Greinar fimmtudaginn 9. febrúar 2023

Fréttir

9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Aldís Rut ráðin prestur við Hafnarfjarðarkirkju

Nýlega auglýsti biskup Íslands eftir presti við Hafnarfjarðarkirkju. Sjö sóttu um og hefur séra Aldís Rut Gísladóttir verið ráðin í starfið. Sr. Aldís Rut fæddist á Sauðárkróki 5. febrúar árið 1989. Hún er alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Bauga tekur forystuna fyrir fénu

„Þetta er skynsöm kind, fer vel á undan fénu og er ekki stygg. Það er merkilegt hvað hún er gæf,“ segir Eindís Kristjánsdóttir, bóndi í Enni í Viðvíkursveit í Skagafirði, um forystuána Baugu Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Bíða úrskurðar Landsréttar og hætt við aðför

Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að falla frá aðfararbeiðni til sýslumanns til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta. Þess í stað hafa hann og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ákveðið að bíða úrskurðar Landsréttar um lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara Meira
9. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 2037 orð | 3 myndir

Bjarg hefur afhent um 900 íbúðir

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sólin yljar milli hríða þegar Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara við Maríugötu 5 í Urriðaholti í Garðabæ. Innandyra bíða okkar iðnaðarmenn sem eru að leggja lokahönd á frágang en íbúðirnar, alls 22, verða afhentar fyrir næstu mánaðamót. Með því hefur félagið afhent yfir 900 íbúðir frá stofnun. Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Krafa Hjörtur Sævar Steinason fór ekki leynt með þær kröfur sem hann gerði til stjórnvalda á opnum fundi um fiskveiðistjórnun í... Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Enginn á grunntaxta og meðalheildarlaun há

Laun olíubílstjóra hafa verið til umræðu eftir að samþykkt var að boða til atkvæðagreiðslu um verkföll á meðal þeirra. Haft var eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að meðalheildarlaun bílstjóra væru 893 þúsund krónur á mánuði Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Er orðinn betri pabbi og vonandi betri kennari

„Námið er mjög gott, ég er allt annar maður en fyrir nokkrum árum, mun betri pabbi og vonandi betri kennari,“ segir Stephen James Midgley, aðstoðarleikskólakennari í leikskólanum Tjarnarási, en hann nýtti sér úrræði Hafnarfjarðarbæjar og fór í nám í leikskólafræðum samhliða vinnunni Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Eyjamenn ætla að stytta hafnargarð

Vestmannaeyjabær hyggst stytta Hörgaeyrargarð um allt að 90 metra til að auðvelda siglingu stórra skipa inn í höfnina. Vegna framkvæmdanna þarf að breyta aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og hefur bærinn birt skipulagslýsingu Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Ferðamenn í Víkurfjöru létu veðrið ekki trufla sig

Fjöldi ferðamanna hefur komið við í Víkurfjöru í Mýrdal að undanförnu þrátt fyrir válynd veður og öflugan öldugang. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps segist í samtali við Morgunblaðið hafa það eftir ýmsum rekstraraðilum að… Meira
9. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Fólk á flótta undan skógareldum

Skógareldar í Síle hafa vaðið yfir 280 þúsund fermetra lands, valdið dauða 26 manns og slasað á þriðja þúsund. Þúsundir hafa misst heimili sín. Miklir þurrkar hafa verið viðvarandi í áratug í Síle og vatn af skornum skammti Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Frágangur bygginga stóra málið

Ekki er ástæða til að búast við viðlíka jarðskjálftum hér á landi og þeim er skóku Tyrkland og Sýrland í byrjun vikunnar, að mati Kristínar Jónsdóttur, jarðskjálftafræðings og hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 306 orð

Furða sig á óbreyttu nafni

Gagnrýnt er í umsögnum við drög að frumvarpi um sameiningu Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs í samráðsgátt, að fjölþætt starfsemi Fjölmenningarseturs verði framvegis í stofnun sem eingöngu beri heiti Vinnumálastofnunar Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Fýkur yfir hæðir og hálfkláruð hús

Veðurguðirnir buðu upp á allar gerðir af snjóveðri í gær. Á tímabili var snjómugga en svo skafrenningur. Smiðirnir í Urriðaholti þurftu að laga sig að aðstæðum og upphafsorð ljóðsins Móðurást eftir Jónas Hallgrímsson komu upp í hugann: „Fýkur yfir… Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Gangráðar og lokur fjarlægðar fyrir líkbrennslu

