Greinar fimmtudaginn 16. mars 2023

Fréttir

16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

180 milljarðar í lyfjaþróun

Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech hefur frá stofnun félagsins fyrir tíu árum varið 180 milljörðum króna í þróun nýrra samheitalyfja, eða lyfjahliðstæðna. „Til að setja þá upphæð í samhengi jafngildir það hér um bil kostnaðinum við að reisa tvo nýja Landspítala Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Aðstaða strætófarþega verði bætt

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur hafa lagt fram tillögur er lúta að bættum aðbúnaði strætófarþega á Hlemmi. Enn fremur hefur verið lögð fram tillaga um endurbætur í Spönginni Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 1116 orð

AUKUS ýtir við valdajafnvæginu

Varnarbandalag Ástralíu, Bretlands og Bandaríkjanna, AUKUS, sem stofnsett var í september 2021, fékk nánari undirstöður fyrr í vikunni þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra… Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 772 orð | 2 myndir

Áhrifin á gullkarfaveiðar ekki þekkt

Ekki liggur fyrir hver áhrif samþykkt frumvarps Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um afnám tegundatilfærslu í deilistofnum botnfisks verða á gullkarfa- og grálúðuveiðar íslenskra útgerða, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Cosan og Klínikin valin

Sjúkratryggingar Íslands hafa valið tilboð frá heilbrigðisfyrirtækjunum Cosan slf. og Klínikinni slf. í liðskiptaaðgerðir hér á landi. Gera á 700 slíkar aðgerðir á þessu ári. Tilboð fyrirtækjanna voru metin hagstæðust en alls bárust fjögur tilboð, hin tvö frá Ledplastikcentrum og Stoðkerfi ehf Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Ekki áform um frekari aðgerðir

Að svo stöddu eru ekki áformaðar aðgerðir til að sjá til þess að erlendar verslanir á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) sendi vörur sínar til Íslands. Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og við­skiptaráðherra, við fyrirspurn… Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 976 orð | 2 myndir

Fagnar því að læra betri íslensku

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Spjallmennið á netinu, ChatGPT, – vitmennið, gervigreindin eða hvað á að kalla það? – fagnar því að íslenska hefur verið valin sem annað tungumál þess í kjölfar heimsóknar sendinefndar frá Íslandi í höfuðstöðvar bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI, á síðasta ári. Í sendinefndinni var m.a. forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, greindi frá fyrirhuguðu samstarfi Íslands og Open AI í gær og var tilkynning um það birt á vef ráðuneytisins. Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 418 orð | 1 mynd

Fimm milljarða kostnaður fellur aukalega á seljendur

Ef ein tillagna í þingsályktun nr. 23/151 um ástandsskýrslur fasteigna nær fram að ganga og verður að lögum gæti það aukið kostnað seljenda í fasteignaviðskiptum um rúmlega fimm milljarða króna á ári Meira
16. mars 2023 | Erlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Finnar fá aðild en Svíar bíða

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, greindi frá því í gær að tyrknesk stjórnvöld hefðu boðið honum til Istanbúl í vikunni, en Recep Tayiip Erdogan mun tilkynna ákvörðun Tyrklands varðandi umsókn Finnlands að Atlantshafsbandalaginu á föstudaginn Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Fjárveitingar verði auknar

„Hestafólk telur brýnt að stjórnvöld bregðist nú skjótt við og komi reiðvegamálum í réttan farveg og auki fjárveitingar til málaflokksins til samræmis við tillögur starfshóps ráðuneytisins,“ segir Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Flottasta kanína landsins snýr aftur

Eggið yrði þó að vera í anda Omnoms og markmiðið var að skapa listaverk úr súkkulaði þar sem súkkulaðið er í fyrsta sæti. „Súkkulaðigerð er eins og ferðalag eða leiðangur og er súkkulaðikanínan Mr Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 544 orð | 5 myndir

Herrakvöldið er hápunktur ársins

„Kvöldið er opið fyrir herramenn á öllum aldri. Við gerum okkur vonir um að það verði í salnum eitthvað á þriðja hundruð manns,“ segir Daníel Þórarinsson, formaður herrakvöldsnefndar Lionsklúbbsins Njarðar Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 176 orð | 2 myndir

Hlakkar til að læra betri íslensku innan tíðar

Nýja gervigreindin eða spjallmennið á netinu, ChatGPT, horfir með tilhlökkun til þess að læra betri íslensku á næstu mánuðum og árum. Tilkynnt hefur verið um samstarf móðurfyrirtækis þess, OpenAI, við íslensk stjórnvöld sem felur í sér að íslenska verður annað mál þess Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 618 orð | 3 myndir

