Greinar laugardaginn 31. desember 2022

Fréttir

31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

31 varð 100 ára á árinu

Á þessu ári náði 31 Íslendingur 100 ára aldri og hafa þeir aldrei verið fleiri. Eldra met var 28 og var frá árunum 2008 og 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni, sem heldur úti síðunni Langlífi á Facebook, náðu átján konur og þrettán karlar hundrað ára aldri í ár Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Arnþór Birkisson

Gleði og gaman Snjórinn er kærkominn þegar veðrið leyfir okkur að renna niður brekkur á skíðum og snjóþotum líkt og nokkrir Hafnfirðingar gerðu í... Meira
31. desember 2022 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Átta manndráp á Grænlandi í ár

Lögreglan á Grænlandi hefur á þessu ári rannsakað átta mál sem skilgreind eru sem manndrápsmál. Að jafnaði hafa þrjú til sex slík mál komið upp árlega í landinu frá 2017. Bjørn Tegner Bay, lögreglustjóri á Grænlandi, segir við miðilinn… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Bláa lónið gaf 4,3 milljónir króna

Bláa lónið studdi Krabbameinsfélagið í ár með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Borholuhús brann í Mosfellssveit

Borholuhús Veitna í Mosfellssveit brann í fyrrinótt með þeim afleiðingum að stór og öflug borhola datt úr rekstri tímabundið. Í gær lá ekki fyrir hvað olli brunanum. Borholan, sem ber heitið MG-29, er staðsett í Reykjahlíð í Mosfellssveit og er ein af tólf borholum Veitna á svæðinu Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Breytir ásýnd til frambúðar

Skipulagsstofnun telur ljóst að fyrirhugaðar framkvæmdir við landeldisstöð á laxi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum muni breyta ásýnd svæðisins til frambúðar og upplifun íbúa og vegfarenda sem stunda útivist eða eiga leið um svæðið muni breytast Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Draugar bornir á borð fyrir nútímann

Drauga hefur víða verið getið og í bókinni Draugaslóðum á Íslandi tekur Símon Jón Jóhannsson saman um 100 draugasögur úr öllum landshlutum. „Það losnar um allan draugagang um áramót,“ segir Símon Meira
31. desember 2022 | Erlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Dregur úr spennu í bili í Kósóvó

Heldur hefur dregið úr spennu á landamærum Kósovó og Serbíu eftir að Kósovó-Serbar fjarlægðu í gær vegatálma sem þeir höfðu komið fyrir á landamærunum. Stærsta landamærastöðin var opnuð að nýju á fimmtudagskvöld og í gær voru vörubílar, sem lokuðu vegum að tveimur öðrum landamærastöðvum, fjarlægðir Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Embætti ráðuneytisstjóra laust

Embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu hefur verið auglýst laust til umsóknar. Ráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022 eftir breytingar á verkaskiptingu Stjórnarráðs Íslands í árslok 2021 Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Framfarasjóður með þrjá styrki

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt þremur verkefnum styrki samtals að upphæð 14,4 milljónir króna. Við val á verkefnunum var horft til þess að þau efldu menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að um væri að ræða nýsköpun sem styrkti framþróun í iðnaði og að þau leiddu til framleiðniaukningar Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fréttaþjónusta mbl.is um áramót

Morgunblaðið kemur næst út mánudaginn 2. janúar. Öflug fréttaþjónusta verður á mbl.is yfir áramótin. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag, gamlársdag, kl Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Gleðilegt nýtt ár!

Áramót Frostkaldar gufur liggja yfir Elliðaárdalnum á meðan sólin er að rísa. Árið 2022 kveður með ófærð og veðurviðvörunum í dag og nýtt ár tekur við með látum hjá veðurguðunum. Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 363 orð | 2 myndir

Gullaldaríslenskan deyr út

Stefán Þór Sæmundsson, íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri, er nokkuð viss um að gullaldaríslenskan deyr út og verði aðeins til í bókum. Það að lesa Arnald Indriðason eftir 50 ár verði eins og fyrir nemendur núna að lesa Laxness eða jafnvel Íslendingasögurnar Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja að hverfa sjónum

Nýi Landspítalinn rís hratt um þessar mundir og frá vissum sjónarhornum styttist í að Hallgrímskirkja hverfi sjónum, líkt og frá gömlu Hringbrautinni á kafla. Uppsteypa meðferðarkjarnans gekk vel í byrjun desember sem var svipaður og fyrri mánuður, segir á vef spítalans Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Húsavík er nú tengd ljósleiðara

Öll heimili, fyrirtæki og stofnanir á Húsavík geta nú tengst ljósleiðara Mílu og þar með nýtt sér 1Gb/s tengingu. Verkefnið hófst árið 2019. Nú í lok árs var lokið við síðustu tengingarnar og þar með er Húsavík að fullu ljósleiðaravædd Húsavík er… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Jólaköttur á snúrustaur

Borgarnes Kettir geta verið skemmtilegar skepnur og tekið upp á ýmsu. Kötturinn Lúna á heima í Egilsgötunni í Borgarnesi. Stundum kemur hún í heimsókn og fer þá gjarnan upp í snúrustaur til að vera nær fuglunum sem hún hefur svo mikinn áhuga á Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Katrín vill samtal um rafvarnarvopn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að samtal um innleiðingu rafvarnarvopna lögreglu þurfi að eiga sér stað innan ríkisstjórnarinnar og þingsins. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær greindi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra frá ákvörðun… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Ljúft að leggja brýnu málefni lið

„Mér er hlýtt í hjarta að fara inn í nýtt ár eftir að hafa styrkt gott og mikilvægt málefni,“ segir Kristín Sigfúsdóttir. Hún og sonur hennar, Sigfús Helgi Kristinsson, heimsóttu Píeta-samtökin í gær og afhentu þeim ágóðann af sölu á… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Metár hjá lögreglunni í magni fíkniefna

Lögregla og tollgæsla lögðu hald á óvenjumikið magn fíkniefna á árinu og ljóst er að um er að ræða metár. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglu fyrir árið. Þar segir að lögregla og tollgæsla hafi aldrei lagt hald á meira marijúna, eða yfir… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Miðleiðin um Egilsstaði hefur minni áhrif

Áformuð lagning vegar úr væntanlegum Fjarðarheiðargöngum og niður á þjóðveginn við Egilsstaði getur haft verulega neikvæð áhrif á gróðurfar, einkum vegna skerðingar á votlendi, birki og æðplöntum sem njóta verndar Meira
31. desember 2022 | Fréttaskýringar | 624 orð | 1 mynd

Níu af 15 stærstu ætla að skila afgangi

Afkoma 15 stærstu sveitarfélaga landsins er mjög mismunandi hvort sem litið er á áætlanir um rekstrarniðurstöðu þeirra á næsta ári eða hlutfall veltufjár frá rekstri. Af þessum 15 sveitarfélögum þar sem búa rúmlega 85% landsmanna vænta níu afgangs… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Óvenjulegar kjarabætur

Þekkt er að hér á landi er launamunur almennt með minnsta móti þegar ólík lönd eru borin saman. Hér er með öðrum orðum óvenjulega mikill jöfnuður og flestir búa sem betur fer við allgóð kjör þegar borið er saman við önnur ríki, þó að vissulega megi finna dæmi um hið gagnstæða, því miður Meira
31. desember 2022 | Fréttaskýringar | 528 orð | 3 myndir

Ráðherra vill að húsið njóti sín

„Ég hef unnið að þessu verkefni samkvæmt samþykkt Alþingis á sínum tíma en mun fylgjast með umræðu um þingsályktunartillöguna á þingi og vænti þess að við verðum kölluð til. Mér er annt um þetta hús, að það fái notið sín, hvort sem það er gert … Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Ríkið kaupir meginhluta Landsnets af ríkisfyrirtækjum

Samningar hafa tekist um kaup ríkisins á 93,22% eignarhlut Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti. Ríkið greiðir bókfært verð fyrir eignarhlutinn, eða 439 milljónir Bandaríkjadala sem svarar til um 63 milljarða króna Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Ruslatunnum fjölgað næsta vor

