Greinar miðvikudaginn 19. mars 2025

Fréttir

19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Aðför að raunfærnimati um starfshæfni

„Gagnrýni á að hægt sé að meta hæfni til starfa án þess að um formlega menntun sé að ræða finnst okkur alvarleg aðför að raunfærnimati sem Fræðsluskrifstofa atvinnulífsins hefur byggt upp með miklum sóma hér á landi.“ Þetta segir Ína… Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Barbara Hannigan hlýtur ein ­virtustu tónlistarverðlaun í heimi

Hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hlýtur Polarverðlaunin 2025 ásamt hljómsveitinni Queen og djasstónlistarmanninum Herbie Hancock. Þykja þau ein virtustu tónlistarverðlaun í heimi. Hannigan er verðandi aðalhljómsveitarstjóri og… Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Ekki fékkst leyfi til að rífa Hvítabandið

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað beiðni um leyfi til að rífa hús Hvítabandsins við Skólavörðustíg og endurbyggja með sama útliti. Leggur skipulagsfulltrúinn til að eigandinn skoði hvað hægt sé að gera til að halda húsinu og finna því einhverja starfsemi sem krefst ekki niðurrifs Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 347 orð | 3 myndir

Embættum vígslubiskupa breytt

Tillaga til breytingar á starfsreglum um vígslubiskupa, sem í raun felur í sér að embættin eru aflögð í núverandi mynd en vígslubiskupsembættið verði fremur heiðurshlutverk en starf í eiginlegri merkingu, var naumlega samþykkt á kirkjuþingi sem haldið var um síðustu helgi Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 171 orð | 2 myndir

Endurnýja Vatnsstíg

Síðustu daga hefur malbikið verið fjarlægt á efri hluta Vatnsstígs í Reykjavík. Með því lýkur sögu þessa götuhluta sem bílagötu, en eftir breytingarnar verður þessi hluti götunnar göngugata. Veitur og Reykjavíkurborg eru nú að endurnýja innviði og… Meira
19. mars 2025 | Erlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Felldu forsætisráðherrann í loftárásum á Gasasvæðið

Á fimmta hundrað manns eru sagðir hafa látist í loftárásum Ísraelshers á Gasaströnd í fyrrinótt. Vopnahlé hefur verið í gildi á svæðinu frá því í janúar. Er þetta mannskæðasta árásin á Gasa síðan vopnahlé tók gildi Meira
19. mars 2025 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Flugherinn mun fá enn fleiri þotur

Franski herinn mun fá fleiri orrustuþotur í sína þjónustu en gert var ráð fyrir í áætlunum ríkisstjórnar landsins. Þetta sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti þegar hann heimsótti flugherstöðina Luxeuil-Saint-­Sauveur ásamt fylgdarliði Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Fortjald er útvörður í Vesturbæ

Nýtt listaverk setur svip sinn á umhverfi við nýtt fjölbýlishús á Sólvallagötu 79 í Reykjavík. Þetta er verk úr endurunnu stáli eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara sem ber nafnið Fortjald Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Geldinganesi vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, um að borgarstjórn samþykki að hafist verði handa við skipulagningu framtíðaríbúðasvæðis í Geldinganesi, til umhverfis- og skipulagsráðs Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 232 orð | 2 myndir

Halla Tómasdóttir og ekkert annað

Það er „alveg út í bláinn“ að Halla Tómasdóttir forseti Íslands noti ekki fullt nafn við undirskrift sína. Þetta er mat Guðrúnar Kvaran, prófessors emeritus í íslensku við Háskóla Íslands, en Morgunblaðið leitaði viðbragða hennar við frétt blaðsins um undirskrift forseta Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Jafndægur á morgun

Þessi fallega stemningsmynd frá Meðalfellsvatni leiðir hugann að því að vorjafndægur verða á morgun, 20. mars. Þetta gerist nákvæmlega klukkan 9:01:25 að morgni. Jafndægur er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Kosningum til rektors HÍ lýkur í dag

Kosningum vegna rektors­kjörs við Háskóla Íslands lýkur klukkan 17 í dag, en þær hófust í gær, þriðjudag. ­Kosið er rafrænt í gegnum Uglu-kerfi háskólans en ef kjósandi á í vandræðum með að kjósa veitir starfsfólk upplýsingasviðs háskólans aðstoð Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Loftárásum Rússa linnir ekki og algjört vopnahlé virðist sem tálsýn ein

