Greinar laugardaginn 5. júlí 2025

Fréttir

5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

„Stóra fallega frumvarpið“ orðið að lögum

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær „stóra fallega frumvarpið“, og varð það þar með að bandarískum lögum. Trump hafði lagt mikinn þunga á að geta undirritað frumvarpið í gær, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, og tókst það eftir langa umræðu á Bandaríkjaþingi Meira
5. júlí 2025 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Að minnsta kosti 13 látnir í flóðum

Yfirvöld í Texas-ríki staðfestu í gær að minnst 13 manns hefðu farist í flóðum sem skullu á suðurhluta ríkisins í fyrrinótt, en óttast er að fleiri lík finnist á næstu dögum. Þá var í það minnsta 23 saknað í gær, og voru það stúlkur í sumarbúðum sem … Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Álnavörubúðin er sterkur þáttur í bæjarmyndinni

„Spjall við búðarborðið, þægileg stemning og vinátta við þá sem í búðina koma. Þetta er mikilvægur þáttur í kaupmennsku,“ segir Dóróthea Gunnarsdóttir í Álnavörubúðinni í Hveragerði. Nú í vikunni spurðist út að senn yrðu breytingar á starfsemi þar Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Bráðabirgðabrú á stöpla

Krana af stærstu gerð þurfti til að koma fyrir 30 metra langri bráðabirgðabrú sem tengir Efri-Laugardælaeyju á Ölfusá ofan við Selfoss við fastalandið. Mannvirki þetta þarf vegna smíði hinnar varanlegu brúar yfir ána, sem áætlað er að taka í notkun eftir um þrjú ár Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Ekkert formlegt, bara gaman

Það verður sannkölluð veisla í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar matarhátíðin Langborð á Laugavegi fer fram í fimmta sinn. Þar sameina Vínstúkan Tíu sopar, Public House og Sümac krafta sína og bjóða upp á fjölbreytt úrval af mat og drykk undir berum himni Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 175 orð

Ekki gerð refsing fyrir morð

Ymur Art Runólfsson var í gær sakfelldur fyrir að hafa orðið 68 ára gamalli móður sinni að bana í Breiðholti í október á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann dóm að þótt hann væri metinn sakhæfur á verknaðarstundu yrði honum ekki gert að … Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Elín Hall flytur eigin lög við gítarleik í stofunni á Gljúfrasteini

Tónlistarkonan Elín Hall kemur fram í stofunni á Gljúfrasteini á morgun kl. 16 og flytur lög úr eigin smiðju en í tilkynningu segir að Elín sé þekkt fyrir metnaðarfullar textasmíðar og hrífandi myndmál Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 430 orð | 2 myndir

Fagna því að bætt hafi verið við heimildir

Eitt þúsund tonnum hefur verið bætt við strandveiðiheimildir en það þýðir að nú eru rétt rúm 2.000 tonn eftir í pottinum. Þetta kom fram í tilkynningu sem atvinnuvegaráðuneytið sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni segir jafnframt að svigrúm til… Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Ferðast til nýrra tækifæra að frumkvæði Driftar EA

Tækifæri til vaxtar og tengingar við frumkvöðla með nýja sýn. Samstarf sem getur skilað nýjum lausnum og raunverulegum verðmætum. Þetta er inntak í starfi Kveikjunnar, nýsköpunarverkefnis Driftar EA, en upphafsviðburður þess var haldinn fyrir nokkrum dögum á Akureyri Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Ferðaþyrstir landsmenn njóta lífsins

Íslendingar lögðu margir hverjir af stað í ferðalag í gær enda nóg um að vera um allt land. Um helgina fara meðal annars fram Írskir dagar á Akranesi, Bæjarhátíð Bíldudals, Allt í blóma í Hveragerði og Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 517 orð | 1 mynd

Ferillinn í hnotskurn á tímamótum hjá Diddú

Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú fagnar 70 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg í Hörpu 7. september og er að hefja æfingar. „Ég verð með frábæra spilara mér til halds og trausts og Pál Óskar, litla bróður minn, sem… Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Formúlan möguleg á Íslandi

Væri mögulegt að koma upp götukappakstursbraut á höfuðborgarsvæðinu? Þessi spurning er meginviðfangsefni nýútgefinnar MS-ritgerðar í skipulagsfræði eftir Hugrúnu Hörpu Björnsdóttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

Fundu fækkun í fyrirburafæðingum

Fyrirburafæðingar drógust örlítið saman á fyrstu mánuðum samkomutakmarkana í kórónuveirufaraldrinum hér á landi og í öðrum hátekjulöndum (e. high-income countries). Í heildina litið drógust fyrirburafæðingar saman um 3-4% á heimsvísu á tímabilinu Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 378 orð | 5 myndir

