Greinar laugardaginn 21. janúar 2023

Fréttir

21. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Veður vott Enginn er verri þótt hann vökni, segir máltækið og margir þurftu að rifja það upp með sjálfum sér þegar þeir hættu sér út í slagveðrið sem ríkti á landinu öllu í... Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Eitt prósent fær langvarandi Covid

Talið er að tíu prósent þeirra sem fengið hafa Covid finni fyrir langtímaeinkennum og eitt prósent upplifi langvarandi alvarleg einkenni. Jonas Bergquist, læknir í Svíþjóð, hefur rannsakað ME-sjúkdóminn um langt skeið og rannsakar nú einnig… Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Ekkert þokast í kjaradeilum

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins (SA) fyrir hönd fjármálafyrirtækjanna. Ari Skúlason, formaður SSF, segir í pistli um stöðuna á vef samtakanna að samninganefndin hafi eytt… Meira
21. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 879 orð | 1 mynd

Engin ákvörðun tekin í Ramstein

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að þýsk stjórnvöld hefði ekki tekið neina ákvörðun af eða á um það hvort að þau muni senda Leopard 2-orrustuskriðdreka eða heimila öðrum ríkjum að senda sín eintök til Úkraínumanna. Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Finnst Ísland ekki vera á rangri leið

„Án erlendra ferðamanna gæti þessi fámenna þjóð aldrei staðið undir þessari miklu uppbyggingu,” segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um það breiða net þjónustu og mannlífs sem finna má um land allt Meira
21. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 1011 orð | 5 myndir

Fjórir fórust í krapaflóðunum 1983

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Veðurstofa Íslands gaf út greinargerð um ofanflóð á Patreksfirði. Þar eru góðar upplýsingar um krapaflóðin sem féllu 22. janúar 1983. Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Framtíð heilsugæsluhúss óráðin

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að flytja Heilsugæsluna í Hlíðum úr Drápuhlíð 14-16 yfir í Skógarhlíð 18. Heilsugæslan er í grónu íbúðahverfi og samkvæmt fasteignaskrá er húsið 819 fermetrar og lóðin 914 fermetrar. Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

HM-draumurinn nánast úti eftir ósigur gegn Svíum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er nánast úr leik á heimsmeistaramótinu eftir ósigur gegn Svíum í Gautaborg í gærkvöld, 35:30, í næstsíðasta leiknum í milliriðli mótsins. Eina von Íslands úr þessu er að Grænhöfðaeyjar nái í stig gegn Ungverjalandi á morgun og það er afar ólíklegt Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð

Íkveikja líkleg í bílastæðahúsi

Leif­ar af flug­eld­um fund­ust í bruna­rúst­um raf­bíls sem kviknaði í í fyrrakvöld í bíla­stæðahús­inu við Þing­holts­stræti í Reykja­vík. Um­merk­in benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Íslensk kona alvarlega særð eftir árás

Íslensk kona er alvarlega særð eftir hnífaárás á McDonalds-veitingastað á Karmøy í Noregi í gær. Maðurinn sem liggur undir grun er fyrrverandi eiginmaður konunnar. Hann er einnig frá Íslandi en þau eru bæði á sjötugsaldri Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Kraftur ferðaþjónustu kemur í ljós

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fulltrúar alls 230 fyrirtækja í ferðaþjónustu kynntu sig á ferðakaupstefnunni Mannamót sem haldin var í Kórnum í Kópavogi á fimmtudaginn. Tal var tekið, tengsl mynduð og staðan tekin fólks á meðal á þessari samkomu sem þykir miklvægur vettvangur viðskipta í ferðaþjónustu. Meira
21. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 1020 orð | 3 myndir

Mikill ávinningur fyrir umhverfið

Töluverð gerjun er í þörungarækt og -vinnslu hér á landi. Þótt hér séu góðar aðstæður til stórframleiðslu, bæði í sjó og á landi, er framleiðslan lítil. Þörungar eru unnir til matvælaframleiðslu og ýmiss konar iðnaðar Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 526 orð | 1 mynd

Missti þrjá daga úr vinnu á 40 árum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margar pestir hafa hrjáð landsmenn að undanförnu, fólk verið hvatt til þess að fara varlega og taka því rólega heima veikist það. Fréttir af þessu tagi hafa ekki snert Júlíus Jón Jónsson, en síðan hann byrjaði að vinna hjá Hituveitu Suðurnesja fyrir rúmum 40 árum og þar til hann hætti sem forstjóri HS Veitna um nýliðin áramót, missti hann aðeins úr þrjá daga vegna aðgerða, engan vegna veikinda! „Ef maður er heppinn og nógu þrjóskur getur þetta gerst,“ segir hann. Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ragnar Þór sækist eftir endurkjöri

