Greinar fimmtudaginn 3. júlí 2025

Fréttir

3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Aflaverðmætið orðið 4,2 milljarðar

Líkur eru á að heildarafli strandveiðibáta á vertíðinni verði á bilinu 15-17 þúsund tonn af þorski, að því gefnu að veitt verði út ágúst eins og ætlunin er, skv. yfirlýsingum stjórnvalda. Þetta er mat Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 933 orð | 3 myndir

Aftur fastur punktur í tilveru – Stjórnvöld svari um framtíð

„Við erum komin aftur heim,“ segir Grindvíkingurinn Guðmundur Sverrir Ólafsson. Þau Guðmunda Jónsdóttir kona hans búa á Ásabraut 1, syðst og vestast í Grindavík og beint á móti grunnskóla bæjarins Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 519 orð | 1 mynd

Ástand veganna ívið betra en síðustu ár

Hálendisvegir á vegum Vegagerðarinnar virðast koma betur undan vetri en síðustu ár. Búið er að opna meirihluta veganna, sem er nokkru fyrr en hefur verið undanfarin ár. Ef litið er á kort Vegagerðarinnar má sjá að það eru aðeins níu hálendisvegir sem eru enn lokaðir Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

„Þetta eru hamfarir fyrir tónlistarmenn“

Gervigreindin er enn eitt höggið á skapandi listgreinar, að mati Bubba Morthens, tónlistarmanns og skálds. Þetta segir hann í kjölfar fréttar í Morgunblaðinu í gær um vinsælu hljómsveitina The Velvet Sundown, en það kom nýverið í ljós að… Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Fátt um svör hjá félagsmálaráðuneyti

Fátt var um svör hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu þegar ítrekuð var fyrirspurn til ráðuneytisins um ástæður þess að ráðgjafarfyrirtækið Attentus var fengið til að gera úttekt á embætti ríkissáttasemjara Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 1251 orð | 5 myndir

Fitan nauðsynlegur partur af steikinni

Þórir er viðloðandi allt sem tengist kokkabransanum í dag en hann er forseti Klúbbs matreiðslumeistara, fæddur í Reykjavík og uppalinn á Eyrarbakka. Hann er menntaður matreiðslumeistari og lærði á veitingastaðnum Skútanum í Vestmannaeyjum og er með… Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Fjórtánda umferðin hefst í kvöld

Fjórtánda umferðin í Bestu deild karla hefst í kvöld þegar Afturelding tekur á móti Breiðabliki í Mosfellsbæ en flautað verður til leiks klukkan 19.15. Breiðablik er með 26 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Víkings Meira
3. júlí 2025 | Fréttaskýringar | 709 orð | 2 myndir

Fjölbreytt verkefni undir 1,5% hattinn

Nýsamþykkt markmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Haag um að bandalagsríkin auki útgjöld sín til varnarmála upp í 5% fyrir árið 2035 þykir krefjandi fyrir þau flest, enda varð það úr sem málamiðlun, að markmiðinu var skipt í tvennt: Annars … Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Fjölsóttar útihátíðir víða um land

Ein af stærstu ferðahelgum ársins er núna um helgina og verður nóg um að vera um allt land. Nokkrar fjölsóttar útihátíðir verða haldnar en á meðal hátíða sem fólk getur sótt eru Írskir dagar á Akranesi, Bæjarhátíð Bíldudals, Allt í blóma í Hveragerði og Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 923 orð | 5 myndir

Garðbæingurinn sem gróf Bjólf upp

„Árið 2020 bað Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur mig um að vera með sér að grafa á Seyðisfirði og ég sagði já þótt ég tæki strax fram að ég væri hætt að taka að mér stórar rannsóknir,“ segir Ragnheiður Traustadóttir… Meira
3. júlí 2025 | Erlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Hitinn yfir 40 stig í Þýskalandi

Hitabylgjan sem hefur haldið vesturhluta meginlands Evrópu í heljargreipum síðustu daga færði sig austar í álfuna í gær. Þýska veðurstofan gaf út viðvörun fyrir allt landið og sagði að búast mætti við að hitinn færi á einhverjum stöðum yfir 40 stig Meira
3. júlí 2025 | Fréttaskýringar | 2299 orð | 3 myndir

Hvert stefnir skólakerfið?