Grillaðir bananar í eftirrétt – Þegar búin að fara hringinn – Gott og gaman að gista í tjaldi – Stefnan að njó

Stefán Guðleifsson var að athuga með stöðu gaskúta í hjólhýsi sínu þegar blaðamaður gaf sig á tal við hann en spurður hvert ferðinni væri heitið sagði Stefán: „Við erum bara að fara í uppsveitir Árnessýslu en erum ekki enn búin að ákveða hvar… Meira
5. júlí 2025 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Hamas samþykkja að hefja viðræður

Forsvarsmenn hryðjuverkasamtakanna Hamas sögðu í gærkvöldi að þeir væru reiðubúnir að hefja viðræður um mögulegt vopnahlé í í átökum samtakanna við Ísraelsher „þegar í stað“. Ráðfærðu þeir sig við aðra hópa Palestínumanna á Gasasvæðinu… Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

HR styður við efnaminni konur

Háskólinn í Reykjavík og menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar undirrituðu samning sín á milli á dögunum. Samningurinn snýr að því að nemendur HR, sem hlotið hafa styrk úr menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar, fá einnig styrk frá HR með mótframlagi úr hendi skólans Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 410 orð | 2 myndir

Húsið og fornbíllinn

Opnuð hefur verið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka sýningin Yfir beljandi fljót. Sú fjallar um sögu fólks sem ferðaðist gangandi og ríðandi á tímum þegar óbrúaðar ár og vötn klufu Árnessýslu Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 121 orð

Kaldar kveðjur til íbúa í Kraganum

Nýtt frumvarp um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga felur í sér kaldar kveðjur til íbúa í Suðvesturkjördæmi, að mati fjögurra bæjarstjóra í kjördæminu. Þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs,… Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Mikilvægt hlutverk „heyrðu“

Orðið heyrðu er ekki óheppilegur hluti máls sumra heldur gegnir það mikilvægu hlutverki við að halda flæði samræðna gangandi og koma í veg fyrir misskilning og er því mjög nytsamlegt í samræðum Íslendinga Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 344 orð | 3 myndir

Minntust Sigurds á Flateyri í gær

„Ég hitt Sigurd aldrei en vissi alltaf af hvarfi hans sem hefur verið sem ör á sál fjölskyldunnar. Það eina sem við ættingjar hans vissum var að hann sigldi á haf út og sneri ekki aftur. Setning legsteinsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Mæta Sviss kl. 19 annað kvöld

Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Sviss annað kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19 að íslenskum tíma. Þar er að duga eða drepast fyrir íslenska liðið sem verður helst að vinna leikinn til að eiga möguleika á að ná markmiðum sínum Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Nær tvöfaldur íbúafjöldi skrifaði undir

Framtíð Hnitbjarga, félagsheimilisins á Raufarhöfn, er í lausu lofti en sveitarfélagið Norðurþing, sem Raufarhöfn hefur tilheyrt frá árinu 2006, hefur ákveðið að skoða mögulega sölu á félagsheimilinu Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Páll Vilhjálmsson sýknaður

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í gær sem sneri að bloggaranum og fyrrverandi blaðamanninum Páli Vilhjálmssyni. Páll var sýknaður fyrir dómi. Páll var ákærður fyrir brot á 233. gr. a. í almennum hegningarlögum með skrifum sínum um Samtökin '78 Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Rólegur dagur á þinginu í gær

Tiltölulega rólegt var á Alþingi í gær miðað við umræður síðustu vikna, og mátti greina allt annað hljóð í þingmönnum varðandi möguleg þinglok en dagana á undan. Var þingfundi slitið kl. 16.26 en boðað hefur verið til næsta þingfundar í dag Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Segja ástand veganna óviðunandi

Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú, segir í bókun sem sveitarstjórn Dalabyggðar gerði í vikunni. Þar er sérstaklega vikið að stöðunni á Vestfjarðavegi (60), sem liggur um Dalina Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Svartbakur í bráðri útrýmingarhættu

Svartbakur er nú ein af fjórum fuglategundum sem flokkaðar eru í bráðri hættu á nýjum válista fugla, sem Náttúrufræðistofnun hefur birt, en svartbökum hér á landi hefur fækkað um 84% frá árinu 1987. Hinar tegundirnar þrjár, fjöruspói, lundi og… Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Sögulegt samstarf Símans og HBO Max

Síminn verður á næstu dögum samstarfsaðili Warner Bros. Discovery á Íslandi en samningur á milli fyrirtækjanna var undirritaður í gær. Viðskiptavinir Símans fá aðgang að völdu efni HBO í Sjónvarpi Símans Premium auk fulls aðgangs að smáforritinu HBO Max Meira
5. júlí 2025 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Treflar og blóm til heiðurs hetju

