Greinar miðvikudaginn 8. febrúar 2023

Fréttir

8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

1200 til Íslands, 80 til Noregs

Píratar og systurflokkar þeirra á þingi standa nú fyrir málþófi undir flestum dagskrárliðum til að reyna að tryggja það að löggjöf um útlendingamál verði áfram með allt öðrum hætti en annars staðar tíðkast. Birgir Þórarinsson, sem hefur farið víðar en aðrir menn til að kynna sér þessi mál, sagði meðal annars á þingi í gær: „Móttaka hælisleitenda er komin í ógöngur. Til landsins streyma rúmlega 500 manns í hverjum mánuði og fer fjölgandi. Sveitarfélögin eru komin að þolmörkum. Reykjanesbær neitar að taka við fleirum. Meira
8. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

„Við heyrum rödd frá rústunum“

„Þögn!“ Í kapphlaupi við tímann biðla björgunarmenn til angistarfullra tyrkneskra fjölskyldna sem hafast við í kringum rústirnar þar sem ástvinir þeirra gætu leynst á lífi. Þögnin er mikilvæg. „Við heyrum rödd frá rústunum,“ er það sem þeir biðja um að heyra. En tala látinna hækkar og í gærkvöldi var hún komin upp í rúmlega 7.800 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Ótalmargir eru enn grafnir undir rústum þúsunda íbúðabygginga sem hafa hrunið í stóru skjálftunum eða fjölda smærri eftirskjálfta sem ekkert lát virðist á. Meira
8. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 580 orð | 2 myndir

Belgurinn mögulega með sprengihleðslu

Í brennidepli Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kínverski loftbelgurinn sem skotinn var niður sl. laugardag við strendur Bandaríkjanna var hugsanlega búinn sprengihleðslu til sjálfseyðingar, samkvæmt umfjöllun Telegraph sem vitnar til heimildarmanns í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. Pentagon). Tæknibúnaður sá sem áfastur var við belginn er um 30 metra langur, sem jafngildir stærð þriggja stórra rútubíla, og vegur hátt í eitt tonn. Belgurinn sjálfur var um 60 metra hár. Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Brestir í samstarfi iðnfélaga

Gliðnun hefur orðið á samstarfi landssambanda og stéttarfélaga iðn- og tæknigreina sem hefur verið náið á umliðnum árum. Félag iðn- og tæknigreina (FIT), stærsta félag iðn- og tæknifólks, hefur hætt samstarfi við önnur iðnfélög undir merkjum Húss… Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Dómurinn varðar 70 þúsund lán

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að mál sem tekist var á um fyrir héraðsdómi í gær, þar sem Landsbankinn var dæmdur til að endurgreiða ofgreidda vexti, varði um 70 þúsund lán. Bráðabirgðamat Landsbankans er á hinn bóginn að… Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 17 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Puðað Hjólreiðamaður vílar ekki fyrir sér að hjóla í snjónum, fer hér fram hjá Höfða við... Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 48 orð

Ekki formaður útvarpsráðs

Stefán Karlsson var ekki formaður útvarpsráðs 1973 eins og mishermt var í frétt í blaðinu í gær. Það var Njörður P. Njarðvík. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Búðarárstífla Búðarárstífla á Húsavík var ranglega skrifuð Brúarárstífla í myndatexta á miðopnu blaðsins í gær Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fleiri ferðuðust um á reiðhjóli í fyrra

Þeim sem ferðast um Reykjavík á hjóli fjölgaði í fyrra samkvæmt teljurum sem settir hafa verið upp víða á hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að fjölgunin nemi tæpum 7% á tímabilinu september-desember 2021 og á sama tímabili í fyrra Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 238 orð

Fleiri samþykkja verkföll

Tveir hópar félagsfólks Eflingar til viðbótar samþykktu ótímabundnar vinnustöðvanir í gær; olíubílstjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs annars vegar og hótelstarfsfólk á Edition-hótelinu og hótelum Ber­jaya hins vegar Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Flugvirkjar felldu en sjómenn hefja viðræður

