Greinar þriðjudaginn 14. mars 2023

Fréttir

14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 260 orð

1,3 milljarðar í viðbúnað

Útlit er fyrir að leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem haldinn verður hér á landi í maí, kalli á mun hærri útgjöld en gert er ráð fyrir í fjárlögum. Veitt var 500 millljóna kr. tímabundin fjárveiting í fjárlögum ársins til að auka viðbúnað lögreglu… Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 142 orð | 2 myndir

18,7% hafa þegar kosið hjá VR

Rafræn kosning meðal félagsmanna í VR til formanns og stjórnar í félaginu er í fullum gangi þessa dagana. Atkvæðagreiðslan hófst 8. mars og stendur yfir til klukkan tólf á hádegi á morgun 15. mars. Klukkan níu í gærmorgun höfðu 7.330 félagar greitt… Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 382 orð

Aukin ölvun samfara þungri lund ungmenna

„Við hófum að rannsaka þetta árið 2021 og vorum þá með gögn frá Rannsóknum og greiningu, sem leggja spurningar fyrir öll 13 til 18 ára ungmenni á landinu sem eru í skóla,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Ásókn í dýrar útsýnisíbúðir

Seldar hafa verið lúxusíbúðir fyrir tæpan milljarð króna í Sunnusmára 2 en sala hófst í lok febrúar. Alls hafa verið seldar átta íbúðir og eru sjö þeirra á hæðum 9 til 13 en á þeim hæðum er lagt meira í frágang íbúða Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Ásókn í lúxusíbúðir

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tilboð hafa verið samþykkt í átta lúxusíbúðir í Silfursmára 2. Flestar þessara íbúða eru á efri hæðum. Salan vekur athygli í ljósi þess að fermetraverð er um og yfir milljón og að íbúðirnar verða ekki afhentar fyrr en um næstu áramót. Meira
14. mars 2023 | Erlendar fréttir | 640 orð | 1 mynd

Barist um „sérhvern metra“

Málaliðar Wagner-hópsins gerðu í gær harða hríð að varnarstöðum Úkraínuhers í miðborg Bakhmút-borgar. Sagði Úkraínuher að árásarsveitir Wagner-liða hefðu reynt áhlaup frá nokkrum hliðum til að reyna að komast í gegnum varnir sínar, og að varnarliðinu hefði tekist að valda umtalsverðu manntjóni Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Barist við klakann á loðnuvertíð

Loðnuskipin eiga enn ónýttar veiðiheimildir fyrir 114 þúsund tonn og keppast nú við að ná eins mikilli loðnu og hægt er, áður en hún hrygnir, en við það lýkur vertíðinni. Það þýðir því ekki að láta frostið sem herjað hefur á landsmenn að undanförnu hamla veiðum Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Borgin svarar gagnrýni

Ekki verður tekið við nýjum börnum í haust í leikskólanum Laugasól í Laugardalnum vegna endurbóta og viðgerða. Framkvæmdir á húsnæði munu með einum eða öðrum hætti hafa áhrif á leikskólana Grandaborg, Gullborg, Fífuborg, Hlíð, Hálsaskóg, Ævintýraborg, Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fjölga myndavélum í miðborginni

Fjölga á öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur, m.a. vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í maí nk. Borgarráð hefur að tillögu borgarstjóra samþykkt samkomulag Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar ohf Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 447 orð | 3 myndir

Fjölga öryggismyndavélum

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur að tillögu borgarstjóra samþykkt samkomulag Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar ohf. um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 48 orð

Formaður Sjómannasambandsins

Í leiðara blaðsins í gær var fjallað um samninga sjómanna, sem voru felldir í atkvæðagreiðslu, og vísað í orð formanns Sjómannasambands Íslands um ástæður þess, en missagt að þau væru höfð eftir formanni Sjómannafélags Íslands Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Grunuð skytta í haldi lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann sem hún hefur grunaðan um að hafa hleypt af skotvopni innandyra á kránni The Dubliner við Naustin í miðborg Reykjavíkur um sjöleytið á sunnudagskvöldið Meira
14. mars 2023 | Erlendar fréttir | 118 orð

