Greinar mánudaginn 27. mars 2023

Fréttir

27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Aldrei meira framleitt af hrognum á einni vertíð

Hagstætt veðurfar á loðnuvertíðinni í ár hefur skilað tveimur metum hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði (LVF), að sögn Friðriks Mars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Loðnuvertíðinni er nú lokið í vinnslunni en síðasta skipið, Hoffell… Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð

Algjörlega breyttar forsendur

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af útvíkkun EES-samningsins. Utanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um EES-samninginn sem er ætlað að uppfylla kröfur ESA um forgangsáhrif EES-reglna Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 131 orð | 2 myndir

Allt klárt nema launaliðurinn

Kjaraviðræður á opinbera markaðinum snúast nú að mestu um launaliðinn, að sögn Friðriks Jónssonar, formanns Bandalags háskólamanna. Samninganefndir heildarsamtaka opinberra starfsmanna og launagreiðenda á opinbera vinnumarkaðinum funduðu alla… Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 118 orð

Auka velferð 60+ í Fjallabyggð

Fjallabyggð kynnir í vikunni nýtt verkefni sem ætlað er að auka þjónustu og efla hag eldri borgara í sveitarfélaginu. Nefnist verkefnið Hátindur 60+. Markmiðið er að velferðarþjónusta í Fjallabyggð verði nútímaleg, sjálfbær og tryggi einstaklingum lífsgæði Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Eng­in vannýt­ing í gangi hjá sveitarfélögum

„Við munum alltaf mótmæla því harðlega. Þarna er verið að segja að ef að aðilar eru ekki með tilteknar álögur að þá eigi að horfa öðruvísi á þá en aðra í úthlutun sjóðsins,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, um tillögu… Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Fallegt en kalt við Héðinshöfða á Tjörnesi

Öll él birtir upp um síðir. Éljagangur hefur verið á norðanverðu landinu um helgina og virðist ekkert lát á. Hrossin við Höfðagerðissand fengu þó frið á sunnudagsmorgun og það sama gilti um mannfólkið, sem gjarnan gengur sér til heilsubótar á sandinum Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 774 orð | 1 mynd

Getum ekki lofað forgangi til framtíðar

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Frumvarp utanríkisráðherra til breytingar á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, er óheppilegt þar sem sú breyting hefði í för með sér að lög sem Alþingi samþykkir í framtíðinni hefðu ekki í öllum tilvikum tilætluð áhrif, að mati Stefáns Más Stefánssonar prófessors, og Arnaldar Hjartarsonar, aðjúnkts við lagadeild Háskóla Íslands. Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Glóð í hólkum kveikjan

„Það er búið að skoða og fara yfir möguleg eldsupptök,“ segir Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Eskiáss, um eldinn sem varð í Eskiási í Garðabænum á föstudag en allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út til að slökkva eldinn Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 75 orð

Greina má titring á mörkuðum

Hlutabréfaverð í Deutsche Bank lækkaði mikið í lok síðustu viku. Lækkunin kemur í kjölfar gjaldþrots Silicon Valley Bank og fleiri banka í Bandaríkjunum, sem og yfirtöku UBS á Credit Suisse. Greinendur telja lækkunina órökrétta og að markaðurinn… Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Guðni við stjórnvölinn í tölvunni

Margir mættu á Skrúfudaginn, árlega kynningu á námi vélstjórn og skipstjórn við Tækniskólann sem var haldin á laugardag. Þar kynntu nemendur þá menntun sem þeir afla sér og möguleikana sem þeir skapa með námi sínu Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Göng gætu verið góð flóttaleið

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja gætu hugsanlega verið góð flóttaleið af eyjunni ef eldgos hefst austan megin í eyjunni líkt og árið 1973 Meira
27. mars 2023 | Fréttaskýringar | 525 orð | 3 myndir

