Greinar fimmtudaginn 13. febrúar 2025

Fréttir

13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 562 orð | 2 myndir

„Ekki sama hvernig þetta er gert“

„Það er náttúrulega ekki sama hvernig þetta er gert, ekki síst með tilliti til þess hvert tréð fellur. Vél eins og við erum með afgreinar stofninn og grípur tréð þannig að það fellur ekki til jarðar,“ segir Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri Tandrabergs Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

„Ég hef ekki farið í strætó í 50 ár“

„Í strætó? Ég hef ekki farið í strætó í 50 ár,“ sagði Matthías Jón Jónsson við spurningu ljósmyndara Morgunblaðsins er sá síðarnefndi spurði hvort hann væri að bíða eftir strætó. Matthías var þá bara að hvíla sig eftir hjólatúr um Breiðholtið í gær en hann sagðist fara flestra sinna ferða á hjólinu Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

„Við viljum bara að þetta sé lagað“

„Það gengur mjög hægt að finna lausn á þessu og það er hvimleitt,“ segir Vigfús Þorsteinsson, formaður Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR. Talsverðrar óánægju hefur gætt með íþróttahús félagsins síðustu misseri, en þar hefur verið leki sem erfitt virðist að komast fyrir Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 576 orð | 2 myndir

Áform um nýja höfn í Hvalfirði

Áform eru um uppbyggingu hafnarsvæðis í landi Galtarlækjar vestur af Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Hefur sveitarfélagið auglýst lýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna þessa en svæðið er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarland Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 254 orð | 2 myndir

Áfram í bæjarstjórn Árborgar

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerði ekki kröfu um að Fjóla St. Kristinsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri hreppsins, myndi hætta sem bæjarfulltrúi í Árborg samhliða því að hún var ráðin til starfans Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 689 orð | 4 myndir

Álag á stjórnstöðina eykst ár frá ári

Eins og ávallt mun Landhelgisgæslan á þessu ári leggja ríka áherslu á leit, björgun, löggæslu og eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þetta segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um áherslur stofnunarinnar Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 1452 orð | 4 myndir

„Ég bugaðist undan lúmsku álagi“

„Reynsla síðustu missera hefur verið mikil,“ segir Oddur Árnason, fráfarandi yfirlögregluþjónn á Selfossi. „Nú eftir lærdómsríkt ferli finnst mér ég á margan hátt vera sterkari einstaklingur; er betur meðvitaður um styrk minn og hvar mörkin í lífinu liggja Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 895 orð | 2 myndir

„Við munum ná besta árangri Íslands“

Miklar annir eru hjá Kristínu þar sem æfingar með kokkalandsliðinu voru að hefjast auk þess sem hún starfar á Hótel Grand í eldhúsinu. Það er því engin lognmolla hjá henni og ástríða hennar fyrir matargerð fær að blómstra alla daga Meira
13. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 1344 orð | 3 myndir

„Við verðum að fá sjúkrabíl strax“

Páll Steingrímsson kom í land næstsíðasta dag aprílmánaðar 2021 eftir nokkuð stíft úthald. Þótt hugur hans hafi sennilega að einhverju leyti hverfst um aflabrögðin þá stóð hann í ströngu. Yfirvofandi var skilnaður hans við þáverandi eiginkonu en… Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Birkir Jón aðstoðar Sigurð Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar hefur ráðið Birki Jón Jónsson sem aðstoðarmann sinn. Birkir var þingmaður flokksins árin 2003-2013 og varaformaður 2009-2013. Sat hann í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006-2010 og var bæjarfulltrúi í Kópavogi 2014-2022, þar af formaður bæjarráðs 2018-2022 Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Blóðbankinn fagnar nýjum gjöfum

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, og Blóðbankinn standa fyrir blóðgjafardegi í dag, fimmtudag, frá kl. 10-19 í Blóðbankanum við Snorrabraut 60. Þar verður almenningi boðið að kynna sér blóðgjöf og skrá sig sem blóðgjafa Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 116 orð

Brotnaði niður eftir 40 ár í löggunni

Oddur Árnason lætur senn af störfum hjá lögreglunni á Suðurlandi eftir tæplega 40 ára feril innan lögreglunnar. Hann segir erfið mál, sem hann gat ekki unnið úr á eigin spýtur, hafa sest á sálina. Brotnaði hann niður fyrirvaralaust kvöld eitt í október 2023 og fór í kjölfarið í veikindaleyfi Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Byggt verður við Funaborg

