Greinar föstudaginn 3. október 2025

Fréttir

3. október 2025 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

2.500 börn bíða eftir geðþjónustu

Hjá Geðheilsumiðstöð barna bíða 2.498 börn og 2.211 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði, samkvæmt nýrri samantekt umboðsmanns barna. Börnum sem bíða eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði … Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Alvarleg slys fátíð við gatnamótin

Á undanförnum tíu árum hefur aðeins eitt alvarlegt slys orðið á gangandi vegfaranda við gatnamótin við Smáralind. Algengustu slysin og óhöppin hafa hins vegar verið þegar fólk dettur af reiðhjólum. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Bergþór Ólason gefur kost á sér til varaformennsku

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins. Kosið verður til þess og annarra helstu embætta á flokksþingi Miðflokksins, sem haldið verður á Hilton Reykjavík Nordica hóteli um aðra helgi, dagana 11.-12 Meira
3. október 2025 | Erlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Bíða svars Hamas við friðaráætlun

Leiðtogar Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu hafa enn ekki svarað því hvort þeir fallist á friðaráætlun sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að samningamenn hafi haft samband við Izz al-Din al-Haddad,… Meira
3. október 2025 | Erlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Boða aðgerðir gegn skuggaflotanum

Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gær að yfirmenn herafla bandalags svonefndra viljugra ríkja, sem styðja Úkraínu, muni hittast á næstu dögum og ræða hvernig eigi að hindra starfsemi svonefnds skuggaflota Rússa Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 430 orð | 2 myndir

Búa þarf landsbyggðinni betri starfsskilyrði

„Þetta er mikið högg fyrir tiltölulega lítið en öflugt samfélag og það er reynsla okkar landsbyggðarfólks í gegnum árin að atvinnulífið er oft byggt upp á fáum en sterkum fyrirtækjum og það verða mikil áhrif ef illa gengur,“ segir Logi… Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Búið að manna skoðunarstöð vestra

Eftir vandamál við mönnun skoðunarstöðvar Frumherja á Ísafirði hefur nýr starfsmaður verið ráðinn, Krzysztof Bienia bifvélavirki. Er þar nú opið alla virka daga frá kl. 8-16. Þegar verst var í sumar var aðeins hægt að hafa opið 3-4 daga í mánuði, vegna veikinda starfsmanns sem endaði með starfslokum Meira
3. október 2025 | Fréttaskýringar | 711 orð | 2 myndir

Einangraður klettadrangur með sögu

Þess var minnst í Bretlandi nýlega að 70 ár eru liðin frá því breska heimsveldið sló eign sinni á Rockall, 17 metra háan klett í miðju Atlantshafi sem hefur verið kallaður einangraðasti klettadrangur í heimi Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Fagnar 50 ára starfi í lögreglunni

Margt hefur breyst á þeirri hálfu öld sem Eyjamaðurinn Þröstur Elfar Hjörleifsson hefur starfað hjá lögreglunni, en hann fagnaði 50 ára starfsafmæli 1. október. Hann er enn starfandi sem sérfræðingur í hálfu starfi á lögreglustöðinni í Kópavogi Meira
3. október 2025 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Fylkingar skiptust á föngum

Stjórnvöld í Kænugarði og Moskvu skiptust í gær á stríðsföngum, 185 úr hvorri fylkingu. Aðgerð sem þessi er nokkuð algeng og hafa þúsundir hermanna þannig snúið aftur til síns heima undanfarin ár. Í mörgum tilfellum hafa þessir sömu menn snúið aftur á vígvöllinn Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 59 orð

Föst yfirvinna algeng innan ríkisins

Föst yfirvinna er útbreidd meðal ríkisstofnana og mismunandi eftir stofnunum. Viðskiptaráð leggur til breytingar á fyrirkomulaginu og bendir á í samantekt að gögn frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sýni að níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiði starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Gallerí Fyrirbæri sýnir í New York

Gallerí Fyrir­bæri opnar samsýninguna PS. Peace of Art í Satellite Art Show í New York í dag, 3. október. „Bæði rýmin eru listamannarekin og leggja áherslu á að efla samfélög sín og skapa vettvang fyrir skapandi starfsemi Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 344 orð