„Viðmælendur OECD nefndu að markaða stefnu þyrfti að útfæra á nákvæmari og skýrari hátt.“ Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Íbúarnir geta notað bílastæði nágrannanna

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, gerir alvarlegar athugasemdir við deiliskipulagstillögu um byggingu fjölbýlishúss á bensínstöðvarlóðinni við Birkimel 1 Meira
3. júlí 2025 | Erlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Íranar hætta öllu samstarfi við IAEA

Klerkastjórnin í Íran tilkynnti í gær að hún hefði slitið formlega öllu samstarfi sínu við alþjóðakjarnorkumálastofnunina IAEA. Byggðist ákvörðunin á löggjöf frá íranska þinginu sem samþykkt var í síðustu viku, þar sem sagði að markmiðið með því að… Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 206 orð | 3 myndir

Kemur gullsími Donalds Trumps forseta til Íslands?

Stuðningsmenn Donalds J. Trumps Bandaríkjaforseta eru margir hverjir orðnir spenntir fyrir nýja gullsímanum sem Trump-fjölskyldan hyggst setja á markað. Að því er fram hefur komið í bandarískum fjölmiðlum mun síminn kosta 499 bandaríkjadali eða sem svarar 60.500 krónum á núverandi gengi Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Legsteinn lagður á leiði Sigurds í dag

Opinber norskur legsteinn verður lagður í dag á leiði norska sjóliðans Sigurds Arvids Nilsens í kirkjugarðinum á Flateyri að viðstöddum ættingjum hans sem fengu formlega tilkynningu frá norskum stjórnvöldum um afdrif Sigurds á síðasta ári Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Lét strax til sín taka

Einar Jóhannes Guðnason, 31 árs varaþingmaður Miðflokksins, flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi í liðinni viku og fylgdi henni eftir með andsvörum svo eftir var tekið. „Ég hef í það minnsta fengið mjög góð viðbrögð,“ segir hann lítillátur Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Malarvegir borgarinnar ekki fyrirstaða

Álit fólks á reiðhjólum tók stakkaskiptum í Reykjavík á árunum 1890 til 1940 og fór reiðhjólið frá því að vera tákn efri stétta til hversdagslegs samgöngutækis alþýðunnar. Þessa þróun skoðar Helgi Hrafn Guðmundsson í nýrri og viðamikilli MA-ritgerð í sagnfræði Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 243 orð | 2 myndir

Mánaðargjaldið 534 þúsund krónur

Búseti býður nú til útleigu íbúð í nýbyggingu í Vogabyggð í Reykjavík og er leigan um 534 þúsund á mánuði. Nánar tiltekið er mánaðargjaldið 533.923 krónur en við það bætist afborgun af láni ef svo ber undir Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Mikið að gera og margir í mat

„Verslunarrekstur er þjónusta sem þarf að vera í hverju byggðarlagi,“ segir Árný Huld Haraldsdóttir, kaupmaður á Reykhólum í Reykhólasveit. Í nóvember á síðasta ári endurreisti hún verslunarrekstur í byggðarlaginu, sem þegar þarna var komið sögu hafði legið niðri í heilt ár Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Ofurálag er á Landspítalanum

Ofurálag var í innlögnum á Landspítalann allan síðari hluta síðasta árs og var staðan á bráðamóttökunni þannig í fyrra að 65 sjúklingar lágu þar inni að meðaltali, en sjúkrarúmin voru einungis 42 talsins Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Ósigur gegn Finnum í fyrsta leiknum á Evrópumótinu