Íhlutir af margvíslegum toga eru í æ fleiri tilvikum í líkama látins fólks sem komið er með til líkbrennslu í ofnum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Hjartalokur, gangráðar og fleiri slíkir munir eru fjarlægðir á Landspítalanum áður en komið er með jarðneskar leifar til brennslu Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Hárgreiðslumeistarafélaginu slitið

Hinn 1. febrúar sl. var samþykkt samróma á fundi Hárgreiðslumeistarafélags Íslands að félagið yrði lagt niður. Markar sú ákvörðun lokin á níutíu og tveggja ára sögu félagsins. Samhliða ákvörðuninni um að slíta félaginu var einnig ákveðið að… Meira
9. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 681 orð | 3 myndir

Húsið var í „skelfilegu ástandi“

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Yfirlæknisbústaðurinn á Vífilsstöðum var í „skelfilegu ástandi“ þegar hafist var handa um viðgerðir á húsinu haustið 2021. Þak var ónýtt og sama gilti um útveggi og glugga. Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Íslenska eldhúsið valið eitt hið versta í heimi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslendingar búa yfir einni verstu matarmenningu í heimi ef marka má niðurstöður könnunar vefsíðunnar TastaAtlas. Meðlimir síðunnar, 140.000 talsins, hafa kosið yfir 16.000 rétti víðsvegar að úr heiminum og gefið þeim einkunn. Útkoman er listi yfir það besta og versta sem í boði er og lenti Ísland í 91. sæti af 95 löndum. Meira
9. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 521 orð | 1 mynd

Kapphlaup við tímann upp á líf og dauða

Meira en 90 prósentum þeirra sem lifa af jarðskjálfta er bjargað á fyrstu þremur dögunum, að sögn Ilans Kelmans, prófessors í slysa- og heilsufarsfræðum við University College-skólann í Lundúnum, en í dag eru þrír dagar liðnir frá því að fyrsti… Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 2691 orð | 5 myndir

Konan sem gat bara verið módel

„Ég var náttúrulega að elta karlmann,“ segir Elín Ásvaldsdóttir, glerlistakona í Maplewood í Missouri í Bandaríkjunum, spurð hvernig á því standi að hún hafi verið búsett þar vestra í þrjá áratugi samfleytt, fimmtug kona sem á ættir sínar að rekja… Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 28 orð

Landsréttur ekki Landsdómur

Eins og glöggir lesendur forystugreinar blaðsins í gær hafa ugglaust rekið augun í var þar misritað Landsdómur, þar sem standa átti Landsréttur. Lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 277 orð

Lýsi kaupir Ice Fish í Sandgerði

Lýsi hf. hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Ice Fish ehf. í Sandgerði, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að Ice Fish ehf. sé rótgróinn birgir hágæðahráefna úr fiskafurðum sem nýtt séu m.a Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Margt gert til að bæta kjör kennara

Elísabet Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Bjarkalundi á Völlunum, segir margt spennandi og jákvætt að gerast í skólamálum í Hafnarfirði og bæjaryfirvöld eigi hrós skilið fyrir að sjá mikilvægi þess að bæta starfsskilyrði í skólum og jafna þau á milli leik- og grunnskólastigs Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 209 orð | 2 myndir

Metþáttaka í World Class-barþjónakeppninni

Aldrei hefur skráning í World Class-barþjónakeppnina verið eins mikil og nú. 73 keppendur skráðu sig til leiks frá 40 kokteilbörum. Ljóst er að keppninnar hefur verið beðið með eftirvæntingu en þrjú ár eru síðan hún var haldin síðast Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð

Nálgast eitt þúsund íbúðir

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, segir áformað að afhenda eittþúsundustu íbúðina í sumar. Það muni í lok mánaðar hafa afhent yfir 900 íbúðir um land allt. Bjarg hefur þar með byggt íbúðir fyrir rúma 50 milljarða, ef miðað er við hóflegan byggingarkostnað og afslátt af lóðaverði Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 364 orð | 2 myndir

Nýgerðir samningar setja ramma

Kristín Linda Árnadóttir, formaður samninganefndar ríksins, segir að góður gangur sé í kjaraviðræðunum við bandalög opinberra starfsmanna um endurnýjun kjarasamninga. Stefnt er að gerð skammtímasamninga líkt og samið hefur verið um á almenna… Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Opna sjoppu í Hafnarfirði

