vaknar á K100 á dögunum og ræddu um nýja lagið, jólahefðir og dans svo eitthvað sé nefnt Meira
7. desember 2022 | Í dag | 52 orð

Friðhelgi er réttur einstaklings til að vera laus við utanaðkomandi…

Friðhelgi er réttur einstaklings til að vera laus við utanaðkomandi afskipti eða ónæði. Hljómar dásamlega. Talað er um friðhelgi einkalífs, friðhelgi heimilis – og að njóta friðhelgi Meira
7. desember 2022 | Í dag | 187 orð

Fussumsvei. S-NS

Norður ♠ D864 ♥ G9654 ♦ 73 ♣ 95 Vestur ♠ Á73 ♥ Á10 ♦ KDG8654 ♣ D Austur ♠ 952 ♥ K72 ♦ Á2 ♣ K8764 Suður ♠ KG10 ♥ D83 ♦ 109 ♣ ÁG1032 Suður spilar 1♣ doblað Meira
7. desember 2022 | Í dag | 354 orð | 1 mynd

Júlíus Magnússon

60 ára Júlíus er Dalvíkingur, fæddur þar og uppalinn og hefur nánast alltaf búið þar fyrir utan þann tíma sem hann var í námi. Hann lærði tækniteiknun við Fjölbrautaskólann á Akranesi 1981 og lauk síðan matartækninámi við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrir fimm árum síðan Meira
7. desember 2022 | Í dag | 632 orð | 3 myndir

Meiri tími fyrir áhugamálin

Sigurvin Marinó Sigursteinsson er fæddur 7. desember 1952 í Vestmannaeyjum, ólst þar upp og hefur alla sína ævi búið þar. „Í gosinu var ég að vinna í Vestmannaeyjum allan tímann sem gosið stóð og slapp við að eiga heima í Reykjavík Meira
7. desember 2022 | Dagbók | 36 orð | 1 mynd

Rannsóknarnefndin og Landsdómur

Út er komin bókin Landsdómsmálið – stjórnmálarefjar og lagaklækir eftir dr. Hannes H. Gissurarson. Hann er gestur þáttarins í dag og segir þar frá helstu tíðindum og álitaefnum, sem hann hefur dregið þar saman á bók. Meira
7. desember 2022 | Í dag | 160 orð

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. e3 g6 6. Rc3 Bg7 7. a4 0-0 8. e4 d6 9. Rf3 axb5 10. Bxb5 Ba6 11. Bxa6 Rxa6 12. 0-0 Rd7 13. Hb1 Rb4 14. Rb5 c4 15. Rfd4 Rc5 16. Bd2 Rbd3 17. Rc6 Dd7 18. Bc3 e5 19 Meira

Íþróttir

7. desember 2022 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Bestur hjá Oakland

Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson er leikmaður ársins hjá bandaríska félaginu Oakland Roots. Óttar lék með Oakland-liðinu í B-deild Bandaríkjanna á síðustu leiktíð og skoraði 19 mörk í 30 leikjum Meira
7. desember 2022 | Íþróttir | 756 orð | 2 myndir

Erfiðasta ákvörðunin á ferlinum

„Þetta átti sér langan aðdraganda,“ sagði knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Morgunblaðið, um þá ákvörðun að skipta úr Stjörnunni í Breiðablik á dögunum. Katrín átti gott tímabil með Stjörnunni og skoraði níu mörk í sextán deildarleikjum Meira
7. desember 2022 | Íþróttir | 439 orð | 2 myndir

Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal og brasilíska karlalandsliðsins í…

Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal og brasilíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í 0:1-tapi Brasilíu gegn Kamerún í G-riðli heimsmeistaramótsins í Katar á dögunum Meira
7. desember 2022 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Liðstyrkur í Laugardal

Knattspyrnudeild Þróttar úr Reykjavík hefur gengið frá samningi við bandaríska leikmanninn Katie Cousins. Kemur hún til Þróttar frá Angel City í heimalandinu en þar lék hún í atvinnudeildinni, NWSL, á síðasta tímabili Meira
7. desember 2022 | Íþróttir | 437 orð | 3 myndir

Magnaðir Marokkóbúar

Marokkó skráði sig á spjöld sögunnar þegar liðið hafði betur gegn Spáni, 3:0, eftir vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum HM í fótbolta karla í Katar í gær. Bono í marki Marokkós varði tvær vítaspyrnur Spánverja og tryggði liðinu þannig sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts í fyrsta sinn í sögunni Meira
7. desember 2022 | Íþróttir | 34 orð | 1 mynd

Valsmenn misstu niður forskotið

Annan leikinn í röð fóru Valsmenn illa að ráði sínu á lokakaflanum í útileik í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta er Íslands- og bikarmeistararnir heimsóttu Ferencváros til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, í gærkvöldi Meira
7. desember 2022 | Íþróttir | 425 orð | 1 mynd

Valsmenn sprungu aftur í lokin

Annan leikinn í röð fóru Valsmenn illa að ráði sínu á lokakaflanum í útileik í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta er Íslands- og bikarmeistararnir heimsóttu Ferencváros til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, í gærkvöldi Meira
7. desember 2022 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Viktor ekki alvarlega meiddur

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Nantes í Frakklandi og íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gær en Viktor Gísli þurfti að fara af velli í leik Nantes og Sélestat í frönsku 1 Meira

