Greinar fimmtudaginn 25. maí 2023

Fréttir

25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

„Verðbólgan er verkefnið“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mikil vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi ekki komið fullkomlega á óvart. Í henni felist skýr skilaboð frá Seðlabankanum. „Þetta endurspeglar einfaldlega það að það þarf að ganga hart fram til þess að ná … Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 104 orð

Afplánuðu ekki vegna fyrningar

Alls 126 einstaklingar sem dæmdir voru til fangelsisvistar á síðastliðnum fimm árum hófu aldrei afplánun vegna fyrningar refsidómsins. Flestir, eða 61, höfðu verið dæmdir fyrir umferðarlagabrot, 18 höfðu verið dæmdir vegna þjófnaðar, auðgunarbrota… Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Áfram samstarf um endurhæfingu

Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur skrifað undir rammasamkomulag um frekara samstarf við endurhæfingarspítalann Unbroken Medical Center í Lviv í Úkraínu. Í tilkynningu frá Össuri segir að fjöldi aflimaðra í Úkraínu aukist dag frá… Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Áhrifarík meðferð við alzheimer

Kári Freyr Kristinsson karifreyr@mbl.is Jón Snædal öldrunarlæknir fór yfir þær framfarir sem hafa átt sér stað á sviði alzheimermeðferðar á líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands í gær. Sjúkdómurinn er ein af tíu algengustu dánarorsökum í vestrænum löndum þar sem ekki er til áhrifarík forvörn, meðferð eða lækning við sjúkdómnum. Í sjónmáli séu þó tvær tegundir líftæknilyfja sem vonir standa til að verði áhrifaríkari meðferð við sjúkdómnum en sú meðferð sem notast er við í dag. Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 414 orð | 2 myndir

Ástríðan fólst í að efla starf kirkjunnar

Trúfesti, samviskusemi, umhyggja og glaðværð voru allt persónueinkenni Ágústu K. Johnson, ritara í Seðlabankanum um áratugabil, en Ágústa var trúuð kona og virk í safnaðarstarfi Dómkirkjunnar alla tíð Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Bakkafoss verður í Ameríkusiglingum

Bakkafoss, nýtt gámaskip í þjónustu Eimskips, kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur á mánudaginn. Það á að sigla á Norður-Ameríkuleið félagsins og lagði af stað í sína fyrstu ferð í gær. Nú eru 15 flutningaskip í siglingum fyrir Eimskip Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

Bjórinn Lava hlaut tvöföld gullverðlaun

„Þetta er mjög ánægjulegt. Við höfum haft frekar hægt um okkur á markaðnum en höfum unnið stíft að því að betrumbæta og fínstilla ýmsa hluti. Þessi verðlaun sýna árangurinn af því starfi og eru góð byrjun á þessu nýja upphafi sem Ölvisholt er… Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Bleikur bragur á Eldblómi

Dansverkið Eldblóm var klætt í bleikan búning í ár og er það til heiðurs bleiku slaufunni, árlegu átaksverkefni Krabbameins­félagsins, tileinkuðu baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Verkið hannar Sigga Soffía Níelsdóttir og hefur hún unnið að sýningunni síðan síðasta haust Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Boston enn á lífi eftir sigur

Miami Heat virtist vera að rúlla upp Boston Celtics í lokarimmu Austurdeildarinnar eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leikina, þar til Boston vaknaði loksins af værum blundi og vann sannfærandi sigur í fyrrinótt í Miami, 116:99 Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Eldar til góðs eftir erfiðan móðurmissi

Eyþór Gylfason er 23 ára matreiðslumaður sem hefur þurft að takast á við mikla sorg þrátt fyrir ungan aldur. Síðastliðið haust lést móðir Eyþórs, Sigurbjörg Essý Sverrisdóttir, úr ristilkrabbameini eftir hetjulega baráttu Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 486 orð | 2 myndir

Erfitt að sleppa tökum af persónunum

Lokaþáttur sjónvarpsþáttanna Aftureldingar verður sýndur í ríkissjónvarpinu á sunnudaginn og bíða margir spenntir eftir að sjá hvernig þættirnir enda. Sögusviðið þótti óvenjulegt þegar sýningar á Aftureldingu hófust en við hafa bæst óvæntar vendingar og því er óneitanlega eftirvænting í loftinu Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 549 orð | 1 mynd