Ísland hóf lokakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta á ósigri gegn Finnlandi frammi fyrir átta þúsund áhorfendum í Thun í Sviss í gær, 1:0. Finnar náðu að nýta sér liðsmuninn eftir að íslenska liðið missti leikmann af velli í síðari hálfleik og tryggðu sér þrjú dýrmæt stig Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Óskar fundar í velferðarnefnd

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, sem einnig situr í velferðarnefnd Alþingis, hefur óskað þess að nefndin komi saman til þess að ræða þá stöðu sem uppi er varðandi lyfjakaup í heilbrigðiskerfinu Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Óskýr menntastefna Íslands

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hyggst kynna aðra af þremur aðgerðaáætlunum menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 í vikunni. Sú aðgerðaáætlun hefur beðið kynningar í rúmt ár en með henni er ætlunin að bregðast við slökum árangri í PISA Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Sigurborg skipuð skrifstofustjóri

Innviðaráðherra hefur skipað Sigurborgu Kristínu Stefánsdóttur í embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga í innviðaráðuneytinu að undangengnu mati hæfnisnefndar. Sigurborg hefur víðtæka stjórnunarreynslu bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaði Meira
3. júlí 2025 | Erlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Skorið á skotfærasendingar

Stjórnvöld í Úkraínu óskuðu í gær eftir því að Bandaríkjastjórn útskýrði ákvörðun sína eftir að Hvíta húsið tilkynnti óvænt um morguninn að hætt hefði verið við að senda skotfæri af ýmsu tagi til Úkraínuhers Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Sorporkuver gæti dregið úr losun

Áform eru uppi um að reisa sorporkustöð á athafnasvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu á landi Strandar í Rangárþingi ytra. Stöðin kemur til með að brenna úrgang í ákveðnum sorpflokkum sem ekki er hægt að farga öðruvísi Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 88 orð

Strandveiðar á góðri siglingu

Aflaverðmæti strandveiðibáta er nú komið yfir 4,2 milljarða króna, að mati Arnars Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Heildarafli þorsks stendur í 8.445 tonnum og meðalverð er 500 krónur á kílóið Meira
3. júlí 2025 | Erlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Sýknaður af alvarlegustu ákærunum

Kviðdómur í New York sýknaði bandaríska rapparann Sean „Diddy“ Combs af ákærum fyrir kynlífsmansal og skipulögð fjársvik en sakfelldi hann fyrir að hafa í tveimur tilvikum flutt konur til vændiskaupenda Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 533 orð | 2 myndir

Uggur og stuggur í Alþingishúsinu

Karpið um frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda heldur áfram á Alþingi inn í sumarið og er hitinn í húsinu talsvert meiri en úti á Austurvelli, þar sem flestir hrista hausinn yfir ástandinu Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 330 orð | 2 myndir

Upplýsingaflæði borgarinnar ekki til fyrirmyndar

Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði, segir það leitt að upplýsingaflæði borgarinnar varðandi lokun starfsstöðvar Brúarskóla á BUGL hafi ekki verið betra Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Úr fullkomnu samhengi opnuð í dag í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Myndlistarsýningin Úr fullkomnu samhengi verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag, fimmtudaginn 3. júlí, kl. 16 en þar sýnir kanadíska kvikmynda- og vídeólistafólkið Julie Tremble, Philippe-Aubert Gauthier og Tanya Saint-Pierre verk sín Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 660 orð | 2 myndir

Vannýtt tækifæri í sölu á eldislaxi

Ísland framleiðir um 50 þúsund tonn af eldislaxi árlega. Landeldisframkvæmdir eru í uppsiglingu á nokkrum stöðum, t.d. í Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og á Reykjanesi, sem gætu margfaldað framleiðslugetu landsins Meira
3. júlí 2025 | Fréttaskýringar | 353 orð | 2 myndir

Veiðigjöld hækka á flestum tegundum

Veiðigjald á nær allar fisktegundir mun hækka, þrátt fyrir að ætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið að hækkunin næði aðeins til fimm tegunda og þrátt fyrir að í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem nú er til umræðu á þingi, sé … Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 98 orð