Flugvirkjar hjá GMT ehf., sem margir starfa hjá Play, felldu í gær kjarasamning milli Flugvirkja­félags Íslands og GMT ehf. Kjörsókn var 100% og sögðu 13 nei (72,22%) en fjórir já (22,22%). Einn tók ekki afstöðu (5,56%) Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Hefur lagt inn aðfararbeiðni

Félagsfólk Eflingar sem starfar á Íslandshótelum og lagði niður störf í gær fjölmennti á fund í Iðnó eftir að verkfallið hófst. Þangað þurfa félagar Eflingar að sækja til þess að óska eftir greiðslum úr verkfallssjóðum, að því er fram kemur á vef Eflingar Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Íslenska sveitin flaug með Icelandair til Tyrklands í gærkvöldi

Sex tíma flug beið sérfræðingasveitar Landsbjargar þegar hópurinn lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli til hjálparstarfa í Tyrklandi klukkan átta í gærkvöldi. Vegna veðurs átti að fresta ferðinni til dagsins í dag, en ákveðið var með litlum… Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Landsbanki ofrukkaði vexti af lánum

Héraðsdómur hefur dæmt Landsbankann til þess endurgreiða tveimur lántakendum ofgreidda vexti vegna láns með breytilegum vöxtum, þar sem skilmáli bankans var talinn ósamrýmanlegur lögum um neytendalán Meira
8. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Lofa eitt hundrað Leopard 1-skriðdrekum

Sendir verða a.m.k. 100 Leopard 1-skriðdrekar til Úkraínu á næstu mánuðum segir í sameiginlegri yfirlýsingu þýska, hollenska og danska varnarmálaráðuneytisins sem birt var í gær. Þá verður einnig veittur stuðningur og þjálfun hermanna í… Meira
8. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 827 orð | 4 myndir

Munu stýra aðgerðum á vettvangi

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum fylgst vel með aðgerðunum svo við eigum auðveldara með að koma okkur inn í verkefnin og taka þátt í þeim þegar við komum á staðinn. Við vitum hins vegar ekki nákvæmlega hvað við munum gera,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir, sem leiðir hóp á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fór á hamfarasvæðið í Tyrklandi í gærkvöldi. Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 303 orð

Nýr strengur kostar 2 milljarða

Reiknað er með að það kosti 2-2,5 milljarða króna að leggja nýjan sæstreng á milli lands og Eyja. Landsnet hefur undirbúið það að flýta lagningu strengsins þannig að hún fari fram á árinu 2025. Undirbúningur og innkaup taka langan tíma, reiknað er… Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 435 orð | 2 myndir

Sálmabókin nýja sungin í sjónvarpi

Í tveggja sólarhringa langri sjónvarpsútsendingu RÚV dagana 19. til 21. maí ætla kirkjukórar landsins í einni lotu að syngja allt efni í hinni nýju Sálmabók þjóðkirkjunnar sem kom út nú í haust. Búast má við að yfir 3.000 manns taki þátt í þessu… Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Slysum fjölgað í mannvirkjagerð

Þrátt fyrir að tilkynningar um vinnuslys til Vinnumálastofnunar bendi til að slysum hafi heldur fækkað í helstu atvinnugreinum hefur slysum í mannvirkjagerð fjölgað. Fram kom í Morgunblaðinu sl. mánudag að vinnuslysum hefur farið fækkandi á seinustu þremur árum Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

Sterk liðsheild býr til gott þorrablót

Matur er mannsins gaman rétt eins og maður er mannsins gaman og þegar þetta tvennt fer saman má búast við góðu. Þorrablót um allt land eru til vitnis um það og þegar ágóðinn rennur til góðra mála verður það varla betra Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Stormurinn fékk skjótan endi í gær

Skammvinnur sunnan- og suðvestanstormur gekk yfir landið snemma í gærmorgun. Röskun varð á samgöngum í lofti, á láði og legi. Þannig féll innanlands- og millilandaflug niður um tíma og fjallvegum var víða lokað Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 492 orð | 2 myndir