Kerfi aðstoðar við skrif vísindagreina

Fjöldi vísindamanna og rannsakenda á í erfiðleikum með að skrifa fræðilega texta og koma hugmyndum sínum, rannsóknum og kenningum skilmerkilega frá sér. Vandræði við skrif geta tafið eða jafnvel komið í veg fyrir að mikilvægar niðurstöður séu birtar og eru því áhyggjuefni Meira
27. mars 2023 | Erlendar fréttir | 412 orð | 2 myndir

Kjarnavopn færð nær vígvellinum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst láta flytja kjarnavopn vestur yfir landamærin til Hvíta-Rússlands. Kveðst hann hafa náð samkomulagi um þetta við hvítrússneska forsetann Alexander Lúkasjenkó. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd í nærri 30 ár, er einn helsti bandamaður Pútíns Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Krambúðinni lokað í Hafnarfirði

Krambúðinni í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði verður lokað í dag. Í skriflegu svari frá Samkaupum við fyrirspurn Morgunblaðsins um lokunina segir að þetta sé gert vegna „rekstrarlegs hagræðis“ Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Leiðarvísir fyrir gesti Reykjanesbæjar

Reykjanesbær, ásamt Markaðsstofu Reykjaness, Reykjaneshöfn og AECO (Samtökum leiðangursskipa á norðurslóðum), hefur gefið út samfélagslegan leiðarvísi fyrir áfangastaðinn Reykjanesbæ. Sveitarfélagið hefur ásamt þessum aðilum tekið þátt í… Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 837 orð | 2 myndir

Maðurinn sem mokar Öxnadalsheiði

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Svo samfélagið virki þurfa leiðirnar að vera greiðar,“ segir Baldur Jón Baldursson vörubílstjóri. „Sjálfur vann ég árum saman við pípulagnir og lærði þar allt um leiðslur og rör sem ekki skila sínu nema rétt séu tengd og hvergi sé tappi í pípunum. Öðruvísi kemur ekki vatn úr krananum. Lögmálin út á vegunum eru þau sömu og þess vegna þarf að taka snjómoksturinn af krafti.“ Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 151 orð

Mótmæla tillögu um vannýtingarákvæði

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, kveðst ætla að mótmæla tillögu í drögum að endurskoðun á regluverki jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, er kveður á um að vannýtt útsvar sveitarfélaga verði dregið frá framlögum úr sjóðnum Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Opna íslenskan stað í Kaupmannahöfn

Eigendur staðarins Maika‘i, Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir, vinna nú að opnun „pop up“-staðar í Kaupmannahöfn. Hjónin, sem í daglegu tali eru kölluð Áki og Metta, selja acai-skálar sem notið hafa mikilla vinsælda hérlendis sem erlendis Meira
27. mars 2023 | Fréttaskýringar | 606 orð | 4 myndir

Óttast vítahring bölsýni

Enn má greina mikinn titring á mörkuðum í kjölfar gjaldþrots Silicon Valley Bank og fleiri banka í Bandaríkjunum, og yfirtöku UBS á Credit Suisse. Smitaðist titringurinn til Þýskalands í vikulok og leiddi til mikillar lækkunar á hlutabréfaverði Deutsche Bank Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Rannsóknir í nafni látins læknis

Mistök hjá Landspítalanum urðu til þess að útlit var fyrir að læknir frá Palestínu, sem lést árið 2011, væri skrifaður fyrir tilvísun á blóðrannsókn frá Greenfit, fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Reka ætti sendiherrann burt

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að tími sé kominn til þess að reka sendiherra Rússlands úr landi. Hann gerir sér þó ekki vonir um að af því verði. Hann telur ekki útilokað að brottrekstur sendiherrans myndi skapa vandræði fyrir Íslendinga í Rússlandi Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Réttur maður á réttum stað á réttum tíma

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Mín framtíð 2023“, Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning, fór fram í Reykjavík á dögunum. Akureyringurinn Hafþór Karl Barkarson, nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, varð Íslandsmeistari iðnnema í málmsuðu og tryggði sér þar með rétt í Evrópukeppni í greininni. „Það er gaman að þessu, þetta er fínt,“ segir hann hógvær. Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Samið um rannsóknir á hvölum

