Greinar þriðjudaginn 10. janúar 2023

Fréttir

10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Annasamt síðasta ár í Hæstarétti

Árið í fyrra var anna­sam­asta ár Hæsta­rétt­ar frá því að ný lög um dóm­stóla tóku gildi árið 2018. Hef­ur fjöldi mál­skots­beiðna eða dæmdra mála aldrei verið meiri og á sama tíma hef­ur hlut­falls­lega aldrei jafn mörg­um mál­skots­beiðnum verið hafnað Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 376 orð

Breytir litlu fyrir einkarekna miðla

Frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra um að framlengja núverandi stuðning við einkarekna fjölmiðla breytir litlu fyrir einkarekna fjölmiðla frá því sem verið hefur, „enda virðist ætlunin með því fremur að fresta því að taka á vanda fjölmiðla en að leysa hann Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Einkaverkefni forsætisráðherra

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir stórmerkilegt hve margir hagi sér eins og engin vinna hafi verið lögð í nýju stjórnarskrána á sínum tíma. Að hennar mati er þetta hrein vanvirðing við þjóðina og kveðst hún hafa ýmislegt að segja… Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Fer í íbúakosningu

Komi til þess að Heidelberg ákveði að ráðast í byggingu verksmiðjuhúss á lóð sem það hefur fengið úthlutaða við höfnina í Þorlákshöfn verða áformin kynnt íbúum enn frekar og munu ekki ná fram að ganga nema að undangenginni íbúakosningu Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 424 orð | 2 myndir

Flóttafólkið mun breyta litlu þorpi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Auðvitað mun eitthvað breytast í litlu 200 manna þorpi þegar íbúum fjölgar um fjórðung, þar sem í hlut á fólk sem á rætur í sínar í fjarlægu landi. Við höfum því óskað eftir svörum frá stjórnvöldum hvað raunverulega standi til og hvernig sveitarfélagið þurfi að bregðast við,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Meira
10. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 745 orð | 2 myndir

Fordæma „árás á lýðræðið“

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, fordæmdi í gær ásamt leiðtogum brasilíska þingsins og forseta hæstaréttar Brasilíu þau „hryðjuverk“ og skemmdarverk sem stuðningsmenn Jair Bolsonaros, fyrrverandi forseta, frömdu þegar þeir réðust inn í þinghús, forsetahöll og hæstaréttarbyggingu Brasilíu í fyrradag. Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Frummat sýni að bankinn hafi brotið lög við útboð

Íslandsbanki hefur óskað eftir því að hefja sáttaviðræður við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) eftir að hafa fengið í hendur frummat vegna athugunar FME á framkvæmd bankans á útboði Banka­sýslu rík­is­ins á 22,5% eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka, sem fram fór 22 Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Geislar vetrarsólar endurkastast í gólfinu í Hörpu tónlistarhúsi

Nú þegar daginn er farið að lengja má sjá að náttúruleg birta tekur við hlutverki jólaljósa sem lýst hafa upp skammdegið síðastliðnar vikur. Í Reykjavík er dagurinn um það bil þremur korterum lengri en hann var um vetrarsólstöður og með hverjum… Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Gera úrslitatilraun

Tilboð Eflingar til SA í yfirstandandi kjaradeilu rennur út á hádegi í dag. Tekið er fram að hafni SA tilboðinu „sem grundvelli frekari viðræðna“ muni félagið hefja undirbúning verkfallsaðgerða Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Haraldur J. Hamar

Haraldur J. Hamar, fv. ritstjóri, útgefandi og blaðamaður, lést fimmtudaginn 5. janúar síðastliðinn, 87 ára að aldri. Haraldur fæddist á Ísafirði 25. ágúst 1935. Móðir hans var Guðrún Örnólfsdóttir. Uppeldisforeldrar voru Jón Halldórsson og Ingibjörg Elíasdóttir Meira
10. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 739 orð | 1 mynd

Heilbrigðiskerfi hart leikin af faraldrinum

Staða heilbrigðiskerfisins hefur verið mikið til umræðu á Íslandi að undanförnu, rætt er um að það ráði tæplega við reglubundin verkefni sín, þó ekki séu allir á eitt sáttir um hvað valdi. Sumir kenna um fjársvelti, en aðrir telja skipulagsvanda höfuðmeinsemdina Meira
10. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 933 orð | 3 myndir