„Við höfum fengið mjög góðar móttökur og erum alltaf að heyra skemmtilega hluti frá viðskiptavinunum,“ segir Jökull Ágúst Jónsson, einn eigenda Nýju sjoppunnar sem opnuð var í síðasta mánuði í Flatahrauni 21 í Hafnarfirði Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 504 orð | 3 myndir

Prjónaði um 100 vettlingapör í fyrra

Hannyrðakonan Petra F. Björnsdóttir á Egilsstöðum nýtir tímann vel og prjónar af kappi. „Ég sit ekki iðjulaus ein hér heima og alltaf er handhægt að hafa vettlinga á prjónunum,“ segir hún Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 719 orð | 3 myndir

Rautt ljós á byggingar í Gufunesi

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áform um aukið byggingamagn nyrst í Gufunesi, nálægt bryggju Áburðarverksmiðjunnar sálugu, hlutu ekki hljómgrunn hjá borgaryfirvöldum. Þetta er áberandi staður á nesinu, gegnt Viðey, sem sést vel frá sjó og landi. Því er mikilvægt að vel takist til með útfærslu svæðisins. Meira
9. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 707 orð | 2 myndir

Rússar gætu brátt valdið miklu áfalli

Eftir gott gengi Úkraínumanna á öðrum ársfjórðungi 2022 í Karkív og Kerson eru Rússar farnir að sækja í sig veðrið á ný. Undanfarnar tvær vikur hafa verið þær blóðugustu til þessa – í stríði hvar manntjón hefur frá fyrstu stundu átaka verið mikið í báðum fylkingum Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Samgöngusáttmáli verði endurmetinn

„Verkefnið er brýnt og er samstarfsverk­efni ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er hins vegar ábyrgðarhluti þeirra sem að sáttmálanum standa og veita honum fjármagn úr vösum skattgreiðenda að staldra nú við og endurmeta áætlanir,“… Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 785 orð | 4 myndir

Sálmar Valdimars eru ilmandi taða

„Nú 175 árum frá fæðingu og tæpri öld frá andláti er sr. Valdimar Briem, presturinn og skáldið, enn ótrúlega nálægur í þessu umhverfi og samfélagi og raunar í öllu starfi þjóðkirkjunnar. Slíkra manna er því vert að minnast,“ segir sr Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Sleðabraut í Svartagljúfri

Svifbraut í Svartagljúfri í Reykjadal inn af Hveragerði verður tekin í notkun í júní næstkomandi. Brautin verður í fjallshlíð neðan við veginn um Kamba og þar og á jafnsléttu niðri í dalnum hafa verið steyptir stöplar sem lína verður strengd á milli Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 1014 orð | 5 myndir

Super Bowl-uppskriftir Vignis

Ostafyllt jalepeno 12 stk. jalapeno 6 sneiðar beikon 200 g Philadelphia-rjómaostur 100 g 4 osta blandan frá MS 1 hvítlauksgeiri, pressaður salt og pipar. Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 200°C Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 626 orð | 2 myndir

Tímabært að koma með lausnir

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hafnarfjarðarbær ákvað að ráðast í verkefni sem ætlað er að samræma starfstíma í leik- og grunnskólum bæjarins, með það að markmiði að fjölga fagfólki í leikskólunum og auka sveigjanleika. Er Hafnarfjörður fyrst sveitarfélaga til að stíga þetta skref. Verkefnið hlaut nýverið viðurkenninguna Orðsporið, sem veitt er af Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda í leikskólum. Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 353 orð | 2 myndir

Vaxtarbroddar í fiskeldi og fiskrækt

„Húsnæðisskortur hefur verið aðalvandamálið hjá okkur. Mikil ásókn er í húsnæði og mikil hreyfing á fólki,“ segir Finnur Ólafsson á Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps á Ströndum. Íbúum sveitarfélagsins fjölgaði um sjö frá 1 Meira
9. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Vill fá „vængi“ til að ljúka stríðinu

„Bretar voru meðal fyrstu þjóða til að rétta Úkraínu hjálparhönd,“ skrifaði Volodimír Selenskí forseti Úkraínu á samfélagsmiðla við komuna til Bretlands í gær og kvaðst vilja færa breskum almenningi persónulega þökk sína Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð

Vindorkugarður á Meðallandssandi

Quair Iceland er að breyta áformum sínum um vindorkugarð í landi Grímsstaða í Meðallandi. Við vinnu við umhverfismat fyrir vindorkugarð þar kom í ljós að fækka þyrfti áformuðum vindmyllum úr 24 í 10 Meira
9. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 494 orð | 1 mynd