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og lóðar ásamt breytingum í eldra húsi leikskólans Funaborgar í Grafarvogi. Framkvæmdin felst í smíði á 950 fermetra viðbyggingu og… Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 565 orð | 1 mynd

Diljá, Jens Garðar og Jón hugsa málið

„Mér líst mjög vel á það og er glöð yfir því að hún hafi gefið kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum. Ég held að það sé styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá að velja sér forystu á þessum tímapunkti, ræða næstu skref og framtíðina og hvernig við ætlum að ná meiri árangri Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 609 orð | 1 mynd

Er barnið strákur, stelpa eða annað?

„Við fögnum ábendingum um hvað megi betur fara í könnunum okkar og bregðumst við þeim ef við teljum þær vera réttmætar,“ segir Kristín Una Friðjónsdóttir framkvæmdastjóri Skólapúlsins, sem gerir kannanir fyrir íslenska skólakerfið Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Febrúar byrjar á hlýju nótunum

Eftir fremur kaldan vetur það sem af er hefur breyting orðið í febrúarmánuði. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu Hungurdiskum að fyrstu 10 dagar febrúarmánaðar 2025 hafi verið hlýir – en harla illviðrasamir Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Fjórir með réttarstöðu sakbornings

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík 10. janúar á síðasta ári og vísað henni til embættis héraðssaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði vegna málsins Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Fjögur skíða á HM í Saalbach í dag

Fjórir Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Saalbach í Austurríki í dag. Klukkan 8.45 hefst keppni í stórsvigi kvenna þar sem Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er á meðal keppenda. Klukkan níu hefst undankeppnin í stórsvigi karla og … Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Flestar umsóknir frá háskólafólki

Í ár bárust alls 120 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals 418.492.204 krónur. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Frumflutt verk eftir Heinichen og Sache í Seltjarnarneskirkju

Kammerkór Seltjarnarneskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna halda tónleika á laugardag kl. 16 í Seltjarnarneskirkju. Þar verður frumflutt „Messa í D-dúr nr. 9“ eftir Johann D. Heinichen og „Konsert í B-dúr“ eftir Ernst Sache Meira
13. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 225 orð

Gervigreindin sögð ónákvæm

Níu af hverjum tíu spjallmennum áttu við vandamál að stríða þegar kom að því að svara fréttatengdum spurningum, samkvæmt nýrri rannsókn sem breska ríkisútvarpið BBC gerði. Voru vandkvæðin misstór, en spjallmennin gátu t.d Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 713 orð | 2 myndir

Geta náð fram miklum tímasparnaði

Mikill áhugi er á því að innleiða tæknilausnir í heilbrigðiskerfið hér á landi. Þetta kom skýrt fram á ráðstefnu sem Icepharma Velferð hélt í janúar og sótt var af 170 fagaðilum, að sögn Helgu Dagnýjar Sigurjónsdóttur, deildarstjóra hjá fyrirtækinu Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Guðbjörg aðstoðar Ásthildi Lóu

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg útskrifaðist árið 2004 sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með MA-gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf frá Háskóla Íslands Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 422 orð | 2 myndir

Gunnar stjórnar teymi hjá Tesla

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur fengið nýjan starfsmann, Gunnar Þorsteinsson, sem rafhlöðuverkfræðing og hóf hann störf í Fremont, skammt frá San Francisco í Kaliforníu, í liðinni viku. Hjónin Gunnar og Lovísa Falsdóttir fluttu ásamt… Meira
13. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 848 orð | 4 myndir

Götur Fíladelfíu fylltust af fólki

Íbúar í Fíladelfíu leyfa sér að sleppa fram af sér beislinu þegar vel gengur í íþróttalífinu. Þetta má glöggt sjá á fréttamyndum frá fagnaðarlátunum í borginni aðfaranótt mánudagsins eða eftir að Philadelphia Eagles varð NFL-meistari í ameríska… Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Hafa ekki náð saman um stóru ásteytingarsteinana

Kjaradeila Félags framhaldsskólakennara og ríkisins þokast hægt áfram og enn á eftir að ná saman um stóru ásteytingarsteinana. Ekki er verið að ræða um heildarmynd kjarasamnings heldur ákveðin atriði sem snúa eingöngu að framhaldsskólakennurum, atriði sem gætu liðkað fyrir kjarasamningi Meira
13. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Hótar að hefja aftur árásir á Gasasvæðið um helgina

Varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz, varaði við því að Ísraelsher myndi aftur hefja árásir á Gasasvæðið ákveddu hryðjuverkasamtökin Hamas ekki að láta gísla lausa á laugardaginn. Sagði Katz að átökin á Gasasvæðinu yrðu mun „þyngri“… Meira
13. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 618 orð | 4 myndir

Hvammsvirkjun í brennidepli á þingi

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í gær þegar sérstök umræða fór þar fram um alvarlega stöðu orkumála á Íslandi. Það var Jón Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hóf umræðuna og sagði að ekki væri nema hálft annað ár síðan þingmaður… Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 852 orð | 1 mynd

Hver er réttarstaða íþróttamanna?

„Ég var kominn með hugmyndina að ritgerðinni áður en ég flutti heim frá Grikklandi og vissi að ég myndi vilja skrifa um eitthvað sem tengdist íþróttum,“ segir Ögmundur Kristinsson, fótboltamaður hjá Val og fyrrverandi landsliðsmaður, en… Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 696 orð | 2 myndir

Íslendingar sameinast um veðurspár

Skýr framsetning, góð hönnun fyrir snjalltæki, kort sem þysja inn og út og enn betra aðgengi að gögnum um síkvika náttúru. Þetta voru lykilatriði við hönnun á nýjum vef Veðurstofu Íslands en fyrsti hluti hans var gerður aðgengilegur í síðustu viku Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Jafnréttislög voru ekki brotin

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði talið að umsækjanda um embætti ríkissáttasemjara hafi verið mismunað á grundvelli kyns þegar þáverandi félags- og vinnumálaráðherra skipaði Ástráð Haraldsson í embættið árið 2023 Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Nýr verslunarkjarni rís í Korputúni

Á næstu vikum hefst uppbygging í Korputúni, nýju verslunarhverfi á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, sem verður um 40% stærra en Kringlan. Reitir eiga svæðið og verður Jysk fyrsta fyrirtækið til að byggja upp starfsemi í hverfinu Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Rannsóknar saksóknara krafist

Samtök skattgreiðenda krefjast þess að héraðssaksóknari rannsaki meint brot þeirra stjórnmálasamtaka sem fengið hafa ofgreidda fjárstyrki úr hendi ríkissjóðs og sveitarfélaga og beiti þeim úrræðum sem lög um meðferð sakamála kveða á um, ef í ljós kemur að refsilög hafi verið brotin Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Ráðherra „mátti éta það sem úti frýs“

Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og eiginmanns hennar, Hafþórs Ólafssonar, gegn ríkinu. Þau hjónin mættu fyrir dóm og gáfu skýrslu Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 523 orð | 1 mynd

Ræða félagshyggjuborgarstjórn

Samfylkingin, Vinstri grænir, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins hafa hafið formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni í borgarstjórn Reykjavíkur. Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokkunum segir að markmiðið með hugsanlegu… Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Stórleikari örlagavaldur systkinanna

Ingibjörg Helga og Jón Viðar Arnþórsbörn reka saman fyrirtækið Icelandic stunts, sem sérhæfir sig í að útfæra áhættuatriði fyrir kvikmyndir og sjónvarpsverkefni. Bakgrunnur þeirra beggja er í bardagaíþróttum sem hefur undið upp á sig því umfangið á… Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 264 orð

Styrkjamálið til saksóknara

„Við hjá Samtökum skattgreiðenda höfum um árabil litið á sjálftöku stjórnmálaflokka á fé úr ríkissjóði sem einhverja mestu spillinguna í íslenskum stjórnmálum og enn frekar þegar í ljós kemur að þeir hafa ekki haft lagalegar forsendur til að… Meira
13. febrúar 2025 | Fréttaskýringar | 480 orð | 1 mynd

Tillögur ganga í endurnýjun lífdaga

Svo virðist sem áralöng undirbúningsvinna Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu undir merkjum „Auðlindarinnar okkar“ ætli að verða Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra fiskur í fjöru Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 941 orð | 5 myndir

Verður 40% stærra en Kringlan

Gatnagerð er hafin í Korputúni í Mosfellsbæ og er áformað að hefja jarðvinnu í mars. Korputún er um 15 hektara svæði í eigu Reita á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, segir mörg fyrirtæki hafa sýnt Korputúni áhuga Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Vinna af kappi við holufyllingar