Vekur ugg í brjósti tónlistarmanna

„Þetta eru hamfarir fyrir skapandi listamenn og tónlistarmenn,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Sífellt færist í vöxt að tónlist sem framleidd er af gervigreind sé gefin út í nafni tónlistarmanna sem ekki eru til Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Verkland fær Svan

Byggingarverktakafyrirtækið Verkland í Hafnarfirði hefur hlotið sitt fyrsta Svansleyfi fyrir fjölbýlishús við Áshamar 42–48 í Hamranesi þar í bæ. Þetta er, segir í tilkynningu, mikilvægur áfangi fyrir fyrirtækið þar sem markvisst hefur verið unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum framkvæmda Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Vilja fá lágverðsverslun á Hellu

Mikil þörf er fyrir að lágvöruverðsverslun verði opnuð á Hellu. Þetta segir í bókun byggðarráðs Rangárþings eystra sem samþykkt var á dögunum. Skynsamlegt er því að búa í haginn fyrir slíka atvinnu með skipulagsvinnu, til að tryggja slíkum atvinnurekstri stað og svigrúm Meira
3. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Vilja fyrirsjáanleika og fólk í bæinn

„Umfram allt þarf fleira fólk í bæinn til búsetu. Ef slíkt gerist styrkist atvinnulífið enn frekar; hægt er að opna verslanir og litlu þjónustufyrirtækin og svo koll af kolli,“ segir Karitas Una Daníelsdóttir, íbúi í Grindavík Meira

Ritstjórnargreinar

3. júlí 2025 | Staksteinar | 188 orð | 2 myndir

Ólíkar leiðir til skattahækkana

Vinstristjórn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar, Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingar og Ingu Sæland, eiganda Flokks fólksins, beitir ýmsum og ólíkum aðferðum við að þrýsta sköttum í landinu upp á við og draga þannig úr lífskjörum almennings Meira
3. júlí 2025 | Leiðarar | 242 orð

Skattlagning á villigötum

Margt er bogið við röksemdir þeirra sem vilja skattleggja meinta auðlindarentu Meira
3. júlí 2025 | Leiðarar | 358 orð

Úkraínumenn uggandi

Hlakkar í Rússum yfir yfirlýsingum um að draga eigi úr vopnasendingum til Úkraínu Meira

Menning

3. júlí 2025 | Menningarlíf | 959 orð | 2 myndir

Að vita ekki hvað bíður manns

Ég er ekki viss um að ég gæti starfað sem listamaður í fullu starfi hér á Íslandi. Meira
3. júlí 2025 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Bíó Paradís sýnir einleikinn Fleabag

Bíó Paradís sýnir einleikinn Fleabag í uppsetningu Breska þjóðleikhússins laugardaginn 5. júlí klukkan 21 og fimmtudaginn 10. júlí kl. 19 í leikstjórn Tonys Grech-Smiths og Vicky Jones Meira
3. júlí 2025 | Tónlist | 1462 orð | 2 myndir

Corelli var ávallt harður við sjálfan sig

Það væri að æra óstöðugan að rifja upp allar þær gamansögur sem til eru af æðisköstum Corellis. Meira
3. júlí 2025 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Endurkoma Capaldis vakti ánægju

Skoski söngvarinn Lewis Capaldi átti eftirtektarverða endurkomu á sviðinu á Glastonbury-hátíðinni í síðustu viku, tveimur árum eftir að hafa þurft að hætta á miðjum tónleikum á sama sviði vegna tourette-einkenna sinna Meira
3. júlí 2025 | Fólk í fréttum | 1609 orð | 10 myndir

Gleði og gaman á Akureyri um helgina

K100 heldur áfram að heimsækja skemmtilega áfangastaði vítt og breitt um landið í sumarverkefninu Við elskum Ísland. Nú liggur leiðin norður um helgina þar sem Ásgeir Páll, Jón Axel og Regína Ósk verða í beinni útsendingu með Skemmtilegri leiðina… Meira
3. júlí 2025 | Menningarlíf | 344 orð | 2 myndir