Þorgerður Katrín áfram formaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hyggst áfram gefa kost á sér til formennsku í flokknum, en forysta hans verður kosin á landsþingi Viðreisnar, sem fram fer nú um helgina. Auk varaformanns er fyrirhugað að kjósa í nýtt ritaraembætti flokksins Meira

Ritstjórnargreinar

9. febrúar 2023 | Staksteinar | 227 orð | 1 mynd

Ábyrgðarleysi þingmanna

Eftir um 90 klukkustunda umræður um útlendingamál létu Píratar loks staðar numið síðdegis í gær í þeirri viðleitni sinni að tryggja að hér á landi sé veikari löggjöf um útlendingamál en í nágrannalöndunum með þeim kostnaði og öðrum vanda sem því fylgir. Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ræddi þetta í grein hér í blaðinu í gær og velti því fyrir sér hvað væri ósagt eftir 105. ræðu Pírata. Meira
9. febrúar 2023 | Leiðarar | 362 orð

Seðlabankinn sýnir ábyrgð og varfærni

Uppnám í kjaradeilum gerir ekki Seðlabankanum baráttuna gegn verðbólgu auðveldari Meira
9. febrúar 2023 | Leiðarar | 224 orð

Það er ekki nægur tími

Hið opinbera þarf að láta hendur standa fram úr ermum í vinnudeilum Meira

Menning

9. febrúar 2023 | Kvikmyndir | 1053 orð | 2 myndir

Af hvölum og kvölum

Háskólabíó og Laugarásbíó The Whale/ Hvalurinn ★★★½· Leikstjórn: Darren Aronofsky. Handrit: Darren Aronofsky og Samuel D. Hunter. Aðalleikarar: Brendan Fraser, Hong Chau, Sadie Sink, Ty Simpkins og Samantha Morton. Bandaríkin, 2022. 117 mín. Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 1014 orð | 1 mynd

Allt er fertugum fært

Þorvaldur Davíð Kristjánsson er einn tíu leikara sem voru valdir í ár í hóp svokallaðra framtíðarstjarna sem kynntar verða sérstaklega á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst 16. febrúar. Þorvaldur er annar tveggja karla í hópnum og konurnar því… Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Ballett stiginn við lög Black Sabbath

Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann við hlustun á tónlist Black Sabbath? Líklega ekki ballett en þó á að frumsýna einn slíkan í september í Birmingham, heimaborg Sabbath-manna. Þar mun hinn konunglegi ballettflokkur borgarinnar stíga dans við verk rokksveitarinnar undir stjórn Carlos Acosta Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 143 orð | 1 mynd

Dudamel fer frá Los Angeles til New York

Hinn heimskunni hljómsveitar­stjóri Gustavo Dudamel mun taka við stöðu aðalstjórnanda Fílharmóníusveitar New York árið 2026 en hann leiðir nú Fílharmóníusveitina í Los Angeles. Mun Dudamel taka við stöðunni af Jaap van Zweden Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Framhald á Fawlty Towers í pípunum

Til stendur að gera framhald á hinum sígildu gaman­­þáttum Fawlty Towers sem sýndir voru upphaflega á sjónvarpsstöð breska ríkisútvarpsins, BBC2, á árunum 1975 og 1979 og einnig á RÚV Meira
9. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 1345 orð | 12 myndir

Gæti ekki ímyndað sér betra starf

„Ég myndi segja að áhuginn hafi alltaf verið til staðar á bæði förðun og tísku en ég var ekki mjög góð í að farða þegar ég var yngri og sáu mamma mín eða systir alfarið um að farða mig fyrir árshátíðir og böll í grunnskóla Meira
9. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Hattaát yfir Covid-þáttum

Í vikunni þurfti ég að éta hatt minn. Eða svona, ég hef reyndar aldrei átt neinn hatt til að tala um, en ég horfði á fyrstu tvo þættina í heimildarþáttaröðinni um kórónuveirufaraldurinn. Þættirnir heita Stormur og eru sýndir á RÚV á sunnudagskvöldum Meira
9. febrúar 2023 | Bókmenntir | 1298 orð | 3 myndir | ókeypis

Hugleiðingar um eilífðina og andartakið

Arkitektúr Jarðsetning ★★★★★ Eftir Önnu Maríu Bogadóttur. Hönnun og umbrot: Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Angústúra, 2022. Kilja í stóru broti, 308 bls. Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 205 orð | 1 mynd

