Greinar miðvikudaginn 8. mars 2023

Fréttir

8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 330 orð | 2 myndir

„Framtíð listdansnáms er í húfi“

„Skólinn er búinn að vera í erfiðleikum fjárhagslega. Þetta hefur verið erfitt fyrir okkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands. Öllu fastráðnu starfsfólki skólans var sagt upp um síðustu mánaðamót og framtíð hans er í óvissu Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Brýnt að auka framboð á leiguhúsnæði

Leiguþök hafa verið reynd á mörgum stöðum, en þau geta auðveldlega haft öfug áhrif við það sem þeim er ætlað, að mati Kára S. Friðrikssonar, hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), en hann er gestur Dagmála í dag Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Eiga mikið en hafa takmörkuð áhrif

Ætla má að markaðsvirði þeirra hlutabréfa sem íslenskir lífeyrissjóðir eiga hér á landi sé um 730-750 milljarðar króna. Flestir sjóðir eiga hlut í flestum skráðum félögum, þó mismikið. Það er aftur á móti allur gangur á því hvort og þá hversu mikil áhrif sjóðirnir hafa á rekstur félaganna Meira
8. mars 2023 | Erlendar fréttir | 513 orð | 1 mynd

Enn verið að grafa upp lík eftir skjálftana miklu

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mánuður er nú liðinn frá skjálftunum miklu í Tyrklandi og Sýrlandi. Opinberar tölur yfir mannfall eru sláandi, 46 þúsund eru látnir í Tyrklandi og yfir 6 þúsund í Sýrlandi. Fullvíst er að dánartölur eigi eftir að hækka enn frekar, enn sé verið að grafa lík upp úr rústum. Þeir sem lifðu hamfarirnar af eru nú margir hverjir án heimilis, minnst 1,5 milljónir einstaklinga. Útilokað er að spá nokkuð fyrir um framhaldið og þá hvenær þetta fólk fær á ný þak yfir höfuðið. Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Fimm bíla árekstur á Miklubraut við Skeifuna

Fimm bíla árekstur varð í gær rétt um fimmleytið á Miklubraut á akreininni í vesturátt rétt hjá Skeifunni. Voru þrír fluttir á sjúkrahús í kjölfar árekstursins, en ekki lá fyrir í gær hvort um alvarlega áverka hefði verið að ræða Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Formannsefni VR kynntu stefnumál sín á Grand hóteli

Nokkur áhugi var á framboðsfundi VR sem haldinn var á Grand hóteli í gær, en þar fengu Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður félagsins (lengst t.h.) og Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi hans (fremst fyrir miðri mynd), tækifæri til þess… Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Hleðslustæðin misnotuð

Brögð eru að því að fólk leggi bifreiðum sínum í stæði fyrir rafhleðslur þótt það eigi ekki þangað erindi og sé ef til vill ekki á rafbíl. Þannig hafa íbúar í Grafarvoginum ítrekað séð bifreiðar í hleðslustæðum Orku náttúrunnar í þjónustukjarnanum í Spönginni Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Jóhann Pálsson, fv. garðyrkjustjóri

Jóhann Pálsson, fv. garðyrkjustjóri Reykjavíkur, lést á Landakotsspítala föstudaginn 3. mars síðastliðinn, á 92. aldursári. Jóhann fæddist í Reykjavík 21. júlí 1931, yngstur í hópi átta barna þeirra Páls Magnússonar járnsmiðs og Guðfinnu Einarsdóttur húsfreyju Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Kylfingar áfrýja keppnisbanni

Kristján Ólafur Jóhannesson og Margeir Vilhjálmsson hyggjast áfrýja úrskurði Dómstóls Golfsambands Íslands (GSÍ) og verður kæra þeirra að óbreyttu tekin upp hjá Áfrýjunardómstóli GSÍ. Voru þeir ásamt Helga Svanberg Ingasyni úrskurðaðir í árs… Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Leggi niður flokkadrætti