Starfsfólk Vegagerðarinnar og verktakar vinna að því hörðum höndum að gera við holur og aðrar skemmdir sem hafa myndast á vegum víða um land eftir umhleypingasamt veður að undanförnu. Unnið er við erfiðar aðstæður, þar sem umferð ökutækja er mikil,… Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Voðaverk án fordæma hér

Ákæruvaldið fer fram á að Alfreð Erling Þórðarson verði dæmdur í 20 ára fangelsi, eða ævilangt fangelsi, fyrir að verða hjónunum Björgvini Ólafi Sveinssyni og Rósu G. Benediktsdóttur að bana með hrottafullum hætti Meira
13. febrúar 2025 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Yfirsýn yfir þá sem hingað koma

Nauðsynlegt skref í því að styrkja og efla getu lögreglu til greininga á farþegaupplýsingum verður stigið ef frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda nær fram að ganga, samkvæmt tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu Meira
13. febrúar 2025 | Erlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

Þurfa að leggja meira af mörkum

Pete Hegseth, hinn nýi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti í gær höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Brussel í fyrsta sinn og fundaði með hinum svonefnda „Ramstein-hópi“ um næstu skref í stuðningi við Úkraínu Meira

Ritstjórnargreinar

13. febrúar 2025 | Staksteinar | 181 orð | 2 myndir

Einkennilegt upphlaup ráðherra

Páll Vilhjálmsson er ekki hrifinn af framkomu ráðherra og skrifar: „Piltur og stúlka, Kristrún forsætis og Jóhann Páll loftslags, lögðu gildru fyrir þingheim í fyrradag. Stefnuræðu Kristrúnar er samkvæmt þingsköpum dreift til þingheims tveim dögum fyrir flutning Meira
13. febrúar 2025 | Leiðarar | 378 orð

Getulaus meirihluti

Ömurlegt er að horfa upp á núverandi meirihluta Meira
13. febrúar 2025 | Leiðarar | 324 orð

Ógeðfelldur veruleiki

Harka fer vaxandi í undirheimunum og efnin verða sterkari Meira

Menning

13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 812 orð | 6 myndir

Abdulrazak Gurnah meðal gesta í ár

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin dagana 23.-27. apríl í ár, en þá verða liðin 40 ár síðan hátíðin var haldin í fyrsta sinn. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum er þema hátíðarinnar í ár „Heima og heiman“, sem má heimfæra upp á flesta þá erlendu höfunda sem taka þátt Meira
13. febrúar 2025 | Fólk í fréttum | 779 orð | 7 myndir

„Allar konur eru áhugaverðar“

Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý Torfa, hefur nýverið hleypt af stokkunum hlaðvarpinu Fyrir konur. Markmiðið er skýrt: að skapa vettvang þar sem konur geta talað óritskoðað um þá hluti sem þeim liggur á hjarta Meira
13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 566 orð | 2 myndir

„Persónur með hjarta og sál“

Leikarinn Harrison Ford fer með hlutverk forseta Bandaríkjanna í nýjustu Marvel- myndinni, Captain America: Brave New World, og sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi á dögunum sem Morgunblaðið fékk aðgang að Meira
13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 1034 orð | 4 myndir

„Snjóbolti sem rúllar“

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í Marvel-myndinni Captain America: Brave New World, sem sýningar hefjast á í Bandaríkjunum, Íslandi og víðar um lönd föstudaginn 14. febrúar Meira
13. febrúar 2025 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Ef hanskarnir passa ekki …

Hvítur Bronco, blóðugir hanskar og „draumalið“ verjenda. Allt þetta kemur fyrir í nýjustu heimildarþáttaröðinni um O.J. Simpson á Netflix, sem heita einfaldlega American Manhunt: O.J Meira
13. febrúar 2025 | Tónlist | 536 orð | 4 myndir

Er kjaftur í húsinu?