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til áfram­hald­andi for­mennsku í stétt­ar­fé­laginu í kjöri sem fer fram í mars. Ragnar greindi frá þessu á Face­book-síðu sinni í gær. „Þrátt fyr­ir nei­kvæða umræðu um verka­lýðshreyf­ing­una stend­ur VR ákaf­lega vel Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 307 orð | 4 myndir

Raskanir víða um land vegna veðurs

Veðurspár gengu eftir í gær og daglegt líf landsmanna raskaðist sem og starfsemi víða um land. Gul veðurviðvörun var í gildi í öllum landshlutum og verður áfram fram undir morgun. Síðasta veðurviðvörunin fellur úr gildi síðdegis. Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 666 orð | 2 myndir

Sagan endalausa um brúarviðgerðir

Um þessar mundir ber hæst í menningarlífi Borgarness sýning Gísla Einarssonar sem ber heitið „Ferðabók Gísla Einarssonar“ og sýnd er í Landnámssetrinu. Í kynningu um verkið segir að hinn víðförli Borgfirðingur Gísli Einarsson hafi… Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Sigurjón keppir í Bocuse d’Or

Heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, Bocuse d’Or, verður haldin í Lyon í Frakklandi á morgun og mánudag. Þar munu fulltrúar 24 þjóða keppa og fulltrúi Íslands verður Sigurjón Bragi Geirsson Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Telur 10-12 ár hæfilegan tíma í embætti

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabankans, hefur beðist lausnar frá starfi og mun láta af störfum í vor. Hún hefur gegnt starfinu í 11 ár, fyrst sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 2012 Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Tók af sér bílbeltið og fékk sekt

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, var í gær sektaður af lögreglunni í Lancashire fyrir að hafa ekki verið með sætisól í bifreið á ferð. Sunak var að taka upp myndband fyrir Instagram, en hann var á ferðalagi um norðurhluta Englands að kynna… Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 245 orð

Vakning í þörungarækt

Þótt hér séu góðar aðstæður til stórframleiðslu á þörungum, bæði í sjó og á landi, er framleiðslan lítil. Þó virðist vera vakning í atvinnugreininni. Þörungar eru unnir til matvælaframleiðslu og ýmiss konar iðnaðar Meira
21. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 562 orð | 1 mynd

Vex ört og nálgast 400 þúsunda markið

Alls bjuggu 387.800 manns hér á landi í lok nýliðins árs og fjölgaði þeim um 2.570 manns á seinustu þremur mánuðum ársins samkvæmt ársfjórðungstölum sem Hagstofan birti í gær. Ef fjöldi landsmanna um áramótin er borin saman við mannfjöldatölur… Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Þorranum fagnað í Múlakaffi

Fyrsti dagur þorra var haldinn hátíðlegur í Múlakaffi í gær og í hádeginu var troðfullt og karlar í miklum meirihluta. Ylfa Rós Þorleifsdóttir, mannauðs- og sölustjóri, segir hádegið í Múlakaffi mikið karlavígi, en þá fjölmenna karlmenn sem vinna í… Meira
21. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 759 orð | 1 mynd

Ögmundur: Rangt að ákæra Geir

Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is „Þetta var væntanlega ekki gert vegna þess að utanríkisráðherra gerði sér grein fyrir að við þessu var andstaða VG-ráðherra í ríkisstjórninni,“ segir Ögmundur Jónasson um stuðning Íslands við hernað í Líbíu á tíma ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Landsdómsmálið kveikir umræðu um hvenær mál skuli rædd á ríkisstjórnarfundi og hvenær ekki. Geir H. Haarde var sakfelldur árið 2013 fyrir að funda ekki. Meira

Ritstjórnargreinar

21. janúar 2023 | Leiðarar | 770 orð

Aðstoð við Úkraínu

Þjóðverjar undir þrýstingi en allir gætu lagt meira af mörkum Meira
21. janúar 2023 | Reykjavíkurbréf | 1634 orð | 1 mynd

Galdramynt og galtómur tankur

Í raun og veru gengur rafbíladæmið hvergi upp nema helst hjá okkur, þar sem rafmagnið hér er góðkynja, þegar hugsað er til og barist við loftbólurnar sem geta gert út af við veröldina. Meira
21. janúar 2023 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Ríkið á leik

Sigmar Vilhjálmsson kom með athyglisverða ábendingu í aðsendri grein hér í blaðinu í gær. Hann nefndi að kjarasamningar væru að mestu frágengnir og velti fyrir sér hvernig koma mætti í veg fyrir að launahækkanirnar skiluðu sér í hærra verðlagi. Meira

Menning

21. janúar 2023 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Airwaves valin besta innihátíðin