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Hafrannsóknarstofnunar og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands um hvalarannsóknir. Samkomulagið felur í sér gagnkvæma upplýsingagjöf varðandi hvalarannsóknir við Ísland Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Segir að göngin gætu komið upp í Herjólfsdal

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur fagnar ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um að skipa starfshóp sem ætlað er að legja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja. „Við þekkjum Vestmannaeyjaeldstöðvakerfið… Meira
27. mars 2023 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Smábær í rústum eftir hvirfilbyl

Hvirfilbylur reið yfir Mississippi-ríki í Bandaríkjunum að kvöldi föstudags og skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu, en í það minnsta 25 eru látnir eftir óveðrið. Smábærinn Rolling Fork varð sérstaklega illa fyrir barðinu á hvirfilbylnum og er í raun rústir einar Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Styrkur til kaupa á Íslandsalmanakinu

Veittur hefur verið styrkur úr Almanakssjóði til að festa kaup á safni Íslandsalmanaks – Almanaki Háskóla Íslands – frá upphafsárinu 1837 allt til ársins 1874. „Fyrstu árgangar almanaksins eru fágætir mjög og seljast dýrt Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 288 orð

Sumarbústöðunum fylgir aukin hætta

„Eftir því sem sauðfjárbeit hefur minnkað í landinu þá er bara meiri gróður. Veðurfar fer hlýnandi og það er meiri gróska og þá verður meiri sina,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, í samtali við Morgunblaðið Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Tímabært að sendiherrann fari

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, telur tímabært að reka sendiherra Rússlands úr landi. Aðspurður telur hann ekki útilokað að brottrekstur sendiherra Íslands frá Rússlandi myndi skapa vandræði fyrir Íslendinga í Rússlandi Meira
27. mars 2023 | Erlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Umdeildri uppsögn mótmælt

Mikil mótmæli brutust út í Ísrael í gær eftir að forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu, vék varnarmálaráðherra landsins, Yoav Gallant, frá störfum. Gallant, sem er í íhaldsflokki Netanyahus, Likud-flokknum, lýsti áhyggjum af þjóðaröryggi í… Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Uppbygging í lamasessi vegna heitavatnsskorts

Atvinnuhúsnæði í Húnabyggð fær ekki heitt vatn og er því viðbúið að atvinnuuppbygging verði torveld að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar. Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og… Meira
27. mars 2023 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Vindmyllur bila oft í Færeyjum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Erfiðleikar hafa verið í rekstri vindrafstöðva í Færeyjum. Þær hafa bilað oft á ákveðnum svæðum og svo dýrt er að gera við þær að það kostar í sumum tilvikum meira en að kaupa nýjar. Sérstaklega rammt kvað að þessu í óveðri sem gekk yfir Færeyjar í byrjun febrúar. Þá biluðu margar myllur. Samkvæmt frétt í sjónvarpi Færeyinga virðist einhver hönnunargalli vera í túrbínunum en einnig kann salt og rakt loft að hafa átt þátt í að þær stöðvuðust. Meira

Ritstjórnargreinar

27. mars 2023 | Staksteinar | 220 orð | 1 mynd

Er enginn til varnar?