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Markmiðið er að að orkubúskapur Landsvirkjunar aukist um 1,5 TW árið 2027. Landsvirkun skilaði methagnaði, 44,9 milljörðum króna, á síðasta rekstrarári, og tilkynnt var um arðgreiðslur til ríkisins upp á 20 milljarða króna. Þetta er meðal þess sem fram kom á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Eins kom fram í máli stjórnenda að mikil óvissa sé um það hvaða verkefni taki við eftir að fyrirhuguðum framkvæmdum lýkur. Kalla stjórnendur fyrirtækisins eftir því að skýrt verði hver næstu verkefni í rammaáætlun verði. Ekki sé seinna vænna að hefja undirbúningsvinnu strax þar sem alla jafna taki 10-15 ár að koma virkjunum í gagnið eftir að vinna hefst. Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Marel í samstarf um rannsóknir

Marel og bandaríska fyrirtækið ADM hafa skrifað undir samkomulag um samstarf við rannsóknarmiðstöð um plöntuprótein þar sem frumkvöðlar geta unnið saman að nýsköpun tengdri plöntupróteinum og öðrum vegan-próteinum, allt frá hugmynd til markaðssetningar Meira
8. mars 2023 | Fréttaskýringar | 661 orð | 2 myndir

Rannsaka fornleifar víða um land í sumar

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Rannsókn fyrri ára á manngerðum hellum í Odda hefur þegar leitt í ljós mikilvægar upplýsingar um aldur, gerð og nýtingu þeirra. Enn er þó mörgum mikilvægum spurningum ósvarað um gerð og þróun hellakerfisins, til hvers hellarnir voru notaðir og hvort breytingar hafi verið gerðar á nýtingu þeirra á því tímabili sem þeir voru í notkun. Hellarnir hafa verið aldursgreindir út frá gjóskulögum og virðast vera frá tímabilinu 950-1250/1300,“ segir Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur sem stjórnar fornleifarannsókn í Odda á Rangárvöllum. Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Samningur gerður við Aloa

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur á milli Afls Starfsgreinafélags á Austurlandi og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál, sem gerður er fyrir starfsmenn í álveri Alcoa á Reyðarfirði Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 482 orð | 1 mynd

Samþykktu að leggja skjalasafnið niður

Borgarstjórn samþykkti í gær á fundi sínum tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að Borgarskjalasafn verði lagt niður og safnkostur þess færður til Þjóðskjalasafns. Var tillagan samþykkt með ellefu atkvæðum meirihlutans gegn tíu atkvæðum minnihluta Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 553 orð | 1 mynd

Segja sérstaka áherslu lagða á að bæta öryggi

Vegagerðin tekur undir þær ábendingar sem Ríkisendurskoðun hefur sett fram m.a. um mikilvægi þess að gæði og öryggi verði ávallt að vera í öndvegi við framkvæmdir og viðhald vegakerfisins og bendir á að sérstök áhersla hafi verið lögð á það. Greint var frá nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Vegagerðarinnar í Morgunblaðinu í gær en Ríkisendurskoðun telur m.a. að Vegagerðin verði að efla öryggisstjórnun. Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Sigrast á krabbanum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Krabbameinsfélagið Framför, félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda þeirra, stefnir að því að opna félagsmiðstöðina Hellinn í Hverafold 1-3 í Reykjavík innan skamms með félagslega virkni, fræðslu og aukin lífsgæði að leiðarljósi. „Við viljum létta mönnum með blöðruhálskirtilskrabbamein lífið með mjúkri innkomu,“ segir Stefán Stefánsson ráðgjafi, sem sinnir félagsmálum og fjáröflun fyrir félagið. Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Slysakafli verður breikkaður

Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er innifalið í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Stíf fundahöld í húsi sáttasemjara

Mikil og stíf fundahöld eru í kjaraviðræðum BHM, BSRB og KÍ með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga og var fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan gærdag. Ekki sér þó enn fyrir endann á viðræðunum Meira
8. mars 2023 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Stríðsyfirlýsing að granda flaugum

Norður-Kórea segir það jafnast á við stríðsyfirlýsingu skjóti Bandaríkin niður eldflaugar þeirra yfir Kyrrahafi. Ráðamenn í Pjongjang hafa boðað tíð tilraunaskot. Bandaríkin og Japan stjórni ekki hafsvæðum heimsins Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Stækka nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, hafa undirritað samning um stækkun á nýju hjúkrunarheimili í bænum. Í eldri samningi, sem forveri Willums, Svandís Svavarsdóttir, gerði var kveðið á um 60 íbúðir en nú voru áformin stækkuð í 80 íbúðir Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Um 10 þúsund fátæk börn á Íslandi