Fjöldinn allur af stuðningsmönnum knattspyrnufélagsins Liverpool hefur lagt leið sína að heimavelli liðsins við Anfield síðustu daga og skilið þar eftir trefla, treyjur, blóm og ýmislegt annað til heiðurs Portúgalanum Diogo Jota, framherja liðsins,… Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Úthlutun til strandveiða komi á óvart

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir aukna úthlutun til strandveiðiheimilda koma á óvart. Atvinnuvegaráðuneytið tilkynnti í gær að 1.000 tonnum hefði verið bætt við strandveiðiheimildir en það þýðir að nú eru rétt rúm 2.000 tonn eftir í pottinum Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Vilja reisa 167,5 m háar vindmyllur

Áform eru um að reisa vindorkuver á landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Fyrirtækið Stormorka ehf. stendur á bak við verkefnið sem hefur fengið nafnið Storm I og er nú í mats- og skipulagsferli. Það samanstendur af 18 vindmyllum sem allar eru 167,5 metrar að hæð Meira
5. júlí 2025 | Fréttaskýringar | 638 orð | 2 myndir

Vilja reisa hæstu vindmyllur landsins

Áformað er að reisa 119 MW vindorkuver á landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Fyrirtækið Stormorka ehf. stendur á bak við framkvæmdirnar. Umhverfismat liggur nú fyrir og framkvæmdin er í mats- og skipulagsferli Meira
5. júlí 2025 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Vilja styrkja loftvarnir Úkraínu

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hann og Trump Bandaríkjaforseti hefðu sammælst um að styrkja loftvarnir Úkraínu, en forsetarnir tveir ræddust við símleiðis í gær. Var samtal þeirra mjög gott að sögn helstu ráðgjafa Selenskís Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Þekkir ekki annað en sérstaka tíma á Alþingi

Birna Bragadóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti í gær en hún kemur inn í stað Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur sem tók sér hlé frá þingstörfum og settist á skólabekk Meira
5. júlí 2025 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Öryggisgæsla aukin í ráðhúsinu

Sú ákvörðun meirihlutans í borgarráði Reykjavíkur að draga fána Palestínu að húni við ráðhúsið virðist ekki með öllu útgjalda- og áhættulaus. Ákvörðunin var tekin á sérstökum aukafundi sem boðaður var til þess eins að meirihlutinn gæti samþykkt… Meira

Ritstjórnargreinar

5. júlí 2025 | Leiðarar | 333 orð

Góð leið til kjarabóta

Skattheimtan er óhófleg þegar aðeins helmingur launakostnaðar rennur í vasa launþega Meira
5. júlí 2025 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Hvað með þann íslenska?

Vinstri meirihlutinn í Reykjavík hefur samþykkt að flagga palestínska fánanum við ráðhús borgarinnar, þrátt fyrir að mat liggi fyrir um að því fylgi aukin áhætta fyrir borgarfulltrúa. Við ráðhúsið hefur alllengi blakt úkraínskur fáni en munurinn er… Meira
5. júlí 2025 | Leiðarar | 283 orð

Óráðsían í ráðhúsinu

Skuldir Reykjavíkur vaxa um 88 milljónir króna dag hvern Meira
5. júlí 2025 | Reykjavíkurbréf | 1606 orð | 1 mynd

Ótrúleg átök

Kannski væri best að byrja sem sætavísari og sjá svo til hvað hentar viðkomandi næst, eða safna frímerkjum. Meira

Menning

5. júlí 2025 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Anna Maggý sýnir ný verk í Þulu

Sýning Önnu Maggýar, Myndleysa, verður opnuð í Þulu í Marshallhúsinu í dag kl. 17. Ólíkt stafrænum verkum sínum notast Anna Maggý hér við efnafræði ljósmyndunar á tilraunakenndan máta og leyfir sér að eyðileggja verk í von um að fram komi óvæntir töfrar segir í tilkynningu Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Árleg tónlistarhátíð í Strandarkirkju hefst

Hin árlega tónlistarhátíð, Englar og menn, í Strandarkirkju í Selvogi hefst á morgun með tónleikum kl. 14. Þar munu koma fram feðgarnir Kristinn Sigmundsson bassi og Jóhann Kristinsson baritón og flytja íslensk og erlend sönglög Meira
5. júlí 2025 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Ekkert sem stöðvar Tom Cruise

Síðasta myndin í Mission: Impossible-kvikmyndaseríunni kom út á dögunum. Myndin ber undirtitilinn The Final Reckoning og er sú áttunda í seríunni á rúmum 30 árum. Í undirbúningi fyrir myndina ákvað ég að rifja upp hinar enda kvikmyndaserían í miklu uppáhaldi Meira
5. júlí 2025 | Tónlist | 542 orð | 7 myndir