Það er svo merkilegt að maður hugsar sjaldnast um staðina sem maður sækir. Það sem fer af stað í kollinum, þegar maður er búinn að ákveða að kíkja á tónleika, er tilhlökkun fyrir sjálfri tónlistinni. Meira
13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Fyrirheit um glæstan feril

Söngkonan Agnes Thorsteins fær lofsamlega umsögn í dómi um uppfærslu Leikfélags Koblenz í Þýskalandi á styttri útgáfu á Niflungahring Wagners. Claus Ambrosius, rýnir og menningarritstjóri Rhein-Zeitung, skrifar í blaðið að Agnes sé „einum… Meira
13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Guðni Th. heldur fyrirlestur um sagnaarf

Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði og fyrrverandi forseti Íslands, mun í dag halda hátíðarfyrirlestur á aðalfundi Vina Árnastofnunar sem haldinn verður í Eddu, Arngrímsgötu 5. Fyrirlesturinn ber heitið „Missagt í fræðum þessum Meira
13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Norskir og íslenskir listamenn sýna saman

Sýningin Echo verður opnuð á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum í dag kl. 17-20. Um er að ræða samsýningu sex norskra og íslenskra listamanna en sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Annette Willoch, opnar sýninguna Meira
13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 166 orð | 1 mynd

Patti Smith ætlar í tónleikaferðalag

Patti Smith fagnar því að 50 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Horses með tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin síðar á þessu ári eftir því sem fram kemur í The Guardian Meira
13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 298 orð | 1 mynd

Samspil ytri veruleika og innra lífs

Anna Ancher var með fyrstu listamönnum sem reyndu fyrir sér með pastelliti í Danmörku. Eins og verkið Sjómannsstúlka ber vott um náði Anna ­sterkum tökum á þessari ­vandmeðförnu tækni og telst hún meðal helstu meistara pastellitanna í skandinav­ískri myndlist Meira
13. febrúar 2025 | Fólk í fréttum | 239 orð | 12 myndir

Sportið tekið út úr íþróttasalnum

Íþróttaviðburðir og nokkur ár af heimsfaraldri þar sem flestir fóru ekki úr jogginggallanum hafa haft mikil áhrif á tískuheiminn og ljóst er að fólk fær ekki nóg. Íþróttaföt voru gríðarlega áberandi í sumarlínum helstu tískuhúsa heims fyrir árið 2025 Meira
13. febrúar 2025 | Leiklist | 493 orð | 1 mynd

Stóra spurningin

Ásmundarsalur Skeljar ★★★★· Eftir Magnús Thorlacius. Leikstjóri: Magnús Thorlacius. Tónlist og hljóðmynd: Katrín Helga Ólafsdóttir. Leikendur: Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson. Frumsýnt í Ásmundarsal laugardaginn 1. febrúar 2025. Meira
13. febrúar 2025 | Tónlist | 644 orð | 2 myndir

Styrkleikar og veikleikar í Hörpu

Harpa Anna Þorvaldsdóttir ★★★★½ Gustav Mahler ★★··· Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir (ax, heimsfrumflutningur) og Gustav Mahler (Sinfónía nr. 9). Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen. Áskriftartónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 6. febrúar 2025. Meira
13. febrúar 2025 | Menningarlíf | 978 orð | 1 mynd

Ægifegurð og dramatík

Kvikmyndin All Eyes On Me, eða Allra augu á mér í íslenskri þýðingu, var sýnd tvisvar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og nú eru hafnar almennar sýningar á henni í Bíó Paradís Meira

Umræðan

13. febrúar 2025 | Aðsent efni | 1025 orð | 1 mynd

Áhrif hagsmunahópa í Washington

Í höfuðborg Bandaríkjanna eru stjórnmálamenn á margan hátt háðir og undir áhrifum voldugra hagsmunahópa. Meira
13. febrúar 2025 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Býsnavetur í borgarstjórn

Borgarstjórn á ekki að þvælast fyrir heldur að bæta og einfalda daglegt líf Reykvíkinga. Mörg tækifæri eru til þess. Meira
13. febrúar 2025 | Aðsent efni | 539 orð | 2 myndir

Coda Terminal á Völlunum – framfara- eða óvissuskref?

Carbfix hefur verið að reyna að leyna bæjarstjórn og íbúa í Hafnarfirði stærð Coda Terminal-verkefnisins. Meira
13. febrúar 2025 | Aðsent efni | 833 orð | 1 mynd

Komum sameinuð af landsfundi

Frelsið hefur aldrei verið sjálfsagður hlutur. Það lifir vegna þeirra sem færðu fórnir í þágu þess og mun einungis öðlast framhaldslíf ef við sem brennum fyrir frelsishugsjóninni mætum til leiks á hverjum degi og tökum slaginn. Meira
13. febrúar 2025 | Pistlar | 340 orð | 1 mynd