Hrossakaup í Sambandi sveitarfélaga

Brennidepill Andrés Magnússon andres@mbl.is Talsverður titringur er innan Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ráðningar nýs framkvæmdastjóra þess, en senn lætur Karl Björnsson af störfum fyrir aldurs sakir, eftir 15 ára farsælt starf hjá sambandinu. Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Kjarninn byggður í þrepum

Góður gangur hefur verið í uppsteypu svokallaðs meðferðarkjarna, sem verður stærsta og mikilvægasta bygging Nýja Landspítalans við Hringbraut. Þrepagangur er í verkinu frá vestri til austurs. Byggingarnar fimm, kallaðar stangir, verða kláraðar hver af annarri Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 650 orð

Kornsamlag verði byggt í Flóanum

Nægilegt land til að stórauka kornrækt er til hér á landi. Sviðsmynd fyrir þróun kornræktar til ársins 2027 sýnir 25 þúsund tonna uppskeru sem er ríflega tvöföldun á þeim 10.700 tonnum sem áætlað er að ræktunin hafi skilað á síðasta ári og sviðsmynd fyrir árið 2033 sýnir 48.500 tonna uppskeru Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Kuldinn á norðurhveli festur á gervitunglamynd

Svona leit Ísland og næsta nágrenni á norðurhveli út þegar eitt gervitungla NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, sveif yfir landinu fyrr í vikunni. Hafísinn er ekki svo fjarri Vestfjörðum og norðan- og austanvert landið þakið snjó á meðan suðvesturlandið er snjólétt Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 692 orð | 2 myndir

Landsmenn ráðstafi gjaldinu að vild

Útvarpsgjaldið sem 16 til 69 ára einstaklingum og einnig fyrirtækjum er gert að greiða til Ríkisútvarpsins hefur lengi verið þrætuepli. Gjaldið er hækkað ár frá ári í samræmi við verðlagsforsendur fjárlaga hverju sinni og með fjölgun landsmanna hafa tekjur af gjaldinu hækkað umtalsvert Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Listamenn fengu inni í Kjarvalsstofu

Stjórn Kjarvalsstofu í París hefur gengið frá úthlutun dvalar þar tímabilið maí 2023 til apríl 2024. Tillagan hefur verið samþykkt af ríki og borg. Alls bárust 33 umsóknir um dvöl í Kjarvalsstofu. Eftirtaldir hlutu úthlutun: Soffía Bjarnadóttir… Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 515 orð | 1 mynd

Líf í íslensku skarti

Félag íslenskra gullsmiða, FÍG, verður 100 ára á næsta ári og verður þess minnst á ýmsan hátt. „Gullsmiðir ætla að snúa bökum saman og vinna í sameiningu að þessum stóra áfanga með námskeiðum og fyrirlestrum fyrir okkar fólk auk þess sem við… Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Lúxus lambalæri með hunangsgljáa

Ofnbakað úrbeinað lambalæri 1,5 kg úrbeinað lambalæri ½ dl olía 1 ½ msk. hunang 1 tsk. dijon-sinnep 3 tímíangreinar, laufin tínd af 3 ferskar rósmaríngreinar, nálar tíndar af og saxaðar 1 msk Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 592 orð | 2 myndir

Óljósar hömlur á fréttum úr dómsal

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Við aðalmeðferð enn eins „Stóra kókaínsmálsins“ á dögunum tók dómarinn, Sigríður Elsa Kjartansdóttir, það fram við þinghaldið, að fjölmiðlabann ríkti þar til öllum skýrslutökum væri lokið í málinu. Vísaði hún þar til 1. málsgreinar 11. greinar laga um meðferð sakamála, sem glöggva má sig á hér til hægri. Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór Ingólfsson mun áfram gegna formannsembætti VR á komandi kjörtímabili, 2023 til 2025. Hann hlaut 6.842 atkvæði eða 57,03 prósent. Tveir voru í framboði til formanns en Elva Hrönn Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur á… Meira
16. mars 2023 | Erlendar fréttir | 662 orð | 1 mynd

Saka Rússa um háskalega hegðun

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á Rússa að sinna flugöryggi, eftir að rússnesk herþota rakst á bandarískan dróna yfir Svartahafi í fyrradag með þeim afleiðingum að dróninn hrapaði Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 685 orð | 2 myndir