Innflutningur vopna tvöfaldaðist

Vopnasala til Evrópuríkja jókst um 93% í fyrra miðað við árið 2021 samkvæmt sænsku hugveitunni SIPRI. Pieter Wezeman, fræðimaður hjá SIPRI, sagði að Úkraínustríðið hefði knúið gríðarlega eftirspurn eftir vopnum til Evrópu og að líklegt væri að… Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Kapp lagt á að koma fjárhag kirkjunnar í gott horf

„Við höfum snúið vörn í sókn í fjárhag kirkjunnar með miklum aðhaldsaðgerðum og stefnir allt í rétta átt þar,“ segir Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings. Hluti af því er sú stefna kirkjunnar að selja fasteignir eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 190 orð | 2 myndir

Katrín heldur til Úkraínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt áleiðis til Úkraínu í gær til fundar við þarlend stjórnvöld. Með henni í för var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fóru til Póllands í gær, en gert er ráð fyrir að þær… Meira
14. mars 2023 | Fréttaskýringar | 683 orð | 2 myndir

Lampar sem ylja kylfingum

Sviðsljós Kristján Jónsson kris@mbl.is Kylfingar hafa orðið varir við að framkvæmdir standa nú yfir í Básum, æfingasvæðinu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þar geta kylfingar keypt fötur með golfboltum og slegið af gervigrasmottum til að halda sér í æfingu, fyrir þá sem ekki þekkja. Meira
14. mars 2023 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Lineker snýr aftur á fótboltaskjáinn

Breska ríkis­útvarpið BBC lýsti því yfir í gær að það hefði náð samkomulagi við Gary Lineker, stjórnanda knattspyrnuþáttarins Match of the Day, um að hann myndi snúa aftur til starfa, en Lineker var gert að stíga til hliðar fyrir helgi vegna… Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Mygluveikindi talin vanskráð

Á árunum 2012 til 2022 leituðu 462 á heilsugæslustöðvar með einkenni sem tengdust rakavandamálum og myglu í gölluðu húsnæði. Þetta má lesa út úr svörum heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, við fyrirspurn á þingi frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í VG Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 401 orð | 4 myndir

Naprir vindar næða frá norðurpól

„Kuldinn núna kemur beint frá norðurpólnum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Brunagaddur hefur verið á landinu síðustu vikuna eða svo. Víða hefur frost verið 8-12° gráður og þar við bætist vindkæling sem bítur fast á beru hörundi Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Ráðherra boðar tíðindi með vorinu

Viðræður standa nú yfir milli forsvarsmanna Listdansskóla Íslands og mennta- og barnamálaráðuneytisins um framtíð skólans. Búast forsvarsmenn skólans við því að næsti fundur með ráðuneytinu verði síðar í þessum mánuði Meira
14. mars 2023 | Erlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Segir innistæðurnar tryggðar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í gær að bankakerfi Bandaríkjamanna væri öruggt, og að innistæður almennings væru tryggar. Yfirlýsingunni var ætlað að auka tiltrú Bandaríkjamanna á bankakerfinu í kjölfar þess að bankinn Silicon Valley Bank (SVB) varð skyndilega gjaldþrota á föstudaginn Meira
14. mars 2023 | Fréttaskýringar | 532 orð | 2 myndir

Seltirningar glíma við Reykjavíkurborg

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Seltirningar hafa á liðnum árum alloft gert athugasemdir við ákvarðanir í samgöngumálum Vesturbæjarins og óskað eftir samráði. Enda í þeirri landfræðilegu stöðu að þurfa að aka í gegnum Reykjavík þegar þeir yfirgefa bæinn sinn og snúa aftur heim. Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

Stefnir í 12,2 milljarða umframútgjöld

Útlit er fyrir að rekstrarútgjöld ráðuneyta verði allt að 12,2 milljarðar kr. umfram heimildir fjárlaga ef ekki verður gripið til viðbótaraðgerða til að tryggja að útgjöld verði innan fjárheimilda á árinu Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Sumac besti veitingastaðurinn

Veitingastaðurinn Sumac sópaði að sér verðlaunum á barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards sem haldin var í 13. sinn í Kaupmannahöfn um helgina. Sumac var valinn besti veitingastaðurinn á Íslandi og þótti jafnframt bjóða upp á besta kokteilaseðilinn hér á landi Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

Sögurnar syngjandi

„Umgjörð tónleikanna verður lágstemmd og áherslan er lögð á nándina við áhorfendur þar sem textinn í lögunum fær að njóta sín,“ segir Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir söngkona. Í tilefni þess að móðir hennar, Anna Pálína Árnadóttir, hefði orðið sextug 9 Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Tekið við 18 þúsund tonnum af hrognum