Hótel Jökull í erlenda eigu

Hótelfélagið Legendary Hotels & Resorts hefur fest kaup á Hóteli Jökli á Höfn í Hornafirði. Kaupin eru hluti af metnaðarfullum áformum félagsins en eins og greint var frá í fjölmiðlum á síðasta ári ætlar það að fjárfesta í hótelrekstri hér á landi fyrir um tólf milljarða króna á næstu árum Meira
10. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Íhuga að senda Challenger 2

Bresk stjórnvöld íhuga nú að senda Challenger 2-skriðdreka til Úkraínu til þess að hjálpa stjórnvöldum þar að berjast við Rússa. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Daily Telegraph hafa viðræður um sendingarnar þegar átt sér stað, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Jónas Elíasson

Dr. Jónas Elíasson, prófessor emeritus, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 8. janúar sl., 84 ára að aldri. Jónas fæddist á Bakka í Hnífsdal 26. maí 1938 og var elstur fimm systkina. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á… Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Kippir í Kötlu og Bárðarbungu

Jarðskjálftakippir hafa mælst í helstu eldstöðvum landsins síðustu daga. Í Bárðarbungu í Vatnajökli urðu nokkrir skjálftar sl. sunnudag. Sá stærsti, 3,3 að stærð, varð um kl. 18. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði við mbl.is þetta ekki stóra skjálfta þegar Bárðarbunga væri annars vegar Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Mánaskin Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár, segir í gömlum vikivaka sem gjarnan er sunginn á þrettándanum og það átti vel við um helgina þegar jólin voru kvödd með... Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 497 orð | 1 mynd

Norðmenn og Danir sólgnir í jólabjórinn – Tuborg sá vinsælasti

„Það er góður vöxtur í þessu hjá okkur og þetta ár er klárlega hið stærsta til þessa,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. Áhugi Íslendinga á jólabjórum er flestum kunnur Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Nýtt fjölbýlishús á Strætóreit

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félagið Miðborg F íbúðir ehf. hefur sent til Reykjavíkurborgar beiðni um að fá að reisa fjölbýlishús á Strætóreitnum svokallaða á Kirkjusandi, þar sam bækistöð Strætó var á árum áður. Á þessum reit hefur staðið yfir mikil uppbygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis undanfarin ár og frekari uppbygging er fram undan. Skipulagsfulltrúi borgarinnar hefur tekið jákvætt í þessa ósk. Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Óska eftir sátta­viðræðum við FME

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) telur Íslandsbanka hafa brotið lög við framkvæmd á útboði á eignarhluta ríkisins í bankanum, sem fram fór á síðasta ári. Íslandsbanki hefur óskað eftir sáttaviðræðum við FME Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Skekkjumörk og aðrar skekkjur

Hvenær eru flokkar jafnir og hvenær með forustu? Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Skólinn verður einni hæð lægri

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti fyrir helgi nýtt byggingarleyfi fyrir leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti. Um miðjan desember var fellt úr gildi fyrra byggingarleyfi sem gerði ráð fyrir því að sex deildir yrðu á leikskólanum og að hluti byggingarinnar yrði á tveimur hæðum Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð

Starfsemi Fellabakarís í hættu

„Tími svona baka­ría er liðinn,“ segir Þrá­inn Lárus­son, eig­andi Fella­baka­rís í Fella­bæ, um tíma­bundna rekstr­ar­stöðvun baka­rís­ins, en útibú þess hafa staðið lokuð undanfarna daga. Ráðast muni á næstu dög­um hvort grund­völl­ur sé fyr­ir… Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja roðagyllt í tunglskini

Hallgrímskirkja skartaði fallegum rauðgylltum og grænum litum eftir sólsetur í gær. Litapallettan var heit og óvenjuleg en yfirleitt er kirkjan lýst upp með hvítum ljósum. Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir að nýtt… Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