Margfeldi framtíða þema ársins

Hugarflug nefnist listráðstefna Listaháskóla Íslands sem haldin verður á morgun, föstudag, í húsnæði skólans á Laugarnesvegi 91 milli kl. 9 og 17. Opnunarviðburðurinn fer hins vegar fram í Y Gallery í Hamraborg í dag, fimmtudag, milli kl Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 589 orð | 1 mynd

Málþing um merkan grip

Málþing með yfirskriftinni Flateyjarbók: forn og ný verður haldið í Húsi Vigdísar á morgun, föstudag, milli kl. 13 og 17. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur fyrir þinginu. Svanhildur Óskarsdóttir handritafræðingur segir aðdragandann … Meira
9. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 786 orð | 2 myndir

Nafnið vandist á 35 árum

Grétar Örvarsson er með nóg í pípunum um þessar mundir en hann segir að til þess að það sé nóg að gera þurfi tónlistarmenn að sækja sér verkefni sjálfir. Það hefur hann svo sannarlega verið duglegur að gera og eru þau sérstaklega spennandi á þessu ári Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 163 orð | 1 mynd

Rushdie segist heppinn og þakklátur

Rithöfundurinn Salman Rushdie segir í viðtali við tímaritið New Yorker að hann hafi verið heppinn að lifa af morðtilræði í fyrra og sé þakklátur fyrir lífsbjörgina Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 742 orð | 3 myndir

Sextugur hornsteinn Bjarnveigar

Hornsteinn er yfirskrift afmælissýningar Listasafns Árnesinga í Hveragerði, sem verður opnuð laugardaginn 11. febrúar og stendur til 20. ágúst. Með sýningunni er sextíu ára afmæli safnsins fagnað en það var stofnað árið 1963 og er fyrsta listasafnið sem tók til starfa utan höfuðborgarinnar Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Simpsons-þáttur fjarlægður í Hong Kong

Streymisveitan Disney+ hefur nú eytt út einum þætti hinna vinsælu þáttaraða The Simpsons. Þátturinn er horfinn úr veitunni hjá þeim sem búa í Hong Kong þar sem hann þykir gagnrýninn á kínversk stjórnvöld Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Sorg og raunir, gleði og kímni á hádegistónleikum í Fríkirkjunni

Anna Jónsdóttir söngkona og Sólveig Thoroddsen hörpuleikari munu flytja leikhústónlist eftir enska tónskáldið Henry Purcell á tónleikum í Fríkirkjunni við Reykjavíkurtjörn í dag sem hefjast kl. 12. Efnisskráin inniheldur lög sem fjalla um ástina og… Meira
9. febrúar 2023 | Menningarlíf | 424 orð | 1 mynd

Tilnefningar Hagþenkis 2022

Tilkynnt var í gær hvaða tíu bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir útgáfuárið 2022. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn um miðjan mars og felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.250.000 króna verðlaunafé Meira

Umræðan

9. febrúar 2023 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

15 mánaða byrjunarerfiðleikar Klappsins – Úrbóta er þörf

Kjartan Magnússon: "Laga þarf greiðslukerfi Strætó sem fyrst en borgarstjórnarmeirihlutinn kýs að stinga höfðinu í sandinn." Meira
9. febrúar 2023 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Ekki sama hvað það kostar

Ásdís Kristjánsdóttir: "Í ljós hefur komið að framkvæmdaáætlun Samgöngusáttmálans er þegar komin 50 milljarða fram úr áætlun, þótt framkvæmdir séu vart hafnar." Meira
9. febrúar 2023 | Aðsent efni | 372 orð | 1 mynd

Foreldrastyrkur verði valkostur

Hildur Björnsdóttir: "Sjálfstæðisflokkurinn er meðvitaður um að fjölskyldur hafa ólíkar þarfir og þeim þarf að mæta með fjölbreyttum lausnum." Meira
9. febrúar 2023 | Pistlar | 394 orð | 1 mynd

Framtíðin getur verið björt þótt skýrslan sé svört

Þegar ég tók við nýju ráðuneyti í lok árs 2021 varð mér fljótt ljóst að það þyrfti að gera gangskör í málefnum fiskeldis. Það kom mér ekki á óvart þar sem löngum hafa verið uppi afar skiptar skoðanir á málaflokknum í samfélaginu Meira
9. febrúar 2023 | Aðsent efni | 292 orð | 1 mynd