Íslensku tónsporin

Þessi grein átti upphaflega ekki að vera upptalningargrein en hjá því verður ekki komist. Ég ætla því að ryðja út úr mér nöfnum sem hafa verið iðin við kolann að undanförnu. Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Kurr í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Kvartettinn Kurr stígur á pall í Hallgrímskirkju í Saurbæ á morgun kl. 16. Kvartettinn skipa þau Valgerður Guðnadóttir söngkona, Helga Laufey Finnbogadóttir á píanó, Guðjón Steinar Þorláksson á kontrabassa og Erik Qvick á slagverk Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Michael Madsen látinn 67 ára

Bandaríski leikarinn Michael Madsen er látinn 67 ára að aldri. Í frétt AFP kemur fram að hann hafi fengið hjartaáfall á heimili sínu í Malibu síðastliðinn fimmtudag, 3. júlí Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 143 orð | 1 mynd

Olga flytur nýja efnisskrá í tónleikaferð

Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble heldur tónleika hér á landi nú í júlí og flytur nýja efnisskrá sem ber yfirskriftina „Fragments“. Hópurinn mun halda tónleika í Vestmannaeyjum, Djúpavogi, Seyðisfirði, Ólafsfirði, Dalvík og Reykjavík og hefjast leikar 7 Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 57 orð

Rangt ártal

Í umfjöllun um listaverkið „Stúlka á hestbaki“ eftir Louisu Matthíasdóttur sem birt var í blaðinu 1. maí var farið rangt með ártal. Verk Louisu voru sýnd fyrst hér á landi árið 1974 en ekki árið 1993 eins og sagði í greininni Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Rebekka Blöndal syngur á Jómfrúnni

Söngkonan Rebekka Blöndal kemur fram kl. 15 í dag á fimmtu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Auk hennar skipa hljómsveitina þeir Hróðmar Sigurðsson á gítar, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 1061 orð | 2 myndir

Sambland af sannleika og skáldskap

„Kveikjan að bókinni er þetta limbó að vera hvorki ung né gömul, mín upplifun á því að vera á þessum stað í tilverunni þar sem rosalega mikið er búið og vonandi heilmikið eftir. Börnin mín eru orðin fullorðin og hver er ég þá?“ segir… Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Straumar nútímans í Gallerí Fyrirbæri

Önnur sumarsýning Gallerí Fyrirbæri, sem er á Ægisgötu 7 í Reykjavík, stendur nú opin og ber hún yfirskriftina Straumar nútímans. Listamenn sem verk eiga á henni eru Steingrímur Eyfjörð, Regn Sólmundur Evu, Laura Valentino, Irene Hrafnan, Brynjar… Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Tónleikaröðin Velkomin heim fer af stað

Velkomin heim, tónleikaröð FÍT (Félags íslenskra tónlistarmanna) og klassískrar deildar FÍH, hefst á morgun kl. 16 í Hörpuhorni með tónleikum Sigríðar Hjördísar Önnudóttur flautuleikara. Á efnisskránni verða verk á borð við Beau Soir eftir Claude Debussy, Sónötu op Meira
5. júlí 2025 | Menningarlíf | 713 orð | 2 myndir

Tónlistin liggur í loftinu

Auga nefnist plata tvíeykisins ROR sem kom út í mars á vegum bandaríska útgáfufyrirtækisins Sono Luminus. ROR er skipað tónlistarmönnunum Gyðu Valtýsdóttur og Úlfi Hanssyni sem spila á selló og hljóðgervil Meira
5. júlí 2025 | Kvikmyndir | 710 orð | 2 myndir

Vitleysingar heimsækja risaeðlur

Smárabíó, Sambíóin og Laugarásbíó Jurassic World: Rebirth / Júraheimurinn: Endurfæðing ★★★½· Leikstjórn: Gareth Edwards. Handrit: David Koepp og Michael Crichton. Aðalleikarar: Scarlett Johansson, Mahershala Ali, Rupert Friend, Manuel Garcia-Rulfo, Luna Blaise, David Iacono, Audrina Miranda og Jonathan Bailey. 2025. Bandaríkin, Malta og Kanada. 134 mín. Meira

Umræðan

5. júlí 2025 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Áfram gakk

Senn líður að lokum 156. löggjafarþings, því fyrsta undir meirihluta Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins. Gangur þessa þings hefur verið sá sem hann hefur verið og óþarfi að rekja frekar. Það er saga sem bíður betri tíma Meira
5. júlí 2025 | Aðsent efni | 235 orð

Danmörk í stríði við Alsír

Furðulegt er að sjá vanmátt Evrópusambandsins (og raunar Atlantshafsbandalagsins líka) í Rauðahafi, þar sem Hútar í Jemen stunda sjórán, en tilkynna, að þeir sleppi skipum frá Kína og Rússlandi. Evrópuríkin láta Bandaríkin og Ísrael um að taka á… Meira
5. júlí 2025 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Frá smámarkaði til alþjóðlegs árangurs