Viðskiptablað

7. desember 2022 | Viðskiptablað | 1191 orð | 2 myndir

Áforma vindorkugarð árið 2026

Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Qair Iceland, segir að ef allt gangi að óskum muni fyrirtækið hefja uppbyggingu vindorkuvers á Sólheimum á Laxárdalsheiði árið 2026. Samhliða muni það hefja undirbúning vetnisvinnslu á Grundartanga en hún geti samkvæmt þessari tímalínu hafist 2027 Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 782 orð | 3 myndir

Einfaldleikinn ræður för í hanastélum Dubreuils

Léttur í bragði kemur hann spígsporandi á móti mér. Hann heilsar ekki, tekur meira „í spaðann“ og maður finnur strax að hér er á ferðinni maður sem kann að koma fram. Það er mikilvægur eiginleiki hjá barþjónum og þeir sem ná lengst á sviðinu búa yfir persónutöfrum Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 572 orð | 1 mynd

Ekkert sjálfsagt við sjálfstæði í orkumálum

” … þegar gefur á bátinn hjá fyrirtækjum í landinu, sem skapa verðmæti alla daga, þá hefur það bein áhrif á velferð þjóðarinnar. Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 749 orð | 1 mynd

Fyrst félaga með geðheilsustefnu

Auglýsingstofan Hvíta húsið hefur fyrst allra fyrirtækja á Íslandi sett sér geðheilsustefnu. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segist í samtali við ViðskiptaMogga hafa heyrt af því að Helena Jónsdóttir sálfræðingur væri að huga að stofnun ráðgjafarfyrirtækisins Mental Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 397 orð | 1 mynd

Langdreginn leikþáttur

Það er ástæða fyrir því að fólk, í það minnsta flest fólk, hefur sig til þegar förinni er heitið í leikhús. Fólk sækir leiksýningar með væntingar í huga, ýmist um að leikritið sé fyndið og skemmtilegt eða þá vel leikið og vel útfært þannig að það veki sterkar tilfinningar Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 688 orð | 1 mynd

Má bjóða þér skiptimiða?

” Ef ekki væri til staðar skiptiréttur væri hugsanlega óvissan með hvort gjöfin myndi nýtast í réttum tilgangi of mikil til að réttlæta kaupin fyrir neytandann og fyrir vikið minni hvati fyrir neytendur til að kaupa vörurnar. Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 213 orð | 1 mynd

Munar um að fá fimm stjörnu hótel við Hörpu

Opnun Mariott Edition-hótelsins við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu færir íslenska ferðaþjónustu og ráðstefnuhald hér á landi upp á nýtt stig að mati Svanhildar Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 756 orð | 1 mynd

Órói á vinnumarkaði aldrei góður

Á löngum ferli hefur Margrét Guðmundsdóttir sankað að sér reynslu úr ýmsum áttum, sem hún nýtir í dag sem meðlimur í stjórnum sumra öflugustu fyrirtækja landsins. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Sem stjórnarmaður verða… Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 2778 orð | 1 mynd

Starfsemi Hörpu kemst á fullt skrið á ný

„ Við leggjum áherslu á að húsið skapi verðmæti með þrenns konar hætti. Það er að skapa menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti. Það er það sem þetta hús gerir á hverjum degi í einhverri mynd.“ Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 372 orð | 1 mynd

Stór hluti leigður út

Við Dalveg í Kópavogi hefur á undanförnum mánuðum sprottið upp skrifstofubygging sem setur orðið svip á umhverfið. Fasteignafélagið Íþaka byggir húsið sem verður um 10.500 fermetrar. Við hlið hússins verða svo samkvæmt gildandi deiliskipulagi lóðarinnar byggð tvö minni skrifstofuhús Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 430 orð | 1 mynd

Svara ekki til um fjármögnun

Ekki fást skýr svör um það hvernig Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR), muni fjármagna kaupin á stofnneti Sýnar í næstu viku. Ljósleiðarinn tilkynnti í byrjun september samkomulag um kaup á stofnnetinu fyrir um þrjá milljarða króna Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 127 orð | 1 mynd

Tap í félagi Vilhjálms

Tap Miðeindar ehf. nam í fyrra um 66,8 milljónum króna, en félagið tapaði um 33,7 milljónum króna árið áður. Miðeind er í eigu Meson Holding SA, sem skráð er í Lúxemborg, og er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar, athafnamanns og fv Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 314 orð

Tilkynna ekki brottflutning til Þjóðskrár

Soffía Felixdóttir, deildarstjóri hjá Þjóðskrá, segir brögð að því að einstaklingar tilkynni ekki búferlaflutninga til annarra landa. Tilefnið er að samkvæmt nýju manntali Hagstofunnar bjuggu 359 þúsund manns á landinu í byrjun síðasta árs, eða um tíu þúsund færri en áður var áætlað Meira
7. desember 2022 | Viðskiptablað | 1297 orð | 1 mynd

Þegar allir vita hvað er að

Mér fannst ég vera agalega snjall og stórhuga þegar ég ákvað að nota fyrsta sumarfríið í MR til að fljúga austur til Kína og skrá mig í sumarnám við tungumáladeild Pekingháskóla. Dvölin í Peking var svo sannarlega lærdómsrík og þótt ég hafi varla… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.