Saga Íslands og Grænlands samofin

Áhugi á Grænlandi hefur stóraukist eftir að forseti Bandaríkjanna lýsti yfir vilja sínum til að eignast landið. Mikilvægi Grænlands hefur aukist verulega í breyttri heimsmynd. Auðlindir Grænlands eru afar miklar á sviði málma og steinefna, olíu og gass, vatns, orku, fiskveiða og ferðaþjónustu Meira
13. febrúar 2025 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Skerðingarlausir styrkir

Það sem er ekki að finna í áliti lögfræðinga fjármálaráðuneytis er að það hriktir í stjórnarsamstarfinu. Meira
13. febrúar 2025 | Aðsent efni | 163 orð | 1 mynd

Vinstristjórn

Fyrsta vinstristjórnin í rúman áratug hefur tekið við. Vonandi tekst henni sem best að tryggja þjóðarhag. Sú spurning vaknar hvernig þessi vinstristjórn ætlar að fjármagna öll þau verkefni sem hún hyggst beita sér fyrir Meira

Minningargreinar

13. febrúar 2025 | Minningargrein á mbl.is | 1506 orð | 1 mynd | ókeypis

Björgólfur Guðmundsson

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður fæddist í Reykjavík 2. janúar 1941. Hann lést 2. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 8356 orð | 1 mynd

Björgólfur Guðmundsson

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður fæddist í Reykjavík 2. janúar 1941. Hann lést 2. febrúar 2025. Hann var sonur hjónanna Kristínar Davíðsdóttur, f. 29.3. 1916, d. 7.4. 1972, og Guðmundar Péturs Ólafssonar, 3.10 Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 2353 orð | 1 mynd

Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson fæddist 27. apríl 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. febrúar 2025. Foreldrar Guðmundar voru Guðlaug Margrét Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 14.8. 1900, d. 14.7. 1990, og Jón Jóhannes Ármannsson f Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 4639 orð | 1 mynd

Guðný Þórarinsdóttir

Guðný Þórarinsdóttir var fædd í Reykjavík 13. október 1956. Hún lést á líknardeild Landspítalans 30. janúar 2025. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Þórðardóttur, f. 6. jan. 1936, íslenskufræðings og fyrrv Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 2343 orð | 1 mynd

Guðrún G. Jónsdóttir (Edda)

Guðrún G. Jónsdóttir, þekkt sem Edda Jónsdóttir, kjólameistari og kennari, fæddist 9. október 1923 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 4. febrúar 2025. Foreldrar hennar voru Þuríður Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 2085 orð | 1 mynd

Hróbjartur Ágústsson

Hróbjartur Ágústsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1958. Hann lést á Landpítalanum 30. janúar 2025. Foreldrar hans voru Esther Jóndóttir, f. 30.9. 1930, d. 7.6. 2008, og Ágúst Arason, f. 13.12. 1928, d Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 766 orð | 1 mynd

Magnús Árnason

Magnús Árnason fæddist í Keflavík 23. maí 1947. Hann lést á Landspítalanum á Hringbraut 1. febrúar 2025. Foreldrar Magnúsar voru Árni Bjarnmundur Árnason smiður, f. 4. maí 1919, d. 11. janúar 1972 og Þuríður Halldórsdóttir húsfreyja, f Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 2240 orð | 1 mynd

Ólafur Þór Jóhannsson

Ólafur Þór Jóhannsson fæddist í Reykjavík 6. apríl 1954. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 2. febrúar 2025. Foreldrar hans voru Jóhann Ólafsson múrarameistari, f. 30. ágúst 1931, d Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 2977 orð | 1 mynd

Sigurlína Konráðsdóttir

Sigurlína Konráðsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. janúar 2025. Foreldrar hennar voru Guðrún Margrét Sæmundsdóttir frá Litlu-Hlíð í Barðastrandarsýslu, f Meira  Kaupa minningabók
13. febrúar 2025 | Minningargreinar | 1633 orð | 1 mynd

Sverrir Hjaltason

Sverrir Hjaltason fæddist í Reykjavík 5. maí 1941. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Móbergi, Selfossi, 26. janúar 2025. Foreldrar Sverris voru Hjalti Þorvarðarson, f. 13.2. 1915, d. 2.6. 2006, og Sigurveig Sigurðardóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