Tengsl eru á milli verkja og áfalla

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tengsl eru á milli langvinnra verkja á fullorðinsárum og sálrænna áfalla í æsku samkvæmt rannsókn þriggja sérfræðinga á Akureyri sem birt hefur verið í Læknablaðinu. Tengsl af þessu tagi hafa lítið sem ekkert verið rannsökuð hér á landi fram að þessu. Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Vegvísir um nýtingu lífræns áburðar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Matvælaráðuneytið undirbýr útgáfu vegvísis um bætta nýtingu lífrænna efna til áburðar í landbúnaði og landgræðslu. „Það er áskorun fyrir Ísland að verða sjálfbært um innlendan áburð en með útgáfu vegvísis er stefnt að því að [auka] hlutfall hans verulega á næstu árum með því að nýta betur þau næringarefni sem til falla í lífrænum áburðarefnum,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í skriflegu svari á Alþingi við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar um áburðarforða landsins. Meira
8. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Veit aldrei í hverju maður lendir

„Þetta hefur verið frábært, það skemmtilegasta sem ég hef gert. Fréttaljósmyndun er líflegt og fjölbreytt starf, maður veit aldrei í hverju maður lendir,“ segir Árni Sæberg, ljósmyndari á Morgunblaðinu Meira

Ritstjórnargreinar

8. febrúar 2023 | Leiðarar | 623 orð

Efling verður að virða lög og rétt

Það er ekki valkvætt hvort eða hvenær menn hlíta lögum eða dómsorði Meira

Menning

8. febrúar 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

39 þúsund miðar seldir á Villibráð

Íslenska kvikmyndin Villibráð, sem er endurgerð ítalskrar myndar og löguð að í íslenskum veruleika, hefur heldur betur gert það gott hvað aðsókn varðar í kvikmyndahúsum landsins Meira
8. febrúar 2023 | Bókmenntir | 852 orð | 3 myndir

Að bjarga konunni eða klukkunum?

Skáldsaga Systraklukkurnar ★★½·· Eftir Lars Mytting. Þýð. Jón St. Kristjánsson. Mál og menning 2023, 450 bls. Meira
8. febrúar 2023 | Menningarlíf | 229 orð | 1 mynd

Cornucopia Bjarkar í Laugardalshöll

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun blása til mikilfenglegrar tónlistarupplifunar, eins og það er orðað í tilkynningu, í Laugardalshöll í sumar, nánar tiltekið 7., 10. og 13. júní. Cornucopia heitir sú upplifun og er haft eftir Björk að… Meira
8. febrúar 2023 | Menningarlíf | 586 orð | 3 myndir

Hvernig lítur jaðarsetning út?

Hversu marga jaðarsetta einstaklinga þekkirðu? Hvað geturðu nefnt marga með nafni sem hafa sagt þér frá reynslu sinni af skipulagðri kúgun eða ofbeldi? Fleiri en einn? Færri en fimm? Segir það eitthvað um þig sjálfan hvort þú þekkir einn eða fimm?… Meira
8. febrúar 2023 | Menningarlíf | 58 orð | 1 mynd

Hvítleiki í íslenskri samtímalist

„Hvítleikinn í íslenskri samtímalist“ er yfirskrift fyrirlestrar sem Æsa Sigurjónsdóttir flytur í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 12. Hann er hluti af hádegisfyrirlestraröð RIKK sem tileinkuð er afnýlenduvæðingu Meira
8. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Kolkrabbinn, kennarinn minn

Allir sem umgengist hafa dýr af einhverju tagi og að einhverju ráði hafa upplifað nánd þá sem fæst af löngum kynnum og vita sem er að dýrin búa yfir mun meiri gáfum og hæfileikum en margir halda. Þetta á við um stóra sem smáa málleysingja sem við… Meira
8. febrúar 2023 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Óróapúls Kára Egilssonar á tónleikum Múlans í Hörpu í kvöld

Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í kvöld, 8. febrúar, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim kemur fram Óróapúls, hljómsveit píanóleikarans Kára Egilssonar, sem auk hans er skipuð saxófónleikaranum Jóel Pálssyni, Nico Moreaux sem leikur á bassa og trommuleikaranum Matthíasi M.D Meira

Umræðan

8. febrúar 2023 | Aðsent efni | 740 orð | 1 mynd

Eru umferðarteppur á höfuðborgarsvæðinu óleysanlegar?