Fjórtán létust, þar af þrjú börn, þegar skotflaug Rússa hæfði íbúðablokk í borginni Poltava í Úkraínu að morgni laugardagsins 1. febrúar. Tetjana Bardína aðstoðarborgarstjóri Poltava segir loftárásum Rússa á borgina hafa fjölgað stórlega á þessu ári … Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 493 orð | 2 myndir

Málfarið stendur og fellur með kennslunni

Þuríður Kristjánsdóttir hefur frá æsku látið sér annt um íslenskt mál og leiðrétt og bent á það sem betur má fara í hálfa öld. Fyrst sem prófarkalesari á blöðum í 45 ár og síðan af einskærum áhuga á Facebook undanfarin fimm ár Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Mál vararíkissaksóknara í vinnslu

„Það mál er enn til vinnslu hér í dómsmálaráðuneytinu og það er ekkert meira um það að segja að svo stöddu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Mikil kvikusöfnun heldur áfram

Kviku­söfn­un held­ur áfram á Reykja­nesskaga og rúm­mál kviku und­ir Svartsengi hef­ur aldrei verið meira frá því að gos­hrin­an hófst í des­em­ber árið 2023. Lík­leg­asta sviðsmynd­in, að mati Veður­stofu Íslands, er að þetta kvikusöfnunartíma­bil … Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 197 orð

Mistök við matið

Hagsmunaaðilar í iðnaði telja að leyfi Enic/Naric-skrifstofunnar á Íslandi sem gefur pólskum pípulagningamanni meistararéttindi á Íslandi án þess að hafa farið í meistaraskóla leiði til mismununar þar sem Íslendingar fái ekki slík réttindi nema eftir meistaraskólanám Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Reglum um vígslubiskupa breytt

Kirkjuþing samþykkti með naumasta meirihluta atkvæða tillögu um breytingar á starfsreglum þeim sem um vígslubiskupa gilda, sem leiðir það af sér að embætti vígslubiskups verði fremur heiðurshlutverk en starf í eiginlegri merkingu orðsins Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Samningur við Elkem felldur

Félagsmenn í fimm stéttarfélögum felldu nýgerðan kjarasamning við Elkem Ísland á Grundartanga í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Var hann var felldur með 58,12% atkvæða en já sögðu 38,46%. Á kjörskrá voru 151 og greiddu 77,48% þeirra atkvæði Meira
19. mars 2025 | Fréttaskýringar | 748 orð | 2 myndir

Samþykktu 30 daga hlé á loftárásum

Vladimír Pútín Rússlandsforseti féllst ekki á tillögu Bandaríkjastjórnar um að hefja 30 daga hlé á öllum átökum í Úkraínu, þegar hann ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta símleiðis í gær. Forsetarnir sammæltust þó um að hlé yrði gert á… Meira
19. mars 2025 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Samþykktu að breyta stjórnarskrá

Þýska sambandsþingið samþykkti í gær breytingu á stjórnarskrá Þýskalands, sem heimilar þýska ríkinu að skuldsetja sig meira í þágu varnarmála. Tveir þriðju þingheims þurftu að samþykkja breytinguna, en 513 þingmenn greiddu atkvæði með henni og 207 voru á móti Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Sendu 4 ráðuneytum alvarlega athugasemd

Samtök iðnaðarins, Iðnmennt, Tækniskólinn og Félag iðn- og tæknigreina (SITF) hafa sent fjórum ráðuneytum bréf þar sem vakin er athygli á því að upp sé komin alvarleg staða vegna framkvæmdar Enic/Naric-skrifstofunnar hér á landi á mati á erlendu… Meira
19. mars 2025 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Síðasti varðmaður Bretlands látinn

Flugkempan John Allman Hemingway er látinn, 105 ára. Hann var síðastur eftirlifenda sem þátt tóku í orrustunni um Bretland í seinna stríði. Á táningsaldri gekk hann til liðs við breska flugherinn (RAF) og þegar árásir þriðja ríkis Þýskalands hófust… Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Sviptingar í Geldinganesmáli

Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu Sjálfstæðisflokks um skipulagningu framtíðaríbúðasvæðis í Geldinganesi til umhverfis- og skipulagsráðs. Einar Sveinbjörn Guðmundsson, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lýsti stuðningi við tillöguna, en samþykkti hana þó ekki Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 265 orð | 2 myndir