Um tíu þúsund börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla sem birt var í gær. „Stjórnvöld þurfa að setja sér stefnu og aðgerðaáætlun til þess að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi,“ er haft eftir… Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 346 orð | 2 myndir

Umfangsmikil áform uppi á Skaganum

Kristján Jónsson kris@mbl.is Svæðið við Langasand á Akranesi mun taka miklum breytingum verði áform um uppbyggingu á svæðinu að veruleika. Akraneskaupstaður, Ísold fasteignafélag, Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Knattspyrnufélag Akraness undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Langasand. Meira
8. mars 2023 | Erlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Varnarmálaráðherrann birtist í Írak

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, birtist í gær óvænt í Írak og átti m.a. fund með bandarískum hermönnum sem þar eru staddir. Sagði hann Bandaríkin mundu áfram halda úti herliði í landinu, en nærri 20 ár eru nú liðin frá því að… Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Ýmis starfsemi við Egilsgötu 3

Starfsemi af ýmsum toga verður að óbreyttu í húsnæðinu á Egilsgötu 3 í Reykjavík, sem iðulega er kennt við Domus Medica, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Fram kom hér í blaðinu á laugardaginn að þar verði gistirými fyrir hælisleitendur við… Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 374 orð | 2 myndir

Ævintýraleg sundlaug á teikniborðinu í Grindavík

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það þurfti orðið að gera endurbætur og lagfæringar á sundlaugarsvæðinu og þarna er komið framtíðarskipulag sem nú verður unnið áfram,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Meira
8. mars 2023 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Öllum sagt upp og framtíðin er óljós

Öllu fastráðnu starfsfólki Listdansskóla Íslands var sagt upp um síðustu mánaðamót og framtíð hans er í óvissu. Um 120 nemendur eru í skólanum og hafa stjórnendur fundað með foreldrum þeirra. Guðmundur Helgason skólastjóri segir að stjórn skólans vinni að því að bæta fjármögnun hans Meira

Ritstjórnargreinar

8. mars 2023 | Staksteinar | 209 orð | 1 mynd

31 launaður „borgarfulltrúi“

Diljá Mist Einarsdóttir hefur, auk nokkurra annarra þingmanna, lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nánar tiltekið um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í frumvarpinu er lagt til að sú breyting verði gerð að sveitarstjórnir megi ráða fjölda fulltrúa sinna, þó þannig að fjöldinn sé oddatala og aldrei færri en þrír. Meira
8. mars 2023 | Leiðarar | 578 orð

Virða ekki andmælarétt þeirra sem ofsóttir eru

Hefur brag persónulegrar hefndarráðstöfunar Meira

Menning

8. mars 2023 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Getur leikhús breytt heiminum?

Boðið verður upp á umræður að lokinni sýningu á Ég lifi enn – sönn saga í Tjarnarbíói 8. mars og 16. mars. Í kvöld verður efni sýningarinnar rætt út frá heilbrigðiskerfinu, aðstandendum og félagslífi eldra fólks Meira
8. mars 2023 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Með mömmu í aftursætinu

Bíóárið fer vel af stað. Á þessu ári hafa sterkar myndir verið frumsýndar og áhorfendur eru til í tuskið. Ein þessara kvikmynda er Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson. Myndin lýsir ferðalagi þar sem allt getur gerst og mörkin á milli veruleika og ímyndunar eru óljós og á iði Meira
8. mars 2023 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Segist enn finna til eftir löðrunginn

Uppistandarinn og leikarinn Chris Rock hefur loksins tjáð sig um löðrunginn sem Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaununum í fyrra, um ári síðar. Það gerði hann í beinni útsendingu á Netflix á nýjasta uppistandi sínu fyrir fáeinum dögum Meira
8. mars 2023 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Skuggakvartett Sigurðar í Flóa

Skuggakvartett Sigurðar Flosasonar kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu í kvöld kl. 20 og flytur „görótta tónlist á mörkum jazz og blús“, eins og því er lýst í tilkynningu. Sigurður Flosason leikur á saxófón, Þórir Baldursson á … Meira
8. mars 2023 | Leiklist | 800 orð | 2 myndir