Fjármagnstekjur rugluðu tekjuáætlanir

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ástæðan fyrir því að 49 þúsund lífeyrisþegar fengu ofgreitt frá Tryggingastofnun á síðasta ári og hafa nú fengið bakreikning eru auknar fjármagnstekjur sem fólk hefur ekki gert ráð fyrir í tekjuáætlunum til stofnunarinnar. Í tekjuáætlunum sem byggðar eru á skattframtölum síðasta árs og upplýsingum frá lífeyrisþegum var gert ráð fyrir 12 milljörðum í fjármagnstekjur í heildina en samkvæmt skattframtölum ársins reyndust þessar tekjur nærri því þrefalt meiri, eða um 30 milljarðar. Aukin verðbólga og hækkun vaxta á þátt í aukningunni. Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Fleiri þurfi að axla ábyrgð á stöðunni

Ákvörðun Seðlabankans um bratta hækkun stýrivaxta í gær átti ekki að þurfa að koma á óvart. Þetta segja þau Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, og Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion banka, sem eru gestir Dagmála á mbl.is í dag Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Gera aðra þáttaröð af Aftureldingu

„Þegar maður upplifir öll þessi sterku viðbrögð og er búinn að vera að vinna að þáttunum í marga mánuði er erfitt að sleppa tökunum af þessum persónum,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri sem skrifar sjónvarpsþættina… Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 869 orð | 3 myndir

Gullnar strendur á grísku eyjunni Krít – Skannaðu kóðann og bókaðu draumafríið. – Þú átt skilið að skella þér í sóli

Icelandair flýgur alla föstudaga til Krítar á ferðatímabilinu 26. maí til 22. september 2023. Icelandair VITA er einnig með pakkaferðir til Krítar á tilteknu tímabili sem vert er að skoða þegar draumafrí hjóna og para, fjölskyldunnar eða vinahópsins er í augsýn Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 957 orð | 1 mynd

Göngutúr Nixons stærsta fréttin

Vel heppnaður leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu er nýafstaðinn. Frægur er fundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs í Höfða 1986 og Ísland hélt fund utanríkisráðherra NATO 1968 í Háskólabíói, sem þótti einnig heppnast vel Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Hæstiréttur fjallar um refsingar í Rauðagerðismáli

Málflutningur í máli Angejelins Stekajs, Claudiu Sofiu Coelho, Murats Selivradas og Sheptims Qerimis, sem öll voru dæmd fyrir aðild sína í Rauðagerðismálinu svokallaða, fór fram í Hæstarétti í gær. Sú óvenjulega staða var uppi að ríkissaksóknari velti því upp hvort milda ætti dóm yfir sakborningum Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 1167 orð | 2 myndir

Innblásturinn broddmjólk íslenskra mjólkurkúa

Birna er að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og og starfar sem gestarannsakandi við Harvard Medical School og Guðmundur Ármann er umhverfis- og rekstrarfræðingur. Birna og Guðmundur Ármann eru búsett á Eyrarbakka ásamt… Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Íbúar fjölmenntu á fund

Fjöldi íbúa í Skerjafirði lagði leið sína á íbúafund í Öskju í gær þar sem fyrirhuguð íbúðabyggð í Skerjafirði var rædd. Fyrir fundinum stóð Prýðisfélagið Skjöldur. Með nýrri byggð er áætlað að íbúafjöldi sexfaldist Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 268 orð | 4 myndir

Komdu og skoðaðu í kistuna mína

Nýtt atvinnu- og nýsköpunarsetur hefur verið opnað á Þórshöfn en setrið fékk nafnið Kistan. Húsið við Fjarðarveg 5 var byggt fyrir tæpum 60 árum undir starfsemi Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis og fékk þá nafnið Kistufell Meira
25. maí 2023 | Erlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Lamaður maður gengur á nýjan leik

Hollenskur maður á fimmtugsaldri, sem lamaðist fyrir neðan mitti í hjólreiðaslysi fyrir rúmum áratug, getur nú gengið á ný. Fékk maðurinn tvær ígræðslur við mænu, sem brúa bilið á milli heilans og fótanna og leyfa honum að stjórna fótum sínum aftur með hugsunum sínum einum Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Neitaði sök fyrir dómi

Hjúkrunarfræðingur, sem er ákærður fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana með því að þvinga ofan í hann næringardrykk með þeim afleiðingum að sjúklingurinn kafnaði, neitaði sök þegar aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Nýr stjórnarformaður Arnarlax