Tjáir sig ekki enda mál í gangi

„Dómsmálaráðherra er ekki að fara að tala um rannsóknir sem eru í gangi hjá lögreglu. Það væri enginn bragur á því að dómsmálaráðherra væri að tjá sig um slíkt á meðan málin eru í gangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið Meira
19. mars 2025 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Undanúrslitin hjá körlunum í kvöld

Undanúrslitin í bikarkeppni karla í körfuknattleik fara fram í Smáranum í Kópavogi í kvöld. KR mætir Stjörnunni klukkan 17.15 og síðan mætast Keflavík og Valur klukkan 20. Sigurliðin eigast síðan við í úrslitaleik í Smáranum á laugardaginn klukkan 16.30 Meira

Ritstjórnargreinar

19. mars 2025 | Staksteinar | 166 orð | 2 myndir

Brestir og brak í Reykjavíkurborg

Nú á föstudag verður nýi meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur undir forystu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra og Samfylkingarinnar mánaðargamall. Og ekki seinna vænna að fyrsti bresturinn í samstarfinu kæmi fram Meira
19. mars 2025 | Leiðarar | 717 orð

Villurök og hræðsluáróður

Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB Meira

Menning

19. mars 2025 | Menningarlíf | 988 orð | 2 myndir

Bach veitir gleði og innblástur

Kristján Martinsson, píanóleikari og tónskáld, gaf nýverið út hljómplötu með forvitnilegum titli, 1035, og segir í tilkynningu að þar fari plata sem „hafni öllum skilgreiningum og brjóti sér leið í gegnum aldirnar með spuna að vopni og anda… Meira
19. mars 2025 | Dans | 890 orð | 2 myndir

Berskjöldun

Þjóðleikhúsið Skíthrædd ★★★★· Höfundur og tónskáld: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Leikstjórn: Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Tónlistarstjórn: Halldór Eldjárn. Búningar: Sigrún Jörgensen. Lýsing: Sigurður Starr Guðjónsson. Hljóð: Brett Smith. Flytjendur/hljómsveit: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Einar Lövdahl Gunnlaugsson og Annalísa Hermannsdóttir. Frumsýning í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 8. mars 2025. Meira
19. mars 2025 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Fagna 150 ára landnámi í Vesturheimi

Þjóðræknisfélag Íslendinga og Vinnustofa Kjarvals bjóða upp á kvöldstund með hlátri, tónlist og sögu í tilefni af 150 ára landnámi í Vesturheimi í kvöld, miðvikudagskvöld 19. mars, kl. 20 í Fantasíu, nýjum sal í Austurstræti 10a, á 2 Meira
19. mars 2025 | Fjölmiðlar | 209 orð | 1 mynd

Horfir þú enn á línulega dagskrá?

Ljósvakahöfundur hefur stundum velt því fyrir sér hversu mikið sjónvarpsvenjur landans hafa breyst á undanförnum árum. Hér áður fyrr settist þjóðin niður, nánast í sameiningu, til að horfa á sjónvarpsdagskrána í þráðbeinni útsendingu því ekki mátti… Meira
19. mars 2025 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Vorjafndægur Heiðu í Fríkirkjunni á morgun

Söngkonan Heiða Árnadóttir hefur nýja tónleikaröð í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, fimmtudaginn 20. mars, kl. 20 þar sem þema fyrstu tónleikanna af fjórum er sólstöður og jafndægur. Segir í tilkynningu að þar muni Heiða flytja verkið Varstu… Meira

Umræðan

19. mars 2025 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Er gjáin djúp og breið?

Frumvarpið gerir lítið annað en að binda í lög að bætur almannatrygginga, sem þegar hafa hækkað umfram launavísitölu, skuli sannarlega gera það áfram. Meira
19. mars 2025 | Aðsent efni | 591 orð | 1 mynd

Horfur á vaxandi viðskiptum Kína og Íslands

Sannir vinir eru alltaf nánir þótt langt sé á milli þeirra. Meira
19. mars 2025 | Pistlar | 383 orð | 1 mynd

Snögg í sturtu

Það er einkum tvennt sem ég tek með mér út í lífið eftir að hafa alist upp á Flateyri, vestur á fjörðum. Annars vegar það að ég er nokkuð lausnamiðuð manneskja. Enda voru þau ófá skiptin sem veður eða færð settu strik í reikninginn í minni heimabyggð Meira