Tónlistarhátíðin Iceland Airwav­es hlaut á miðvikudaginn, 18. janúar, verðlaun sem besta innihátíðin á Evrópsku hátíðarverðlaununum, European Festival Awards, í Groningen í Hollandi. Iceland Airwaves var haldin í fyrrahaust eftir tveggja ára hlé… Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Bandaríski leikarinn Alec Bald­win hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en hann skaut myndatökustjórann Halynu Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust í október árið 2021 í Santa Fe í Bandaríkjunum Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr á Sígildum sunnudögum í Hörpu

Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr heldur tónleika á Sígildum sunnudögum í Hörpu á morgun kl. 16. Á efnisskránni er oktett eftir Stravinskíj og sinfóníetta eftir Joachim Raff og fær Hnúkaþeyr til liðs við sig nokkra góða félaga við flutning verkanna Meira
21. janúar 2023 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Brenglað kyntákn eða ekki?

Ný þáttaröð Netflix að nafni Wednesday hefur slegið í gegn. Þættirnir fjalla um Wednesday Addams og ævintýri hennar í nýjum skóla sem börn með ýmsan æðri mátt sækja. Undanfarið hefur aðalpersónan Wednesday fengið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Down & Out fagna vínil og kassettu

Dúettinn Down & Out fagnar útgáfu hljómplötu sinnar Þættir af einkennilegum mönnum sem nú er fáanlega á vínil og kassettu eftir 15 mánaða framleiðslumeðgöngu, að því er segir á Facebook-síðu tvíeykisins, og fer fögnuðurinn fram á Café Rosenberg kl Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Hrönn listrænn stjórnandi Stockfish

Hrönn Kristinsdóttir hefur verið ráðin í starf listræns stjórnanda kvikmyndahátíðarinnar Stockfish og mun með Carolinu Salas, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, þróa Stockfish sem gott rými fyrir samtal greinarinnar á opnum og faglegum nótum, eins og segir í tilkynningu Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Leiðsögn í dag og sýning framlengd

Vegna mikillar aðsóknar að sýningunni Flauelshryðjuverk - Rússland Pussy Riot í Kling & Bang í Marshallhúsinu hefur sýningartíminn verið framlengdur til 29. janúar. Í dag kl Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 157 orð | 1 mynd

Málþing um list Hildar

Málþing í tengslum við yfirlits­sýningu á verkum Hildar Hákon­ardóttur, Rauður þráður, verður haldið á Kjarvalsstöðum í dag kl. 13-16. Sýningin var opnuð fyrir viku og er nauðsynlegt að skrá sig á málþingið á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur Meira
21. janúar 2023 | Tónlist | 533 orð | 3 myndir

Með æskuroðann að vopni

Öllu skiptir hvert maður beinir sjónum – og eyrum. Grasrótin íslenska iðar af lífi eins og svo oft áður, ný tækni gerir svo margt kleift og aukinn sýnileiki fyrir alla; konur, kalla og hvern sem er, er gróði fyrir okkur öll. Meira
21. janúar 2023 | Bókmenntir | 756 orð | 3 myndir

Mislestur, slæmir vetur og fegurð

Ritgerðir Húslestur ★★★½· Eftir Magnús Sigurðsson. Dimma, 2022. Kilja, 196 bls. Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Myndir úr Horft til norðurs í Skaftfelli

Ljósmyndir úr myndaröð myndlistarkonunnar Jessicu Auer, Horft til norðurs, verða sýndar í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði frá 23. janúar til 2. apríl. Röðin var fyrst sýnd sem aðalsýning á Þjóðminjasafni Íslands árið 2020 Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 750 orð | 5 myndir

Opnar dyr og gerir konur sýnilegri

Áhersla verður lögð á kynjajafnvægi á djasshátíðinni Freyjufest sem haldin verður í Hörpu í dag. Sunna Gunnlaugsdóttir stendur fyrir hátíðinni en undanfari hennar er tónleikaröðin Freyjudjass sem hóf göngu sína árið 2017 Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 201 orð | 2 myndir

Staðfræði og kortlagning

Sýning Kristjáns Steingríms, héðan og þaðan, verður opnuð í dag kl. 17 í galleríinu Berg Contemporary við Klapparstíg. Kristján sýnir ný verk þar sem hann mylur sjálfur og gerir tilraunir með leir og jarðveg víðsvegar að úr heiminum, að því er segir … Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 222 orð | 1 mynd

Tilnefningar til Bafta kynntar

Kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vestur­vígstöðvunum, sem framleidd er af Netflix og sýnd á veitunni, hlýtur flestar tilnefningar til hinna bresku Bafta-verðlauna í ár eða 14 talsins Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 84 orð