Virk samkeppni á fákeppnismarkaði

„Á nýbirtri upplýsingasíðu Samkeppniseftirlitsins eru dregnar saman upplýsingar um vinnu sem eftirlitið hefur ráðist í á þessu sviði, m.a. greining á framlegð fyrirtækja á lykilmörkuðum. Samkeppniseftirlitið hefur ekki með höndum eiginlegt… Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Verksmiðja fer í íbúakosningu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Komi til þess að Heidelberg ákveði að ráðast í byggingu verksmiðjuhúss á lóð sem það hefur fengið úthlutaða við höfnina í Þorlákshöfn verða áformin kynnt enn frekar fyrir íbúum og munu ekki ná fram að ganga nema að undangenginni íbúakosningu. Mjög skiptar skoðanir eru í bæjarfélaginu vegna áformanna. Fulltrúar minnihlutans hafa lýst andstöðu og fulltrúar meirihlutans setja skilyrði sem eiga að tryggja að uppbyggingin, ef af henni verður, verði ekki í andstöðu við hagsmuni samfélagsins. Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 445 orð | 2 myndir

Yfirtaka í íslensku menningarlífi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikil gróska var í íslenskri listasögu um miðja 20. öld eins og listabókin abstrakt – geómetría ber með sér. Ásdís Ólafsdóttir, listfræðingur og forstöðumaður safnsins Maison Louis Carré, sem Alvar Aalto hannaði og er rétt utan við París, skrifaði ítarlega yfirlitsgrein og texta um einstaka listamenn í bókinni. Hún segir tímabilið hafa verið heildstætt og sterkt og margir listamenn hafi reynt fyrir sér í geómetríunni. „Þetta var ákveðin yfirtaka í íslensku menningarlífi.“ Meira
10. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Þrír mótmælendur dæmdir til dauða

Dómstólar í Íran dæmdu í gær þrjá mótmælendur til viðbótar til dauða fyrir þátt þeirra í mótmælunum sem kviknuðu í september síðastliðnum eftir að siðgæðislögregla klerkastjórnarinnar myrti Möhsu Amini Meira
10. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 505 orð | 1 mynd

Ögurstund í deilu Eflingar og SA?

Úrslitastund gæti runnið upp um hádegi í dag í sáttaumleitunum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Boðað er til sáttafundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara frá kl. 11 til 12. Í greinargerð með nýju gagntilboði Eflingar til SA segir að… Meira

Ritstjórnargreinar

10. janúar 2023 | Leiðarar | 245 orð

Sérstaða Eflingar

Sérstaðan felst í forystu félagsins, engu öðru Meira
10. janúar 2023 | Leiðarar | 368 orð

Veruleika ýtt til hliðar

Afl sem á að knýja fram það sem ekki er til er eingöngu máttur til eyðileggingar Meira

Menning

10. janúar 2023 | Leiklist | 630 orð | 2 myndir

Annar umgangur

Borgarleikhúsið Mátulegir ★★★·· Eftir Thomas Vinterberg og Claus Flygare. Íslensk þýðing: Þórdís Gísladóttir. Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir. Leikmynd og myndbandshönnun: Heimir Sverrisson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Leikarar: Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson og Þorsteinn Bachmann. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 30. desember 2022. Meira
10. janúar 2023 | Menningarlíf | 223 orð | 1 mynd

Davíð Þór staðarlistamaður Salarins

Davíð Þór Jónsson, píanóleikari, tónskáld og spunatónlistarmaður, verður staðartónlistarmaður Salarins í Kópavogi árið 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Salnum. Á tímabilinu mun hann halda þrenna spunatónleika í Salnum og fara þeir fyrstu fram á alþjóðadegi djassins, sunnudaginn 30 Meira
10. janúar 2023 | Fjölmiðlar | 198 orð | 1 mynd

Enn er eitthvað við hana Maríu

Einhver mesta áskorun hverrar viku á mínu heimili er að finna kvikmynd sem fjölskyldan öll getur notið á svokölluðu kósíkvöldi sem er alltaf föstudagskvöld, nema eitthvað sérstakt komi upp á. Þetta reynist oft þrautin þyngri enda sá elsti í fjölskyldunni 48 ára og sá yngsti 11 ára Meira
10. janúar 2023 | Menningarlíf | 211 orð | 1 mynd