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Nóg hefur verið um að vera hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði eins og annars staðar á loðnuvertíðinni, enda er allt gert til að veiða og vinna eins mikinn loðnuafla og hægt er, þar sem loðnan drepst eftir hrygningu. Meira
14. mars 2023 | Innlendar fréttir | 534 orð | 2 myndir

Verðhækkanir á smásölumarkaði

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Dæmi er um að eitt fyrirtæki á dagvörumarkaði hafi fengið 150 tilkynningar um verðhækkanir frá birgjum frá áramótum. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Meira
14. mars 2023 | Fréttaskýringar | 705 orð | 1 mynd

Vígðu 1,2 milljarða átöppunarlínu

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Coca-Cola á Íslandi vígði nýja átöppunarlínu fyrir plastflöskur í síðustu viku en kostnaður við línuna nemur um 1,2 milljörðum króna. Meira

Ritstjórnargreinar

14. mars 2023 | Staksteinar | 144 orð | 2 myndir

Un„fit for 55“

Bergþór Ólason segir: „„Fit for 55“ sem hljómar eins og æfingaáætlun einhvers í miðlífskrísu er í raun skattlagningarplan Evrópusambandsins og leggst á um næstu áramót. Meira
14. mars 2023 | Leiðarar | 618 orð

Veltir lítil þúfa heimshlassi?

Það ber að verja sparifjáreigendur en ekki bankaeigendur Meira

Menning

14. mars 2023 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

97.829 bækur seldar á Bókamarkaðnum

Alls seldust 97.829 bækur á bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) sem lauk síðasta sunnudag, en markaðurinn stóð í 18 daga. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Bókamarkaðarins, hafa aldrei fleiri bækur selst á markaðnum en í ár Meira
14. mars 2023 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Barbara Hannigan aftur til Íslands

Kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan er væntanleg til Íslands á ný og heldur tvenna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í Hörpu í Reykjavík 15. júní og í Hofi á Akureyri 16 Meira
14. mars 2023 | Fjölmiðlar | 215 orð | 1 mynd

Grátið af gleði á Óskarnum

Það er alltaf eitthvað töfrandi við Óskarinn sem gerir að verkum að maður telur ekki eftir sér að vaka fram eftir til að fylgjast með úrslitum. Gleðilegast við hátíðina þetta árið var að sjá þroskaðar konur stíga á svið til að taka við styttunni Meira
14. mars 2023 | Menningarlíf | 261 orð | 1 mynd

Kenzaburo Oe látinn, 88 ára að aldri

Japanski Nóbelsverðlaunarithöfundurinn Kenzaburo Oe er látinn, 88 ára að aldri. Í tilkynningu frá forlagi hans kemur fram að Oe hafi verið „leiðandi rödd í Japan sem bauð skipulagi nútímasam­félagsins birginn.“ Oe hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum … Meira
14. mars 2023 | Menningarlíf | 729 orð | 5 myndir

Sjöfaldur sigur EEAO

Óhætt er að segja að kvikmyndin Everything Everywh­ere All at Once hafi komið séð og sigrað þegar Óskarsverðlaunin voru afhent í ­Dol­by-­kvik­mynda­hús­inu í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um í 95 Meira
14. mars 2023 | Kvikmyndir | 633 orð | 2 myndir

Typpalingar og kjánar

Vimeo My Year of Dicks ★★★★· Leikstjórn: Sara Gunnarsdóttir. Handrit skrifað af Pamelu Ribon upp úr sjálfsævisögulegri bók hennar Notes to Boys (And Other Things I Shouldn’t Share in Public). Aðalleikarar: Brie Tilton, Jackson Kelly og Clarizza Hernandez. Bandaríkin, 2022. 25 mín. Meira

Umræðan

14. mars 2023 | Pistlar | 458 orð | 1 mynd

„Land tækifæranna“

Árið 2016 kom út skýrsla UNICEF á Íslandi sem sýndi að 9,1% íslenskra barna bjó við mismikla fátækt. Ég átti afar erfitt með að horfast í augu við þessa staðreynd. Hafði sjálf glímt við sárafátækt með börnin mín fjögur Meira
14. mars 2023 | Aðsent efni | 700 orð | 1 mynd

Borgarskjalasafn – in memoriam

Þetta er furðuleg ákvörðun hjá stærsta bæjarfélagi landsins í ljósi stjórnarskrárbundins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Meira
14. mars 2023 | Aðsent efni | 452 orð | 1 mynd

Bókasafn Kópavogs 70 ára – heimili að heiman

Þörfin fyrir bókasöfn hefur aldrei verið jafn mikil og gestum fjölgar á hverju ári. Meira
14. mars 2023 | Aðsent efni | 161 orð | 1 mynd

Er ekkert að frétta úr borgarstjórn?