Þórarinn Hjaltason: "Ef við gefum okkur að orsökuð umferð sé mikið vandamál á höfuðborgarsvæðinu, þá getur borgarlínan ekki bætt umferðarástandið að neinu marki." Meira
8. febrúar 2023 | Aðsent efni | 839 orð | 1 mynd

Hvað er ósagt í 105. ræðu?

Óli Björn Kárason: "Málþóf eða ekki málþóf? Dæmi hver fyrir sig. En öllum má vera ljóst að þingið er í herkví Pírata sem aftur eru í pólitískri sjálfheldu." Meira
8. febrúar 2023 | Pistlar | 420 orð | 1 mynd

Lagabrotastarfsemi

Í frétt mbl.is frá 18. janúar í fyrra er greint frá því hvernig eftirlitsstofnun EFTA taldi íslenska ríkið brotlegt við átta greinar EES-samningsins „um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018“ Meira
8. febrúar 2023 | Velvakandi | 307 orð | 1 mynd

TF-SIF

Hafandi verið uppalin á stjórnmálaheimili, og eftir að hafa fylgst með íslenskum stjórnmálum í a.m.k. Meira
8. febrúar 2023 | Aðsent efni | 411 orð | 1 mynd

Traustur samstarfsaðili í aldarfjórðung

Sigurður Hannesson: "NSA er brúin sem liggur frá framúrskarandi hugmynd að félagi með tekjur sem skapar verðmæti fyrir íslenskt samfélag." Meira

Minningargreinar

8. febrúar 2023 | Minningargrein á mbl.is | 2125 orð | 1 mynd | ókeypis

Hermann Kristinn Jóhannesson

Hermann Kristinn Jóhannesson fæddist á Kleifum í Gilsfirði, Dalasýslu, 10. október 1942. Hann lést 23. janúar 2023.Hermann var sonur hjónanna Unnar Guðjónsdóttur, frá Kýrunnarstöðum á Fellsströnd, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2336 orð | 1 mynd

Hermann Kristinn Jóhannesson

Hermann Kristinn Jóhannesson fæddist á Kleifum í Gilsfirði, Dalasýslu, 10. október 1942. Hann lést 23. janúar 2023. Hermann var sonur hjónanna Unnar Guðjónsdóttur, frá Kýrunnarstöðum á Fellsströnd, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2922 orð | 1 mynd

Hertha Wendel Jónsdóttir

Hertha Wendel Jónsdóttir fæddist 19. desember 1936 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum 26. janúar 2023. Hertha var dóttir Herþrúðar Hermannsdóttur Wendel húsfreyju, f. 10. mars 1897, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2023 | Minningargreinar | 338 orð | 1 mynd

Sigríður Halldóra Hermannsdóttir

Sigríður Halldóra Hermannsdóttir fæddist 8. september 1930. Hún lést 23. janúar 2023. Útför fór fram 6. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1435 orð | 1 mynd

Sigurlaug Birna Júlíusdóttir

Sigurlaug Birna Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 27. apríl 1937. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. janúar 2023 eftir stutt veikindi. Hún hafði dvalið á Skjóli í um það bil tvö ár. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1632 orð | 1 mynd

Stefán Þórir Stefánsson

Stefán Þórir Stefánsson fæddist 19. september 1944 í Árbæ í Reyðarfirði. Hann lést á Landspítalanum 28. janúar 2023. Foreldrar hans voru Stefán Guttormsson, f. 24.5. 1918, d. 13.3. 1997, og Dagmar Guðný Björg Stefánsdóttir, f. 11.10. 1922, d. 27.6.... Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2023 | Minningargreinar | 290 orð | 1 mynd

Þórhildur Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þórhildur Ingibjörg Gunnarsdóttir fæddist 30. desember 1941. Hún lést 9. janúar 2023. Útför Þórhildar Ingibjargar fór fram 20. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