Íslenska ullin varð hennar sérgrein

Þetta stóra veggteppi er gott dæmi um frjálsa listsköpun Júlíönu Sveinsdóttur í ull. Geómetrísk form falla vel að eðli vefjar, lóðréttri uppistöðu og láréttu ívafi sem Júlíana nýtti sér jafnframt því að þróa lífræn form í vefinn Meira
3. júlí 2025 | Fólk í fréttum | 808 orð | 2 myndir

Íslenskur órói vekur mikla athygli í París

„Þessi þörf fyrir að skapa hefur alltaf blundað í mér. Það er eitthvað með stafina sem heillar mig, mismunandi letur, stafagerð og stafróf til dæmis. Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert úr þessum áhuga mínum en vildi ekki bæta við dóti í þennan… Meira
3. júlí 2025 | Fjölmiðlar | 207 orð | 1 mynd

Minnihlutahópur sem telst ekki með

Breski grínistinn David Baddiel hefur á undanförnum árum markvisst dregið fram í dagsljósið alla þá duldu og ekki duldu fordóma sem ríkja í garð gyðinga. Í bók sinni og samnefndri heimildarmynd Jews Don't Count færir Baddiel rök fyrir því að… Meira
3. júlí 2025 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Samsýningin Leiðir yfir land opnuð í dag

Alþjóðlega samsýningin Leiðir yfir land verður opnuð í dag, fimmtudaginn 3. júlí, kl. 17 í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16, að því er kemur fram í tilkynningu. Listamennirnir á sýningunni eru Agnes Ársælsdóttir, Arnaud Tremblay og Nina Maria Allmoslechner Meira
3. júlí 2025 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Sigríður opnar sýninguna Fótógrömm

Myndlistarkonan og listmeðferðarfræðingurinn Sigríður Björnsdóttir opnar einkasýningu sína Fótógrömm í dag, þann 3. júlí, kl. 16 til 18 á Mokka þar sem hún sýnir verk frá árinu 1959 Meira
3. júlí 2025 | Tónlist | 515 orð | 4 myndir

Tignust allra …

Ég hef alltaf verið hrifinn af Lorde og fannst þessi fyrsta plata eitthvað svo rosaleg. En svo sá maður á eftir listakonunni – eins og svo mörgum – inn í ömurlega mulningsvél poppheima. Meira
3. júlí 2025 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Tónleikum Mansons aflýst í Brighton

Tónleikum þungarokksstjörnunnar Marilyns Mansons, sem áttu að fara fram miðvikudaginn 29. október í Brighton í Bretlandi, hefur verið aflýst. The Guardian greinir frá og segir tónleikana hafa átt að vera þá fyrstu á komandi tónleikaferðalagi Mansons Meira
3. júlí 2025 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Vonar að Boualem Sansal verði náðaður

Francois Bayrou forsætisráðherra Frakklands segist vonast til þess að fransk-alsírski rithöfundurinn Boualem Sansal verði náðaður fljótlega en hann hlaut fimm ára fangelsisdóm í Alsír í lok mars. Var honum gert að sök að hafa grafið undan réttmæti… Meira

Umræðan

3. júlí 2025 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Aumkunarverður Dagur

Að halda því fram að málefni Grindvíkinga séu föst í þinginu vegna málþófs er bæði rangt og ósvífið. Meira
3. júlí 2025 | Pistlar | 398 orð | 1 mynd

Dagur í þinglokaþoku

Þinglok ætla að verða með skrautlegasta móti þetta árið. Verklausa… ég meina verkstjórnin hefur komið málum þannig fyrir að þremur vikum eftir áætluð þinglok og tæpum mánuði eftir að starfsáætlun Alþingis var kippt úr sambandi eru 40 mál, mörg stór, sem bíða annarrar umræðu Meira
3. júlí 2025 | Aðsent efni | 623 orð | 4 myndir