Ljósufjallakerfið minnir á sig með skjálftahrinu

Tugir jarðskjálfta riðu yfir við Grjótárvatn á Mýrum fyrri hluta dags í gær og mældist stærsti skjálftinn 3,5 að stærð. Jarðskjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu hefur aukist allt frá árinu 2021 og tók mikinn kipp í fyrra eins og Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um Meira
3. október 2025 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Mannskæð árás við bænahús gyðinga

Tveir eru látnir og þrír særðir eftir árás við sýnagógu í bresku borginni Manchester. Ódæðismaðurinn lét fyrst til skarar skríða á bifreið en greip svo til eggvopns. Maðurinn var í kjölfarið skotinn til bana af lögreglu Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Miðstöð stafrænnar heilbrigðisþjónustu

Stjórnvöld hafa ákveðið að koma á fót nýrri miðlægri þróunar- og þjónustumiðstöð fyrir allt heilbrigðiskerfið undir heitinu Stafræn heilsa. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra kynnti þetta í vikunni á nýsköpunarráðstefnu sem heilbrigðisráðuneytið og ráðuneyti nýsköpunarmála stóðu að Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Mosfellingar með fullt hús stiga

Afturelding trónir á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta með 10 stig eða fullt hús stiga eftir öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Fram í 5. umferð deildarinnar að Varmá í Mosfellsbæ í gær. »26 Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Náttúran gleður augað með fjölbreyttri litaflóru

Haustið getur verið skemmtilegur tími, einkum þegar laufin ná að lafa nógu lengi til að skarta fjölbreyttum litum, sem lífgar svo sannarlega upp á hversdagsleikann. Laugardalurinn í Reykjavík, þar sem þessi mynd var tekin, er gróið svæði sem tekur miklum breytingum eftir árstíðum Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 405 orð | 2 myndir

Ostar vekja ánægju

„Íslendingar vilja osta og því mætum við meðal annars með fjölbreyttu úrvali,“ segir Guðlaugur Þór Þorsteinsson, sölumaður hjá Mjólkursamsölunni (MS). Hann er í vaskri sveit sem þessa dagana fer víða um og kynnir það besta og helsta í ostaflóru fyrirtækisins Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 720 orð | 1 mynd

Reiðhjólaslys eru algengust í Smáranum

Eitt alvarlegt slys hefur orðið á gangandi vegfarendum á gatnamótunum við Smáralind á undanförnum 10 árum. Algengustu slysin og óhöppin eru þegar fólk dettur á reiðhjólum. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins um… Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 291 orð

Snýst ekki um lýðræði heldur peninga

Hart var tekist á um breytingar sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar að gera á sveitarstjórnarlögum, þannig að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði 250, á fyrsta degi fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Stéttaviðgerðir til stýrihóps Mjóddar

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, um að ráðist verði í viðgerðir á gangstéttum, köntum, akstursbrautum og stæðum á fjölfarinni skiptistöð strætisvagna í Mjódd, var ekki tekin til efnislegrar… Meira
3. október 2025 | Fréttaskýringar | 579 orð | 3 myndir

Sveitarfélögin vilja fjárfesta meira

Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna var sett í gærmorgun og er ljóst að skilaboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til ríkisstjórnarinnar eru skýr: Þau kalla eftir undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af innviðafjárfestingum og að gripið verði til… Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Ungmenni glímdu við ímyndaða árás

Hátt í 100 ungmenni, á aldrinum 18 til 35 ára, tóku þátt í svokallaðri Módel-NATO-ráðstefnu sem fram fór í Smiðju Alþingis sl. þriðjudag. Þar var starfsemi Atlantshafsbandalagsins, þ.e. fundur í Norður-Atlantshafsráðinu, endursköpuð þar sem… Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 275 orð | 2 myndir

Verðlaunaður í Stokkhólmi

Íslenskur nemi í Svíþjóð, Haukur Örn Valtýsson, fékk verðlaun fyrir meistararitgerð sína í samkeppni á vegum Samhällsbyggarna, samtaka byggingafyrirtækja í Svíþjóð. „Það er mikil viðurkenning að fá verðlaun frá þessum samtökum Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Þjóðaröryggisráð kallað til fundar í dag