13. febrúar 2025 | Sjávarútvegur | 288 orð | 1 mynd

Sögðu upp forstjóranum

Susanne Arfelt Rajmand, forstjóra grænlensku ríkisútgerðarinnar Royal Greenland, hefur verið sagt upp eftir tvö ár í starfi. Í fréttatilkynningu síðastliðinn mánudag greindi stjórn félagsins frá því að samstarfinu með forstjóranum væri þá þegar lokið Meira

Viðskipti

13. febrúar 2025 | Viðskiptafréttir | 337 orð | 1 mynd

680 milljarða skuld

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga birtu í gær skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi. Heildarniðurstaða skýrslunnar er mikil innviðaskuld sem beint dregur úr lífskjörum landsmanna Meira
13. febrúar 2025 | Viðskiptafréttir | 252 orð | 1 mynd

Lokað á reikninga Íslendinga

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru brögð að því að bankareikningum Íslendinga sem þeir eiga í erlendum bönkum sé lokað með stuttum fyrirvara. Dæmi eru um að Íslendingar sem búsettir hafa verið í Sviss með bankaviðskipti við svissneska bankann UBS … Meira
13. febrúar 2025 | Viðskiptafréttir | 242 orð

Rafrettukóngur í Sýn

Fitjaborg ehf. keypti nýlega 1,5 milljónir hluta í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn. Hluturinn er metinn á um 36 milljónir króna að núverandi markaðsvirði, en eftir viðskiptin varð félagið einn af 20 stærstu hluthöfum Sýnar Meira
13. febrúar 2025 | Viðskiptafréttir | 78 orð | 1 mynd

Skattspor ferðaþjónustunnar 180 milljarðar

Samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir Samtök ferðaþjónustunnar eru þröng skattaleg áhrif ferðaþjónustunnar um 106,5 milljarðar króna árið 2023. Ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustu, sem kölluð eru víðskattaleg áhrif í skýrslunni, um 180 milljarðar króna Meira

Daglegt líf

13. febrúar 2025 | Daglegt líf | 907 orð | 5 myndir

Gott að sjá einlæga ást sem endist

Mig hefur lengi langað til að tengja þetta verkefni mitt við Valentínusardaginn, af því að þetta er tímalaust, ljóðin sem afi samdi til ömmu yfir sextíu ára tímabil, þau eiga ennþá vel við,“ segir Anna María Björnsdóttir, tónlistar- og… Meira

Fastir þættir

13. febrúar 2025 | Í dag | 55 orð

3951

Merking orðtaksins að vera með böggum hildar (yfir e-u): vera áhyggjufullur, kvíðinn, er ekki ánægjuleg en notalegt að sjá það rétt notað þótt notandi viti ekki hvernig það er til komið Meira
13. febrúar 2025 | Í dag | 294 orð

Af rausi, Vigdísi og krossgátu

Ólafi Stefánssyni leiðist ekki á sunnudögum, en þá leysir hann sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins: Enga veit ég ágætari leið, en við góða krossgátu að una. Það hjálpar til að hugsa, skilja, muna, svo hugarflæðin endist skýr og greið Meira
13. febrúar 2025 | Í dag | 107 orð | 1 mynd

Alexander Ísak Sigurðsson

30 ára Alexander ólst upp í Reykjavík og Garðabæ og býr í Reykjavík. Hann er læknir, lærði í Slóvakíu og er núna í sérnámi í bráðalækningum á Landspítalanum. Áhugamálin eru almenn útivera og að njóta samveru með fjölskyldu og vinum Meira
13. febrúar 2025 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Fallegasta ástarjátningin í beinni

Þáttastjórnendur K100 voru í rómantísku stuði þegar ástfanginn hlustandi, Bjarni að nafni, hringdi inn og lýsti yfir ást sinni á eiginkonu sinni, Maríu. „Ég elska þig út af lífinu og ég elska hvað þú ert góð mamma … Ég elska þig að… Meira
13. febrúar 2025 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Tristan Rafn Alexandersson fæddist 24. október 2024 kl. 10.01 á…

Reykjavík Tristan Rafn Alexandersson fæddist 24. október 2024 kl. 10.01 á Landspítalanum. Hann vó 3.160 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Alexander Ísak Sigurðsson og Karen Harpa Harðardóttir. Meira
13. febrúar 2025 | Í dag | 152 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Bc4 Rb6 5. Bb3 Rc6 6. exd6 exd6 7. c3 Be7 8. Re2 Bf5 9. Rg3 Bg6 10. f4 Dd7 11. 0-0 h6 12. f5 Bh7 13. a4 a5 14. Ra3 Bf6 15. Df3 0-0-0 16. Rb5 Bh4 17. c4 Re7 18. Bd2 Bxg3 19 Meira
13. febrúar 2025 | Í dag | 616 orð | 4 myndir