Stundum finnst manni gert lítið úr borgarstjórn og hennar starfi, hvað t.d. Ríkisútvarpið segir okkur fátt af þeim málum sem þar er fengist við. Þó er þar oft vélað um málefni sem brenna heitar á íbúunum í daglegu lífi en margt af því sem þrasað er… Meira
14. mars 2023 | Aðsent efni | 527 orð | 1 mynd

Gæði og hlutverk iðna á Íslandi

Vinna ber heimavinnuna þannig að iðnmenntun, lögverndun fjölda iðngreina og gæðatrygging hér á landi standi undir góðum orðstír. Meira
14. mars 2023 | Aðsent efni | 638 orð | 1 mynd

Þjóðgarðurinn og landgrunnið

Verndun og nýting hefur mörg andlit. Þjóðgarðar og verndarsvæði á Íslandi stækka ár frá ári um leið og margvísleg hagnýting þeirra eykst. Meira
14. mars 2023 | Aðsent efni | 931 orð | 1 mynd

Öryggisvarnir á landsbyggðinni

Það er dýrt að reka slökkvilið og í raun dýrara eftir því sem færri búa í þéttbýliskjarnanum og því lengra sem er í næsta slökkvilið. Áhættan er hins vegar ekkert minni. Meira

Minningargreinar

14. mars 2023 | Minningargreinar | 1433 orð | 1 mynd

Alfreð Eymundsson

Alfreð Eymundsson fæddist á Patreksfirði 28. apríl 1929. Hann lést 22. febrúar 2023 á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Laugarási. Foreldrar Alfreðs voru Eymundur Austmann Friðlaugsson, f. 1907, d. 1988, og Margrét Jóhannsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 347 orð | 1 mynd

Árni Thoroddsen

Árni Thoroddsen fæddist 18. júlí 1954. Hann lést 24. janúar 2023. Útför Árna fór fram 27. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 1106 orð | 1 mynd

Einar Runólfsson

Einar Runólfsson fæddist í Reykjavík 11. desember 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. febrúar 2023. Foreldrar Einars voru Runólfur Óskar Þorgeirsson, f. 19. desember 1912, d. 28 Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 442 orð | 1 mynd

Frantz Adolph Pétursson

Frantz Adolph Pétursson fæddist á Kirkjubæ við Laugarnesveg í Reykjavík 5. maí 1930. Hann lést á líknardeild Landspítalans 7. mars 2023. Foreldrar hans voru hjónin Ísafold Helga Björnsdóttir húsfreyja og Pétur Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Strætisvagna Reykjavíkur Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 652 orð | 1 mynd

Guðbjörg Jónsdóttir

Guðbjörg Jónsdóttir fæddist 4. nóvember 1925 í Reykjavík. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg 6. febrúar 2023. Foreldrar Guðbjargar voru Jón Ólafsson, f. 18.4. 1893, d. 14.7. 1944 og Þórey Jónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 2165 orð | 1 mynd

Hulda Svanlaug Bjarnadóttir

Hulda Svanlaug Bjarnadóttir fæddist 12. desember 1926 í Krossbæjargerði í Hornafjarðarsveit og bjó þar fyrstu árin þar til hún flutti með foreldrum sínum að Sandgerði á Höfn árið 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 1 Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 840 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sigurðardóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist 12. desember 1965. Hún lést 16. febrúar 2023. Útför fór fram 2. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 376 orð | 1 mynd

Jóna Sveinsdóttir

Jóna Hinrikka Svandís Sveinsdóttir fæddist 9. desember 1932. Hún lést 15. febrúar 2023. Jóna var jarðsungin 28. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 1371 orð | 1 mynd