Tvær sýningar í Hönnunarsafni

Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Hönnunarsafni Íslands í gær. Annars vegar er það sýning á fallegustu bókum í heimi samkvæmt niðurstöðum keppninnar Best Book Design from all over the World. Fjórtán bækur voru verðlaunaðar og eru þær sýndar á… Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Útgáfu Drullumalls 4 fagnað

Útgáfu safnplötunnar Drullumall 4 verður fagnað í Mengi að Óðins­götu 2 í dag kl. 19 og í 12 tónum, Skólavörðustíg 15, frá kl. 21.30. Í Mengi leika Áslaug Dungal, Breki Hó, Ókindarhjarta og Asalus og í 12 tónum koma fram plötusnúðarnir Simmi, MC… Meira
21. janúar 2023 | Menningarlíf | 254 orð | 1 mynd

Verkið talið eftir Doige, ekki Doig

Hinn virti enski listmálari, Peter Doig, hefur unnið mál sem Robert Fletcher höfðaði gegn honum en hann hélt því fram að hann ætti verk eftir Doig. Hlaut Doig á endanum 2,5 milljónir dollara í skaðabætur Meira

Umræðan

21. janúar 2023 | Pistlar | 819 orð

Átök á æðstu stöðum

Síðasti stórátakatíminn á undan hruninu var fyrir kosningarnar vorið 2003 og fram á haust 2004. Þá myndaði Samfylkingin bandalag með hópum í viðskiptalífinu. Meira
21. janúar 2023 | Aðsent efni | 580 orð | 2 myndir

Engar vindmyllur á Íslandi, takk!

Júlíus Sólnes: "Fótspor vindmyllugarða í náttúrunni er gríðarlegt og umhverfisáhrif þeirra mikil." Meira
21. janúar 2023 | Aðsent efni | 641 orð | 1 mynd

Eru Vogamenn orðnir alveg galnir?

Magnús Magnússon: "Passað var vel upp á að hinir „mörgu“ beittu hina „fáu“ ekki ofríki." Meira
21. janúar 2023 | Aðsent efni | 279 orð | 1 mynd

Fyrirtæki á happdrættismarkaði telja breytingar nauðsynlegar

Kristín S. Hjálmtýsdóttir: "Sameiginlegt spilakort gæti komið böndum á ólöglega erlenda spilastarfsemi og stuðlað að heilbrigðu spilaumhverfi með skaðaminnkun að leiðarljósi." Meira
21. janúar 2023 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Íslenska Bocuse d'Or-liðið keppir í Lyon 23. janúar 2023

Jafet Bergmann Viðarsson: "Kokkarnir verða að búa til matseðil byggðan á þessu hráefni sem sýnir sköpunargáfu þeirra og matreiðsluhæfileika." Meira
21. janúar 2023 | Pistlar | 465 orð | 2 myndir

Málið og semínaristarnir

Undanfarnar vikur hefur Halldór Laxness lesið Í túninu heima í útvarpi allra landsmanna. Þar lýsir hann örnefnum á leiðinni „uppí Moskó“, yfir Hellisár (sem við þekkjum sem Elliðaár) og „litla heiði eða háls sem ég aldrei í minni… Meira
21. janúar 2023 | Pistlar | 571 orð | 4 myndir

Óvænt úrslit á stærstu mótunum

Óvænt úrslit hafa sett svip á stóru mótin tvö sem nú eru haldin á höfuðborgarsvæðinu, Skákþing Reykjavíkur annars vegar og Skákhátíð Fulltingis hins vegar, sem fram er í Garðabæ. Tefldar hafa verið fjórar umferðir af níu á Skákþingi Reykjavíkur og… Meira
21. janúar 2023 | Aðsent efni | 304 orð

Tveir fróðlegir fundir

Þegar rætt er um ábyrgð ráðamanna á bankahruninu 2008, skipta tvær spurningar mestu máli: Hvað gátu þeir vitað? Hvað gátu þeir gert? Seinni spurningunni er auðsvarað: Lítið sem ekkert. Þeir urðu aðeins að bíða og vona Meira

Minningargreinar

21. janúar 2023 | Minningargreinar | 1214 orð | 1 mynd

Anton Sigurbjörnsson

Anton Sigurbjörnsson fæddist 14. desember 1933 á Nefstöðum í Fljótum. Hann andaðist á sjúkradeild HSN á Siglufirði 4. janúar 2023. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Bogason, f. á Minni-Þverá í Fljótum 3. september 1906, d. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2023 | Minningargreinar | 5524 orð | 1 mynd

Erla Sigurbjörnsdóttir

Erla Sigurbjörnsdóttir fæddist 31. mars 1938. Hún lést 8. janúar 2023. Útför fór fram 20. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2023 | Minningargreinar | 1152 orð | 1 mynd