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði á dögunum á blog.is: „Hvort ætli sé meiri ógn við lýðræði og mannréttindi: Skautun í umræðunni eða ritskoðun og þöggun? Í umræðum um „aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu“ á Alþingi 8. mars sl. virtist forsætisráðherra hafa meiri áhyggjur af því fyrrnefnda. Af þeirri ástæðu vill hún leggja höft á tjáningu landsmanna og senda okkur á námskeið til að við lærum að hugsa „rétt“ og tala „rétt“. Forsætisráðherra gleymir að tjáningarfrelsið er súrefni lýðræðisins og að mannréttindi verða ekki varin án þess. Meira
27. mars 2023 | Leiðarar | 693 orð

Tímabær viðurkenning

Hungursneyðin í Úkraínu var ólýsanlegur glæpur Meira

Menning

27. mars 2023 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um Heimsins hnoss

Í tilefni sýningarinnar Heimsins hnoss – Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) heldur Anna Heiða ­Baldursdóttir fyrirlestur á morgun, þriðju­dag, kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins Meira
27. mars 2023 | Menningarlíf | 1094 orð | 2 myndir

Okkar að „breiða út lífið“

„Ég finn fyrir mikilli hamingju að ávarpa ykkur á Alþjóðlega leiklistardeginum og senda ykkur þessi skilaboð, en jafnframt skelfur hver fruma líkama míns af álaginu sem við erum öll að sligast undan – leikhúsfólk sem aðrir – undan… Meira
27. mars 2023 | Menningarlíf | 941 orð | 6 myndir

Seinni hálfleikur hljómsveitakeppni

Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hófst í Hörpu sl. laugardag og er nú hálfnuð; keppt hefur verið tvö kvöld og tvö kvöld eru eftir, í kvöld og annað kvöld. Keppnin hefst kl. 19.30 bæði kvöldin. Sextán hljómsveitir hafa nú keppt í tilraununum og fjórar komist áfram Meira

Umræðan

27. mars 2023 | Aðsent efni | 874 orð | 1 mynd

Að bjarga 27 milljónum mannslífa

Stjórnmálamenn gáfu 169 loforð sem útilokað er að standa við. Að setja sér 169 forgangsatriði jafngildir því að setja sér ekkert. Meira
27. mars 2023 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

„Gott að eldast“ – Grín eða alvara?

Sameinumst um að láta orð ráðherranna rætast: „Gott að eldast.“ En þá þarf margt að breytast og það án tafar. Meira
27. mars 2023 | Aðsent efni | 373 orð | 1 mynd

Halldór Laxness – Sigurður Þórarinsson

Sigurður varð einn mestur örlagavaldur í frama Halldórs. Þetta birtist nú almenningi í bók Sigrúnar Helgadóttur um Sigurð. Meira
27. mars 2023 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Margslungnar öryggisógnir

Varast ber að horfa of mikið í baksýnisspegilinn þegar öryggismál eru rædd. Meira
27. mars 2023 | Aðsent efni | 570 orð | 1 mynd

Nýr þjóðfélagssáttmáli

Hvergi innan Evrópusambandsins er þess krafist að auðlindir séu afhentar endurgjalds- eða bótalaust. Meira
27. mars 2023 | Pistlar | 440 orð | 1 mynd

Stuð. Stuð. Stuð.

Hver man eftir því þegar lögreglan gekk inn í hóp mótmælenda með piparúða og kylfum til þess að dreifa mótmælendum? Tíu voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús, þar af einn lögregluþjónn. Það var kannski hvað minnisstæðast hvernig tveir… Meira

Minningargreinar

27. mars 2023 | Minningargreinar | 529 orð | 1 mynd

Bjarni Jón Matthías Bjarnason

Bjarni Jón Matthías Bjarnason fæddist á Bíldudal 7. ágúst 1942. Hann lést 2. mars 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Foreldrar Bjarna voru Ólína Helga Friðriksdóttir, f. 5. ágúst 1920, d. 11. júlí 1999, og Bjarni Jón Sölvason, f Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2023 | Minningargreinar | 2083 orð | 1 mynd

Hermann Ragnarsson

Hermann Ragnarsson fæddist 22. ágúst 1955. Hann lést 17. mars 2023. Útför fór fram 23. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2023 | Minningargreinar | 2743 orð | 1 mynd

Kjartan Sigurjónsson

Kjartan Sigurjónsson fæddist 27. febrúar 1940. Hann lést 15. mars 2023. Útför fór fram 23. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2023 | Minningargreinar | 1665 orð | 1 mynd