Strákarnir okkar

Tjarnarbíó Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar ★★★★· Handrit: Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafur Ásgeirsson eftir hugmynd Alberts Halldórssonar, Ólafs Ásgeirssonar og Viktoríu Blöndal. Aðstoð við handrit: Sviðslistahópurinn Alltaf í boltanum. Dramatúrg: Lóa Björk Björnsdóttir. Leikstjórn: Viktoría Blöndal. Sviðshreyfingar: Erna Guðrún Fritzdóttir. Leikmynd og búningar: Sólbjört Vera Ómarsdóttir. Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir og Juliette Louste. Myndbönd: Ásta Jónína Arnardóttir. Tónlist: Valdimar Guðmundsson. Leikarar: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Valdimar Guðmundsson. Leikarar á upptöku: Birgitta Birgisdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. Sviðslistahópurinn Alltaf í boltanum frumsýndi í Tjarnarbíói fimmtudaginn 2. mars 2023. Meira
8. mars 2023 | Menningarlíf | 866 orð | 2 myndir

Vinna með reglu í óreglu

Þór Vigfússon, Níels Hafstein og Rúrí sýna verk sín á sýningunni Það liggur í loftinu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Sýningunni lýkur 26. mars og verður opin um helgar kl. 13-17 og fimmtudaga kl Meira

Umræðan

8. mars 2023 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Fullt jafnrétti 2030

Algrímin eru hönnuð af fólki, oftast karlmönnum, og oft eru karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Meira
8. mars 2023 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Hefurðu ekkert að gera?

Verkefnaval Alþingis þykir okkur almúganum oft allsérkennilegt; þingmenn virðast hafa annað mat á nauðsynlegum forgangi mála á þingi en við. Meira
8. mars 2023 | Pistlar | 425 orð | 1 mynd

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

Að mati Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hættir fjórði hver hjúkrunarfræðingur störfum innan fimm ára og er helsta ástæðan launakjörin. Starfsumhverfið er einnig óásættanlegt, t.d. vegna álagsins sem felst í því hversu fáir eru á vakt hverju sinni Meira
8. mars 2023 | Aðsent efni | 282 orð | 1 mynd

Hvernig fer fyrir Reykjavík?

Sjálf áætlunin um „þunga borgarlínu“ var aldrei frá upphafi raunhæf hugmynd. Meira
8. mars 2023 | Aðsent efni | 670 orð | 1 mynd

Hvorki ESB né evran tryggja lægri verðbólgu

Og ekki verða rökin fyrir evru sótt í samanburð á lífskjörum hér á landi og öðrum löndum Evrópu. Þvert á móti. Meira
8. mars 2023 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Samkeppni, sérhagsmunir og majónes

Skilvirkt Samkeppniseftirlit þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Samkeppni er eitt sterkasta vopnið til að tryggja lægra verð og betra vöruúrval. Meira
8. mars 2023 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Svar til Eyjólfs Ármannssonar vegna lestrarkennslu

Tillögur Eyjólfs eru margar hverjar ekki studdar með niðurstöðum rannsókna. Meira

Minningargreinar

8. mars 2023 | Minningargreinar | 1680 orð | 1 mynd

Auður Þórisdóttir

Auður Þórisdóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1949. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 25. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Þórir Jónsson, f. 10. maí 1905, d. 27. september 1979 og Helga Laufey Júníusdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2023 | Minningargreinar | 1650 orð | 1 mynd

Inga Margrethe Frederiksen

Inga Margrethe Frederiksen fæddist í Køge í Danmörku 5. október 1934. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Laugarás 22. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Alda Valdimarsdóttir, f. 1.7. 1911, d Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2023 | Minningargreinar | 1124 orð | 1 mynd

Jónas Oddur Jónasson

Jónas Oddur Jónasson fæddist í Reykjavík 1. mars 1974. Hann lést 13. febrúar 2023. Foreldrar Jónasar eru Jónína Herhborg Jónsdóttir, leikkona og sjúkraliði, f. 2.8. 1943 og Jónas M. Guðmundsson, stýrimaður, rithöfundur og listmálari, f Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2023 | Minningargreinar | 753 orð | 1 mynd

