Greinar mánudaginn 30. janúar 2023

Fréttir

30. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Aukinn viðbúnaður í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur aukið viðbúnað við götuna Nørrebrogade í höfuðborginni eftir að stunguárás varð þar á föstudagskvöld með þeim afleiðingum að tveir ungir karlmenn særðust. Þeir eru 21 árs og 23 ára og eru ekki taldir vera í lífshættu Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Bifreið bakkað inn í verslun í Laugardal

Bifreið var bakkað inn í verslunina Álfheima í Laugardalnum klukkan 6 í gærmorgun. Í kjölfarið var gengið inn í verslunina og farið þar ránshendi en fjármunum og sígarettum var stolið. Starfsfólk verslunarinnar staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið Meira
30. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Brugðist við árásum í Ísrael

Öryggisráð Ísraels hefur ákveðið að bregðast við skotárásum sem hafa átt sér stað í Jersúsalem að undanförnu með því að auðvelda ísraelskum ríkisborgurum að fá leyfi til að bera skotvopn. Sjö létu lífið í skotárás á samkunduhús í austurhluta Jerúsalem á föstudag Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Bæjarstjóri kallar eftir aðgerðum gegn hraðakstri

Harður árekstur varð á Norðurströnd á Seltjarnarnesi síðasta föstudag, sem rekja má til hraðaksturs annarrar bifreiðarinnar. Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, segir glæfraakstur á svæðinu hafa verið áhyggjuefni til margra ára meðal íbúa Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Danir heimsmeistarar í handbolta

Danmörk er heimsmeistari í handknattleik karla eftir að hafa lagt Frakkland að velli, 34:29, í úrslitaleik HM 2023, sem fram fór í Svíþjóð og Póllandi, í Stokkhólmi í gærkvöldi. Danir voru að leika sinn þriðja úrslitaleik á heimsmeistaramóti í röð… Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Eggert

Á ferðinni Það getur verið varasamt að feta sig eftir götunni þessa dagana þegar hálka leynist víða undir snjónum. Þessi fór að öllu með gát á ferð sinni um Sigtún á... Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Ekkert ferðaveður milli landshluta

Óveðri er spáð um mestallt land í dag og er ekki æskilegt að ferðast milli landshluta. Bæði gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. „Ekkert ferðaveður verður á milli landshluta Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Enski boltinn rýkur upp í verði

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Miklar verðhækkanir dynja á knattspyrnuunnendum nú í byrjun árs. Tvær sjónvarpsstöðvar hafa hækkað áskriftarverð og munar þar mest um verðhækkun á enska boltanum. Áskrift að Símanum sport hækkar nú um mánaðamótin um 1.600 krónur á mánuði, var 4.900 krónur en verður hér eftir 6.500 krónur. Þessi hækkun nemur 33%. Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Ensk-sænsk sveit sigraði í Hörpu

Ensk-sænska sveitin Black vann sveitakeppni Bridgehátíðarinnar sem haldin var í Hörpu um helgina. Black endaði með 142,98 stig en meðalskor var 100 stig. Sveit Black var með níu stiga forystu fyrir síðustu umferð keppninnar og vann þægilegan sigur,… Meira
30. janúar 2023 | Erlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Erdogan tilbúinn að styðja Finna

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, útilokar ekki að styðja umsókn Finnlands um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Svíþjóð og Finnland sóttu um aðild að NATO á síðasta ári til að bregðast við innrás Rússlands í Úkraínu, en stjórnvöld í… Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Fá styrk á skjön við lög

Árlegum ríkisstyrk til stjórnmálaflokka var úthlutað síðasta fimmtudag. Lögum samkvæmt er skilyrði fyrir úthlutuninni að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikning þeirra stjórnmálaflokka sem styrkinn hljóta Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 749 orð | 1 mynd

Finnur meinið á frumstigi

„Við erum að byrja að bjóða Íslendingum upp á Truecheck-blóðprufur hjá K-skimun sem er samstarfsaðili Datar Cancer Genetics-rannsóknarstofunnar í Englandi,“ segir Auðun Sigurðsson læknir en hann segir að boðið sé upp á þessa þjónustu um alla Evrópu Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Fordæmanleg ósannindi um lagaheimildir

Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin. Það er í raun fordæmanlegt að stóru heildarsamtökin skuli fara fram með bein ósannindi í þessu efni,“ segir Ásmundur Stefánsson, hagræðingur, fyrrverandi ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið og vísar til ályktunar miðstjórnar ASÍ, í kjölfar þess að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á fimmtudaginn í síðustu viku. Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 148 orð

Greinir krabbamein með um 90% nákvæmni

Viðamiklar rannsóknir í Bretlandi hafa sýnt fram á að mögulegt er að nema fjölda krabbameina í blóði með einfaldri blóðprufu, en nú er boðið upp á blóðprufur til að greina krabbamein á frumstigi hér á landi Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 824 orð | 1 mynd

Hjálpin til bata

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Geðrækt, forvarnir og snemmtæk úrræði. Heildræn þjónusta byggð á bestu þekkingu, veitt af fagfólki á vel mönnuðum stofnunum. Samráð við notendur á breiðum vettvangi og þjónusta veitt í nærumhverfi notenda eða á stofnunum í bataeflandi húsnæði sem stenst kröfur nútímans. Nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu þar sem notendur geta fengið hjálp meðal annars með nýjum tæknileiðum á netinu. Aukið samráð við háskólasamfélagið og milli heilbrigðisstofnana um geðheilbrigðismál þar sem er greitt aðgengi notenda að upplýsingum. Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 658 orð | 1 mynd

Hlaupnir kílómetrar jafn margir árunum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 82 orð

Íslensk tækni fer til Sádi-Arabíu

Efnaframleiðslurisinn SABIC, dótturfélag Saudi Aramco, hyggst framleiða ammoníak með umhverfisvænni aðferð sem íslenska sprotafyrirtækið Atmonia hefur þróað. Hefðbundin ammoníaksframleiðsla notast við jarðgas og verða til allt að 2,5 tonn af koltvísýringi fyrir hvert tonn af ammoníaki Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 197 orð | 7 myndir

Liðið mun springa út

Í lokaþættinum af Sonum Íslands gerum við meðal annars upp nýliðið heimsmeistaramót í Svíþjóð og Póllandi þar sem íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafnaði í 12. sæti. Í þáttunum, sem voru alls átta talsins, voru þeir Viktor Gísli… Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Lognið á undan storminum

Ágætis veður var á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sólin lét sjá sig og lýsti höfuðborgina upp, en dagarnir á undan höfðu verið heldur grálegir. Í dag, og fram á þriðjudagsmorgun, er óveðri spáð um nánast allt land Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Læknarnir vilja skorður á skrifræði

„Vottorðagerð og pappírsvinna er tímafrekur þáttur í starfi lækna svo nauðsynlegt er að hugsa málin upp á nýtt,“ segir Oddur Steinarsson heimilislæknir í samtali við Morgunblaðið. Hann var formaður starfshóps á vegum heilbrigðisráðherra… Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 557 orð | 1 mynd

Mikil ólga í viðræðum Eflingar

Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is „Við getum endalaust velt fyrir okkur hvort ríkissáttasemjari sé að brjóta lýðræðislegan rétt á félagsmönnum en hann er klárlega að framkvæma athöfn sem skerðir vald samninganefndarinnar sem slíkrar, sem hann hefur þó fulla heimild til,“ segir Lára Valgerður Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsrétti, um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Miklu landað af kolmunna í janúar á Fáskrúðsfirði

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið á móti 13.500 tonnum af kolmunna í janúar. Hafa færeysk skip komið með megnið af kolmunnanum til löndunar. Þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði í gær var verið að landa úr Hoffelli SU 80 Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Minnst 50% samdráttur

„Fyrir 7-10 árum var ekki óalgengt að vinsælustu kiljur hvers árs seldust í 10 þúsund eintökum eða meira. Nú bregður svo við að mér sýnist að mest seldu kiljur undanfarinna ára nái varla 3-4 þúsund seldum eintökum og að meðalsala annarra bóka hafi… Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 198 orð

Nýr heitavatnstankur rís

Nýr heitavatnstankur verður reistur á Reynisvatnsheiði fyrir ofan Grafarholtið á þessu ári fyrir næsta vetur. Honum er ætlað að bregðast við aukinni heitavatnsþörf sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu í kuldakastinu sem gekk yfir í vetur Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 268 orð