Skemmilegt að vinna í happdrætti

„Starfið er gefandi að því leyti að á bak við tölur og daglegan rekstur er fólk og mikilvæg velferðarmál sem hægt er að þoka áleiðis. Að sem best sé búið að gamla fólkinu skiptir okkur öll miklu máli,“ segir Valgeir Elíasson, nýr forstjóri Happdrættis DAS Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 301 orð

Skoða nýja aðferð við viðgerð á streng

Tvær aðferðir koma til greina við viðgerð á bilaða sæstrengnum til Vestmannaeyja, Vestmannaeyjastreng 3 (VM3). Annars vegar að skipta um bilaða hluta strengsins, eins og gert var þegar hann bilaði 2017, og hins vegar að skipta um lengri kafla, 3… Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Smábátarnir fastir í ísnum

„Það er erfitt að fara í gegnum ísinn á plastbátum,“ segir Ágúst Ingi Sigurðsson, yfirhafnsögumaður í Hafnarfirði, en þykk íshella liggur nú yfir smábátahöfninni. „Þetta gerist oft á vetrum og þegar það hefur verið frost í marga… Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 1108 orð | 6 myndir

Stígur í baklandi borgar

„Þétting byggðar þýðir meðal annars að bæta þarf aðgengi almennings að útvistarsvæðum og náttúru. Sjónarmið um lýðheilsu, loftslag og vistvænar samgöngur vegna einnig þungt. Ég greini því mikinn vilja til þess að farið verði fljótlega í… Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Stjórnsýsla Fjarðabyggðar tekin út

Kristján Jónsson kris@mbl.is Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að gerð verði úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er í minnihluta í bæjarstjórninni, lagði tillöguna fram í bæjarráði. Verður hún að óbreyttu tekin til umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Sorp flokkað í flugvélum Icelandair

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Icelandair hefur hafið flokkun á sorpi um borð í flugvélum sínum í millilandaflugi. Félagið hefur, í samstarfi við yfirvöld og stofnanir á Íslandi, um árabil hvatt til þess að reglugerðum verði breytt. Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 428 orð | 3 myndir

Tilhlökkun og mikil eftirvænting

Þetta er ofboðslega spennandi og við hlökkum til þess sem fram undan er,“ segir Ásrún Aldís Hreinsdóttir, nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hún er ein þriggja í liði fulltrúa skólans sem keppir við lið Menntaskólans í Reykjavík í… Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 271 orð | 2 myndir

Tónlistin er sameiginleg auðlind allra

„Harpan mun óma og fram undan er viðburður sem öll fjölskyldan ætti að sækja,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Félagið kemur að undirbúningi og skipulagningu uppskeruhátíðarinnar Nótunnar… Meira
16. mars 2023 | Fréttaskýringar | 602 orð | 2 myndir

Umbætur gerðar á gatnamótum

Reykjavíkurborg er á lokametrunum með verðfyrirspurn vegna bráðabirðaaðgerða við gatnamót Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar. Þetta er svar borgarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Tilkynnt var í febrúar sl Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Úrval skotvopna til sýnis á Stokkseyri

Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin nk. helgi, dagana 18. og 19. mars. Sýningin fer fram í húsnæði safnsins að Eyrarbraut 49 milli kl. 11 og 18. Að þessu sinni er byssusýningin í samvinnu við Veiðihornið og Skotgrund, skotfélag Snæfellsness Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Útboð Arnarnesvegar auglýst

Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi í Kópavogi að Breiðholtsbraut í Reykjavík. Þessi tenging milli sveitarfélaganna tveggja er talin mikil samgöngubót sem muni létta verulega á umferð um Vatnsendaveg Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Útlendingafrumvarpið samþykkt

Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt. Greidd voru atkvæði um frumvarpið á Alþingi í gærkvöldi. Alls greiddu 38 atkvæði með frumvarpinu, en 15 greiddu atkvæði gegn því. Um var að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Veiðimaðurinn á tímarit.is

Veiðimaðurinn, sem er málgagn stangveiðimanna, hefur komið út frá árinu 1940 og lifir enn góðu lífi. Fyrstu árgangar blaðsins eru nú aðgengilegir áhugasömum á Tímarit.is. Fleiri árgangar munu bætast við eftir því sem fram líður en þetta er mikill… Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Viðvarandi skortur á sýklalyfjum