Kristleifur Einarsson

Kristleifur Einarsson fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1932. Hann lést á Landakotsspítala 22. febrúar 2023. Foreldrar Kristleifs (Leifs) voru Einar J. Einarsson, f. 10. nóvember 1898, d. 9. september 1976 og Ástríður Guðjónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2023 | Minningargreinar | 599 orð | 1 mynd

Margrét Gunnarsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júní 1952. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi 25. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Guðmunda Ingvarsdóttir og Gunnar Gunnlaugsson. Guðmunda fæddist 30 Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

8. mars 2023 | Í dag | 54 orð

„Ert’ekk’að búllsjitta mig?“ spyrja börnin vantrúuð. Undir það má vel taka …

„Ert’ekk’að búllsjitta mig?“ spyrja börnin vantrúuð. Undir það má vel taka þegar maður les viðtöl við fullorðið fólk og hefur varla við að þurrka sletturnar framan úr sér. Í gamla daga, þ.e. í nálægri fornöld, voru dönskuslettur tíðar, en aldrei svona – enda dundi danskan ekki á fólki alla daga Meira
8. mars 2023 | Í dag | 863 orð | 4 myndir

Best að vinna vel og hafa gaman

Sara Pálsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 8. mars 1983. „Þrátt fyrir að ég hafi flutt þaðan á sjötta ári finn ég alltaf fyrir mjög sterkri tengingu til Eyja.“ Fjölskylda móður hennar er frá Vestmannaeyjum en faðir hennar er ættaður frá Sviss og Vík í Mýrdal Meira
8. mars 2023 | Í dag | 294 orð | 1 mynd

Guðmundur Pétursson

40 ára Guðmundur Pétursson ólst upp í Reykjavík í vesturbænum og í Hlíðunum og fór í Melaskóla og síðar í Æfingaskólann. Eftir að fara í Iðnskólann og síðan í Borgarholtsskóla lærði hann grafíska hönnun í Listaháskólanum Meira
8. mars 2023 | Dagbók | 77 orð | 1 mynd

Heillaðir af framlagi Íslands

Ísland gæti komist í eitt af tíu og jafnvel fimm efstu sætum Eurovision, ef marka má viðbrögð nokkurra erlendra Youtube-stjarna sem nú hafa brugðist við framlagi Íslands í keppninni. Allir sem brugðist hafa við laginu virðast sammála um að rödd Diljár sé algjörlega frábær Meira
8. mars 2023 | Í dag | 175 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rbd2 Bg7 4. e4 d6 5. Bb5+ c6 6. Bd3 Rh5 7. Rb3 e5 8. c3 0-0 9. 0-0 Rd7 10. He1 He8 11. h3 Rf8 12. Bf1 h6 13. dxe5 dxe5 14. Dxd8 Hxd8 15. Ra5 He8 16. Be3 Rf6 17. Bd3 R8d7 18. Rc4 Bf8 19 Meira
8. mars 2023 | Í dag | 190 orð

Steinhissa. N-AV

Norður ♠ ÁK1062 ♥ KD102 ♦ 72 ♣ 108 Vestur ♠ 5 ♥ 8 ♦ Á95 ♣ DG976532 Austur ♠ DG8743 ♥ Á63 ♦ D84 ♣ 4 Suður ♠ 9 ♥ G9754 ♦ KG1063 ♣ ÁK Suður spilar 4♥ Meira
8. mars 2023 | Í dag | 412 orð

Það gengur skrykkjótt til

Mógils-Katan sendi mér línu um tillögur borgarstjóra í borgarráði og spurði: „Borgar(-)safn fyrir bragga?“ Bragginn dýr er mall og mara, mest um vert að kvittur þagni. Þá er best að loka bara á Borgarskjalasafn með lagni Meira

Íþróttir

8. mars 2023 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Bjarki með 100 leiki

Bjarki Már Elísson leikur sinn 100. landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Brno. Hann er sá þriðji í núverandi landsliðshópi til að ná 100 landsleikjum en markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson leikur sinn 253 Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Chelsea og Benfica í 8-liða úrslit

Þó enska knattspyrnuliðið Chelsea sé í tómu basli í úrvalsdeildinni er liðið komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan sigur á þýska liðinu Borussia Dortmund, 2:0, á Stamford Bridge í London Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Díana tekur við af Ragnari