Menningarviðurkenningar RÚV

Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2022 voru afhentar á þrettándanum. Aðalsteinn ­Ásberg Sigurðsson hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins. Hljómsveitin Vintage Caravan hlaut Krókinn 2022, viðurkenningu Rásar 2, fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu Meira
10. janúar 2023 | Menningarlíf | 376 orð | 4 myndir

Ríflega 63 milljónum úthlutað

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Tónlistarsjóði fyrir fyrri hluta þessa árs. Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Alls barst 131 umsókn frá mismunandi greinum tónlistar Meira
10. janúar 2023 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Sönglög og kórverk eftir Jakob Hallgrímsson flutt í Fríkirkjunni

Útgáfu- og afmælistónleikar verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20. Á efnisskránni verða sönglög og kórverk eftir Jakob Hallgrímsson (1943-1999) tónlistarmann sem hefði orðið áttræður þennan dag og af því tilefni verður heildarsafn verka hans gefið út Meira
10. janúar 2023 | Menningarlíf | 421 orð | 1 mynd

Tveir mánuðir týndir

Bændasamtökin hafa ákveðið að færa Listasafni Reykjavíkur að gjöf „Árshringinn“, vefnaðarverk Hildar Hákonardóttur. „Árshringurinn“ er eitt af hennar stærstu verkum og á meðal margra sem sýnd verða á viðamikilli sýningu á Kjarvalsstöðum sem opnuð verður 14 Meira

Umræðan

10. janúar 2023 | Aðsent efni | 778 orð | 3 myndir

Aflaukning Sigölduvirkjunar og Þórisvatnsmiðlun

Skúli Jóhannsson: "Fjallað er um fyrirhugaða aflaukningu vatnsaflsvirkjana á Þjórsársvæðinu og hvernig hún tengist hlutverki Þórisvatns í orkuöflun." Meira
10. janúar 2023 | Pistlar | 453 orð | 1 mynd

Brúin milli heimsálfanna

Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að hver sá sem hefur yfirráð yfir Íslandi heldur á byssu miðaðri á England, Ameríku og Kanada. Þannig kjarnaði hann hernaðarlegt mikilvægi Íslands út frá landfræðilegri legu þess Meira
10. janúar 2023 | Aðsent efni | 435 orð | 2 myndir

Er rammaáætlun lokið?

Magnús B. Jóhannesson: "Níu verkefni voru 23 ár í vinnslu rammaáætlunar. Landnotkun alls orkugeirans er 0,6% en friðun 23%. Ef raforka væri þrefölduð væri fótsporið 2%." Meira
10. janúar 2023 | Velvakandi | 155 orð | 1 mynd

Hvað fer í bið ?

Því er misskipt athafnafrelsinu á landi hér. Virkjanaáformum seinkar von úr viti og lagningu raflína milli landsvæða sömuleiðis, jafnvel svo mælist í áratugum. Meira
10. janúar 2023 | Aðsent efni | 574 orð | 1 mynd

Notandi greiði kostnað opinberrar þjónustu

Ragnar Önundarson: "Verðskilaboðin sem fást í samkeppni á markaði eru ómissandi þáttur í hagkvæmri verðmætaráðstöfun." Meira
10. janúar 2023 | Aðsent efni | 704 orð | 1 mynd

Ungmenni sem beitir ofbeldi líður ekki vel

Kolbrún Baldursdóttir: "Niðurstöður sýna að vanlíðan og vansæld hefur farið vaxandi hjá börnum. Það sýnir sig í aukningu í sjálfsvígsgælum, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum." Meira

Minningargreinar

10. janúar 2023 | Minningargreinar | 896 orð | 1 mynd

Agnar Sigurbjörnsson

Agnar Sigurbjörnsson, eða Aggi eins og hann var kallaður, fæddist 19. ágúst 1959 í Keflavík. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 17. desember 2022. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Pálsson frá Eyjum í Kaldrananeshreppi Strandasýslu, f.... Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1688 orð | 1 mynd

Ásta Guðmundsdóttir

Ásta Guðmundsdóttir fæddist 8. febrúar 1933 að Högnastöðum í Hrunamannahreppi. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. desember 2022. Foreldrar hennar voru Kristbjörg Sveinbjarnardóttir, f. 13.8. 1903, og Guðmundur Guðmundsson, f. 27.10. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 2410 orð | 1 mynd