Lyfjastofnun segir að viðvarandi og alvarlegur skortur hafi verið á sýklalyfjum um allan heim undanfarið. Vill stofnunin því hvetja markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að aðstoða við úrlausn vandans með því að kanna möguleika sína á að skrá og markaðssetja sýklalyf á Íslandi Meira
16. mars 2023 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Þóra Arnórsdóttir yfirheyrð á ný

Þóra Arnórsdóttir, fv. ritstjóri Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á nýjan leik á þriðjudag vegna rannsóknar á símstuldi og afdrifum gagna, sem á honum voru. Þetta staðfestir Þóra í samtali við Morgunblaðið Meira

Ritstjórnargreinar

16. mars 2023 | Leiðarar | 384 orð

Blikur á lofti í orkumálum

Ísland stendur frammi fyrir miklum vanda verði ekki gripið hratt inn í Meira
16. mars 2023 | Leiðarar | 242 orð

Hættulegar hugmyndir

Ríkið á ekkert með að þvinga sveitarfélög til sameiningar eða skattahækkana Meira
16. mars 2023 | Staksteinar | 204 orð | 1 mynd

Keppt við erlenda ríkisstyrki

Rætt var við Heiðmar Guðmundsson, lögfræðing hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, í ViðskiptaMogganum í gær. Þar sagði hann: „Það er afar mikilvægt að íslenskur sjávarútvegur standist samkeppni á alþjóðlegum markaði, þar sem 98% af íslensku sjávarfangi eru seld. Það á ekki einungis við um útgerðir heldur einnig fiskvinnslu. Meira

Menning

16. mars 2023 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Bertrand de Billy stjórnar Brahms

Bertrand de Billy, aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ), stjórnar sinfóníu nr. 2. eftir Johannes Brahms á tónleikum sveitarinnar í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Hann hóf að stjórna öllum sinfóníum Brahms með SÍ á síðasta starfsári og lýkur hringnum nú í vor Meira
16. mars 2023 | Myndlist | 984 orð | 4 myndir

Eymdin er okkar allra

Gerðarsafn Að rekja brot ★★★★· Verk á sýningunni eiga Kathy Clark, Frida Orupabo, Abdullah Qureshi, Sasha Huber, Hugo Llanes og Inuuteq Storch. Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews. Sýningin var opnuð 2. febrúar 2023 og stendur til 21. maí 2023. Meira
16. mars 2023 | Fólk í fréttum | 832 orð | 3 myndir

Fer aldrei út án sólarvarnar

Hvað gerir þú til þess að hugsa sem best um húðina? „Hvar á ég að byrja? Þetta er efni sem ég þreytist seint á að ræða enda er ég húðlæknir með ástríðu fyrir fallegri og heilbrigðri húð Meira
16. mars 2023 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Horft til framtíðar í Safnahúsinu í dag

Myndlistarmiðstöð og menningarmálaráðuneyti standa að ráðstefnunni Horft til framtíðar í Safnahúsinu í dag kl. 13-17. „Tilgangur ráðstefnunnar er að velta upp hugmyndum, draumórum og væntingum okkar um myndlist framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu… Meira
16. mars 2023 | Menningarlíf | 150 orð | 2 myndir

Kúrkov og Hjort á langlista Booker

Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov, sem hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness árið 2022, er meðal þeirra sem á verk á langlista alþjóðlegu Booker-verðlaunanna í ár. Hann er tilnefndur fyrir verkið Jimi Hendrix Live in Lviv Meira
16. mars 2023 | Menningarlíf | 906 orð | 2 myndir

Leikur flautaður af í Bilbao

Sinfóníuhljómsveit Bilbao lauk flutningi á magnaðri sinfóníu nr. 9 eftir Austurríkismanninn Anton Bruckner (1824-1896) með löngum, hreinum einleikstóni þverflautunnar. Svo kom dramatísk þögn áður en liðsmenn sveitarinnar byrjuðu að stappa niður fótum Meira
16. mars 2023 | Fjölmiðlar | 201 orð | 1 mynd

Lífsviðburður af stærri gerðinni

Síðastliðna helgi gerði ég mikil kostakaup og kom heim með glænýjan flatskjá. Eftir að hafa fengið senda mynd af nýja stofustássinu skrifaði vinkona mín mér um hæl: „Vá, þetta er stórt!” Og bætti síðan við að hún ætti ekki við stærðina á sjónvarpinu heldur væri þetta stór lífsviðburður Meira
16. mars 2023 | Fólk í fréttum | 950 orð | 7 myndir