Á vormánuðum 2023 verður innleitt nýtt samræmt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Þrátt fyrir að lög um hringrásarhagkerfi taki gildi um áramót hefjast tunnuskiptin ekki fyrr en í vor… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 551 orð | 3 myndir

Samstaða og samhugur á Blönduósi

Árið 2022 er við það að líða í aldanna skaut með allar sínar minningar. Samfélagið okkar við botn Húnafjarðar hefur gengið í gegnum sætt og súrt, atburði sem engan hefði órað fyrir í upphafi árs. Hinir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað í sumar,… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Sullivan fékk landkönnunarverðlaun

Geimfarinn Kathy Sullivan hlaut landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar í ár, en þau voru veitt á Húsavík í vikunni. Könnunarsafnið á Húsavík veitir verðlaunin, sem nú var gert í sjötta sinn. Tiilefnið er að sýna sóma þeim sem unnið hafa afrek í landkönnun og vísindastarfi Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 398 orð | 2 myndir

Sungu fyrst fyrir sextíu árum

„Tímamótin eru stór þótt ekki standi nú til að minnast þeirra í nokkru,“ segir Björn G. Björnsson. Að kvöldi nýársdags eru liðin rétt 60 ár frá því Savanna tríóið kom fram í fyrsta sinn á Grillinu á Hótel Sögu sem þá var nýlega opnað Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 291 orð | 2 myndir

Tafir á viðbyggingunni

„Framkvæmdir við stækkun flughlaðs ganga vel og milda veðrið í nóvember og byrjun desember hafði sitt að segja. Lokahnykkur á þeirri framkvæmd er að malbika bæði hlað og nýja akbraut og það verður gert næsta sumar Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 507 orð | 1 mynd

Tröllasmiðurinn er á austurleið

Tröllasmiður, eitt stærsta skordýr á Íslandi, er útbreiddari en áður var talið. Náttúrustofa Suðausturlands hefur gefið út skýrslu, Útbreiðsla tröllasmiðs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2022, eftir Hólmfríði Jakobsdóttur, Kristínu Hermannsdóttur og… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 1201 orð | 2 myndir

Tveir lykilmenn láta nú af störfum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tveir reyndir starfsmenn Morgunblaðsins, Árni Matthíasson og Einar Falur Ingólfsson, láta af störfum um áramótin. Þeir hafa fengist við blaðamennsku, ljósmyndun, forritun, prófarkalestur og menningarskrif svo nokkuð sé nefnt. Þótt þeir láti af daglegum störfum ætla þeir ekki að slíta tengslin við Morgunblaðið. Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 357 orð | 2 myndir

Undrast orðræðu um snjómokstur

Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins (SI), segir að fyrirkomulag Reykjavíkurborgar hvað varðar útboð snjómoksturs sé ekki mjög gagnsætt. „Við höfum haft samband við borgina og furðum okkur á orðræðunni í… Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 577 orð | 2 myndir

Útiloka ekki skammtímasamning

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kjaraviðræður samtaka opinberra starfsmanna og ríkisins gætu komist á skrið fljótlega í byrjun nýs árs en samningar meirihluta aðildarfélaga BSRB og BHM eru lausir í lok mars. Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 154 orð

Veður setur samgöngur úr skorðum

Appelsínugul viðvörun verður í gildi vegna veðurs á Suðurlandi frá klukkan sjö til þrjú í dag. Útlit er fyrir að veður skáni á hádegi en aftur fari að hvessa á miðnætti. Er búist við að ófært verði víða á suðvesturhorninu á nýársnótt Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Viðurkenning fyrir veðurmælingar

Hinn 24. nóvember síðastliðinn var afhjúpaður á Teigarhorni í Berufirði viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir yfir 100 ára samfelldar veðurathuganir á staðnum. Teigarhorn rataði í sögubækurnar sumarið 1939, þegar þar mældist hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, 30,5 stig Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Vilja hefja undirbúning aðgerða

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar á Húsavík hefur skorað á samtök sjómanna að hefja undirbúning að aðgerðum gegn útgerðarfyrirtækjum, í samráði við aðildarfélögin, til að knýja á um lausn kjaradeilunnar milli sjómanna og útgerðarmanna Meira
31. desember 2022 | Innlendar fréttir | 307 orð

Vonskuveður á gamlársdag

Veðurstofa Íslands gaf í gær út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris og mikillar snjókomu á Suðurlandi. Átti viðvörunin að taka gildi klukkan 7 í morgun og gilda fram til klukkan 15 í dag. Gul viðvörun átti einnig að gilda á suðvesturhorninu fram að hádegi Meira
31. desember 2022 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Þriggja daga þjóðarsorg í Brasilíu

Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattspyrnumannsins Pelés, sem lést á fimmtudagskvöld, 82 ára að aldri. Pelé verður borinn til grafar á þriðjudag í borginni Santos en hann lék með knattspyrnuliði borgarinnar mestan hluta ferils síns Meira

Ritstjórnargreinar

31. desember 2022 | Leiðarar | 678 orð

Spá varlega um liðin ár

Segja allir í kór að mjög sé snúið að spá af nokkru viti um nýliðna fortíð! Meira

Menning

31. desember 2022 | Tónlist | 551 orð | 3 myndir

Ástin mildar, ástin styrkir

Haganlega samið og vandað kammerpopp hvar allar rásir eru nýttar upp í topp til að vefa marglaga hljómagaldur þar sem ekkert er of eða van. Meira
31. desember 2022 | Menningarlíf | 49 orð | 1 mynd

Hátíðarhljómar við áramót

Gamla árið verður kvatt með trompet-, básúnu- og orgelleik í ljósaskiptunum á síðasta degi ársins, í dag kl. 16. Fram koma trompetleikararnir Gunnar Kristinn Óskarsson og Ólafur Elliði Halldórsson og básúnuleikararnir Gunnar Helgason, Steinn… Meira
31. desember 2022 | Menningarlíf | 222 orð | 1 mynd

Heimilt að fara í mál út af stiklu

Stiklur kvikmynda eiga að endurspegla innihaldið og því er kvikmyndaaðdáendum heimilt að fara í mál við kvikmyndaframleiðendur ef leikari í stiklu er á endanum klipptur út úr myndinni. Þetta er niðurstaða Stephens Wilson, dómara í Bandaríkjunum, sem … Meira
31. desember 2022 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Ljóðadagskrá í Gröndalshúsi

„Árljóð“ er heiti ljóðadagskrár sem verður í Gröndalshúsi í Grjótaþorpi frá sólarupprás til sólarlags á nýársdag. Sjö skáld lesa, kveða og þylja þá þindarlaust frá klukkan 10 til 17. Í tilkynningu segir að allir séu velkomnir í hús… Meira
31. desember 2022 | Menningarlíf | 906 orð | 1 mynd

Merki um merkingarleysi

Vegfarendum brá í brún við upphaf árs 2022 þegar það leit út fyrir að tæknin væri að stríða umsjónarmönnum auglýsingaskilta borgarinnar. Skýringin reyndist vera sú að listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson hafði borið sigur úr býtum í samkeppninni… Meira
31. desember 2022 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Morðgáta billjónamærings

Kvikmyndina Glass Onion, með titli sem vísar í gamalt Bítlalag, má nú finna á Netflix og er framhald af Knives Out. Í Glass Onion erum við stödd á lítilli grískri einkaeyju í eigu billjónamæringsins Miles Brons, leikinn af Edward Norton Meira
31. desember 2022 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Pönkhönnuðurinn Westwood látin

Breski tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood er látin, 81 árs að aldri. Frægðarsól hennar reis hratt á tímum pönkbylgjunnar í Bretlandi, á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hún gerði pönkútlitið að tískufyrirbæri Meira

Umræðan

31. desember 2022 | Aðsent efni | 1200 orð | 1 mynd

Ár andstæðna

Ég horfi gjarnan í kringum mig þegar ég fæ til þess færi, hvort sem það er í sundlauginni eða stórmarkaðnum og hugsa um örlög alls þessa fólks sem fyrst og fremst vill fá tækifæri til að lifa lífi sínu, halda heilsu, ná endum saman og leita hamingjunnar fyrir sig og sína. Það er okkar hlutverk, stjórnvalda, að búa til samfélag sem getur tryggt það. Meira
31. desember 2022 | Pistlar | 471 orð | 2 myndir