Leif Inge Nordhammer, fyrrverandi forstjóri SalMar og stjórnarmaður í fyrirtækinu, tekur við sem stjórnarmaður Arnarlax á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í dag. Þá tekur stofnandi SalMar, stærsti eigandi og stjórnarformaður fyrirtækisins, Gustav Witzøe, sæti í stjórninni Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 966 orð | 2 myndir

Oftast hægt að redda miðum

Þegar ferða- og samkomutakmörkunum í heimsfaraldrinum sleppti varð til gífurleg eftirspurn eftir miðum á íþróttaviðburði og tónleika erlendis að sögn Þórs Bærings Ólafssonar, framkvæmdastjóra á miðasöluvefnum Bolti.is Meira
25. maí 2023 | Fréttaskýringar | 673 orð | 4 myndir

Orkuveituhúsið á lokametrunum

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Endurbygging Vesturhúss Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við Bæjarháls er vel á veg komin. Orkuveitan og Ístak skrifuðu undir samning um verkið 20. maí 2021 og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það tæki 22 mánuði. Verkið er því lítillega á eftir áætlun. Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 547 orð | 2 myndir

Ómótstæðilega girnilegar samlokur í lautarferðina

Matur og munúð eiga vel við þegar Linda og fjölskylda ferðast innanlands og lautarferðir og gönguferðir eru eitt af því sem fjölskyldan er dugleg að stunda á sumrin. Þá skiptir nestið miklu máli og gott nesti gerir upplifunina enn skemmtilegri að mati Lindu Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Páll Sigurjónsson verkfræðingur

Páll Sigurjónsson, fv. framkvæmdastjóri Ístaks, lést þriðjudaginn 23. maí á 92. aldursári. Páll fæddist í Vestmannaeyjum 5. ágúst 1931. Foreldrar hans voru þau sr. Sigurjón Þ. Árnason, prestur í Reykjavík, og Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsmóðir Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Rafræn skráning á veiði

Á komandi veiðisumri er gert ráð fyrir því að öll stang- og netaveiði á laxi og silungi hér á landi verði skráð rafrænt. Hafrannsóknastofnun hefur í samstarfi við Fiskistofu opnað aðgang fyrir rafræna skráningu á veiði og er hægt að nálgast… Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Ráðin prestur í Garðabæ

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Tvær umsóknir bárust og var önnur þeirra dregin til baka. Hin var frá séra Matthildi Bjarnadóttur og hefur hún verið ráðin Meira
25. maí 2023 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Ron DeSantis staðfestir framboð

Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, tilkynnti í gær framboð sitt til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins, en DeSantis ræddi við Elon Musk, eiganda Twitter, í spjallrými á samskiptasíðunni. Samtal þeirra var ekki hafið þegar blaðið fór í prentun Meira
25. maí 2023 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Rússar mótmæla Gerald R. Ford

Bandaríska flugmóðurskipið Gerald R. Ford, sem er stærsta herskip í heimi, heimsótti í gær Osló, höfuðborg Noregs, og verður skipið þar næstu daga áður en það heldur til heræfinga á norðurslóðum. Skipið, sem er kjarnorkuknúið, er 337 metrar að lengd og vegur meira en 100.000 tonn Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Röskun á áætlun skemmtiskipa

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Óveðrið síðustu daga hefur raskað nokkuð áætlunum stórra skemmtiferðaskipa sem komin voru til landsins. Sky Princess, eitt stærsta skemmtiferðaskip sem hingað kemur í sumar, sneri frá landinu eftir stutta viðkomu á höfnum á norðanverðu landinu og sigldi til Englands. Annað stórt skip, Norwegian Prima, kom ekki við á áformuðum áfangastöðum á Vesturlandi heldur lónaði úti fyrir Vestfjörðum en var væntanlegt til Reykjavíkur í nótt. Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 332 orð

Seðlabankinn slær harðari tón en áður

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans (stýrivextir) eru því nú 8,75% og hafa ekki verið svo háir frá því snemma árs 2010. Samhliða þessu ákvað nefndin að hækka fasta bindiskyldu innlánsstofnana úr 1% í 2% Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Segir viðræðurnar ganga vel

Kjaraviðræður milli ríkisins og stéttarfélagsins Eflingar ganga vel að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Síðasti kjarasamningur milli ríkisins og Eflingar rann úr gildi 31. mars. Samningurinn var undirritaður 1 Meira
25. maí 2023 | Fréttaskýringar | 443 orð | 2 myndir

Sér ekki fyrir endann á verkföllum BSRB

Verkföll aðildarfélaga BSRB hafa staðið yfir frá 15. maí. Starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi halda áfram verkfalli í dag, hafnir í Ölfusi bættust við á mánudaginn og um helgina bætast við sundstaðir og íþróttamiðstöðvar Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 80 orð