Brandur Fróði Einarsson

Brandur Fróði Einarsson fæddist á Fróðastöðum í Hvítársíðu 21. október 1931. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á jóladag 2022. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörg Brandsdóttir og Einar Kristleifsson. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1125 orð | 1 mynd

Edda Katrín Steindórs Gísladóttir

Edda Katrín Steindórs Gísladóttir fæddist 13. mars 1935. Hún lést 22. desember 2022. Útför Katrínar Gísladóttur var gerð 7. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1533 orð | 1 mynd

Eiríkur Símon Eiríksson

Eiríkur Símon Eiríksson fæddist í Djúpadal í Skagafirði 24. nóvember 1930. Hann lést á Hrafnistu Sléttuvegi 31. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

Elísabet Guðmundsdóttir

Elísabet Guðmundsdóttir (Ellý) fæddist 5. september 1952. Hún lést 31. desember 2022. Útför fór fram 10. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1151 orð | 1 mynd

Elísabet Guðmundsdóttir

Elísabet Guðmundsdóttir (Ellý) fæddist í Reykjavík 5. september 1952. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Njarðvík 31. desember 2022. Foreldrar hennar voru Guðmundur Georg Jónsson, f. 1933, d. 2017, og Þóra Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1933, d. 2022. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 836 orð | 1 mynd

Finnbogi Kr. Arndal

Finnbogi Kr. Arndal fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 14. desember 2022. Foreldrar Finnboga voru hjónin Oktavía Jóhannesdóttir, f. 11.12. 1900, d. 15.4. 1995, og Kristínus F. Arndal, f. 12.10. 1897, d. 1.4. 1973. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1997 orð | 1 mynd

Guðrún Auður Marinósdóttir

Guðrún Auður Marinósdóttir fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 30. desember 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Katrín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3.9. 1912 í Hafnarfirði, d. 16.1. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 2653 orð | 1 mynd

Gunnþóra Árnadóttir

Gunnþóra Árnadóttir (Dúlla) fæddist á Akureyri 29. mars 1932. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 25. desember 2022. Foreldrar Gunnþóru voru Ingibjörg Ágústsdóttir frá Vestmannaeyjum, f. 14.7. 1904, d. 9.10. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1021 orð | 1 mynd

Halldís Skúladóttir Thoroddsen

Halldís Skúladóttir Thoroddsen fæddist 28. september 1989. Hún lést 7. desember 2022. Útför fór fram 29. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1987 orð | 1 mynd

Inga Sigurborg Magnúsdóttir

Inga Sigurborg Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 31. desember 2022. Foreldrar hennar voru Guðlaug Steinunn Guðjónsdóttir verkakona í Reykjavík og Magnús Sigurðsson múrari í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 538 orð | 1 mynd

Jakob Hallgrímsson

Jakob Hallgrímsson fæddist 10. janúar 1943. Hann lést 8. júní 1999. Útför hans fór fram 18. júní 1999. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargrein á mbl.is | 848 orð | 1 mynd | ókeypis

Jakob Hallgrímsson

Jakob Hallgrímsson fæddist 10. janúar 1943. Hann lést 8. júní 1999. Útför hans fór fram 18. júní 1999. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1187 orð | 1 mynd

Kolbeinn Magnússon

Kolbeinn Magnússon fæddist 9. júlí 1944 á Bugðustöðum í Hörðudal og fluttist fimm ára gamall til Reykjavíkur. Hann lést af slysförum á LSH Fossvogi 17. desember 2022. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 1373 orð | 1 mynd

Sigríður S. Hjelm (Bebba)

Sigríður Stefanía Sívertsdóttir Hjelm (Bebba) fæddist á Siglufirði 30. ágúst 1939. Hún lést 18. desember 2022. Foreldrar hennar voru Jón Sívert Þorsteinn Hjelm, f. 21. desember 1915, d. 23. mars 1974, og Blómey Stefánsdóttir, f. 19. nóvember 1914, d.... Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 2049 orð | 1 mynd