Díana Guðjónsdóttir er tekin við sem aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik en Ragnar Hermannsson er hættur með liðið af persónulegum ástæðum. Hann hafði áður ætlað að hætta eftir tímabilið. Díana, sem hefur lengi þjálfað hjá Haukum og áður verið með kvennaliðið, var aðstoðarþjálfari Ragnars Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Fá endurgreitt frá UEFA

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær að allt stuðningsfólk Liverpool sem mætti á úrslitaleik Meistaradeildar karla síðasta vor fengi endurgreitt. Óreiða og troðningur fyrir utan Stade de France fyrir leik urðu til þess að honum var seinkað um tæpan klukkutíma Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Ísland er áfram í 49. sætinu

Staða karlalandsliðs Íslands í körfuknattleik er óbreytt á nýjasta heimslista FIBA sem gefinn hefur verið út að lokinni undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið. Íslenska liðið er áfram í 49. sæti yfir landslið heimsins og áfram í 26 Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 1093 orð | 2 myndir

Kominn tími á nýja vinnu

Skíðaganga Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Snorri Eyþór Einarsson náði besta árangri sem Íslendingur hefur náð í skíðagöngu á heimsmeistaramótinu í Planica í Slóveníu á dögunum þegar hann hafnaði í 15. sæti í 50 kílómetra skíðagöngu karla. Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 323 orð | 2 myndir

Með 22 titla á 23 árum

Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari kvenna í íshokkí 17. árið í röð og í 22. skipti. SA tók á móti Fjölni í þriðja leik úrslitakeppninnar í gærkvöldi í Skautahöllinni á Akureyri en SA hafði unnið tvo fyrri leikina, 1:0 og 4:2 Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 403 orð | 2 myndir

Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik, var í gær…

Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ. Það er vegna atviks eftir leik ÍBV og Vals í Eyjum um fyrri helgi þar sem Sigurður var sakaður um ósæmilega framkomu í garð starfsmanns og leikmanns Vals Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Snorri hættir á toppnum eftir HM

Snorri Einarsson, besti skíðagöngumaður landsins, hefur ákveðið að hætta keppni eftir að hafa um helgina náð sínum besta árangri frá upphafi þegar hann varð fimmtándi í 50 km göngu á heimsmeistaramótinu í Slóveníu Meira
8. mars 2023 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Unnur komin í barneignarfrí

Unnur Ómarsdóttir, hornamaður KA/Þórs og landsliðskona í handbolta, er barnshafandi og verður ekki meira með Akureyrarliðinu á tímabilinu. Akureyri.net greindi frá þessu í gær en Unnur og eiginmaður hennar, Einar Rafn Eiðsson, leikmaður karlaliðs KA í handbolta, eiga von á barninu í september Meira

Viðskiptablað

8. mars 2023 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd

Áfram tap á rekstri Berjaya

Tap samstæðu Berjaya Hotels Iceland nam á síðasta reikningsári um 583 milljónum króna, samanborið við tap upp á 1,8 milljarða fyrir árið þar á undan. Berjaya Hotels, áður Icelandair Hotels, breytti í fyrra fjárhagsári sínu þannig að það gildir frá júlí til júní Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 376 orð | 1 mynd

Eggið skattleggur hænuna

Stundum er gert grín að því að stjórnmálamenn viti lítið í sinn haus. Það er auðvitað ekki alveg sanngjarnt, því sumir þeirra vita ýmislegt um margt og stundum mikið um annað. Það koma þó stundir þar sem stjórnmálamenn vita ekki nákvæmlega hvernig… Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 205 orð | 1 mynd

Flestir sjóðir eiga í flestum félögum á markaði

Markaðsvirði þeirra hlutabréfa sem íslenskir lífeyrissjóðir eiga í skráðum félögum hér á landi er um 730 milljarðar króna. Þar eru meðtalin bréf á Aðalmarkaði Kauphallarinnar sem og á First North-markaði, hvar sjóðirnir eru þó umsvifalitlir Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 648 orð | 1 mynd