Ósatt að heimild skorti

Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur, fyrrverandi forseti ASÍ og fyrrverandi ríkissáttasemjari, segist undrandi yfir yfirlýsingum hvers verkalýðsfélagsins á fætur öðru, þar sem efast er um lögmæti þess að ríkissáttasemjari leggi fram miðlunartillögur Meira
30. janúar 2023 | Fréttaskýringar | 561 orð | 7 myndir

Salan ekki tekið við sér eftir hrun í Covid

Mikill samdráttur hefur orðið í sölu á bókum í kiljuformi hér á landi. Salan er umtalsvert minni nú en hún var fyrir áratug og hrun sem varð á tímum kórónuveirunnar hefur ekki gengið til baka. „Salan á þýddum kiljum dróst mikið saman í… Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

Sá ljósið í Ljósinu

Jarðfræðingurinn Melkorka Matthíasdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína „Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“ í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 19-20 á föstudag og þar með lýkur sýningunni, sem var opnuð 10 Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Sjóbaðsaðstaða rís við Ægisíðuna

Góður gangur er í framkvæmdum við nýja sjóbaðsaðstöðu við Ægisíðuna sem mun væntanlega verða tekin í notkun á næstunni. Ljóst er að aðstaðan er farin að taka á sig góða mynd en framkvæmdir hófust í nóvember Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 271 orð | 3 myndir

Tímamót hjá Góða hirðinum í mars

Mikil tímamót eru framundan í starfsemi Góða hirðisins og Sorpu snemma í mars. Þá verða verslanir Góða hirðsins, ásamt skrifstofum Sorpu, fluttar að Köllunarklettsvegi 1, í gamla húsnæði Kassagerðar Reykjavíkur Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Undrandi yfir áhyggjum blaðaljósmyndara

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segist undrandi yfir umfjöllun sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um starfsskilyrði blaðaljósmyndara á örlagaríkum augnablikum. Í blaðinu lýstu reynsluboltar í blaðaljósmyndun… Meira
30. janúar 2023 | Innlendar fréttir | 408 orð | 2 myndir

Ætla að læra af mistökunum

Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Reykjavíkurborg ætlar að læra af mistökum sínum og gera raunhæfar áætlanir um þann fjölda reykvískra barna sem munu geta hafið leikskólagöngu sína í ár. Meira

Ritstjórnargreinar

30. janúar 2023 | Staksteinar | 193 orð | 2 myndir

Að taka vel á móti hryðjuverkafólki

Umræður um útlendingamál á Alþingi hafa verið snarpar, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur verið framarlega í flokki þeirra sem finna frumvarpi dómsmálaráðherra allt til foráttu og telur það vega freklega að mannréttindum og mannhelgi. Meira
30. janúar 2023 | Leiðarar | 581 orð

Skortur á raunsæi og hagsýni

Kostnaður við borgarlínu blæs út Meira

Menning

30. janúar 2023 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Benedikt Kristjánsson flytur Vetrar­ferðina í Salnum

Benedikt Kristjánsson tenór og Mathias Halvorsen píanóleikari flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert við ljóð Wilhelms Müllers á tónleikum í Salnum á miðvikudag kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Syngjandi í Salnum sem hóf göngu sína í Salnum fyrir ári Meira
30. janúar 2023 | Menningarlíf | 1235 orð | 2 myndir

Furðusending frá öðru menningarsviði

Eitt heilsteyptasta tímabil í íslenskri listasögu var þegar geómetríska abstraktlistin varð ríkjandi meðal ungra listamanna á 6. áratug 20. aldar. Þessi frjói tími einkenndist af yfirtöku þessa listforms á sýningum, í umræðu og ímynd íslenskrar listsköpunar út á við Meira
30. janúar 2023 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Odessa sett á heimsminjaskrá

Heimsminjaskrifstofan í París hefur bætt gamla miðbæ Odessa í Úkraínu á heimsminjaskrá Unesco þrátt fyrir andstöðu Rússa. Í frétt SVT um málið er haft eftir Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að þessi ákvörðun hjálpi Úkraínufólki að verja Odessa,… Meira
30. janúar 2023 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Ósátt við enga ­Óskarstilnefningu