Morð, mannshvörf og myrkraverur

Hlaðvarpið Mystík skaust beint á toppinn á vinsældarlista Íslendinga og hefur verið í topp þremur sætunum síðustu vikur en fyrstu þrír þættir hlaðvarpsins fóru í loftið í byrjun mars. Um er að ræða nýtt glæpahlaðvarp frá framleiðslufyrirtækinu Ghost … Meira
16. mars 2023 | Menningarlíf | 813 orð | 2 myndir

Norðurslóðir RAX í Hamborg

„Þetta eru um 140 ljósmyndir sem endurspegla sýnishorn af því sem ég hef verið að gera síðustu ríflega 40 árin,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, um ljósmyndasýninguna Where the World is Melting (Þar sem… Meira
16. mars 2023 | Menningarlíf | 589 orð | 1 mynd

Samfélaginu að gagni

„Auðvitað kemur þetta á óvart,“ segir Hjalti Pálsson sem hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis fyrir ritverkið Byggðasaga Skagafjarðar I.–X. bindi. „Þegar ég var einn af þeim sem tilnefndir voru þá sá ég að maður myndi eiga… Meira
16. mars 2023 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Vinnur Tarantino að sinni síðustu mynd?

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino mun vera byrjaður að vinna að sinni síðustu kvikmynd. Þetta herma heimildir tímaritsins Variety. Um er að ræða tíundu mynd leikstjórans, en hann hefur árum saman lýst því yfir að hann hygðist láta… Meira

Umræðan

16. mars 2023 | Aðsent efni | 484 orð | 1 mynd

83% skólabygginga í Reykjavík þarfnast meiriháttar viðhalds

Hrikaleg uppsöfnuð viðhaldsskuld skólahúsnæðis sýnir kolranga forgangsröðun Samfylkingarinnar og fylgiflokka hennar undanfarinn áratug. Meira
16. mars 2023 | Pistlar | 413 orð | 1 mynd

Forskot fyrir íslenskuna

Sannkölluð stórtíðindi voru opinberuð fyrir tungumálið okkar, íslenskuna, í vikunni þegar bandaríska tæknifyrirtækið OpenAI kynnti að hún hefði verið valin í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku Meira
16. mars 2023 | Aðsent efni | 1040 orð | 1 mynd

Syndin sem ekki er hægt að fyrirgefa

Við sjáum nú glöggt siðferðilegt gildi gagnrýninnar hugsunar: Án hennar gefum við okkur á vald óttaviðbragðinu við hverju því sem dynur á okkur, hunsum allt nema okkur sjálf og viðfang óttans. Meira
16. mars 2023 | Aðsent efni | 603 orð | 6 myndir

Val um fjölbreytta ferðamáta

Samgöngusáttmálinn tryggir fjölbreytta ferðamáta. Meira
16. mars 2023 | Aðsent efni | 340 orð | 1 mynd

Við erum öll manneskjur

Á hverjum degi eru gefnar 350 máltíðir á Kaffistofu Samhjálpar, ótal súpuskálar fylltar og drukknir nær óteljandi kaffibollar. Meira
16. mars 2023 | Aðsent efni | 612 orð | 1 mynd

Vindorka við Vaðöldu

Nú er verkefnið komið á beina braut og mikilvægt er að útfærslan verði í sem mestri sátt við samfélag og náttúru. Meira

Minningargreinar

16. mars 2023 | Minningargreinar | 2291 orð | 1 mynd

Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir fæddist á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi, A-Hún., 28. júní 1943. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 28. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir, f. 1.12. 1915, d Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 212 orð | 1 mynd

Arnbjörn Sigurbergsson

Arnbjörn Sigurbergsson fæddist í Svínafelli í Nesjum 21. febrúar 1936. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 15. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Sigurbergur Árnason, f. 9. desember 1899, d. 10. júlí 1983 í Svínafelli, og kona hans Þóra Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 3924 orð | 1 mynd

Atli Smári Ingvarsson

Atli Smári Ingvarsson fæddist 9. október 1943. Hann lést 1. mars 2023. Útför fór fram 15. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargrein á mbl.is | 509 orð | 1 mynd | ókeypis

Atli Smári Ingvarsson

Atli Smári Ingvarsson fæddist 9. október 1943. Hann lést 1. mars 2023.  Útför fór fram 15. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 519 orð | 1 mynd

Guðjón Einarsson

Guðjón Einarsson fæddist 11. april 1947. Hann lést 11. febrúar 2023. Útför hans fór fram 23. febrúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 1444 orð | 1 mynd