Fyrirtæki sem verða „AI first“ og sjá gervigreind sem sjálfsagðan hluta af innviðum sínum munu leiða. Meira
5. júlí 2025 | Aðsent efni | 631 orð | 4 myndir

Kaldar kveðjur til íbúa Suðvesturkjördæmis

Þegar áhrif frumvarpsins eru skoðuð kemur í ljós að áhrif breytinganna eru neikvæð um 1,5 milljarða króna fyrir sveitarfélögin í Suðvesturkjördæmi. Meira
5. júlí 2025 | Pistlar | 764 orð

Netöryggisógnir og njósnir Kínverja

Netöryggissveitin bendir á ógnarhópa sem eru taldir tengjast Kína og beita mjög þróuðum aðferðum til að njósna og valda skaða í netheimum. Meira
5. júlí 2025 | Aðsent efni | 525 orð | 1 mynd

Ójafnir vígvellir

Þegar hefðir gærdagsins takmarka frelsi dagsins í dag. Meira
5. júlí 2025 | Pistlar | 472 orð | 2 myndir

Raðmorðingi er orð

Náriðill er orð. Einhver hefur einhvern tíma framkvæmt það sem í því felst, eða hugsað sér það, og væntanlega fleiri en einn því annars væri hugtakið varla til. Einræðisríki er orð. Fyrir því eru fordæmi Meira
5. júlí 2025 | Aðsent efni | 309 orð | 1 mynd

Skattastefna Viðreisnar

Er Viðreisn þá bara enn einn vinstriflokkurinn, eða freista völdin svo mjög? Meira
5. júlí 2025 | Pistlar | 547 orð | 3 myndir

Teflt á slóðum Napóleóns

Skákþyrstir létu rigningardembur ekki aftra sér þátttöku þegar þegar blásið var til hraðskákmóts í Laugarvatnshelli sl. laugardag. Fontana Spa, VignirVatnar.is og The Caves of Iceland voru helstu forsprakkar mótsins Meira
5. júlí 2025 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Veiðigjaldafrumvarpið er lýðræðisfjandsamlegt

… og þegar stjórnarandstaðan fær ekki að sjá þau gögn sem breytingarnar byggjast á – þá er verið að setja lög í myrkri. Meira

Minningargreinar

5. júlí 2025 | Minningargreinar | 1748 orð | 1 mynd

Anton Rúnar Helgason

Anton Rúnar Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, Bolungarvík, fæddist á Siglufirði 10. júní 1960. Hann lést á gjörgæsludeild LSH 21. júní 2025. Foreldrar hans voru Sigurður Helgi Árdal Antonsson, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. júlí 2025 | Viðskiptafréttir | 537 orð | 1 mynd

Ódýrasti bollinn úr dýrasta hráefninu

Kaffistofan er sérkaffihús í miðbæ Akureyrar. Þar er að finna ódýrasta kaffibolla bæjarins að sögn Ármanns Atla Eiríkssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Kaffistofunnar. Hann segir ákveðinn markhóp hafa gleymst hjá öðrum kaffihúsum í bænum:… Meira
5. júlí 2025 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Rheinmetall stefnir á níu þúsund ráðningar

Þýski framleiðandinn Rheinmetall, þekktur fyrir skriðdreka og stórskotaliðsvopn, hefur nú tekið formlega þátt í framleiðslu F-35-orrustuþotna fyrir Bandaríkjamarkað. Fyrirtækið opnaði nýlega hátækniverksmiðju í vesturhluta Þýskalands þar sem… Meira
5. júlí 2025 | Viðskiptafréttir | 216 orð | 1 mynd

Verðbólgan verði 3,8% í ár

Hagstofan spáir því að verðbólgan verði að meðaltali 3,8% í ár og nálgist verðbólgumarkmið árið 2027. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir júlí sem birt var í gær. Í spánni segir að aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og… Meira

Daglegt líf

5. júlí 2025 | Daglegt líf | 959 orð | 4 myndir

Fegurðin er ekki tilgangslaus

Ég ætla að vera með stækkunargler tiltæk á sýningunni svo fólk geti skoðað fíngerðan útsauminn gaumgæfilega, en ég vinn þessi verk með því að hafa þau alveg upp við andlitið, sem hentar mér vel því ég er svakalega nærsýn,“ segir Harpa… Meira

Fastir þættir

5. júlí 2025 | Í dag | 63 orð

[4071]

taka upp hanskann fyrir e-n merkir að taka til varna fyrir e-n, verja gerðir e-s. Úr hólmgöngumáli: ég skora þig á hólm með því að kasta hanska til þín. Taki þriðji maður upp hanskann hefur hann lýst því yfir að hann hyggist verja þig Meira
5. júlí 2025 | Í dag | 249 orð