Boðað hefur verið til fundar í þjóðaröryggisráði í dag, föstudag, en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynnti um fundarboðið að loknum ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs, skv Meira
3. október 2025 | Innlendar fréttir | 737 orð | 3 myndir

Þröstur hefur þjónað samfélaginu í 50 ár

„Ég veit ekki um neinn sem hefur starfað lengur en ég í lögreglunni, þótt ég vilji ekki fullyrða neitt um það,“ segir Vestmannaeyingurinn Þröstur Elfar Hjörleifsson sem fagnaði sínu 50. starfsafmæli hjá lögreglunni nú 1 Meira

Ritstjórnargreinar

3. október 2025 | Leiðarar | 255 orð

ESB er ekki matseðill

Verhofstadt afhjúpaði blekkingar forystumanna Viðreisnar Meira
3. október 2025 | Leiðarar | 408 orð

Farþegaraunir

Það dregur auðvitað töluvert úr sjálfstrausti manna og eðlilegri sannfæringu um það að við sem heild sem „hokrað“ höfum lengst hér norður frá séum nú loksins komin bærilega vel á veg. Enda þegar svo er komið að djarfir menn og ófeimnir… Meira
3. október 2025 | Staksteinar | 200 orð | 1 mynd

Ríkið hætti að þvælast fyrir

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í pistli í Viðskiptablaðinu í vikunni. Hún segir sérstakt að „helstu útflutningsgreinar landsins séu á varðbergi… Meira

Menning

3. október 2025 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Barnaspítalar og byssukjaftar

Sagt er að í styrjöldum sé sannleikurinn alltaf fyrsta fórnarlambið. Á vígvellinum eru andstæðar fylkingar og að baki þeim borðalagðir höfðingjar sem skipuleggja aðgerðir en eru líka til svara í fjölmiðlum Meira
3. október 2025 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Ichiko Aoba væntanleg til landsins

Japanska tónlistarkonan Ichiko Aoba kemur fram í Norðurljósum Hörpu 15. apríl en almenn miðasala hefst í dag, föstudaginn 3. október, kl. 10. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hennar sem ber yfirskriftina „Across the Oceans“ en tónleikahaldarar segja óhætt að lofa ógleymanlegu kvöldi Meira
3. október 2025 | Menningarlíf | 904 orð | 2 myndir

Leikur allar persónur í Sálminum

„Ég sló óhikað til þegar Kjartan Ragnarsson bað mig um þetta í fyrra, enda finnst mér skemmtilegt þetta form sem þau hafa komið sér upp þarna á Söguloftinu, sem kalla má frásagnarleikhús. Það hentar vel fyrir einföldustu mynd af leikhúsi, þar… Meira
3. október 2025 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Ólíkir þættir trésins í brennidepli

Myndlistarmaðurinn Joris Rademaker opnar sýninguna Eitt tré, margar víddir í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri í dag, föstudaginn 3. október, kl. 17-20. Hún er opin um helgina kl Meira
3. október 2025 | Menningarlíf | 707 orð | 4 myndir

Vegið og metið

Bækur Jarðtengd norðurljós og Dreymt bert ★★★★· Eftir Þórarin Eldjárn (KJJ) „Hann hefur oft sýnt okkur lesendum óskeikult vald sitt yfir rímuðum og stuðluðum kveðskap en órímuð ljóð eru honum jafn töm, hvort sem fornir bragarhættir læðast þar inn um gáttir eða ekki.“ Kristján H Meira

Umræðan

3. október 2025 | Aðsent efni | 418 orð | 1 mynd

Er heyrn óþörf íslenskum skólabörnum?