Jón Friðrik Sigurdsson

Jón Friðrik fæddist að Seljabrekku í Mosfellssveit þann 2. apríl 1947 og ólst upp í Svartagili í Þingvallasveit. Jón varð bráðkvaddur á heimili sínu Móhellu 16, Selfossi, 28. febrúar 2022 Hann var sonur hjónanna Sigurd Evje Markússonar f Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 439 orð | 1 mynd

Margrét Gunnarsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir fæddist 9. júní 1952. Hún andaðist 25. febrúar 2023. Útförin fór fram 8. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 1440 orð | 1 mynd

Rannveig Guðbjörg Magnúsdóttir (Ransý)

Rannveig Guðbjörg Magnúsdóttir, Ransý, fæddist í Reykjavík 31. janúar 1929. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. janúar 2023, á 94. afmælisdegi sínum. Foreldrar hennar voru Jónea Sigurveig Jónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 600 orð | 1 mynd

Rannveig S. Sigurðardóttir

Rannveig Sigríður Sigurðardóttir fæddist 26. júní 1920. Hún lést 16. febrúar 2023. Útför Rannveigar fór fram 1. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. mars 2023 | Minningargreinar | 327 orð | 1 mynd

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson fæddist 25. maí 1956. Hann lést 7. febrúar 2023. Útför Þórðar fór fram 16. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 238 orð | 1 mynd

Nýrri bók fagnað í sendiráðinu í London

Nýjasta bók dr. Friðriks Larsen, Sustainable Energy Branding – Helping to Save the Planet, var gefin út af Routledge í byrjun mánaðar en útgáfuhóf hennar fór fram í sendiráði Íslands í Lundúnum Meira

Fastir þættir

14. mars 2023 | Í dag | 177 orð

Erfitt ferðalag. S-Allir

Norður ♠ ÁK ♥ G865 ♦ K876 ♣ 753 Vestur ♠ -- ♥ D10943 ♦ G10932 ♣ K94 Austur ♠ G1032 ♥ 7 ♦ ÁD54 ♣ G1082 Suður ♠ D987654 ♥ ÁK4 ♦ -- ♣ ÁD6 Suður spilar 4♠ Meira
14. mars 2023 | Í dag | 221 orð | 1 mynd

Gunnar Sean Eggertsson

40 ára Gunnar er Patreksfirðingur, vélfræðingur frá Vélskóla Íslands og hefur rekið eigið fyrirtæki, Vélaverkstæði Patreksfjarðar, frá 2013. „Við sinnum laxeldinu á svæðinu og öllu sem til fellur,“ en starfsmenn fyrirtækisins eru sex talsins Meira
14. mars 2023 | Í dag | 404 orð

Hengilás úr frosti

Ingólfur Ómar skrifaði mér í síðustu viku: „Heill og sæll Halldór. Mig langar að luma að þér eins og 2 vísum í léttum dúr. Á þessu föstudagskvöldi er gott að setjast niður og slaka á og fá sér ögn í staupið það kætir lundina ekki veitir af í… Meira
14. mars 2023 | Dagbók | 32 orð | 1 mynd

Hlutverk mitt er að spyrja spurninga

Kvikmyndaleikstjórinn Hlynur Pálmason segir frá gerð myndarinnar Volaða land sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Hún var tekin upp á filmu, í réttri tímaröð og farið var á hestbaki á afskekktustu tökustaðina. Meira
14. mars 2023 | Dagbók | 86 orð | 1 mynd

Mikilvægasta ár lífsins

Guðmundur Felix býr sig nú undir að ganga upp fjallið Mont Blanc í sumar. Hann ræddi um áform sín í Ísland vaknar í gær, símleiðis frá Lyon, þar sem hann er í nánast daglegri endurhæfingu eftir að tvær hendur voru græddar á hann Meira
14. mars 2023 | Dagbók | 157 orð

ruv sjonv 14.03.2023 þri

13.00 ATEX_TAB ACE 7 Fréttir með táknmáls­túlkun 13.25 ATEX_TAB ACE 7 Heimaleikfimi 13.35 ATEX_TAB ACE 7 Kastljós 14.00 ATEX_TAB ACE 7 Útsvar 2017-2018 15.10 ATEX_TAB ACE 7 Enn ein stöðin 16.00 ATEX_TAB ACE 7 Með okkar augum 16.35 ATEX_TAB ACE 7… Meira
14. mars 2023 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Be3 0-0 8. Dd2 Rd7 9. 0-0-0 Rf6 10. Bd3 He8 11. Hhe1 Bg4 12. h3 Bxf3 13. gxf3 d5 14. Hg1 Bf8 15. Kb1 Dd6 16. h4 Rd7 17. Be2 Rb6 18 Meira
14. mars 2023 | Í dag | 1061 orð | 2 myndir