Hernaðartíðindi

Einar Ingvi Magnússon: "Venjulegt fólk vill ekki stríð. Venjulegt fólk vill frið." Meira
9. febrúar 2023 | Aðsent efni | 206 orð | 1 mynd

Hælisleitendamál í ógöngum

Birgir Þórarinsson: "Óbreytt löggjöf í útlendingamálum leiðir okkur í enn frekari ógöngur." Meira
9. febrúar 2023 | Aðsent efni | 777 orð | 2 myndir

Neytendur velja öðruvísi matvörur á netinu

Friðrik Björnsson: "Mæling ársins 2022 hjá Gallup sýnir ekki fram á markverða breytingu milli ára á fjölda fólks sem kaupir matvöru á netinu." Meira
9. febrúar 2023 | Aðsent efni | 1008 orð | 1 mynd

Samkeppniseftirlitið og landbúnaðarpólitík

Sigurjón Rúnar Rafnsson: "Í öllum samkeppnislögum þeirra þjóða sem Ísland ber sig iðulega saman við er að finna ákvæði sambærilegt 15. gr. íslensku samkeppnislaganna." Meira

Minningargreinar

9. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2288 orð | 1 mynd

Auður Þorbergsdóttir

Auður Þorbergdóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1933. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. janúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbergur Friðriksson, skipstjóri í Reykjavík, f. 1899, d. 1941 (fórst með b.v. Meira  Kaupa minningabók
9. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1010 orð | 1 mynd

Grettir Kjartansson

Grettir Kjartansson fæddist í Reykjavík 3. júní 1973. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 20. janúar 2023. Foreldrar hans eru Margrét Grettisdóttir bókari, f. 1955, og Kjartan Örn Sigurðsson rafvirkjameistari, f. 1953. Margrét og Kjartan skildu. Meira  Kaupa minningabók
9. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1229 orð | 1 mynd

Guðný Ingibjörg Hjartardóttir

Guðný Ingibjörg Hjartardóttir fæddist 28. febrúar 1928 á Mýrum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Hún lést 1. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Kristín Sveinbjörnsdóttir, f. 7.9. 1887, d. 14.6. 1970, og Hjörtur Rósmann Jónsson, f. 21.7. 1883, d. 15.5. 1973. Meira  Kaupa minningabók
9. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1845 orð | 1 mynd

Kolbrún Ingólfsdóttir

Kolbrún Ingólfsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. október 1938. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum 31. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Ingólfur Símon Matthíasson skipstjóri, f. 17. desember 1916, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
9. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1906 orð | 1 mynd

Magnea Guðrún Magnúsdóttir

Magnea Guðrún Magnúsdóttir fæddist 28. desember 1942 í Sandprýði í Vestmannaeyjum. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum þann 29. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Magnús Grímsson, skipstjóri frá Felli, f. 10. september 1921, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
9. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1822 orð | 1 mynd

Steingrímur Bjarni Erlingsson

Steingrímur Bjarni Erlingsson fæddist í Reykjavík 15. janúar 1970. Hann lést af slysförum á Landspítalanum 28. janúar 2023. Foreldrar hans eru Vilborg St. Sigurjónsdóttir tónlistarkennari, f. 1946, og Erlingur Steingrímsson verslunarmaður, f. 1949. Meira  Kaupa minningabók
9. febrúar 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1079 orð | 1 mynd | ókeypis

Steinunn Guðrún Geirsdóttir

Steinunn Guðrún Geirsdóttir, kölluð Lillý, fæddist 31. janúar 1930 í Reykjavík. Hún andaðist 27. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Rebekka Konstantína Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. 1899, d. 1945, og Geir Magnússon verkamaður, f. 1897, d. 1954. Meira  Kaupa minningabók
9. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2265 orð | 1 mynd

Steinunn Guðrún Geirsdóttir

Steinunn Guðrún Geirsdóttir, kölluð Lillý, fæddist 31. janúar 1930 í Reykjavík. Hún andaðist 27. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Rebekka Konstantína Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. 1899, d. 1945, og Geir Magnússon verkamaður, f. 1897, d. 1954. Meira  Kaupa minningabók
9. febrúar 2023 | Minningargreinar | 859 orð | 1 mynd

Svava Margrét Bjarnadóttir

Svava Margrét Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1956. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Lilja Guðrún Axelsdóttir, f. 2.11. 1928 í Stóragerði í Hörgárdal, d. 31.1. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