Skemmtilegasta starf í heimi

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er fædd 13. febrúar 1955 í Reykjavík og ólst upp í Efstasundi. „Ég var í skátunum, Dalbúum í Reykjavík, sem unglingur og nánustu vinir mínir eru þaðan og frá skólaárunum.“ Ingibjörg gekk í Langholtsskóla, … Meira
13. febrúar 2025 | Í dag | 182 orð

Vel heppnuð hindrun S-Allir

Norður ♠ G5 ♥ ÁKG96 ♦ DG985 ♣ G Vestur ♠ ÁK6 ♥ D84 ♦ K ♣ ÁK9874 Austur ♠ D3 ♥ 732 ♦ 732 ♣ 106532 Suður ♠ 1098742 ♥ 105 ♦ Á1064 ♣ D Suður spilar 4♠ doblaða Meira

Íþróttir

13. febrúar 2025 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Ásdís og Áslaug kallaðar inn

Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, hafa verið kallaðar inn í landsliðshóp kvenna í knattspyrnu. Ísland mætir Sviss og Frakklandi í A-deild Þjóðadeildar Evrópu 21 Meira
13. febrúar 2025 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Átján ára gamall meistari á RIG

Hinn 18 ára gamli Mikael Aron Vilhelmsson sigraði á Reykjavíkurleikunum í keilu, en mótið í ár var hluti af Evrópumótaröðinni. Hann varð þar með annar Íslendingurinn í sögunni til að vinna mót á Evrópumótaröðinni (EBT Tour) Meira
13. febrúar 2025 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Bikarhelgin á Ásvöllum komin á hreint

Dregið var til undanúrslita í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik í gær en þau verða leikin með hefðbundnu fyrirkomulagi á Ásvöllum í Hafnarfirði í lok mánaðarins og úrslitaleikirnir báðir í framhaldi af því Meira
13. febrúar 2025 | Íþróttir | 379 orð | 2 myndir

Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var ekki með ÍBV í sigri…

Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var ekki með ÍBV í sigri liðsins á FH í tvíframlengdum leik og vítakeppni í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á laugardag þar sem hann var rúmliggjandi á sjúkrahúsi í Reykjavík með hjartabólgur Meira
13. febrúar 2025 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Havertz frá út tímabilið

Þýski knattspyrnumaðurinn Kai Havertz, sóknarmaður Arsenal, verður frá keppni út yfirstandandi tímabil vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaferðalagi með liðinu í Dúbaí. Havertz reif vöðva aftan í læri og bætist í hóp meiddra sóknarmanna… Meira
13. febrúar 2025 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Veðurspáin fyrir Helsinki í kvöld er ekkert sérstök. Þar á að vera fimm…

Veðurspáin fyrir Helsinki í kvöld er ekkert sérstök. Þar á að vera fimm stiga frost um áttaleytið að staðartíma og vindurinn átta til níu metrar á sekúndu. Það eru ekki bestu skilyrði fyrir fótboltaleik en klukkan 19.45 að finnskum tíma (17.45 að… Meira
13. febrúar 2025 | Íþróttir | 960 orð | 2 myndir

Við viljum gera þetta óþægilegt fyrir þá

Ari Sigurpálsson, knattspyrnumaður hjá Víkingi í Reykjavík, er klár í slaginn fyrir leik liðsins í kvöld við gríska stórliðið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta Meira
13. febrúar 2025 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Víkingur dregur sig úr keppni

Víkingur úr Reykjavík hefur ákveðið að hætta keppni í deildabikar karla í knattspyrnu. Þetta tilkynnti Knattspyrnusamband Íslands á heimasíðu sinni í gær. Víkingur spilaði einn leik í deildabikarnum, gegn HK, og vann hann 2:0 en úrslitin hafa verið felld niður Meira
13. febrúar 2025 | Íþróttir | 628 orð | 1 mynd

Þrautreynt lið í Evrópukeppni

Víkingar mæta þrautreyndu „Evrópuliði“ þegar þeir taka á móti Panathinaikos frá Grikklandi í heimaleiknum í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta á Bolt-leikvanginum í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í kvöld Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.