Friðrik Arthúr Guðmundsson

Friðrik Arthúr Guðmundsson fæddist á Hólmavík 6. desember 1933. Hann lést á Heilbrigðistofnun Vesturlands á Hólmavík 10. janúar 2023. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson verslunarmaður, f. 17. apríl 1897, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2023 | Minningargreinar | 549 orð | 1 mynd

Jón Sigurbergur Kortsson

Jón Sigurbergur Kortsson fæddist á Torfastöðum í Fljótshlíð 30. apríl 1939. Hann lést á Fossheimum á Selfossi 4. janúar 2023. Foreldrar hans voru Kort Eyvindsson, f. 1. desember 1901, d. 21. ágúst 1964, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 17. mars 1909, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2023 | Minningargreinar | 3932 orð | 1 mynd

Sigurður Jóhann Hafberg

Sigurður Jóhann Hafberg fæddist á Flateyri 5. janúar 1959. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 11. janúar 2023 eftir stutta baráttu við krabbamein. Foreldrar Sigurðar voru Einar Jens Hafberg, f. 8.8. 1919, d. 2.1. 1974, og Kristbjörg Hjartardóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2023 | Minningargreinar | 300 orð | 1 mynd

Valdís Árnadóttir

Valdís Árnadóttir fæddist 16. júní 1938. Hún lést 10. janúar 2023. Útför hennar fór fram 20. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 406 orð | 1 mynd

Sextíu tillögur til sáttar

Í maí á síðasta ári skipaði ég fjóra starfshópa og samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu undir heitinu Auðlindin okkar. Í vikunni skiluðu starfshóparnir 60 bráðabirgðatillögum til matvælaráðuneytisins. Tilgangur verkefnisins er að greina áskoranir og… Meira
21. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 1049 orð | 1 mynd

Skilur sátt við starfsferilinn

Viðtal Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Eftir að hafa gegnt starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) frá 2012 og stöðu varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits frá ársbyrjun 2020, hefur Unnur Gunnarsdóttir nú beðist lausnar frá starfi. Hún mun láta af störfum í vor. Meira

Daglegt líf

21. janúar 2023 | Daglegt líf | 71 orð | 1 mynd

Göngugarpur á Ódáinsvöllum

Kanadamaðurinn Craig Cohon var lengi vörumerkjastjóri Coca Cola og sinnti því starfi á heimsvísu. Nú fetar Cohon nýjar slóðir. Er í 4.000 kílómetra langri gönguferð frá London til Istanbúl. Þetta er einskonar vitundarvakning Meira
21. janúar 2023 | Daglegt líf | 1011 orð | 4 myndir

Hugmyndin um lýðræði lifir alltaf

Hin stórmerkilega saga fámenns uppreisnarríkis á ofanverðri 18. öld sem þróast yfir í að verða máttugasta stórveldi heimsins í byrjun 21. aldar. Meira

Fastir þættir

21. janúar 2023 | Í dag | 56 orð

Að taka fyrir e-ð merkir að afnema e-ð, láta e-ð ekki viðgangast lengur:…

taka fyrir e-ð merkir að afnema e-ð, láta e-ð ekki viðgangast lengur: „Nýi formaðurinn tók fyrir það að við í húsfélagsstjórninni fengjum léttar veitingar á fundum.“ En það þýðir líka að neita e-u Meira
21. janúar 2023 | Í dag | 185 orð

Búlúlala. S-AV

Norður ♠ D10765 ♥ 764 ♦ 6 ♣ KG105 Vestur ♠ G32 ♥ 105 ♦ ÁKD ♣ D742 Austur ♠ ÁK984 ♥ ÁG ♦ 1074 ♣ 963 Suður ♠ -- ♥ KD983 ♦ G98532 ♣ Á8 Suður spilar 4♥ Meira
21. janúar 2023 | Árnað heilla | 150 orð | 1 mynd

Davíð Stefánsson

Davíð Stefánsson fæddist 21. janúar 1895 í Fagraskógi við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson, f. 1863, d. 1925, bóndi og alþingismaður, og Ragnheiður Davíðsdóttir, f. 1864, d. 1937 Meira
21. janúar 2023 | Í dag | 297 orð

Ekki daufur í dálkinn

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Skepna sú er beinaber. Á blaðsíðunni má hann sjá. Vel á ullarvettling fer. Vera skeiðahnífur má. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Dálkur hann er bara bein Meira
21. janúar 2023 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Fékk skrítnasta hrós á ferlinum