Starf söngmálastjóra auglýst laust

Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Margrét Bóasdóttir, sem nú gegnir starfi söngmálastjóra, lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Hún varð sjötug í fyrrahaust Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 1417 orð | 2 myndir

Stjórnin styður Seðlabankann

Viðtal Andrés Magnússon andres@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur staðið í ströngu að undanförnu, þar sem leiðtogafundur Evrópuráðsins var sjálfsagt mest áberandi, en í viðtali við Morgunblaðið segir hún að blikur á lofti efnahagshimins þjóðarinnar séu eftir sem áður helsta viðfangsefnið. Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Stórir bílar bannaðir á brúnni

Frá og með næstu mánaðamótum verður brúin yfir Skjálfandafljót, við Ófeigsstaði í Kinn, lokuð vöru- og fólksflutningabifreiðum. Unnið er að undirbúningi nýrrar brúar og gildir lokunin þar til hún kemst í gagnið, væntanlega eftir fimm ár Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Tina Turner látin 83 ára að aldri

­­Banda­­ríska söngkonan Tina Turner er látin 83 ára að aldri. Greint var frá andláti hennar í gær en hún lést eftir áralanga baráttu við krabbamein. Turner lést á heimili sínu í grennd við Zürich í Sviss Meira
25. maí 2023 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Tók syngjandi glöð við fyrstu tunnunni

Dreifing á nýjum tvískiptum sorpílátum hófst á Holtinu í Hafnarfirði í vikunni. Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona, kennari og íbúi á Holtinu, tók syngjandi glöð á móti nýju íláti, plastkörfu og bréfpoka fyrst allra íbúa í Hafnarfirði, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ Meira
25. maí 2023 | Erlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Verði svarað af fullri hörku

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sergei Shoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, hét því í gær að frekari innrásum í Rússland frá Úkraínu yrði „svarað kröftuglega“. Yfirlýsing Shoígús kom daginn eftir að ráðuneyti hans lýsti því yfir að það hefði bundið enda á innrás skæruliða í hið rússneska Belgorod-hérað, sem hófst á mánudaginn. Meira

Ritstjórnargreinar

25. maí 2023 | Leiðarar | 611 orð

Margt kom á daginn, daginn þann

Fljótlegast væri að stytta vinnuvikuna um mánuð Meira
25. maí 2023 | Staksteinar | 190 orð | 2 myndir

Rauðar rósakökur og svartir stakkar

Á leiðtogafundi liðinnar viku bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ríkjaleiðtoga velkomna í Hörpu, en Samfylkingarfólk og Sósíalistar fordæmdu hana fyrir að hafa tekið brosandi á móti Giorgiu Meloni forsætisráðherra Ítalíu, sem sögð var fasisti og útlendingahatari. Þramma þó engir svartstakkar í Róm og útlendingastefnan á meðalvegi í ESB. Meira

Menning

25. maí 2023 | Fólk í fréttum | 805 orð | 4 myndir

Áhrifavaldur í Gnúpverjahreppi

Það má með sanni segja að einn af sumarboðum landsins séu litlu nýfæddu lömbin sem fæðast núna þessa dagana um land allt þegar sauðburðurinn stendur sem hæst. Instagramreikningurinn farmlifeiceland hefur heldur betur slegið í gegn og er með hvorki… Meira
25. maí 2023 | Fólk í fréttum | 270 orð | 9 myndir

Diskóið kemur alltaf aftur

Love & Death eru sannsögulegir þættir en þeir fjalla um tvær fjölskyldur í Wylie í Texas. Allt gengur sinn vanagang. Pabbarnir eru að meika það með skjalatöskur á meðan mömmurnar bryðja róandi til þess að komast í gegnum tilbreytingarsnauða tilveru Meira
25. maí 2023 | Leiklist | 1171 orð | 4 myndir

Endurmat og endurnýjun

Kannski er það einmitt þessi skortur á alvarleika sem hefur heillað dómnefndina, en uppsetningin er ferskur andblær á hátíð sem er ekki þekkt fyrir að taka leikhúsi með léttúð. Meira
25. maí 2023 | Tónlist | 711 orð | 2 myndir