Sigurgeir Jens Jóhannsson

Sigurgeir fæddist á Mælifellsá í Skagafirði 27. október 1940. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 4.1. 2023. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 3468 orð | 1 mynd

Sverrir Skarphéðinsson

Sverrir Steinar Skarphéðinsson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1935. Hann lést á öldrunarlækningadeild K2 á Landakoti 21. desember 2022. Foreldrar hans voru Jóhanna Ingvarsdóttir Norðfjörð, f. 10.6. 1911, d. 30.12. 2008, og Skarphéðinn Jónsson, f. 16.2. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2023 | Minningargreinar | 2753 orð | 1 mynd

Þorbjörg J. Rafnar

Þorbjörg J. Rafnar fæddist 23. júlí 1926 á Eskifirði. Hún lést í Reykjavík 22. desember 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Stefánsdóttir saumakona og Jón Þorsteinsson verslunarmaður. Hún var einbirni. Þorbjörg giftist 14. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 229 orð | 1 mynd

Þrjár skaðabótakröfur frá Sýn til Símans

Fyrirtaka í máli Sýnar gegn Símanum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið snýr að skaðabótakröfu sem Sýn telur sig eiga á hendur Símanum. Málið má rekja til ákvörðunar Fjarskiptastofu frá árinu 2018 Meira

Fastir þættir

10. janúar 2023 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

„Ég er fimmtug og það er bara æði“

Söng- og leikkonan Þórunn Lárusdóttir átti stórafmæli á föstudag en þá varð hún fimmtug. Hún er á því að það séu forréttindi að fá að eldast en hún ræddi um afmælið og um það sem er á döfinni hjá henni í Helgarútgáfunni, með þeim Regínu Ósk og Yngva Eysteins, á laugardag Meira
10. janúar 2023 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Atli Þór Ingvason

40 ára Atli er Akureyringur og mikill KA-maður en býr á Álftanesi. Hann er sölustjóri hjá Stormi, Polaris-umboðinu. „Við seljum vélsleða, fjórhjól og Buggy bíla. Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, skotveiði og allskonar útivistarsport.“ Fjölskylda Eiginkona Atla er Brynhildur Jónasdóttir, f Meira
10. janúar 2023 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Álftanes Fannar Þór Atlason fæddist 11. júlí 2022 kl. 18:12 ? á/í…

Álftanes Fannar Þór Atlason fæddist 11. júlí 2022 kl. 18:12 ? á/í Landspítalanum. Hann vó 2712 g og var 43 cm langur. Foreldrar hans eru Atli Þór Ingvason og Brynhildur Jónasdóttir. Meira
10. janúar 2023 | Í dag | 383 orð

Fiskarinn féll fyrir borð

Gunnar Hólm Hjálmarsson spyr á Boðnarmiði: „Er andlátsfregn „fiskarans“ komin þó jarðarförin hafi ekki farið fram?“ Skaut upp kolli skrítið orð, í skyndi máli blandaðist. "Fiskarinn" þó fyrir borð féll og þar með andaðist Meira
10. janúar 2023 | Í dag | 966 orð | 2 myndir

Lærir eitthvað nýtt í hverri ferð

Sigrún Ásdís Gísladóttir er fædd 10. janúar 1953 á Selfossi. „Ég fæddist á heimili afa og ömmu en ólst upp til 16 ára aldurs í sveit á heimili foreldra minna í Árnessýslu og vann þar þau störf sem til féllu Meira
10. janúar 2023 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. e3 Bb4 4. Rge2 c6 5. a3 Ba5 6. b4 Bc7 7. Bb2 0-0 8. d4 d5 9. cxd5 cxd5 10. Rb5 e4 11. Rxc7 Dxc7 12. Hc1 Dd6 13. Rc3 Bg4 14. Db3 Rc6 15. h3 Be6 16. Be2 Hfc8 17. 0-0 Re7 18. Rb5 Dd7 19 Meira
10. janúar 2023 | Í dag | 169 orð