Minningargreinar

19. mars 2025 | Minningargreinar | 2209 orð | 1 mynd

Anna Björg Halldórsdóttir

Anna Björg Halldórsdóttir fæddist 3. maí 1948. Hún lést á Landspítalanum 3. mars 2025. Foreldrar hennar voru Halldór Guðmundur Ólafsson, f. 3. febrúar 1921, d. 28. mars 2001, og Steinunn Magnúsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2025 | Minningargreinar | 330 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Magnússon

Gunnlaugur Magnússon fæddist 22. janúar 1949. Hann lést 1. febrúar 2025. Útför hans fór fram 11. febrúar 2025. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2025 | Minningargreinar | 3530 orð | 1 mynd

Halldóra Hermannsdóttir

Halldóra Hermannsdóttir fæddist 23. febrúar 1929 á Siglufirði. Hún lést á taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi 5. mars 2025. Móðir hennar var Anna Sigríður Þorleifsdóttir, f. 3.12. 1900, d. 28.2 Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2025 | Minningargreinar | 4849 orð | 1 mynd

Jón Otti Ólafsson

Jón Otti Ólafsson fæddist í Reykjavík 10. júlí 1941. Hann lést á Hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði 28. febrúar 2025. Foreldrar hans voru Vigdís Jónsdóttir, f. 9.11. 1918, d. 7.1. 2014, og Ólafur Ottósson, f Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2025 | Minningargreinar | 439 orð | 1 mynd

Karl J. Steingrímsson

Karl J. Steingrímsson fæddist 19. mars 1947. Hann lést 22. febrúar 2024. Útför hans fór fram 19. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2025 | Minningargreinar | 2566 orð | 1 mynd

Sigríður Drífa Elíasdóttir Bragadóttir

Sigríður Drífa Elíasdóttir Bragadóttir fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1972. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. mars 2025. Foreldrar hennar eru Bjarney Þuríður Runólfsdóttir, f. 4.8. 1951, og Elías Júlíusson, f Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2025 | Minningargreinar | 346 orð | 1 mynd

Sigríður Sæunn Jakobsdóttir

Sigríður Sæunn Jakobsdóttir fæddist 3. ágúst 1937. Hún lést 26. febrúar 2025. Útför hennar fór fram 13. mars 2025. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

19. mars 2025 | Í dag | 58 orð

3980

Mörgum þykir torskilið að ekki skuli settur maður á vörð þegar logsoðið eða –hitað hefur verið á pappalögðum þökum, svo oft kviknar í eftir slíka vinnu. Þá læsir eldurinn sig í tréverk t.d Meira
19. mars 2025 | Í dag | 288 orð

Af Teslu, óþægð og Tótu

Dagbjarti Dagbjartssyni var falið að yrkja um Teslubíla á vísnakvöldi, sem að vísu var aflýst. En þessar líka afbragðs vísur standa. Hann segist ókunnur rafbílavæðingunni, en velti fyrir sér hvernig hann myndi yrkja um Elon Musk, „ef sá góði maður sæti hér sem einn af oss“ Meira
19. mars 2025 | Í dag | 34 orð | 1 mynd

Hveragerði Sölvi Björn Magnússon fæddist 7. desember 2024 kl. 08.25 á…

Hveragerði Sölvi Björn Magnússon fæddist 7. desember 2024 kl. 08.25 á Landspítalanum við Hringbraut Hann vó 3.484 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Magnús Grétar Sölvason og Sigurbjörg Bára Björnsdóttir. Meira
19. mars 2025 | Í dag | 107 orð | 1 mynd

Magnús Grétar Sölvason

40 ára Magnús er Hvergerðingur í húð og hár og starfar sem rafvirki hjá Raftaug ehf., en það er í eigu föður hans. Magnús er í Liverpool-klúbbnum, hefur verið í hestamennsku allt sitt líf og hann hefur líka áhuga á skotveiði Meira
19. mars 2025 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 Be7 6. 0-0 c6 7. a4 h6 8. He1 b6 9. Ba2 g5 10. Bxg5 hxg5 11. Rxg5 d5 12. dxe5 Rxe5 13. exd5 Rfg4 14. Rf3 Dd6 15. Rxe5 Rxe5 16. dxc6 Staðan kom upp í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla Meira
19. mars 2025 | Í dag | 184 orð