Engir farþegar í enskri veislu

Harpa Kammersveitartónleikar ★★★★· Á efnisskránni var Sjakonna í g-moll eftir Henry Purcell (umritun eftir Britten); Konsert fyrir klarínett og strengi op. 31 eftir Gerald Finzi og Serenaða fyrir tenór, horn og strengi op. 31 eftir Benjamin Britten. Hljómsveitarstjóri: Mirian Khukhunaishvili. Einsöngvari: Stuart Skelton. Einleikarar: Rúnar Óskarsson (klarínett) og Frank Hammarin (horn). Kammersveit Reykjavíkur. Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir. Tónleikar í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 14. maí 2023. Meira
25. maí 2023 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Fyrsti búlgarski sigurvegari Booker

Búlgarski rithöfundurinn Georgi Gospodinov og þýðandinn Angela Rodel hlutu alþjóðlegu Booker-verðlaunin fyrir skáldsöguna Time Shelter. Verðlaunin eru veitt fyrir alþjóðleg verk sem þýdd hafa verið á enska tungu Meira
25. maí 2023 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Gegnumtrekkur Kristínar Garðars

Gegnumtrekkur nefnist sýning Kristínar S. Garðarsdóttur sem sjá má á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum fram til 28. maí. Sýningarstjóri er Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Í sýningarskrá skrifar Jón K Meira
25. maí 2023 | Menningarlíf | 141 orð | 1 mynd

Herdís M. Hübner hlaut Ísnálina

Herdís M. Hübner hlaut í gær Ísnálina 2023 fyrir þýðingu sína á glæpasögunni Gestalistinn eftir Lucy Foley sem Bókafélagið gefur út. Verðlaunin voru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna sem gefin var út árið 2022 Meira
25. maí 2023 | Bókmenntir | 711 orð | 3 myndir

Listin að særa hvert annað

Skáldsaga Fullorðið fólk ★★★★½ Eftir Marie Aubert. Kari Ósk Grétudóttir þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2023. Kilja, 143 bls. Meira
25. maí 2023 | Fólk í fréttum | 2265 orð | 8 myndir

Nice – sjóðheit og sjarmerandi menningarborg við Miðjarðarhafið – Sjö góðir matsölustaðir í Nice

Nice á sér langa sögu en það voru Grikkir sem fyrstir hreiðruðu þar um sig, u.þ.b. 350 fyrir Krist. Það var svo seint á 18. öldinni að borgin varð vinsæll vetrarheilsulindaáfangastaður meðal efnaðra Breta og árið 2021 var hluti af miðbæ hennar… Meira
25. maí 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Rödd sem vert er að fylgjast með

„Halldór Armand er svo sannarlega ein af þeim nýju röddum í íslenskum bókmenntum sem vert er að fylgjast með,“ skrifar Marie Charrel, gagnrýnandi Le Monde, um skáldsöguna Bróðir eða Frère sem nýverið kom út í Frakklandi í þýðingu… Meira
25. maí 2023 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Salman Rushdie með bók í smíðum

Breski rithöfundurinn Salman Rushdie var í vikunni sæmdur sérstakri heiðursviðurkenningu bresku krúnunnar fyrir æviframlag sitt á sviði lista. Í frétt BBC um málið er haft eftir Rushdie að hann sé þegar byrjaður á sinni næstu skáldsögu Meira
25. maí 2023 | Menningarlíf | 844 orð | 1 mynd

Sviðset það sem hreyfir við mér

Skáldið Bergþóra Snæbjörnsdóttir tók á móti ljóðabókaverðlaununum Maístjörnunni á athöfn í Þjóðarbókhlöðunni síðdegis í gær fyrir ljóðsöguna Allt sem rennur og segist hún í senn vera „hissa, auðmjúk og þakklát“ Meira
25. maí 2023 | Menningarlíf | 1100 orð | 1 mynd

Við viljum sjá höfundana fljúga

Réttur til þýðingar og útgáfu á íslenskum bókmenntaverkum gengur kaupum og sölum um allan heim og leika umboðsskrifstofur lykilhlutverk í því ferli. Nú hefur ný umboðsskrifstofa rithöfunda, Reykjavík Literary Agency, verið stofnuð á grunni… Meira
25. maí 2023 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Vortónleikar Kórs Neskirkju í kvöld

Kór Neskirkju heldur vortónleika í Neskirkju í kvöld kl. 20.30 til að hita upp fyrir væntanlega tónleikaferð til Ítalíu. „Á efnisskránni verða þrjú kórverk sem kórinn frumflutti á tónleikum sínum í mars Meira