9. febrúar 2023 | Sjávarútvegur | 473 orð | 1 mynd

Ólíklegt að loðna rati til Rússlands

Fátt bendir til þess að loðna af Íslandsmiðum verði flutt út til Rússlands þrátt fyrir getgátur þar um. Samkvæmt gögnum sem færeyska hagstofan, Hagstova Forøya, birtir á vef sínum hefur útflutningur sjávarafurða dregist saman svo um munar… Meira
9. febrúar 2023 | Sjávarútvegur | 359 orð | 1 mynd

Ónýtum fiski ber að landa

Leyfissviptingar Fiskistofu vegna brottkasts á undanförnum misserum í kjölfar eftirlits með dróna hefur vakið athygli og sitt sýnist hverjum um aðferðir stofnunarinnar. Útgerðaraðilar sem blaðamaður hefur rætt við, en vilja ekki gagnrýna Fiskistofu… Meira

Viðskipti

9. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 435 orð | 1 mynd

Enn hækka vextir

Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,5 prósentustig í gær og eru þeir nú 6,5%. Hafa þeir ekki verið hærri síðan í ágúst 2010. Verðbólga hefur náð hámarki og spáð er að hún muni hjaðna hægt. Verðbólguhorfur hafa versnað og peningastefnunefnd… Meira
9. febrúar 2023 | Viðskiptafréttir | 351 orð | 1 mynd

Seðlabankinn braut á Þorsteini Má

Persónuvernd hefur úrskurðað að varðveisla Seðlabanka Íslands á persónuupplýsingum um Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur er á vef Persónuverndar Meira

Daglegt líf

9. febrúar 2023 | Daglegt líf | 1377 orð | 2 myndir

Mér finnst gott að vera síðaldra

Ég er víðóma og sagnfræðin hefur gert mig sterka, ég sé í gegnum hugmyndasöguna og get rakið allt bullið og vitleysuna. Ég er loksins búin að fatta eitt og annað, einhvern kjarna, og þá datt mér í hug að skrifa pínulitla bók með hugleiðingum um það… Meira

Fastir þættir

9. febrúar 2023 | Í dag | 910 orð | 3 myndir

Alltaf til í einhverja vitleysu

Halla Fróðadóttir fæddist 9. febrúar 1973 í Dalsgarði í Mosfellsdal. Þar býr hún í dag ásamt fjölskyldu sinni og hluti af stórfjölskyldunni býr einnig í Mosfellsdalnum. „Pabbi var elstur af átta systkinum og fimm þeirra búa í Mosfellsdalnum Meira
9. febrúar 2023 | Dagbók | 88 orð | 1 mynd

Draumur sem er að rætast

Mikil spenna er í loftinu fyrir komandi Söngvakeppni þar sem framlag Íslendinga í Eurovision verður valið. Einn af yngstu keppendunum í ár er hin 21 árs gamla Diljá Pétursdóttir sem stígur ein á svið með lagið Lifandi inni í mér. Þrátt fyrir ungan… Meira
9. febrúar 2023 | Í dag | 422 orð

Enn er ort um veðrið

Águst Marinó Ágústsson, bóndi á Sauðanesi, kveður: Þjóðin okkar hengir haus hænsni vill hún borða en sauðfjárbúin bjargarlaus bíða hungurmorða. Gunnar J. Straumland skrifar á Boðnarmjöð: „Í morgun, árla, aftraði stormbeljandi för minni til vinnu um tíma Meira
9. febrúar 2023 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Landsþing Viðreisnar um helgina

Á föstudag hefst landsþing Viðreisnar, en af því tilefni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins í viðtali dagsins í Dagmálum. Þar ræðir hún um stjórnmálaviðhorfið, stöðu Viðreisnar og framtíðina. Meira
9. febrúar 2023 | Í dag | 180 orð

Löng törn. S-Allir

Norður ♠ G105 ♥ DG7 ♦ ÁKD10 ♣ G86 Vestur ♠ KD4 ♥ 10954 ♦ G872 ♣ 43 Austur ♠ Á987 ♥ 2 ♦ 954 ♣ K10972 Suður ♠ 632 ♥ ÁK863 ♦ 63 ♣ ÁD5 Suður spilar 4♥ Meira
9. febrúar 2023 | Í dag | 259 orð | 1 mynd