8. febrúar 2023 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Eyjólfur Örn Eyjólfsson

30 ára Eyjólfur ólst upp í Kópavogi en býr í Mosfellsbæ. Hann er með stúdentspróf frá Keili og vinnur með geðfötluðum og lömuðum í Íbúðarkjarnanum við Rangársel í Breiðholti. Hann spilaði fótbolta í meistaraflokki með HK, Árborg og KFG Meira
8. febrúar 2023 | Í dag | 184 orð

Háleit markmið. V-AV

Norður ♠ DG2 ♥ 943 ♦ 8 ♣ D109732 Vestur ♠ 107 ♥ K102 ♦ 10953 ♣ ÁK65 Austur ♠ Á9543 ♥ ÁDG7 ♦ 4 ♣ G84 Suður ♠ K86 ♥ 865 ♦ ÁKDG762 ♣ -- Suður spilar 1G redoblað Meira
8. febrúar 2023 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

Hjalti Bergsteinn Bjarkason

40 ára Hjalti er Austfirðingur, átti lengst heima á Egilsstöðum en býr á Siglufirði. Hann er eigandi vöruflutningafyrirtækisins Fjallafrakt ehf. Hjalti er í björgunarsveitinni Strákum. Áhugamálin eru útivera, ferðalög, skotveiði, stangveiði og skíði og snjósleðar á veturna Meira
8. febrúar 2023 | Í dag | 735 orð | 2 myndir

Með Íslandsmetið sem bílnúmer

Íris Inga Grönfeldt er fædd 8. febrúar 1963 á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Hún byrjaði snemma að stunda íþróttir. „Ég var alltaf í fótbolta sem krakki, það var það fyrst og síðasta sem ég gerði á daginn og ég var í öllum íþróttum,“ en Íris varð Íslandsmeistari og bikarmeistari í 2 Meira
8. febrúar 2023 | Í dag | 304 orð

Rysjótt tíð og annað margt

Pétur Stefánsson yrkir á Boðnarmiði: Kári hefur grettið geð grimmur sést á sprangi vill nú angra veröld með vestan éljagangi. Friðrik Steingrímsson skrifar: „Fór í þræðingu kl. 8.00 í gærmorgun og var hent út kl Meira
8. febrúar 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. a3 Rf6 6. Rc3 Dc7 7. f4 d6 8. g4 Rc6 9. g5 Rd7 10. Be3 Ra5 11. De2 b5 12. 0-0-0 Bb7 13. f5 e5 14. Rf3 Rc4 15. Rd5 Bxd5 16. Hxd5 Hc8 17. Bf2 Rdb6 18. Bxb6 Dxb6 19 Meira
8. febrúar 2023 | Dagbók | 81 orð | 1 mynd

Stjörnusýning bara fyrir konur

Sérstök K100-stjörnusýning fyrir konur verður haldin með Evu Ruzu á myndinni Magic Mike's Last Dance næstkomandi föstudag, 10. febrúar, kl. 18.40 í nýja VIP-salnum í Kringlunni. Einungis er hægt að næla sér í miða með því að hringja inn í… Meira
8. febrúar 2023 | Í dag | 62 orð

Stokkur er trjástofn, rúmbrík, lítill kassi og þá eru eftir um 20…

Stokkur er trjástofn, rúmbrík, lítill kassi og þá eru eftir um 20 merkingar. Samt má ekki „setja e-ð á stokk“, aðeins á stofn. En stokkar, fleirtöluorð, eru bakkastokkar við skipasmíðar og að koma e-u/setja e-ð á stokkana er að koma e-u á laggirnar… Meira

Íþróttir

8. febrúar 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Á heimleið frá Svíþjóð

Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson hefur rift samningi sínum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. Þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við fótbolta.net en Oliver, sem er tvítugur, er uppalinn hjá ÍA á… Meira
8. febrúar 2023 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Dregið í Þjóðadeildina í maí

Dregið verður í riðla í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu hinn 2. maí í höfuðstöðvum evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, í Nyon í Sviss. Þjóðadeildin var fyrst sett á laggirnar árið 2018 karlamegin en keppni í deildinni kvennamegin hefst í haust Meira
8. febrúar 2023 | Íþróttir | 492 orð | 2 myndir