Umræðan

25. maí 2023 | Aðsent efni | 861 orð | 3 myndir

100% fiskur Sjávarklasans ferðast víða

Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfið hérlendis til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og efla útrás íslenskrar verk- og tækniþekkingar utan Íslands. Meira
25. maí 2023 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd

Fjölgum þriggja daga helgum

Tilfærsla stakra frídaga að helgum hefur í öllum tilvikum gefist vel erlendis. Tímabært er að taka þetta fyrirkomulag einnig upp á Íslandi. Meira
25. maí 2023 | Aðsent efni | 276 orð | 1 mynd

Hvalræði og kvalræði

Kannski væri ráðherrann á því að réttlætanlegt væri að blessuð dýrin liðu hinar miklu kvalir ef fyrirtæki í opinberri eigu stæði að veiðunum. Meira
25. maí 2023 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Já, gríðar er gaman að syngja

Í sumar eru liðin 100 ár frá því að sr. Friðrik fór með fyrsta drengjahópinn í Vatnaskóg Meira
25. maí 2023 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Kostnaðarsöm og áhrifalaus jafnlaunavottun?

Það er hins vegar mikilvægt að ekki séu lagðar íþyngjandi kvaðir á fyrirtæki án tillits til kostnaðar, hvað þá ef árangurinn mælist ekki ótvíræður. Meira
25. maí 2023 | Aðsent efni | 344 orð | 1 mynd

Ofríki forsvarsmanna Álversins í Straumsvík

Hvers vegna komu forsvarsmenn álversins í veg fyrir að öruggasta leiðin yrði farin við uppbyggingu mislægra gatnamóta við Straumsvík? Meira
25. maí 2023 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Réttur barna og nafnleynd kynfrumugjafa

Breytingarnar snúa að því að einstaklingum verði heimilað að samþykkja sameiginlega notkun á kynfrumum eða fósturvísum þrátt fyrir hjúskapar- eða sambúðarslit eða andlát. Meira
25. maí 2023 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Sjálfbært samfélag velsældar

Það er viðvarandi áskorun að tryggja aukna velsæld í samfélaginu á sjálfbæran hátt. Síðustu áratugi hefur hagkerfið stækkað en deila má um að hve miklu leyti sá vöxtur hefur verið sjálfbær. Miðað við óbreytta auðlindanotkun mannkynsins þyrfti þrjár… Meira
25. maí 2023 | Aðsent efni | 672 orð | 1 mynd

Umskurður og spjöllun

Eftir mun standa bækluð, sálarlaus bygging, sem snertir hug okkar og sinni viðlíka og biðskýli hjá Strætó. Meira
25. maí 2023 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

Virkjum eina mikilvægustu auðlind okkar

Einhver mesta auðlind okkar Íslendinga er skapandi hugsun og blómlegt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja. Meira

Minningargreinar

25. maí 2023 | Minningargreinar | 3713 orð | 1 mynd

Anna Kolbrún Árnadóttir

Anna Kolbrún Árnadóttir fæddist á Akureyri 16. apríl 1970. Hún lést á gjörgæsludeild SAk 9. maí 2023. Foreldrar hennar eru Árni V. Friðriksson og Gerður Jónsdóttir. Systkini Önnu Kolbrúnar eru: Jón Heiðar, giftur Guðrúnu Þorbjörgu Þórðardóttur Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2023 | Minningargreinar | 764 orð | 1 mynd

Ásta Sigríður Stefánsdóttir

Ásta Sigríður Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 4. október 1961. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi eftir stutta viðveru 19. maí 2023. Foreldrar Ástu voru Esther Ásgeirsdóttir, f. 17. mars 1945, og Sigurður Friðrik Haraldsson, f Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2023 | Minningargreinar | 2260 orð | 1 mynd

Erling Jóhannesson

Erling Jóhannesson fæddist í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi 19. júlí 1934. Hann lést 14. maí 2023. Erling var sonur hjónanna Jóhönnu Halldórsdóttur, f. 21. mars 1902, d. 8. júní 1970, og Jóhannesar Þorgrímssonar, f Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1407 orð | 1 mynd | ókeypis

Erling Jóhannesson

Erling Jóhannesson fæddist í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi 19. júlí 1934. Hann lést 14. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2023 | Minningargreinar | 5085 orð | 1 mynd

Garðar Cortes

Garðar Emanúel Cortes fæddist 24. september 1940. Hann lést 14. maí 2023. Útför fór fram 23. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2023 | Minningargreinar | 270 orð | 1 mynd