Framsækinn landbúnaður, 350 milljarða viðskiptavild og grænþvottur

Alkunna er að „gæðastýring“ í sauðfjárframleiðslu, sem kostað hefur skattgreiðendur um 40 milljarða á núvirði, er móðir allra grænþvotta. Meira
3. júlí 2025 | Aðsent efni | 512 orð | 1 mynd

Mikill taprekstur og skuldasöfnun borgarsjóðs

Ekkert sveitarfélag getur byggt rekstur sinn á lántökum árum og áratugum saman eins og gerst hefur í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar. Meira
3. júlí 2025 | Aðsent efni | 391 orð | 1 mynd

Sterk stjórn – skýr stefna í útlendingamálum

Það er stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Meira
3. júlí 2025 | Aðsent efni | 600 orð | 2 myndir

Tækifæri eða töpuð barátta?

OECD varar við hnignun í menntakerfinu. Þrátt fyrir það hyggst ríkið skera niður. Meira
3. júlí 2025 | Aðsent efni | 223 orð | 1 mynd

Um skipulagsmál á Þingvöllum og hlut stjórmálamanna

Umræða um hlut stjórnmálamanna að umhverfismálum er mikilvægari nú en áður. Meira
3. júlí 2025 | Aðsent efni | 344 orð | 1 mynd

Valkyrjur fá ráðgjöf

„Leikjafræðin sem liggur beint við fyrir ríkisstjórnina … er að segja bara „elskurnar mínar, taliði bara eins lengi og þið viljið“.“ Meira

Minningargreinar

3. júlí 2025 | Minningargreinar | 604 orð | 1 mynd

Brynjar Hansson

Brynjar Hansson fæddist 12. júní 1943 í Ólafsvík. Hann lést 18. júní 2025 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hans voru Hans Sigurberg Danelíusson og Sólveig Björndís Guðmundsdóttir. Systkini hans eru Stúlka Hansdóttir, Sveindís Rósa, Einar, Sigurhans, Bára, Ingveldur og Sævar sem eru látin Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2025 | Minningargreinar | 1667 orð | 1 mynd

Gísli Salómon Karlsson

Gísli Salómon Karlsson fæddist á Brjánslæk á Barðaströnd 19. júlí 1940. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 13. júní 2025. Foreldrar hans voru Hákonía Jóhanna Gísladóttir, f. 14. nóvember 1915, d Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2025 | Minningargreinar | 570 orð | 1 mynd

Ragnheiður Torfadóttir

Ragnheiður Torfadóttir fæddist 13. september 1952. Hún lést 12. júní 2025. Foreldrar Ragnheiðar voru Vera Pálsdóttir, f. 12. janúar 1919, d. 27. janúar 2014, og Torfi Ásgeirsson, f. 11. mars 1908, d Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2025 | Minningargreinar | 1357 orð | 1 mynd

Sigríður Einarsdóttir

Sigríður Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 27. janúar 1957. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 24. júní 2025. Foreldrar hennar voru Einar Eiðsson frá Svalbarðseyri, f. 1927, d. 1986, og Laufey Guðný Kristinsdóttir frá Skarði í Landsveit, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

3. júlí 2025 | Sjávarútvegur | 508 orð | 4 myndir

Grindavíkurhöfn nær sér á strik

„Maður trúir því varla að það séu að verða tvö ár núna síðan öllu var lokað” Meira

Viðskipti

3. júlí 2025 | Viðskiptafréttir | 197 orð | 1 mynd

Enn þrýstir Trump á Powell

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur aukið þrýsting á Jerome H. Powell seðlabankastjóra Bandaríkjanna og krefst þess að gripið verði til verulegrar vaxtalækkunar. Hvíta húsið birti á mánudag yfirlit yfir stýrivexti helstu hagkerfa heims með… Meira
3. júlí 2025 | Viðskiptafréttir | 154 orð | 1 mynd