Átti dagur jóla

Morgundagurinn, nýársdagur, er merkisdagur og helgidagur í senn, sem fyrsti dagur janúar og nýs árs, í okkar tímatali, og jafnframt sem hinn áttundi dagur jóla. Í íslensku alfræðihandriti um rímfræði (tímatal) segir að janúar komi átta dag jóla Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 1148 orð | 1 mynd

Frjálslyndi og framtíðarsýn

Það er alltaf rétti tíminn til að breyta rétt. Sýna hugrekki og þolinmæði og tala fyrir sanngjarnari skiptingu og framtíðarsýn. Þess vegna höfum við þörf fyrir frjálslynda pólitík; pólitík sem byggist á réttlæti og pólitík sem tekur á kerfum sem standa í vegi fyrir efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum framförum. Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 654 orð | 1 mynd

Gamlársdagur

Gunnar Björnsson: "Þegar við eigum Guð að, þá vitum við, að hann er að baki hvors tveggja, hamingjunnar og mótlætisins." Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 1201 orð | 1 mynd

Getum gert svo mikið

Ef við viljum sjá bjartari framtíð þá þurfum við líka að gera upp það sem dregur okkur niður – til þess að gera ekki sömu mistökin aftur og aftur – og það er yfirleitt tilgangur svona áramótagreina. Að horfa yfir farinn veg og segja hvað við ætlum að gera betur á næsta ári. Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 468 orð | 1 mynd

Hinar ýmsu hliðar frelsisins

Frelsið er gott og bönn ekki endilega vinsæl, en stundum nauðsynleg. En frelsi fylgir líka ábyrgð. Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 1178 orð | 1 mynd

Hugrekki til að takast á við framtíðina

Við í Framsókn vinnum áfram af heilindum að því að bæta samfélagið með samvinnuhugsjónina sem leiðarljós. Við trúum því að samvinnan sé besta leiðin til að ná fram sátt um hvert skuli haldið. Við trúum því að framtíðin ráðist á miðjunni. Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

Hvað er samfélag?

Eva Karen Axelsdóttir: "Lífið snýst um samveru, samkennd, vináttu, virðingu og kærleika í garð nágrannans." Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 1730 orð | 1 mynd

Íslendingar leiðandi þjóð í orkuskiptum

Halla Hrund Logadóttir: "Orkustofnun hefur mikilvægt hlutverk þegar kemur að nýtingu og eftirliti með vatnstöku." Meira
31. desember 2022 | Pistlar | 412 orð | 6 myndir

Lausnir á jólaskákdæmum

Jólaskákdæmin í ár mega sennilega teljast í þyngri kantinum en lausnir margra þeirra voru óvæntar svo sem vera ber þegar skákdæmi eru annars vegar. Þetta á t.d. við í dæmum nr. 2, 3 og 4. En hér birtast lausnirnar: 1 Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 225 orð | 1 mynd

Lítil sjómannasaga

Skírnir Garðarsson: "... sínu fleyi sigldi í strand, sjómaðurinn Agnar." Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 271 orð

Nullum crimen sine lege

Eitt merkasta og mikilvægasta lögmál réttarríkisins er Nullum crimen sine lege, enga sök án laga. Það merkir, að ekki megi sakfella menn fyrir háttsemi, sem ekki var ólögleg og refsiverð, þegar hún fór fram Meira
31. desember 2022 | Pistlar | 459 orð | 1 mynd

Ómetanlegt starf í þágu þjóðar

Eitt af því sem íslenskt samfélag getur verið hvað stoltast af eru björgunarsveitir landsins. Allt frá því að fyrsta björgunarsveitin var stofnuð árið 1918 í Vestmannaeyjum í kjölfar tíðra sjóslysa hefur mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi… Meira
31. desember 2022 | Pistlar | 790 orð

Sex áhrifaviðburðir ársins 2022

Hér skulu nefnd sex markverð tíðindi á árinu 2022 sem móta það sem gerist árið 2023 og til lengri framtíðar. Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 1273 orð | 1 mynd

Skrifum nýjan kafla

Um land allt er fólk farið að sjá glitta í von, glitta í stjórnarfar sem gæti endurspeglað hugmyndir þess um gerlegar framfarir hér á landi. Jafnaðarfólk ætlar vera boðberar nýrra tíma og endurvekja von og trú almennings á að það sé hægt að breyta og gera betur. Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 366 orð | 3 myndir

Sun kro: Sunnudagskrossgátan, 2022-12-31

Lárétt 1. Kona með æki og ílát er skass. (9) 6. Beita ofbeldi út af tilvist rýju. (5,3) 11. Án annarra Inga eggi í stéttarfélagi út af byggingarhlutum. (13) 12. Raski einbeitingu fóstru fleiri en eins Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 1090 orð | 1 mynd

Vaxandi óréttlæti í landi allsnægta

Flokkur fólksins var eingöngu stofnaður til að berjast fyrir fólk sem á bágt í samfélaginu og losa það úr manngerðri fátæktargildru stjórnvalda. Þeir ríku geta séð um sig sjálfir með dyggri sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar. Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 62 orð | 1 mynd

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal…

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 31 Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 1117 orð | 1 mynd

Við áramót

Afrek ársins eru mörg og til marks um þann kraft sem í þjóðinni býr. Sterk staða Íslendinga á flestum sviðum er ekki sjálfsögð, heldur afleiðing áræðni, framtakssemi og fyrirhyggju – bæði kynslóðanna sem nú lifa og þeirra sem á undan komu. Með sama hugarfari á ári komanda heldur sóknin áfram. Meira
31. desember 2022 | Bréf til blaðsins | 157 orð | 1 mynd

Vitlaus leikur

Elísabet Jökulsdóttir: "Í mótmælagreinum undanfarnar vikur þakka skjólstæðingar Vin fyrir geðheilsu sína." Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 1991 orð | 1 mynd

Það sem ber að varast á gleðilegu nýju ári

Enn er ég sannfærður um að á nýju ári séu stórkostleg tækifæri til að bæta samfélagið og lífskjör á Íslandi ef viljinn verður fyrir hendi. En því miður á sér nú stað fráhvarf frá flestu því sem hefur tryggt árangur Íslands og annarra samfélaga til þessa. Meira
31. desember 2022 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Ökunám og ökupróf við áramót

Guðni Sveinn Theodórsson: "Það er mjög mikilvægt að stjórnvald málaflokksins ljúki þessu verki sem allra fyrst með umferðaröryggi að leiðarljósi." Meira

Minningargreinar

31. desember 2022 | Minningargreinar | 558 orð | 1 mynd

Guðný Ragna Gunnþórsdóttir

Guðný Ragna Gunnþórsdóttir fæddist 17. ágúst 1938. Hún lést 10. desember 2022. Útför hennar fór fram 21. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2022 | Minningargreinar | 315 orð | 1 mynd

Sigríður Ásta Örnólfsdóttir

Sigríður Ásta fæddist 12. ágúst 1946. Hún lést 26. nóvember 2022. Útför hennar fór fram 7. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 460 orð | 1 mynd

Átakið dýrara en áður

Fram undan er mesti álagstími þeirra verslana sem selja íþróttatengdar vörur, hvort sem það er æfingabúnaður, fatnaður eða fæðubótarefni. Enda ófáir sem setja sér áramótaheit eftir hátíðarhöld desembermánaðar, setja sér markmið um breyttan lífsstíl og vilja taka sig á í heilsurækt Meira
31. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Máttu kaupa hraðpróf

Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var ekki skylt að framkvæma útboð vegna kaupa á hraðprófum við Covid-19. Félag atvinnurekenda krafðist þess fyrir kærunefnd útboðsmála að samningar milli heilsugæslunnar og tveggja heildsala yrðu gerðir óvirkir, því kaupin hefðu verið útboðsskyld Meira
31. desember 2022 | Viðskiptafréttir | 187 orð | 1 mynd