Um nauðsyn þess að hefja á ný skimun á heyrn skólabarna á Íslandi, sem er eftirbátur annarra landa. Höfundur færir rök að endurupptöku skimunar. Meira
3. október 2025 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Fjarðarheiðargöng/Seyðisfjörður eða Keflavíkurflugvöllur/Sandgerði

Engum heilvita manni dettur í hug að tengja fjárveitingar fyrir Keflavíkurflugvöll við íbúafjölda í Sandgerði. Meira
3. október 2025 | Aðsent efni | 928 orð | 2 myndir

Lífeyrir, öldrun og krabbamein

Vísindi auka fagmennsku, gæði og öryggi meðferðar og eru forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu og menntun heilbrigðisstétta. Meira
3. október 2025 | Aðsent efni | 685 orð | 1 mynd

Lögbrot við undirbúning brúar yfir Fossvog

Prófessor í veðurfræði kveður svör innviðaráðherra um vindafar á Fossvogsbrú tóma steypu. Meira
3. október 2025 | Aðsent efni | 594 orð | 1 mynd

Menntakvika – Staða náttúruvísindamenntunar

Lítið er vitað um stöðu náttúruvísinda í íslenskum skólum annað en PISA-niðurstöður segja. Í hringborðsumræðunni er reynt að varpa ljósi á stöðuna. Meira
3. október 2025 | Aðsent efni | 350 orð | 1 mynd

Ríkið axli ábyrgð á sjóvörnum

Ég skora á ríkisstjórnina að gera sjóvarnir að forgangsmáli strax. Meira
3. október 2025 | Aðsent efni | 704 orð | 1 mynd

Samgöngur eru líka varnarmál

Ofurskattlagning þarf að skila sér til baka til þeirra staða sem gjalda fyrir skattlagninguna. Meira
3. október 2025 | Pistlar | 399 orð | 1 mynd

Samhengisleysi skattamálaráðherra

Hún er skyndilega að súrna hratt, staðan sem ríkisstjórnin finnur sig í. Tilboð í gerð Fossvogsbrúar voru 33% yfir kostnaðaráætlun Betri samgangna ohf. Áhrif veiðigjaldamálsins eru byrjuð að koma fram, með aukinni samþjöppun, uppsögnum og minni… Meira
3. október 2025 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Vægi landbúnaðar eykst með nýjum viðfangsefnum

Þorri þjóðarinnar vill viðhalda íslenskum landbúnaði, en gerir kröfur um opna ásýnd og aðgengi að landi. Kolefnisjafnvægi sífellt mikilvægara. Meira

Minningargreinar

3. október 2025 | Minningargreinar | 1779 orð | 1 mynd

Heiðrún Helga Magnúsdóttir

Heiðrún Helga Magnúsdóttir fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 10. mars 1935. Hún lést á Lundi á Hellu 25. september 2025. Foreldrar hennar voru Vilborg Júlíana Guðmundsdóttir, f. 18. júlí 1898, d Meira  Kaupa minningabók
3. október 2025 | Minningargreinar | 834 orð | 1 mynd

Helga Gunnlaugsdóttir

Helga Gunnlaugsdóttir fæddist 28. júlí 1938 á Felli í Vopnafirði. Hún lést 19. september 2025 á Hrafnistu Hlévangi í Keflavík. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Jónsdóttir, f. 20. mars 1901, d. 10. júlí 1964, og Gunnlaugur Jónsson, f Meira  Kaupa minningabók
3. október 2025 | Minningargreinar | 1271 orð | 1 mynd

Jóhann Sophus Dahl Christiansen

Jóhann Sophus Dahl Christiansen fæddist við Laugaveginn í Reykjavík 6. mars 1955. Hann lést á líknardeild Landspítalans 19. september 2025. Foreldrar hans eru Rólant Dahl Christiansen, f. 1928, d. 2013, og Björg Árnadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
3. október 2025 | Minningargreinar | 1882 orð | 1 mynd

Sólveig Gunnarsdóttir

Sólveig Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1943 og lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. september 2025. Foreldrar hennar voru Gunnar Baldvinsson, f. 6. ágúst 1906, d. 5. nóvember 1984, og Ögmunda (Maddý) Ögmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
3. október 2025 | Minningargreinar | 1313 orð | 1 mynd

Sveinn Jónsson

Sveinn Jónsson fæddist í Þjóðólfstungu 13. apríl 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík 25. september 2025. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlína Ingibjörg Þorleifsdóttir frá Kleifakoti í Ísafirði, f Meira  Kaupa minningabók
3. október 2025 | Minningargreinar | 2584 orð | 1 mynd