Leikstjórinn Chinonye Chukwu sakaði kvikmyndabransann í Hollywood um fjandsemi í garð hörundsdökkra kvenna eftir að kvikmynd hennar, Till, hlaut enga tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár Meira
30. janúar 2023 | Menningarlíf | 545 orð | 3 myndir

Spunnið í Víkurkirkju og Iðnó

Sveimtríóið Stereo Hypnosis sendi í ársbyrjun frá sér plötuna Vík sem hefur að geyma tvö löng verk, eitt á hvorri hlið vínilsins, sem voru unnin í samstarfi við tvo virta tónlistarmenn, annars vegar Þjóðverjann og raftónlistarfrumkvöðulinn… Meira

Umræðan

30. janúar 2023 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd

Fjallkonan er ekki vændiskona

Þórir S. Gröndal: "Fjöldi erlends ferðafólks sem heimsótti Ísland í fyrra var fimm- til sexfaldur íbúafjöldi landsins." Meira
30. janúar 2023 | Pistlar | 420 orð | 1 mynd

Forsætisráðherra gat ekki svarað ...

Í síðustu viku var haldið vetrarþing Evrópuráðsþingsins (Council of Europe), sem má ekki rugla saman við Leiðtogaráð Evrópusambandsins (European council). Í stuttu máli snýst Evrópuráðsþingið um mannréttindi, lýðræði og að með lögum skal land byggja … Meira
30. janúar 2023 | Aðsent efni | 946 orð | 1 mynd

Hverju skilar vernd persónuupplýsinga?

Helga Þórisdóttir: "Fólk hefur með öðrum orðum atvinnu af því að fylgjast með okkur, og það oftast án þess að við vitum af því, og upplýsingarnar hafa síðan verið seldar hæstbjóðendum." Meira
30. janúar 2023 | Aðsent efni | 560 orð | 1 mynd

Straumhvörf á Svartahafi

Kristinn Valdimarsson: "Ef rússneski flotinn verður að draga úr umsvifum sínum á Svartahafi getur það haft áhrif hér á Norður-Atlantshafi." Meira
30. janúar 2023 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Við þurfum ný boðorð

Ole Anton Bieltvedt: "Þessi útrýming dýra jafngildir því að allir íbúar Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Ástralíu og Kína hefðu farist og horfið síðustu 50 árin." Meira

Minningargreinar

30. janúar 2023 | Minningargreinar | 1387 orð | 1 mynd

Gísli Óskarsson

Gísli Óskarsson fæddist í Reykjavík 27. apríl 1947. Hann andaðist 17. janúar 2023 á líknardeild Landspítala í Kópavogi. Foreldrar hans voru Óskar Gíslason, f. 8. ágúst 1910, d. 4. júní 1982, frá Stokkseyri, og Ingileif Steinunn Guðmundsdóttir, f. 6.8. Meira  Kaupa minningabók
30. janúar 2023 | Minningargreinar | 1571 orð | 1 mynd

Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir

Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir fæddist 18. júlí 1971 á Egilsstöðum. Hún lést 13. janúar 2023. Hún var dóttir hjónanna Aðalbjargar Sigurðardóttur, f. 1951, og Eyþórs Ólafssonar, f. 1947, d. 2020. Hún átti tvo yngri bræður, Óttar Brján, f. Meira  Kaupa minningabók
30. janúar 2023 | Minningargreinar | 1190 orð | 1 mynd

Jóhannes Víðir Haraldsson

Jóhannes Víðir Haraldsson fæddist á Akureyri 2. júní 1939. Hann lést á Landspítalanum 12. janúar 2023. Foreldrar hans voru Jóhanna María Jóhannesdóttir kjólameistari, f. 1903, d. 1980, og Haraldur Norðdahl tollari, f. 1897, d. 1993. Meira  Kaupa minningabók
30. janúar 2023 | Minningargreinar | 4899 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson fæddist í Reykjavík 29. október 1934. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 15. janúar 2023. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson sjómaður, f. 1894, d. 1959, og Ingibjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 1900, d. 1975. Meira  Kaupa minningabók
30. janúar 2023 | Minningargreinar | 972 orð | 1 mynd