Sjóður frá Abú Dabí kaupir Edition-hótelið

Fjárfestingafélagið ADQ, sem er einn af þjóðarsjóðum Abú Dabí, hefur fest kaup á eignarhlut SÍA III, sjóðs í stýringu Stefnis, í Reykjavík Edition-hótelinu við Austurhöfn í Reykjavík. Þá hefur ADQ einnig keypt hluti annarra hluthafa, sem eru bæði… Meira

Daglegt líf

31. desember 2022 | Daglegt líf | 565 orð | 2 myndir

Himnastiginn er áskorun ársins

Samanlagt 365 ferðir og helst fleiri ættu ekki að verða nokkurt einasta mál Meira
31. desember 2022 | Daglegt líf | 199 orð | 1 mynd

Mannkynið verður að ná jafnvægi

Árið 2023 verður eitt hið heitasta í heiminum frá því mælingar hófust. Hitastig verður að minnsta kosti einni gráðu yfir meðallagi sem er 10. árið í röð sem slíkt gerist, segir breska veðurstofan. Frá þessu er greint í frétt á vef BBC Meira

Fastir þættir

31. desember 2022 | Í dag | 23 orð | 1 mynd

70 ára og 50 ára

Elín Einarsdóttir og tengdasonur hennar, Óttarr Hlíðar Jónsson, eiga bæði stórafmæli í dag. Elín er 70 ára og Óttarr er 50 ára. Meira
31. desember 2022 | Í dag | 683 orð | 3 myndir

Brautryðjandi í barnamenningu

Margrét Schram er fædd 31. desember 1932 á Akureyri og ólst upp í gömlu símstöðinni þar, dóttir símstjórahjónanna. Símstöðin var þá í Hafnarstræti, sambyggð pósthúsinu, neðan við Sigurhæðir. „Þá var gatan alveg við sjóinn og við krakkarnir lékum okkur mikið í fjörunni og skautuðum á Pollinum Meira
31. desember 2022 | Í dag | 39 orð | 1 mynd

Demantsbrúðkaup

Hjónin Kristín Guðmundsdóttir og Sigurður Þráinn Kárason eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Sr. Jón Auðuns gaf þau saman í Dómkirkjunni á gamlársdag, þann 31. desember 1962 Meira
31. desember 2022 | Dagbók | 76 orð | 1 mynd

Ekki stressaður yfir Skaupinu

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, sagðist ekki vera stressaður yfir því hvort hann verði tek­inn fyr­ir í Ára­móta­s­kaup­inu í ár í viðtali í Ísland vakn­ar á K100 í gærmorg­un Meira
31. desember 2022 | Í dag | 66 orð

Fókus – miðpunktur athyglinnar – hefur hlotið þegnrétt í orðabókum. Að…

Fókusmiðpunktur athyglinnar – hefur hlotið þegnrétt í orðabókum. Að fókusa/fókusera á e-ð er að einblína á e-ð, leggja aðaláherslu á e-ð Meira
31. desember 2022 | Í dag | 159 orð

Fyrirspurn. S-Allir

Norður ♠ D6432 ♥ G8 ♦ KDG10 ♣ Á10 Vestur ♠ ÁG ♥ 107432 ♦ 532 ♣ K74 Austur ♠ K9875 ♥ Á96 ♦ 4 ♣ G932 Suður ♠ 10 ♥ KD5 ♦ Á9876 ♣ D965 Suður spilar 3G Meira
31. desember 2022 | Í dag | 303 orð

Gott er hvað hleypur

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Vöxtur nú í ánni er. Árafjölda vitni ber. Slark á vegi hermi hér. Hefur dauða í för með sér. Guðrún B. á þessa lausn: Hlaup var í ánni yfir sanda og ársvexti horns við sauðfjáreyra Meira
31. desember 2022 | Árnað heilla | 159 orð | 1 mynd

Hörður Ágústsson

Hörður Ágústsson fæddist 4. febrúar 1922 í Reykjavík og því eru á þessu ári 100 ár liðin frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Markússon, f. 1891, d. 1965, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1893, d Meira
31. desember 2022 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Be2 Bd6 7. 0-0 0-0 8. b3 b6 9. Bb2 Bb7 10. Bd3 Hc8 11. Hc1 De7 12. He1 c5 13. cxd5 exd5 14. Hc2 Re4 15. Re2 Hc7 16. dxc5 bxc5 17. Da1 f6 18. Hd1 He8 19 Meira

Íþróttir

31. desember 2022 | Íþróttir | 425 orð | 1 mynd

Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari …

Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, hafi rætt við sænska félagið Kalmar um að taka við stjórnartaumum karlaliðs félagsins en svo dregið sig sjálfur úr kapphlaupinu um stöðuna Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 790 orð | 2 myndir

Brotnaði aftur á fyrstu æfingunni

Lukkan hefur ekki verið með Darra Aronssyni, atvinnumanni hjá franska 1. deildar liðinu Ivry í handknattleik karla, í liði frá því að hann gekk í raðir félagsins frá uppeldisfélagi sínu Haukum í sumar Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Darri hóf atvinnuferilinn á tveimur ristarbrotum

Handboltamaðurinn Darri Aronsson sér loksins fram á að geta byrjað að æfa og spila með sínu nýja liði, Ivry í Frakklandi, eftir að hafa ristarbrotnað tvisvar með þriggja mánaða millibili í sumar og haust Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Grindavík endurheimti sjöunda sætið

Grindavík vann nauman 95:93-sigur á Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin áttust við í hörkuleik í 11. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, í Grindavík í gærkvöldi. Grindavík náði nokkrum sinnum drjúgri forystu í leiknum en… Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Haraldur íþróttaeldhugi ársins

Haraldur Ingólfsson var útnefndur íþróttaeldhugi ársins 2022 af ÍSÍ en þetta var tilkynnt í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í fyrrakvöld. Verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti en Haraldur fær þau fyrir mikið sjálfboðastarf fyrir Þór og Þór/KA á Akureyri í fótbolta, handbolta og körfubolta Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Hver er besti knattspyrnumaður sögunnar? Svarið sem þú færð við þessari…

Hver er besti knattspyrnumaður sögunnar? Svarið sem þú færð við þessari spurningu ræðst að miklu leyti af aldri viðkomandi. Ef hann fæddist fyrir árið 1960 (er sem sagt eldri en ég) eru yfirgnæfandi líkur á að svarið sé: Pelé Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Larsen ráðinn landsliðsþjálfari

Daninn Kenneth Larsen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karla- og kvennaliða Íslands í badminton. Larsen tekur til starfa 1. janúar 2023 og mun starfa fyrstu vikurnar við hlið Helga Jóhannessonar, sem hefur verið landsliðsþjálfari síðan 2019 Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 731 orð | 2 myndir

Pelé, eign heimsbyggðar

Hvar varstu þegar þú fréttir að Kennedy hefði verið skotinn í Dallas? Það muna allir sem voru komnir til vits og ára í nóvember 1963. Hvar varstu þegar þú fréttir að John Lennon hefði verið skotinn í New York? Það muna allir sem voru komnir til vits og ára í desember 1980 Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Ronaldo búinn að semja?

Bandaríski miðillinn CBS Sports greindi frá því í gær að portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo væri búinn að skrifa undir samning við sádi-arabíska félagið Al-Nassr. Að sögn miðilsins skrifaði Ronaldo undir samninginn, sem færir honum 75 milljónir bandaríkjadala í árslaun, í gær Meira
31. desember 2022 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Snorri áfram á Hlíðarenda

Snorri Steinn Guðjóns­son hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við Val og mun stýra karlaliði félagsins út keppn­is­tíma­bilið 2024-2025. Snorri tók við þjálfun Valsliðsins árið 2017 og lauk þar á fyrsta tímabilinu löngum og farsælum ferli sínum sem leikmaður Meira

Ýmis aukablöð

31. desember 2022 | Blaðaukar | 110 orð | 1 mynd

70 ára valdaskeið Elísabetar II.