Mikael Tal Grétarsson

50 ára Mikael ólst upp í Reykjavík og Kópavogi og einnig í Ísrael í fjögur ár, þegar hann var þriggja til sjö ára. Hann býr núna í Rimahverfi í Grafarvogi. Mikael er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá THÍ og er forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo Meira
9. febrúar 2023 | Í dag | 63 orð

Of fjár eru tvö nafnorð, þótt lítil séu fyrir mann að sjá, og merkja:…

Of fjár eru tvö nafnorð, þótt lítil séu fyrir mann að sjá, og merkja: ógrynni fjár. En hvernig beygist of? spyr þá gáttaður lesandi. Jú, of, um of, frá ofi, til ofs Meira
9. febrúar 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. Rc3 c6 5. b3 Bd6 6. Bb2 O-O 7. Hc1 Rbd7 8. h3 dxc4 9. Bxc4 b5 10. Bd3 Bb7 11. Re4 Be7 12. h4 h6 13. Rfg5 c5 14. Df3 Rxe4 15. Bxe4 Bxe4 16. Dxe4 Bxg5 17. hxg5 Dxg5 18. Hh3 e5 19 Meira

Íþróttir

9. febrúar 2023 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Á leið í fyrstu landsleikina sína

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er nítján ára nýliði í íslenska landsliðinu í knattspyrnu og spilar væntanlega sína fyrstu leiki á alþjóðlegu móti á Spáni í næstu viku. „Markmiðið er að gera eins vel og ég get og vonandi næ ég að stimpla mig inn í… Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Árbæingar styrkja sig

Knattspyrnumaðurinn Valgeir Árni Svansson er genginn til liðs við Fylki í Bestu deildinni og mun hann leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Valgeir Árni, sem er 25 ára gamall, kemur til félagsins frá Hönefoss í Noregi þar sem hann lék í D-deildinni á síðustu leiktíð Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Einn sá besti í veikindaleyfi

Mikkel Hansen, ein mesta stjarna handboltaheimsins, er kominn í veikindaleyfi vegna álags eftir erfitt ár. Álaborg, félag hans í heimalandinu, greindi frá þessu í gær. Var ákvörðunin tekin í samráði við fjölskyldu leikmannsins, lækna og félagið Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Enskir miðlar fjalla um mál Gylfa

Ensku dagblöðin The Mirror og The Sun fjölluðu í gær um mál knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, en hann var handtekinn í júlí árið 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Rannsókn lögreglunar í Manchester á málinu er… Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 1220 orð | 2 myndir

Fóturinn öskraði „nei“

„Heilsan er góð. Þegar þú ert búinn að átta þig á hlutunum er það ákveðinn léttir, þannig að heilsan er góð,“ sagði Lovísa Thompson, ein fremsta handknattleikskona landsins undanfarin ár, í samtali við Morgunblaðið Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

LeBron sigldi fram úr Jabbar

LeBron James er orðinn stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Hann skoraði 38 stig fyrir Los Angeles Lakers í fyrrinótt þegar liðið tapaði fyrir Oklahoma City Thunder, 130:133, í Staples Center í Los Angeles Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Óðinn átti fallegasta markið

Óðinn Þór Rík­h­arðsson, landsliðsmaður í hand­bolta, skoraði fal­leg­asta mark 7. um­ferðar Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í hand­bolta í fyrrakvöld, að mati samfélagsmiðla keppninnar. Valin voru fimm bestu mörkin í leikjunum 12 í deildinni og mark sem… Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 697 orð | 1 mynd

Ótrúlega mikill heiður að vera valin

„Ég bjóst ekki beint við þessu, en á sama tíma kom þetta mér ekki á óvart. Þetta var skemmtilegt,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nýjasta A-landsliðskona Íslands í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Óvæntur sigur Mörtu á HM

Marta Bassino kom mjög á óvart með því að verða heimsmeistari í risasvigi kvenna í gær á HM í Courchevel Meribel í Frakklandi. Hún er 26 ára, hefur lagt áherslu á stórsvig og aldrei unnið heimsbikarmót í risasvigi Meira
9. febrúar 2023 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

Það er sæmileg brekka hjá mínum mönnum í Liverpool þessa dagana. Á árum…

Það er sæmileg brekka hjá mínum mönnum í Liverpool þessa dagana. Á árum áður missti ég ekki af leik hjá mínu liði og skipti þá engu máli hvort þeir voru að spila á móti Manchester City eða Notts County í 2 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.