Metur gengi Icelandair á 2,1 krónu á hlut

Greiningarfyrirtækið Akkur – greining og ráðgjöf hefur birt nýtt verðmat á flugfélaginu Icelandair Group þar sem gengi félagsins er metið á 2,1 krónu á hlut. Samkvæmt greiningunni er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins (EBITDA) verði 249 milljónir bandaríkjadala árið 2027 Meira
3. júlí 2025 | Viðskiptafréttir | 308 orð | 1 mynd

Óvissa dregur úr fjárfestingum

Áform um skattabreytingar og auknar álögur á sjávarútveg hafa þegar haft áhrif á fjárfestingar og verkefni fyrirtækja sem þjónusta greinina. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa nokkur fyrirtæki, sem sérhæfa sig í tækni, búnaði og lausnum fyrir… Meira

Daglegt líf

3. júlí 2025 | Daglegt líf | 1183 orð | 3 myndir

Lætur ekki aldurinn stoppa sig

Ég er að bíða eftir léttlopanum sem ég pantaði í peysurnar handa dætrum mínum, þær eru mjög spenntar og vilja hafa sínar peysur eins og bræðra sinna, nema þær völdu annan aðallit sem er bjartari en sá grænbrúni sem er í duggarapeysum okkur feðga Meira

Fastir þættir

3. júlí 2025 | Í dag | 56 orð

[4069]

Ártíð er ekki gegnsætt orð og jafnvel merkilega dularfullt miðað við lengd. Það þýðir aðeins eitt: dánarafmæli. Það er: þegar ákveðinn árafjöldi er liðinn frá því að e-r lést Meira
3. júlí 2025 | Í dag | 718 orð | 5 myndir

„Ég reyni að lifa lífinu lifandi“

Birna Björnsdóttir fæddist 3. júlí 1985 á Akranesi. „Það var ljómandi fínt að alast upp á Skaganum og maður var mjög frjáls. Ég var mikið hjá ömmu og afa, en mamma var í verslunarrekstri lengi vel og var með búðina á jarðhæðinni í húsi ömmu og … Meira
3. júlí 2025 | Í dag | 285 orð

Af baði, afa og umferðarljósum

Frétt var borin til baka um það að Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði mætt með lífverði með sér í sund á Álftanesi. Einungis dóttir hennar var með í för og fréttaflutningurinn „vitleysa“ að sögn forsetaembættisins Meira
3. júlí 2025 | Í dag | 296 orð | 1 mynd

Árni Þór Helgason

70 ára Árni Þór á ættir að rekja norður til Stranda, en ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. „Þegar ég var 13 ára og nýkominn úr sveit ákvað ég að fara út á Melavöll og fara að æfa frjálsar íþróttir og gerði það Meira
3. júlí 2025 | Dagbók | 39 orð | 1 mynd

Bílveltan í Óshlíð verði rannsökuð

Bifreið valt niður snarbratta hlíð. Engin belti voru í bílnum. Einn lést en tveir sluppu ómeiddir. Óshlíðarmálið frá 1973 er til umræðu í Dagmálum. Málið var tekið upp en lokað á ný 2023. Hefur lögregla rannsakað það til hlítar? Meira
3. júlí 2025 | Í dag | 182 orð

Hart barist A-Allir

Norður ♠ K ♥ ÁG64 ♦ ÁKG7 ♣ K652 Vestur ♠ D109876 ♥ 8 ♦ 92 ♣ DG97 Austur ♠ ÁG43 ♥ 1053 ♦ 5 ♣ Á10843 Suður ♠ 52 ♥ KD972 ♦ D108643 ♣ – Suður spilar 6♦ doblaða Meira
3. júlí 2025 | Í dag | 186 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 h6 4. Rc3 Bb4 5. e3 Bxc3+ 6. bxc3 d6 7. Bd3 e5 8. e4 Bg4 9. Be3 0-0 10. h3 Bh5 11. d5 Rbd7 12. g4 Bg6 13. Rd2 c6 14. De2 cxd5 15. cxd5 Dc7 16. 0-0 Rc5 17. f3 Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Balatonlelle í Ungverjalandi Meira
3. júlí 2025 | Dagbók | 100 orð | 1 mynd