Góður leikur ekki nóg

Evrópudeildin Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola tap, 30:33, er liðið mætti þýska stórliðinu Flensburg á útivelli í 7. umferð B-riðils Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Þrátt fyrir tapið spilaði Valsliðið frekar vel, en andstæðingurinn var einfaldlega ógnarsterkur. Flensburg er eitt fremsta lið þýsku 1. deildarinnar, sem er ein allra sterkasta deild í heimi. Meira
8. febrúar 2023 | Íþróttir | 424 orð | 2 myndir

Knattspyrnumaðurinn Hlynur Freyr Karlsson er kominn til Vals frá ítalska…

Knattspyrnumaðurinn Hlynur Freyr Karlsson er kominn til Vals frá ítalska félaginu Bologna en þar hefur hann leikið með unglingaliði í tvö ár. Hlynur, sem verður 19 ára í apríl, lék einn leik með Breiðabliki í efstu deild þegar hann var 16 ára gamall … Meira
8. febrúar 2023 | Íþróttir | 1028 orð | 2 myndir

Langaði aftur út eftir dvölina hjá Benfica

Sviss Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjardóttir hafði úr nokkrum tilboðum að velja þegar hún ákvað að ganga til liðs við Basel í svissnesku A-deildinni en hún skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið. Meira
8. febrúar 2023 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Selfyssingar örugglega í undanúrslit

Katla María Magnúsdóttir átti stórleik fyrir Selfoss þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Powarade-bikarsins, í Set-höllinni á Selfossi í 8-liða úrslitum keppninnar í gær Meira
8. febrúar 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Sterkur Slóveni til Eyjamanna

Filip Valencic, 31 árs gamall slóvenskur knattspyrnumaður, hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu í ár. Hann hefur leikið í Finnlandi að mestu síðustu sex árin, skoraði þar 45 mörk í efstu deild og varð markakóngur 2019 með 16 mörk fyrir Inter Turku Meira
8. febrúar 2023 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

Stóðu í ógnarsterkum Þjóðverjum

Íslands- og bikarmeistarar Vals máttu þola tap, 30:33, er liðið mætti þýska stórliðinu Flensburg á útivelli í 7. umferð B-riðils Evrópudeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Þrátt fyrir tapið spilaði Valsliðið frekar vel, en andstæðingurinn var einfaldlega ógnarsterkur Meira
8. febrúar 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Tíu Íslendingar keppa í Svíþjóð

Tíu Íslendingar verða í eldlínunni á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Karlstad í Svíþjóð 12. febrúar. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku en lið frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð taka einnig þátt í mótinu Meira

Viðskiptablað

8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 178 orð | 1 mynd

Byggir yfir þúsund íbúðir á þéttingarreitum

Örn Kjartansson stendur í stórræðum þessa dagana. Hann er ásamt félögum sínum að byggja um 280 íbúðir á Eskiási í Garðabæ og fram undan er uppbygging um 440 íbúða á Heklureitnum í Reykjavík. Ekki nóg með það, því síðan hyggjast Örn og félagar byggja allt 450 íbúðir á Ártúnshöfða í Reykjavík Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 1435 orð | 1 mynd

Dýrt húsnæði er ekkert grín

Eftir margra ára samningaviðræður og vangaveltur erum við Youssef orðnir nokkurn veginn sammála um hvernig okkur langar að hafa draumaheimilið. Helst myndum við vilja eiga netta íbúð í stórborg, þó með rúmgóðum svölum þar sem mætti koma fyrir… Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 485 orð | 2 myndir

Eins og nálapúði, nema úr gulli og demöntum

Þegar fín og dýr armbandsúr fyrir karlmenn eru annars vegar virðist framboðið nær endalaust, og eru úrsmiðirnir í Genf iðnir við að búa til sífellt flóknari og glæsilegri herraúr sem selja má fyrir bílverð og gott betur Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 620 orð | 1 mynd