Slær ekki slöku við á afmælisdaginn

Sigurður Árni Sigurðsson er fæddur 14. mars 1963 á Akureyri og ólst upp á Brekkunni. „Ég er því brekkusnigill eins og það var kallað, vildi ekkert vita af eyrarpúkum eða innbæingum og var alltaf dauðhræddur við Þorparana.“ Sigurður Árni… Meira
14. mars 2023 | Í dag | 62 orð

Svo hljóðar orðtak: að eiga hvergi höfði sínu að að halla, og þýðir að…

Svo hljóðar orðtak: að eiga hvergi höfði sínu að að halla, og þýðir að eiga sér engan samastað; geta ekki leitað til neins. -in í því eru tvö og enginn afsláttur gefinn Meira

Íþróttir

14. mars 2023 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Aftur á topp heimslistans

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler vann sannfærandi sigur á Players-mótinu á TPC-Sawgrass-vellinum á Flórída í Bandaríkjunum um helgina. Hann endurheimtir þar með efsta sæti heimslistans, úr höndum Spánverjans Jons Rahms, sem þurfti að draga sig úr keppni eftir fyrsta hringinn vegna veikinda Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrverandi landsliðs- og…

Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í handbolta um árabil, kom að mínu viti með bestu hugmyndina um næsta þjálfara karlalandsliðsins. Ásgeir stakk upp á því í viðtali við RÚV eftir leik Íslands og… Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Gauti aftur til Eyja í sumar

Handknattleiksmaðurinn Gauti Gunnarsson hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt ÍBV og gengur í raðir þess á ný frá KA að yfirstandandi tímabili loknu. Gauti, sem er 21 árs hægri hornamaður, gekk til liðs við KA síðastliðið sumar frá ÍBV og verður stoppið því stutt á Akureyri Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Íslensku strákarnir í efsta sæti á HM

Íslenska piltalandsliðið í íshokkí, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, er efst í A-riðli 3. deildar karla á heimsmeistaramótinu eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á Akureyri. Íslensku strákarnir unnu Mexíkó, 5:3, í hörkuleik í fyrrakvöld og… Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Katrín ekki alvarlega meidd

Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir verður frá næstu fjórar til sex vikurnar eftir að hafa meiðst á hné í leik með Breiðabliki gegn Stjörnunni í deildabikarnum á dögunum. Þetta tilkynnti hún á Instagram í gær en í fyrstu var talið að hún hefði slitið krossband í leiknum Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 619 orð | 2 myndir

Níu komin á EM og nokkur í góðri stöðu

Fimm þjóðir tryggðu sér um helgina sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik, en þær fögnuðu allar tveimur sigrum í þessari lotu undankeppninnar og eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir af sex í sínum riðlum Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

Níu þjóðir hafa tryggt sér EM-sæti

Níu þjóðir hafa nælt sér í sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Íslendingar eru ein fimm þjóða sem eru komnar með annan fótinn á EM og þurfa aðeins eitt stig úr tveimur leikjum til að gulltryggja sæti sitt þar. » 26 Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Reglur þrengdar á ársþinginu?

Á ársþingi KKÍ sem haldið verður 25. mars verður lagt til að felld verði úr gildi regla um að erlendir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir á landinu í þrjú ár teljist ekki vera erlendir leikmenn í úrvalsdeildum karla og kvenna Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 651 orð | 2 myndir

Það var eitt skref eftir

Álftanes tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu félagsins með öruggum sigri gegn Skallagrími í íþróttahúsinu á Álftanesi. Leiknum lauk með 13 stiga sigri Álftaness, 96:83, en Srdan… Meira
14. mars 2023 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Ödegaard og Kerr best í London

Norðmaðurinn Martin Ödegaard frá Arsenal og Ástralinn Sam Kerr frá Chelsea voru í kvöld útnefnd knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins 2022 í London á stórri verðlaunahátíð sem haldin var í bresku höfuðborginni Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.