Af öreigum, gátu og sleggju

Jón Jens Kristjánsson yrkir að gefnu tilefni: Í Bolholti suður er barið dyra bylur þá stöfum í öreigar sameinast ekki þar uppi mun staða ný byrjað var á að skipta skapi og um skrár í framhaldi af því Meira
5. júlí 2025 | Í dag | 714 orð | 4 myndir

Gullsmiðurinn í Bankastrætinu

Ólafur Guðmundur Jósefsson fæddist á Landspítalanum 5. júlí 1950. „Ég átti heima á Miklubraut 70 til fjögurra ára aldurs og flutti þá í Mosgerði 14 þegar foreldrar mínir keyptu það hús.“ Hann var mikið í hestamennsku sem barn Meira
5. júlí 2025 | Í dag | 967 orð | 1 mynd

Messur

AKRAKIRKJA | Sumarmessa kl. 14. Sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir sóknarprestur þjónar. Steinunn Pálsdóttir leikur með í almennum söng á harmonikku. Messan er hluti af verkefninu Sumarmessur í Borgarfirði Meira
5. júlí 2025 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Ólafsfjörður Andrea Yrja Ásgeirsdóttir fæddist á Ólafsfirði kl. 5.00 þann…

Ólafsfjörður Andrea Yrja Ásgeirsdóttir fæddist á Ólafsfirði kl. 5.00 þann 6. september 2024. Hún vó 4.030 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elfa Sif Kristjánsdóttir og Ásgeir Frímannsson Meira
5. júlí 2025 | Árnað heilla | 181 orð | 1 mynd

Pétur Haraldsson

Pétur Haraldsson fæddist 3. júlí 1925 í Reykjavík, sonur þeirra Haraldar Péturssonar safnhúsvarðar og fræðimanns og Margrétar Þormóðsdóttur húsfreyju. Pétur lauk námi í prentiðn 1946 og starfaði síðan sem vélsetjari í prentsmiðjunni Hólum til 1962 Meira
5. júlí 2025 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. c4 e6 4. g3 Bb4+ 5. Bd2 Be7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 c6 8. Bf4 Rbd7 9. Rc3 b6 10. cxd5 Rxd5 11. Rxd5 cxd5 12. Da4 a5 13. Hfc1 Ha7 14. h4 Ba6 15. Dd1 Da8 16. e3 Hc8 17. Hxc8+ Dxc8 18. Hc1 Df8 19 Meira
5. júlí 2025 | Dagbók | 94 orð | 1 mynd

Skipulagði íslenskt Bezos-brúðkaup

Hannes Pálsson, einn eigenda Pink Iceland, greindi frá því í Skemmtilegri leiðinni heim með Ásgeiri Páli, Regínu Ósk og Jóni Axel að hann hefði að gamni sínu skipulagt brúðkaup á Íslandi til jafns við það sem Jeff Bezos hélt nýverið í Feneyjum, með… Meira
5. júlí 2025 | Dagbók | 46 orð

Spáð í spilin í Sviss

Bjarni Helgason íþróttablaðamaður og Ágúst Beinteinn Árnason, verkefnastjóri samfélagsmiðla mbl.is og Morgunblaðsins, eru staddir á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Sviss. Þeir fá til sín góða gesti og spá í spilin hjá íslenska landsliðinu á meðan EM… Meira
5. júlí 2025 | Í dag | 159 orð | 1 mynd

Thelma Ósk Sigurjónsdóttir

30 ára Thelma fæddist í Vestmannaeyjum og var þar til sex ára aldurs, en þá flutti hún til Reykjavíkur. Hún gekk í Ölduselsskóla í Breiðholtinu. Hún var í dansi og fimleikum sem stelpa. Þegar hún var 17 ára flutti hún aftur til Vestmannaeyja Meira
5. júlí 2025 | Í dag | 179 orð

Vorboðinn ljúfi N-Allir

Norður ♠ 76 ♥ 52 ♦ ÁD104 ♣ DG1032 Vestur ♠ D1084 ♥ G10863 ♦ G ♣ 984 Austur ♠ G972 ♥ D974 ♦ 6 ♣ K765 Suður ♠ ÁK3 ♥ ÁK ♦ K987532 ♣ Á Suður spilar 7♦ Meira

Íþróttir

5. júlí 2025 | Íþróttir | 833 orð | 2 myndir

Hann er með allt til að ná langt

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson er leikmaður júnímánaðar í Bestu deild karla samkvæmt M-einkunnagjöf Morgunblaðsins en hann fékk fimm M í fjórum leikjum með FH. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Kjartan Kári er valinn leikmaður… Meira
5. júlí 2025 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