Skúli S. Jóhannesson

Skúli S. Jóhannesson fæddist í Reykjavík 16. maí 1943. Hann lést á gjörgæslu Landspítalans 16. janúar 2023. Foreldrar hans voru Jóhannes S. Sigurbjörnsson sjómaður, f. 5.2. 1908, d. 27.2. 2008, og Ágústa Skúladóttir, f. 26.1. 1911, d. 25.8. 1983. Meira  Kaupa minningabók
30. janúar 2023 | Minningargreinar | 1749 orð | 1 mynd

Vilborg Pétursdóttir

Vilborg Pétursdóttir fæddist á Hvammstanga V-Hún. 11. febrúar 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 19. janúar 2023. Foreldrar Vilborgar voru Vilborg Árnadóttir, f. 1895, d. 1993, og Pétur Teitsson, f. 1895, d. Meira  Kaupa minningabók
30. janúar 2023 | Minningargreinar | 1431 orð | 1 mynd

Þórhildur Arnfríður Jónasdóttir

Þórhildur Arnfríður Jónasdóttir fæddist 1. júní 1930 á Helluvaði í Mývatnssveit. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. janúar 2023. Foreldrar Þórhildar voru Hólmfríður Ísfeldsdóttir, f. 16. júlí 1907, d. 22. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 662 orð | 2 myndir

Íslensk aðferð til að framleiða ammoníak seld til Sádi-Arabíu

Nýlega tókust samningar á milli íslenska sprotafyrirtækisins Atmonia og sádiarabíska efnaframleiðandans SABIC um sölu á ammoníaksframleiðslutækni sem þróuð hefur verið á Íslandi. „Samningurinn felur í sér að SABIC fær einkarétt á að nota okkar … Meira
30. janúar 2023 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

Vaxandi ólga á frönskum vinnumarkaði

Frönsk stéttarfélög hafa boðað til verkfalls á morgun, þriðjudag, til að mótmæla fyrirhugaðri hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 64. Er þetta í annað skiptið á röskum áratug sem lífeyrisaldurinn í Frakklandi er hækkaður en í stjórnartíð… Meira

Fastir þættir

30. janúar 2023 | Í dag | 136 orð | 1 mynd

Árni Páll Jóhannsson

50 ára Árni ólst upp á Akureyri en flutti til Grenivíkur fyrir ári. Hann er menntaður lögreglumaður og er aðalvarðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra á Akureyri. Áhugamálin eru fjölskyldan og barnabörnin og almenn útivist Meira
30. janúar 2023 | Í dag | 442 orð

Enn um séra Magnús

Oft gætir orðamunar í gömlum þjóðvísum. Í Vísnahorni á fimmtudag varð mér það á að setja „háttættaður“ í staðinn fyrir „háttaktaður“ í vísunni um séra Magnús af því að ég hafði einhvers staðar rekist á það afbrigði Meira
30. janúar 2023 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Alma Kolbrún Aronsdóttir fæddist 30. maí 2022 kl. 5.35. Hún…

Hafnarfjörður Alma Kolbrún Aronsdóttir fæddist 30. maí 2022 kl. 5.35. Hún vó 9 merkur og var 45 cm löng. Foreldrar hennar eru Aron Anurak Guðmundsson og Anna Kolbrúnardóttir. Meira
30. janúar 2023 | Í dag | 65 orð

Orðtakið að hafa auga fyrir e-u sem merkir að vera næmur á e-ð, er varla…

Orðtakið að hafa auga fyrir e-u sem merkir að vera næmur á e-ð, er varla komið á ellilífeyrisaldur hér – þótt það sé til í dönsku. (Að hafa sans fyrir e-u: hafa skilning á e-u, tilfinningu fyrir e-u, er nokkru eldra hér á landi.) Það er auga,… Meira
30. janúar 2023 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 d6 2. Rc3 Rf6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d4 0-0 6. Rf3 Bf5 7. 0-0 Dc8 8. Bg5 He8 9. Dd2 c6 10. Bh6 Bh8 11. Hfe1 Re4 12. Rxe4 Bxe4 13. Hac1 Dd8 14. Bh3 Bxf3 15. exf3 d5 16. Db4 b6 17. cxd5 Dxd5 18. Hxe7 Ra6 19 Meira
30. janúar 2023 | Í dag | 838 orð | 2 myndir