Tyrfingur Tyrfingsson hefur fengið mikil viðbrögð við vinsælustu mynd landsins um þessar mundir, myndinni Villibráð, en handritið skrifaði hann ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur. Hann ræddi viðbrögðin og myndina í Ísland vaknar Meira
21. janúar 2023 | Í dag | 809 orð | 3 myndir

Helsta áhugamálið er starfið

Þórarinn Sigþórsson er fæddur 22. janúar 1938 og verður því 85 ára á morgun. Hann fæddist á Valbjarnarvöllum í Borgarbyggð þar sem foreldrar hans bjuggu fyrst en þau fluttu síðan í Einarsnes við Hvítá í Borgarfirði þegar Þórarinn var 8 ára Meira
21. janúar 2023 | Í dag | 1098 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Taize-guðsþjónusta kl. 11. Sr Petrína Möll Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Sklenár organista. Meira
21. janúar 2023 | Í dag | 176 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. e3 Bd6 7. Bd3 Rbd7 8. Rge2 0-0 9. Dc2 h6 10. Bh4 He8 11. Bg3 Rf8 12. 0-0 Bg4 13. Hab1 Hc8 14. b4 a6 15. a4 De7 16. h3 Bd7 17. Bxd6 Dxd6 18. Rg3 g6 19 Meira
21. janúar 2023 | Í dag | 318 orð | 1 mynd

Sóley Kaldal

40 ára Sóley er fædd og uppalin í Laugardalnum í Reykjavík og býr nú í Laugarnesinu. Hún er með bachelor gráður í eðlisfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands. Hún flutti til Danmerkur með Jakobi manninum sínum 2006 þar sem hann fór í konunglegu… Meira

Íþróttir

21. janúar 2023 | Íþróttir | 948 orð | 2 myndir

Draumurinn nánast úti

Ísland á litla möguleika á að fara í átta liða úrslit heimsmeistaramóts karla í handbolta eftir 30:35-tap fyrir Svíþjóð fyrir troðfullri Scandinavium-höll í Gautaborg í gær. Svíar voru einu marki yfir í hálfleik, 17:16, en stórleikur hjá Andreas… Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

Grænhöfðaeyjar ná jafntefli gegn Ungverjalandi á morgun. Eða vinna. Ísland …

Grænhöfðaeyjar ná jafntefli gegn Ungverjalandi á morgun. Eða vinna. Ísland sigrar Brasilíu og Portúgal nær ekki að vinna Svíþjóð. Þar með verður Ísland komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins. Einfalt, ekki satt? Tvennt af þessu þrennu getur hæglega gengið upp Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Keflvíkingar léku Stjörnumenn grátt

Keflvíkingar unnu yfirburðasigur á Stjörnunni, 115:87, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöld. Þeim tókst þar með að hefna fyrir ósigurinn gegn Garðabæjarliðinu í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Kínverjar sterkari í Laugardal

Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í íshokkí töpuðu fyrir Kínverjum í Skautahöllinni í Laugardal í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í þessum aldursflokki, 5:2, í gærkvöld. Kristján Jóhannesson og Hákon Magnússon skoruðu mörk Íslands og minnkuðu muninn í 3:1 og 4:2 Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Rasmus kominn í Aftureldingu

Rasmus Christiansen, danski knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið hér á landi nær óslitið frá 2010, er genginn til liðs við Aftureldingu og leikur með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Rasmus, sem er 33 ára miðvörður, hefur leikið með Val… Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Stórsigrar hjá efstu liðunum

Efstu liðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Valur og Keflavík, unnu stórsigra í gærkvöld þegar leiknir voru tveir síðustu leikirnir í þrettándu umferð deildarinnar. Valsmenn sigruðu Grindvíkinga á Hlíðarenda, 92:67, og Keflvíkingar sigruðu Stjörnumenn, 115:87 Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Trossard kominn til Arsenal

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur fest kaup á belgíska knattspyrnumanninum Leandro Trossard. Hann kemur frá Brighton, þar sem Trossard lék undanfarið þrjú og hálft ár. Arsenal greiðir 20 milljónir punda fyrir Trossard og gæti… Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 463 orð | 1 mynd

Ungverjarnir í góðri stöðu

Ungverjar komu sér í góða stöðu í milliriðli Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær með því að leggja Brasilíumenn að velli í sveiflukenndum leik í Gautaborg, 28:25. Þeir geta nú náð öðru sæti riðilsins með sigri á Grænhöfðaeyjum á morgun… Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Valsmenn keyptu Adam

Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson gekk í gær til liðs við Valsmenn sem keyptu hann af Víkingi. Adam, sem er 24 ára kantmaður, varð tvöfaldur meistari með Víkingi 2021 en var í láni hjá Keflavík á síðasta ári Meira
21. janúar 2023 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Það er augljóst hvað klikkar hjá okkur