Tvöfalt geim V-AV

Norður ♠ Á1097 ♥ ÁD63 ♦ G10 ♣ 1032 Vestur ♠ 63 ♥ 842 ♦ K5 ♣ KDG965 Austur ♠ G84 ♥ – ♦ ÁD98642 ♣ Á87 Suður ♠ KD52 ♥ KG10975 ♦ 73 ♣ 5 Suður spilar 4♥ Meira
19. mars 2025 | Dagbók | 96 orð | 1 mynd

Vaknar við þetta á hverjum morgni

Leikkonan Birna Rún byrjar flesta daga með óvenjulegum hætti ásamt dóttur sinni en hún er yfirleitt farin að horfa á fótboltamyndbönd fyrir klukkan 7.30 – vegna óþreytandi áhuga dóttur hennar á Manchester United Meira
19. mars 2025 | Í dag | 877 orð | 4 myndir

Vonast eftir 50 jafn góðum í viðbót

Kristján Kristjánsson fæddist 19. mars 1975 á Akureyri og ólst upp í Þorpinu, örfáum metrum frá Gleránni. Neðra þorpið var ævintýraheimur hans og þar sleit hann barnsskónum við allar tegundir útileikja Meira

Íþróttir

19. mars 2025 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Allir tilbúnir í slaginn gegn Kósovó

Það er langur dagur hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í dag. Liðið æfir klukkan 10 á æfingavelli við hótelið sitt í Alicante á Spáni. Eftir æfingu heldur liðið upp á flugvöll, þar sem við tekur flug til Pristínu, höfuðborgar Kósovó Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Aron færir sig við Persaflóann

Aron Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Kúveit í handknattleik en hann hefur verið í sama hlutverki í nágrannaríkinu Barein frá árinu 2018. Barein vann einmitt Kúveit í leik um bronsverðlaunin á síðasta Asíumóti á árinu 2024 Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Bayern í erfiðri stöðu eftir tap

Bayern München er með bakið upp við vegg eftir tap gegn Lyon, 2:0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Þýskalandi í gær. Tabitha Chawinga og Melchie Dumornay skoruðu mörk Lyon í leiknum en Glódís Perla Viggósdóttir lék ekki með Bayern vegna meiðsla Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 843 orð | 2 myndir

„Stoltur og ánægður“

Orri Steinn Óskarsson, leikmaður Real Sociedad á Spáni, var útnefndur fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta af þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni á dögunum. Hann er á leiðinni í sitt fyrsta verkefni sem fyrirliði, en Ísland mætir Kósovó í tveimur… Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Einar fer til Hamborgar í sumar

Einar Þorsteinn Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur samið við þýska félagið Hamburg um að ganga til liðs við það í sumar og leika með því til sumarsins 2027. Einar, sem er 23 ára gamall, er að ljúka sínu þriðja tímabili með Fredericia í Danmörku Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 229 orð | 2 myndir

Fjölnir Íslandsmeistari

Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna í íshokkí annað árið í röð og í annað sinn í sögu félagsins eftir sigur gegn SA í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í Skautahöllinni á Akureyri í gær. Leiknum lauk með naumum sigri Fjölnis, 2:1, en… Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Knattspyrnumaðurinn Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í Bestu…

Knattspyrnumaðurinn Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í Bestu deildinni, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Bannið fékk Elmar Atli fyrir brot á veðmálareglum KSÍ en Elmar Atli steig sjálfur fram í… Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 334 orð | 2 myndir

Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson er í toppbaráttu á enn…

Kylfingurinn efnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson er í toppbaráttu á enn einu háskólamótinu í Bandaríkjunum. Eftir fyrri tvo hringina í gær var hann í sjötta sæti af 84 keppendum á þremur höggum undir pari, þremur höggum á eftir tveimur efstu mönnum Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Suðurnesjaslagur í úrslitaleiknum

Njarðvík og Grindavík mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta á laugardaginn kemur í Smáranum í Kópavogi. Njarðvík hafði betur gegn Hamri/Þór í fyrri undanúrslitaeinvígi gærdagsins, 84:81, í Smáranum í Kópavogi þar sem Brittany Dinkins… Meira
19. mars 2025 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Valur mætir Fylki í úrslitaleik

Markvörðurinn Stefán Þór Ágústsson reyndist hetja Vals í gær þegar liðið tók á móti ÍR í undanúrslitum deildabikars karla í fótbolta á Hlíðarenda. Úrslitin réðust í vítakeppni þar sem Stefán Þór, sem kom inn á sem varamaður á 34 Meira