ÍBV náði sex stiga forystu í 1. deild kvenna í gærkvöld með stórsigri á…

ÍBV náði sex stiga forystu í 1. deild kvenna í gærkvöld með stórsigri á Grindavík/Njarðvík, 5:1, í fyrsta leiknum á endurbyggðum Hásteinsvelli sem nú er klæddur gervigrasi. Allison Lowrey skoraði tvö marka ÍBV, Allison Clark og Milena Mihaela Patru… Meira
5. júlí 2025 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

ÍR-ingar sóttu þrjú stig í Árbæinn

ÍR-ingar eru enn og aftur komnir í efsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Fylki í Árbænum í gærkvöld, 2:1. Þeir eru taplausir eftir fyrri umferðina, tveimur stigum á undan Njarðvíkingum sem hafa heldur ekki tapað leik Meira
5. júlí 2025 | Íþróttir | 839 orð | 2 myndir

Verða að vinna í Bern

Það er allt undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar liðið mætir heimakonum frá Sviss í 2. umferð A-riðils Evrópumótsins í Bern í Sviss á morgun en bæði lið töpuðu fyrstu leikjum sínum í 1 Meira
5. júlí 2025 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

Þjóðverjar og Svíar standa vel

Þýskaland og Svíþjóð voru fyrir fram líklegustu liðin til að komast áfram úr C-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta og eftir sigra í fyrstu umferðinni standa þau bæði vel að vígi. Svíar unnu Dani í hörðum grannaslag í Genf, 1:0 Meira

Sunnudagsblað

5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 153 orð

„Borðaðir þú fullan poka af jarðhnetum í bíó?“ spyr mamman, „Hvað gerðir…

„Borðaðir þú fullan poka af jarðhnetum í bíó?“ spyr mamman, „Hvað gerðir þú við alla skurnina? Ekki hentirðu henni á gólfið?“ „Nei alls ekki, ég setti hana alla í vasann á jakka mannsins við hliðina á mér!“ Mús og fíll fara saman á ströndina Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 820 orð | 5 myndir

Búnar til í Birmingham

Vatnaskil verða í málmsögunni í dag (laugardag), þegar bandið sem almennt er talið hafa hleypt stefnunni af stokkunum, Black Sabbath, kveður fyrir fullt og fast, 57 árum eftir að það var stofnað í Birmingham á Englandi Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 330 orð | 5 myndir

Eins og sögumaður sé að vagga lesanda

Fyrst nefni ég The use of Photography eftir Annie Ernaux & Marc Marie. Undanfarin ár hef ég verið með eina Annie Ernaux-bók á náttborðinu eða í veskinu. Ernaux fjallar um eigið líf í félagslegu samhengi og í The use of Photography skrifa hún og… Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 1425 orð | 5 myndir

Einstakur heimur Caravaggios

Þetta er stórkostleg sýning á einstökum listaverkum, og kemur ekki á óvart að gagnrýnendur helstu fjölmiðla tala um hana sem sýningarviðburð ársins í myndlistarheiminum. Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Finnur ástina í Lundúnum

Rómans Too Much nefnist nýr rómantískur gamanmyndaflokkur úr smiðju Lenu Dunham og eiginmanns hennar, Luis Felbers, sem kemur inn á Netflix-veituna á fimmtudaginn. Byggt er á sambandi þeirra tveggja Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 976 orð | 2 myndir

Forðumst tilbúinn tímaskort

Helgin sem gengin er í garð hefur lengi verið önnur stærsta umferðarhelgi ársins á Íslandi, á eftir verslunarmannahelginni, enda þótt enginn aukafrídagur fylgi henni. Nú eru á hinn bóginn margir komnir í sumarfrí úr vinnu og lausari við en ella, auk þess sem skólar eru búnir í bili Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 18 orð

Frozen-tímarit fullt af skemmtilegri afþreyingu: Saga til að lesa,…

Frozen-tímarit fullt af skemmtilegri afþreyingu: Saga til að lesa, þrautir, völundarhús, plakat – og spennandi Frozen-dót fylgir með! Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 780 orð | 1 mynd

Hátíð í minningu Sturlu Þórðarsonar

Stærð Sturlu Þórðarsonar í miðaldabókmenntum okkar hefur orðið fræðimönnum og bókmenntafólki æ ljósari á síðustu árum og áratugum, og ef að er gáð er mikilvægi hans varla minna en Snorra Sturlusonar. Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 581 orð | 1 mynd

Heimilisböl vinstrimanna

Nútímasamfélag þarf síst á að halda sósíalisma með einstrengingslegum áherslum, fyrirlitningu á fjármunum og fordæmingu á frumkvæði einstaklinga sem hugsa öðruvísi en fjöldinn og auðgast jafnvel á því. Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 408 orð | 1 mynd

Hrífugerðarmönnum og pöndum úthýst

Þetta mun að líkindum hafa jafnvel enn meiri áhrif á líf fólks en andlát Stöðvar 2 Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Hvað ef Elba væri forsætisráðherra?