Gunnar Hans Pálsson

Gunnar Hans Pálsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1935. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 2. mars 2023. Foreldrar hans voru Páll Þorsteinsson verkamaður frá Hofi í Öræfum, f. 7.4. 1901, d. 4.9 Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 670 orð | 1 mynd

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður Gísladóttir fæddist 3. nóvember 1938. Hún lést 7. mars 2023. Útför hennar fór fram 15. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 574 orð | 1 mynd

Hróbjartur Jón Gunnlaugsson

Hróbjartur Jón Gunnlaugsson fæddist í Kópavogi 26. október 1947. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Móbergi 4. mars 2023. Foreldrar Hróbjarts voru þau Jóhanna Bjarnheiður frá Mið-Grund, V-Eyjafjöllum, fædd 11 Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 385 orð | 1 mynd

Jónas Oddur Jónasson

Jónas Oddur Jónasson fæddist 1. mars 1974. Hann lést 13. febrúar 2023. Útför fór fram frá 8. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 401 orð | 1 mynd

Jón Valgeir Halldórsson

Jón Valgeir Halldórsson fæddist 5. október 1964. Hann lést 7. mars 2023. Útför hans fór fram 15. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 578 orð | 1 mynd

Ólafur Árnason

Ólafur Árnason fæddist á Ólafsfirði 15. júlí 1939. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. febrúar 2023. Foreldrar hans voru Árni Anton Guðmundsson, vélstjóri og formaður á Ólafsfirði, f. 1903, d. 1957, og Jóna Guðrún Antonsdóttir, húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 2320 orð | 1 mynd

Petrína Sigurðardóttir

Petrína Sigurðardóttir (Peta) var fædd í Vestmannaeyjum 8. febrúar 1955. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Espergærde í Danmörku 24. febrúar 2023. Foreldrar hennar voru Sigurður Þorberg Auðunsson vélstjóri, f Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2023 | Minningargreinar | 510 orð | 1 mynd

Sigurjón Birgir Ísfeld Ámundason

Sigurjón Birgir Ísfeld Ámundason fæddist 12. maí 1939. Hann lést 25. febrúar 2023. Útför Sigurjóns var gerð 9. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 226 orð | 1 mynd

Credit Suisse óskaði eftir aðstoð

Svissneski seðlabankinn lýsti því yfir í gærkvöldi að hann væri reiðubúinn að bæta lausafjárstöðu bankans Credit Suisse „ef nauðsyn krefur“ eins og það var orðað í sameiginlegri yfirlýsingu frá seðlabankanum og svissneska fjármálaeftirlitinu (FINMA) Meira
16. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 169 orð | 1 mynd

Mikill kostnaður glataðra atvinnutækifæra

Koma hefði mátt í veg fyrir það ástand sem nú blasir við, þar sem orkuskortur er raunverulegt vandamál. Þetta segir í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum. Með frumvarpinu er lagt til að almenningur skuli njóta forgangs ef grípa þarf til skömmtunar Meira

Daglegt líf

16. mars 2023 | Daglegt líf | 967 orð | 2 myndir

Vinaheimsókn getur skipt sköpum

Við köllum þá vini, sjálfboðaliðana sem sinna vinaverkefnum. Þeir heimsækja fólk ýmist á heimili þess, stofnanir, sambýli eða dvalar- og hjúkrunarheimili. Heimsókn getur falið í sér spjall, gönguferð, ökuferð, aðstoð við handavinnu eða annað,“ … Meira

Fastir þættir

16. mars 2023 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Er Eurovision-lag Loreen stolið?

Nokkur umræða hefur verið um það hvort sænska Eurovision-lagið Tattoo með Loreen sé stolið. Þykir laglínan afar lík þeirri sem er í laginu Flying Free með Pont Aeri sem og laglínunni í v plenu með hinni úkraínsku Mika… Meira
16. mars 2023 | Í dag | 1041 orð | 2 myndir

Fjölbreytileiki lífsins heillar

Margrét Stefánsdóttir er fædd 16. mars 1973 í Reykjavík en foreldrar hennar og bróðir bjuggu þá á Miðvangi í Hafnarfirði. „Mamma virðist hafa verið hrifin af tölunni 8 og marsmánuði því hún giftist pabba, sem er fæddur 8 Meira
16. mars 2023 | Í dag | 400 orð