Uss. N-Allir

Norður ♠ Á2 ♥ D10832 ♦ Á432 ♣ 87 Vestur ♠ G854 ♥ 96 ♦ 76 ♣ G10543 Austur ♠ 109763 ♥ G7 ♦ D10985 ♣ 9 Suður ♠ KD ♥ ÁK54 ♦ KG ♣ ÁKD62 Suður spilar 7G Meira
10. janúar 2023 | Í dag | 59 orð

Það er menningarhefð að hafa dyr á húsum, manngengt op með fleka á hjörum, …

Það er menningarhefð að hafa dyr á húsum, manngengt op með fleka á hjörum, svo opna megi og loka. Flekinn hefur heitið hurð og dyrnar verið opnaðar og þeim lokað með honum Meira

Íþróttir

10. janúar 2023 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Arsenal heimsækir Man. City

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla, lenti ekki í teljandi vandræðum með C-deildarlið Oxford United þegar liðin áttust við í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Lokatölur urðu 3:0 Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Á förum frá meisturunum

Svava Rós Guðmunds­dótt­ir, landsliðskona í knattspyrnu, er á för­um frá Nor­egs­meist­ur­um Brann. Hún kvaddi fé­lagið í færslu á In­sta­gram í fyrrakvöld. Svava varð tvöfaldur meistari með Brann á síðustu leiktíð, en hún kom til fé­lags­ins í byrj­un síðasta árs Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 731 orð | 2 myndir

Eiga liðin í 1. deild möguleika?

Bikarinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Í kvöld fara fram báðir leikir undanúrslitanna í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, VÍS-bikarsins. Undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll í fyrsta sinn í langan tíma og mætast fyrst 1. deildar lið Snæfells og ríkjandi bikarmeistarar Hauka. Síðar um kvöldið mætast svo topplið 1. deildar, Stjarnan, og topplið úrvalsdeildar kvenna, Keflavík. Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 1082 orð | 3 myndir

Full ástæða til bjartsýni

HM 2023 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Svíþjóð og Póllandi eftir tvo daga, er liðið leikur við Portúgal í D-riðli í Kristianstad. Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Fyrir 37 árum varð ég vitni að einhverri verstu byrjun Íslands á stórmóti…

Fyrir 37 árum varð ég vitni að einhverri verstu byrjun Íslands á stórmóti í handbolta. Það var á HM í Sviss árið 1986 þegar íslenska liðið steinlá óvænt fyrir sprækum Suður-Kóreubúum með níu mörkum í fyrsta leiknum í Genf Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Gareth Bale hættir 33 ára

Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale tilkynnti í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna, aðeins 33 ára. Kveðjuleikir hans voru því með liði Wales á HM í Katar þar sem hann var fyrirliði. Bale lék með Tottenham 2007-2013 og var dýrasti knattspyrnumaður heims þegar Real Madrid keypti hann Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 279 orð | 2 myndir

Hand­knatt­leiks­kon­an Karlotta Kjer­úlf Óskars­dótt­ir er kom­in í raðir …

Hand­knatt­leiks­kon­an Karlotta Kjer­úlf Óskars­dótt­ir er kom­in í raðir Sel­foss frá Val að láni út yf­ir­stand­andi leiktíð. Karlotta, sem er tví­tug, get­ur spilað í horn­inu og skytt­unni. Hún lék sinn fyrsta leik með Sel­fossi á laug­ar­dag… Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

Íslenskar konur í helmingi ítölsku liðanna

Íslenskar knattspyrnukonur leika með helmingi liðanna í ítölsku A-deildinni eftir að Akureyringurinn Margrét Árnadóttir samdi við Parma um síðustu helgi. Margrét er sú fimmta sem leikur í deildinni í vetur, með jafnmörgum liðum, en tíu lið leika í deildinni á yfirstandandi tímabili í stað tólf áður Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Landsliðshanskarnir á hilluna

Hugo Lloris, markvörður Tottenham Hotspur og franska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja landsliðshanskana á hilluna. Hinn 36 ára gamli Lloris staðfesti tíðindin í samtali við L’Equipe í gær Meira
10. janúar 2023 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Ærin verkefni bíða Snæfells og Stjörnunnar

Í kvöld fara fram undanúrslit bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, VÍS-bikarsins, þegar Snæfell mætir ríkjandi bikarmeisturum Hauka og Stjarnan mætir Keflavík. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.