Viðskiptablað

19. mars 2025 | Viðskiptablað | 1130 orð | 1 mynd

Að fara á límingunni á 58 dögum

Hér á Ítalíuskaganum hefur aldrei verið skortur á litríkum leiðtogum. Fyrst komu rómversku keisararnir, sem voru sitt á hvað útsmognir klækjarefir, sjálfhverfir rugludallar og göfugir landsfeður. Svo komu aðalsættir endurreisnartímabilsins og með… Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 269 orð | 1 mynd

Geymslustaður fyrir fjárheimildir

Það vakti athygli ViðskiptaMoggans þegar Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að hann hefði lagt fram minnisblað og sent bréf til fjármálaráðherra vegna slæms ástands vega á Vesturlandi Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 558 orð | 1 mynd

Hvenær er rétti tíminn til að fara í frumútboð?

”  Öflug fyrirtæki geta farið í vel heppnað frumútboð við lakar markaðsaðstæður og öfugt. Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 341 orð | 1 mynd

Höfum ekki efni á að skila fjárlagahalla

Aðalvandinn hjá Íbúðalánasjóði lá fyrst og fremst í uppsetningunni á sjóðnum eða misheppnaðri fjármálastjórn. Þetta segir Agnar Tómas Möller, sagnfræðinemi og fjárfestir, í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur var á mbl.is í gær Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 398 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðirnir stýra för með Birtu fremst

Í ljósi frétta af mögulegu samkomulagi um uppgjör HFF-bréfa vegna slita ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs) hafa komið fram ýmis sjónarmið og ekki virðast allir á eitt sáttir. ViðskiptaMogginn hefur rætt við ýmsa markaðsaðila vegna málsins og flestir eru … Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 731 orð | 1 mynd

Samkeppni frá bönkum öllum ljós

Það var fyrst og fremst fjárhagsuppbygging ÍL-sjóðs sem varð þess valdandi að illa fór hjá sjóðnum að mati sérfræðinga sem ViðskiptaMogginn ræddi við. Forsvarsmenn þar hefðu mátt vita að bankarnir færu í samkeppni við sjóðinn á fasteignalánamarkaði Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 2626 orð | 2 myndir

Skipulagsstefnan leiðir til hærra íbúðaverðs

Það eru að verða þrjú ár síðan við keyptum lóðirnar en það er ekkert að frétta hjá borginni. Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 813 orð | 1 mynd

Spáir í venjur og endurtekningar

Elfa Arnardóttir, yfirmaður vörustýringar hjá Nova, segir rekstrarumhverfið krefjandi og samkeppnina harða á íslenskum fjarskiptamarkaði. Að hennar sögn eru sérkennilegir tímar þar sem tæknin þróast á ljóshraða og við áttum okkur ekki á hvaða áhrif… Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 275 orð | 1 mynd

Stefna borgarinnar ýtir undir íbúðaverð

Húsbyggjandinn Gunnar Ingi Bjarnason segir umræðu um íbúðamarkaðinn oft ósanngjarna. Til dæmis hafi fyrirtæki hans beðið í um þrjú ár eftir að geta hafið uppbyggingu á lóðum í Gufunesi. „Það eru að verða þrjú ár síðan við keyptum lóðirnar en það er ekkert að frétta hjá borginni Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 828 orð | 4 myndir

Uppáhaldsstaðir blaðamanns í Mílanó

Það gerðist fyrir hálfgerða tilviljun að útsendari ViðskiptaMoggans á alþjóðaplani afréð að dúsa í Mílanó yfir köldustu vetrarmánuðina. Gamall leigusali átti lausa íbúð sem ég gat fengið á mjög sanngjörnu verði, og mér líkaði ágætlega sú tilhugsun… Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 1073 orð | 1 mynd

Vilja safna tæpum milljarði króna

Keystrike, hugbúnaðarfyrirtæki á sviði netöryggis, er í fjármögnunarlotu og hyggst safna 5-7 milljónum Bandaríkjadala í nýtt hlutafé, eða nálægt einum milljarði íslenskra króna. Fénu verður meðal annars varið í að þróa búnaðinn til að verja þjónustur í skýinu og til sölu- og markaðsstarfs Meira
19. mars 2025 | Viðskiptablað | 625 orð | 1 mynd

Þeir segja mest af Ólafi konungi

” Í dag stöndum við á bjargbrún breytts veruleika gervigreindar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.