Valgerður Nikólína Sveinsdóttir

Valgerður Nikólína Sveinsdóttir fæddist á Sauðárkróki 1. júní 1935. Hún lést 16. september 2025, á Hrafnistu Boðaþingi. Foreldrar Valgerðar voru Sigvaldi Þorsteinn Sveinn Nikódemusson, f. 30.9. 1908, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. október 2025 | Viðskiptafréttir | 288 orð | 1 mynd

Fjandsamlegt umhverfi

„Ef þetta hefði farið úrskeiðis væri myndin allt önnur,“ sagði Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri þegar saga losunar fjármagnshafta fyrir tíu árum var rifjuð upp á málþingi á vegum Arion banka í vikunni Meira
3. október 2025 | Viðskiptafréttir | 155 orð | 1 mynd

Fjölmargar stofnanir greiða fasta yfirvinnu

Níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu en það er ótímamæld vinna. Þá greiðir 51 stofnun meira en helmingi starfsfólks fasta yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Viðskiptaráðs Meira
3. október 2025 | Viðskiptafréttir | 163 orð | 1 mynd

Skuldabréfin hjá Play

Íslenska eining Play, Fly Play hf., hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og er nú í höndum skiptastjóra. Rekstur félagsins virðist þó í einhverju formi ætla að halda áfram undir maltnesku flugrekstrarleyfi, þar sem dótturfélagið Fly Play Europe Limited starfar Meira
3. október 2025 | Viðskiptafréttir | 241 orð | 1 mynd

Vélfag skorar á utanríkisráðherra

Vélfag ehf., hátæknifyrirtæki á sviði vinnslu sjávarafurða, hefur sent utanríkisráðuneytinu og stílað sérstaklega á utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, harðort bréf þar sem fyrirtækið lýsir yfir vonleysi vegna refsiaðgerða sem… Meira

Fastir þættir

3. október 2025 | Í dag | 58 orð

[4148]

Vilji maður segja eitthvað umbúðalaust, þannig að enginn velkist í vafa um meiningu manns, er sagt að maður skafi ekki utan af því. „Hann skóf ekki utan af gagnrýni sinni, sagði að skýrslan væri klúður og höfundarnir hálfvitar.“ Líkingin … Meira
3. október 2025 | Í dag | 54 orð | 1 mynd

75 ára Pétur J. Óskarsson býr í Búðardal, en lengst af bjó hann í…

75 ára Pétur J. Óskarsson býr í Búðardal, en lengst af bjó hann í Stykkishólmi þar sem hann var sjómaður. Hann er í hlutastarfi hjá Íslenska gámafélaginu í Búðardal. Eiginkona hans er Ása María Hauksdóttir sjúkraliði Meira
3. október 2025 | Í dag | 364 orð

Af Láka, rímum og bókmenntafræðingi

Það var fagnaðarefni að fá Láka rímur inn um lúguna í fyrradag – rímur af Þorláki Snjákasyni jarðálfi. Bókin hefur fyrir löngu spurst út í kvæðamannasamfélaginu, enda hefur hún verið lengi í smíðum, eins og er aðalsmerki góðra rímna Meira
3. október 2025 | Í dag | 121 orð | 1 mynd

Ástfríður Margrét Sigurðardóttir

60 ára Ástfríður er Reykvíkingur, ólst upp í Hlíðunum en býr á Selfossi. Hún er með BS-gráðu í matvælafræði frá HÍ, meistaragráðu í sama fagi frá Penn State háskóla í Pennsylvaníu og meistaragráðu frá Leuven-háskóla í Belgíu Meira
3. október 2025 | Í dag | 721 orð | 4 myndir

Flæðir milli tónlistarheima

Högni Egilsson fæddist 3. október 1985 í Reykjavík. Hann ólst upp í Snælandshverfinu í Kópavogi og flutti síðan í Norðurmýrina um átta ára aldur. Á táningsárum átti hann heima í Brussel í Belgíu. Högni hefur um árabil verið meðal kunnustu tónlistarmanna Íslands bæði sem tónskáld og flytjandi Meira
3. október 2025 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Háskólagæsir stela senunni í HÍ