Júní Fjögurra daga hátíð, sem hófst 2. júní, var haldin á Bretlandi til að fagna því að Elísabet II. drottning hefði verið við völd í 70 ár. Valdaafmælið er kennt við platínu og hefur enginn kóngur eða drottning náð að sitja svo lengi á Bretlandi Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1020 orð | 4 myndir

Að finna nýja merkingu í tímalausri tónlist

Vinsældir þessara nýju listamanna eru fyrsta merkið um djúpstæða breytingu á því hvernig litið er á meginland Afríku – og sýnir hvernig okkar fólk í öllum sínum fjölbreytileika í háttum og menningu er að komast til nýrra og meiri áhrifa. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 423 orð | 1 mynd

Afstaðan mætti vera skárri

Staða íslenskrar tungu er í eðli sínu góð. Hvað getur hún beðið um meira: Lofsungin þjóðtunga með rætur sem nærast á fornum heimsbókmenntum og hefur síðan vaxið og blómstrað í ljóðum og sögum og daglegri lífsbaráttu í aldanna rás Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1220 orð | 7 myndir

Aldrei í mínum villtustu draumum

Við vitum ekki neitt og vitum ekki hvenær eitthvað kemur fyrir. Þess vegna verður maður að leggja sig fram við að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur, frekar en að vera hræddur við að missa það allt. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 169 orð | 1 mynd

Andlát Elísabetar II.

September Elísabet II. Bretadrottning lést 8. september 96 ára að aldri. Þar með lauk 70 ára valdatíð sem hófst á einni öld og lauk á annarri. Viðamikil útför fór fram 19. september eftir 10 daga sorgartímabil Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 2038 orð | 10 myndir

Atburðir sem munu skekja eða stjaka létt við heiminum 2023

„Stríð, hvaða gagn gerir það?“ söng Edwin Starr fullum hálsi árið 1970 – eða „War, what is it good for?“ eins og það hljómaði á ensku. Svarið er það sama í dag og fyrir rúmum 50 árum Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 416 orð | 1 mynd

Á að sameina en ekki sundra

Að nýloknu jólabókaflóði dettur okkur ekki annað í hug en að íslensk tunga standi sterkt. Á hverju ári kemur út ótrúlegur fjöldi bóka sem ber kröftugu bókmenntastarfi og nýsköpun tungunnar vitni, og nýjar öflugar raddir koma úr hópi innflytjenda Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 49 orð | 1 mynd

Ákall um frelsi

Golshifteh Farahani er írönsk leikkona og rithöfundur. Í opnu bréfi til femínista segist hún ekki skilja fálæti þeirra gagnvart uppreisninni í Íran. Hún segir að uppreisnin í landinu nú sé frábrugðin því sem á undan er gengið vegna þess að krafan sé einföld: Frelsi – engir gráir tónar Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1020 orð | 3 myndir

Ákall um frelsi sem ekki verður þaggað niður

Systur mínar eru að mörgu leyti að berjast baráttu allra kvenna fyrir réttindum sínum og jafnrétti. Eini munurinn er að þær hætta lífi sínu á hverjum degi. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 138 orð | 1 mynd

Ástralar vísa tennisleikara úr landi

Janúar Novak Djokovic, einum fremsta tennisleikara heims, var vísað úr landi í Ástralíu 14. janúar, degi áður en opna ástralska meistaramótið átti að hefjast, vegna þess að hann hafði ekki verið bólusettur gegn kórónuveirunni Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1064 orð | 4 myndir

Á vegasalti milli vonar og örvæntingar á viðsjárverðum tímum

Sagan færir okkur margan lærdóm, en stóra myndin er alltaf flæktur hnykill af marglitri ull. Hvert hún leiðir ræðst af garninu, sem við veljum að rekja – sá bjartsýni mun alltaf velja þráð, sem hinn svartsýni forðast með gát Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 438 orð | 4 myndir

„Að reisa ættarveldi merkingar“

Þegar móðir mín var eins árs fór fjölskylda hennar um borð í djúnku og yfirgaf Kína fyrir fullt og allt. Þau voru á leið til Filippseyja þar sem amma mín heillaði hana á þeirra nýja heimili með grípandi sögum um drukkin goð og gyðjur og flökkuskáld, … Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 436 orð | 4 myndir

„Alheimurinn er saga sem er til frá upphafi til enda“

Mannshugurinn gengur allur út á tengingar. Það er ekkert vit í stakri taugafrumu, hugsun eða staðreynd; það eru tengingarnar sem við gerum og undirliggjandi kortlagning okkar sem gerir okkur kleift að greina raunveruleikann Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 511 orð | 1 mynd

„Gáttin að því að segja sannleikann“

„Maður getur ekki horfið burt á sama hátt og maður kom,“ segir persónan Willy Loman í leikriti Arthurs Millers, „Sölumaður deyr“. „Það gengur ekki, maður verður að skilja eitthvað eftir sig.“ Í hvert skipti sem ég … Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 268 orð | 1 mynd

„Hið kvalafulla fárviðri hlutskiptis mannsins“

Við segjum sögur vegna þess að það er auðveldara að skilja djúpan sannleik í gegnum goðsagnir, þjóðsögur og altækar hugmyndir. Vegna þess að tónlist og hreyfing eru altæk, jafnvel frumhvatir, kviknar okkar djúpi skilningur á því hvernig saga rís og hnígur sérstaklega með dansi Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 197 orð | 1 mynd

„Hvernig við gerum okkur heil“

Við segjum sögur vegna þess að við viljum sjá mynstur. Allir spyrja mig: „Hvernig fórstu úr því að vera vísindamaður í að vera rithöfundur?“ „Skrifaði bók,“ svara ég og yppti öxlum Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 369 orð | 4 myndir

„Í sögu skákarinnar liggur víðtækari mannleg saga“

Ég segi sögur vegna þess að á streymisveitunni Twitch er ætlast til þess að ég sé skemmtikraftur. Á yfirborðinu stillir fólk á streymið mitt til að horfa á mig tefla, en hefði ég enga sögu að segja um leikina, sem ég leik, gæti ég eins verið tölvuforrit Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 329 orð | 4 myndir

„Okkar besti og þrautseigasti félagi“

Svo lengi sem fólk andar mun það tala, skrifa og segja sögur. Sögur hafa verið til jafnvel frá því áður en maðurinn öðlaðist hæfnina til að segja þær. Þegar líf fólks fléttuðust saman og frumstæðar tilfinningar vöknuðu urðu án efa til alls konar sögur Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 275 orð | 4 myndir

„Rannsóknarstofa hugsana“

Að segja sögur – nota hugmyndaflugið til að búa til sýndarheima utan veruleikans – er mikilvægur og einstakur hæfileiki mannsins. Enn sem komið er bendir ekkert til að nokkur önnur tegund á jörðinni búi yfir þessum mætti Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 349 orð | 1 mynd

„Sögur eru arfur lífsins“

Sögurnar eru jafn margar og fólkið í heiminum. Ég vil heyra og læra af jafn mörgum og hægt er. Sem listamaður á sviði og á skjánum hitti ég fyrir marga, ólíka einstaklinga og hlusta á frásagnir þeirra Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 432 orð | 2 myndir

„Við segjum sögur af því að við erum mennsk“

Í barnaskóla var mér sagt að það væru ekki margar ástæður til að skrifa: til að útskýra, sannfæra eða skemmta áheyrendum, eða til að tjá sig. Sem ungri stúlku á leið í gegnum menntakerfið hentuðu þessar ástæður mér ágætlega um tíma; ég gat skrifað… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 97 orð | 1 mynd

Biden styður Taívan

Maí Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn myndu skerast hernaðarlega í leikinn ef Kínverjar réðust inn í Taívan. Biden lét þessi orð falla á blaðamannafundi með Fimuio Kishida, forsætisráðherra Japans, í Akasaka-höll í Tókíó og… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 50 orð | 1 mynd

Bjarni áfram í formannsstólnum

Nóvember Í byrjun nóvember var haldinn landsfundur Sjálfstæðismanna þar sem formannskjör fór fram. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur í kjörinu á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1177 orð | 2 myndir

Byltingin sem át börnin sín – tvisvar

Örfáar hræður, í stóra samhenginu, ákváðu örlög fjölda starfsfólks þvert á almenna umræðu og almenna skynsemi í stærsta hitamáli ársins í verkalýðshreyfingunni. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 78 orð | 1 mynd