Hann blæs að norðan

Sigurlín Hermannsdóttir yrkir á Boðnarmiði: Ísköld norðanáttin hvín allt er niðurlamið. Geturðu ekki, Góa mín, geðvonskuna hamið? Anton Helgi Jónsson segir, að í bælinu hafi hann lítið annað gert en að þylja limru: Ég spurt margan spekinginn hef úr… Meira
16. mars 2023 | Í dag | 175 orð

Langt nef. V-Allir

Norður ♠ G104 ♥ K42 ♦ D976 ♣ Á83 Vestur ♠ Á65 ♥ Á10875 ♦ Á ♣ G642 Austur ♠ 7 ♥ DG963 ♦ 1052 ♣ K1095 Suður ♠ KD9832 ♥ -- ♦ KG843 ♣ D7 Suður spilar 4♠ doblaða Meira
16. mars 2023 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Ríp 2, Skagafirði Heiðar Óli Sigurðarson fæddist 22. september 2022 kl.…

Ríp 2, Skagafirði Heiðar Óli Sigurðarson fæddist 22. september 2022 kl. 20.02. Hann vó 4.004 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Sigurður Heiðar Birgisson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir. Meira
16. mars 2023 | Í dag | 155 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4 e6 5. d4 c5 6. 0-0 a6 7. a4 cxd4 8. exd4 Rc6 9. Rc3 Be7 10. Bg5 0-0 11. He1 h6 12. Bh4 Ra5 13. Bd3 Bd7 14. Bc2 Hc8 15. Dd3 g6 16. Re5 Be8 17. Had1 Kg7 Staðan kom upp á EM einstaklinga í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu í Vrnjacka Banja í Serbíu Meira
16. mars 2023 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Dúason

60 ára Sveinbjörn er Akureyringur, ólst upp á Brekkunni en býr í Naustahverfi. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun, er viðskiptafræðingur, bráðatæknir og með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum. Sveinbjörn er sjálfstætt starfandi við sjúkraflutninga, sjúkraflug, kennslu og heilbrigðismál Meira
16. mars 2023 | Í dag | 65 orð

Ungviðið spyr hvað sé að vera önnum kafinn. Það eru að verða málskipti í…

Ungviðið spyr hvað sé að vera önnum kafinn. Það eru að verða málskipti í landinu! Nú, önn er annríki eða vinna, verk; kafinn, þar er sögnin að kefja, sem er komin á byggðasafnið, og orðasambandið þýðir að hafa mikið að gera, vera bókstaflega á kafi… Meira

Íþróttir

16. mars 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Albert hættur vegna meiðsla

Knattspyrnumaðurinn Albert Brynjar Ingason úr Fylki tilkynnti í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla, 37 ára að aldri. Hann hefur ekkert spilað frá miðju sumri 2021 þegar hann meiddist illa í leik með Kórdrengjum í 1 Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Emma úr leik í langan tíma

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í leik með Haukum gegn Keflavík í úrvalsdeildinni í síðustu viku Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 75 orð

Evrópuþrenna á fjórum mínútum

Gift Orban, tvítugur Nígeríumaður, skoraði þrennu á fjórum mínútum þegar lið hans, Gent frá Belgíu, vann Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi, 4:1, á útivelli í seinni leik liðanna í Sambandsdeildinni í fótbolta í gærkvöld Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 1026 orð | 2 myndir

Flestir í góðu leikformi

Flestir af landsliðsmönnum Íslands í fótbolta sem Arnar Þór Viðarsson valdi í hóp sinn í gær eru í ágætu leikformi og hafa spilað mikið með sínum félagsliðum undanfarnar vikur og mánuði. Tveir af þeim sem hafa leikið mest með landsliðinu síðustu eitt til tvö árin eru þó ekki í góðri leikæfingu Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Flestir í nokkuð góðu leikformi

Flestir þeirra 24 leikmanna sem Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, valdi í hóp sinn fyrir leikina gegn Bosníu og Liechtenstein eru í góðu leikformi um þessar mundir. Á því eru þó undantekningar Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

Haukar áfram á hælum toppliðanna

Haukar elta áfram topplið Keflavíkur og Vals eftir sigur á Grindavík á útivelli í gærkvöld í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, 82:75. Keira Robinson skoraði 22 stig fyrir Hauka, tók 12 fráköst og átti 9 stoðsendingar og var því hársbreidd frá þrefaldri tvennu Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Missir af fyrstu leikjum í 12 ár