„Það er augljóst. Þetta var færanýtingin eða Palicka, eða hvernig sem maður vill orða það,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, Eyjamaðurinn í íslenska landsliðinu í handbolta, um það sem mátti betur fara í tapinu gegn Svíþjóð í milliriðli HM í gær Meira

Sunnudagsblað

21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 144 orð | 1 mynd

15 ára húfuverksmiðja

Stórmerkilega afmælisfrétt var að finna í Morgunblaðinu fyrir réttum 70 árum. „Í dag 22. þ. m., eru 15 ár liðin síðan húfuverksmiðjan Hektor á Ísafirði hóf starfsemi sína. Stofnendur verksmiðjunnar voru þau systkinin Sigríður Jónsdóttir kaupkona og Kristján H Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 534 orð | 2 myndir

Bergrisi af tónlistarmanni

Við David fórum reglulega í hár saman gegnum tíðina og enda þótt höggin væru alla jafna ekki þung þá sátum við eigi að síður eftir með sárt ennið. Til allrar hamingju skildum við sáttir. Hann var án nokkurs vafa bergrisi af tónlistarmanni og… Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 93 orð | 1 mynd

Dramatík í dómsalnum

Ásökun Áhugafólk um dómsalsdrama ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð í bandaríska myndaflokknum Accused. Hver þáttur hefst í dómsal og smám saman fáum við að kynnast hinum ákærða og því sem honum er gefið að sök með því að horfa í baksýnisspegilinn Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Dularfull þoka leggst yfir

Spenna Hvað gera menn þegar dularfull þoka leggst yfir olíuborpallinn þeirra og rýfur sambandið við umheiminn, í þann mund sem þeir eru á leið í land? Við þessari áleitnu spurningu fáum við svar í yfirskilvitlegum spennuþáttum, The Rig, sem Amazon Prime hefur tekið til sýninga Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 3012 orð | 4 myndir

Er Addi Öddu ekki á staðnum?

Það henda engar siðaðar þjóðir fólki út bara fyrir þær sakir að það nær einhverjum tilteknum aldri. Fólk á að fá að vinna eins lengi og það vill og getur Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 933 orð | 1 mynd

Ég er langt því frá að ná mér

Ég man að síðasta haust gisti ég eina nótt í Hafnarfirði hjá bróður mínum og þurfti að ganga þar upp tröppur. Þegar ég var kominn upp, þurfti ég að leggja mig. Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 2666 orð | 4 myndir

Ég hugsa til hans á hverjum degi

En það sem enginn vissi var að ég var búin að undirbúa mig að fara í vikunni á eftir. Að kveðja. Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 170 orð

Fjölskyldan vill leigja sér bát á ströndinni. „Mér þykir það leitt,“ segir …

Fjölskyldan vill leigja sér bát á ströndinni. „Mér þykir það leitt,“ segir strandvörðurinn, „en þeir eru allir í útleigu.“ „En þarna er einn!“ segir fjölskyldufaðirinn. „Já, en það er gat á honum!“ segir strandvörðurinn Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 150 orð | 2 myndir

Frasier á framandi slóðum

Nú liggur fyrir að Kelsey Grammer verður eini leikarinn sem snýr aftur þegar sýningar hefjast að nýju á einum vinsælasta gamanmyndaflokki sjónvarpssögunnar, Frasier, síðar á þessu ári. Gamlir aðdáendur þáttanna höfðu bundið vonir við að Peri Gilpin, … Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 21 orð

GUÐBJÖRG 5…

KATLA MAREN 8 ÁRA ÍDA MARÍA 6 ÁRA DANÍEL 7 ÁRA HERA 3 ÁRA KATLA 7 ÁRA SUNNA KAREN 6 ÁRA Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 998 orð | 1 mynd

Handbolti og hláka

Landsmenn bjuggu sig undir enn eitt kuldakastið, en að þessu sinni gátu þeir þó huggað sig við að hlýindi og hláka voru í kortunum er því lyki. Ríki og sveitarfélög hyggjast stuðla að uppbyggingu allt að 12 þúsund íbúða fyrir liðlega 24 þúsund manns á næsta áratugi Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 104 orð

Hábeinn heppni gerir tilraun til að flýja heppnina, og einsemdina sem…

Hábeinn heppni gerir tilraun til að flýja heppnina, og einsemdina sem henni fylgir, með því að setjast að í Hlöðubæ. En tekur hann með sér í leiðinni gæfuna úr Andabæ? Edison er byrjaður í einkatímum hjá Lúðvík til að bæta lélegar einkunnir og þeir… Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 83 orð | 1 mynd