Börnin örugg á Íslandi

Apríl Fjölmörg börn eru í hópi flóttamanna frá Úkraínu sem tóku að streyma til landsins eftir að stríð braust þar út hinn 24. febrúar. Vel hefur verið tekið á móti flóttamönnunum og ýmislegt gert til að létta þeim lífið í nýju landi Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 95 orð | 1 mynd

Cristiano Ronaldo setur met

Mars Opinberlega var viðurkennt 12. mars að Cristiano Ronaldo væri sá maður sem skorað hefði flest mörk í sögu atvinnufótboltans. Metinu náði Ronaldo þegar hann skoraði þrennu og tryggði Manchester United sigur á Tottenham Hotspur Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 118 orð | 1 mynd

Eldfjall við Tonga skekur heiminn

Janúar Umbrot í neðansjávareldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha’apai í Suður-­Kyrrahafi náðu hámarki 15. janúar eftir að hafa verið að magnast upp vikum saman. Gosið í fjallinu olli flóðbylgjum í löndum við Kyrrahafið, þar á meðal á Nýja-Sjálandi, í Japan, Chile og Bandaríkjunum Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 52 orð | 1 mynd

Eldgos í Meradölum

Ágúst Hinn 3. ágúst fór að gjósa á ný á Reykjanesi, í þetta sinn í Meradölum. Sjónarspilið var magnað, ekki síst úr lofti. Eldgosið var ekki langlíft og entist aðeins í átján daga. Fjölmargir náðu þó að berja það augum og fóru mörg þúsund manns á dag gangandi að gosinu langa leið. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 51 orð | 1 mynd

Eldur í hundrað bílhræjum

Október Allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var að störfum við athafnasvæði Terra þann 27. október þegar eldur blossaði í um hundrað bílhræjum, í grennd við Akranes. Unnið var að því að rífa hauginn í sundur og kæla svæðið til þess að koma í veg fyrir að það kvikni aftur eldur. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 126 orð | 1 mynd

Emmanuel Macron endurkjörinn

Apríl Emmanuel Macron bar sigurorð af Marine Le Pen 24. apríl og varð fyrsti forseti Frakklands til að ná endurkjöri frá árinu 2002. Í sigurræðu sinni sagði Macron, sem er Evrópusambandssinni á miðju hins pólitíska litrófs og leiðtogi flokksins La… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 781 orð | 9 myndir

Er lífið ekki örugglega núna?

Ef millistétt nútímans hefði til dæmis lært að reikna út verð á Millet-úlpum í 12 ára bekk þá myndi hún kannski hugsa öðruvísi um peninga. Setningar á borð við Lífið er núna og Þetta reddast eru krúttlegar og mjög íslenskar. Krúttlegheitin afmást þó svolítið þegar snjóar í hagkerfinu. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 44 orð | 1 mynd

Ferðamenn streyma til landsins

Júní Ferðamenn eru til í allt en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessir vösku ferðalangar létu veðrið ekki trufla sig en til að vera öruggir fyrir veirusýkingum ákváðu þeir að allur væri varinn góður og báru grímur Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 125 orð | 1 mynd

Fjöldamorð í leikskóla í Taílandi

Október Maður vopnaður skammbyssu og hnífi réðst inn í leikskóla í sveitahéraðinu Nong Bua Lamphu í Taílandi og skaut og stakk 36 manns til bana, þar á meðal 24 börn. Eftir ódæðisverkið sneri Panya Kamrab heim til sín og myrti konu sína og ungan son og svipti sig því næst lífi Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 37 orð | 1 mynd

Fjörleg stjórnmál

Sveitarstjórnarkosningar og átök um veigamikil landsmál, sem oft áttu sér upptök utan landsteinanna og voru því illleysanleg heima í héraði, settu mark sitt á árið. Andrés Magnússon fjallar um pólitíkina á árinu sem er að líða Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 59 orð | 1 mynd

Forsetinn í rafmagnsflugvél

Ágúst Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig út úr fyrstu rafmagnsflugvélinni á Íslandi á Reykjavíkurflugvelli þann 24. ágúst eftir fyrsta farþegaflug hennar. Vélin er tveggja sæta og af gerðinni Pip-istrel Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 116 orð | 1 mynd

Fóstureyðingar leyfðar í Kólumbíu

Febrúar Stjórnlagadómstóll Kólumbíu úrskurðaði 21. febrúar að fóstureyðing á fyrstu 24 vikum meðgöngu myndi ekki lengur teljast glæpur. Fram að því höfðu fóstureyðingar aðeins verið leyfðar svo fremi að líf móður væri í hættu, móðirin hefði orðið þunguð eftir nauðgun eða ef fóstrið var vanskapað Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 24 orð | 1 mynd

Framtíð tungu í húfi

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, hefur unnið að því að gera íslensku gjaldgenga í stafrænum heimi og segir framtíð tungunnar undir því komna. 18-24 Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 127 orð | 1 mynd

Fyrsta myndin af svartholi í Vetrarbrautinni

Maí Stjörnufræðingar náðu 12. maí fyrstu myndinni af ljósinu í kringum Sagittarius A*, gríðarstórt svarthol í miðri Vetrarbrautinni, um 27 þúsund ljósár frá jörðu. Svartholið fannst 1974, en ekki hefur áður verið hægt að staðfesta tilvist þess með sýnilegum hætti Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 33 orð | 1 mynd

Grátlega nálægt átta liða úrslitum

Júlí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fór taplaust heim af EM í vor. Sáralitlu munaði að Ísland kæmist í átta liða úrslit. Nokkur tár féllu að vonum þegar ljóst varð að draumurinn var úti. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1311 orð | 1 mynd

Gullaldaríslenskan deyr út

Það að lesa Arnald Indriðason eftir 50 ár verður eins og fyrir nemendur núna að lesa Laxness eða jafnvel Íslendingasögurnar. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 125 orð | 1 mynd

Harmleikur við Þingvallavatn

Febrúar Fjórir létust þegar lítil flugvél hafnaði í Þingvallavatni þann 3. febrúar 2022. Um borð í vélinni voru flugmaðurinn Haraldur Diego, ásamt þremur erlendum ferðamönnum frá Bandaríkjunum, Belgíu og Hollandi Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 118 orð | 1 mynd

Herir Eþíópíu og Tigray gera vopnahlé

Nóvember Lýðfrelsisfylking Tigray og stjórnvöld í Eþíópíu féllust á vopnahlé eftir tíu ára samningalotu í Pretoríu í Suður-Afríku þar sem Afríkusambandið hafði milligöngu. Samkomulagið kom á óvart og var gert aðeins einum degi áður en tvö ár voru… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 59 orð | 1 mynd

Hermenn stíga á land í Hvalfirði

Apríl Allt gekk að óskum þegar lendingaræfing bandarískra landgönguliða, sem haldin var í tengslum við varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Norður-Víking, fór fram á Miðsandi í innanverðum Hvalfirði í apríl síðastliðnum Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 44 orð | 1 mynd

Hjólhýsin horfin frá Laugarvatni

Ágúst Unnar Atli Guðmundsson rífur hýsi sitt í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni en byggðin var lögð niður í lok ágúst. Eigendur hjólhýsa á svæðinu eru mjög ósáttir og saka sveitarstjórn Bláskógabyggðar um að hafa veitt þeim falska von sem bitni á heilsu þeirra og fjárhag. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 134 orð | 1 mynd

Hæstiréttur snýr við dómi um fóstureyðingar

Júní Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri 24. júní við dóminum í máli Roe gegn Wade frá 1973, sem snerist um að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt á fóstureyðingum. Rétturinn rökstuddi dóminn með því að rétturinn til fóstureyðinga ætti ekki rætur í sögu … Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 78 orð

Höfundar Mo Abudu, Andrés Magnússon, Ásdís Ásgeirsdóttir, Abhijit…

Höfundar Mo Abudu, Andrés Magnússon, Ásdís Ásgeirsdóttir, Abhijit Banerjee, Amy Chua, Liu Cixin, Esther Duflok, Fang Fang, Golshifteh Farahani, Diana Gabaldon, Gísli Freyr Valdórsson, Masha Goncharova, Armanda Gorman, Guðrún Nordal, Jón Þorvaldsson, … Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1013 orð | 3 myndir

Innistæða fyrir bjartsýninni?