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins í fótbolta, missir af sínum fyrstu EM-leikjum í tólf ár þegar Ísland mætir Bosníu og Liechtenstein 23. og 26. mars. Birkir hefur leikið alla EM-leiki Íslands, 28 talsins, í undankeppni og lokakeppni, frá 2 Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Símon samdi við FH-inga

Símon Michael Guðjónsson, leikmaður HK og 21-árs landsliðsins í handknattleik, hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH og gengur til liðs við félagið í sumar. Símon er einn markahæstu manna 1 Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 340 orð | 2 myndir

Valskonur ekki í vanda

Valskonur geta orðið bikarmeistarar annað árið í röð en þær leika til úrslita á laugardaginn eftir að hafa unnið öruggan sigur á Haukum í undanúrslitunum í Laugardalshöllinni í gærkvöld, 28:19. Þar freista þær þess að vinna sinn níunda… Meira
16. mars 2023 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Það verður sjónarsviptir að Snorra Einarssyni, fremsta skíðagöngumanni…

Það verður sjónarsviptir að Snorra Einarssyni, fremsta skíðagöngumanni Íslands frá upphafi. Eftir að hafa hafnað í 15. sæti í 50 kílómetra skíðagöngu á HM í Planica í Slóveníu í byrjun mánaðarins sagði Snorri stuttu síðar í samtali við Morgunblaðið… Meira

Ýmis aukablöð

16. mars 2023 | Blaðaukar | 1037 orð | 2 myndir

„Geirinn getur mætt þessari áskorun“

„Sumt af því sem má spara í upphafi getur leitt til þess að húsnæði verður dýrara í rekstri, s.s. vegna aukinnar viðhaldsþarfar.“ Meira
16. mars 2023 | Blaðaukar | 790 orð | 1 mynd

„Tími aðgerða er runninn upp“

„Tryggja þarf að byggðir hringinn í kringum landið hafi aðgang að þeirri grænu orku sem orkuskipti og uppbygging komandi ára og áratuga mun kalla á“ Meira
16. mars 2023 | Blaðaukar | 102 orð | 3 myndir

Drög að bjartri framtíð

Margt var um manninn á Iðnþingi 2023 en viðburðurinn var haldinn í Silfurbergi í Hörpu. Að loknum erindum var gestum boðið upp á létta hressingu og spunnust líflegar umræður í hópnum. Auk þeirra viðmælenda sem finna má í þessu blaði fluttu… Meira
16. mars 2023 | Blaðaukar | 1177 orð | 2 myndir

Gera þarf heildstæða mannvirkjaáætlun

Sigurður R. Ragnarsson segir að bæði vegna vöntunar á forgangsröðun í þágu innviða og vegna frestunar á mikilvægum innviðaframkvæmdum standi Ísland núna frammi fyrir verulegri innviðaskuld. Mun þurfa að ráðast í umfangsmikil uppbyggingar- og… Meira
16. mars 2023 | Blaðaukar | 1468 orð | 1 mynd

Hugverkadrifinn iðnaður á fleygiferð

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir bankann hafa markað þá stefnu fyrir þremur árum síðan að auka viðskipti við hinn ört vaxandi tækni- og hugverkageira landsins. „Það var yfirhagfræðingurinn okkar, hún Erna Björg Sverrisdóttir,… Meira
16. mars 2023 | Blaðaukar | 1361 orð | 2 myndir

Mikilvægt að byggja upp öfluga klasa

Gaman hefur verið að fylgjast með örum vexti líftæknifyrirtækisins Alvotech en á tíu árum hefur félagið breyst úr litlum sprota í þúsund manna vinnustað þar sem hámenntaðir vísindamenn vinna að þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða (e Meira
16. mars 2023 | Blaðaukar | 1035 orð | 1 mynd

Reiðubúin að leggja undir sig heiminn

Miklar vonir eru bundnar við starfsemi íslenska tæknisprotans Atmoniu en félagið hefur þróað aðferð til að framleiða ammóníak með mjög umhverfisvænum hætti. Notar Atmonia rafgreiningu þar sem sérstakir efnahvatar verða til þess að nitur úr… Meira
16. mars 2023 | Blaðaukar | 904 orð | 1 mynd

Sækjum tækifæri okkar tíma

Um allt land má finna iðnfyrirtæki af öllum gerðum, bæði stór og smá, starfandi í nýjum greinum og gömlum, og þegar við skoðum þau öll sem eina heild þá kemur áhugaverð mynd í ljós: að iðnaður er stærsta atvinnugreinin á Íslandi á alla helstu… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.