Fjárfesta fyrir fimm milljarða króna

Marion Calcine, fjárfestingarstjóri franska fjárfestingarsjóðsins Ardian Infrastructure, eiganda fjarskiptafélagsins Mílu, sagði í erindi sem hún hélt á ráðstefnu Landssamtaka lífeyrissjóða og innviðaráðuneytisins, „Fjárfest í þágu… Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 567 orð | 1 mynd

Heldur vel utan um sitt fólk

Óhætt er að kalla Þórmund reynslubolta og sennilega er hann elsti starfandi birtingastjóri landsins. Hefur hann unnið í fjölmiðla- og auglýsingageiranum í nærri 40 ár og segir að þótt boðmiðlarnir séu orðnir miklu fleiri séu grunnstefin alltaf þau… Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 2529 orð | 1 mynd

Kemur að smíði 1.200 íbúða á höfuðborgarsvæðinu

Ég er til dæmis á því að borgin hafi farið offari í því að skylda verktaka til að byggja verslunarrými við jarðhæðir fjölbýlishúsa. Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 238 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir stórir hluthafar í Kviku

Fjárfestingafélagið Stoðir fer með 6,6% hlut í Kviku og er þriðji stærsti hluthafinn á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna (Live), sem á 9,1% hlut, og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), sem á um 7,6% hlut Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 223 orð | 1 mynd

LOGOS innleiðir lausn Justikal

LOGOS lögmannsstofa hefur tekið í notkun lausn hugbúnaðarfyrirtækisins Justikal ehf. sem gerir stofunni kleift að senda öll gögn til héraðsdómstóla á rafrænu formi. Lausnin eykur þar með skilvirkni við vinnslu dómsmála svo um munar, eins og segir í tilkynningu frá Justikal Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 699 orð | 2 myndir

Margfölduðu tekjurnar á síðasta ári

Sérfræðingaklasinn Hoobla, sem tók til starfa árið 2021, margfaldaði tekjur sínar á síðasta ári og fer fjöldi viðskiptavina stöðugt vaxandi að sögn Hörpu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda. Hún segir að fyrirtækið hafi endað árið 2022 á að… Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 543 orð | 1 mynd

Olíuinnflutningur eykst þvert á markmið stjórnvalda

 Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku, í þágu samfélags, efnahags og umhverfis. Lausnirnar eru til og við þurfum að setja stóraukinn kraft í að innleiða þær. Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 748 orð | 1 mynd

Réttur til feðrunar

  Réttinum til feðrunar er því rétt að huga sem frekast að í lifanda lífi móður, barns eða þess sem telur sig föður þess. Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 456 orð | 1 mynd

Starfsmannabólan getur sprungið

Það berast nær daglega fréttir af uppsögnum meðal stórra fyrirtækja vestanhafs. Tæknirisarnir Google, Meta (Facebook), Twitter og Amazon hafa sagt upp tugum þúsunda starfsmanna á liðnum vikum, flugfélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í vikunni að… Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 83 orð | 1 mynd

Verða alls með 600 flugmenn

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið verða með um 600 stöðugildi flugmanna í sumar. Þar af um 550 í millilandaflugi. Alls verði um 4.300 stöðugildi hjá félaginu næsta sumar. Félagið auglýsir nú eftir flugmönnum en Bogi segir ekki… Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 388 orð | 1 mynd

Yfirtökuskylda mun ekki skapast í Origo

„Það er rétt að halda því til haga að við erum með þetta valkvæða tilboð en höfum verið að uppfylla öll skilyrði fyrir skyldubundnu tilboði og þegar tiboðinu lýkur 22. febrúar ber okkur ekki skylda til þess að kaupa fleiri bréf af einum eða… Meira
8. febrúar 2023 | Viðskiptablað | 243 orð

Yrði stærsti banki landsins

Kvika banki hefur sem kunnugt er óskað eftir samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Gera má ráð fyrir að stjórn Íslandsbanka taki jákvætt í erindið og samrunaviðræður hefjist á næstu vikum. Verði af hugsanlegum samruna Kviku og Íslandsbanka yrði til… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.