Slúðurmiðlar tilkynna um skilnað

Slúðurmiðlar greindu frá því nýverið að Orlando Bloom og Katy Perry væru að skilja eftir tæplega tíu ára samband. Þau hafa þó ekki gefið út neina opinbera yfirlýsingu sjálf. Sögusagnir um sambandserfiðleika hafa verið á kreiki undanfarið, ekki síst… Meira

Íþróttir

3. júlí 2025 | Íþróttir | 436 orð | 1 mynd

„Fullmikið stress í fyrri hálfleiknum“

„Það er ótrúlega svekkjandi og leiðinlegt að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik,“ sagði markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Finnum í Thun í gær, 1:0 Meira
3. júlí 2025 | Íþróttir | 383 orð | 2 myndir

Brekkan er strax orðin frekar brött

Brekkan er strax orðin brött. Eftir ósigurinn gegn Finnum í Thun í gær, 1:0, er staða Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta þegar orðin erfið. Í fjögurra liða riðli má varla tapa leik ef lið ætlar sér annað tveggja efstu sætanna og núna er staðan… Meira
3. júlí 2025 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Dortmund mætir Real Madrid

Borussia Dortmund frá Þýskalandi varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í fótbolta í fyrrinótt með því að vinna Monterrey frá Mexíkó, 2:1, í Atlanta í Bandaríkjunum Meira
3. júlí 2025 | Íþróttir | 543 orð | 1 mynd

Elísabet mætir til leiks í Sviss

Elísabet Gunnarsdóttir þreytir í dag frumraun sína sem þjálfari á stórmóti í fótbolta þegar hún stýrir liði Belgíu gegn Ítalíu á Evrópumóti kvenna í Sviss. Þetta er hálfgerður úrslitaleikur fyrir bæði lið þótt hann sé í fyrstu umferðinni Meira
3. júlí 2025 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Freeman í staðinn fyrir Devos

Bandarísk körfuknattleikskona, Krystal Freeman, hefur samið við Íslandsmeistara Hauka um að leika með þeim á næsta keppnistímabili. Freeman er bandarískur framherji, 26 ára gömul og lék síðast með Syntainics Halle í Þýskalandi en áður í Portúgal og í bandaríska háskólaboltanum með Tulane-háskóla Meira
3. júlí 2025 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Glódís af velli með magakveisu

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði og lykilleikmaður kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gat aðeins spilað fyrri hálfleikinn gegn Finnum í fyrsta leik Evrópumótsins í Thun í Sviss í gær. Hún hafði glímt við magakveisu í nokkra daga fyrir leikinn og náði ekki að jafna sig í tæka tíð Meira
3. júlí 2025 | Íþróttir | 414 orð | 2 myndir

Íslenska U19 ára landslið karla í handknattleik tryggði sér í gær sæti í…

Íslenska U19 ára landslið karla í handknattleik tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Opna Evrópumótsins í Gautaborg með því að sigra Litáen örugglega, 21:13, í lokaumferð riðlakeppninnar. Jens Bragi Bergþórsson skoraði fjögur mörk í leiknum og… Meira
3. júlí 2025 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Karólína komin til Inter Mílanó

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í gærmorgun formlega kynnt til sögunnar sem nýr leikmaður ítalska knattspyrnufélagsins Inter Mílanó. Hún samdi við félagið til sumarsins 2028, eða fyrir næstu þrjú tímabil Meira
3. júlí 2025 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Spennan í 1. deild karla í knattspyrnu er ávallt mikil. Liðið sem vinnur…

Spennan í 1. deild karla í knattspyrnu er ávallt mikil. Liðið sem vinnur deildina fer beint upp í Bestu deildina en 2.-5. sæti fara í umspil um hitt sætið í efstu deild. Þetta er þriðja árið í röð sem deildin fer fram með þessu fyrirkomulagi og er spennan eins og alltaf gríðarleg Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.