Stefán Ragnar Jónsson

Stefán Ragnar Jónsson fæddist 10. ágúst 1947. Hann lést 8. mars 2023. Útför fór fram 23. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2023 | Minningargreinar | 3279 orð | 1 mynd

Steingrímur Guðjónsson

Steingrímur Guðjónsson fæddist 27. júlí 1948. Hann lést 6. mars 2023. Útför fór fram 23. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2023 | Minningargreinar | 1959 orð | 1 mynd

Þórhildur Einarsdóttir

Þórhildur Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1953. Hún lést á Landakoti í faðmi barna sinna 19. mars 2023. Hún var dóttir Einars Nikulássonar rafvirkja og athafnamanns, f. 3. október 1921, d Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2023 | Minningargreinar | 987 orð | 1 mynd

Önundur Kristjánsson

Önundur Kristjánsson (Únni) fæddist 11. febrúar 1933. Hann lést 3. mars 2023. Útför fór fram 25. mars 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 164 orð | 1 mynd

Musk metur Twitter á 20 milljarða dala

Bandaríski tæknifréttavefurinn The Information, hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að milljarðamæringurinn Elon Musk telji samfélagsmiðilinn Twitter vera 20 milljarða dala virði í dag. Greiddi hann 44 milljarða dala fyrir samfélagsmiðilinn í… Meira
27. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Origo auglýsir afskráningu

Upplýsingatæknifyrirtækið Origo tilkynnti á sunnudag að félagið yrði afskráð úr Kauphöllinni og setti fram almennt tilboð til hluthafa um kaup á allt að 25.000 hlutum á hvern hluthafa. Líkt og Morgunblaðið hefur fjallað um eignuðust nýir eigendur… Meira
27. mars 2023 | Viðskiptafréttir | 162 orð | 1 mynd

Stjórnendum CS kann að vera gerð refsing

Svissneska fjármálaeftirlitið (FINMA) skoðar nú hvort eigi að láta stjórnendahóp Credit Suisse (CS) sæta refsingu í kjölfar þess að bankanum var bjargað fyrr í mánuðinum. Leiddi vandi bankans til þess að svissnesk stjórnvöld þurftu að veita Credit… Meira

Fastir þættir

27. mars 2023 | Í dag | 59 orð

Að kveða einhvern í kútinn getur þýtt að sigra e-n í deilu eða kappræðum,…

Að kveða einhvern í kútinn getur þýtt að sigra e-n í deilu eða kappræðum, gera e-n orðlausan og þá merkingu þekkja flestir. Svo má líka kveða eitthvað í kútinn og þýðir þá að drepa það eða þagga… Meira
27. mars 2023 | Í dag | 311 orð | 1 mynd

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir

40 ára Alfa er fædd og uppalin á Akureyri, en á rætur víða. Hún er með sterka tengingu inn í Eyjafjarðarsveit og er stoltur Uppsölungur og með mikla tengingu við Árskógssand þar sem foreldrar hennar búa enn og því einnig Ströndungur í hjarta Meira
27. mars 2023 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Síðasta skegg heims síkkar enn

Sarwan Singh sló sitt eigið heimsmet á dögunum þegar skegg hans var mælt á ný en hann á heimsmetið yfir síðasta skegg heims. Skeggið mældist hátt í þrír metrar að lengd, eða heilir 2,54 metrar, þegar heimsmetabókin lét mæla það Meira
27. mars 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. d4 Rxe4 4. f3 Rf6 5. dxc5 e6 6. b4 d6 7. cxd6 Bxd6 8. Dd3 0-0 9. Bg5 Be7 10. Dc2 h6 11. Bd2 Rc6 12. Rh3 a5 13. b5 Re5 14. Be2 Bc5 15. Rf2 Rd5 16. 0-0 f5 17. c4 Rb4 18. Bxb4 axb4 19 Meira
27. mars 2023 | Í dag | 178 orð