Staða fjölmiðla erfið

Þorbjörn Broddason fæddist 30. janúar 1943 í Reykjavík og ólst þar upp við Marargötu og Sporðagrunn. Hann dvaldi í Skagafirði á sumrin. „Fjölskyldan fór eins og hún lagði sig snemma vors, öllum barnaskaranum var hlaðið í einn sendiferðabíl,… Meira
30. janúar 2023 | Í dag | 200 orð

Stórkarlalegar sagnir. N-Allir

Norður ♠ KG9 ♥ K543 ♦ K653 ♣ Á10 Vestur ♠ 5 ♥ ÁG76 ♦ G1098 ♣ 9654 Austur ♠ 862 ♥ 1082 ♦ D72 ♣ KG87 Suður ♠ ÁD10743 ♥ D9 ♦ Á4 ♣ D32 Suður spilar 6♠ Meira
30. janúar 2023 | Dagbók | 75 orð | 1 mynd

Þykir ótrúlega lík Jim Carrey

34 ára sömul bandarísk kona, Heather Shaw, þykir afskaplega lík hinum bráðfyndna grínleikara Jim Carrey. Sjálf er hún uppistandari og grínisti og heldur úti TikTok-síðu þar sem hún hefur meðal annars vakið athygli á þessum líkindum og hafa myndbönd hennar farið sem eldur í sinu á netinu Meira

Íþróttir

30. janúar 2023 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Anton vann allar þrjár greinar sínar

Anton Sveinn McKee úr SH sigraði í 200 metra bringusundi í úrslitum Reykjavíkurleikanna í sundi í gær þegar hann synti á tímanum 2:12,48. Anton sigraði sömuleiðis í 50 metra bringusundi í gær þegar hann synti á 28,66 Meira
30. janúar 2023 | Íþróttir | 222 orð | 1 mynd

Bikarmeistarar Liverpool verja ekki titilinn

Brighton hafði betur gegn ríkjandi bikarmeisturum Liverpool, 2:1, þegar liðin áttust við í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í Brighton í gær. Harvey Elliott kom Liverpool í forystu áður en Lewis Dunk jafnaði metin fyrir heimamenn Meira
30. janúar 2023 | Íþróttir | 421 orð | 2 myndir

Danmörk heimsmeistari

Danmörk er heimsmeistari í handknattleik karla eftir frækinn sigur á Frakklandi, 34:29, í úrslitaleik HM 2023 í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Danir hafa nú staðið uppi sem heimsmeistarar á þremur mótum í röð, fyrstir allra liða Meira
30. janúar 2023 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Íslensku liðin höfnuðu í öðru sæti

Íslenska kvennaliðið í ólympískum lyftingum hafnaði í öðru sæti á Reykjavíkurleikunum í gær eftir harða keppni við Norðmenn, sem báru sigur úr býtum. Úlfhildur Arna Unnarsdóttir varð hlutskörpust tíu kvenna sem kepptu í gær fyrir hönd fimm Norðurlandaþjóða en Svíar sendu ekki lið Meira
30. janúar 2023 | Íþróttir | 456 orð | 2 myndir

Toppbaráttan opnuð upp á gátt

Fjórir leikir fóru fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Valur vann topplið Keflavíkur, 81:74, og galopnaði þar með toppbaráttuna í deildinni. Valur leiddi með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta en í hálfleik var staðan 41:31 Meira
30. janúar 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Valur og Haukar anda ofan í hálsmálið á Keflavík

Valur hafði betur gegn Keflavík í uppgjöri tveggja efstu liða úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, í gærkvöldi. Valur er því aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur í öðru sætinu Meira
30. janúar 2023 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Valur og ÍBV hnífjöfn í efstu tveimur sætunum

Valur og ÍBV eru áfram jöfn að stigum í efstu tveimur sætum úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, eftir að hafa unnið góða sigra í 14. umferð deildarinnar, sem fór fram í heild sinni á laugardag Meira
30. janúar 2023 | Íþróttir | 613 orð | 4 myndir

Þór úr Þorlákshöfn vann gífurlega mikilvægan þriggja stiga útisigur á…

Þór úr Þorlákshöfn vann gífurlega mikilvægan þriggja stiga útisigur á Hetti, 86:83, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, á laugardagskvöld. Þórsarar voru við stjórn stóran hluta leiksins og leiddu með 12 stigum, 69:57, að loknum þriðja leikhluta Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.