Hildur Hrönn Arnardóttir

Hildur Hrönn Arnardóttir fæddist 29. júní 1981. Hún lést 8. maí 2023. Útför hennar fór fram 23. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2023 | Minningargreinar | 2041 orð | 1 mynd

Jón Guðni Sandholt

Jón Guðni Sandholt fæddist 15. júlí 1958. Hann lést 15. maí 2023. Útför fór fram 24. maí 2023. Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2023 | Minningargreinar | 886 orð | 1 mynd

Sigþrúður Sigurðardóttir

Sigþrúður fæddist í Reykjavík 9. október 1952. Hún lést á Selfossi 11. maí 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður B. Guðbrandsson, f. 3. ágúst 1923, d. 15. janúar 2008, og Helga Þorkelsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
25. maí 2023 | Minningargreinar | 1004 orð | 1 mynd

Sólveig Magnúsdóttir

Sólveig Magnúsdóttir fæddist 18. mars 1941 í Veiðileysu í Árneshreppi. Hún lést á líknardeild Landakots 6. maí 2023 eftir erfið veikindi. Foreldrar hennar voru Magnús Guðberg Elíasson, f. 20.7. 1897, d Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

25. maí 2023 | Sjávarútvegur | 546 orð | 1 mynd

15 sviptir veiðileyfi vegna brottkasts

Frá áramótum hafa níu skip og bátar verið svipt veiðileyfi í atvinnuskyni, þar af sex vegna brottkasts. Athygli vekur að það eru jafn margar leyfissviptingar og allt árið 2022. Það sem af er fiskveiðiári (sem hefst 1 Meira
25. maí 2023 | Sjávarútvegur | 496 orð

Útgerðir aldrei greitt meira

Íslenskar útgerðir greiddu 1.852 milljónir í veiðigjöld í mars síðastliðnum og er um met að ræða enda hafa útgerðirnar aldrei greitt meira í veiðigjöld í einum mánuði frá því að gjaldið var tekið upp Meira

Viðskipti

25. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Alvotech gerir samning við Advanz Pharma

Alvotech hefur undirritað samning við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Advanz Pharma um framleiðslu og sölu fimm fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæðna í Evrópu. Alvotech mun sjá um þróun og framleiðslu, en Advanz Pharma sér um skráningu, markaðssetningu og sölu samkvæmt tilkynningu Meira
25. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 627 orð | 1 mynd

Góð afkoma álveranna

Sumir halda því fram að stríðið í Úkraínu hafi haft jákvæð áhrif á álframleiðslu, þar sem álverð skaust upp í fordæmalausar hæðir í upphafi stríðs vegna óvissunnar sem þá skapaðist. Aðrir telja það þó á misskilningi byggt Meira
25. maí 2023 | Viðskiptafréttir | 148 orð | 1 mynd

Hampiðjan sækir 10 milljarða í útboði

Hampiðjan hyggst sækja sér rúmlega 10 milljarða króna í hlutafjárútboði sem hefst undir lok þessa mánaðar. Í útboðslýsingu, sem birt var í gær, kemur fram að 85 milljón nýir hlutir í félaginu verða boðnir til sölu í almennu útboði, sem jafngildir 13,4% af heildarhlutafé eftir hlutafjárhækkun Meira

Daglegt líf

25. maí 2023 | Daglegt líf | 1021 orð | 4 myndir

Heyrir hlátur liðins tíma aftur í

Ég er alinn upp með Land Rover, ég var 12 ára þegar foreldrar mínir keyptu sér einn slíkan. Við kláruðum hann alveg og löngu búið að henda honum Meira

Fastir þættir

25. maí 2023 | Í dag | 251 orð

Af kerlingunni, bleikum gandi og kýrlandi

Anton Helgi Jónsson var bjartsýnn í sumarbyrjun og kallaði smíðisgripinn Limra í leikskólanum: Nú birtist það blessaða vorið og burt fer úr nebbanum horið þá hljóðnar allt pex en hláturinn vex og hleypt verður fjöri í sporið Meira
25. maí 2023 | Í dag | 213 orð | 1 mynd

Arnar Freyr Jónsson

40 ára Arnar er Keflvíkingur og byrjaði snemma að spila körfubolta. Hann er fjórfaldur Íslandsmeistari með Keflavík og þrefaldur bikarmeistari með félaginu. Hann lék 26 A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd ásamt yngri landsliðum og spilaði tvo vetur í danska körfuboltanum með BC Aarhus Meira
25. maí 2023 | Dagbók | 211 orð | 1 mynd

