Ekki er víst, hefði Svíþjóð enn lotið pólitískri leiðsögn Tages Erlanders og Olofs Palmes en ekki hægristjórn, að Svíar hefðu á örskotsstundu sótt um inngöngu í Nató. Svíar þurftu ekki, þegar til kom, nema örfáar vikur, og jafnvel daga frekar en vikur, til að átta sig á að landið væri ekki lengur öruggt, ekki frekar en Finnar, utan varnarbandalagsins.
Meira