Hasar Hvernig ætli heimurinn liti út ef John Cena væri forseti Bandaríkjanna og Idris Elba forsætisráðherra Bretlands? Því fáum við að kynnast í tvær klukkustundir eða svo í kvikmyndinni Heads of State eftir Ilya Naishuller sem nálgast má á efnisveitunni Prime Video Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 1071 orð | 2 myndir

Kom til Íslands á hárréttum tíma

Jaap hafði mikinn áhuga á að byggja upp og það hefur svo sannarlega skilað sér. Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 126 orð | 2 myndir

Leikur löggu í eyðimörkinni

Stórleikarinn Joaquin Phoenix er staddur í Nýju-Mexíkó í sinni nýjustu kvikmynd, Eddington eftir bandaríska leikstjórann Ari Aster sem frumsýnd verður vestra 18. júlí. Við erum að tala um svarta kómedíu með dramatísku ívafi Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 122 orð | 1 mynd

Lorde gefur út glæra geisladiska sem virka ekki

Aðdáendur söngkonunnar Lorde sem festu kaup á nýrri plötu hennar, Virgin, segja farir sínar ekki sléttar við söngkonuna. Geisladiskurinn getur ekki spilast í hefðbundnum geislaspilurum. Diskurinn sem um ræðir er framleiddur úr gegnsæju efni og því alveg glær Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 809 orð

Lög eða regla?

Og ríkisstjórn Íslands lýsir því yfir að hún hafi í bígerð að láta okkur skattgreiðendur fara að borga í þágu vígvæðingar … Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 291 orð | 1 mynd

Orgelsumar í Hallgrímskirkju

Hvað er Orgelsumar í Hallgrímskirkju? Orgelsumarið er árleg orgelhátíð sem stendur yfir alla laugardaga og sunnudaga og hefst núna fyrsta sunnudaginn í júlí, en hátíðinni lýkur um menningarnæturhelgina Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 1475 orð | 3 myndir

Saga Lalla er saga margra

Hann var brotinn í spað sem barn og hafði mjög veika sjálfsmynd. Honum fannst hann vera gallaður frá náttúrunnar hendi. Honum fannst hann ekki tilheyra neinum því stofnanavistanir rifu hann frá fjölskyldunni. Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 166 orð | 1 mynd

Sennilega aldrei leikið verri landsleik

Það voru 10.280 óánægðir vallargestir sem hurfu heim á leið misjafnlega blautir af regni, að loknum landsleik Íslendinga og Dana í byrjun júlí 1955 sem þeir síðarnefndu unnu, 4:0. Gefum sparkskýranda Morgunblaðsins orðið: „Óánægðir voru menn… Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 736 orð | 2 myndir

Slegið í gegn

Þetta snýst um að tapa sem fæstum höggum, sigurvegarinn er sá sem gerir fæstu mistökin. Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 2299 orð | 2 myndir

Tilbúinn að stíga skrefið

Ég var tæknilega flinkur píanóleikari, sérstaklega þegar ég var táningur, en vissi það innst inni að það væri ekki fyrir mig að spila tónlist eftir aðra. Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 606 orð | 2 myndir

Úr skugganum í sviðsljósið

Ég er rosalega þakklátur fyrir það, þegar ég fer með dóttur mína á æfingu, að hún þurfi ekki að æfa við sömu aðstæður og margar af okkar helstu hetjum gerðu í gamla daga.“ Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 93 orð | 1 mynd

Útráður leikur Rudolf

ÆVI Hinn þýski Alexander Dreymon, sem kunnastur er fyrir túlkun sína á Útráði Danabana í Síðasta konungdæminu, mun fara með hlutverk Rudolfs Schenkers gítarleikara Scorpions í fyrirhugaðri mynd um þýska málmbandið goðsagnakennda sem hlotið hefur nafnið Winds of Change í höfuðið á hinni frægu ballöðu Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 65 orð | 1 mynd

Vita ennþá hvað þau gerðu

Hrollur Tæpum þremur áratugum eftir að upprunalega myndin skaut fólki skelk í bringu er framhaldið af I Know What You Did Last Summer á leið í kvikmyndahús. Nýir unglingar, nýtt bílslys, sami gamli hrollurinn Meira
5. júlí 2025 | Sunnudagsblað | 830 orð | 2 myndir

Æðrulaus og lék með hjartanu

Hann var ekki vinur tveggja heldur vinur allra. Maður sem lét öðrum líða vel bara með því að vera í kringum þá. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.