Tvö lykilatriði vega þungt hjá íslenska landsliðinu í dag og gefa fyrirheit um að það geti náð stigvaxandi árangri á næstu árum. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 77 orð

Innrás Vladimírs Pútíns í Úkraínu hleypti heimsmálunum í uppnám og hafði…

Innrás Vladimírs Pútíns í Úkraínu hleypti heimsmálunum í uppnám og hafði áhrif víða um heim. Í Íran sauð upp úr þegar ung kona lét lífið eftir að hafa verið hneppt í varðhald siðgæðislögreglu. Allt í einu er minni fyrirstaða fyrir því að menningarstraumar berist milli álfa Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 114 orð | 1 mynd

Íhaldsmenn ná naumum meirihluta í Svíþjóð

September Kosningabandalag hægri- og miðjuflokka tryggði sér nauman þriggja sæta meirihluta á sænska þinginu eftir kosningar, sem víða var grannt fylgst með, í september. Kosningabandalagið hafði betur en flokkur sósíaldemókrata og naut til þess… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1025 orð | 4 myndir

Í klemmu á milli ættjarðarástar og þjóðernishyggju

Ef hægt væri að líta fram hjá því að ég tala rússnesku og er af rússneskum uppruna grunar mig að ég fengi hlýjar viðtökur hjá Úkraínumönnum, sem verja miklum tíma á félagsmiðlum í að skilgreina opinberlega hverjir séu alvöru Úkraínumenn og hverjir séu alls ekki úkraínskir. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 42 orð | 1 mynd

Í klemmu í Úkraínu

Andrej Kúrkov er einn þekktasti rithöfundur Úkraínu og stoltur af úkraínsku þjóðerni sínu. Hann skrifar hins vegar á rússnesku og hefur legið undir ámæli þess vegna. Í Tímamótum lýsir hann því hvernig er að vera í klemmu milli ættjarðarástar og þjóðernishyggju Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 154 orð | 1 mynd

Johnson fellst á að fara frá

Júlí Boris Johnson tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Bretlands 7. júlí. Ákvörðun hans kom í kjölfar þess að fjöldi ráðherra í ríkisstjórn hans hafði sagt af sér og fjarað hafði undan stuðningi við hann í Íhaldsflokknum Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 39 orð | 2 myndir

Kát eftir kóf

Eftir kófið var kominn tími til að sleppa fram af sér beislinu og þá er ekki hægt að gera sér rellu út af fyrirstöðum eins og stýrivaxtahækkunum. Marta María Winkel Jónasdóttir fjallar um árið hjá þjóð með fjölathygli Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 37 orð | 1 mynd

Kjaradeilur í brennidepli

Nóvember Skammtímasamingar náðust milli Samtaka atvinnulífsins og VR og Starfsgreinasambandsins en ósamið er við Eflingu og stefnir í harða kjaradeilu. Ekki vantaði þó fjölmennið í samninganefnd Eflingar á fundi í nóvember en fulltrúar SA voru aðeins tveir. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 458 orð | 1 mynd

Kjarni þjóðmenningar okkar

Íslensk tunga er ekki einungis tæki til tjáskipta. Hún er sjálfur kjarni þjóðmenningar okkar og samsömunar. Íslendingar státa ekki af glæsilegum mannvirkjum frá miðöldum, höggmyndum, málverkum, tónsmíðum eða dönsum Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 127 orð | 1 mynd

Kosningar valda sundrungu í Brasilíu

Nóvember Þúsundir stuðningsmanna Jairs Bolsonaros tókust á við lögreglu í Sao Paulo snemma í nóvember eftir að vinstri frambjóðandinn Luiz Inácia Lula da Silva sigraði í forsetakosningunum í Brasilíu Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 42 orð

Krýsuvíkurkirkja endurreist

Júní Krýsuvíkurkirkja hefur verið endurreist eftir brunann árið 2010. Var hún vígð við hátíðlega athöfn á hvítasunnudag, hinn 5. júní, en veðurguðirnir voru ekki sérlega hliðhollir. Kirkjan brann til grunna í upphafi árs árið 2010 en Vinir Krýsuvíkurkirkju stóðu fyrir endurbyggingu hennar. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 113 orð | 1 mynd

Körfuboltakona í fangelsi í Rússlandi

Ágúst Brittney Griner, leikmaður í bandarísku kvennadeildinni í körfubolta, WNBA, var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir brot á eiturlyfjalöggjöf landsins. Griner er stjörnuleikmaður og miðherji liðsins Phoenix Mercury, en var í Rússlandi að… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 153 orð | 1 mynd

Leiðtogi al-Qaeda ráðinn af dögum

Ágúst Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti 1. ágúst að Bandaríkjamenn hefðu ráðið Egyptann Ayman al-Zawahiri, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, af dögum í drónaárás. Hryðjuverkamaðurinn varð foringi al-Qaeda eftir að Osama bin Laden dó 2011 Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 688 orð | 4 myndir

Ljósi varpað á gleymda sögu

Langalangamma mín, Rosie, sem lifði af fjöldamorð í Boodjamulla (Lawn Hill) í norðvesturhluta Queensland, hefur veitt mér innblástur í lífi og starfi. Hún faldi sig í vatni með því að fergja sig niður með grjóti og anda í gegnum strá. Við erum hér vegna þess að hún lifði af. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 52 orð | 1 mynd

Með hækkandi sól í Eurovision

Maí Systur komu, sáu og sigruðu í Söngvakeppni Sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól. Úrslitin voru nokkuð óvænt að sögn Hildar Tryggvadóttur Flóvenz formanns FÁSES, Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 46 orð | 1 mynd

Mótmæli menntskælinga

Október Fjölmenn mótmæli voru við Menntaskólann við Hamrahlíð í haust þegar nemendur gengu úr tímum til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning. Tilgangur mótmælanna var að reyna að knýja fram breytingar á viðbragðsáætlun allra skóla, þannig að… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 135 orð | 1 mynd

Musk býður 44 milljarða dollara í Twitter

Apríl Elon Musk bauð 14. apríl um 44 milljarða dollara (rúmar sex billjónir króna) í félagsmiðlafyrirtækið Twitter. Stjórn Twitter samþykkti tilboðið, sem yrði til þess að fyrirtækið færi af markaði, einróma Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 838 orð | 2 myndir

Mælikvarði á manndóm

Að bregðast við, að grípa til svara. Að skuldbinda sig, að velja málstað. Að vera með, að vinna á móti. Krafan er nánast viðvarandi, eins og það væri alltaf nauðsynlegt að vera með sjónarhorn, hafa pólitíska skoðun Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 35 orð | 1 mynd

Ný bylgja í tónlist

Landamæri eru að þurrkast út í tónlist og Afríka ryður sér til rúms með tónlist þar sem fortíðin er heiðruð og landamæri eru engin fyrirstaða, skrifar tónlistarmaðurinn Angélique Kidjo, í óði sínum til tónlistarinnar Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 44 orð | 1 mynd

Nær aldrei alla leið

Gervigreindin kemur víða við, en hversu greind er hún? Tölvur geta ekki búið til list, ekki skapað í eiginlegri merkingu þess orðs, skrifar Árni Matthíasson, en þær geta komist nálægt því, námundað og nálgast, án þess þó nokkurn tímann að ná alla leið Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1067 orð | 3 myndir

...og ávallt það kemur til baka

Fljótlega kom í ljós að fjárhagurinn var miklu verri en fram hafði komið, brotalamir komu í ljós á grunnþjónustu borgarinnar og Reykjavíkurborg stóð ráðþrota frammi fyrir snjókomu. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 153 orð | 1 mynd

Orkukreppa í Evrópu

Desember Með metframleiðslu á vind- og sólarorku tókst að draga úr áhrifum orkukreppunnar í Evrópu. Kreppan orsakaðist af því að Rússar drógu úr framboði á ódýru, náttúrulegu gasi eftir að þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 141 orð | 1 mynd