Hefðu viljað kynnast áratugum fyrr

Sálufélagar Það er gömul saga og ný að hljómsveitir reki og ráði söngvara. Sumar ráða svo gamla söngvarann aftur. Þýska sprettmálmbandið Helloween fór óvenjulega leið árið 2016, því þegar það endurréð gamla söngvarann, Michael Kiske, eftir 13 ára hlé, þá hélt það hinum söngvaranum líka, Andi Deris Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 342 orð | 6 myndir

Hljóðbækur, stjórnmál, ævintýri og hellar

Hljóðbækur eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég verið að hlusta á bækur um sögu og stjórnmál. Ég er nýbúinn að hlusta á bækur um ævi Winstons Churchills, tilurð og sögu Magna Carta, menninguna í Mesópótamíu og… Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 464 orð

Hugsanir í gönum

Í nótt var ég að tala við Kötu Jak á Arnarhóli í hettupeysu með brotin skíði yfir öxlinni. Ég var í hettupeysunni sko, ekki hún. Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 119 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Lausnina skrifið þið niður á…

Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 29. janúar. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina syrpu – Einsemd Fjögralaufasmárans Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 1846 orð | 1 mynd

Kirkjan sofnar ekki á verðinum

Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands hefur sent frá sér hirðisbréf til fólksins í kirkjunni og annarra fróðleiksfúsra, eins og löng hefð er fyrir. Yfirskrift ritsins er Í orði og verki og þar lítur Agnes yfir farinn veg, veltir fyrir sér stöðu kirkjunnar og kristninnar í landinu og horfir til framtíðar. Agnes hefur tilkynnt að hún láti af embætti sumarið 2024. Spurð hvað hún hyggist leggja mesta áherslu á þetta síðasta hálft annað ár nefnir hún einkum þrennt. Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 651 orð | 1 mynd

Landamæri án landa og lendur án landamæra

Hvernig væri að hinn 30. janúar, á hundrað ára afmæli Lausanne-samkomulagsins, lýsi ríkisstjórn Íslands því yfir að endurskoða beri þennan samning? Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 886 orð | 2 myndir

Látnir vinna sjö daga í viku

Þegar ég rakst á fyrirsögnina hér að ofan, Látnir vinna sjö daga í viku, í gömlum Mogga frá 22. janúar 1983 hugsaði ég fyrst með mér: Hér er búið að leysa mönnunarvanda á vinnumarkaði í eitt skipti fyrir öll! Auðvitað á að nýta krafta hinna látnu til að mæta aðsteðjandi þörf og halda uppi hagvexti Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 969 orð | 2 myndir

Mannleg misþyrming

Hvers vegna erum við að þessu? Og fyrir hvern eða hverja? Þetta eru grundvallarspurningar sem við glímum öll reglulega við í lífi okkar og leik. Heidi Shepherd, annar rymjara bandaríska grúvmálmbandsins Butcher Babies, virðist vera búin að svara þessu fyrir sína parta, í eitt skipti fyrir öll Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 1843 orð | 2 myndir

Mikilvægt að muna að það er von

Við skiljum ekki sjúkdóminn fyllilega og oft hafa þessir sjúklingar fengið ranga sjúkdómagreiningu. Margir sjúklingar með ME hafa verið ranglega greindir með kulnun eða þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 819 orð | 1 mynd

Sýndu þér sjálfsmildi!

Spurðu þig hvað þig langi til að gera til að bæta heilsuna og hvaða leiðir þú vilt velja. Ekki gera of mikið í einu. Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 97 orð | 1 mynd

Talar enga tæpitungu

Hreinskilni Þangað til fyrir nokkrum vikum hafði Harrison Ford aldrei verið í burðarhlutverki í sjónvarpsmyndaflokki en nú getur hann ekki hætt. Fyrst kom 1923, sem sjá má í Sjónvarpi Símans Premium, og næst eru það gamanþættirnir Shrinking sem frumsýndir verða á AppleTV+ um næstu helgi Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 353 orð | 1 mynd

Um víðan völl ljósmyndunar

Hvernig fékkstu hugmyndina að þáttunum Ímynd? Hugmyndin kviknaði þegar ég sá mynd um Mapplethorpe í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Ég fór að hugsa að hér á landi hefðu ekki verið gerðar margar myndir um ljósmyndara og stakk upp á því við RÚV Meira
21. janúar 2023 | Sunnudagsblað | 97 orð | 1 mynd

Þykir ekki lík Amy Winehouse

Heimildarmyndin Back to Black, um ævi Amy Winehouse er í fullum smíðum um þessar mundir og fyrstu myndir af leikkonunni Marisu Abela, sem leikur Amy, hafa nú birst. Marisa sást við tökur í London í síðustu viku og skartaði þar svartri hárkollu og… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.