Gamall vinur vill aftur á skjáinn

Undirritaður hefur síðustu daga og vikur fest sig í nostalgíu- kasti, þar sem hann hefur endurnýjað kynnin við gamlan vin, geðlækninn Frasier Crane, og fjölskyldu hans. Frasier birtist upphaflega á skjánum sem einn af fastagestum Staupasteins í… Meira
25. maí 2023 | Í dag | 46 orð

Málið

Margt getur maður öðlast (fengið, hlotið) lífsreynslu, heimsfrægð, réttindi til að stunda nálastungur, jafnvel „yfirnáttúrulega krafta frá egypsku guðunum“. Þetta öðlast maður persónulega: ég öðlast e-ð, þið öðlist, við öðlumst… Meira
25. maí 2023 | Dagbók | 74 orð | 1 mynd

Semja á íslensku

Listamennirnir Lil Curly og Væb mættu eldhressir og sprækir í Ísland vaknar í gærmorgun en þeir eru þessa dagana að kynna nýja sumarsmellinn sinn Sömmer Baby. Þeir komu færandi hendi og gáfu þáttastjórnendunum Kristínu Sif og Þór Bæring… Meira
25. maí 2023 | Í dag | 142 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á Íslandsmótinu í skák, landsliðsflokki, sem stendur yfir þessa dagana á Ásvöllum í Hafnarfirði. Guðmundur Kjartansson (2.402) hafði hvítt gegn Jóhanni Hjartarsyni (2.466) Meira
25. maí 2023 | Í dag | 178 orð

Sviti. S-NS

Norður ♠ G ♥ ÁK82 ♦ Á10984 ♣ K92 Vestur ♠ D63 ♥ D9754 ♦ 7 ♣ Á865 Austur ♠ K109872 ♥ G6 ♦ 52 ♣ G104 Suður ♠ Á54 ♥ 103 ♦ KDG63 ♣ D73 Suður spilar 6♦ Meira
25. maí 2023 | Í dag | 827 orð | 2 myndir

Tónlistin er samofin öllu

Margrét Júlíana Sigurðardóttir er fædd 25. maí 1973 á Sólvangi í Hafnarfirði og bjó þar fyrstu árin. „Fyrst vorum við í kjallara í húsi móðurforeldra minna á Ölduslóðinni en síðar í Garðabænum þar sem foreldrar mínir fengu úthlutaða lóð og byggðu hús Meira
25. maí 2023 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Vinnumarkaðurinn axli ábyrgð

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, og Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion banka, ræða um nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans, stöðuna í hagkerfinu og hvað sé til ráða í baráttu við verðbólguna. Meira

Íþróttir

25. maí 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Alba yfirgefur Barcelona

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur tilkynnt að vinstri bakvörðurinn Jordi Alba muni halda á brott þegar samningur hans rennur sitt skeið í sumar Meira
25. maí 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Andri og Leó í Aftureldingu

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur samið við Andra Þór Helgason og Leó Snæ Pétursson um að leika með karlaliðinu næstu tvö ár. Andri Þór er 28 ára gamall vinstri hornamaður og kemur frá Gróttu, þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár Meira
25. maí 2023 | Íþróttir | 1329 orð | 2 myndir

Álftnesingar stórhuga

Nýliðar Álftaness í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eru svo sannarlega stórhuga fyrir komandi keppnistímabil en f samdi á dögunum við landsliðsfyrirliðann Hörð Axel Vilhjálmsson og þá skrifaði landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson undir samning við félagið í gær Meira
25. maí 2023 | Íþróttir | 1024 orð | 2 myndir

Boston forðast kústinn

Hvað gerðist eiginlega í undanúrslitunum í NBA-deildinni undanfarna viku? Eins og bent var á í þessum pistlum fyrir undanúrslitin, virðist sem við svokallaðir „NBA-sérfræðingar“ hér vestra vitum ekkert um styrkleika liða og útkomu… Meira
25. maí 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Lovísa leikur með Val

Lovísa Thompson, landsliðskona í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals og tekur slaginn með liðinu á ný. Lovísa fór frá Val til danska úrvalsdeildarliðsins Ringköbing síðastliðið sumar en stoppaði stutt þar Meira
25. maí 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Samúel hættur að þjálfa HK

Samúel Ívar Árnason hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs HK í handknattleik. Hann stýrði liðinu á nýafstöðnu tímabili þegar… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.