Sleginn blindu. N-Allir

Norður ♠ 95 ♥ G5 ♦ D102 ♣ ÁKG963 Vestur ♠ ÁK43 ♥ 9874 ♦ 643 ♣ 102 Austur ♠ DG2 ♥ KD102 ♦ 98 ♣ D754 Suður ♠ 10876 ♥ Á63 ♦ ÁKG75 ♣ 8 Suður spilar 3G Meira
27. mars 2023 | Í dag | 316 orð

Víxlspor á milli

Pétur Stefánsson yrkir á Boðnarmiði: Gegn Elli kellu er engin vörn, eykur hún kröm og mæði. Einu sinni bjó ég til börn en bý nú til vísur og kvæði. Dagbjartur Dagbjartsson skrifar: „Sjálfsagt hátt í þrjátíu ár síðan að ég hafði rekið stóð í… Meira
27. mars 2023 | Í dag | 710 orð | 3 myndir

Þakklátari með aldrinum

Hrönn Róbertsdóttir er fædd 26. mars 1973 og varð því fimmtug í gær. Hrönn er Vestmannaeyingur en fæddist í Reykjavík vegna Vestmannaeyjagossins og var fyrsta barnið sem skírt var í Eyjum eftir gos. „Það er til skemmtileg mynd af mér og Karli… Meira

Íþróttir

27. mars 2023 | Íþróttir | 637 orð | 4 myndir

Díana D. Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, átti stórgóðan leik…

Díana D. Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, átti stórgóðan leik í góðum 27:21-sigri Sachsen Zwickau á Halle-Neustadt í þýsku 1. deildinni á laugardag. Díana Dögg skoraði átta mörk og var markahæst í sínu liði Meira
27. mars 2023 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Einum sigri frá Íslandsmeistaratitli

Þriðji leikurinn í úrslitakeppni karla í íshokkí fór fram í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Þar áttust við SA og SR en staðan í einvígi liðanna var 1:1 eftir að hvort lið hafði unnið leik á útivelli Meira
27. mars 2023 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Eyjakonur unnu titil aðra helgina í röð

ÍBV tryggði sér deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, með stórsigri á nýliðum Selfoss, 41:27, í næstsíðustu umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum á laugardag. ÍBV er tveimur stigum fyrir ofan Val í 2 Meira
27. mars 2023 | Íþróttir | 722 orð | 2 myndir

Metsigur í Vaduz

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sér inn sín fyrstu þrjú stig í J-riðli undankeppni EM 2024 með einstaklega öruggum sigri á smáríkinu Liechtenstein, 7:0, á Rheinpark-vellinum í Vaduz í gær Meira
27. mars 2023 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Snorri vann tvöfalt á Íslandsmótinu

Íslandsmótið í skíðagöngu fór fram í Bláfjöllum um helgina. Snorri Eyþór Einarsson, fremsti skíðagöngumaður landsins, bar sigur úr býtum í bæði 10 kílómetra og 15 kílómetra göngu karla. Andrea Kolbeinsdóttir reyndist hlutskörpust í 5 kílómetra göngu … Meira
27. mars 2023 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Valgarð, Thelma og Margrét Lea sigursæl

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram í Egilshöll um helgina. Keppt var á einstökum áhöldum í gær. Í karlaflokki vann Valgarð Reinhardsson úr Gerplu tvær greinar, á tvíslá og á svifrá. Ásamt því var hann í öðru sæti á boghesti Meira
27. mars 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Valgarð, Thelma og Margrét Lea sigursæl á Íslandsmótinu

Valgarð Reinhardsson úr Gerplu vann til þrennra gullverðlauna þegar Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram í Egilshöll um helgina. Valgarð sigraði á tvíslá og svifrá og einnig í fjölþraut. Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu og Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk unnu báðar til tvennra gullverðlauna Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.