Rússar ráðast inn í Úkraínu

Febrúar Rússar réðust af alefli inn í Úkraínu 24. febrúar. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, setti herlög í landinu og fyrirskipaði herkvaðningu allra karla í landinu á aldrinum 18 til 60 ára. Um 13 milljónir Úkraínumanna flúðu landið eftir innrásina og þriðjungur landsmanna var á vergangi Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 56 orð | 1 mynd

Rússneskir hermenn nauðga

Maí Mótmæli voru haldin við rússneska sendiráðið á Túngötu í maí. Flóttafólk frá Úkraínu kom þar saman til að mótmæla stríðinu og var atað rauðri málningu sem tákn fyrir blóðsúthellinguna sem á sér stað í heimalandinu Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 2933 orð | 5 myndir

Rök Thomasar Pikettys fyrir „þátttökusósíalisma“

Við lifum í mjög menntuðu samfélagi þar sem milljónir verkfræðinga, tæknimenntaðra manna og stjórnenda hafa eitthvað fram að færa. Sú hugmynd að við séum með valdafyrirkomulag eins og í konungdæmi í fyrirtækjum er algerlega á skjön við raunveruleika okkar tíma. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 979 orð | 7 myndir

Samþætting, ekki sundurgreining

Gervigreind / tölvugreind á lítið skylt við listina; sköpun er tengd innsta kjarna mannkyns og hefur verið frá örófi, tengd því hvað við erum ófullkomin sem lífverur. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 64 orð

Selenskí ávarpar Alþingi

Maí Í maí ávarpaði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, íslenska þingmenn og þjóðina alla. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendum einstaklingi er boðið að ávarpa Alþingi. Forsetinn hefur ávarpað fjölda þjóðþinga frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst 24 Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 113 orð | 1 mynd

Shinzo Abe deyr í banatilræði

Júlí Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana 8. júlí þegar hann var að flytja pólitísika ræðu í borginni Nara. Hann var fluttur á háskólasjúkrahúsið í Nara. Þar var tilkynnt að hann væri látinn, 67 ára að aldri Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 43 orð | 1 mynd

Sinubruni í upphafi árs

Janúar Nóg var að gera hjá slökkviliðinu fyrsta dag ársins 2022 á höfuðborgarsvæðinu en útköll voru á fimmta tug. Stór sinubruni var í Úlfarsárdal og sást víða að. Varðstjóri á vakt hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði bókstaflega brjálað að gera hjá sínu liði. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 40 orð | 1 mynd

Sveitarstjórnarkosningar í vor

Maí Um miðjan maí voru haldnar sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, sést á mynd ávarpa gesti á kosningavöku Samfylkingarinnar. Hann hélt sæti sínu sem borgarstjóri en Einar Þorsteinsson, oddviti… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 2704 orð | 3 myndir

Sömu áhrif og netið hafði

Það er eitt að byggja upp innviðina en annað að koma þeim í notkun og sjá til þess að þeir skili sér inn í tækni og tæki sem fólk notar í daglegu lífi. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1255 orð | 3 myndir

Töfraraunsæið kvatt

Flokkar ættu ekki að vera spennitreyjur, en samt hefur merkimiðinn töfraraunsæi stundum kæft bókmenntir frá Rómönsku Ameríku frekar en að frelsa þær. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 20 orð | 1 mynd

Undraheimur íss og kulda

Íshellar eru vinsælir viðkomustaðir ferðalanga og ekki að undra. Kuldinn getur skapað undraheim, sem er heillandi og fráhrindandi í senn. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1133 orð | 3 myndir

Uppgangur alþjóðlegu þjóðernissinnanna

Hik margra á hægri vængnum í Evrópu og Norður-Ameríku að fordæma stjórn Pútíns fullum hálsi eftir innrásina stafar, held ég, af vitund um að hann sé með einhverjum hætti bandamaður þeirra í þessu stríði um gildin. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 129 orð | 1 mynd

Varað við þreföldum faraldri

Desember Heilbrigðissérfræðingar vöruðu við því að álag á bandarískt heilbrigðiskerfi, sem þegar glímir við þreytu vegna faraldursins og kulnun starfsmanna, gæti enn aukist út af þrefaldri veiruógn og almenningur ætti því að hafa varann á yfir vetrarmánuðina Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 32 orð

Veðurteppt á flugvellinum

Desember Rétt fyrir jól urðu ríflega þúsund manns innlyksa á Keflavíkurflugvelli. Öllum flugferðum var aflýst vegna illviðris og fannfergis. Þar að auki var Reykjanesbrautinni lokað svo farþegar komust hvorki lönd né strönd. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 32 orð | 1 mynd

Veðurteppt á flugvellinum

Desember Rétt fyrir jól urðu ríflega þúsund manns innlyksa á Keflavíkurflugvelli. Öllum flugferðum var aflýst vegna illviðris og fannfergis. Þar að auki var Reykjanesbrautinni lokað svo farþegar komust hvorki lönd né strönd. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1078 orð | 3 myndir

Verður Ísland best í heimi?

Rétt eins og það hefur aldrei verið betra að vera uppi í sögunni en í dag hefur aldrei verið betra að búa á Íslandi. Þökk sé hinu frjálsa markaðshagkerfi, kapítalismanum, fyrir það. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 30 orð

Vetrarhörkur

Náttúran getur verið óblíð, ekki síst í frosthörkum vetrarins. Þessi litli fugl lá allur á Klambratúni, skammt frá Kjarvalsstöðum, og minnir á hversu brýnt það er að muna eftir smáfuglunum. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 21 orð | 1 mynd

Vetrarveröld

Stráin og greinar runnanna eru klædd klaka og gufan stígur upp af ísnum í Heiðmörk í aðventusólinni. Svanaparið nýtur kyrrðar vetrarríkisins. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 45 orð | 1 mynd

Vetur konungur hélt innreið sína

Desember Óhætt er að segja að veturinn hafi mætt á landið í desember með tilheyrandi frosti og snjókomu. Fjölmargir festu bíla sína, ófært var víða um land og fólk lenti í ýmsum hremmingum. Í lok árs fór svo frostið niður í -22,8 gráður í höfuðborginni. Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 416 orð | 1 mynd

Við erum fáránlega góð

Staða íslenskrar tungu er sú að allir innlendir höfundar skrifa á íslensku og í hóp þeirra bætast ört skáld af öðrum uppruna. Við eigum ljóðlist sem leyfir slíkan liðsauka. Við eigum líka unga höfunda sem gera sér grein fyrir ævintýrinu sem… Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 71 orð | 1 mynd

Voða- verk á Blönduósi

Ágúst Talsverður fjöldi fólks kom saman á íþróttavellinum á Blönduósi hinn 26. ágúst og kveikti á friðarkertum til þess að sýna þeim samhug og hluttekningu sem áttu um sárt að binda vegna voðaverka í bænum, en hinn 21 Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 111 orð | 1 mynd

Will Smith rekur Chris Rock kinnhest

Mars Will Smith gekk upp á svið í miðri 94. Óskarsverðlaunaafhendingunni og rak Chris Rock kinnhest. Rétt áður hafði Rock hent gaman að hárlausu höfði Jödu Pinkett Smith, eiginkonu hans, þegar hann kynnti verðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 94 orð | 1 mynd

Xi Jinping tryggir sér þriðja valdatímabilið

Október Xi Jinping, leiðtogi Kína, tryggði sér þriðja kjörtímabilið í forustu Kínverska kommúnistaflokksins á 20. þjóðþingi flokksins 16. október. Fundurinn stóð í viku og greindi Xi frá því á hvað hann hygðist leggja áherslu Meira
31. desember 2022 | Blaðaukar | 1185 orð | 2 myndir

Þegar svartar stúlkur leyfa sér að dreyma

Ég fann á mér að það voru menningarleg tímamót í farvatninu og fór að láta mig dreyma um mína eigin sjónvarpsstöð. Ég áttaði mig á að það gæti orðið mín leið til að hafa áhrif á byltingu, sem var þegar hafin, að virkja kraft fjölmiðla til að hafa áhrif á hugarfar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.