Það eru ekki aðeins nemendur og starfsmenn sem halda til á háskólasvæðinu heldur einnig fjöldi grágæsa sem láta ekki lítið fyrir sér fara. Í færslu á Facebook-síðu Háskóla Íslands eru vegfarendur minntir á að sýna þessum fiðruðu nágrönnum tillitssemi Meira
3. október 2025 | Í dag | 185 orð

Í réttri hendi S-Enginn

Norður ♠ K87 ♥ – ♦ ÁG9876543 ♣ 6 Vestur ♠ G962 ♥ G10842 ♦ – ♣ 8742 Austur ♠ Á3 ♥ Á9653 ♦ 10 ♣ ÁKD109 Suður ♠ D1054 ♥ KD7 ♦ KD2 ♣ G53 Suður spilar 5♦ doblaða Meira
3. október 2025 | Í dag | 170 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rg5 d5 5. exd5 Ra5 6. Bb5+ c6 7. dxc6 bxc6 8. Df3 cxb5 9. Dxa8 Dc7 10. Df3 Rc6 11. c3 Bg4 12. Dg3 Rd4 13. Ra3 Re2 14. De3 Bxa3 15. bxa3 Rf4 16. 0-0 R6d5 17. De4 f5 18 Meira

Íþróttir

3. október 2025 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

FH endurheimti annað sætið

FH endurheimti 2. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með 4:3-sigri gegn Stjörnunni í 20. umferð deildarinnar í Garðabæ í fyrrakvöld. Einkunnagjöf: 2M: Thelma K. Pálmadóttir (FH). 1M: Úlfa D. Úlfarsdóttir, Birna Jóhannsdóttir, Ingibjörg L Meira
3. október 2025 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Fjórir nýliðar í landsliðshópnum

Arnar Daði Jóhannesson, Freyr Sigurðsson, Ómar Björn Stefánsson og Þorri Stefán Þorbjörnsson eru nýliðar í leikmannahóp U21-árs landsliðsins í fótbolta. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins, tilkynnti á miðvikudag 23-manna leikmannahóp sinn fyrir… Meira
3. október 2025 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Halldór hættir með Sauðkrækinga

Halldór Jón Sigurðsson hefur ákveðið að láta af störfum hjá Tindastóli, bæði sem þjálfari kvennaliðsins og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í knattspyrnu, að yfirstandandi tímabili loknu. Þetta kom fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls á miðvikudaginn Meira
3. október 2025 | Íþróttir | 516 orð | 2 myndir

Haukar fóru illa með Val

Haukar unnu öruggan sigur á Val, 37:27, í 5. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Haukar eru áfram í öðru sæti, nú með átta stig, og Valur er í fimmta sæti með sex stig Meira
3. október 2025 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Íslendingarnir hetjurnar

Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark Lille þegar liðið heimsótti Roma í 2. umferð Evrópudeildarinnar í fótbolta í Róm í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1:0-sigri Lille en Hákon skoraði sigurmarkið strax á 6 Meira
3. október 2025 | Íþróttir | 505 orð | 2 myndir

KR lagði Íslandsmeistarana

Linards Jaunzems var stigahæstur hjá KR þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar að vell eftir framlengdan leik í 1. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í Vesturbæ í gær Meira
3. október 2025 | Íþróttir | 254 orð | 2 myndir

Mist Funadóttir best í 20. umferðinni

Mist Funadóttir, bakvörður Þróttar úr Reykjavík, var besti leikmaður 20. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Mist átti mjög góðan leik þegar Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Breiðabliks að velli, 3:2, í… Meira
3. október 2025 | Íþróttir | 477 orð | 1 mynd

Slæmt tap Blika í Sviss

Breiðablik átti erfitt uppdráttar þegar liðið heimsótti Lausanne frá Sviss í 1. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta í Lausanne í gær. Leiknum lauk með afar sannfærandi sigri svissneska liðsins, 3:0, en svissneska liðið gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik Meira
3. október 2025 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Viktor Gísli heimsmeistari

Viktor Gísli Hallgrímsson varð í gær heimsmeistari með félagsliði sínu Barcelona þegar liðið lagði Veszprém að velli, 31:30, í tvíframlengdum úrslitaleik á HM félagsliða í Egyptalandi. Viktor Gísli spilaði lítið í leiknum en liðsfélagi hans Emil… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.