Gott viskí, laust við drama og átök

Fyrir skemmstu lagði ég leið mína í mjög sérstaka matvöruverslun hér í París, La Grande Épicerie. Um er að ræða sælkeraverslun á nokkrum hæðum, með útibú bæði í sextánda hverfi og sjöunda hverfi og er sennilega hvergi í heiminum hægt að finna annað eins úrval af kræsingum Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 387 orð | 1 mynd

Greiðslubyrðin orðin mjög há fyrir marga

„Ef þú ætlar að fjármagna á 80% láni þá er meira en helmingur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem útheimtir meira en 400 þúsund krónur í greiðslubyrði og í raun eru aðeins örfáar íbúðir, vel innan við 100 íbúðir, þar sem greiðslubyrðin er… Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 221 orð | 1 mynd

Hannaði séríslenskan rafmagnspott

Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi verslunarinnar heitirpottar.is, hefur hannað rafmagnspott, sérsniðinn að íslenskum aðstæðum. Potturinn er að sögn Kristjáns frábrugðinn erlendum pottum að því leyti m.a Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 1457 orð | 1 mynd

Hvað á að gera við ruglaða hægrið?

Það sést langar leiðir að George Santos er ekki með öllum mjalla og eftir á að hyggja er erfitt að skilja hvers vegna kjósendur sáu ekki í gegnum hann. Santos bauð sig fram fyrir hönd Repúblíkanaflokksins í síðustu þingkosningum vestanhafs, í þriðja … Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 203 orð | 1 mynd

Kærkomin viðbót

Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland, segir að markaður fyrir skráða sérhæfða sjóði (Nasdaq Iceland Alternative Investment Fund Market), sem Nasdaq kynnti til leiks í vikunni, sé kærkomin viðbót Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 605 orð | 1 mynd

Lax eða pizza?

Ef teknir eru ársreikningar fjögurra stærstu fyrirtækja landsins í sjókvíaeldi kemur í ljós að þar eru 310 stöðugildi þar sem starfsmenn fá að meðaltali 887 þúsund krónur í laun á mánuði. Samkvæmt ársreikningi Dominos eru þar 262 starfsmenn með 627 þúsund krónur í laun á mánuði. Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 1790 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir en ekki endilega áhrifamiklir

Þá verður ekki horft fram hjá því að fjárfestingar sjóðanna í mörgum af þeim félögum sem nú eru skráð á markað hafa gegnt algjöru lykilhlutverki í vexti og framþróun félaganna. Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 312 orð | 1 mynd

Miðbær Hafnarfjarðar eftirsóttur

Þrátt fyrir þungan róður fyrstu kaupenda og hátt vaxtastig hefur gengið vel að selja nýjar íbúðir og verslunarrými á Dvergsreit við Lækjargötu í Hafnarfirði. Tólf íbúðir af nítján eru seldar, en þær voru skráðar á sölu fyrir rétt tæplega viku síðan Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 373 orð | 1 mynd

Mjög góð bókunarstaða bílaleiga

Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að miðað við sama tíma á síðasta ári sé bókunarstaðan mjög góð. „Það var enn Covid-ástand á þessum tíma í fyrra, en staðan núna er mun betri burtséð frá því.“ Hann segir að nú þegar sé t.d Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 724 orð | 1 mynd

MWC sýningin ógleymanleg

Óhætt er að segja að Beatriz hafi átt óvenjulegt lífshlaup. Hún fæddist á Kúbu árið 1982 og bjó þar og í Ekvador jöfnum fetum allt þar til hún hélt til Hollands í háskólanám. Frá 2007 bjó hún í Sjanghæ og Peking, lærði kínversku og varð hugfangin af … Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 1002 orð | 5 myndir

Sýndu á einni virtustu sýningu í Evrópu

Mikill áhugi er á íslensku vaðmáli (e. tweed) sem Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar hóf framleiðslu á árið 2020. Þeir Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson eigendur fyrirtækisins og Gunni Hilmars yfirhönnuður segjast ekki geta kvartað yfir viðtökunum Meira
8. mars 2023 | Viðskiptablað | 569 orð | 1 mynd

Verslun er viðskipti en ekki vinur neytenda

Það er ekki líklegt að íslensk verslunarfyrirtæki séu tilbúin að taka á sig lækkandi nettó framlegð af þeirri einu ástæðu að almenningur biður um það enda munu þau ekki tapa neinum viðskiptum ef almenningur getur ekki leitað neitt annað Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.